Reykjavík

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Reykjavík, m.a. tekið saman af Eiríki Þ. Einarssyni, bókasafnsfræðingi:

Reykjavík 200 ára afmæli

Reykjavík

Reykjavík – minnismerki; 200 ára afmæli.

Þann 18. ágúst 1986 var haldið upp á 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur. Talið var að 70 – 80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Þar var í boði stærsta terta, sem sögur fara af á Íslandi, 200 metra löng. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju í afmælisgjöf. Flugeldasýning var rétt fyrir miðnættið.

Dagskrá hátíðarhaldanna hófst með opinberri heimsókn forseta Íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til borgarinnar. Síðan voru haldnar hátíðaguðsþjónustur, langborðsveislan í Lækjargötu og kvöldskemmtun á Arnarhóli. Formaður afmælisnefndar var Davíð Oddsson borgarstjóri.

Í Hljómskálagarðinum var margt um manninn, enda ýmislegt til skemmtunar. Meðal annars var þar danssýning, dýrasýning, hástökkskeppni og leiðbeiningar í lyftingum. Var Hljómskálagarðinum skipt í svæði, sem nefnd voru eftir því sem þar fór fram, t.d. dýragarður, dansgarður, kraftagarður og brúðugarður.

Reykjavík

Reykjavik – minismerki; 200 ára afmæli.

Á Austurvelli var sögugarður og í Fógetagarðinum var djass- og djúsgarður.

Minnismerkið var reist til minningar um framangreindan atburð. Það er þunn hraunhella, lík laufblaði upp á endann. Á henni er koparskjöldur með tákni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar; „Reykjavík – Sveitarfélögin á Suðurnesjum“.

Hraunhellan er á auðu svæði rétt við auglýsingaskilti vestan gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Fótstallurinn er nú eitthvað farinn að molna.

Agnar Lúðvíksson (1918-2013)

Agnar Lúðvíksson

Reykjavík – minnismerki um Agnar Lúðvíksson.

Knattspyrnufélagið Víkingur.

Til minningar um Agnar Lúðvíksson, heiðursfélaga og velgjörðarmann.
Minningarskjöldurinn var reistur 24.4.2014. Björn Einarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings og Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs Víkings afhjúpuðu skjöldinn.
Skjöldurinn er á stúku knattspyrnuvallarins í Fossvogi.
Agnar var dyggur stuðningsmaður Víkings – allt til dauðadags.

Albert Guðmundsson (1923-1994)

Albert Guðmundsson

Reykjavík – Albert Guðmundsson; stytta í Laugardal.

Minnismerkið er til minningar um Albert Guðmundsson fyrsta íslenska atvinnumanninn í knattspyrnu.

Samvinnuskólapróf 1944. Verslunarnám 1944–1946 við Skerry’s College, Glasgow, Skotlandi.

Atvinnumaður í knattspyrnu árum saman og þá búsettur í Glasgow, London, Nancy, Mílanó, París og Nice. Heildsali í Reykjavík 1956–1989. Skipaður 26. maí 1983 fjármálaráðherra, lausn 16. október 1985, skipaður 16. október 1985 iðnaðarráðherra, lausn 24. mars 1987. Sendiherra Íslands í París 1989–1993.

Forseti Alliance Française í fjölda ára. Ræðismaður Frakka 1962–1989. Stjórnarformaður Tollvörugeymslunnar hf. 1962–1983. Formaður Knattspyrnusambands Íslands 1968–1973. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1970–1986, í borgarráði 1972–1983, forseti borgarstjórnar 1982–1983. Formaður byggingarnefndar Sjálfstæðishúss (Valhallar). Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1976–1987 og í framkvæmdastjórn flokksins 1978–1987. Stofnandi Borgaraflokksins og formaður hans 1987–1989. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1980–1983. Í flugráði 1980–1983. Stjórnarformaður Hafskips hf. 1978–1983.

Albert Guðmundsson

Reykjavík – Albert Guðmundsson; áletrun á minnismerki.

Albert Sigurður Guðmundsson var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu og lék meðal annars með Val, Glasgow Rangers, Arsenal og AC Milan. Að íþróttaferlinum loknum fór hann út í stjórnmál og var þingmaður á Alþingi í 15 ár og gegndi embætti fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra. Hann bauð sig fram í forsetakosningunum 1980 en tapaði fyrir Vigdísi Finnbogadóttur.

Styttan, sem er eftir Helga Gíslason myndhöggvara, stendur framan við Íþróttaleikvanginn í Laugardal, aðalstöðvar KSÍ. Hún var afhjúpuð árið 2010 af Albert Guðmundssyni, barnabarni Alberts.

Bjarni Benediktsson (1908-1970)
Formaður Sjálfstæðisflokksins 1961-1970.

Bjarni Benediktsson

Reykjavík – Bjarni Benediktsson; minnismerki framan við Valhöll.

Bjarni Benediktsson var prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1932–1940. Borgarstjóri í Reykjavík 1940–1947. Skipaður 4. febrúar 1947 utanríkis- og dómsmálaráðherra, fór einnig með verslunarmál, lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember. Skipaður 6. desember 1949 utanríkis-, dóms- og menntamálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður 14. mars 1950 utanríkis- og dómsmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður sama dag dóms- og menntamálaráðherra, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí. Ritstjóri Morgunblaðsins 1956–1959. Skipaður 20. nóvember 1959 dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra, leystur frá þeim störfum 8. september 1961 frá 14. september til 31. desember að telja og jafnframt falið að gegna störfum forsætisráðherra þann tíma, tók við fyrri störfum 1. janúar 1962, lausn 14. nóvember 1963. Skipaður sama dag forsætisráðherra og gegndi því starfi til æviloka.

Minnismerkið hefur verið framan við Valhöll við Brautartún, en verið fjarlægt vegna framkvæmda [2024].
Sama minnismerkið er við fyrrum ráðherrabústaðinn á Þingvöllum er varð eldi að bráð 10. júlí 1970. Bjarni Benediktsson var 62 ára, er hann lézt.

Séra Bjarni Jónsson (1881-1965)

Bjarni Jónsson

Reykjavík – Bjarni Jónsson; minnismerki.

Dr. Theol. – Vígslubiskup, dómkirkjuprestur 1910-1951 og heiðursborgari Reykjavíkur.

Bjarni var í framboði til embættis forseta Íslands árið 1952.

Bjarni lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1902 og lauk embættisprófi í guðfræði árið 1907 frá Kaupmannahafnarháskóla. Samhliða námi kenndi Bjarni við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík. Haustið 1907 varð hann skólastjóri Barnaskólans á Ísafirði. Hann varð prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík árið 1910, var prófastur í Kjarlarnesprófastsdæmi 1932-1938 og dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi frá 1945-1951. Hann varð vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi forna frá 1937 og til æviloka. Starfsferill Bjarna var langur og hann var starfandi prestur og vígslubiskup í rúmlega hálfa öld. Hann varð heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands árið 1941 og hlaut ýmsar orður og heiðursmerki m.a. stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu og hina dönsku Dannebrogsorðu. Bjarni var heiðursfélagi í fjölda félaga og árið 1961 varð hann heiðursborgari Reykjavíkurborgar en Bjarni þótti með þekktari borgurum Reykjavíkur og vakti athygli vegfarenda þegar hann gekk hempuklæddur milli Dómkirkjunnar og heimilis síns að Lækjargötu 12b.

Minnisvarðinn stendur við Dómkirkjuna í Reykjavík og er eftir Sigurjón Ólafsson.

Björg C. Þorláksson (1874-1934)

Björg C. Þorláksson

Reykjavík – Björg C. Þorláksson; minnismerki.

Dr.Phil. frá Sorbonne háskóla París 17. júní 1926.

Björg Caritas Þorláksson (fædd 30. janúar 1874 í Vesturhópshólum í Húnaþingi, dó 25. febrúar 1934 í Kaupmannahöfn), var fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsnámi.

Foreldrar Bjargar voru hjónin Margrét Jónsdóttir (1835-1927) húsfreyja og Þorlákur Símon Þorláksson (1849-1908) bóndi og hreppstjóri í Vesturhópshólum. Systkini Bjargar sem upp komust voru Sigurbjörg Þorláksdóttir (1870-1932) kennslukona, Jón Þorláksson (1877-1935) forsætisráðherra og Magnús Þorláksson (1875-1942) bóndi að Blikastöðum í Mosfellssveit.

Brjóstmyndin, sem eftir Ásmund Sveinsson, gerð í París 1928, er á háum stöpli. Á stöplinum er eftirfarandi áletrun: „Björg C. Þoráksson 1874-1934, Dr. Phil. frá Sorbonne Háskóla, París 17. júní 1926 – Maður, lærðu að skapa sjálfan þig.“
Minnisvarðinn var reistur að frumkvæði áhugamanna og stendur við Odda, hús félagsvísindadeildar Háskóla Íslands.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940)
Bríetarbrekka (2007)

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Reykjavík – Bríet Bjarnhéðinsdóttir; minnismerki.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (27. september 1856 á Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu – 16. mars 1940 í Reykjavík) var íslensk baráttukona fyrir réttindum kvenna, útgefandi og ritstjóri. Hún var kosin bæjarfulltrúi í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1908 (sjá Kvennaframboð í Reykjavík 1908-1916). Hún bauð sig fram til Alþingis, fyrst kvenna. Hefði ekki verið fyrir ný lög um útstrikanir hefði Bríet orðið fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi. Hún var gift Valdimari Ásmundssyni ritstjóra Fjallkonunnar. Á Kvenréttindadeginum, þann 19. júní 2011 var minning hennar formlega heiðruð af Reykjavíkurborg.

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Reykjavík – Bríet Bjarnhéðinsdóttir; minnismerki.

Í hring í plötu á miðjum reitnum eru eru þessar línur: ,,Stígðu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði, yfir geiminn yfir græði, allan heiminn skoða í næði”.

Ríkisstjórnin fól Kvennasögusafni Íslands árið 2004 að gangast fyrir því að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og íslenskri kvennabaráttu yrði reistur minnisvarði. Í góðri samvinnu við borgarstjóra, garðyrkjustjóra og forstöðumann Listasafns Reykjavíkur var hér útbúinn minningarreitur um íslenska kvennabaráttu. Á steini að reitnum er áletrun: „Minningarreitur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu, 1856-1940“.
Þann 7. nóvember 2007 var „Bríetarbrekka“ afhjúpuð.

Briet Bjarnhéðinsdóttir

Reykjavík – Bríet Bjarnhéðinssdóttir; minnismerki.

Minningarreitinn og listaverkið í honum gerði listakonan Ólöf Nordal. Verkið er unnið út frá veggteppi er Bríet saumaði handa dóttur sinni, Laufeyju Valdimarsdóttur. Í það eru saumaðar eftirfarandi ljóðlínur sem taldar eru eftir Bríeti: „Stígðu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði, yfir geiminn, yfir græði, allan heiminn skoða í næði.“ Skriftin líkir eftir skrift Bríetar í bréfum hennar.
Bríetarbrekku er ætlað að heiðra minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sérstaklega, en um leið minningu þeirra fjölmörgu kvenna sem lögðu sitt af mörkum til kvenréttindabaráttunnar.

Verkið er eftir Ólöfu Nordal myndlistakonu og stendur á lóð Þingholtsstrætis 7 í Reykjavík.

Annar minnisvarði um Bríeti er í Vatnsdal.

Einar Benediktsson (1864-1940)

Einar benediktsson

Reykjavík – Einar Benediktsson; minnismerki.

Einar Benediktsson var skáld, ritstjóri, lögfræðingur, embættis- og mikill athafnamaður. Einar er talinn í hópi nýrómantískra skálda og samdi mikil ljóð með hátimbruðu yfirbragði. Orðin: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ eru úr ljóði hans Einræður Starkaðar, III.

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir, húsmóðir. Einar gekk í Lærða Skólann í Reykjavík þaðan sem hann varð stúdent 1884. Hann fór því næst til Kaupmannahafnar og útskrifaðist sem lögfræðingur úr Hafnarháskóla 1892.

Einar stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn, og var sjálfur ritstjóri þess í tvö ár. Hann átti þátt í stofnun Landvarnarflokksins árið 1902 og gaf út blaðið Landvörn samhliða því. Einar átti þátt í því að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1905. Hann kom einnig að útgáfu blaðanna Þjóðin (1914–15), Þjóðstefna (1916–17) og Höfuðstaðurinn (1916–17).

Einar Benediktsson

Reykjavík – Einar Benediktsson; minnismerki.

Einar var mikill áhugamaður um virkjun fallvatna og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

Á árunum 1907–21 ferðaðist Einar mikið. Hann fór til Noregs, Edinborgar í Skotlandi, sneri aftur til Kaupmannahafnar (1908-10) en eyddi svo sjö árum í London (1910–17) áður en hann fór enn aftur til Kaupmannahafnar (1917–21), þess í milli hafði hann stuttar viðkomur á Íslandi.

Höfði

Reykjavík – Höfði.

Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík á Reykjanesskaga.

Einar lést í Herdísarvík 1940 og var grafinn í þjóðargrafreit á Þingvöllum.

Listaverkið er eftir Einar Jónsson og stendur við Höfða í Reykjavík.

Eiríkur Hjartarson (1885-1981)

Eiríkur Hjartason

Reykjavík – Eiríkur Hjartason; minnismerki.

Eiríkur Hjartarson hóf trjárækt í Laugardal árið 1929.
Minnisvarðinn er lágmynd í steinsteypu eftir Ragnar Kjartansson og stendur í Grasagarðinum í Laugardal. Börn Eiríks gáfu minnisvarðann.

Verkið er staðsett í Grasagarðinum í Laugardal. Verkið er lágmynd í steinsteypu til minningar um Eirík Hjartarson sem var mikill áhugamaður um skógrækt. Verkið sem hoggið er í stein sýnir Eirík að störfum við að planta tré. Myndin er gjöf barna Eiríks, en hann hóf árið 1929 trjárækt á landi sínu sem hann nefndi Laugardal og svæðið allt dregur nú nafn af. Eiríkur stofnaði ásamt konu sinni Garðyrkjustöðina Laugardal sem var ein af fyrstu garðplöntustöðvum í Reykjavík og var seld til borgarinnar árið 1955.

Eiríkur Hjartarson

Reykjavík – Eiríkur Hjartarson; minnismerki.

Hann var rafvirkjameistari, ræktaði matjurtir og fleira í Laugardalnum frá 1920, á reit sem hann kallaði Engidal. Hann byggði sér hús og settist að í Laugardalnum 1929 og hóf þegar trjárækt með fjölskyldu sinni og stundaði ræktunarstörf á jörð sinni í Laugardal til ársins 1955 þegar hann flutti úr Laugardalnum og Reykjavíkurborg tók við starfi hans og þar er síðan Grasagarðinn í Laugardal. Hann átti einnig jörðina Hánefsstaði í Svarfaðardal og gróðursetti hann tæplega 100.000 tré á jörðinni, tré sem hann flutti úr Laugardalnum þar sem hann hafði ræktað þau af fræjum. Jörðina gaf hann síðar Skógræktarfélagi Eyfirðinga.

Elín Pétursdóttir Blöndal – Elínarlundur

Elín Pétursdóttir

Reykjavík – Elín Pétursdóttir Blöndal; minnismerki.

Elín Pétursdóttir Blöndal bjó í Eddubæ við Elliðaárnar. Hún ræktaði þennan trjálund árin 1942 til 1960.

Við gróskumikinn trjálund í ofanverðum Elliðaárdal sunnan ánna er á stóran stein fest dálítil messingplata með svofelldri áletrun: „Elínarlundur“. Elín Pétursdóttir Blöndal bjó hér í Eddubæ. Hún ræktaði þennan trjálund árin 1942-1969.

Steinnin með skiltinu stendur rétt norðan við Vatnsveituveginn milli stíflu og brúarinnar fyrir neðan Árbæjarsundlaug. Við steininn er kofi sem nánast skyggir á steininn.

Friðrik Friðriksson (1868-1961)

Friðrik Friðriksson

Reykjavík – Friðrik Friðrikssin; minnismerki.

Leiðtogi KFUM og KFUK.

Minnisvarðinn sem er eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara og var reistur árið 1955, stóð við Lækjargötu í Reykjavík. Verkið hefur verið tekið niður.

Séra Friðrik Friðriksson (f. 25. maí 1868 á Hálsi í Svarfaðardal – d. 9. mars 1961 í Reykjavík) var íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Í samstarfi við KFUM og KFUK stofnaði hann sumarbúðirnar Vatnaskógur. Þar samdi hann mörg lög sem eru enn sungin í dag.

Stytta af honum er eftir Sigurjón Ólafsson.

Friðrik Friðriksson (1868-1961)

Friðrik Friðriksson

Reykjavík – Friðrik friðriksson; minnismerki.

Síra Friðrik Friðriksson.
Brjóstmyndina gerði Ríkarður Jónsson árið 1924. Á stöpli undir brjósmyndinni er eftirfarandi áletrun: „Látið kappið aldrei bera fegurðina ofurliði“.

Minnisvarðinn stóð á Hlíðarenda, íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Vals sem séra Friðrik stofnaði árið 1911 ásamt nokkrum KFUM-drengjum.

Síra Friðrik var einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Vals árið 1911.

Brjóstmyndin hefur nú verið fjarlægð, einkum vegna múgæsingar þar sumir hafa „látið kappið bera fegurðina ofurliði“. Kapellan, sem var reist í minningu síra Friðriks, hefur þó fengið að standa sem minnismerki um þennan merka frumkvöðul og leiðtoga.

Georg Schierbeck (1847-1911)

Georg Schierbeck

Reykjavík – Georg Schierbeck; minnismerki.

Hans Jakob Georg Schierbeck var  landlæknir á Íslandi 1883 og starfaði til 1894.

Schierbeck fæddist í Óðinsvéum, sonur málmiðnaðarmanns þar í borg. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði árið 1876 og sótti síðar framhaldsmenntun í París og víðar.

Árið 1883 var Schierbeck settur landlæknir á Íslandi og gegndi þá jafnframt forstöðu Læknaskólans. Hann sagði sig frá embætti árið 1894 og flutti þá alfarinn frá Íslandi. Hann gerðist síðar stiftsyfirlæknir á Norður-Sjálandi.

Koma Schierbecks til Íslands 1883 hafði í för með sér ýmsar jákvæðar nýjungar í íslenskum heilbrigðisvísindum. Hann vakti athygli lækna á mikilvægi aukins hreinlætis, en talsvert hafði skort á í þeim efnum. Hann gerði sömuleiðis miklar rannsóknir á holdsveiki, sem var þrálátari sjúkdómur hér á landi en víðast hvar annars staðar í Evrópu.

Hann var hvatamaður að gróðurrækt í Reykjavík og var fyrsti formaður Hins íslenska Garðyrkjufélags. Minnisvarðinn stendur (2016) í Víkurkirkjugarði við Aðalstræti í Reykjavík, en er þar ekki lengur (2022).

Rannsóknastöðin að Neðra-Ási í Hveragerði gaf minnisvarðann sem Helgi Gíslason myndhöggvari gerði.

Minnisvarðinn um H. J. Georg Shierbeck er nú í Fógetagarðinum við Víkurkirkjugarð.

Gísli Halldórsson (1914-2012)
Arkitekt.

Gísli Halldórsson

Reykjavík – Gísli Halldórsson; minnismerki.

Þökkum frábær störf – ÍSI, ÍBR, OL, KR Reykjavíkurborg.

Gísli Halldórsson arkitekt var afar afkastamill á langri ævi. Hann lést 8.október 2012 þá 98 ára gamall. Hann teiknaði fjölda bygginga um ævina, svo sem Tollstöðina, Laugardalshöll, flugstöðvar og félagsheimili auk fjölda íbúðarhúsa. Fjallað var um Gísla í útvarpsþættinum Flakki 17. október 2015 á Rás 1.

Gísli var pólitíkus og íþróttafrömuður og vann ötullega að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Auk þess var hann afkastamikill í íþróttahreyfingunni.

Margrét Leifsdóttir arkitekt býr nú í húsi afa síns að Tómasarhaga 31. Mjög haglega hannað hús á tveimur plönum og stofan hvílir á mjóum súlum og svífur yfir garðinum. Súlur eru einkenni margra húsa Gísla.

Gísli rak teiknistofu sína í garðinum um tíma, en hann stækkaði bílskúrinn svo allir kæmust fyrir.

Gísli Einarsson

Reykjavík – Gísli Einarsson; minnismerki.

Enn er rekin þar teiknistofa. Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir reka Arkibúlluna í húsnæðinu og segja eins og Margrét sem nýlega gekk til liðs við þær, að Gísli hafa haft áhrif á störf þeirra, og þá sérstaklega heimilið sem ber fyrir augu þeirra alla daga.

Styttan af Gísla er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara og stendur við íþróttamiðstöðina í Laugardal.

Glitfaxi

Glitfaxi

Reykjavík – Glitfaxi: minnismerki.

Til minningar um þá sem farizt hafa í flugslysum – Flugmálafélag Íslands.

Minnisvarðinn stendur við Fossvogskirkju og er eftir Einar Jónsson myndhöggvara.

Annar minnisvarði um Glitfaxaslysið er í Fossvogskirkjugarði með nöfnum, þeirra sem fórust í slysinu.
Verkið er staðsett við austurenda Fossvogskirkju. Verkið er í eigu Flugmálafélags Íslands. Minnisvarðinn um Glitfaxa (1955) er eitt af síðustu verkunum sem Einar Jónsson gerði og hann samþykkti staðsetningu verksins skömmu fyrir andlát sitt. Minnismerkið stendur við hlið Fossvogskirkju og er til minningar um alla sem hafa farist í flugslysum. Glitfaxi er einnig tilvísun í þau sem fórust með áætlunarflugi Flugfélags Íslands, Glitfaxa, á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 31. janúar 1951. Flugmálafélag Íslands lét setja verkið upp þann 15. október 1955. Minnisvarðinn stóð ómerktur fram til ársins 2006 en þá lét Flugmálafélag Íslands setja minningarplötu á fótstallinn. Nú má því lesa nafn verksins og listamannsins ásamt áletruninni: „Til minningar um þá sem farizt hafa í flugslysum.“

Guðmundur Magnússon (1881-1958)
Skálavörður í Lækjarbotnum.

Guðmundur Guðmundsson

Reykjavík – Guðmundur Magnússon; minnismerki.

Eitt sinn skáti ávallt skáti.
Reist fyrir hönd Skátafélags Reykjavíkur af foringjaklúbb S.F.R. í september 1966.

Guðmundur Magnússon hafði jafnan „skáti“ að viðurnefni.

„Það sem best er varðveitt um Guðmund Magnússon klæðskera er að eftir að hann gerðist skáti á fullorðins aldri var hann umsjónarmaður með Væringjaskálanum í Lækjarbotnum og tók þar alltaf vel á mótu ungu skátunum. Sá skáli er nú í Árbæjarsafni, en brjóstmynd af Guðmundi er þar sem skálinn stóð í Lækjarbotnum. Afsteypa af henni er í heimili skátafélagsins Landnemar í Háuhlíð 9, R. Þar sem Guðmundur er með íslenska fánann á búningnum sínum er líklegt að hann hafi farið á Jamboree í Englandi 1929.“ (AK 2017)

Minnisvarðinn stendur í Lækjarbotnum þar sem jarðneskar leyfar Guðmundar hvíla.

Gunnar Bjarnason (1915-1998)

Gunnar Bjarnason

Reykjavík – Gunnar Bjarnason; minnismerki.

Fáksins dunandi hófahljóð
á hrynjandi guðlegs máls.

Af eldmóði með orðsins list kynnti Gunnar íslenska gæðinginn fyrir þjóðum heims.

Minnisvarðinn er sagður standa við höfuðstöðvar Hestamannafélagsins Fáks við Elliðaár. Nefndar höfuðstöðvar hafa nú [2024] verið fluttar upp í Víðidal. Við leit að minnismerkinu á nefndum stað fannst það ekki, enda svæðinu verið raskað vegna niðurrifs og framkvæmda. Minnismerkið fannst heldur ekki við leit hjá hinum nýju höfuðstöðvum Fáks.

Annar minnisvarði um Gunnar er á Hvanneyri í Borgarfirði.

Gunnar Thoroddsen (1910-1983)

Gunnar Thoroddsen

Reykjavík – Gunnar Thoroddsen; minnismerki.

Brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen (1910-1983) fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra hefur nú verið komið fyrir á ný í borgarlandinu. Verkið er eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara (1908-1982) og stendur nú í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Fasið og líkamsreisnin voru einkenni sem Sigurjón lagði mikla áherslu á ekki síður en höfuðlagið eitt eða andlitssvipur.

Brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen (1910-1983) fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra hefur nú verið komið fyrir á ný í borgarlandinu. Verkið er eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara (1908-1982) og stendur nú í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Fasið og líkamsreisnin voru einkenni sem Sigurjón lagði mikla áherslu á ekki síður en höfuðlagið eitt eða andlitssvipur.

Brjóstmyndin var fyrst sett upp við við æskuheimili Gunnars að Fríkirkjuvegi 3 árið 1985. Þegar húsið var selt var verkið tekið niður og því komið fyrir í geymslum Listasafns Reykjavíkur. Fjölskylda Gunnars gaf Reykjavíkurborg verkið og er það í umsjón Listasafns Reykjavíkur.

Gunnar Thoroddsen

Reykjavík – Gunnar Thoroddsen; minnismerki.

Það er vel við hæfi að brjóstmyndin standi í Hallargarðinum enda beitti Gunnar sér fyrir því í sinni borgarstjóratíð að gera almenningsgarð á þessum stað. Í skýrslu Braga Bergssonar um almenningsgarða í Reykjavík segir: „Sú uppbygging markaði kaflaskil í garðyrkjusögu landsins og olli straumhvörfum í hugsunarhætti almennings varðandi skipulag garða. Aðrar eins garðyrkjuframkvæmdir höfðu aldrei áður sést þar sem fjórir garðar voru sameinaðir í einn með allskyns bogalaga göngustígum, gróðurbeðum og tjörn.“

Garðurinn var formlega opnaður á kaupstaðarafmæli Reykjavíkur þann 18. ágúst árið 1954 og þótti mikil bæjarprýði. Garðurinn hefur hlotið nokkra andlitslyftingu samhliða endurgerð hússins við Fríkirkjuveg 11, sem Thor Jensen lét byggja árið 1908.

Minnisvarðinn er við Fríkirkjuveg 11.

Halldór Laxness fæddist á Laugavegi 32 – (1902-1998)

Halldór Laxnes

Reykjavík – Halldór laxnes; minnismerki.

„Fróðir menn segja mér að ég muni ekki hafa fæðst í timburhúsinu uppí lóðinni á Laugavegi 32 þar sem stelpan misti mig útum gluggann, heldur muni það hafa gerst í steinbænum fast við götuna þar sem kötturinn stökk uppí vögguna til þess að læsa klónum í andlitið á barninu meðan það svaf; og var heingdur fyrir vikið.“ [Í túninu heima.]

Halldór (Kiljan) Laxness var íslenskur rithöfundur og skáld, jafnan talinn einn helsti íslenski rithöfundurinn á 20. öld. Halldór hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955.

Minnismerkið á gangstéttinni framan við Laugarveg 32.

Hallgrímur Pétursson (1614-1674)
Hallgrímsharpan.

Hallgrímur Péturson

Reykjavík – Hallgrímur Pétursson; minnismerki.

Hallgrímsharpan er eftir Júlíus Schou og stendur við Dómkirkjuna.

Styttan var reist fyrir tilstilli Gríms Thomsens skálds og bónda á Bessastöðum og var hún afhjúpuð 2. ágúst 1885. Stöpull minnismerkisins er úr íslensku grágrýti, gerður af Juliusi Schou steinsmið í Reykjavík. Harpan er úr steyptum málmi, er erlend smíð og á að minna á list skáldsins, „er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng,“ en svo orti Matthías Jochumsson. Á framhlið varðans er nafn Hallgríms ásamt fæðingar- og dánarári letrað á ljósa marmaraplötu. Þar eru einnig letruð þessi orð úr Passíusálmunum:

„Fyrir blóð lambsins blíða
búinn er nú að stríða
og sælan sigur vann.“ (Ps. 25. 12.)

Árni Gíslason leturgrafari gróf áletrunina en hún var orðin illa farin og ólæsileg og því nauðsynlegt að grafa nýja plötu. Leturgerðin sem Árni notaði tíðkast ekki lengur og því hafi þurft að leita í handverksaðferðir liðinna tíma. Í bók Þóris Stephensen, Dómkirkjan í Reykjavík, er að finna mikinn fróðleik um kirkjuna og umhverfi hennar, þ.m.t. minnisvarða sr. Hallgríms. Þar segir að um 1500 til 2000 manns hafi verið viðstaddir afhjúpun styttunnar og hlýtt á ræðu Péturs Péturssonar biskups. Við athöfnina var sungið og hlýtt á leik lúðraflokks. [Mbl. 7/4/01]

Þessi minnisvarði er sennilega elsti minnisvarði á Íslandi.

Hannes Hafstein (1861-1922)
Skáld og ráðherra.

Hannes Hafstein

Reykjavík – Hannes Hafstein; minnismerki.

Fyrsti íslenski ráðherrann í dönsku ríkisstjórninni með aðsetur á Íslandi 1904-1909.

Hannes Hafstein var löfræðingur að mennt og var settur sýslumaður Dalamanna 1886, málaflutningsmaður við landsyfirrétt 1887 og 1890-1893, en á milli gegndi hann ýmsum lögfræðistörfum. Varð sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896-1904. Ráðherra 1904-1909 og aftur 1912-1914. Bankastjóri Landsbankans 1909-1912 og 1914-1917. Hann gegndi einnig ýmsum nefndarstörfum fyrir þing og ríkisstjórn. Hannes er eitt af þjóðskáldum Íslendinga.

Verkið er staðsett við Stjórnarráð Íslands. Verkið er í eigu ríkisins. Þegar listamaðurinn Einar Jónsson kom fyrst til Reykjavíkur var ein stór stytta á almannafæri í Reykjavík, sjálfsmynd Bertels Thorvaldsens sem stóð á miðjum Austurvelli.

Hannes Hafstein

Reykjavík – Hannes Hafstein; minnismerki.

Það kom þannig í hlut Einars að móta styttur af mönnum sem þóttu hafa markað spor í sögu landsins, á fyrstu áratugum 20. aldar, og ber að líta á þau verkefni sem vitnisburð um ríkjandi þjóðernismiðaða orðræðu á Íslandi á þeim tíma. Höggmynd Einars af Hannesi Hafstein (1931), fyrsta íslenska ráðherranum var sannarlega í þeim anda. Hannes stendur hnarreistur á háum stalli vinstra megin fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og horfir út yfir Reykjavíkurhöfn. Höggmyndin kallast á við höggmynd Einars af Kristjáni IX. Danakonungi sem stendur á sams konar stalli, hægra megin við innganginn að Stjórnarráðshúsinu.

Styttan frá 1923 er eftir Einar Jónsson og stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík.

Annar minnisvarði um Hannes Hafstein er á Ísafirði.

Héðinn Valdimarsson (1892-1948)

Héðinn Valdimarsson

Reykjavík – Héðinn Valdimarsson; minnismerki.

Héðinn Valdimarsson var fæddur í Reykjavík. Skrifstofustjóri Landsverslunar 1917-1926, meðal stofnenda Tóbaksverslunar Íslands hf. 1926 og var framkvæmdastjóri hennar til 1929, stofnaði Olíuverslun Íslands hf. árið 1927 og var framkvæmdastjóri hennar til æviloka. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922-1928, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1922-1924, 1927-1935, 1938-1940 og 1941, í landsbankanefnd 1928-1931, í bankaráði Landsbankans 1930-1934, formaður Byggingafélags alþýðu frá stofnun 1931, í skipulagsnefnd atvinnumála 1935, í samninganefnd við Ítali 1935 og við Breta 1936, formaður fiskimálanefndar 1935-1937, formaður Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins 1938-1939. Alþingismaður Reykvíkinga 1926-1942 (fyrir Alþýðuflokk, Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalistaflokkinn og utan flokka).

Standmyndin var gerð fyrir Byggingarfélag alþýðu og er enn í eigu húsfélags alþýðu, en á sínum tíma var Héðinn einn helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna.

Helgi Hóseasson (1919-2009)
Krossláfur

Helgi Hóseasson

Reykjavík – Helgi Hóseasson; minnismerki.

Helgi Hóseasson var íslenskur trésmiður, trúleysingi og sósíalisti sem er þekktastur fyrir mótmæli sín og var síðustu ár sín stundum nefndur Mótmælandi Íslands. Mótmæli Helga stóðu allt frá árinu 1962 til síðustu ára hans. Mótmælin beindust í fyrstu gegn meintum órétti, sem honum fannst hann hafa verið beittur af íslenska ríkinu allt frá fæðingu, en síðar einnig stuðningi íslensks ríkisvalds við stríð og ójöfnuð.

Bekknum var komið fyrir á horni Holtsgötu og Langholtsvegar af Vísindafélagi MS og versluninni BECO – anspænis þeim stað er Helgi stóð jafnan daglangt í öllum veðrum með mótmælaspjald sitt.

Dr. Helgi Pjeturss (1872-1949)

Helgi Pjeturss

Reykjavík – Helgi Pjeturss; minnismerki.

Hann opnaði nýja sýn á ísöldina og jarðmenjar hennar. Til minningar um framlag Helga til jarðfræði Íslands þegar öld er liðin frá því að hann varð doktor í jarðfræði, fyrstur Íslendinga.Minnisvarði reistur í desember 2005 fyrir atbeina afkomenda hans.Vangamynd gerði Ívar Valgarðsson eftir ljósmynd Jóns Kaldal.

Minnisvarðinn er bakatil utan á Öskju, húsi náttúrufræða við Háskóla Íslands. Hvers vegna minnisvarðanum var komið fyrir bakatilvið húsið er hulin raðgáta?

Aðrir minnisvarðar um Dr. Helga Pjeturss eru við bæinn Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og í Hellisholtum í Hreppum.

Hilmar Helgason (1941-1984)

Hilmar Helgason

Reykjavík – Hilmar Helgason; minnismerki.

Í minningu Hilmars Helgasonar fyrsta formanns SÁÁ frá þakklátum alkohólistum og fjölskyldum þeirra.
Höggmyndin er eftir Einar Jónsson og kallast Andi og efnisbönd.

„Á sínum tíma varð Hilmar Helgason landsfrægur sem formaður og aðaldriffjöður SÁÁ. Hann var eldhuginn, hugmyndabankinn og aðalhvatamaðurinn að breyttum hugsunarhætti hérlendis gagnvart sjúkdómnum alkóhólisma, sem áður hafði verið stimplaður sem aumingjaskapur og rónaháttur. En líkt og frami hans varð snöggur og mikill, varð fall hans hátt þegar hann „sprakk“ og fór erlendis um tíma.“

Hilmar Helgason var fyrsti formaður SÁÁ. Hann veitti samtökunum forystu fyrstu og erfiðustu árin. Afstaða almennings til áfengissjúkra var önnur þá en nú, þekking minni og dómharka meiri. Á brattann var að sækja og þá komu hæfileikar hans í ljós. Bjartsýni Hilmars og dugnaður fleytti félaginu í gegnum ótrúlegustu erfiðleika, enda hafði hann sérstakan hæfileika til að laða fólk til fylgis við hugmyndir sínar og áform.
Hilmar drukknaði að lokum í Bláa lóninu.

Minnismerkið er sunnan við aðkeyrsluna að Vogi.

Hjallavöllur
Hjálmar Kristinsson.

Hjallavöllur

Reykjavík – Hjallavöllur; minnismerki.

Í minningu Hjálmars Kristins Aðalsteinssonar (1954-2020) íþróttakennara og spaðaíþróttamanns.

Þann 4. september 2020 var afhjúpaður minningarskjöldur um Hjálmar Kristinn Aðalsteinsson fyrrverandi íþróttakennara í Hagaskóla á nýlegum tennisvelli við norðurhlið Íþróttahúss Hagaskóla. Hjálmar var ötull talsmaður spaðaíþrótta og margfaldur meistari, landsliðsmaður og þjálfari í borðtennis auk þess að vera góður tennisleikari og talsmaður þeirrar íþróttar.

Hópur úr 1954 árganginum í Vesturbæ Reykjavíkur hafði forystu um að setja skjöldinn upp í samráði við fjölskyldu Hjálmars, Hagaskóla og Reykjavíkurborg. [Hagaskóli.is].

Hirósima

Hirosima

Reykjavík – Hirosima; minnismerki.

Verkið er staðsett við Tjörnina. Friðarsteinn frá Hiroshima er staðsettur við grasflöt við suðvesturhorn Tjarnarinnar þar sem árleg kertafleyting fer fram til að minnast þeirra sem létust í kjarnorkusprengingum á Hiroshima 6. ágúst og Nagasaki þann 9. ágúst 1945. Verkið er gjöf frá Samtökunum Stone for Peace Association of Hiroshima sem stofnuð voru 1991 af fyrrverandi framkvæmdastjóra járnbrautalestanna í Hiroshima þegar sprengjunni var varpað. Verkið er gert úr steini sem var notaður í undirstöður járnbrautateinanna en skipt var út á sínum tíma og hafa hátt í hundrað ríki þegið slíka steina að gjöf. Í þá er höggvin gyðja miskunnseminnar, sem kallast „Kannon“ á japönsku, auk letursins „From Hiroshima“. Steinninn lá 200 metra frá miðju sprengingarinnar. Sérstaklega er tilgreint í greinargerð um Friðarstein frá Listasafni Reykjavíkur að hann sé algjörlega hættulaus og að mælingar á geislavirkni sýni að hún sé langt innan þeirra marka sem miðað sé við.

Hólmfríður Guðjónsdóttir (1937-2015) – Valur Sigurbergsson (1940)

Hólmfríður Guðjónsdóttir

Reykjavík – Hólmfríður Guðjónsdóttur; minnismerki.

„Með þakklæti fyrir gott og farsælt starf í þágu Óháða safnaðarins“.

Hólmfríður var m.a. formaður Óháða safnaðarins í 15 ár.

Minnisvarðinn stendur fyrir framan kirkju Óháða safnaðarins.

Minnisvarðinn er steinn norðvestan við kirkjuna og á hann er áfastur skjöldur með framangreindri áletrun.

Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941)

Ingibjörg H. Bjarnason

Reykjavík – Ingibjörg H. Bjarnason; minnismerki.

Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kjörin til setu á alþingi. Hún var landskjörin og sat á þingi árin 1922-1930, fyrst fyrir Kvennalistann eldri, síðar fyrir Íhaldsflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Hún gegndi embætti 2. varaforseta efri deildar þingsins árin 1925-1927.

Höggmyndin (styttan) af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð framan við Skálann, viðbyggingu Alþingishússins, 19. júní 2015, á hátíðarsamkomu þegar 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna var fagnað.

Myndhöggvarinn er Ragnhildur Stefánsdóttir og var frummyndin unnin í gifs á vinnustofu Ragnhildar frá ágúst 2014 til mars 2015. Hún var svo steypt í brons og patíneruð á bronsverkstæðinu Kunstgießerei Kollinger GmbH í Elchingen í Þýskalandi.

Á stöplinum er áletrun um Ingibjörgu: „Ingibjörg H. Bjarnason, 14. des. 1867-30.okt.1941. Fysrt kvenna kjörin til setu á Alþingi. Alþingismaður 1920-1930. Gjöf tilAlþingis á 100 ára afmæli korningarréttar kvenna 2015“.

Hugmynd listamannsins er að stöpullinn og verkið af Ingibjörgu kallist á við 100 ára gamalt verk af Jóni Sigurðssyni.

Ingibjörg H. Bjarnason

Reykjavík – Ingibjörg H. Bjarnason; minnsimerki.

Stöplarnir spegla hvor annan – kvenform og karlform. Stöpull Jóns er pýramídaform, lokað og karllægt, tákn um stigveldi, en þegar pýramídanum er snúið við verður hann opið form og kvenlægt, tákn um valddreifingu. Þó að Ingibjörg standi ein á sínum stöpli komast þó fleiri fyrir. Hún hefur ásamt mörgum öðrum konum leitt baráttuna fyrir konur. Hún var fyrst kvenna kjörin á þing. Hún var brautryðjandi rétt eins og Jón. Listamaðurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að stöplar Ingibjargar og Jóns kallist á. Formin speglast og Ingibjörg og Jón líta líka hvort til annars.

Gjöf til alþingis á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015.

Verkið sem er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, var afhjúpað 19. júni 2015 og stendur við Alþingishúsið.

Ingólfur Arnarson

Ingólfur Arnarsson

Reykjavík – Ingólfur Arnarsson; minnismerki.

Ingólfur Arnarson fyrsti landnámsmaðurinn.
Styttan af Ingólfi stendur á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. Hana gerði Einar Jónsson myndhöggvari árið 1923.

Verkið er staðsett á Arnarhóli. Verkið er í eigu ríkisins. Eitt helsta kennileiti Reykjavíkur er styttan af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Styttan sýnir mann í herklæðum sem stendur við öndvegisbrík, prýdda drekahöfði, og heldur um reistan atgeir. Hún var afhjúpuð þann 24. febrúar 1924. Styttan sem er úr bronsi var reist af Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík og kostaði 40 þúsund krónur sem töldust þá miklir fjármunir. Minnisvarðinn átti sér langan aðdraganda en grunnhugmyndina gerði Einar síðla árs 1902-1903 þegar hann mótaði litla styttu af Ingólfi. Hann hélt áfram að vinna að henni næstu ár og sýndi hana á sýningu De Frie Billedhuggere í Kaupmannahöfn vorið 1906.

Ingólfur Arnarsson

Reykjavík – Ingólfur Arnarsson; minnismerki.

Að lokum var Einar fenginn til að búa til styttu af landnámsmanninum en fjársöfnunin gekk ekki sem skyldi. Árin liðu og það var ekki fyrr en 1924 að bronsstyttan var afhjúpuð. Í upphafi vildi Einar að lágmyndir væru á öllum hliðum fótstalls styttunnar með titlunum Flótti guðanna til Íslands fjalla, Ragnarökkur, Nornir og Ingólfshaugur. Þar var Einar að vísa í hugmyndir sínar um landnámið í táknrænum búningi en menn skildu ekki lágmyndirnar og vildu þær burt og varð það niðurstaðan.

Afsteypa af þessu verki stendur í Noregi.

Jean Baptiste Charcot (1867-1936)

Jean Batista Charco

Reykjavík – Jean Batista Charcot; minnismerki.

Dr. Jean Baptiste Charcot.

Fæddur í París 15.7.1867, fórst með skipi sínu Pourqui pas? á Þormóðsskeri 16.9.1936.

Hann unni Íslandi og þar mun minningin um hann og skip hans lifa.

Vangamyndin er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara.

Minnisvarðinn stendur við Öskju, hús náttúrufræða við Háskóla Íslands.

Vangamyndin er eftir Ríkarð Jónsson.

Minnismerkið er á steini baka til við Öskju, ásamt veggminnismerkinu af Helga Pjeturss.

Jón Sigurðsson (1811-1879)

Jón Sigurðsson

Reykjavík – Jón Sigurðsson; minnismerki.

Jón Sigurðsson leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld.

Jón Sigurðsson var fæddur á Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Hann var frelsishetja og leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld og bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Hann lést 7. desember 1879. Kona hans hét Ingibjörg Einarsdóttir, f. 9. október 1804 og lést 16. desember 1879. Þau voru barnlaus.

Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta við Austurvöll er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og upphaflega reist við Stjórnarráðshúsið árið 1911, á 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar, en flutt á Austurvöll, gegnt Alþingishúsinu, árið 1931. Íslendingar austan hafs og vestan söfnuðu fé til að láta gera styttuna. Afsteypa af henni er í Kanada.

Lágmyndina „Brautryðjandinn“ sem er á stalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni, gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 1911.

Jón Sigurðsson

Reykjavík – Jón Sigurðsson; minnismerki (lágmynd).

Verkið er staðsett á Austurvelli. Styttan af Jóni Sigurðssyni er á miðjum Austurvelli. Hún var flutt þangað árið 1931. Sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson stendur hnarreistur og horfir á Alþingishúsið. Styttan stóð fyrst fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu (afhjúpuð þar 10. apríl 1911 af Kristjáni Jónssyni ráðherra). Síðar tók hún við af sjálfsmynd Bertels Thorvaldsens á Austurvelli en hún var flutt í Hljómskálagarð. Einari líkaði illa við að styttan væri sett upp á pall. Honum fannst hún halla aftur á bak. Það kom í hlut Einars að móta styttur af mönnum sem þóttu hafa markað spor í sögu landsins, á fyrstu áratugum 20. aldar, og ber að líta á þau verkefni sem vitnisburð um ríkjandi þjóðernismiðaða orðræðu á Íslandi á þeim tíma. Styttan af Jóni Sigurðssyni er eitt skýrasta dæmi um slíkan minnisvarða.

Jón Sigurðsson

Reykjavík – Jón Sigurðsson; minnismerki (á bakhlið).

Einar gaf íslenska ríkinu lágmyndina í bronsi þegar standmyndin af Jóni Sigurðssyni var afhjúpuð árið 1911 við Stjórnarráðið og var lágmyndin felld að stöplinum. Árið 1931 var standmynd Jóns færð á Austurvöll á nýjan og hærri stöpul og fylgdi Brautryðjandinn með. Brautryðjandinn er táknmynd um eiginleika Jóns Sigurðasonar og framlag hans til sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Á bakhlið stöpulsins er minningarskjöldur með eftirfarandi áletrun: „Jón Sigurðsson forseti 17.061811-7.12.1879. Leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Styttuna og lágmyndina; Brautryðjandinn“ gerði Einar Jónsson myndhöggvari í tilefni af 10 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 1911. Íslendingar austan hafs og vestan gáfu styttuna. Hún var reist við Stjórnarráðshúsið 1911 en flutt á Austurvöll 1931.“

Jón Vídalín (1666-1720)

Jón Vídalín

Reykjavík – Jón Vídalín; minnismerki.

Jón Þorkelsson Vídalínvar biskup í Skálholti, lærdómsmaður, mikill prédikari og helsta latínuskáld sinnar tíðar.
Jón var sonur séra Þorkels Arngrímssonar, prests í Görðum á Álftanesi, sonar Arngríms lærða, og konu hans Margrétar Þorsteinsdóttur. Hann tók sér snemma nafnið Vídalín eins og margir afkomendur Arngríms. Bræður hans voru þeir Þórður Þorkelsson Vídalín, skólameistari í Skálholti um tíma en síðan bóndi í Þórisdal í Lóni, og Arngrímur Vídalín skólameistari í Nakskov í Danmörku. Systir þeirra var Guðrún prófastsfrú á Þingvöllum.

Hann stundaði skólanám hjá frænda sínum, Páli Björnssyni í Selárdal. Síðan sigldin hann og lærði við Kaupmannahafnarháskóla, samtíða Árna Magnússyni, og lauk þaðan guðfræðiprófi. Síðan var var um tveggja ára skeið sjóliði í danska flotanum og mun hafa átt von á að hækka fljótt í tign en þegar það varð ekki keypti móðir hans hann lausan með milligöngu Kristofers Heidemann landfógeta.

Jón Vídalín

Reykjavík – Jón Vídalín; minnismerki.

Hann kom svo heim til Íslands 1691, sagður fátæklega til fara. Árið eftir varð hann kennari við Skálholtsskóla og 1693 dómkirkjuprestur í Skálholti. Hann varð svo prestur í Görðum og var valinn biskup í Skálholti 1697 (vígður 1698), aðeins sex árum eftir að hann kom heim. Við það tækifæri færði hann Þingvallakirkju bjöllu sem nú hangir þar í klukkuturninum.

Jón Vídalín var mikill mælskumaður og kennimaður. Hann er þekktastur fyrir rit sitt Vídalínspostillu sem er húslestrarpostilla, með einni predikun fyrir hvern hátíðisdag ársins, ætluð til upplestrar á heimilum. Postillan var ein mest lesna bók á Íslandi um tveggja alda skeið og hafði veruleg áhrif á íslenska menningu, trúarlíf og bókmenntir fram á 20. öld. Jón var, auk Hallgríms Péturssonar, einn helsti fulltrúi lúthersku rétttrúnaðarstefnunnar (píetismans) á Íslandi.

Minnisvarðinn stendur við Dómkirkjuna í Reykjavík og er eftir Ríkarð Jónsson.

Jónas Hallgrímsson (1809-1845)

Jónas Hallgrímsson

Reykjavík – Jónas Hallgrímsson; minnismerki.

Jónas var sonur Hallgríms Þorsteinssonar aðstoðarprests og Rannveigar Jónasdóttur. Hann átti þrjú systkini. Á öðru ári fluttist Jónas ásamt fjölskyldu sinni til Steinsstaða í Öxnadal og var það árið 1809. Faðir hans drukknaði í Hraunsvatni árið 1816 og var Jónas þá sendur í fóstur að Hvassafelli í Eyjafirði, þar sem móðursystir hans bjó. Síðar var honum komið til náms hjá séra Jóni lærða Jónssyni í Möðrufelli. Þar hlaut hann kennslu veturinn 1819-20. Jónas var fermdur vorið 1821 heima í Öxnadal. Því næst fór hann í heimaskóla í Goðdölum í Skagafirði þar sem hann stundaði nám veturna 1821-1823 hjá séra Einari H. Thorlacius, tengdasyni Jóns lærða. Þaðan lá leið hans til Bessastaðaskóla og þar var hann við nám í sex vetur til 1829.

