Hetta

„Í Krýsuvík er Hetta, Hnakkur og Hattur. Kært er mér þetta, kem þangað aftur og aftur…“, segir í ljóðinu. Ljóðið segir til um röð toppanna á afmörkuðu svæði Sveifluhálsins (Austurhálsins) norðan Sveiflu.
Í hverasvæði HettuTilefni göngunnar að þessu sinni var eftirfarandi frásögn á vefsíðunni -tabernacleoftheheart.com-, en hún hljóðaði svona: „Eitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.
Alls staðar á Írlandi og í Skotlandi ristu paparnir keltneska krossinn á veggi hella þeirra sem þeir kusu sér gjarnan sem dvalarstaði. Slíkur kross hefur fundist í helli við Krýsuvík og hafa fornleifafræðingar sem rannsakað hafa hann staðfest, að líklega sé hann menjar um veru papanna á þessum stað. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að fjallið sem hellirinn fannst í heitir Hetta. Augljóslega hefur hellirinn verið notaður sem athvarf á kyrrðardögum fyrir einstaka munka og þessir fornu bræður okkar notuðu sama táknmálið og tíðkast enn í dag í íhugunarklaustrum, það er að segja munkahettuna dregna yfir höfðuð sem tákn um að viðkomandi munkur óskaði þess að dvelja í þögn. Sjálft orðið Krýsuvík virðist varpa enn frekara ljósi á það hverjir hafa dvalið hér til forna. Á skosk-gelísku þýðir orðið cryce annað hvort kross eða rakaða krúnu á höfði munks. Ekki er ólíklegt að norrænir menn hafi kallað munkana krýsa.“
 

Myndanir í Hettu

Ekki er kunnugt um að heimild þessi komi fyrir annars staðar. Reyndar ætti heimildin að vera það merkileg að hennar ætti a.m.k. að vera getið í ferðabókum frá fyrri tíð og tilvitnunum varðandi veru papa hér á landi sem og fornleifaskráningum. En því er ekki að heilsa. Auðvitað gæti mönnum hafa sést yfir svo gamlan stað, enda langt um liðið, og hann gleymst. Hér að framan er staðurinn þó tilgreindur sérstaklega þrátt fyrir að heimildir og rannsóknir um hliðstæðar vísbendingar hafi farið fram annars staðar á landinu, s.s. á Suðurlandi. Framangreindar nafngiftir eru að mörgu leyti eðlilegar því Hnakkur er hnakklaga, Hattur er hattlega og Hetta er hettulaga.
FERLIRsfélagar hafa allnokkru sinni gengið framhjá og umhverfis nefnda Hettu ofan við Krýsuvík, en á þeim ferðum hefur gaumur ekki verið gerður sérstaklega að hellum eða skútum í hæðinni, enda framangreindar upplýsingar tiltölulega nýtilkomnar. Í stað þess slappa bara af heima og afneita tilvitnunni sem tómri vitleysu var ekki um annað að ræða en að rölta af stað og leita af sér hinn minnsta grun.
AfveltaHaldið var upp frá Krýsuvíkurhúsunum (starfsmannahúsinu og gróðurhúsunum) og stefnan tekin á Hettu. Tækifærið var notað og hverinn austan í hæðinni skoðaður. Í ljós kom að þarna hafði verið borað og talsverð ummerki um það skilin eftir í hverasvæðinu. Talsverður brennisteinn er þarna nú og má ætla að svæðið hafi verið nýtt þegar brennisteinn var sóttur í Baðstofu og í hverina ofan við Seltún. Fallegar útfellingar eru á hverasvæðinu og litadýrðin er mikil. Fara þarf mjög varlega um það því ókunnugir gætu auðveldlega farið sér að voða.
Stefnan var tekin á gilskorning sunnan í Hettu. Mikið sjónarspil er í gilinu fyrir þá sem kunna að meta jarðrakakonfekt. Umbúðirnar eru reyndar öngvar, en innihaldið þess áhugaverðara. Og ekki spillir útsýnið yfir neðanverða Krýsuvík, að Geitahlíð, Arnarfelli og Bæjarfelli fyrir upplifuninni. Þess ber að geta að upplýsandi sólstafir hjálpuðu til við að varpa ljóma á dýrðina þessa síðdegisstund.
SkútiÞegar upp úr gilskorningnum var komið tóku við gróningar millum tveggja hæða, Hettu á hægri hönd og „Járnbrautarinnar“ á þá vinstri. Reyndar er hér um einu og sömu „hæðina“ á hálsinum að ræða, þegar horft er á hana úr fjarlægð. Nafngiftin „Járnbrautin“ gáfu Vinnuskólapiltar í Krýsuvík þessum hluta, en einn liður í veru þeirra í vinnuskólanum var gönguferðir um nágrennið (sjá meira um vinnuskólann HÉR). Hetta sjálf er gróinn kollhæð ofan við húsakostinn. Ekki er útilokað að hæðin öll hafi jafnan verið nefnd Hetta, enda ekki óeðlilegt.
Skyggnst var eftir hugsanlegum helli eða skúta í hlíðunum. Skyndilega birtist „skepna“ framundan. Hún lá á bakinu með allar fjórar lappirnar upp í loftið. Kindaleg hegðun það, enda kom í ljós að hér var um afvelta rolluskjátu að ræða – í beitarhólfi Grindavíkurbænda. Kindin virðist hafa legið þarna drjúgan tíma og reynt hvað hún gat til að komast aftur á lappir, en án árangurs. Hún var ósködduð, þ.e. hrafninn og tófan höfðu ekki komist í hana. Augun voru vökul og fylgdust vel með. Eyrnarmerkið var skoðað, kindinni klappað á makka og reynt að tala hlýlega til hennar.

Á Hettu

Að því búnu var tekið í hornin og kindinni velt yfir á magann. Fætur reyndust óburðugir – í fyrstu a.m.k. Smám saman virtist kindin braggast, en þrátt fyrir fyrstu hjálpar- og stuðningsaðgerðir tókst ekki að fá hana til að kunna fótum sínum forráð. Því var afráðið að skorða kindina af á maganum í von um að tíminn myndi vinna með henni og hún standa upp að lokum.
Fetuð var fjárgata ofarlega með vesturhlíð Hettu (Járnbrautarinnar) og áfram suður fyrir hana. Þegar komið var yfir á þá hlið vöknuðu spurningar í tengslum við tilefni ferðarinnar. Frá toppi Hettu var hið ágætasta útsýni niður að Húshólma, hinni fornu Krýsuvík. Frá henni hlaut Hetta að vera hæsti punkturinn í landslaginu. Frá Hettu var hvergi betra útsýni yfir hafflötin undan ströndinni. Þaðan var auðvelt að fylgjast með skipakomum með ströndinni, enda sigldu víkingaskipin helst grunnt á þeim tíma. Frá hæðinni hefði auðveldlega verið hægt að gefa fólkinu í byggðinni merki um yfirvofandi hættur, auk þess sem ekki er nema u.þ.b. klukkustundar gangur á millum. Þá má vel við bæta að á toppnum eru sérkennilegar veðramyndanir, sem líkja má við altör. Þau gætu hafa þótt áhugaverð fyrir Guðsdýrkendur í nýjum heimkynnum.
KrýsuvíkEnn í dag er óljóst hverjir voru íbúar í hinni fornu Krýsuvík (rústir í Húshólma og Óbrinnishólma) og hvenær (sjá meira HÉR). Sumir telja þó að þarna hafi verið fyrir íbúar áður en norrænir menn numu hér land.
Vegna framangreind var ekki óraunhæft að ætla, að framangeindu gefnu, að á Hettu hafi í fyrndinni verið sjónpóstur eða varðstöð. Ekki var þó að sjá leifar eftir slíka á hæðinni. Hins vegar eru þarna víða grunn skjól og önnur fyrir öllum áttum, ef svo ber undir. Á einum stað hafði hrunið fyrir skúta, en gatið var það þröngt að ekki var komist inn fyrir með góðu móti. Opið horfið mót gömlu Krýsuvík. Mun neðar í hæðinni, mót suðvestri, eru op, sem ekki hafa verið fullkönnuð.
Hafa ber í huga að heimildin, sem varð tilefni ferðarinnar, er véfengjanleg, Auk þess er ekki vitað til þess að ummeki um veru papa hafi fundist á þessu landssvæði. Á móti má segja að fullnægjandi rannsóknir á minjunum í Ögmundarhrauni m.t.t. þessa hafa enn ekki farið fram.
Enginn fannst krossmyndin í ferðinni, enda ólíklegt að ein slík myndi finnast á veðruðu móbergi eftir svo langan tíma sem hér á að vera raunin á. Því var hvorki hægt að sanna né afsanna heimildina upphaflegu. En hvað um það…
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-tabernacleoftheheart.com

Efst á Hettu

Svartsengi

Eftirfarandi grein eftir Kára Jónasson birtist undir dálknum „Skoðun“ í Fréttablaðinu föstudaginn 8. september 2006:
„Landshættir hér á landi eru gjarnan þannig að á sömu stöðunum fara saman mikil náttúrufegurð og álitlegir virkjunarkostir. Á þetta bæði við um jarðvarmavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, eins og öllum ætti að vera kunnugt núorðið.

Nesjavallavirkjun

Nesjavallavirkjun.

Kárahnjúkavirkjun hefur mikið verið í umræðunni sem eðlilegt er, og þar sýnist sitt hverjum. Sú umræða hefur svo leitt til þess að augu manna hafa beinst að öðrum vatnsaflsvirkjunarkostum á landinu, sem reyndar er bæði gömul umræða og ný. Minna hefur hins vegar verið tekist á um jarðvarmavirkjanir fyrr en nú á allra síðustu misserum, en því er ekki að leyna að þær hafa einnig í för með sér breytingar á umhverfinu, þótt með öðrum hætti sé.

