Krýsuvíkurheiði

Lagt var af stað frá timburrétt Hafnarfjarðarfjárbænda undir Stóru-Eldborg. Þar neðan við eru austurmörk beitahólfs þeirra.
JónsbúðMiðað við gögn á Þjóðskjalasafninu frá árinu 1941 mun svæðið vera í Grindavíkurlandi því spilda sú er Hafnfirðingum var afhent á silfurfati af þáverandi ráðherra (fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði nær alls ekki svo langt til austurs sem beitarhólfið. Fjárbændur í Hafnarfirði hafa því verið þarna í óþökk Grindvíkinga í 67 ár með fé sitt. Auk þess er skv. lögum óheimilt að girða af svæði með ströndum landsins eða þvert á þjóðleiðir, eins og raunin mun vera þarna núna. Hafnfirðingum til varnar má geta þess að fyrsta beitarhólfsgirðingin náði ekki alveg niður á Krýsuvíkurbjarg. Hún var u.þ.b. 100 metrum ofan þess (leifar hennar sjást enn), en Landgræðsla ríkisins mun síðan hafa farið offari og sett upp nýja girðingu (í Grindavíkurlandi án þess að biðja um leyfi) frá þjóðveginum og alla leið niður á bjargbrún skammt vestan við Bergsenda. Spildumörk Hafnfirðinga sunnan Kleifarvatns eru mun þrengri en þeir hafa viljað vera láta.
Stefnan var tekin á suðaustanverða Krýsuvíkurheiðina. Í Litlahrauni ofan við Bergsenda á Krýsuvíkurbergi, sunnan Uppdrátturheiðarendans, eru búskaparminjar frá fyrri öldum, s.s. fjárskjól, grjóthlaðin rétt (og stekkur), húsarúst o.fl. Þarna hefur Gvendarhellir, sem reyndar er í Klofningum, nokkru austar, verið ranglega staðsettur. Ofar, í heiðarbrúninni, eru tvö hlaðin hús. Á korti eru þarna merktar tvær réttir. Á heiðarendanum er beitarhúsarúst. Allt er þetta hluti af heilstæðu búsetulandslagi Krýsuvíkur.

Fornleifaskráning er framkvæmd var á svæðinu vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar 2003 virðist í besta falli hafa verið lélegu brandari. Þrátt fyrir það lagði Vegagerðin hana til grundvallar rökstuðningi sínum fyrir vegstæðinu – sem reyndar er dæmigert fyrir slíkar framkvæmdir víðar um land. Þegar skoða á svo stór svæði með hliðsjón af öllum hugsanlegum og mögulegum minjum þarf að áætla miklu meiri tíma í slík en gert hefur verið og viðurkenna um leið mikilvægi þess. Svo virðist sem verktakar fornleifaskráninga hafi annað hvort slegið slöku við eða þeim ekki verið gert kleift að sinna starfi sínu sem skyldi.
HúsiðÁ slíkum búsetusvæðum, sem nýtt hafa verið í árþúsund mætti ætla að væru ýmsar mannvistaleifar, sem erfitt væri að koma auga á, einkum þegar haft er að leiðarljósi að landssvæðið er bæði víðfeðmt og hefur tekið verulegum gróðufarslegum breytingum á umliðnum öldum. Kannski að þarna kynnu að leynast enn áður óþekktar minjar?!!
Auk minjanna hefur þess sérstaklega verið getið að örn hafi verpt í hrauninu og lengur ofan við Herdísarvík. Erfitt reyndist að staðsetja arnarhreiðrið af nákvæmni því nokkrir staðir komu til greina. Hafa ber í huga að gróðurfar á þessu svæði, einkum norðvestan við Litlahraun, hefur tekið miklum breytingum tiltölulega skömmum tíma.
Fyrst var komið við í Jónsbúð. Í fornleifaskráningunni segir m.a.: „Rúst (beitarhús?). 6 x 13 m (N – S). Veggir úr grjóti, 1,5 – 2,3 m Húsiðbreiðir og 0,5 – 1,1 m háir. Dyr eru á rústinni til S. Mikið er af grjóti inni í rústinni norðanverðri og við dyrnar. Veggir eru farnir að gróa mosa og grasi. Garðlög sjást í innanverðum veggjum að vestanverðu og utanverðum veggjum að austan og vestan. Gólf er vel vaxið grasi og mosa. Í kring um rústina er svæðið vel gróið. Hugsanlega er þetta ekki Jónsbúð, heldur eru það fornleifar nr. 285 [húsið er fjallað verður um næst]. Ekki er ágreiningur um staðsetningu Jónsbúðar því Magnús, síðasti bóndinn í Krýsuvík lýsti vist sinni þar í viðtölum.
„Stóra tóftin efst á Krýsuvíkurheiði var beitarhús. Ekki er vitað hvernig nafnið á hana, Jónsbúð eða Jónsvörðuhús, er til komið. Elstu menn segjast hafa heyrt af því að þar hafi Magnús, síðasti íbúinn í Krýsuvík, setið yfir sauðum á yngri árum er hann var þar í vist hjá sýslumanninum.“

Skjól

Eftir að hafa skoðað leifar Jónsbúðar var stefnan tekin á hlaðið hús suðaustan í Krýsuvíkurheiðinni. Það, sem slíkt, hefur valdið þeim fáu, sem það þekkja, öllu meiri höfuðverk. Húsið er hlaðið með þykkjum veggjum með dyr mót suðri. Ljóri hefur verið á norðurvegg. Gengið hefur verið niður um þrep við dyr. Í fornleifaskráningunni segir: „Rúst 6 x 8 m (N – S). [Á að vera 3 x 8]. Veggir úr grjóti, 1,3 – 1,6 m breiðir og 0,6 – 1,4 m háir. Dyr eru á rústinni mót S (mót hafinu).
Garðlög eru greinileg víðast hvar. Rústin er felld inn í dæld í slakkanum. Gólf er vel gróið grasi og mosa. Hugsanlega er það grafið niður. Nánasta umhverfi rústarinnar er vel gróið grasi. Hugsanlega er það grafið niður. Nánasta umhverfi rústarinnar er vel gróið grasi. Hugsanlega er þetta Jónsbúð en ekki fornleifar nr. 283.“
Ýmsar kenningar hafa verið um notkunargildi þessarar heillegu rústar. Sérstaklega stórir steinar hafa verið færðir í vegghleðsluna svo þarna hljóta margir menn hafa verið að verki. Getgátur hafa verið um að a) þarna kunni að vera mannvirki frá pöpum, b) varðhýsi til að fylgjast með skipakomum eftir Tyrkjaránið, c) sæluhús skreiðaflutningslestarmanna millum Grindavíkur (Selatanga) og Suðurlands, d) skjól fyrir refaskyttur, e) aðhald fyrir stórgripi og fleira mætti nefna.

Rof

Skammt vestar er hleðsla. Í fornleifaskráningunni segir um hana: „Byrgi. 2 x 2,5 m (NNA – SSV). Veggir úr grjóti, ca. 0,3 – 0,7 m breiðir og 0,2 – 0,7 m háir. Dyr eru á byrginu mót SSV (mót hafinu). Við NV – horn byrgisins er fuglastapi. Gólf er vaxið grasi og mosa. Hugsanlega er þetta skotbyrgi, en ekki hægt að útiloka að það tengist fornleifum nr. 285 á einhvern hátt (smalakofi?) eða útsýnisstaður frá tímum Tyrkjaránsins 1627.“ Augsýnilega hefur hér verið um að ræða tímabundið skjól fyrir tófuskyttur á heiðarbrúninni.
Hafa má í huga hina miklu umferð skreiðarlestanna fyrrum. Skreiðarlestargatan frá Grindavík lá við Arnarvatn suðaustan við samnefnt fellið.
Þegar gengið var til suðausturs niður Krýsuvíkurheiðina, áleiðis að Litlahrauni, blasti hin mikla gróðureyðing liðinna áratuga við. Mótvægisaðgerðir Grindavíkurbæjar virtust þó hafa skilað sér vel því vel var gróið millum hárra (1.20 m) moldarbarða.

Stekkur

Dr. Guðrún Gísladóttir, náttúrulandfræðingur og prófessor við Land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands, hefur fjallað um gróðureyðinguna á Krýsuvíkurheiði.
„Krýsuvíkurheiði á Reykjanesskaga er eitt þeirra svæða á landinu sem hafa liðið fyrir alvarlega gróðurhnignun og ákaft jarðvegsrof og er meginhluti svæðisins nú ógróinn. Gerð verður grein fyrir áhrifum jarðvegsrofs á kolefnisbúskap jarðvegs og landgæði á þessu svæði á sögulegum tíma. Í þeim tilgangi voru mæld jarðvegssnið þar sem jarðvegsþykknun frá landnámi var mæld, sem og kolefnishlutfall og uppsöfnun kolefnis. Einnig var áætlað heildarmagn áfoks og jarðvegstap á svæðinu frá landnámi og magn kolefnis sem hefur safnast upp í kjölfar áfoks og hversu mikið hefur tapast af svæðinu vegna rofs.

Rétt

Fljótlega eftir landnám fór að bera á auknu áfoki, sem jókst til mikilla muna eftir 1226 vestast á svæðinu. Jarðvegsþykknun varð mikil og jarðvegur allur grófari og lausari í sér. Sambærilegar breytingar urðu ekki fyrr en eftir 1500 austar á rannsóknarsvæðinu. Hið mikla áfok og jarðvegsrof hefur leit til gríðarlegrar landhnignunar á svæðinu. Þó ber að geta þess að mikil uppgræðsla hefur átt sér stað á Krýsuvíkurheiði á undanförnum árum, en svæðið á langt í land með að ná þeim landgæðum sem voru á svæðinu við landnám.
Krýsuvík og nágrenni á sunnanverðum Reykjanesskaga er alvarlegasta og verst farna svæði gróðureyðingar og jarðvegsrofs í Gullbringu- og Kjósarsýslum. Þar er unnið að umfangsmiklum landgræðsluverkefnum með það að markmiði að stöðva hið mikla jarðvegsrof sem enn á sér stað, skapa með uppgræðslu skilyrði til þess að staðargróður geti numið land á ógrónum svæðum og koma í veg fyrir að gróður í beitarhólfunum, sem þar eru, skaðist vegna búfjárbeitar.

Fjárskjól

Þótt upplýsingar um gróður fyrr á tímum í Krýsuvík séu litlar og ekki nákvæmar, er ljóst að þar hefur orðið mikil landhnignun. Líkur eru á að þar hafi fyrrum vaxið birkiskógur, en af þeim birkiskógi sem nefndur er í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og nýttur var til kolagerðar og eldiviðar um 1700 er nú ekkert eftir nema nokkrar jarðlægar hríslur. Ekki er ljóst hvenær gróður- og jarðvegseyðing hófst í Krýsuvík, en líklegt er að hún hafi verið einna mest á 18. og 19. öld.
Niðurstöður rannsókna, m.a. Guðrúnar Gísladóttur (1993, 1998 og 2001), Ólafs Arnalds o.fl. (1997) og Sigurðar H. Magnússonar (1998) sýna fram á vægast sagt slæmt ástand lands í Krýsuvík og nágrenni. Í riti Ólafs o.fl.(1997) um jarðvegsrof á Íslandi er tilgreint fyrir Krýsuvík, bls. 133; „Mikið jarðvegsrof á sér stað í Krýsuvík, á 72% landsins á sér stað mikið og mjög mikið rof (einkunnir 4 og 5). Þetta rof veldur tapi á samfelldu gróðurlendi og segja má að stærsti hluti Krýsuvíkursvæðisins sé samfellt rofabarðasvæði (samtals 34 km2 í flokkum 3, 4 og 5). Krýsuvík er á meðal þeirra svæða landsins þar sem rof er mest“.

Sundvarðan

Á rannsóknasvæði Guðrúnar nam hlutdeild ógróna landsins 61%, en smárunnar þöktu um 20%. Hjá Sigurði kemur m.a. fram að rofdílar eru algengir á gróðurtorfum, þ.e. að gróðurhulan þar er veik, sérstaklega á Krýsuvíkurheiði, og þar er frostlyfting mikil og gróður á því erfitt með að nema land af sjálfsdáðum.
Meginmarkmið uppgræðslustarfsins hefur verið að stöðva hina geigvænlegu eyðingu gróðurs og jarðvegs sem þarna hefur herjað síðustu tvær aldirnar. Verkefnið undirstrikar m.a. hve mikilvægt það er að stöðva samspil frostlyftingar, vatnsrofs og vindrofs. Vatnið sem veldur mestu rofi berst langt og fer hratt á gróðurlausu landi, og því þarf að vinna m.t.t. þess. Laust efni getur einnig borist langa leið með vindi og sargað úr börðum. Því þarf að taka stór svæði fyrir í einu.