Að loknu stúdentsprófi starfaði Jónas sem skrifari hjá Ulstrup bæjar- og landfógeta í Reykjavík þar sem hann bjó einnig. Þá starfaði hann sem verjandi í nokkrum málum fyrir landsrétti. Segir sagan að Jónas hafi beðið Christiane Knudsen veturinn 1831-32, en hún hafi hafnað honum.

Jónas Hallgrímsson

Reykjavík – Jónas Hallgrímsson; minnismerki.

Jónas hélt til Kaupmannahafnar til náms árið 1832. Hann lagði í fyrstu stund á lögfræði, en skipti síðar yfir í bókmenntir og náttúrufræði og er þekktur fyrir störf sín á þeim sviðum. Hann lauk svokölluðu fyrsta og öðru lærdómsprófi, báðum með 1. einkunn. Jónas fékk styrk úr ríkissjóði til rannsókna á náttúrufari Íslands og vann að því verki árin 1839-1842. Eftir það hélt hann til í Danmörku. Hann fékk styrk til að skrifa landlýsingu Íslands. Einnig ritstýrði hann Fjölni, sem hann hafði stofnað ásamt nokkrum öðrum Íslendingum á námsárunum. Voru þeir kallaðir Fjölnismenn.

Jónas lést í Kaupmannahöfn 26. maí 1845. Löngu seinna voru bein hans flutt til Íslands og þau jarðsett í þjóðargrafreit á Þingvöllum

Stytta af Jónasi eftir Einar Jónsson var afhjúpuð 1907 við Lækjargötu en var síðan færð árið 1947 í Hljómskálagarðinn þar sem hún stendur í dag.

Annar minnisvarði um Jónas er í Öxnadal.

Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968)

Jónas Jónsson

Reykjavík – Jónas Jónsson; minnismerki.

Brjóstmyndin á minnisvarðanum er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og stendur [stóð] minnisvarðinn á horni Sölvhólsgötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík.

Jónas frá Hriflu fæddist á Hriflu í Bárðardal og lést í Reykjavík.
Hann var kennari og síðar skólastjóri Samvinnuskólans. Var í nefndum og bankaráðum um árabil.
Þingmaður og ráðherra 1922-1949.

Hann var einnig afkastamikill rithöfundur og skrifaði greinar og bækur. Ævisaga hans kom út á árunum 1991-93 eftir Guðjón Friðriksson, Indriði G. Þorsteinsson ritaði viðtalsbók við Jónas 1977 og Jónas Kristjánsson sá um útgáfu á bók um Jónas sem kom út árið 1965.

Við leit að minnisvarðanum 2024 á framangreindum stað fannst hann hvergi.

Kjartan Sveinsson (1913-1998)

Kjartan Sveinsson

Reykjavík – Kjartan Sveinsson; minnismerki.

Kjartanslundur.
Til heiðurs Kjartani Sveinssyni starfsmanni Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir þrotlausa umhyggju í áratugi fyrir trjárækt í Elliðaárdalnum.

Rafmagnsveita Reykjavíkur 1995.

Minnisvarðinn stendur í Elliðaárdalnum skammt fyrir neðan félagsheimili Rafveitunnar. Á skildi á steini má lesa eftrifarandi: „Kjartanslundur – Til heiðurs kjartani Sveinssyni starfsmanni Rafmagnsveitur reykjavíkur fyrir þrotlausa umhyggju í áratugi fyrir trjárækt í Elliðadalnum. Rafmagnsveitur Reykjavíkur“.

Kristján IX

Kristján IX

Reykjavík – Kristján IX; minnismerki.

Kristján IX. konungur Danmerkur og Íslands.
Styttan stendur fyrir framan Stjórnarráðið við Lækjartorg í Reykjavík.

Kristján 9. var konungur Danmerkur 1863 – 1906.
Verkið er staðsett fyrir framan Stjórnarráðið. Þann 26. september 1915 var minnisvarði um Kristján IX. Danakonung afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Styttan sýnir konung með stjórnarskrána í framréttri hendi. Það hefur verið mörgum ráðgáta hvers vegna Íslendingar hafa kosið að stilla upp styttu af Danakonungi fyrir framan Stjórnarráðið. Kristján IX sýndi sjónarmiðum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni alla tíð lítinn áhuga en meginrökin fyrir því að styttan sé þarna niður komin eru væntanlega þau að hann hafi gefið Íslendingum stjórnarskrá. Nú hefur verið upplýst að Kristján afhenti Íslendingum aldrei stjórnarskrána þegar hann kom í heimsókn til Íslands árið 1874. Hún kom ekki til landsins fyrr en árið 1904 og var send aftur utan árið 1928.

Kristján IX

Reykjavík – Kristján IX; minnismerki.

Því má segja að styttan sé sögufölsun. Að öðru leyti er styttan lík öðrum styttum sem Einar gerði af karlmönnum sem höfðu áhrif á sögu landsins. Kristján konungur er settur á háan stall og er upphafin eftirlíking.

Einar Jónsson gerði styttuna árin 1907-08. Er hún í eigu ríkisins.

Kona

Kona

Reykjavík – Kona: minnismerki.

Verkið er staðsett við Grund dvalar- og hjúkrunarheimili. Verkið er í eigu Grundar dvalar- og hjúkrunarheimilis. Í höggmyndinni „Kona“ má sjá tákn um trúnaðarsamtal við Guð, konan heldur á krossi og leggur við brjóst sitt. Höggmyndin virðist fjalla um kærleikann og öryggi, sem táknræn eru fyrir hlutverk móður og móðurást sem Einari var hugleikin. Guðdómlegt eðli mannsins og andleg þróun voru meðal viðfangsefna í listsköpun Einars og má sjá slíka tengingu í yfirbragði höggmyndarinnar.
Ekki er um eiginlegt minnismerki að ræða er það miklu frekar von um slíkt. Það er í bogadregnum garði millum Grundar og Litlu-Grundar, matsal þess síðarnefndu.

Bæði starfsfólk og vistfólk Grundar hafa miklar mætur á „minnismerkinu“.

Lárus Sigurbjörnsson (1903-1974)
Skjala- og minjavörður.

Lárus Sigurbjörnsson

Reykjavík – Lárus Sigurbjörnsson; minnismerki.

Lárus Sigurbjörnsson (22. maí 1903 – 5. ágúst 1974) var íslenskur rithöfundur, leikskáld og minjavörður. Foreldrar Lárusar voru Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason og Guðrún Lárusdóttir. Móðir hans var kosin á Alþingi 1930 en lést í bílslysi árið 1938 með tveimur systrum Lárusar.

Á árunum 1954 til 1968 var hann forstöðumaður Minjasafns Reykjavíkur og varð sá fyrsti til að gegna því embætti. Hann beitti sér fyrir stofnun Árbæjarsafns. Árbæjarsafn var fyrsta útisafnið á Íslandi og var opnað árið 1957.

Hann lagði grunn að Árbæjarsafni.

Minnisvarðinn stendur í Árbæjarsafni, skammt frá Dillonshúsi.

Leifur Eiríksson

Leifur Eiríksson

Reykjavík – Leifur Eiríksson; minnismerki.

Leifur heppni Reykjavík.

Leifur heppni Eiríksson (um 980 — um 1020) var landkönnuður sem er sagður hafa komið til Norður-Ameríku fyrstur Evrópubúa.

Talið er að Leifur hafi fæðst um árið 980 á Íslandi, sonur Eiríks rauða Þorvaldssonar og Þjóðhildar konu hans. Hann flutti með foreldrum sínum til Grænlands ungur að árum, ásamt bræðrum sínum, Þorvaldi og Þorsteini.

Í Grænlendinga sögu segir frá því að Leifur keypti skip Bjarna Herjólfssonar sem hafði áður villst til Norður-Ameríku, en steig ekki á land.

Um árið 1000 sigldi Leifur frá Grænlandi og kom fyrst að Hellulandi (líklega Baffinsland). Hann sigldi því næst sunnar og kemur nú að skógi vöxnu landi (Marklandi), líklega Labrador. Að lokum er talið að hann hafi komið til Nýfundnalands. Leifur nefndi það Vínland eftir að hann fann þar vínber. Einnig voru þar ár fullar af fiski og grasið grænt árið um kring. Á Vínlandi byggðu Leifur og fylgismenn hans nokkur hús og höfðust við yfir veturinn.

Leifur Eiríksson

Reykjavík – Leifur Eiríksson; minnismerki.

Á heimleiðinni til Grænlands bjargaði Leifur 15 skipsbrotsmönnum af skeri og fékk upp úr því nafngiftina ‚hinn heppni‘.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er kennd við Leif heppna.

Í Bandaríkjunum er 9. október ár hvert kallaður Dagur Leifs Eiríkssonar, og er til að minnast Leifs heppna og landafunda norrænna manna í Vesturheimi.

Í tilefni af Alþingishátíðinni 1930 gáfu Bandaríkjamenn Íslendingum minnismerki um Leif heppna, sem sett var upp á Skólavörðuholti. Styttan, sem er eftir myndhöggvarann Alexander Stirling Calder, var afhjúpuð 17. júlí 1932.

Verkið er eftir Alexander Stirling Calder og stendur á Skólavörðuholti framan við Hallgrímskirkju. Hann vann í samkeppni um styttuna. Eftirmynd stendur í bænum Newport News í Virgina í Bandaríkjunum.

Marteinn Meulenberg (1872-1941)
Biskup.

Marteinn Meulenberg

Reykjavík – Marteinn Meulenberg: minnismerki.

Marteinn Meulenberg S.M.M. biskup 1929-1941.

Brjóstmyndina gerði Guðmundur Einarsson frá Miðdal, listamaður.

Brjóstmyndin var afhjúpuð árið 1992.

Marteinn fæddist í Hillensberg í Þýskalandi. Faðir hans var þýskur en móðirin hollensk. Séra Meulenberg tilheyri Montfortreglunni sem er kaþólsk prestaregla og nefnist Societas Mariae Montfortana (skammstöfun: SMM) á latínu. Hann kom til Íslands árið 1903 og hafði þá verið tvö ár sóknarprestur í Danmörku.

Þegar Ísland varð fullvalda ríki, árið 1918, sótti séra Meulenberg fyrstur útlendra manna um ríkisborgararétt á Íslandi. Í samband við fullveldið stofnaði Páfastóll sjálfstæða trúboðskirkju fyrir Ísland og varð Marteinn Meulenberg yfirmaður hennar.

Martin Meulenberg

Reykjavík – Martin Meulenberg: minnismerki.

Árið 1929 var trúboðskirkjan gerð að postullegu umdæmi og séra Meulenberg stjórnandi. Hann var vígður biskup í nýju kaþólsku dómkirkjunni, Landakotskirkju í Reykjavík, í júlí sama ár. Það gerði yfirmaður trúboðsdeildarinnar í Róm, „De Propaganda Fide“, kardínálinn William van Rossum, og varð Marteinn þar með fyrsti biskupinn í hinni endurreistu kaþólsku kirkju á Íslandi og sá fyrsti eftir siðaskipti, frá því Jón Arason var biskup. Hann var Hólabiskup. Meulenberg dó árið 1941.
Minnismerkið er við Kaþólsku kirkjuna.

Nína Tryggvadóttir (1913-1968)

Nína Tryggvadóttir

Reykjavík – Nína Tryggvadóttir; minnismerki.

Í minningu Nínu Tryggvadóttur.

Nína Tryggvadóttir, skírð Jónína, var íslensk myndlistakona og ljóðskáld. Hún vann á ýmsum miðlum en málaði aðallega abstraktverk.

Móðir Nínu hét Gunndóra Benjamínsdóttir, húsmóðir, og faðir hennar Tryggvi Guðmundsson, kennari að mennt en hann rak verslun á Seyðisfirði, þar sem Nína fæddist, fram að 1920 þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Nína átti tvo bræður, Ólaf fæddan 1910 og Viggó fæddan 1918 auk þess átti hún fimm hálfsystkin. Þegar til Reykjavíkur var komið hóf Nína nám við Barnaskóla Reykjavíkur og svo seinna við Kvennaskóla Reykjavíkur.

Ásgrímur Jónsson, listmálari, var nágranni fjölskyldunnar og hefur hann líklegast leiðbeint Nínu um meðferð og beitingu olíulita. Um þetta leyti hefur þó lítið borið á menningu og listum. Listvinafélagið var stofnað 1919 og heldur fyrstu formlega listaverkasýninguna sama ár.

Nína var ekki viss í sinni sök hvað hún ætti að gera. Foreldrar hennar hvöttu hana til þess að læra matseld en þá þegar var ljóst að hún hneigðist heldur til listrænnar tjáningar. Árið 1933 hóf Nína að læra listmálun hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem listmálurum og tveimur árum seinna hélt hún til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði listnám á árunum 1935-39.

Nína Tryggvadóttir

Reykjavík – Nína Tryggvadóttir; minnismerki.

Að námi sínu loknu og stuttri dvöl í París undir lokin sneri Nína aftur heim til Íslands. Seinni heimsstyrjöldin skall á og Nína varð því áfram hér á landi þótt hana langaði aftur út. Þá hélt hún sína fyrstu einkasýningu í atvinnuhúsnæði kunningja árið 1942, níu árum áður en Listasafn Íslands var stofnað.

Á árunum 1943-46 dvaldi Nína í New York með styrk frá íslenska ríkinu. Þar stundaði hún, og annar Íslendingur, Louisa Matthíasdóttir, nám hjá þýskum listamanni, Hans Hofmann, sem flúið hafði stríðið. Á meðan á námi hennar stóð var Nínu boðið að sýna við listagallerí og sömuleiðis að vinna leikmynd við Macmillan leikhúsið við Columbia háskólann í New York sem þótti mikill heiður.

Verkið er eftir Sigurjón Ólafsson og stendur framan við Kjarvalsstaði.

Ólafur Thors (1892-1964)
Alþingismaður og ráðherra.

Ólafur Thors

Reykjavík – Ólafur Thors; minnismerki.

Styttan er eftir Sigurjón Ólafsson og stendur framan við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í Reykjavík.

Framkvæmdastjóri togarafélagsins Kveldúlfs hf. í Reykjavík 1914–1939. Skipaður 14. nóvember 1932 dómsmálaráðherra, lausn 23. desember 1932. Skipaður 17. apríl 1939 atvinnumálaráðherra, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 atvinnumálaráðherra að nýju, lausn 16. maí 1942. Skipaður 16. maí 1942 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 14. nóvember 1942, en gegndi störfum til 16. desember. Skipaður 21. október 1944 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947. Skipaður 6. desember 1949 forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Skipaður 14. mars 1950 sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra, lausn 11. september 1953. Skipaður sama dag forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra, lausn 27. mars 1956, en gegndi störfum til 24. júlí. Skipaður 20. nóvember 1959 forsætisráðherra, lausn 14. nóvember 1963.

Ólafur Thors

Reykjavík – Ólafur Thors; minnismerki.

Formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1918–1935. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1934–1961. Skipaður 1925 í gengisnefnd. Kosinn 1926 í alþingishátíðarnefnd, en skoraðist undan að taka sæti í henni. Sat í landsbankanefnd 1928–1938 og í samninganefnd við Norðmenn um kjöttoll 1932. Í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni 1937–1942, orðunefnd 1939–1944. Í skilnaðarnefnd 1944, í bankaráði Landsbankans 1936–1944 og frá 1948 til æviloka. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948.

Óþekkti embættismaðurinn

Óþekkti embættismaðurinn

Reykjavík – Óþekkti embættismaðurinn; minnismerki.

Verkið er staðsett fyrir utan Iðnó. Verkið er tveggja metra hár skúlptúr úr bronsi og basalti. Verkið er bæði fígúratívt og abstrakt þar sem efri hluti verksins er hreinlega klöpp en sá neðri eftirlíking af líkama embættismanns í viðeigandi fatnaði, þ.e. jakkafötum með skjalatösku í hönd. Skjalataskan er nú á dögum táknræn fyrir skrifstofumann liðins tíma en verkið er táknmynd sem er í eðli sínu tímalaus. Embættismaðurinn virðist tiltölulega afslappaður, með aðra hönd í vasa, þrátt fyrir að hafa byrðar og ábyrgð heimsins á herðum sér. Hér hefur Magnús leikið sér bæði að ólíkum efnum og efnistökum og útkoman í senn kómísk og áhrifarík.

Verkið stóð frá upphafi í garði fyrir aftan Hótel Borg, nánar tiltekið milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, en hefur fengið mun sýnilegra heimili fyrir framan Iðnó. Flutningurinn átti sér stað árið 2012 fyrir tilstilli Listasafns Reykjavíkur til að gera verkið sýnilegra og Magnús sagði sjálfur um óþekkta embættismanninn við afhjúpunina fyrir framan Iðnó: „Nú er hann kominn af stallinum og niður á jörðina.“

Sigurjón Óskar Gíslason (1910-1986)

Sigurjón Óskar Gíslason

Reykjavík – Sigurjón Óskar Gíslanson; minnismerki.

Ofan við Grímsstaðavör.

Á sjávarkambinum framan við húsin er gamalt spil. Á spilið er fest lítil plata, sem aðeins sést ef vel er að gáð. Platan er merkt grásleppukarlinum Sigga í Járnhúsinu, Sigurjóni Óskari Gíslasyni. Járnhúsið var járnklætt timburhús við Fálkagötu 14 en þar bjó hann ásamt foreldrum sínum um tíma. Sigurjón var járnsmiður og sjómaður. Hann réri helst úr Grímsstaðavör.

Þetta er sennilega ein minnsta minningarplata sem um getur.

Við skoðun 2024 hafði platan, því miður, verið fjarlægð af spilinu.

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

Sigvaldi Kaldalóns

Reykjavík – Sigvaldi Kaldalóns; minnismerki.

Minnisvarðinn er eftir Helga Gíslason og stendur í Grjótaþorpi.

Sigvaldi Kaldalóns (Stefánsson) var íslenskt tónskáld og læknir.

Meðal þekktustu laga Sigvalda eru t.d. Ísland ögrum skorið; Á Sprengisandi; Suðurnesjamenn; Svanasöngur á heiði; Erla, góða Erla; Ave María; Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt og Ég lít í anda liðna tíð.

Sigvaldi nam læknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen.

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldur Kaldalóns í Grindavík.

Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns árið 1916. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið .

Aðrir minnisvarðar um Sigvalda Kaldalóns eru í Grindavík, í Flatey á Breiðafirði og í Kaldalóni, Nauteyrarhreppi.

Skúli Magnússon (1711-1794)

Skúli Magnússon

Reykjavík – Skúli Magnússon; minnismerki.

Skúli Magnússon  lærði lögfræði í Kaupmannahöfn án þess þó að taka próf, fékk Austur-Skaftafellssýslu og síðar vestursýsluna líka,1734-1736. Fékk Hegranesþing í Skagafirði 1737, var ráðsmaður Hólastóls 1741-1746. Fór síðan til Reykjavíkur og varð landfógeti 1749 fyrstur Íslendinga og bjó í Viðey frá 1751. Hann var helsti hvatamaðurinn að stofnun Innréttinganna í Reykjavík og um umbætur í verslunarrekstri meðal annars. Hann fékk lausn frá embætti 1793 og lést árið eftir. Kona hans var Guðrún Björnsdóttir Thorlacius og áttu þau 7 börn.

Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkurbæ styttu þessa til minningar um 100 ára frjálsa verslun á Íslandi 1954. Styttan er eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og stendur í Víkurkirkjugarði við Aðalstræti, skammt frá þeim stað er Innréttingar Skúla voru byggðar.

Minnisvarðinn um Skúla Magnússson er í Fógetagarðinum (Víkurkirkjugarði) í miðborg Reykjavíkur.

Annar minnisvarði um Skúla Magnússon er í Skúlagarði, S-Þing. og í Stóru-Ökrum, Skagafirði.

Stanislas Bohic (1948-2012)

Stanislas Bohic

Reykjavík – Stanislas Bohic; minnismerki.

Vinabekkur í Laugardal.
Áletrun: „Til heiðurs föður okkar Stanislas Bohic 1948-2012“.
Friðrik og Arnór Bohic.

Stanislas Michéle André Bohic, landslagsarkitekt, fæddist 12. febrúar árið 1948 í Bordeaux í Frakklandi. Hann fluttist frá Frakklandi til Íslands árið 1978 og bjó hér alla tíð síðan. Stanislas lærði við háskólann La Ferte de Milton og útskrifaðist sem landslagsarkitekt árið 1971.

Hann vann til margra verðlauna fyrir hönnun sína. Margir fallegir garðar eftir Stanslas prýða götur borgarinnar. [Mbl.]

Bekkurinn er í Laugardal, skammt frá Grasagarðinum.

Steingrímur Jónsson (1890-1975)

Steingrímur Jónsson

Reykjavík – Steingrímur Jónsson; minnismerki.

Rafmagnsstjóri í Reykjavík 1921-1960.
Brjóstmyndin, eftir Aage Nielsen-Edwin Sculpteur Danois 1952, er við rafstöðina í Elliðaársdal.

Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að koma Íslandi í röð iðnvæddra ríkja.
Hann lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Kaupmannahöfn fyrstur Íslendinga árið 1917.

Skömmu síðar tóku stjórnendur Reykjavíkurbæjar ákvörðun um að stofna rafmagnsveitu og ráðast í virkjun Elliðaánna. Var það langstærsta verkefni Íslendinga við beislun rafmagns, en fram að því var Seyðisfjörður eini bær landsins sem teljast mátti rafvæddur.

Steingrímur Jónsson

Reykjavík – Steingrímur Jónsson; minnismerki.

Steingrímur var ráðinn til að stýra þessu óskabarni Reykvíkinga. Rafmagnsveitan tók formlega til starfa um leið og Elliðaárstöðin árið 1921 og Steingrímur gegndi stöðu rafmagnsstjóra (forstöðumanns Rafmagnsveitunnar ) til sjötugs. Á þeim tíma urðu miklar breytingar á orkumálum Reykvíkinga. Elliðaárstöðin var stækkuð og kannað var hvort virkja mætti jarðvarmann í Þvottalaugunum til raforkuframleiðslu. Boranir í Laugunum hófust undir stjórn Steingríms, en síðar varð úr að nýta heita vatnið beint til húshitunar með því að koma upp hitaveitu í Reykjavík.

Sverrir Runólfsson (1831-1879)
Skólavarðan.

Reist í minningu Sverris Runólfssonar fyrsta steinsmiðs Íslands.

Skólavarðan

Reykjavík – Skólavarðan; minnismerki.

Sverrir Runólfsson steinhöggvari var fæddur á Maríubakka í Hörgslandshreppi í Skaftafellssýslu 9. júní 1831. Foreldrar hans voru hjónin
Runólfur Sverrisson hreppstjóri og Guðrún Bjarnadóttir. Runólfur, faðir Sverris, var orðlagt karlmenni og einhver mesti og djarfasti vatnamaður í Skaftafellssýslu. Synir hans voru hinir fræknustu menn. Nægir í því sambandi að benda á ferð þeirra bræðra, Runólfs og Eyjólfs, að fjallabaki árið 1958. Var þá annar þeirra 21, en hinn 19 ára. Ráku þeir bræður fjárrekstur og lögðu af stað um Mikjálsmessu um naustið frá Maríubakka til Krýsuvíkur í Gullbringusýslu og fóru Fjallabaksleið. Lentu þeir í hinum mestu mannraunum. Má um ferð þessa lesa í Gráskinnu, og er þáttur Jóns Þorkelssonar landsskjalavarðar.

Grásteinn ehf og Steinkompaníið byggðu Skólavörðuna.

Þakkir til Verkís. B.M. Vallá, Viðhald og nýsmíði.
Þór Sigmundsson.

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)
Allsherjargoði og skáld.

Sveinbjörn Beinteinsson

Reykjavík – Sveinbjörn Beinteinsson; minnismerki.

Sveinbjörn Beinteinsson var einn af stofnendum Ásatrúarfélagsins og fyrsti allsherjargoði félagsins frá stofnun þess 1972 til dánardags 1993.
Hann fæddist í Grafardal norðan við Botnsheiði þann 4. júlí 1924, en var jafnan kenndur við Dragháls í sömu sveit, þar sem hann bjó lengst af.
Sveinbjörn var skáld gott, kvæða- og fræðimaður, og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur og kver, auk bókarinnar Bragfræði og háttatal, sem er undirstöðurit kvæðamanna. Hann var skógræktaráhugamaður og mikið náttúrubarn. Sveinbjörn var stoð og stytta Ásatrúarfélagsins á mótunarárum þess og allt til dánardags og varð heimsþekktur fyrir. Sveinbjörn lést þann 23.desember 1993. [Ásatrú]

Dalahalur háu nærri fjalli
hreinn og beinn í háttum var
hlýr og skýr í spjalli. S.B.

