Víkingaskip

Í upphafi tveggja uppskrifaðra rita úr Landnámabók má lesa eftirfarandi texta um upphaf búsetu manna hér á landi:

Hauksbók

Landnáma

Landnáma.

Alldar fars bók þeiri er Beda prestr heilagr gerdi er getid eylandz þess er Thile heiter (ok) a bókum er sagt at liGi .vj. dægra sigling nordr fra Bretlandi. Þar sagdi hann ei koma dag a vetr ok ei nott a sumar þa er dagr (er) lengztr. Til þess  ætla vitrir menn þat haft at Island se Thile kallat at þat er vida a landinu at sól skinn vm netr þa er dagr er lengs. enn þat er vida vm daga at sol ser ei þa er nott er lengs. En Beda prestr andadist dccxxxv. arum epter holldgan vors herra Iesu Ghristi at þui er ritad er meir en c ara fyR Island bygdizt af Nordmonnum. En adr Island bygdizt af Nordmonnum voru þar þeir menn er Nordmenn kalla Papa. Þeir voru menn kristnir ok hyGia menn at þeir muni verit hafa vestan vm haf þvi at funduzt eptir þeim bækr irskar ok biollur ok baglar ok en fleiri luter þeir at þat matti skilia at þeir voru Vestmenn.  þat fanzt i Papey avstr ok i Papyli. er ok þers getid á bókum Enskum at i þann tíma var farit millim landana.

Sturlubók
Alldarfars bók þeirre er Beda prestr heilagr gerdi er getid eylanndz þess er Tili heiter ok sa bokum er sagt at ligi vj. dægra sigling i nordr fra Bretlanndi. þar sagde hann eigi koma dag aa. wetr ok ei nott aa sumar þa er dagr er sem leingstr. Til þess atla vitrir menn þat haft at Island sie Thile kallat at þat er vida sa landinu er sól skin vmm nætr þa er dagr er sem lengztr en þat er vida vmm daga er sól ser ei þa er nott er sem lengzt. En Beda prestr andadizt DCC.XXXV. arumm eptter hollgan Drottins vors at þvi er ritad er og meiR en hundrati ara fyR en Island bygdizt af Nordmonnumm. En adr Island bygdizt af Noregi voru þar þeir menn er Nordmenn kalla papa þeir voru menn Kristner og hyggia menn at þeir hafe verit vestan vm haf þvi at funduzt epter þeim bækr IRskar biollur ok baglar ok en fleire hlutir þeir er þat matte skilia at þeir voru Vestmenn. Enn er ok þess getit aa bókum Enskum at i þan tima var farit milli landana.

Melabók
Í Melabók er ekki að finna framangreindan texta.

Hauksbók

Hauksbók.

 

Knarrarnesholt

Í fyrri ferð um svæðið austan við Knarrarnesholt bar ýmislegt fyrir augu í skammdegisbirtunni. Nú var ætlunin að ganga um heiðina vestan við Knarrarnesholt að Brunnastaðalangholti, en svæðið þar fyrir vestan hafði áður verið skoðað.

Knarrarnesholtsvarða

Enn sem fyrr hékk náttúruleg skammdegisljósadýrðin yfir heiðinni. Gengið var niður um Djúpudali, „djúpa grasbolla sem ganga inn í klapparholt eða hóla. Í Djúpudali var farið með kýrnar frá Stóra Knarrarnesi í tíð Ólafs Péturssonar bónda þar“.
Gróningarnir milli holtanna eru grasgefnir, enda hafa þeir verið hið ágætasta skjól í heiðinni. Drjúg leið er milli bæja og dalanna svo ætla mætti að einhvers staðar væri þar að finna smalaskjól, þótt lítið væri. Tveir staðir komu til greina, en þó annað öllu líklegra. Um var að ræða ferhyrnda gróna rúst í „anddyri“ dalanna. Sjá mátti grjót í veggjum, en ekki hefur afdrepið verið stórt, líkara varðskýli. Líklegt er að kýrnar hafi ekki leitað upp á holtin heldur ætlað heimleiðis um dalverpið þegar nóg var komið. Þá var skýlið vel staðsett. Leitað var að kúastekk á svæðinu, sem líklega er þarna einhvers staðar í eða við Djúpudali, en án árangurs að þessu sinni. Horfa til þess að skammdegisbirtan gaf ekki mikla möguleika eða kjörin tækifæri til uppgötvanna eftir að vinnu lauk þann daginn. Þá eru myndatökur með venjulegum tækjabúnaði við slíkar aðstæður mjög erfiðar.
KnarrarnesholtsvarðanNeðan og vestan við Djúpudali er Knarrarnesholt. „Þess er getið í landamerkjabréfum Knarrarness og Ásláksstaða. Holtið er lágt en formfallegt séð frá [Reykjanes]brautinni og á því er kubbslaga, lágreist en þó áberandi varða, u.þ.b. 1,5 m á hlið.“ Varðan er á áberandi stað, hvort sem horft er upp í heiðina heiman frá bæ eða niður hana af Knarrarnesselsstígnum þar skammt austar. Hæðin á vörðunni er ekki nema ca. 0,50 m, ferköntuð og fyllt í miðju. Ætla mætti að henni hafi verið ætlað að verða hærri (enda landamerkjavarða), en vegna þess hversu 
nægilega áberandi kennileiti hún var orðin svona lágreist hafi þetta verið látið duga. Skoðað var hvort varðan gæti einnig hafa verið ætluð sem refagildra, en engin merki þess sáust.
Afstapavarða„Suðvestur af Knarrarnesholti og Djúpudölum eru svo Ásláksstaðaklofningar eða Klofningar en það er hólaþyrping rétt neðan Reykjanesbrautar og utan við beitarhólfið sem þarna er enn.“
Ásláksstaðaklofningar eru lágir klapparhólar og litlir m.v. nágranna þeirra, grónir á millum. Gróin varða er á þeim, en tilefnið virtist óljóst.
Í bakaleiðinni var staðnæmst við norðurenda Afstapahrauns, ofan Kúagerðis. Þar er varða, hvorki gömul né ný, að því er virðist. Hún er hlaðin á efsta (fremsta) brunahólnum í þessu úfna apalhrauni. Ætla mætti við fyrstu hugsun að hún hafi verið hlaðin til dundurs af vegagerðarmönnum er lögðu akveginn fyrsta sinni milli Innnesja og Útnesja í kringum 1910 (1906-1912).
AfstapavarðaÍ örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir hins vegar: 

„Markavarða við Fögruvík; úr Markavörðu í Afstapavörðu, úr Afstapavörðu í Snókafell, úr Snókafelli um Lambafell, úr Lambafelli í landamerkjalínu Krýsuvíkur norðan Mávahlíðar.“ Varðan sú virðist skv. þessu vera svonefnd Afstapavarða á merkjum Hvassahrauns og Stóru-Vatnsleysu. Sbr. framangreint ætti einnig að vera landamerkjavarða á Einihlíðum norðan Mávahlíða.
Samkvæmt landamerkjabréfi Hvassahrauns og Vatnsleysu, dags. 15. júní 1889 og þingl. 17. júní 1889 eru merki Hvassahrauns til vesturs sögð frá ,,..Innra hraunshorninu í Fögruvík, og þaðan í afstapaþúfu, og þaðan beina stefnu í Snókafell, og úr Snókafelli beina stefnu í Krýsuvíkurland.”
LambafelLandamerkjabréfið er áritað vegna Hvassahrauns og Vatnsleysu. Merkjum er lýst með sambærilegum hætti í gerðabók fasteignamats 1916-1918 og þar segir að merki milli Hvassahrauns og Vatnsleysu séu miðuð við 

,,… Klettur innan til við Fögruvík, þaðan í Afstapaþúfu þaðan í Snókafell, það að Krýsuvíkurl”. Líklegt má telja að Afstapavarða hafi verið hlaðin við svonefnda Afstapaþúfu til áréttingar mörkunum. Síðasta örnefnið sem er tiltekið áður en línan er dregin að Krýsuvíkurlandi er Snókafell. Fellið liggur fyrir norðan Eldborgarhraun og er því nokkru fyrir neðan mörk Krýsuvíkur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-SGG – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007.