Krýsuvíkurbjarg

Annað meginmarkmið er að skapa skilyrði fyrir staðargróður að nema land á ógrónum svæðum. Markmið áburðardreifingar og sáningar er fyrst og fremst að skapa slík skilyrði, hinum áburðarkæru grösum er ætlað að deyja, sinunni að rotna og annar gróður á að taka við. Þá þarf að rata hinn gullna meðalveg milli þess að bera nóg á, bæði í magni og tíðni, og þess að bera ekki það mikið á að það trufli landnám þeirra plantna sem taka eiga við. Misjafnt er hvað við á eftir aðstæðum og erfitt að yfirfæra þekkingu annars staðar frá með beinum hætti.

Vatnsstæði

Landgræðslan hefur lengi átt gott samstarf við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um uppgræðslu í Krýsuvík, en gert er ráð fyrir að verkefnum þar ljúki að mestu 2010. Aðferðafræðin felur að mestu í sér væga áburðargjöf, um 150 til 250 kg/ha, í tvö til fjögur ár til að laða fram staðargróður sem lúrir í landinu. Þar sem land er naktast, t.d. með minna en 5% gróðurhulu, er sáð blöndu af túnvingli og vallarsveifgrasi til að m.a. stöðva frostlyftingu og skapa skilyrði fyrir gróður úr nágrenninu að nema land. Reikna má með að heildarkostnaður við uppgræðslu og stöðvun jarðvegsrofs á þessum slóðum á árabilinu 1976 til 2010 verði í allt um 70 til 100 milljónir króna. Allt uppgræðslulandið hefur verið notað til sauðfjárbeitar, en vorið 2005 verður hluti þess friðaður.
Stór hluti hins illa farna uppgræðslulands er innan beitarhólfa fyrir sauðfé, og líta má að hluta á uppgræðslustarfið sem mótvægisaðgerð til að koma í veg fyrir að beitin valdi frekara tjóni á landi. Land HafnarfjarðarBeitin hefur mikil áhrif á þróunarmöguleika gróðurfarsins, ekki síst vaxtarmöguleika víðis og blómplantna, en óljóst er hve áhrifin eru mikil í heild. Með beitarhólfunum tókst að friða margfalt stærri svæði utan þeirra, stóran hluta Reykjanesskaga, sem örvar mjög gróðurframfarir þar. Eftir stendur sú spurning hvernig meta eigi saman þann ávinning og aukinn uppgræðslukostnað vegna beitar innan beitarhólfanna.“

Aðhald

Litlahraun eru tvær vestustu spýjurnar úr Litlu-Eldborg (fyrir tæplega 3000 árum). Í hrauninu er að finna ílangan stekk (sennilega kúastekk), hlaðna rétt, sem eflaust hefur verið stekkur, fjárskjól og vörður, auk fyrirhleðslna víðast hvar og nátthaga. Þrátt fyrir leit fundust ekki leifar íveruhúsa, sem ætla mætti að ættu að vera þarna á svæðinu. Lausnin gæti verið fólgin í hlaðna húsinu fyrrnefnda utan í Krýsuvíkurheiðinni.
Hlaðin sundvarða, friðuð, er á Krýsuvíkurbjargi. Hún hefur sennilega verið mið af sjó – og þá jafnvel fleiri en eitt. Skammt ofan við hana er hlaðið aðhald. Eflaust má finna fleiri búsetuminjar á þessu svæði ef gaumgæft væri. Bergsendi er t.d. skammt austar og ofan við hann er Krýsuvíkurhellir með mannvistarleifum.
Þegar komið var til baka að réttinni fyrstnefndu voru þar fyrir nokkrir fjárbændur. Voru þeir að lagfæra timburverkið því ætlunin var að rétta þar að þremur vikum liðum. Þeir, einkum sá minnsti og belgmesti, byrjuðu móttökurnar með látum: „Hvað eru þið að gera hér? Hvaðan komið þið? Vitið þið ekki að bannað er að vera með hund í beitarhólfinu? Þið eigið bara ekkert að vera hér á þessu svæði? Þið vitið ekkert um landamerki hér!“

Hafflöturinn

Svörin voru þessi: „Og hverjir eruð þið? Hafnfirskir tómstundafjárbændur, einmitt það? Þá eigið þið ekkert með að vera hér í Grindavíkurlandi. Reyndar megið þið ekki einu sinni standa hér án leyfis Grindvíkinga, strangt til tekið. Og hundurinn gerir engum mein, allra síst öðrum ferfætlingum og öðrum fáfættari. Komið ykkur bara yfir á land Hafnfirðinga, sem er þarna vestar á Krýsuvíkurheiðinni! Og hvað segir Jónsbók um aðgengi fólks að svæðum sem þessum? Það væri hægt að dæma ykkur, eða þá er girtu svæðið af, í háar sektir, gerið ykkur grein fyrir því.“ (Það er alltaf auðvelt að rífa kjaft á móti þegar svo ber undir.) Og talandi um landamerki – þá er fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur hér með í för, sá er hvað mesta og besta vitneskju hefur einmitt um þennan fróðleik – gjörið svo vel!“

Göngusvæðið

Við þessi svör sljákkaði heldur betur í áður kotrosknu hobbýfjárbændunum, einkum þeim litla. Héðan í frá gátu umræðurnar farið fram með rólyndislegri og vitsmunalegri hætti. Í ljós kom að Hafnarfjarðarfjárbændur og nágrannar þeirra voru með um 300 fjár í beitarhólfinu, helmingi færri en Grindvíkingar í sínu – höfðu aldrei verið færri í manna minnum. Einn síðasti fjárbóndinn innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar var t.d. með 10 skjátur, en hafði haft mest 300. Hann var búinn að stunda þennan búskap í áratugi. Fjárhús hans eru við Kaldárselsveginn við gatnamót Flóttamannavegar. Aðrir bændur þarna voru með fé ofan við Lónakot og á Álftanesi.
Já, það þýðir ekkert að reyna að rífa kjaft við FERLIRsfélaga þegar kemur að heimildum og sögulegu samhengi hlutanna.
Þegar upp er staðið, eftir hvíld á langri göngu, er ljóst að Krýsuvíkursvæðið sem heildstætt búseturlandslag hefur verið vanmetið sem slíkt. Ekki er að sjá að áhugi hafi verið hjá hlutaðeigandi yfirvöldum, sér í lagi Fornleifavernd ríkisins, að kortleggja minjasvæðið í heild sinni af þeirri nákvæmni sem það verðskuldar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Guðrún Gísladóttir, 1993. Gróður, jarðvegur og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi. Ástand og tillögur til úrbóta. Óbirt skýrsla unnin fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs, 44 bls.
-Guðrún Gísladóttir, 1998. Environmental characterisation and change in south-western Iceland. Doktorsritgerð, Háskólinn í Stokkhólmi, Svíþjóð.
-Gísladottir, G, 2001. Ecological disturbance and soil erosion on grazing land in Southwest Iceland. pp. 109–126, in: A. Conacher (ed). Land Degradation. Kluwer Academic Publishers: Dordrecht, The Netherlands.
-Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson og Arnór Árnason. Jarðvegsrof á Íslandi, 1997. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 157 bls.
-Sigurður H. Magnússon, 1998. Ástand lands í Krýsuvík sumarið 1997. Áætlun um uppgræðslu. Unnið fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar, 53 bls.
-Guðrún Gísladóttir – Áhrif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði, 5. mars 2008.
-Fornleifaskráning 2003.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Orrustuhóll
Haldið var að Orrustuhól.
Orrustuhóll er í Orrustuhólshrauni sunnan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Í lýsingu frá árinu 1703 segir að „fyrir austan Skarðsmýrarfjöllin er kallaður Orrustuhóll og þó fyrir vestan ána, er úr Hengladölum fram rennur. Þar undir hrauninu sjást enn í dag glögg merki til fjárrétta, er menn heyrt hafa brúkað hafi í fyrri tíð Ölves innbyggjarar og Suðurnesjamenn, þá saman og til afréttarins hvorutveggja rekið höfðu, og hafi á milli þessara óeining komið, hvar af Orustuhóll mun nafn sitt draga.“ Önnur lýsing segir að „austan undir hrauninu er Orrustuhóll. Gömul sögn kveður á um, að á þessum slóðum hafi verið sundurdráttarrétt. Áttu réttarmenn að hafa orðið missáttir og barist á hólnum. Engin mannvirki sjást þar nú.“
OrrustuhóllKolbeinn Guðmundsson telur sig hafa fundið þessar gömlu réttir eftir lýsingunni frá 1703. Hann segir „réttirnar hafa verið fast við hólinn suðvestanverðan. Hefir þar verið að miklu leyti sjálfgert aðhald. Hóllinn annars vegar og hraunbrúnin hins vegar. Hvort tveggja snarbratt, svo að lítið hefir þurft að hlaða. Réttunum hefir verið skipt í tvennt. Vestari hlutinn talsvert minni. Dilkar hafa ekki verið eins og nú tíðkast í réttum. Aðaldyr snúa í austur, og hafa þær verið um 2 faðmar að vídd.“
Suðvestan við Orrustuhól er alldjúp gjá með bröttum veggjum sem liggur í sveig frá austri til suðvesturs. Hún er um 15-20 m breið og alls um 70 m löng og hækkar botninn mjög til vesturs og dregst gjáin þar saman. Austurendinn opnast út á gróið hraunið sunnan og austan við hólinn en að vestan er yngra og úfnara hraun sem gjáin er í. Þar sem gjárbotninn verður ósléttur vestantil og fer að hækka mikið hefur verið hlaðið steinum fyrir og eru þeir mjög mosagrónir. Tveir stórir steinar í botninum gætu verið komnir þangað af sjálfum sér en sunnan við þá er greinileg hleðsla, um 1,5 m löng og um 3 umför. Engin önnur mannvirki eru greinileg á þessum stað en gjáin hefur verið mjög gott aðhald af náttúrunnar hendi og hefur þó þurft að hlaða fyrir austurendann en þar sjást engar hleðslur. Gjáin er gróin í botnin, en hrunið hefur ofan í hana, nú síðast allmikið bjarg í jarðskjálfta í júní 1998.
OrrustuhóllÍ annarri lýsingu segir að „eftir bardagann í Orrusturhólsréttum áttu Ölfussingar og Mosfellssveitarmenn að hafa skilið félag sitt um fjallleitir, og fluttu þá Ölfussingar réttir sínar austur á heiðina, austur fyrir Hengladalaá. [Árið 1878 var fé rekið inn í Hengladali]. Í seinni tíma skrifum þetta ár segir að „þegar riðið var fram Smjörþýfi og fram með Hengladalaánni, og sýndi þá gamall maður, er í förinni var, okkur yngri rekstarmönnunum þessar réttir. Sást þá vel fyrir þeim, bæði almenning og dilkum, þótt djúp skörð væru hrunin í veggi. Sumir dilkanna voru allstórir, gerði ekkert, almenningsdyr sneru á Hengil. Sennilega hefir Ölfusingum þótt afundið að hafa lögréttir sínar uppi á fjalli, og voru því réttirnar færðar undir Ingólfsfjall að Hvammi þegar fyrir 1700.“
Smjörþýfi er þúfótt og grösugt sléttlendi. Hengladalsáin hefur fyrrum runnið um lægri hraunbreiðu að austanverðu eftir að Orrustuhólshraunið rann og hindraði framgang árinnar. Áirn virðist hafa runnið vítt og breitt um hraunið uns hún hafði fyllt það og sléttað sæmilega vel af framburði sínum úr grenndarhlíðunum Skarðsmýrarfjalla. Ofar og austar er Ölkelduhálsrétt þeirra Grafningsmanna.
Eftir árummyndunina standa hrauneyjar og er ein þeirra, norðarlega í þýfinu, sýnum stærst. Horfir „op“ hennar að Henglinum. Minni „eyjar“ eru sunnar og austar. Við leit þversum í Smjörþýfi, en um hana liggur forn leið, sem enn markar fyrir, fannst ekki fyrrnefnd rétt. Ólíklegt má telja að sýnilegir hlaðnir veggir fyrir u.þ.b. 130 árum hafi horfið með öllu. Telja má nokkuð líklegt að áin hafi á þeim tíma haldið sig nokkurn veginn á þeim stað, sem hún rennur nú, næst hrauninu, enda verið stýrt af mannavöldum um allnokkurt skeið. Sjá má svonefnd „ísstopp“ á tveimur stöðum í ánn, hið efra mun stærra, enda gert með nútímalegri tækni. Fyrirbæri þetta eru stíflur í ánni. Var hún „leidd“ úr farvegi sínum að hraunkanti Orrustuhólshrauns þar sem hún hvarf undir það. Kom vatnið síðan upp í ræktarlandinu austur undir Kömbunum, enda var tilgangurinn með framkvæmdinni að auka grasvöxt þar. Þurfti að endurtaka stíflugerðina árlega, enda ruddi áin sig jafnan að vorlagi.