Thor Jensen (1863-1947) – Margrét Kristbjörg Kristjánsdóttir (1867-1945)

Thor Jensen

Reykjavík – Thor Jensen; minnismerki.

Minnisvarði um Thor Jensen og konu hans Margréti Kristbjörgu Kristjánsdóttur.

Thor Philip Axel Jensen (f. 3. desember 1863 í Danmörku, d. 12. september 1947) var danskur athafnamaður sem fluttist ungur til Íslands og varð þjóðþekktur fyrir umsvif sín á fyrri hluta 20. aldar. Útgerðarfélag hans Kveldúlfur hf. var það stærsta á Íslandi á millistríðsárunum. Synir hans urðu þjóðþekktir sömuleiðis, Ólafur Thors var forsætisráðherra Íslands og Thor Thors var fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Minnisvarðinn stendur í Hallargarðinum við húsið sem Thor Jensen reisti í miðborg Reykjavikur, við Fríkirkjuveg. Minnisvarðann gerði Helgi Gíslason myndhöggvari.

Tómas Guðmundsson (1901-1983)

Tómas Guðmundsson

Reykjavík – Tómas Guðmundsson; minnismerki.

Tómas Guðmundsson skáld fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi 1901. Segja má að Tómas hafi verið iðinn við útgáfustörf. Til að mynda var hann einn af frumkvöðlum útgáfu tímaritsins Helgafells og síðar Nýs Helgafells. Hans helstu verk eru meðal annars: Myndir og minningar 1956, Léttara hjal 1975 og Að haustnóttum 1976. Einnig skrifuðu þeir Tómas og Sverrir Kristjánsson og gáfu út tíu binda verk með æviþáttum fólks frá liðinni tíð. Árið 1960 kom út Svo kvað Tómas; samtalsbók Matthíasar Johannessens og Tómasar. Samtalsbókin var seinna gefin út árið 1990 í bókinni Vökunótt fuglsins. Þýðingarstörf Tómasar eru talsverð. Tómas Guðmundsson er þó fyrst og fremst þekktur sem ljóðskáld og er hann talinn eitt af stórskáldum Íslands á 20. öldinni.

Tryggvi Gunnarsson (1835-1917)

Tryggvi Gunnarsson

Reykjavík – Tryggvi Gunnarsson; minnismerki.

Minnisvarði um Tryggva Gunnarsson þingmann og bankastjóra í Alþingisgarðinum sem var Tryggva hjartans mál að rækta og gera fallegan.

Tryggvi var stofnandi og kaupfélagsstjóri Gránufélagsins á Akureyri en átti að mestu heima í Kaupmannahöfn frá 1873 þar til hann tók við bankastjórastöðu Landsbankans 1893. Hann var þingmaður flest ár frá 1869 til 1907 og gegndi ýmsum nefndastörfum og embættum þinsins. Tryggvi gegndi ýmsum félagsstörfum í Reykjavík og var í bæjarstjórn. Hann sá um byggingu Ölfusárbrúar 1891.

Tryggvi lést 21. október 1917 og er hann jarðsettur í Alþingisgarðinum.

Minnisvarðinn er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara og stendur á leiði Tryggva í Alþingisgarðinum.

Þorsteinn Einarsson (1858-1914)
Íþróttafulltrúi.

Þorsteinn Einarsson

Reykjavík – Þorsteinn Einarsson; minnismerki.

Brjóstmynd Þorsteins Einarssonar er í Laugardal.

“Ég eignaðist ungur það hugfang að fylgjast með fuglum og leggja hlustir við raddir þeirra. Ég varð bergnuminn (Fuglahandbókin Þ.E. 1987).”

“Á sínum efri árum gengu Þorsteinn og kona hans Ásdís daglega um Laugardalsgarðinn og gáfu fuglunum á þessari flöt. Þetta var þeirra unaðsreitur.”

Minnisvarðinn stendur í Laugardalnum og brjóstmyndina gerði Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari árið 2002.

Jeg trúi því sannleiki,
að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni.

Hann orti mikið og er ádeila á kirkju og ríkjandi hefðir í þjóðfélaginu ríkur þáttur í skáldskap hans. Að öðrum þræði var hann mikill unnandi þjóðlegra hefða og náttúru landsins og speglast hvort tveggja í ljóðum hans.

Meðal þekktra ljóða eftir hann eru Í Hlíðarendakoti („Fyrr var oft í koti kátt“) og Snati og Óli („Heyrðu snöggvast, Snati minn“) sem flest skólabörn syngja


Þórbergur Þórðarson (1888-1974)

Þórbergur Þórðarson

Reykjavík – Þórbergur Þóraðarson: minnismerki.

Í þessu húsi bjó og starfaði rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson 1943-1974.
,,Ég fagna aldrei svo ljósi dagsins að ég tárist ekki yfir heimsku og mannúðarleysi”.

Þórbergur Þórðarson (12. mars 1888 á Hala í Suðursveit – 12. nóvember 1974 í Reykjavík) var íslenskur rithöfundur. Hann ólst upp í sveit og fór ungur til Reykjavíkur til að vinna á skútu. Árið 1924 kom út fyrsta stóra bók hans, Bréf til Láru, sem olli gríðarlegu uppnámi og gerði Þórberg þjóðfrægan og illræmdan á einni nóttu.

Þórbergur Þórðarson

Arnarhólstraðir

Reykjavík – Arnarhólstraðir; minnismerki.

Arnarhólstraðir
“Arnarhólstraðir eru gamla þjóðleiðin ofan til Reykjavíkur og mótar enn fyrir þeim hér á Arnarhóli. Leiðin lá frá Arnarhólsholti, sem síðar nefndist Skólavörðuholt, að vaðinu við ós Arnarhólslækjar. Þegar nýir stígar voru lagðir á hólnum 1993 var ákveðið að varðveita gamla stíginn frá 1924 þar sem hann liggur yfir þessa fornu þjóðleið. Traðirnar eru á fornleifaskrá Reykjavíkur og eru friðaðar samkvæmt þjóðminjalögum.”

Flugstuðull

Reykjavík

Reykjavík – minnsimerki; Flugstöðull.

„Fyrsta flug á Íslandi 3.9.1919“.

Minnisvarðinn er stuðlabergsstandur. Á honum er koparskjöldur með framangreindri áletrun.
Minnisvarðinn er austan Njarðargötu skammt norðan Sturlugötu.

Flugslys árið 2000
Flugslys Reykjavík
Minnisvarði þessi er reistur í minningu þeirra sem létust af völdum flugslyssins í Skerjafirði 8. ágúst 2000.

Gunnar Viðar Árnason f. 16.10.1977 – d. 8.8.2000
Heiða Björk Viðarsdóttir f. 19.6.1980 – d. 10.8.2000
Jón Börkur Jónsson f. 24.1.1983 – d. 16.6.2001
Karl Frímann Ólafsson f. 7.9.1965 – d. 7.8.2000
Mohamed Jósef Daghlas f. 20.8.1971 – d. 7.8.2000
Sturla Þór Friðriksson f. 10.5.1983 – d. 1.11.2001

Sólin settist í líf þeirra en geislarnir lifa áfram með okkur.
Minnisvarðinn er innst á Skeljanesi, vestan götunnar.

Flugslys í Skerjafirði

Minnisvarði um norska flugmenn

Reykjavík – Minnisvarði í Nauthólsvík; minnismerki.

Norskir flugliðar á Íslandi.

Liðsmenn úr 330. flugsveit þakka íslensku frændþjóðinni hjálp og aðstoð sem þeim var veitt á Íslandi.

Reist til minne om den norske 330 squadron som fra april 1941 til april 1943 opererte fra Reykjavik, Akureyri og Budareyri.

Minnisvarðinn stendur í Nauthólsvík.

Minningarorð er beggja vegna á minnisvarðanum.

Staðsetningin er áhugaverð með hliðsjón að fortíðinni.

Wirta ,,Sykurskipið“

Wirta

Reykjavík – Wirta; minnismerki.

Skipið hét Wirta (áður; NIPPON) og strandaði það á Leirboða í Skerjafirði 24. janúar árið 1941 nánar tiltekið um klukkan 11 um morguninn. Það var u.þ.b. 7.000 smálestir.

Samkvæmt samtíða heimildum var talað um það meðal sjómanna við Faxaflóa að kolareykur frá Reykjavík hafi byrgt áhöfn skipsins sýn á leið þess til Reykjavíkur og orðið þess valdur að skipinu var siglt í strand. Sjómenn sögðu að þessi mikli kolareykur hafi einnig nokkru áður gert það að verkum að áhöfn bresks togara sigldi skipi sínu í strand á sama stað. Svo virðist sem þeim togara hafi verið bjargað af strandstað.

Minnismerkið er við hús Sundkafarafélagsins í Nauthólsvík.

 

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavík – Reykjavíkurflugvöllur: minnismerki.

– vagga flugs á Íslandi –

Endurbyggður 1999-2002.

Formlega vígður af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra
1. nóvember 2002.

Minnisvarðinn er á Reykjavíkurflugvelli.

Gróðrarstöðin í Reykjavík

Jarðrækt

Reykjavík – Jarðrækt: minnismerki.

Steinn þessi er reistur þegar 100 ár voru liðin frá upphafi samfelldra jarðræktartilrauna á Íslandi.

… brauð veitir sonum móðurmoldin frjó (Hannes Hafstein)

Búnaðarfélag Íslands hóf á þessum stað tilraunir í jarðrækt
undir stjórn Einars Helgasonar árið 1901.

Minnisvarðinn stendur í garði Gróðrarstövarinnar við Laufásveg, þar sem saman koma gamla Hringbautin og Laufásvegur.

Höfði – Minningarlundur
Nicholas Ruwe.

Höfði

Reykjavík – Höfði; minnismerki.

Trees planted in memory of U.S. Ambassador Nicholas Ruwe (1985-1989). Diplomat, Benefactor and Life-long Friend of Iceland Whose idea to host the Summit meeting between Ronald Reagan and Mikhael Gorbachev at Hofdi house on October 11-12 1986 made it the setting for a decisive moment in the ending of the Cold War and earned it a lasting place in the History of mankind.

Höfði er hús í Borgartúni í Reykjavík byggt 1909, Franski konsúllinn Jean-Paul Brillouin átti upprunalega aðsetur þar. Seinna átti Einar Benediktsson skáld húsið um nokkurt skeið og bjó í því með fjölskyldu sinni. Árið 2015 var styttan af Einari eftir Ásmund Sveinsson, sem staðið hafði á Miklatúni, flutt að Höfða og sett upp austanmegin við húsið.

Höfði

Reykjavík – Höfði; minnismerki.

Íslandsfundurinn á milli Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjev átti sér stað þar 1986. Fáni Bandaríkjanna og fáni Sovétríkjanna hanga þar til minnis um fundinn.

Í ágúst 1991 komu utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna til fundar í Höfða, en þá var sjálfstæðisbarátta ríkjanna á lokastigi. Hittust þeir í Höfða ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, þáverandi utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. Á þessum fundi í Höfða viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrstir allra þjóða.

Snarfari

Snarfari

Reykjavík – Snarfari; minnismerki.

Snarfari var stofnaður 1975.
Framkvæmdir hófust hér vorið 1985.
Á minnisvarða við aðalstöð félagsaðstöðuna má lesa eftirfarandi; „Guð blessi þetta bátalægi og alla þá sem hingað koma og héðan fara.“
Gamlir félagar.

Minnisvarðinn stendur á svæði siglingaklúbbsins Snarfara við Elliðavog.

Ekkert er getið um tilefni eða tilurð minnismerkisins.

Minnismerkið stendur vel fyrir sínu, en virðist nútíma félagsmönnum lítt áhugavert.

Til að greiða fyri næstu skráningu minnismerkja á vefsíðunni reynist mikilvægt að innfella þessa setningu.

Knattspyrnufélagið Víkingur

Víkingur

Reykjavík – Víkingur; minnismerki.

Stofnað 21 apríl 1908.
Fulltrúaráð Víkings reisti steininn í minningu frumkvöðlanna í september 2011.

Minnisvarðinn stendur á félagssvæði Víkings í Fossvogsdal.

Knattspyrnufélagið Þróttur

Hér var Knattspyrnufélagið Þróttur stofnað, 5. ágúst 1949.

Reist af velunnurum 5. ágúst 2009.

Minnisvarðinn stendur í Grímsstaðavör í Reykjavík.

 

Kirkja í Breiðholti

Breiðholt

Reykjavík – kirkja í Breiðholti; minnismerki.

Hér stóð kirkja fyrr á öldum.
Rotary-klúbburinn Reykjavík – Breiðholt

Elstu heimildir um jörðina Breiðholt eru frá 14. öld. Elsta örugga heimildin er skrá frá 1395 yfir jarðir sem Viðeyjarklaustur eignaðist í tíð Páls ábóta. Þó er talið líklegt að jarðarinnar sé getið í eldri heimild, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá 1313, þar sem talað er um jörðina „Holt“, en þar er sennilega átt við Breiðholt.

Vísbendingar eru um að við bæinn hafi verið kirkjugarður og kirkja, en mannabein fundust nokkrum sinnum við jarðrask á bæjarhólnum og í nágrenni hans í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar.
Kirkju í Breiðholti er ekki getið í kirknaskrá Páls biskups um 1200 en af frásögn um jarteikn í Þorláks sögu hins helga frá 1325 að dæma virðist hafa verið þar bænhús eða kirkja sem helguð var heilögum Blasíusi. Hann var verndari nautasmala og svínahirða, tóvinnufólks, vefara, skóara, steinhöggvara og skipasmiða og gott þótti að heita á hann gegn allskyns hálskvillum meðal annars.

Kirkja í Laugarnesi

Laugarneskirkja

Reykjavík – Laugarneskirkja; minnismerki.

Laugarneskirkja.
Hér stóð kirkja til ársins 1794.
Samkvæmt munnmælum var þúst suðaustur af bænum nefnd eftir henni og kölluð Hallgerðarleiði og um hana sagt að hún væri græn jafnt vetur sem sumur. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er þó aðeins dregið úr þeirri trú og segir þar: „ekki er það satt að leiði hennar sé jafngrænt vetur og sumar, þó sögur segi svo, en seinna fölnar þar gras á haustin, en annarstaðar á Laugarnestúnum …“
Laugarnes – stasetning holdveikraspítalansÞessi merkisþúfa er nú horfin undir Sæbrautina en þegar grafið var í hana fundust hleðslur og gjall svo líklegra er að þar hafi verið smiðja en að Hallgerður sé grafin í kirkjugarðinum í Laugarnesi sem var fyrsti kirkjugarðurinn í Reykjavík. Laugarnes var forn kirkjustaður og samkvæmt kirknatali Páls Jónssonar frá því um 1200 hefur kirkja þá þegar verið í Laugarnesi. Ekki er vitað hvenær fyrst var jarðað í kirkjugarðinum en síðast var það gert árið 1871. Þá voru grafnir þar 6 franskir sjómenn, sem létust úr bólusótt og ekki var talið fært að jarða þá “inni í borginni” vegna hættu á smiti. Þeir lágu í einangrun í gömlu biskupsstofunni í Laugarnesi. Kirkjan í Laugarbesi var rifin 1794 og sameinuð Reykjavíkurkirkju en glögglega sést enn móta fyrir veggjum kirkjugarðsins sem er friðlýstur samkvæmt þjóðminjalögum.

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan

Rússneska

Reykjavík – Rússneska rétttrúnaðarkirkjan; minnismerki.

Rétttrúnaðarkirkja Reykjavík
Hér stendur til að reisa rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna í Reykjavík. Verkið hefur tafist af ýmsum ástæðum og því hefur kirkjan ekki risið enn. Texti á varðanum er á rússnesku.

Borgarráð samþykkti 2019 að framlengja framkvæmdafrest rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi um fjögur ár vegna kirkjubyggingar á lóðunum Bræðraborgarstíg 2 og Bakkastíg 8.

Söfnuður Moskvu-patríarkatsins fékk lóðirnar úthlutaðar af Reykjavíkurborg í október 2008 en enn hefur ekkert gerst á reitnum þar sem fyrirhugað er að hin glæsilega kirkja rísi. Í skjölum málsins segir að framkvæmdafresturinn nú skiptist í tveggja ára frest til að hefja framkvæmdir annars vegar og tveggja ára frest til að ljúka við kirkjuna eftir að framkvæmdir hefjast hins vegar.

Víkurkirkjugarður í Reykjavík

Víkurkirkjugarður

Reykjavík – Víkurkirkjugarður; minnismerki.

Hér var kirkjugarður Reykvíkinga frá upphafi kristni til 1838. Síðast var jarðsett í garðinum árið 1883.

Hér stóð Víkurkirkja til 1798 þegar Dómkirkjan tók við af henni sem kirkja Reykvíkinga.

Steinarnir með höggmyndum eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli voru reistir til minningar um 1000 ára kristni á Íslandi árið 2000.

Kirkjugarðurinn var við Aðalstræti og Kirkjustræti.

 

Þvottalaugarnar í Laugardal

Þvottalaugar

Reykjavík – Þvottalaugar; minnismerki.

Þvottahús Thorvaldsensfélgsins 1888Hér stóð húsið sem Thorvaldsensfélagið lét reisa og færði bænum að gjöf. Það veitti kærkomið skjól þeim sem strituðu við erfiði þvottanna allt til 1930.

Þvottalaugarnar voru heitar laugar sem notaðar voru til þvotta af húsmæðrum og vinnukonum í Reykjavík frá því að þéttbýli myndast og allt fram á 20. öld. Þær voru staðsettar í Laugamýri sem var í landi hins forna býlis Laugarness. Afrennsli úr laugunum var í Laugalæk sem rann til sjávar á Kirkjusandi.

Þvottalaugarnar eru nú þurrar, en mjög dró úr notkun þeirra árið 1930 er Laugaveitan var virkjuð og markaði upphaf hitaveitu í Reykjavík.

Stendur við Þvottalaugarnar í Laugardal.

Kjalarnes
-Útialtari.

Kjalarnes

Reykjavík – útialtari; minnismerki.

Tilgangurinn með uppsetningu útialtaris og minnismerkis í landi Esjubergs er að vekja verskuldaða athygli á merkum kristnum sögustað. Útialtarið verður notað við kristið helgihald og ýmsar athafnir eins og brúðkaup og skírnir.
Fyrsta skóflustunga var tekin að altarinu 8. maí 2016 af biskupi Íslands, prófasti Kjalarnesprófastsdæmis, formanni Sögufélagsins Steina, formanni sóknarnefndar Brautarholtssóknar og einu fermingarbarni.
Altarið sjálft er sótt í Esjubergsnámur og upp úr því stendur tveggja metra keltneskur kross.

Altarið stendur í landi Esjubergs á Kjalarnesi.

Minnisvarðar í Kirkjugörðum Reykjavíkur

Hólavallakirkjugarður

Reykjavík – Minnisvarði um færiska sjómenn.

Færeyskir sjómenn.

Við föroyska fiskiskipinum Acorn brendust og doyðu þessir menn 20-3-1928

D. Debes – Gjógv
H.J. Joensen – –
N. Klein – – –
H.J. Biskopstö –
H. Jakobsen – Eiði
H.D. Morköre – –

Færeyskir sjómenn

Reykjavík – Færeyskir sjómenn; minnismerki.

Teir skoðaðu storverk harrans
og í dýpinum undur hans
í neyð síni heittu teir á harrann
og hann hjalpti úr tröngdum.

DS. 107-24-28

Minnisvarðinn er í Hólavallakirkjugarði.

Fossvogskirkjugarður

Sjómenn

Reykjavík – Drukknaðir sjómenn; minnismerki.

Minningaröldur sjómannadagsins.
Drukknaðir sjómenn.
Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði reisti 2. júní 1996.

Nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig:
Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig
ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. [Jes. 43:1]

Minnisvarði um drukknaða
Minnisvarði óþekkta sjómannsins.

Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði reisti 1938, og endurbyggði 1988.

Stríðsminnisvarði

Stríðsminnismerki

Reykjavík – stríðsminnismerki.

Til minningar um flugliða Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Atlantshaf frá Íslandi 1940-1945. Minnisvarðinn var afhjúpaður af Hans kgl. tign Hertoganum af Kent 12. september 2007.
Gjöf Flugmálafélags Íslands.

Royal Air Force – United States Navy (USN)
Royal Navy Fleet Air Arm – United States Army Air Force (USAAF)
Royal Canadian Air Force (BCAF) – United States Coast Guard (USCG)

Minnisvarðinn er í Fossvogskirkjugarði.

Norskur minnisvarði

Og det er det stora
og det er det glupa
at merket det stend
um mannen han stupa

Minnisvarðinn er í Fossvogskirkjugarði.

Kristinn Rúnarsson

Reykjavík – Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson; minnismerki.

Kristinn Rúnarsson (1961-1988) – Þorsteinn Guðjónsson (1961-1988)

Í minningu vinanna Kristins Rúnarssonar f. 25.1.1961 og Þorsteins Guðjónssonar f. 10.4.1961.
Þeir klifu tind Pumari 7162 m í Nepal þann 19.10.1988 en komu aldrei til baka.

Fundnir 30 árum síðar – hvíla hér.

Þorfinnur karlsefni
Verkið er staðsett við Dvalarheimili aldraðra við Hrafnistu. Höggmyndin er af Þorfinni karlsefni, íslenskum landkönnuði sem var fyrstur Evrópumanna til þess að festa byggð í Bandaríkunum. Þorfinnur flutti síðar til Íslands þar sem hann bjó ásamt konu sinni, Guðríði, á föðurleifð Þorfinns á Reynistað en hjónin bjuggu síðar í Glaumbæ til æviloka.

Þorfinnur karlsefni

Reykjavík – Þorfinnur karlsefni; minnismerki.

Tildrög verksins voru þau að Einar tók þátt í samkeppni um höggmynd af Þorfinni karlsefni sem átti að standa í skemmtigarði í Fíladelfíu í Bandaríkunum. Hann sendi teikningu af framlagi sínu til Bandaríkjanna árið 1916 og var teikningin einróma valin og honum boðið að koma vestur að vinna að höggmyndinni. Höggmyndin stendur á stórum stöpli og sýnir Þorfinn standa teinréttan og líta til hliðar yfir farinn veg.

Agner F. Kofoed-Hansen (1869-1957)

Skógræktarstjóri 1908-1935.
Brautryðjandi í verndun og ræktun birkiskóga og sandgræðslu á Íslandi.

Agnar Kofoed

Reykjavík – Agnar Kofoed; minnismerki.

Kjörorð A.F. Kofoed-Hansen í upphafi starfs voru:
“Verndaðu vel og rétt kjarrið sem til er og það mun þroskast og verða skógur meðan þú sefur”.
Minnisvarði reistur 2014 af Skógræktarfélagi Reykjavíkur ásamt Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Skógræktarfélagi Íslands.

Minnisvarðinn er í Heiðmörk.

Einar G. E. Sæmundsen (1917-1969)

Einar G.E. Sæmundsen

Reykjavík – Einar G.E. Sæmundssen; minnismerki.

Þennan sein reistu skógræktarmenn og hestamenn 1971 til minningar um Einar G. E. Sæmundsen.

Steinninn stendur í Heiðmörk.

Guðmundur Marteinsson (1894-1979)

Þennan stein reistu skógræktarmenn til minningar um Guðmund Marteinsson verkfræðing, formann Skógræktarfélags Rerykjavíkur frá 1946 -1979.

Steinninn er í Heiðmörk.

Hákon Bjarnason (1907-1989)
skógræktarstjóri 1935-1977.
Hann gaf landi sínu nýjan gróður.
Steinninn stendur í Heiðmörk.

Hákon Bjarnason

Reykjavík - minnismerki; Hákon Bjarnason.

Reykjavík – minnismerki; Hákon Bjarnason.

Á bak við Rannsóknarstöð Skógræktarinnar við Mógilsá í Kollafirði er lágreistur steinn. Á hann er letrað: „Hákon Bjarnason – 80 ára 13. júlí 1987“.

Hákon Bjarnason (f. 13. júlí 1907 – d. 16. apríl 1989) var skógræktarstjóri frá 1. mars 1935, 30. júní 1977.

Hákon nam skógfræði í Danmörku og var ráðinn framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Hans stofnsetti gróðrarstöðina í Fossvogi.