Í næsta nágrenni við höfuðborgina og nálægar byggðir eru mikil eldfjallasvæði, sem jafnframt eru upplögð útivistarsvæði, þótt þau sé mörgum íbúum á Suðvesturlandi ókunn. Það er oft þannig að menn leita langt yfir skammt til að komast í ósnortna náttúru.

Hellisheiðavirkjun

Hellisheiðarvirkjun.

Reykjanesskaginn allur býður upp á mikla möguleika bæði sem útivistar- og náttúrusvæði og svo virkjunarkosti fyrir jarðvarmaveitur. Nú þegar eru miklar virkjanir á vestasta hluta skagans og svo á Hengilssvæðinu. Stór svæði um miðbik hans eru hins vegar tiltölulega ósnert, utan þess að þar hafa á nokkrum stöðum verið boraðar tilraunaholur til að kanna hvað felst þar í iðrum jarðar, og síðan hefur verið óskað eftir að fara í frekari tilrauna- eða rannsóknaboranir, þar sem eru óspillt svæði. Það eru þessi ósnortnu svæði á Reykjanesskaganum, sem menn þurfa nú að fara að taka ákvörðun um hvað gert verður við. Þeim ætti eindregið að hlífa við hvers konar raski, nema að gera eitthvað til að þau verði aðgengilegri fyrir gesti og gangandi. Þeim má alls ekki spilla með virkjunum og því sem þeim fylgir.

Nesjavallavirkjun er austast á þessu svæði og með virkjun og vegalagningu þangað má segja að opnast hafi nýr heimur fyrir marga. Mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna leggur leið sína þangað árlega og það er eiginlega fastur liður að fara þangað með erlenda tignarmenn sem koma hingað í heimsókn, til að kynna fyrir þeim á auðveldan og aðgengilegan hátt þær orkulindir sem eru hér í jörðu.

Orkuver

Íslendingar gera sig nú æ meira gildandi varðandi nýtingu á jarðvarma í öllum heimshlutum og þar er byggt á reynslunni af slíkum verkefnum hér heima. Svipaða sögu er að segja af nýtingu jarðvarmans vestast á Reykjanesskaganum – það kemur varla nokkur útlendingur til landsins án þess að heimsækja Bláa lónið.

Það er því miðja skagans sem fyrst og fremst þarf að verja og vernda frá strönd til standar, jafnframt því að svæðið verði gert aðgengilegt fyrir þá sem vilja njóta þess. Þarna eru miklir möguleikar fyrir hendi til útivistar, ekki aðeins á þeim svæðum þar sem jarðhiti er talinn nýtanlegur heldur ekki síður við og upp af suðurströndinni. Nægir þar að nefna Krýsuvíkurbjarg, Ögmundarhraun og Seltanga, að ógleymdum Selvogi og svæðinu þar í kring.“

Ganga

Gengið um Reykjanesskaga.

Katlahraun

Jón Jónsson og Dagur Jónsson skrifuðu eftirfarandi grein um „Hraunborgir og gervigíga“ í Náttúrufræðinginn 1992:
„Hraunborgir er orð sem óvíst er hvort áður hefur verið notað í þeirri merkingu sem við gerum hér. Seinni lið orðsins kannast þó allir við úr örnefninu Dimmuborgir.

Gervigígar við Helgafell
Litluborgir-207Árið 1991 fann annar okkar (D.J.) gígasvæði austan við Helgafell við Hafnarfjörð. Okkar á milli höfum við gefið því nafnið Litluborgir án þess að ætlast til að það festist sem örnefni. Við höfum skoðað þennan stað nokkrum sinnum, saman eða hvor fyrir sig, og freistum þess nú að gera nokkra grein fyrir því sem þar er að sjá, því ekki er vitað um aðra þvílíka myndun hér í nágrenninu. Svæðið er lítið, mesta lengd þess norður-suður er um 300 m og mesta breidd 250 m. Það er umkringt yngri hraunum og ekki áberandi í landslagi. Ljóst er að þetta hefur orðið til í vatni og við töldum fyrst að þar hefði gosið, en síðar hefur komið í ljós að í heild mun um gervimyndun að ræða, hraun hefur þarna runnið út í stöðuvatn.
Nyrst á svæðinu eru dæmigerðir gervigígir, flöt gjall- eða kleprahraun, flygsuhrúgöld með meira eða Litluborgir-208minna óljósa gíglögun. Hæsti gígurinn á svæðinu er rösklega 3 m há gjall- og kleprastrýta með kísilgúrklessu við toppinn. Annar um 2,5 m hár gígur gæti útlitsins vegna allt eins verið hraungígur en dæmist út sökum umhverfisins. Hrært innan um gjallið er örfínt efni sem sýnir sig vera kísilgúr. Auðvelt er að ákvarða í þessu mikinn fjölda skelja kísilþörunga. Um er að ræða hreina ferskvatnsmyndun. Meðal þörunganna eru Cymatopleura solea, sem er meðal einkennistegunda í Mývatni, en þar er líka Surirella caproni, sem einn mesti sérfræðingur á þessu sviði, F. Hustedt (1930), telur að einkum sé að finna í botnseti stórra stöðuvatna („im Grundschlamm grösserer Seen“). Víst er þó að sú tegund lifir líka í Vífilsstaðavatni og önnur náskyld hefur fundist í lækjarsytru norðan við Leiðólfsfell á Síðu, við rönd Skaftáreldahrauns.

litluborgir-209

Þörungaflóran þykir benda til þess að þarna hafi verið stöðuvatn og á botni þess ekki óverulegt lag af kísilgúr, vatnið ekki djúpt, fremur kalt, hreint og líklega sæmilega næringarríkt. Það hefur verið í dal sem takmarkast hefur annars vegar af Helgafelli en hins vegar af Kaplató og líklega náð suður og vestur að Undirhlíðum þar sem nú er hraunslétta. Það mikið er þarna af kísilgúr að ætla má að vatnið hafi verið þarna nokkuð lengi, e.t.v. nokkrar aldir. Þess má geta að gasblöðrur í hrauninu, sem sumar eru 2-4 cm í þvermál, eru sumar fylltar fannhvítum, hreinum kísilgúr sem hlýtur að hafa lokast þar inni um leið og hraunið rann.

Hraunborgir
litluborgir-210Súlur afmarka misvíðar rásir, hella, sem sums staðar eru á tveim hæðum. Þakið yfir rásunum er um 35-40 cm þykkt, fyrir kemur að það sé tvöfalt. Yfirborð hraunsins er slétt. Súlurnar eru misgildar, holar innan, hraðkældar en ekki glerjaðar. Veggir þeirra eru misþykkir en mest 15-20 cm. Innanmál þeirra er mest um 12-20 cm en fjarar út þegar upp að þakinu kemur. Við teljum súlurnar vera myndaðar kringum gasstraum, væntanlega einkum vatnsgufu, sem frá botni hraunsins hefur ruðst upp gegnum hraunkvikuna. Við það varð svo mikil kæling að rásin stóð eftir sem strompur. Margar súlnanna hafa aldrei náð alveg upp en standa eftir innan um niðurfallið þakið og eru að utan alsettar skriðrákum. Hraunið hefur runnið eftir vatnsbotninum, þar verður kröftug gufumyndun, gufan ryðst upp gegnum hraunkvikuna og þannig verða súlurnar eða stromparnir til eins og áður segir. Hrauntjörn sem fyrst varð til í vatni hefur tæmst að lokum af hrauni, en vatnið hefur væntanlega að mestu eða öllu verið gufað upp um það leyti. Ljóst er að hraunkvikan hefur nánast frá upphafi streymt eftir misvíðum rásum undir yfirborði út frá einni hrauntjörn, sem virðist í fyrstu að miklu leyti hafa verið undir þaki. Þegar svo lækkaði í hrauntjörninni féll þakið niður en eftir stóðu stöplar efst með leifar af þakinu eins og barðastóran hatt. Yfir þröngum rásum hélst þakið.

Dropsteinar
Dropsteinn-221Eins og áður segir bera sumar súlurnar leifar af þakinu en neðan í þeim hanga dropsteinar og þykir það benda til þess að snögglega hafi lækkað í hrauntjörninni. Sums staðar hefur bráðin smitað út úr hrauninu og klætt veggi þrengstu rásanna, eða hangir niður úr þakinu sem mjög snotrir dropsteinar. Í þaki stærstu rásanna eru óverulegar dropsteinamyndanir, sem ná lítið eitt niður eftir veggjum. Gæti þar verið fremur um endurbræðslu að ræða þar eð þakið er mjög þunnt. Gasstraumur yfir rennandi hrauni í þröngum helli gæti nægt til þess.
Það er með hálfum huga að við nefnum þetta, en höldum í vonina að þeir einir heimsæki svæðið sem hafa tilfinningu fyrir og bera virðingu fyrir fínum smíðisgripum náttúrunnar og gera sér ljóst að þeir sóma sér betur á sínum stað en inni í stofum. 