Orrustuhóll

Stífla neðan við Orrustuhól.

Ekki er óraunhæft að ætla að menn hafi álitið framangreinda hrauneyju, en reiðgatan leggur framhjá henni, hafa verið nefnda fjárrétt, enda virðist hún vera slík úr fjarlægð. Ef grannt er skoðað er ekki að sjá að grjótið hafi verið hreygt þar af mannavöldum, þó gæti þar virst að óathuguðu máli bæði rétt og dilkar.
Sumir töldu að Hengladalaáin hafi, að hluta til eftir þessar aðfarir, komið upp í Kaldárbotnum og birst sem Kaldá stutta vegarlengd, áður en hún hvarf undir hraunið að nýju.
Aðhaldið, eða réttin við Orrustuhól, var skoðað. Svo skemmtilega vill til að austan nefndrar hrauntraðar þar sem réttin á að hafa verið, er upplýsingaskilti, vegfarendum til fróðleiks og ekki síst til staðfestingar um að þeir séu á réttum stað. Á því stendur m.a.:
„Gömul sögn segir að hér við Orrustuhól hafi verið gömul sundurdráttarrétt. Nafnið á að hafa verið dregið að því að eitt sinn hafi slegið í brýnu milli réttarmanna Ölfussunga og Suðurnesjamanna, og hafi þeir barist á hólnum. Hálfdán Jónsson greinir frá þessu í lýsingu Ölfusshrepps 1703.“
Víða á landinu eru til sagnir eins og þessi um deildu milli héraðsmanna sem áttu eða samliggjandi afréttarlönd. Þó að hægt sé að draga afréttarmörk með afgerandi hætti á korti hafa slíkar línur jaft litla þýðingu þegar kom að smölun á haustin og þurftu nágrannabyggðir að hafa samstarf um göngur og réttir svo að allt fé kæmist til skila. Slíkt samstarf var yfirleitt í föstum skorðum, en gat vitanlega leitt til deilna. Til dæmis var fjallmönnum mikið kappsmál að koma með sem flest fé til rétta. Kom þá fyrir að skærur yrðu milli leitarflokka þegar farið var út fyrir leitarmörkin til að ná í fé til að bæta í safnið.
Frábært veður.

Orrustuhraun

Rétt undir Orrustuhrauni.

Mosfell

Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, benti FERLIR á athyglisverðar mannvistarleifar á mosagrónum jökulsruðningsmel vestan í Skógarbringum, skammt austan Mosfells. Um er að ræða bátslaga (egglaga) hleðslur á melnum. Hann hafði fyrst skoðað þetta „fyrirbæri“ á níunda áratug síðustu aldar.

Mosfell

Bátslag.

Lengd og breidd mannvirkisins var ekki mælt að þessu sinni, en innanmálið gæti verið 8×16 metrar.
Útlínur eru markaðar með svipuðum stærð af viðráðanlegum steinum, að öllu líkindum úr holtinu og/eða lækjarfarvegi, sem þar er skammt austar. U.þ.b. meter er milli steina að jafnaði. Grjótið er sokkið að 1/3 í smámalarjarðveginn. „Stefnið“ snýr í vestur. Skuturinn hefur ekki „víkingaskipalag“, heldur mun frekar „nútímabátalag“.
Spurningin er – hversu gamalt gæti fyrirbærið verið? Er það mjög fornt, eins og sumir vilja ætla, eða er það tiltölulega nýlegt?
Hafa ber í huga að herinn var með umfangsmikla starfsemi á nálægum slóðum á stríðsárunum.
Hvað ætli þessi jafnlagða hleðsla að tákna? Í Svíþjóð og Danmörku eru hliðstæðir staðir þekktir frá víkingatímanum þar sem steinar hafa verið reistir í bátslaga líki. Hér liggja þeir á jörðu, miklu, miklu mun smærri. Ekki er að sjá nein ummerki um rót eða upphækkun í miðju verksins.
Hvenær gæti hleðslan hafa verið gerð? Líklega á síðustu öld. Einhverjir, sem skoðað hafa hana gætu andmælt og borið til vitnis aðrar meintar reglulegar hleðslur í holtinu, en engin þeirra er sannanlega af mannavöldum. Meira að segja regluleg steinaröð norðan þessa gæti annað hvort verið gerð í öðrum tilgangi, s.s. vegna leiðar, eða myndast þar af tilviljun.
Þegar umhverfið er skoðað koma í ljós myndarlegar grastorfur norðaustan og austan við steinauppröðunina. Af þeim má lesa hvernig landið leit út fyrrum; vel gróið og grænt (á sumrum). Víðir er að reyna á ný að teygja anga sína upp á við og lyngið er áberandi berjavænt. Þarna hafa því áður verið skjólsælar brekkur, enda ekki heitir Skógarbringur af engu. Hleðslan hefur því ekki verið gerð á grónu landinu því þá væri hún miklu mun óreglulegri. Þegar steini í henni er velt má sjá mosaleifar undir. Það bendir til nútímatilbúnings.
Hver gæti hafa búið þetta til? Í rauninni hver sem er, en þegar horft er á steinlagninguna frá austri til vesturs má sjá hversu formlega hún er gerð. Listamaður eða hugsuður á einhverju sviði gætu komið til greina. Hafa ber í huga að á holti ofan (sunnan) Þingvallavegar sunnan Stardals er fjárborgarlíki. Það á að tákna stað er ákvarðar „sólarmerki“ milli Reykjavíkur, aðsetur hins fyrsta landnámsmanns, og hins fyrsta þingstaðar. Mannvirkið var hlaðið á seinni hluta 20. aldar af Tryggva Hansen, steinhleðslumanni. Í Þormóðsdal (heitir reyndar Seljadalur Innri) er hringlaga steinahleðsla lík þessari. Sumir hafa áætlað að þær væri Þormóðsleiði þess er getið er um í sögnum, en skv. þeim átti það að vera skammt sunnan bæjar. Það mun nú komið undir veginn upp í grjótnámurnar sunnan í Grímarsfelli.
Hvers vegna skyldi einhverjum hafa dottið í hug að búa þetta til þarna? Það er spurninginn, þ.e. hver, hvers vegna og í hvaða tilgangi.
Fróðlegt væri að fá upplýsingar um „listamanninn“ sem og tilganginn fyrir framangreindri bátlagamyndalíkandlegri hleðslu á austanverðum mel Mosfells.
Ef einhver gæti búið yfir hinni minnstu vitneskju um „listaverkið“ er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við ferlir@ferlir.is.

Heimild:
-Guðmundur Ólafsson.

Mosfell

Mosfell – bátslag.

Helgusel

Hér er Helgusel nefnt á undan Bringum til að geta staðsett selið á undan upprunanum – tölvulega séð. Bringum hefur áður verið lýst í annarri lýsingu. Til að dreifa upplýsingunum sem best um vefsíðuna er Helgusel því haft hér á undan Bringum.
Helgusel-2Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.
Enn má sjá miklar mannvistarleifar í Bringum, á stórbrotnum stað. Bæjarhóllinn stendur hátt í hlíðinni, umlukinn hlöðnum túngarði að norðaustanverðu. Ofan hans er fjárhústóft (9×9 m með garði í miðju). Hún er hlaðin á hefðbundin hátt, úr torfi og grjóti, en hefur haft timburgafl mót norðri. Hlaðinn garður er í miðu tóftarinnar. Norðvestan hennar er fallega hlaðinn garður, væntanlega utan um „útivistarsvæði“ ánna. Önnur myndarleg fjárhústóft er suðvestar.
Ætlunin var að mæla upp rústir í Bringum. Að þessu sinni var mælt upp sel og stekkur undir brekku neðan Bringna, ofan Köldukvíslar og Hrafnakletts (Helguhóls), fjárhústóft ofan brekkunnar, bæjarhóllinn sjálfur með öllum sínum dýrindum og loks fjárhústóft ofan bæjarhólsins. Við skoðun á svæðinu komu í ljós nokkrar tóftir, fremur litlar, sem gaumgæfa þarf betur. Þá má sjá brúarhleðslur á lækjum, en Bringnavegurinn lá upp hlíðin að vestanverðu, upp með bæjarhólnum að sunnanverðu og áfram upp með honum til austurs. Enn má sjá götuna vestan bæjarhólsins sem og austan hans, þar sem hún liðast lengra upp á heiðina, yfir gróninga og mýrar uns hún tengist þjóðleiðinni yfir Háamel til Þingvalla.
Seljarústanna er getið í heimildum neðan við Bringur, undir Grímarsfelli, á bökkum Köldukvíslar, svn. Helgusel, en þar er sérstaklega sumarfagurt (Helgufoss).
Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr laBringurndi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn.
Við norðanverðan túngarðarinn í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur:
“Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn var stundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.
Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hann hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Hann segir svo frá í endurminningabókinni “Í túninu heima”: Bringnakotið stóð hátt á bersvæði, berskjaldað fyrir vindum. Kálgarðurinn var steingerði utanum ekki neitt; hann hafði ekki einusinni verið stúnginn upp þegar við komum þangað í miðjum sólmánuði, en lá útafyrir sig, án tengsla við kotið. Smáfuglar bjuggu milli steina í garðhleðslunni, dilluðu stéli og súngu ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli. Að því ég best vissi voru þá ekki kýr á bænum. Hér var enn eitt moldargólfið. Við sátum þarna óratíma og baðstofan fylltist af móreyk; kannski vorum við að bíða eftir kaffi? Ég er búinn að gleyma því; auk þess var ég of úngur til að drekka kaffi.”
Halldór og móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins…
Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðasti ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.”

HalldorLeið lá um Bringur þar sem heita Lestarófur, sléttar flesjur upp með Köldukvísl. Þær heita svo vegna þess að þar sást síðast til ferðamanna, er þeir fóru austur um Mosfellsheiði. Síðan lá leiðin fyrir norðan Geldingatjörn um Illaklif, sem er suðaustan við Leirvogsvatn og hjá Þrívörðum í Vilborgarkeldu, en Vilborgarkelda er austast á Mofellsheiði ekki langt frá þar sem nýi vegurinn sveigir í norðaustur.
Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.: „Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna. Stendur hún á litlu holti, en beggja megin þess eru mýrarteygingar, er kallast Lestarófur. Nefnast þær svo sökum þess, að þar áðu ferðamenn hestum sínum fyrrum. Upp á brún hvammanna er Fjárhúsmýri, sem nú er orðin að túni.

Bringur-2

Tóft – uppdráttur ÓSÁ.

