Færslur

Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, vakti fyrir nokkru athygli FERLIRs á steini nokkrum er vera Oddur sterkiátti í Reykjavík og minna átti á Odd sterka af Skaganum. Skv. hans upplýsingum gæti steinninn verið á hinu gamla athafna-svæði Glóbus við Lágmúla. Magnús Ingþórsson, framkvæmdarstjóri í fyrrum Glóbus, nú Vélavers, var spurður um steininn. Hann kannaðist strax við „Odd sterka“, stein í porti ofan og innan við þar sem Glóbus var við Lágmúla, aftan við Ármúla 5. Hann sagði Benedikt Sigurðsson, þáverandi fjármálastjóra Samvinnutrygginga, hafa bannað að hróflað yrði við steininum þegar húsið var í byggingu. Benedikt sagðist aðspurður halda að Oddur sterki af Skaganum, þekkt persóna í Reykjavík, hafi sofið undir steininum eina nótt eða fleiri. Sá hefði og klappað nafn sitt á steininn svo og ártal.

Sjá meira undir Letursteinar.

Í bók Árna Óla, Strönd og Vogar, úgt. 1961, er m.a. fjallað um leturstein hjá Stóra-Knarrarnesi á Vatnseysuströnd (bls. 216-Stóra-Knarrarnes229). Benjamín Halldórsson benti Árna Óla á steinninn í samtali, sem þeir áttu saman í herbergi 402 á Hrafnistu, dvalaraheimili aldraðra sjómanna, þ.e. „grágrýtisstein með áletrun“.
Árni Óla heimsótti síðan Ólaf Pétursson, bónda á Stóra-Knarrarnesi, sem vísaði á steininn við garðshliðið.

Sjá meira undir Lýsingar.

 Árna Óla fjallar um leturstein í bók sinni „Strönd og Vogar (1961) í hlaðinni brú gamla Kirkjuveginum vestan Kálfatjarnar (bls. 230-232). Þar segir hann m.a.: „Fyrir sunnan eða vestan Kálfatjörn er farvegur, sem nefnist Rás… Yfir Rásina hefur verið hlaðin göngubrú úr grjóti, svo að menn gæti komizt þar yfir þurrum fótum. Sjálfsagt hefir brú þessi fyrst og fremst verið gerð sem kirkjuvegur, enda var hún oft farin allt fram að þeim tíma er þjóðvegurinn kom. En svo mjó er brúin, að ólíklegt er, að hægt hafi verið að bera líkkistu þar yfir. – Á einn allstóran stein í brú þessari er höggvið ártalið 1790.“

Sjá meira undir Lýsingar.

Leitað var ártalssteins í Kálfatjarnarvör. Í 9. tbl. Ægis árið 1936 segir að „þar við vörina hafi verið steinn í byrgi og á hann höggvið ártalið 1677. Steinninn hafi “fallið úr byrginu fyrir nokkru í brimi. Erlendur Magnússon á Kálfatjörn lét leita hans í grjóthrúgunni og fannst hann; er hann nú múraður í vegg byrgisins”. Nú er sjórinn einnig búinn að taka nefnt byrgi, en tvö heilleg eru þarna vestar, ofan fjörunnar.
FERLIR hafði farið nokkrar leitarferðir í fjöruna við Kálfatjörn. Leitin virtist vonlaus því grjót er þarna við hvert fótmál og engin lýsing á þessu tiltekna grjóti lá fyrir.

Sjá meira undir Lýsingar.

Þegar leitað var að letursteini þeim við Kerlingarbúðir er sjá má á túnakorti frá árinu 1919 gaf einungis eitt tóftarbrot vísbendingu um hvar hann kynni að vera. Texti á kortinu gaf til kynna að lÁrtalssteinninneifar af fiskihjalli væri að finna þar skammt vestar. Skv. því átti tóftarleifin að hafa verið syðsti hlutinn af íbúðarhúsi kerlingar.
Kerlingarbúðir heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri.
Ægir hafði ekki leikið steininn svo grátt eða fært hann svo óralangt til. Ártalssteininn með áletruninni 1780 var að finna á svipuðum slóðum og kortið gaf til kynna. Að vísu var letrið ógreinilegt eftir u.þ.b. 230 ár, en sást þó sæmilega vel eftir tilfæringar með náttúruleg jarðefni; olíu og mold.

Sjá meira undnir Lýsingar.

Tekið var hús á Sæmundi bónda á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Komið var kvöld. Suðaustan andvari strauk kinn. Sæmundur hafði beðið FERLIR um að rStaðsetningeyna að leysa þá torráðnu gátu að lesa úr fornri áletrun á stökum steini í túninu, en það hafði engum tekist til þessa (svo hann vissi til a.m.k.).
Þegar komið var út á hlaðið benti Sæmundur á hól í suðvestri og sagði: „Þetta er nónhóll“. Þá sneri hann sé 47° til suðurs og bætti við: „Og þarna er hádegishóll – á bak við húsin“. Hóll sá lá sunnanlægt við Keili. „Annars var venjulega miðað við Keili þegar bent var á suðrið“. Enda munaði þar litlu. Líklega hefur viðmiðið verið þvert á útnorður frá Vatnsleysu.