Hákon kom upp sambandi varðandi skógarplöntur í Alaska í seinni heimsstyrjöld þegar leiðir voru lokaðar til Evrópu. Þannig fékk hann fræ af sitkagreni og alaskalúpínu og græðlinga af alaskaösp.

Hákon Bjarnason lést á 82. aldursári, hinn 16. apríl 1989.

Hákon Bjarnason

Jóhannes Kolbeinsson (1906-1982)
Heiðmörk.
Jóhannes Kolbeinsson f. 1906 d.1982 stjórnaði landgræsðlu Ferðafélgs Íslands í Heiðmörk 1950-1976, félagið þakkar handtök hans við þennan skógarreit.

Minnisvarðinn er á kletti í Heiðmörk.

Páll Gunnarsson (1951-1999)
-líffræðingur

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Páls Gunnarssonar líffræðings. Stofnendur eru Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, móðir Páls og systkini hans, Hallgrímur Gunnarsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir og fjölskyldur þeirra. Stofnframlag í sjóðinn er 14 milljónir króna. Systkini Páls skipa stjórn sjóðsins.

Páll Gunnarsson

Reykjavík – Páll Gunnarsson; minnismerki.

Vöxtum af stofnframlagi verður úthlutað ár hvert og verður vöxtum úthlutað 20. maí árið 2005 í fyrsta sinn og síðan árlega til helminga í tvo staði.
“Tilgangurinn er að ánafna helminginn til skógræktar. Með stofnun sjóðsins er heiðruð minning Páls en sem lítill drengur hafði hann orð á því við ömmu sína, Áslaugu og mömmu: “Ef ég verð ríkur, þegar ég verð stór, þá ætla ég að klæða Ísland skógi.”
Hinum helmingnum af arðinum er ánafnað til Klúbbsins Geysis eða annarra geðverndarmála. Veikindi sín bar hann með hetjuskap og drenglyndi og gerði sér fulla grein fyrir hvað þyrfti með til hjálpar.
Í Heiðmörk hefur verið komið upp skógarlundi, sem ber nafn Páls eða “Pálslundur”.”

Minnisvarðinn stendur í Pálslundi í Heiðmörk.

Þorsteinslundur í Heiðmörk

Akóges

Reykjavík – Akóges; minnismerki.

Akoges.
Í skógarreit í Heiðmörk sem merktur er Akóges stendur þessi minnisvarði:

Er félagið AKÓGES varð 50 ára höfðu félagarnir gróðursett í Heiðmörk í 40 ár, 1991.
Þá voru gróðursett 50 grenitré sem upphaf skógræktarlundar og hann nefndur
Þorsteinslundur er til heiðurs Þorsteini Einarssyni sem var forystumaður skógræktarfólksins.
Í dag, 2024, er skógræktarlundur orðinn að yndisreit fyrir alla er hans vilja njóta.

Minnisvarðinn er á steini við efra bifreiðastæðið við Heiðmerkurveg.

Laugarnes
Holdsveikraspítalinn.

Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var holdsveikraspítali í Laugarnesi starfræktur á árunum 1898-1943. Húsið stóð á grunni biskupsstofu sem þar stóð áður. Yfirlæknir var Sæmundur Bjarnhéðinsson.

Holdsveikraspítali

Reykjavík – Holdsveikraspítali; minnismerki.

Á fyrstu áratugum 20 aldarinnar var rekinn holdsveikraspítali í Laugarnesi í glæsilegu timburhúsi. Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var vígður 27. júlí 1898 og fyrstu sjúklingarnir komu á spítalann 10. október 1898. Holdsveikraspítalinn var gjöf dönsku Oddfellowreglunnar til íslensku þjóðarinnar. Hann var byggður fyrir gjafafé sem safnað var í Danmörku. Nokkru áður eða sumrin 1895 og 1896, ferðaðist hér um landið á vegum landstjórnarinnar danskur læknir dr. Edvard Ehler til að kynna sér útbreiðslu holdsveiki og meðferð sjúkra á Íslandi. Ehler skrifaði blaðagreinar og hélt erindi í Danmörku um bágborið ástand í heilbrigðismálum á Íslandi og lýsti holdsveiki sem smitsjúkdóm þar sem einangrun holdsveikra og hentug spítalavist væri áhrifamesta vörnin.

Holdsveikraspítali

Reykjavík – Holdsveikraspítali; minnismerki.

Laugarnesspítali var vígður 1898. Spítalinn var þá stærsta hús sem hafði verið reist á Íslandi­ og hann er stærsta timburhús sem nokkru sinni hefur risið hér á landi. Holdsveikraspítalinn var gerður fyrir 60 sjúkrarúm, en talið er að um aldamótin 1900 hafi um 237 verið holdsveikir á Íslandi. Þegar holdsveikum fækkaði var hluti byggingarinnar tekinn til annarra nota. Spítalabyggingin brann til grunna 7. apríl 1943. Hernámsliðið hafði þá yfirtekið spítalann. Þeir fáu holdsveikisjúklingar sem enn voru á landinu höfðu nokkru áður verið fluttir á Kópavogshæli.

Vígsluflöt

Vígsluflöt

Reykjavík – Vígsluflöt; minnismerki.

Vígsluflöt í Heiðmörk er áningarstaður þar sem um fólk getur komið saman í hjarta friðlandsins. Flötin rúmar allt að 100 manns en umhverfis hana eru hávaxin tré sem mynda skjól og fagurt umhverfi.

Eitt þessara trjáa er sitkagreni sem gróðursett var af þáverandi borgarstjóra, Gunnari Thoroddsen, sumardag einn fyrir sjötíu árum. Þennan dag, 25. júní 1950, var mikið margmenni á og við Vígsluflöt – um 2.500 til 3.000 manns – til að fagna stofnun friðlands Reykvíkinga í Heiðmörk.

Árið 1950 var gróðursetning trjáplantna í Heiðmörk nýhafin. Við Vígsluflöt var mólendi og lágvaxið birkikjarr. Annars staðar í Heiðmörk var gróður víða illa farinn, talsvert um rofabörð og uppblástur úr Elliðavatnsheiðinni. Í Undanfara, rétt við Vígsluflöt, höfðu fyrstu trjáplönturnar verið gróðursettar árið á undan, um fimmþúsund talsins. Þá voru enn engir vegir í Heiðmörk og þurfti því að reiða plöntur og verkfæri á hestum.

Sjómenn

Sjómenn

Reykjavík – Sjómenn; minnismerki.

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland 2019. Þetta er þriðja árið í röð sem enginn ferst við störf um borð í íslensku fiskiskipi. Síðasta banaslys til sjós varð árið 2016, þegar tveir menn fórust. Ég hef bent á þetta nokkuð ítarlega í pistlum hér en það var fyrst árið 2008 sem enginn sjómaður lést við störf til sjós hér við land. Það vakti furðu litla athygli en þessi ánægjulegu tíðindi endurtóku sig árið 2011 og 2014 og nú hafa þrjú ár bæst við, 2017, 2018 og 2019. Fyrir ári síðan benti pistlahöfundur á þetta undir fyrirsögninni: „Stóra fréttin sem allir missa af.“ Það hefði mátt nota hana aftur núna.

Þegar Morgunblaði 20. aldar er flett má segja að reglulega birtist forsíður með myndum af sjómönnum, sem farist höfðu í sjóslysum. Hér hefur áður verið vitnað til skrifa Steinars J. Lúðvíkssonar rithöfundar sem hefur rakið sögur af baráttu íslenskra sjómanna við Ægi í ritröðinni, „Þrautgóðir á raunastund“. Steinar hefur meðal annars tekið saman fjölda þeirra sem fórust í sjósköðum við Ísland á liðinni öld. Þeir eru á fimmta þúsundið. Bara árið 1959 fórust 59 sjómenn og á árunum 1966 til 1970 fórust alls 101 sjómaður.

Sjómenn

Reykjavík – Sjómenn; minnismerki.

Fjöldi látinna á sjó hefur dregist saman úr 25 á ári að jafnaði á árunum 1958-1967 í um það bil 1 á ári að jafnaði á árunum 2008-2017. Enginn hefur látist í sjóslysum á árunum 2017, 2018 og 2019. Helstu ástæður fyrir þessari fækkun eru raktar í skýrslu um öryggi sjófarenda eins og fjallað var um hér fyrir stuttu. Þar segir að ástæðurnar megi rekja til betri skipa og eftirlits, áhrifa fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hefur dregið úr sjósókn í vondum veðrum, betri þjálfunar sjómanna með tilkomu Slysavarnaskóla sjómanna, tilkomu vaktstöðvar siglinga, eflingu Landhelgisgæslunnar, tilkynningaskyldu íslenskra skipa sjómanna, árangurs af öryggisáætlun sjófarenda og aukin öryggisvitund meðal sjómanna og útgerða.

Minnismerkið er við Miðbakka.

Miðpunktur Reykjavíkur

Miðjan

Reykjavík – Miðjan; minnismerki.

Merki í stétt.

Miðja Reykjavíkur er við húsið Vesturgötu 2, sem var byggt árið 1863. Það hefur verið kallað Bryggjuhúsið og hýst margvíslega starfsemi í tímans rás. Út frá miðju Reykjavíkur eru öll götunúmer miðuð. Sá endi gatna sem er nær Bryggjuhúsinu er upphafið og þá eru oddatölurnar vinstra megin við götuna og sléttar til hægri.

Minnismerkið er á gangstéttinni við gatnamót Aðalstrætis og Vesturgötu.

Höfði

Höfði

Reykjavík – Höfði; minnismerki.

Höfði er hús í Borgartúni í Reykjavík byggt 1909, Franski konsúllinn Jean-Paul Brillouin átti upprunalega aðsetur þar. Seinna átti Einar Benediktsson skáld húsið um nokkurt skeið og bjó í því með fjölskyldu sinni. Árið 2015 var styttan af Einari eftir Ásmund Sveinsson, sem staðið hafði á Miklatúni, flutt að Höfða og sett upp austanmegin við húsið.

Íslandsfundurinn á milli Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjev átti sér stað þar 1986. Fáni Bandaríkjanna og fáni Sovétríkjanna hanga þar til minnis um fundinn.

Skilti á þremur tungumálum til minnis um leiðtogafundinn er framan við Höfða.

Lýðveldisgarðurinn

Lýðveldisgarðurinn

Reykjavík – Lýðveldisgarðurinn: minnismerki.

Á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs lét Reykjavíkurborg gera garð árið 1994 í tilefni af 50 ára lýðveldisafmæli Íslands og nefnist hann Lýðveldisgarðurinn. Garðurinn var vígður þann 15. júní 1994 og var vígsla hans eitt af fyrstu verkefnum sem nýkjörinn borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leysti af hendi. Hönnuður garðsins er Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt og samkvæmt skipulagshugmyndum er skírskotað til
jarðfræðilegra, sögulegra og landafræðilegra þátta tengdum þingstöðum til forna í garðinum. Það er gert með því að koma fyrir grjóthnullungum frá hverjum landsfjórðungi í réttri landfræðilegri afstöðu, þannig að hægt verði að gera sér grein fyrir hlutfallslegri fjarlægð milli staðanna.

Lýðveldisgarðurinn

Reykjavík – Lýðveldisgarðurinn: minnismerki.

Á hverjum hnullungi er áletrun á þeirri hlið sem snýr í suður með nafni bergtegundarinnar og stuttur texti um þingstaðinn. Einkennandi bergtegund fyrir Vestfirðingafjórðung er blágrýti úr Þórsnesi, fyrir Norðlendingafjórðung blágrýti úr Hegranesi, fyrir Austfirðingafjórðung granófýr úr Lóni og fyrir Sunnlendingafjórðung hraun frá Þingvöllum við Öxará. Þar að auki er Reykjavíkurgrágrýti sem einkennandi bergtegund fyrir núverandi þingstað þjóðarinnar. Í miðju garðsins er málmskjöldur með skýringum.
Hverfisgötumegin í garðinum stendur gamall silfurreynir sem gróðursettur var á árunum 1910 til 1920 en hann tilheyrði áður einu af húsunum sem þarna stóðu.
Lýðveldisgarðurinn stendur á lóðum Hverfisgötu 23 og Smiðjustígs 7 og 9 og er tæplega 700 fermetrar að stærð. Húsið að Hverfisgötu 23 var byggt árið 1906 og var flutt að Vesturgötu 5a árið 1994. Húsið að Smiðjustíg 7 var byggt árið 1904 og síðast virt árið 1941. Ekki er að finna heimildir fyrir því hvenær húsið var látið víkja. Húsið að Smiðjustíg 9 var byggt árið 1898 en borgarsjóður keypti húsið og lóðina árið 1964. Ekki er að finna heimildir fyrir því hvenær húsið var látið víkja.

Franskir sjómenn

Franskir sjómenn

Reykjavík – Franskir sjómenn; minnismerki.

Vopnahlésdagsins, 11.11., er jafnan minnst klukkan 11 í Frakklandi við gröf óþekkta hermannsins eða minnismerki um fallna hermenn. Hér hefur franska sendiráðið athöfn við minnismerki um franska sjómenn í Hólavallagarði.

Klukkan ellefu, ellefta dag, ellefta mánaðar ársins 1918 var samið um að ljúka afar mannskæðu stríði sem geisað hafði í Evrópu í rúm fjögur ár. Því er sá mánaðardagur jafnan haldinn hátíðlegur í Frakklandi, við gröf óþekkta hermannsins eða við minnismerki um fallna hermenn.

Hér á landi háðu franskir sjómenn orrustur við íslensk náttúruöf l og biðu stundum lægri hlut, þeir hvíla í nafnlausum gröfum víða um land. Í Hólavallakirkjugarði eru nokkrir tugir þeirra, flestir frá Bretagne í Frakklandi. Árið 1953 var settur þar upp stór steindrangur með áletrun. Sú fallega hefð hefur skapast að franska sendiráðið standi fyrir minningarstund í kirkjugarðinum klukkan 11 þann 11.11. við dranginn og sú hefð var haldin í heiðri þetta árið, að sögn Pálma Jóhannessonar, upplýsingafulltrúa sendiráðsins.

Franskir sjómenn

Reykjavík – Franskir sjómenn; minnismerki.

„Þessi athöfn hefur verið nokkurn veginn árleg, þó hefur komið fyrir að hún hafi fallið niður,“ segir hann. „En þetta finnst mér mjög góð hugmynd því hér á landi er enginn hermannagrafreitur franskur, enda engir fallnir hermenn hér af völdum stríðs en þessir látnu sjómenn eru ígildi þeirra.“

Pálmi segir allnokkurn hóp fólks hafa verið við athöfnina á mánudaginn. „Hún fór þannig fram að Graham Paul, sendiherra Frakklands, flutti ræðu, tveir starfsmenn sendiráðsins fóru með ljóð, annað íslenskt, hitt franskt, og síðan lagði sendiherrann blómsveig að minnismerkinu. Að því loknu var gestum boðin hressing í bústað sendiherrans,“ lýsir Pálmi.

Spurður nánar út í kvæðin segir hann þau vera Marin français eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld og Oceano Vox eftir Victor Hugo. Í gamla kirkjugarðinum var látlaus kross settur á leiði sjómannanna en þau voru nafnlaus. Þar stóð bara Marin français sem þýðir franskur sjómaður.
Minnismerkið er í Hólavallakirkjugarði.

Borgaraleg óhlýðni

Borgaraleg óhlýðni

Reykjavík – Borgaraleg óhlýðni; minnismerki.

Svarta keilan, listaverk um borgaralega óhlýðni, sem stendur fyrir framan Alþingi, heldur áfram að valda pirringi hjá þingmanni sem í þrígang hefur lagt til að það verði fjarlægt. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sem á verkið, segir að umræðan hjálpi verkinu að ná markmiðum sínum.

Svarta keilan, eftir spænska listamanninn Santiago Sierra var sett upp við Alþingi árið 2012. Verkið á að minna á mikilvægi borgaralegra réttinda og þann rétt þegnanna að neita að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda – og hefur farið í taugarnar á mörgum stjórnmálamanninum – þar á meðal Bergþóri Ólasyni úr Miðflokknum.

Bogaraleg óhlýðni

Reykjavík – Borgaraleg óhlýðni; minnismerki.

Verkið samanstendur af 180 sm háum steini sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr eftir í sprungunni. Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda. Á minnisvarðanum er plata sem á er letruð á íslensku og ensku setning úr Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem birtist sem formáli að stjórnarskránni sem franska þingið samþykkti árið 1793: „Þegar ríkisstjórn brýtur á rétti þegnanna, þá er uppreisn helgasti réttur og ófrávíkjanlegasta skylda þegnanna sem og hvers hluta þjóðarinnar.“

Minnismerkið norðvestast á Austurvelli – gegnt Alþingishúsinu.

Berthel Thorvaldsen (1770-1844)

Bertel Thorvaldsen

Reykjavík – Bertel Thorvaldsen; minnismerki.

Bertel Thorvaldsen var dansk-íslenskur myndhöggvari. Bertel hér fullu nafni Albert Bertel Thorvaldsen.

Faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson, tréskurðarmaður, fæddur að Reynistað í Skagafirði árið 1741. Síðar fluttist hann að Miklabæ í Blönduhlíð. Árið 1757 reið Gottskálk ásamt systkinum sínum til Hofsóss til þess að taka skip til Kaupmannahafnar. Eftir það átti Gottskálk heima í Kaupmannahöfn, og þar tók hann sér ættarnafnið Thorvaldsen að þeirrar tíðar hætti. Í heimahúsum hafði hann lært nokkuð til tréskurðar og í Kaupmannahöfn lærði hann myndskurð hjá formanni myndhöggvaragildisins í Kaupmannahöfn. Móðir Bertels hét Karen Dagnes og var fædd í Nørre Nissum á Jótlandi. Faðir Karenar var organisti og djákni í Lemvig á Jótlandi. Gottskálk og Karen gengu í hjónaband árið 1770. Þau voru ekki auðugt fólk og gekk Gottskálki erfiðlega að sjá fjölskyldu sinni farborða með tréskurði.

Bertel Thorvaldsen

Reykjavík – Bertel Thorvaldsen; minnismerki.

Á tólfta ári fékk Bertel fyrst að hjálpa föður sínum við tréskurð. Vinur föður hans benti á hæfileika Bertels og sannfærði föður hans um að senda Bertel í listaskóla. Bertel byrjaði ungur í fríhendisteikningu í undirbúningsdeild Fagurlistaskólans í Kaupmannahöfn árið 1781. Fljótlega vann hann til verðlauna skólans, minni silvurverðlaun fyrir mótaða mynd árið 1787. Í skólanum hlaut hann öll þau verðlaun sem í boði voru og þau æðstu, stóru gullverðlaunin, árið 1793 fyrir lágmynd sem tók fyrir efni úr Biblíunni. Þessum verðlaunum fylgdi utanfararstyrkur sem hann fékk þó ekki í hendur fyrr en nokkrum árum seinna. Í ágúst 1796 heldur hann til Rómar, ásamt hundi sínum, Hektori, kveður foreldra sína og sá þá aldrei aftur.

Vinarreitur Japans

Vinareitur Japans

Reykjavík – Vinarreitur; minnismerki.

Gestir söfnuðust saman í Hljómskálagarðinum 31. maí 2011 til að fagna því að Japansk-íslenska félagið færði Reykjavíkurborg 50 kirsuberjatré að gjöf,
Borgarstjóri, Jón Gnarr, undirbjó jarðveginn fyrir gróðursetningu. Hr. Wakita, formaður Japansk-íslenska félagsins, gróðursetti kirsuberjatré ásamt borgarstjóra með aðstoð formanns Íslensk-japanska félagsins. Hr. Natsume, Sendiherra Japans á Íslandi, aðstoðaði við gróðursetninguna.

Vinarreiturinn er norðvestast í Hljómskálagarðinum.

Súlur Ingólfs

Súlur Ingólfs

Reykjavík – Súlur Ingólfs; minnismerki.

Ingólfstorg (áður Hallærisplanið/Hótel Íslands-planið og Steindórsplanið) er torg í miðborg Reykjavíkur. Það var opnað 4. desember 1993. Torgið er nefnt í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni. Torgið er staðsett við Aðalstræti þar sem einna lengst hefur verið byggð í Reykjavík.

Nú til dags er torgið oft notað til tónleikahalds, ræðuhalda og fjöldasamkomna af ýmsu tagi. Það er oft notað á hátíðisdögum og stórviðburðum eins og 1. maí, Menningarnótt og 17. júní. Torgið er einnig vinsælt meðal hjólabrettafólks. Eftir aldamótin 2000 hefur torginu oft verið breytt í skautasvell yfir jólahátíðina.

Á Ingólfstorgi eru tveir stuðlabergsstandar. Á þeim eru áletranir á bak og fyrir, m.a. tilvitnun í Landnámu um komu Ingólfs til Reykjavíkur.

Guðni Pétur Guðnason (1989-2021)

Reykjavík

Reykjavík – minnismerki; Guðni Pétur Guðnason.

Á stuðlabergsstandi á lóð Flókagötu 29 er áletrun: „Í minningu vinar – Guðni Pétur Guðnason, f: 10.11.1989, d: 21.01.2021.
Við þökkum fyrir kærleikann, umhyggjuna, gleðina og hláturinn.
Dýrmætar minningar lifa í hugum okkar og hjörtum“.

Steinninn er við Búsetukjarnann, í garði framan við húsið. Guðni Pétur var starfsmaður Búsetukjarnans er hann fékk fyrir hjartað í Sundhöll Reykjavíkur og drukknaði.

Guðna er minnst sem „gull af manni“.

Minningarlundur í Vatnsmýri um fórnarlömb hryjuverkanna í Ósló

Reykjavík

Reykjavík – minnismerki; Vatnsmýri.

Sérstakur minningarreitur um fórnarlömb hryðjuverkanna í Ósló og Útey þann 22. júlí 2011 var vígður í landi Háskóla Íslands í Vatnsmýri föstudaginn 17. ágúst 2012. Minningarreiturinn er samstarfsverkefni Norræna félagsins, Norræna hússins, Háskóla Íslands, Skógræktarfélags Reykjavíkur, Landmótunar sf., Bókaútgáfunnar Draumsýnar og Reykjavíkurborgar.

Í reitnum hefur þegar verið plantað átta reynitrjám og 77 birkitrjám. Reynitrén tákna Norðurlöndin fimm og sjálfstjórnarsvæðin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Birkitrén tákna hins vegar þá sem létust í hryðjuverkunum í Ósló og Útey.

Reykjavík

Reykjavík – minnismerki; Vatnsmýri.

Í lundinum eru fjórir klassískir garðbekkir sem snúa í höfuðáttirnar fjórar. Á bakfjöl þeirra er áletrunin: „Til minningar um atburðina í Noregi 22. júlí 2011.“ Áletrunin er á fjórum tungumálum, ensku, finnsku og norsku, auk íslensku. Við hvern bekk hefur tveimur ilmreynitrjám verið plantað, samtals átta trjám. Þau tákna Norðurlöndin fimm og sjálfsstjórnarsvæðin þrjú. Þegar reynitrén hafa náð meiri hæð og breitt úr sér verða bekkirnir inni í litlum trjálundi og krónur trjánna ná saman.
Lundurinn er nyrst í Vatnsmýrinni, austan við bifreiðastæði Háskóla Íslands.

Gufuneskirkja

Gufunes

Reykjavík – minnismerki; Gufuneskirkja og -kirkugarður.

Gufuneskirkja var lögð niður 1886 en beinin úr kirkjugarðinum voru tekin upp árið 1968 og flutt í nýjan grafreit vegna byggingarframkvæmda Áburðarverksmiðjunnar. Skv. upplýsingum var kirkjan í Gufunesi hins vegar ekki tekin niður fyrr en 1888 þegar hafin var smíði nýrrar kirkju að Lágafelli sem kom í stað kirkjanna að Gufunesi og Mosfelli og sóknirnar sameinaðar.
Beinin úr kirkjugarðinum voru flutt í nýjan reit sunnar í túninu 1978, þegar hafizt var handa við byggingu áburðarverksmiðjunnar.

Gufurnes

Reykjavík – minnismerki; Gufuneskirkja og -kirkjugarður.

Varðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð. Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp og er notað þar við guðþjónustur.

Í garðinum er minnisvarði úr steini (granít) sem á stendur: „Hér hvílir duft þeirra, sem greftraðir voru að Maríukirkju í Gufunesi. Kirkja var í Gufunesi í fullar sjö aldir. Árið 1886 var hún niður lögð. Moldir kirkjugrunns og kirkjugarðs voru hingað fluttar árið 1968 til þess að friða þær fyrir umferð og mannvirkjagerð. SÆLIR ERU DÁNIR, ÞEIR SEM Í DROTTNI DEYJA. Op. 14,13. JESÚS KRISTUR ER Í GÆR OG Í DAG HINN SAMI OG UM ALDIR. Hebr. 13,8.”