Norðvestur af bænum er lág hæð, er nefnist Enni (flt.). Sunnanvert við þau er Ennamýri, sem er flöt og lágþýfð. Milli Enna og Bæjarholts er Sundið, mýrarsund. Norður af Sundinu er klettur drangalagaður, er nefnist Gægir. Norður af honum er mýrarslakki, Gægismýri. Úr henni rennur Gægismýrarlækur. Norðan mýrarinnar og læksins er Jónsselshæð. Norðan Bæjarholts og austan Gægismýrar er Norðurmýri. Norðvestan Norðurmýrar er mýrarlægð víðáttumikil, sem kallast Jónssel, og er syðsti hluti þess í Bringnalandi. Austur af Norðurmýri er Geldingatjarnarholt, en austan við það er Geldingatjörn. Norðan hennar er lág hæð, Blásteinsbringur, er ná vestur að Jónsseli. Aðeins lítill hluti þeirra eru í Bringnalandi, því að landamerkin eru yfir miðja Geldingatjörn.
Suðvestur úr henni rennur Geldingatjarnarlækur í Köldukvísl spölkorn fyrir austan Bringur. Sunnan við tjörnina beggja megin lækjar er flöt mýri, Geldingatjarnarmýri. Uppi á heiðinni er vestanvert við gamla veginn hóll, er nefnist Rauðkuhóll. Hafði rauð hryssa verið dysjuð þar. Talsverðan spöl sunnar á heiðinni eru Borgarhólar, og eru landamörk milli Bringna og Árnessýslu um hinn austasta og hæsta þeirra. Vestur af hólum þessum eru Borgarhólamelar, og liggur gamli Þingvallavegurinn yfir þá. Ég hefi dvalið 16 ár að Bringum,og mun enginn núlifandi betur vita.“
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: „Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss Bringur-4í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.“
Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú nyrsta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Syðri tóftirnar eru ógreinilegri og minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum. Stærsta tóftin virðst hafa verið stekkur.
Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru fyrrefndar þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir til þess að þarna hafi verið stekkur. Hinar tvær virðast hafa verið kvíar og þá í tengslum við selið og stekkinn. Ef svo hefur verið þá styrkir það líkur á að um tvö selstæði hafi verið í Helguseli á sama tíma.
Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: „Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Bringur-6mul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: „Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.“
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar“.
Ásta f: ´42, skyggn að sögn, hefur haldið því fram að Helga, eða huldukonan í Helgusteini (Hrafnakletti), sé nú horfin úr steininum og hafi tekið sér bólfestu í stuðlabergshamri í fellinu vestan Köldukvíslar ekki langt frá. Með henni væri væri nú hrekkjót stelpa, sem gerði sér að leik að hrinda fólki er ætti þarna leið um (VM).
Þá eru tvær myndir á skiltinu. Annars vegar af brúðhjónum. Þar segir: „Svæðið hér í grennd við Helgusel og Helgufoss er kjörið útivistarsvæði. Þau Helga Rós V. Hannam og Ragnar Bragason teyguðu að sér hið frjálsa fjallaloft um leið og þau voru gefin saman í hjónaband við Helgufoss þann 26. júlí 1997“. Hins vegar er teikning af fossinum. Undir henni stendur: „Helgufoss í Köldukvísl. teikningin er gerð af erlendum ferðamanni sem hér var á ferð seint á 18. öld:“
Við nákvæma skoðun á Helguseli komu í ljós, líkt og fyrr er lýst, þrjú hús og að því er virðist stekkur aftan við þau. Þetta mannvirki sést ekki á uppdrætti Georgs Ágústssonar svo telma má að þarna sé um hluta af selshúsunum að ræða. Eitt rýmið er stærst (íverustaður, en hliðarrýmin eru minni (eldhús og búr).
Sögn tengd Helgu Bárðardóttur er til í örnefnum við Keldur. Þar segir að „á hábungunni vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðadóttir Snæfellsáss og sótt í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“.Helgusel-3
Hraðablettur er ofan og neðan við Helgufoss og Suðurmýrar þar ofan við. Hraðastaðir hafa verið eignarland allt frá landnámi. Jörðin er sérstök og afmörkuð eign og voru landamerki hennar skráð í tilefni landamerkjalaga nr. 5/1882, sbr. landamerkjalýsingar Hraðastaða 1890 (skrá Óbn).
Allar eignarheimildir, þ.á m. fjöldi lögskipta fyrr og síðar, styðja að Hraðastaðir séu og hafi alltaf verið eignarland. Nægir þar að nefna að öll skilyrði eignarhefðar eru fyrir hendi og enginn vafi leikur á því að um eign er að ræða í skilningi eignarréttarákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994. Kröfulína fjármálaráðherra nær inn á austanverða jörðina og er ástæðan fyrir því sú að ráðherra leggur landamerkjabréf Stóra-Mosfells frá 1882 (skrá Óbn) til grundvallar kröfum sínum en landamerkjabréf Hraðastaða frá 1890 er ekki samhljóða eldra landamerkjabréfi fyrir Stóra-Mosfell frá 1882.
Allt land innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar er samkvæmt Landnámu í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þórður skeggi hefur verið kallaður landnámsmaður Mosfellinga. Samkvæmt Landnámu bjó hann á Skeggjastöðum og nam hann land að ráði Ingólfs og náði það á milli Leirvogsár og Úlfarsár sem er ekki fjarri núverandi sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar. Mosfellsdalur og Mosfellsheiði að hluta voru innan laHelgusel-6ndnáms Þórðar skeggja.
Fljótlega eftir að land byggðist kom hreppaskipanin til sögunnar á Íslandi. Þá hefur Mosfellshreppur orðið til en hann náði niður að Elliðaám allt fram á 20. öld. Hreppurinn lá að Kjalarneshreppi í norðri, Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi í austri og Seltjarnarneshreppi í suðri og vestri.
Snemma í kristnum sið var kirkja reist í Mosfellsdal og var hún í fyrstu í einkaeign (bændakirkja). Ekki hafa varðveist máldagar Mosfellskirkju frá miðöldum en ekki er útilokað að heiðarlandið hafi verið eign Mosfells frá fyrstu tíð eins og örnefnið Mosfellsheiði gefur til kynna.
Líkt og í öðrum sveitum landsins var kvikfjárrækt ríkjandi atvinnugrein í Mosfellssveit. Hér áttu fáar jarðir land að sjó og Mosfellingar höfðu því takmarkaðar nytjar af sjávarfangi. Jarðaskipan tók litlum breytingum í aldanna rás, stærri jarðir voru um 40 talsins og þar við bættust hjáleigur. Þegar líða tók á 20. öld tók að fjara undan landbúnaðinum og samfélagið gjörbreyttist.
Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiKaldakvislðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn. d) svonefnt Jónselssland ofan við Mosfellsdal. Um það leyti, sem heiðin var seld, var stofnað nýbýli á þessum slóðum og nefnt Seljabrekka. Hún er þó ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Jónsselið er t.a.m. alls ekki örugglega staðsett í nútímanum.
Og þá aftur að tilgangnum – uppmælingunni. Helgusel var mælt 22 m á lengdina). Um er að ræða magflóknar tóft(ir). Ágúst Georgsson teiknaði selið árið 1980 og skv. teikningunni virðist húsaskipan nokkuð ljós. Skv. uppdrættinum virðast hafa verið þrjú hús, ekki endilega samtímis. Þannig eru rýmin sunnan og norðan við miðtóftina nokkuð álíka varðandi skipan, en miðtóftin virðist af annarri og líkari eldri húsagerð. Regluleg skipan rýma eru að sjá í endahúsunum, en óreglulegri og einfaldari í miðið. Svo virðist sem seltóftirnar tvær til endanna hafi haft hvor um sig fullnægjandi selsmynd á þessu svæði, þ.e. trjú rými. Því gæti þarna hafa verið stvær selstöður um tíma, eða þá að annað húsið hafi verið byggt síðar, þá væntanlega sú syðri. Miðtóftin er torráðnari. Þarna gæti verið um að ræða nýtingarhús eftir að selið lagðist af og þá verið nýtt til annarra nota, s.s. sem brennisel til hrístöku eða sem skjól fyrir ferðalanga. Hún virðist byggð utan í hinar tóftirnar tvær og jafnvel úr þeim að hluta. Hin háabarma borg vestan þess gæti skýrt tilvist hennar. Hún er líklega, af ástandinu að dæma, nýjasta mannvirkið á svæðinu og hluta af efni hennar mögulega tekið úr selstóftunum. Þarna var jafnan töluverð umferð ferðamanna.
Bringur-9 Það hefur sennilega verið ferkantað, en rúnast af með tímanum og gróið upp. Ástand þess er ágætt enda ágangur orðinn lítill eftir að sauðféð varð lokað af í afmörkuðum beitarhólfum. Líklega hefur þarna verið um rétt að ræða í þessum grasvæna og skjólsæla stað með hinn fagurmyndaða foss sem útsýni. Þar gætu ferðalangar um Bringnaveg hafa áð um skamma hríð, enda skjóllendið hvergi betra við leiðir Mosfellsheiðarinnar.
Sá, sem kom að Bringum úr vestri, hafa varla getað gleymt „heimaálitinu“. Bæjarhúsið hefur staðið hátt í hlíðinni, ofan (austan) við kálgarðinn. Enn má sjá móta fyrir „fótstykkinu“ að vestanverðu. Innan hennar er hola í bæjarhólinn (sem er um 25×29 m). Í henni má enn sjá stofuofninn í kjallaranum og leislu honum tengda. Norðvestan hennar er bein og regluleg hleðsla.
Í norðaustanverðum aflíðandi bæjarhólnum mótar fyrir húsi eða tóft. Þar gæti hafa verið skemma eða geymsla úr timbri. Norðaustan þess er hlaðið bogadregið gerði. Það liggur í reglulegan sveig til norðust og síðan áleiðis til norðurs. Við norðanverðan bæjarhólinn er hlið það sem garðurinn mætir hleðslum um kálgarðinn norðan bæjarhólsins. Þarna munu „smáfuglarnir búið milli steina í garðhleðslunni, dillað stéli og súngið ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli“.
Vestan bæjarhólsins sést hvar kastað hefur verið úr götunni. Hún lá upp fyrir bæjarhúsið og þaðan áfram upp á heiðina.
Fjárhústóft er austan bæjarhúsanna. Hleðslur standa enn vel og sjá má útlínur hennar glögglega. Hleðslurnar eru um 12o cm á hæð. Hlaðinn garður er í miðjunni. Tóftin snýr til norðvesturs og hefur gafl verið á þeirri hlið. Grjóthleðslur eru í annars grónu veggjunum.
Helgufoss Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar segir að: „bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna.“ Þegar staðið er efst í brekkunni ofan Við Helgusel má vel virða fyrir sér framangreind örnefni.

Bringur

Bringur – loftmynd 1954.

Suðvestan við fjárhústóftina er ferkantaður hlaðinn steingarður. Efsti hluti hans, næst tóftinni nær tveimur metrum austar. Hleðslur standa enn vel, en eru þó bæði orðnar signar og hafa fallið út frá uppruna sínum að hluta. Líklega hefur gerðið verið notað sem nátthagi og/eða rétt. Það er nú grasi gróið, líkt og umhverfið.
Brunnurinn er nokkuð sunnan við bæjarhólinn.
Önnur myndarleg fjárhústóft er nokkru vestar, ofan brekku þeirrar er umlykur Helguselið. Hún er dæmigerð fyrir 19. aldar fjárhús; hlaða innanvert og gripahúsið lengra utanvert. Hlaðinn garður er í miðju. Op er vestast á suðurhlið. Veggir eru heillegir og hafa haldið sér vel. Grjót má sjá í veggjum að innanverðu, en gróið á millum. Sést það best við op og í hlöðu. Að utanverðu er veggir grasi grónir. Þeir eru um 150 cm háir. Ástand þeirra er gott, enda lítið verið um átroðning í seinni tíð. Gras, óslegið, er allt um kring, líkt og á allri Bringnaheimajörðinni þar sem ekki eru lækir, dýjamosa eða mýrarvelpur.
Ef svæðið í heild væri gaumgæft með fránum augum mætti eflaust finna á því fleiri tóftir og minjar, s.s. smærri útihús, hlaðnar brýr yfir læki, úrkast úr túnum, garða og götur – allt minjar um athafnasemi fólks og fyrrum búsetu í Bringum.

Bringur

Bringur – bærinn; loftmynd 1954.

Í örnefnaskráningu Sigríðar Jóhannsdóttur frá 1974 vegna athugasemda kemur fram að „gamall maður sagði Jórunni fyrir nokkrum árum, að staðurinn, þar sem bærinn var fyrst reistur, hefði heitið Gullbringur, frá ómunatíð. Gullbringurnar eru vestan í hæð, sem er norðan undir Grímansfelli.
Það eru vinsamleg tilmæli Jórunnar, að jörðin sé nefnd sínu upphaflega nafni, þ.e. Gullbringur, eins og sr. Magnús Grímsson nefndi hana. Það er hið eina, sem hún getur gert fyrir jörðina, að stuðla að því, að hún sé nefnd fullu nafni.“
Frábært veður – útsýnið yfir Mosfellsdalinn…

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Jóns Halldórssonar – Örnefnastofnun Íslands.
-Ásta (VM).

Helgusel

Helgusel.

 

Vatnaborg

Þrátt fyrir dimmviðri lék sólin við Reykjanesbrautina. Ákveðið hafði verið að fara í skoðunarferð um borginar sex sem og nokkra aðra staði við brautina. Byrjað var á því að skoða Vatnaborgina sunnan brautarinnar skammt vestan Kúagerðis. Borgin er á grashól örskammt frá veginum og sést vel. Norðan borgarinnar er hið fallegasta vatnsstæði. Borgin ber þó fremur nafn sitt af bænum Vatnsleysu en vatnsstæðinu, enda í Vatnsleysulandi.

Stóra-Krossskjól

Stóra-Krossskjól á Njarðvíkurheiði.