Knarrarnesheiði

Varða á Knarrarnesheiði.

Eldvörp

Haldið var eftir gömlum skriðdrekaslóða norður eftir Bræðrahrauni með stefnu á Lat. Suðvestan hans er stærðarinnar hraundrýli, sem FERLIRsfélagar gengu fram á fyrir stuttu síðan. Það er um fimm metra hátt og op uppi í því miðju, en niður í það er u.þ.b. níu metra dýpi.

Hraundríli

Hraundrýli í Eldvörpum.

Gengið var með stiga síðasta áfangann. Drýlið er í einni gígaröðinni nyrst og skammt austan við Eldborgagígaröðina. Svo virðist að um gasuppstreymisop sé að ræða sem og klepragíg af innvolsinu að dæma. Að horfa niður er ekki ólíklegt að þar niðri kynnu að leynast göng, en tilgangurinn með þessari ferð var að skoða innviðina betur. Ekki eru mörg hraundrýlin hér á landi er bjóða upp á þessar aðstæður, en þó má finna slík á Reykjanesskaganum, s.s. í Hnúkunum (mjótt og um 6 m djúpt), á Strokkamelum í Hvassahrauni (minni) og Tröllabörnin undir Lögbergsbrekkunni við Suðurlandsveginn (breiðari). Þá má nefna Trinton við veginn milli Þingvalla og Laugarvatns.

Hnúkar

Hraundríli í Hnúkum.

Hraundrýli myndast oft á yfirborðsþekju hrauna við uppstreymisop þar sem lofttegundir, einkum vetni (H2), streyma upp, brenna, og rífa með sér hraunslettur. Hraunsletturnar falla sem kleprar umhverfis opið og mynda þannig holan kleprahrauk sem oft líkist einna helst ofni, samanber erlenda heitið á þessum myndunum, hornito. Það mun vera komið úr spænsku og merkir ofn. Algengast er að hraundrýli myndist nálægt eldgígum t.d. á gígbörmunum umhverfis hrauntjarnir í dyngjum eins og Selvogsheiði. Hraundrýli mynduðust einnig við gosið í Surtsey. Hraundrýli eru nokkuð algeng í hraunum og þá jafnvel langt frá gígunum eins og t.d. Tröllabörn í Elliðaárhrauni (Leitahrauni) neðan Lækjarbotna og í Aðaldalshrauni. Skammt frá þessu tiltekna hraundrýli í Eldborgarhrauni er tiltölulega (m.v. jarðsögulegan mælikvarða) nýslökknaður gígur og virkt hverasvæði.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Stiginn var látinn síga niður í hraundrýlið. Hann náði niður á brún þess, ca. þremur metrum ofan botnsins. Þegar niður var komið sást vel hvernig barmarnir voru; líkir klepragíg að innan, en þó fínlegri. Fjölbreytileg litadýrð blasti við. Ljóst var af ummerkjum að dæma að þarna hafði ekki nokkur lifandi vera stigið fæti áður. Ótrúlegt að á jafnfjölmennu og fjölförnu svæði og Reykjanesskaginn er, skuli enn vera til svæði þar sem enginn virðist áður hafa stigið niður fæti. Í lotningu fyrir að slíkt skuli enn vera fyrir hendi var drýlið nefnt því einfalda, en samt margslungna nafni Ó.
Gjall myndast við kvikustrókavirkni í basískum gosum en hún stafar af miklu útstreymi lofttegunda úr kvikunni efst í gosrásinni.

Tröllabörn

Myndun hraundrýla.

Við loftbólumyndunina í kvikunni léttist hún snögglega og hröðun hennar upp á við eykst mjög þannig að kvikan nær að þeyta kvikustrók hátt til lofts. Nái sletturnar að storkna áður en þær falla mynda þær frauðkennt gjall. Séu sletturnar aðeins hálfstorknaðar fletjast þær út og hrúgast upp sem skánir úr kvikuslettum eða kleprahrúgöld. Í svokölluðum blandgosum er um báðar þessar myndanir að ræða og myndast þá gjall- og klepragígar. Vegna hraðrar storknunar er yfirborð gjalls og klepra mjög glerkennt og storkan er blöðrótt. Þessar myndanir fá oft rauðleitan blæ vegna oxunar járnsambanda í storkunni. (Bætt hefur verið inn á FERLIRsvefinn nýjum tengli; Jarðfræði – glósur, en á honum má finna hinar ýmsu skilgreiningar um jarðfræðileg álitamál).

Eldvörp

Eldvörp – útfelllingar í hraundríli.

Af syllunni, það sem stiganum sleppti, var hægt að fella stærðar stein niður í dýpið fyrir neðan. Með því að halda sér í stigann og stíga á steininn var hægt að komast niður á botn. Þar blasti dýrðin við; opið að ofan og stuttar rásir til hvorrar handar; “Paradís jarðfræðingsins”. Vegna þess að engu hafði verið raskað mátti sjá fallegar brennisteinsútfellingar og stórbrotnar kísilmyndanir á syllum. Þessar myndanir höfðu greinilega fengið að dafna þarna í friði um alllangan tíma. Með því að standa þarna og virða fyrir sér fyrirbærin mátti í raun lesa jarðmyndunarsöguna, án bókastafa.
Stuttar og litlar rásir eru beggja vegna. Í rauninni gleymdist uppopið um sinn þegar jarðmyndanirnar voru skoðaðar. Fjallað hefur verið um göng og stigaverk í Þríhnúkahelli. Hér dygði stuttur stigi til að virða fyrir sér það sama í minni mælikvarða.
Þegar upp úr hraundrýlinu var komið sáust ljósin við Bláa lónið við í austri. Snjór þakti jörð og Þorbjörninn var skyndilega orðinn “gráhærður”. Ljóst er að nýta má betur svæðið í kringum “Lónið”.
Haldið var til baka – með stigann og minningarnar um einstakt hraundrýli í Eldborgarhrauni (Bræðrahrauni).
Frábært veður (miðað við árstíma) – Gangan tók 5 mín, en skoðunin tók tíu sinnum fimm mínútur.

Eldvörp

Gígur í Eldvörpum.

Grindavíkurkirkja

Árið 1000, þegar kristni var lögtekin, bjó ein þjóð í landinu. Landnámsmenn voru mismunandi að uppruna, en flestir komu frá vesturströnd Noregs. Sumir komu frá Bretlandseyjum, jafnvel afkomendur norrænna manna, sem höfðu sezt þar að. Margir hinna keltnesku landnema komu af frjálsum vilja en aðrir sem hertekið fólk.

Skálholt

Skálholt.

Allt frá krisnitökunni hefur sama þjóðin búið í landinu og kirkjan verið hin sama fram undir hina síðustu áratugi. Menning landsins byggist á norrænum grunni og íslenzka tungan er, líkt og gríska eða latína, móðurtunga Norðurlanda nema Finnlands. Kristnin barst til Íslands eftir ýmsum leiðum, m.a. frá Norðurlöndum, meginlandi Evrópu, Englandi og Írlandi.
Fyrstu tvær til þrjár aldirnar eftir að kristni var lögtekin var kirkjan undir valdi höfðingja landsins en síðan varð hún hluti hinnar evrópsku og katólsku miðaldakirkju. Við siðaskiptin var kirkjan klofin í u.þ.b. einn áratug, því að siðbótin var lögtekin í Skálholtsbiskupsdæmi 1541 en ekki fyrr en 1551 í Hólabiskupsdæmi. Hin evangelísk-lúterska kirkja ríkti hér óáreitt fram á síðari hluta 19. aldar, þegar trúfrelsið var innleitt í stjórnarskránni, sem Kristján konungur IX færði Íslendingum 1874. Þá hóf katólska kirkjan starf sitt að nýju hérlendis auk ýmissa annarra trúarfélaga, sem hefur fjölgað stöðugt fram á okkar daga. Engu að síður teljast u.þ.b. 90% þjóðarinnar til lútersku þjóðkirkjunnar. Siðbótin á Íslandi var að mestu knúin fram með valdboði frá Dönum, enda var grundvöllur til slíkra breytinga ekki fyrir hendi úr öðrum áttum á þeim tíma.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