Sjá meira undir Lýsingar.

Árni Óla ritaði eftirfarandi grein um álagasteininn í Garði í Lesbók Mbl. á gamlársdag 1961.
Letur á álagasteini í Garði“Sumarið 1960 dvaldist eg um tíma í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Var þar margt annara sumargesta, þar á meðal Una Guðmundsdóttir frá Gerðum í Garði, fróðleikskona og velhygggjandi. Hún gaf sig eitt sinn á tal við mig og mælti:
-Þú ættir að koma suður í Garð. Þar er ýmislegt markvert að sjá og eg er viss um að þér myndi þykja gaman að skyggnast þar um meðal gamalla minja.
Eg spurði hvort ekki væri fremur fátt um fornminjar þar, því að hinn margfróði klerkur, Sigurður B. Sívertsen, hefði eigi getið um annað í sóknarlýsingu sinni 1839 heldur en Skagagarðinn, sem nú væri að mestu horfinn, og letursteininn í Kistugerði hjá Hrafnkelsstöðum, en sá steinn þætti nú ekki merkilegur.
-Ef þig fýsir mest að sjá fornminjar, mælti hún, þá er þarna steinn merkilegur og á sér sína sögu…“

Sjá meira undir Fróðleikur.

Grafarselið stendur á fallegum stað undir Selbrekkum norðaustan austurenda Rauðavatns. Selbrekkur eru sunnan Grafarheiði. Umhverfið er dæmigert fyrir sel er lögðust hvað síðast af á Reykjanesskaganum; grónar en greinilegar tóftir og grasvænar brekkur umhverfis. Tóftirnar, sem eru þrjú rými, þ.a. tvö samtengd, standa í skjóli vestan undir brekkunum, í skjóli fyrir austanáttinni. Skammt neðan þeirra er hóll, sem líklega geymir kvína. Gamall uppþornaður lækjarfarvegur er norðan við selið og hefur hann sennilega verið ástæða staðsetningar þess þarna í brekkunum.  Selstæðið er mjög fallegt og á góðum stað. Það má eiginlega segja að það sé komið inn í borgina því byggðin hefur nánast teygt sig upp að því. Einmitt þess vegna eru staðsetningin og tóftirnar sérstakar. Það er miðlungsstórt af seli að vera. Stekk er hins vegar ekki að sjá í nágrenni við selstöðuna.

Sjá meira undir Lýsingar.

FERLIR barst eftirfarandi ábending frá áhugasömum athugulum lesanda:
Letursteinn„Takk fyrir frábæran vef, þvílík fjársjóðskista sem hann er af fróðleik um Reykjanesskagann. Ég var að skoða gamla Njarðvíkurbæinn, sem nú er orðinn hluti af Byggðasafni Reykjanesbæjar og stendur við Innri Njarðvíkurkirkju. Utan  við húsið er steinn með ártalinu 1918. Neðan við ártalið er óljós áletrun. Einar G. Ólafsson, sem er einskonar staðarhaldari þarna í sumar, segir mér að ekki sé vitað hvaðan þessi steinn er kominn. Mér datt í hug hvort það gæti verið möguleiki að þarna væri kominn steininn frá Brekku undir Stapanum og auglýst var eftir á ferlir.is. Gaman væri að heyra hvort þið Ferlismenn búið yfir einhverri vitneskju um steininn í Njarðvík.“

Sjá meira undir Letursteinar.

Eftir að framkvæmdir hófust við vegagerð á Urriða[kots]holti (2007) spurðist FERLIR fyrir um Steinninn þar sem hann er nú (2008)hvað hefði orðið að letursteininum frá 1846 er verið hafði skáhalt til suðurs neðan frá bænum – því við vettvangsferð um svæðið virtist hann við fyrstu eftirgrennslan vera horfinn.
Bæjarverkfræðingur Garðabæjar sendi erindið áfram til hlutaðeigandi aðila. Svar kom um hæl: „Verktakinn hafði fært steininn til á meðan á framkvæmdum stendur og er ætlunin að koma honum aftur fyrir á sínum stað að þeim loknum“.
Farið var aftur á vettvang að þessu sögðu. Rétt neðan við suðvesturhorn bæjartóftanna lá myndarlegur steinn. Á honum var áletrunin og vístaði hún upp. Það verður því að teljast bæjaryfirvöldum og verktakanum til hróss að hafa hlíft steininum, eins og sagt hafði verið.

Sjá meira undir Fróðleikur.