Færslur

Möngutóftir

Leitað var staðfestingar á selstöðu frá Fremra-Hálsi í Kjós. Til leiðsagnar var fenginn Guðbrandur Hannesson (f: 1936), bóndi í Hækingsdal og fyrrum oddvita í Kjósarhreppi. Maðurinn sá er jafnframt kunnugastur um örnefni, sagnir og minjar í hreppnum.
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Fremra-Hálsi (Fremrehals) í Kjósarhreppi: “Selstöðu á jörðin í heimalandi”. Svo er að sjá á umfjölluninni að jörðin hafi verið notadrjúg og búsældarleg því jarðardýrleikinn er sagður vera xxii, en “túnin stórlega fordjörfuð af skriðum og engjar öngvar”.

Möngutóft

Möngutóft.

Sauðafell var þá hjáleiga frá Fremra-Hálsi, “bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremra-Hálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Þar er nú selstaða frá Hálsi.”
Maungutóftir eru sagðar hafa verið hjáleiga frá Fremra-Hálsi, “bygt í fyrstu manna minni, og varaði bygð um ein 4 eður 5 ár”
Hulsstaðir var önnur hjáleiga; sagðir “enn nú fornt eyðiból og liggur í Hálslandi, veit enginn nær eyðilagst hafi. Þar er túnstæði alt í hrjóstur og mosa komið, og því ómugulegt aftur að byggja”.
Guðbrandur benti FERLIR á Hulsháls eða Hulshrygg. Taldi hann líklegt að hjáleigan Hulsstaðir hafi verið öðru hvoru megin við hrygginn þótt hann hafi ekki séð tóftir þar. Leit að Hulsstöðum bíður betri tíma.

Heimild m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal.
-Örnefnaýsingg fyrir Neðir-Háls í Kjós.

Fremra-Háls

Fremra-Háls – stekkur.

 

Kjósarhreppur

Í “Fornleifaskráningum í Kjósarhreppi” árin 2008-2012 má m.a. lesa eftirfrandi fróðleik um upphaf og þróun nokkurra bæja í sveitarfélaginu:

Þorlákstaðir

Þorláksstaðir

Þorláksstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705. Reynivellir áttu hér ítak, eldiviðargröf.
1705: “Haglítið er og landþröngt mjög, so að fyrir þann skuld verða heimamenn engið í beit að leggja, en átriðningur er mikill af annara manna peningum, bæði frá Eyjum, Hurðarbaki og Reynivöllum. Hætt er túninu mjög so fyrir snjóflóðum og skriðum … Landbrot mikið gjörir Laxá bæði á högum og engi, og bólgnar bæði áin og lækir úr fjallinu yfir mestan hluta graslendiss um vetur. Á engið, sem þó er besti kostur jarðarinnar, verður ekki sóktur heyskapur fyrir foruðum nema brúkað sje með stórerfiði.” JÁM, 413. 1840: “… þar er góður heyskapur og engi stórt, en lítið beitiland sumar og vetur.” SSGK, 257. 1917: Tún 5 teigar, garðar 1450m2.
Mestallt slétt, þýfi í túnjöðrum.

Blönduholt

Blönduholt

Blönduholt – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Jarðarinnar er ekki getið í heimilum fyrr en 1616. Jarðabréf, 18.
Blönduholtskot; eyðihjáleiga í byggð frá um 1665 til um 1700.
1917: Tún allt sléttað 3 teigar, garðar 1280m2. “Þegar Jón Stefánsson, faðir minn, kom að Blöndholti 1891 (að mig minnir), var allt túnið karga stórþýft, utan ein stór flöt, rúm hálf dagslátta, sem búið var að slétta, hún var kölluð Stóraflöt [hún var í hallanum norðaustan við bæinn]. Hann sléttaði túnið allt með handverkfærum. Þegar það var búið, ræsti hann mýrarstykki neðan við túnið [mýrin var kölluð Veitan, hún var á milli túnsins og Stöðuls], og hafði lokið að slétta það líka, áður en vinnuvélar komu til sögunnar. Hann flutti frá Blöndholti 1935, þá orðinn gamall og mjög lúinn. Verst held ég grjótið hafi farið með hann, sem kom úr þúfunum. Það setti hann allt í garða utan við túnið. Seinni árin, sem hann var við sléttun, þoldi hann ekki að rista ofan af, en var mikið við að stinga (pæla) og þekja.” Ö-Blönduholt, 5

Þúfa

Þúfa

Þúfa – túnakort 1917.

20 hdr 1705 “Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og efnir A.M. það með hér greindum leigumála.” JJnm, 99. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja hrossabeit í landi jarðarinnar (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79). Þúfukot; hjáleiga í byggð 1705. Síðar byggt Litlaþúfa, eða Lindarbrekka.
1917: Tún 3 teigar að mestu slétt, garðar 1040m2.

Þúfukot

Þúfukot

Þúfukot – túnakort 1917.

Hjáleiga Þúfu. 1847 “Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og nefnir A.M. það með hér greindum leigumála.
1802 segir, að á Þúfukoti hafi verið sú kvöð til forna, að hafa 12 hesta til beitar frá Reynivalla kirkju.” JJnm, 99
1917: Tún 2,4 teigar rúmlega hálft sléttað, garðar 700m2.

Eyri (Hvalfjarðareyri)

Eyri

Eyri og Eyrarkot – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. 30 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðinni. Landnámsjörð Svartkels, sem fyrst bjó að Kiðafelli en flutti síðar að Eyri.
1198 er jarðarinnar getið í Sturlungu þar sem rætt er um Ketil Eyjólfsson og Ljót son hans er þar bjuggu. Sturlunga I, 235.
Elsta heimild um kirkju á Eyri er í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. (DI XII, 9)
Næst er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju um 1220: “[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;” (DI I, 402).
1315: “Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær” (DI II, 404). Enn er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: “[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd;” (DI III, 32) Síðan er kirkjunnar getið í máldaga sem hefur verið tekinn saman einhverntíma á árunum 1491-1518: “Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. … Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa.” (DI VII, 54) 1569: Biskup selur jörðina fyrir Kirkjuferju í Árnessýslu. Hvor jörð 30 hdr en 10 hdr í heimalandi er kirkjueign. (DI XV, 312-314)
“Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.” Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 eru 4 býli á jörðinni, eitt með upprunalega nafninu, annað nefnt Þorkelskot eftir ábúandanum og síðan Efrakot (8 hdr) og Neðrakot (5 hdr) sem hvorugt er talin hjáleiga. Síðan er þar ein hjáleiga, Blómsturvellir í ábúð 1705. JÁM III, 393-394. Hjáleigur 1847; Eyrar-Uppkot og Eyrar Útkot. Heimajörðin var lögð undir Eyrar-Uppkot. HJ: Ljósmyndir I, 66
1705: “Hætt er fyrir snjóflóðum og skriðum bæði túnum, högum, engjum og húsum og hefur nýlega þar á skaði orðið bæði túni og engi. JÁM III, 395.
1917: Tún 2 teigar að mestu sléttað, garðar 350m2. Uppkotið virðist sameinað heimajörðunni 1917.

kikja

Eyri

Eyri og nágrenni – kort 1908.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9
[um 1220]: [í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund; Máld DI I 402 [Saurbæjar].
[1315]: Eyre Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær; Máld DI II 404 [gæti vel verið Árni mildi, Þá öld yngra].
[1315]: [til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd; Máld DI III 32 [Saurbæjar – ekki er ljóst hvort sérákvæðin um tíundina eiga við um Eyri, líklega ekki].
[1491-1518]: Eyrar maldagi j Kios. Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. Jtem ein gaumul messuklædi sterk. Jtem iij smakluckur. Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 124 (Bessastaðabók)]
17.5.1765: Bænhús á Eyri lagt niður; (PP, 113) [konungsbréf].
1705 segir í Jarðabók Árna og Páls: “Hjer er hálfkirkja, og embættaði þá fólk er til sacramentis hjer heima og af næstum bæjum hjer fyrir innan, sem enn lengra eiga að sækja til Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi, og þjónar presturinn Sr. Páll Sveinsson þessari hálfkirkju ásamt Saurbæjar og Brautarholts kirkjum.” “Kirkjugarður er neðan Eyrarhóls. Nú er búið að slétta hann.

Eyrar-Uppkot (Efrakot)
1705 eru 4 býli á jörðinni, Efra kot er talið býli, ekki hjáleiga, dýrleiki 8 hdr. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. “Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.” Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 4 teigar, garðar 720m2, virðist sameinað heimajörðunni 1917.

Eyrar-Útkot (Neðrakot)
1705 eru 4 býli í byggð á Eyri, Neðrakot (5 hdr) eitt af þeim ekki talið hjáleiga. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. “Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.” Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 2 teigar meira en 1/2 sléttað, garðar 760m2.

Útskálahamar

Útskálahamar

Útskálahamar – túnakort 1017.

16 hdr 1705.
1917: Tún 4,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 580m2.

Kiðafell

Kiðafell

Kiðafell – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Býlið Ós í landi jarðarinnar, byggt um 1856. Landnámsjörð Svartkels sem settist þar að fyrst en flutti síðar að Eyri.
1917: Tún 4,9 teigar, að mestu sléttað (á síðustu 15 árum), garðar 700m2.

Bær

Bær

Bær – túnakort 1917.

16 hdr 1508/1705. 1508 er jarðarinnar getið í sölubréfi er jörði er seld fyrir 8 hundruð í lausafé, á liggur jörðin í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 207.
1847 er hjáleigunnar Litlabæjar getið.
1705: “Úthey eru mjög ljett, so að valla eru fóðurgæf þaug bestur. Hætt er fyrir foruðum, torfgröfum og holpytta lækjum.” JÁM III, 399. 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 1600m2.

Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell – túnakort 1917.

60 hdr. 1705. Bændaeign. 60 hdr. 1847. Landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar.
Kirkju í Meðalfelli er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. (DI XII, 10).
Næst er kirkjunnar getið í máldaga frá um 1367: “xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu.”( DI III, 219) Máldagi kirkjunnar hefur varðveist í Vilchinsbók frá 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.” (DI IV, 115-116)
1473: Jörðin nefnd í bréfi. DI V, 728.
1512: Jörðin nefnd í bréfi. DI VIII, 410. 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV,
633-634) Meðalfellskot; hjáleiga 1705, einnig eyðihjáleiga nefnt Dæliskot. Hjarðarholt nýbýli frá 1905.
1705: “Hætt er túnunum mjög fyrir fjallskriðum og verður oftast árlega þar af skaði, sem með stórerfiði þarf að umbæta.” JÁM III, 408.
1840: “… liggur þar við undir hálsendanum að sunnanverðu, þar er stórt tún, engi á Laxárdalsbökkum, landslítið heima, en því meira á Meðalfellsdal, hvar haghús er brúkað.” SSGK, 257.
1917: Heimatún og austurtún 11,1 teigar, garðar heima 950m2. Allt slétt. “Meðalfell á engjar í Laxárdalnum með fram ánni að sunnan, á alllöngum kafla.” Ö-Meðalfell, 6

kirkja

Meðalfell

Meðalfell.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 10
[1367]: xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu. þetta ber alltt saman vid Vilchinsbok. vtann Vilchinsbok er fyllre; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. [+mannshlut í Laxá] Þar skal vera heimilisprestur og messa hvern helgann dag og j ollumm ix lestra holldum. Hvern dag vmm Langafostv oc Jolafostv oc ij daga j viku Þess j millumm. Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur. kirk[iu] messa krossmessv a haustid portio Ecclesiæ vmm xiiij ar ixc. fiell þar nidur af cc; Máld DI IV 115-116.
1575: Máld DI XV 633-634.
[1600]: Kyrkiukugillde j kios. … A medalfelli vj. kyrckiu kugilldi … JS 143 4to, bl. 374.
12.8.1808: Meðalfellskirkja lögð niður; (PP, 114) [konungsbréf Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Kirkjustaður og er annecteruð með Reynivalla sókn.” Merki kirkju og kirkjugarðs sjást ennþá 20-30 m suðaustan við íbúðarhúsið á Meðalfelli. “Suðaustan við bæinn er Kirkjugarðurinn. Fyrir austan hann er Kirkjugarðsflötin, austur að skurðinum og niður að vegi, sem liggur þar austur túnið,” segir í örnefnaskrá.

Meðalfellskot

Meðalfell

Meðalfell – kort 1908.

Hjáleiga Meðalfells í byggð 1705. Kominn í eyði 1917, þá er bæjarstæðið sléttað 1840: “Hefir land nokkuð heima, og á Meðalfellsdal haghús, en engið á Laxárbökkum; sæmileg heyskaparjörð.” SSGK, 257.
1917: Tún kotsins 4,6 teigar, garðar 1020m2.
Bæjarstæði Meðalfellskots var sléttað 1917 skv. túnakorti. Sennilega hefur síðasti ábúandi þar verið Þórður Edilonsson sem getið er í ritinu Kjósarmenn. Hann bjó í kotinu frá 1900-1904 en fluttist þá til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt túnakorti frá 1917 stóð bærinn um 380 m austar en Meðalfell. Hann stóð þar sem nú er vel sléttað tún ofan við þjóðveginn meðfram Meðalfellsvatni á milli tveggja skurða.
Vel sléttað gróið tún. Fjallið Meðalfell er norðan megin við það en Meðalfellsvatnið er sunnan megin við það. Engar leifar af bæjarstæðinu sjást. Samkvæmt Gísla Ellertssyni stóð bærinn þar sem nú er smá ógróinn malarblettur í túninu. Þar kemur stundum upp grjót. Ekki vottar fyrir teljandi hólmyndun á þessum stað. Fyrir framan eða sunnan íbúðarhús var kálgarður samkvæmt túnakorti frá 1917 en hann er líka horfinn. Þess má geta hér að sennilega hafa öll útihús í austanverðu túninu, verið nytjuð frá Meðalfelli þegar túnakortið var teiknað árið 1917, enda Meðalfellskot þá komið í eyði fyrir nokkuð löngu.

Eyjar

Eyjar

Eyjar – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. Bændaeign. 40 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðunni.
Kirkjunnar á Eyjum er fyrst getið í máldaga fram því um 1180: ” Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal.” (DI I 267). Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir: “xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal.” (DI III, 21°9) í Vilcinsmáldaga er textinn svipaður.
1397: “a xc j landi oc skog j Svijnadal.”( DI IV, 116)
Hjáleigur 1705 Eyjahóll og Hvassanes (í eyði frá því snemma á 18. öld) báðar í byggð, Gróukot hjáleiga í eyði frá um 1645 og önnur nafnlaus eyðihjáleiga einnig í eyði frá um 1645. Eyjahóll; hjáleiga 1847, í sömu ábúð og Eyjar frá 1888.
Á túnakorti er einig nefnt Hólahúsatún sem virðist vera í byggð 1917.
1705: “Engjum spilla skriður úr fjalli, en túnunum bæði og engjunum vatnságángur af á, sem nærri rennur með aur og grjóti og landbroti. Hætt er kvikfjenaði fyrir foruðum. Búfjárhögum spilla skriður.” JÁM III, 405.
1840: “… á þýfði láglendi, hefir stórt tún, engi víðslægt en heimaland minna, útbeitarlítið á vetrum; jörðin á Eyjadal.” SSGK, 257.
Tvíbýli 1917: Tún alls 10,79 teigar, garðar 2000m2.

hálfkirkja

Eyjar

Eyjar.

[1180]: Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal. buning sinn allan i tiolldom oc alltara klæþom. krosom oc kloccom oc kertisticom. oc þat er at skylldo þarf til guþs þionostu at hafa. þa er messo scal syngia. fyrir þat vtan er prestr hefir meþ ser. þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom. scildr til paska dagr oc kyndil messa. kavpa hundraþe alna. Heima tivnd oc lysa of vetrinn of nætr þa er svngit er oc fyrir allar log hatiþer. [Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc kaupa slico kaupe sem biskup vill; Máld DI I 267 (frá [ yngri viðbót?)
[1367]: xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal. les Vilchinsbok; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xc j landi oc skog j Svijnadal. Þar skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv. Þar skal lvkast c presti. tekzt heimatiund lysa vmm vetrinn vmm nætur þa er sungid er oc firir allar hatijder; Máld DI IV 116. Hluti af bæjarhól Eyja, horft í suður á hlaðinu í Eyjum I.
1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 63, 65} Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Hjer segja menn að til forna hafi hálfkirkja verið, en enginn minnist, að það hús hafi uppi verið nje tíðir fluttar og við öngvan þykjast menn talað hafa, sem það mundi.”

Flekkudalur (enn efri)

Flekkudalur

Flekkudalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705, þá tveir bæir. JÁM III, 403.
1483: Jarðarinnar getið í sölubréfi, þá kaupir Margrét Vigfúsdóttir 10 hdr í Flekkudal, þá í Reynivallakirkjusókn, DI V, 800.
1847: 40 hndr. Bændaeign. Í Jarðatali Johnsens segir einnig: “Báðir Flekkudalir eru þángað til 1802 taldir saman. Prestur nefnir Efri- og Neðri-Flekkudal, með 1 ábúenda hvorn, en sýslumaður 1 Flekkudal, einsog líka prestur, Grjóteyri, sem engin jarðabók getur um, en máske er það sama sem jarðabækurnar kalla Neðri-Flekkudal, hvarámóti prestur að líkindum aðgreinir býlin á Flekkudal sjálfum (enum efri), í Efri- og Neðri Flekkudal, því sýslumaður telur 1 Flekkudal 25 h., en Grjóteyri 15 h. Að dýrleika, alls 40 h., einsog jarðabækurnar.” JJ, 100.
1705: “Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.” JÁM III, 403.
1840: “… hefir fallegt tún,
ekki mikið ummáls, engi nokkuð til hlítar og veitiland á dalnum um sumar, en minnni útbeit vetrar.” SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 5,5 teigar allt slétt, garðar 1000 m2.