Elztu og ítarlegustu frásögn af kristnitökunni er að finna í Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar. Það er athyglisvert, hve krisnitakan fór friðsamlega fram og hvernig ákvörðunin var tekin. Ari samdi rit sitt að fyrirmælum biskupa Skálholtsstaðar og í samvinnu við þá og fleiri lærða menn. Þessu riti var lokið árið 1130. Ritöld hófst á Íslandi eftir að kristni var lögtekin. Eigna- og valdahlutföll í samfélaginu röskuðust, þegar kirkjur urðu auðugar og voru á valdi einstakra höfðingja, sem mökuðu krókinn á meðan öðrum þótti þeir vera afskiptir. Þessi þróun olli m.a. blóðugum átökum Sturlungaaldar. Kristnin í landinu hefur því tvímælalaust verið einhver mesti örlagavaldur þjóðarinnar.
Margir undrast fjölda íslenzkra kirkna úti á landi og velta fyrir sér ástæðum hans. Kirkjum hefur fækkað og fækkar enn. Samgöngur hafa batnað á tiltölulega skömmum tíma, fólki hefur fækkað í ýmsum byggðum og sóknir og sveitarfélög hafa verið sameinuð. Fyrrum var lögð áherzla á, að kirkjur væru innan seilingar fyrir fólkið í íslenzka bændasamfélaginu. Þær áttu að vera svo nærri, að kostur gæfist á að komast fram og til baka í messu á milli mjalta og heyrast átti til kirkjuklukkna næstu tveggja kirkna frá þeirri, sem var sótt. Á Reykjanesi fyrrum er víða getið um kirkjur og bænahús, s.s. á Vatnsleysu og á Óttarstöðum.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Á Reykjanesskaganum eru enn margar áhugaverðar kirkjur. Má þar nefna Innri-Njarðvíkurkirkju í Njarðvíkurprestakalli. Hún hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86. Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu.
Garðakirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Í Garðasókn eru tvær kirkjur: Garðakirkja og Vídalínskirkja. Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Sumarið 1913 var hafist handa við að reisa þessa fyrstu kirkju Hafnfirðinga, Fríkirkjuna, og sóttist verkið svo vel að kirkjan var vígð 14. desember sama ár.
Grindavíkurkirkja er í Grindavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Frá fornu fari var kirkjustaður á Stað vestan við Járngerðarstaðahverfi. Árið 1909 var kirkja reist í Járngerðastaðahverfi og vígð 26. september. Hún var notuð allt þar til ný kirkja var vígð á horni Austurvegar og Ránargötu 26. september 1982.
Framkvæmdir við kirkjugrunn Hafnarfjarðarkirkju hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það
leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu.
Kálfatjarnarkirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja.

Kirkjuvogskirkja í Höfnum var byggð 1860-61.
Árið 1962 var Kópavogskirkja vígð á Borgarholtinu.
Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan, sem stendur enn þá, var reist 1857. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveizlu.
Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún er úr timbri og var reist árið 1861-63 að frumkvæði sóknarprestsins, síra Sigurðar B. Sívertsens.
Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var vígð 28. febrúar 1988.
Ytri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979

Keflavíkurkirkja

Keflavíkurkirkja.

Keflavíkurkirkja var byggð árið 1914 eins og sjá má framan á kirkjuturni. Hins vegar var kirkjan vígð 1915, hinn 14. febrúar.
Strandarkirkja er sóknarkirkja Selvogs og nú annexía frá Hveragerði. Hún stendur fjarri öllum bæjum, því að engin önnur hús standa nú á Strönd. Öldum saman hefur fólk heitið á Strandarkirkju í tengslum við alls konar erfiðleika í lífi þess og peningar streyma inn vegna áheita. Hún telst því auðugasta kirkja landsins og er velviðhaldið af þeim sökum.
Þjóðsagan segir, að þar heiti Engilsvík, sem kirkjan stendur. Sjómenn í lífsháska hétu að byggja kirkju á ströndinni, ef þeir kæmust lífs af. Þá sáu þeir skært ljós í landi, en það var ekki lengur þar, þegar þeir lentu heilu og höldnu, heldur stóð skínandi vera í flæðarmálinu og tók á móti þeim. Sjómennirnir efndu heit sitt.
Styttan Landsýn eftir Gunnfríði Jónsdóttur (1889-1968) var afhjúpuð við kirkjuna við hátíðlega athöfn á öðrum degi hvítasunnu 1950. Í byrjun 14. aldar getur Jón Espólín þess, að mannskaðar hafi verið stórir af völdum hallæris og a.m.k. 300 manns hafi verið jarðsungnir í Strandarkirkju einni.
Tvær af þessum kirkjum eru friðlýstar, þ.e. Hvalsneskirkja og Útskálakirkja.

Heimildir m.a.:
-nat.is

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Fiskidalsfjall

Hér er til gamans birtur kafli, nr. 32, úr óbirti sögu ungs drengs er ólst upp í sjávarþorpi á Reykjanesskaganum á sjötta tug síðustu aldar. Ameríski herinn hafði bækistöðvar við þorpið og setti það svip sinn á mannlífið. Sögunni fylgir kort af svæðinu, en það verður ekki sýnt hér. Til að leiða lesendur inn í kaflann, sem hér er birtur, er fyrst staldrað við í 31. kafla:

31.
„Drengirnir voru enn að voma á sandinum ofan við Þorpið þegar þeir veittu allt í einu athygli grænleitum pallbíl þar sem honum var ekið eftir veginum að grófriðnu vírnetshliði á girðingunni umhverfis fjarskiptastöð hersins. Ökumaðurinn stöðvaði framan við hliðið og hermaður kom út úr varðskýli þar fyrir innan og opnaði. Þegar bílnum hafði verið ekið inn fyrir var hliðinu umsvifalaust lokað á ný. Bíllinn var stöðvaður framan við bragga skammt innan við varðskýlið. Ökumaðurinn og tveir vopnaðir hermenn, sem verið höfðu farþegar, yfirgáfu hann þar og flýttu sér inn í skúr við endann á bragganum.
 Aftan á bílnum grillti í enda á nokkrum trékössum. Þeir voru að hluta huldir gráum segldúk, en þetta voru samskonar kassar og þeir, sem drengirnir höfðu séð Kanana vera með þegar þeir voru að lauma amerískum bjúgum að Lónsvíkingum eða nota þau í skiptum fyrir eitthvað sem þá vanhagaði um. Lyktin af bjúgunum var svo sterk að hún fylgdi Könunum hvert sem þeir fóru, jafnvel þótt engin bjúgu væru í nánd. Anganin fannst meira segja alla leið niður á Torfu þegar vindur stóð af norðvestri, en það var þó sem betur fer sjaldgæf vindátt á þessum slóðum….