Næst var staðnæmst við Stóra-Skjólgarð sunnan við Innri-Njarðvík, sunnan Reykjanesbrautar. Um er að erð ræða mikinn hlaðinn skjólgarð á hól skammt frá brautinni. Hann hefur veitt fé skjól fyrir vondum veðrum úr öllum áttum. „Garðinn hlóð Helgi Jónsson sterki, er var húsmaður Þorkels lögrm. Jónssonar, föður Jóns Thorkilli. – Skv. frás. Guðm. A. Finnbogasonar.“ Skv. því hefur garðurinn verið hlaðinn um 1650. Skipsstígurinn á milli Narðvíkur og Grindavíkur, liggur skammt vestan við hólinn.

Rósel

Rósel.

Þá var haldið að Róasaseli vestan Rósaselsvatna og það skoðað. Selið er greinilega mjög gamalt. Við þar er hlaðinn stekkur, fremur lítill. Litið var á borg skammt vestan þjóðvegarins að Garði. Borgin er á litlum hól og er fremur lítil af fjárborg að vera. Hún er greinilega mjög gömul, enda engar sagnir til um tilvist hennar. Hún er hvergi til á kortum, hvorki gömlum né nýjum.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Staldrað var við Keflavíkurborgina, sem er á holti ofan við Grófina. Um er að ræða mjög gamla hlaðna fjárborg. Inn í hana hefur einhvern tímann verið hlaðinn garður og er líklegt að fé hafi verið gefið í borginni. Eins og flestir vita voru ekki til fjárhús á þeim tíma, heldur komu hlaðnar borgir og fjárhellar (fjárskjól/fjárbyrgi) í þeirra stað. Sérstök hús fyrir fé komu löngu síðar( á 20. öldinni).

Berghólar

Berghólar – fjárborg.

Haldið var að Hólmsborginni á Hólmsbergi (Berghólum). Um er að ræða mjög fallega fjárborg, að mestu hlaðna úr torfi og grjóti. Út frá henni til suðurs er garður, en inni í henni miðri er stallur. Hafa ber í huga að fornum fjárborgum var breytt í tímans rás, allt eftir þörfum hverju sinni. Þannig urðu sumar borgir að stekkjum, sbr. Þórustaðaborgin, og til eru dæmi um að borgir hafi þróast í réttir, sbr. Auðnaborgin. Sunnan Hólmsborgar er gerði eða rétt, en austan hvorutveggja liggur gamla þjóðleiðin á milli Keflavíkur og Útskála.

Árnarétt

Árnarétt.

Loks var haldið að Árnarétt við viðkomu við Hríshólavöru, einni fallegustu fjárborginni á Reykjanesi. Hún er stærri að ummáli en Staðarborgin, svo til alveg heil og næstum því jafn há og hún. Norðan hennar er Álaborgin, forn rétt. Álaborgin syðri er ofan Bæjarskerja. Hún er einnig forn rétt og stendur enn að mestu heil. Í bakaleiðinni var skoðuð gömul fjárborg sunnan vegarins að Leifsstöð. Rétt mótar fyrir hringnum innan um leifar hernaðarmannvirka Bretans. Gaman að sjá hvernir hin gamla arfleið hefur lifað hernaðarbröltið vegna þess hversu ómeðvituð þau hafa verið þeim er þar komu að.
Góður dagur. Og hið skemmtilega var að flestir í hópnum, sem ekið hafa margoft þessa leið, höfðu aldrei tekið eftir þessum merku mannvirkjum – sem eru einungis nokkra metra frá einni fjölförnustu þjóðleið nútímans.

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

Másbúðarhólmi

„Um jörðina Másbúðir fyrir norðan Hvalnes segir Jarðabók: „Túnið fordjarfast stórkostlega af sands- og sjávargangi, og hefur sjórinn síðustu sjötíu árin (þ. e. frá því um 1630 til 1700) brotið sig gegnum túnið á tvo vegu, þar sem áður var svarðfast land, svo nú stendur bærinn á umflotinni eyju, og fer þetta landbrot árlega í vöxt, svo þar er ekki fært yfir í stórstraumsflæði nema um brú, sem sjórinn brýtur um vetur.“

Masbudarholmi-321

Másbúðir entust þó lengur en á horfðist, því að það var ekki fyrr en um 56 árum eftir að Jarðabók er tekin saman, að bæinn tók af, að því er séra Sigurður B. Sívertsen segir, er getur um viðburðinn 80 árum síðar. Land Másbúða heyrir nú undir Nes (eða Nesjar), er áður var hjáleiga, og myndi Másbúða-nafnið gleymt, ef ekki væri þarna sund og lítill hólmi, er enn heita Másbúð.“

Másbúðir hefir jörð heitið, skamt frá Melabergi. Var hún 35 hndr. að dýrleika og „stóð fram við sjó, en vegna sjávarágangs var bærinn fluttur í hjáleiguna, sem þá hét Nes eða Nesjar, fyrir 80 árum (þ.e. um 1760); er nú svo nefndur Másbúðahólmi, þar sem bærinn áður stóð, orðinn umflotinn sjó.“

„Másbúðir hét bær skamt fyrir utan Hvalsnes. Sagt er að þ.að hafi verið landnámsjörð og borið nafn at landnámsmanninum, er Már hafi heitið; hafi sú jörð átt mikið land og eigi hvað minst út til sjávar frá bænum. En svo hafi sjór smámsaman gengið á landið og loks brotið alt af heim undir bæ. Hafi eigandinn þá flúið þaðan (eða flutt sig) að Nesjum. Hann hét Erlendur Jónsson og var 41 árs 1758. Bærinn Másbúðir stóð á hól; lagðist hann því ekki af þá þegar; var þar kot og verstaða, því þaðan var gott útræði, En á síðustu áratugum 19. aldar brauzt sjórinn kringum hólinn, svo að síðan er hann umflotinn hólmi nema um fjöru. Þá lagðist verstaðan af, en býli hélzt þar þó fram að aldamótum 1900. Þá flúði kotbóndinn þaðan undan sjógangi. Er þar nú eyðihólmi; sjást að eins rústir kotsins og dálítill túnblettur í kring uppi á hólnum.“

Masbudarholmi-bru

„Másbúðir eru að finna á litlu skeri á Suðurnesjum, nánar tiltekið á Miðnesi. Þar eru að finna fornar búðir sem voru eitt sinn miklar sjóbúðir. Úttekt var gerð þann 31. maí 1740 á Másbúðum og öðrum konungsjörðum. Þar segir: „Á mörgum bæjum eru dyrnar ekki nema 1 stafgólf, 2 og 3 á sumum og 4 á stærsta bænum. Skálarnir eru 3 eða 4 stafgólf (8-10 áln. ) nema á Másbúðum, þar 9 stafgólf (líklega fyrir sjómenn, þótt rúm séu ekki nefnd), …“
Árið 1799 voru Másbúðir komnar í eyði líkt og gerðist oft með konungsjarðir í harðræðisárum. Síðasti ábúandi á Másbúðum bjó þar á árunum 1884 – 1895 og hét Jón Jónsson.

Fyrsti byssubardagi Íslands
Másbúðir koma fram í sögunni um Dráp Kristjáns skrifara (sjá Kirkjuból). Það sem vantar í þá sögu er að þegar norðanmennirnir voru búnir að drepa Kristján héldu þeir um Suðurnesin til þess að drepa eftirlegumenn hans. Tveir þeirra voru á Másbúðum. Annar þeirra hét Pétur og eftir þennan dag var hann kallaður Másbúða-Pétur. Hann er talinn hafa verið með fyrsta byssubardaga Íslands þegar hann „lét baun í byssu sína og skaut með henni einn af norðanmönnum, en komst síðan undan til Skálholts“.“

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 2. tbl., bls. 60.
-Vísir, 9. júlí 1938, bls. 3.
-Árbók Hins íslenska forleifafélags, 18. árg. 1903, bls. 38-39.
-http://minjarihaettu.wordpress.com/fornleifar/masbudarholmi/saga/Masbudir-pan

Lækjargata

Hér segir frá hinum gömlu Reykjavíkurbrúm.

„[Lækurinn] kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar, hlykkjaðist meðfram löndum Skálholtskots og Stöðlakots og síðan rann hann á landmerkjum Arnarhóls og Reykjavíkur til sjávar, og var ósinn rétt Reykjavík 1787vestan við Arnarhólsklett. Hafði hann þá runnið 198 faðma leið. Víðast var hann ekki nema svo sem tveggja faðma breiður og holbekktur, en um miðju var hann miklu breiðari og fram undan Stöðlakotslandi nyrzt (þar sem nú er lóðin Bankastræti 2) var dálítill hólmi í honum, grasi gróinn. Á austurbakkanum voru grænar flatir mýrarkenndar fyrir neðan túnin og höfðu bændur þar slægjur.“
„Lækurinn var mesti vandræðagripur. Átti hann það oft til að hlaupa yfir Austurvöll, svo að hann varð eins og hafsjór yfir að líta. … Fyrsta flóðið, sem menn hafa sagnir af, stafaði af sjávarfyllu. Var það árið 1799 í veðrinu mikla, þegar Básenda tók af. … Annað sjávarflóð mikið kom á jólaföstu 1832. Kom flóðið upp í lækinn og yfir allan Austurvöll. Þriðja flóðið kom á miðþorra 1863. … Stíflaðist þá lækurinn og varð af geysimikið flóð í Miðbænum, … Fjórða stórflóðið kom á þorraþrælinn (19. febrúar) 1881. …
StólpabrúinVatnið fyllti alla kjallara í Miðbænum og komst sums staðar inn í húsin. Og yfir austurhluta Austurvallar og Lækjargötu var þá ekki fært nema á bátum, því að vatnið tók mönnum þar í mitti, en í Austurstræti mitt á milli þar sem er Útvegsbankinn og Hressingarskálinn, var maður nokkur nær drukknaður.“
Á 17. bæjarstjórnarfundi árið 1843 voru ákveðnar eftirfarandi framkvæmdir í Lækjargötu:
„Veitti bæjarstjórn því 1848–1850 hundrað ríkisdali á ári til að þrengja lækjarfarveginn fram undan Stöðlakotslóð og hækka vesturbakkann á því svæði. Var þetta gert til þess að fá meiri straum í lækinn og koma í veg fyrir að hann flæddi yfir Miðbæinn svo að segja á hverjum vetri, hinum eldri til mikils ama, en börnunum til gleði, því að þá kom ágætt skautasvell á Austurvöll, og þar var æskulýðurinn alltaf á skautum, en ekki úti á Tjörn. Árið 1852 samþykkti bæjarstjórn að láta hlaða upp farveg lækjarins, að neðanverðu. Var það gert á næstum árum. Voru bakkarnir hlaðnir úr hnullungargrjóti, nema fram undan Kóngsgarði. Þar voru þeir hlaðnir úr höggnu grjóti, „hefur kannske þótt skömm að láta hið sama ávallt vera fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola,“ segir Gröndal. …

Stólpabrúin

Jafnhliða þessum framkvæmdum var sú kvöð lögð á þá, sem áttu heima í Lækjargötu, að þeir settu laglegar grindur meðfram læknum, hver fyrir sinni lóð og héldu þeim við. Var þetta gert til þess að afstýra því, að menn hrösuðu þar ofan í lækinn í myrkri. Þetta var gert en lítið var um viðhald og grotnuðu grindurnar niður og brotnuðu. … Árið eftir konungskomuna [1874] voru lækjarbakkarnir hlaðnir upp frá Skólabrú suður að tjörn og á næsta ári var Lækjargatan lengd að Tjörninni.“
„Frá því ég man fyrst eftir var tíðast eitthvað verið að laga hann til, ýmist hlaða upp veggi hans, laga girðingar meðfram honum, setja á hann brýr, eða hreinsa hann. En eigi að síður var Lækurinn óþverravilpa, sem óheilnæmi og hætta stafaði af, og því hlaut að koma að því, fyrr eða síðar, að hann yrði leiddur í pípum til sjávar, farvegur hans fylltur og gerð þar gata. Veganefnd ákvað um mitt sumar 1912 að ráðist skyldi í þessa framkvæmd næsta ár, en áætlað var, að hún mundi kosta um þrjátíu þúsund krónur. … og var Læknum komið í þann farveg, sem hann enn er í, sumarið 1913.“

Lækurinn

Brýrnar yfir lækinn Kort Ohlsens og Aanums af Reykjavík frá 1801 sýnir fjórar brýr á Læknum; eina við ósinn, niður úr Arnarhólströðum, aðra fram undan Tugthúsinu/ Kóngsgarði/ Landshöfðingjahúsinu/ Stiftamtmannsbústaðnum/ Stjórnarráðinu, hina þriðju fyrir neðan Þingholtsbæina og fjórðu neðan Stöðlakots. Að öllum líkindum hafa þetta verið einfaldar plankabrýr en sumar með handriði.
Árið 1828 voru settar tvær allveglegar trébrýr á Lækinn, sú fyrri við ósinn en hin síðari fyrir framan Stiftamtmannsbústaðinn. Var sú með háum handriðum og stórum hurðum. Eftir 1834 var sett brú við endann á Austurstræti til að tengja götuna Bakarabrekkunni (Bankastræti) þar sem eini bakari bæjarins var sestur að með starfsemi sína. Stefán Gunnlaugsson land- og bæjarfógeti lét gera brú fyrir framan hús sitt Amtmannsstíg 2 árið 1838. Árið 1846 var gerð brú niður af Latínuskólanum og fékk hún nafnið Skólabrú, en það nafn færðist líka yfir á brautina upp að skólanum og seinna á götuna handan við lækinn. Trébrúin niður af Bakarabrekku var tekin niður árið 1866 og steinbrú gerð þar í staðinn og þótti hún mikið mannvirki. Seinasta brúin yfir Lækinn var gerð árið 1882 niður af Skálholtslind (þar sem Mæðragarður er nú). Sunnar voru þrír til fjórir plankar lagðir yfir Lækinn.

