Másbúðarhólmi

“Um jörðina Másbúðir fyrir norðan Hvalnes segir Jarðabók: „Túnið fordjarfast stórkostlega af sands- og sjávargangi, og hefur sjórinn síðustu sjötíu árin (þ. e. frá því um 1630 til 1700) brotið sig gegnum túnið á tvo vegu, þar sem áður var svarðfast land, svo nú stendur bærinn á umflotinni eyju, og fer þetta landbrot árlega í vöxt, svo þar er ekki fært yfir í stórstraumsflæði nema um brú, sem sjórinn brýtur um vetur.”

Masbudarholmi-321

Másbúðir entust þó lengur en á horfðist, því að það var ekki fyrr en um 56 árum eftir að Jarðabók er tekin saman, að bæinn tók af, að því er séra Sigurður B. Sívertsen segir, er getur um viðburðinn 80 árum síðar. Land Másbúða heyrir nú undir Nes (eða Nesjar), er áður var hjáleiga, og myndi Másbúða-nafnið gleymt, ef ekki væri þarna sund og lítill hólmi, er enn heita Másbúð.”

Másbúðir hefir jörð heitið, skamt frá Melabergi. Var hún 35 hndr. að dýrleika og „stóð fram við sjó, en vegna sjávarágangs var bærinn fluttur í hjáleiguna, sem þá hét Nes eða Nesjar, fyrir 80 árum (þ.e. um 1760); er nú svo nefndur Másbúðahólmi, þar sem bærinn áður stóð, orðinn umflotinn sjó.”

“Másbúðir hét bær skamt fyrir utan Hvalsnes. Sagt er að þ.að hafi verið landnámsjörð og borið nafn at landnámsmanninum, er Már hafi heitið; hafi sú jörð átt mikið land og eigi hvað minst út til sjávar frá bænum. En svo hafi sjór smámsaman gengið á landið og loks brotið alt af heim undir bæ. Hafi eigandinn þá flúið þaðan (eða flutt sig) að Nesjum. Hann hét Erlendur Jónsson og var 41 árs 1758. Bærinn Másbúðir stóð á hól; lagðist hann því ekki af þá þegar; var þar kot og verstaða, því þaðan var gott útræði, En á síðustu áratugum 19. aldar brauzt sjórinn kringum hólinn, svo að síðan er hann umflotinn hólmi nema um fjöru. Þá lagðist verstaðan af, en býli hélzt þar þó fram að aldamótum 1900. Þá flúði kotbóndinn þaðan undan sjógangi. Er þar nú eyðihólmi; sjást að eins rústir kotsins og dálítill túnblettur í kring uppi á hólnum.”

Masbudarholmi-bru

“Másbúðir eru að finna á litlu skeri á Suðurnesjum, nánar tiltekið á Miðnesi. Þar eru að finna fornar búðir sem voru eitt sinn miklar sjóbúðir. Úttekt var gerð þann 31. maí 1740 á Másbúðum og öðrum konungsjörðum. Þar segir: „Á mörgum bæjum eru dyrnar ekki nema 1 stafgólf, 2 og 3 á sumum og 4 á stærsta bænum. Skálarnir eru 3 eða 4 stafgólf (8-10 áln. ) nema á Másbúðum, þar 9 stafgólf (líklega fyrir sjómenn, þótt rúm séu ekki nefnd), …“
Árið 1799 voru Másbúðir komnar í eyði líkt og gerðist oft með konungsjarðir í harðræðisárum. Síðasti ábúandi á Másbúðum bjó þar á árunum 1884 – 1895 og hét Jón Jónsson.

Fyrsti byssubardagi Íslands
Másbúðir koma fram í sögunni um Dráp Kristjáns skrifara (sjá Kirkjuból). Það sem vantar í þá sögu er að þegar norðanmennirnir voru búnir að drepa Kristján héldu þeir um Suðurnesin til þess að drepa eftirlegumenn hans. Tveir þeirra voru á Másbúðum. Annar þeirra hét Pétur og eftir þennan dag var hann kallaður Másbúða-Pétur. Hann er talinn hafa verið með fyrsta byssubardaga Íslands þegar hann „lét baun í byssu sína og skaut með henni einn af norðanmönnum, en komst síðan undan til Skálholts“.”

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 2. tbl., bls. 60.
-Vísir, 9. júlí 1938, bls. 3.
-Árbók Hins íslenska forleifafélags, 18. árg. 1903, bls. 38-39.
-http://minjarihaettu.wordpress.com/fornleifar/masbudarholmi/saga/Masbudir-pan