Loftskeytastöðvarsvæðið - núna, alssbert og stípað að lokinni notkun32.
Jón Pétur og Gunnsi voru sammála um að ástæða væri til að líta nánar á kassana á bílpallinum. Ekki var nokkurn mann að sjá á ferli innan við girðinguna. Drengirnir áræddu að rísa upp og gengu hálfbognir að henni. Þeir hikuðu. Á girðingunni voru einhver gul skilti með erlendri áletrun og mynd af rauðri eldingu. Amma hafði sagt Jóni Pétri að koma ekki nálægt vírnetinu því Kananum væri alveg trúandi til að tengja rafmagnsstraum við það. En Jón Pétur vissi betur. Hann hafði sjálfur sannreynt það einu sinni að ekkert rafmagn væri leitt í girðinguna með því að kasta á hana dauðri veiðibjöllu, sem hann hafði fundið þar skammt frá. Hún hafði sennilega drepist við að fljúga á einn víranna sem háu fjarskiptamöstrin voru stöguð niður með.
Til að gæta alls öryggis og hafa vaðið fyrir neðan sig gættu drengirnir þess vel að snerta ekki netið að óþörfu. Það var aldrei að vita nema gamla konan rétt fyrir sér. Hún var ekki vön að segja ósatt. Og það gat ekki verið að ástæðulausu sem hún var að vara við girðingunni.
Vindurinn þyrlaði rykinu upp á malarsvæðinu innan við girðinguna. Lyktin af bjúgunum varð greinilegri.
„Gaman væri nú að geta glatt ömmu með einum svona kassa“, hugsaði Jón Pétur. „Hún hefur ábyggilega aldrei bragðað svona mat blessunin og á sennilega aldrei eftir að gera. Og hvað munaði Kanana svo sem um einn kassa?”
Kaninn virtist eiga nóg af bjúgum. Að minnsta kosti voru þeir alltaf að gefa þær hverjum sem þiggja vildi, út og suður í tíma og ótíma, annað hvort í skiptum fyrir eitthvað annað eða að því er virtist að tilefnislausu. Amma Áslaug hafði þó ekki staðið í verslun við Kanann – einungs látið sér nægja lyktina.
Á meðan Jón Pétur og Gunnsi stóðu þarna hálfbognir utan við girðinguna tókst þeim á skömmum tíma að sannfæra hvorn annan um að ekki yrði hjá því komist að þeir reyndu að ná einum kassanna fyrir innan girðinguna með einhverjum ráðum. Ekki var þorandi að reyna að klifra yfir. Þótt ekki væri straumur á girðingunni þessa stundina væri ekki hægt að útiloka að Kaninn gæti hleypt á hana straumi öðru hvoru. Og það var alveg eins líklegt að hann gerði það ef hann yrði þeirra var. Auk þess var hún það há að vonlaust var fyrir þá að koma kassanum aftur yfir þá leiðina. Og ekki höfðu þeir verkfæri til þess að grafa sig undir girðinguna.
Leifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðarDrengirnir fikruðu sig spenntari og spenntari, en hikandi nær hliðinu, vitandi að vörðurinn í skúrnum fyrir innan var vopnaður. Því urðu þeir að fara sérstaklega varlega og láta lítið á sér bera.
Þegar nær dró settust þeir niður í sandinn og hvísluðust á. Þeim fannst þeir vera komnir í einhvers konar leik, sem þeir urðu að ljúka.
Allt í einu birtist vörðurinn í dyragættinni. Drengirnir beygðu sig alveg niður í sandinn.  Vörðurinn stóð þarna nokkra stund, skimaði í kringum sig, horfði yfir að bílnum, reykti, kastaði sígarettunni frá sér og snéri síðan aftur inn. Hann virtist óvopnaður. Drengirnir önduðu léttar. Þeir stóðu upp, hlupu hálfbognir að hliðinu og tóku lauslega í það. Heppnin var vera með þeim. Grindin féll ekki alveg að hliðarstólpanum. Nokkurt bil myndaðist þar á milli ef grindin var spennt frá.
Drengirnir horfðust í augu. Hvor skildi hinn. Jón Pétur tók á sig rögg og smeygði sér hiklaust inn fyrir. Það var hann sem hafði átt hugmyndina og því var sjálfsagt að að hann færi. Gunnsi  beið utan við hliðið og átti að halda því í sundur og vara Jón Pétur við ef vörðurinn eða einhver annar birtist.
Jón Pétur hljóp hljóðlega að pallbílnum og fram með afturhluta hans fjær bragganum. Hann staðnæmdist, en enga hreyfingu var að sjá á svæðinu. Hann greip þéttingsfast í skjólborðið, steig upp í felguna og vó sig upp á afturdekkið. Þaðan náði hann spyrnu til að geta teygt sig í einn kassann og draga hann hægt og varlega að sér. Annar endi kassans hvíldi á skjólborðinu. Jón Pétur lét sig síðan síga niður á jörðina og dró kassann að því búnu til sín.
BLeifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðaryrðin var þyngri en hann hélt. Jón Pétur átti erfitt með að ná nægilega góðu taki á kassanum og missti hann því á jörðina. Við það varð mikill hávaði.
Jón Pétur stóð grafkyrr. Hann þorði ekki að draga andann, húkti bara steinrunninn yfir kassanum. Engin hreyfing. Vindurinn hlaut að hafa dreift hljóðinu.
Jón Pétur tók kassann upp og hraðaði sér hálfboginn með hann að hliðinu. Þar beið Gunnsi eftir honum. Hann spennti sundur hliðið og Jón Pétur henti kassanum út fyrir í gegnum rifuna og fylgdi snarlega á eftir. Þeir gripu síðan undir sinn hvorn endann og hlupu við fót niður tröðina frá fjarskiptamiðstöðinni. En rétt áður en þeir komust í hvarf neðan við sandhæðina og niður á veginn kom varðmaðurinn út úr skúrnum.Â
Varðmaðurinn sá óðara hvers kyns var og hrópaði í ofboði á félaga sína, sem komu strax hlaupandi út. Eftir nokkurt handapat og köll stukku tveir hermannanna upp í bílinn og einn þeirra hentist fallvaltur að hliðinu. Tilburðir þeirra báru ekki með sér að um þrautþjálfaða atvinnuhermenn væri að ræða. Það tók Kanana auk þess nokkurn tíma að koma bílnum í gang og snúa honum við á svæðinu, en að því loknu hófst eftirförin. Vörðurinn stóð utan á skítbrettinu og hélt sér í þakbrúnina, albúinn að stökkva á bráðina ef færi gæfist.
Drengirnir urðu varir við að bílinn stefndi í áttina að þeim. Þeir hertu því hlaupin. Gunnsi dróst aftur úr. Jón Pétur tók þá kassann í fangið. Hann hafði ekki hugsað sér að sleppa herfanginu átakalaust.
Leifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðarGunnsi hrópaði að þeir skyldu stytta sér leið yfir kríuvarpið. Þeir beygðu út af veginum, hlupu yfir varpið, stukku í gegnum geil á hlöðnum grjótveggnum í túnfæti Vesturbæjarins og hiklaust áfram yfir túnið í átt að Miðbænum. Það var eins og kölski sjálfur væri að narta í hælana á þeim.
Hermennirnir þurftu að fara veginn og því mun lengri leið. Einn þeirra stökk af bílnum þegar hann nálgaðist hlaðna grjótvegginn í beygju á veginum og hljóp á eftir piltunum yfir túnið. Hinir héldu áfram á bílnum, en fylgdust þó vel með ferðum drengjanna. Til þess að komast inn í Þorpið og niður að bæjunum urðu þeir þó fyrst að krækja vestur fyrir Búðina. Leiðin var seinfarin á þungum herbílnum og á meðan nálguðust drengirnir óðfluga Miðbæ.
Það stóð á endum að um það bil sem Jón Pétur náði að útidyrunum birtist hlaupandi hermaðurinn við húshornið og hinir hermennirnir stöðvuðu bílinn um svipað leyti á hlaðinu. Annar þeirra stökk þegar út og hljóp hröðum skrefum í átt að húsinu. Jón Pétur náði að opna hurðina og var að henda sér inn á ganginn innan við forstofuna þegar einn hermannanna náði lafmóður taki á skyrtu hans með annarri hendinni og náði að grípa í kassann með hinni.
Jón Pétur lamdi og sparkaði frá sér af öllum kröftum og öskraði um leið: „Amma, amma, hann ætlar að drepa mig“, með slíkum látum að halda mætti að verið væri að kreista úr honum síðustu líftóruna. Kaninn sá þá sitt óvænna og sleppti drengnum, en hélt eftir kassanum.
Áslaug kom haltrandi fram. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, var órótt, en róaðist er hún varð þess áskynja að engin virtist hafa meiðst. Mikil rekistefna fylgdi í kjölfarið með hrópum, handafettum og brettum. Kaninn var óðamála, en Áslaug fórnaði höndum. Enginn skildi upp né niður í neinu í fyrstu, en svo skýrðust hlutirnLeifar fjarskiptastöðvarinnar, tæpri hálfri öld síðarir smám saman.
Loks kom í ljós hvers vegna Könunum hafði verið svo mikið í mun að ná í „bjúgun“, sem Jón Pétur og Gunnsi töldu sig hafa náð í. Í kassanum reyndust ekki vera meinlaus matvæli, heldur hættulegar dýnamítstúpur, sem ætlaðar voru til nota í hernaði. Þegar ró hafði komist á hrósuðu allir happi að ekki skyldi hafa farið verr í þetta skiptið.
Drengirnir höfðu læðst inn fyrir og földu sig hræddir inni í herbergi á meðan Áslaug bauð Könunum þremur í kaffi og pönnukökur. Svo gott fannst Könunum meðlætið að þeir gleymdu næstum að taka með sér kassann þegar þeir voru kvöddu gömlu konuna.
Jón Pétur og Gunnsi höfðu ekki þorað að koma út úr herberginu á meðan á veisluhöldunum stóð. Þeir létu lítið á sér bera og áræddu ekki einu sinni að kasta kveðju á gestina þegar þeir fóru.
Um kvöldið þegar Jón Pétur hafði strokið sér í framan, lagstur upp í rúm og dregið sængina skömmustulegur upp fyrir höfuð sér, kom Áslaug og settist á rúmstokkinn hjá honum. Hún strauk með hendinni yfir enni hans og klappaði honum á kinnina.
“Ég veit að þetta var vel meint, gullið mitt”, hvíslaði hún. “Þótt þér finnist gaman að gleðja mig, gömlu konuna, gleður það mig meira að vita af góðum og heiðarlegum dreng á öruggri leið. Litli, ræfillinn minn.  Ég ætla að biðja þig um að taka aldrei það sem aðrir eiga – ekki einu sinni í þeim tilgangi að gleðja aðra. Heyrirðu það, hróið mitt? Heyrirðu það”?
Áslaug taldi ekki ástæðu til að skammast sérstaklega yfir uppátækinu því hún vissi að drengirnir höfðu þegar dregið sinn lærdóm af því.
Þrátt fyrir atburði dagsins sofnaði Jón Pétur sáttur. Hann hafði lofað Áslaugu að láta hjá líða að gera aðra atlögu að ameríska hernum – þótt ekki væri fyrir annað en að halda friðinn.“

