Rjúpa

Dagurinn var jafnframt „Göngudagur fjölskyldunnar„.

Sýrholt

Sýrholt – tóftir.

FERLIR fóra að leita Fornuselja undir Sýrholti, jafnframt því sem ferðin var nýtt til berja.
Sýrholt er á milli Auðnasels og Flekkuvíkursels, svo til í beina stefnu. Mikill uppblástur og jarðvegseyðing er á svæðinu svo einungis gróðurtorfur eru þar á stangli.

Ferðin var ágætt dæmi um leit á svæði þar sem svo til engin vísbending er um mögulegar minjar og ef þær væru þarna einhvers staðar, þá hugsanlega hvar.
Hver hæðin tók við af annarri og auðvelt að ganga framhjá því sem leitað var að. Ef gengið er vinstra megin við hæð gætu tóftir auðveldlega leynst hægra megin – og öfugt.
Reynt var að nota áunna reynslu og þau skynfæri, sem duga oft best við þessar aðstæður; sjónina og sjötta skilningarvitið. Heyrn, lykt, tilfinning og málið koma yfirleitt að litlum notum við leit að minjum.

Sýrholt

Fornusel í Sýrholti.

Gengið var norðvestur fyrir Sýrholtið og gengið að því til suðausturs. Selin á Reykjanesskaganum eru yfirleitt í skjóli fyrir þeirri átt; rigningaráttinni, einkum þau elstu. Þegar farið var að nálgast svæðið var leitað að kenniletum, grasi og gróðurbollum. Það tók að þéttast mám saman. Þá var skyggnst eftir hugsanlegum hleðslum eða öðrum mannanna verkum. Fljótlega kom vörðubrot í ljós á litlum hraunhól.

Sýrholt

Sýrholt – hleðslur í gjá.

Óljós gata sást liggja framhjá því, með stefnu að öðru vörðubroti. Stefnan var á hæðina vestanverða. Þar utan í henni, á grasbala, komu tóftirnar í ljós, þrjár talsins. Erfitt er að koma auga á þær, en þær eru þó vel greinilegar þegar betur er að gáð.
Skammt norðvestar var önnur tóft á litlum grasbala. Mjög erfitt er að finna hana. Skammt norðar er hlaðinn stekkur í gróinni gjá.
Ekki er vitað hvaða bæ á Vatnsleysuströnd þessi selstaða tilheyrði, enda greinilega mjög gömul.
Frábært veður í haustlitunum. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Fornusel - Sýrholti

Fornusel í Sýrholti – uppdráttur ÓSÁ.

Staðarborg

Gengið var frá Prestvörðunni ofan við Kálfatjörn, yfir Almenningsveginn og áfram til austurs með stefnu austur fyrir Staðarborg. Þar er Staðarstekkur í klofnum hraunhól. Hlaðið hefur verið í miðja rásina og hleðslur eru einnig við austurenda hans.

Staðarborg

Staðarborg.

Það er stutt yfir í borgina. Hún hefur verið endurhlaðinn að hluta. Dyrasteinn, sem verið hefur fyrir ofan opið, liggur nú við innvegg borgarinnar gegnt dyrum. Sagt er að hann hafi þurft að fjarlægja eftir að kálfur komst inn í borgina, en ekki út aftur fyrr en steinninn hafði verið fjarlægður. Næst var stefnan tekin á Þórustaðaborg. Hún er á milli hraunhóla í um 15 mínútna fjarlægð til vestnorðvesturs. Borgin er mikið gróin, en þó sjást vel hleðslur í miðju hennar. Greinilegt er að borginni hefur á einhverju skeiði verið að hluta til breytt í stekk. Vatnshólar sjást vel í vestri. Vestan í þeim, í um 15 mínútna fjarlægð, eru miklar hleðslur. Þarna var Auðnaborg, en henni hefur síðar verið breytt í rétt utan í hólnum. Á hólnum sjálfum, sem er allgróin, eru tvær tóttir.

Auðnaborg

Auðnaborg.

Áfram er gengið í vestur. Framundan sést vel gróinn hóll í um 10 mínútna fjarlægð. Á honum er Borg, greinilega gömul fjárborg. Rétt norðvestan við hana á hólnum er gróin stekkur, Litlistekkur. Í nokkurra mínútna fjarlægð frá honum til vesturs er gamall stekkur á hól. Það mun vera Rauðstekkur. Í um 10 mínútna fjarlægð til vesturs, þó aðeins til hægri, er komið að brekkum. Fara þarf áður yfir girðingu.

Fornistekkur

Fornistekkur.

Framundan er vel gróið sléttlendi. Suðaustan í brekkunum er Fornistekkur.
Þá er haldið til suðurs. Þar ofan við Arnarbæli er Kúadalur. Syðst í honum, undir holti, er fallega hlaðinn stekkur. Frá honum var haldið spölkorn til baka til austurs, sunnan Arnarbælis.

Lynghólsborg

Lynghólsborg.

Á hægri hönd, uppi í heiðinni, er þá áberandi hóll, vel gróinn. Það er Lynghóll. Þegar komið var að greinilega fornum, lítt áberandi stekk á holti, hér nefndur “Arnarbælisstekkur”, var stefnan tekin á hólinn.

Hringurinn

Hringurinn – fjárborg.

Þar, norðan við Lynghól, er enn ein fjárborgin. Hún er greinilega gömul, enda gróin, en hleðslur sjást enn vel í henni miðri svo og leiðigarður suður úr henni.
Ofan Lynghólsborgar er fjárborgin Hringurinn, augljós.

Frá Lynghólsborginni er stefnan tekin til suðvesturs, upp í holtin. Fara þarf yfir girðingu á leiðinni. Þegar komið er upp á hraunhólana sést Hringurinn, á milli hóla. Borgin stendur í lægð, en sést þó vel. Hún hefur greinilega verið voldug á sínum tíma, en er nú að mestu fallin inn. Þó má enn sjá heillega hluta í henni.

Gíslaborg

Gíslaborg.

Stefnan er tekin til vesturs, í áttina að stóru verksmiðjuhúsi austan Voga. Gíslaborgin er þar á hól og ber í gaflinn á húsinu. Áður en gengið er upp á hólinn má sjá sérkennilega hlaðinn, nokkuð stóran, ferning neðan hans. Óvíst er hvað þetta gæti hafa átt að verða því mannvirkið er hlaðið á torfið, ótrausta undirstöðu.

Gvendarstekkur

Gvendarstekkur.

Eftir að hafa skoðað Gíslaborgina var stefnan loks tekin á Gvendarstekk, undir hraunhól skammt vestan Vogavegar. Þetta er gömul fjárborg.
Á leiðinni til baka var Vatnsleysustrandarvegurinn genginn að Gamlavegi og síðan eftir honum aftur yfir á Vatnsleysustrandarveg. Gamlivegur er svo til beinn upphlaðinn malarvegur, en hann hefur líklega þótt of beinn og of fjarri strandbæjunum og því verið aflagður þegar nýr hlykkjóttur vegur var lagður nær ströndinni. Við veginn voru nokkur lóu- og spóahreiður, sem gaman var að skoða.
Gangan tók um tvær og hálfa klst. í frábæru veðri.

Staðarborg

Staðarborg.

Botn

„[Vissulega] er margt að finna í Botnsdalnum, sem glatt getur augað.“

Lúther

Í örnefnalýsingum fyrir bæina Litla-Botn og Stóra-Botn í Botnsdal í Hvalfirði er getið um fjölmarga áhugaverða staði, s.s. réttir, stekki, tóftir (Holukots), hella (Þvottahelli, Þjófahelli og Hraunshelli) og þrjár selstöður. M.a. er þar getið um tvær selstöður frá fyrrnefnda bænum sbr.: „Hæðirnar sunnan Sóleyjarflóa og að Skútalæk heita Hallbjarnarköst. Austan þeirra eru tvö flóasund samliggjandi, mosahæð skilur þau í sundur. Það vestra heitir Selflói. Efst í honum eru rústir af seli. Sér þar greinilega fyrir tveimur kofarústum og smágerði. Upp af rústunum er laut, er nær næstum að Sóleyjarflóa. Norður af Selfjallinu heyrði ég talað um, að hefði verið annað sel, en ekki veit ég, hvar það var.“
Um selstöðu frá Stóra-Botni segir: „Við göngum austur með Botnsánni og komum brátt að nokkuð vatnsmiklum læk, sem rennur í Botnsána. Þessi lækur nefnist Sellækur og á upptök sín í Eystrikrók og í Veggjum. Austan við Sellækinn eru gamlar seltóftir, sem eru löngu uppgrónar. Hefur þarna eflaust verið haft í seli frá Stóra-Botni fyrr á árum.“
Lúther Ástvaldsson bóndi á Þrándarstöðum í Brynjudal fylgdi FERLIR um svæðið. Hann gjörþekkir aðstæður, enda fékkst staðfesting fljótlega staðfesting á því.

GöngusvæðiðÍ örnefnalýsingu fyrir Litla-Botn segir Jón Þorkelsson m.a.:
„Brunná [í vestanverðu Selfjalli] er mjög straumhörð í vatnavöxtum og margir smáfossar og ker og katlar í henni (gæti ef til vill dregið nafn sitt af þeim).  Um 700 metrum fyrir ofan þjóðveginn er allsérstæður foss í ánni, sem heitir Paradísarfoss. Áin fellur fyrst fram af allháum klettastalli og kemur niður á bratta bergflúð, sem hún hefur í tímanna rás grafið holu í, og spýtist úr henni í fallegum boga upp í loftið, svo næstum má ganga undir bununni í vatnavöxtum.
Paradís er skógi vaxin brekka í eystri gilbarminum rétt við fossinn. Rétt neðan við hana er smáhellir, sem var stundum notaður fyrir fé. Fossinn sést af þjóðvegi vestan Brunnár á stuttum kafla, en vel sunnan Botnsár af Hlaðhamri.
SelfjallRétt austan við Brunná er Mígandalækur, sem á upptök sín í Skorningi í há-Selfjallinu, rennur svo eftir þröngu dalverpi, Mjóadal, fram á brún og niður í Botnsá. Um 400 metra ofan þjóðvegar er foss í læknum, sem heitir Mígandi. Nokkuð fyrir innan Mígandalæk er lægð frá brún og niður að Botnsá, sem heitir Hólmagarðslág, og eftir henni rennur Hólmagarðslækur. Við lækinn, þar sem hann rann í ána, voru garðleifar, sem haldið er að hafi verið í sambandi við veiðiskap. Botnsskógur heitir allur skógurinn frá Brunná og inn að Stekkjará (Selá) og fjallið upp af honum Selfjall.
GataÖrnefni milli Mígandalækjar og Brunnár eru neðst: Brunnáreyrar neðan vegar, en ofan Háimelur. Brekkurnar þar upp af heita Utastistallur og ná upp að brún, en fyrir ofan brúnina er hjalli með grasi vöxnum brekkum, sem heita Útstallar.
Örnefni milli Mígandalækjar og Hólmagarðslækjar eru neðst upp af Bláhyl, Bláhylsholt, en ofar Vörðuholt austan við Mígandalækinn, en brekkurnar milli hans og Hólmagarðslágar heita Miðstallur (Hólmagarðslágarstallur). Upp af Miðstalli er svo (Selfjalls-) Nípa.
Ef við færum okkur aftur niður að Botnsá og athugum örnefni milli Hólmagarðslækjar og Stekkjarár (Selár), er Hvítimelur norðan brúar á Botnsá, og stendur Botnsskáli neðst á honum.  Í honum er deigur mór og ísaldarleir og verður því hvítur til að sjá í þurrkum.