Ráðherrabústaðurinn

Ráðherrabústaðurinn

Ráðherrabústaðurinn.

Húsið við Tjarnargötu 32, sem nefnt er Ráðherrabústaðurinn, var reist af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, árið 1906 og flutti hann þangað inn með fjölskyldu sína 26. mars 1907.
Húsið var upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892 en hann flutti starfsemi sína þaðan 1901 og bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein, sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf að því er talið er eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. Var húsið þá tekið sundur og flutt suður en það hafði verið einlyft bjálkahús með myndarlegum miðjukvisti, líklega upphaflega keypt tilsniðið frá Noregi.

Ráðherrabústaður

Reykjavík – minnismerki: Ráðherrabústaðurinn.

Í Reykjavík var húsið endurbyggt með nýju lagi. Nú var það tvílyft með hærra og brattara þaki en áður og með þremur kvistum eða burstum á framhlið. Húsið er dæmigert fyrir svokallaðan bárujárnssveitser en drekaskrautið gefur því þjóðlegan rómantískan blæ.
Eftir að Hannes Hafstein lét af embætti 1909 beitti Björn Jónsson sem þá tók við embætti ráðherra Íslands sér fyrir því að Landssjóður keypti húsið í því skyni að gera það að föstum ráðherrabústað.

Á Ráðherrabústaðnum er skilti: „Ráðherrabústaðurinn – Tjarnargötu 32.
Gjöf til Hannesar Hafstein ráðherra 1904 frá Hans Ellefsen, norskum hvalfangara.
Bústaðurinn var fyrst reistur 1892 að Sólbakka við Flateyri.
Endurbyggður í Reykjavík 1906.“

LæknisgarðurHannes Guðmundsson (1900-1959)

Hannes Guðmundsson

Reykjavík – minnismerki; Hannes Guðmundsson.

Í suðurhlíðum Öskjuhlíðar á norðanverðum Fossvogsbökkum er afgirt ílöng spilda sem gengur upp í Fossvogskirkjugarð að sunnanverðu. Spildan hefur verið kölluð Læknisgarður, Læknislundur og Fossvogur. Hannes Guðmundsson læknir fékk syðri hluta hennar úthlutað árið 1930 til afnota og skógræktar með leigusamningi til 100 ára en spildan var síðar stækkuð til norðurs.
Samkvæmt brunavirðingu 1934 var fyrst byggt þarna lítið sumarskýli. Húsið brann og var endurbyggt árið 1953 í sama formi og áður úr timbri, múrhúðað að utan.
Hannes Guðmundsson var mikill áhugamaður um trjárækt og í garðinum er mikið af gömlum trjágróðri sem hann ræktaði upp af fræjum að sögn Helgu dóttur hans. Fjölskyldan dvaldi þarna áður á sumrin og síðan hefur hún sameinast um að halda eigninni við.
Efst á grasflötinni er flaggstöng og minnismerki um Hannes Guðmundsson. Á stuðlabergsstandi, sem ber uppi styttu af Hannesi, stendur: „Hannes Guðmundsson, læknir, f. 1900 d. 1959, gerði garðinn 1930“.

Nesti – „Drengurinn með fiskinn

Nesti

Reykjavík – minnismerki; Nesti.

Skammt vestan við Nesti í Fossvogi er gosbrunnur. Í honum er stytta; Drengurinn með fiskinn. Á skilti við brunninn stendur: „Höfundur: Axel Helgason, f. 1913 – d. 1959. Axel stofnaði Nesti hf ásmat eiginkonu sinni, Sonju B. Helgason. Verkið er í eigu erfingja listamannsins en í umsjón Olíufélagsins. Listaverkið var steypt í brons í tilefni af 30 ára afmæli Nestis árið 1987“.

Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/reykjavik-minn/
-Wicipedia
-https://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/konur-a-althingi/hoggmynd-af-ingibjorgu-h.-bjarnason/
-https://heidmork.is/vigsluflot-1950-og-2020/
-https://husaskraning.minjastofnun.is/Husakonnun_28.pdf
-https://www.visir.is/g/20191699796d/franskra-sjo-manna-minnst-i-hola-valla-kirkju-gardi
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-06-16-svarta-keilan-er-a-rettum-stad
-https://safneign.listasafnreykjavikur.is/is/verk/H-007
-https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/sigurdurmar/2244924/

Horfnir sjómenn

Reykjavík – Horfnir sjómenn; minnismerki.

Ás

Bærinn „Ás“ ofan við Hafnarfjörð hefur jafnan látið lítið fyrir sér fara þrátt fyrir að eiga sér langa og merka sögu.

Ás

Gamli bæjarhóllinn.

Í Örnefnaskrá segir að landamerki fyrir umboðsjörðina Ás í Garðahreppi séu: „Stefna á Fuglastapaþúfu fyrir vestan Skarð austast á Grímsnesi; þaðan í Bleikstein í Bleiksteinshálsi; þaðan í Þormóðshöfða og þaðan í Steinhús“
Í Örnefnaskrá segir enn fremur: „Ás í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi, en tilheyrir nú Hafnarfirði. Jörðin tilheyrði jörðum þeim er lágu við fjörðinn“.

Ás

Gamli bærinn.

Í Jarðabók frá 1703 segir m.a.:
„Jarðardýrleiki á kóngsins parti er óviss og veit enginn neitt til að segja.
Jóns Peturssonar part segja menn almennilega vera iii [symbol] lxxx álnir, er þetta þó nokkuð á óvissu, þar bóndaeignin engvum tíundast nje tíundast hefur það menn til vita. Er sögn manna að þessi bóndahlutans tíund niður falli fyrir örðugan hreppamanna flutning yfir Kapelluhraun að Þorbjarnarstöðum; sýnist líklegt að jörðin muni til samans öll xii [symbol] verið hafa, og væri þá kóngsparturinn viii [symbol] og xl álnir.
Eigandinn að meira hlut jarðarinnar er kóngleg Majestat, að minna hlut Jón Petursson á Hlíði lögrjettumaður. Ábúandinn Þórður Jónsson.
Landskuld af kóngsins parti er lx álnir, af bóndaeigninni xx álnir. Betalast með iiii vættum fiska í kaupstað. Við til húsabótar leggur ábúandinn af báðum pörtunum.
Leigukúgildi með kóngsins parti í, með bóndaeigninni i. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eftir kóngskúgildið. En eftir bóndans kúgildið ýmist í smjöri eður fiski heim til eigandans eður í kaupstað. Kóngskúgildið uppýngdi í fyrra umboðsmaðurinn Páll Beyer. So hafa og eignarmenn bóndahlutans eftir þörfum uppýngt sitt kúgildi.

Ás

Fjósið frá 1904.

Kvaðir af kóngspartinum eru mannslán um vertíð, sem leyst hefur verið stundum með einuri vætt fiska, stundum með því að ljá umboðsmanninum eitt tveggja manna far leigulaust um vertíð.

Ás - Stekkur

Ás – Stekkur í Hádegisskarði.

Item einn hrísshestur árlega heim til Bessastaða; þótti næst umliðið ár umboðsmannsins fólki sá hrísshestur ekki nógu gildur, er bóndinn færði; var hönum því tilsagt að bæta þar við, og færði hann annan hrísshest lakari í því nafni. Hjer að auki einn dagsláttur heim til Bessastaða, og fæðir bóndinn sig sjálfur. Stundum hafa skipaferðir kallaðar verið og jafnvel nokkrum sinnum fleiri en ein á ári, fæðir þá bóndinn sig sjálfur. Í fyrra og margoft áður var maður heimtur að þjóna að húsastörfum staðarins á Bessastöðum og fæðir bóndinn verkmanninn. Enn nú setti Jens Jurgensson tvö ár þau síðustu, sem manninn. Enn nú setti Jens Jurgensson tvö ár þau síðustu, sem hann var umboðsmaður, og so í fyrra umboðsmaðurinn Páll Beyer, eitt lamb í fóður hvört ár þessara þriggja með jörðinni. Hafði sú kvöð aldrei verið það menn til minnast, og hefur bóndinn ekkert fyrir það fóður þegið. Hjer á ofan voru í hittifyrra ár af Jens Jurgenssyni og nú í sumar af Páli Beyer útheimtur heyhestur til að fóðra kvikfjenað þann, er fálkanum var ætlaður til fæðis á útsiglingunni, og bóndanum sjálfum skikkað að flytja heyið inn í Hólmskaupstað. Þessi kvöð hafði og fyrr aldrei verið það menn muna. Áður þegar fálkarnir sigldu á Básendum og Keflavík var bóndanum skikkað að láta mann á tje til að bera fálkana ásamt öðrum frá Bessastöðum suður til áðurnefndra kaupstaða og kostaði bóndinn manninn að suður til áðurnefndra kaupstaða og kostaði bóndinn manninn að öllu. Þessi kvöð var og aldrei fyr en í Ás

Innviðir fjósflórsins.

Heidemanns tíð og þaðan í frá iun til þess er fálkarnir sigldu með Hólmsskipi. Bóndinn gaf manninum xx álnir, sem hans vegna fór í þessa för, og fæddi hann. Á bóndans parti eru kvaðir alls öngvar.
Kvikfjenaður er iiii kýr, viii ær, í sauður tvævetur, vii veturgamlir, viii lömb, i foli þrevetur. Fóðrast kann iii kýr og í úngneyti. Heimilissmenn iiii.

Ássel

Ássel við Hvaleyrarvatn.

Selstöðu á jörðin í heimalandi, eru þar hagar sæmilegir og vatnsból gott.
Hrísrif hefur jörðin í almenningum til kolgjörðar og eldiviðar.
Lýngrif er í heimalandi brúkað nokkurn part til eldiviðar og til að fæða pening í heyskorti.
Torfrista og stúnga lök og lítt gagnvænleg.
Heimræði brúkar jörðin frí og skipsuppsátur í Ófriðastaðarlandi að sumir halda, en sumir eigna skipsuppsátrið Ási so sem ítak á móti selstöðu, sem Ófriðarstaðir skuli eiga og síðar segir. Vita menn ekki glögt hvort þetta skipsuppsátur og búðarstæði sje með skyldurjetti eður fyrir liðunarsemi. Þó gánga þar skip ábúandans og hafa gengið um lángan aldur, en búð var þar ekki það menn minnast fyr en Margrét Þorsteinsdóttir bjó að Ási fyrir meir en tuttugu árum.

Ás

Norðurtúnsgarðurinn.

„Í lýsingu Selvogsþinga eftir síra Jón Vestmanns segir m.a. Kaupstaðavegur til hafnarfjarðar liggur úr Selvogi yfir Grindarskörð, stífgild þingmannaleið yfir fjallgarðinn nr. 1, brattur og grýttur mjög. Frá Krýsuvík liggur annar vegur til sama kaupstaðar nefndur Ketilsstígur, þrír partar úr þingmannaleið að lengd grýttur og brattur sem hinn. Hlíð í Selvogi er næsti bær við Grindarskarðsveg, en Litli-Nýibær í Krýsuvík næst við Ketilsstíg. Ás í Garðasókn á Álftanesi er næst[i] bær við Ketilsstíg að vestan er Hafnarfjörður í sömu sókn næstur Grindarskarðarveg að vestanverðu.
Lýsing Garðaprestakalls 1842 eftir síra Árna Helgason segir m.a.: Þar eru taldir upp bæir í sókninni og einn af þeim er Ás með tómthúsi. Einnig eru taldir upp alfaravegir, og er sá syðsti sem liggur upp í Krýsuvík, liggur hann frá Ási Garðasókn, og heitir Stórhöfðastígur.

Í Jarðatali Johnsens frá 1847, segir m.a.:
Álftaneshreppur. Ás, jarðarnúmer 169; jörðin er í kojungseign. Dýrleiki er 12 hundruð, landskuld er 0.80, kúgildi tvö, ábúandi einn.
Jörðin Ás var lögð undir lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar 1959 og bærinn eignaðist landið 1964.

Sjá eignarnámsskuldir Hafnarfjarðar gagnvart einstökum bæjum – https://ferlir.is/logsagnarumdaemi-hafnarfjardar-fra-1908/

Samkvæmt túnakorti frá 1918, er túnið á Ási 2.8 teigar og þar af helmingur sléttaður. Kálgarðar eru i, 670 m2.
Tún Stekks er talið 0.6 teigar, ýft að mestum hluta. Kálgarður 720 m2.

Ás

Ás-túnakort 1914.

Til er „Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði“ 2005, en skráning sú verður að teljast í besta falli mjög hæpin. Skráningin sem slík veltir óneitanlega upp spurningunni um hvar takmörkin eru og eigi að vera á heimildum um opinberar samþykktir á slíkum skráningum hér á landi.

Stekkur

Bæjarstæði Stekks fyrrum.

Fyrst Ari Gíslason: „Jörð í Garðahreppi, næst Hvaleyri, nær ekki að sjó, vegna þess að Hafnarfjarðarbær er þar á milli. Upplýsingar um örnefni eru frá Oddgeiri Þorkelssyni að Ási.
Upp og austur frá bænum Ási rís upp fjall, sem heitir Ásfjall. Það er raunverulega framhald af Hvaleyrarholti, (er fyrr getur). Á Ásfjalli er varða, sem heitir Ásvarða. Bærinn Ás stendur í brekku vestan undir fjallinu. Vestur frá bænum er tjörn í lægð, sem heitir Ástjörn. Norður frá henni er býli, sem heitir Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Neðan við Stekksbæinn er lægð, grasi vaxin, sem heitir Leirdalur, og ve[stur] af Ásfjalli er Grísanes, hæð í Hvaleyrarlandi.
Norðan við bæinn að Ási er holtið nafnlaust, og brekkurnar þar næstar, sem tilheyra Ási, utan í fjallinu eru einnig nafnlausar. Slakki er í fjallinu, sem nefndur er Skarð. Þegar hallar svo niður af fjallinu sunnanverðu, koma þar börð og lægðir á milli. Þetta svæði er nefnt Grófir, og neðan þess tekur svo við svæði, sem heitir Lækir. Þá fer að nálgast jafnsléttuna, og taka þar við Ásflatir. Þær eru fyrir botni dals þess, er myndast milli Grísaness og Hamraness, Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.

Ásvarða

Útsýni af Ásfjalli.

Sunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því. Norðurendinn á Ásfjalli er nefndur Ásfjallsöxl, og þar er merkjavarða; svo í landsuður þaðan er varða á Bláberjahrygg, sem er á merkjum móti Jófríðarstöðum; svo eins og fyrr segir rétt við vatnsendann.
Sunnan við vestri endann á vatninu er gríðarstór höfði eða hóll, sem heitir Selhöfði. Á honum er merki móti Hvaleyri. Sunnan við vatnið er dálitill hryggur, sem nefndur er Kjóadalsháls. Svo er landið mjótt, því nú ná nöfnin þvert yfir land jarðarinnar. Svo er gríðarstór dalur, helmingur grasflöt, hitt moldarflag; heitir hann Miðhöfði. Þar upp af er svo Efstihöfði, og svo skerst landið í odda við svonefnt Steinhús, neðst í gjánni, rétt fyrir neðan túnið í Kaldárseli. Þar myndar það tungu.“

Ás

Stríðsminjar á Ásfjalli.

Og í framhaldinu Gísi Sigurðsson: „Landamerki fyrir umboðsjörðinni Ás í Garðahreppi eru: Stefna úr Fuglstapaþúfu í þúfu fyrir vestan svokallað Skarð austast á Grísanesi; þaðan í Bleikstein í Bleiksteinshálsi; þaðan í Þormóðshöfða og þaðan í Steinhús.

Fuglastapaþúfa

Fuglastapaþúfa.

Úr Fuglstapaþúfu fyrir vestan Guðbrandsbæ bein lína í austur í vörðu milli Áss og Jófríðarstaða; þaðan í vörðu norðan til við Ásfjallsöxl. Þaðan til suðausturs í vörðu á Bláberjahrygg; sama lína í Vatnsenda efri; svo í vörðu á Kjóadalshálsi; þaðan beint í vörðu á Miðhöfða; þaðan í Fremstahöfða; þaðan upp í Steinhús.
(Úr landamerkjabók Gullbringu- og Kjósarsýslu).
Ás í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi, en tilheyrir nú Hafnarfirði. Jörðin tilheyrði jörðum þeim, er lágu við fjörðinn. Ás, bærinn, stóð á Bæjarhólnum, sem var um það bil í miðju Ástúni. Allt var túnið umgirt Ástúngörðum. Norðurtúngarður lá að ofan og vesturtúngarður að vestan, suðurtúngarður sunnan og neðan og austurtúngarður austan upp með fjallinu.
Heiman frá bæ niður Brekkuna lágu Suðurtraðirnar niður í suðurtraðarhlið. Um Austurtúnið rann Lækurinn. Túnlækurinn rann varla nema í rigningartíð og í leysingum. Neðan við Hólinn vestan bæjarins var Ásbrunnur, og að honum lá Brunngatan. Austan lækjarins var Lambhústún og þar lambhúsið. Í Norðurtúni var Hjallabrekka, og þar sem saman komu Austurtún og Norðurtún, Hjallabyrgi. Þar eru nú sumarbústaðir. Heiman frá bæ lágu Norðurtraðir og þar á mótum garðanna, norður- og vesturgarðs, var norðurtraðarhlið. Ofanvert við traðirnar nyrzt var flöt, nefndist Dansflöt, en neðan traðanna var Fjarðarflöt, en þar niður af þýfður hluti, nefndist Harðhaus.
Utan suðurhliðs var Stöðullinn, þar fyrir neðan var kargþýfður mói, nefndist Ásmói, sem sumir nefndu Ásumói. Þá var þar neðar Ásmýri eða Mómýrin. Þar var mótak, og suður af var Móholtið. Þangað var mórinn borinn frá mógröf og þurrkaður. Út frá vesturtúngarði neðarlega var uppspretta, nefndist Áslindin. Þar var vatnsból fyrir Ás, ef brunninn þraut.

Ás

Bæjarlækurinn.

Vestur í holtinu var önnur uppspretta, sem var kölluð Lindin. Þar var vatnsból frá Stekknum.

Ás

Ás – fjárhústóft.

Ofar hér í holtinu voru Börðin, þau hafa nú verið jöfnuð út, og er þar komið allgott tún. Hér ofar taka svo við Ásmelar. Þeir liggja austan og ofan frá Ásholti, en norðan landamerkja eru garðlönd Hafnfirðinga. Ásvegur liggur frá Norðurtröðum norður um Ásleiti og yfir á Háaleiti , síðan áfram norður að Ófriðarstaðatúngarði.
Vestur á melunum var hringlaga gerði nefnt Kringla. Hér enn vestar var svo býli, þurrabúð, nefndist það Stekkurinn, Ásstekkur, Vindás og Vindásstekkur. Honum fylgdi Stekkstúnið umgirt Stekkstúngörðum, vesturtúngarður, suðurtúngarður, austurtúngarður og norðurtúngarður. Þar sem saman komu norður- og vesturtúngarður, var norðurhlið. Þaðan lá Stekksgata niður að Brandsbæ og áfram niður til Fjarðar. Suðurhlið var neðarlega á mótum vestur- og suðurtúngarðs. En Lindargatan lá heiman frá Stekksbæ austur um austurgarðshlið austur að Lindinni. Brunngatan var löng frá Stekk og austur.
Norðvestur frá Stekk, neðan vestasta hluta melanna, var Leirdalur, og tilheyrði nokkur hluti hans Ási, en í Fuglstapaþúfu syðri voru hornmörk jarðanna Áss, Ófriðarstaða og Hvaleyrar. Þaðan lá landamerkjalínan í Axlarvörðu á Ásfjallsöxl eystri, en neðan og vestan undir Öxlinni var svokallaður Dagmálahvammur. Suðvestur og upp frá Öxlinni var Ásfjall og þar á Ásfjallsvarða.

Ás

Upplýsingaskilti nálægt Ási.

Suður eða suðsuðaustur frá háfjallinu var klettastallur, nefndist Mógrafarhæð. Ekki er nú hægt að sjá, að mótak hafi verið hér í fjallinu. Landamerkjalínan liggur úr vörðunni suður á svonefndan Bláberjahrygg, sem er misgengisbrún og þaðan um Vatnshlíðargil austast í Vatnshlíðinni.

Bleiksteinsháls

Landamerkjavarða á Bleiksteinshálsi.

Hæst á Vatnshlíðinni er svonefndur Vatnshlíðarhnúkur. En vestan á Bláberjahrygg er Bláberjahnúkur.
Landamerkjalína liggur úr gilinu um Vatnsendann og þaðan upp Kjóadalaháls í Kjóadalahálsvörðu. Frá Markavörðunni liggur lína um Kjóadali upp í Miðhöfðavörðu á Miðhöfða, þaðan í Fremsthöfðavörðu á Fremsthöfða og þaðan í Steinhús, sem í gömlum skjölum nefnist Steinhes, og er þar hornmark margra landa. Landamerkjalínan á vesturmörkum mun svo liggja úr Steinhúsi norður eftir Langholti um Þormóðshöfða og Selhöfða, en efst á höfðanum er Borgin, fjárborg allstór um sig. Héðan liggur línan niður á Selhraun eða Seljahraun. Það liggur alveg að Hvaleyrarvatni. Við suðurhlið vatnsins er Hvaleyrarsel og innar Ássel. Þar má enn vel sjá móta fyrir seljarústum. Úr Seljahrauni liggur línan upp á Bleikisteinsháls. Bleikisteinsstígur liggur rétt við klöpp, sem nefnd er Bleikisteinn, en austur og upp frá hálsinum er Bleikisteinshnúkur. Bliksteinshnúkur, Bliksteinn, Bliksteinsháls og Bliksteinsstígur eru einnig nöfn, sem hér eru viðhöfð. Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn.

Ás

Steinn af æsi við Ás.

Neðan frá hrauntungunni eru svo Ásflatir. En fram á þær syðst rennur Grófarlækur ofan úr Grófunum. Þær liggja norðan við Bláberjahrygg. En stígur liggur um Ásflatir vestur á Grísanesháls, en þar er Hrauntungustígur, sem þarna er að byrja. Síðan liggur landamerkjalínan norður af hálsinum norður yfir Ástjörn, upp fyrir vestan Stekkinn í Fuglstapaþúfu. En Grísanesstígur liggur niður af hálsinum heim að suðurtraðarhliði. Þaðan liggur aftur á móti Skarðsstígurinn upp í svonefnt Skarð á Ásfjallsöxl vestari. Skarðsvarðan var þarna, sem einnig nefndist Hádegisvarða og Hádegisskarð skarðið. Hér um rann féð til beitar suður á Grófirnar, Bláberjahrygg og Vatnshlíðina. Hellishraun, svo var hraunið í Hellisdal einnig nefnt.“
Sjá einnig Ás og Ástjörn – friðlýsing Áss og Ástjarnar.

Til mun vera „Fornleifaskráning vegna samkeppni um skipulag í Áslandi og Grísanesi, Birna Gunnarsd. og Ragnheiður Traustad, 1996“, en sú skráning mun vera öllum öðrum hulin nema skráningaraðilunum sjálfum.

Heimildir:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar um Ás.
-Örnefnalýsing Gísla Siguðssonar um Ás.
-Jarðabókin 1703.
-„Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði“ 2005.

Ás

Ástjörn og nágrenni.

Hálssel

Háls; Fremri-Háls er bær í ofanverði Kjós. Einungis Fellsendi er ofar (vestar). FERLIR hafði áður skoðað umhverfi bæjarins. Nú var markmiðið að líta á tóftir og minjar Sauðafells (Sauðfellskots) og nágrennis.

Sauðafell

Sauðafell og nágrenni. Bæjartófrin er neðan gamla Kjósaskarðsvegar og Sauðhóll ofan hans. Vestan hólsins er Hálssel.

Í heimildum hafði komið fram að Sauðakot væri fornt bæjarhróf í landi Fremra-Háls. Kotið hafi snemma farið í eyði og upp úr því hafi byggst selstaða frá bænum. Þetta þótti grunsamlegt því selstöður frá höfuðbýlum eiga sér langa fortíð. Ástæða þótti því til að skoða nánar tóftir kotsins og umhverfis þess, bæði vegna takmarkaðra upplýsinga í opinberri fornleifaskráningu af svæðinu og mögulegra áður óskráðrar selstöðu á svæðinu.