Nú, hálfri öld síðar er sagan gerðist, eru ummerki eftir loftskeytastöðina tilnefndu að mestu afmáð af yfirborði jarðar. Enginn vegfarandi, sem á leið um svæðið, gæti látið sér detta í hug að þarna hefði verið eitt af lykilmannvirkjum bandamanna (þess tíma) í baráttunni um heimsyfirráð (Kalda stríðsins). Allt í heiminum er svo hverfult. Líklegt má telja að deilumál dagsins í dag, orkuöflun og möguleg nýting hennar, muni að hálfri öld liðinni verða þess tíma fólki hjóm eitt. Vonandi mun eyðileggingin þó ekki verða í líkingu við þá er varð fyrir (okkar) 50 árum síðan – vonandi höfum við lært eitthvað, þótt ekki sé nema eitt hænuskref sem þurfa þykir – eftirlifandi kynslóðum til góða…

Kleifarvatn

Grænavatn skammt frá Krýsuvík er ekki einvörðungu merkilegt fyrir sinn græna lit sem líklega orsakast af dýpt þess heldur einnig af því að margar sögur gengu af undarlegum skepnum sem komu stundum upp úr því. Einn maður fullyrti að hann hefði séð eina slíka skepnu, þó eigi mjög stóra, líkasta marsvíni. Hún hvarf fljótt.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Kleifarvatn gengu þó enn þá fleiri sögur um. 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni.
1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – landhelgun á Litlu-Grindavík, lítilli eyju í vatninu.

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.

-Dulheimar 97.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Festisfjall

Langflestar hæðir og ásar ofan Grindavíkur hafa fellsnefnur, en þó eru þar til einstök fjöll. Festarfjall (Festisfjall) er brimsorfin eldstöð þar sem um helmingur móbergsfjallsins er burt. Mikið er um hnyðlinga í hrauninu og einnig má sjá merki kvikublöndunar í berginu.

Festarfjall-27

Áður hafi FERLIR farið um Skálasand frá Lambastapa yfir á Hraunssand við Hraunsvík að Hrólfsvík, en nú var leiðin tilbakagengin með það að markmiði að skoða nánar hinar fjölbreytilegu og margvíslegu jarðmyndanir í þessum þverskornu merkilegheitum, sem Festarfjallið og Lyngfellið eru. Einungis er hægt að ganga fjörunar undir fellunum á lágfjöru, en gæta þarf vel að brimlagi og flóðahættu því auðvelt er að lokast inni á Skálasandi ef og þegar aðstæður eru óhagstæðar. Þá þarf að varast að ganga og nálægt berginu vegna stöðugs grjóthruns.
Á jarðfræðikorti ÍSOR er Festarfjallið talið einn af athyglisverðari stöðum á Reykjanesskaganum: „Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti.
Festarfjall-28Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.
Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur.
Festarfjall-29Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.“
Í verndunartillögum frá 2002 segir m.a.: „Skammt austan við Hraunsvík er Festarfjall þar sem sjávarrof hefur sorfið helminginn af móbergsfjalli. Í Festarfjalli og bergstálinu vestan þess eru merkilegar opnur. Í Hraunsvík er hraunlag með mesta magni hnyðlinga sem þekkist hérlendis. Jökulberg á milli móbergs (með hnyðlingum) og hrauns. Greinilegar jökulrákir á móberginu. Hnullungabergslag í móbergi, hraunstraumur (gangur) hefur troðið sér þar inn á litlu dýpi. Festin í Festarfjalli er berggangur sem gengur upp í gegnum móbergið og tengist hraunlagi ofar. Litlu vestar eru áberandi gaspípur í berginu. Skjólgóð sandströnd er neðan Festarfjalls og er talsvert varp í björgunum og í grastorfum (lundi, rita, fýll). Ógnir: Vegagerð og námavinnsla.
Landnotkun: Einhver efnistaka er ofan vegar við Hraunsvík og við Festarfjall. Tillaga er um verndarsvæði í Hraunsvík.“

Í þjóðsögu er fjallsins getið. „Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag. 

Í þessari ferð FERLIRs var ætlunin m.a. að hlusta eftir rödd úr fjallinu. Þegar staldrað var við í sjávarhelli rétt austan við syðsta bergganginn, sem skagar út úr fjallinu, mátti heyra eftirfarandi, endurtekið nokkrum sinnum með lágum og dimmum rómi:

Í Festarfjalli oss býr
á Hraunsbónda hug snýr
heitir ey[eið] björg.
Verði orð fleiri
bara einu of mörg
þætti vér miður
ef nefnds dóttir heyri
fellur þá festin niður.

Festarfjall-30Jón Trausti skrifaði eftirfarandi um Festarfjall á leið hans frá Grindavík til Krýsuvíkur: „Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar. Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar.“
Frábært veður. „Þegar veðrið er gott í Grindavík er það hvergi betra“ [Guðbergur Bergsson].
Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Rauðskinna I 45.
-isor.is
-Verndun jarðminja á Íslandi – Tillögur vegna náttúruverndaráætlunar 2002, Helgi Torfason og Ingvar Atli Sigurðsson. Unnið af Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruvernd ríkisins, Reykjavík, nóvember 2002.
-Lesbók Morgunblaðsins, Jón Trausti, 6. nóv. 1949, bls. 508.

Grindavík

Festarfjall og Hraunssandur.

Lónakotssel

Hér að framan hefur verið reynt að geta þeirra helstu upplýsinga, sem tiltækar eru um sel á Reykjanesi.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki verður sagt með fullkominni vissu hvenær selbúskapur hófst hér á landi, en líklegt má þó telja að hann hafi fylgt fyrstu norrænu ábúendunum hingað til lands í kringum árið 870, en slíkur fjár- og kúabúskapur mun hafa verið vel þekktur í Noregi og á Suðureyjum á þeim tíma. Þó svo að sum mannvirkin, einkum fjárborgirnar, hafi fyrirmynd af írskum eða jafnvel skoskum hringlaga mannvirkjum, sbr. fjárborgina í Óbrennishólma í Ögmundarhrauni, er erfitt um sannanir í þeim efnum. Aðalatriðið er þó að selbúskapur var hluti af atvinnusögu landsins frá öndverðu og fram að aldarmótunum 1900, en um það leyti lögðust slíkir búskaparhættir af á Reykjanesi. Selbúskapurinn er því hluti af þjóðlífi og atvinnusögu landsins í u.þ.b. eittþúsund ár. Ástæða er til að varðveita og halda á lofti þessum þætti búskaparháttanna þar sem allt snérist um að halda lífi í sauðkindinni svo sauðkindin gæti haldið lífi í landsmönnum. Hinar fjölmörgu minjar og selsmannvirki á Reykjanesi bera þess glöggt vitni.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Guðrún Sveinbjarnardóttir ritaði grein í Acta Archaeologica 62 árið 1991, sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu. Þar fjallar hún um einstök sel í Eyjafjallasveit, Skagafirði og Berufirði í tengslum við önnur verkefni. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að sel á Íslandi hafi sérkenni sem eru ekki endilega þau sömu og sel frá heimalandi landnámsmanna, Noregi. Meginmunurinn er sennilega vegna ólíks landslags sem kröfðust ólíks skipulags. Af athugun hennar sé ljóst að meiri rannsóknar er þörf á seljum á Íslandi, bæði fornleifafræðilega og fornfræðilegra.