Háafell

Milli Hvítamels og Stekkjarár er Stekkjarmýri, nær hún frá Botnsá og upp að Stekkjarbletti, en þar eru beitarhús, Stekkjarhús, og búið að rækta túnin í kringum þau, og breyttist þá nafnið í Stekkjartún. Neðst og vestast í Stekkjarmýri var mór færður upp, en þótti ekki góður. Síðast var þar tekinn mór 1932. Utanvert við Stekkjarhúsin eru Stekkjarholt, en upp af þeim eru tveir klapparhólar rétt við Hólmgarðslág, sem heita Stekkjarklettar.
Í framanverðu Selfjalli eru tvö klettabelti, er ná frá Brunná og að Stekkjará, neðan þessara klettabelta eru grasi vaxnir hjallar. Örnefni á neðri hjallanum: Utastistallur og Miðstallur vestan Hólmgarðslágar er áður getið, en austan lautar tekur við Hvítablettsstallur, sem nær að grasi vöxnum hvammi vestan við Stekkjargilið, Kúastalli (Hvítabletti), hann er allur grasi vaxinn, og í honum er mikil snarrót og er því hvítur til að sjá vor og haust. Kýr voru oft reknar þangað á sumrin milli mála, því þar þótti góð beit fyrir þær. Niður undan Kúastalli er valllendisbrekka umgirt skógi, nefnd Blettur. Skarð er í klettabeltið ofan við Hvítablett, Hvítablettsskarð.
EViðhamrafjallfra klettabeltið er í suður og austurbrún Selfjalls og nær frá Stekkjargili á móts við Tæpugötu og allt að Brunnárgili. Brekkurnar milli klettabeltisins og Stekkjargils austan í Selfjalli heita Innstallar og ná að Skitsóttargili, sem er skarð í klettabrúnina, er hún beygir til vesturs. Þá taka við Efristallar upp af Hvítabletti, ná þeir að Hólmagarðslág. Ofan við Efristalla er lítið klettabelti, og er (Selfjalls-) Enni ofan þess. Vestar er svo Nípa og Útstallar fyrir vestan Hólmagarðslág að Brunnárgili.
Fjallið upp af bænum heitir Háafell, í efstu brún þess er klettabelti, er nær frá suðvesturhorni þess að sunnan og austan, þar til þeir sameinast Litla-Botnsárgljúfri, og heita Háafellsklettar.  Skarð er í klettana við gljúfrið, og niður undan því er grashvammur, sem heitir Flatir. Á móts við Flatir hverfur gilið að mestu, og má þar fara með hesta yfir Litla-Botnsána (í hdr. Litlubotnsána), en rétt neðar fellur áin ofan í þrönga gilskoru, sem er efri endinn á Litla-Botnsgili, og heita Þrengsl.

Litli-Botn

Framan við Flatir, milli Háfellskletta og Litla-Botnsgils, eru Skriður. Fram[an] í Háafelli eru grasbrekkur. Laut liggur upp eftir miðju fjallinu og klýfur klettabeltið, Kúalaut, þangað voru kýr stundum reknar á sumrin.
Milli Háafells og Selfjalls er Kiðadalur, þar sem Stekkjará rennur eftir í gili. Innan við miðjan dal rennur Stekkjaráin fast að Háafellinu. Þar lá engjavegurinn efst í gilbrúninni og var kölluð Tæpugata. Neðan við Tæpugötu eru Mosar, sem ná niður að Hnausum. Hægt var að fara með hesta af Mosum yfir á Innstalla á einum stað eftir klettastalli í gilinu. Það hét Einstigi.
Neðan við Háafellið er klettabelti, er nær frá Litla-Botnsgili og að Hnausum og heita Dalsklettar. Dalur er neðan þeirra vestast, en Breiðarskógur austar og nær að Litla-Botnsgili. Fyrir neðan Dalinn er Hnausabrún, er nær að Breiðarskógi og beygir þar til suðurs. Þar er holt á brúninni með tveimur vörðum, enda kallaðar Vörður.
BotnsdalurBrekkan sunnan við Vörður heitir Skógarbrekka. Þar byggði Jón Helgason ritstjóri sér íbúðarhús, girti í kringum það og gróðursetti greni og furuplöntur. Nokkru vestar er sumarbústaður, sem Jón Skaftason borgardómari á og kallar Nöf, milli húsanna er klettahóll, sem heitir Steinsskúti. Ekki veit ég, af hverju hann dregur nafn.
Neðan Skógarbrekkna og Breiðarskógs er melhryggur, vestasti hluti hans austan við túnið heitir Húsamelur. Ekki munu á honum hafa staðið stór hús, en nafn sitt dregur hann af húsbyggingum barna, sem hér hafa um aldir haft sinn horna-, völu- og kjálkabúskap. Neðan þessa mels eru Eyrar, slétt flöt með skógi vaxinni brekku sunnan í melnum. Þar hefur undirritaður byggt sér hús, girt og plantað út útlendum skógarplöntum.
Engjavegurinn lá niður Mosana austan við Hnausa í sneið ofan í Dalinn vestast og vestur af Glymur-221Hnausabrún, og var kallaður Snið. Vestur og niður af Snið[u]num eru Hnausar, og framan í þeim eru Skógarbrekkur. Neðan við þær er klapparhóll, girtur klettabelti í hálfhring, sem heitir Klapparholt. Fyrir neðan það er Stekkjarmelur, og nær hann alla leið niður undir Botnsá. Vegurinn út í Stekkjartún lá yfir melinn, og mun hann draga nafn sitt af því. Ofarlega, austan við Stekkjarmelinn, er annar melur. Milli þeirra er graslaut, kölluð Sláttulág.
Heimreiðin að Litla-Botni lá áður fyr[r] upp með Stekkjarmelnum, yfir lítið klapparholt fyrir utan túnið. Holtið heitir Mannabyggð. Ekki mátti ríða hart yfir holtið, því trú manna var, að í því byggju álfar eða huldufólk, og átti illt af að hljótast, ef út af því væri brugðið. Ofláti einn, sem ekki vildi taka tillit til þessa heilræðis, hleypti hesti sínum yfir holtið, en hesturinn datt og knapinn stórslasaðist. Nokkru ofar og austar er annað holt, sem heitir Steinkirkja. Ekki er það beint líkt kirkju í laginu, en skyggnt fólk taldi sig sjá prúðbúið huldufólk fara frá Mannabyggð að Steinkirkju á sunnudögum.
Neðan við túnið eru sRéttléttar eyrar, nú að mestu grónar, en voru áður sundurskornar eftir hlaup úr Litla-Botnsá (í hdr. Litlu-Botnsá), þær heita Hólmar.
Dalurinn milli Selfjalls og Grjóthlíðar vestan Brunnár heitir Brunnárdalur, nær hann frá Útstöllum að Brunnárbotnum. Brunná kemur úr Brunnártjörn, rennur fyrst um sléttlendi, en móts við norðurendann á Selfjalli – kallaður Selfjallshali – hefur áin grafið allmikið gljúfur, þar sem hún rennur ofan í Brunnárdalinn. Það heitir Brunnárgljúfur. Frá Selfjallshala liggur hæðarbrún vestan í há-Selfjalli, kallað Langakast, nær það alla leið að Skorningi sunnan í há-Selfjalli. Milli Selfjalls og Digravörðuhryggs (svo í hdr.) er Selfjallsflói og austar Selgilsdrög, en þar á Stekkjará upptök sín. Austan við Selfjallið eru svo Selfjallsdrög.
Fyrir ofan Innstallana vestan Stekkjarár, móts við Tæpugötu, er klapparhnúkur, sem heitir Kiðadalshnúkur. Norður af Brunnártjörn eru Fálkagilstjarnir á mörkum Litla-Botns og Fitja. Austan þessara tjarna er allhár melhryggur, víða mosavaxinn, sem heitir Digravörðuhryggur, þar sem hann er hæstur, eru tvær vörður, kallast þær Digravörður (svo í hdr.). Austan við hrygginn eru tvær tjarnir, (Stóra-) Krókatjörn, sem Litla-Botnsá kemur úr – út í hana ganga tvö nes, sem næstum skera í hana sundur – og sunnar Djúpatjörn, sem lækur rennur úr í Krókatjörn. Heyjað var með þessum læk, svo og í flóanum sunnan og vestan við Krókatjörn.

Litli-Botn

Neðarlega, austan við Digravörðuhrygg, er hvilft í heiðina, sem heitir Sóleyjarflói. Mikið er af holtasóley vestan og ofan við flóann, en norður af honum er holt, sem heitir Sóleyjarhæð. Lækur rennur úr Sóleyjarflóa niður í Selgilsdrög og í Stekkjará, sem heitir Friðfinnsskurður.
Hæðirnar sunnan Sóleyjarflóa og að Skútalæk heita Hallbjarnarköst. Austan þeirra eru tvö flóasund samliggjandi, mosahæð skilur þau í sundur. Það vestra heitir Selflói. Efst í honum eru rústir af seli. Sér þar greinilega fyrir tveimur kofarústum og smágerði. Upp af rústunum er laut, er nær næstum að Sóleyjarflóa. Norður af Selfjallinu heyrði ég talað um, að hefði verið annað sel, en ekki veit ég, hvar það var, og sér þess nú engin merki.
Eystra flóasundið heitir Svartiflói, blautur brokflói, og er hann því svartur til að sjá. Lækur rennur úr flóanum sunnan Hallbjarnarkasta, niður mosaþembur og fram af allháum klettastalli ofan í Kiðadalsbotn. Hann heitir Skútalækur. Þar sem hann fellur fram af klettunum, er allhár foss, en hellisskúti bak við fossinn og beggja vegna við hann. Skútinn dregur nafn sitt af svörtu berginu og heitir Svartiskúti. Heybandsvegurinn lá frá Tæpugötu yfir Skútalækinn neðan skútans og í sneið upp bratta valllendisbrekku í botni Kiðadalsins. Neðan brekkunnar greinist Stekkjargilið á stuttum kafla, svo hægt er að fara þar með hesta yfir, en á móts við brekkuna tekur við annað gil, sem er áframhald af Stekkjargili og nær norður í Selgilsdrög og heitir Kiðagil. Við norðausturenda þess er klapparhóll, sem heitir Einstakihóll.
Flóinn meðfram Litla-Botnsá (í hdr. Litlu-Botnsá), frá Krókatjörn og allt að Háafellstjörn, sem er norðast á Há[a]fellinu, heitir Skurðir. Voru bakkarnir meðfram Litla-Botnsá oft slegnir, meðan heyjað var á heiðinni. Graslaut liggur frá Háafellstjörn og fram eftir miðju Háafelli og að suðvesturhorni þess, víða vaxin valllendis- og móagróðri, og undu hross sér þar vel, enda heitir lautin Hestalaut.
KrosshóllÞá er komið að túninu. Hóllinn fyrir ofan bæinn, austan við Bæjarlækinn, heitir Bæjarhóll, efst upp á honum er smáhóll með grasbrekku mót suðvestri, sem heitir Fagurhóll. Fyrir austan bæinn er annar hóll, kallaður Smiðjuhóll, á honum stóð smiðja, og sáust rústir hennar, þar til hóllinn var sléttaður.
Milli Bæjarhóls og Smiðjuhóls kemur upp vatnslind. Efst við hana er allstór grasþúfa, vaxin vallhumli og fleiri grösum. Gömlu konurnar tíndu grösin og bjuggu til úr þeim smyrsl og meðul. Þúfu þessa mátti ekki slá, og var það aldrei gert.

Útihús

Krosshóll heitir syðsti hóllinn, neðan við Smiðjuhól. Þar er talið, að bænahús hafi verið forðum, en þess finnst hvergi getið. Þar var trékross í kaþólskum sið, og þótt hefur verða vart þar við álfa og huldufólk. Krosshóll var upphaflega mjög þýfður, áður en hann var sléttaður. Ein þúfan upp á hólnum var miklu stærst, og upp úr henni óx stór birkihrísla. Þessa þúfu mátti ekki slá eða hreyfa við hríslunni, því trú manna var, að hér væri bústaður huldufólks. Grein brotnaði af hríslunni eitt sinn, er börn voru þar að leik, og báru þau greinina heim, en er fólk á bænum vissi þetta, var farið með greinina að hríslunni og hún bundin við stofninn.
Bæjarflatir eru fyrir austan bæinn, en Bæjarþúfur fyrir framan hann, vestan við Krosshólinn. Fyrir neðan Bæjarflatir var lægð í túninu, kölluð Leynir.
Neðsti hluti túnsins austan Bæjarlækjar heitir Aukatún, og austast í því voru kofarústir, þar var sagt, að draugur ætti sér bústað. Draugur þessi var hrekkjóttur og illa lyntur. Eitt sinn að kvöldlagi, er bóndinn í Litla-Botni ætlaði að hýsa þar hesta sína, kom hann þeim með engu móti inn. Er hann fór að huga að, hverju þetta sætti, sá hann, að draugur stóð í kofadyrum og bandaði á móti hestunum. Bóndi reiddist, stökk heim og sótti byssu og skaut á drauginn. Urðu þá miklar eldglæringar, en er þeim linnti, var draugsi horfinn, enda gengu hestarnir þá hiklaust í húsið. En nokkru seinna dó kona bónda, og var draugsa kennt um, að hann hefði hefnt sín þannig á bónda. Milli Aukatúns og Krosshóls er slétt flöt, sem spratt lítið, Hungursflöt.
BæjarlækurinnNeðsti hluti túnsins vestan Bæjarlækjar heitir Nátthagi. Áður en hann var ræktaður, voru þar mikil garðabrot og rústir. Ef til vill hafa kvíaær verið hafðar þar í haldi. Fyrir ofan Nátthaga vestan lækjar var slétt flöt, sem heitir Grund, og fyrir ofan hana Fjósatunga milli heimreiðar og lækjar.
Hesthúshóll (Vesturhóll) er vestur af bænum fyrir ofan gömlu heimreiðina. Upp á honum vestast voru fjárhús, sem nú er búið að jafna við jörðu, en austast á honum var hesthúsið. Efst, sunnan í hólnum, var slétt flöt, sem nefnd var Fjárhúsenni. Austan í hólnum er hvammur. Þar eru fjárhúsin, og fjósið var þar í gamla daga. Ofan við fjárhúsin kemur upp lind, sem rennur austan við húsin ofan í Bæjarlækinn, hún þornaði í þurrkum, en í rigningum, og sérstaklaga í frostum, vildi hún bólgna upp, og þar mun fjósafólkið oft hafa bleytt fætur sína, enda heitir hún Prettur.
Austan Hesthúshólsins og milli Pretts og Bæjarlækjar er Gerðið. Hæðarhryggur liggur þvert yfir það og skiptir því í tvennt, Efra- og Neðragerði. Í Efragerði sjást enn garðhleðslur eftir gerði, þar sem kvíaær voru geymdar í á nóttunni, enda er Stöðullinn, hér fast fyrir ofan, grasi vaxinn klettastallur, þar sem ærnar voru mjólkaðar á málum. Framan í Stöðli sér enn greinilega fyrir kvíunum, hlöðnum úr stóru grjóti. Síðast var fært frá í Litla-Botni 1909. Lítill lækur á upptök sín í Hnausabrún og rennur fyrir austan Stöðul ofan í Bæjarlækinn rétt fyrir ofan bæinn, hann heitir Stöðulslækur. Tungan milli hans og Bæjarlækjarins heitir Stöðulstunga.
GöngusvæðiðFyrir vestan túnið var mýrarblettur, sem nú er búið að þurrka upp og breyta í tún, kölluð Mýri, í henni var rist torf og stungnir hnausar í vegghleðslur, neðst í henni var stundum færður upp mór, en þótti ekki gott eldsneyti.  Mór var síðast tekinn upp í Litla-Botni 1939.
Hæð er upp á Múlafjalli vestan Nóngils, er sól bar yfir hana, var hádegi, en er sól var yfir Holubungu, var nón.“

Þórmundur Erlingsson skráði framangreinda lýsingu.

Stóri-Botn
Við höfum nú gengið um allt Stóra-Botnsland. Það nær yfir 3/4 hluta Botnsdalsins og heil og hálf fjöll, sem að dalnum liggja. Í fylgd með huldum vættum höfum við fengið að kynnast örnefnum í dalnum og fjöllunum í kring. Við höfum komist að raun um að Botnsdalurinn á fáa sína líka hvað fegurð og hrikaleik náttúrunnar snertir. Þar eru háir tindar, sem ber við bláan himinn; þar eru snarbrattar fjallshlíðar með skógarbrekkum og grasgeirum.
Í Stóra-Botni

[Við finnum] vingjarnlega klappahjalla og skjólgóðar lautir með berjalyngi og blómjurtum. [Í dalnum] eru geigvænleg hrikagljúfur, sem kljúfa fjöllin efst frá brún og niður á jafnsléttu. Þar eru bjartir fossar, sem draga að sér athygli vegfarandans svo að hann verður að stoppa og virða fyrir sér mikilleik þess, sem Drottinn hefur skapað.
Göngusvæðið[Enn fremur má finna] fossandi læki, sem vilja komast sem fyrst niður brekkuna og sameinast djúpinu mikla í fjarska. [Dalurinn skartar] af líðandi lindum, nýsprottnum upp í dagsljósið úr iðrum jarðar til að svala mönnum og dýrum, já, öllum þeim, sem þyrstir eru og göngumóðir. Þar eru sléttar grösugar grundir og berjalyng; melar, sem ákjósanlegt er að nota til að hleypa gæðingum og láta þá stökkva og þar liðast [einnig] silungsá eftir dalnum, ýmist straumhörð eða hóglát, og færir margan góðan málsverð í bú þegar á sumar líður. Í giljum eru hellar, sumir næstum ófinnanlegir, svo sem Þjófahellir. Aðrir eru meitlaðir inn í hengiflug og inn í þá er illgengt, svo sem Þvottahelli. [Vissulega] er margt að finna í Botnsdalnum, sem glatt getur augað.

II. Landið sunnan Botnsár
Við leggjum leið okkar út Botnsdalinn alla leið að Botnsvogi. Þegar skammt er komið út með honum að Kötlugrófsunnanverðu komum við í grasi gróinn hvamm rétt við veginn, sem [kallast] Kötlugróf. Í Kötlugrófinni börðust kerlingarnar um hringinn Sótanaut, en [þá sögu] má lesa í Harðarsögu og Hólmverja. Upp undan Kötlugróf er skarð í hömrum Múlafjalls og ber það nafnið Lambaskarð. Múlafjallið, eða Múlinn eins og það er stundum nefnt, nær allt frá Lambaskarði í norðri austur að Súlum í Stóra-Botnslandi.
Skammt innan við Kötlugróf er klettahamar fast við sjóinn um flóð og heitir klettur þessi Hlaðhamar. Sagt er að í fornöld hafi verið byggt haffært skip úr Stóra-Botnsskógi og hlaðið við Hlaðhamar. Upp undan Hlaðhamri eru klettastallar í hlíðinni og nefnast þeir Grenköst. Norður af Hlaðhamri er brekka við fjöruna móti vestri, sem heitir Sjávarbrekka. Norður af Sjávarbrekkunni er há klettastrýta við Botnsána og heitir hún Bláhylsklettur og hylurinn í ánni við klettinn Bláhylur.
Mýrin upp Hlaðhamarmeð ánni heitir Bláhylsmýri. Ofan við mýrina er stór, sléttur melur, sem er nokkuð hærri en landið í kring og heitir Holumelur. Innan við Bláhylsmýrina er þýfð mýrarbunga og nefnist hún Fossmói. Þarna er foss í Botnsá, sem heitir Pokafoss. Innan við Holumelinn er stór mýrarfláki, Holumýri, sem nær frá Botnsá upp undir fjall og er [aðalengjasvæðið] í Stóra-Botni. Skógarrönd er neðan við Holumýrina, næst Botnsánni, og heitir hann Holuskógur. Þar sem Holumýrin [nemur við fjall] er þurrlendur slakki, sem nefnist Holukrókur en fjallshlíðin öll er einu nafni nefnd Holufjall.
Ofan til við Holumýri innanverða eru rústir í þýfðum móa, löngu uppgrónar, og heitir blettur sá Holukot. Neðan við Holukotstúnið gamla er Holudýið. Virðist það botnlaust með öllu. Innan við Holuskóginn, með Botnsánni, inn að Nóngili, eru sléttar eyrar og heita þær Ytrieyrar.  Hlíðin ofan við Ytrieyrarnar er vaxin fallegum skógi og má þar finna reyniviðarhrísluna, hina einu sinnar tegundar í Stóra-Botnslandi.

Stekkur á Stekkjareyri

Upp af skógarhlíðinni, þar sem reyniviðarhríslan stendur, eru háir klapparhjallar, grasi grónir að ofan og heita þeir Hjallar. Innst á Hjöllunum er mýrarblettur, sem nefnist Háamýri. Upp af Hjöllunum, skammt neðan við efstu brún Múlafjalls, liggur hvilft í fjallinu, allt frá Holufjalli inn undir Nóngil. Þessi landræma heitir Flár. Innan við Flárnar, jafnhátt í fjallinu, eru háir hnjúkar, grasi grónir á toppnum, en þverhníptir að norðan og holir að innan. Þetta eru Hellarnir. Þeir blasa við frá bænum í Stóra-Botni og þykja merkileg sjón. Neðan við Hellana er skjólsælt og kafgresi innan um stóra, staka kletta.
Innan við Nóngilið er enn slétt graseyri við Botnsána. Á eyri þessari er gamall, uppgróinn stekkur og heitir eyrin því Stekkjareyri. Eftir Nóngilinu rennur lækjarsytra ofan af Múlanum í Botnsána, sem heitir Nóngilslækur. Innan við Stekkjareyrina er einstakur klettahöfði við ána gegnt Lækjarvaðinu og ber hann nafnið Kúaklettur. Innan við Nóngilið, í miðri fjallshlíð, eru sléttir grashvammar, sem nefndir eru Nónflatir. Oft þótti kúnum gott að hvíla sig þar eftir liðinn dag.

Fjárhús

Austan við Nónflatirnar er göngufært gil í Miðfjallshömrunum, sem heitir Miðmundagil. Eftir því rennur lækur, Miðmundagilslækur, sem fellur í Botnsá. Ásarnir, sem lækurinn rennur í gegnum í miðri hlíð, nefnast Miðmundaásar. Rétt vestan við þennan læk við Botnsána voru lengi vel fjárhús. Helgi Jónsson, sem lengi bjó í Stóra-Botni, mun hafa byggt hús [á þessum stað]. Voru þau notuð frá aldamótunum 1900 til 1921 eða 1922. Nú heyra þessi fjárhús liðinni tíð til en þau sjást aðeins sem uppgrónar tóftir. Þótt Miðmundagilið sé glæfralegt á að líta er það vel fært og þegar upp er komið er örstutt leið að Hrísakoti í Brynjudal með því að klöngrast niður annað gil sunnan í Múlanum.
Rétt við Túnvaðið á Botnsánni, sem áður er nefnt, eru blautir mýrarblettir og heita það Dýjahvammar. Í daglegu tali er hvammurinn nefndur Dýjahvammurinn að sunnanverðu. Ofan við Dýjahvamm hækkar landið dálítið. Þar eru valllendisbörð og birkirunnar á stangli. Þar eru Prestsbætur. Austan og sunnan við Prestsbæturnar eru háir melhólar beggja megin við götuslóðann, sem liggur austur eftir, og eru þeir kallaðir Helguhólar.
Spottakorn austan við Miðmundagilið í hábrún MiðmundagilMúlafjalls er stór, grasi gróin lægð í fjallinu, [sem heitir] Skál. Austan við Skál er stór klettur í blábrún fjallsins. Kletturinn, sem ber nafnið Hádegissteinn, sést vel frá bænum í Stóra-Botni. Austan við Hádegissteininn má segja að Múlafjall sjálft endi en við tekur lágur, grasi gróinn háls, Hrísháls, sem nær allt að rótum Súlna. Spottakorn austan við Hádegissteininn er há, grasi gróin brekka upp í miðja hálshlíðina og heitir hún Göngugeiri. Beggja megin Göngugeira er gróskumikill skógur. Oft var gengið upp Göngugeira til að stytta sér leið yfir í Brynjudalinn.
Norðan við Mómýrina rennur lækur í Litla-Botnsána en hann kemur ofan frá heiðarbrún, klýfur Svartahrygginn vestanverðan í sundur með djúpu gili, sem heitir Hraunhellisgil og lækurinn Hraunhellislækur. Hraunhellisgilið er tilkomumikið og margbreytilegt gil. Á pörtum er það hrikalegt og djúpt, einkum ofan til, en um miðjuna er hægt að stökkva yfir það með lítilli fyrirhöfn. Neðan við þessa mjódd dýpkar gilið aftur og steypist þar fram af berginu foss hár og fallegur, sem heitir Hraunhellisbuna.
Í vestri gilbarminum er hellir, sem nefnist Hraunhellir. Framan við hellisopið er falleg Víðhamrafjallgrastorfa. Niðri í gilinu, austan megin, er annar hellir, sem ekki bar neitt sérstakt nafn. Báðir hafa hellar þessir verið notaðir við fjárgeymslu fyrr á öldum. Í þessum hrikabrúnum gilsins austan megin, verpir krummi á vorin. Ofan við Hraunhellislækinn, þar sem hann rennur í Litla-Botnsána er hár melhóll, sem heitir Stórhóll. Vestan við hann, næst Litla-Botnsá, er Stórhólsmýrin. Vestasta fjall í heiðarbrúninni norðan við Stóra-Botn er Víðhamrafjall en það [skartar] háum hömrum hið efra og hallar kollinum í vesturátt. Inn með því að vestan, á milli Háafells í Litla-Botnslandi og Víðhamrafjalls er þröngt gil og grýtt. Þetta gil heitir Þrengsli. Upp af Þrengslunum er Víðhamrafjallið allgrösugt og þar tekur við hæð af hæð þar til upp er komið á fjallið. Austan við Víðhamrafjallið er vingjarnlegur og grösugur dalur í fjallsbrúninni, sem [ber nafnið] Víðirblöðkudalur, venjulega kallaður Blöðkudalur. Dalur þessi er sannkallað ævintýraland. [Uppspretta Hraunhellislækjarins er í dalnum], eins og fyrr segir. Víðhamrafjallið að norðan og skúti með efstu brúnum Svartahryggs að sunnan skýla vel þessum undarlega dal í heiðarbrúninni.

Heimahagar, vestri
Vestan við bæjarlækinn, þar sem hann rennur í Botnsána er sléttlendi nokkurt. Á Hliðþví miðju stendur einstakur melur og heitir hann Einstakihóll. Utan við Einstakahólinn er mýrarblettur, sem nær frá Botnsánni upp undir mela, sem liggja [að] henni á tvo vegu. Þessi mýri nefnist Heimamýri. Vestan við Heimamýrina er brattur melhryggur með skógi vaxna hlíð móti austri. Þetta er Hlíðarkrókurinn. Næst ánni heitir endinn á melhryggnum Melshorn. Undan Heimamýrinni miðri er vað á Botnsá, sem heitir Breiðavað.
Rétt utan við Stóra-Botnstúnið er grashvammur neðan götunnar og nefnist hann Þýskihvammur. Á melnum ofan við Þýskahvamm eru skógarleifar á hárri torfu. Heitir það Heimritorfur og melurinn sjálfur Heimamelur. Upp af Heimamýrinni miðri sker djúp laut í sundur holtin og heitir [hún] Djúpagil. Ofan til í [gilinu] er fallegur birkirunni, sem heitir Stórirunni.
BænhúsahóllUtan við Hlíðarkrókinn er skógivaxin lægð milli mela. Nær hún allt frá áreyrum að sunnan og upp að Hraunhellislæk að norðan. Þessi lægð [ber nafnið] Stekkjardalur. Vottar þar enn fyrir gömlum stekkjarrústum. Vestan við Stekkjardalinn tekur við langur, sléttur melur og eftir honum lá gata inn að Stóra-Botni. Þetta er Langimelur. Við vesturenda Langamels er skógartunga, sem endar, þar sem Botnsá og Litla-Botnsá koma saman. Þetta er Árnesið.
Sunnan við Langamelshornið, vestast, er grasbrekka móti suðri, sem heitir Sauðbrekka. Á Langamelnum, vestast, eru skógartorfur og heita þær Ytritorfur eða Langamelstorfur. Norðan við Langamelinn austanverðan er mýrardrag meðfram Litla-Botnsánni og nefnist sú mýri Mómýri. Þar var mótekja á seinni árum eða á meðan mór var annars færður upp í Stóra-Botni.

Göngusvæðið

Túnið og næsta nágrenni þess
 Vestan við fjósbygginguna er tunga, sem teygir sig í vestur og endar, þar sem heimreiðin og bæjarlækurinn koma saman. Þessi tunga heitir Fjósatunga. Norðan við Stóra-Botnsbæinn rennur bæjarlækurinn eftir djúpum slakka í túninu. Hann á upptök sín í Langasundi ofan við heiðarbrúnina. Á leið sinni niður í dalinn steypir lækurinn sér niður í djúpt gil eða gjá, Svartagjá, sem klýfur fjallsbrúnina. Kálfadalur heitir hvammurinn, sem tekur við læknum, þegar niður kemur. Á leið sinni heim að bænum fær lækurinn drjúga viðbót vatns úr lindum í Kálfadal. Úr Kálfadalnum rennur bæjarlækurinn svo í gegnum þröngt gil, sem nefnist Bæjargil. Í gilinu eru einnig uppsprettulindir, sem sameinast læknum.
Gamla

Bæjarlækurinn rennur svo áfram í gegnum túnið, eins og áður segir, beygir til suðurs við Túnmelinn og sameinast Stóra-Botnsá nokkru neðar. Þar sem lækurinn fellur í ána heitir Lækjarvað.
Túnið norðan við bæjarlækinn heitir Stykki. Vestan við endann á Stykkinu rennur lítill lækur, sem [sprettur] upp úr lautardragi ofan við túnið, en hann heitir Litlilækur. Túnlægðin vestast á túninu, austan við bæjarlækinn, heitir Leynir.
Aðaltúnið, neðan við bæinn, [nefnist] einu nafni Niðurtún. Vestast á [því] er sléttur hóll og snöggur, sem [kallast] Rani. Ofan og austan við bæinn hækkar túnið og myndar háa brekku móti suðri. Hryggurinn ofan við þessa brekku heitir Járnhryggur. Lægðin ofan við Járnhrygg heitir Kúahvammur.
Stóri-BotnVestan við Kúahvamminn, nærri bæjarlæknum, er fallegur, ávalur hóll, sem nefnist Fagurhóll. Túnið austan við bæinn nefnist einu nafni Austurtún. Nokkru austan [við bæjarstæðið] [standa] fjárhúsin, ofan við bratta brekku eða flöt, sem nefnist Réttarflöt. Fjárréttin stendur rétt neðan við þessa brekku á sléttu melbarði en fjárréttin er byggð í lægð við ána og heitir hvammur þessi Dýjahvammur.
Dýjahvammurinn er grasgefinn og því vanalega sleginn á eftir túninu. Í hvamminum er uppsprettulind, sem aldrei þrýtur. Undan Dýjahvamminum miðjum er vað á Botnsánni og heitir það Dýjahvammsvað. Neðan við túnið í Stóra-Botni er stór, flatur melur, sem nefnist Túnmelur. Við eystra horn melsins er vað á Botnsá, sem heitir Túnvað. Undan Túnmelnum miðjum er enn vað á Botnsá, sem [ber nafnið] Húsavað.

Heimahagar, eystri hluti
GlymsgljúfurAustan við Dýjahvamminn fer að myndast árgljúfur. Rétt ofan við Dýjahvammsvaðið er vað á Stóra-Botnsá, sem [kallast] Kerlingavað. Norðan við það eru háir klettar að ánni og djúpur hylur meðfram berginu. Á sléttri grjóteyri, sunnan megin árinnar, var fjárrétt lengi vel. Varð þó að hlaða hana upp árlega, þar sem hún þoldi ekki vatnavexti og ísruðninga á vetrum. Aðstaðan við þessa rétt var dálítið erfið, þar sem nokkrir klettastallar eru þarna við ána. Þess vegna varð að reka féð niður í gljúfrið að réttinni og gekk það misjafnlega, einkum hvað unglömbin snerti.
Rétt fyrir ofan eða austan við réttina er allhár og fallegur foss í ánni og heitir hann Folaldafoss. Upp að þessum fossi kemst silungur og lax en lengra ekki. Nú er búið að sprengja þennan fallega foss. Rétt neðan við Folaldafoss rennur Botnsá í kreppu á milli tveggja klettasnasa og [kallast sá hluti hennar] Stillur. Djarfir menn stukku þarna yfir ána.
Einirtunga er norðasta tungan vestan í Hvalfelli og liggur upp með Glymsgljúfri  að austanverðu. FjárhústóftinNónlækur rennur niður Nóngil og Stekkjargil. Þegar hann kemur niður á flatlendið, hefur hann hlaðið upp allháum bala með framburði sínum: Stekkjarbala. Að vestanverðu við balann er mýrarblettur, heitir Stekkjarmýri. Frá Kúaklett að Stekkjarbala er valllendisflöt meðfram Botnsá, sem heitir Stekkjareyri. Vestast á flötinni við Stekkjarbala eru garða- og húsarústir, þar sem Stekkurinn var og í kringum hann Stekkjartúnið, þó ekki sjáist móta fyrir neinum túngörðum.
Beint á móti Stóra-Botni að sunnanverðu við ána voru beitarhús, sem tóku um 100 fjár. Við beitarhúsin var smátúnblettur, um dagslátta að stærð.  Síðast var haft fé í þessum húsum 1914.  Stóðu þau auð þar til 1934, að þau voru rifin og endurbyggð heima á túni. Fjárgæzla  í þessum húsum var erfið, þar sem Botnsá var slæmur farartálmi og stundum ófær.
Að vísu eru stiklur yfir ána í gilinu fyrir neðan Folaldafossinn. Þar sem áin rennur í StekkurÞrengslum milli bergsnasa hefur stór móbergsklettur stöðvazt. Er stokkið af annarri snösinni yfir á klettinn og af honum upp á snösina hinum megin, en ekki er það nema fyrir röska menn.
Austan við túnið í Stóra-Botni er gróðurlaust holt með nokkrum stórum blágrýtissteinum. Austan og ofan við þetta holt taka við Heimribörðin. [Þau] eru kargaþýfð móabörð, sundurskorin af smáum lækjarsytrum, sem ýmist spretta þarna upp eða síast úr nálægum melum. Heimribörðin voru grasgefin vel og voru oft slegin, einkum þegar líða tók að hausti. Valllendið af þessum börðum var næstum eins kjarnagott og taða. Á [börðunum] var stundum færður upp mór. Var hann þá venjulega fluttur heim á fyrrnefnt holt til þurrkunar. Syðst á Heimribörðunum voru eitt sinn uppgrónar fjárhústóftir en nú er búið að slétta yfir þær.

Stóri-BotnAustan við Heimribörðin er lágt móbergsholt. Vottar þar fyrir veggjabrotum frá gamalli tíð. Hvaða mannvirki þarna hafa verið er mér ókunnugt um. Austan þessa holts taka enn við grösug móabörð, sundurgrafín af vatni (eins og þau fyrri). Þessi börð nefnast Eystribörð. Austur af þessum móabörðum öllum er vingjarnlegur grashvammur sunnan undir bergstrýtu. Í hvammi þessum vottar fyrir gamalli stekkjartóft. Þessi grashvammur heitir Gamlistekkur.
Austan við stekkinn í árgljúfrinu er Þvottahellir. Stór steinn á gljúfurbarminum vísar veginn að hellisopinu. Í þessum helli var stundum í ótíð þurrkaður þvottur. Nokkru ofan við Gamlastekk eru enn valllendisbörð, sundurgrafin af vatni, og heita þau Helgabörð. Eru börð þessi heitin eftir dr. Helga Péturs, sem hafði þar tjald st… um hríð þegar hann vann að jarðfræðirannsóknum sínum. Vestan við Helgabörðin, á gróðurlitlu hraunholti, er falleg uppsprettulind. Við þessa lind stoppuðu kindumar vanalega, þegar þeim var smalað niður af heiðinni á útmánuðum, og fengu sér svalandi dropa. Þessi lind hét Lindin. Vestan við Lindina er hár hraunhóll, sem nefnist Sjónarhóll en af hól þessum er víðsýnt mjög.

Þvottahellir

Rétt vestan við Sjónarhólinn er Bæjargilið, sem áður hefur verið minnst á, en í því er Þjófahellir. Til þess að komast inn í hann verður að skríða á maganum eina tvo metra inn undir slútandi bergið. Þegar inn í hellinn er komið er svartamyrkur fyrst í stað en þegar frá líður birtir [yfir] og sést þá um allan hellinn. Inni er hann líkastur báti á hvolfi og er á að giska 30 fermetrar að innanmáli.
Beint upp af bænum í Stóra-Botni er stór grýtt fjallsbunga, sem þrengir sér niður í miðjan dal ofan frá fjallsbrúninni. Þessi bringubreiði hraunás heitir Svartihryggur. Upp eftir [hryggnum] liggur krókótt gata upp á heiðina og var þessi leið þrædd þegar farið var upp í Skorradalinn í gamla daga. Þegar komið er upp fyrir Svartahrygg miðjan liggur slóðinn eftir lágum mel á parti, sem [nefnist] Lágihryggur. Segja má að Svartihryggur endi í háum uppmjóum hraunstrók, sem ber við loft, séð heiman frá bænum í Stóra-Botni. Þessi hraunstrýta ber nafnið Skúti.

Breiðfoss

Upp af Sjónarhólnum er stór lægð eða dalur, Kálfadalur, sem nefndur hefur verið. Dalurinn nær frá Svartahrygg að vestan og austur að Glymsbrekkum. Í Kálfadalnum skiptast á skógarlundir og sléttar grasflatir en einn af þessum sléttu blettum heitir Flötin.
Fjallshlíðin upp af dalnum heitir Kálfadalshlíð. Vestan við Svörtugjá er Kálfadalskrókur og austan við Kálfadalshlíðina miðja eru einstakir klettar hátt uppi sem heita Kálfadalsklettar. Í árgilinu ofar Þvottahelli er djúp skvompa og eyrar við ána, heitir þetta Lambagil. Upp af Lambagilinu tekur við brött hlíð, skógiklædd að mestu, og [nefnist] Glymsbrekkur. Ofarlega í Glymsbrekkunum skagar svart klettanef fram í Glymsgljúfrið og heitir það Snasi.
Á milli heiðarbrúnarinnar og Hvalfells er djúpt og ógnvekjandi gljúfur í fjallinu og ofan í það fellur Glymur, hæsti foss á Íslandi. Árglúfrið heitir einu nafni Glymsgljúfur.

Tættur

Eystri heiðin og Veggir
Nú færum við okkur aftur suður á heiðarbrúnina og hefjum gönguna til austurs. Þá verður fyrst fyrir okkur mýrasund á milli tveggja hárra melhóla og heitir það Landsuðursund. Austur af sundinu er hár hraunstapi rétt við Glymsgljúfrið og nefnist hann Glymsholt. Norður af honum er sléttur brokflói, sem heitir Glymsflói. Norðaustan við Glymsflóann rennur Stóra-Botnsáin á sléttum eyrum og nefnast þær Glymseyrar. Við göngum austur með Botnsánni og komum brátt að nokkuð vatnsmiklum læk, sem rennur í Botnsána. Þessi lækur nefnist Sellækur og á upptök sín í Eystrikrók og í Veggjum. Austan við Sellækinn eru gamlar seltóftir, sem eru löngu uppgrónar. Hefur þarna eflaust verið haft í seli frá Stóra-Botni fyrr á árum.“
Þegar FERLIR gekk fyrir nokkru til austurs upp með Botnsánni áleiðis að Hvalvatni var gengið yfir Glymsflóann. Þegar gengið var yfir Sellækinn við girðingu, sem þar er, var komið að kargaþýfi ofan við þar sem lækurinn kemur í ána. Þarna virtust vera tættur, en þær voru ekki gaumgæfðar sérstaklega í þeirri ferð. Ætlunin er að ganga svæðið fljótlega með Steinþóri Jónssyni í Stóra-Botni, en hann þekkir selstöðurnar. Sagðist hann t.a.m. aðspurður einungis kannast við tóftir sels frá Litla-Botni „uppi á fjalli, austan Selár“.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Litla-Botn – Jón Þorkelsson.
-Örnefnalýsing fyrir Stóra-Botn – Þórmundur Erlingsson.

Göngusvæðið

 

Bláhvíti fáninn

Bláhvíti fáninn var herfáni íslenskrar sjálfstæðisbaráttu á fyrstu árum 20. aldar, fáninn sem Einar Benediktsson hyllti með kvæði sínu Rís þú unga Íslands merki.
Blahviti-2Danir kölluðu bláhvíta fánann mótmælafánann. Í júnímánuði 1913 lá danskt varðskip á Reykjavíkurhöfn og blöktu danskir fánar víða um bæinn í virðingarskyni. Verslunarmaðurinn Einar Pétursson, bróðir Sigurjóns glímukappa á Álafossi, var á skemmtisiglingu um höfnina og hafði dregið upp bláhvíta fánann á báti sínum. Foringi danska varðskipsins taldi þetta ögrun og vanvirðingu við kónginn og lét taka fánann af Einari. Mikil reiðialda fór um Reykjavík þegar þetta spurðist, dönsku fánarnir hurfu allir sem einn af húsum bæjarins og brátt blakti bláhvíti fáninn á hverri stöng. Boðað var til fjölmenns mótmælafundar um kvöldið með þessum orðum: Dönsku hervaldi var í morgun beitt í íslenskri höfn! Og þegar danski sjóliðsforinginn gekk á land höfðu Íslendingar fjölmennt á Steinbryggjuna og myndað eins konar göng með bláhvíta fánanum og varð sá danski að lúta örlítið undir fánaborginni þegar hann gekk upp bryggjuna.

Bláhvíti fáninn

Bláhvíti fáninn.

 

Cuxhaven

Í jólablaði Fjarðarfrétta 20. des. 2022 er fjallað um afhjúpun „Cuxhavenvinabæjasöguskiltis„:

Cuxhaven

Wilhelm Eitzeb, formaður vinabæjarfélgasins Cuxhaven-Hafnarfjörður, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, við nýja skiltið.

Cuxhaven

Söguskiltið.

„Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.
25. nóvember var afhjúpað söguskilti um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi.

Cuxhaven

Kugelbake í Cuxhaven.

Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum við höfnina en í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins, árið 2013, gaf þýska borgin Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð af 30 metra háu siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.

Cuxhaven

Borgarmerki Cuxhaven.

Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar og tilvalið þótti að staðsetja söguskiltið við siglingamerkið til þess að útskýra betur tilurð þess. Um textagerð á skiltinu sá Björn Pétursson bæjarminjavörður og ljósmyndir á skiltinu tók Ólafur Már Svavarsson.

Virkt vinasambandtil fjölda ára

Cuxhaven

Frá afhjúpun minningarskjaldar um Jónas Guðlaugsson fyrrverandi rafveitustjóra og formann félagsins til margra ára í Cuxhavenlundi. Ekkja Jónasar Dóróthea Stefánsdóttir afhjúpaði skjöldinn sem komið var fyrir á látlausum steini sem er skammt frá minningarsteini um Rolf Peters, en þeir voru miklir mátar. Að afhjúpun lokinni voru gróðursett 30 tré sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gaf til minningar um Jónas, en hann var alla tíð dyggur stuðningsmaður Skógræktarfélagsins.

Cuxhaven

Cuxhavengata í Hafnarfirði.

Sem dæmi um frekari afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“.

Cuxhaven

Fróðleikur á söguskiltinu.

Strax við stofnun vinabæjarsamstarfsins árið 1988 var auk þess tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum.
Cuxhaven

Cuxhaven
Í tilkynningu frá Hafnarfjaraðrbæ segir að auk þessa hafi samstarfið verið mikið og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu.
Cuxhavenborg hefur árlega fært Hafnfirðingum að gjöf jólatré sem lýst hefur upp á aðventunni, fyrst á suðurhöfninni en hin síðari ár í Jólaþorpinu á Thorsplani.“

Hafnarfjörður

Jólatréð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði 2022.

Heimild:
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2022-14-vef.pdf

Cuxhaven

Frá afhjúpun vinabæjarskiltisins.

Jólasveinn

„Í kvöld, rétt rúmlega ellefu, voru vetrarsólstöður. Einmitt þá var afstaða jarðar og sólar sú að myrkurstundir okkar hér á norðurhjara voru lengstar og birtustundir stystar. Frá og með þeirri stundu tekur dagana að lengja aftur, myrkrið að hverfa og við sjáum fram á vorið, gróður og yl.
 Leppaludi-231Þessum tímamótum í árinu okkar hefur verið fagnað í öllum menningarheimum í öllum löndum á norðurhveli jarðar eins langt aftur í aldir og okkur getur órað fyrir. Þetta getum við kallað sólstöðuhátíð, miðsvetrarhátíð eða eitthvað þvíumlíkt. Hér á Íslandi og í nágrannalöndum var þessi hátíð kölluð jól og fjölmargar heimildir sýna fram á að í heiðni voru jól haldin hátíðlega. Þess má til gamans geta að eitt af nöfnum Óðins er Jólnir.
 Jólatréð er frjósemisdýrkun. Svínakjötsát má tengja Frey. Gjafir á jólum tíðkuðust löngu fyrir daga kristninnar. Grýla, jólasveinarnir og allt það er þjóðtrú mun tengdari heiðninni en nokkurn tíma kristni. Kristni þáttur hins almenna jólahalds á íslenskum heimilum er í raun lítið annað en messuferðin eða útvarpsmessan.
 Á jólunum var vaxandi sól sem sagt fagnað með útbreiddum veisluhöldum og þá hófst árið upp á nýtt (vetrarsólstöður mörkuðu nefnilega líka áramót, en vegna hins kristna tímatals hefur þetta skolast svolítið til og nú munar örfáum dögum). Svo kom kristnin, og gleymum því ekki að hún kom hingað á sverðsoddi, með hótunum og gíslatöku.
 jolasveinn-231Hér bjuggu hins vegar skynsamir menn sem létu kristniboðið (ef boð skyldi kalla) yfir sig ganga í stað þess að úthella blóði. Á kirkjuþingum úti í heimi var ákveðið að kristna heiðnar hátíðir, og um það eru til skrásettar heimildir. Fólk fékk að halda sínum hátíðum en stundum undir öðru nafni eða breyttum formerkjum. Það sem áður var kallað hátíð ljóssins því ljósið var sólin varð nú hátíð ljóssins en ljósið var Jesús. Jesús, sem fæddist að sumri til en fékk skaffaðan afmælisdag þann 25. desember. Um þetta er ekki deilt. Þetta viðurkenna allir skynugir prestar, þetta hefur Karl biskup sagt í myndbandi og svo má áfram telja. Jólin eru ekki kristin hátíð að uppruna. Þau eru miklu eldri en kristni.
 Þegar líður að jólum halda misvitrir kristnir menn því hins vegar blákalt fram í ræðu og riti að jólin séu kristin hátíð og að ástæða þess að við höldum jól sé sú að fagna fæðingu frelsarans. Þarna fer ekki mikið fyrir söguþekkingu né skilningi á því að til sé fólk sem ekki er kristið. Í þessu samhengi er oft talað um kristna þjóð og meirihluta, en sjaldnar um trúfrelsi, mannréttindi eða fjölmenningu.
 jol-233Jólin eru hátíð okkar allra. Við fögnum þeim af mismunandi ástæðum. Sumir gera það vegna þess að Jesús fæddist. Aðrir gera það vegna þess að dagsbirtan vinnur bug á næturhúminu. Enn aðrir gera það því þeim finnst gott að gera sér dagamun, borða góðan mat, skiptast á gjöfum og vera með fjölskyldu sinni þegar nær allir eiga frídaga. Það á enginn einkarétt á jólunum og það halda engir heilagri jól en aðrir.
 Ég sem ásatrúarmaður gleðst bara yfir því að aðrir heiðri þessa heiðnu hátíð með því að halda sín jól á þessum tíma. Fyrir mér skiptir ekki máli hvers vegna fólk tekur þátt í því og ég þekki engan ásatrúarmann sem hneykslast á því að aðrir haldi jól. Ég þekki hins vegar til leiðinlega margra kristinna sem agnúast út í trúlausa fyrir að taka þátt í þessu og spyrja heiðna hvort og hvers vegna þeir haldi upp á jól.
 Í stuttu máli: Gerum okkur grein fyrir því hvaðan jólin koma og virðum upprunann. Látum ekki fáfræðina éta okkur upp til agna. Virðum jól annarra og njótum þess að eiga þau saman, sama hvaða ástæður liggja þar að baki.“

Heimild:
-http://nutiminn.is/jolin-eru-hatid-okkar-allra/

Húshólmi

Til hvers er verið að grafa og hvaða merkingu hafa heimildir fornleifafræðinnar? Hvernig getur einstakur gripur sagt sögu? Hefur orðið þróun aðferða við uppgröft og úrvinnslu á langri leið? Er til kenning í íslenskri fornleifafræði?

Þingvellir

Búðartóft á Þingvöllum.

Svarið að augljóst: Líkt og í fornleifafræði þeirra landa, sem öllu jöfnu er miðað við, hefur íslensk fornleifafræði engu minni sess, þegar til ”heimanmundar” er litið. Hér á landi hafa orðið til ”einstakir” áfangar fornleifafræðinnar og má þá nefna bæði gjóskulaga- og frjókornarannsóknirnar. Líklegt er að ófyrirséð tímamótakenningasmíð í fornleifafræði verði þróuð enn frekar hér á landi á næstu árum og áratugum. Til að auka líkur á skjótari þroska mætti vel hugsa til breytilegri afbrigða, s.s. með því að snúa við sönnunarbyrðinni, sem jafnan hefur hvílt of þungt á fræðigreinininni. Sagnfræðin er mun ”opnari” og umburðarlyndari í dag en hún var fyrir einungis nokkrum árum. Hvers vegna ekki að opna fornleifafræðigreinina fyrir nýjum ”þolanlegum” hugmyndum (ideas) og reyna að laða þær fram í stað þess, kannski með fljótfærni, að ”slá” þær jafnóðum út af laginu. Nýjar hugmyndir og kenningar þurfa svigrúm og ”þolinmæði”. Án þeirra, eða áræði ”hugmyndasmíðanna”, verður engin þróun.Án kenningar er fornleifafræðin einungis magn gagna (upplýsinga). Án aðferða er enginn skipulagsmynd eða samhengi í beitingunni. Kenning og aðferð fara saman sem frumstig ástæðna þegar gera á eitthvað í fornleifafræði þegar framkvæmdin sjálf skipar annað sætið. Áður fyrr var hún í fyrsta sæti, en í ljósi reynslu, þróunar og möguleika verður ekki hjá því komist að nýta sér hvorutveggja, ekki síst þegar litið er til nýrra möguleika í túlkun gagna, bæði eldri sem og á vettvangi nýrri uppgrafta. Bæði markmið og hlutlægni fornleifafræðinnar hafa breyst líkt og tilgangur mannfræðinnar hefur þroskast með tímanum.

FornleifarNafn Ians Hodders er í hugum margra fornleifafræðinga nátengt síðvirknishyggju og rannsóknir í aðferðarfræði fornleifafræðinnar, einkum á dreifingu fornleifa (gripa, staða) með aðferðum rúmfræði og tölfræði. Hann samdi eitt fyrsta ritið (Reading the Past, 1986) sem kom út um kennilega fornleifafræði, en þar gerir Hodder grein fyrir kennilegum nálgunum á fornleifafræði og setur fram gagnrýni á virknishyggjuna. Ennþá er þó sú skoðun algeng meðal fornleifafræðinga að kenningar séu bæði óþarfi og tímasóun.
Á seinni árum hefur Hodder lagt áherslu á tækifærin sem nútímafjölmiðlar, einkum og sér í lagi Internetið – opna fyrir miðlun fornfræðilegra upplýsinga, og hvaða áhrif bættur aðgangur almennings – ekki síst í þróunarlöndum – hefur og mun hafa á það hvernig upplýsingar eru túlkaðar. Þegar internetið er skoðað í dag má ljóst vera að fornleifafræðin er farin að tileinka sér það í mun ríkari mæli en áður til að vekja athygli á viðfangsefnum og fræðum þeim er að henni lúta. Einstakar fræðastofnanir og einstakir fornleifafræðingar nýta netið til að koma upplýsingum um sig og skrif sín á framfæri. Má þar nefna til sögunnar Ian Hodder. Hins vegar en netið enn vannýttur möguleiki sem tengslanet milli fræðigreinarinnar og almennings. Þó má segja að hafi verið gerð svolitlar tilraunir til þess hér á landi, sbr. vefsíður Þjóðminjasafnsins og Fornleifastofnunar Íslands . Þá má benda á tilraunir áhugafólks um fornleifastaði á afmörkuðu svæði landsins .
Ef litið er yfir þróun kennilegrar fornleifafræði síðustu árin er ástæða til bjartsýni við upphaf nýrrar þúsaldar. Fornleifafræðingar eru nú, meir en nokkru sinni fyrr, meðvitaðir um að kenningar eru forsenda gagnasöfnunar, greiningar og röðunar. Eins eru menn meðvitaðri nú en áður um allar þær ólíku kennilegu nálganir sem mögulegt er að beita. Og því skyldi ekki slíkt og hið sama gilda hér á landi?

FornleifarMargir telja Binford einn helsta áhrifavald í fornleifafræði síðustu hálfa öldina. Í bókinni In Pursuit of the Past, fjallar Lewis Binford (f. 1930) m.a. um kenningar og hugmyndir í fornleifafræði. Hans framlag til “Nýju fornleifafræðinnar” (New Archaeology) breytti fræðigreininni og þróun vísindalegra forsenda hennar, hvort sem um var að ræða uppgrefti eða túlkun gagna. Bókin var fyrst gefin út fyrir tveimur áratugum, en var síðast endurútgefin árið 2002. Binford skýrir hugmyndir sínar fyrir nemendum og almennum lesendum sem og skilning hans á fortíð mannsins. Í gegnum bókarina spyr Binford spurninga um gamlar hugmyndir og leggur fram nýjar kenningar, byggðar á samanburðafornleifafræðilegum og mannfræðilegum (comparative archaeological and ethnographic) rannsóknum í Norður-Ameríku, Evrópu, Suður-Afríku og Ástralíu.
En líkt og Hodder leggur Binford, eins og svo margir aðrir, einungis fram kenningar um meginatriði, en aðrar ”kenningar” um smáatriði eða nánari túlkun byggja að mestu á hugmyndum (ideas), tillögum (proposals) eða ályktanunum (suggestions). Hodder leggur áherslu á það, í annars sérfræðilegum skrifum sínum, að vera sannfærandi fremur en fræðandi. Hugmyndir hans og ”kenningar” bera keim af því. Svo er reyndar um aðra fornleifafræðinga. Meðan t.d. Hodder leggur áherslu á innri þætti (internal) samfélaga og samfélagsmótunar (cultural) leggur Binford áherslu á hina ytri (external) og sögulegu (historial) áhrifaþætti hennar.

Fornleifar

“Fornleifafræðin hefur gengið í gegnum miklar kennilegar hræringar undangegna hálfa öld og sjá má í þeim umbrotum þroskaferil fræðigreinar, sem er sífellt að bæta við sig nýjum aðferðum og hugmyndum. Stærstu stökkin flelast annars vegar í virknishyggju sjöunda áratugarins þegar fornleifafræðin gleypti í heilu lagi aðferðir félagsvísinda og umhverfisvísinda og bætti þeim í sitt áhaldasafn og hins vegar í síðvirknishyggju níunda áratugarins þegar afstæðishyggja og túlkunarhyggja bættust við. Með aðferðum virknishyggju var fornleifafræðin ekki lengur einskorðuð við að lýsa einkennum horfinna samfélaga heldur gat hún í fyrsta skipti sett fram rökstuddar hugmyndir um skipulag slíkra samfélaga – um stjórnskipun þeirra, félags- og hagkerfi. Það er ótrúlegt vísindaspekilegt stökk þegar haft er í huga að heimildirnar sem slíkar hugmyndir byggja á eru lítið annað en ósjálegir haugar af leirkerabrotum, afhöggum steináhaldasmiða og múrsteinshrúgur. Með aðferðum síðvirknishyggjunnar er fornleifafræðin farin að takast á við þá þætti mannlegs samfélags sem menn hefðu síst ætlað að hægt væri að að spá í út frá úrgangi hversdagslífs venjulegs fólks; hugmyndafræði, fagurfræði, tilfinningar og hvatir – þætti sem hafa ekki síður áhrif á hegðun og ákvarðanir mannanna en umhverfi og efnahagur.
Mikilvægasta framlagið til fræðilegrar umræðu innan sívirknishyggjunnar hefur sennilega verið frá femeniskri fornleifafræði og kynjafornleifafræði sem hafa verið undir miklum áhrifum frá öðrum greinum. Femenísk fornleifafræði hefur skýr pólitísk viðmið og kappkostar að vinna á karllægum hugsunarhætti í greininni, einkum hinni vestrænu hugmynd um verkaskiptingu kynjanna.

Þessi síðari bylting í fornleifafræði er ennþá í gangi í þeim skilningi að aðeins hefur verið sýnt fram á möguleikana. Enn hafa ekki komið fram sannfærandi samfélagslýsingar sem byggja á þessum grunni. Þær liggja hins vegar í loftinu og er óhætt að segja að það séu spennandi tímar í fornleifafræði.”

Heimildir:
-Leskaflar í íslenskri fornleifafræði, Fornleifastofnun Íslands, Sagnfræðiskor HÍ, Adolf Friðriksson, haust 2003.
-Umfjöllunar um nýja framsetningu um “Gamla sáttmála” í Fréttablaðinu þann 2. nóv. 2005 þar sem sagnfræðingar við H.Í segja skoðun sýna á nýframkominni véfenganlegri kenningu um ritun og tilgangi hans.
-www.saa.org/
-www.stanford.edu/dept/anthroCASA/people/faculty/hodder.html
-www.natmus.is/thjodminjar/fornleifar/
-http://www.instarch.is/
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 195-211.
-Lewis R. Binford: In Pursuit of the Past, California News, 2002, 260 bls.
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 206.
-Orri Vésteinsson, Staða íslenskrar fornleifafræði, Ritið, Tímarit hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 65-66.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.

Selatangar

Gengið var um Katlahraun, að fjárskjóli Vigdísarvallamanna, síðar Skála, Smíðahellinum, Sögurnarkórnum, Vestari lestargötunni, Nótahellinum og refagildrunum fremst á brúninni.

Selatangar

Fjárskjól við Selatanga.

Síðan var haldið austur um Tangana, staðnæmst við brunninn og þá gengið að vestustu búðinni í verstöðinni, litið á óninn, síðan verkhúsið og staðnæsmt við Dágon. Jón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon merkja djöfull upp á dönsku, en aðrir hafa viljað halda því fram að um geti verið að ræða hljóðbreytingu úr dragon eða dreki. Alls ekki svo ólíklegt heldur.
Þegar fiskur var verkaður á Selatöngum voru sum byrgin, líkt og þau stærstu, notuð til að verka fiskinn í. Þess var vandlega gætt að “kjötið” kæmi hvergi saman og vel var pakkað svo loft kæmist ekki að. Þá var jafnan reynt að halda þessum verkhúsum köldum.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Í þurrki, eftir að fiskurinn hafði tekið sig, var hann færður á þurrkgarðana, sem eru þarna um alla tangana. Þess á milli var fiskurinn geymdur í minni byrgjunum, sem víðar eru og sum bara nokkuð heilleg, en í þeim loftaði vel um hann.
Gengið var um svæðið og skoðuð mismunandi byrgi. Staldrað var við Smiðjuna og austustu sjóbúðina áður en haldið var upp með Eystri-Látrum, kíkt á skjólin undir austurbakkanum og áð við helli þann er oftast hefur verið vart við Tanga-Tómas við. Rifjuð var upp sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda á sínum tíma.
Farið var yfir uppdráttinn af Selatangasvæðinu og gerðar lítilsháttar lagfæringar á honum. Nú er komin nokkuð heilleg mynd af þessu merkilega útveri.
Frábært vorveður. Gangan tók 1 klst. og 1. mín.

Á Töngunum

Á Selatöngum.

Baðsvellir

Skoðuð voru Baðsvallasel norðan Þorbjarnarfells. Baðsvellir voru notaðir til selstöðu frá Járngerðarstöðum uns hún var færð upp á Selsvelli vegna ofbeitar. Selið, sem greinilega er mjög gamallt, er undir hól við litla tjörn. Innan hennar er skógur. Í honum eru tóftir og urmull af kanínum. Undir hraunkanti vestan við Baðsvellina eru stekkir og fleiri tóftir.

Baðsvellir

Baðsvellir – tóftir.

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvörtuðu um það á 19. öld að þar væru hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. „…aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangað var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Ef tekið er mið af viðurkenndum, skráðum og lögformlega skráðum landamerkjabréfum má sjá að línan var dregin um Vatnskatla frá Litla-Keili og þaðan í Sogadal, sem fyrir var fyrrum sel frá Krýsuvík, en „eftirlét Kálfatjörn mánaðarselstöðu ár hvert“. Tóftin í dalnum, er slapp við eyðilegginu vegargerðarmanna vegna borsvæðis, er til vitnis um framangreint. Selsvellir eru allnokkru sunnar og þá vel innan landamerkja Grindavíkurbænda.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan.

Baðsvellir

Baðsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
“Hvenær lögðust selfarir niður í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. “Síðar”, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, “þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag”.

 

Baðsvellir

Baðsvellir – tóft.

Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram fór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.

Baðsvellir

Baðsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Magnús kennir fólksfæðinni á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870. Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Það má spyrja, hvað lifi enn eftir af þessum búskaparháttum, sem lögðust af fyrir um það bil öld. Í huga Magnúsar Hafliðasonar lifir minningin um selfarir foreldra hans. Hann kann einnig að segja frá öðrum seljum en Hraunseli, sem hann álítur að sé á Selsvöllum. Innar á Selsvöllum veit hann um Sogasel. Rétt mun vera, að Sogasel er fyrir norðaustan Selsvelli við Sog, suðvestan við Trölladyngju og Grænudyngju og var í landi Stóru-Vatnsleysu og nytjað frá Kálfatjörn, en ekki frá Stað eða Tóftum eins og haft er eftir Magnúsi.

Hópssel

Hópssel við Baðsvelli.

Magnús þekkir einnig Dalsel og segir það vera frá Húsatóftum, og hann veit um sel á Baðsvöllum. Margrét Daníelsdóttir, f: 1899, og Þorsteinn Ólafsson, f: 1901, bæði frá Grindavík, vissu um tvö sel á Baðsvöllum, það eystra frá Hópi, en hinu vissu þau eingin deili á. Ennfremur vissu þau um sel á Selsvöllum, sem þau þekktu ekki. Gísli Guðjónsson frá Hlíð í Gerðahreppi, f: 1891, hafði drukkið kaffi á Vigdísarvöllum, þegar hann var smákrakki. Hann áleit, að á Selsvöllum hefði getað verið sel. “Það veit enginn fyrir víst”.

Selskogur-222

Minnismerki við Baðsvelli.

Þetta er það sem stúdentar grófu upp um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi sumarið 1976.
Á Alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna um skógrækt, 29. júlí 2011, var gengið um Selskóg norðan Þorbarnarfells. Gangan var liðuðr í „Af stað..:“ gönguhátíð í umdæmi Grindavíkur. Jóhannes Vilbergsson, formaður skógræktarfélagsins gat eftirfarandi upplýsinga: „Skógræktarfélag Grindavíkur var endurstofnað árið 2006. Meðlimir eru í kringum 40 manns. Það er búið að planta rúmlega 20 þúsund plöntum frá 2006 megnið á norður og suðurhlið Þorbjarnar. Árið 2008 vann skógræktarfélagið í samvinnu við Landsvirkjun að átakinu „Margar hendur vinna létt verk“ og þar voru búnir til göngustígar, hreinsað frá ungum plöntum og áburður borin á. Einnig var plantað fleiri plöntum. Árið 2009 sótti Skógræktarfélagið um þátttöku í atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands. Við komumst að í því átaki og fengu 10 manns vinnu við það um sumarið, við að setja niður plöntur og bera áburð á eldri plöntur ásamt því að stígar voru lagfærðir o.m.fl.
Árið 2010 endurnýjuðum við samninginn og 20 manns komu að starfinu það sumarið.
Mjög góður árangur sést af þessu starfi í hlíðum Þorbjarnar frá vatnstankinum að eldri skógi sem dæmi.
Skógræktarfélagið sótti um skilti hjá Skógræktarfélagi Íslands, skiltið græna má sjá við aðkeyrslu inn í skógræktina. Árið 2011 vildi Grindavíkurbær ekki taka þátt í atvinnuátakinu svo minna hefur gerst þetta árið.
Fyrsti hluti af grisjun skógarins hefur farið fram, og hefur það verið í höndum fagmanna frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hefur Skógræktarfélag Grindavíkur sótt um þetta frá endurstofnun félagsins, og loksins fengum við grisjunina. Grisjun skógarins bætir skóginn og sólarljósið kemst niður í skógarbotninn, og öll trén sem eftir verða fá að njóta sín betur.
Grunnskólinn hefur í mörg ár plantað græðlingum og Leikskólinn Krókur hefur einnig sett niður svolítið af plöntum. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Skógræktarfélags Grindavíkur því það er okkar allra hagur að Selskógur sé útivistarparadís Grindavíkur.
Í fundargerð Kvenfélags Grindavíkur frá 24. okt. 1956 og síðan í fundargerð 1957 má lesa ýmsan fróðleik um stofnun skógræktar í Selskógi (Baðsvöllum).

Heimild:
-Þjóðháttasöfnun stúdenta 1976.

Baðsvellir

Sel á Baðsvöllum.

Þinghóll

Ef litið er á sögu fornleifafræðinnar á Íslandi þá er hún í rauninni ekki mikið styttri en hefur gerst og gengið annarstaðar í heiminum. Hins vegar hefur kannski minna gerst og þróunin orðið hægari hér en víða annarsstaðar. Það hefur þó varla komið að sök í ljósi stöðu greinarinnar. Hún hefur tekið allmiklum breytingum í seinni tíð með tilkomu nýrra og áreiðanlegri rannsókna í hinum ýmsu stuðningsgreinum hennar. Virkni fornleifafræðinnar hefur enn aukist á allra síðustu árum með tilkomu aukins fjármagns frá yfirvöldum þótt vissulega megi deila um forræði og skiptingu þess til tiltekinna verkefna.

Fornleifar

Í þróunarsögu fornleifafræðinnar hér á landi er stuðst að nokkru við frásagnir í kennslugögnum HÍ í fræðigreininni. Í þeim kemur m.a. fram að aðdragandi að kenningarsmíð og hugmyndafræðikenningum í fornleifafræði hér á landi sé bæði tilkominn vegna áhuga, reynslu og þekkingar útlendinga á fornleifum (Danska fornminjanefndin, Kålund, Daniel Bruun) sem og heimamanna, einkum á fornsögulegum staðbundnum mannvirkjum (Hið íslenska bókmenntafélag, Jónas Hallgrímsson) og skráningu fornminja. Með skráningunni voru efnisflokkar fornminja m.a. afmarkaðir, s.s. haugar, þingstaðir, rúnasteinar og hof. Og hvað sem ólíkum rannsóknaraðferðum leið, þá var ljóst að á árunum 1860-’75 hafi fornleifaskráning verið á blómaskeiði hér á landi.
Eftir miðja 19. öld hélt fræðimaðurinn Hans Hildebrand (1842-1913) röð fyrirlestra í Stokkhólmi um sögu og menningu Íslendinga til forna Árið 1867 komu þeir út í bók sem nefndist “Daglegt líf á Íslandi á söguöld”. Í bókinni reynir höfundur að láta heimildir fornleifafræðinnar tala sínu máli um hina sögulegu tíma. Hún stendur eins og minnisvarði um stöðu rannsókna og heimilda á þessum árum. Horfa ber til þess að höfundi var þá og þegar ófært að gefa yfirlit yfir fyrstu aldir Íslandssögunnar því hér á á landi voru ekki hafnar reglubundnar rannsóknir, hvort heldur uppgröftur eða skráning á fornleifum, enda kvartaði hann undan skorti á gögnum um fornleifar.

