Draughóll

Sæmundur Einarsson (1765-1826) var ættaður af Suðurlandi. Hann vígðist 1790 og gegndi preststörfum á Kjalarnesþingum. Stóradal og Ásum, en 1812 fékk hann Útskála, sem hann  hélt til æviloka.

Garður

Letursteinn.

Í Fornleifaskýrslu 18. júlí 1817, nr. 4, lýsir hann Útskálum. Nefnir hann til sögunnar Másleiði við Hvalsnes, Flankaleiði, Kistugerði og leturstein þar hjá.  Auk þess nefnir hann rúnastein norðanhalt við landamerkin milli Kirkjubóls og Útskála þar sem standa tilteknir stafir. Auk þess ferhyrndan stein við túngarðshliðið á Stóra-Hólmi.

FERLIR leitaði lengi að og skoðaði framangreinda rúnasteina. Steinninn á mörkum Kirkjubóls og Útskála var löngum álitinn tengjast eftirmálum af drápi Jóns Arasonar árið 1550. Var talið að þarna hafi einhverjir aðfararmanna hans verið drepnir og síðan komið fyrir. Tveir hólar eru á Garðskaga, Draughóll og Skagahóll. Er steinninn utan í þeim fyrrnefnda og með þeirri áletrun er Sæmundur lýsir 1817. Nokkurn tíma tók að finna staðinn. Mörkin liggja þarna skammt vestar um gamlan hlaðinn garð. M er klappað á stein í fjörunni þar sem garðurinn endar. Letursteini þessum, líkt og 80 öðrum letursteinum á Reykjanesskaganum, hefur lítill sómi verið sýndur þrátt fyrir væntanlega merkilega sögu – hver svo sem hún er.

Heimild:
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823, fyrri hluti, Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. SÁM 1983, bls. 235.

Garður

Garður.