Orra Vésteinssyni, kennara, er sérstaklega þökkuð aðstoð við undirbúning samantektarinnar. – ÓSÁ

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hraun

Gengið var af stað fimm dögum fyrir umsnúning, hvort sem um var að ræða stystan dag, lengstu nótt eða umbirtingu nýrrar vefsíðu (www.ferlir.is). Veðrið var frábært þennan laugardagsmorgun. Sólarupprásin gyllti stilltan heiðbláan Grindavíkursjóinn sunnan Hrauns. Lognið var algert. Snær þakti jörð svo varla var auðan blett að sjá.

Vatnsheiði

Einungis gamlir garðar, tóftir og önnur mannanna verk stóðu upp úr – og reyndu að njóta augnabliksins. Kristallarnir er þöktu jörðina glitruðu í sólarljósinu líkt og  óteljandi demantar. Vestar reyndi dimmur kólgubakki að gera sig breiðan.
Ætlunin var að ganga austur með ströndinni, skoða Gamlabrunn og 15. aldar kapellu ofan Hrólfsvíkur. Jafnframt var ætlunin að nota sjónvitin til nýrra uppgötvanna, feta sporið upp Skarðið með Berjageira ofan Hálsgeira milli Húsafells og Fiskidalsfjalls og upp að gígopum Vatnsheiðar þar efra, dyngnanna þrigga ofan Hópsheiðar við Grindavík. Vatnsstæði það sem heiðin dregur nafn sitt af suðvestan undir þeim stærsta. Úr honum liggur greinileg hraunrás í sveiga til suðurs. Nokkur gróin jarðföll eru í rásinni. Eitt þeirra, það næsta Húsafelli, hefur vakið sérstaka forvitni FERLIRs. Ætlunin var að skoða þar niðurí. Einnig að komast niður í K-9, op á neðstu dyngjuhæðinni. Þá var og ætlunin að huga að hlöðnum refagildrum, gamalli leið milli Grindavíkurbæjanna og Ísólfsskála með ofanverðri Hrafnshlíð um Svartakrók og Stórusteina sem og gamalli leið milli Hrauns og Þórkötlustaða.
Vættur Efri-hellir, hinn þjóðsagnakenndi „Tyrkjahellir“, er hluti Vatnsheiðardyngnanna. Krosshlaðin refagildra kúrir í Slokahrauni sem og ýmsar aðrar minjar er geyma þjóðsögulega leyndardóma.
Ætlunin var að taka hús á Sigga (Guðjóni) Gísla á Hrauni (fæddur 1923), en hann var ekki heima. Þegar staðið er við Hraunshúsið eins og það er í dag má vel sjá hvar gamla gatan lá vestur eftir heimatúninu í átt að Hliðinu þar sem vegurinn lá yfir að Þórkötlustaðarhverfi. Enn eldri stígur (Eyrargata) lá til suðvesturs um hlið á hlöðnum garðinum og yfir Slokahraunið, framhjá Hraunkoti og niður í sendna fjöruna við Klöpp og Buðlungu. Enn mótar fyrir henni í hrauninu, norðan margra herðslugarða og -byrgja.
Heimabrunnurinn er neðan kálgarðs, en gamli bæjarhóllinn er skammt suðaustan við núverandi hús. Þegar Siggi og fleiri voru að jafna fyrir viðbyggingu við fjárhúsin kom m.a. upp stoðsteinn, sem nú er norðvestan við íbúðarhúsið („Litla-Hraun“). Af ummerkjum á steinum að dæma virðist húsið hafa verið allmyndarlegt. Steinninn hefur að öllum líkindum verið undir framgaflinum, en heimildir eru um kirkju á Hrauni á 17. öld.
NíanÍ yfirliti yfir sögu Grindavíkur samkvæmt Landnámu nam Molda-Gnúpur Hrólfsson land í Grindavík og hafa verið að því færð rök að það hafi verið í lok landnámsaldar eða á fjórða tug tíundu aldar. Ekkert er vitað um sögu Grindavíkur næstu þrjár aldirnar. Hrauns er getið í rekaskrá Skálholtsstaðar árið 1270. Skálholtsstaður eignaðist jörðina á 15. öld. Árið 1673 bjó þar Hávarður Ólafsson, sem gerði samning við Brynjólf biskup Sveinsson um að hann fengi að halda hluta kirkjunnar í reka á fjörum og greiddi í staðinn eina vætt fisks. Tilefni þessa samkomulags hefur ugglaust verið það að ekki hafi verið hjá því komist að hýsa jörðina að nýju. Heimildir frá 18. öld benda til að Hraun hafi á þeim tíma verið lök jörð og landskuld af jörðinni var aðeins hálft þriðja hundrað árið 1703. Í upphafi átjándu aldar var heimræði frá jörðinni árið um kring, en lending voveifleg samkvæmt Jarðabókinni 1703. Áttrært skip Skálholtstóls á Hrauni fórst 8. mars 1700, en þrjú skip frá Grindavík fórust með áhöfn þann dag, en það fjórða brotnaði. Skiptapar voru og á Hrauni árin 1632 og 1641. Um miðja 19. öld var heimræði frá Hrauni aflagt vegna erfiðra lendingarskilyrða og var eftir það róið úr Þorkötlustaðanefi.
Vatnsöflun var erfið í Hrauni og sökum áfoks spilltust tún og hagar. Ekki var unnt að hafa nokkra skepnu heima við á sumrum og var farið langar leiðir með hesta á beit í dagslok, enda þótt nota ætti þá næsta dag. Vetrarbeit í fjöru var léleg á vetrum vegna þess hve há fjaran er og lítið útgrynni. Reki var allgóður á fjörum Hrauns og þar var selveiði nokkur. Í Hraunsvík voru góð skötu- og ýsumið. Árið 1703 voru á bænum auk bóndans og konu hans og tveggja barna ungra fjögur vinnuhjú. Á búinu voru 4 kýr, 30 sauðfjár og þrjú hross. Jörðin var þá í eigu Skálholtsstóls skv. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þriðja bindi, bls. 9.