FERLIRsfélagar gengu að tóftum Sauðafells undir austanverðu Stóra-Sauðafelli. Heimildir eru um að sel frá Fremri-Hálsi, Hálssel, hafi byggst upp úr kotinu sem var komið í eyði fyrir 1705.
Við skoðun á bæjartóftunum kom í ljós að rýmin hafi a.m.k. verið þrjú; baðstofa, eldhús og búr. Garður var norðan við húsin, en gamli Kjósaskarðsvegurinn, fyrsti bílvegurinn upp með Stóra-Sauðafelli að Þingvallavegi, hafði verið lagður í gegnum hann. Engin ummerki eru eftir nýlegri selstöðu í bæjartóftunum.

Sauðafell

Sauðafell – bæjartóftir.

Ofan við veginn er Sauðhóll. Vestan hans eru tóftir Hálssels; þrjú rými og stekkur. Tvö rýmin eru samstæð; búr og eldhús, og baðstofan stök fast við hólinn. Skammt ofar, upp með Hálsá, er hlaðið gerði. Gerðið er á skjólsælum stað, gæti annað hvort verið stekkur er rúningsrétt.

Eftirfarandi upplýsingar um Fremri-Háls, Sauðafell(skot) og Hálssel má lesa í örnefnalýsingu:

Hálssel

Hálssel – Sauðhóll fjær.

„Eftirfarandi upplýsingar veitti Haraldur Jónsson bóndi á Fremra-Hálsi 25.8.1976. Páll Bjarnason skráði. Til hliðsjónar var höfð örnefnaskrá, án lýsingar, (heimildarmaður ókunnur), sem til er í Örnefnastofnun. Haraldur er fæddur 1930 og hefur alið allan aldur sinn á Fremra-Hálsi. Áður höfðu foreldrar hans búið þar.

Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi [austurendi] fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.

Hálssel

Hálssel – stekkur eða rétt ofan selsins.

Fyrir vestan Stóra-Sauðafell er Seldalur. Við botn hans eru Tjarnhólar. Þar er tjörn og upptök Hálsár, sem síðan rennur niður Seldal. Laugin er volg uppspretta við Hálsá í Seldal, um 200 m. sunnan við Hrútagil, það gil gengur í boga úr Seldal í suður og síðan í vestur.“

Í örnefnaskrá Stardals í Kjalarneshreppi segir: “Frá Rjúpnagili austur eru flóar með smáhólum og tjörnum. Þetta svæði heitir Tjarnhólar. Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel. Í Selgilið kemur Hrútagil frá vinstri. Seldalur heitir lægðin með gilinu.”

Hálssel

Hálssel – stekkur.

Í „Fornleifaskráningu í Kjósarhreppi II frá 2010 segir um Fremri-Háls:
„12 hdr 1705.
Eyðibýli 1705 er Sauðafell.
JÁM III, 418. 1847: 12 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
Hannes Þorsteinsson: Fremri-Háls réttnefni. „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð af skriðum og enn hætt við meiri skaða bæði bænum og túnum, mönnum og fjenaði. Engjar öngvar í vissum stað, nema hvað slegið er vítt og dreift í heiðarlandi, og þó ekki í sama stað nema annaðhvört ár. En þær engjar, sem áður voru og nær liggja bænum, eru hartnær eyðilagðar af skiðum og leir. Þverá, sem hjá túninu rennur, er kölluð Hálsá, brýtur túnið og ber grjót á.

Hálssel

Hálssel.

Hætt er bænum fyrir snjóflóði, og hefur það oft yfir fallið, so legið hefur við húsbroti.“ JÁM III, 418.
1840: „Heyskapur er erfiður og reytingslegur, en landrými mikið og gott, helzt um sumartímann, vetrarþungt.“ SSGK, 256. Túnakort 1917: Tún 6,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 950 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á túni jarðarinnar í Jóns tíð [á tímabilinu 1927-1949] með hjálp dráttarvjelar.“

Um Sauðafell segir í sömu skráningu:

Hálssel

Hálssel – uppgefið farartæki við gamla Kjósarskarðsveginn við Hálssel.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ Þar segir einnig: „Saudafell hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi, bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda, áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. […] Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Er þar nú selstaða frá Hálsi.“ Í örnefnaskrá Fremri-Háls segir svo frá: „Hálsá á upptök sín í Tjarnhólum, rennur eftir Seldal og áfram vestur með hlíðinni, sem síðar er nefnd, rennur skammt austan við bæ og út í Laxá. […]

Hálssel

Hálssel og Sauðafell – uppdráttur ÓSÁ.

Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel.“
Sauðafell er um 2,1 km SSA við bæ við sunnanvert mynni Seldals stutt frá austurbakka Hálsár og fast vestan við sléttað tún á Selflóa. Tóftirnar eru í þýfðum lyngi- og grasigrónum móa. Fast vestan við tóft A er gamall malarvegur sem lá upp á Þingvallaveg. Vegurinn var lagaður með jarðýtu í kring um 1958 en þá var hluta af vesturhlið tóftarinnar ýtt út. Þrjár tóftir eru á þessu svæði sem er um 80 m á lengd, um 40 m á breidd og snýr norðaustur-suðvestur. Tóft A er í norðausturenda svæðisins á meðan tóftir B og C eru í suðvesturenda þess. Tóft A er stæðilegasti hóllinn en virðist þó vera yngstur. Tóft A er sigin og um 1 m hár ávalur grashóll. Hóllinn er um 18 m langur, um 15 m á breiður og snýr austur-vestur.

Sauðafell

Sauðafell – tóftir.

Í hólnum eru fjórar óljósar dældir en vegna þúfnamyndunar og grasgróðurs var erfitt að segja til um lögun hólsins með vissu. Vestan í hólnum eru tvö ógreinileg hólf (dældir). Hólf I er ferkantað og um 4×4 m að stærð. Hólf II er 3 m sunnan við hólf I, ferkantað og um 3 m á lengd og 2 m á breidd, snýr norður-suður. Hólf III er um 4 m austan við hólf I og um 5 m ANA við hólf II. Hólf III er aðeins óljós um 1 m breið og 7 m löng dæld sem liggur norður-suður. Um 1 m austan við dæld III er önnur dæld sem skráð var sem hólf IV. Hólf IV er mjög óreglulegt að lögun (slaufulaga), 2-3 m á breidd, um 7 m á lengd og snýr einnig norður-suður. Hólf IV er um 3,5 m vestan við austurenda hólsins. Hugsanlegur, 1 m breiður, inngangur inn í hólf IV sést í austurenda hólsins.

Hálssel

Hálssel.

Öll hólfin eru grunn eða <0,5 m á dýpt. Aðeins glittir í grjóthleðslur í norðurenda hólfs IV. Tóft B er um 65 m VSV við tóft A sunnan undir náttúrulegum 1,5-2 m háum berghól sem er stakur á austurbakka Hálsár. Tóft B er einföld, um 5 m á breidd, um 7 m á lengd og snýr austur-vestur. Gengið var inn að austan um 0,5 m breiðan inngang. Innanmál tóftar er 2 x 1 m og snýr norður-suður. Norðurveggur tóftar er byggður upp að hólnum og er því aðeins um 1 m á meðan austur-, vestur- og suðurveggir eru um 2 m á breidd. Veggirnir eru um 1 m á hæð og greinilegri að innan en utan. Út frá austurvegg, fast norðan við inngang er 2 m langt og 1 m breitt garðlag sem trúlega hefur átt að koma í veg fyrir að gripir færu upp á hólinn frekar en inn í tóft. Tóftin er öll gróin lyngi og mosa en grasigróin í botninn.

Hálssel

Hálssel.

Engar grjóthleðslur eru greinilegar og tóftin virðist eldri en tóft A. Tóft C er um 20 m sunnan við tóft B fast undir um 5 m háum bakka í norðurenda suðausturhlíðar Selgils. Tóft C er tvískipt, um 9 m á lengd, um 5 m á breidd og snýr austur-vestur. Veggir tóftar eru um 2 m á breidd, um 0,5 m á hæð og lyngi- og mosagrónir. Botn tóftar er grasigróinn. Inngangur er á bæði hólf á norðurvegg, við norðvesturhorn hólfa. Þeir eru báðir um 0,5 m á breidd. Hólf I er um 2 m á lengd, um 1 m á breidd og snýr austur-vestur. Hólf II er austan við hólf I, um 1 x 1 m að stærð. Tóftin lítur út fyrir að vera á svipuðum byggingarskeiði og tóft B en tóftir B og C virðast eldri en tóft A. Ekki er ólíklegt að tóftir B og C séu hluti af hinu upprunalega Sauðafelli/Sauðafellskoti en tóft A sé byggð seinna sem sel eftir að Sauðafell/Sauðafellskot er farið í eyði.“

Ekki er minnst á framangreindar selminjar í fornleifaskráningunni.

Sjá meira um Sauðafell HÉR.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II: Reykjavík, 2010.
-Örnefnalýsing fyrir Fremri-Háls; Haraldur Jónsson bóndi á Fremra-Hálsi 25.8.1976.
-Örnefnalýsing fyrir Fellsenda.
-Örnefnalýsing fyrir Stardal.

Hálssel

Stelkur í Hálsseli.

Rauðhólar

Rauðhólar eru þyrping gervigíga við Elliðavatn í útjaðri Reykjavíkur og tilheyra Heiðmerkursvæðinu. Upphaflega voru gígarnir um 80 talsins en hefur fækkað síðustu áratugi sökum efnistöku. Mestur hluti efnisins var nýttur í Reykjavíkurflugvöll á tímum heimstyrjaldarinnar síðari.

RauðhólarFyrir um 5200 árum varð eldgos í austanverðu Brennisteinsfjallakerfinu en þá rann mikið hraun frá gígnum Leitum austan undir Bláfjöllum (nefnt Leitahraun). Meginhraunstraumurinn fór til suðurs á milli Bláfjalla og Lambafells og niður á láglendið, allt til sjávar (þar sem nú er Stokkseyri). Önnur hraunkvísl rann til norðurs að Húsmúla og síðan til vesturs um Sandskeið, Lækjarbotna, Elliðavatnslægðina og síðan um farveg Elliðaár til sjávar. Á leið sinni fór hraunið um allvíðlent votlendi og grunnt stöðuvatn, forvera Elliðavatns. Gufusprengingar urðu í hrauninu þegar það rann yfir vatnssósa setlög og upp hlóðst þyrping gjall- og klepragíga. Hólarnir ná yfir um 1,2 ferkílómetra svæði. Annað minna gervigígasvæði er um 5 km austan Rauðhóla, svonefnd Tröllabörn.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Rauðamalarnám var stundað af kappi úr Rauðhólum um miðja síðustu öld og var þá um þriðjungi hólanna spillt. Talið er að gíghólarnir hafi í upphafi verið um 150 talsins. Í sundurgröfnum gígunum gefst gott tækifæri til að skoða innri gerð gervigíga og sjá hvernig þeir hafa hlaðist upp

Gervigígar eru fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. Önnur dæmi hér á landi eru Álftavershólar og Landbrotshólar í Skaftafellssýslu (hvoru tveggja taldir vera í Eldgjárhrauni frá 934) og gígarnir við Mývatn, til dæmis Skútustaðagígar.

Rauðhólar

Gervigígar myndast þegar hraun rennur út í grunnt vatn eða yfir votlendi. Um gervigíga er hægt að lesa meira í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvernig myndast gervigígar? Rauði liturinn stafar af örsmáum ögnum af hematíti sem myndaðist í gosinu við oxun járns í bráðinni af völdum gufu.

Gervigígar myndast einnig þegar helluhraun rennur í göngum út í vatn með vatnsósa seti. Kvikutotur þrýstast niður í setið, hvellsuða verður og gjall brýst gegnum þak hraungangsins upp til yfirborðsins. Kvika heldur áfram að streyma að og toturnar seylast æ dýpra niður í setið uns þær ná (í þessu tilviki) niður í jökulbergið undir.

Rauðhólar

Tjaldbúðir Komorowicz í Rauðhólum.

Rauðhólarnir urðu til fyrir 4700 árum þegar Leitahraun (Elliðavogshraun) rann frá gígnum Leiti hjá Bláfjöllum og allt til sjávar í Elliðavogi. Þar sem nú eru Rauðhólar var grunnt stöðuvatn sem hraunið varð að fylla áður en það héldi áfram þeirri ferð. Þýskur jarðfræðingur, Komorowitz, lýsti Rauðhólum árið 1912 og birti af þeim kort, hið eina sem til er af þeim óspilltum. Stærstu hólarnir voru 212 m að grunnþvermáli og risu 22 m yfir hraunið undir. Frá um 1940 og fram til 1960 voru þeir notaðir sem gjallnáma, einkum til að byggja Reykjavíkurvöll á stríðsárunum, en síðar í húsgrunna og vegi.

Rauðhólar

Sagt er að gervigígar hafi aðeins fundist á Íslandi og á reikistjörnunni Mars.

Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, áttaði sig fyrstur á því (1793) að gígar af þessu tagi eru myndaðir við gufusprengingar, en almennt var það ekki viðurkennt fyrr en Sigurður Þórarinsson lýsti gervigígunum við Mývatn um 1950. Áður töldu ýmsir þýskir eldfjallafræðingar þá vera sérstaka gerð af eldstöðvum, „svæðisgos“ (Aerialeruption), ólíka sprungugosum og gosum frá einstökum gíg.

Rauðhólar

Hús Vorboðans í Rauðhólum.

Á austur hluta hólasvæðisins var stór gígur sem hét Kastali. Vestur af honum var gígur sem nefndist Stóri-Rauðhóll og er hann að mestu leyti horfinn. Þaðan suðaustan af var Miðaftanshóll sem er einnig mikið raskaður.

Innan Rauðhólasvæðisins má í dag finna minjar um húsagrunna frá stríðsárunum. Með auknum athöfnum og ágangi á náttúruna sem fylgdi útþenslu borgarsamfélagsins jókst jafnframt meðvitund manna á því að vernda rétt náttúrunnar. Sumarið 1958 kvað Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur upp úrskurð sinn um friðlýsingu á Rauðhólasvæðinu. Sama ár samþykkti bæjarráð bann við því að skertir yrðu fleiri hólar.

Rauðhólar

Herminjar í Rauðhólum.

Árið 1961 var sá hluti sem ekki var stórskemmdur friðlýstur sem náttúruvætti. Á fyrsta náttúruverndarþingi árið 1972 var hvatt til þess að gerð yrði náttúruminjaskrá undir forystu Náttúruverndarráðs og var lagt til að Náttúruverndarráð í samvinnu við Náttúruverndarnefnd og áhugamenn myndi kynna sér þær náttúruminjar sem ástæða þótti til að lýsa sem friðlönd, þjóðgarða eða fólkvanga. Það var svo árið 1973 á fundi Náttúruverndarnefndar sem samþykkt var að óska eftir fólkvangsfriðun Rauðhólasvæðisins. Að tillögu Náttúruvernarráðs og samþykki frá borgarstjórn Reykjavíkur ákvað Umhverfisstofnun að friðlýsa svæðið sem fólkvang skv. 24. gr. laga nr. 47/1972 (Borgarskjalasafn Reykjavíkur). Svæðið var svo friðlýst sem fólkvangur 12. mars árið 1974 með auglýsingu í Stjórnartíðindum B nr. 185/1974, án athugasemda (Umhverfisstofnun, á.á.c). Með friðlýsingu svæðisins sem fólkvangur var það komið í umsjá sveitarfélagsins.

Vorboðinn

Vorboðinn

Vorboðinn – barnaheimili í Rauðhólum.

Í Alþýðublaðinu 1953 fjallar Svava Jónsdóttir um barnaheimilið Vorboðann í Rauðhólum:
„Árið 1933 var Fulltrúaráði verkalýðsfélagannna í Reykjavík leigð spilda á vesturhluta Rauðhólasvæðisins. Á þeirra vegum og vegum Alþýðuflokksins var á sumrin um nokkurra ára skeið haldnar útisamkomur á svæðinu. Síðar afhenti Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna, barnaheimilinu Vorboðanum leigulandið ásamt skála og var þar rekið um tíma sumardvalarheimili fyrir börn.

Rauðhólar

Rauðhólar – grunnur Vorboðans.

Árið 1986 var á svæðinu starfrækt útileikhús þar sem sett var á svið brot úr Njálssögu (Páll Líndal, 1985).
Hér langar mig til að segja frá merkri starfsemi, sem fram fer í bókstaflegum skilningi við bæjardyr okkar Reykvíkinga, en fjöldinn hefur litla hugmynd um.
Ég á við sumardvalarheimilið í Rauðhólum, sem „Vorboðinn“ hefur rekið með miklum myndarskap og þeirri atorku og alúð, sém jafnan mun segja til sín í störfum kvenna, þegar þær vilja beita sér fyrir góðu málefni.
En „Vorboðinn“ er samtök alþýðukvenna, og standa að honum Verkakvennafélagið Framsókn, Þvottakvennafélagið Freyja og Mæðrafélagið. Þessi samtök hafa um langt skeið rekið sumarheimili fyrir börn, og nú allmörg síðustu árin í Rauðhólum, þar sem alþýðusamtökin á sínuni tíma helguðu sér land, girtu það og reistu skála sinn, sem enn er aðalhúsið, þó að Vorboðinn hafi tvisvar byggt við hann.
Rauðhólar eru frá náttúrunnar hendi eitt hið heppilegasta land, sem hægt er að hugsa sér til slíkrar starfsemi, grónir hraunhólar, með dældum, bollum og slökkum, sem gefa skjól við veðrum allra átta, breytileiki og fjölbreytni í landslagi ótrúlega mikil, byggingarefni er þar nærtækt fyrir smáar hendur, vegagerð hægt að stunda þar sumarlangt. Ekki má svo gleyma blessuðu lynginu, sem býður berin sín strax og kemur fram í ágúst, enda eru þau þegin eins og við eigum að: þiggja allir góðar gjafir — með fögnuði hjartans, sem einskis spyr.“

Rauðhólar

Bátur við barnaheimili Vorboðans í Rauðhólum.

Í Morgunblaðinu 1950 er fjallað um barnaheimilið undir fyrirsögninni „Myndarlegur rekstur Barnaheimilisins Vorboðinn“.
„Barnaheimilsnefnd Vorboðans hafði boð inni í gær og sýndi gestum barnaheimilið að Rauðhólum og skýrði frá starfsemi þess. Forstöðukona heimilisins er Þuríður Hringsdóttir. — Heimilið starfar tvo mánuði á sumri hverju og eru þar nú 81 barn á aldrinum þriggja til sjö ára.

Rauðhólar

Rauðhólar – braggagrunnur.

Barnaheimilið Vorboðinn tók fyrst til starfa árið 1937. Gengust nokkrar konur úr Alþjóðasambandi Verkalýðsins fyrir stofnun þess, og leituðu til tveggja fjelaga, Þvottakvennafjelagsins „Freyju“ og Verkakvennafjelagsins „Framsókn“ um styrk í því sambandi. Var því vel tekið og seinna bættist Mæðrafjelagið í hópinn. Eru nú fimm konur úr hverju fjelagi í Barnaheimilisnefndinni.
Í byrjun var barnaheimilið rekið að Brautarholti í Skeiðum, síðan að Flúðum og svo eitt sumar að Þingborg í Flóanum. — Var þetta mjög erfitt fyrirkomulag, þar eð þurfti að fá lánaða heimavistarskóla, flytja þangað allt, sem með þurfti til heimilisins og síðan burtu aftur að haustinu.
Meðan á stríðinu stóð, annaðist Rauði Kross Íslands öll barnaheimili, en er því lauk, byrjaði Vorboðinn að nýju í smáum stíl í skóla að Ásum í Hreppum með 30—40 börn.
Fulltrúaráð Verkalýðsfjelaganna átti um þessar mundir skála í Rauðhólum, er notaður var fyrir skemmtistað, og var ákveðið að hann skyldi gefinn til reksturs Vorboðans það landrými er honum fylgdi, og hóf barnaheimilið starfsemi sína þar árið 1947. Var heimilinu veittur styrkur frá ríki og bæ, og í fyrra og hittiðfyrra var skálinn stækkaður og breytt svo sem með þurfti, og tekinn í algera notkun í fyrra.

Rauðhóla

Framnesvegur 66.

Rúmar hann nú 80 börn. Eru í honum tveir svefnskálar fyrir stúlkur og einn fyrir drengi, ásamt borðstofu, eldhúsi, herbergi fyrir forstöðukonu og starfsstúlkur, baðherbergi, þvottahúsi og ýmislegt annað. Er allt heimilið með miklum myndarbrag. Landrými er einnig mikið og gott.
Á barnaheimilinu vinna 13 stúlkur, að forstöðukonu meðtalinni. Meðlag með börnunum er mjög lágt og er markmið Vorboðans að taka einungis börn til sumardvalar frá þeim heimilum, sem örðugast eiga, og er von nefndarinnar að geta gert enn meira þeim til hjálpar í framtíðinni.
Árið 1933 var spilda í vesturhluta hólanna leigð fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útisamkomuhalds. Síðar var spildan ásamt skála, sem hafði verið reistur þar afhentur borginni á ný. Þar var rekið um tíma barnaheimilið Vorboðinn sem sumardvalarheimili fyrir börn.“

Í „Húsaskrá 2004“ má lesa eftirfarandi um framangreint hús Vorboðans í Rauðhólum:
„Húsið er einlyft timburhús með risi. Það var flutt á lóðina við Framnesveg 66 árið 1982, en stóð upphaflega við Rauðhóla, austan við Reykjavík. Þar reisti fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Alþýðuflokkurinn skála fyrir sumarsamkomur, á spildu sem fulltrúaráðið tók á leigu árið 1933. Síðar var leigulandið ásamt skálanum afhent undir starfsemi sumardvalarheimilis Vorboðans fyrir börn frá fátækum heimilum, sem stofnað var 1935 og rekið af kvenfélögum í Reykjavík með styrk frá bænum. Snemma á 9. áratugnum var ákveðið að rífa barnaheimili Vorboðans og fékkst þá leyfi til að flytja hluta þess, einlyftan skála með leikfimisal, á nýja lóð við Framnesveg og endurbyggja þar sem íbúðarhús. Við endurbygginguna var skálinn styttur um nokkra metra, gerðir á hann gluggar og byggt ris með kvistum ofan á hann, en gólf og veggir héldu sér. Við þetta var notað efni úr þeim hluta barnaheimilisins sem var rifinn. Í nóvember 1982 var húsið fullklárað í núverandi mynd og var flutt inn í það sama mánuð.
Engar minjar er að sjá á staðnum, nema timburbát sem hefur trúlega verið notaður sem leiktæki.“

Skáli/skóli

Rauðhólar

Meintur skáli í Rauðhólum.

Skammt norðan húsgrunns Vorboðans er aflöng tóft, u.þ.b. 12 metra löng; þrískipt. Tóftin er skálalöguð og veggir grónir en vel greinilegir í grasivöxnu umhverfinu. Á Herforingjaráðskorti frá árinu 1908 er þarna getið um „Skóla“ eða „Skála“. Kortið var gert löngu áður en Vorboðinn fékk úthlutaða lóð á nálægum slóðum (skammt vestar) og enn fyrr en hernaðarmannvirkin voru byggð í Rauðhólum.  Um athyglisverðar minjar er að ræða, en þeirra virðist hingað til ekki hafa verið getið í fornleifaskránigum af svæðinu.

Sumarskemmtun í Rauðhólum
Rauðhólar
Í Þjóðviljanum 1945 mátti lesa eftirfarndi um „Sumarskemmtun í Rauðhólum“.
„Sumarskemmtun í Rauðhólum í dag yerður fyrsta útihátíð Æskulýðsfylkingarinnar í Rauðhólum, og er það atburður, sem ástæða er til að reykvískir sósíalistar og allt reykvískt alþýðufólk, veiti athygli.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Það var í mikið ráðizt þegar Æskulýðsfylkingin ákvað að taka Rauðhólaskálann á leigu og gera úr honum skemmtistað, eftir að hann hafði legið ónotaður um margra ára skeið og húsið drabbazt niður. Fylkingin hafði um langt skeið verið að svipazt um. eftir hentugum stað til sumarskemmtana í nágrenni bæjarins, og þegar Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna gaf æskulýðsfélögum sósíalista og Alþýðuflokksmanna kost á að fá Rauðhólaskálann leigðan, tók Æskulýðsfylkingin boðinu tveim höndum.
„Þú spurðir hvort yið hefðum ekki álitið þetta fyrirtæki ofviða félagsskap okkar“, segir Lárus Bjarnfreðsson, einn ötulasti forgöngumaður Rauðhólamálsins, í viðtali við Þjóðviljann í fyrrahaust, og heldur áfram: „En nú skal ég segja þér nokkuð. Við hófum þetta verk með það fyrir augum, að skapa samastað fyrir alþýðuæskuna í bænum, þar sem hún gæti komið saman til útiskemmtana og hollra leikja, en á slíkum stað hefur verið tilfinnanleg vöntun hér. í öruggri vissu um skilning félaga á þessu mikla nauðsynjamáli, leituðum við til þeirra um að leggja fram vinnu sína til þeirra endurbóta, sem þurfti að gera á staðnum. Félagarnir brugðust ekki trausti okkar, og sýnir það bezt félagsþroska þeirra, er að kvöldi þess sama dags og samningarnir um leiguna gengu í gildi, mættu á skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar yfir 30 manns, piltar og stúlkur, tilbúin að hefja starf“.