Flekkudalur

Flekkudalur og nágrenni – kort 1908.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Er Guðni [Ólafsson 1935 til a.m.k. 1949] að bæta jörðin, með stækkun og umbótum á túninu og með uppþurrkun með skurðgröfu með fyrirhugaða frekari túnrækt.”
1847: “Hve mikinn fénað prestsetrið Reynivellir framfæri, skýrir prestur eigi frá, en segir, að 5 kúg. fylgi heimajörðunni, og að túnið sé undirorpið skemmdum af snjóflóðum og aurskriðum, ef eigi árlega er við gjört með mannafla og kostnaði. Staðurinn á rétt til móskurðar og skóg til kola á Vindási, svo og skógarreit í Reynivallatúngum í Skoradal, en óvist var (1839) hvort hann á laxveiði í Laxá, sem eigi heldur í mörg undanfarin ár hefir verið notuð.” JJ, 104-105.
1917: Tún 6,7 teigar auk grafreitar 0,17 teigar. Túnin slétt og greiðfær. Garðar 1500 m2.

kirkjugarður – kirkja
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: “Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldeilis eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska, samt eru þar tíðir fluttar. Er í staðinn þessa beneficii er sóknarprestinum, sem nú er Sr. Torfi Halldórsson, af sál. Kóngi Friðrik 3ja gefin til bústaðar jörðin Vindás 1664.” Kirkjan á Reynivöllum stóð áður inni í kirkjugarði, um 190 m NNV við nýja bæinn en rétt suðvestan við elsta þekkta bæjarstæðið á Reynivöllum. Kirkjan, sem byggð var 1859, var færð úr garðinum (fyrir 1917), í um 100 m til suðausturs þar sem hún stendur nú.

Flekkudalur – Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri – túnakort 1917.

Til 1802 voru Flekkudalir taldir en jörð. Jörðin nefnd Flekkudalur neðri og Grjóteyri í heimildum en jörðin heitir nú Grjóteyri.
1705: “Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.” JÁM III, 403.
1840: “… ekki stór heyjajörð, lík hinni hvað landkosti snertir ..” SSGK, 257. 1917: Tún 5,6 teigar garðar 580m2.

Sandur

Sandur

Sandur – túnakort 1917.

10 hdr 1705. 1687 er jörðin seld og er á 10 hdr. Jarðabréf, 20. Bærinn var færður fyrir 1705 vegna skriðu og vatnsfalla. Austurkot nefnt í örnefnaskrá.
1705: “Tún eru nær engin , því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.” JÁM III, 404.
1840: “Túnið er ekki mikið, engi nokkurt, land til sumarbeitar
nóg, en lítið um vetrartíma.” SSGK, 257.
1917: Tún 3,5 teigar, mestallt slétt, garðar 1100m2.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415.
Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: “Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.” JÁM III, 415. “Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.” SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. “Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.”

Írafell

Írafell

Írafell – túnakort 1917.

20 hdr 1705, 1/2 konungseign. Bændaeign (áður konungseign). 20 hdr. 1847. Tvíbýli á jörðinni. Bænhús var á jörðunni.
1705 er nefnd eyðihjáleigan Fornaskjól. Ónafngreind eyðihjáleiga nefnd í örnefnaskrá. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: “Snjóflóð og skriður granda högum og engi, þó meir á kóngsins parti.” JÁM III, 417.
1840: “Heyskaparjörð allgóð og á mikið og gott land bæði til fjalls og láglendis um hæðir og mýrarsund …” SSGK, 256.
1917: Tún 5 teigar, garðar 1500m2. “Túnið mest alt sléttað á síðustu 20 árum, heldur sérvel.” Túnakort.

þjóðsaga – legstaður

Írafell

Írafell – bæir og nokkrar minjar.

“Írafellsfjall, sem bærinn stendur undir. Á því eru þessi örnefni: Kýrdalsklettur (klettagnípa sunnan í miðri fjallsbrún), og vestur frá honum eru Stigabrekkur upp undir fjallsbrún. Ír[a]dalur er vestast á háfjallinu. Þjóðsaga segir, að þar sé frumbyggi Írafells (Íri) dysjaður. Vestur af fjallinu eru Axlir,” segir í örnefnaskrá. Litlu norðaustan við gróna skriðu úr vestanverðu fjallinu er lítið dalverpi uppi á brún fjallsins, grasi gróið. Fyrir miðju er stallur og þar framan við er sefgras og engjagróður því sem næst fram á brún, en þurrt. Dældir eru í dalverpinu en engin sýnileg merki um legstað. Þessi staður er um 500 m norðaustan við bæjarstæði.

Gullkistuhóll – þjóðsaga

Írafell

Írafell – Gullkistuhóll.

“Austan við Stóraflóa er Brúarhlaðaás og Brúarhlaðaeyrar. Vestast á þeim er Gullkistuhóll. Þjóðsaga segir, að þar hafi Íri grafið gull sitt o. fl. Þrisvar sinnum hefir verið grafið í hólinn (síðast 1909 af Reykvíkingum) og ekkert fundizt. Austan til á miðjum Brúarhlaðaeyrum er Svartiskúti.
Suður frá honum (norðan í áðurnefndum Öxlum) er Gildurás,” segir í örnefnaskrá.
Gullkistuhóll er skammt ofan við þjóðveginn suður af Brúarhlaðaási, um 1,2 km norðan við bæ.
Hóllinn er lágur og liggur gömul leið fast við hann og yfir hann að hluta. Norðan og norðvestanvert á hólnum er gróðurlaus melur og flagmói en annarsstaðar vex mosi og lyng. Nokkuð þýft er á gróna hlutanum. Vestan við hólinn er mýrlent, sunnan við hann eru hólar og hæðir og norðan og austan við hann eru grónar áreyrar.
“Magnús telur að enginn núlifandi maður geti bætt þessa skrá og staðfesti hann hana, en lét þess þó getið í sambandi við gröft í Gullkistuhól, að Magnús í Stardal hafi líklega stjórnað uppgreftinum 1909. Og sagan segir að þeim er unnu þetta verk hafi sýnst Hækingsdalsbærinn standa í björtu báli. En Hækingsdalur er eini bærinn sem sést af Gullkistuhól,” segir í viðbótum við örnefnaskrá. Ekki eru greinileg merki þess að grafið hafi verið í hólinn en það hefur eflaust átt þátt í því að gróður er horfinn á köflum, auk vegagerðar. Hóllinn er um 25 x 20 m, liggur norðaustur-suðvestur.

Neðri-Háls

Neðri-Háls

Neðri-Háls – túnakort 1917.

Pr. lénsjörð. 30 hdr. 1847. 30 hdr. 1705, jörðin gefin presti sem þjónar Seltjarnarnesi. Bænhús er talið hafa verð á jörðinni.
1468: Jörðin er nefnd í vitnisburðarbréfi. DI V, 516.
1705 er Ullarhóll eyðihjáleiga og einnig er greint frá meintu býli sem nefnt er Arnakot en ekki þótti ljóst hvort þar var býli eða ekki.
1917: Tún 8 teigar, garðar 1450m2.
1840: “… jörðin hefir þó grasgefið tún, víðslægt engi og notagott beitiland vetur sem sumar.” SSGK, 255.

Hvammur

Hvammur

Hvammur – túnakort 1917.

60 hdr. 1570, 1712. Bændaeign. “Hvamm-Þórir nam land á millum Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalur er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannsk í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggja sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðusk hjá hólnum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar.” Landnámabók, ÍF I, 56-59. Hvamms er einnig getið í Harðar sögu – ÍF XIII, 65, 86-70 og 79.
Í Sturlungasögu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði. Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og bendir það til að búið í Hvammi hafi þá verið með hinum stærri í héraðinu. – Sturlunga saga I, 405 og 407.
Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá 1367 – DI III, 21°8. 1397 átti kirkjan Hvammsey auk sex kúgilda – DI IV, 118 sbr. 1497 – DI VII, 375. Kirkjan var hinsvegar vígð 1502 og er vígslumáldagi hennar frá því ári varðveittur. Þar kemur fram að kirkjan hefur eignast skógartungu í Skorradal. Í tilefni af vígslunni var leyfi gefið til að vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Þá vígði Stefán biskup sérstaklega líkneski Lúkasar guðspjallamanns og verndardýrlings kirkjunnar og gaf hverjum þeim 40 daga aflát sem bæri líkneskið í skrúðgöngum, sem voru hluti af helgihaldi í kaþólskum sið, eða gerði kirkjunni nokkuð gagn – DI VII, 609-610.

Hvammsvík

Hvammsvík.

Í máldaga frá 1570 er þess getið að jörðin var 60 hdr að dýrleika – DI XV, 632. Á seinni hluta 16. aldar bjó í Hvammi Hannes Ólafsson lögréttumaður (kemur við skjöl á árabilinu 1565-1590) og eftir hann sonur hans Jón, sem var líka lögréttumaður og hreppstjóri í Kjósarhreppi og stóð í margskyns málastappi á alþingi á árunum 1619-1662. Sonur Jóns hét Ólafur og mun hafa búið í Hvammi eftir föður sinn en um 1700 höfðu börn Ólafs erft hann og jörðina og voru þá 5 systkin eigendur að Hvammi, en Hvammsvík var orðin sérstök eign sem gengið hafði úr ættinni fyrir miðja öldina þegar Ólafur Hannesson, bróðir Jóns lögréttumanns, seldi 12 hundraða erfðahlut sinn Brynjólfi biskupi í Skálholti – JÁM III, 431, 433. JÁM XIII, 70-71, 74-76, 85. Eitt systkinanna, Eyjólfur Ólafsson, sem var húsmaður á Akranesi lýsti því með bréfi hinn 13. mars 1709 að hann ætti fimmtung í Hvammi sem væri alls 60 hundraða jörð. Eyjólfur segir að hann fái nú jarðarhluta sinn varla byggðan „nema til hýsingar fátækra sveitarómaga og tíundargjalds þeim, sem búa á hinum hluta jarðarinnar. Eyjólfur getur um hálfkirkjuna og segir að Hvammsey, sem liggi undir kirkjuna, hafði áður verið slægjuland en að nú spretti lítið gras á henni “eða nær að segja ekkert”. Hann getur þess einnig að skógarítakið, sem kirkjunni er eignað, sé í Skógartungu í Vatnshornskógi í Skorradal – JÁM XIII, 70-71. Í JÁM er dýrleiki allrar jarðarinnar sagður vera 60 hundruð, en af þeim er hjáleigan Hvammsvík metin á 12 hundruð. Þá var tvíbýli í Hvammi en bóndinn í Hvammsvík leigði auk þess 4 hundruð af Hvammi og hafði þannig alls 16 hundruð af jörðinni undir bú sitt. Þessi skipting milli jarðanna hélst óbreytt fram á 19. öld en í skýrslu sýslumanns frá 1840 er Hvammur þó aðeins talinn vera 40 hundruð og Hvammsvík þeim mun meira eða 20 hundruð – JJ, 101.
1705 eru nefndir Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem hafði verið í eyði í meira en tuttugu ár. Ekkert er vitað um byggð á Naglastöðum og eru tóftir þeirra ekki þekktar en Ásmundarstaðir hafa verið innantúns og mögulega orðið til um svipað leyti og Hvammsvík.
Eftir 1780 átti Páll Jónsson, hospitalshaldari í Gufunesi með meiru, meirihluta jarðarinnar að því er virðist um alllangt skeið en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíma búið þar – Alþ. Í. XVI, 397, 399-400, 524, 530; XVII, 140. Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765 – Sveinn Nielsson: Prestatal og prófasta, 114. Skógurinn sem kirkjan átti í Skorradal mun þá hafa lagst undir jörðina en í jarðabók frá 1804 er getið um hann.
1840: “… þar er þýft og tyrjótt tún, arðlítið , mýrarengi víðslægt og landrými allgott og vetrarhagabeit.” SSGK, 255.
1847 bjuggu þrír leiguliðar í Hvammi auk eins í Hvammsvík.

Hvammsvík

Hvammsvík

Hvammur og Hvammsvík.

Var hjáleiga frá Hvammi, sjálfstætt býli 1847. Talið er að Jón Marteinsson muni fyrstur hafa byggt í Hvammsvík, en hann eignaðist jörðina í makaskiptum við Brynjólf biskup fyrir Eystra-Miðfell á Hvalfjarðarströnd um 1660. Þessi jarðarhluti mun vera þannig til kominn að 12 hundruð úr Hvammi voru erfðahluti Ólafs Hannessonar, bróður Jóns lögréttumanns í Hvammi, sem hann fékk eftir föður sinn 1609. Ólafur seldi síðan Brynjólfi biskupi hlutann og það mun hafa verið þá eða í tíð Jóns Marteinssonar sem Hvammsvík varð að sérstöku býli.
Í jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur fram að sr. Oddur Árnason á Kálfatjörn hafði átt jörðina til 1702 en þá hafði eignast hana Markús Brandsson á Vatnsleysu. Þáverandi ábúandi í Hvammsvík leigði einnig hluta af Hvammi og hefur Hvammsvík því ekki verið að neinu leyti minna bú en Hvammur þar sem var tvíbýli og jafnan síðan. 31.7.1749 selur Þórdís Halldórsdóttir Kort Jónssyni lögréttumanni Hvammsvík fyrir 12 hundruð með 2 ½ kúgildi – Alþ.Í. XIII, 472. Ári síðar eða 15.7.1750 er lýst fyrir hönd Herdísar Hallvarðsdóttur brigð í 12 hundrð í jörðinni Hvammi, kölluð Hvammsvík, og framboðnir peningar til innlausnar hennar – Alþ.Í. XIII, 475. 24.5.1792 gefur Solveig Kortsdóttir syni sínum sr. Oddi Þorvarðssyni hjáleigu í Hvammi í Kjós, Hvammsvík nefndri, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi, henni til uppiheldis fyrir lífstíð – Alþ.Í. XVI, 95. 3.1.1795 selur sr. Oddur Þorvarðsson Guðmundi Þórðarsyni jörðina Hvammsvík, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi – Alþ.Í. XVI, 235. Hvammsvík var jafnan talin 12 hundruð af dýrleika Hvamms, en 1840 telur sýslumaður hana 20 hundruð. Þó Hvammsvík væri aldrei svo vitað sé eign sömu aðila og áttu Hvamm eftir 1609 fyrr en á 20. öld þá voru formleg landaskipti aldrei gerð milli jarðanna og var beitilandi óskipt á milli þeirra. Ábúendur á jörðinni urðu að flytja af henni á árunum 1943-45 á meðan hersetulið var á staðnum. (HJ Ljósmyndir I, 28).
1712: Yfir tún hjáleigunnar fauk skel og sjávarsandur og engi hennar þóttu nær eyðilögð af skriðum.

Hurðarbak

Hurðarbak

Hurðarbak – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Meðalfellskirkjueign. JÁM III, 411. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 99.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: “a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.” DI IV, 115-116. “Snjóflóð féll á bæinn 1699 og tók fjós og fé.” Hannes Þorsteinsson segir nafnið eiga að vera Hurðarbak en ekki Urðarbak eins og áður hafði verið lagt til að væri upprunaleg mynd þess.
HÞ: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: Selstöðu í Meðalfellsland þarf með þágu að þiggja eður betala verði, því að búfjárhagar eru að mestu eyðilagðir af skriðum, og neyðast því ábúendur til að beita engi sitt geta þó ekki við varað að peningur gángi á Meðalfells og Þorláksstaða engi. Túnin eru merkilega fordjörfuð af snjóflóðum og skriðum, og er fyrir hvörutveggja þessum jafnan yfirhángandi voveiflegur mannháski manna og fjenaðar, gjörist og árlega í næstu 20 ár hjer af mein og skaði, og kostar það ábúendur stórerfiði sjerhvört ár og moka skriður, og hefur landsdrottinn það hingað til öngvu launað. Landþröng hin mesta.” JÁM III, 411.
1840: “Þar er heyskapur allgóður, en mikið lítið beitiland og ekkert mótak.” SSGK, 257.

Hurðarbak

Hurðarbak.

Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 2.160 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Túnið girti hann [Sveinbjörn Guðmundsson 1906-1939] með netgirðingu. … En sjerstaklega gott verk gerði hann [Gunnar Holm 1939-1946] á Hurðarbaki með því að láta sljetta árbakkana (Laxár) í Hurðarbakslandi og yfirhöfuð engjarnar þar og Hurðarbaksnes, og er svo komið, að engjarnar mestallar að Hurðarbaki eru orðnar vjeltækar og fjótunnar og ná yfir mun stærra svæði en í tíð Sveinbjarnar Guðmundssonar. Gunnar fjekk sjer dráttarvjel til heimilisnota og fjekk hann hana viðeigandi greiðu og með þeim tækjum eru engjarnar að Hurðarbaki ákaflega fljótslegnar. Venjulega eru engjarnar á Hurðarbaki mjög grasgefnar, en Gunnar bar mikið á þær af útlendum áburði og eru þær nú [1949] í fremstu röð. Einnig bætti hann heimatúnið allmikið og stækkaði það nokkuð.”

Morastaðir

Morarstaðir

Morarstaðir – túnakort 1917.

16 hdr 1705, konungseign. JÁM III, 389. 1847: 16 hndr. Kirkjueign. JJ, 99.
1705: “Landþröng er mikil. Skriður spilla úthögum. Hætt er peníngi fyrir fornum torfgröfum.” JÁM III, 389-390.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar, að mestu slétt, garðar 600 m2. Í bókinni Ljósmyndir eftir Halldór Jónsson segir: “Þegar Einar [Jónsson] byrjar búskap [1908] á Morastöðum, hefir hann tjáð mjer, að túnið hafi gefið af sjer 120 hesta, en nú [1949] með nýræktinni um eða yfir 500 hesta, er bezt lætur. Er nú Morastaðatúnið að mestu orðið sljett og vjeltækt. Meir en helmingur af ræktuðu landi er nú túnauki, gerður í tíð þeirra feðga. … Þegar Einar kom að jörðinni, voru engar girðingar til, en nú er túnið girt með netgirðingu og nokkuð af engjum, röskir tveir kílómetrar.”

Eilífsdalur

Eilífsdalur

Eilífsdalur – túnakort 1917.