Tyrkjahellir

Skóg til kolagerðar brúkaði jörðin 1703 í almenningum sem aðrar jarðir í sveitinni. Tvær hjáleigur voru í landi Hrauns árið 1703. Kirkja var á Hrauni allt frá miðöldum fram yfir 1600, en ekki er ljóst hvenær kirkja komst þar á. Í Fitjaannál 1602 segir frá því, að farist hafi með farmaskipi Skálholtsstaðar utan við Þórkötlustaði 24 manneskjur og voru flestar jarðaðar í bænhúsinu á Hrauni. Kirkjan virðist hafa aflagst um það leyti. Þegar kemur fram á 19. öld er sú breyting á orðin að Hraun er eitt mesta myndarbýlið í Grindavík og þar bjó sama fjölskyldan mestan hluta aldarinnar, sem var óvenjulegt í Grindavík. Um eða rétt eftir 1822 kom á jörðina Jón Jónsson og er hann í öllum heimildum talinn eigandi jarðarinnar. Hann var gildur bóndi. Hann reisti m.a. þrjú stór og reisuleg timburhús á jörðinni. Eru það fyrstu timburhúsin í hreppnum. Í sóknarlýsingu 1840-1841 segir um Hraun: ,,Selstaða lángt frá en sæmilega góð.” Í bókinni Handbók um hlunnindajarðir á Íslandi (1982) segir að meðal hlunninda að Hrauni árið 1932 séu reki og útræði. Sigurður Gíslason býr nú (2006) á allri jörðinni og er þar annars vegar stundaður sauðfjárbúskapur og hins vegar námavinnsla jarðefna. Jafnframt eru önnur hlunnindi jarðarinnar nytjuð.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Skammt austan við gamla bæjarhólinn, sem nú hýsir fjárhúsin, eru gömu fjárhús, líklega frá því um aldarmótin 1900. Vörslugarður heimatúnanna sést enn vel. Honum var lengi haldið við, enda fékk bóndinn á Hrauni „Dannebrogsorðu“ fyrir hleðslu hans og fleiri garða við hraun fyrrum á 18. öld. Í þá tíð vildi Danakóngur hvetja þegna sína, ekki síst á Íslandi, til uppbyggingar og framþróunar á ýmsum sviðum – stundum með góðum árangri. Garðarnir standa að mestu enn – og minningin lifir. Sambærilegir garðar í Járngerðarstaðarhverfi og í Staðarhverfi fóru í ferðalag á fjórða áratug 20 aldar. Grjótinu úr þeim var kastað upp á vörubílspalla, enda lá það vel við – snyrtilega upp raðað og beið þess að menn kæmu og hirtu það. Grjótinu var síðan sturtað undir bryggjurnar, sem þá voru í byggingu og urðu grundvöllur framþróunar byggðarlagsins. Það má því segja að grjótið hafi gengið í endurnýjun lífdaga, enn og aftur með tilhlýðilegum árangri – eða a.m.k. tilgangi.
Skammt austan fjárhústóftanna eru leifar af gamalli refagildru. Enn austar er Gamlibrunnur á Hraunssandi. Hraunssandur virðist lítt áhugaverður, nema þegar krían er þar á varptímanum og sækir með harðræði að forvitnum vegfarendum. Hraunsmenn hafa löngum staðið vörð um kríuvarpið og stuggað eggglöðum frá. Deilur við nágrannana, sem vildu nýta varpið, er flestum löngu gleymdar. Þó lifa enn nokkrar smellnar sögur, sem síðar verða kannski birtar – í bók.
BerjarimiÍ Gamlabrunn sóttu m.a. Þórkötlustaðabúar vatn fyrrum. Vatnið í honum þótti gott. Í dag er einungis lítið op efst á brunninum, en ef höfðinu er stungið niður um það má sjá formlegar hringlaga hleðslur. Dýptin er nú um 80 cm, en talsverður sandur hefur sest í botninn.
Milli brunnsins og kapellunnar ofan við Kapellulág (ofan Hrólfsvíkur) er nokkuð stór þúst, um 60 cm há. Hún er gróin og sker sig nokkuð úr umhverfinu. Strandlínan er nú næstum komin að henni, en ekki er ólíklegt að undir bungunni kunni að leynast mannvistarleifar. Utar gæti fyrrum hafa verið byggingar, en sjórinn nú tekið til sín. Kapellan sem og brunnurinn bendir til nálægðar við meiri byggð fyrrum.
Einhverra hluta vegna var kapellutóftin tekin sem dys sú, sem enn sést ofan Hrauns í byrjun 20. aldar og komst þannig á skráningarspjöld sögunnar.
„Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar rændu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.
Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.
VatnsstæðiðHann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.

Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu.“
Kristján Eldjárn gróf í “dysina” á Hraunssandi 1958. Þar reyndist vera kapella frá 14. eða 15. öld. Hann hafði mikinn áhuga á fyrrnefndum manngerðum hól vestan við Hraun, en gafst ekki tími til frekari rannsókna.
Kapellunni hefur lítt sómi verið sýndur í seinni tíð. Ryðgað járndrasl er umhverfis tóftina, sem var orpin sandi eftir uppgröftinn.
Fiskidalsfjall (202 m.y.s.) er eitt fárra „fjalla“ á Reykjanesskaganum, önnur fjöll eru fell. Vestan þess er Húsafell (172 m.y.s.). Milli þeirra er Berjageiri. Haldið var upp með honum. Neðar var ein af fjarskiptastöðvum NATO (Bandaríkjamanna) allt fram á sjöunda áratug 20. aldar. Leifar hennar sjást enn mitt upp í geiranum, grunnar tveggja húsa og fæstur og festingar mastranna á víð og dreif. Nú eru þana sandnámur Hraunsmanna.
VatnsstæðiðEfst í geiranum eru minjar eftir vatnsþró varnarliðsmannanna í loftskeytastöðinni. Borhola hefur verið þar og vatni dælt upp. Síðan hefur það verið sjálfrennandi um lögn niður geirann. Vatnið þótti gott og vildu sumir Þórkötlustaðabúar að fá að nýta holuna eftir að herinn hvarf á braut.
Loftur Jónsson segir m.a. um þetta svæði: „Alla mína vitneskju  um örnefni í Hraunslandi hef ég frá Magnúsi Hafliðasyni, þeim fróma manni.
Berjageiri er næstum þríhyrnd gróðurtorfa utan í hlíðinni á Fiskidalsfjalli, þar sem það snýr að Húsafjalli, og nær aðeins niður í rætur fjallsins. Rýmið á milli fjallanna heitir SKARÐ. Þegar menn ferðuðust þarna um gengu þeir ýmist niður Skarð eða upp Skarð eftir því í hvora átt þeir fóru.
Bandaríkjamenn (Nato-Varnarmáladeild) tóku eignarnámi einhverja hektara lands neðan við Skarð á árunum milli 1950 og 1960.  Þarna á melunum var ekki stíngandi strá og allra síst krækiber, í mesta lagi óx þarna geldingahnappur. Það var sáð þarna grasfræi á milli vélaskemmanna þannig að í dag gætu menn haldið að þarna hefðu þeir tillt niður fæti á gróðurlendi.
Þar sem húsin voru byggð var eiginlega efsti hluti Hraunssands.  Þar sem dæluhúsið stóð þá eru menn komnir í Vatnsheiði.
Á unglingsárum mínum og síðar átti ég mörg spor um þessar slóðir og landið þarna er mér í fersku minni.“
Hraunsmenn hafa verið að reyna að nýta sér efni bakatil í fjöllunum (fellunum). Stórusteinar voru þar, þ.e. stórt grjót er hrunið hafði úr efri brúnum, en þeir voru færðir í nýjan varnargarð í Járngerðarstaðahverfi. Það eru því engir „Stórusteinar“ til lengur, en örnefnið lifir með varnargarðinum. Hann mætti því að ósekju heita „Stórusteinagarður“.
Skammt norðar er stórt jarðfall. Um er að ræða hluta af hrauntröðinni úr miðgíg Vatnsheiðardyngjunnar. Þrátt fyrir leit fannst engin leið inn í rás úr jarðfallinu.
Skoðað var hið hrikalega gígop efstu dyngjunnar á Vatnsheiði sem og vatnsstæðið, sem heiðin ber nafn sitt af suðaustan undir því.

Minjar

Ætlunin var að fara niður í K-9. Búið var að forfæra 12 m langan stiga upp að opinu, en þegar til átti að taka reyndist dýptin vera rétt rúmlega það. Það var því ákveðið, af öryggisástæðum, að bíða með niðurför. Samkvæmt upplýsingum afkomanda Hraunsbóndans á þarna niðri að vera um 300 metra löng göng, en Hellarannsóknarfélagsmenn hafa talið þau mun syttri.
K-9 var nefndur svo eftir að jarðýtu, Catepilar 9, var ekið um Vatnsheiðina er jörðin opnaðist skyndilega undir henni á þessum stað. Ýtustjóranum tókst að koma sér og farartækinu á jarðfastan stað, en litlu mátti muna að illa færi. Dýptin er, sem fyrr sagði, um 12 metrar.

K-9

K-9.