Katlahraun
Á ströndinni suður af Núpshlíð á Reykjanesskaga eru stórskomar hraunborgir sem við ætlum að séu myndaðar á sama hátt og okkar Litluborgir, aðeins í miklu stærri mælikvarða. Þar hefur hraun runnið ofan af landi, út í líklega fremur grunna vík. Talið var, með fyrirvara þó, að hraun þetta væri úr Höfðagígum komið (Jón Jónsson 1978) en fullt svo líklegt sýnist nú að það sé úr Moshólum. Svo mikil eldvirkni hefur í aldanna rás verið á svæðinu þarna ofanvið að ekki er auðvelt að greina milli einstakra hrauna. Verður það spursmál ekki nánar rakið hér. Þarna eru feiknastórar hraunborgir, niðurföll, hraunrásir og hellar.

katlahraun-229

Þverskurður af einni borginni sýnir einkar vel innri gerð hennar. Til beggja hliða eru þétt lóðrétt hraunlög, með vott af láréttri stuðlamyndun, en milli þeirra rás fyllt af losaralega samanruddu grjóti, sem ekki ber merki snöggrar kælingar. Þarna virðist gufa neðanfrá hafa tætt sundur hraunið og hrifið með sér grjótið sem í lokin varð eftir í rásinni. Ofaná eru sundurtættar leifar af þakinu.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 62. árg., 3.-4. tbl. 1992, bls. 145-149.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Geithafur

Geitur eru eitt af elstu húsdýrunum og talið að þær hafi verið tamdar fyrir um tíu þúsund árum í Sagrosfjöllum Íran. Af þeim eru nýtt mjólk, kjöt, ull og skinn. Geitamjólk er auðmeltari en kúamjólk.

Geit

Karldýr geitar heitir hafur, kvendýrið huðna og afkvæmin kiðlingar.
Geitur eiga sér langa sögu á Íslandi. Þær komu hingað með fyrstu landnámsmönnunum, líkt og nautgripir, hross og sauðfé. Nú eru fáar geitur eftir á Íslandi eða um 400 en til dæmis í kringum 1930 voru þær um 3.000 talsins.
Merki Grindavíkur er geithafur. Í Landnámu kemur  fram að Hafur-Björn hafi (um 930) með liði sínu farið vestur til Grindavíkur og sest þar að: „Björn dreymdi um nótt, at bergbúi kæmi at honum ok bauð at gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir þat kom hafr til geita hans, ok tímgaðist þá svá skjótt fé hans, at hann varð skjótt vellauðigr. Síðan var hann Hafr-Björn kallaðr.“
Áður fyrr var mun meira af geitum í landinu og voru þær gjarnan kallaðar kýr fátæka fólksins, enda gátu þær lifað á Geitafar rýru landi og kjarnminna heyi en önnur húsdýr.
Góð íslensk mjólkurgeit getur mjólkað 200-300 lítra á ári, en stofninn hér á landi er ekki nógu stór til þess að hægt sé að fara út í ostaframleiðslu. Geitaostur þykir mjög góður og er afar vinsæll á erlendri grund.
Áður fyrr voru geitur nýttar aðallega til mjólkurframleiðslu en með breyttum búskaparháttum fækkaði geitum til muna í landinu. Mjólkin var nýtt til ostagerðar en í dag eru litlar forsendur til að hefja ostagerð þar sem aðeins eru um 450 geitur á landinu (heimild: bændasamtök Íslands 2008).

Huðna getur mjólkað allt upp í 11 mánuði á ári og mylk huðna getur mjólkað allt upp að lítra á dag þegar best lætur. Geitamjólkin þykir afar holl og hentar vel fyrir magaveika einstaklinga og fólk sem þolir illa kúamjólk og sojamjólk. Kjötið af geitum er fitusnautt og smakkast mjög vel reykt.
Geitur eru ekki rúnar líkt og kindur, kemba þarf ullina af geitum með sérstökum kambi. Ullin skiptist í tvö lög eins og á kindum, tog og þel, en er kallað stý og fiða hjá geitum. Það er því frekar seinlegt að ná í ull af geit en langan tíma getur tekið að kemba þeim.
Þar sem íslenska geitin hefur verið einangruð hér á eyjunni þetta lengi um 1100 ár, þá er ullin í hávegum höfð því hún líkist mest ull af kasmírgeitum svonefndum, ekki angórutegundunum.
Kasmírull er sérstaklega unnin úr innra laginu, fiðunni, meðan angóruullin einkennist af afar löngum toghárum (mohair). Kasmírullin er því verðmætari þar sem þær geitur eru ekki eins algengar og angórutegundirnar.

Geitur

Geitur eru ekki eins félagslyndar og sauðkindin sín á milli þótt þær geti verið gæfar við mannskepnuna. Þær eru vanalega í minni hópum og er mjög greinileg virðingarröð þeirra á milli. Hafurinn er þar í fyrsta sæti með stærstu hornin, því þau ráða mest þar um, svo raða huðnurnar sér niður á eftir honum. Þær eru stöðugt að stanga hvor aðra til að sýna stöðu sína.
Aðeins eru örfáar kollóttar geitur(ekki með horn) nú á landinu og eins og með allan stofninn sem menn eru að reyna að vernda í dag gegn því að deyja út, þá er það ekki síður menningar- og náttúruverndarmál að rækta ekki kollóttar geitur úr stofninum.
Meðgöngutími huðna er 149 dagar og geta þær verið einkiða eða tvíkiða. Mjög sjaldgæft er að þær verði þríkiða. Huðnurnar eru með tvo spena og er mjólkin ansi frábrugðin mjólk úr ám. Prófað hefur verið sem dæmi að venja lamb undir huðnu en það reyndist ekki vel því það þroskaðist hægar en undir venjulegum kringumstæðum.
Kiðin eru mjög fjörug og klifra, hoppa og skoppa mikið um og hafa litlar áhyggjur af hvar þau skildu við móður sína, annað en lömb sem geta vart séð af móður sinni. GeiturSumum finnst líka nóg um hvað kiðin eru frökk sem dæmi eiga þau til að hoppa upp í barnavagna!
Spendýr nýta fæðuna á mjög mismunandi máta. Rándýr og alætur eiga til dæmis erfitt með að nýta grófa fæðu sem inniheldur mikið beðmi (tréni).
Sumar jurtaætur eins og geitur, kýr og kindur eru jórturdýr sem gerir þeim kleift að brjóta niður beðmið og nýta þannig fæðuna betur. Þau hafa fjórskiptan maga; vömb, kepp, laka og vinstur.
Gras og hey fer að mestu ótuggið í vömb og kepp jórturdýra þar sem það er geymt í smá tíma. Í vömbinni er mikið af örverum sem hafa þann eiginleika að geta brotið niður þau efnasambönd sem eru í beðmi.

Eftir töluverða hvíld þá æla dýrin upp lítilli tuggu og tyggja aftur, það er kallað að jórtra. Þegar fæðan er orðin nægjanlega fínmöluð þá kemst hún áfram í keppinn, laka og vinstur og loks í garnirnar, þetta ferli tekur um fimm sólarhringa.

johanna-haafelli

Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, bóndi að Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði heldur geitur. Þau hjónin hafa verið að berjast fyrir því að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og hafa af því eitthvert lifibrauð. Geitamjólkin er allra meina bót. T.d. hafa foreldrar tveggja veikra barna komist að því að geitamjólkin er það eina sem getur hjálpað þeim. Annað þessara barna er með hvítblæði og hitt er með meltingartruflanir. Árangurinn af geitamjólkinni hefur verið lyginni líkust og hafa foreldrarnir hringt með kökk í hálsi af gleði yfir þeim ótrúlega árangri sem þetta hefur skilað. Þetta er alveg ótrúlegt og í raun kraftaverk og frábært að til skuli vera einhver næring sem hjálpar þessum börnum og öðrum í sömu stöðu. En málið er að þessi búskapur nýtur engrar aðstoðar. Þau hjónin eru að reyna að bjarga íslenska geitarstofninum frá útrýmingarhættu og fá ekki mikla aðstoð til þess. Fram undir þetta hefur þetta verið mesta basl og fjárútlát og hefur kannski mest gengið á hugsjóninni einni saman en því miður virkar það ekki til lengdar, það kostar allt peninga í dag. Vonandi fara hjólin að snúast og fleiri fái að vita af þessum frábæru eiginleikum geitamjólkur fyrir fyrirbura og kornabörn sem ekki geta notið móðurmjólkur. Þá yrðu margar flugur slegnar í einu höggi. Geiturnar myndu fá að lifa og til væri afurð sem myndi hjálpa mörgum veikum börnum.

Heimildir:
-www.husdyragardur.is

Geit

Leiðarendi

 Stjórn Reykjanesfólkvangs baust til að heimsækja hellinn Leiðarenda með Árna B. Stefánssyni lækni og hellaáhugamanni. Nota átti tækifærið að skoða hellinn og ræða um leið ástand og aðgerðir við hraunhella í fólkvanginum. Árni var einn þeirra, sem fyrstur kannaði Leiðarenda árið 1991. Þá var hellirinn algerlega ósnortinn, en þótt ekki séu liðin mörg ár hafa ýmsar dásemdir hans verið eyðilagar og jafnvel fjarlægðar, s.s. dropsteinar.