Arnarhólslækur í Reykjavík
Landsnefndin síðari hafði til athugunar margs kyns málefni sem vörðuðu framfarir og viðreisn ÍsKortlands, meðal annars verslunina, og gaf út það álit að stefna bæri að verslunarfrelsi. Fyrst yrði þó að leggja hornstein að kaupstöðum í landinu. Lagði hún því til að stofnaðir yrðu kaupstaðir á fimm stöðum, í Reykjavík og Grundarfirði, á Ísafirði, í Eyjafirði og á Reyðarfirði. Þá hreyfðu nefndarmenn þeirri hugmynd að Reykjavík yrði höfuðstaður landsins, þangað flytti Skálholtsbiskup og skóli staðarins en bærinn hlyti nýtt nafn, Kristjánsvík, konungi til heiðurs. Til að tryggja enn frekar að ekki fyrndist yfir nafn konungs þótti þeim vel til fallið að Eyjafjörður skipti líka um nafn og héti eftirleiðis Kristjánsfjörður.
Árið 1771 hljóðnuðu hamarshöggin í nýju tyftunarhúsi landsins á Arnarhóli. Smíði þess var lokið. Þegar stiftamtmaður tók sér þar bólfestu 1819 var það kallað Kóngsgarður, síðar fékk það nafnið Landshöfðingjahús en kallast nú Stjórnarráðshús.
Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786. Sama ár voru stofnaðir kaupstaðir á fimm öðrum stöðum, í Grundarfirði, á Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum.
Þetta sama ár Bakarabrúinvar birt konungleg auglýsing þess efnis að einokunarversluninni yrði brátt aflétt. Þá hafði verið afráðið að hvort tveggja, biskupssetrið í Skálholti og skóli staðarins, yrði flutt til Reykjavíkur. Næstu árin fluttist þangað öll umboðsstjórn konungs sem til þessa hafði verið tvist og bast um landið. Reykjavík verður einnig miðstöð verslunar og vöxtur hleypur í þennan höfuðstað landsins.
Jafnskjótt og tökin linuðust á einokunarversluninni tók byggðin að fikra sig austur með sjónum frá Aðalstræti í áttina að Arnarhólslæk en hann afmarkaði í fyrstu kaupstaðarlóðina að austan. Hann var hins vegar ógreiðfær yfirferðar og breiddi sums staðar úr sér. Stundum flóði hann yfir bakka sína, vatnskrapi sytraði yfir Austurvöll og Kirkjubrú og tók mönnum í hné og klyftir og dómkirkjan nýja var umflotin vatni.
Verslun heimtar greiðar samgöngur og Arnarhólslækur var fyrsti farartálminn austur úr bænum. Niður við lækjarósinn var að vísu vað en það var einungis fært ríðandi mönnum.
Í vaxandi bæ varð ekki undan því vikist að brúa lækinn. Og brýrnar, sem ráðist var í að gera, markBankastrætia að sínu leyti nýtt upphaf í brúarsmíðum á Íslandi. Í fyrstu var efniviðurinn einvörðungu tré, síðan bættist við höggvinn steinn og loks efni framtíðarinnar, steinsteypa. Reykjavík teygði sig brátt austur yfir Arnarhólslæk og verslunin með bættum samgöngum smám saman allar götur austur yfir fjall.
Þar sem nú er Bókhlöðustígur var brú á leiðinni að tveimur hjáleigum Víkurjarðarinnar, Stöðlakoti og Skálholtskoti. Hún var kölluð Skálholtskotsbrú. Hún hefur verið elst, er eina brúin á læknum á Reykjavíkurkorti sem hinn konunglegi stjörnumeistari Lievog gerði árið 1787.
Á korti frá 1801 eru hins vegar fjórar brýr á læknum. Auk Skálholtskotsbrúar er brú við stíginn sem lá upp að þinghúsi bæjarins og Þingholt draga nafn af. Sú brú var á svipuðum slóðum og Amtmannsstígur er nú. Brú er yfir lækinn að tukthúsinu og loks er brú við Arnarhólstraðir þar sem var alfaravegur úr bænum og heim að bænum sjálfum. Sú leið var hins vegar tekin af. Stígurinn sunnan við Kóngsgarðinn tók við af henni og breið og sterk trébrú var sett þar yfir lækinn. Knudtzon kaupmaður lét reisa brauðgerðarhús sunnanvert við stíginn árið 1835 og fékk þangað þýskan bakara, Bernhöft að nafni. Stígurinn dró nafn af iðn Bernhöfts og var ýmist kallaður Bakarastígur eða Bakarabrú. Brúin var einnig kölluð Bakarabrú en annað nafn á henni var Lestamannabrúin. Það nafn dró hún af hestalestum bænda í kaupstaðarferð.
SkólabrúinStefán Gunnlaugsson sýslumaður og síðar bæjarfógeti reisti sér íbúðarhús suður af brauðgerðarhúsunum og vildi fá stíg þangað heim á kostnað bæjarins. Þegar það mál kom til umræðu á borgarafundi 1839 þótti sumum borgurunum sér misboðið og hurfu af fundi. Þeir sem eftir sátu töldu að ódýrast væri að setja „gömlu brúna“ á lækinn syðst í lóðinni og leggja síðan stíg frá henni upp að húsi sýslumanns. „Gamla brúin“, sem þá lá á lausu eins og segir í fundargerð, var annaðhvort brúin við Arnarholtstraðir eða brúin sem áður var á stígnum upp að þinghúsinu. Eftir þetta var hún kölluð Gunnlögssensbrúin.
Allt voru þetta trébrýr. Tvær af þeim brúm, sem enn átti eftir að setja yfir lækinn, voru hins vegar gerðar af höggnum steini, steinbogar eða bogabrýr eins og Rómverjar hinir fornu reistu, einu brýrnar af því tagi á Íslandi.

„Skólabrúin dýra“
Önnur bogabrúin var fyrir neðan hið nýja hús latínuskólans en bygging þess hófst 1844. Til að reisa skólahúsið komu hingað tveir norskir trésmiðir og norskur múrari sem jafnframt var steinhöggvari. Hann hlóð grunninn undir húsið sem var komið undir þak í nóvember. Sökum myrkurs var ekki hægt að ljúka því sem eftir var inni án lýsingar en ekki þótti hættandi á að láta lítt vana verkamenn vinna þar með logandi ljós sér við hlið. Veturinn 1845 var því hafist handa við að sprengja grjót í brúna og jarðþrep framan við skólann ofan við flötina sem hallaði niður að læknum. Grjótið var jafnharðan höggvið til og brúin hlaðin. Kostnaður við hið nýja skólahús fór úr böndunum af ýmsum ástæðum og það átti einnig við um kostnað við brúna. Því var hún kölluð „skólabrúin dýra“.
Nafnið Skólabrú á raunar ekki alltaf við brúna sjálfa heldur slóðann frá skólanum niður undir dómkirkju eða stíginn frá læknum upp að skólahúsinu. Í Ingólfi 1853 er steinboginn kallaður Skólabrú. Í Þjóðólfi 1867 segir að norski múrarinn hafi lagt „brú niður undir kirkjuna“.13 Benedikt Gröndal, sem réðst sem kennari við skólann 1874, segir að gangstígurinn frá læknum upp að skólanum hafi borið þetta nafn og lýsir honum nokkrum orðum. Hann var „alræmdur“ að sögn Gröndals, tíðum „illfær á vetrum í hálku og stormi, en engar grindur utan með til stuðnings og mun þetta gert eftir reglunni „per ardua ad astra“,“ þ.e. enginn verður óbarinn biskup. Yfir lækinn var „steinbrú“ og „ómerkilegt hlið á,“ segir Gröndal enn fremur.
SkólabrúinÞó að hliðið hafi verið „ómerkilegt” í augum Gröndals markaði það í raun réttri skil milli tveggja heima, Reykjavík snauðra tómthúsmanna og Reykjavík embættis- og kaupmanna. Yfir brúna áttu sauðsvartir almúgamenn sjaldan erindi. Sama átti við um brúna fyrir framan Kóngsgarðinn, Stólpabrúna eins og hún var kölluð. Á henni voru grindur og háir og miklir stólpar en sterk vængjahurð lokaði leiðinni til fulltrúa konungsins á Íslandi, stiftamtmanns og síðar landshöfðingja. Svipað hlið var sett á Gunnlögssensbrúna.
Talið er að sement hafi fyrst verið notað við húsasmíðar hér á landi þegar ráðist var í umbætur á dómkirkjunni í Reykjavík 1847. Víst er að sement ásamt kalki var meðal efnis sem flutt var til Reykjavíkur 1844 þegar hafist var handa við að hlaða grunn Lærða skólans.17 Hvort eitthvað af því var notað við það verk skal látið ósagt en ætla má að það hafi verið notað við brúarsmíðina. Liðlega tuttugu árum síðar var samið við Sverri steinhöggvara Runólfsson um að gera steinboga yfir lækinn í stað trébrúarinnar neðst á Bakarastíg. Í samningnum segir meðal annars að frágangurinn „á steinboganum og undirstöðu hans áskilur bæjarstjórnin að verði allur hinn sami með reglulega höggnum steinum og annarri vöndun verksins og traustleika eins og steinboginn undir skólabrúnni“. Þá er enn fremur tekið fram að til múrverksins skuli „brúka vandað cement og ekki kalk“. Ekki er ólíklegt að þetta ákvæði í samningnum sé einmitt til komið vegna þess að þannig hafi verið að verki staðið við Skólabrúna.