20 hdr. 1705, Eilífsdalskot 1/4 jarðarinnar 1705 þá í byggð. JÁM III, 399, 400. 1690: 20 hdr. jörðin seld fyrir 60 hdr í lausafé. Jarðabréf, 21.
Í Kjalnesinga sögu segir: “Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvágs ok Botnsár ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. … Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numit; hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum ok þar hverjum, sem honum þótti fallit vera.” ÍF XIV, 3.
Nafnið Eilífsdalur kemur fyrst fyrir um 1220 í máldaga Saurbæjarkirkju: “[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;” DI I, 402.
1352: Á Reynivallakirkja lambahöfn í Eilífsdal. DI III, 70-71.

Eilífsdalur

Eilífsdalur.

1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516. [1478]: Á Reynivallakirkja lambabeit í Lambatungum í Eilífsdal. DI VI, 178-179. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
1705: “Engið er fordjarfað af skriuðum, en túnin brjóta árlega tvær ár, sem hjá þeim falla, er og háksi af þessum hvorutveggjum skaða jafnlega. Sandfjúk grandar ogso túnunum.” JÁM III, 401.
Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 540 m2. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: Engir voru kartöflugarðar í Eilífsdal, er hjer var komið sögu [1899-1912]. Kvað Oddur [Andrjesson], að reynt hafi verið að rækta kartöflur, en eigi lánazt vegna þess, hve jarðvegur er leirborinn þar sem til var sáð, og meiri hætta á næturfrostum þar í fjallakví að heita mátti. Fyrir allmörgum árum [texti skrifaður 1949] hefir þó verið hafizt handa í Eilífsdal um kartöfluræktun, en nokkuð fjær bænum, og gefizt yfirleitt allvel, enda í betri jarðvegi fyrir þann jarðargróða en heima við bæinn. … Í tíð Þórðar Oddssonar [1912-1941] var túnið girt með netgirðingu, en á árinu 1946 endurbættu bræðurnir [Oddur og Þorkell Þórðarsynir] girðinguna og stækkuðu hana, þannig, að hún nær um tún og engjar og er þa ð gott og mjög þarft verk.”

Fremri Háls (Litli Háls)

Fremri-Háls

Fremri-Háls – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Eyðibýli 1705 voru Sauðafell, Möngutóftir (Margrétarkot) og Hulstaðir. JÁM III, 418. 1847: 12 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
Hannes Þorsteinsson: Fremri-Háls réttnefni. HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi”, Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: “Túnin eru stórlega fordjörfuð af skriðum og enn hætt við meiri skaða bæði bænum og túnum, mönnum og fjenaði. Engjar öngvar í vissum stað, nema hvað slegið er vítt og dreift í heiðarlandi, og þó ekki í sama stað nema annaðhvört ár. En þær engjar, sem áður voru og nær liggja bænum, eru harnær eyðilagðar af skriðum og leir. Þverá, sem hjá túninu rennur, er kölluð Hálsá, brýtur túnið og ber grjót á. Hætt er bænum fyrir snjóflóði, og hefur það oft yfir fallið, so legið hefur við húsbroti.” JÁM III, 418.
1840: “Heyskapur er erfiður og reytingslegur, en landrými mikið og gott, helzt um sumartímann, vetrarþungt.” SSGK, 256.
Túnakort 1917: Tún 6,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 950 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á túni jarðarinnar í Jóns tíð [á tímabilinu 1927-1949] með hjálp dráttarvjelar.”

Saudafell – sel

Fremri-Háls

Fremri-Háls; mögulegt sel við Sauðafell[skot]…

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: “Selstöðu á jörðin í heimalandi.” Þar segir einnig: “Saudafell hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi, bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda, áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. […] Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Er þar nú selstaða frá Hálsi.” Í örnefnaskrá Fremri-Háls segir svo frá: “Hálsá á upptök sín í Tjarnhólum, rennur eftir Seldal og áfram vestur með hlíðinni, sem síðar er nefnd, rennur skammt austan við bæ og út í Laxá. […] Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.” Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: “Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel.”

Valdastaðir

Valdastaðir

Valdastaðir – túnakort 1917.

30 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. Munnmæli um að bænhús hafi verið á jörðinni.
1237 er jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 406. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja kastar skurð í landi jarðarinnar. DI III 70-71; DI IV, 116-117; DI VI, 178-79.
1705 er forn eyðihjáleiga í túninu og einnig nefnd þar Bollastaðir sem forn lögbýlisjörð sem Valdastaðir og Neðri-Háls hafa haft afnot af. JÁM III, 428.
1847: Kirkjueign. 30 hndr. JJ, 100. 1705: “Túnin liggja undir skriðum og so engið, og jafnlega verði fyrir þeim skaða, spillist og nokkuð ár frá ári. Landþröngt er heldur en ekki, og stendur jörðin á horni landsins.” JÁM III, 428.
1840: “… þar er tún í betra lagi, engi nokkuð, lítið beitarland og stopul vetrarútbeit, vantar mótak …” SSGK, 255.
Túnakort 1917: Tún 8 teigar, meirihluti sléttað, garðar 1900 m2.

Valdastaðir

Valdastaðir.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Þegar Guðmundur byrjar búskap á Valdastöðum [1875], var allt túnið kargaþýft. Tók hann brátt að sljetta það. Fyrstu áhöldin við túnasljettun voru torfljáir til ofanafristu og skófla. Vildi ganga illa að láta bitið haldast í ljánum í malarjarðvegi, eins og víða er í túnum undir Reynivallahálsi. … Þá var talið, að túnið hafi gefið af sjer að meðaltali árlega um 120 hestburði. Allt var þá ógirt, bæði tún og engjar. Síðan girti hann tún og að nokkru leyti engjar, mest með grjótgörðum. Þegar hann hætti búskap [1908], mun túnið hafa gefið af sjer um 300 hestburði, þá var það orðið mikið sljett, en ekki þó nærri allt. …
Árið 1944 var talið, að túnið fóðraði um 20 nautgripi, 15 hross og 250 sauðfjár, en síðan hefir það verið stækkað að mjög miklum mun. Nokkuð löngu áður en Guðmundur hættir búskap, var farið að nota ávinnsluherfi, eða nálægt aldamótum, en kerran kemur til sögunnar töluvert síðar. Sláttuvjel var næst fyrst farið að nota á Valdastöðum nálægt árinu 1928 og rakstarvjel nokkru seinna. Af ræktuðu landi fengust árið 1944 um 600 hestburðir.”

Fossá

Fossá

Fossá – túnakort 1917.

16 hdr 1705. JÁM, 436. 1847: 16 hndr. Bændaeign. JJ, 101. “Seljadalur: þar var búið fram til 1921 (Reynivallasel).
Á 17.öld sölsaði Reynivallaprestur undir sig Seljadal, en Fossá átti hann áður. Vindás átti þar líka sel (Sognssel), þess vegna er dalurinn kenndur við fleiri en eitt sel.” Ö-Fossá ath og viðb., 3.
1840: “… ekki er hér heyskapur mikill, en hagkvisti gott og útigangur um vetur; partur norðan af Seljadal báðum megin liggur undir þessa jörð.” SSGK.
Túnakort 1917: Tún 5,9 teigar, mest sléttað, garðar 800 m2. Í bókinni Ljósmyndir I segir svo: “Um aldamótin, eða laust eftir þau, tekur við búi á Fossá Ólafur Matthíasson, … Um aldamótin mátti segja, að túnið á Fossá væri sljett að einum fjórða hluta, sumt af því af náttúrunni. Ólafur Matthíasson gerði mikið að því að sljetta túnið, auðvitað með hinum gömlu aðferðum og höndum sínum. …
Árið 1939 fara bræðurnir Helgi og Björgvin Guðbrandssynir … að búa á Fossá og hafa búið þar síðan [skrifað 1949]. … Hafa þeir bætt túnið mjög mikið og haft til þess not af dráttarvjel. Eru báðir gefnir fyrir sauðfje og hafa mestmegnis haft þar sauðfjárbú og alifugla, en vegna veiki í sauðfjenu eru þeir farnir að leggja meiri rækt við að fjölga kúm og eru farnir að selja mjólk til Reykjavíkur og flytja hana með mjólkurbílum, er flytja af Hvalfjarðarströnd. … Einnig áttu þeir, sem Skorhaga og Þrándarstaðamenn, rjett til reka fyrir landi jarðarinnar og fengu þeir mikið efni með þeim hætti, og gott, að því skapi.”

Skorhagi (Múli)

Skorhagi

Skorhagi – túnakort 1917.

10 hdr. 1705. Eyðibýlið Þórkötlustaðir nefnt 1705. JÁM III, 441. Jörðin hét áður Múli og er Múla getið í máldaga Reynivallakirkju frá 1352. DI III, 70-71. Múla er getið í landnámu en þar bjó Refur hinn gamli sonur Þorsteins landnámsmanns í dalnum. Þar segir: “Hvamm-Þórir nam land millim Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalr er við kenndr; … Son Þórólfs smjors var Solmundr, faðir Þorsteins, þess er land nam í Brynjudal á millim Bláskeggsár ok Forsár; hann átti Þorbjorgu kotlu, dóttur Helga skarfs Geirleifssonar, er nam Barðastrond; þeira son var Refr í Brynjudal, faðir Halldóru, er átti Sigfús Elliða-Grímsson.” ÍF I, 57, 59 (H18 og H19).
Hannes Þorsteinsson telur að jörðin hafi áður heitið Skorrhagi. HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: “Tún jarðarinnar brýtur Brynjudalsá. Engjunum spilla skiður, og hefur bærinn fluttur verið fyrir þann skuld, að skriður eyðilögðu hin fornu tún að ofan, en áin að framan.” JÁM III, 442.
1840: “… hér er heyskapur lítill, en góður útigangur vetur og sumar.” SSGK, 254. 1917: Tún 2,8 ha (meira en 1/2 þýft), garðar 729 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: “Nokkrar umbætur hefur Júlíus [Þórðarson 1922-1951] gert á túninu í seinni tíð. Litlir matjurtargarðar eru í Skorhaga og hefir bú þeirra hjóna jafna verið lítið og mjög treyst á beit með sauðfje. Kýr hafa verið þar fáar.” Ljósmyndir bls. 36-37.

Reynivellir

Reynivellir

Reynivellir – túnakort 1917.

Beneficial. 30 hdr. 1847. “Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.” JJ, 100 (nmgr.) Staður, dýrleiki ekki gefin upp 1705 vegna þess að þá var jörðin í eyði eftir snjóflóð sem féll um 1699. Þá var henni skipt upp í 3 býli, Nýjabæ, Austurkot og Vesturkot sem öll voru í byggð.
Kirkjunnar á Reynivöllum er fyrst getið í máldaga Ingunnarstaðakirkju og kirkjunnar í Eyjum: [1180]: “ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia,” DI I, 266.
[1180]: “Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom;” DI I, 267. c. 1200: “veisla ger mót Páli bp á yfirreið,” Biskupasögur I, 340.
1200: Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls biksups. DI XII, 9. Í máldaga kirkjunnar frá 1352 segir: “a kirkian. allt heima lannd og eina vtjord er heitir j sornne. þridiung j laxafossi oc særliga siovarfoss. Bollstædijnnga hyl. kiosar sker. fiogara tiga sauda beit j mula lannd. lamba hofnn j eilyfsdal. ellefu tigum. ij manada beit gomlum saudum j sanndfellz hlijd oc skiolgard j vinndaslanndi oc kastar skurdur. er annar kastar skurdur j eyiarlannd. þridie til valldastada. xij rossa beit j þufu lannd. vj j eyrar lannd.” DI III, 70-71.
Næsti máldagi kirkjunnar sem varðveist hefur er frá um 1367: “xliv. Mariukirkia a Reynevollum a heimaland alltt Sornns land. þridiung j laxfoss. Sioarfoss allann.” DI III, 219.
Í Vilcinsbók frá því um 1397 segir: “a heimaland allt. Sornsland. þridiung j Laxfossi. Siofarfos allann. Kiosarskier. Bollstædingahylur. tuær skogartoptter j Skoradal oc ein j Svijnada.” DI IV, 116-117. Í mádlaga Eyjakirkju frá 1397 segir: “[til Eyja] skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv.” DI IV, 116.

Reynivellir

Reynivellir í byrjun 20. aldar.

Í máldaga Ingunnarstaðakirkju frá því 1397 segir: “ef ei fæst prestur. [á Ingunnarstöðum] Þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia,” DI IV 118. Í máldaga kirkjunnar frá því um 1478 segir: “Mariukirkia a reynivollum j kios a heimalannd allt sornns lannd. þridiunng j laxfosse. siofarfoss allann. kiosarsker. bollstædijnngahyl. ij skogartopter j skoradal oc eina j suijnadal. kastar skurd j vinndas lannd. annan j þorlaksstada lannd. þ[ridia] j ualldastada lannd. tueggia manada beit aullu saudfee a ve[tur]inn j sandfellzhlijd oc skiolgard j vinndaslannd. xl sauda hofnn j mula fiall oc skiol j mariuhelle oc scal sa telia epter hueria hrijd sem byr ä mula. lammba beit j lammbatungur j eileifsdal. xij hrossa beit a veturinn j þufu land. vj hrossa beit [j] eyrar lannd.” DI VI, 178-79.
1486: Bréf um kirkjuna. DI VI, 586-87.
1575: Máldagi kirkjunnar. DI XV, 632-633.

Reynivellir

Reynivellir.

1705: “Túnin eru stórlega fordjörfuð, þau eru sjálum heimastaðnum fylgdu, og mikinn part eyðilögð, og er jafnan voði fyrir meiri skaða, so að ekki dirfast menn bygð að setja í hinu forna bæjarstæi síðan snjóflóð 1699 yfirfjell staðinn, braut hús, deyddi prestinn og 6 manneskjur aðrar, en beinbraut og limlesti þá, sem þó urðu með stórerfiði úr snjóflóðarústunum með mannsöfnuð upp mokaðir og náðust lífs, en þó að bana komnir. Engið, sem þó er bæði gott og mikið, skemmir stundum Laxá með grjóti og aur, þar með eru foruð á engjavegi, so að ekki verður tilsókt nema brúkað sje. Landþröngt er, so að ábúendur verða engið að beita, því að heimahagar eru mikinn part fordjarfaðir af skriðum.” JÁM III, 425.
1847: “Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.” JJ,
100 (nmgr.). Einnig var um tíma búið á Reynivallaseli og á Gerði en þar var byggt timburhús yfir vinnumann um 1930.

Sogn

Sogn

Sogn – túnakort 1917.

1705: 12 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. JÁM III, 426. 1352, [1367] 1397 [1478]: Jörðin eign Reynivallakirkju. DI III, 70-71, DI III, 219, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79. Árið 1705 er jörðin nefnd Sofn eða Sogn, 1840 Sorn en 1847 Sogn. Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255. 1705: “Tún eru lítil og fordjarfast mjög af skriðum. Engið er gott en ærið votlent mikinn part og forað yfir að sækja, sem brúka þarf.” JÁM III, 426.
1840: “… hefir lítið tún og beitiland, en engi mikið á Laxárbökkum, vantar mótak …” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255.
Túnakort 1917: Tún 4,9 teigar, garðar 1100 m2.

Hvítanes

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. JÁM III, 435. 1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18.
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Vígdrekar og Vopnagnýr, 69-76.
Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: “Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.” Kjósarmenn, 81.
1705: “Túnum og úthögum spillir fjallsskriða.
Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.” JÁM III, 435.
1840: “… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.” SSGK, 255.
Túnakort 1917: “Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.”

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. Bænhús var á jörðunni. JÁM III, 437-438. 1705 er nefnd nafnlaus eyðihjáleiga, í byggð um 1675-1700. Talin vera sama jörð og Þorbjarnarstaðir nefndir í Harðarsögu sem talin er rituð á fyrir hluta 13. aldar. ÍF XIII, xlix.
Jörðin nefnd í dómabréfi 1509 vegna úrskurðar um eignarétt á henni. DI VIII, 284. Bændaeign. 20 hdr. 1847. “Prestur einn nefnir Þrándarstaði “neðri” og “efri”. Skálholtsstóls hjálendan er talin í jarðabóks stólsins 13 2/3 h. að dýrleika.” JJ, 101 (nmgr.). 1840: “… heyskapur er ekki mikill, en beitarland betra og útigangur nokkur.” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254-255.
Túnakort 1917: Tún 6,4 teigar, meira en 1/2 sléttað, garðar 1100 m2.

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Skálholtsdómkirkjueign, talið að hún hafi til forna verið 30 hdr. Bændaeign. 27 1/3 hdr. 1847.
Kirkju á Ingunnarstöðum er fyrst getið í máldaga frá um 1180: “Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande.” (DI I 266).
Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls frá um 1200 (DI XII 10). Í máldaga frá því um 1367 segir: “Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande.” (DI III 219)
Í Vilcinsbók frá um 1397 segir: “a heimaland allt oc settung j Eyalanndi.” (DI IV 118) 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV 632). “Jarðabækurnar (hinar eldri, nema stólsjarðabókin) telja jörð þessa með
Hrísakoti (A. M.), aðeins 20 hdr. Að dýrleika, og leggur sýslumaður 5 h. Þaraf á Hrísakot.”
Jarðabók Johnsens, 101 (nm.gr.) Hrísakot var hjáleiga 1705 en er orðin bændaeign 1847. Tvö eyðibýli eru nefnd 1705, Gullhlaðsvellir og Þórunnarsel. Hálfkirkja var á jörðinni. JÁM III, 339-441.
1705: “Túnum og engjum grandar skriða til stórmeina og kostar oft stórerfiði af að moka. Hætt er fyrir snjólfóðum bæði á bæ og tún.” JÁM III, 440.
1840: “… sæmileg heyskapar og útigangsjörð; á hún hrístak og fjárbeit fram í dalnum, ekki frí fyrir skiðuáföllum og hefir lítið mótak eður ekki.” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 4 teigar, allt slétt, garðar 620m2.

hálfkirkja

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 er getið um hálfkirkju á jörðinni: “Hjer er hálfkirkja og embætti flutt þá er heimafólk er til sacramentis.” Bænhús var á Ingunnarstöðum en ekki er vitað nákvæmlega hvar það var. Samkvæmt heimildamanni fór tveimur sögum af staðsetningu bænhússins. Annars vegar var talað um að það hefði verið heima við bæinn en hins vegar að það hefði verið í nokkurri fjarlægð suðvestan við bæ. Lengi mátti sjá glitta í hleðslu við suðausturhorn íbúðarhússins á Ingunnarstöðum, milli þess og fjárhúss og voru uppi getgátur um að sú hleðsla gæti staðið í samhengið við bænhúsið.