Fornleifar “Skipuleg skráning fornleifa á Íslandi fór fyrst fram á vegum Konunglegu dönsku fornminjanefndarinnar. Árið 1817 sendi hún út spurningalista til allra sóknarpresta í landinu og eru svör þeirra enn eina heildstæða yfirlitið sem til er um íslenskar fornleifar á landsvísu.
Undir miðja 19. öld var annarri fornleifaskráningu ýtt úr vör. Hið íslenzka bókmenntafélag sendi sóknarprestum spurningalista árið 1838, en viðbrögð presta voru öllu minni en fyrr á öldinni og töldu margir þeirra engar fornleifar að finna í sínum sóknum. Er líða tók á 19. öld fór þjóðerniskennd Íslendinga vaxandi og henni fylgdi aukinn áhugi á fortíð þjóðarinnar. Í vísindum og fræðum birtist þessi áhugi einkum í rannsóknum á fornsögum, en jafnframt var sjónum beint að staðháttum og fornleifum sem hægt var að fella saman við lýsingar í fornritum. Fornleifakönnun fluttist af höndum presta til sérfróðra manna.
Það var danski norrænufræðingurinn Kristian Kaalund sem fyrstur ferðaðist um Ísland í þeim tilgangi að finna staði sem getið er um í fornsögum og lýsa staðháttum og fornminjum sem sagnir voru um að vörðuðu atburði eða einstaklinga frá söguöld. Rit hans Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse av Island, sem birtist á árunum 1877-1882 (íslensk þýðing Haraldar Matthíassonar var gefin út 1984-1986 undir heitinu Íslenskir sögustaðir), er enn þann dag í dag undirstöðurit í staðfræði Íslendingasagna og hinn vandaðasti leiðarvísir um söguslóðir.
Hið íslenzka fornleifafélag var stofnað 1879 og á vegum þess fóru fornfræðingar í rannsóknarleiðangra víðsvegar um landið næstu þrjá áratugina. Þar voru í broddi fylkingar Sigurður Vigfússon og síðar Brynjúlfur Jónsson. Markmið þeirra var áþekkt markmiði Kaalunds; að finna og lýsa fornleifum sem þeir töldu að gætu skýrt einstakar frásagnir í Íslendingasögum eða varpað ljósi á þjóðskipulag Íslands á söguöldinni.
Um aldamótin 1900 voru einnig á ferð hér danski kafteinninn Daniel Bruun og skáldið Þorsteinn Erlingsson, en þeir beittu til muna hlutlægari aðferðum en þeir Sigurður og Brynjúlfur höfðu gert. Báðir reyndu þeir að lýsa mismunandi tegundum fornleifa og Bruun gerði fyrstur manna skipulegar rannsóknir á landbúnaðarminjum frá síðari tímum og byggingarlagi íslenskra torfhúsa.
Fornleifar Fornleifaskráning í nútímaskilningi, þar sem leitast er við að skrá allar þekktar fornleifar, burtséð frá því hversu merkilegar þær kunna að þykja á hverjum tíma, hófst fyrst í Reykjavík á 7. áratugnum og hefur staðið þar með löngum hléum síðan. Ólíkt fornleifakönnun á 19. öld, sem hafði það að meginmarkmiði að finna áþreifanleg minnismerki um sögu lands og þjóðar, hefur áhugi á skráningu fornleifa síðastliðin 20-30 ár fyrst og fremst stafað af vaxandi áhyggjum af stórfelldri eyðileggingu fornleifa sökum þéttbýlismyndunar og vélvæðingar í landbúnaði.
Auk fornleifaskráningar á vegum opinberra aðila, hafa einstakir vísindamenn staðið fyrir fornleifaskráningu í rannsóknarskyni. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða skráningu á eyðibyggðum og afdölum þar sem rústir eru í lítilli hættu. Síðast en ekki síst er rétt að minnast á að víða um land hefur áhugasamt fólk skráð fornleifar að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. Slíkar skrár eru misjafnar að gæðum, enda upplýsingar skráðar á ýmsan hátt og misnákvæmlega, en reynast oft ómetanlegar heimildir um fornleifar sem síðar hefur verið hróflað við.”
Daniel Bruun var afkastamesti fornfræðingurinn á árunum 1894-1910. Hann rannsakaði minjastaði í öllum landshlutum , og ekki aðeins víkingaaldarminjar, heldur frá öllum tímaskeiðum íslenskrar menningarsögu.
Kristján Eldjárn var fyrsti Íslendingurinn, sem hlaut sérstaka menntun erlendis í fornleifafræði og þjálfun í fornleifarannsóknum undir leiðsögn fornleifafræðinga – (einkum í fornleifafræði Norðurlanda) á afmörkuðum fornminjum, s.s. kumlum , má segja að aðstaða hafi skapast til nánari skilgreininga á aldri, tilurð og uppruna þeirra. Einnig voru gerðar tilraunir til að horfa til þess frá hvaða fólki þær voru komnar, við hverjar aðstæður og reynt að leita svara við spurningunum “hvernig” og af hverju”. Á litlu öðru en skriflegum heimildum var þá að byggja lengi framan af – og í sumum tilvikum allt til vorra tíma. Í seinni tíð hefur athyglinni verið beynt að húsum og híbýlum þess fólks, sem hér nam land um og eftir 870 og síðar, þróun þeirra og gerð.
“Upp úr jarðvegi fornmenningaráhugans uxu tvær öflugar rannsóknarstefnur. Var það annars vegar um að ræða rannsóknir á hinum sameiginlega fornnorræna menningararfi frá lokaskeiði járnaldar, þ.e. hin svokallaða “víkingamenning”, og hinsvegar mjög þjóðleg fræði þars em áhersla er lögð á þjóðleg einkenni; þjóðmenningu”. Segja má því að þjóðmenningaráhuginn hafi verið undanfari menningarumleitunnar í fornfræðilegri merkingu. Hæg þróun var þó í þeirri viðleytni þangað til á allra síðustu árum. Hin menningarsögulega áhersla snerist fyrst og fremst um söfnun og varðveislu forngripa. Kristian Kålund skráði allt sem hann gat fundið um daglegt líf til forna(P.E.K. Kålund, Familielivet på Island í den förste sagaperiode (indtil 1030), Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, 1870) og Valtýr Guðmundsson tilfærði hverja vísun í húsagerð og húsbúnað og skrifaði um það heila doktorsritgerð en þetta eru aðeins dæmi um annars fjölskrúðuga fræðahefð þeirra daga.
Fornleifar Mikilvægt skref var tekið þegar athyglin beindist fyrst og fremst að forngripunum sjálfum og menningarsögulegu samhengi þeirra, en eftir sem fyrr í rómantísku ljósi. Í stað fornmenningar var sjónum nú beint að “venjulegri” bændamenningu og þekking um hana fengin úr áþreifanlegum munum, sem oft voru skýrðir með hliðsjón af gömlum hefðum, gömlu verklagi eða visku sem gamalt fólk bjó yfir og kunni. Nú hefur þessum þætti fornleifafræðinnar enn fleygt fram hvað áhuga, þekkingu og áreiðanleika varðar. Þar kemur að þætti hinnar kennilegu fornleifafræði – nálgun með nýjum hætti.
Klæði, tréskurður, íslenski torfbærinn og grafir sem og einstakir gripir eru m.a. nokkur af viðfangefnum kennilegrar fornleifafræði. Það er athyglisvert sérkenni á íslenskri fornleifafræði hve sjaldan hefur verið reynt að taka saman árangur rannsókna og draga upp þann heildarsvip sem vitnisburður fræðigreinarinnar hefur af sögu lands og menningar. Kaalund reið á vaðið árið 1882, en þá var frá litlu að segja. Bruun hafði gert sér grein fyrir gagnsemi þess, en enginn Íslendingur reyndi að draga fram heildarmyndina fyrr en á s.hl. 20. aldar. Það féll í hlut Krisjáns Eldjárns að semja fyrsta, frumlegasta og langítarlegasta yfirlitið um alla helstu þætti fornleifarannsókna hér á landi. Var það í tilefni af 1100 ára búsetu hér á landi; Saga Íslands. Þar er að finna jarðsögu Íslands, sögu veðurfars, gróðurs og eldvirkni, vitnisburð fornleifafræðinnar um landnám mannsins og menningu, og upphaf allsherjarríkis, upphaf kirkju og samskipti við útlönd. Hlutverk fornleifafræðingsins í þessu riti var mikilvægt og hefur framlag hns að geyma heildarmynd sem enn hefur ekki verið hrakin þótt vissulega hafi ágreiningur vaxið um einstök atriði á síðustu árum þar sem nýjar áherslu hafa komið fram. T.a.m. hafa fundist leifar af kornrækt, áhöld, rauðablæstri og ýmslegar aðrar efnislegar leifar manna. Kristján og samverkamenn hans skilgreindu fornleifafræðina fyrst og fremst se aðferð til að afla heimilda um verkmenningu, en ekki t.a.m. andlegt líf, samfélagsgerð, efnahag og fleira. Áherslan var lögð á að lýsa þeim þáttum daglegs lífs sem finna mátti áþreifanleg ummerki um. Þótt engin áhersla hafi verið lögð á að rannsaka samfélagið eða samfélagsgerð, þá er ljóst að menningarsögurannsóknir byggja á annarri pólitískri afstöðu en t.d. rómantíski skólinn. Rannsóknarsviðið er víðtækara, fornmennirnir verða nafnlaus almúgi, höfuðbólið er ekki tekið fram yfir hjáleiguna, hvert mannsins verk er jafnmerkilegt, ekki aðeins skrautmunir eða vopn. Það er alþýðumenningin sem verður lykilatriði. Virðing er borin fyrir lítilmagnanum í sögulegri framvindu. Það kostaði Kristján hörku að sannfæra menn um gildi smárra hluta, um verklag, um hag fátækrar alþýðu.
Fornleifar Uppgraftartækni, aldursgreiningar, byggðaþróun, áhrif veðurfars og meðvitund um gildi efnahags hefur knúið fram breytta hugsun; nýjar og þróaðri aðferðir. Framan af takmarkaðist hinar hefðubundnu spurningar í íslenskri fornleifafræði við hag þjóðarinnar, þ.e. hvers vegna ákveðnar byggðir lögðust í eyði, og hvers vegna járngerð, kornrækt og svínarækt lögðust af. Í stað mjög almennra rannsóknaspurninga um búsetuþróun, hefur orðið mikill vöxtur í nýjum upplýsingum um bústeuskilyrði á öllum tímum. Í stað þess að einblína á afdrif og örlög einstakra búsetuþátta hefur athyglin beinst að heildinni, hinu efnahagslega kerfi sem þróaðist í landinu frá landnámi og fram til iðnvæðingar og þéttbýlismyndunar. Starf fólks er ekki lengur skoðað sem fornir landbúnaðarhættttir eða verklag, heldur sem framleiðsluþættir, orka og afurðir, neysla og vöruviðskipti. Spurt er hvernig var kerfið, hvernig virkaði það, hvað olli breytingunum. Til þessar rannsókna hefur verið, sem fyrr sagði, notast við margvíslega tækni, s.s. frjókornagreininu, dýrabeinagreiningu og jarðvegsathuganir. Frjókornamælingar staðfesta að birkiskógar hopa fyrir graslendi og helstu dýrabein úr úrgangslögum landnámsbæja birta heildarsvip hefðbundins búfénaðar á hverju býli; nautgripir, sauðfé, geitur, svín og hestar. Jarðvegsrannsóknir á áhrifum mannsins á umhverfið sýna að framvindan þegar á landnámsöld hafi ekki aðeins verið hröð heldur hafi landnám mannsins haft mikil og afgerandi áhrif á gróður, jarðveg og landslag.
Rannsóknir á dýrabeinum og öskuhaugum hefur fleytt fram síðustu ár og árangur þeirrar myndar meginstofn heimilda um lífsviðurværi og afkomu fólks á fyrri tíð. Rannsóknir og greining á einstökum efnisleifum, s.s. keramiki, málmi og gleri, geta orðið sagt bæði til um tímatilurð og upprunastað og þar með um verslun og viðskipti sem og jafnvel um innihald. Nýjustu rannsóknir á ískjörnum geta mögulega auðveldað túlkun á breytingum sem birtast í t.d. húsagerð, landnýtingu, bústetumynstrum, samsetningu búfjárstofna eða mataræði.
Af fornvistfræðirannsóknum eru það einkum dýrabeinarannsóknir sem upp úr standa. Dýrabein eru heimild um efnahag til forna og þau endurspegla lífsviðurværi fólks á ýmsum tímum, þ.e. sýna hvaða veiðar voru stundaðar og hver var bústofn heimilanna.
Fornleifar Engar ritaðar heimildir eru til um lífsviðurværi þjóðarinnar fyrr en á síðari öldum og eru allar rannsóknir á þessu sviði því vel þegin viðbót fyrir aðrar vísbendingar sem forleifafræðin gefur um hina sögulausu fortíð. Beinin er talin og flokkuð og greind til dýrategunda, stærð og aldur dýranna metinn og jafnvel áverkar á beinunum, sem stundum gefa til kynna verkunaraðferð eða slátrun. Á grundvelli talningarinnar er hægt að áætla hlutföll á milli mismunandi tegunda og skoða vægi þeirra, s.s. fiðurfénaðar og fiska, sauðfé, nautgripa og svína. Þessi rannsókn býður upp á nýtt sjónarhorn til að skoða efnahag fólks á forsöguskeiðum. En hún kallar jafnframt á töluverða fyrirhöfn og enn er langt í land að hægt sé að lýsa með nokkurri nákvæmni lífsviðurværi eða afkomu þjóðarinnar á grundvelli beinarannsóknanna. Þó er ljóst að með þessum rannsóknum verður unnt að komast nær um ýmsa þætti, s.s. þátt veiðimennsku í upphafi landnáms og á síðari tímum, efnahagslegan mun á stórum býlum og smáum og í hverju hann felst, þróun sauðfjárbúskapar, nýtingu sjávarafurða, stærð og samsetningu búpenings á ýsum tímum, áhrif veðurlagsbreytinga á þjóðarhag og þróun íslensks efnahags frá landnámi fram á síðustu aldir.
Auk rannsókna á fornleifum og beinum og plöntuleifum, hafa einnig verið gerðar nýstárlegar athuganir á öllum smærri einingum, sem finnast við fornleifarannsóknir. Er þar annarsvegar um að ræða athuganir á leifum skordýra, sem varðveist hafa í jarðvegi, og hinsvegar míkróskópískar athuganir á innihaldi gólfefna húsa. Ýmis skordýr hafa fylgt manninum og tekið þátt í mannlífinu á ýmsa vegu í dul smæðar sinnar. Í undirlaginu spretta fram heillandi myndir af lítt könnuðum hliðum mannlegs eðlis, s.s. fornum mannasaur og innihaldi hans, hland, lýs og flær. Þessar athuganir sýna líf fólks og samfélag þeirra í nýju ljósi. Árangur umhverfisrannsókna í þágu fornleifafræðinnar er fyrst og fremst fólginn í nýrri aðferðafræði og umbótum á þessum aðferðum. Þessi fræði eru enn í mótun. En hafa ber í huga að ekki dugir að einblína á raunvísindalegar niðurstöður sem sýna breytingar eða þróun og orsakasamband milli náttúru og mannlífs, heldur þurfi einnig að þróa kenningar sem gera ráð fyrir samfélagslegum og pólitískum áhrifum breytinga eða kyrrstöðu. Vandinn liggur í fjölbreyttum möguleikum á túlkun gagnanna og reynslan á eftir að leiða í ljós að hve miklu leyti fornvistfræðin mun breyta núverandi hugmyndum um efnahag og áhrif umhverfis á hann á fyrri kynslóðir, eða staðfesta ríkjandi skoðanir sem sprottnar eru af sagnfræði og hefðbundinni fornleifafræði.

Heimildir:
-Kennileg fornleifafræði, Ian Hodder, Orri Vésteinsson og Uggi Ævarsson þýddu, Ritið, Tímarit hugsvísindastofnunar Háskóla Íslands, 2004, bls. 195-198.
-Úr “Lesköflum í íslenskri fornleifafræði” – handrit – HÍ, Adolf Friðriksson tók saman – 2003.
-Hans Olof Hildebrand, Livet på Island under sagotiden, Stockhom, Joseph Seligmanns bokhandel, Jos, 1867.
-http://www.instarch.is/instarch/rannsoknir/skraning/saga/
-Daniel Bruun, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island (2°édition), Kaupmannahöfn, Gyldendal, 1928.
-Í handriti að varnarræðu Kristjáns við doktorsvörn hans 1956 sést að hann var undir handleiðslu Johannes Bröndström hjá National Museet í Kaupmannahöfn.
-Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé 2, útg. 2000.
-Adolf Friðriksson – Leskaflar í fornleifafræði – HÍ – 2003.
-Valtýr Guðmundsson, Privatboligen paa Island I Sagatiden samt delvis I det övrige Norden, KH, 1889.
-P:E:K: Kaalund, Islands fortidslævninger, Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, 1882.
-Daniel Bruun, Fortidminder og nutidshjem paa Island, 1987 og 1928.
-Sigurður Línda ritstj., Saga Íslands, Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélagið, I – 1974.
-Andrew J. Dugmore, Anthony J. Newton, Guðrún Larsen og Gordon T. Cook, Tephrochronology, Environmental Change and the Norse Settlement of Iceland, Environmental Archeaology, 2000.
-Thomas Amorsi, An Archaeofauna from Storaborg, Southern Iceland, Unpublished report on file at the National Museum and Hunter College, 1986.

Húshólmi

Minjasvæði í Húshólma.