Þá var stefnan tekin á „Tyrkjahellinn“ eða Efri-helli á hæðarbrúninni vestan Húsafells. Á leiðinni voru tvær vörður. Þær munu vera við gömlu efri leiðina, sem fyrr var minnst á, milli Skála og Járngerðarstaða. Þá var farið ofan við Hrafnshlíð, með hæðunum vestanverðum og síðan af Vatnsheiðinni niður á Hópsheiði þar sem alfararvegur lá heim að bæjum.
KapellanUm Efri-helli er sagt að í hann hafi Grindvíkingar ætlað að fljýja kæmi Tyrkir aftur. Var talið að hellirinn myndi rúma alla Grindvíkinga. Opið, eða öllu heldur opin, eru vandfundin suðvestan Húsafjalls.
Tvö op eru á hellinum. Það vestara er auðveldara umleikis. Þar fyrir innan er rúmgóður hellir. Nú er mold í botni sem er afrakstur moldroks af heiðinni sem og vatnsfærslu niður á við.
Rýmið gefur vel tilefni til að hýsa álitlegan fjölda.
Í aðdraganda jólanna las einn þátttakendanna, Gugga Erlings, jólasögu frá fyrri hluta fyrri aldar („Stórkostlegastur allra“, Þóra Stefánsdóttir þýddi, birtist í 50. tbl. Vikunnar 18. desember 2001). Efnisinnihaldið var vel við hæfi en þar sagði frá ungu grenitré er vaxið hafði við hliðina á gömlu og óálitlegu lauftré. Litla grenitréð, sem átti framtíðina fyrir sér, vildi ekki að gamla lauftréð, sem hafði gefið öðrum laufin af sér til ýmissa nota, skyggði á það. Niðurstaðan var sú að þrátt fyrir allt – að lokum, fannst fólki mikið til fórnlundar gamla trésins koma. Líf er líf – hvers stofa sem það er.

Gamli brunnur

Gengið var niður af heiðinni inn á Slokahraun, sem rann úr Moshól undir Hagafelli á sínum tíma, í mjórri ræmu niður heiðina og myndaði nesið milli Hrauns og Þórkötlustaðahverfis; Sloka.  Niðurlútur hraunkarl fylgdist vel með mannaferðum. Í hrauninu er krosshlaðin refagildra, sem nú var barin augum. Inngangarnir hafa verið fjórir. Líklega er þarna um að ræða þá tegund af gildrum er trégrindur þjónuðu síðar er yrðlingar voru teknir úr grenjum og refaskyttan reyndi með ámótlegu væli þeirra að laða foreldrana að til hirðingar.
Á heiðinni sem og í hrauninu mátti víða sjá fótspor eftir ref í snjónum.
Eldri refagildra er neðar í Sandleyni. Loks voru skoðaðar gamlar götur vestan heimatúnsgarða hrauns, s.s. Eyrargatan og fyrsti akvegurinn yfir að Þórkötlustöðum.
Dysin sú, sem minnst var á í tengslum við kapelluna á Hraunssandi, er ofan túngarðs. Sigurður Gíslasyni, bóndi á Hrauni, sagði FERLIR á sínum tíma frá þessum á grónum hraunhólnum norðan þjóðvegarins skammt vestan heimkeyrslunnar að bænum. Hann sagði aðspurður að þar væri líklega um dys að ræða. Hann kvaðst ekki kunna frekari deili á dysinni, en sagði dr. Kristján Eldjárn hafa haft mikinn áhuga á að skoða hana. Þá hafi hann rætt við gamlan mann, fæddan á svæðinu. Sá sagði að dysin væri frá því í Tyrkjaráninu. Hennar væri getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem að framan greinir.
Ekki er þó loku fyrir það skotið að hleðslurnar á hólnum kunni að hafa þjónað þeim tilgangi að vera mið inn í Hraunsvörina, sem er þarna neðan við. Líklega hefur sundvarða verið þar á millum, sem nú er horfin, eða varða á þessum hól hafi tekið mið í eitthvert kennileitið efra, s.s. Þorbjörn.
Frábært veður, sem fyrr sagði. Gangan tók 3 klst og 3 mínútur.

Heimild m.a.:
-http://www.obyggd.stjr.is/svland/04.pdf
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-Öldin okkar – Öldin sautjánda; 1601-1800; 1966.
-Guðsteinn Einarsson – 1960.
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Frásagnir Brynjúlfs frá Minna-Núpi.
-Rauðskinna.
-Rit Björns Jónssonar frá Skarðsá um Tyrkjaránið.
-Sagnir, munnmæli, frásagnir og leiðbeiningar elstu núlifandi manna í Grindavík.
-„Stórkostlegastur allra“, Þóra Stefánsdóttir þýddi, birtist í 50. tbl. Vikunnar 18.desember 2001.

Vatnsheiðarvatnsstæði

Frykkjarsteinn

Alfaravegur lestamanna og vermanna að austan er sóttu fiskifang til verstöðvanna á Suðurnesjum haust og vor fyrr á tímum lá með suðurströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan til Hafna. Milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og þó miklu nær Grindavík, í landi Ísólfsskála, greindist vegur þessi í tvær áttir. Lá annar vegurinn áfram til Grindavíkur en hinn yfir fjallgarðinn til Vogastapa.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurgatan gamla.

Þar sem vegirnir skiptast er steinn sá er Drykkjarsteinn nefnist. Er hann mikill um sig, en ekki allhár eða svo sem hálfönnur mannhæð þar sem hann er hæstur. Nafn sitt dregur steinninn af því að í honum eru holur nokkrar þar sem vatn safnast fyrir. Svo var sagt að í hinni stærstu þeirra þrjóti ekki drykkjarvatn nema í langvinnustu þerrum. Hefir þetta komið sér harla vel fyrir ferðamenn er þarna áttu leið um, þar sem hvergi var vatn að fá á þessum vegi á löngu svæði og menn og hestar voru því örmæddir af þorsta er að Drykkjarsteini kom og svaladrykknum sárlega fegnir. Varð steinninn þannig langþráður áfangastaður ferðamönnum og var ekki laust við að á honum hvíldi helgi nokkur, þar eð varla þótti einleikið hversu haldsamur hann var á drykkjarvatn, jafnvel í mestu langviðrum.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn að vetrarlagi.

Þó gat það við borið að vatnið þryti í steininum eins og þessi saga sýnir. Einhverju sinni bar svo við sem oftar að ferðamenn voru á suðurleið um veg þennan. Þurrkar höfðu miklir á undan gengið svo að hvergi var vatn að fá á leiðinni. Voru mennirnir því mæddir af þorsta og hugðu því gott til að fá sér nægan svaladrykk er þeir kæmu að Drykkjarsteini. En er þangað kom bar nýrra við því að allar holurnar voru tómar og engan dropa þar að fá. Urðu mennirnir vonsviknir mjög eins og vænta mátti. Í gremju sinni tók þá einn þeirra til þess klækibragðs að hann ósæmdi í stærstu holuna. Segja sumir, að hann hafi migið í hana, en aðrir, að hanna hafi gengið þar örna sinna. Eftir þetta brá svo við að holan var jafnan þurr og það engu að síður þótt rigningum gengi.
Liðu svo nokkur ár að ekki bar til tíðinda.
DrykkjarsteinnÁtti þá þessi sami maður enn leið um veg þennan og var ferðinni heitið til Grindavíkur. Vissu menn það síðast til ferða hans er hann lagði upp frá Krýsuvík. En fáum dögum síðar er farið var um veginn fannst hann dauður undir Drykkjarsteini og kunni það enginn að segja hvað honum hefði að bana orðið. En eftir þetta brá Drykkjarsteinn til sinnar fyrri náttúru, og hefir vatn eigi þrotið í honum síðan. 

Ljóð hefur verið ort um Drykkjarsteininn í Drykkjarsteinsdal. Það er eftir Símon Dalaskáld og er svona:

Drykkjarsteinn með þorstans þraut
þráfalt gleður rekka.
Sá hefur mörgum geiragaut
gefið vatn að drekka.

Sagnir hafa og verið um að hann hafi verið vígður af Guðmundi góða Hólabiskupi með þeim orðum að vatnið í steininum ætti að vera meinabót.“
Þegar FERLIR var á ferð um dalinn s.l. sumar hafði þornað í báðum skálum hans, enda óvenjumikil þurr- og og hlýviðri það sumarið.

-Sagan er úr Rauðskinnu, bls. 120, II. bindi.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn í Drykkjarsteinsdal.