Hrísakot

Hrísakot

Hrísakot – túnakort 1917.

Árið 1705 er Hrísakot afgömul hjáleiga eða afbýli Ingunnarstaða. JÁM III, 439-440.
Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson fór kotið í eyði árið 1919 en var nytjað frá Ingunnarstöðum fram til ársins 1953. Það ár byggðist kotið upp aftur fólki frá Ingunnarstöðum. Kjósarmenn, 43.
Samkvæmt Guðrúnu Björnsdóttur, heimildamanni, fór Hrísakot endanlega í eyði um 1964.
1840: “…Heyskaparlítið; á skógarland og allgóða útbeit við hagahús; þar er ekki mótar …” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar allt slétt, garðar 460 m2.

Káranes

Káranes

Káranes – túnakort 1917.

20 hdr 1673, Jarðabréf, 19. 20 hdr 1705. Káranes er komið í byggð árið 1705 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en Káraneskot, hjáleiga, virðist ekki í byggð þetta sama ár. Þó er vísbending í texta um að þar sé engu að síður tvíbýli. Þar segir: “Ábúandinn Grímur Magnússon, býr á hálfri. Annar Loftur Bjarnason, býr á hálfri.” JÁM III, 409-410.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: “a xxc j heimalandi. Leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. So gropttur.” DI IV, 115-116. Rjómabú var á jörðinni. Örnefnaskrá, 2.
1705: Landþröng er mikil, og bólgna vötn yfir mestallan haga um vetur, og gjörist því jörðin vetrarþúng í mesta máta.” JÁM III, 410.
1840: “Heyskapur er þar nokkur á bökkum líkt og á hinu kotinu og landslag sama.” SSGK, 258.
Túnakort 1917: Tún 3,7 teigar, garðar 1000 m2 . Allt sléttað.

Káraneskot

Káranes

Káranes.

Hjáleiga Káraness, ekki í byggð árið 1705 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skrifuð. JÁM III, 409.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er Káraneskot skráð sem hjáleiga. Þar segir í neðanmálsgrein. “Sýslumaður skiptir dýrleikanum jafnt niður á milli Káraness og kotsins, 10 h.á hvoru.” JJ, 99.
1840: “… niður á flatlendi, á flötum hávaða við lítið seg; hefir allsæmilegan heyskap og mýrlendi til beitar, ekki mikið.” segir í Sýslu- og sóknalýsingum Gullbringu- og Kjósasýslna. SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 2,6 teigar, allt slétt, garðar 820 m2.

Laxárnes

Laxárnes

Laxárnes – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Laxveiði góð árið 1705, þá sagt að áður hafi selveiði verið til hlunninda. JÁM III, 397-398.
1483: Jarðarinnar er getið í sölubréfi. DI V, 800. 1507: Jarðarinnar er getið í dómabréfi, þá virðist jörðin vera í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 146.
Flóakot: Hjáleiga í byggð fyrir 1685 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Í bókinni Kjósarmenn segir frá því er kotið er aftur byggt upp um 1861 og var í byggð til 1870. Þar hefur ekki verið búið síðan. JÁM III, 398; Kjósarmenn, 451.
Melkot: Hjáleiga frá 1843-1849 og frá 1864-1882. Kjósarmenn, 444. HÞ telur Laxárnes réttara en Laxanes. HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók 1923, 34.
1705: “Engjar eru öngvar, so annarstaðar þarf til að kaupa ut supra.” JÁM III, 398.
Túnakort 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 820 m2.
“Móinn við voginn er kargþýfður, kafloðinn með háum bökkum við sjó, og brotnað því nokkuð. Mjóst er orðið milli bakkans og vestur túnsins við garðlagshornið um 16 metra. Þaðan norður eftir er túnefnið mikið og gott. Túnið alt afgirt.”

Mýdalur (Miðdalur)

Miðdalur

Miðdalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705. Í Jarðabókinni frá 1705 er jörðin samanlagt metin á 40 hdr en henni var skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæjir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Einnig er getið um eyðihjáleigu á bænum sem ekki er vitað hvar var. JÁM III, 385-389.
1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516.: Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru.” DI VII, 54.
Jörðin átti uppsátursítak í landi Mela nálægt Kiðafellsárós. Konungur átti 6 hdr af jörðinni sem var árið 1847 metin á 36 hdr. JJ, 100.
“Mýrdalskot er fyrst nefnt 1802, en áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðunni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg. … Annars segir þar, að eyðijörðin “Efri-Mýdalur” sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.” JJnm, 100. Jörðin heitir nú Miðdalur.

Mýdalur

Mýdalur (Miðdalur).

Mýdalskot hjáleiga, lögð undir Mýdal. HÞ telur Mýdalsnafnið réttast: HÞ:”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: “Tún, engjar og hagar eru sífeldum skriðum undir orpnar, sem árlega spilla, og er jafnan fyrir því hætt, jafnvel heygörðum og fjósum þeirra Sölmundar og Guðlaugs. … Engjar eru annars litlar mjög, snöggvar og grýttar. Landþröng er mikil. Hætt er fyrir snjóflóðum og foruðum.” JÁM III, 388.
1917: Tún 3,3 teigar, garðar 550m2. Mestallt tún á Miðdal er slétt.

hálfkirkja
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: “Hjer hefur áður hálfkirkja verið, og er hún aflögð fyrir löngu, so sjötigir menn minnast valla að húsið var uppi, og þó voru tíðir löngu fyr aflagðar.” Í örnefnaskrá segir: “Brekka beint upp af bæ heitir Kirkjubrekka.” Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: “Kirkjubrekka: Eitt sinn var kirkja í Miðdal. Ef til vill hefur hún staðið undir þessari brekku. Ekki er vitað um grafreiti í Miðdal, nema að einn maður er jarðaður í þessari brekku.

Mýdalskot (Miðdalskot)

Miðdalskot

Miðdalskot – túnakort 1917.

1705, er Mýrdal skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Konungur átti 6 hdr af jörðinni.
1847: Hjáleiga Mýdals. “Mýdalskot … áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðinni, sem með Mýdalsparti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg.” JJnm, 100.
1917: Meirihluti túna í kotinu er slétt.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415. Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: “Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.” JÁM III, 415. “Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.” SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. “Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.”

Hækingsdalur

Hækingsdalur

Hækingsdalur – túnakort 1917.

30 hdr. 1705. Bænhús var á jörðinni. Eyðihjáleigur tvær 1705, Sauðhús og Háamýri. JÁM III, 419-422. Bændaeign. 30 hdr. 1847. JJ, 100.
1237: Í Sturlungasögu er getið um mann úr Hækingsdal. Sturlunga saga I, 405 og 407.
Varðveist hefur landamerkjabréf Vindáss frá því um 1270 þar sem getið er merkja milli Vindáss og Hækingsdals. DI II, 81-82.
Samkvæmt Hannesi Þorsteinssyni er Hækingsdallur réttnefni. “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi” Árbók 1923, 34.
1705: “Túnunum hverutveggjum spillir skriða og snjóflóð, og er fyrir því árlegur háski, kostar og oft erfiði af að moka. Enginu spillir ogso skriða.” JÁM III, 421.
1840: “… Þar er heyskapur nokkur, en beitiland arðgott, einkum á sumrum og landrými …”Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 7,2 teigar, slétt, garðar 1370 m2.

Vindás

Vindás

Vindás – túnakort.

20 hdr 1705. Bústaður sóknarprests í Kjós gefin af kóngi eftir að bærinn að Reynivöllum eyðilagðist í skriðum og snjóflóði árið 1664. JÁM III, 422-423.
Varðveist hefur landamerkjabréf jarðarinnar frá því um 1270. Um landamerki milli Vindáss og Reynivalla annarsvegar og Vindáss og Hækingsdals hinsvegar. DI II, 81-82. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja skjólgarð í landi jarðarinnar ásamt kastarskurði. (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79).

Vindás

Vindás.

1705: “Engjar eru nær öngvar, sem þessari jörðu fylgdi áður hún var prestunum gefin, og brúkar því presturinn engið, sem óskpilt varð eftir, þá beneficium fordjarfaðist, so mikið af því og lítið sem hönum líkar. Högum spilla skriður.” JÁM III, 422-423. 1840: “… Heyskaparlítil jörð með stóru og þýfðu túni. Þar er allgott beitarland um sumar og vetur og skógarblettur af smáviði í Sandfellshlíð.” Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 5,2 teigar (meirihluti sléttað), garðar 1170 m2.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, Eyrar, Útkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell, Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II: Hurðarbak, Morastaðir, Eilífsdalur, Flekkudalur, Grjóteyri, Fremri Háls, Valdastaðir, Fossá og Skorhagi –
Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2010.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Reynivellir, Vesturkot, Seljadalur, Sogn, Hvítanes, Þrándarstaðir, Ingunnarstaðir og Hrísakot; II. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdalur, Miðdalskot, Hækingsdalur og Vindás I. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Kjós

Kjós – kort.

Jökulgil

Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, sagðist aðspurður vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. Ummerkin gætu bent til þess. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa séð tóftir í Svínadal.
Við athugun á tóftunum neðan Trönudals kom í ljós gamalt kotbýli; Svínadalskot.

Málmplatan í Svínadalsá

Sigurður sagðist hafa verið á gangi í Svínadal fyrir stuttu og þá séð stórt brak úr þýskri herflugvél, sem þar fórst árið 1942 eða ’43. Eitthvað virðist hafa hrunið úr Trönu og sennilega eitthvað af braki þá komið í ljós. Það lægi nú í Svínadalsánni langt frá hlíðum Trönu. Flugvélin virðist hafa farist í gilinu norðan við Svínaskarð. Móðir hans mundi eftir því að hafa séð þýsku flugvélinni flogið lágt yfir bæina á sínum tíma og stefna inn dalinn. Tvær orrustuflugvélar bandamanna hefðu fylgt á eftir með miklum látum. Síðar hefði heyrst að flugmaður annarrar orrustuflugvélarinnar hafi náð að rekast á stél þýsku flugvélarinnar og hún þá farist skömmu síðar með allri áhöfn. Bretar [Ameríkanar] hefðu komið þar að mjög fljótlega og legið mikið á að komast inn í dalinn. Þeir hefðu fengið hesta og þrátt fyrir vonskuveður og myrkur hefðu þeir lagt af stað. Máttu þeir þakka fyrir að hafa ekki orðið úti á leið sinni, en eitthvað mikið virtist hafa freistað þeirra.