Steinboginn við Bakarastíg
SteinbogabrúinSverrir Runólfsson hafði numið iðn sína í Danmörku. Hann kom heim 1860 og var einn helsti verktakinn við ýmsar framkvæmdir í Reykjavík næstu árin, gerði „við rennur með sínu lagi og við götur og vegi bæði í Reykjavík og í sýslunni og þar með steinboga yfir lækinn í Reykjavík við hvur verk flest hann mætti ólempni bæjarstjórnarinnar þar svo furðu gegndi en kom þó öllu sínu fram,“ segir hann í ævisögu sinni.
Óvíst er hvort hugmyndin um steinbogann hefur verið runnin undan rifjum Sverris sjálfs. Haustið 1865 ritaði hann Óla P. Finsen bæjarfulltrúa bréf og bauðst til að leggja sjö álna eða um 4,4 metra breiðan múraðan steinboga með steinveggjum á báðum köntum „í stað gitterverks“, þ.e. rimla, yfir lækinn á alfaraveginum upp á Bakarastíginn og kæmi steinboginn í staðinn fyrir trébrúna sem þar var þá. Þetta orðalag, „í stað gitterverks“, gæti bent til þess að einhver bæjarfulltrúanna, ef til vill Óli P. Finsen sjálfur, hafi ámálgað það við Sverri að hann tæki að sér að gera steinboga með „gitterverki“ yfir lækinn. Kostnaðurinn gerði Sverrir ráð fyrir að yrði allt að þrjú hundruð ríkisdalir en þetta sama ár námu áætlaðar tekjur bæjarins um tólffaldri þeirri upphæð. Hér var því í mikið ráðist. Trébrúin var hins vegar orðin hrörleg enda þarfnaðist hún „aðalaðgjörðar“ þegar hér var komið sögu. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar. Þó að bæjarfulltrúum þætti margt óljóst í tilboði Sverris vildu þeir ekki með öllu varpa fyrir róða „hugsuninni með múraða steinbogabrú í stað trébrúar“. Þeir fólu því einum úr sínum hópi, Jóni Guðmundssyni ritstjóra Þjóðólfs, að semja við Sverri en einkum þó að setja honum ýmis skilyrði sem þeim þótti nauðsyn bera til að sett væru, gera með öðrum orðum við hann verksamning, semja verklýsingu til að vinna eftir og setja ákvæði um verklok en allt var þetta eitt og sama plaggið. Steinbogabrúin skyldi vera sjö álna breið (þ.e. um 4,4 m) með traustri og múraðri undirstöðu, segir í verksamningnum og boginn svo hæfilega upphafinn og hvelfdur að hvirfill hans að neðanverðu væri að minnsta kosti sex þumlungum hærri en bitarnir í trébrúnni í beinni línu frá botni lækjarins. Í stað steinveggja á báðum köntum eins og Sverrir lagði til vildu bæjarfulltrúarnir að kæmu fjórir stólpar úr höggnum steini með hæfilegri hæð, sinn á hverju brúarhorni og þannig um búið að járnteinn yrði þar í festur sinn hvorum megin en holur höggnar í steinbogakantinn, tvær hvorum megin milli stólpanna, og járnstólpar festir í með renndu blýi um kring. Fyrir þetta verk var bæjarstjórnin reiðubúin að greiða þrjú hundruð ríkisdali alls en í þeirri greiðslu skyldi fólgið „allt efni, er verk þetta útkrefur, að því er áhrærir grjót og cement, og vandaða uppfyllingu aftan á steinboganum sjálfum, sömuleiðis öll verk, er að þessu lúta, hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis öll tól og áhöld, er þar til útheimtast, þar á meðal allt tréverk (stillads), bæði að efni og smíði til þess að mynda steinbogann og halda honum uppi, uns hann er fullgjörður. Þér múrmeistarinn getið því ekki átt neinn aðgang að bæjarstjórninni um neina sérstaka borgun, eða aukaborgun fyrir neitt þess leiðis“.
Verklok miðuðust við tíunda dag frá komu póstskipsins í annarri ferð sinni hingað vorið 1866 en gert var ráð fyrir að það kæmi í maíbyrjun. Skyldi hin nýja steinbogabrú þá vera alfær yfirferðar.

Heimild:
-Vegagerðin, Framkvæmdafréttir, 33. tbl./06.
-Úr bókinni „Brýr að baki“, sögu brúargerðar á Íslandi.
-Anna Lísa Guðmundsdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir – Lækurinn, fyrr og nú, MR, Reykjavík 2007.

Reykjavík 1801

Reykjavík 1801.

Grafarsel

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703) er m.a. fjallað um jörðina Gröf, sem þá tilheyrði Mosfellssveit.

Grafarsel

Grafarsel.

Talsverðar kvaðir hafa verið á jörðinni sbr.: „Kvaðir eru mannslán, hestlán bæði til alþingis og annarstaðar, jafnvel stundum norður í land og ýmsar áttir, og þetta stundum til samans á einu ári. Dagslættir tveir. Hríshestar tveir. Móhestar einn eður tveir. Torfskurður. Hest til að flytja lax úr Elliðaám. Skipaferðir. Timbur í Þingvallaskóg að sækja. Húsastörf á Bessastöðum. Fóður mikið eður lítið; allar þessar kvaðir so undir komnar og með slíkum skilorðum sem áður er sagt. Mesta fóður það menn muna var hestur útgjörður um allan veturinn, sem ekki þreifst og drapst frá heyjum um sumarmálaskeið, hann mátti bóndinn betala Jóhann Klein, og í tíð Heidemanns gamalt naut.
Engjar mjög litlar. Kvikfjenaður vi kýr, i kvíka tvævetur, viii ær með lömbum, ii hestar, i hros.“ Þá segir að „selstöðu á jörðin í hemalandi, sem nauðsynlegt er, því jörðin stendur á horni landsins, en er mjög landljett heima.“
Þann 30. maí 1987 var Grafarselið friðlýst (þinglýst 26.06.’87). Það stendur á fallegum stað undir Selbrekkum norðaustan austurenda Rauðavatns. Selbrekkur eru sunnan Grafarheiði. Umhverfið er dæmigert fyrir sel er lögðust hvað síðast af á Reykjanesskaganum; grónar en greinilegar tóftir og grasvænar brekkur umhverfis. Tóftirnar, sem eru þrjú rými, þ.a. tvö samtengd, standa í skjóli vestan undir brekkunum, í skjóli fyrir austanáttinni. Skammt neðan þeirra er hóll, sem líklega geymir kvína. Gamall uppþornaður lækjarfarvegur er norðan við selið og hefur hann sennilega verið ástæða staðsetningar þess þarna í brekkunum.

Letursteinn

Letursteinn.

Selstæðið er mjög fallegt og á góðum stað. Það má eiginlega segja að það sé komið inn í borgina því byggðin hefur nánast teygt sig upp að því. Einmitt þess vegna eru staðsetningin og tóftirnar sérstakar. Þá eru þær og ágætur fulltrúi seljanna (af þeim 173 sem skoðuð hafa verið) á Reykjanesskaganum. Það er miðlungsstórt af seli að vera. Stekk er hins vegar ekki að sjá í nágrenni við selstöðuna.
Bæði hefur trjám verið plantað nálægt selinu og birkið hefur náð að vaxa upp í brekkunum. Ofar er holt.
Í Rauðavatnsskógi eru bæði góðir göngustígar og nægt rými. Umhverfið er hið fallegasta. Umfeðmingur, blágresi og smjörgras ásamt fleir blómategunum vaxa þar utan barr- og birkitrjáa.
Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað var 1946, en undanfari þess var Skógræktarfélag Íslands, stofnað 1930, sem þá breyttist í landssamtök skógræktarfélaga. Fyrsta skógræktarfélagið var raunar stofnað upp úr aldamótum en starfsemi þess lognaðist út af nokkrum árum síðar, þótt brautryðjendastarf frumherjanna gleðji nú gest og gangandi við Rauðavatn.

Grafarsel

Grafarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea) er mjög sjaldgæft á Íslandi, þótt það sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð (Sæ: tyttebær). Það líkist nokkuð sortulyngi, en blöðin eru ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum. Berin eru rauð og safarík. Heimkynni rauðberjalyngsins á Íslandi eru á Austfjörðum, en einnig vex það á þrem stöðum í Öxarfirði.
Á síðari árum hefur það einnig fundizt í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn, og gæti það á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt.
Sauðahús er allnokkuð sunnan Grafarsels, í landi Hólms. Hún er u.þ.b. 20 metra löng, tvískipt. Innri og minni hlutinn hefur hýst hlöðu. Vel sést móta fyrir henni í hlíðinni fast ofan skógarmarkanna. Neðan hennar, inni í skóginum eru greinilegir garðar er mynda ferkantað gerði.
Á móhól skammt sunnan við Rauðavatn er fjárborg. Vel sést móta fyrir henni á hólnum. Hún hefur verið gerð úr nokkuð stórum steinum neðst, en síðan hefur hún verið tyrfð. Borgin er á fallegum stað, en líklega vita fáir, sem þarna eiga leið um, hvaða mannvirki þetta gæti hafa verið.
Þá er hlaðin rétt um 170 metrum sunnan fjárhússtóftarinnar, ca. 5×5 m. Hún er ferköntuð og án dilka. Í veggnum að norðanverðu er letursteinn með ártali frá 19. öld og áletrun.

Heimild m.a.:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þriðja bindi, Kaupmannahöfn 1923-1924 (endurprentað í Odda 1982), bls. 205.

Grafarsel

Grafarsel.

Lágafellssel

Skúli Helgason ritaði grein í Árbók Fornleifafélagsins árið 1981 er bar yfirskriftina; Gamla rústin við Fóelluvötn – og fólkið sem þar kom við sögu. Í henni (10 bls.) kemur m.a. fram eftirfarandi:
Helgi„Það var haustið 1979 að ég sem þetta rita brá mér eitt sinn inn í Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Fékk ég að líta í málsskjöl, sem eru geymd viðkomandi landaþrætum milli Hólms, Lækjarbotna og Elliðakots á áratugunum 1870-1890. Meðal þeirra manna sem þar koma fram sem vitni að gefa upplýsingar um landsvæðið þar efra var Geir kaupmaður Zoëga. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1830 og dvaldi og bjó þar alla ævi, en hann andaðist árið 1917. Hann hafði verið fróður um nágrenni Reykjavíkur, einkum á svæðinu þar efra, upp um Fóelluvötn til Kolviðarhóls og inn í Marardal. Hafði hann farið þangað fyrr á árum í sumarútreiðartúra sem fleiri Reykvíkingar, er voru þess megnugir að eiga hesta.
Í áðurnefndum vitnaleiðslum, sem fram fóru sumarið 1891, er eftirfarandi bókað eftir Geir Zoëga, sem þá var 61 árs:
„Vitninu var sagt það ungling, að kona nokkur, Guðrún Hákonardóttir, einhverntíma milli 1820-1830, hafi byggt kofa og búið í Fóelluvötnum sem afréttarlandi.“

Rústin

Til að skyggnast aðeins inn í þessa liðnu atburði lá nú fyrst að vita hvort íverukofinn, sem nefndur er við Fóelluvötn, væri nú framar finnanlegur. Til þess var leitað á vit þess manns, sem nú er meira en áttræður og hefur dvalið alla ævi á sama bæ. Hann er bæði greindur vel og langminnugur, eins og hann á kyn til. Þessi maður er Karl Nordal, bóndi á Hólmi við Suðurlandsbraut. Hann tók erindi mínu vel og kannaðsit hann við gamla rúst fyrir norðvestan Vötnin. Sagði hann að það væru þær einu rústir sem hann vissi til að væru þarna á stóru svæði, að fráteknum „Vatnakofanum“ við Sandskeiðið, sem væri hinn gamli sæluhúskofi og var uppi standandi fram á þessa öld og margir eldri menn muna vel eftir. Karl á Hólmi var svo vinsamlegur að bjóða mér leiðsögn sína upp fyrir Fóelluvötn að finna rústina, ef mig fýsti að fara þangað og líta þar á fornar mannvistarleifar.
Þegar þarna upp eftir kom fann Karl fljótlega rústina, þótt hann hefði ekki að henni komið um síðastliðin sextíu ár. Rústin er dágóðan spöl suðvestur af Lyklafelli, gengur þar heiðardrag nokkurt til suðurs frá Fóelluvötnum. Nefnist það Eystri-Vatnaásinn.
HelgiEftir að gerð hafði verið nokkur leit í kirkjubókum og sýsluskjölum Gullbringu- og Kjósasýslu komu fram eftirfarandi heimildir um fólk það sem rústin við Fóelluvötn er eftir.
Guðmundur Guðmundsson var fæddur í Skildinganesi 1796 og þar ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum. Fluttist hann svo upp að Lágafelli í Mosfellssveit með foreldrum sínum, er þau fóru frá Skildinganesi. Guðmundur hefur vafalaust verið dugnaðar- og atorkumaður sem bræður hans áttu kyn til. Um svipað leyti og Guðmundur fluttist upp að Lágafelli kom þangað stúlka um tvítugsaldur neðan úr Reykjavík. Hét hún Guðrún Hákonardóttir, talin fædd á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd árið 1795.