Inngangur LeiðarendaÁrni sagðist sjá verulegan mun á hellinum frá því sem var. Margir háir og fallegir dropsteinar hafa verið brotnir, sömuleiðis hraunstrá, hraundellur og -rósir. Þá hefur verið þreifað á viðkvæmum bakteríumyndunum á veggjum. Hann sagði þó enn vera mikið heillegt til að varðveita fyrir áhugasamt hellafólk. Hefur hann þegar lagt drög að áætlunum um tilteknar ráðstafanir inni í hellinum sjálfum svo draga megi úr líkum á frekari skemmdum – og um leið auka áhuga og aðgengi að hellinum. Ætlunin að er ráðast í þær framkvæmdir í vetur.
Leiðarendi er sá hellir á Reykjanesskaganum, sem einna styst er að frá þjóðvegi – og jafnframt einn sá margbreyti-legasti á svæðinu. Hellirinn er, líkt og aðrir hrauhellar á Íslandi, í einni af hinum fjölmörgu hraunbreiðum landsins er geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellunum er að finna einstakar jarðmyndanir, – dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Árni Stefánsson fræðir viðstadda um undur hellisinsAllt þetta hefur Leiðarendi í Stórabollahrauni enn upp á að bjóða, nú 16 árum eftir að hann var fyrst kannaður. Hellirinn er 750 m langur, greiðfær og aðgengilegur, aðeins 36 km frá Grindavík og að honum er einungis 150 m. gangur, í mosagrónu hrauni, út frá við Bláfjallavegi.
Stórabollahraunið er u.þ.b. 2000 ára gamall og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Ástæða er enn og aftur til að
brýna sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema ljósmyndir. Yfir hrauninu er m.a. Tvíbollahraun, sem rann um 950 e.Kr. Auðvelt er að sjá skilin því síðarnefnda hraunið er apalhraun á þessu svæði, en Stórabollahraun rann lengstum sem helluhraun, líkt og Hellnahraunin eldra og yngra, sem einnig áttu för um þessar slóðir á mismunandi tímum.
Dropsteinar í LeiðarendaStórbollahraunið hefur runnið í Leiðarenda á tveimur stöðum. Hellnahraun yngra umlykur m.a. Skúlatún, þýfkenndan grasigróin hól í miðju hrauninu. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).
Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjörn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum. (Sjá meira undir  Fróðleikur). (Reyndir hraunamenn geta nú orðið lesið aldursmörkin, þ.e. út frá því hvaða hraun rann á á undan hinu – með ákveðin viðmið að leiðarljósi).
Myndanir í LeiðarendaÍ stórvirki Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings, „Íslenskir hellar“, bls. 209, er m.a. fjallað um Leiðarenda. Þar segir t.a.m.: “ Stóri-Bolli er austastur bollanna við Grindasköðr og þeirra stærstur eins og nafnið bendir til. Stóri-Bolli er um 150 metrar í þvermál og opinn til noðurs en gígbarmarnir til beggja hliða eru um 50 metra háir. Hraunið hefur fallið til norðurs og þekur svæðið norður að Undirhlíðum og Helgafelli en er mjög hulið yngri hraunum. Erfitt er að áætla stærð hraunsins þar sem svo mikill hluti þess er hulinn yngri hraunum en það gæti þó verið allt að 20 ferkílómetrar að flatarmáli.“
Um Leiðarenda segir meistari Björn: „Leiðarendi er um 900 metra langur hellir og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring (eins og merkilegur uppdráttur í bókinni sýnir). Hellirinn kvíslast og hefur þak vestari rásarinnar brotnað niður. Nokkru neðan niðurfallsins sameinast kvíslarnar á ný og þaðan liggja mikil og falleg göng til norðurs. Það er mjög sérstakt að fara í hellaferð innúr niðurfalli og koma svo út klukustundum síðar hinum megin niðurfallsins. Hreint ævintýri fyrir þá sem eru að gera slíkt í fyrsta ksipti.
Sauðkindin fornumvarða í LeiðarendaHellisgöngin eru víðast hvar lítt hrunin og hellirininn auðveldur yfirferðar þótt auðvitað þurfi aðeins að bogra á einstaka stað og klungrast á öðrum. Sérstaklega lækkar verulega til lofts nyrst í hellinum. Töluvert er um skraut, dropsteina, hraunstrá og storkuborð auk þess sem hraunið tekur á sig hinar ýmsu myndir. Á einum stað má til dæmis sjá fyrirbæri í lofti hellisins sem hellamenn kalla  „Ljósakrónuna“ og svo mætti áfram telja. Þá er beinagrind af sauðkind innarlega í hellinum og má með ólíkindum telja hve langt kindin sú hefur ráfað inn dimman hellinn. Var hún e.tv. að forðast eitthvað?
Hellismunninn er skammt frá hraunjarðri Tvíbollahrauns sem raunar hefur runnið inn í Leiðarenda á tveimur stöðum syðst og vestast í hellinum enda liggur hann þar undir Tvíbollahraun. Tvíbollahraun rann á fyrstu árunum eftir landnám. Ef til vill kom kindin sú sem bar beinin í Leiðarenda til landsins með víkingaskipi. Og ef til vill gleymdi hún sér og lokaðist inni þegar Tvíbollahraun rann.
LeiðarendiÞegar svo ógnarheitur hraunkanturinn nálgaðist hljóp kindin ef til vill inn í kaldan hellinn til að forðast lætin og hitann og þar bar hún beinin. Atburðarrás þessi verður raunar að teljast harla ólíkleg en verður þó ekki afsönnuð fyrr en beinin verða aldursgreind. Fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.
Leiðarendi var kortlagður í desember 1992 og júlí 1993″.
Innst í syðsta hluta Leiðarenda er stór „hrauntjörn“. Þar lækkar hellirinn, en  hækka um leið því hrauntjörnin hefur brætt sig niður í undirstöðu(grann)bergið uns hluti hennar fann sér áframhald, sem varla verður rekjanlegt nema með mikilli fyrirhöfn. Það mætti þó vel reyna þegar betri tími gefst til.
Leiðarendi veginn og metinnEitt af sérkennum Leiðarenda eru þunnar hraunflögur á kafla. Þær hafa fallið af veggjum og úr lofti. Þær gefa til kynna mismunandi hraunstrauma í gegnum rásina, hverja á fætur annarri. Má líkja þeim við endurteknar samfarir fullorðinnar hraunrásar við nýja strauma.
Ljósakrónan fyrrnefnda er í tengirás Leiðarenda við efri hellisrásina, sem flestir ættu að forðast. Komið hefur fyrir að þeir, sem þangað hafa fetað sporið og síðan haldið í gegnum hrun er rásin leiddi þá í gegnum, hafi ekki fundið leiðina til baka. Eftir hræðsluköst og formælingar hefur svolítil vonardagsskíma birst þeim úr annarri átt og þeir þá getað skriðið sér til lífs að jarðfallinu fyrrnefnda.

Op LeiðarendaHins vegar má segja með sanni að einn heillegasti og fallegasti hluti Leiðarenda er í þessari rás, líkt og sjá má í bók Björns; „Íslenskir Hellar“ (fæst í öllum betri bókabúðum og er sérhverjum hellaáhugamanni og öðrum leitandi bráðnauðsynleg leiðsögn).
Við frásögnina af sauðkindinni, sem Björn lýsir og varð tilefni nafngiftarinnar, má bæta að öllum líkindum hefur sú arma mær verið að leita skjóls vegna einhvers, t.d. snjóa eða náttúruhamfara. Hafa ber í huga að mörg dýr geta gengið fram og til baka um niðmyrkra ranghala án ljóss. Það hefur hellaleitar-
hundurinn Brá t.a.m. sannað margsinnis. Það hefur því verið eitthvað annað en eðlilegheitin, sem varð sauðkindinni að aldurtila, s.s. eiturgufur hraunkvikunnar er lagðist yfir hraunrásina umrætt sinn. Ef svo hefur verið má ætla að hér á landi hafi verið urmull sauðfjár – og það fyrir aðkomu norrænna landnámsmanna hingað í kringum 874 +/-02.

Skúlatún - Helgafell fjærEinhverjir hafa þá verið hér fyrir (sem flestum er reyndar orðið ljóst – nema kannski starfsfólki Þjóðminjasafnsins.) Ef til vill munu órækar minjar Skúlatúns og minjar í Húshólma /Óbrinnishólma í Ögmundarhrauni  hjálpa til að varpa ljósi á þá birtingarmynd?!
Taka verður undir með ákveðna og meðvitaða rödd Björns þar sem hann segir að; „fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.“

Frábært veður (að og frá hellinum). Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Leiðarendi

Krýsuvík

Í samtali við Loft Jónsson í Grindavík bar margt skemmtilegt á góða:
Loftur-21„Ég var að lesa frásögn í “Ferlir” um “Braggann á Krýsuvíkurheiði”. Þetta vekur upp ýmsar minningar frá æsku. Eins og þú veist þá ólst ég upp í Garðbæ og þar rétt við túnfótinn lá vegurinn til Krýsuvikur. Í seinni heimsstyrjöldinni, eftir að Amerikanar tóku við hersetu á Íslandi, þá önnuðust þeir stöðvar eins og á Þorbirni og í Krýsuvík. Á hverjum degi fóru fram vistaflutningar til og mannaskipti í Krýsuvík. Þessir ungu menn frá USA voru ýmsu öðru betra vanir en íslenskum vegum. Allavega, þegar maður skoðar gamla Krýsuvíkurveginn í dag þá hlýtur þetta að hafa verið mikill torfæruakstur.
Þessar sendingar áttu sér stað á sama tíma alla daga.  Og svo þegar bíllinn birtist á Vestara-Leiti þá tóku allir pollarnir á efri bæjunum sprettinn upp á veg í veg fyrir hann. Dátarnir voru mjög gjalfmildir og oftar en ekki fengum við hátt í vasana af alls konar sælgæti eða ávöxtum. Ingi í Búðum (Ingimar Magnússon) var okkar elstur og séðastur (en kannske ekki gáfaðastur). Hann betlaði af mömmu sinni daglega mjólk á þriggja pela flösku sem hann rétti síðan til hermannanna. Þeim virtist líka þetta vel því þeir skiptu mjólkinni bróðurlega á milli sín og Ingi fékk þar af leiðandi mikið meira í vasana en aðrir.

Baejarfellsrett-201Þar sem segir af Magnúsi Ólafssyni er sagt að Stóri-Nýibæ hafi farið í eyði 1938. Ég hef aðra sögu að segja. Fyrir fjárskipti í Grindavík, sem voru að ég held 1950, var ég í tvígang við réttir að vori í Krýsuvík þegar smalað var til rúnings þótt ég hafi ekki smalað vegna aldurs. Það var alltaf tjaldað við lækinn austan við kirkjuna og þá austan við lækinn við torfvegginn sem þar er. Réttað var í rétt suð-austan við Bæjarfellið. Mér er margt minnisstætt frá þessum dögum t.d. hverning karlarnir báru sig að við rúninginn, mörkun og geldingu á vorlömbunum. Í þá daga þekktist ekki annað en ketilkaffi í tjöldunum og eitt sinn er hitað var vatn í katlinum til kaffilögunar, þá setti Jón í Efralandi vasahnífinn sinn ofan í ketilinn.
Karlarnir spurðu undrandi hvað þetta ætti að þýða. Og Jón Krysuvikurkirkja 1940-21svaraði með mestu ró: “Ég ætla bara að sótthreinsa hnífinn minn. Ég skar afurfótahaft af rollu í dag og það var svolítið farið að grafa í henni”. Það hafði enginn lyst á kaffidrykkju í það sinn.
Eitt sinn var ég sendur upp í kirkju til Manga (Magnús Ólafsson) til þess að fá nál og tvinna, einhver hafði mist tölu af buxunum sínum. Ég man eins og það hefði verið í gær hverning allt var innanstokks hjá honum. Tíkin á strigapoka fram við dyr, rúmfletið í suð-austur horninu við altarið og einhver eldavél hinu megin.
En aftur að Nýja-Bæ. Einn dag vorum við Daddi í Ásgarði (Dagbjartur Einarsson), sem er tveimur árum eldri en ég, sendir upp að Stóra-Nýjabæ til að kaupa mjólk á þriggja pela flösku til notkunar í kaffi. Okkur var boðið inn í baðstofu og spurðir frétta.  Að sjálfsögðu hafði Daddi orðið þar sem hann var eldri en ég.  Og við fengum mjólk á flöskuna. Þannig að þá hefur Guðmundur í Stóra-Nýjabæ verið með kýr þarna og hann var með konu sína og dætur. Ég hef verið ca. 10-11 ára þegar þetta var.
Þetta er bara sett fram til fróðleiks og gamans en ekki til færslu í annála. – Kveðja, L.J.“

Krýsuvík

Krýsuvík.

Landnámsmenn

Hér á eftir fylgir listi yfir landnámsmenn á Reykjanesskagnum (landnámi Ingólfs) og landnám þeirra. Listanum fylgir upptalningu Landnámabókar sem byrjar á Ingólfi Arnarsyni í Reykjavík og telur þaðan réttsælis um skagann.

Letursteinn– Ingólfur Arnarson nam land milli Ölfusár og Brynjudalsár í Hvalfirði og öll nes út. Hann bjó í Reykjavík.
Ingólfur Arnarson (stundum nefndur Björnólfsson) er jafnan talin fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann kom fyrst til Íslands ásamt fóstbróður sínum og mág, Hjörleifi Hróðmarssyni, til landkönnunar í kringum 867. Þeir komu svo til að nema land á Íslandi í kringum 870, þó hefð sé að miða við 874. Ingólfur hafði verið gerður útlægur frá heimkynnum sínum í Dalsfirði í Firðafylki á Noregi og ákvað því að flytja til Íslands. Ingólfur er sagður hafa haft vetursetu í Ingólfshöfða sinn fyrsta vetur á Íslandi. Sagan segir að hann hafi kastað öndvegissúlum sínum fyrir borð áður en hann kom að landi og svarið að setjast að þar sem þær kæmu að landi, vegna þess að þar myndu goðin vilja að hann byggi. Hann sendi svo þræla sína Karla og Vífil til að leita þeirra, og fundu þeir þær við Arnarhvol í Reykjavík. Sú leit tók 3 ár. Ingólfur settist að í Reykjavík en landnám hans náði á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Kona Ingólfs var Hallveig Fróðadóttir.

– Vífill, þræll Ingólfs. Ingólfur gaf honum frelsi og land og bjó hann á Vífilsstöðum.
Vífill var annar af tveimur nafngreindum þrælum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Að sögn Landnámabókar fundu þrælarnir Karli og Vífill öndvegissúlur Ingólfs við Arnarhvol í Reykjavík. Samkvæmt Landnámu hlaut Vífill síðar frelsi og setti niður bú sitt að Vífilsstöðum Vífilsgata í Reykjavík dregur nafn sitt af þrælnum Vífli.

– Þórður skeggi Hrappsson nam land með ráði Ingólfs milli Úlfarsár og Leiruvogs og bjó á Skeggjastöðum.
Þórður skeggi (fæddur um 839) nam að sögn Landnámabókar land milli Leirvogsár og Úlfarsár (Korpu), en hann hélt til Íslands að ráði Ingólfs Arnarsonar. Bú hans var að Skeggjastöðum. Þórður skeggi var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur, eldri dóttir þeirra hét Helga en hennar maður var Ketilbjörn hinn gamli. Yngri dóttirin hét Þuríður. Skeggjagata í Reykjavík er nefnd eftir honum.

– Hallur goðlaus Helgason nam land með ráði Ingólfs milli Leiruvogs og Mógilsár.

– Helgi bjóla Ketilsson nam Kjalarnes milli Mógilsár og Mýdalsár og bjó að Hofi.

Forn leið– Örlygur gamli Hrappsson nam land með ráði Helga bjólu frá Mógilsá til Ósvífurslækjar og bjó að Esjubergi.

– Svartkell nam land milli Mýdalsár og Eilífsdalsár, bjó fyrst á Kiðafelli en síðan á Eyri.

– Valþjófur Örlygsson nam Kjós og bjó á Meðalfelli.

– Hvamm-Þórir, nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi.

– Þorsteinn Sölmundarson nam land milli Fossár og Botnsár.

– Ávangur byggði fyrst í Botni í Hvalfirði.
Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip.
Hans son var Þorleifur, faðir Þuríðar, er átti Þormóður Þjóstarsson á Álftanesi og Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur. Sonur Þormóðar var Börkur, faðir Þórðar, föður Auðunar í Brautarholti.

– Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krísuvík.

– Molda-Gnúpssynir byggðu í Grindavík.

– Steinunn gamla fékk Rosmhvalanes fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi frænda sínum.

– Eyvindur fékk land af Steinunni frænku sinni milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns.

– Herjólfur Bárðarson fékk land af Ingólfi frænda sínum milli Reykjaness og Vogs.

– Ásbjörn Össurarson nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og bjó á Skúlastöðum.

Heimild:
-Landnáma (Sturlubók).

Landnámsmaður

Landnámsmaður í Einihlíðum.

Úlfarsá

Jörðin Úlfarsá norðan Úlfarsár var skoðuð. Á jörðinni eru minjar frá síðustu öldum, en heimildir eru um lengri búsetu á jörðinni. Fallega hlaðinn brunnur, væntanlega frá byrjun 20. aldar, er í túninu ásamt heillegum fjárhústóftum, auk nokkurra annarra jarðlægra útihúsa. Umhverfis norðan- og austanvert heimatúnið hefur verið hlaðinn garður, sem nú er nær jarðlægur. Nýbyggingasvæði Úlfarsfellshlíða er nú komið fast að jarðarmörkunum að vestanverðu.

Úlfarsá

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot (Kalvestaedtkaedt). (Ólafur Lárusson, bls. 83-84). Í jarðabók frá 1590 er jörðin nefnd Kálfakot. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls III er hún í konungseign árið 1704 og ábúendur eru tveir (bls. 292-294). Þar segir m.a.: ”Ábúandinn Slbjörg Gunnlaugsdóttir, býr á hálfri, annar Einar Sveinbjörnsson búr á hálfri… Kúgildi iii, hálft annað hjá hverjum. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður í Viðey, hvort heldur sem tilsagt verður. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir allar sem um Reynisvatn greinir, nema hvað hestlán hafa ei af þessari jörðu kölluð verið jafnmikil síðan ábúendur voru so fátækir, að þeir áttu annaðhvort öngvan hest eður einn, og hann lítt eður ekki færan, og fóðrur minnast menn ei að verið hafi kýr að fullu. Engjar ærið litlar, útigangur lakur og landþröng mikil… Torfskurður til húsagjörðar og ediviðar nægilegur.”
Í jarðatali Johnsens frá 1847 er hún komin í bændaeign og ábúandi er einn leiguliði (bls. 96).
Fram til ársins 1927 hét jörðin Kálfakot er nafnið Úlfarsá var tekið upp (Ari Gíslason). Um þetta segir Ólafur Lárusson: ”… og það hefði eigi heldur verið neitt óeðlilegt, að jörðin Kálfakot eftir legu sinni hefði verið kennd við ána, enda hefir hún nýlega verið skýrð upp og nefnd Úlfarsá (bls. 83).
ÚlfarsáÚlfarsá hefur verð í ábúð fram á miðja 20. öld, en er nú í eigu ríkisins (Gæsluvistarsjóðs). Jón Guðnason og Jóna Þorbjarnardóttir bjuggu á Úlfarsá frá 1927-1944. Jörðin hefur verið án ábúðar frá árinu 1953. Þar var meðferðarheimili (drykkjumannahæli) frá Kleppsspítala (Jarðaskr. Landn. rík.) til ársins 1962. gestur Björnsson forráðamaður vistheimilisins var skráður fyrir nokkrum skepnum á jörðinni 1980.
Engin uppistandandi hús eru nú á jörðinni.

Í Sturlubók Landnámu segir m.a. (10. kafla): ”Þórður skeggi hét maður; hann var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur; Helga hét dóttir þeirra; hana átti Ketilbjörn hinn gamli.
Þórður fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs í hans landnámi á milli Úlfarsár og Leiruvogs; hann bjó á Skeggjastöðum. Frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi.”
Einnig (kafli 34): ”Geirröður hét maður, er fór til Íslands, og með honum Finngeir son Þorsteins öndurs og Úlfar kappi: þeir fóru af Hálogalandi til Íslands. Geirröður nam land inn frá Þórsá til Langadalsár; hann bjó á Eyri. Geirröður gaf land Úlfari skipverja sínum tveim megin Úlfarsfells og fyrir innan fjall. Geirröður gaf Finngeiri lönd uppi um Álftafjörð; hann bjó þar, er nú heitir á Kársstöðum. Finngeir var faðir Þorfinns, föður Þorbrands í Álftafirði, er átti Þorbjörgu, dóttur Þorfinns Sel-Þórissonar.
Geirríður hét systir Geirröðar, er átt hafði Björn, son Bölverks blindingatrjónu; Þórólfur hét son þeirra.
Úlfarsá Þau Geirríður fóru til Íslands eftir andlát Bjarnar og voru hinn fyrsta vetur á Eyri. Um vorið gaf Geirröður systur sinni bústað í Borgardal, en Þórólfur fór utan og lagðist í víking. Geirríður sparði ekki mat við menn og lét gera skála sinn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóli og laðaði úti gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á.
Þórólfur kom til Íslands eftir andlát Geirríðar; hann skoraði á Úlfar til landa og bauð honum hólmgöngu. Úlfar var þá gamall og barnlaus. Hann féll á hólmi, en Þórólfur varð sár á fæti og gekk haltur ávallt síðan; því var hann bægifótur kallaður. Þórólfur tók land eftir Úlfar, en sum Þorfinnur í Álftafirði; hann setti á leysingja sína, Úlfar og Örlyg.”
Þótt nafnið Kálfakot sé hið gamla nafn á Úlfarsá hafa sumir vilja halda því fram að síðarnefnda nafnið hafi verið eldra nafn á jörðinni.
Svavar Sigmundsson, forstöðurmaður Örnefnastofnunar Íslands svarar fyrirspurn KI um Úlfarsfellsnafnið á eftirfarandi hátt á vefsíðu stofnunarinnar, www.ornefni.is: ”Úlfarsfell kemur hvorki fyrir í Landnámabók né fornsögum eða annálum, en Úlfarsá er nefnd í Landnámabók. Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 (Íslenskt fornbréfasafn II, 220), og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 (III, 310). Nafnið er vafalítið dregið af mannsnafninu Úlfar, sbr. Úlfarsá, en fjórir eru nefndir með því nafni í Landnámu.”
Um örnefni í Keldnalandi lýsir Halldór Vigfússon viðtali við Björn gamla Bjarnason (þá 93 ára) að Grafarholti þann 27. ágúst 1949: ”Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá1), svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu.
Úlfarsá Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.
Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi.2)”
Meðfylgjandi eru eftirfarandi skýringar: ”1)Þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni. Björn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn.
2) Samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi.” Þar má einmitt sjá u.þ.b. 100 metra langan stíflugarð, gerðar úr torfi.
Nokkuð hefur verið ritað um nafnið Kálfakot. Um það segir Hannes Þorsteinsson árið 1923: ”Kálfakot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt finnst annarsstaðar. Kálfastaðakot nefnist jörðin í JB. Jens Söffrenssonar 1639 og í Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti jarðarinnar.” (Hanes Þorsteinsson, bls. 33). Um þetta atriði hefur Ólafur Lárusson einnig farið nokkurm orðu: ”Nafnið Kálfastaðakot er tilkomið fyrir nafnbreytingu þannig, að orðið hefir tengzt við eldra nafn Kálfastaðir, en Kálfastaðir er aftur afbökun úr eldra nafni Kálfarsstaðir, dregið af mannsnafninu Kálfarr… Mannsnafnið Kálfarr finnst nú eigi frá fornöld eða miðöldum hér á landi, en hefir hins vegar tíðkast lítilsháttar á síðarti öldum.” (Ólafur Lárusson, bls. 8?).
Mannsnafnið Kálfarr finnst ekki í Landnámu.
Úlfarsá Mörk jarðarinnar eru nokkuð ljós. ”Samkvæmt konunglegu lagaboði eru landamerki á jörðinni þann 17. marz 1882 eptir 1. gr. Skrásett og undirskrifaðar lýsingu landamerkja á jörðinni Kálfakoti í Mosfellssveit innan Kjósar- og Gullbringusýslu, á móts við jarðirnar: Lambhaga, Lágafell, Úlfmannsfell og Reynisvatn, eru merkin eptir skýrslum, sem fyr ábúendur hafa ljáð frá ómuna tíð, þau er hjer skal greina.
Vesturhlið landsins er þannig: Úr Tjörn í miðjum Þrætumóa; úr þeirri Tjörn í þúfu uppá holtinu þar beint upp af; úr nefndri þúfu vestan til í Leirtjörn; úr nefndri Leirtjörn í Djúpadalsbrún (eystri); úr nefndri brún í fjallsbrekku vestast í Hákinn; úr Hákinn í þúfu uppá fjallinu (norðan til við mýrarsund). Norðurhlið landsins er úr síðastnefndri þúfu, austur í Stórahnjúk; úr þeim hnjúk í Litlahnjúk.
Austurhlið landsins er úr Litlahnjúk og í Mýrdal, úr nefndum dal í fjárborgarbrot (stekk) niður við ána (skammt fyrir austan fossana). (Enn má greina stekkinn undir lágri brekku á austurmörkunum).
Suðurhlið landsins ræður Korpúlfstaðaá niður í fyrrnefnda Tjörn í Þrætumóa. Ennfremur hefur fylgt þessari ábýlisjörð minni frá ómunatíð ¼ hluti úr eiðijörðinnni Óskoti á móts við jarðirnar Þormóðsdal, Miðdal og Reynisvatn og hafa fyrri ábúendur á minni ábýlisjörð haft þar fjenaðarhús sín, óátalið af öllum samyrkingamönnum og hefur mjer verið leigt þetta nefnda ítak ásamt aðaljarðarlandinu, og lýsi jeg hjer einungis vesturhlið landsins (Óskots). Úr skógarvaði í stein beina leið í Litla-Skyggni fyrir sunnan Langavatn. Ritað í Kálfakoti 30. september 1886, Guðmundur Jónsson”. (Landamerkjabók).
Úlfarsá Staðhættir við Úlfarsá eru þeir að bærinn hefur verið í skjóli fyrir norðanáttinni, í hlíð „Fellsins“. Fellið er helsta einkenni bæjarstæðisins, brekkan vestan undir því þar sem bæjarstæðið er og Gilið norðan þess. Að austan er annað fell (hóll), en lægra.
Samkvæmt Túnakorti frá 1916 er bæjarstæðið ofarlega í miðju túninu. Túnið er í brekku sunnan og vestan undir ”Fellinu”. Kálgarður er teiknaður neðan við íbúðarhúsin. Gata liggur í sneiðing upp hlíðina til austurs. Fjárhús eru sýnd norðaustan við bæjarstæðið sem og hlaðinn garður, sem enn sést. Á uppdrættinum stendur og: ”Timburhús neðst í túninu var byggt til ábúðar (Margréti Zoega) árið 191?, rifið aftur (Jón ?) 1917 og selt til Reykjavíkur.” Kálgarðar eru þá 950 m2. Að sögn Guðjóns Norðdahls frá Úlfarsfelli var nýtt hús byggt að Úlfarsá um 1930. Þar mun drykkjumannahælið hafa verið síðar.
Hlaðinn garður umlykur heimatúnið að norðaustanverðu. Gil (Kálfakotsgil) afmarkar túnið að norðanverðu.
Ofan túns eru minjar á gróðurtorfum, en umhverfis þær eru nú melar. Holt eru að austanverðu sem og að norðvestanverðu. Að vestanverðu, neðanvert, eru uppþornaðar mýrar ofan bakka Úlfarsár.
Ameríski herinn hafði mikil umsvif á og við Skyggni á stríðsárunum síðari. Kampurinn var við Leirtjörnina. Í dag eru þar stríðsminjar á svæðinu og þá sérstaklega steyptir grunnar eftir braggahverfin South Belvoir og Tientsin.

Heimildarskrá:
-Ari Gíslason. Úlfarsá og Lambhagi. Örnefnastofnun Íslands.
-Bisk.skjs. II,33. Jarðabók.
-Hannes Þorsteinsson. ”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi. Árbók Hins Íslenska Fornleifafjelags. Reykjavík 1923.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III. Gefin úr af hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn 1923-1924.
-Jarðaskrár 1958-1979. Landnám ríkisins hefur tekið saman eftir forðagæsluskýsrlum og skýrslum hreppstjóra um jarðir í ábúð og eyði. Óprentuð. Skráin er einungis til á Landnámi ríkisins.
-Jens Söffrensson. Jarðabók 1939.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845. og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
-Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu 1890.
-M. Steph. 27,4 fo. Afskrift dr. Jóns Þorkelssonar í Þjóðskjalasafni.
-Ólafur Lárusson. ”Árland”. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. 2. Reykjavík 1939.
-Guðjón Norðfahl, f: 18.07.’52. (Munnleg heimild 07.09.’06).

Úlfarsá

Úlfarsá – tóftir gamla bæjarins nær.

Krýsuvík

Í Alþýðublaðinu árin 1957 og 1963 er umfjöllun um Vinnuskólann í Krýsuvík. Fyrrnefnda greinin bar yfirskriftina „Sumardvöl í Vinnuskólanum í Krýsuvík“:
krys-vinnuskioli-22„Vegna sívaxandi fólksfjölda í stærstu kaupstöðum landsins og stöðugt fækkandi fólks í sveitunum, verður æ erfiðara, með hverju ári sem líður, að ráða bót á hinu sígilda vandamáli, að koma kaupstaðarbörnum í sumardvöl, lengri eða skemmri tíma. Börnunum er nauðsyn, að komast úr göturykinu, í ferskt og heilnæmt loft, hafa eitthvað fyrir stafni og helzt að kynnast hinum fjölbreyttu sveitastörfum er þess er nokkur kostur.
Til þess að ráða bót á fyrrgreindu vandamáli hefur Hafnarfjarðarbær rekið vinnuskóla fyrir drengi, suður í Krýsuvík. Dvelja drengirnir þar sumarlangt, undir stjórn kennara. Vinna þeir þar ýmiss konar störf, sem til falla á Krýsuvíkurbúinu og í gróðurhúsum bæjarins, en Hafnarfjarðarbær rekur, eins og kunnugt er, myndarlegt fjárbú (4-5 hundruð fjár) í Krýsuvík og allnokkra gróðurhúsarækt.
Vinnuskólinn í Krýsuvík á miklum vinsældum að fagna meðal Hafnfirðinga, enda bætir hann úr brýnni þörf og er hið mesta þjóðþrifafyrirtæki. Þetta ný verkefni og fleiri og Hafnarfjarðarbær greiðir allan kostnað. Hann er nú orðinn þriðji stærsti kaupstaður landsins (íbúar um 6300).
Dvelja drengirnir í Krýsuvík, foreldrum algerlega að kostnaðarlausu. Ekkert bæjarfélag kosta sumardvöl barna, í jafn stórum stíl og Hafnarfjarðarbær.
Vinnuskólinn í Krýsuvík tók til starfa fyrstu dagana í júní og starfaði í sex vikur eða til 20. ágúst. Höfðu þá milli 60—70 drengir, á aldrinum 9—13 ára notið þar sumardvalar í lengri eða skemmri tíma, flestir allan tímann eða um 40. Alls bárust um 80 beiðnir, og reyndist því miður ekki hægt að sinna þeim öllum, að þessu sinni. Getur farið svo, að nauðsynlegt verði að taka upp breytt fyrirkomulag næsta sumar þannig, að skipta verði algerlega um drengi, að hálfnuðu sumri, en það hefur ekki þurft hingað til. Í Krýsuvík er aðeins rúm fyrir 50 drengi í einu.
Drengirnir kynntust ýmisskonar sveitastörfum, eins og áður getur, svo sem heyskap, skurðgreftri, grjóttínslu, gróðurhúsarækt, smölun, rúningu og réttum og fleiru. Veður var gott og fagurt nær allan tímann og undu drengirnir hið bezta. Urðu nær engin skipti, og þess vegna erfiðara að sinna hinum fjölmörgu beiðnum.
Hafnarfjarðarbær bauð öllum drengjunum, sem dvöldu í Krýsuvík í sumar í ferðalag austur um sveitir, og var komið heim um Þingvöll. Komu dreng irnir, sólforenndir, glaðir og hressir, eftir sex vikna útivist að Barnaskólanum, um hádegi s.l. þriðjudag. Þeir létu vel yfir dvöl sinni í Krýsuvík í sumar og þótti voða gaman í ferðalaginu.
Yfirumsjón með vinnuskólanum, að þessu sinni, hafði Kári Arnórsson, kennari í Flensborg og Helgi Jónasson, kennari, var honum til aðstoðar. í eldhúsi störfuðu þrjár konur, Guðrún Bjarnadóttir, frú Ingibjörg Áskelsdóttir og frú Erla Sigurjónsdóttir. Allt þetta fólk á skilið miklar þakkir fyrir vel unnin störf.“
Og síðarnefnda greinin árið 1963: „Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar rekur á vegum Hafnarfjarðarbæjar vinnuskóla í Krýsuvík og hefur gert það um 12 ára skeið. Alþýðublaðið skrapp upp í Krýsuvík í gær og heimsótti þar 55 drengi, sem eru þar á vinnuskólanum.
Vinnuskólinn í Krýsuvík byrjaði að þessu sinni hinn 18. júní síðastliðinn, en það er nokkru seinna en venja hefur verið. Ýmsar framkvæmdir og lagfæringar á staðnum ollu þessari töf. Í sumar munu dveljast þarna tveir hópar drengja, hvor hóp ur í 25 daga. í fyrri hópnum, sem fór í vínnuskólann hinn 18. júní voru 55 röskir drengir á aldrinum 9 til 12 ára. Nú er þeirra tími á skólanum að verða útrunninn og fer þá annar álíka stór hópur upp í Krýsuvík til vinnu og leikja.
Forstöðumaður vinnuskólans í Krýsuvík í sumar er Rúnar Brynjólfsson kennari og skátaforingi, en undanfarin fjögur ár hefur Haukur Helgason, skólastjóri , annast forstöðu skólans.
krys-vinnuskoli-25Rúnar var starfsmaður skólans í fyrrasumar og kynntist þá háttum og starfsreglum hans, og taldi hann það hafa orðið sér til ómetanlegs gagns. Sævar Örn Jónsson heitir aðstoðarmaður Rúnars og skipuleggja þeir hvern dag og annast stjórn á drengjunum við hin daglegu störf. Sigurrós Skarphéðinsdóttir, kennari, er ráðskona skólans og hefur þrjár stúlkur sér til aðstoðar.
Verkefni drengjanna eru hin margvíslegustu svo sem garða — og gróðurhúsavinna, trjárækt, vegavinna, ýmis fegrun og snyrting á umhverfinu ög margt fleira, auk þess sem þéir hirða herbergi sín sjálfir, hjálpa til í eldhúsi og aðstoða við fleiri innanhússstörf. Vinnuskólinn hefur gróðursett yfir 100 þúsund trjáplöntur í Undirhlíðum undanfarin ár.
Drengjunum er skipt í 10 flokka og er einn þeirra flokksstjóri fyrir hverjum flokki. — Svo er verkefnum skipt á milli flokkanna. Vinnutíminn er um 4 klukkustundir á dag, og sagði Rúnar að drengirnir ynnu yfirleitt vel þennan tíma, meðan þeir voru að verki.
krys-vinnuskoli-27Og kaup hafa drengirnir fyrir vinnu sína. Við, hin fullorðnu, myndum sennilega ekki vera ánægð með það fyrir okkur, en drengirnir eru ánægðir með sín“ daglaun, sem eru allt frá tveimur krónum og upp í 4.50 krónur. Upphæð launa fer ekki eftir aldri, heldur dugnaði. Herbergin, sem drengirnir búa í eru fimm og er keppni milli herbergjanna, hvaða herbergi líti bezt út. Á hverju kvöldi ganga Rúnar og Sævar um herbergin og gefa fyrir, hvernig gengið hefur verið um það um daginn. Hæst eru gefin 10 stig. Þegar herbergið hefur náð samtals 100 stigum þær það verðlaunaskjal úr skinni, sem hengt er upp á einn vegginn í herberginu.
krys-vinnuskoli-26Seinasta kvöldið, sem hver hópur dvelst á skólanum, er athugað, hvaða herbergi hafi hlotið flest stig fyrir umgengnina allan tímann. Það herbergið, sem hlýtur hæstu stigatölu fær stóra og myndarlega rjómatertu í verðlaun og skipta íbúar herbergisins henni milli sin. í gærkveldi, þegar úrslit voru birt í herbergjakeppninni, vildi svo til, að öll herbergin voru jöfn að stigum Þetta þýddi hvorki meira né minna en það, að fimm glæsilegar rjómatertur voru veittar í verðlaun og 55 drengir ljómandi af ánægju tóku hraustlega til matar síns.
Þegar hver hópur kveðuf vinnuskólann í Krýsuvík er skólanum slitið við hátíðlega athöfn og hver drengur fær í hendur einkunnabók frá skólanum, þar sem gefin er umsögn um vinnu, reglusemi, hreinlæti drengsins og framkomu hans við félaga sína. Í einkunnum eru fjórir möguleikar, prýðilegt, ágætt, gott og sæmilegt.
Einhver spyr kannski: Til hvers er þessi vinnuskóli? — Svarið við þessu er skráð aftan á einkunnarbækur vinmiskólans í Krýsuvík en þar stendur: „Vinnuskólinn vill leitast við að efla þroska nkrys-vinnuskoli-28emenda sinna bæði í leik og starfi, kenna þeim gildi vinnunnar, vísa þeim leið til sjálfsbjargar og um leið efla félagsþroska þeirra“.
Að lokum skulum við athuga hvernig hver dagur er í stórum dráttum skipulagður í vinnuskólanum í Krýsuvík. Fótaferð hefst klukkan 8 að morgni og morgunverður er snæddur klukkan 9. Klukkan 9.15 er fáninn dreginn að húni og síðan er unnið til hádegis. Þá er matur og hvíld. Klukkan 13.30 er aftur tekið til við vinnuna og unnið til klukkan 15. Svo er „kaffi“ klukkan 15.30 og síðan leikir, íþróttir, gönguferðir og fleira. Kvöldverður er klukkan 19. Eftir kvöldmat er fáninn dreginn niður. Annað hvert kvöld er kvikmyndasýning, en hitt kvöld ið fara fram margskonar íþróttir og keppnir. Klukkan 21.30 fá drengirnir „kvöldkaffið“ sitt.
Háttatími er klukkan 22. Þá er gengið í öll herbergin, umsjónarmennirnir fara með faðir vorið með drengjunum og bjóða góða nótt.
Drengirnir hverfa inn í draumalöndin, en framundan bíður þeirra heillandi og skemmtilegur dagur.“
Sjá meira um Vinnuskólann HÉR.

Heimildir:
-Alþýðublaðið 13. ágúst 1957, bls. 4.
-Alþýðublaðið 13. júlí 1962, bls. 5.

Krýsuvík

Krýsuvík – sundlaugin.

Elding

Lofteldar
„Nú gekk skipshöfnin heim að Auðnum, og voru allir í skinnklæðum sínum. Á Auðnum var þá timburhús, en skammt frá því var gamli bærinn og var timburhúsið tengt við hann með skúr, svo að innangengt var á milli.
Hofdi og AudnarSkipverjar Jóhannesar röðuðu sér nú undir norðurgafl timburhússins og hugðust standa þar af sér élið. En Jóhannes ætlaði að ganga inn og var kominn rétt austur fyrir húshornið. Í sama bili laust eldingu niður í húsið og féllu þá allir mennirnir níu til jarðar, „eins og þeir hefði verið skotnir“, og vissu ekki af sér um hríð.
Skjótt var brugðið við að koma mönnunum til hjálpar. Þá var líkt og reykjarsvæla í kringum húsið og bæinn og lagði af henni vondan þef. Líktu sumir því við þann þef, sem kemur af blautu púðri, þegar kveikt er í því, en aðrir líktu því við brunaþef af óhreinsuðum brennisteini. Menn, sem staðið höfðu skammt frá, þegar eldingin reið yfir, sögðu svo frá, að timburhúsið hefði á sömu stundu hulizt reyk, og var engu líkara en að sá reykur hefði komið upp úr jörðinni.
Jóhann Árnason hafði staðið fyrir miðjum gafli hússins, og um leið og hann féll, féllu þeir ofan á hann Jón frá Rauðará og Stefán Þorleifsson. Þegar að var komið, voru þeir báðir örendir Jón og Stefán. Höfðu þeir fengið mikil brunasár og var Stefán þó verr út leikinn. Var hann og nakinn að mestu, því að skinnföt og önnur klæði höfðu tætzt utan af honum. En Jóhann sakaði hvergi og föt hans voru með öllu óskemmd. Hresstist hann fljótt. Aðra tvo menn sakaði ekki heldur, Vigfús í Grænuborg og þann, sem ekki er nafngreindur.
elding-321Þórður Jónsson frá Lambastöðum slapp einnig ómeiddur, en eldingin hafði klippt um lófastórt stykki úr skinnklæðum hans að framan, ytri fötum og nærfatnaði, svo að sá í bert hörundið, en hann var þó óbrunninn.
Af hinum, sem lifðu, var Jón Einarsson vinnumaður Jóhannesar Ólsens verst leikinn. Var hann gjörsamlega klæðflettur og nakinn að neðan, upp fyrir mjaðmir, og hafði fengið slæm brunasár.
Miklar skemmdir urðu á húsum á Auðnum. Virtist mönnum sem reiðarslagið hefði komið með mestum krafti á norðurgafl timburhússins. Tætti eldingin þar sundur hálfa þilsperruna og braut þilbitann um þvert, og var hann svartur í sárin eins og hann væri sviðinn. Einnig rifnaði allur gaflinn í miðju, frá burst að grunni, og þeytti ofviðrið sumum fjölunum úr honum 40—50 faðma. Rúður brotnuðu nær allar og margt gekk aflaga.
Einkennilegt þótti, að svo var að sjá sem eldingin hefði mestan usla gert þar sem eitthvað málmkyns var fyrir, eins og t.d. koparhúnar á hurðum. Ýmist sprungu hurðirnar sundur eða allur dyraumbúningur rifnaði með hurðunum. Ein hurðin var læst og kastaðist hún með lömum og læsingu inn í herbergið. Ógurleg stroka stóð í gegnum húsið og alla leið inn í baðstofu. Fannst fólki, sem þar var, sem það fengi högg á hendur eða fætur, andlit eða brjóst. Allt, sem lauslegt var í baðstofunni, sópaðist yfir í annan endann, og allar rúður í þeim enda þeyttust úr gluggum.
Einkennilegast var þó, hvernig eldingin fór með eirlituð skinnklæði. Þau tættust öll sundur, svo að varla var skæðisstærð eftir heil úr þeim. Eirlituð skinnbrók, sem hékk úti á gafli hússins, brann upp til agna. En ólituð skinnklæði, sem geymd voru hjá hinum, voru að mestu óskemmd.“

Elding á Brunnastöðum
Brunnastadir-321„Aðfaranótt 10. janúar 1937 laust eldingu niður í íbúðarhúsið á Brunnastöðum. Þetta var tveggja ára gamalt hús úr steinsteypu, tvær hæðir. Á efri hæð voru þrjú herbergi og eldhús, á neðri hæð tvö herbergi, geymsla og þvottahús. Þarna bjuggu þá hjónin Margrét og Guðjón Pétursson, dóttir þeirra og tengdasonur og fjögur börn þeirra á aldrinum 1—4 ára. Ungu hjónin voru ekki heima þessa nótt. Þess vegna svaf Margrét í svefnherbergi þeirra í suðurenda ásamt 3 börnunum, en Guðjón var með elzta barnið í herbergi í norðurenda hússins.
Um háttatíma var komið versta veður, ofsarok af suðaustri og herti er á leið nóttina. Um miðnætti byrjaði að ganga á með þrumum og eldingum. Og nokkru seinna laust eldingu niður í húsið. Hefir Guðjón skráð frásögn um þennan atburð og er hún á þessa leið:
— Þegar klukkan sló tvö, varð þvílíkur glampi í herbergi mínu, að ég get í sannleika ekki líkt honum við neitt, sem fyrir mín augu hefir borið áður. Gat ég ekki betur séð á því augnabliki, sem glampann bar fyrir, en að innveggir hússins og hús loguðu silfurbláum loga, og í næsta augnabliki skall svo sterkur gnýr yfir, að ég á naumast nógu sterk orð til að lýsa honum.
BrunnastadahverfiHugsa ég mér, að ef skotið hefði verið af hinu stórkostlegasta skotvopni inni í húsinu, þá gæti ég líkt þessum voðagný við það. Það var sem björg væri að klofna. Húsið lék á reiðiskjálfi, og virtist sem það væri að molast niður. Hann hljóp nú inn í suðurherbergið að vitja um konu sína og börnin. Þau hafði ekki sakað, en aðkoman var þó ömurleg. Ljósið hafði slokknað og stormurinn stóð inn um mölbrotinn gluggann. Börnin voru dauðskelkuð og vissu ekki, hver ósköp gengu á. Var nú farið með þau yfir í norðurherbergið, og voru hjónin þar yfir þeim það sem lifði nætur. Síðan segir Guðjón svo frá:
— Þegar birti af degi, var ömurlegt um að litast, gólfið flóandi í vatni og húsmunir ofan í því sundurtættir. í húsinu voru 22 rúður brotnar og enginn gluggi heill, nema sá í nyrðra svefnherberginu, hann hafði ekki sakað hið minnsta. Gluggatjöld í suðurherberginu voru í henglum og sviðin. Karmar í sumum gluggum höfðu tætzt í sundur. Innveggir voru sviðnir, loftlistar sprungnir frá, myndir á veggjum höfðu flestar fallið niður og skemmzt, allstórir brunablettir á gólfdúkum (linoleum) og þó sérstaklega í þeirri stofunni, þar sem enginn svaf.
Útvarpstæki, sem stóð elding-322á borði þar, hafði kastazt til og niður á gólf, og var stórskemmt; skápur, sem þar var, lá líka á hvolfi, 2 metra frá þeim stað, er hann stóð á. Einnig skemmdist það, sem í honum var. Að öðru leyti var allt á tætingi, hvað innan um annað. Legubekkur lá á hliðinni og stólar brotnir. Ennfremur blómsturpottar og diskar, er þeir stóðu á. Mold, vatni og spýtnabraki úr tættum gluggum ægði saman á gólfinu.
Í eldhúsinu leit þannig út, að rör höfðu henzt frá eldavélinni og upp á borð og brotnað, og allt flóði út í sóti og vatni. Á neðri hæð hússins hafði eldavél í þvottahúsinu kastazt til og brotnað og gluggakarmar tætzt í sundur. Svona leit húsið út að innan í aðaldráttum, eftir þessa voðalega eldingu.
Að utan hafði húsið líka orðið fyrir skemmdum. Veggir þar voru alsettir smáholum, og var engu líkara en skotið hefði verið á þá kúlu við kúlu.
Á þaki hússins höfðu nokkur spjöll orðið. Þakjárnsplötur höfðu beyglazt upp hér og þar, og voru naglar dregnir út. Ofan á reykháfi hússins var steypupípa, og var hún nú fallin niður. Molar úr henni fundust hér og þar umhverfis húsið og sumir alllangt frá því. Það, sem gefur ef til vill bezta hugmynd um ógnarkraft eldingarinnar, var það, hversu fór um þakrennu þá, sem var við nyrðri þakbrún hússins. Var ekki annað sjáanlegt en að hún hefði bráðnað niður. Lá sumt af henni við húsið í nokkrum járnklumpum, en sumt fannst í margra metra fjarlægð frá húsinu.
Í kringum húsið hafði eldingin einnig látið á sér kenna. Hún hafði brotið steypuvegg á útihúsi, kastað tíl og brotíð eldavél, sem þar var, og brotið stólpa í girðingu umhverfis húsið. Þetta er saga mín af þessum ógnaratburði. Ef til vill er hún þó ekki nema hálfsögð.“

Strönd og Vogar, Árni Óla, 1961, bls. 135-145.

Elding

Elding.