Dyljáarsel

Þegar horft var inn í Eilífsdal til suðurs frá bænum mátti sjá brattar hlíðar á þrjá vegu. Vinstra megin bar Skálatindur við himinn, hægra megin Þóreyjartindur og Eilífstindur innst og efst. Hann trjónir efst á láréttu standbergi, líkt og að um Vestfjarðardal væri að ræða. Vinstra megin við Eilífstind er Geldfjárhlíð með háum fossum (heita Fossar). Gunnlaugsskarð er hægra megin við hann. Þessi kennileiti setja mestan svip á ofanverðan dalinn, auk mikilla gilja, sem minnst verður á síðar.

Eilífsdalur - loftmynd

Innst í Eilífsdal, undir Eilífstindi, er Eilífshaugur, fornmannagröf. Fremst í dalnum, vestan við bæinn, er Orrustuhóll. Ætlunin var að ganga frá hólnum inn í botn á Eilífsdal og huga að mannvistarleifum á leiðinni. Í örnefnalýsingum er t.d. sagt frá Meðalfellsseli framan við dalinn og Dyljáarseli inni í dalnum. Eilífsdalsáin (Dælisáin, rennur um miðjan dalinn og skiptir hún merkjum Meðalfells og Eilífsdals. Annarra mannvirkja er ekki getið á þessu svæði.
Áður en lagt var af stað lýsti Aðalsteinn, bóndi, aðstæðum fyrir FERLIR. Sagði hann t.d. hlaðinn stekk vera innst í dalnum. Hann vissi ekki til þess að seltóftir væru þarna. Þó hafi hann smalað dalinn margoft, en þá ekki verið að skima eftir öðru en fé. Hlíðarnar væru brattar og féð færi langleiðina upp undir brúnir. Það hefði því oft verið erfitt að rekja giljaðar hlíðarnar, upp og niður. Um Meðalfellsland handan við ána vissi hann lítið sem ekkert. Selmýrin væri hins vegar rétt handan við ána. Aðalsteinn, bóndi, bar erindið undir eiginkonu sína, Huldu, en hún hafði alist upp í Elífsdal. Hún sagðist ekki hafa séð Dyljáarsel, en skv. lýsingunni myndi það eiga að vera á gróðurrenningi milli tveggja stærstu giljanna vestan árinnar. Það ætti því að verða auðvelt að sjá það, ef það væri þá til.

Orrustuhóll

Orrustuhóllinn er vestan bæjarins, áberandi afrúnaður bólstabergshóll, gróinn að mestu. Í 11. kafla Kjalnesingasögu segir að Esja vildi að “Búi haldi utan og viti hvað þar bíði hans, enda dæmdum skóggangsmanninum varla vært heima fyrir. Ólöf skyldi bíða hjá föður sínum Kolla í þrjú ár eftir honum. Á leiðinni norður í Hrútafjörð þaðan sem hann átti að sigla frétta þeir bræður Helgi og Vakur bróðursynir Þorgríms goða af ferð hans og ráðast gegn honum tólf saman. Búi verst þeim drengilega og byrjar á því að grýta fjóra þeirra til bana. Aðra tvo drepur hann og særir fleiri. Þá kemur þar Eilífur úr Eilífsdal og gengur í milli. Búi heldur utan og það gera þeir Vakur og Helgi einnig. Gerast þeir bræður handgengir Haraldi konungi hinum hárfagra. Segja þeir
Haraldi frá viðskiptum þeirra Búa og kallar konungur það níðungsverk að Búi skyldi brenna hofið”.
Talið hefur verið að bardaginn hafi farið fram á nefndum Orrustuhól. Engin ummerki þessa er þó að sjá á hólnum núna.
Skammt frá Orrustuhól er Engjahóll. Þar eiga að vera heygðir menn þeir, sem áttu að hafa fallið fyDyljáarselrir Búa á Orrustuhól.
Jörðin Eilífsdalur (Eileifsdalur) er næst vestan Meðalfells og nær land hennar yfir vesturhluta Eilífsdals á fjall upp og teygir sig yfir dalinn þar sem hann er lægstur og þar sem sjálfur bærinn stendur og upp á Múla sem er austan Sandfells. Samkvæmt landamerkjabréfi dags. 20. maí 1890 skilur Dælisá á milli jarðarinnar og Meðalfells upp Dalinn, svo Fossá upp á Fossabrún, þaðan eru merkin til há Esju, svo þaðan vestur á Gunnlaugsskarð, síðan norðvestur fjall á Þórnýjartind, svo ofan Sandhrygginn, sem liggur vestanvert niður frá Tindinum, úr honum neðanverðum beint niður í svonefndan Festarhrygg (sem skilur Miðdalslönd frá Eilífsdalslandi) að norðanverðu í dalnum.
Þá var gengið inn Eilífsdal að vestanverðu. Dalurinn er breiður, gróinn í botninn og einkar aðgengilegur til göngu, þrátt fyrir brattar hlíðar. Gróinn hóll yst (syðst) innan girðingar er einkar áhugaverður. Ekki er ólíklegt að þar kunni að leynast fornt bæjarstæði. Hóllinn er afrúnaður, en virðist samt ekki af náttúrulegum uppsprettum kominn.
Kví við Lambatanga í EilífsdalÆgifagurt útsýni var inn dalinn (sannkallað augnkonfekt), enda er hann með styttri Esjudölunum. Inngangan í botn tekur einungis 30-45 mín. FERLIR þurfti hins vegar að staldra við, skoða gögn, meta aðstæður, mæla vettvang og mynda sem og að spá á leiðinni. M.a. var staldrað við og umhverfið borið saman við meðfylgjandi gögn. Í örnefnalýsingu fyrir Eilífsdal segir m.a.: “Landamerki milli Eilífsdals og Meðalfells eru Dælisá. Upphaflega hét hún Eilífsdalsá og dalurinn, sem hún á upptök sín í og rennur eftir, Eilífsdalur. Hún hefur aðalupptök sín að austanverðu í dalbotninum hátt upp í fjalli, og heita þar Fossar, en áin Fossá. Skammt fyrir neðan upptökin fellur hún niður í hrikalegt gljúfur. Rétt vestan við, þar sem hún fellur niður, er allstór stallur með lítilsháttar gróðri. Heitir hann Geldfjárhlíð. Vestan við hana taka við afarháir þverhníptir klettar, sem eru fyrir botni dalsins. Vestan við þá er Gunnlaugsskarð. Austan til í þeim er skörp klettagnípa: Eilífstindur. Niður undan honum, nokkuð fyrir neðan kletta, er allhár hóll eða bali, sem nær niður undir láglendi: Eilífshóll. Munnmæli telja, að Eilífur sé heygður þar.
Önnur kví efst í Eilífsdal, MeðalfellsmeginFyrir neðan Gunnlaugsskarð eru upptök Þverár, (þar eru líka nefndir Fossar, Vestri-Fossar). Hún rennur í Fossá, neðan við Lambatungurnar, en svo heitir landið milli ánna. Eftir það er áin nefnd Dælisá. Norðan við Þverá, nokkuð ofarlega, er stórgrýtt urð: Þormóðsurð (þar höfðu tófur oft átt greni áður fyrr). Neðan við urðina er grasivaxin laut: Hestalág. Litlu neðar tekur við nokkuð stórt grasivaxið flatlendi, sem liggur norður eftir dalnum, nefnt Flatir. Norðan til í því er lækur, sem kemur hátt ofan úr fjalli. Þar sem hann fellur af háum klettum niður á láglendi, lítur út fyrir að séu húsarústir og heitir þar Dyljáarsel, en lækurinn Dyljáarselslækur. Þar litlu norðar er Hrafnagil hrikalega stórt, ofan frá Esjubrún niður að láglendi, en þaðan stór skriða niður að á….. ….Þá tekur við samfelld mýri. Næst við lækinn er hún nefnd Aur, austur að Engjahól, en hann er lítið móabarð, ofan til við mýrina, á móti Stekkjarlæknum. Munnmælin segja að þar séu heygðir menn þeir, sem áttu að hafa fallið fyrir Búa á Orrustuhól.”
Þarna er m.a. minnst á Dyljáarsel og skv. upplýsingum Eilífsdalsbónda ættu tóftirnar að verða nokkurn veginn um miðjan dalinn að vestanverðu – enda kom það á daginn. Þær birtust fremst á gróðurbrúninni ofan við ána. Tóftirnar eru greinilega mjög gamlar, en þó mótar enn fyrir hleðslu í veggjum miðrýmisins. Tvö rými eru augljós, en það þriðja, eldhúsið, hefur ef af líkum lætur, verið utan við þau. Tóftirnar eru mjög grónar og ekki augljósar, sbr. viðbrögð Eilífsdalsbónda. Þær gátu hins vegar ekki leynst fyrir árvökulu auga FERLIRsfólksins.

Eilífsdalur

Meðalfellssel II í Eilífsdal.

Í Jarðabókinni 1703 er ekki minnst á selstöðu. Það bendir til þess að selið hafi þá verið aflagt, enda benda ummerki til þess. Eilífsdalur var þá í eign Hlíðarendabónda svo útgerð þaðan hefur án efa verið stýrt annars staðar frá. Leifar selstöðunnar í dalnum gætu því verið fornar, enda bendir lögun rýmanna til þess.
Eilífsdalur er þriðji stærsti dalur Esju. Í hömrum innst í dalnum er að finna eina erfiðustu ísklifurleið á Íslandi, Þilið, en lagt hefur verið til að hamrarnir taki nafnið Eilífshamar. Eilífsdalur er mjög vinsælt ísklifurvæði. Dalurinn hentar mjög vel til skíðagöngu en snjóa leysir oft seint á vorin og reyndar stundum ekki fyrr en í júní. Þegar horft er á lóðrétt standbergið lárétt er ekki að undra að þangað sæki áskorunarofurhugar. Fyrir venjulegan göngumann væri það afrek að fara um Gunnlaugsskarð, svo brött er hlíðin. Víst er að leiðin er ekki fyrir lofthrædda.

Dyljáarsel

Dyljáarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Innst í dalnum, upp og innan við Þverá, er hlaðið gerði, líklega kvíaból. Annað svipað átti eftir að koma í ljós í austanverðum dalnum. Millum þeirra er Eilífshóll eða Eilífshaugur (“allhár hóll eða bali, sem nær niður undir láglendi”). Frá balanum er fagurt útsýni út dalinn. Sá, sem á rananum hefur dvalið, hefur haft útsýni yfir allan dalinn – og rúmlega það. Staðsetninginn er hin ákjósanlegasta grafstæði fyrir mann, sem unni landi sínu.
Austan í dalnum er Þormóðsurðin fyrrnefnda. Ofan hennar er hlaðið brygi refaskyttu, enda átti þar að hafa verið greni fyrrum. Byrgið er umleikis stórra steina, sem hlaðið hefur verið ofan á. Sæti er í byrginu og hið ágætasta útsýni til suðvesturs niður að Lambatanga.
Skammt neðar og norðar er varða. Skammt frá henni er annað hlaðið kvíaból. Líklega eru kvíabólin tengd örnefninu Lambatangi, sem þarna er. Enn ofar eru leifar af vörðu. Hún gæti gefið vísbendingu hvar grenið var að finna í dalnum.
Haldið var niður Eilífsdal að austanverðu. Rifjuð var upp örnefnalýsing fyrir Meðalfell. “Á móti Eilífsdal, austan við Dælisá, er allstórt sund, sem Eilísdalssund heitir. Við norðvestur horn þess í bugðunni, sem þar er á Dælisá, er topplagaður malarhóll hár, sem heitir Sandhóll. Sunnan við Holtin og Sundin er allstór mýri, sem heitir Selmýri. Framan við hana er Selið á valllendisbala, sem þar er.

Meðalfellsel II

Meðalfellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Selið er næstum beint niður undan upptökum Drápskriðulækjarins. Þarna fyrir framan hækkar landið nokkuð. Tekur nú við önnur allstór mýri, sem nær neðan frá árbakka og upp undir brekkur, hún heitir Háamýri fyrir framan Sel.”
Ljóst var að ganga þurfti niður að Selmýri, framst í dalnum austanverðum. Á leiðinni var svæðið skoðað mjög vel, en það var ekki fyrr en komið var að grónum hólarana syðst í Selmýrinni að komið var að tóftum, Meðalfellssel I, þeim syðsta. Þar mótaði fyrir hleðslum, en rými voru ekki greinanleg. Stekkur virðist hafa verið norðvestan undir hólnum, rétt ofan við mýrina. Lækur, Drápuskriðulækur, virðist hafa breytt um farveg og rennur nú svolítið norðar. Ljóst er að selstígurinn hefur verið bæði langur frá bænum og blautlegur hið næsta selinu. Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Meðalfelli: “Selstaða í heimalandi og er þar mótak nóg til eldingar.” Jafnframt er þess sérstaklega getið að selvegur væri erfiður yfir torfærar keldur. Þar sem staðið var á selstæðinu virtist augljóst að staðsetning selsins var byggð á tveimur ástæðum; annars vegar að gefa til kynna yfirráð yfir landinu á ystu mörkum og hins vegar til að nýta valllendið neðanvert. Í Jarðabókinni er þess einnig getið að Hurðarbak hafi haft selstöðu með Meðalfelli.
Í norðaustur frá selinu virtust augljósar tóftir sels; aflíðandi gróinn hóll ofan mýrinnar, Meðalfellssel II. Þegar að var komið reyndist vera um hólmyndun að ræða. Af þúfnamyndun og sléttun að dæma á hólnum var augljósar steinaraðir er mynduðu stekk. Sunnan við hann mótaði fyrir þremur  fremur óljósum tóftum.
Til að taka af allan vafa um að aðrar selminjar kynnu að vera nálægt Drápuskriðulæk eða nágrenni var svæðið kannað af nákvæmni. Engar aðrar minjar fundust.
Að sögn Aðalsteins Grímssonar, bónda í Eilífsdal, hefur hann búið þar í tæp 40 ár. Hann benti á tóftir Eilífsdalskots skammt norðaustan bæjarins, en þar eru nú sumarhúsalóðir. Kotsins er ekki getið í Jarðabókinni 1703.
Skammt norðaustar eru Valshamrar, tveir bergstandar. Þeir hafa verið vinsæl bergklifursvæði.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Eilífsdal.
-Örnefnalýsing fyrir Meðalfell.
-Loftmyndir.

Dyljáarsel

Í Dyljárseli.