Helgi

Þau Guðmundur á Lágafelli og Guðrún Hákonardóttir gengu í hjónaband um 1818. Um þær mundir hafði hún lært ljósmóðurfræði og gegndi síðan ljósmóðurstörfum í Mosfellsveit um fjölda ára. Áttu þau nokkur börn sem upp komust og eru ættir frá þeim komnar. Þau hjón bjuggu á Lágafelli í tvíbýli til 1826. Á hinum hluta jarðarinnar bjó faðir Guðmundar uns hann andaðist 1822. Jörðin hefur sennilega verið fullsetin. Árið 1822 eru á báðum heimilum yfir 20 manns, bú hefur verið stórt og efnahagur góður. Um þessar mundir virðist Guðmundur bóndi yngri hafa tekið þá ákvörðun að efna til nýbýlisbyggingar og þá hafi hann komið auga á landspildu nokkra við Fóelluvötnin.
Eins og áður er að vikið er fram undan Lyklafelli, þó nokkurn spöl til suðvesturs, hæðardrag fram í Fóelluvötnin, en þau kannast felstir Reykvíkingar við. Hæðardrag þetta-Eystri-Vatnaásinn, liggur til suðurs. Fremst á því er klettabelti, reyndar tvö með stuttu millibili. Framundan því efra til suðvesturs er lítil brekka, gróin og græn hvert sumar, falleg tilsýndar og blasir við sunnan frá um nokkra vegalengd. Fyrir neðan þessa brekku er mýrardrag með vatnsrennsli í úrkomutíð. Svipað er einnig hinum megin við hæðardragið, en þar er efri hluti Fóelluvatnanna.
Þennan stað hefur Guðmundur á Lágafelli haft í huga er hann hugði til nýbýlisbyggingar. Suðvestan undir klettabeltinu fyrrnefnda hefur hann trúlega viljað byggja bæ sinn, þar hallar vel frá, skjólgott fyrir norðaustannæðingi, því að klettarnir mynda þarna nokkurn skjólgarð á litlu svæði. Eigi er nú vitað við hverja Guðmundur hefur samið um að fá að byggja þarna, trúlega hefur hann í það minnsta fengið munnlega heimild til þess hjá hreppstjórum Seltjarnarneshrepps og þeir hafa álitið svæði þetta vera óskipt afréttarland, en það munu Elliðakotsbændur ekki hafa viljað vera láta.
RústinNú gerist það þann 11. desember árið 1822 að Guðmundur á Lágafelli ritaði sýslumanninum í Gullbringusýslu, Ólafi Finsen, eftirfarandi bréf, eða mætti ein nefna það tilkynningu, sem var svohljóðandi: „Að ég undirritaður hefi ásett mér með tilvonandi leyfi yfirvalda að byggja eftirleiðis bæ og reisa bú í svonefndum Fóelluvötnum fyrir ofan Mosfellsveit og Seltjarnarneshrepp, auglýsist hér með eftir fyrirmælum tilskipunarinnar af 15. apríl 1776.“
Eigi mun sýslumaðurinn hafa svarað bréfi þessu strax, heldur skotið því fyrst til amtúrskurðar. En það er nokkurnveginn víst, að Guðmundur hefur hafið framkvæmdir þarna suður frá vorðið 1823. Eigi hefur hann þó beinlínis byrjað á venjulegri bæjarbyggingu, heldur byggt þarna hús, sem hann hefur hagnýtt  fyrir selstöðu. Hústóftin sést enn nokkuð vel. Hún er nú fyrir löngu fallin saman (veggir hrundir inn) og því er nokkuð erfitt að sjá hvað hún hefur verið stór nema að grafin væri upp, en eftir því sem næst verður komist hefur hún verið 3 álnir á breidd eða um 1.80 m, en lengdin 11-12 álnir, um 8 m.

Rústin

Trúlega hefur húsinu verið skipt í tvennt, verið í því milligerð. Gaflhlaðið er jarðfast bjarg, næstum jafnbreitt tóftinni, það er að líkindum meðalmanni í axlarhæð af gólfi, ef grafið væri niður í það, og næstum því lóðréttur flötur sem inn í húsið hefur snúið. Eins og áður segir, hefur húsinu verið skipt í sundur innan veggja, þar hefur verið svefnhús (selbaðstofa) og mjólkurhús. Þar að auki hefur verið eldhúskofi, máske utan veggja, sem ekki er nú vel hægt að átta sig á, en svona var húsaskipun háttað almennt í hinum gömlu seljum. Auk þessara húrústar sem er nokkuð greinileg, virðist votta fyrir ógreinilegum hleðslum, sem gætu verið miklu eldri, og þá kemur manni til hugar, að þarna hafi máske einhverntíma áður verið sel, á 18. öld, og þá ef til vill frá Skildinganesbændum. En um þetta verður nú ekkert fullyrt framar.

Húsið

Það virðist sem Guðmundur á Lágafelli hafi verið þarna með búsamla sinn (fráfærurær og kannski kýr) um næstu þrjú sumur. Þá fyrst er það sem sýslumaðurinn svarar fyrrgreindu bréfi Guðmundar. Þar vitnar hann til úrskurðar amtmanns. Er Guðmundi þar bannað að byggja nokkuð við Fóelluvötn fyrr en hann sé búinn að fá útmælt land til nýbýlis. Bréf sýslumanns, dags. 1. des. 1825, er svohljóðandi: „Eftir að ég hafði sent amtinu bréf yðar til mín um að útmæla yður jarðarstæði upp í þeim svonefndu Fóelluvötnum, hefur hann svarað því á þá leið, að þar eð þér ekki hafið sannað það að yðar fyrirtæki að byggja í Vötnunum sé löglega lýst, eins og þér í bréfi til amtsins af 11. des. 1822 útþrykkilega hafið sagt frá, að þér væruð búinn að gjöra þá ráðstöfun, að byggingaráformi yðar yrði þinglýst á hinni næstkomandi landsyfirréttarsamkomu, og þér þar hjá með því að byrja í Vötnunum með selstöðu og nokkurs konar útibú leyfislaust og án yirvaldsins tilhlutunar, hafið breytt ólöglega og þvert á móti Jónsbókar landleigubálki, 43. og 46. kap. og þar með orsakað mæðu og mótsagnir, svo finni hann í þetta sinn enga orsök til að leyfa yður það umbeðna, en skylduð þér þrátt fyrir það forboð, sem þegar gjörð eru eða hér eftir kunna að verða gjörð, ekki viljað sleppa þessu yðar fyrirtæki, verður það öldungis að koma á þá skoðunargjörð sem á plássinu yrði að haldast hvar hjá það hlyti af sjálfu sér að ef þar fengist að byggja, að nýbyggjarinn yrði að byggja þar reglulegan bóndabæ og rækta þar tún sem best verður, samt annaðhvort sjálfur búa þar eða eftir kringumstæðum byggja jörðina öðrum.
Eldri minjarEftir framanskrifuðum amtsins úrskurði hlýt ég því hér með alvarlega að fyrirbjóða yður að hafa frá næstkomandi vordögum nokkra selstöðu eða útibú í fyrrnefndu plássi, allt svo lengi sem þér ekki hafið fengið öðlast þar yðar löglega útmælt jarðarstæði.“
En þrátt fyrir þessi fyrirmæli og bann sýslumanns frá amtmanni virðist Guðmundur á Lágafelli ekki hafa viljað gefast upp fyrir framkvæmdir sínar í Fóelluvötnum. Og næsta sumar, 1826, hefur hann flutt búsamala sinn suður eftir eins og undanfarin sumur. Tíminn líður nú fram til 8. júlí (1826). Þá sendir sýslumaður stefnuvottunum í Mosfellsveit eftirfarandi fyrirskipun til birtingar Guðmundi á Lágafelli. Færir sýslumaður hana jafnframt inn í bréfabók sína og nefnir „auglýsingu“. Í henni ítrekar sýslumaður fyrri ákvörðun amtmanns og hans um „að láta útmæla honum jarðnæði í Fóelluvötunum, og ég þar þá fyrirbyði honum að hafa framvegis selstöðu eður útibú í téðu plássi, þar er hún væri ólögmæt… Því vildu stefnuvottarnir í Mosfellsveit á löglegan hátt birta honum, að hann verði viðliggjandi lagaákæru og sektar eiga að hafa burt flutt allan sinn búfénað úr fyrrgreindri selstöðu innan þriggja daga að reikna frá því honum þetta auglýsist…“.
TóftirEkki er vitað hvort Guðmundur á Lágafelli hafi horfið heim með búsmala sinn í júlí 1826, eins og honum var fyrirskipað. Báðir foreldrar Guðmundar á Lágafelli önduðust þetta sumar. Hinn látni, Guðmundur Jónsson á Lágafelli, var talinn eiga tvo þriðju hluta „í húsinu við Fóelluvötn“, og eru þeir virtir á 14 ríkisdali, 64 skildinga. Það jafngilti á þeim tíma nokkurn veginn einu kýrverði (3-8 vetra). Af þessu má sjá, að þarna hefur enginn smákofi verið byggður heldur talsvert mikið hús. Erfði Guðmundur á Lágafelli þessa 2/3 hluta af húsverðinu, hinn þriðja partinn hefur hann átt sjálfur. Hvað húsið hefur staðið lengi við Vötnin veit nú enginn, en trúlega ekki mörg ár. Það hefur verið rifið og viðirnir fluttir þaðan burtu.
Vitnisburður Geirs Zöega árið 1891 segir að Guðrún Hákonardóttir hafi búið í Fóelluvötnum. Guðrún hefur sennilega verið þarna sjálf selráðskona en aldrei haft þar vetursetu. Geir Zöega hefur vafalaust munað Guðrúnu vel, bæði uppalin í Reykjavík. Hún hefur áreiðanlega verið nokkuð þekkt kona og því hefur nafn hennar og minning lifað miklu lengur en Guðmundar manns hennar, sem dó löngu fyrr en hún sjálf. Trúlega hefur hún verið nokkuð mikil fyrir sér og ekki látið hlut sinn fyrir neinum smámunum.
Guðmundur Guðmundsson, maður Guðrúnar Hákonardóttur, varð ekki maður gamall. Hann drukknaði í fiskiróðri frá Seltjarnarnesi þann 6. apríl árið 1830, var hann þá hálffertugu að aldri. Á þessum mannskaðadegi fórust ekki færri en 15-20 menn í sjó á Seltjarnarnesinu, að vísu áttu þeir ekki allir þar heima.
SelvarðanGuðrún Hákonardóttir hefur verið kona um hálffertugt er hún varð ekkja. Hún bjó áfram á Lágafelli um nokkur ár. Árið 1835 er hún þar í tvíbýli, talin 41 árs gömul ekkja og „yfirheyrð ljósmóðir“ (þ.e. lærð ljósm.). Börn hennar og Guðmundar urðu 7 talsins. Það yngsta fæddist eftir að Guðmundur drukknaði. Guðrún fer síðan að Stardal (1940). Árið 1855 er Guðrún komin að Laxnesi þar sem dóttir hennar er fyrir búi. Árið 1856 flytur Guðrún frá Laxnesi upp að Márstöðum í Akraneshreppi þar sem synir hennar munu hafa búið. Á Márstöðum dvaldist hún til æviloka, 2. desember 1859, 64 ára gömul.“
Með greininni fylgdu myndir af höfundi í rústinni.
FERLIR skoðaði rústina við Eystri-Vatnaásinn. Ljóst er að þar hefur verið stekkur. Þegar nágrenni hans var skoðað komu í ljós þrjár aðrar rústir; tvær litlar með op mót vestri og ein stærri og reglulegri, efst á ásnum. Hann er vel gróinn að vestanverðu. Hlaðinn veggur sést sunnan í húsinu, en gróið er yfir nyrðri vegginn. Norðvestan undir því eru minni tóftirnar, sennilega leifar eldri selstöðu. Húsið er litlu stærra en stekkurinn, en breiðara. Fyrir ókunnuga gæti verið erfitt að átta sig á minjaleifunum, en þær, sem og staðsetning þeirra, er augljós þegar að er gáð; í skjóli fyrir austanáttinni.
Selvarðan er á aflöngu klapparholti skammt norðar. Hún sést mjög vel þegar komið er að henni úr norðri, þ.e. frá Mosfellsveit. (Sjá meira um Fóelluvötn HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Skúli Helgason – Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.

Selstaðan

Ísólfsskáli

Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur var áhugasömum bæjarbúum boðið í göngu- og fræðsluferð að Selatöngum. Tilgangurinn var auk þess að kynna nýútkominn bækling Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Um 90 manns þáðu boðið. Í stuttu máli var ferðin mjög vel heppnuð.
Gengið var um Selatanga, skoðaður brunnurinn, búðirnar, verkunarhúsin, þurrkbyrgin, garðarnir og smiðjan, kíkt á Dágon, litið í Ketilinn í Katlahrauni og skoðaðar refagildrur. Loks gekk bróðurparturinn af hópnum vestur eftir Vestari Tangagötunni (Ísólfsskálagötu) yfir að Skála þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti.
Gangan þangað tók 41 mínútu.
Þátttakendur voru bæði jákvæðir og áhugasamir, sýndu göngudug, nutu sólarinnar og hreina loftsins, virtu fyrir sér minjarnar og nutu sögunnar uns ýmist var gengið eða ekið að Ísólfsskála þar sem þáð var kaffi og meðlæti, sem fyrr sagði.
Frábært veður með frábæru fólki. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Selatangar

Bæklingur Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga.