Húshólmi

Í Austra, 32. tbl. 20.11.1896, er m.a. fjallað um “Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg)”.

Ísland fyrrum

Ísland fyrrum.

” Í landfræðissögu Íslands eptir dr. Þorvald Thoroddsen er minnzt á sagnir þær um Thule, sem finnast hjá hinum fornu rithöfundum Grikkja og Rómverja, og verður niðurstaða höf. sú, að það megi heita fullsannað, að Thule sé ekki Ísland. Þó eru þar eigi hraktar röksemdir pær, sem getið er um, að Þórður biskup Þorláksson hafi fært fram því til sönnunar, að Ísland og Thule væri sama land, nl. 1. breiddarstig þau, er fornir höfundar (Ptolemæus landfræðingur) nefna í sambandi við Thule. 2. fjarlægðin frá Bretlandi. 3. lengd dagsins um sumarsólstöður. Breiddarstig þau, er Ptolemæus nefnir til að ákveða hnattstöðu Thule, standa reyndar eigi heima við það sem vér vitum nú um Ísland, en benda þó á miklu norðlægara land en Hjaltland, með því að Færeyjar liggja um 62 breiddarstig, svo að eptir tali Ptolem. verður Thule á milli Íslands og Færeyja: Það bendir líka á, að Thule sé fjarlægara Bretlandi (hinu mikla) en Hjaltland er, að Pypeas segir: „að Thule sé sex daga sigling frá Bretlandi til norðurs, nálægt hinu forna hafi” og þótt hann hafi talið Thule með hinum brezku löndum (eyjum), þá sannar það ekki gegn hinu, að hann hafi hugsað sér það nálægt Bretlandi, (og þarf ekki að pýða annað, en að hann hafi skipað öllum eyjum í norðurhöfum í einn flokk og kent hann við eina stærstu og merkustu eyjuna. En mesta og bezta sönnun þess, að með Thule sé ekki upphaflega átt við Hjaltland, er þó lengd dagsins þar. Ptolemæus segir, að hann sé 20 stundir lengstur, en Pomponius Mela, Plinius, og Solinus segja einum rómi, að um sumarsólstöður séu þar (nærri) engar nætur. Þetta getur ekki átt við önnur lönd norður frá Bretlandi en Ísland eða norðurhluta Noregs, og getur vel verið, að menn hafi slengt þeim löndum saman undir nafnina Thule, sem haft var til að tákna það sem „yzt var í heiminum” og „nyrzt af öllum löndum sem nefnd eru” eða, eins og dr. p . Th. kemst að orði: „hin norðlægustu endimörk jarðarinnar, eða eitthvað ókunnugt, fjarlægt töfraland, yzt útí hafsauga” (Lfrs. 10. bls,)

Íslandskort

Thule á Íslandskorti fyrrum.

Eins og hann segir á öðrum stað (13. bls.,) „kallar aðalfjöldi fornra höfunda það allt Thule, sem er ókunnugt í norðri” en eptir því sem þekking manna á Norðurlöndum jókst, hefir hver rithöfndur um sig sett hið óákveðna Thulenafn á þau lönd, er láu nyrzt þeirra, er þeir þekktu með vissu, og því nefnir Tacitus Hjaltland þessu nafni, en Prokopius kallar svo Kjalarskagann (Noreg og Svípjóð) og Dicuilus Ísland, eptir að írar höfðu fundið það. Þar sem Plinius hefir það eptir Pypeasi, að daguriun á Thule sé 6 mánaða langur og nóttin jafnlöng, þá eru það líklega aðeins öfgar um hinn bjarta sumartíma og dimma vetrartíma í norðurheimi, eða Pypeas hefir annars haft vitneskju af miklu norðlægari löndum en Íslandi. Eins og dr. p . Th. tekur fram, mun frásögnin um ferðir Pypeasar vera umsnúin og aflöguð og er því ófært að draga nokkra ályktun um það, að Thule sé ekki Ísland, af lýsingunni á lífi þeirra, „sem nálægt kuldabeltinu búa” (6. bls.), því að það er alls ekki sagt, að þeir búi á Thule, og Strabon vill einmitt greina það frá hinum byggðu löndum, t. d. Bretlandi og Írlandi (sjá 5. bls.) svo að líklegast virðist, að ekki hafi verið hægt að sjá af ferðasögu Pypeasar, hvort nokkur byggð væri á Thule eða eigi, eða hvort hann hefir gjört nokkurn glöggan greinarmun á Thule, sem var „yzt í heiminum” og öðrum stöðum þar nyrðra, með því að Strabon nefnir hvað eptir annað: „ Thule og þá staði”. „Thule og aðra staði þar og langt í norðurátt. Að hann (Strabon) telur Írland til norðurs frá Bretlandi, gæti ef til vill bent á, að landsins Thule, sem átti að vera enn norðar, væri að leita í sömu átt og til norðurs og vísar það óneitanlega helzt til Íslands.
Nú hefir þetta mál verið vakið að nýju með löngu erindi í Dagskrá I, 15.—18. (Thule, Sólareyjan), og kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að Thule hljóti að vera Ísland; hyggur hann það hafa verið kunnugt Keltum, er hafi kent það við sólina, jafnvel fyrir Krists fæðingu, og byggt af þeim um nokkrar aldir áður en Norðmenn komu hingað.
Þetta mun nú vera bágt að sanna með fullgildum rökum, og þótt Beda (f 735) bendi til byggðar í Thule og siglinga (þangað og) þaðan, þá, er ekki að vita, nema hann hafi þar heimfært Thulenafnið, sem haft var um ókunn lönd nyrzt í heimi, til einhverrar eyjar við Halogaland (er hann mun hafa talið til „Skypíu”, sbr. grein eptir Ólaf Davíðsson í Tím. Bmf. XIV, 138—139. bls.)

Íslandskort

Íslandskort fyrrum.

Hins vegar höfum vér áreiðanlega vitneskju um það (frá Dieuilus), að Írar hafa verið komnir til Íslands seint á 6. öld. (795 eða 796) og er sennilegt, að þeir hafi þá gefið landinu hið forna nafn „Thule”, og það hafi haldizt meðan þeir dvöldu þar, en að mikill hluti landsins hafi verið byggður af þessum „Þýlingum”, þá er Norðmenn komu, er með öllu óvíst, og meira að segja ólíklegt, og ályktanir höf. um flótta þeirra „austur eptir Suður-Íslandi” fyrir Ingólfi og Hjörleifi virðast gripnar úr lausu lopti. Þeir gátu vel verið farnir áður en Ingólfur kom, því að þeir sem fundu Ísland fyrstir Norðmanna (Naddaður, Garðarr, og Hrafna-Flóki) komu allir að landinu austanverðu, nálægt því svæði, er vér höfum spurn af Pöpum, og þeir Garðarr og Flóki komu jafnvel beint að einni af stöðvum þeirra (Papós), en það þurfti varla annað til að fæla þá burt en að sjá hin norrænu víkingaskip bruna að landinu.
Það er með öllu skakkt, að Örlygur hafi farið til Íslands til að byggja Patreksfjörð að tilvísun Patreks biskups í Suðureyjum, heldur segir Ldn., að honum hafi verið vísað til bústaðar á Kjalarnesi, þar sem hann byggði síðan, en öll sú frásögn hefir mikinn helgisögublæ, og er hæpið að álykta af henni, að Patreknr hafi sjálfur komið þangað, er hann á að hafa vísað Örlygi til. Eigi virðist nein ástæða til að halda, að Nátttfari hafi verið keltneskur maður, og er miklu líklegra að hann hafi verið austrænn (sænsknr), því að hann fór út með Garðari, er var sænskur að ætt, og hið fágæta nafn Náttfari finnst einmitt á rúnasteini í Svípjóð (Brate: Runverser, 319. bls. (Nr. 141).).
En þótt ályktanir höf. beri sumstaðar vott um nokkuð mikla fljótfærni,
og ekki sé gott að skilja í því, hvernig Thule-nafnið geti haft sömu þýðingu, hvort sem það er leitt af keltnesku, grísku eða norrænu, er grein hans samt fróðleg að mörgu leyti, og gaman að sjá röksemdir hans með því að Thule sé Ísland, og hvað sem öðru líður, hefir hann tekið það réttilega fram, að Írar þeir, sem voru hér fyrir landnám Norðmanna, muni hafa kallað landið Thule, og hafi það því meiri rétt en önnur lönd til þessa nafns”. – J.

Í Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, er fjallað um Thule, “Sólareyjuna” sem (ágrip af fyrirlestri höldnum í “The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum”).

Íslandskort
“Mergðin af rithöfundum þeim sem hafa fengist við að rannsaka og færa rök fyrir því hvað hið eldforna Thuleland hafi í raun rjettri verið eða átt að vera, hafa lagt aðaláhersluna á það, að sýna hvar það land hafi legið, sem haft er eptir hinum gamla gríska landfræðingi Pytheasi frá Masssilíu, (líkl. á 4. öld f. Kr.), að hann hafi
kallað Thule.
Sagnir þær sem vjer höfum af Pytheasi þessum og ferðum hans, ern mjög óljósar og óáreiðanlegar. — Þau brot af ritum hans sem hefur verið safnað saman, eru 6n6g til að sýna hvort hann hefur nokkurntíma ritað það sjálfur sem haft er eptir honum, og þeim ber ekki allskostar vel saman, sem hafa ekráð árangurinn af landaleitum Pytheasar, eptir honnm sjálfum.
Jeg ætla mjer ekki að fara hjer út í sönnunargögn þau, sem færð hafa verið fram af ótal mörgum rithöfundum, ýmist með eða móti því, hvort Pytheas sjálfur hafi heimsótt land það sem hann kallar Thule. Það er eptir mínu áliti alls ekki jafnmikilvægt atriði, eina og allur þorrinn af rithöfundum þeim, sem um þetta mál hafa fjallað, vilja láta það vera. — Því eitt er sem sje víst, og verður eigi dregið i efa, að Pytheas þessi hefur farið í landaleit frá Massilíu norður á bóginn, og hefur á þeirri ferð heyrt talað um fjarlægt eyland, sem hann hefur álitið að væri með rjettu nefnt Thule, og sem hann hefur heyrt nefnt áður en hann lagði af stað í landaleit sína.
Íslandskort
Aðalatriðið í þessu máli er því ekki, hvar Pytheas hafi álitið að Thule lægi, heldur hvar það land hafi legið, sem kallað var því nafni, löngu áður en Pytheas fór hina nafnkunnu ransóknarferð til Vestur- og Norðurhluta Bvrópu. — Einungis að því leyti sem frásagnirnar eptir Pytheasi skýra það aðalatriði málsins, verður sagt að þær verðskuldi að takast með í fyrstu röð. Að öllu öðru leyti eru þær lítilvægar að því er snertir það málefni sem liggur hjer fyrir.
Vjer höfum fulla vissu fyrir því, að „Thule”-nafnið hefur verið kunnugt Grikkjum löngu áður en álíta má að Pytheas hafi farið í landaleit sína. Þannig segir Servius í athugasemdum sínum og skýringum við ljóð Virgils, að Ctesias sagnaritari, sem var við hirð Artaxerxis Mnemóns Persa konungs, hafi nefnt Thule í ritum sínum, og vjer höfum útdrátt úr söguþætti frá Thule eptir Diogenes Antonius (e. 400 f. Kr.), sem talar um þetta land á þann hátt, að sjeð verður að Thule hefur þegar verið alkunnugt þegar hann var uppi.
Ef vjer höldum þessu föstu, virðist liggja beinast við að spyrja fyrst: Er til nokkur bending um, hvar Thule hafi legið, sem er eldri en frásagnirnar eptir Pytheasi?
Vjer getum hugsað oss að nafnið hafi komið upp á tvennan hátt, annaðhvort þannig að menn hafi hugsað sjer eitthvert óþekkt kynjaland, sem hefur verið kallað Thule, eða að þetta landsheiti hafi borist langar leiðir til þeirra sem vjer fyrst vitum að minnst hafa á það, frá þeim sem hafa sjeð land er þeir nefndu svo.
Íslandskort
Til hvors af þessu tvennu, sem Thulenafnið á rót sína að rekja, mundu auðvitað allskonar kynjasögur fara af landinu í hinum elstu ritum og munnmælum. Vísindi og skáldskapur eru nátengd á bernskutímum allrar menningar. — En þá mundu menn hafa gefið ímyndunaraflinu enn lausari taum, í öllum lýsingum hins hugsaða lands, heldur en í skýrslunum um það land sem mannsaugu þó höfðu sjeð. Hinir elstu landfræðingar, er sögðu frá því sem þeir þóttust vita um Thule, mundu einkum hafa bætt við allskyns ágiskunum um árstíðaskipti og veðurlag á þessum hala veraldar, en í skáldritum og þjóðsögum mundu miklu fremur koma fram frásögur um kynjamenn og yfirnáttúrlega viðburði úti í Thule, sem menn hugsuðu sjer að lægi einhverstaðar, yst í heiminum, þar sem enginn maður hafði stigið fæti.
Brot þau og einstöku óljósu sagnir, sem vjer höfum frá Thulelandi fornaldarinnar, geta ekki leitt til neinnar vissu um það, á hvorn veg af þessum tveim, nafnið muni vera komið upp, því vjer vitum ekki hve margar aldir hafa liðið frá því, að Thule var nefnd fyrst og þangað til skráð var sú frásögn, er borist hefur oss í hendur. Að nafnið hefði allrafyrst ekki verið annað en nafn á einhverri hugmynd um heimsendi, mundi það vafalaust síðar hafa verið haft til þess að tákna ýms lönd, fjær og fjær þeim stöðvum, þar sem nafnið fyrst var nefnt, eptir því sem menn komust lengra á verslunar eða herferðum, og færðu út kvíarnar, að því er snerti þekking manna á hinum ýmsu hlutum heimsins. Og það er mjög eðlilegt að hinir ýmsn uppgötvarar og siglingamenn, sem ekki þekktu lögun jarðarinnar, hafi nefnt þannig þau ystu mörk sem þeir komust að, hver um sig.
En það er annað sönnunargagn sem jeg álit að vjer höfum fyrir því að Thule hafi frá fyrstu verið nafn á landi sem hefur fundist, einhvern tíma mjög snemma á öldum; þetta sönnunargagn hygg jeg vera þýðingu nafnsins sjálfs, eins og það er rjettilega skilið.
Tilgáturnar um það, hvaðan orðið Thule eigi rót sína að rekja, hafa frá fyrstu verið mjög margvislegar, og hafa verið settar fram jafnhliða hinum margvíslegu skýringum á ferðalagi og frásögnum Pytheasar. Menn hafa viljað sanna, að það væri upphaflega komið úr púnversku og þýddi hulda, myrkur, skuggi, og hafa tekið fram, að þetta nafn ætti vel við hin norðlægu lönd (svo sem Ísland), þar sem nóttin er svo löng á vetrum. Aðrir hafa viljað leiða nafnið úr arabiska orðinu Túl; langt burtu, sem að vísu hefði komið einkar vel heim við hið rómverska fylgiorð „ultima” o: hin ysta, sem var og er almennt tengt við Thulenafnið. Enn aðrir hafa ætlað að nafnið sje sprottið frá Noregi, og hafa bent á líkingu þess við nafnið Telemark, sem opt er skrifað Thulemarehia eða Thylemarchia; einnig hefur verið bent á að eyjar við Noregsstrendur sem hafa verið nefndar Thuyle. Ennfremur hafa menn getið þess til að nafnið ætti skylt við Thy, sem er ysti hluti Jótlandsskaga. Eyrir utan tilgátur þær sem nú voru nefndar, má telja fjölda margar aðrar, svo sem að nafnið sje sprottið af gríska orðinn telos, endi eða tele, fjarlægt, af hinu egyptska konungsheiti Þúlis, af nöfnum aukenndra eyja Telloe eða Tylee, saxneska orðinu Tell, takmark, eða Tyle konungsríki Kelta í Þrakíu. — Það yrði hjer oflangt að telja upp öll þau orð, sem menn hafa viljað leiða uppruna Thulenafnsins til; það hefur verið aptur og aptur farið í gegnum þau rök sem færð hafa verið með og móti hinum ýmsu tilgátum, og menn hafa leitað djúpt í fornum tungum og sögu allrar landafræði, en menn hafa ekki komist enn að neinni fastri niðurstöðu, um það hvaðan orðið Thule sje upphaflega komið.
Meðal þeirra sem hafa viljað skýra orðið Thule er Isidor hinn helgi. Hann segir í Orig. Seu Etym. lib. XIX, 6 „að eyjan Thule sje nefnd eptir sólinni af því að þar sje einlægur dagur um sólstöður”. — Hann segir ekki nánar hvaðan orðið sje runnið, og hefur ekki verið mikill gaumur gefinn að þessari þýðing. — En jeg ætla þó, að einmitt hjer sje lykillinn að þeirri gátu, hverju landi Thulenafnið var fyrst gefið.
ÍslandskortÞað virðist alllíklegt, að Isidor hafi haft eitthvað fyrir sjer í því, að Thule drægi nafn af sólinni. Eins og orðið liggur fyrir sjest það ekki í fljótu bragði að það eigi neitt skylt við sjálft orðið sól, þó leitað sje í öllum þeim tungum, sem ætla má að Isidóri hafi verið kunnar. En sje litið til þess, hve nákvæmur Isidor er í orðaskýringum sínum yfirleitt og hve fjölbreytilegar skýrslur hann hafði fyrir sjer, enda þótt rit hans auðvitað beri merki þess tíma, er það stafar frá — sýnist það ástæðulaust að reyndu að hafna þessari skýring, sem er hin elsta og fyrsta, er gefin hefir verið af orðinu Thule.
— Jeg vil fyrst taka það aptur fram, að allt virðist benda á, að Isidor hafi haft fyrir sjer eldri sögn um að þetta væri hinn sanni uppruni orðsins. Hefði hann getað rakið orðið málfræðislega til þessa uppruna, mnudi hann efalaust hafa gjört það, samkvæmt því sem hann gjörir annarsstaðar, þar sem skyldleiki hins afleidda og upprunalega orðs ekki liggur í augum uppi. — En Isidor hefur vafalaust sjálfum verið ókunnugt um hvernig orðið yrði rakið til þessarar rótar, og hefur því látið sjer nægja að segja það blátt áfram, eptir því sem hann hafði fyrir sjer, og má ætla það víst, að
hann hafi haft allgóða heimild fyrir sjer, fyrst hann staðhæfir að þetta sje hin rjetta þýðing orðsins.
Það virðist heldur engin ástæða til þess að öllu óreyndu, að álíta víst að heimild Isidors — hver sem það hefur verið — hafi gripið þessa skýring úr lausu lopti. Þvert á móti virðist það einmitt harla líklegt, að sá sem hefði viljað skýra orðið af handahófi hefði farið eptir lýsingum þeim og einkunnarorðum, sem mest bar á í bókmenntum þeirra tíma, þegar ræða var um Thule, en það var myrkrið og fjarlægðin frá byggðum löndum, sem optast var nefnt í því sambandi, einkum eptir að hin rómversku skáld byrjuðu að beita þessu nafni í kveðskap sínum.
En við þetta bætist nú að vjer getum auðveldlega skýrt hvernig nafnið Thule, í þessari merking, er til komið.

Húshólmi

Forn bær í Húshólma.

Á tímum Diogenis þess, sem áður er nefndur, er það víst, að Thule var orðið nafn á landi, sem menn vissu að var til og sem menn höfðu haft sagnir sjónarvotta um. Það sjest glöggt innan um allar ýkjur og undrasagnir þær, sem Diogenes hefur soðið saman, að hann hefur farið eptir frásögnum einhvers eða einhverra sem hafa farið langt norður í heim og hafa þóttst vita hvar landið Thule lá. Diogenes veit til dæmia að engin nótt er í þessu landi á tilteknum tíma árs og að land þetta er eyland. Hvorugt þetta er ástæða til þess að halda að hann hafi fundið upp frá eigin brjósti, því síður sem hann nefnir nöfn norðlægra þjóða, er söguhetjur hans heimsóttu og sem vjer vitum að voru til á þeim tímnm, eins og vjer vitum að til er og til var eyland langt úti í heimi,
þar sem sólin hverfur aldrei af loptinu á tilteknum tíma ársins. — En sú einasta Útey, sem ætla má að þekkst hafi til forna, sem hefur sól á lopti nótt og dag á nokkrum tíma árs, er Ísland. (Framh.)

Íslandskor
Öllum kemur saman um að hinir elstu rithöfundar er minnast á Thule, hafi álitið að hún lægi norður í heimi. — En hin besta sönnun þessa er það, að Pytheas frá Massiliu, sem fer í landaleit norður í álfu, býst auðsjáanlega við því, að Thule liggi nyrst allra hinna bresku eyja, er hann svo nemir, því annars hefði hann ekki gefið þessu eylandi, er hann heyrði sagt frá og jafnvel sjálfur segist hafa sjeð, hið sama nafn, sem Ctesias og Diogenes gáfu undralandi því er þeir rita um löngu fyr en líklegt er að fregnin hafi borist af ferð Pytheasar.
Það sjest einnig skýrt á frásögn Diogenis að hann álítur sjálfur, að Thule liggi nyrst allra landa er hann hefur heyrt nefnt, og að hann fer auðsjáanlega eptir almennri skoðun annara í því efni.
Þannig segir hann um ferð þeirra, er Bagan gerist af (Phot. Cod. 166, 109 a): „Sókum hins feikna mikla kulda, neyddust þeir til þess að leita til hins Scythiska hafs, en sneru þaðan til austurs, og komu á þær stöðvar er svo kemur upp. Þaðan fóru þeir í hring og höfðu eptir það miklar hafvillur og langar, í hinu ysta hafi. Loksins komu þeir til Thule og hvíldu sig þar nokkra stund eptir flækinginn”.
Síðan fóru þeir austur á heimsenda, en til þess að komast í hið ysta haf, þurftu þeir að fara í hring, samkvæmt hugmyndum Hecatei um lögun jarðarinnar, sem átti að vera flöt og hringmynduð, umflotin af útsænum. Svo komu þeir til Thule. — Thule liggur þannig eptir hugmyndum Diogenis í hinu ysta hafi, mótsett þeim stöðvum er sól kemur upp, norðar en hið scythiska haf — eða með öðrum orðum, einmitt nálægt þar sem Ísland liggur.
Löngu fyrir daga Diogenis má nú ætla að feiknamiklir þjóðflutningar hafi átt sjer stað milli hinna bresku eyja og meginlandsins. Enginn getur sagt á hverjum tíma þeir viðburðir hafa orðið,
sem elstu helgisagnir Íra stafa frá. En svo mikið er eitt víst, að þeir hafa hlotið að verða mjög snemma á öldum, og eru allar líkur til þess, að styrjaldir þær sem fyrst er talað um, hafi knúð þjóðflokka þá sem þá bjuggu á eyjunum til þess að flýja langt undan, og leita fjarlægra landa með heri og heilar þjóðir, og má telja það víst, að þessar fyrstu flutninga og ófriðarþjóðir er vjer heyrum nefndar, hafi haft vel haffær skip og ekki verið vankunnandi í siglingum og sjómannafræði. — Vjer sjáum t. d. hve langt Punverjar voru komnir í þessari grein kringum 1000 árum f. Kr. — Vjer sjáum ennfremur, að grískar þjóðir í Miðjarðarhafi, svo sem Kríteyingar og fleiri gátu sigrað púnverska víkinga í orrustum löngu fyrir Trójustríðið. Því skyldu ekki hinir gáfuðu keltisku þjóðflokkar í Gaul og hinum bresku eyjum, sem voru alstaðar umkringdir af feiknamiklum skógarlöndum, hafa geta byggt haffær skip og lært að stýra þeim eptir gangi himintunglanna? — Ef menn geta ætlað að verslunarandi og gróðafíkn Púnverja hafi getað reist þá þjóð til svo mikilla valda og útbreiðslu á varningi Austurálfunnar, vestur og norður um alla Evrópu, því skyldi þá ekki eyjaþjóðirnar, sem áttu í stöðugum ófriði við herflota sem komu handan um haf, hafa byggt haffær skip, til þess að verja land sitt og flýja undan ef á þyrfti að halda.
Jeg fyrir mitt leyti álít, að vjer þurfum engar vísindalegar rannsóknir til þess að komast strax að þeirri niðurstöðu, að bresku eyjaþjóðirnar hafa haft haffær skip löngu áður en vjer höfum sannar sagnir af þeim. — En ef vjer nú álitum að svo hafi verið, hljótum vjer að játa, að það hefði verið mjög eðlilegt, að einhverntíma hefði, verið tekið eptir eyjum þeim sem; liggja norður og vestur af Bretlandi hinu mikla. Meira að segja, vjer getum álitið það víst, að tíðar samgöngur hafa verið milli Írlands og Bretlands, og milli Skotlands, Orkneyja og Shetlands, mörgum öldum áður en Rómverjar komu til eyjanna. Það er og hugsanlegt að herskáar og Biglingafróðar þjóðir, búi mörg hundruð ár á eylöndum, sem liggja hvert svo nærri öðru, án þess að þær taki hver eptir annari.
Húshólmi
Látum halda áfram að geta þess til sem er eðlilegast. Látum oss setja svo, að einhverntíma snemma á öldum, hafi einhver víkingur, kaupmaður eða flóttamaður, flækst svo langt norður í höf, að hann hafi sjeð feiknamikið háfjöllótt land, rísa úr hafi nálægt þeim stöðvum er Diogenes og Pytheas ætla að Thule hafi verið. Vjer getum hugsað oss, að hann hafi alveg óviljandi hrakist
svo langt burt frá heimkynni sínu, hvort sem það nu hefur verið í Noregi, hinum bresku eyjum eða jafnvel Færeyjum, sem ætla má að hafi verið þekktar mjög snemma. — Vjer skulum því næst setja svo, að þessi fyrsti uppgötvari Íslands hafi leitað burt frá landinu, annaðhvort vegna þess, að hann hafi óttast að brjóta skip sitt á brimskerjum við hið óþekkta land, eða að hann hafi óttast grimmd íbúanna, eða loks að hann hafi flýtt sjer að komast aptur á rjetta leið, og hafi því ekki gefið sjer tíma til að kynna sjer þetta land eða sigla að því. — í öllu falli má ætla víst, að enginn sem þannig hefði sjeð Ísland af tilviljun, fyrstur manna, hefði haft langa dvöl á hinni byggðu eyju á útskækli veraldar.
Frá þessum landfundi hefðu nú hlotið að berast fregnir milli manna, fyrst og fremst þar sem uppgötvarinn hefði náð mannabyggð fyrst. — Vjer skulum enn geta hins eðlilegasta, sem er, að þessi sæfarandi hafi komið til þeirra næstu mannabyggða sem vjer vitum af, sem voru bresku eyjarnar. Enginn maður heyrir um svo merkilegan landfund, án þess að veita því eptirtekt og festa á minnið það sem hann heyrir. Hvar sem sæfarandinn hefur komið að landi, hafa fregnirnar brátt breiðst út um mikið land, óþekkt, norður í hafi. —
Ef vjer nú ennfremur höldum því föstu, að öll líkindi sje til að siglingar hafi verið komnar á hátt stig á Bretlandseyjum, þegar þjóðflutningar þeir urðu, sem vjer munum hinar fyrstu öljósu sagnir af í keltneskum helgisögnum — þá mætti álíta það sennilegt, að einhver hefði orðið til þess að leita þessa fjarlæga lands, ef ekki til þess að byggja það, ræna þar, eða reka þar verslun, þá einungis til þess að fá sanna vitneskju um hvernig þar hagaði til. — Vjer höfum fjölda af vitnisburðum um að forvitni og uppgötvunarfýsn hinna elstu þjóða hafa leitt til fyrirtækja sem voru mikið stórkostlegri en þetta hefði verið.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma.

Hver sá sem hefði farið þessa ferð mundi nú allra fyrst hafa leitað upplýsinga frá landfundi hins fysta uppgötvara, svo ljóst sem föng voru á. — Vjer skulum setja svo að hann hafi komist að því að land lægi mjög langt í burt til norðurs. — Hann hefði þá auðvitað valið þann tíma árs til ferðarinnar, sem var hagkvæmastur og hættuminnstur, einkum fyrir hin ófullkomnu skip fornaldarinnar; hann mundi með öðrum orðum hafa lagt af stað kringum
sólstöður, þegar lengstur er dagur. — Vjer skulum ætla að hann hafi farið frá Skotlandi eða eyjum þeim sem liggja þar norður af, því þaðan gat hann búist við styttstri og bestri ferð.
Hann mundi þó fljótt hafa tekið eptir því, að nóttin varð styttri og styttri, eptir því sem hann kom norðar. Enginn sæfarandi, sá sem verður að stýra eptir himintunglunum, siglir svo
á uppgötvunarferð, að hann taki ekki eptir mismun á degi og nóttu.
Eptir því sem hann hefur komið norðar, eptir því hefur hann orðið gagnteknari af þessum langa degi. Hann hefur sjeð sólina synda við hafsbrún, löngu eptir að hann vissi að hún var horfin þar sem hann átti heima, og hann hefur hlotið að láta sjer detta í hug ósjálfrátt: „Skyldi jeg komast svo langt norður, að jeg sjái sólina á lopti til næsta dags?” — Loks hefur hann svo komist til hins mikla eylands norður í hafi. Hann hefur komið þangað á þeim tíma árs, sem öll hin einkennilega náttúrufegurð Íslands er dýrðlegust. Hann hefur ef til vill siglt norður fyrir landið, eða gengið upp á hátt fjall til þess að líta yfir það, og hefur horft á ljóma nætursólarinnar, sem enginn getur gleymt sem einu sinni hefur sjeð hana. — Hann hefur fundið að hann hafði rjett til að gefa landinu nafn, því hann hafði fyrstur allra farið yfir hafið til þess að kanna það; hann hefur haft nætursólina fyrir augum þegar hann skýrði landið, og hvað er þá sennilegra heldur en sú tilgáta, að hann hafi kennt landið við sólina, og hafi kallað það: Sólareyna eða Sólarlandið – Thule.
Thule
Ef vjer gjörum ráð fyrir því sem áður er getið til, að fyrsti uppgötvari Íslands hafi komið frá Bretlandseyjum, og landið því hafi fyrst fengið nafn sitt á keltnesku máli, tökum vjer fyrst eptir því, að hið gamalkeltneska orð yfir sólina; houl heaol, hiol, heul o. s. frv. er einmitt samhljóða meginhluta orððins Thule, Thile o.s.frv. eins og það hefur verið verið ýmislega skrifað. — Ennfremur gætum vjer þess undir eins að endingin e, einmitt fellur saman við orðið ee eða i sem þýðir ey, í gömlum keltneskum mállyskum t.a.m. gaelisku, og hefur þessi ending haldið sjer með hinni upphaflegu þýðingu á ýmsum hreBkum eyjanöfnum t. a. m. Tyr-ee. — Vjer getum nú hugsað oss, að þetta upphaflegasta nafn Íslands, segjum að það hafi verið Houl-ee eða Houl-i hafi hætt framan við sig t, því sem fylgir því nú, — á ýmsan hátt. — Það er t. a. m. eptirtektavert, að það sem gaelisku málin setja til hljómfegurðar milli hins ákveðna greinis og allra karlkenndra nafnorða, sem byrja með hljóðstaf, hefði eitt verið nægilegt til þess að gjöra nafn ífilands að því sama, sem Thulelandið forna var nefnt. — Vjer sjáum nú einmitt að orðið eilan = ey á gaelisku er karlkyns, og eru styttri myndir af því sama kyns í ýmBum keltneskum mállýzkum, og er vert að minnast þess hjer að Beda prestur karlkennir Thule á einum stað („Thule, qui etc”). — Samkvæmt eðli málsins hefði það nu ennfremur verið líklegast, að hinn ákveðni greinír hefði verið hafður með nafni þessa fjarlæga eylands, sem menn hafa að minnsta kosti í fyrstu, haft mjög sjaldgæfar samgöngur við, og sem menn hafa frá byrjun litið til sem nokkurskonar undralands.
Á gaelisku hefði Houlee því verið verið kallað an t’ houl-ee. Ef greinirinn nú er tekinn frá, og þetta nafn er skrifað stafrjett á grísku fáum vjer Öovkrj, lat. Thule.
Jeg hef nú leitast við að sýna fram á að Ísland hefur verið hið forna Thuleland, og að nafnið, Thule þess á hnettinum og margt annað bendi til þess, að Keltar hafi fyrstir fundið og byggt landið.
En í sambandi við þetta er það einnig athugavert, að hinir fyrstu menn er vjer höfum vissar sagnir af að bjuggu á Íslandi, hafa kallað þessa ey Thule eða Thyle. — Þetta hefur ekki verið tekið til greina áður. En það er þó augljóst, að þetta eitt út af fyrir sig væri nægilegt til þess, að Ísland ætti að rjettu fremur tilkall til þessa nafns en nokkurt annað land, jafnvel þó það væri að öðru leyti með öllu óvíst, hvaðan nafnið er sprottið frá fyrstu byrjnn, sbr. t. a. m. Vestindverskn eyjarnar, sem bera það nafn enn, þó þeim væri ranglega gefið það í fyrstu.
Þetta sjest skýrt og greinilega hjá Dicuilus sem c. 825 skrifar, að hann hafi fyrir 30 árum talað við munka sem hafi heimsótt Thule.
Thule
Land það sem Dicuilus kallar Thule vita menn nú með vissu að var Ísland; enginn efast um það. Ennfremur er það augljóst, að munkar þeir sem Dicuilus talaði við, hafa álitið að Ísland væri Thule.
Bæði sjest það á sama stað í Dicuilus, að þeir hafa þekkt rit þau sem höfðu getið um Thule, þar sem þeir fóru norður fyrir landið til þess að kanna hvort þar væri ís — eins og Plinius og fleiri höfðu sagt fyrir löngu, hvaðan sem þeir hafa haft það — en einnig ræður það að líkindum, að svo lærður maður sem Dicuiius var, hefði þó fyrst og fremst fengið að vita hjá munkum þessum, ef þeir hefðu nefnt eyna öðru nafni — eða þekkt annað nafn á henni; en enginn má ætla að menn eigi umhverfis svo mikið land sem Ísland er, til þess að kanna það, án þess að hugleiða hvort það hefði fengið nafn, eða verið nafnlaust áður. — Slíkt væri dæmalaust í sögu landafræðinnar.
Munkar þessir hafa talið með öllu efalaust, að eyland þetta hjeti Thule, með rjettu. — Jeg get nú ekki betur sjeð, en að þetta sje allöflug sönnun þess að nafnið og þokkingin á Thule til forna hafi komið yfir bresku eyjarnar, þaðan sem einnig var eðlilegast að hvorttveggja ætti upptök sín. — Fjölda margt af ritum þeim og munnmælum sem þessir munkar gátu þekkt er nú glatað að eilífu, svo vísindin geta ekki staðhæft, að munkar þessir hafi með röngu álitið að Thule lægi svo langt norður í hafi. Vjer vitum einungis að Dicuilus, og án efa einnig munkar þeir er hann talaði við, sem sjálfsagt hafa verið djarfir og þaulfóðir landaleitarmenn — hafa þekkt allt sem vjer byggjum skoðanir vorar um Thule á. En þeir hafa einnig vel getað vitað meira um þetta en vjer.
Vjer sjáum síðar á íslenskum sögum að Írar hafa verið á Írlandi þegar Norðmenn komu þangað. Þannig vitum vjer með fullri vissu að Ísland hefur verið kallað Thule eða Thyle af sínum eigin íbúum um nærfellt heila öld — að minnsta kosti. En öll líkindi eru til þess, að samgöngurnar milli Íslands og annarra landa hafi byrjað löngu fyr. Þannig segir Plinius (22—79 e. Kr.). Nat. Hist. I, 30, að menn sigli frá Noregi til Thule. Þetta hefur hann ekki eptir Pytheas einum, og fyrir utan það að ekki virðist eðlilegt, að fáeinir munkar hefðu farið að taka sig upp allt í einu í lok 8. aldar, og sigla mörg hundruð mílur norður.
Í fyrirlestrinum er einnig bent á hvernig Thule hefði getað komið fram úr grísku eða norrænu nafni á Íslandi — er hefði þýtt hið sama sem keltneska nafnið Houlee. En í þessu ágripi er ekki rúm fyrir það.
Ef þeir hefðu ekki verið áður kunnir landinu af frásögn annara, má einnig nefna að Beda (672—735 e. Kr.) segir í L. R. Quæst. Cap. XXV.: „Því þetta (o: að sólin líði til austurs, yfir sjóndeildarhringnum, án þeas nokknr nðtt sje á milli) segja bæði þeir sem búa í eynni Thule, sem er fyrir norðan Bretlund, og eins hinir sem búa nyrstir af Skyþum, — að þeir hafi sjeð á öllum Bumrum, nokkra daga. Og þetta er hið sama, sem er Bagt og sannað af mönnum til forna og eins samtíðamönnum vornm sem koma frá þessum löndum”.
Það virðist gegn allri furðu að menn hafa ekki tekið neitt tillit til þessarar setningar, sem hinn lærðasti og sannorðasti vísindamaður samtíðar sinnar, hefur látið oss eptir sem órækan vitnisburð þess, að Thule hefur verið heimsótt, og eptir öllum mannlegum líkum einnig byggð í byrjun 8. aldar, og að þetta land sem menn á dögum Beda sigldu til og lögðu frá, var Ísland. — Þetta styrkist einnig við vitniburð Alfreða (á 9. öld), er hann í þýðing sinni á Orosius (bls. 31) fullyrðir, að hið ysta land norðvestur af Írlandi, hafi verið kallað Thila.
Jeg get nú ekki betur sjeð, en að það sje með öllu óhætt að álíta víst, að Ísland hafi verið kallað Thule af eigin íbúum sínum og gestum, að minnsta kosti tveim öldum áður en það fannst af Norðmönnum. Hvort Rómverjar hafa komið þangað er óvíst, því engar menjar hafa fundist enn á Íslandi, sem menn geti sannað að stafi frá eldri tímum en sögur hafast af enda þótt Henderson að vísu fullyrði að hann viti um gröf í Íslandi sem hlóti að vera hlaðin áður en sögur eru sagðar af bygging Íslands sbr. Hend. I, kap. 8. Menn skilja venjulega frásögn Landnámu og Íslendingabókar svo, að hinir kristnu menn er sagt er frá að hafi búið á Íslandi þá er Norðmenn komu þar hafi aðeins verið örfáir einsetumenn. — En jeg get ekki ekki sjeð, að neitt slíkt sje byggjandi á sögunum.
Thule
— Í Íslendingabók segir svo: „Þá voru hjer kristnir menn, þeir sem Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut af því að þeir vildu eigi vera hjer við heiðna menn, og ljetu eptir bækur írskar oc bjöllur oc bagla. Af þessu mátti skilja, at þeir voru menn írskir”. Í Landnámu segir að þetta hafi fundist í Papey austur og Papýli.
Af þessari frásögn er það nú fyrst og fremst ljóst, að Þýlingarnir (Thule-íbúarnir) hafa flúið undan Norðmönnum, án þess að innflytjendurnir vissu hve margir þeir voru er flíðu. Því ef þeir hefðu haft nánari afskipti af þeim, hefðu þeir ekki þurft að ráða það af írsku bókunum, hverrar þjóðar þessir menn voru. — Ennfremur er afarlangur vegur og yfir fjöll og stórfljót að fara milli þeirra staða, er menjarnar fundust á, og þess hluta lands, er landnámsmennirnir komu fyrst að. — Það er einnig næsta ótrúlegt, að Þýlingarnir, sem þó urðu að hafa haffært skip til þess að geta flúið frá þessum hinum brimsælasta og hættulegasta hluta Íslands, þar sem sagt er að þeir hafi búið — hefðu ekki skilið eptir einhver merki þess að landið hafði verið byggt áður, merkilegri en þessa hluti, sem taldir eru, og sem sýnilega einhverir munkar, einn eða fleiri, hafa gleymt á einum stað, í fátinu, er þeir fengu að vita um aðkomu heiðingjanna. — Líklega hafa þeir þó haft naust yfir skipið sitt, og líklega hafa þeir ekki búið undir beru lopti á Íslandi allan ársins hring. — Öll þessi setning, sem tilfærð er að ofan, bendir til þess, að söguritarinn sjálfur hafi dregið þetta út af frásögn um hinn allsyndis ómerkilega fund á bjöllum, böglum og bðkum. — Hann segir til dæmis, að Paparnir hafi flúið vegna þess að þeir hafi ekki viljað vera við heiðna menn. Hvernig vissu menn það, úr því menn sáu aðeins á leifunum, hverrar þjóðar þeir voru, og töluðu ekki við þá? Nú er þess einnig að gæta, að landnámsmenn þeir, sem fyrstir komu til Islands, hafa að líkindum ekki verið læsir á skript, og eru allar líkur til að hinar írsku bækur hafi verið varðveittar, og ályktanin um þjóðerni Þýlinga fyrst dregin af þeim löngu síðar, af höfundi þessarar sagnar. — En var ekki mikið líklegra, að þessir kristnu menn, sem höiðu illa reynslu frá Bretlandseyjum um grimmd heiðingjauna, hefðu tekið sig upp og flúið fyrst austur eptir Suður-íslandi og síðan brott fiestir eða allir undan hinum heiðnu höfðingjum, Ingólfi og Hjörleifi. Óttinn rekur fleiri á flótta en trúabragðarígurinn einn getur gjört, og það er ekki nema eðlilegt, þð menn — undir algerðri þögn hinna elztu sagna um hve margir þeir hafi verið — ætli að nýlenda Þýlinga á Íslandi, sem þá hafði staðið að minnsta kosti hátt á aðra öld, hafi verið nógu fjölskipuð til þese að menjar mætti finna frá byggingum þeirra. En nú hafa menn ekki fundið neinar byggingar enn, er álitið sje að stafi frá Þýlingum. Og þó hljóta þær að hafa verið og vera til enn. Er þetta ekki ljós sönnun þess, að fornfræðingarnir muni einhversstaðar hafa slengt saman byggingum Þýlinga og Norðmanna á landnámstíð?
Jeg ætla að minnast enn á eitt atriði í sögum Forn-Íslendinga, er sannar beinlínis, að Þýlinga-nýlendan hefur verið útbreiddari en menn ætla almennt. — Í Landnámu, kap. XII, segir frá því, að Örleygur Hrappsson hafi farið til Íslands til þess að byggja kirkju þar á tilteknum stað, er Patrekur biskup í Suðureyjum vísaði honum á. Staður þessi var ekki á Suðurlandi, þar sem er Papey og Papýli, heldur á Vesturlandi þar sem nú heitir Patreksfjörður. Svo greinilega lýsti biskup þessum firði fyrir Örlygi, að hann hefir hlotið að búa þar lengi og þekkja vel til — auk þess sem ætla má að hann hafi einmitt þess vegna sagt Örlygi að byggja við þennan fjörð fremur öðrum.
Þetta atriði eitt sannar og að innflutningurinn af Keltum til Íslands gat verið og hefur einnig sjálfsagt verið að nokkru leyti óháður þeirri uppgötvun Íslands, sem kennd er við Norðmenn. — En með því er slegið föstu, að bygging Kelta á Íslandi stendur sögulega framar hinu norska landnámi. — Það er og athugavert, að hinn fyrsti landnámsmaður Íslands á sögutímanum er ekki norrænn, heldur keltneskur maður, Náttfari, er nam land á Norður-Íslandi og „merkti á viðum” áratug áður en Ingólfur Arnarson, sem
venjulega telst fyrsti landnámsmaður, byggði á Suðurlandi.”

Í upphafi Landnámabókar er sagt frá arfsögninni um Ultima Thule, eða fjarlæga Thule: „Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað.“

Heimildir:
-Austri, 32. tbl. 20.11.1896, Thule = Ísland (og önnur lönd jafn-norðlæg), bls 1.
-Dagskrá, 15. tbl., 17.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í “The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896”), bls. 57-59.
-Dagskráin, 16. tbl. 20.08.1896, Thule, Sólareyjan (ágrip af fyrirlestri höldnum í “The Orkney, Shetland ans Northern Society, Lundúnum, 28. febrúar 1896”), bls. 61-63.
-Dagskrá, 18. tbl. 28.08.1896, bls. 71-72.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.