Svínaskarðsvegurinn

Lík þýsku flugmannanna, sum mikið brunnin, hefðu síðan verið flutt að Brautarholti á Kjalarnesi þar sem þeir voru grafnir. Af einhverjum ástæðum hefði lítið verið fjallað um atvik þetta opinberlega. Hugsanlega hafa bandamenn viljað halda því leyndu að flakið hafi lent í þeirra höndum – hafa sennilega frekar viljað láta Þjóðverjana halda að vélin hafi farist í hafi. Um borð gætu hafa verið dulmálsbækur og jafnvel einhver tæknibúnaður, sem upplýst gæti um áætlanir óvinarins. Nokkrum dögum síðar, eða 24. október 1942, var hins vegar þýsk Fucke-Wulf 200 Kurier flugvél skotin niður norðaustur af Borgarnesi. Atburðarins er getið í “Records of Events”, en þagað var um framhaldið. Samkvæmt slysaskráningunni átti atvikið sér stað kl. 09:45. Tvær P-39 orrustuflugvélar með T.F. Morrisson og M.J. Ingelido innanborðs eltu þýska Focke-Wulf Kurier flugvél norðaustur af Borgarnesi þar sem hún fórst skömmu síðar. Við eftirförina kom upp eldur í vélinni. Þessi flugvél fórst logandi í hánorður af Surtshelli. Þann 26. október er jafnframt skráð að leitarflokkur hafi fundið flakið af Focke-Wulf Kurier vélinni. Sjó látnir voru í henni. Verðmæt gögn og búnaður voru uppgötvuð. Þessi þýska flugvél var sérstaklega áhugaverð fyrir bandamenn vegna þess að hún var í rauninni ný útgáfa af Fucke-Wulf 200 Condor, sem Japanir höfðu sýnt mikinn áhuga er vélin var sýnd þar árið 1938. Ameríska leyniþjónustan vissi af vélinni og að Kurier-útgáfan væri ætluð Japansmarkaði. Hún var því skráð sem “Trudy” af bandamönnum sem erlend útgáfa er “gæti birst síðar”. Engin flugvél af  þeirri tegund var nokkru sinni afhent Japönum, en ein slík birtist þó hér á landi þennan októbermorgun árið 1942. Þar komu í ljós mikið af skjölum, eins og fram kemur í skýrslunni, sem síðar voru send með sérstakri viðhöfn út til Englands. Sjö áhafnameðlimirnir fórust allir. Enn má sjá það dreift um stórt svæði handan árinnar ofan Kalmannstungu.
Sigurður kvaðst vel geta vísað FERLIR á flakið í Svínaskarði. Stefnan var tekin á dalinn sem og á Trönudal í Kjós. Ætlunin var m.a. að staðsetja brakið úr þýsku flugvélinni sem þar fórst svo og skoða seltóftir í dölunum.
Eftirfarandi upplýsingar um selstöður Möðruvalla koma fram í Jarðabók Árna og Páls frá 1705: “Selstöður á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.”
Brak í JökulgiliUm Svínadalskot, hjáleigu Möðruvalla, segir: “…bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. …. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð, vide supra.”
Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 kemur fram að á Möðruvöllum sé land mikið á Svínadal og í dalverpi Trönudals. Þar kemur jafnframt fram hvaða selstöður hafi verið í sókninni og segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Möðruvöllum verið á Svínadal.
Byrjað var á því að koma við að Möðruvöllum I og tal haft af Sigurði, sem bauðst þegar til að fylgja þátttakendum um svæðið svo og vísa þeim á flakið fyrrnefnda.
Í fasteignamatinu 1916-1918 kemur fram að land Möðruvalla sé mikið og gott öllum fénaði að sumri til. Sumt af því sé þó í talsverðri fjarlægð auk þess sem nokkuð snjóþungt sé í ½ Svínadal og smölun erfið. Í fógetareikningunum frá 1547-1552 er hálfs Írafells getið meðal fyrrum Viðeyjarjarða.
Þegar haldið var inn í Svíndal eftir gömlu þjóðleiðinni áleiðis um Svínaskarð blasti bærinn Írafell við á vinstri hönd. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur eftirfarandi fram um selstöður Írafells: “Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.” Konungur átti hálft Írafell en sá helmingur sem tilheyrði honum var seldur 28. ágúst 1839. Írafell er sagt eiga mikið og gott land hvorttveggja til fjalls og láglendis í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840. Írafell, sem var konungsjörð að hálfu, er sagt 20 hundruð að dýrleika í Jarðatali Johnsens frá 1847. Í jarðamatinu 1849-1850 stendur eftirfarandi umsögn um Írafell: “Jörðin er kostagóð og landrík. Vetrarríki töluvert.” Þar er þess jafnframt getið að Hulstaðir séu þrætuland milli Fremriháls og Írafells.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er land Írafells sagt mikið, allveg skýlt og gott til sumarbeitar. Mikið af landinu sé þó venjulega snjóþungt, einkum í ½ Svínadal, en eystri hlutinn er sagður hagsælli.
Nafnið Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars þarna í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 víðar. Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess Brak í Jökulgilieru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli. Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell. Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953, en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.
Miklar breytingar hafa orðið í Kjósinni á skömmum tíma. Ekki einungis hefur búfénaði fækkað heldur og hefur fólki fækkað. Þannig voru t.a.m. 18 skráðir til heimilis að Írafelli árið 1897, en einungis 2 árið 2003. Á Möðruvöllum I voru 27 heimilisfastir árið 1897, en 3 árið 2003. Af þessu má sjá að nú er ólíku saman að jafna þegar horft er til atvinnuhátta og fólksfjölda á einstökum bæjum sveitarinnar. Alls staðar hefur orðið veruleg fækkun, nema kannski að Eyjum.
Fucker-Wulf KurierAf framangreindum seljalýsingum í Svínadal að dæma var líklegast að finna tóftir þeirra beggja megin Svínadalsáar. Vitað var um rústir norðan Írafells er berja átti augum, norðan við svonefndan Grákoll.
Þegar gengið er upp í Svíndal frá Möðruvöllum er Bæjargil á hægri hönd, þá Vallalækur og Skyggnir. Sandhryggur er á milli Skessugils (nær) og Pokagils. Ofarlega í Skessugili er Skessuhellir og skessan sjálf, sem dagaði uppi efst á fjallinu við sólarupprás skömmu áður en hún náði helli sínum. Þá tekur Dyngja við og Múli. Ofar eru Miðflatir og Jökulgil. Neðar er Góðatunga og Mosahryggir austar. Enn neðar er Þjóðholt og Harðivöllur austar. Ofar og sunnar eru Hvannagil og Klofagil utan í Hádegisfjalli og Skálafellshálsi. Vestan við Írafell eru Flesjur og Gljúfurás. Norðan við Írafell er Grákollur, Axlir og Hvammur austan við bæinn. Þvergil er sunnar, í Hádegisfjalli.
Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju. Gamall þjóðvegur liggur um skarðið. Áður en akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna lá aðalleiðin milli Vestur- og Norðurlands annars vegar og byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa hins vegar um Svínaskarð. Skarðið er í 481 m hæð yfir sjó.
Sigurður vísaði FERLIRsfólkinu á stóra málmplötu, græn- og bláleita, þar sem hún var í miðri Svínadalsánni milli Írafells og Möðruvalla II. Þetta er að öllum líkindum hluti úr þýsku flugvélinni, sem ætlunin var að reyna að staðsetja. Áin hafði skolað stykkinu u.þ.b. 5 km niður dalinn á 65 árum. Hann sagði föður sinn hafa farið á slysstaðinn nokkrum sinnum og jafnan komið til baka með hlut úr flugvélinni. Brakið ætti að vera í efsta gilinu að vestanverðu. Þar eru hamrar brattir og þrengsli er innar dregur.
Á slysstað 65 árum síðarSvínadalsá nokkru fyrir innan Möðruvelli og var ánni í fyrstu fylgt áleiðis suður Svínadal í áttina að skarðinu. Til að byrja með er leiðin hallalítil en landið þýft og skorningaótt. Á leiðinni var skyggnst eftir seltóftum. Dalurinn allur er selvænn og víða gætu verið tættur, einkum að vestanverðu. Á a.m.k. þremur stöðum gætu verið tóftir, en landið er nú svo stórþúfótt að ekkert er hægt að fullyrða það með vissu. Ofan við Skálafellsháls er ekki að vænta selstöðu. Austanverður Svínadalurinn var ekki kannaður að þessu sinni þar sem áin reyndist ekki vaðfær í leysingunum.
[Þegar landið austan árinnar var kannað nokkrum dögum síðar var gamalli götu fylgt frá Írafelli áleiðis að ánni til suðurs. Gatan virðist hafa verið grein út úr Svínaskarðsveginum, a.m.k. stefndi hún í áttina að honum vestan árinnar. Skömmu áður en gatan kom að læk í ána u.þ.b. miðja vegu í dalnum, var gengið fram á tóftir sels, eina tvírýma og eina staka; dæmigerð selshús. Tóftirnar eru grónar, en greinilegar, í skjóli undir grónum bakka í kvos og sjást ekki fyrr en komið er fast að þeim. Þarna er líklega um Írafellssel að ræða.
Írafellssel - loftmyndSkammt sunnar, handan lækjarins, er ílangur stekkur. Gatan er greinilegust að selinu, en þó má rekja hana áfram til suðurs með austanverðri ánni uns komið er að bugðu norðan gilsskornings að vestanverðu. Þar liggur gatan yfir ána og upp með grónu gilinu. Írafellsmóri lét ekki á sér kræla í rökkrinu, sbr. eftirfarandi].
Austan árinnar blasti Írafell við. Nafnið kemur kunnuglega fyrir, því þaðan er Írafellsmóri ættaður, einn þekktasti draugur landsins. Írafellsmóri var mjög magnaður og vann mörg óþurftarverk. Sumir segja, að hann sé enn á ferðinni, að vísu orðinn lúinn og þróttlítill, og fylgi ákveðnu fólki, sem er afkomendur þeirra, sem Móri var sendur til í upphafi. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Móra lýst svo: “Hann var klæddur í gráa brók að neðan, hafði mórauða úlpu fyrir bolfat með svartan, barðastóran hatt á hausnum með stórt skarð eða geil inn í barðið upp undir vinstra auga”. Móri hegðaði sér á ýmsan hátt öðruvísi en “kollegar” hans, því hann þurfti bæði rúm til að sofa í og mat að borða. Þetta fékk hann hvorttveggja, því annars hefndi hann sín grimmilega.
Gangan inn dalinn gekk greiðlega. Á kafla var gömlu þjóðleiðinni fylgt með vestanverðri hlíðinni, en er hún beygði niður að ánni neðan gilja var stefnan tekin svo til beint á Jökulgilið, þar sem brak úr þýsku flugvélinni átti að liggja.
Möðruvallasel í TrönudalÁ efstu brún skarðsins er mikil grjóthrúga? Sögn mun vera til um tvo smala sem deildu um beitiland. Sló í bardaga milli þeirra er lauk svo að þeir lágu báðir dauðir eftir. Þeir voru dysjaðir á þessum stað. En hitt er sennilegra að ferðamenn sem fóru hér um, hafi stansað hér smástund þegar upp var komið og samkvæmt venju kastað steini í grjóthrúgu, sem smátt og smátt stækkaði eftir því sem stundir liðu.
“Óefað hefur Svínaskarðið verið mörgum ferðamanninum erfiður þröskuldur, ekki síst að vetrarlagi í lausamjöll eða harðfenni. Og trúlega hafa margir borið hér beinin í aldanna rás. Á aðfangadag árið 1900 var 15 ára piltur, Elentínus Þorleifsson frá Hækingsdal í Kjós á heimleið frá Reykjavík og fór um Svínaskarð. Þegar hann kom ekki fram á ætluðum tíma var farið að huga að honum. Fannst hann látinn í skafli í háskarðinu. Ekki er vitað um fleiri alvarleg slys á þessari leið eftir þetta.”
Þegar komið var innst í Svínadal sást fyrrnefnda skarðið mjög vel. Nú virtist botn þess þakinn þykkum snjó. Lækur rennur niður úr því. Þegar komið var inn fyrir gilkjaftinn sást strax brak úr flugvélinni, málmhlutir og leiðslur.
Sjónarvottar segja að flugvélinni, sem var af Junker 88 D-5 gerð, hafi verið flogið lágt þennan dag, 18. október 1942, inn Svínadal með geltandi orrustuflugvélarnar á eftir sér. Flugmennirnir á þeim hafa áreiðanlega ekki ætlað að láta bráðina sleppa sér úr greipum. Þýska flugvélin var hins vegar bæði stór og þung og hefur því verið mjög erfitt að lyfta henni á skömmum tíma móti háum fjöllunum framundan. Eina von flugmannanna hefur því verið að reyna að sleppa í gegnum skörð á fjöllunum. Svínadalurinn er breiður og hækkunin lítil – til að byrja með. Þegar innar dregur snarhækkar á alla vegu. Jökulgilið virðist vera eina undankomuleiðin, en þegar þangað var komið lokaðist það skyndilega með háum hamravegg. Því fór sem fór.
Junker 88Að standa þarna í gilinu og gera sér grein fyrir fyrrgreindum aðdraganda þessa harmleiks er áhrifaríkt.
Samkvæmt “Record of Events” átti framangreint atvik sér stað þann 18. október 1942. Um borð í vélinni voru þeir Harald Osthus (f: 9.3.1912), Franz Kirchmann (f: 6.1.1920) og Josef Ulsamer (f: 23.2.1917). Það var J.D. Shaffer, flugmaður á P-30 orrustuvél, sem veitti Junkerflugvélinni athygli í mynni Hvalfjarðar. Vélarnar skiptust á skotum áður en Junkerinn hvarf í skýjabakka. P-39 fylgdi á eftir. Í látunum snertust flugvélarnar og hluti af stéli þeirrar þýsku laskaðist. Þrátt fyrir það tókst að lenda P-39 vélinni heilu og höldnu í Reykjavík. Hermennirnir, sem komu að Möðrufelli skömmu eftir atvikið, virðast ekki hafa fundið flugvélina því í skýrslunni segir jafnframt að þann 5. nóvember (eða rúmum hálfum mánuði síðar) fann leitarflokkur Junker 88 flugvélina nálægt fjallinu Esju. Þrjú lík fundust í vélinni. Raymond Hudson, major, sem tók þátt í leitinni, fékk hjartaáfall á meðan á henni stóð og lést. Það var því ein orrustuflugvél bandamanna, sem elti þýsku flugvélina frá Hvalfirði áður en hún hvarf sjónum manna með hlíðunum suður Svínadal. Þar skall flugvélin í bröttum hlíðunum þars em eldur kom upp í brakinu. Nöfn áhafnarinnar er ekki getið í skýrslunni, en eflaust má nálgast þau í kirkjubókum Brautarholtskirkju. Hún var hins vegar lokuð er FERLIR kom þar að í aðdraganda ferðarinnar. Líkin, sem og lík hinnar flugáhafnarinnar, sem innig var grafin að Brautarholti, voru flutt í Þýska grafreitin í Fossvogskirkjugarði þegar honum hafði verið komið þar upp á sjötta áratug aldarinnar.
Útför þýskra flugmanna að Brautarholti - S. JóhFramangreint skýrir hvers vegna sjö nýlegar grafir sjást á ljósmyndinni hér að neðan, og þrjú ofan grafar. Vélin, sem fyrr fórst með þremur mönnum í Svínadal, fannst nokkru síðar en hin ofan Kalmannstungu.
Líklegt má telja að flugvélin hafi brotlent í hlíðinni beint norðan og ofan við gilið, sem liggur upp á milli Trönu og Móskarðshnúka, og að þar megi enn finna hluta úr henni, jafnvel hreyflana. Þar fyrir ofan eru þrjú þverskörð, sem og geta leynt einhverjum leifum. En, sem fyrr sagði, var enn talsverður snjór í giljunum, en fer óðum minnkandi. Ætlunin er að fara aðra ferð í Jökulgil og nágrenni er sumrar af júlí (sjá FERLIR-1121- Jökulgil – flugvélaflak).
Raðnúmer þýsku flugvélarinnar var 1726 og bar hún einkennisstafina A6+EH.
Eggert Norðdahl telur að hér að framan sé verið að lýsa öðru atviki er átti sér nokkru áður. “Loftbardaginn átti sér – að öllum líkinudum – stað í mikilli hæð (þ.m.t. skv. útsktift á samtali orrustuflugmannsins og flugstjórnar-miðstöðvarinnar á meðan bardaginn átti sér stað! Bandaríska vélin rakst í þá þýsku og fór í spuna, sem hefði haft þær afleiðingar að hún hefði farið niður líka, nema vegna þess að þær voru líklega í um 6000 feta hæð (Esjan er bara 850 m!) og alls ekki í lágflugi eins og einn ´sjónarvotturinn´ segir frá! Eins og áður sagði þá var það nokkuð örugglega allt annað atvik”.
Vesturhluta Svínadals var fylgt niður dalinn, niður með Múla og inn í Trönudal. Þar í mynni dalsins, vestan Trönudalsár, eru tóftir Möðruvallasels. Selshúsin eru suðvestan við stekk eða gerði, sem enn má sjá hleðslur í. Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Auk þess má lesa meira hér að neðan, en þar segir að einungis þrír af fjórum áhafnameðlimum hafi fundist. Ólíklegt er þó að áhafnameðlimirnir hafi verið fleiri en þrír í svo löngu flugi sem raun bar vitni.

Heimildir m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 414-415.
-Sigurður Sigurðsson, Lýsing Reynivallasóknar 1840. Landnám Ingólfs III. b. s. 256.
-Skúli Geirsson, bóndi Írafelli.
-Sigurður Guðmundsson, bóndi Möðruvöllum I.
Íslenskt fornbréfasafn XII:107.
Landnámabók
-Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram.
Skírnir 1953 (bls. 105-111).
-www.kjos.is
-Þjóðsögusafn Jóns Árnasonar.
-Mbl. 14. ágúst 1980.
-Karl Hjartarson.
-Sævar Jóhannesson.
-Eggert Norðdahl.

Eftirfarandi frásögn birtist á vefsíðu BBC og tengist flugslysinu í Jökulgili í Svínadal á stríðsárunum.

This story was submitted to the People’s War site by a volunteer from Swavesey Village College on behalf of Magus and Halldor and has been added to the site with his and her permission. They fully understands the site’s terms and conditions.
This story is written by Magnús R. Magnússon about his grandfather and great uncle.
Prior to the beginning of the war Germany did a lot of reconnaissance in Iceland (meteorological observations, possible aircraft landing sites etc.). Both the allies and the axis powers had realized the strategic military importance of Iceland for all transport across the North Atlantic.

– All convoys to Murmansk in Russia have to pass near Iceland
– The air route between North America and Europe is through Iceland

As Iceland declares itself independent, not having a military force, at the beginning of the war, all German activity ceases, at least for the time being. But plans were being drawn to invade.
Britain, knowing the strategic importance of Iceland invades on 10th of May 1940.
When Churchill visited Iceland during the war he told the Icelandic government that Iceland was lucky that Britain had arrived first since the allies would have taken it back at whatever cost had the Germans beaten them to it. Apparently the reason Britain moved so quickly to occupy Iceland was that some information had come out of Germany that the Germans had mobilised an army ready to invade Iceland in order to further isolate Europe from North America.
However the Germans scrapped the plans for the invasion because of more pressing matters i.e. the invasion of the Soviet Union. The British never got that news and continued to put armed forces in Iceland and, at its peak, 20,000 British soldiers were garrisoned in Iceland ready to fend of the invasion that never came.
Germany continued to send reconnaissance aircraft to Iceland throughout the war, usually from air bases in Norway.
My grandfather and his older brother were quite interested in aeroplanes like most boys and they remember quite a few instances were German planes came flying over Reykjavik.
In August 1941 my grandfather was on his way to work when he saw a Heinkel 111 come down through the clouds and fly low over the airfield. He thought it was going to drop some bombs but it didn’t. No doubt it was taking photographs. Shortly afterwards 2 Hurricane fighters took of and chased after the Heinkel but he thinks it got away.
Not only did he see a Heinkel 111 but in August 1942 he also saw a Focke-Wulf 200 Condor. He saw it flying over Reykjavík from a roof window. The next time he heard about the plane it had been shot down in Faxaflói. It was the first plane that was shot down by the Americans in the war. It was taking pictures of Hvalfjörður.
Hvalfjörður was the final stopping place for convoys before they set out on the last leg of their journey to Murmansk. Hvalfjörður was also the last place that H.M.S. Hood dropped anchor before heading out on its ill fated journey to intercept the German battleship Bismarck. My great grandfather told my father stories about being invited on board H.M.S. Hood as it moored in Hvalfjörður but that is another story.
The Focke-Wulf 200 was chased out to Faxaflói by two P-38 Lighting fighters from the Kelfavík airport. One of the P-38 was shot down and the pilot had to bail out. Then came Joseph D.R. Shaffer in an Aircobra from the Reykjavík airport and shot the Focke-Wulf down. It fell towards the earth ablaze and exploded as it hit the ocean with six men aboard.
In October 1942 Joseph Shaffer shot at a Junkers 88 over Þingvellir, the site of the old Icelandic Parliament, Alþingi, and chased it towards Hvalfjörður. It is said that the propeller of the Aircobra had hit the tail rudder of the Junkers 88 and it crashed in-between the mountains Esja and Skálafell. With the plane three German pilots died and were buried in the cemetery in Brautarholti.
My grand dad personally did not see the Junkers 88 but his brother, Halldór, has an interesting story about it.
On 18th of October 1942 my great uncle Halldór and his cousin called Halldór the Older, went by car to the farm Kárastaðir were Halldór was from. On their way back in the latter part of the day Halldór wanted to go by an old road and look for ptarmigans. He stopped on the heath Mosfellsheiði and they walked from the car, Halldór the Older with a shotgun and Halldór with a rifle. They went behind a hill out of sight of the car but didn’t find any ptarmigans and turned back. When they approached the car again, they were very shocked to see soldiers aiming a tripod mounted machine gun at them. Their commander, who had a pistol in his holster, walked to them and asked them if they had seen a German pilot land nearby with a parachute. They had not seen the German and then the commander asked if they could search the car. Halldór and Halldór the Older gave the soldiers permission. They found nothing and told them that they could continue on their journey.
The Junkers 88 had crashed in-between two mountains Esja and Móskarðshnjúkar. The reason the soldiers were looking was that they had only found 3 bodies at the crash site and the Junkers usually has a crew of four. After the war it was discovered that in order to be able to take on more fuel to extend the range of the plane, one crew member had been left behind.
A few days later, my great uncle and some friends of his went up to the crash site to have a look. My great uncle collected a fuel pump form the Junkers 88.
GrafirBut the story does not end there. Before I moved to England I lived on a farm just outside Reykjavík. Another farm Brautarholt, located nearby had a church and a cemetery. One stormy evening, late October 1942 there was a knock on the door at Brautarholt. The boy, who now is the farmer, was 10 years old at the time, went to the door. Outside there were some American soldiers and they asked to talk to his father.
The boy went inside to fetch his father and later told my grandfather that he remembered that the soldiers followed him into the house, which he remembered thinking of as being rather rude. They told his father that they had the corpses of three German airmen that needed to be buried. But the British military command had refused permission to have them buried in a cemetery in Reykjavík since it was not considered proper to bury enemy soldiers near your own soldiers. They asked permission to bury them in the cemetery in Brautarholt.
The old farmer took it upon himself to give permission to bury the three German airmen in the Brautarholt cemetery. They brought the corpses on stretchers, covered with sheets, dug the graves and put the corpses in. They had brought their own priest and he said a few words over the graves and the soldiers fired a volley of shots over the graves. The enemy soldiers had been buried with full military honours.
In all 13 German airmen were buried at Brautarholt. On each grave there was a stone with the letters E.D. for Enemy Dead and a number, presumably the numbers on the dogtags.
After the war the old farmer, whose name was Ólafur Bjarnarason, was visited by the German Ambassador. He presented Ólafur with a plaque expressing the gratitude of German mothers and fathers for giving their sons a resting place during times of great turmoil, and adding the phrase “A good mans deed will never be forgotten”.
In 1957 the remains of all German airmen that died in Iceland were moved to the cemetery in Fossvogur. Now there are 17 German WW2 airmen there.
And in that burial plot one can see the names of the three German airmen who died when their Junkers 88 was shot down on 18 October 1942. They are:
Franz Kirchmann, 22 years old, Josef Ulsamer, 25 years old and Harald Osthus, 30 years old.

Meðalfellsvatn

Í Heimilisblaðinu 1940 veltir B.J. fyrir sér örnefni “Kjós“:

“Hvað merkir það nafn? Og hvaðan er það örnefni komið?
Kjós
Það hefir flutzt hingað með landnámsmönnum frá Noregi. Upphafiega var það karlkennt orð: Kjósr (Kjóss, egf.: Kjóss eða Kjósar, flt. Kjósar), og svo kvað það vera í Noregi enn í dag. En í íslenzku er það nú kvenkyns og beygist eins og nafnorðið: drós (drósar, drósir). Liggur það mjög nærri, að úr Kjósr og Kjóss yrði Kjós (sbr. hausr — hauss — haus) og þar sem eignarfallsendingin forna var ar (Kjósar, jöfnum höndum við Kjóss, þá lá svo nærri að hafa myndina Kjósar (í Kjósarsýslu), eins og nafnið væri kvenkennt.
Í Noregi eru margir staðir kenndir við Kjóss: Kjósar heita inn af Farris-vatni, Kjóss er i Nessprestakalli í Raumaríki, Kjóss kirkjusókn er á Haðalandi, og Kjósarsókn (í Brandabú). Í Noregi nefnast Kjósarnir nú Kjoser eða. Kjöser.
Kjós
Hér á landi er Kjósin alkunnust sem Kjósarsýsla er við kennd. Á Vestfjörðum (Hornströndum) eru nokkrir staðir með því nafni, eða hafa verið: Kjós í Grunnavík, Kjós í Trékyllisvík, Kjós í Reykjarfirði; inn af Reykjarfirði kvað ganga Kersvogur, sem að fornu nefndist Kjósvogur (Kjörsvogur, Kesvogur og Kjósvogur). Kjóshóll er nefndur í Staðarsveit vestra. Veit ég ekki meira um þann hól, en geri mér í hugarlund, að hann muni vera svipaður Kerhól í Grímsnesi. Kjósarsker hét í Hvalfirði og Kjóssvík í Borgarfirði eystra þar sem seinna hét og heitir Kjólsvík og getur það verið afbökun á frumnafninu.
Í Noregi er Kjós fyrst og fremst haft um mjóa voga, sem eins og hverfa inn í land af fjörðum, eða stöðuvötnum. Því næst merkir það mýrlent dalverpi eða kvos, sem eins og hverfur inn í fjöllin, eða mýrarvik, sem liggja inn í holt og hæðir, eða inniluktar kringlumýrar eða ker.

Káranes

Laxá í Kjós, Káranes og Káraneskot.

Í þriðja lagi merkir það kjarr, þéttvaxið, helzt í votlendi. — Djúpir pyttir eða hyljir í lækjum eru líka Kjósar kallaðir. Nú mun allt þetta fara eða hafa farið saman, þar sem þessi staðanöfn haldast við enn, bæði hér og í Noregi,
Kermyndaðir hafa þessir Kjósar verið, og mætti af því geta þess til, að kjóss, ker og kjarr sé allt samstofna og sömu merkingar. Víða eru hér mýradældir vaxnar fjalldrapa og víði (sbr. Víðiker) eða smávöxnu birki. Allt eru það Kjósar eða Kerskógar. Kjarr (á norsku: Kjerr eða Kjerre) merkir smávaxinn skóg, einkum í mýrum (sbr. Kjarrmýrr eða ker).
Ef þetta er rétt, mætti nota orðið Kjós enn í almennu ritmáli, samkvæmt frummerkingunni.” -B.J.

Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt; “Hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?” Svarið var:

Hrafnsfjörður

Mynni Hrafnsfjarðar í Jökuldölum.

“Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós.  Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).

Kjós í mynni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum stendur undir nafni sem þröng vík. Nú merkir orðið kjós ‘kvos, dalur eða dæld’.

Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).”

Heimild:
-Heimilisblaðið, 3.-4. tbl. 01.03.1940, bls. 50-51.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71701

Kjós

Í Kjós.

Eyjasel

Eyjadalur gengur inn í Esjuna að norðanverðu, og snýr í suður-landsuður. Hlíðarnar eru háar og brattar með lausaskriðum. Sel hefur verið í miðjum dalnum vestanmegin árinnar, sem eftir honum rennur. Við selið gengur upp afdalur dálítill á snið suðvestur í vesturhlíð dalsins, og kalla menn dalinn þar Hrútadal, en Seltindur heitir milli dalanna. Hvergi í Eyjadal er eins fagurt og hér. Hér sést yfir hinn innra hluta dalsins; grashlíðar og hóla, en fjöllin gnæfa himinhá báðum megin (M. Grímsson 1848).

EyjaselHermann Ingólfsson á Hjalla, fæddur að Eyjum, sagði seltóftir sjást enn vel neðan við Hrútadal. Um fjögurra km gangur væri að tóftunum. Amma hans og síðar móðurbróðir hefðu farið til selja í Eyjadal. Sá síðarnefndi væri enn á lífi (fæddur 1915) svo selstaðan þarna hefði ekki lagst af fyrr en liðið var á 20. öld. Stór steinhella hefði verið notuð sem hurð á dyrum selsins.
Gengið var frá bænum Sandi og haldið upp Eyjadal. Ætlunin var m.a. að skoða selsrústirnar í dalnum, þær sömu og Magnús Grímsson hafði lýst u.m.b. 160 árum fyrr.
Á leiðinni upp dalinn mátti sjá Möðruvallahálsinn á vinstri hönd. Á þá hægri er Sandsfjallið. Sandsá rennur um dalinn. Norðan í Möðruvallahálsi er Fellið. Hægra megin í dalnum má, þegar komið er inn fyrir miðjan dal, fyrst telja Myrkvagil, þá Irpugil, Hrútadal, Seltind og Suðurárdal. Hólatunga er innst í dalnum. Esjuhorn er efst að suðvestanverðu. Á vinstri hönd er Litlaskál innan við Dagmálahamar, þá Miðskál og Stóraskál. Innar er Norðurárdalur og Trana ofan hans að suðaustanverðu. Lækir úr hlíðunum koma úr nefndum skálum og heita eftir þeim; Litluskálarlækur, Miðskálarlækur og Stóruskálarlækur. Gamla reiðgatan liggur með hlíðinni að austanverðu. Hún sést enn greinilega. Þá götu var farið þegar riðið var um Svínaskarð og eflaust hefur hún einnig verið notuð sel selgata því hún kemur beint í selið ef farið er þeim megin að því.
Eyjasel - horft niður EyjadalÓbyggðum dölum eða afréttardölum í Reynivallasókn var m.a. lýst af Sigurði Sigurðssyni. Lýsir hann fjórum óbyggðum dölum eða afréttardölum. Fyrstur er Svínadalur, sem er sagður langur og grösugur, þá Sandsdalur eða Eyjadalur, sem er langur og liggur í suður inn í Esjufjallið og endar við Móskörð. Sá þriðji er Flekkudalur og er hann ekki langur. Sá fjórði er Meðalfellsdalur. Dalir þessir eru allir sagðir brúkaðir fyrir afréttir og beitiland handa búsmala á sumrum og hagbeita á vetrum.
Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 segir að útbeitarlítið sé á vetri til frá Eyjum og að Eyjadalur tilheyri jörðinni. Eyjahóll er sagður eiga bæði lítið beitarland og útigang. Þar kemur einnig fram hvaða selstöður hafi verið í sókninnni og segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Eyjum verið á Eyjadal.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 eru Eyjar sagðar 40 hundruð að dýrleika. Dýrleiki hjáleigunnar Eyjahóls er hinsvegar ekki getið en neðanmáls kemur fram að sýslumaður telji hana 6 hundruð af heildardýrleika Eyja.
Í kaflanum um jörðina Eyjar í jarðamatinu 1849-1850 kemur eftirfarandi fram: Utrymi mikið. Sumarland allgott. Vetrarhagar í minna lagi. Sömu orð eru höfð uppi um afbýlið Eyjahól.
Eftirfarandi yfirlýsingu er að finna í afsals- og veðmálabók Gullbringu og Kjósarsýslu: Þar sem það er óljós eignarrjettur okkar undirskrifaðra fyrir jörðunum Eyjum og Eyhól í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu, þá biðjum vjer yður herra sýslumaður að færa til bókar og þinglesturs nú á manntalsþinginu, að eignarrjettur er á nefndum jörðum 7/8 partar, er skiptast að helmingi milli okkar.
Stekkur við EyjaselÍ Vilchinsmáldaga frá 1397 kemur eitt og annað fram um Eyjar. Í máldaga Eyjakirkju er að finna sömu upplýsingar og þegar hefur verið getið í máldaganum frá 1180. Ekki er getið réttar Reynivallakirkju til kastarskurðar í Eyjalandi eins og fram kemur í máldaganum frá 1352. Hins vegar er þar minnst á að Reynivallakirkja eigi sex hrossa beit í Eyrarlandi [Í fjórum öðrum handritum stendur: Eyjarlandi]. Í máldaga Ingunnarstaðakirkju kemur svo fram að kirkjan þar eigi séttung í Eyjalandi.
Ein af þeim jörðum sem Ögmundur biskup Pálsson gaf systursyni sínum Þórólfi Eyjólfssyni til kvonarmundar þann 27. ágúst 1538 voru hálfar Eyjar sem metnar voru til 15 hundraða. Í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar (1575) segir það sama og í máldaga Eyjarkirkju frá 1180. Í máldaga Reynivallakirkju segir að hún eigi sex hrossa beit í Eyrarland (ekki Eyjaland). Jafnframt kemur fram að kirkjan á Ingunnarstöðum eigi séttung í Eyjalandi.
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir um Eyjar: Selstöðu á jörðin í heimalandi. Í lýsingu Reynivallasóknar frá 1840 segir að útbeitarlítið sé á vetri til frá Eyjum og að Eyjadalur tilheyri jörðinni. Eyjahóll er sagður eiga bæði lítið beitarland og útigang. Þar kemur einnig fram hvaða selstöður hafi verið í sókninnni Tóft neðarlega í Eyjadal - óskilgreindog segir að til skamms tíma hafi selstaða frá Eyjum verið á Eyjadal. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 eru Eyjar sagðar 40 hundruð að dýrleika. Dýrleiki hjáleigunnar Eyjahóls er hinsvegar ekki getið en neðanmáls kemur fram að sýslumaður telji hana 6 hundruð af heildardýrleika Eyja. Egill J. Stardal getur sels í Kjósarhreppi í grein sem birtist árið 1985. Þar segir hann um Eyjadal: “Rústir sels frá hinu forna höfuðbóli Eyjum í Kjós eru niður við og vestan við Sandsá á móts við Stóruskál. Önnur mannabyggð hefur ekki verið inn í þessum dal.”
Margir minni lækir og grunn gil liggja úr hlíðunum, einkum að vestanverðu. Að þessu sinni hafði verið haldið inn dalinn þeim megin. Leiðin var þó greiðfærari en ella vegna snjóa er þöktu skorningana. Selið sést vel úr fjarlægð. Það er skammt ofan ármóta, neðan við Hrútadal. Bæjarhóllinn er nokkuð stór og vel gróinn. Stærsta rýmið er syðst. Dyr snúa í norður. Vel sést móta fyrir hleðslum í föllnum veggjunum. Í hólnum má greina tvö önnur rými. Skammt neðar (norðvestar) er hlaðin kví, að hluta frá náttúrunnar hendi. Enn norðar er hringlaga stekkur. Suðaustan við hann er einnig hringlaga hleðsla, hluti af stekknum.

Eyjadalur

Eyjadalur.

Á leið upp dalinn var gengið fram á mjög gamlar rústir, á bakka skammt ofan árinnar. Langhús er sunnar, en norðar er rúst með tveimur rýmum. Minjar þessar eru að mestu komnar í þýfi. Þarna gæti verið um að ræða frumbýlisleifar í dalnum.
Á eyri ofan Sandsáar, þriðjungi leiðarinnar, að vestanverðu sást einnig móta fyrir tóftum; tveimur húsum. Þessar rústir gætu hugsanlega skýrt skrifmuninn á Eyri og Eyjum. Þarna gæti hafa verið fyrrnefndur bær, en farið snemma í eyði.
Ef Magnús Grímsson hefur haft fyrir því að ríða inn Eyjadal þá hefur hann að öllum líkindum farið með hlíðinni að austanverðu. Þegar þar er komið að ási sést selið framundan sem og allur inndalurinn. Þá er selið vestan árinnar, en ef farið er að vestanverðu er selið austan árinnar. Ástæðan er sú að tvær ár, jafnstórar, koma saman neðan við selið. Á sumrum gæti vesturáin, úr Hrútadal, hins vegar orðið að læk og því varla merkjanleg frá öðrum slíkum í hlíðunum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-E .J. Stardal, “Esja og nágrenni.” Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. s. 95-96.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. b. s. 405.
-Sigurður Sigurðsson, “Lýsing Reynivallasóknar 1840.” Landnám Ingólfs III. b. s. 248-249 og 257.

Eyjadalur

Eyjasel framundan.

Reynivellir

Kirkjustígur er gamla kirkjugatan um aldir millum kirkjunnar á Reynivöllum annars vegar og Fossár og Hvammsvíkur hins vegar. Áður en lagt var á hálsinn var tekið hús á séra Gunnari Kristjánssyni að Reynivöllum.

Kirkjustígur

Gunnar sagðist aðspurður hafa farið stíginn oftleiðis. Hann sagði stíginn vel greinilegan á köflum. Mikilvægt væri þó að hitta strax rétt á hann Reynivallamegin. Best væri að skoða hlíðina fyrst úr fjarlægð og þá mætti sjá hvar stígurinn liggur á ská upp í hana beint fyrir ofan kirkjuna. Hann sýndi hvernig hún lá í þversniðum upp hlíðina millum Kippgils og Þinghúsgils. Um væri að ræða u.þ.b. 1 og 1/2 klst gang að Fossá.
Fyrst væri komið í svonefnda Fannhlíð, vel gróna brekku. Þaðan væri gott útsýni yfir Reynivelli og Kjósardalinn. Þegar komið væri upp á hálsinn væri einnig mikilvægt að kunna að gera sér grein fyrir framhaldinu. Gömul varða væri efst á brúninni og vörðubrot á leiðinni. Þegar upp væri komið yrði stígurinn smám saman öllu greinilegri.
Gunnar sagði leiðina hafa verið mikið farna milli Reynivalla og Fossár og Hvammsvíkur. Og þegar Ingunnarstaðakirkja var lögð niður hefði fólkið í Brynjudal sótt kirkju að Reynivöllum. Auk þess hefði meðhjálparinn átt heima á Fossá á 20. öld og þurfti að fara þar reglulega um. Útsýni yfir Kjós og Hvalfjörð væri ægifagurt af Reynivallahálsi.

Gunnar

Kirkjustígur var rakinn frá þeim stað er gamla kirkjan hafði staðið ofan við kirkjugarðinn. Þar má enn sjá leifar af henni í skriðu, sem á hana féll. Gatan liggur á ská upp hæð til austurs. Búið er að planta trjám í götuna á þessum kafla. Við hana, inni í skógarlundi, er tóft, hugsanlega hestagerði þar sem kirkjugestir gætu hafa geymt hesta sína meðan þeir voru í kirkju.
Ofar beygir stígurinn til norðurs, framhjá fjárhústóftum Við þær er gerði og heykuml. Skammt ofar er lítil ferningslaga tóft. Þar beygir gatan til norðvesturs, áleiðis að Kippgili. Þegar komið er að gilinu beygir hún aftur til norðausturs og hlykkjast síðan upp hlíðina líkt og Gunnar lýsti og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti.
Þegar komið var upp í Fannhlíð var tækifærið notað og rifjaðir upp heimildir og lýsingar um leiðina og svæðið í kring.
Í örnefnalýsingur Ara Gíslasonar eftir séra Halldóri og Sigurjóni á Sogni segir m.a. “Úr Kippgili rennur lækurinn Kippur fyrir vestan Hjallholt og Kirkjugarðinn. Þessi litli lækur getur orðið geysivatnsfall í leysingum.
Austan við Kippgil tekur við stórt og mikið holt, sem heitir Hjallholt og er upp af kirkjunni. Hér upp af bæ lá gamall vegur yfir hálsinn og var nefndur Kirkjustígur. Hann byrjaði vestur við Kipp á Hjallholti heldur smáhækkandi, rétt austur að Þinghúsgili, er síðar getur. Síðan aftur til baka og áfram í krókum. Austur af Kirkjustíg og Hjallholti er gil eða lækur, sem heitir Þinghúsgil eða Stígsgil. Úr því  er Þinghúslækur. Utan í Hjallholti er Kirkjubrekka. Þegar Stígsgil er nefnt því nafni, er það kennt við Kirkjustíginn.

Kirkjustígur

Þegar komið er upp á neðri brún Reynivallaháls upp úr Kirkjustíg, blasir við grasigróin brekka, sem nær frá Þinghúsgili að Kippsgili og heitir Fannahlíð. Ótrúlegt er að hér sé ekki meira uppi. [Guðmundur Á. Jónsson frá Sogni (sjá nánar um hann þar) fór yfir skrá Reynivalla 26/7 1976 og skráði Páll Bjarnason eftir honum þessar upplýsingar: “Kippur: Guðmundur vandist því að nefna gilið þessu nafni, hann heyrði sjaldnast talað um Kippgil. Þegar komið er upp úr Fannahlíð, er lind, nefnd Gvendarbrunnur“.]
Austan við götuna upp af Kirkjustíg er ás, sem heitir Prestsás, og á honum er varða rétt austan götunnar, Prestsvarða.” [Gunnar Finnbogason segir nafnið eiga að vera Prestás ekki Prestsás]. “Svo er ás, sem snýr norður og suður og heitir Langimelur. Þar var eini staðurinn, sem hægt var að spretta úr spori uppi. Austan við Langamel að Langás heita Jöfnur, jafnir mosaflákar. Langás er einkennilegur.” [Gunnar Finnbogason bætir við; “Holt við Langamel heitir Langholt og  Þrívörður eru þar rétt hjá”.] “Þvert yfir hálsinn við norðurenda hans, í Fossárlandi, er Dyrahnúkur. Uppi á miðjum hálsi eru Teitsvörður.”

Séra Gunnar Kristjánsson lýsir svæðinu í ritverkinu Úr Kjósinni. Þar fjallar hann m.a. um Reynivallaháls, Kirkjustíg, Gíslagötu og Svínaskarðsveg, auk Reynivalla.

Reynivallaháls
KirkjustígurHálsinn dregur nafn sitt af kirkjustaðnum, sem nánar segir frá síðar. Hann liggur í landsuður frá Hálsnesi í sveig inn að Fossárdal og Seljadal, um það bil tíu kílómetra leið. Austan við er svo Þrándarstaðafjall, nyrst, þá Hornafell og Kjölurinn, þar sem landið hækkar verulega og nær 738 metra hæð, þar sem hæst ber. Reynivallaháls er nokkuð jafnhár, hæstur er hann um miðbikið, á Grenshæðum, sem eru í 425 m hæð. Austan við Vindás rís svo Sandfell upp úr Hálsinum og er það 395 m yfir sjávarmál. Þar er Hálsinn breiðastur.
Víða er Hálsinn klettóttur mjög, einkum að norðanverðu upp af Grænuvík og Hvammsvík, þar sem þverhníptir klettar gera hann ókleifan. Sunnan til er brúnin einnig víðast hvar klettótt og illkleif. Hvarvetna eru hlíðarnar grasi grónar neðan til og sama er raunar að segja um mikinn hluta Hálsins uppi, þar sem víðast hvar skiptast á balar og flóar. Vestan við miðju er hann þó gróðurlítill þótt vestan Grenshæða séu gróskumiklar spildur, sem féð kann vel að meta.
FallinSunnan undir Hálsinum eru nokkrir bæir. Yst eru Hálsbæirnir, Neðri-Háls, Háls I og Háls II. Þá taka við Grímsstaðir, sem eru nýbýli úr landi Valdastaða, sem taka við þar fyrir innan. Þá er Sogn, sem í fornum skjölum heitir ýmist Sorn eða Sofn. Innan hans eru Reynivellir. Nokkru innar er Vindás fjær fjallinu en hinir bæirnir. Allt eru þetta frjósamar jarðir með góðu beitilandi, slægjur hafa löngum þótt bestar á bökkum og nesjum við ána. Löngum hefur dalurinn þótt votlendur vestan við Vindás en framræsla síðustu áratuga hefur bætt þar verulega um.
Yfir Hálsinn liggja þrjár fornar alfaraleiðir, sem nú verður getið nánar. Vestast er Kirkjustígur, beint upp af kirkjunni, þar fyrir innan er Gíslagata á landamærum Reynivalla og Vindáss, og loks þjóðleiðin forna, Svínaskarðsvegur, austan til í hlíðum Sandfells. Allar liggja þessar leiðir að lokum niður að Fossá norðanvert í Hálsinum.

Kirkjustígur

Prestsvarða á Prestás

Kirkjustígur er beint upp af Reynivallakirkju milli Kippsgils að vestan og Þinghússgils að austan. Hann er allbrattur og er þó oft farinn bæði af gangandi fólki og ríðandi, sem teymir hesta sína upp stíginn eða niður.
Leiðin var fjölfarin fyrr á tímum, ekki hvað síst af þeim, sem sóttu kirkju frá bæjunum í Brynjudal, Fossá og Hvítanesi.
Efst á stígnum er grösug hlíð, er Fannahlíð nefnist. Ofan við hana er lind, sem heitir Gvendarbrunnur. Vestan við Kirkjustíginn hækkar landið í átt til Grenshæða en stígurinn heldur áfram til landnorðurs, skáhallt yfir Hálsinn. Langimelur heitir melurinn á miðjum Hálsinum. Við syðri enda melsins er Prestsvarða en við þann nyrðri eru Teitsvörður. Þegar halla tekur norður af er hægt að fara í átt til Hvítaness, það er leið sú er farin var til kirkju fyrr á tímum frá þeim bæ.
Útsýni efst á Krikjustígnum er forkunnarfagurt og gott að staldra við þar og skoða, það sem fyrir augu ber. Það fyrsta, sem grípur augað er Laxá, þar sem hún liðast út dalinn í mjúkum hreyfingum og má vel átta sig á hinum frjósömu nesjum, sem hún myndar. Beint niður af Reynivöllum er Stekkjarnes norðan árinnar, þar fyrir vestan og sunnan ár er Hurðarbaksnes, vestan þess og norðan árinnar er Kotabakki og Garðsnes austast, þá Baulunes. Vestan þess sunnan árinnar er nes mikið er heitir Hrosshólmi, vestan og sunnan til í honum er farið yfir Heyvað og er þá komið yfir á Suðurnes. Handan þess er svo Fauksnes, sem er milli Laxár og Bugðu, en sjá má hvar hún rennur í Laxá gegnt Ásgarði, barnaskólanum, sem stendur á Valdastaðaás.

Teitsvörður

Suður af Suðurnesi eru tveir bæir, Káranes nær ánni en Káraneskot fjær. Káranesfljót nefnist sá hluti Laxár, sem rennur vestur með Suðurnesi, norðan til í því er vað á ánni er heitir Laxavað.
Undir Meðalfelli má sjá tvo bæi, austar eru Þorláksstaðir en vestan þeirra er Hurðarbak. Utan til í Meðalfelli er klettur einn mikill hátt í brúninni er Hurð nefnist. Austan við Káraneskot má sjá sef nokkuð er Káranessef heitir, enn austar er mun stærra sef, það er Hurðarbakssef, Valdastaðasef er þriðja sefið á þessum slóðum, það er niður undan Grímsstöðum.
Sé horft lengra til vesturs blasir Laxvogurinn við og Laxárnesbærinn; norðan vogsins eru Hálsbæirnir. Sunnan til í vognum vestan Laxárnes er Harðbali, upp af honum er Eyrarfjallsvegur. Í vestri blasir Akrafjall við og sjá má allt vestur í Melasveit.

Á Kirkjustíg

Esjan gægist yfir Meðalfellið og sé horft í austur tekur við Möðruvallaháls, Skálafell, Hádegisfjall og nær er svo Vindás.
Þegar haldið er áfram norður yfir Hálsinn tekur við fagurt útsýni til norðurs yfir Hvalfjarðarstrandar
fjöllin og lengra til norðurs má sjá Ok og Langjökul en austan við Hvalfjörð eru Þyrill, Múlafjall, Hvalfell og Botnssúlur.

Gíslagata
Önnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.
Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.

Svínaskarðsvegur
KirkjustígurSvínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.
Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmannsbrekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss.

Á brúnum

Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.
Leiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.
Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.
Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Stígur

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.”
Þá fjallar Gunnar um Kirkjustaðina í Kjós. Hér er athyglinni sérstakleg beint að Reynivallakirkju.

Kirkjustaðir í Kjós
Til forna voru kirkjur á sjö stöðum í Kjósinni. Kirkja var á Ingunnarstöðum fram til 1820 (hún var uppistandandi þegar sr. Sigurður Sigurðsson ritaði sóknarlýsingu sína 1840). Þá var kirkja í Hvammi fram á 18. öld og eru þar örnefni er á hana minna, t.d. Kirkjuklettar (líka til Kirkjusteinn um sama stað) skammt vestan við Hvammsós. Þá var kirkja á Meðalfelli fram yfir aldamótin 1800. Í Eyjum var kirkja til forna og þar eru örnefni, er á tilvist hennar minna, t.d. Kirkjuhjalli og Kirkjuhjallagil. Í Miðdal var kirkja fram eftir öldum, þar eru örnefni eins og Kirkjubrekka og Kirkjuhamar, sem á hana minna, einnig á Eyri og loks á Reynivöllum, þar sem kirkja hefur staðið frá ómunatíð og allt til þessa dags.
Ævafornir máldagar eru til fyrir kirkjurnar á Ingunnarstöðum, Eyjum og Reynivöllum. Það var enginn annar en Þorlákur biskup hinn helgi EyktarmarkÞórhallsson, sem setti kirkjunum á Ingunnarstöðum og í Eyjum máldaga árið 1180. Ingunnarstaðir voru á síðari tímum taldir meðal stólsjarða frá Skálholti. Í máldaga kirkjunnar segir m.a., að hún sé helguð heilagri Agötu, og var hún allvel búin, átti m.a. tíðabækur fyrir allt árið, messuföt, silfurkaleik, róðukross, tvenn altarisklæði, altarisbríkurklæði o..fl.
Í Eyjum var Maríukirkja eins og á Reynivöllum. Í máldaga hennar segir, að hún eigi skóg í Svínadal! Þessi kirkja var vel búin gripum, hún átti „búning allan í tjöldum og altarisklæðum, krossum og klukkum og kertastjökum“.

Reynivallakirkja

Í Vilkinsmáldaga er getið um kirkju í Mýdal, þ.e. Miðdal, og í sömu máldagaskrá, sem er frá 1397 er að finna máldaga Meðalfellskirkju. Sá Máldagi hefst á þessa leið: „Á Meðalfelli í Kjós er kirkja vígð með Guði, Maríu drottningu og hinum heilaga krossi, Jóni postula, Ólafi konungi, Þorláki biskupi og Maríu Magdalenu“. Um búnað hennar er þess m.a. getið, að hún hafi átt „2 klukkur, útiklukku eina, 2 smáklukkur, 3 altarisklæði og 2 bríkarklæði, kross með líkneskjum, Maríuskrift, Ólafsskrift, Þorláksskrift, eina mundlaug“ o.fl. Loks er rétt að minna á, að auk Reynivallakirkju er nú kirkja í Vindáshlíð, sem að vísu er ekki sóknarkirkja.
Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.
LeiðiEftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.
Kirkja sú, er nú stendur á Reynivöllum, er ein elsta timburkirkja landsins. Hún var reist árið 1859 í tíð sr. Gísla Jóhannessonar og skammt frá hafði bærinn staðið frá ómunatíð, uns hann var færður á svipaðar slóðir og hann er nú, þó lítið eitt neðar, eftir skriðuföll mikil, sem gengu ítrekað yfir staðinn á 17. öld.
TóftLeyfi til þess að flytja kirkjuna í Kirkjubrekkuna, þar sem hún er nú, fékkst þegar núverandi kirkja var reist. Er kirkjan í hefðbundnum stíl síns tíma en þó dálítið breytt frá upphaflegri mynd, hún hefur verið lengd ofurlítið, forkirkju bætt vestan við, og einnig hefur sú breyting verið gerð á henni að innanverðu, að prédikunarstóllinn, sem áður var fyrir ofan altari, var færður á suðurvegg. Þetta var gert skömmu fyrir 1930 og um svipað leyti voru pílárar í skilrúmi milli kórs og skips fjarlægðir og er þar nú aðeins lágur veggur eins og víða í kirkjum frá seinni hluta 19. aldar, sem svipaðar breytingar hafa verið gerðar á. Auk þess hafa bekkir verið endurnýjaðir í kirkjunni. Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson prýðir kirkjuna auk ýmissa annarra merkra gripa. Á Þjóðminjasafninu eru nokkrir góðir gripir úr Reynivallakirkju, m.a. tvær gamlar altaristöflur, kaleikur og patína frá 14. öld, ljósasax og fleiri gripir.”

Upphaf

Frá Fannhlíð liggur gatan uppleiðis með læk er rennur niður í Þinghúsgil (þeim vestari). Eftir að læknum sleppir má sjá a.m.k. 5 vörðubrot við götuna (fjórar grónar). Stígurinn verður greinilegri. Áður en hæstu brún er náð er komið að Prestási. Á honum er lítil varða. Ofar er komið að Teitsvörðum og gengur stígurinn á milli þeirra. Þaðan fer að halla niður að Fossá. Auðvelt er að gleyma sér með hið stórkostlega málverk sem fyrir augu ber (útsýnið yfir Hvalfjörð), en ekki má gleyma að líta sér nær (skófir og aðrar plöntur).
Auðvelt er að fylgja stígnum, en girðingarhorn liggur yfir hann þar sem hann beygir til norðurs. Vetur konungur hefur fellt girðinguna svo leiðin er greið. Hún sést vinstra megin við girðingarslóða. Þá beygir hún til norðausturs og fylgir landslaginu. Á tveimur stöðum hefur verið lagður slóði yfir gömlu leiðina og er það miður. Framkvæmdin er í raun dæmigert virðingarleysi fyrir fornleifum. Þegar tekur að halla verulega til norðurs hverfur gatan á kafla vegna vatnsaga, en birtist á ný skammt norðaustar. Þaðan er auðvelt að fylgja henni með brúnum áleiðis niður að Fossá. Þegar niður af Hálsinum er komið verður fyrir fallin varða á vinstri hönd, eyktarmark frá Fossá (sennilega hádegisvarða).
Fljótlega er ætlunin að skoða Gíslagötu og Svínaskarðsveg í einum áfanga.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín, þ.a. á göngu 1 klst og 40 mín. Um var að ræða 5.38 km. Hæst er hálsinn 326 m.y.s.

Viðbót í tilefni svæðisins:
Merki KjósarNýlega var tekið í noktun nýtt sveitarfélagsmerki fyrir Kjósarhrepp. Rökstuðningurinn með merkinu var eftirfarandi til útskýringar ásýndinni: “Sveitarfélagsmerki Kjósarhrepps. Staðsetning á umhverfi merkisins er engin tilviljun.
Þetta er sá staður sem allir muna eftir sem komið hafa í Kjósina. Mikilfengleg Laxáin liðast niður í Laxvoginn með Reynivallaháls í bakgrunni og Botnssúlur í fjarska.
Íslenska sauðkindin er vanmetin. Hún hefur verið með okkur allt frá upphafi landnáms. Haldið á okkur hita á frostköldum vetrum og fætt okkur. Hvers vegna hefur hún ekki verið notuð sem tákn í neinu af íslenskum bæjar- eða sveitamerkjum? Er ekki kominn tími til að votta henni virðingu okkar?
Þegar mannsflótti var sem mestur frá Íslandi til betra lífs annars staðar í heiminum fór enginn héðan. Hér var blómleg sveit og gnægð matar. Kjósin er sveit.
Það sem ég er að reyna að koma til skila í merkinu er náttúrufegurð Kjósarinnar og að hér sé stundaður landbúnaður.”
Framangreint merki gerði  Arnar Viðar Erlendsson á Þórsstöðum við Lækjarbraut.”

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum, gönguleiðir og sérkenni Kjósarinnar, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Örnefnalýsingar um Reynivelli.
-kjos.is

Fossá

Mosfellssveit

“Leirurnar við Leiruvog hafa ætíð laðað að sér ríðandi fólk, bæði það er átti erindi milli héraða og þess sem vildi nota sléttar og mjúkar skeiðflatir. Þar var hægt að spretta úr spori eða stefna til hestaats. HestaþinghóllHestaþing, hestaat eða hestavíg voru samkomur þar sem menn öttu saman stóðhestum og létu þá bítast og slást. Stórir og reisulegir graðhestar voru valdir til að kljást og höfðu jafnvel verið þjálfaðir til slíkrar iðju. Nauðsynlegt þótti að leiða að þeim hryssur til að koma þeim í vígamóð. Þessi siður mun hafa flust með landnámsmönnum frá Noregi og þótti það hin besta skemmtun að koma saman og sjá þessar stóru og fallegu skepnur kljást, með prjóni, spörkum og biti. Hið viðkunnulega hnegg hestsins hvarf og öskur, frýs og fnæs komið í þess stað.
Þegar komið var ríðandi að Leiruvogi mátti stundum á fyrri tíð sjá fjölda manna og hesta við Hestaþinghól sem er stór tangi eða sandhóll og skagar fram í sunnanverðan Leiruvog, vestan við svonefndan Surtteig í landi Varmár. Engar skjalfestar sögur eru til um hestaat við Leiruvog og ekki er vitað hve lengi Mosfellingar stunduðu þar hestaat. Þó er líklegt að það hafi verið eitthvað fram yfir siðaskipti á 16. öld.
Í prestastefnusamþykkt Hestaat á ÞingvöllumOdds biskups Einarssonar (1559-1630) frá 1582 er amast við ýmsum leikjum og skemmtun alþýðunnar. Í skjali þessu, sem nefnt hefur verið Kýraugastaða-samþykkt, skyldu prestar setja út af sakramenti alla þá er færu með kukl, rúnir, ristingar, særingar og kveisublöð. Einnig skyldu prestar banna hestaþing, vökunætur og smalabúsreiðar á helgum dögum, hvort heldur að nóttu eða degi að viðlagri klögun til sýslumanns. Síðasta hestaat, sem sögur fara af, var háð árið 1623 að Illugastöðum í Fnjóskadal.
Það eina sem minnir á hestaat í Leiruvogi er örnefnið Hestaþinghóll. Það fer sérlega vel á því að örskammt þaðan er kappreiðarvöllur Hestamannfélagsins Harðar og hesthúsahverfi Mosfellinga. Áður komu menn saman til að horfa á stóðhesta í vígaham við Hestaþinghól og enn njóta Mosfellingar samskipta við þarfasta þjóninn á þessum slóðum.”
HestarVarla þarf að taka það fram að svæðinu hefur verið raskað verulega frá því sem áður var.
Hestaþingsflatir eru til í Hlíð í Grafningi. Þær eru nokkuð stórar valllendisflatir, niður undan Hellisgili, með gulvíðisrunnum í kring. Þar var áður haldið hestaþing. Hestaþingshóll er í landi Kaldaðarness í Flóa. Þar voru háð hestaþing til forna. Ef til vill hefur það einmitt gerst þar að Jóra bóndadóttir trylltist er hún sá hest föður síns bíða lægra hlut fyrir öðrum. Í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru tveir Hestaþingshólar þekktir, annar fyrrnefndur í landi Varmár, tangi út í Leiruvog. Bendir nafn hans á forn hestaöt þarna niður við sjóinn. Hóll þessi er á tanganum, og ef vel er að gáð, virðist vera þarna um gamalt mannvirki að vera (Örnefnaskrá). Hinn Hestaþingshóllinn er á Eyri í Kjós.
Þá segir svolítið meira frá síðasta hestaatinu þótt ekki hafi það verið á Reykjanesskaga, ef frá Hestaþinghóller talið hestaatið á Þingvöllum 1930. “
Flaustur nefnist fornbýli um 17 km. sunnan við Reyki. Þar sést vel til mikilla tótta og garða, og telja munnmæli að verið hafi kirkjustaður og stórbýli með átján hurðir á járnum. Átján hurða sagan gengur líka um Skarðssel sem stóð 7 km. norðar. Sléttlendi og engjar eru um Flaustur, þar nefnast Flausturbalar með ánni. Skammt þar utan við heitir Vindhólaskál í fjalli og Vindhólanes við ána. Þar var háð síðasta hestavíg á Íslandi upp úr 1600 og sér enn garðinn um leiksvæðið.  Ástæður hestavígsins voru ósætti milli Sveins ríka á Illugastöðum og eyfirsks stórbónda.  Af Sveini ganga miklar sagnir og talið var að hann hafi átt 500 sauði þegar flest var, auk annars fjár.  Sveinn var talinn forspár því hann seldi alla sauði sína haust eitt fyrir fellisvetur. Örlög Sveins urðu að hann drukknaði í kíl einum milli Illugastaða og Kotungsstaða sem síðan er nefndur Sveins kíll. Talið er að Sveinn hafi falið fé í jörð í landi Illugastaða og er það þar enn fólgið.”

Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 31.
-(Jón Sigurðsson, Saga þingeyinga III. S. 150 og 146)
www.arnastofnun.is
-Hallgrímur Óli Helgason.
-Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur I, 173-175.

Steðji

Steðji í Kjós.

 

Írafell

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um “Írafellsmóra”:
“Írafellsmóri var alþekktur hér í Reykjavík á seinna hluta 19. aldar. Var talið að hann fylgdi Mörtu irafell-221Þórðardóttur skóara í Vigfúsarkoti. Annars fylgdi hann líka Engeyingum og var því oft nefndur Engeyjarmóri. Þeir feðgar Kristinn Magnússon og Pétur kölluðu hann frænda sinn, en gættu þess að hann kæmist ekki út í eyna. Ýtti Kristinn jafnan sjálfur og sá um að Móri kæmist ekki með. En einu sinni komst Móri á báti með Kjalnesingum til Engeyjar og varð hroðalega sjóveikur á leiðinni. Var hann svo illur út af þessu er hann kom á land, að hann rauk heim í fjós og drap beztu kú Kristins. Þegar farið var að birkja kúna, kom í ljós stór blár blettur á mölunum vinstra megin og var marið inn í bein, en hinum megin voru fjórir bláir blettir og líktust fingraförum, enda varð Kristni að orði, er hann sá blettina: „Stór eru fingraför Móra frænda!” – (Þjóðs. Ól. Dav.)”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1954, bls. 156.

Írafell

Írafell í Kjós.

Kjalarnes

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2000 má lesa eftirfarandi frásögn um Kjalarnes og Kjós:
“Esjan er fjall sem allir Reykvíkingar og fleiri hafa fyrir sjónum nær alla daga.Uppi í hlíðum þess var unnið kalk og flutt til Reykjavíkur. Brennsluofhinn stóð þar sem nú heitir Kalkofnsvegur og eru enn til hús sem kalkið var notað í. Á Esjuna eru margar góðar og frekar auðveldar gönguleiðir, t.d á Þverfellshorn, um Gunnlaugsskarð, úr Blikdal og margar fleiri. Á Esjubergi var fyrsta kirkja á Íslandi reist og þar bjó Búi Andríðsson, aðalsöguhetja Kjalnesingasögu.
Esja-221Á Móum bjó séra Matthías Jochumsson þegar hann var prestur í Saurbæ á Kjalarnesi 1867-73 og þar þýddi hann leikritin Hamlet, Othello og Rómeó og Júlíu.
Um Brautarholt segir í Kjalnesingasögu að Helgi bjóla, sem nam land á Kjalarnesi fengi Andríði, írskum manni, bústað. Þar fæddist Bjarni Thorarensen, 1786-1841, skáld og amtmaður. Helgi bjóla bjó á Hofi, en Þorgrímur goði reisti þar hof mikið.
Saurbær á Kjalarnesi er kirkjustaður og höfuðból. Árið 1424 rændu enskir víkingar staðinn og stálu vopnum, hestum og fleiru.
Tíðaskarð innan við Saurbæ heitir svo því að þar fóru kirkjugestir um á leið til tíða og þegar til þeirra sást, þótti tími til að hringja til tíða. Fyrir um 15-20 árum var farið að brotna mikið úr sjávarbakkanum fyrir neðan kirkjugarðinn og komu þá í ljós bein úr garðinum.
Hvalfjarðareyri, löng og flöt eyri er gengur út í Hvalfjörðinn. Þar var verslunarstaður um tíma á seinni hluta 17. aldar eftir að Maríuhöfn eyðilagðist. Rétt innan eyrarinnar heitir Naust. Þaðan gekk ferja um tíma yfir að Katanesi. Þar er og elsti vegarkafli í Kjósinni, sem enn er notaður.
Laxárvogur (Laxvogur) er grunnur en þótti góður beitutínslustaður.
mariuhofn-221Maríuhöfn var verslunarstaður á miðöldum og sjást þar rústir, sem eru að mestu ókannaðar. Árið 1402 kom Hval-Einar Herjólfsson skipi sínu í Maríuhöfn og flutti með sér svarta dauða, mannskæðustu drepsótt er hingað hefur komið. Þegar Alexíus prestur Svarthöfðason á Saurbæ reið frá skipi, komst hann ekki nema í Botnsdal og andaðist hann þar og sjö fylgdarmenn hans. Svo bráð var sóttin.
Árið 1387 kom Björn Einarsson Jórsalafari skipi sínu í Hvalfjörð.
Hvammur, þar bjó Hvamm-Þórir er land nam milli Laxár og Fossár.
Steðji, Karlinn í Skeiðhól, Staupasteinn, sem allt eru nöfn á sama steininum, en þar er forn áningarstaður.
glymur-221Í Landnámu segir að Ávangur hinn írski hafi reist bú að Botni. Um Botnsdalinn rennur Botnsá, en hún skiptir löndum milli Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Í henni er Glymur, 198 m hár, talinn hæsti foss á Íslandi. Botnsá fellur úr Hvalvatni, sem er næst dýpsta vatn landsins, um 160 m djúpt. Inn af dalnum er Hvalfell, móbergsfjall, sem hlóðst upp í gosi undir jökli síðla á ísöld. Grágrýtiskollur er á fjallinu, sem bendir til að gosið hafi náð upp úr jöklinum. Sagt er að Arnes Pálsson hafi hafst við í hellisskúta við vatnið á árunum 1750-57.
Botnssúlur, einstakir tindar, sá hæsti 1095 m. talið er að um gamla eldstöð sé að ræða og tindarnir séu rústir af gömlum gíg. Þyrill er 358 m hátt hömrum girt fjall úr basalti, þar finnast margar tegundir sjaldgæfra geislasteina. Nafnið mun vera dregið af þyrilvindum þeim, sem eru svo algengir fyrir botni Hvalfjarðar. Í Þyrli er klauf, Helguskarð, sem sagan segir að Helga jarlsdóttir klifi upp með syni sína, Björn og Grímkel, á flótta eftir víg Hólmverja á leið sinni yfir að Indriðastöðum í Skorradal.
Í Geirshólma höfðust við Hólmverjar undir forustu Harðar Grímkelssonar, sem frá segir í Harðar sögu og Hólmverja. Þar hafðist við flokkur Sturlu Sighvatssonar undir forustu Svarthöfða Dufgussonar og fóru með ránum þaðan um hríð.
Bessastaðir, kirkjustaður og fornt höfuðból á Álftanesi. Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og eru þá í eigu Snorra Sturlusonar. Eftir dráp Snorra sló Noregskonungur eign sinni á Bessastaði og eru þeir fyrsta jörðin í konungseign á íslandi. Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen, en faðir hans bjó bar áður. Grímur var fæddur á Bessastöðum 1820. Á Bessastöðum fæddist einnig skáldið Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal 1826. Þar var Bessastaðaskóli, arftaki Hólavallaskóla, frá 1805 og í um 40 ár. Þá var hann fluttur til Reykjavíkur aftur og nefndist þá Lærði skóli og síðar Menntaskólinn í Reykjavík. Bessastaðir voru gefnir íslenska ríkinu 1941, með því skilyrði að þar yrði setur ríkisstjóra og forseta. Gefandinn var Björgúlfur Ólafsson, læknir á Bessastöðum og síðar í Kópavogi. Hús þar eru í elstu röð húsa í landinu, reist á árunum 1761-66 sem amtmannssetur. Kirkja var reist þar á árunum 1777-1823. Þar var gert virki á 17. öld, Skansinn, til varnar sjóræningjum og óvinaherjum.”

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 18. árg. 2000, 4. tbl., bls. 1 og 3.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Selflatir

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni.
ÞórufossÍ skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin benda á hugsanlega tilvist slíkra minja þar. FERLIR hefur jafnan nýtt sér skráðar heimildir, sem á stundum hafa reyndar verið misvísandi, en þá jafnframt leitað uppi og gaumgæft betur, bæði vettvanginn og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstaðan hefur síðan verið færð jafnóðum í nákvæma hnitaskrá. Skráin byggist á fyrirframákveðnu “pússluspilskerfi”, sem sérhver ferð fyllir upp í. Stundum virðast þær samhengislausar, en smám saman skýrist myndin – un hún birtist loks fullsköpuð. Verkefnið krefst bæði mikillar þolinmæði og þrautseigju. Heildarskráin er svo varðveitt í einu eintaki; Reykjanesskinnu. Nú, árið 2007, fylla fylgiskjöl, minnisblöð og afrit eina 12 pappakassa og u.þ.b. 5000 blaðsíður tölvutæks efnis. En hvað um að – framundan er alltaf það sem skiptir mestu máli – þá stundina.
Að þessu sinni var lagt af stað frá Þórufossi í Laxá. Fossinn er með þeim fegurstu hér á landi, um 18 metra hár og eftir því breiður. Kennileitið var jafnframt miðsvæðis í leitinni að þessu sinni. Skammt austar eru Selflatir, norðar er Hækingsdalur. Norðan hans er Selá. Vestan árinnar er Stóra-Sauðafell utan í austanverðu Skálafelli. Norðan og millum fellanna til norðurs er Seldalur.
Laxá vaðinLandamerki Kjósarinnar að sunnanverðu liggja m.a. um Þórufoss. Þessi takmörk landmegin eru frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls, þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar sem hallar vötnum norður) upp eftir Súlnahrygg og upp á  Súlnatind, þá suðvestur niður til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal vestur í Rjúpnagilsbotna. Halda sýslumörkin áfram, en er þá komið í Mosfellsbæ og síðan eru mörk milli Kjalarness og Kjósar frá þessum stað og eftir háeggjum Skálafells, Móskarðshnjúka, Esju og niður í Miðdal við landamerkin hjá Tindstöðum.
Gamla leiðin í Kjósina frá Þingvöllum lá norðan Stíflisdalsvatns, niður með Stýfingum, austan ár, niður með Þórufossi og norður að Hækingsdal. Hún er vel greinileg þars em hún liggur með Brattafellinu undir Stóröxl og niður í Þrengslin neðan við Þórufoss. Neðan Þrengslanna er gatan vörðuð að vaði á ánni.
Haldið var yfir Laxá á vaði skammt ofan við Þórufoss. Áin kemur úr Stíflisdalsvatni og fellur í Laxárvog. Hún er um 20 km á lengd, meðalrennsli um 15m/3 á sek og vatnasvið um 150 km/2 ( um 211 km/2 ef  vatnasvið Bugðu, sem fellur úr MSelflatireðalfellsvatni, er talið með). Í leysingum og stórrigningum geta komið ofsaflóð í ána flæðir hún þá yfir bakka sína og er dalurinn þá yfir að líta sem stórt stöðuvatn. Laxá er með gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðast þar jafnan hátt í tvö þúsund fiskar hvert sumar. Í ánni eru nokkrir fossar. Má þar nefna m.a. Þórufoss í Kjósarskarði, sem er þeirra stærstur og Pokafoss, en hann er rétt ofan við bugðu á ánni austan við Vindáshlíð. Brú er á Laxá neðanundir Vindáshlíð. Á lágum klettastalli vestan við brúna er skilarétt sveitarinnar. Neðan við réttina er Norðlingavað, en á því vaði liggur þessi forna þjóðleið yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás . Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem HÚtsýni að Sandfelliólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans.
Stefnan var tekin á Selflatir. Um er að ræða sléttar flatir neðan við Brattafellsgil. Gróðureyðingin hefur herjað á þær líkt og annars staðar með hlíðunum. Skriður hafa hlaupið úr battri hlíðinni, en enungis ofan við flatirnar. Mjög gamlar jarðlægar tóftir virðast vera á tveimur stöðum, annars vegar á norðanverðum árbakkanum neðan við gilið og hins vegar uppi í gilinu. Á báðum þessum stöðum gætu hafa verið mannvirki. Fallegur 12-15 m hár foss er uppi í skjólgóðu gilinu. Þar kúrðu fjórar rjúpur.
Hækingsdalur er í Jarðabókinni 1703 sagður eiga “selstöðu í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.”
Guðbrandur, bóndi í Hækingsdal, segir að bærinn hafi haft selstöður við Selá norðan við bæinn og á Selsvöllum sunnan við hann. Selsvellir hafa einnig  verið nefndir Selflatir. Hann taldi að skriða hefði hlaupið yfir selstöðuna á ÞrengslinSelsvöllum og þar væru því engar greinanlegar minjar lengur. Hlíðin ofan við flatirnar hefði verið nefnd Geitahlíð, Þrengslin norðar og þá Hríshvammur. Faðir hans hefði farið með háskólafólki þangað, en það ekkert séð að hann myndi. Tóftir væru hins enn vel sjáanlegar við Selá sem og gömul hlaðin rétt.
Gömlu leiðinni úr Kjós upp á Þingvelli var fylgt til norðurs, niður í Þrengslin um hið eiginlega Kjósarskarð og áfram með þeim austanverðum. Undir Grenhlíð er Hríshvammur, nú grasi gróið sléttlendi. Grindargil er í hlíðinni, en árfarvegur þess var þurr. Handan hans tóku við grónar selslegar sléttur. Varða er á hól við gömlu götuna og önnur norðar, fallin. Hlíðin er ekki ólík því sem gerist á Vestfjörðum og Austfjörðum, stallar og tilkomumikil þvergil. Fíllinn hafði sest upp í björgunum. Ásalækur kemur úr Dagmálafelli. Norðar er Þverárgil og Þverá er kemur ofan úr Þverárdal. Bærinn Hækingsdalur er við Þverána.
Á sömu blaðsíðu og nefnd var í Jarðabókinni segir um Sauðhús: “Sauðhús hefur til forna í Hækinsdalslandi kallað verið þGömul leiðar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði allt að er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá.”
Selá er skammt austan við Vindás og norðan Hækingsdals, sem fyrr sagði. Norðar er Skálafell og Seljadalur handan þess. Sagnir eru um selstöðu frá Vindási fremst í Seljadal. Jörðin hafði selstöðu  sem tilheyrir [Reynivöllum] á Seljadal. Jafnframt er þess getið að selstöðu eigi jörðin í eigin landi. Guðbrandur, sem smalað hefur svæðið í tugi ára, sagðist ekki muna eftir öðrum tóftum í Seljadal en á þeim stað er bærinn Seljadalur var austan í dalnum. Hins vegar væru tóftirnar við Selána enn vel greinilegar.
Guðbrandur sagði Háls (Fremri-Háls) hafa haft selstöðu neðst í Seldal, sem væri norðan við Stóra-Sauðafell. Þar mætti enn sjá selstóftir á bakka Hálsár.
Í Laxá rétt ofan við ármót Selár er Pokafoss, sem er sérkennilegur foss.
Að þessu sinni var farið aftur yfir Laxá á ís og stefnan tekin á Fremri-Háls, vestan í dalnum. Vinarlegur bóndinn þar leiðbeindi FERLIRsfélögum inn á gamla Kjósarskarðveginn (akveginn) suður með hlíðinni. Fyrst vildi hann þó sína aFjárhúsðkomumönnunum gamlar tóftir norðaustan við bæinn. Hafði hann á orði að óljóst væri hvaða tilgangi þær hefðu þjónað. Við skoðun á tóftunum komu í ljós heilleg hlaðin fjárhús, líklega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Tvö rými er í tóftinni, sem er allheilleg á stað er auðvelt væri að varðveita. Aftara rýmið er hlaða eða heystæði, en í fremra rýminu er hlaðinn garður eftir miðju húsinu. Dyr eru við suðvesturhornið. Hleðslurnar standa, eru heillegar og grónar að utanverðu. Hæð á þeim er um 160 cm. Ummál húsanna var ekki mælt að þessu sinni.
Gamla akveginum var fylgt upp í Seldal. Þar eru tún, sem foreldrar núverandi húsfrúar sléttuðu. Vestan við þær, fast við gamla veginn eru tóftir. Þær eru tvískiptar, en auk þess eru ógreinilegar tóftir vestan þeirra. Vegurinn hefur verið lagður í gegnum tóftarsvæðið. Dyr snúa mót austri. Þegar komið er inn eru rými á báðar hendur, mun stærra þó á vinstri hönd.
Hér gæti verið um tóftir kots að ræða, jafnvel kots, sem vaxið hefur upp úr seli sbr. örnefnið Seldalur, sem er þarna beint fyrir ofan, milli Stóra-Sauðafells og Skálafells.
Tóft í SeldalÍ suðausturhlíðum Skálafells er Seldalur. Reynsla FERLIRs er að þar sem sels- eða seljanafngiftin kemur við sögu – þar hefur verið sel. Ætlunin er a.m.k. að skoða svæðið m.t.t. þess. Tímaáætlun FERLIRs er að ljúka meginseljaleit í landnámi Ingólfs fyrir haustdaga 2007. Þegar liggja fyrir upplýsingar og staðfestingar á 186 seljum og selstöðum á svæðinu, en þegar upp verður staðið má áætla að þær verði nálægt 250 talsins. Og eru þá ótaldar aðrar fjölummargar og -þættar menningarminjar á svæðinu, allt frá upphafi norræns landnáms hér á landi, sem og fyrrumleitum (keltneskum) er síðar verður vikið að – ef tími vinnst til.
Ingibjörg Jónsdóttir á Fremra-Hálsi sagði fjórbýli hafa verið fyrrum á Hálsi; Háls, Margrétarkot, Huldstaðir og Sauðafellskot. Sennilega væru tóftirnar af síðastnefnda bænum fremst í Seldalnum. Foreldrar hennar hefðu ræktað tún við tóftirnar og þá hefðu komið fram minjar þar. Ætla mætti að  Sauðafellskot hafi vaxið upp úr seli þar sem ekki er getið um selstöðu í örnefnalýsingu fyrir bæinn. En í örnefnalýsingu fyrir Stardal er getið um tóftir sels efst í Seldal, “austan marka”. Líklega er þar um að ræða sel frá Fremra-Hálsi. Ætlunin er að skoða minjar í Seldal fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Óbyggðanefnd – Kjalarnes og Kjós.
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.

Þórufoss

Þórufoss.