Ómar

Á MBL.is þann 11.6.2011 birtist eftirfarandi frétt; „Fornleifar fanga lögreglumann„.

Garður

Höfðinu stungið upp úr fornleifauppgreftri.

„Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, útskrifast í dag sem fornleifafræðingur frá Háskóla Íslands.

Ómar hefur starfað sem lögreglumaður mestallan sinn starfsferil eða í um 35 ár, en segist hafa hugsað til framtíðar þegar hann sótti um nám í fornleifafræði.

„Ég hef alltaf haft áhuga á fornleifum og einn daginn kom upp í huga mér hvað ég ætti að gera þegar ég hætti sem lögreglumaður, þá var ég áður búinn að skoða gamlar minjar á Reykjanesskaganum. Það kveikti í mér og kom lítið annað til greina en að skella sér í háskólann,“ segir Ómar.“

Ferlir

Ferlir – fyrsta vefsíðan. 

„Þetta var nú ekki löng frétt, en merkileg út af fyrir sig“, svaraði Ómar er fréttamaður spurði; „ekki síst í ljósi þess að hafa fengið að taka þátt í að bæta samfélagið, síðan að móta samskiptamál lögreglunnar með verulega jákvæðum árangri, tækifæri til að upplýsa ásamt samstarfsfélögum mínum mörg hin flóknustu afbrotamál síðustu áratugina, gefið áhugasömum kost á að skoða merkilegheit þeirra nánasta umhverfis, og loks, eftir að hafa lokið 45 ára starfi í lögreglunni, innan lögskyldulegra marka, fengið að nýta mér háskólanámið, m.a. í „Hagnýtri menningarmiðlun“, til að stofna vefsíðuna www.ferlir.is með margbreytilegum fróðleik um sögu, minjar og möguleika Reykjanesskagans. Sagan okkar er jú mun merkilegri en líðandi stund.“
„Háskólanámið er í sjálfu sér ekkert merkilegt, margt er þar sem mætti bæta“, bætti Ómar við.

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd.

Vefsíðuna hefur, að sögn Ómars, þurft að uppfæra nokkrum sinnum m.t.t. breyttrar tækni og nýrra krafna, en innihaldið hefur þó, þrátt fyrir mótlæti með staðfestu að vopni, fengið að viðhalda sér að mestu, reyndar með mikilli fórnfýsi hverju sinni.

Markmið vefsíðunnar er að upplýsa áhugasama um sögu og minjar Reykjanesskagans í von um að innihaldið fái að lifa áfram meðal þeirra…

Sjá eldri vefsíður

Heimild:
-Morgunblaðið 11.06.2011 (mbl.is), Fornleifar fanga lögreglumann – janus@mbl.is.

Omar

Ómar – við útskriftina í Háskóla Íslands.

Málmleitartæki

Í „Þjóðminjalögum“ frá árinu 2001 (nr. 107 31. maí) var ákvæði er gerði notkun málmleitartækja við leit að forngripum í jörðu óheimila nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar. Ákvæðið var í 16. gr. laganna og hljóðaði þannig: „Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.“

Hafnir

Fornleifarannsókn í Höfnum.

Í 18. gr. laganna voru „forngripir“ skilgreindir þannig: „Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri. Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi tilkynna Fornleifavernd ríkisins fundinn svo fljótt sem við verður komið.“
Þjóðminjalögin hafa verið felld úr gildi.

Í „Þjóðminjalögum“ frá 1989 (nr. 89 29. maí) var sambærilegt ákvæði í 24. gr.: „Óheimil er öðrum en starfsmönnum þjóðminjavörslunnar notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar„.

Ekkert slíkt ákvæði var í „Þjóðminjalögunum“ 1969 (nr. 52 19. maí 1969).

Málið var að enginn greinarmunur var gerður í lögunum hvort fólk væri að leita með málmleitartækjum að nýlegum minjum eða fornum.

Málmleitartæki

Fornleifafræðingar nota málmleitartæki – nú án þess að spyrja um sérstakt leyfi frá Þjóðminjaverði.

Nú eru í gildi „Lög um menningarminjar“ (nr. 80 29. júní 2012) er tóku gildi 1. jan. 2013. Í þeim lögum er hvergi getið um bann við notkun málmleitartækja í leit að fornminjum í jörðu. Í 3. gr. laganna eru „fornminjar“ skilgreindar þannig í 3. gr.: „Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

-Forngripir eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
-Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri„.

Á Vísindavef HÍ er spurningunni „Nota fornleifafræðingar á Íslandi málmleitartæki?“ svarað:

Málmleitartæki

Auðvelt er að finna fornminjar í jörðu með notkun málmleitartækja.

„Líklegt er að flestir fornleifafræðingar hafi haldið á málmleitartæki að minnsta kosti einu sinni, enda leitar fornleifafræðin mjög oft til annarra tækni- og vísindagreina þegar kemur að framþróun.

Fornleifar

Fornleifauppgröftur.

Fornleifafræði er fjölbreytt fag, enda eru margar hliðar á hinu liðna. Fornleifafræðingar rannsaka allt frá sameindasýnum undir smásjá að samhengi milli bæja á lands- og heimsálfuvísu, og breytingar sem eiga sér stað yfir margar aldir. Fornleifafræðingar skrifa um atburði sem ýmsir aðrir fræðimenn tjá sig um – þá helst sagnfræðingar. En hvað greinir fornleifafræðinga frá öðrum fræðimönnum? Í stuttu máli má segja að rannsóknarviður þeirra sé venjulega einhvers konar efnismenning. Fornleifafræðingar túlka liðna atburði með tilliti til mannvistarleifa. Auðvitað þurfa þessar leifar ekkert endilega að vera fornar – aðferðafræði fornleifafræðinga geta oft sagt margt um nýliðna atburði.

Fornleifar

Minjafundur við uppgröft.

Það er mikilvægt að hafa hugtakið ‘aðferðafræði’ í huga þegar rætt er um fornleifafræði, enda safna fornleifafræðingar gögnum með mjög einkennandi aðferðum. Þá má helst nefna uppgröftinn sjálfan; þó eru til fjölmargar aðrar leiðir til að afla gagna um efnismenningu hins liðna.
Fornleifafræðingar grafa með ýmsum aðferðum, en þær eru allar ítarlegar og kalla á mikla teikni- og skráningarvinnu. Algengasta aðferðin (svokölluð single-context recording) krefst þess að öll jarðlög séu grafin í öfugri tímaröð, frá hinu yngsta til hins elsta.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Jarðlög eru aðskilin á þeirri forsendu að hægt sé að útskýra hluta efnis innan uppgraftarsvæðis sem afleiðingu einhvers konar atburðar. Slíkir atburðir geta varað í margar aldir eða nokkur augnablik; fornleifafræðingar reyna sjaldan að tjá sig um það. Mikilvægara er að geta raðað þessum atburðum í tímalinu – atburðarás frá nútímanum að órofnu jarðlagi sem sýnir engin ummerki um mannvist. Fornleifafræðingar reyna að skilja þessa atburðarás með því að fjarlægja hið yngsta fyrst, þar til engin mannvistarummerki eru sjáanleg lengur. Það er því alls ekki markmið fornleifauppgraftar að finna málmgripi sérstaklega – allur jarðvegur innan rannsóknarsvæðis er fjarlægður og skrásettur.

Málmleitartæki

Málmleitartæki.

Í stuttu máli er takmarkað gagn af málmleitartæki við fornleifauppgröft, en tækið bíður upp á rannsóknaraðferðir sem geta hæglega aflað gagnlegra upplýsinga um liðna atburði þegar aðstæður leyfa, þá helst við yfirborðsmælingar eða kortlagningu á uppblásnum svæðum.

Málmleitartæki nota segulsvið til að finna málmhluti á stuttu færi, sjaldan lengra en 40 cm. Sum greina einnig á milli ólíkra málma. Venjulega eru slík tæki notuð til að finna málmhluti undir yfirborði. Hvernig gæti slíkt tæki gagnast við fornleifauppgröft? Ef fjarlægja þarf yngstu jarðlög fyrst, þá er lítið gagn af vitneskju um gripi neðar í jarðveginum. Ef gripurinn situr í jarðlagi sem er eldra en hið yngsta óuppgrafna lag, þá er ekki tímabært að grafa hann upp. Ef hann tilheyrir yngsta óuppgrafna jarðlaginu, þá mun hann finnast við uppgröft, enda vanda fornleifafræðingar sig mjög við uppgröftinn.

Fornmunir

Fornmunur.

Einnig er vert að hafa í huga að vanalega er einfalt að sjá ummerki um málmhlut, þar sem tæring málms litar og breytir jarðveginum umhverfis málminn. Fyrir þær sakir er ekki algengt að sjá fornleifafræðinga nota málmleitartæki á uppgraftarsvæðum.
En hvað ef fornleifafræðingar sjá einfaldlega ekki málmgripinn við uppgröft? Þá endar hann væntanlega í fötu sem tæmd er í moldarhaug. Hér getur málmleitartækið komið að góðum notum, og hefur höfundur þessa svar séð slíkt tæki notað sem hálfgert öryggisnet til að ná málmhlutum sem fóru óvart á hauginn. Þó er slík notkun ekki algeng. Fornleifafræðingar nota frekar sigti til að forðast þetta, en sigtið gagnast að sjálfsögðu einnig til að finna mannvistarleifar sem ekki eru úr málmi, eins og viðar- og beingripi. Einnig bíður sigtið upp á mun ítarlegra öryggisnet en málmleitartækið, enda fer allur jarðvegurinn í gegnum sigtið.

Málmleitartæki

Sérsveit lögreglunnar með málmleitartæki að leit að „fornleif“ í jörðu við Austurgötu í Hafnarfirði.

Oft eru aðstæður óhentugar fyrir málmleitartæki. Málmleitartæki nema málmhluti á allt að 40 cm færi, ef stærð hlutarins leyfir. Einnig þarf að hafa í huga að málmur í bergi getur truflað tækið. Bergtegundir hafa iðulega eitthvað magn af járni, enda eru bergtegundir flokkaðar meðal annars af járnoxíðhlutfalli (FeO-hlutfall) þeirra. Blágrýti, algengasta bergtegundin á Íslandi, hefur hátt járnoxíðhlutfall.

Fornmunir

Vettvangur stríðsátaka er vinsæll meðal fólks.

Í ljósi þess mætti segja að tækið virki ekki vel nema mannvistarlög séu innan við 40 cm frá yfirborði og bergið dýpra. Þetta er ansi þröngur gluggi.
En málmleitartæki geta þó gagnast fornleifafræðingum við ákveðnar aðstæður. Gefum okkur að fornleifafræðingur vilji rannsaka bardaga þar sem skotvopn voru notuð. Líklegt er að skotárásir hermanna hafi skilið eftir mikið magn af skothylkjum. Hér gæti málmleitartæki komið sér vel til að kortleggja helstu átakasvæði bardagans. Connor & Scott telja að slíka notkun megi rekja til ársins 1958, þegar Ron Rickey kortlagði staðsetningu hermanna í bardögunum í Little Bighorn og Big Hole í Montana.

Málmleitar

Í leit að fornmunum með málmleitartæki.

Á Íslandi var notkun málmleitartækja lengi vel bönnuð. Þau voru gerð lögleg með nýjum menningarminjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2013 (þó ekki hljóðalaust). Nýlega var málmleitartæki notað við rannsókn á mögulegri höfn við Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi, og ekki kæmi á óvart þó tækið skjóti oftar upp kollinum hér á landi.
Í stuttu máli er takmarkað gagn af málmleitartæki við fornleifauppgröft, en tækið bíður upp á rannsóknaraðferðir sem geta hæglega aflað gagnlegra upplýsinga um liðna atburði þegar aðstæður leyfa, þá helst við yfirborðsmælingar eða kortlagningu á uppblásnum svæðum. Þó slík tæki hafi verið bönnuð lengi á Íslandi eru þau nú lögleg.“

Í Morgunblaðinu 23. október 2014 er fjallað um notkun málmleitartækja undir fyrirsögninni „Amast við fjársjóðsleit„.
Ekki gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna að leit að fornminjum -Ekki lengur bannað að nota málmleitartæki en ekki má hreyfa við jarðvegi í leit að forngripum -Skylda að tilkynna um gripi.

Málmleitartæki

Áhugafólk við leit að fornminjum.

„Ekki er gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna við leit að fornminjum í lögum um menningarminjar. Þeir geta leitað á yfirborðinu, til dæmis með málmleitartækjum, en mega ekki róta í jarðvegi til að fá svar við því hvort forngripir eru undir. Forstöðumaður Minjaverndar ríkisins veltir því fyrir sér hvort ekki ætti að gera ráð fyrir samstarfi við áhugafólk við þá stefnumörkun sem nú er framundan.

Málmleitartæki

Staffordshire-sjóðurinn í Englandi fannst með aðstoð málmleitartækis.

Fréttir berast oft af því frá nágrannalöndunum að áhugamenn um fornminjar hafi rambað á merka forngripi með notkun málmleitartækja. Áhugamenn hafa til dæmis fundið merka fjársjóði frá víkingaöld, bæði í Danmörku og Bretlandi.

Málmleitar

Derek McLennan með gripi sem hann fann með málmleitartæli.

Nýjasta dæmið er Skotinn Derek McLennan sem fann falinn fjársjóð frá víkingaöld í Dumfriesskíri í síðasta mánuði. Telja sérfræðingar þetta merkasta fjársjóð sem fundist hefur á Skotlandi. McLennan og félagar hans voru að leita með málmleitartækjum. Hann datt líka í lukkupottinn í fyrra þegar hann fann stærsta sjóð silfurpeninga frá miðöldum sem fundist hefur í Skotlandi.

Erfið samviskuspurning
Leit að forngripum er áhugamál fjölda fólks í nágrannalöndunum, ekki síst í Bretlandi. Þar eru reglur um slíka leit rýmri en á Norðurlöndunum og svipar til reglna í Bandaríkjunum. Íslenskar reglur taka mið af norrænum rétti þar sem þeir eru tortryggðir sem leggja það á sig að leita að forngripum. Óttast fornleifafræðingar að fólk hirði sjálft gripina og valdi tjóni á fornleifum. Þannig var almenningi bannað að nota málmleitartæki við fornleifarannsóknir en búið er að taka það ákvæði út úr íslenskum lögum.

Fornmunir

Gripir, sem Derek fann með aðstoð málmleitartækis.

Það nýmæli er í lögum um menningarminjar sem samþykkt voru á árinu 2012 að einungis þarf formlegt leyfi Minjastofnunar til að stunda fornleifarannsóknir sem hafa jarðrask í för með sér. Tilkynna þarf aðrar rannsóknir, þótt ekki sé grafið upp. Þá er það spurningin hvað maðurinn með málmleitartækið gerir þegar hann fær svörun um að eitthvað sé undir. Hann má ekki grafa eftir fornleifum. Hann má sjálfsagt grafa ef hann telur að undir sé járnadrasl yngra en 100 ára. Þetta hlýtur að vera erfið samviskuspurning.
Hitt er svo annað mál að fornleifafræðingar nota lítið málmleitartæki við rannsóknir sínar hér á landi. Hefðbundnari aðferðir henta þeim betur. Þá má geta þess að járninnihald bergs er hátt hér á landi og getur truflað tækin.

Málmleitartæki

Hægt er að greina sprengubrot með aðstoð málmleitatækja.

Málmleitartæki eru notuð við ýmislegt fleira en að leita að jarðsprengjum og silfursjóðum. Þau eru til sölu í verslunum, bæði tæki sem henta atvinnumönnum í framkvæmdum og áhugamönnum. Þau kosta frá fáeinum tugum þúsunda en draga þá skammt. Tæki eins og Skotinn var með kosta hér um 130 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá versluninni Íhlutum. Málmleitartæki er einnig hægt að fá leigð í áhaldaleigum. Hentugt getur verið að grípa til þeirra ef skartgripur hverfur í sandinn í Nauthólsvík.

Ekki margir sjóðir hér

Málmleitartæki

„Mesti og mik­il­væg­asti“ silf­ur­sjóður frá vík­inga­tím­an­um, sem fund­ist hef­ur í Bretlandi frá ár­inu 1840, verður sýnd­ur al­menn­ingi í London og York eða Jór­vík í næsta mánuði. Er hann tal­inn geta varpað nýju ljósi á þenn­an tíma.
Talið er, að auðugur maður og kannski vík­ing­ur hafi grafið hann í jörð í Norðimbralandi á 10. öld, lík­lega 927 eða 928, til að koma í veg fyr­ir, að hann félli í hend­ur Engil­söx­um en þeir tók­ust oft á um yf­ir­ráð yfir land­inu við vík­inga eða nor­ræna menn. Er sjóður­inn met­inn á rúm­lega millj­ón sterl­ings­punda, rúm­lega 205 millj­ón­ir ís­lenskra króna.
Pen­ing­arn­ir segja sína sögu:
Í sjóðnum er meðal ann­ars silf­ur­bik­ar, sem einn og sér er met­inn á meira en 40 millj. kr., 617 pen­ing­ar, hring­ar og óunnið silf­ur. Talið hef­ur verið, að á þess­um tíma hafi Stafford­skíri og Jór­vík­ur­skíri verið und­ir yf­ir­ráðum Engilsaxa en af sum­um pen­ing­anna má þó ráða, að nor­ræn­ir menn hafi þá verið að slá sína eig­in mynt á þess­um svæðum. Að öðru leyti voru pen­ing­arn­ir komn­ir víða að, frá Norður­lönd­um, meg­in­landi Evr­ópu, frá Tashkent í Úsbekíst­an og alla leið frá Af­gan­ist­an. Þykir það sýna vel hve menn­ing­ar­leg og efna­hags­leg tengsl við um­heim­inn voru mik­il á þess­um tíma.

Ekki eru miklar líkur á að stórir silfursjóðir liggi hér í jörðu. Það er ef til vill heppilegt fyrir fornleifaverndina. Freistingarnar eru minni. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, nefnir þrjá sjóði frá síðustu öld en þeir fundust í Gaulverjabæ, Ketu á Skaga og Miðhúsum á Héraði. Sá síðastnefndi fannst 1980.

Fornmunir

Mynt sem fannst með málmelitartæki. Hún var slegin í Erkibiskupstíð Annós II er af gerð sem ekki hefur áður fundist eða þekkst.

Auk þess hafa fundist minni sjóðir og stakir silfurpeningar. Allir sjóðirnir fundust fyrir tilviljun, vegna einhverra framkvæmda. Gaulverjabæjarsjóðurinn hefur sérstöðu því hann er eini hreini peningasjóðurinn. Í honum eru um 350 peningar frá ýmsum löndum. Uppistaðan er enskir og þýskir peningar frá því um 1000 eða fyrr.
Mjöll segir það rökrétt að hér séu fáir sjóðir miðað við nágrannalöndin. Líklegt sé að fleiri sjóðir hafi verið grafnir þar sem fleira fólk bjó. Því má bæta við að faldir fjársjóðir hafa gjarnan verið tengdir hernaði. Menn hafi átt þá til að kaupa sig frá ófriði eða verið að fela fjármuni sína vegna hernaðar og síðan fallið sjálfir. Þótt oft hafi verið ófriður á milli höfðingja hér á landi var það þó talið friðsamt og ekki eins mikil ástæða til að fela sjóði og í nágrannalöndum þar sem barist var um yfirráð.

Silfur Egils eign ríkisins

Silfur Egils

Silfurpeningur, sem fannst á Þingvöllum.

Ef einhver dettur í lukkupottinn, til dæmis með því að finna silfur Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal, er sjóðurinn eign íslenska ríkisins og ber að tilkynna fundinn tafarlaust til Minjastofnunar og skila honum til Þjóðminjasafnsins. Raunar má ekki hagga kistunum, hvað sem kann að vera eftir af þeim, eða fjarlægja lausa hluti vegna þess að fornleifafræðingar vilja geta rannsakað ummerkin nákvæmlega. Áhugamaðurinn fær fleira en heiðurinn af fundi sjóðsins því hann á rétt á að fá greiðslu sem svarar til helmings af verðmæti hans og landeigandinn hinn helminginn.

Sjá meira um silfur Egils HÉR, HÉR og HÉR.

HÉR má sjá nýlega frétt um árangur leitar áhugamanns að fornminjum með málmleitartæki.
Málmleitartæki

Málmleitartæki

Þrátt fyrir ákvæði gildandi Minjalaga má lesa eftirfarandi á vefsíðu Minsjastofnunar [jan 2021]:
„Á Íslandi er almenningi ekki leyfilegt að nota málmleitartæki til að leita að fornminjum“.

Í sjónvarpsþætti RÚV um silfur Egils fullyrti forstöðukona Minjastofnunar að notkun málmleitartækja, annarra en fornleifafræðinga, væri óheimil, sjá HÉR. – Það er einfaldlega tómt bull.

fornmunir

Það er mikil íþrótt í Danmörku að fara um með málmleitartæki um lendur bænda sem það leyfa og leita að fjársjóðum.
Í Danmörku finna málmleitarmenn nú orðið flesta þá málmfundi og sjóði sem bitastæðir þykja í Danaveldi og víðar. Talið er að flestir hópar og klúbbar málmleitartækjamanna séu heiðarlegt fólk sem skilar af sér verðmætunum á tilheyrandi safn, sem síðan rannsakar fundarstaðinn þegar uppskeru á akri bóndans lýkur.
Lög í Danmörku, svokölluð Danefælov (Dánarfjárlög), sjá einnig til þess, að þeir sem sjóðina finna fái eitthvað fyrir sinn snúð.

Ástæða er til að hvetja áhugasamt fólk til að nota málmleitartæki við leit að fornminjum í jörðu. Bent skal á að ef slíkar finnast, ber þrátt fyrir allt, að tilkynna það til Minjastofnunar. Áhugasamir á Reykjanesskaganum geta einnig haft samband á netfangið ferlir@ferlir.is.

Heimildir:
-Þjóðminjalög. 2001 nr. 107 31. maí.
-Lög um menningarminjar. Lög nr. 80 29. júní 2012.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65813
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1528433/

Málmleitartæki

Málmleitartæki eru af ýmsum gerðum.

Úlfljótsvatn

Í Fréttarbréfi Ættfræðingsfélagsins fjallar Elva Brá Jensdóttir m.a, um „Hjátrú og kynlegi kvisti við Úlfljótsvatn„;

Hjátrú og kynlegir kvistir
Nesjavellir„Frásagnir Kolbeins Guðmundssonar bónda á Úlfljótsvatni og barnabarn hans, Katrínar og Guðmundar Símon Dalaskáld, Samúel Súðadallur, Guðmundur kiði og fleiri litríkir karakterar koma við sögu þegar Kolbeinn Guðmundsson og börnin hans Katrín og Guðmundur rifja upp minningar sínar frá Úlfljótsvatni upp úr aldamótunum 1900.
Á Stofnun Árna Magnússonar (SÁM) eru varðveittar upptökur af frásögnum Kolbeins Guðmundssonar (1873-1967) og barna hans, Katrínar (1897-1982) og Guðmundar (1899-1987), en Kolbeinn var bóndi á Úlfljótsvatni kringum aldamótin 1900. Hallfreður Örn Eiríksson safnaði sögnunum á 7. og 8. áratugnum en þær gerast flestar á heimaslóðum þeirra,
Úlfljótsvatni, eða nágrenni.

Þurfti að flýta sér
ÚlfljótsvatnÞegar Guðmundur og Katrín voru börn tíðkaðist enn að förumenn eða flakkarar færu á milli bæja og segðu sögur eða færu með kvæði í skiptum fyrir mat og gistingu, ef væru þeir óvinnufærir. Sumir hverjir voru eftirminnilegir og skrautlegir en aðra var ekkert varið
í að hýsa. Guðmundur segir til dæmis frá Jóhannesi Jónssyni, sem þótti sérkennilegur að mörgu leyti, en eitt sinn þegar hann hafði gist á Nesjavöllum þurfti hann skyndilega að flýta sér í burtu. Kom svo í ljós að hann hafði gengið örna sinna í rúmið og búið svo kyrfilega um það.
Ögn þrifalegri var Samúel súðadallur, hressilegur karl, en hann stundaði sníkjuferðir í sveitinni, safnaði smjöri, ull og hverju sem var, og bað svo bændurna að flytja það heim til sín. Honum var þó ekki gefið um kjöt að gjöf, sagðist heldur vilja kindur og geta rekið þær heim svo það þyrfti ekki að flytja kjötið öðruvísi.
Hann þótti svo skemmtilegur að enginn amaðist við honum.

Kraftaskáldið
ÚlfljóstvatnSá sem var þó í mestum metum, af þeim sem þáðu gistingu á Úlfljótsvatni, var Símon Dalaskáld en hann gat snarað fram vísu um heimilisfólkið á staðnum og vakti mikla lukku. Hann var sagður kraftaskáld en þau eru sögð hafa ýtt undir þann orðróm sjálf, því almennt þótti vissara að halda þeim góðum svo ekki yrði til nein níðvísa um heimilisfólkið.
Margar frásagnir fjalla um álagabletti. Víða var blettur eða þúfa sem ekki mátti hreyfa við og má þar nefna toppinn á Hrútey, Litla-Hólma og Arnarhólma en Kolbeinn sagði slíka bletti hafa fyrirfundist á hverjum bæ. En álögin voru ekki einungis á þúfunum.
Katrín segir að áður fyrr hafi verið mun meiri silungur í vatninu, en tvær húsmæður rifust um veiðina, og önnur þeirra lagði það á að hluti silungsins í vatninu yrði að mýflugu. Skýringin á mýflugnamergðinni mun þá vera sú að hún sé silungur í álögum.

Áhrínsorð
ÚlfljótsvatnÁlögin gátu líka beinst að fólki. Guðmundur segir frá gamalli, bæklaðri konu sem hann hitti, en hún varð fyrir áhrínsorðum þegar hún var ársgömul. Móðir hennar reifst við vinnukonuna með miklu offorsi og óskaði vinnukonunni alls ills – að hún yrði að aumingja.
Meðan á þessu stóð hélt húsmóðirin á dóttur sinni í fanginu. Þegar hún svo setur litlu telpuna á gólfið er hún orðin máttlaus öðrum megin. Vinnukonan hafði þá beint áhrínsorðunum að barninu.
Afi Guðmundar var níu ára á þessum tíma en Guðmundur sagði hann hafa munað vel eftir þessum atburði. Konan, sem varð varanlega fötluð, kenndi móður sinni alfarið um hvernig komið væri fyrir sér. Guðmundur segir konuna þó hafa getað gert ýmislegt, þrátt fyrir fötlun sína, en hún gætti eldsins, eldaði jafnvel mat og baslaði við að prjóna.

Guðmundur kíði
ÚlfljóstvatnFlökkumennirnir sem komu að Úlfljótsvatni sögðu alls kyns sögur, en vinsælastar voru drauga- og huldusögur sem kemur ekki á óvart, sérstaklega þegar litið er til þess að margir óútskýranlegir atburðir gerðust á bænum. Ber þá helst að nefna draugaganginn sem kenndur hefur verið við Guðmund kiða, sem var fjármaður á Úlfljótsvatni fyrstu búskaparár Kolbeins og Geirlaugar. Hann skilaði sér ekki heim með féð eitt kvöldið og um nóttina dreymdi Geirlaugu að hún væri komin í beitarhúsin til hans og spyr hvort hann ætli ekki að koma heim en Guðmundur kiði svarar: Nei, ég ætla ekki að koma heim, því að ég rak féð niður að vatninu og út á vatnið og það fór töluvert af því í vatnið og ég ætla ekki að koma heim þess vegna.
Geirlaug segir þá að honum sé óhætt að koma heim fyrir því, fyrst hann hafi ekki farið í vatnið sjálfur þá sé allt í lagi en Guðmundur kiði svarar þá : „Nei, ég ætla að vera hérna fyrst um sinn.“
ÚlfljótsvatnDraumur Geirlaugar var ekki lengri en Guðmundur kiði fannst þegar róið var eftir vatninu. Hann hafði farið ofan um ís og drukknað ásamt þrjátíu kindum en þegar hann fannst hélt hann um hornið á einni kindinni, sem hann hefur ætlað að bjarga. Marg oft hefur orðið vart við hann, sérstaklega við fjárhúsin og vatnið en þar á hann að halda til og alltaf sést þessi eina kind með honum.

Naglar í kross
Í viðtölunum við fjölskylduna frá Úlfljótsvatni er yfirleitt talað um að fólk hafi orðið vart við eitthvað en aldrei er sagt berum orðum að draugatrú hafi verið ríkjandi í sveitinni. Engin hræðsla virðist hafa verið við það sem ekki var hægt að útskýra og myrkfælni þekktist ekki hjá heimamönnum. Draugafrásagnir eru ofarlega á lista. Þó var þeim tekið af æðruleysi á þessum tíma eins og Guðmundur orðar það sjálfur: „Jaaa, það var nú ekki beint draugatrú [ … ] en það var nú samt [ … ] það var nú vart við svona hitt og þetta, það var til dæmis hjá okkur á Úlfljótsvatni sko, að það var eins og þetta væri bara umgengist bara eins og heimilisfólkið.“

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Guðmundur segir frá því þegar bóndinn frá Hagavík ásótti hann. Bóndi þessi hafði sagt að hann færi ekki sjálfráður frá jörðinni og ef hann færi, riði hann ekki klofvega. Þegar hann lést var hann jarðsettur á Úlfljótsvatni. Eitthvað hefur hann verið ósáttur við að þurfa að yfirgefa þennan heim því Guðmundur sá hann liggja hjá sér í rúminu og fékk ekki svefnfrið fyrir honum og kvartaði undan þessu á morgnana. Að lokum fór Kolbeinn, faðir hans, út að leiði karlsins, talaði yfir honum og rak nagla í kross, í hornin og miðjuna. Eftir það varð Guðmundur ekki var við hann.

Boli að láni
Nátengdar draugasögunum eru sögur af huldufólki. Guðmundur segir söguna af því þegar kýrnar á Bíldsfelli voru reknar norður með Sogi en boli á öðru ári var hafður með þeim. Um kvöldið fannst bolinn hvergi og getgátur voru uppi um að hann hann hefði farið í Sogið.

Útlljótsvatn

Úlfljótsvatn – fjárborg.

Ári seinna, þegar kýrnar voru sóttar á sömu slóðir, var bolinn með þeim, en mun stærri en hann hefði átt að vera eftir þennan tíma. Fólkið þóttist vita að boli hefði verið hjá huldufólki sem hafi þurft á honum að halda.
Segja má að viðhorf fjölskyldunnar frá Úlfljótsvatni gagnvart draugum og huldufólki einkennist einna helst af virðingu fyrir því sem ekki er vitað hvað er. Það er látið liggja á milli hluta hvort einhver óútskýranlegur atburður sé draugur eða ekki, en yfirleitt er sagt að „einhver hafi orðið var við eitthvað“ sem má svo túlka á hvaða veg sem er.
Greinin er unnin upp úr lokaritgerð höfundar til BA-gráðu við Háskóla Íslands.“

Heimild:
-Fréttarbréf Ættfræðingsfélagsins; Hjátrú og kynlegir kvistir, Elva Brá Jensdóttir, 3. tbl. 01.09.2013, bls. 10-11.
Úlfljótsvatn.

Selvogsgata

Í „Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð 1989“ er m.a. fjallað um Kerlingarskarðsveg, Grindaskarðsveg, tóftina í Helgadal og hellana í Setbergs- og Hamarskotsseli. (Hafa ber í huga að um tvo aðskilda vegi er um að ræða, að hluta a.m.k. Selvogsgata (Suðurferðavegur) lá um Grindarskörð, millum Hafnarfjarðar og Selvogs, en Kerlingaskarðsvegur lá af Selvogsgötu ofan hellunnar um Kerlingarskarð að Hlíð við Hlíðarvatn. Út frá honum lá Stakkavíkurvegur að Selskarði.)

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur.

„Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindarskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. …Frá Hafnarfirði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrans. Að því slepptu er komið á moldargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur.

Setbergssel

Op Ketshellis (Selhellis).

Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifaholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt og vildi gólfið blotna, þegar fé kom brynjað inn. Skal nú haldið áfram ferðinni. Þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið kringum, á hægri hönd. Fyrst er Sléttuhlíð, þá Smalaskáli ofar og austar.

Smyrlabúð

Smyrlabúð.

Þegar Brunann þrýtur, til vinstri, er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð. …Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klapparhraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppssprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. [Þar er Helgadalsrúst.] …

Tröllin á Valahnúkum

Tröllin á Valahnúkum. Helgafell fjær.

Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norðan af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali, Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp frá Myngludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið er yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr braunanum, og eru þar Kaplatór.

Selvogsgata

Grindarskarðsgata á Hellum.

…Frá efri Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst.

Kerlingarskarð

Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði,

Þegar komið er undir efstu brekkuna er dalverpi lítið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í tíð brennisteinsvinnslunnar í Brennisteinsfjöllum, og var „sæluhús“ þeirra, sem fluttu brennisteininn á hestum til Hafnarfjarðar. Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðsvegur.

Mygludalir

Mygludalir.

Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helst lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingaskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

…Hæsti hryggur fjallsins er mjór, og fer rétt strax að halla austur af, en ekki er það unfanhald langt, svo sem hálfrar stundar gangur, þar til landið liggur jafnhátt, og nær það að Hvalhnjúk og Ásum. Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá. Er það harungjá mikil, sem hraun hefur runnið efir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er [Kóngsfell]. Þar komu saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu. Þegar komið er austur að fjallshryggnum er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriða, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. …“

Grindaskarðsvegur

Grindarskörð

Grindarskarðsvegur.

„Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafni Grindarskarðs- eða Kerlingarskarðsvegur.

Selvogsgata

Selvogsgata.

Frá Hafnarfirfði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrauns. Að því slepptu er komið á mordargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur. Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárbólk frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt og vildi gólfið blotna, þegar féð kom brynjað niður. Skal nú haldið áfram ferðinni. þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið í kringum, á hægri hönd. Fyrst er [Sléttahlíð], þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður, en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð.

Setbergsselshellir

Í Setbergshelli.

…Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klappahraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppsprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár.

Selvogsgata

Selvogsgata – Helgafell fjær t.v. og Valahnúkar t.h.

…Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norður af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali. Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp úr Mygludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr brunanum, og eru það Kaplatór. …Frá Efri-Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið [norðan Konungsfells. Þaðan er vegurinn varðaður niður að Litla-Kóngsfelli og áfram niður í Strandardal]…

Helgadalur – tóft

Helgadalur

Helgadalstóftin – uppdráttur ÓSÁ.

„Tóft eru í dal sem heitir Helgadalur og er skammt frá Skúlatúni, sjá garð, og liggur Grindarskarðsvegur um dalinn hjá rústinni.

Helgadalur

Helgadalur – tóftin t.h.

Ekki [er] ljóst í landi hvaða jarðar þessi dalur er en þetta er ekki langt frá Hafnarfirði. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. En hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni [má] sjá ógjörla dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér aðeins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverju frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið.“

Hamarkotssel – Setbergssel – Ketshellir/Kershellir/Kjötshellir

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

„Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi ar nærri sem heitir Sléttahlíð hjá helli nokkrum og skulu þar kallast enn í dag Hamarskotssel.“ „Í Sléttuhlíð var Hamarskotssel hjá helli skammt upp í hrauni, nefnt á hellum.“

Setbergssel

Setbergssel. Helgafell fjær.

„Selstöðu á jörðin [Setberg] þar sem heitir Kietsheller, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema í gjá, sem sólhiti bræðir.“ „Úr Gráhellur liggur línan í Setbergssel. …Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Ketshellirinn liggur örlítið hærra, og er [þar] líka að finna seljarústir og selgerði, og meira er hér um rústir. Ketshellirinn er jarðfall, 20 metra að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum er afhellir, nefnist hann síðan um 1910 Hvatshellir.“ „Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifsholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárskjól frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeist mest stunduð…“ „Upp í grasivöxnu holti við jaðar Gráhelluhrauns.“ …þar til kemur að Hánefi, innst í hlíðinni og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Ketshellir, Kershellir og Kjötshellir.“ „Um 20 m langur og 3-4m breiður hellir með bogadregnu þaki. Lofthæð í miðjum helli/göngunum 1.6-2.2m. Í miðjum hellinum hefur verið hlaðið skilrúm. Op er í báðum endum og hefur verið hlaðið upp í þau til að þrengja þau.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Op vesturenda er um 2m breitt að neðan en mjókkar upp í 1.1m að ofan. Hæð er um 2.1-2.2m. Aðdragandinn að inngani er nokkuð brattur. Og austurenda er um 1.3 að neðan en 80cm að ofan. Hæð er 195. Aðdragandi að inngangi er nokkuð brattur. Mikil sauðaskán er á gólfi þó mun meira austan skilrúmsins þar sem hæðarmismunur er um 30cm. Heðsla í A enda er S laga og myndar e.k. göng eða skjólgarð utan við sjálft opið. Hleðslan er um 7m löng. Þar sem nú er hæst er hún 180cm en lækkar í 70cm. Ofan á þessa hleðslu hafa verið lagðar nokkrar stórar hellur sem mynda þak milli hleðslu og hellis. Hleðsla í V enda myndaði um 90° horn, þ.e. að hluta til göng eins í hellinn og að hluta til að loka hellismunnanum. Hæð nú 120[cm] en hæð hellismunnans er 180[cm]. Breidd 290-300cm, lengd (í inngangi) 240 cm. Skilrúm er 370[cm] breitt. Hæð eins og hún er nú austan megin 120cm og niður í 73cm. Grunnur hellisins er örlítið bogadreginn til suðurs. Elísabet Reykdal segir að þessi hellir hafi alltaf verið kallaður Kjetshellir, en Gísli Sigurðsson kallar han Selhelli, en segir Kjetshelli vera helli skammt frá sem Elísabet kveður heita Hvatshelli. Hellinum var skipt milli Setbergs og Hamarskots.“

Sjá meira um hellana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 274-276.
-Árbók 1993-48, 96-99.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 276-277.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 278.
-Árbók 1908, 10-11.
-JÁM III, 174-175; Ö-Garðakirkjuland, 5.
-Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði, 72.
-Árbók 1943-48, 96.

Grindaskarðsvegur

Grindarskarðs- og Kerlingaskarðsvegir.

Skansinn

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2013 fjallar Guðfinna Ragnarsdóttir m.a. um „Óla Skans„.

Óli Skans, Óli Skans
ógnar vesalingur Vala hans, Vala hans
Veit nú hvað hún syngur…
Óli hlaut, Óli hlaut
auman reynsluskóla.
Vala braut, Vala braut
viðbeinið í Óla.
Óli, Óli, Óli skans.
Voðalegur vargur er hún
Vala konan hans.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Allir kannast við þessar ljóðlínur. En hver var hann þessi Óli Skans?
Fullu nafni hét hann Ólafur Eyjólfsson og var sonur hjónanna Eyjólfs Jónssonar (1794-1861) og Málfríðar Ólafsdóttur (1804-1875) en þau bjuggu á Skansinum á Álftanesi. Ólafur var fæddur 26. nóvember 1842 og lést 11. júní 1914.

Skólanaust

Skólanaust við Skansinn.

Skansinn var hjáleiga frá Bessastöðum. Þar var einnig lendingin frá Bessastöðum. Skansinn var gamalt virki, kringlóttur, upphlaðinn garður fyrir fallbyssur fógetanna á Bessastöðum „og til skamms tíma voru kúlur úr byssum þessum uppi á lofti í Bessastaðakirkju“ segir í bókinni Sjósókn – Endurminningar Erlends Björnssonar Breiðabólsstöðum. Endurminningarnar voru skráðar af Jóni Thorarensen og gefnar út í Reykjavík 1945.
Á Skansinum, segir Erlendur enn fremur, var lítil torfbaðstofa með þili á suðurgafli. Túnbleðillinn fóðraði eina kú.

Niðursetningur að norðan

Skansinn

Skansinn og bær Óla skans.

Málfríður Ólafsdóttir, móðir Óla Skans, var ættuð að norðan. Hún er sögð niðursetningur á Litla-Vatnsskarði Holtastaðasókn í Húnavatnssýslu árið 1816. Hún fermdist 1819 frá sama stað. 1835 er hún komin suður og er þá á Hvaleyri í Garðasókn í Gullbringusýslu. Í Mt. 1845 er hún húsfreyja á Skansinum við Bessastaði og 1860 er hún sögð sjómannsfrú á sama stað.
Eyjólfur, faðir Óla Skans, er sagður fósturpiltur í Káraneskoti í Meðalfellssókn í Kjós í Mt. 1801, hann er léttadrengur á Reynivöllum í Reynivallasókn í Kjós árið 1816 og tómthúsmaður og veiðimaður á Hvaleyri í Garðasókn 1835 og sjómaður á Skansinum við Bessastaði 1860.

Lífsglaður
SkansinnÍ endurminningum sínum lýsir Erlendur Ólafi þannig: „Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur, dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt, en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með frekar ljósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenjulega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifnaðarmaður hinn mesti, kátur, fjörugur og lífsglaður, en enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið alkunna danslag, sem allir þekkja, en vísan er svona:

„Óli Skans, Óli Skans,
er nú hér á róli.
Fía hans, Fía hans
fær hjá honum skjólið.
Óla er kalt á kinnunum
Fía vill ei orna´honum.
Fram í eldhús til hennar
tíðum leggur göngurnar.

Bessastaðir

Bessastaðir – Skansinn; skilti.

Ekki stemmir þessi gamla vísa við þá romsu sem við syngjum og ekki er gott að vita hver þessi Fía er sem ekki vill orna honum um kinnarnar. Eftir því sem ég best fæ séð átti Ólafur aðeins eitt barn, og ekki var móðir þess nein „Fía“. Og Vala kemur heldur hvergi við sögu.“

Málfríður Ólína
Barnsmóðir Ólafs var Ragnheiður Illugadóttir var fædd 1855. Ragnheiður var langömmusystir mín. Hún lést 62 ára gömul, árið 1917, og hvílir í merktu leiði í Garðakirkjugarði á Álftanesi. Í Íslendingabók er hún er sögð lausakona og bústýra, lengst af í Hafnarfirði. Hún var ein fjögurra systra frá Skógtjörn á Álftanesi.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur.

Foreldrar hennar voru Illugi Árnason (1806-1865) og Halldóra Gamalíelsdóttir (1820-1894). Þau bjuggu á Skógtjörn og Svalbarða á Álftanesi.
Dóttir Ólafs og Ragnheiðar fékk nafn föðurömmu sinnar og föður og var skírð Málfríður Ólína Lára. Hún var fædd 2. nóvember 1877 í Lásakoti á Álftanesi. Þegar hún fæðist eru báðir foreldrar Óla Skans látin og sömuleiðis Illugi faðir Ragnheiðar. Aðeins móðuramman Halldóra er á lífi, en hún virðist hvergi koma hér við sögu.

Hjá pabba sínum

Skansinn

Bessastaðir – Skansinn.

Þau Ólafur og Ragnheiður hafa ekki átt mörg ár saman, því í mt 1880, þegar Málfríður Ólína litla er aðeins tveggja ára, er hún á framfæri föður síns sem þá er í Hlíð á Álftanesi. Ragnheiður virðist fljótt hafa leitað á önnur mið og 14. júlí 1881, þegar Málfríður Ólína er á fjórða árinu, á hún soninn Níels Níelsson með dönskum sjómanni. Sá sonur dó erlendis, úr spönsku veikinni, árið 1918. Síðan virðist hún hefja sambúð með Sigurði Ólafssyni, húsmanni í Hafnarfirði. 1884 og 1886 eiga þau Ragnheiður og Sigurður svo dæturnar Jóhönnu, sem dó strax, og Halldóru. Í mt. 1890 er Ólína 12 ára og er þá til heimilis í Hraunprýði í Garðasókn, hjá móður sinni, 30 ára, og Sigurði sambýlismanni hennar, 50 ára, ásamt Halldóru, sem þá er 4 ára og Níelsi sem er 9 ára. Halldóra flutti til Noregs, var tvígift og átti amk 10 börn.

Skansinn

Ljóðið um Óla skans.

Hvenær sambúð þeirra Ragnheiðar og Sigurðar lauk veit ég ekki, en 1895 á Ragnheiður dótturina Júlíönu Guðmundínu með Guðmundi Jónssyni, ættuðum úr Borgarfirði. Júlíana var húsfreyja á Litlu-Strönd í Rangárvallasýslu. Hún lést 1945 aðeins fimmtug að aldri. Hún mun hafa átt tvo syni. [Saga þeirra sona kann að vera áhugaverð].

Liðlegur sjómaður

Um Ólaf kvað faðir skrásetjarans, Erlendur, efirfarandi vísu:
Eyjólfs greiða kund við kjörum,
kola og seiðum fargar sá.
Ólafur skeiðar Skans úr vörum
skeljungs breiðan völlinn á.
Og Erlendur heldur áfram: „Ólafur þessi var vinnumaður nokkur ár hjá móður minni, og var hann einn fyrsti háseti hjá mér, er ég byrjaði formennsku. Hann var liðlegur sjómaður, og féll mér ágætlega við hann.“

Holdsveiki
Skansinn
Af einkabarni Ólafs, Málfríði Ólínu, er það að segja að hún flutti til Reykjavíkur 1895 og giftist þar árið 1900 Jóhannesi Kristjánssyni, sem ættaður var úr Borgarfirði.
Í mt 1901 býr hún á Smiðjustíg 4 í Reykjavík, ásamt Jóhannesi manni sínum, og eins árs barni þeirra. Í fyllingu tímans eignuðust þau Ólína og Jóhannes sjö börn og er stór ættbogi frá þeim kominn.
LaugarnesAf Ólafi er það að segja að í mt 1890, þegar Málfríður Ólína er hjá móður sinni, stjúpa og hálfsystkinum í Hraunprýði, er hann vinnumaður í Landakoti á Álftanesi. En einhvern tíma á næsta áratug veikist hann af holdsveiki og flytur til Reykjavíkur 1898. 1901 er hann skráður sjúklingur á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi. Þar er hann enn í mat 1910 og þar kveður hann þetta jarðlíf 11. júní 1914. Þá hafði Málfríður Ólína, einkadóttir hans, nýlega eignast sitt sjöunda og síðasta barn. Málfríður Ólína lést 77 ára gömul 29. maí 1954.

Skansinn

Skansinn 2020.

Hvort hann Óli Skans, þessi fyrrum káti, fjörugi og lífsglaði maður, sem holdsveikin lék svo grátt, leit barnabörnin sín nokkurn tíma augum, fer engum sögum. Hann er orðinn veikur maður þegar það elsta fæðist og umgengnin við holdsveika var í algjöru lágmarki.
En trúlega munum við öll, eftir þennan lestur, skyld sem óskyld, minnast hans og örlaga hans, þegar við tökum sporið, dönsum og syngjum hástöfum Óli Skans, Óli Skans…“.

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins; Óli Skans, Guðfinna Ragnardóttir, 3. tbl. 01.09.2013, bls. 14-15.
Ættriðngafélagið

Grindavík

Í Sjómannadagsblaðinu 1976 er fjallað um „Grindavík – hina dæmigerðu verstöð„.

Grindavík„Ef maður ætti að stinga upp á dæmigerðri sunnlenskri verstöð að fornu og nýju, kæmi nafn Grindavíkur fljótlega upp í hugann. Haugabrim, grýtt lending og saltur stormurinn vælir í hraunum og gjótum. Manneskjurnar, stórhentir menn, svipmiklar konur og glaðvær börn, og búsmalinn nagar sölt stráin sem þar eru sverari í rótina en annarsstaðar, eins og hann Jón í Möðrudal orðaði það. Svo koma umskiptin. Stór og falleg hús, höfn, viðlegupláss fyrir hundrað skip, félagsheimili og hitaveita og þegar vindurinn blæs og hann hífir upp sjó, er skjól í höfninni fyrir næðingnum, skjól í húsunum og búfé sést naumast lengur.
Saga Grindavíkur er líklega jafnlöng sögu íslensku þjóðarinnar eftir að land byggðist. Það kemur af sjálfu sér. Til þess þarf engar bækur, aðeins heilbrigða skynsemi. Fiskur fyrir landi og útræði voru vandfundin; annars segir svo í Landnámu: „Maður hét Hrólfur Höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir.
Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.

Hóp

Líkleg bólfesta fyrsta landnámsmannsins í Grindavík.

Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt, áður en jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldvelli. En Vémundur, sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn.“

Grindavík

Grindavík 2000.

[Frá Hrossagarði sigldu þeir til Grindavíkur og settust þar að, Molda-Gnúpur og fylgdarlið.]
Það fylgir ekki sögunni hvaða búskaparhættir voru stundaðir í Grindavík [fyrrum], en maður getur sér þess til að þeir hafi verið með líkum hætti og annarsstaðar við sjávarsíðuna, sjóróðrar og kvikfjárrækt. Sé á hinn bóginn gripið til þess að geta í eyðurnar, tekur varla betra við.
Stöðum eins og Grindavík, mannlífi fornmanna þar yrði betur lýst í tónverki eða ljóði. Einu má þó slá föstu, að þar hefur fólk búið allar götur síðan og þvílíku ástfóstri hafa menn tekið við þennan stað, að búseta hefur aldrei niður fallið [utan jarðeldaáranna 1150-1270].

Grindavík

Grindavík 1958.

Til er örstutt lýsing á Grindavík, rituð fyrir meir en fjórum áratugum af norðlenskum bónda, Jóni Sigurðssyni á Ystafelli en hún hljóðar svo: „Grindavík er sunnan á (Reykjanes) skaganum vestanverðum og mjög langt er til næstu byggða. Þar er haglendi nokkurt, en engjar eru litlar. Hraun ganga allsstaðar í sjó fram, með smáhöfðum og vogum á milli, en ofan við byggðina mörg smáfell og núpar. Þykir fagurt í Grindavík. Bæir standa hér í þorpum margir saman, þar sem helst eru lendingar. Er útræði aðalbjargræði manna, þó að brim séu mikil og nægð af skerjum og boðum fyrir landi. Þó eiga Grindvíkingar allmargt sauðfjár.

Grindavík

Grindavík – brim.

Oft rekur dauðan fisk í Grindavík. Eru brimin svo sterk, að fiskar ráða ekki ferðum sínum á grunnsævi, og rotast á boðum og skerjum. Eitt sinn t.d. urðu fjörur rauðar af karfa eftir stórbrim. Slíkur reki var algengur víða sunnanlands.
Skálholtsbiskupar höfðu öldum saman aðalútræði úr Grindavík. Svo voru þeir voldugir, að þeir fengu þar kaupstað settan vegna skreiðar sinnar, þó að afskekkt væri og hafnlaust að kalla.“
Svona kemur hinum greinda norðlenska bónda Grindavík fyrir sjónir og má aetla að svipuð hafi myndin verið í huga landsmanna fyrr á tímum.

Grindavík

Grindavík 2020.

En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var ritað. Grindavík, eins og hún er í dag, er nýtískubær, malbikaður vetur um Suðurnes og til Reykjavíkur, banki, sýsluskrifstofa og hvaðeina, sem þarf til þess að reka nýtísku bæjarfélag og höfnin er bæði stór og fullkomin, þótt skip ráði nú ekki alltaf ferðum sínum inn og út, eins og fiskurinn forðum.
En þrátt fyrir allt, þá er nú ekki lengra síðan en svo að menn báru fisk upp úr skipum [á baki] við klappir og garða að menn á góðum aldri réru í sínu ungdæmi úr grýttri vör.

Atvinnuvegir Grindvíkinga
Grindavík
Í ágætri grein sem Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri, ritaði um Grindavík í Sveitarstjórnarmál árið 1974 segir hann þetta um atvinnu Grindvíkinga; „Upp úr síðustu aldamótum færðist landbúnaðurinn frekar í aukana, og var þá farið að auka ræktun túna.
ÞórkötlustaðanesEftir 1920 þótti t.d. sjálfsagt að nota landlegudaga, sem oft voru margir, til að skera ofan af ræktanlegu landi og gera úr því tún. Verkfæri voru ristuspaði, skófla og haki. Til sömu tíðar jókst og útgerðin, og um 1920 munu 24 bátar hafa verið gerðir út frá Grindavík frá hinum 3 aðallendingarstöðum í hreppnum, sem þá voru í Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi.
Sem áður er sagt, voru árabátar notaðir frá landnámstíð allt til ársins 1926. Þá fyrst voru vélar settar í 2 báta, sem notaðir voru á vetrarvertíð, og hétu þeir eftir það trillubátar. Þetta lánaðist svo vel, að í árslok 1927 var búið að setja vélar í alla báta í hreppnum nema einn. Á vetrarvertíð árið eftir mátti segja, að trillubátaöldin væri gengin í garð í Grindavík, þar sem þá voru allir bátar komnir með vél.
ÞórkötlustaðanesEins og allir vita, liggur Grindavík fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengur óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkast þess vegna löngum af því, að hægt væri að setja þá á land. M.a. af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna í báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafnarskilyrði voru betri frá náttúrunnar hendi.
Fljótlega upp úr aldamótunum komu spil til sögunnar til að draga bátana á land. Spil þessi voru smíðuð úr tré, og gengu menn umhverfis þau og sneru þeim þannig, að dráttartaugin vatst upp á lóðrétt kefli. Spil þessi voru seinna endurbætt, svo að hægt var að nota þau við setningu trillubátanna, og síðan voru þau látin duga til að draga dekkbátana, sem voru 7-8 lestir að stærð.

Húsatóftir

Húsatóftir og Grindavík – uppdráttur frá einokunarverslunartíma Dana. Enn má sjá minjar dönsku verslunarinnar neðan við Húsatóftir.

Sem sögur herma, mun kóngsverzlun hafa verið í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, en hana tók af í náttúruhamförum. Þessi staður mun því frá upphafi hafa verið talinn líklegust lega fyrir báta. Af þeim sökum mun útgerð dekkbáta fyrst hafa verið reynd frá Staðarhverfinu, og á árunum 1920-24 voru 2 dekkbátar gerðir út þaðan, en sú útgerð lagðist þó niður af ýmsum ástæðum.
GrindavíkUpp úr 1930 er svo farið að dekka síærri trillubátana og olli það vaxandi erfiðleikum við að setja þá með þeim frumstæðu spilum, sem áður er lýst. Varð það til þéss, að menn fóru að gera þvi skóna að grafa ós í gegnum rifið, sem lokaði Hópinu í Járngerðarstaðahverfi, og menn sáu að gæti orðið gott skipalægi, hvernig sem viðraði.
Á árinu 1939 er svo ráðizt í að grafa ósinn með handverkfærum og eftir þá framkvæmd gátu þeir bátar, sem þá voru til, komizt inn í Hópið á hálfföllnum sjó og fengið þar örugga legu. Árið 1945 var fengið dýpkunarskip, sem Reykjavíkurhöfn átti til að grafa ósinn, og má þá segja, að útgerðarsaga Grindavíkur í nútímastíl væri hafin. Síðan hefur nær óslitið verið unnið að endurbótum í Hópinu og hamarmannvirki verið byggð, svo að nú er Grindavíkurhöfn orðin ein öruggasta bátahöfn á landinu. Innsiglingin (sundið) er þó enn eins og á dögum Molda-Gnúps, erfið og varasöm. Gengur úthafsaldan óbrotin inn á grynningar í víkinni, og verður hún stundum ein samfelld brimröst, sem engri fleytu er fært um. Með stærri og betri skipum verða landlegudagar vegna brima þó sífellt fátíðari.
GrindavíkÁ árunum 1939-1942 varð mikill afturkippur í athafnalífi og þróun Grindavíkur. Voru þar að verki áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari 1939-1945, sem þá geisaði. Markaðir lokuðust fyrir fisk í Miðjarðarhafslöndum Evrópu þegar í byrjun stríðsins, svo að saltfiskurinn, sem var aðalframleiðslan, lá óseldur fram eftir ári 1939. Þegar svo úr rættist í árslok og Bretar fóru að kaupa allan saltfisk af Íslendingum og síðan alla okkar fiskframleiðslu til stríðsloka, var hin svokallaða setuliðsvinna komin til sögunnar. Mannaflinn fór í hana, en útgerð dróst mjög saman. Ýmsir fluttu þá í burtu og fólkinu fækkaði. Þetta lagaðist þó aftur fljótlega upp úr 1945 með tilkomu betri hafnarskilyrða í Hópinu, sem áður er getið.

Grindavík

Grindavík – Málverk Lindu Oddsdóttur.

Landbúnaður var lengst af annar aðalatvinnuvegur Grindvíkinga og stundaður af kappi fyrst og fremst sem hliðargrein við sjávarútveginn.
Upp úr síðustu aldamótum færðist svo nýtt fjör í búskapinn með aukinni ræktun túna, eins og fyrr er sagt. Samkvæmt landbúnaðarskýrslum er búfjáreign Grindvíkinga árið 1930 63 nautgripir, 2781 sauðkind og 67 hross. Árið 1940 eru samsvarandi tölur 92 nautgripir, 2857 sauðkindur og 51 hross, og virðist búskapur þá vera í hámarki.

Grindavík

Grindavík – innsiglingin í Hópið.

Eftir að höfn er byggð í Hópinu og grundvöllur skapaðist fyrir útgerð stærri báta, má segja, að mikil breyting verði á atvinnuháttum hreppsbúa. Fleiri og fleiri fara að byggja afkomu sína eingöngu á útgerð og fiskiðnaði, en landbúnaði hrakar til sömu tíðar. Árið 1945 virðist þessi neikvæða þróun vera hafin, en þá eru 80 nautgripir, 2386 sauðkindur og 78 hross til í hreppnum. Nautgripum fækkaði mjög á næstu árum, og 1963 er síðustu kúnni fargað. Enn er þó sauðfjárrækt nokkuð stunduð, en aðallega af eldri mönnum í hjáverkum. Nú eru 1429 sauðkindur og 26 hross í hreppnum og fækkar með hverju ári.“
Ennfremur hefur bæjarstjórinn þetta að segja um byggðaþróun í Grindavík, í sömu grein:

Íbúa- og byggðaþróun
GrindavíkGrindavík er talin frá ómunatíð hafa verið í 3 hverfum: Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Þorkötlustaðahverfi austast. Milli þessara hverfa voru svo taldir einstaka bæir: Húsatóftir milli Staðar- og Járngerðarstaðahverfis. Hóp milli Járngerðarstaðaog Þorkötlustaðahverfis og Hraun rétt austan við Þorkötlustaðahverfi, en Ísólfsskáli nokkru austar. Krýsuvíkurhverfi var einnig tilheyrandi Grindavíkurhreppi allt til ársins 1936, að hluti af Krýsuvíkurlandi var lagður undir Hafnarfjarðarbæ.

Grindavík

Grindavík – Staður 1927.

Sögur herma, að í öndverðu hafi helztu jarðir í hreppnum verið Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir og Hraun. Með nýjum og nýjum kynslóðum í aldanna rás skiptust heimajarðimar, og bændum, þ.e.a.s. jarðeigendum, fjölgaði, og jarðir urðu fleiri og smærri. Einnig hafa jarðirnar gengið kaupum og sölum, ýmist verið konungs-, kirkju- og síðar ríkisjarðir eða bændajarðir. Nú eru lóðir og lendur í hreppnum ýmist í eigu ríkis, sveitarfélags eða hinna ýmsu landeigenda.
Frá landnámstíð og allt framá þessa öld var íbúunum gjarnan skipt eftir því, hvort þeir áttu land eða voru landlausir. Þeir, sem land áttu, nefndust bændur, en hinir þurrabúðar- eða tómthúsmenn. Eftir að þéttbýliskjarnar fóru að myndast fyrir alvöru, leið þessi skilgreining undir lok.
GrindavíkByggðin var frá upphafi í þremur hverfum, eins og oft hefur verið að vikið. Risu þessi hverfi umhverfis lendingarstaðina. Tók enginn lendingarstaðurinn öðrum fram, svo að nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir byggðaþróunina. Ibúafjöldinn hefur því ráðizt af öðrum ástæðum, s.s. framtaki fólksins, húsakosti o.s.frv.
Árið 1890 er tekið manntal í Staðarprestakalli, þ.e.a.s. í Grindavíkurhreppi að Krísuvík undanskilinni. Þá eru samtals 302 íbúar í sókninni. I Staðarhverfi búa þá 63 íbúar, í Járngerðarstaðahverfi 145 og í Þorkötlustaðahverfi 94 íbúar.
Grindavík
Með byggingu hafnar í Hópinu í Járngerðarstaðahverfi skapast fyrst þær breyttu aðstæður, sem valda því, að útgerð leggst með öllu niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfunum og hefur fljótlega þau áhrif, að byggðin dregst saman á þessum stöðum og þó sérstaklega í Staðarhverfinu, sem er fjær. Enda fór svo, að Staðarhverfið fór fljótlega í eyði.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið 1939.

Lengst var búið á Stað eða til ársins 1964. Örlög Þorkötlustaðahverfis urðu nokkuð á annan veg. Byggð hefur að vísu ekki aukizt síðan höfnin var gerð, en heldur ekki minnkað verulega, sumpart mun þetta stafa af tiltölulega lítilli fjarlægð frá höfninni og sumpart af því, að hraðfrystihús var reist þar árið 1946 og veitti mikla atvinnu, einmitt um sama leyti og róðrar lögðust niður frá hverfinu sjálfu.
Eins og áður er getið, stóðu atvinnuvegir með nokkrum blóma á fyrstu áratugum þessarar aldar og fjölgaði íbúunum þá nokkuð. Árið 1900 eru íbúarnir 357, og árið 1938 eru þeir orðnir 553.

Camp Vail

Grindavík – Camp Vail á Þorbirni.

Á stríðsárunum kom svo afturkippurinn, sem áður er lýst, svo að árið 1945 er íbúatalan komin niður í 489. Það er svo ekki fyrr en 1950 sem íbúatölunni frá 1938 er aftur náð eða því sem næst. Eftir það heldur fjölgunin áfram jafnt og þétt, þannig að árið 1960 eru íbúamir 734, fimm árum síðar eru þeir orðnir 913, og árið 1968 fara þeir yfir 1000. Árið 1970 voru þeir 1169, hinn 1. desember 1973 voru Grindvíkingar 1456, og nú, hinn 1. desember 1974 munu þeir vera alveg um 1600.
Einsog sést af framansögðu fer íbúatala Grindavíkur nú ört vaxandi og aðkomumenn eru þar margir svo að segja allt árið, því höfnin er mikið notuð til fisklöndunar á öllum árstímum, skip vilja spara sér siglingu til Faxaflóahafna með fisk sem fenginn er fyrir sunnan Reykjanes.
Sjómannadagurinn hefur ávallt verið hátíðisdagur í Grindavík. Það er ekki nein sérstök tilviljun að Sjómannadagsblaðið minnist Grindvíkinga sérstaklega. Það hefur staðið til lengi. Grindvíkingar hafa haldið uppi merki sannrar sjómennsku í þessu landi og ritnefndin sendir þeim sérstakar árnaðaróskir þennan dag.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 11. tbl. 01.06.1976; Grindavík – hin dæmigerða verstöð, bls. 9-17.
Sjómannadagsblaðið

Húshólmi

Í Austra, 32. tbl. 20.11.1896, er m.a. fjallað um „Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg)„.

Thule

Pýþeas (330-320 f. Kr.). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendurPýþeas (330-320). Vafalaust hefur Grikkjum borist til eyrna frásagnir af ferðum Fönikíumanna til ókunnra landa í norðri. Hann var sendur í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í villu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?). í leiðangur norður á bóginn á vegum borgarráðsmanna Massalíu. Lýsingar hans um hið leyndardómsfulla Thule hafa varðveist í verkum síðari höfunda, en þó ekki án tortryggni. Polybíus (um 140 f. Kr.) kemst svo að orði að Pýþeas ,,hafi leitt marga í imagevillu með því að segja að hann hafi farið fótgangandi kringum Bretland og komist að þeirri niðurstöðu að strandlengjan væri 40.000 stadíur.“ Pýþeas víki einnig að ,,Thule þar sem ekki var lengur um neitt raunverulegt land, sjó né loft að ræða, heldur sambland þessa alls ásamt marglitum þar sem hvorki væri unnt að ganga eða sigla eða festa hönd á neinu“ (Saragossahafið?).

“ Í landfræðissögu Íslands eptir dr. Þorvald Thoroddsen er minnzt á sagnir þær um Thule, sem finnast hjá hinum fornu rithöfundum Grikkja og Rómverja, og verður niðurstaða höf. sú, að það megi heita fullsannað, að Thule sé ekki Ísland. Þó eru þar eigi hraktar röksemdir pær, sem getið er um, að Þórður biskup Þorláksson hafi fært fram því til sönnunar, að Ísland og Thule væri sama land, nl. 1. breiddarstig þau, er fornir höfundar (Ptolemæus landfræðingur) nefna í sambandi við Thule. 2. fjarlægðin frá Bretlandi. 3. lengd dagsins um sumarsólstöður. Breiddarstig þau, er Ptolemæus nefnir til að ákveða hnattstöðu Thule, standa reyndar eigi heima við það sem vér vitum nú um Ísland, en benda þó á miklu norðlægara land en Hjaltland, með því að Færeyjar liggja um 62 breiddarstig, svo að eptir tali Ptolem. verður Thule á milli Íslands og Færeyja: Það bendir líka á, að Thule sé fjarlægara Bretlandi (hinu mikla) en Hjaltland er, að Pypeas segir: „að Thule sé sex daga sigling frá Bretlandi til norðurs, nálægt hinu forna hafi“ og þótt hann hafi talið Thule með hinum brezku löndum (eyjum), þá sannar það ekki gegn hinu, að hann hafi hugsað sér það nálægt Bretlandi, (og þarf ekki að pýða annað, en að hann hafi skipað öllum eyjum í norðurhöfum í einn flokk og kent hann við eina stærstu og merkustu eyjuna. En mesta og bezta sönnun þess, að með Thule sé ekki upphaflega átt við Hjaltland, er þó lengd dagsins þar. Ptolemæus segir, að hann sé 20 stundir lengstur, en Pomponius Mela, Plinius, og Solinus segja einum rómi, að um sumarsólstöður séu þar (nærri) engar nætur. Þetta getur ekki átt við önnur lönd norður frá Bretlandi en Ísland eða norðurhluta Noregs, og getur vel verið, að menn hafi slengt þeim löndum saman undir nafnina Thule, sem haft var til að tákna það sem „yzt var í heiminum“ og „nyrzt af öllum löndum sem nefnd eru“ eða, eins og dr. p . Th. kemst að orði: „hin norðlægustu endimörk jarðarinnar, eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt útí hafsauga“ (Lfrs. 10. bls,)

Thule

Thule á fornu korti.

Eins og hann segir á öðrum stað (13. bls.,) „kallar aðalfjöldi fornra höfunda það allt Thule, sem er ókunnugt í norðri“ en eptir því sem þekking manna á Norðurlöndum jókst, hefir hver rithöfndur um sig sett hið óákveðna Thulenafn á þau lönd, er láu nyrzt þeirra, er þeir þekktu með vissu, og því nefnir Tacitus Hjaltland þessu nafni, en Prokopius kallar svo Kjalarskagann (Noreg og Svípjóð) og Dicuilus Ísland, eptir að írar höfðu fundið það. Þar sem Plinius hefir það eptir Pypeasi, að daguriun á Thule sé 6 mánaða langur og nóttin jafnlöng, þá eru það líklega aðeins öfgar um hinn bjarta sumartíma og dimma vetrartíma í norðurheimi, eða Pypeas hefir annars haft vitneskju af miklu norðlægari löndum en Íslandi. Eins og dr. p . Th. tekur fram, mun frásögnin um ferðir Pypeasar vera umsnúin og aflöguð og er því ófært að draga nokkra ályktun um það, að Thule sé ekki Ísland, af lýsingunni á lífi þeirra, „sem nálægt kuldabeltinu búa“ (6. bls.), því að það er alls ekki sagt, að þeir búi á Thule, og Strabon vill einmitt greina það frá hinum byggðu löndum, t. d. Bretlandi og Írlandi (sjá 5. bls.) svo að líklegast virðist, að ekki hafi verið hægt að sjá af ferðasögu Pypeasar, hvort nokkur byggð væri á Thule eða eigi, eða hvort hann hefir gjört nokkurn glöggan greinarmun á Thule, sem var „yzt í heiminum“ og öðrum stöðum þar nyrðra, með því að Strabon nefnir hvað eptir annað: „ Thule og þá staði“. „Thule og aðra staði þar og langt í norðurátt.

Thule

Thule fyrrum.

Að hann (Strabon) telur Írland til norðurs frá Bretlandi, gæti ef til vill bent á, að landsins Thule, sem átti að vera enn norðar, væri að leita í sömu átt og til norðurs og vísar það óneitanlega helzt til Íslands.
Nú hefir þetta mál verið vakið að nýju með löngu erindi í Dagskrá I, 15.—18. (Thule, Sólareyjan), og kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að Thule hljóti að vera Ísland; hyggur hann það hafa verið kunnugt Keltum, er hafi kent það við sólina, jafnvel fyrir Krists fæðingu, og byggt af þeim um nokkrar aldir áður en Norðmenn komu hingað.
Þetta mun nú vera bágt að sanna með fullgildum rökum, og þótt Beda (f 735) bendi til byggðar í Thule og siglinga (þangað og) þaðan, þá, er ekki að vita, nema hann hafi þar heimfært Thulenafnið, sem haft var um ókunn lönd nyrzt í heimi, til einhverrar eyjar við Halogaland (er hann mun hafa talið til „Skypíu“, sbr. grein eptir Ólaf Davíðsson í Tím. Bmf. XIV, 138—139. bls.)

Íslandskort

Íslandskort fyrrum.

Hins vegar höfum vér áreiðanlega vitneskju um það (frá Dieuilus), að Írar hafa verið komnir til Íslands seint á 6. öld. (795 eða 796) og er sennilegt, að þeir hafi þá gefið landinu hið forna nafn „Thule“, og það hafi haldizt meðan þeir dvöldu þar, en að mikill hluti landsins hafi verið byggður af þessum „Þýlingum“, þá er Norðmenn komu, er með öllu óvíst, og meira að segja ólíklegt, og ályktanir höf. um flótta þeirra „austur eptir Suður-Íslandi“ fyrir Ingólfi og Hjörleifi virðast gripnar úr lausu lopti. Þeir gátu vel verið farnir áður en Ingólfur kom, því að þeir sem fundu Ísland fyrstir Norðmanna (Naddaður, Garðarr, og Hrafna-Flóki) komu allir að landinu austanverðu, nálægt því svæði, er vér höfum spurn af Pöpum, og þeir Garðarr og Flóki komu jafnvel beint að einni af stöðvum þeirra (Papós), en það þurfti varla annað til að fæla þá burt en að sjá hin norrænu víkingaskip bruna að landinu.

Thule

Thule fyrrum.

Það er með öllu skakkt, að Örlygur hafi farið til Íslands til að byggja Patreksfjörð að tilvísun Patreks biskups í Suðureyjum, heldur segir Ldn., að honum hafi verið vísað til bústaðar á Kjalarnesi, þar sem hann byggði síðan, en öll sú frásögn hefir mikinn helgisögublæ, og er hæpið að álykta af henni, að Patreknr hafi sjálfur komið þangað, er hann á að hafa vísað Örlygi til. Eigi virðist nein ástæða til að halda, að Nátttfari hafi verið keltneskur maður, og er miklu líklegra að hann hafi verið austrænn (sænsknr), því að hann fór út með Garðari, er var sænskur að ætt, og hið fágæta nafn Náttfari finnst einmitt á rúnasteini í Svípjóð (Brate: Runverser, 319. bls. (Nr. 141).).
En þótt ályktanir höf. beri sumstaðar vott um nokkuð mikla fljótfærni, og ekki sé gott að skilja í því, hvernig Thule-nafnið geti haft sömu þýðingu, hvort sem það er leitt af keltnesku, grísku eða norrænu, er grein hans samt fróðleg að mörgu leyti, og gaman að sjá röksemdir hans með því að Thule sé Ísland, og hvað sem öðru líður, hefir hann tekið það réttilega fram, að Írar þeir, sem voru hér fyrir landnám Norðmanna, muni hafa kallað landið Thule, og hafi það því meiri rétt en önnur lönd til þessa nafns“. – J.

Í Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, er fjallað um Thule, „Sólareyjuna“ sem (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum“).

Íslandskort

Ísland – fornt kort.

„Mergðin af rithöfundum þeim sem hafa fengist við að rannsaka og færa rök fyrir því hvað hið eldforna Thuleland hafi í raun rjettri verið eða átt að vera, hafa lagt aðaláhersluna á það, að sýna hvar það land hafi legið, sem haft er eptir hinum gamla gríska landfræðingi Pytheasi frá Masssilíu, (líkl. á 4. öld f. Kr.), að hann hafi
kallað Thule.

Íslandskort

Ísland – forn kort.

Sagnir þær sem vjer höfum af Pytheasi þessum og ferðum hans, ern mjög óljósar og óáreiðanlegar. — Þau brot af ritum hans sem hefur verið safnað saman, eru 6n6g til að sýna hvort hann hefur nokkurntíma ritað það sjálfur sem haft er eptir honum, og þeim ber ekki allskostar vel saman, sem hafa ekráð árangurinn af landaleitum Pytheasar, eptir honnm sjálfum.

Thule

Thule – forn kort.

Jeg ætla mjer ekki að fara hjer út í sönnunargögn þau, sem færð hafa verið fram af ótal mörgum rithöfundum, ýmist með eða móti því, hvort Pytheas sjálfur hafi heimsótt land það sem hann kallar Thule. Það er eptir mínu áliti alls ekki jafnmikilvægt atriði, eina og allur þorrinn af rithöfundum þeim, sem um þetta mál hafa fjallað, vilja láta það vera. — Því eitt er sem sje víst, og verður eigi dregið i efa, að Pytheas þessi hefur farið í landaleit frá Massilíu norður á bóginn, og hefur á þeirri ferð heyrt talað um fjarlægt eyland, sem hann hefur álitið að væri með rjettu nefnt Thule, og sem hann hefur heyrt nefnt áður en hann lagði af stað í landaleit sína.

Aðalatriðið í þessu máli er því ekki, hvar Pytheas hafi álitið að Thule lægi, heldur hvar það land hafi legið, sem kallað var því nafni, löngu áður en Pytheas fór hina nafnkunnu ransóknarferð til Vestur- og Norðurhluta Bvrópu. — Einungis að því leyti sem frásagnirnar eptir Pytheasi skýra það aðalatriði málsins, verður sagt að þær verðskuldi að takast með í fyrstu röð. Að öllu öðru leyti eru þær lítilvægar að því er snertir það málefni sem liggur hjer fyrir.

Íslandskort

Papar.

Vjer höfum fulla vissu fyrir því, að „Thule“-nafnið hefur verið kunnugt Grikkjum löngu áður en álíta má að Pytheas hafi farið í landaleit sína. Þannig segir Servius í athugasemdum sínum og skýringum við ljóð Virgils, að Ctesias sagnaritari, sem var við hirð Artaxerxis Mnemóns Persa konungs, hafi nefnt Thule í ritum sínum, og vjer höfum útdrátt úr söguþætti frá Thule eptir Diogenes Antonius (e. 400 f. Kr.), sem talar um þetta land á þann hátt, að sjeð verður að Thule hefur þegar verið alkunnugt þegar hann var uppi.

Thule

Thule- forn kort.

Ef vjer höldum þessu föstu, virðist liggja beinast við að spyrja fyrst: Er til nokkur bending um, hvar Thule hafi legið, sem er eldri en frásagnirnar eptir Pytheasi?
Vjer getum hugsað oss að nafnið hafi komið upp á tvennan hátt, annaðhvort þannig að menn hafi hugsað sjer eitthvert óþekkt kynjaland, sem hefur verið kallað Thule, eða að þetta landsheiti hafi borist langar leiðir til þeirra sem vjer fyrst vitum að minnst hafa á það, frá þeim sem hafa sjeð land er þeir nefndu svo.
Til hvors af þessu tvennu, sem Thulenafnið á rót sína að rekja, mundu auðvitað allskonar kynjasögur fara af landinu í hinum elstu ritum og munnmælum. Vísindi og skáldskapur eru nátengd á bernskutímum allrar menningar. — En þá mundu menn hafa gefið ímyndunaraflinu enn lausari taum, í öllum lýsingum hins hugsaða lands, heldur en í skýrslunum um það land sem mannsaugu þó höfðu sjeð. Hinir elstu landfræðingar, er sögðu frá því sem þeir þóttust vita um Thule, mundu einkum hafa bætt við allskyns ágiskunum um árstíðaskipti og veðurlag á þessum hala veraldar, en í skáldritum og þjóðsögum mundu miklu fremur koma fram frásögur um kynjamenn og yfirnáttúrlega viðburði úti í Thule, sem menn hugsuðu sjer að lægi einhverstaðar, yst í heiminum, þar sem enginn maður hafði stigið fæti.

Thule

Thule – forn kort.

Brot þau og einstöku óljósu sagnir, sem vjer höfum frá Thulelandi fornaldarinnar, geta ekki leitt til neinnar vissu um það, á hvorn veg af þessum tveim, nafnið muni vera komið upp, því vjer vitum ekki hve margar aldir hafa liðið frá því, að Thule var nefnd fyrst og þangað til skráð var sú frásögn, er borist hefur oss í hendur. Að nafnið hefði allrafyrst ekki verið annað en nafn á einhverri hugmynd um heimsendi, mundi það vafalaust síðar hafa verið haft til þess að tákna ýms lönd, fjær og fjær þeim stöðvum, þar sem nafnið fyrst var nefnt, eptir því sem menn komust lengra á verslunar eða herferðum, og færðu út kvíarnar, að því er snerti þekking manna á hinum ýmsu hlutum heimsins. Og það er mjög eðlilegt að hinir ýmsn uppgötvarar og siglingamenn, sem ekki þekktu lögun jarðarinnar, hafi nefnt þannig þau ystu mörk sem þeir komust að, hver um sig.

Thule

Thule – fornt kort.

En það er annað sönnunargagn sem jeg álit að vjer höfum fyrir því að Thule hafi frá fyrstu verið nafn á landi sem hefur fundist, einhvern tíma mjög snemma á öldum; þetta sönnunargagn hygg jeg vera þýðingu nafnsins sjálfs, eins og það er rjettilega skilið.
Tilgáturnar um það, hvaðan orðið Thule eigi rót sína að rekja, hafa frá fyrstu verið mjög margvislegar, og hafa verið settar fram jafnhliða hinum margvíslegu skýringum á ferðalagi og frásögnum Pytheasar. Menn hafa viljað sanna, að það væri upphaflega komið úr púnversku og þýddi hulda, myrkur, skuggi, og hafa tekið fram, að þetta nafn ætti vel við hin norðlægu lönd (svo sem Ísland), þar sem nóttin er svo löng á vetrum. Aðrir hafa viljað leiða nafnið úr arabiska orðinu Túl; langt burtu, sem að vísu hefði komið einkar vel heim við hið rómverska fylgiorð „ultima“ o: hin ysta, sem var og er almennt tengt við Thulenafnið.

Thule

Skandinavia – forn kort.

Enn aðrir hafa ætlað að nafnið sje sprottið frá Noregi, og hafa bent á líkingu þess við nafnið Telemark, sem opt er skrifað Thulemarehia eða Thylemarchia; einnig hefur verið bent á að eyjar við Noregsstrendur sem hafa verið nefndar Thuyle. Ennfremur hafa menn getið þess til að nafnið ætti skylt við Thy, sem er ysti hluti Jótlandsskaga. Eyrir utan tilgátur þær sem nú voru nefndar, má telja fjölda margar aðrar, svo sem að nafnið sje sprottið af gríska orðinn telos, endi eða tele, fjarlægt, af hinu egyptska konungsheiti Þúlis, af nöfnum aukenndra eyja Telloe eða Tylee, saxneska orðinu Tell, takmark, eða Tyle konungsríki Kelta í Þrakíu. — Það yrði hjer oflangt að telja upp öll þau orð, sem menn hafa viljað leiða uppruna Thulenafnsins til; það hefur verið aptur og aptur farið í gegnum þau rök sem færð hafa verið með og móti hinum ýmsu tilgátum, og menn hafa leitað djúpt í fornum tungum og sögu allrar landafræði, en menn hafa ekki komist enn að neinni fastri niðurstöðu, um það hvaðan orðið Thule sje upphaflega komið.

Thule

Thule og Skandinavia – fornt kort.

Meðal þeirra sem hafa viljað skýra orðið Thule er Isidor hinn helgi. Hann segir í Orig. Seu Etym. lib. XIX, 6 „að eyjan Thule sje nefnd eptir sólinni af því að þar sje einlægur dagur um sólstöður“. — Hann segir ekki nánar hvaðan orðið sje runnið, og hefur ekki verið mikill gaumur gefinn að þessari þýðing. — En jeg ætla þó, að einmitt hjer sje lykillinn að þeirri gátu, hverju landi Thulenafnið var fyrst gefið.
Það virðist alllíklegt, að Isidor hafi haft eitthvað fyrir sjer í því, að Thule drægi nafn af sólinni. Eins og orðið liggur fyrir sjest það ekki í fljótu bragði að það eigi neitt skylt við sjálft orðið sól, þó leitað sje í öllum þeim tungum, sem ætla má að Isidóri hafi verið kunnar.

Goðafoss

Goðafoss.

En sje litið til þess, hve nákvæmur Isidor er í orðaskýringum sínum yfirleitt og hve fjölbreytilegar skýrslur hann hafði fyrir sjer, enda þótt rit hans auðvitað beri merki þess tíma, er það stafar frá — sýnist það ástæðulaust að reyndu að hafna þessari skýring, sem er hin elsta og fyrsta, er gefin hefir verið af orðinu Thule.
— Jeg vil fyrst taka það aptur fram, að allt virðist benda á, að Isidor hafi haft fyrir sjer eldri sögn um að þetta væri hinn sanni uppruni orðsins. Hefði hann getað rakið orðið málfræðislega til þessa uppruna, mnudi hann efalaust hafa gjört það, samkvæmt því sem hann gjörir annarsstaðar, þar sem skyldleiki hins afleidda og upprunalega orðs ekki liggur í augum uppi. — En Isidor hefur vafalaust sjálfum verið ókunnugt um hvernig orðið yrði rakið til þessarar rótar, og hefur því látið sjer nægja að segja það blátt áfram, eptir því sem hann hafði fyrir sjer, og má ætla það víst, að
hann hafi haft allgóða heimild fyrir sjer, fyrst hann staðhæfir að þetta sje hin rjetta þýðing orðsins.

Thule

Thule og Skandinavia – fornt kort.

Það virðist heldur engin ástæða til þess að öllu óreyndu, að álíta víst að heimild Isidors — hver sem það hefur verið — hafi gripið þessa skýring úr lausu lopti. Þvert á móti virðist það einmitt harla líklegt, að sá sem hefði viljað skýra orðið af handahófi hefði farið eptir lýsingum þeim og einkunnarorðum, sem mest bar á í bókmenntum þeirra tíma, þegar ræða var um Thule, en það var myrkrið og fjarlægðin frá byggðum löndum, sem optast var nefnt í því sambandi, einkum eptir að hin rómversku skáld byrjuðu að beita þessu nafni í kveðskap sínum.
En við þetta bætist nú að vjer getum auðveldlega skýrt hvernig nafnið Thule, í þessari merking, er til komið.

Á tímum Diogenis þess, sem áður er nefndur, er það víst, að Thule var orðið nafn á landi, sem menn vissu að var til og sem menn höfðu haft sagnir sjónarvotta um. Það sjest glöggt innan um allar ýkjur og undrasagnir þær, sem Diogenes hefur soðið saman, að hann hefur farið eptir frásögnum einhvers eða einhverra sem hafa farið langt norður í heim og hafa þóttst vita hvar landið Thule lá.

Húshólmi

Forn bær í Húshólma.

Diogenes veit til dæmia að engin nótt er í þessu landi á tilteknum tíma árs og að land þetta er eyland. Hvorugt þetta er ástæða til þess að halda að hann hafi fundið upp frá eigin brjósti, því síður sem hann nefnir nöfn norðlægra þjóða, er söguhetjur hans heimsóttu og sem vjer vitum að voru til á þeim tímnm, eins og vjer vitum að til er og til var eyland langt úti í heimi, þar sem sólin hverfur aldrei af loptinu á tilteknum tíma ársins. — En sú einasta Útey, sem ætla má að þekkst hafi til forna, sem hefur sól á lopti nótt og dag á nokkrum tíma árs, er Ísland. (Framh.)

Íslandskor
Öllum kemur saman um að hinir elstu rithöfundar er minnast á Thule, hafi álitið að hún lægi norður í heimi. — En hin besta sönnun þessa er það, að Pytheas frá Massiliu, sem fer í landaleit norður í álfu, býst auðsjáanlega við því, að Thule liggi nyrst allra hinna bresku eyja, er hann svo nemir, því annars hefði hann ekki gefið þessu eylandi, er hann heyrði sagt frá og jafnvel sjálfur segist hafa sjeð, hið sama nafn, sem Ctesias og Diogenes gáfu undralandi því er þeir rita um löngu fyr en líklegt er að fregnin hafi borist af ferð Pytheasar.

Thule

Thule – fornt kort.

Það sjest einnig skýrt á frásögn Diogenis að hann álítur sjálfur, að Thule liggi nyrst allra landa er hann hefur heyrt nefnt, og að hann fer auðsjáanlega eptir almennri skoðun annara í því efni.
Þannig segir hann um ferð þeirra, er Bagan gerist af (Phot. Cod. 166, 109 a): „Sókum hins feikna mikla kulda, neyddust þeir til þess að leita til hins Scythiska hafs, en sneru þaðan til austurs, og komu á þær stöðvar er svo kemur upp. Þaðan fóru þeir í hring og höfðu eptir það miklar hafvillur og langar, í hinu ysta hafi. Loksins komu þeir til Thule og hvíldu sig þar nokkra stund eptir flækinginn“.
Síðan fóru þeir austur á heimsenda, en til þess að komast í hið ysta haf, þurftu þeir að fara í hring, samkvæmt hugmyndum Hecatei um lögun jarðarinnar, sem átti að vera flöt og hringmynduð, umflotin af útsænum. Svo komu þeir til Thule. — Thule liggur þannig eptir hugmyndum Diogenis í hinu ysta hafi, mótsett þeim stöðvum er sól kemur upp, norðar en hið scythiska haf — eða með öðrum orðum, einmitt nálægt þar sem Ísland liggur.

Thule

Fornt heimskort.

Löngu fyrir daga Diogenis má nú ætla að feiknamiklir þjóðflutningar hafi átt sjer stað milli hinna bresku eyja og meginlandsins. Enginn getur sagt á hverjum tíma þeir viðburðir hafa orðið, sem elstu helgisagnir Íra stafa frá. En svo mikið er eitt víst, að þeir hafa hlotið að verða mjög snemma á öldum, og eru allar líkur til þess, að styrjaldir þær sem fyrst er talað um, hafi knúð þjóðflokka þá sem þá bjuggu á eyjunum til þess að flýja langt undan, og leita fjarlægra landa með heri og heilar þjóðir, og má telja það víst, að þessar fyrstu flutninga og ófriðarþjóðir er vjer heyrum nefndar, hafi haft vel haffær skip og ekki verið vankunnandi í siglingum og sjómannafræði. — Vjer sjáum t. d. hve langt Punverjar voru komnir í þessari grein kringum 1000 árum f. Kr. — Vjer sjáum ennfremur, að grískar þjóðir í Miðjarðarhafi, svo sem Kríteyingar og fleiri gátu sigrað púnverska víkinga í orrustum löngu fyrir Trójustríðið. Því skyldu ekki hinir gáfuðu keltisku þjóðflokkar í Gaul og hinum bresku eyjum, sem voru alstaðar umkringdir af feiknamiklum skógarlöndum, hafa geta byggt haffær skip og lært að stýra þeim eptir gangi himintunglanna?

Thule

Thule og vestur Evrópa – fornt kort.

— Ef menn geta ætlað að verslunarandi og gróðafíkn Púnverja hafi getað reist þá þjóð til svo mikilla valda og útbreiðslu á varningi Austurálfunnar, vestur og norður um alla Evrópu, því skyldi þá ekki eyjaþjóðirnar, sem áttu í stöðugum ófriði við herflota sem komu handan um haf, hafa byggt haffær skip, til þess að verja land sitt og flýja undan ef á þyrfti að halda.
Jeg fyrir mitt leyti álít, að vjer þurfum engar vísindalegar rannsóknir til þess að komast strax að þeirri niðurstöðu, að bresku eyjaþjóðirnar hafa haft haffær skip löngu áður en vjer höfum sannar sagnir af þeim. — En ef vjer nú álitum að svo hafi verið, hljótum vjer að játa, að það hefði verið mjög eðlilegt, að einhverntíma hefði, verið tekið eptir eyjum þeim sem; liggja norður og vestur af Bretlandi hinu mikla. Meira að segja, vjer getum álitið það víst, að tíðar samgöngur hafa verið milli Írlands og Bretlands, og milli Skotlands, Orkneyja og Shetlands, mörgum öldum áður en Rómverjar komu til eyjanna. Það er og hugsanlegt að herskáar og Biglingafróðar þjóðir, búi mörg hundruð ár á eylöndum, sem liggja hvert svo nærri öðru, án þess að þær taki hver eptir annari.
Húshólmi
Látum halda áfram að geta þess til sem er eðlilegast. Látum oss setja svo, að einhverntíma snemma á öldum, hafi einhver víkingur, kaupmaður eða flóttamaður, flækst svo langt norður í höf, að hann hafi sjeð feiknamikið háfjöllótt land, rísa úr hafi nálægt þeim stöðvum er Diogenes og Pytheas ætla að Thule hafi verið. Vjer getum hugsað oss, að hann hafi alveg óviljandi hrakist
svo langt burt frá heimkynni sínu, hvort sem það nú hefur verið í Noregi, hinum bresku eyjum eða jafnvel Færeyjum, sem ætla má að hafi verið þekktar mjög snemma.

Flókavarða

Hvaleyri í Hafnarfirði – Flókavarða; minnismerki.

— Vjer skulum því næst setja svo, að þessi fyrsti uppgötvari Íslands hafi leitað burt frá landinu, annaðhvort vegna þess, að hann hafi óttast að brjóta skip sitt á brimskerjum við hið óþekkta land, eða að hann hafi óttast grimmd íbúanna, eða loks að hann hafi flýtt sjer að komast aptur á rjetta leið, og hafi því ekki gefið sjer tíma til að kynna sjer þetta land eða sigla að því. — í öllu falli má ætla víst, að enginn sem þannig hefði sjeð Ísland af tilviljun, fyrstur manna, hefði haft langa dvöl á hinni byggðu eyju á útskækli veraldar.
Frá þessum landfundi hefðu nú hlotið að berast fregnir milli manna, fyrst og fremst þar sem uppgötvarinn hefði náð mannabyggð fyrst. — Vjer skulum enn geta hins eðlilegasta, sem er, að þessi sæfarandi hafi komið til þeirra næstu mannabyggða sem vjer vitum af, sem voru bresku eyjarnar. Enginn maður heyrir um svo merkilegan landfund, án þess að veita því eptirtekt og festa á minnið það sem hann heyrir. Hvar sem sæfarandinn hefur komið að landi, hafa fregnirnar brátt breiðst út um mikið land, óþekkt, norður í hafi. —
Ef vjer nú ennfremur höldum því föstu, að öll líkindi sje til að siglingar hafi verið komnar á hátt stig á Bretlandseyjum, þegar þjóðflutningar þeir urðu, sem vjer munum hinar fyrstu öljósu sagnir af í keltneskum helgisögnum — þá mætti álíta það sennilegt, að einhver hefði orðið til þess að leita þessa fjarlæga lands, ef ekki til þess að byggja það, ræna þar, eða reka þar verslun, þá einungis til þess að fá sanna vitneskju um hvernig þar hagaði til. — Vjer höfum fjölda af vitnisburðum um að forvitni og uppgötvunarfýsn hinna elstu þjóða hafa leitt til fyrirtækja sem voru mikið stórkostlegri en þetta hefði verið.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma.

Hver sá sem hefði farið þessa ferð mundi nú allra fyrst hafa leitað upplýsinga frá landfundi hins fysta uppgötvara, svo ljóst sem föng voru á. — Vjer skulum setja svo að hann hafi komist að því að land lægi mjög langt í burt til norðurs. — Hann hefði þá auðvitað valið þann tíma árs til ferðarinnar, sem var hagkvæmastur og hættuminnstur, einkum fyrir hin ófullkomnu skip fornaldarinnar; hann mundi með öðrum orðum hafa lagt af stað kringum
sólstöður, þegar lengstur er dagur. — Vjer skulum ætla að hann hafi farið frá Skotlandi eða eyjum þeim sem liggja þar norður af, því þaðan gat hann búist við styttstri og bestri ferð.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur norðan Ósa. Manngerður hóll (dys?).

Hann mundi þó fljótt hafa tekið eptir því, að nóttin varð styttri og styttri, eptir því sem hann kom norðar. Enginn sæfarandi, sá sem verður að stýra eptir himintunglunum, siglir svo
á uppgötvunarferð, að hann taki ekki eptir mismun á degi og nóttu.
Eptir því sem hann hefur komið norðar, eptir því hefur hann orðið gagnteknari af þessum langa degi. Hann hefur sjeð sólina synda við hafsbrún, löngu eptir að hann vissi að hún var horfin þar sem hann átti heima, og hann hefur hlotið að láta sjer detta í hug ósjálfrátt: „Skyldi jeg komast svo langt norður, að jeg sjái sólina á lopti til næsta dags?“ — Loks hefur hann svo komist til hins mikla eylands norður í hafi. Hann hefur komið þangað á þeim tíma árs, sem öll hin einkennilega náttúrufegurð Íslands er dýrðlegust. Hann hefur ef til vill siglt norður fyrir landið, eða gengið upp á hátt fjall til þess að líta yfir það, og hefur horft á ljóma nætursólarinnar, sem enginn getur gleymt sem einu sinni hefur sjeð hana. — Hann hefur fundið að hann hafði rjett til að gefa landinu nafn, því hann hafði fyrstur allra farið yfir hafið til þess að kanna það; hann hefur haft nætursólina fyrir augum þegar hann skýrði landið, og hvað er þá sennilegra heldur en sú tilgáta, að hann hafi kennt landið við sólina, og hafi kallað það: Sólareyna eða Sólarlandið – Thule.
Thule
Ef vjer gjörum ráð fyrir því sem áður er getið til, að fyrsti uppgötvari Íslands hafi komið frá Bretlandseyjum, og landið því hafi fyrst fengið nafn sitt á keltnesku máli, tökum vjer fyrst eptir því, að hið gamalkeltneska orð yfir sólina; houl heaol, hiol, heul o. s. frv. er einmitt samhljóða meginhluta orððins Thule, Thile o.s.frv. eins og það hefur verið verið ýmislega skrifað. — Ennfremur gætum vjer þess undir eins að endingin e, einmitt fellur saman við orðið ee eða i sem þýðir ey, í gömlum keltneskum mállyskum t.a.m. gaelisku, og hefur þessi ending haldið sjer með hinni upphaflegu þýðingu á ýmsum hreBkum eyjanöfnum t. a. m. Tyr-ee.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli fyrir „norrænt landnám“.

— Vjer getum nú hugsað oss, að þetta upphaflegasta nafn Íslands, segjum að það hafi verið Houl-ee eða Houl-i hafi hætt framan við sig t, því sem fylgir því nú, — á ýmsan hátt. — Það er t. a. m. eptirtektavert, að það sem gaelisku málin setja til hljómfegurðar milli hins ákveðna greinis og allra karlkenndra nafnorða, sem byrja með hljóðstaf, hefði eitt verið nægilegt til þess að gjöra nafn ífilands að því sama, sem Thulelandið forna var nefnt. — Vjer sjáum nú einmitt að orðið eilan = ey á gaelisku er karlkyns, og eru styttri myndir af því sama kyns í ýmBum keltneskum mállýzkum, og er vert að minnast þess hjer að Beda prestur karlkennir Thule á einum stað („Thule, qui etc“). — Samkvæmt eðli málsins hefði það nú ennfremur verið líklegast, að hinn ákveðni greinír hefði verið hafður með nafni þessa fjarlæga eylands, sem menn hafa að minnsta kosti í fyrstu, haft mjög sjaldgæfar samgöngur við, og sem menn hafa frá byrjun litið til sem nokkurskonar undralands.
Á gaelisku hefði Houlee því verið verið kallað an t’ houl-ee. Ef greinirinn nú er tekinn frá, og þetta nafn er skrifað stafrjett á grísku fáum vjer Öovkrj, lat. Thule.
Jeg hef nú leitast við að sýna fram á að Ísland hefur verið hið forna Thuleland, og að nafnið, Thule þess á hnettinum og margt annað bendi til þess, að Keltar hafi fyrstir fundið og byggt landið.
En í sambandi við þetta er það einnig athugavert, að hinir fyrstu menn er vjer höfum vissar sagnir af að bjuggu á Íslandi, hafa kallað þessa ey Thule eða Thyle. — Þetta hefur ekki verið tekið til greina áður. En það er þó augljóst, að þetta eitt út af fyrir sig væri nægilegt til þess, að Ísland ætti að rjettu fremur tilkall til þessa nafns en nokkurt annað land, jafnvel þó það væri að öðru leyti með öllu óvíst, hvaðan nafnið er sprottið frá fyrstu byrjnn, sbr. t. a. m. Vestindverskn eyjarnar, sem bera það nafn enn, þó þeim væri ranglega gefið það í fyrstu.
Þetta sjest skýrt og greinilega hjá Dicuilus sem c. 825 skrifar, að hann hafi fyrir 30 árum talað við munka sem hafi heimsótt Thule.
Thule
Land það sem Dicuilus kallar Thule vita menn nú með vissu að var Ísland; enginn efast um það. Ennfremur er það augljóst, að munkar þeir sem Dicuilus talaði við, hafa álitið að Ísland væri Thule.
Bæði sjest það á sama stað í Dicuilus, að þeir hafa þekkt rit þau sem höfðu getið um Thule, þar sem þeir fóru norður fyrir landið til þess að kanna hvort þar væri ís — eins og Plinius og fleiri höfðu sagt fyrir löngu, hvaðan sem þeir hafa haft það — en einnig ræður það að líkindum, að svo lærður maður sem Dicuiius var, hefði þó fyrst og fremst fengið að vita hjá munkum þessum, ef þeir hefðu nefnt eyna öðru nafni — eða þekkt annað nafn á henni; en enginn má ætla að menn eigi umhverfis svo mikið land sem Ísland er, til þess að kanna það, án þess að hugleiða hvort það hefði fengið nafn, eða verið nafnlaust áður. — Slíkt væri dæmalaust í sögu landafræðinnar.

Hellir

Hellir landnámsmanna, Papa eða Kelta, á Suðurlandi.

Munkar þessir hafa talið með öllu efalaust, að eyland þetta hjeti Thule, með rjettu. — Jeg get nú ekki betur sjeð, en að þetta sje allöflug sönnun þess að nafnið og þokkingin á Thule til forna hafi komið yfir bresku eyjarnar, þaðan sem einnig var eðlilegast að hvorttveggja ætti upptök sín. — Fjölda margt af ritum þeim og munnmælum sem þessir munkar gátu þekkt er nú glatað að eilífu, svo vísindin geta ekki staðhæft, að munkar þessir hafi með röngu álitið að Thule lægi svo langt norður í hafi. Vjer vitum einungis að Dicuilus, og án efa einnig munkar þeir er hann talaði við, sem sjálfsagt hafa verið djarfir og þaulfóðir landaleitarmenn — hafa þekkt allt sem vjer byggjum skoðanir vorar um Thule á. En þeir hafa einnig vel getað vitað meira um þetta en vjer.
Vjer sjáum síðar á íslenskum sögum að Írar hafa verið á Írlandi þegar Norðmenn komu þangað. Þannig vitum vjer með fullri vissu að Ísland hefur verið kallað Thule eða Thyle af sínum eigin íbúum um nærfellt heila öld — að minnsta kosti. En öll líkindi eru til þess, að samgöngurnar milli Íslands og annarra landa hafi byrjað löngu fyr. Þannig segir Plinius (22—79 e. Kr.). Nat. Hist. I, 30, að menn sigli frá Noregi til Thule. Þetta hefur hann ekki eptir Pytheas einum, og fyrir utan það að ekki virðist eðlilegt, að fáeinir munkar hefðu farið að taka sig upp allt í einu í lok 8. aldar, og sigla mörg hundruð mílur norður.
Í fyrirlestrinum er einnig bent á hvernig Thule hefði getað komið fram úr grísku eða norrænu nafni á Íslandi — er hefði þýtt hið sama sem keltneska nafnið Houlee. En í þessu ágripi er ekki rúm fyrir það.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Ef þeir hefðu ekki verið áður kunnir landinu af frásögn annara, má einnig nefna að Beda (672—735 e. Kr.) segir í L. R. Quæst. Cap. XXV.: „Því þetta (o: að sólin líði til austurs, yfir sjóndeildarhringnum, án þeas nokknr nðtt sje á milli) segja bæði þeir sem búa í eynni Thule, sem er fyrir norðan Bretlund, og eins hinir sem búa nyrstir af Skyþum, — að þeir hafi sjeð á öllum Bumrum, nokkra daga. Og þetta er hið sama, sem er Bagt og sannað af mönnum til forna og eins samtíðamönnum vornm sem koma frá þessum löndum“.
Það virðist gegn allri furðu að menn hafa ekki tekið neitt tillit til þessarar setningar, sem hinn lærðasti og sannorðasti vísindamaður samtíðar sinnar, hefur látið oss eptir sem órækan vitnisburð þess, að Thule hefur verið heimsótt, og eptir öllum mannlegum líkum einnig byggð í byrjun 8. aldar, og að þetta land sem menn á dögum Beda sigldu til og lögðu frá, var Ísland. — Þetta styrkist einnig við vitniburð Alfreða (á 9. öld), er hann í þýðing sinni á Orosius (bls. 31) fullyrðir, að hið ysta land norðvestur af Írlandi, hafi verið kallað Thila.
Jeg get nú ekki betur sjeð, en að það sje með öllu óhætt að álíta víst, að Ísland hafi verið kallað Thule af eigin íbúum sínum og gestum, að minnsta kosti tveim öldum áður en það fannst af Norðmönnum. Hvort Rómverjar hafa komið þangað er óvíst, því engar menjar hafa fundist enn á Íslandi, sem menn geti sannað að stafi frá eldri tímum en sögur hafast af enda þótt Henderson að vísu fullyrði að hann viti um gröf í Íslandi sem hlóti að vera hlaðin áður en sögur eru sagðar af bygging Íslands sbr. Hend. I, kap. 8. Menn skilja venjulega frásögn Landnámu og Íslendingabókar svo, að hinir kristnu menn er sagt er frá að hafi búið á Íslandi þá er Norðmenn komu þar hafi aðeins verið örfáir einsetumenn. — En jeg get ekki ekki sjeð, að neitt slíkt sje byggjandi á sögunum.
Thule
— Í Íslendingabók segir svo: „Þá voru hjer kristnir menn, þeir sem Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut af því að þeir vildu eigi vera hjer við heiðna menn, og ljetu eptir bækur írskar oc bjöllur oc bagla. Af þessu mátti skilja, at þeir voru menn írskir“. Í Landnámu segir að þetta hafi fundist í Papey austur og Papýli.
Af þessari frásögn er það nú fyrst og fremst ljóst, að Þýlingarnir (Thule-íbúarnir) hafa flúið undan Norðmönnum, án þess að innflytjendurnir vissu hve margir þeir voru er flíðu. Því ef þeir hefðu haft nánari afskipti af þeim, hefðu þeir ekki þurft að ráða það af írsku bókunum, hverrar þjóðar þessir menn voru. — Ennfremur er afarlangur vegur og yfir fjöll og stórfljót að fara milli þeirra staða, er menjarnar fundust á, og þess hluta lands, er landnámsmennirnir komu fyrst að.

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

— Það er einnig næsta ótrúlegt, að Þýlingarnir, sem þó urðu að hafa haffært skip til þess að geta flúið frá þessum hinum brimsælasta og hættulegasta hluta Íslands, þar sem sagt er að þeir hafi búið — hefðu ekki skilið eptir einhver merki þess að landið hafði verið byggt áður, merkilegri en þessa hluti, sem taldir eru, og sem sýnilega einhverir munkar, einn eða fleiri, hafa gleymt á einum stað, í fátinu, er þeir fengu að vita um aðkomu heiðingjanna. — Líklega hafa þeir þó haft naust yfir skipið sitt, og líklega hafa þeir ekki búið undir beru lopti á Íslandi allan ársins hring. — Öll þessi setning, sem tilfærð er að ofan, bendir til þess, að söguritarinn sjálfur hafi dregið þetta út af frásögn um hinn allsyndis ómerkilega fund á bjöllum, böglum og bðkum. — Hann segir til dæmis, að Paparnir hafi flúið vegna þess að þeir hafi ekki viljað vera við heiðna menn. Hvernig vissu menn það, úr því menn sáu aðeins á leifunum, hverrar þjóðar þeir voru, og töluðu ekki við þá? Nú er þess einnig að gæta, að landnámsmenn þeir, sem fyrstir komu til Islands, hafa að líkindum ekki verið læsir á skript, og eru allar líkur til að hinar írsku bækur hafi verið varðveittar, og ályktanin um þjóðerni Þýlinga fyrst dregin af þeim löngu síðar, af höfundi þessarar sagnar. — En var ekki mikið líklegra, að þessir kristnu menn, sem höiðu illa reynslu frá Bretlandseyjum um grimmd heiðingjauna, hefðu tekið sig upp og flúið fyrst austur eptir Suður-íslandi og síðan brott fiestir eða allir undan hinum heiðnu höfðingjum, Ingólfi og Hjörleifi. Óttinn rekur fleiri á flótta en trúabragðarígurinn einn getur gjört, og það er ekki nema eðlilegt, þð menn — undir algerðri þögn hinna elztu sagna um hve margir þeir hafi verið — ætli að nýlenda Þýlinga á Íslandi, sem þá hafði staðið að minnsta kosti hátt á aðra öld, hafi verið nógu fjölskipuð til þese að menjar mætti finna frá byggingum þeirra. En nú hafa menn ekki fundið neinar byggingar enn, er álitið sje að stafi frá Þýlingum. Og þó hljóta þær að hafa verið og vera til enn. Er þetta ekki ljós sönnun þess, að fornfræðingarnir muni einhversstaðar hafa slengt saman byggingum Þýlinga og Norðmanna á landnámstíð?

Landnám Íslands

Landnám Íslands – Samúel Eggertsson. Stutt er á milli Thule (Íslands) og Skandinavíu.

Jeg ætla að minnast enn á eitt atriði í sögum Forn-Íslendinga, er sannar beinlínis, að Þýlinga-nýlendan hefur verið útbreiddari en menn ætla almennt. — Í Landnámu, kap. XII, segir frá því, að Örleygur Hrappsson hafi farið til Íslands til þess að byggja kirkju þar á tilteknum stað, er Patrekur biskup í Suðureyjum vísaði honum á. Staður þessi var ekki á Suðurlandi, þar sem er Papey og Papýli, heldur á Vesturlandi þar sem nú heitir Patreksfjörður. Svo greinilega lýsti biskup þessum firði fyrir Örlygi, að hann hefir hlotið að búa þar lengi og þekkja vel til — auk þess sem ætla má að hann hafi einmitt þess vegna sagt Örlygi að byggja við þennan fjörð fremur öðrum.
Þetta atriði eitt sannar og að innflutningurinn af Keltum til Íslands gat verið og hefur einnig sjálfsagt verið að nokkru leyti óháður þeirri uppgötvun Íslands, sem kennd er við Norðmenn. — En með því er slegið föstu, að bygging Kelta á Íslandi stendur sögulega framar hinu norska landnámi. — Það er og athugavert, að hinn fyrsti landnámsmaður Íslands á sögutímanum er ekki norrænn, heldur keltneskur maður, Náttfari, er nam land á Norður-Íslandi og „merkti á viðum“ áratug áður en Ingólfur Arnarson, sem
venjulega telst fyrsti landnámsmaður, byggði á Suðurlandi.“

Í upphafi Landnámabókar er sagt frá arfsögninni um Ultima Thule, eða fjarlæga Thule: „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað.“

Heimildir:
-Austri, 32. tbl. 20.11.1896, Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg), bls 1.
-Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896“), bls. 57-59.
-Dagskráin, 16. tbl. 20.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í „The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896“), bls. 61-63.
-Dagskrá, 18. tbl. 28.08.1896, bls. 71-72.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 ritar Hinrik Bergsson viðtal við Júlíus Danílesson um „Útgerðarsögu í Þórkötlustaðanesi„.

Hinrik Bergsson„Óljóst tengjast bernskuminningar mínar, ferðum suður í Þórkötlustaðarnes með bræðrum mínum og frænku, til að færa föður okkar mat eftir róður eða beitningu, og kannski var rennt fyrir smáufsa af bryggjusporðinum í leiðinni. Seinna, þegar ég fór að vinna í tímavinnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, minntist ég sögusagna mér eldri manna sem tóku þátt í sjósókn og uppbyggingarstarfsemi og síðan endalokum útgerðar í Nesinu.
Það teygðist því stundum úr kaffitímunum við frásagnir af sjóróðrum, vinnu, fólki og spaugilegum atburðum.

Grindavík

Hraðfrystihús Þórkötlustaða – Byggt 1946 og tók til starfa 1947.

Þarna voru menn að minnast sinna mestu manndómsára, þegar þeir voru flestir í útgerð og sjósókn og voru sínir eigin herrar.
Þeim fækkar nú óðum sem róið hafa ur Nesinu og á síðasta ári lést Magnús Þórðarson frá Búðum, en hann lifði lengst þeirra formanna sem reru úr Nesinu. Til að koma á blað þessu tímabili í útgerðarsögu Grindavíkur átti ég tal við Júlíus Bjargþór Daníelsson. Hann er fæddur 27. ágúst 1910 og er sonur hjónanna Daníels Daníelssonar og Þóru Jónsdóttur frá Garðbæ.

Allur fiskur seilaður upp

Þórkötlustaðanes
Frá því ég man fyrst eftir mér réru Þórkötlungar úr Buðlungavör (buðlungur=fiskhlaði), og voru að jafnaði gerðir út 5 tíæringar á vetrarvertíðum en í vertíðarlok sem ávallt var 11. maí, var þeim hvolft í naust fyrir ofan vörina en minni skip sexróin, voru notuð á sumrin og haustin, segir Júlíus er hann rifjar upp liðan tíma.

Grindavík

Áttæringar í Nesi.

Árið 1929 komu fyrstu vélarnar í skipin í Þórkötlustaðahverfi. Þá var Þórkatlan keypt af Jóni bróður mínum og fleirum og með þeim byrjaði ég að róa ári síðar suður í Nesi. Í fyrstu var engin bryggja, lent var í Nesvörinni og allt seilað upp. Þá var eitt færið bundið upp í hnykil og alar seilar bundnar saman og tvær laggarbaugjur settar við og rakið ofan af hnyklunum þar til komið var inn í vörina, þá var vaðið í land og skipið strax dregið á land með spili sem knúið var af líkamskraftinum. Síðar kom vélspilið sem létti mikil setninguna.
Upp úr vörinni fóru fljótlega að rísa fiskverkunarhús, beitningarskúrar, ískofar sem beitugeymsla og lifrarbræðsla. Þá voru þrjú íbúðarhús byggð í Nesinu; Höfn, Arnarhvoll og Þórshamar.

Byrjað á bryggjusmíði

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Vorið 1932 var fyrst farið að huga að bryggjusmíði og var hún staðsett um 35 metra sunnan gömlu bátavararinnar og unnið við hana í tvö sumur.

Þórkötlustaðanes

Uppsátu í Nesinu norðan við bryggjuna. Höfn fjær.

Bryggjan var þannig að byggð, að í henni voru steyptir veggir, grjótfylling og steypt þekja og hallaði hún fram í sjó. lengdin var 70 m. og breiddin 8 m.
Kostnaður við bryggjugerðina var 37 þús. kr. Ríkið greiddi þriðjung kostnaðar en heimamenn 2/3, sem tíðkaðist á þessum tíma. Bryggjusmíðin tókst vel í alla staði og hún gjörbreytti allri aðstöðunni til hins betra. Erfiður uppburður á fiski var nú úr sögunni, því nú fóru bílarnir fram á bryggjuna og fluttu fiskinn beint úr bátunum. Þá voru steyptir stokkar með eikarhlutum norðan við bryggjuna ári síðar, til að setja bátana á. Fljótlega kom í ljós að bryggjan náði oaf stutt fram, bátarnir flutu ekki upp með henni þegar lágsjávað var og eins var sker fyrir framendanum sem var til mikilla óþæginda.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Því var farið að huga að lengingu bryggjunnar, en það var ekki fyrr en árið 1945 sem hún var lengd með 20 m löngu keri sem steypt var af heimamönnum á stokkum norðan við bryggjuna. Þessi síðasta framkvæmd í nesinu kom ekki að miklum notum því margir voru þá komnir í bretavinnuna og ári síðar var Hraðfrystihús Þórkötlustaða stofnað. Það voru því aðeins Guðmundur Ben. á Svani, Magnús í Búðum á Sæbjörgu og Haraldur á Eyvindarstöðum á Vini sem gerðu þarna út eina vetrarvertíð, en örlög útgerðar í Nesinu voru brátt ráðin, því öll skipin voru seld og enginn þeirra sem gerði þar út flutti sína útgerð út í Hópið í Járngerðarstaðahverfið, nema óbeint sem hluthafar í Hraðfrystihúsinu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – Uppdráttur ÓSÁ.

Þegar mest var hins vegar í útgerð í nesinu voru 11 skip gerða þaðan út og þá voru umsvifin ekki minni en í Járngerðarstaðarhverfinu.
Byggðin drógst saman, fiskhúsin voru rifin og sjö íbúðarhús voru flutt úr Nesinu og Hverfinu og nú líktist Nesið stóru byggðarsafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna. En í Nesinu hefur ávallt verið mikil happalending, eins og þessi gamla þjóðsaga um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum vitnar um.

Þjóðsagan um sundin
Þórkötlustaðanes
„Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðasrtöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurnir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé ekki getið, því þeir höfðu mannaforráð, svo sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sóttu meira en fjöldinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e., þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land, þegar þeir heimabændurnir komu hvor í sínu sundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkatla það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykir allt hafa orðið að áhrínsorðum, þannig að enginn bátur hefur farist á Þórkötlustaðasundi.“

250-400 fyrir vertíðina

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

Margi vermenn komu í Nesið oft ára eftir ár. Þetta voru mest aðkomumenn autan úr sveitum, úr Hreppunum, Tungunum og alla leið autan úr Skaftafelli. Þeir reru á vetrarvertíðinni frá því seinni partinn í janúar og fram til 11. maí. Það fiskaðist oft mjög vel á þessum árum og oft var tvíróið sama daginn.
Ég man eftir því, segir Júlíus, að eina vertíðina fengum við 500 skipspund af þurrfiski, þ.e. 160 kg. í hverju pundi. Eitthvað nálægt 80 tonnum. Menn voru yfirleitt ráðnir uppá kaup frá 250 upp í 400 kr. fyrir vertíðina, sem hélst fram undir stríð.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðabæirnir.

Tíðarfarið var ákaflega misjafnt þá eins og nú. Þetta var brimverstöð og sundið varasamt en með gætni og varkárni fór allt vel og ekki veit ég til að skip farist á Þórkötlsutaðasundi og það gengið eftir sem segir í þjóðsögunni.
Ég kveð Júlíus Daníelsson á heimili hans á Hrafnistu í hafnarfirði. Hans minni er enn gott og hann hefur frá mörgu að segja frá liðnum tíma. M.a. sína eigin útgerðarsögu eða þátttöku hans við hin ýmsu skipsströnd en Júlíus var einn af þeim sem björgðu skipverjunum af Cap Fagnet þann 24. mars 1931 og er annar núlifandi þeirra björgunarsveitarmanna. Þá var fluglínutæki í fyrsta sinn notað við björgunarstörf hérlendis.“ – Hingrik Bergsson

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur 1992, Hinrik Bergsson, Útgerðarsaga í Þórkötlustaðanesi, bls. 35-36.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Kerin

Í „Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð“ 1989 er m.a. fjallað um Undirhlíðarveg, „aðalleiðina“ millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur fyrrum.

Undirhlíðarvegur

Undirhlíðar

Stóri-Hríshvammur.

„Fyrst skal hér lýst þem vegi, sem mest var farinn og aðallega þegar farið var með hesta. Vestur sá var tekinn úr Hafnarfirði öðru hvoru megin Hamarskotshamars, upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarður Hafnfirðinga, upp í Lækjarbotna, með Gráhelluhrauni sunnanverðu, upp að Gjám, sem er hraunbelti frá því móts við Fremstahöfða, upp í Kaldársel.

Kaldá

Kaldá við Kaldársel.

Þar var venjulega aðeins staldrað við, hestar látnir drekka, þegar farið var yfir ánna, því oftast var ekki um annað vatn að ræða, fyrr en til Krýsuvíkur var komið. Frá Kaldárseli lá leiðin yfir smáhraunbelti, uns komið var að Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víðar allsæmilegur, moldar- og melagötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með Undirhlíðum, kringum eldvörp þau sem Ker heita, og hefur hraun streymt þar upp undan hlíðinni á vinstri hönd, þegar suður er farið. Syðst undir Undirhlíðum, eða nokkru sunnar ern Stóri-Hríshvammur, er farið yfir með rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnskarðsháls, þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr hrauninu upp á hálsinn.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur í bakgrunni.

Í Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað á hestunum, gert að, sem kallað var, stundum skipt ofan, einkum ef lest var ekki þung. Þegar lagt var upp úr Vatnsskarði, taka við honum svonefndu Hálsar, réttu nafni Sveifluháls, og má segja, að suður með hálsinum sé góður vegur. Sem næst þriggja stundarfjórðunga lestargang frá Vatnsskarði skerst dálítil melalda fram úr hálsinum, og heitir þar Norðlingaháls. Nokkru þar sunnar tekur við stór Grasflöt, sem Hofmannsflöt heitir.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Við suðurenda hennar rís upp úr hálsinum hæsti tindur Sveifluháls, sem Miðdegishnjúkur heitir. Veit ég ekki hvernig það nafn er til orðið – en gamalt er það. Ef um dagsmörk er að ræða í því sambandi, getur það ekki komið frá Krýsuvík. Fremur gæti það átt við frá Hvaleyri eða Ási eða annars staðar í grennd Hafnarfjarðar. Þegar Hofmannsflöt sleppir, er skammt ófarið að Ketilsstíg, þar sem vegurinn liggur yfir hálsinn. Stór steinn er á hægri hönd og á honum dálítil varða, og er það leiðarmerki um það, að þeir sem til Krýsuvíkur ætluðu tækju stíginn upp hálsinn, en héldu ekki lengra suður með, því sá vegur lá til Vigdísarvalla og enda alla leið suður fyrir háls, og er syðsti útvörður þess langa og tildótta háls, fagurt, keilulagað fell, – Mælifell.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Þegar Ketilsstígur er tekinn, liggur vegurinn fyrst upp allbratt klettahögg, en þegar upp á það er komið, liggur Ketillinn svo að segja fyrir fótum manns. Ketillinn er kringlóttur, djúpur dalur eða skál inn og ofan við hálsinn.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Grasflöt er í botni ketilsins, sem er svo djúpur, að born hans mun vera jafn undirlendinu fyri neðan Hálsinn. …Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sér 30-40 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. … Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdegishnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel to suðuausturs, og blasir þar við hæsta nípa hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött en stutt.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir. …Þegar í Seltún kemur, er talið, að komið sé til Krýsuvíkur, þó er um einnar stundar lestargangur heim í Krýsuvík. …Úr Seltúnshvamminum er farið yfir alldjúpt gil, Segil. …Sunnan gilsins er Seltúnsbarð. ….Af Seltúnsbarði er haldið yfir svonefnda Vaðla. Eftir það taka við melar, og liggur vegurinn þar á vesturbakka Grænavatns. Nokkuð norðvestar er Gestsstaðavatn, umlukt háum melum, og sést ekki af veginum.

Grænavatn

Grænavatn.

Þegar Grænavatni sleppir, er örstuttur spölur suður á móts við við Nýjabæina, Stóra-Nýjabæ til vinstri, Litla-Nýjabæjar til hægri, og þar með komið í Krýsuvíkurhverfi. Milli Nýjabæjanna og heimajarðarinnar Krýsuvíkur er um 12 mín. gangur. Tún heimajarðarinnar liggur sunnan undir og upp í Bæjarfelli, en bæjarhús, kirkjan og kirkjugarðurinn standa á hól eða hrygg sunnarlega á túninu.
Hér hefir verið lýst að nokkru aðalveginum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, sem eins og fyrr segir, var oftast farinn og aðalleiðin á sumrin, þegar farið var lausríðandi eða með lest, og var þessi leið tali um 8 klst. lestargangur.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, Fornleifastofnun Íslands, bls. 265-266.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 83-87.

Undirhliðarvegur

Undirhlíðarvegur.

Gvendarsel

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ 1998 er m.a. fjallað um gamlar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur; Vatns- eða Dalaleið, sem voru í raun sitthvor leiðin vestan og austan Kleifarvatns millum Krýsuvíkur og Kaldárssels.

Vatns- eða Dalaleið

Breiðdalur

Breiðdalur.

„Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki farið áður. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið.

Slysadalur

Slysadalur.

Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara [þessa] leið en áður var. …Það er þá fyrst, að þessi leið er stysta og beinasta lestarleiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðastaða og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún er nokkrum annmörkum háð, – og hún gat verið hættuleg. Þessi leið var ekki hægt að fara, jafnvel svo árum skipti, nema ísar verið tryggir, og lágu til þess tvær meginástæður. Annars vegar réðu hér um vetrarhörkur, hins vegar náttúrfyrirbæri, sem enn eru óskýrð, svo fullsannað sé. Hér kom fram sem oftar, að ekki fóru ávalt saman óskir ferðamannsins og lögmál náttúrunnar. Til þess að hægt væri að fara þessa leið með hesta að vetri til, varð Kleifarvatn að vega á hestís. Reynslu voru menn búnir að fá fyrir því, að Kleifarvatni var ekki að treysta á ís með hesta fyrr en eftir vetrarsólhvörf.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

…Á þessari leið gátu ísar verið ótryggir víðar en á Kleifarvatni, sem síðar mun vikið að. …Landi því, sem að Kleifarvatni liggur, er þannig háttað í höfuðdráttum: Fyrri suðausturenda vatnsins er móbergshöfði, sem gengur í vatn fram og heitir Geithöfði. Þá nokkru lengra til suðausturs er hæðarbunga, sem Gullbringa heitir. Þá tekur við grámosahraun, sem steypst hefur fram af fjallinu norðan Vörðufells og runnið í mjóu belti í vatn fram og heitir Hvammahraun. Eftir það tekur Vatnshlíðin við, brött og nokkuð grafin af giljum, sem ófær er hestum, og þar með lokast leiðin austan Kleifarvatns, því að vatnið liggur upp að hlíðinni, en stórgrýtt er í henni við landið. Innst í Vatnshlíðinni eru Hrossabrekkur, brattar og giljóttar. Þegar ufir þær er komið, telst, að komið sé inn fyrir Kleifarvatn að austan.

Kleifarvatn

Innri-Stapi.

Vestan Kleifarvatns liggur Sveifluháls, brattur, tildóttur og svipmikill. Tveir stapar skaga austur úr hálsinum út í vatnið og heita Syðri- og Innri-Stapi. Vegurinn liggur upp á stöpunum, em milli þeirra gengur klettarani fram að vatninu, en til þess að menn kæmust leiðar sinnar með vatninu, varð að komast framan undir þessum klettarana, en til þess að hægt væri að komast þar með klyfjahesta, varð vatnið að vera allmikið fjara. – eða lítið vaxið ef í vexti var. Nokkru innar en Innri-Stapi gengur hálsinn eða hamrar úr honum þverhnípt í vatn á litlum spöl. Þarna er hin svonefnda Hella.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar hátt er í vatninu, náði það upp í Helluna, er stórgrýtt er í botnin undir hamrinum. Einstigi, aðeins fyrir gangandi menn, lá eftir Hellunni um 10-20 , ofar vatni, en svo var stígur þessi tæpur, að ekki fóru hann nema stöku menn, og það aðeins þegar autt var, og þá sumir á sokkaleistum, og lofthræddir fóru þar alls ekki. Þegar inn fyrir Helluna kom, voru torfærur á Vatnsleiðinni yfirstígnar. Að öðru leyti var þessi leið sem hér segir:

Svunta

Svunta.

Þegar farið var frá Krýsuvík, var venjan að vetri til að fara inn með Lambafellum, yfir Svuntulækinn, milli Lambafells og Norðurkotsness, þaðan beint inn Nýjaland og inn á Kleifarvatn. Væri hins vegar farið á auðu, var farið úr Norðurkotsnesi, vestan við Nýjaland um Kaldrana. …Af Kaldrana liggur leiðin inn yfir Sand, um Syðri-Stapa. Eftir það var farið ýmist alveg með vatninu eða aðeins ofar, þar til komið er inn á Blesaflöt…. Af áður umgetinni hæð innan Blesaflatar liggur gatan inn í Breiðdal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan samfelldur, harðvellisgróður og sem tún yfir að líta.

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Upp úr norðurbotni Breiðadals er farið yfir allbratt malhaft, og þegar norður af því kemur, er komuð í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og svo má heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið. – Slysadal. …Þegar Slysadal sleppur, er komið í Bakhlíðar. Liggur gatan með þeim, um smáhæðir og daladrög, þar til komið er á Gvendarselshæð. Þar var haft í seli á síðustu öld, og sagt hefur verið, að þar hafi svo þykkur rjómi verið á trogum, að haldið uppi vænni silfurskeið, aðrir segja skaflaskeifu. Frá Gvendarseli er stutt, þar til farið er ofan af Undirhlíðum, í Kúadali, og þá komið á Krýsuvíkurleið, aðalleið, skammt sunnan Kaldárssels.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 271-272.
-Ólafur Þorvaldsson; Ábók 1943-48, bls. 91-94.

Vatns- og Dalaleið

Vatns- og Dalaleið.