Rauðhólar

Grunnur Rauðhólaskálans.

Og unga fólkið kom oftar en þetta kvöld. Kvöld eftir kvöld, sunnudag eftir sunnudag, fór hópur reykvískra æskumanna upp í Rauðhóla, og vann þar í sjálfboðavinnu mikið verk og gott. Laugardags- og sunnudagskvöld, að loknu dagsverki, undu kátir félagar við söng, upplestur og sögur. Þetta var Reykjavíkuræska að eyða tómstundum sínum, við erfitt starf, unnið af þegnskap, landnámsstarf, óeigingjarnt og seinunnið, eins og slík störf eru oftast. Það kom í ljós að til þess að Rauðhólar gætu talizt boðlegur skemmtistaður, þurfti svo mikla vinnu, að ekki tókst að ljúka henni nógu snemma til þess að sumarskemmtanir gætu hafizt þar í fyrrasumar. En öllum þeim, sem voru á vígsluhátíð Rauðhólaskálans í fyrrahaust, varð ljóst, að þar hafði gott verk verið unnið, sú skemmtun varð minnisstæð, og að góðu einu. Nú er komið til kasta reykvískrar alþýðu að sýna að hún kann að meta það starf, sem þarna hefur verið unnið, og er ekki að efa að margmennt verður í Rauðhólum í dag.“

Rauðhólar

Rauðhólar.

Í Þjóðviljanum í maí 1946 er sagt frá „Glæsilegri útiskemmtun Æskulýðsfylkingarinnar í Rauðhólum“.
„Á morgun býður Æskulýðsfylkingin Reykvikingum upp á einhverja fjölbreyttustu cg beztu skemmtun ársins.
Skemmtunin verður haldin uppi í Rauðhólum. Þessi atriði verða á. skemmtiskránni:
1. Ræða: Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

2. Upplestur: Elías Mar les kafla úr „Eldur í Kaupinhafn“, eftir Halldór Kiljan Laxness.
3. Söngur: Kátir sveinar, kvartett.
4. Glímusýning: Glímuflokkur frá KB sýnir.
5. Galdrasýningari Baldur Georgs.
Lúðrasveitin Svanur leikur milli skemmtiatriða.
6. Dans: Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur. Haukur Mortens og Alfreð Clausen syngja með hljómsveitinni. Þeir félagar eru vel þekktir fyrir söng sinn í útvarpinu nú fyrir skemmstu í tímanum „Lög og létt hjal“.
Auk þessara atriða mun Einar Arnórsson teikna skopmyndir af teim, sem þess óska, meðan á skemmtuninni stendur. Ennfremur fá mótsgestir að þreyta skotfimi sína og ýmsar aðrar listir í sérstöku tjaldi.
Æskulýðsfylkingin á þakkir skilið fyrir forgöngu sína í því að sjá Reykvíkingum fyrir góðum útiskemmtunum í nágrenni Reykjavíkur, enda mun æskulýður Reykjavíkur vafalaust kunna að meta þau fjölbreyttu skemmtiatriði, sem eru í boði í Rauðhólum á morgun.
Ferðir verða frá Bifreiðastöðinni Heklu eftir kl. 13 á morgun, en skemmtunin byrjar kl. 15.“

Rauðhólar

Rauðhólar.

Í Þjóðviljanum daginn eftir, 22. maí, er fjallað um skemmtanahaldið.
„Eins og sjá má af þessu, var hér um óvenju fjölbreytta og glæsilega skemmtun að ræða, enda hefur verið unnið af kappi að endurbótum á staðnum í vor, og er þeim framkvæmdum langt frá því að vera lokið.

Rauðhólar

Rauðhólar.

Tilhögun skemmtananna hefur verið breytt frá því sem var síðast liðið sumar. Öll skemmtiatriði nema íþróttir fara nú fram í stórum gíg norðan við skálann, og er þar skjól fyrir flestum áttum. Nýr danspallur hefur verið settur upp í laut suður af skálanum, og er hann alveg í skjóli.
Þrátt fyrir tvísýnt veður, einkum framan af degi, sóttu skemmtunina hátt á annað þúsund manns. Ölvunar varð lítið vart, en að því leyti eru Rauðhólaskemmtanir Æ.P.R. undantekning frá flestum öðrum útisamkomum.
Hollar útiskemmtanir eru sá þáttur skemmtanalífsins, sem Reykvíkingar hafa átt mjög lítinn kost á að kynnast.
Nafn Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík er trygging fyrir góðum og vönduðum skemmtunum. Vonandi kunna bæjarbúar að meta þessa starfsemi félagsins, en það geta þeir bezt sýnt með því að sækja skemmtanirnar.
Hittumst heil á næstu Rauðhólaskemmtun!

Auk framangreinds var gerð tilraun til að reka leiksvið í Rauðhólum.

Njála í rauðum hlíðum

Rauðhólar

Frásögn af Rauðhóla-leiksviðinu í DV.

Í DV í júlí 1986 mátti lesa eftirfarandi um „Söguleikana“ í Rauðhólum.

Rauðhólar

Rauðhólar – loftmynd.

„Aðstandendur sýningarinnar á Njáls sögu lentu, sem kunnugt er, á nokkrum hrakhólum með stað fyrir leikritið eftir að endanlega hafði verið neitað um leyfi til að sýna það í Hvannagjá á Þingvöllum, þar sem óneitanlega hefði verið stórbrotið að sjá einmitt þetta verk leikið. En uppi í Rauðhólum fannst um síðir tilvalinn staður fyrir sýninguna, hraunhólamir mynda þarna litríka og sterka umgjörð um örlagasögu persónanna úr Njálu.
Þau Helga Bachmann og Helgi Skúlason hafa við gerð handritsins lagt leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Mörð Valgarðsson, til grundvallar, en hafa bæði skorið burt og annars staðar bætt inn í atriðum og tilsvörum beint úr Njálu sjálfri. Leiksýningin endar, eins og leikrit Jóhanns, á brennunni á Bergþórshvoli, en áður segir frá launráðum Marðar Valgarðssonar, sem með rógi og undirferlum kemur af stað þeirri óeiningu og hatri, sem leiðir til vígs Höskulds, og hefndarinnar, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma fyrir það. Miðdepillinn er þannig Mörður, afbrýðisemi hans og öfund, en í kringum hann öðlast allar hinar þekktu persónur Njálu líf, Njáll og Berþóra, kona hans, synir þeirra, Skarphéðinn og Grímur, koma hér við sögðu, Kári, Höskuldur Hvítanesgoði og Hildigunnur, kona hans, Flosi föðurbróðir hennar og Þórkatla, eiginkona Marðar.
Leikritið gengur upp sem sjálfstæð heild, og hinn óvenjulegi sýningarstaður skapar mikla stemmningu.

Rauðhólar

Leiksviðið í Rauðhólum.

Upphafsatriði sýningarinnar er mjög eftirminnilegt, tónlist Leifs Þórarinssonar hljómar að hólabaki og fornkappar og konur þeirra birtast uppi á háum hólum og ber við loft. Þarna er umhverfið nýtt til hins ýtrasta á áhrifamikinn hátt. Annars fer mestöll atburðarásin fram á balanum fyrir framan áhorfendapallana, en þar hefur lítillega verið bætt um betur frá því að lið þeirra Helgu og Helga kom á vettvang.

Rauðhólar

Rauðhólar.

Balinn er ágætis leiksvið en atriðið með Valgarði gráa í forleiknum sýndi að stundum hefði mátt nýta sér kosti umhverfisins betur og færa fleiri atriði upp í brekkurnar.
Leikendur eru flestir af yngstu kynslóð leikara, en til liðs við þá koma nokkrar þaulreyndar kempur. Þau Erlingur Gíslason og Ásdís Skúladóttir eru ungleg og stillileg sem Njáll og Bergþóra. Friðarræða Njáls og lokaatriðið er þau Bergþóra leggjast til hinstu hvíldar eru sterk atriði og vel flutt. Öllu meiri tilþrif fær Valdimar Flygenring tækifæri til að sýna í hlutverki hetjunnar uppstökku, Skarphéðins. Bróðir hans, Grímur, er leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni og mágur þeirra bræðra, Kári, er leikinn af Skúla Gautasyni. Þeir standa þétt saman, bundnir af hetjuhugsjón og hefndarskyldu síns tíma.
Jakob Þór Einarsson er í hlutverki Höskulds Hvítanesgoða, og konu hans, Hildigunni, leikur Bryndís Petra Bragadóttir, og komast bæði nokkuð vel frá sínu. Rúrik Haraldsson er höfðinglegur Flosi og hann leikur líka heiðingjann gamla, Valgarð, sem illu heilli egnir son sinn, Mörð, gegn Njálssonum.
Aðalsteinn Bergdal, sem leikur Mörð, lykilpersónuna í leiknum, skapa eftirminnilega persónu. Mörður verður í túlkun hans trúverðugur jafnt í öfugsnúinni aðdáun sinni á Skarphéðni, sem í afbrýðisemi sinni og öfund. Kona hans Þórkatla, björt yfirlitum og algjör andstæða Marðar, er leikin af Guðrúnu Þórðardóttur. Búningar eru ágætlega hannaðir, utan skófatnaðurinn, sem var eitthvað vandræðalegur.
Aðstandendum sýningarinnar má þakka fyrir góða og nýstárlega sýningu og tel ég að enginn sé svikinn af því að leggja leið sína upp í Rauðhóla á næstunni.“ – AE

Stríðsminjar

Rauðhólar

Rauðhólar – minjar bragga.

Í Rauðhólum voru herbúðirnar Thinker frá árinu 1943, það var miðstöð ratsjárkerfis, höfuðstöðvar stórfylkis, strandvarna og eða loftvarnastórskotaliðs. Fjölmargar minjar, einkum braggagrunna og vegi, má enn sjá í hólunum, einkum vestanverðum.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Rau%C3%B0h%C3%B3lar
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=11583
-https://www.isor.is/25-raudholar-gervigigar
-Rauðhólafólkvangur, saga, verndun og nýting, Lena Rut Kristjánsdóttir, BS-ritgerð, Landbúaðarháskóli Íslands, 2009.
-Alþýðublaðið, Konan og heimilið, Svava Jónsdóttir, laugardagur 8. ágúst 1953, bls. 5.
-Morgunblaðið fimmtudaginn 6. júlí 1950, Myndarlegur rekstur Barnaheimilisins Vorboðinn, bls. 8.
-https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=567205
-Þjóðviljinn, sunnudaginn 8. júlí 1945, Sumarskemmtun í Rauðhólum, bls. 3.
-Þjóðviljinn, laugardaginn 18. maí 1946, Glæsileg útiskemmtun Æskulýðsfylkingarinnar í Rauðhólum á morgun, bls. 1.
-Þjóðviljinn 22. maí 1946, bls. 3.
-DV, lagardaginn 5. júlí 1986, Leiklist; Njála í rauðum hlíðum – Auður Eydal, bls. 15.

Rauðhólar

Herminjar í Rauðhólum.

Skólavarðan

Í Þjóðólfi 1868 má lesa eftirfarandi um „Skólavörðuna og hinn nýja aðalveg upp úr Reykjavík„:

Skólavarðan

Skólavarðan.

„Ferðamenn, er komu austan og norðan yfir heiðarnar síðan um mánaðamótin, furðaði á því, er þeir misstu af hæðunum suður af Grímmansfelli, (niðr af Seljadalnum) og af hæðunum ofaneptir Fóelluvötnunum, að allir sáu þeir hvítan dýl bera við vestrloptið hér fremst suðr á nesjunum, og engi sem ekki er áttaviltr, en veit góða grein á því að Álptanes er sunnar, en Seltjarnarnes norðar, og þekkir nokkuð afstöðu og kennileiti beggja nesjanna, gat verið í neinum vafa um það, að þessi hinn hvíti og bjarti dýll væri framarlega á Seltjarnarnesi. »En hvað er það, hvenær og hvernig er þetta komið þarna er ber svona skært við vestr-sjóndeildarhringinn á sama stað«?

Skólavarðan

Skólavarðan 1868.

Ekki er mann lengi að bera hvort heldr eptir alfaravegunum ofan Mosfellssveitina eða ofan úr Vötnunum, þó að fátt þyki gott eða greitt af þeim veginum að segja nú sem stendr, niðr á móts við Árbæ, og sér maðr þá, að þetta, er sýnist í fjarska sem að ljós dýll einn lítill beri við sjóndeildarhringinn,— að þetta er hin ný uppbygða skólavarða á Arnarhólsholtinu hér fyrir austan Reykjavíkr-bæinn.
Skólavarðan þó þó», sagði annar af 2 mönnum lausríðandi, á skinnsokkum og með keðjubeizli og króksvipu í hendi er hann stefndi út frá nára sér, er þeir komu ofan eptir hæðunum milli Rauðavatns og Árbæjar 29. þ. mán., — »Skólavarðan, laxi góðr, ekki vel; sú gamla, sem var vel stæðileg, var rifin í grunn niðr fyrir fám árum og það fyrir ekki neitt; var bygð upp aptr fyrir 200 —300 rd. samskot, og hrundi svo sjálf öldúngis órifin; það hrun var ekki af manna höndum gjört og kostaði ekki neitt, eins og þú og hver maðr hefir getað lesið í «Norðanfara, til mikils sóma fyrir hann og fyrir höfuðstað landsins« — svo eg held þú vaðir reyk; hver hefði kannske átt að slá þeim Mósis-sprota á helluna, að þaðan skyldi spretta upp slíkr almúraðr og fágaðr kastali er gnæfir við skýin? eða hvaða Jovis-almætti skyldi hafa megnað því, að þessi altýgjaða Minerva stendr þarna áðr en nokkurn varði og þar sem ekki var annað fyrir en sorgleg grjólhrúga ofaná grjóturð».

Skólavarðan

Skólavarðan.

Vér yfirgefum nú þetta «tveggja manna tal», og hverfum til sjálfrar hinnar nýu skólavörðu þar sem hún nú stendr albúin einsog nýbygðr nýuppmúraðr kastali, einsog fuglinn Fönix risinn úr öskunni. — það er ekki að undra, þóað detti ofanyfir ferðamenn að sjá þetta sannarlega vandaða og snotra steinsmíði svona allt í einu albúið áðr en nokkurn varði, og hafi ekki getað átt þess neina von, því Reykvíkínga sjálfa rekr þar í ramma stanz. Vér staðarbúar höfum að vísu séð menn standa þar að vinnu öðru hverju í sumar, séð þángað ekið kalki, séð verið að leggja þar stein og stein í veggina, en þetta virtist svo áhugalítið og sem í hjáverkum gjört, einkum fram eptir slættinum, að menn sögðu hér alment að þetta væri fremr gjört til dundrs sér, og til þess það skyldi sýnast sem hér stæði til að byggja eitthvað upp aptr svona til málamyndar, heldren hitt, að mönnum væri eðr gæti verið nokkur alvara með, að koma skólavörðunni upp að nýu; — því hvaðan ætti nú að taka fé til þess? — sögðu menn; ~ 2-300 rd. samskotin fyrri hefði gengið öll til að byggja upp hrundu vörðuna og hefði enda eigi hrokkið til; engin nefndi ný samskot, enda mundi það hafa lítið upp á sig, þegar svona hefði tekizt slysalega til fyrir hin; og hvaða Crösus mundi svo vekjast upp er vildi og gæti lagt í sölurnar jafnmikið fé og þyrfti til vandaðrar kalkmúraðrar vörðu? Þess vegna hugðu allir, að hér yrði ekkert úr; engi vissi heldr til að neinn væri forgaungumaðr verksins fremr einn en annar. Svona gekk fram yfir Ágúst-lok; að vísu smáhækkuðu múrveggirnir og fór að draga undir dyrahvelfinguna, og þá fóru menn þó smám saman, einkum eptir það verkamönnum var fjölgað þegar kom fram í f. mán. og farið var að leggjast fast á verkið, að gánga úr skugga um það, að hér hlyti að vera einhver hulin hönd og eigi févana, er bæði stjórnaði verkinu og hratt því svo áfram að stórum fór nú að muna með hverjum degi, og jafnan voru borguð tregðuð fyrirstöðulaust hin umsömdu verkalaun.

Skólavarðan


Fólk á gangi á Skólavörðuholti ca.árið 1926. Fyrir miðri mynd má sjá húsið að Njarðargötu 61.

Skólavarðan er nú albúin um þessa daga. Hún er ferstrend að utan og jafnbol, hátt á 9. alin utanmáls hver hlið, og stendr á stöpli; hún er hol eðr húsbygð innan, og eru portdyr á að vestan, bogadregnar eðr með hvelfingu að ofan, með traustri og vandaðri hurð fyrir; tvennir eru vænir gluggar á, annar á norðr hlið hinn á austr hlið. Innan er hver hlið að eins nökkuð á 5. alin, því veggirnir eru fullra fimm feta þykkir neðst og smá þynnast þegar ofar dregr, en þó hvergi þynnri en um 4 fet. Traust lopt er við efstu veggjabrúnir uppi yfir innra rúminu ; upp þángað liggja að innan þægir hliðarstigar, uppí uppgángsop á miðju lopti og er hetta yfir er upp undan má gánga og upp á loptið eðr »sjónarpallinn«, — því þaðan er næsta víðsýnt yfir allt, — og er hún til varnar því að niðr í húsið rigni eðr framan í þá er upp á pallinn gánga, en um hverfis hann allan efst á veggjunum og utan á ytri brún þeirra eru traust tréverks-handrið, til varnar því, að menn geti hrotið ofan fyrir. Varðan er 15 álnir á hæð frá stöpli, að meðtöldum handriðunum; til hennar kvað nú vera búið að kosta hátt á lOOO rd.

Skólavarðan

Skólavarðan.

Það er nú eigi orðið neitt launúngarmál, að bæjarfógeti vor herra A. Thorsteinson kanselíráð hefir einn gengizt fyrir byggingu þessari og lagt fyrir um alla tilhögun og fyrirkomulag, og lagt út allt fé til efnis og verkalauna; en hvort það er af hans ramleik sjálfs að nokkru eðr öllu, það er enn öllum hulið, en mun von bráðar opinbert verða.

Skólavörðurstígur

Skólavörðustígur.

Hinn nýi alfara vegr upp úr bænum eðr réttara sagt ofan í bæinn, af Öskjuhlíðarveginum ofan að bakarastígnum, er bæjarstjórnin hefir gjöra látið á þessu sumri, og búið er að vísu að fullgjöra svo, að hann er miklu færari og betri en hinn gamli vegrinn ofan hjá Vegamótum, er í öllu tilliti verðr þess að á hann sé minst, eigi sízt í sambandi með skólavörðunni, þar sem hvorttveggja er bæði nýsmíði og má segja fremr stórvirki eptir fámenni og fátækdóm þessa staðar, og af því að þessi hinn nýi vegr er nú lagðr upp holtið skamt eitt fyrir norðan troðningabrúna (hérna megin Öskjuhlíðar) í útnorðr til skólavörðunnar, og fast fram hjá sjálfri henni og þaðan ofan eptir öllu holtinu að bakarastígnum, rétt fyrir norðaustan vindmylnuna. Að þessu leyti má nú segja, að hvort vegsami annað: þessi hinn nýi, mikilfengi og breiði upphækkaði vegr skólavörðuna, og hún aptr veginn.

Skólavarðan

Skólavarðan 1902.

Engir ferðamenn, er fara þenna nýja veg, og það gjöra allir síðan hann varð vel fær með hesta, telja né geta talið nein tvímæli á því, að þetta sé nauðsynja-vegabót, eigi sízt í samanburði við gamla veginn, eins og hann var orðinn í rigninga sumrum. Nýi vegrinn er allr upphækkaðr með steinlögðum brúnum, vönduðum að verki og völdu grjóti, en vantar enn yfir-ofaníburðinn yfir allt frá skólavörðunni og ofaneptir; er hann samt þegar orðinn góðr vegr og verðr bezti vegr, þegar fullgyggðr er, til yfiferðar með hesta, en vagnvegr verðr hann aldrei nema erfiðr og óþægr bæði frá bæ og að, sakir brekkunnar bæði vestan og sannanvert í holtinn, eins og líka sýnir sig nú þegar.

Skólavarðan

Skólavarðan 1931-1932, – Skólavörðuholt. Menn við vinnu, verið að rífa Skólavörðuna og reisa stall undir styttu Leifs Eiríkssonar.

Þar sem varla nokkrn af hinum mörgu er þessi vegrinn liggr óneitanlega miklu beinna og betr við til mókeyrslu, heldren hinn gamli gjördii, hefir þókt annað fært en að reiða mó sinn á hestum austan úr mýrinni og af þerriholtunum, uppundir skólavörðuna, en hugsa sjálfsagt til að keyra hann þaðan á vagni ofaneptir öllum hallandanum í bæinn, en reynist brattan að austanverðu lítt fær eða ófær fyrir vagn, þó verður hún það þó margfalt fremr uppeptir héðan að neðan uppá móts við skólavörðuna; og virðist þetta hafa verið fremr vanhugað hjá bæjarstjórninni, við að ákveða þessa nýju vegarstefnu, svo framt menn vildi heldr styðja að því en nýða það úr, að þægir vagnvegir kæmist hér smám saman á sem víðast og þar með brúkun og afnot vagna til ómetanlegs léttis við alla flutninga, en til þess er þó og verðr einkaleiðin sú, að leggja vegina sem hagfeldast og sem kostr er á, með því að kasta af sér brekkunni eða draga úr henni sem mest hvar sem því verðr við komið; hér er gjört þvertímóti með þenna veg, það sjá allir; menn hafa stefnt honum uppá holtið, þar sem það einmitt er hæst og brettan er lengst og erfiðust uppá hæðina.

Skólavörðustígur

Skólavörðustígur.

Undanfarnar bæarstjórnir hafa allajafna verið samdóma þessari um það, að gamli vegrinn væri óbrúkandi, lægi illa og yrði aldrei endrbættr til hlítar, og að nýjan alfaraveg, upphækkaðan, þyrfti að leggja nokkuð við sunnar austr úr holtinu, frá sporði vegabótabrúarinnar (þess vegna einmitt var ný brú lögð þarna, þar sem hún er, með ærnum kostnaði þegar (1843—45) þar yfir norðrtaglið á holtinu, sem alls engi bratti er til, heldr allt sem næst lárétt norðrfyrir Steinkudys; þar suðrmeð hæðinni kemr nokkurra faðma slakki, sem auðgjört er að hlaða af sér með upphækkun vegarins; það er auðsætt, að þarna má leggja hinn hægasta og þægasta vagnveg og þar til svo, að miklu fleiri af bæjarmönnum gæti notað veginn þar heldren þarsem hann er nú lagðr. Og sú mun reyndin á verða, að aldrei mun sá vegrinn þurfa meira að kosta heldr að mun minna en þessi nýi, er þegar mun vera búið að kosta til um 1300 rd. Sú mun reyndin á verða, segjum vér, og það innan 20 ára hér frá, því hagsmunirnir af góðum og greiðum vagnvegum hér og almenn nauðsyn mun opna augu komandi bæjarstjórnar og knýa til, að kosta þar til alfara vagnvegar sem góðr vagnvegr getr orðið og sem flestum til gagns.“

Heimild:
-Þjóðólfur 08.10.1868, Skólavarðan og hinn nýi aðalvegr upp úr Reykjavík, bls. 178-180.

Skólavarðan

Skólavarðan 1926.

Hjólreiðar

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1993 fjallar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um „Hjólmannafélag Reykjavíkur„.

Reiðhjól„Um 1890 voru að sögn Knuds Zimsens borgarstjóra aðeins tvö reiðhjól í Reykjavík. Annað átti Guðbrandur Finnbogason, faktor Fishcersverslunar (Aðalstræti 2), en hitt Guðmundur Sveinbjörnsson, síðar skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu. Hafa þau líklega verið einu reiðhjólin á landinu og voru merki um vaknandi borgarmenningu í höfuðstaðnum. Enda var það eins og við manninn mælt. Eftir því sem bærinn stækkaði eignuðust fleiri slík tæki og árið 1897 var stofnað Hjólmannafélag Reykjavíkur.
Ýmsar gerðir reiðhjóla voru prófaðar í heiminum á 19. öld, en það var ekki fyrr en keðjan, kúlulegan og loftdekkið voru fundin upp um 1880 að hjólið varð hagnýtt farartæki. Síðan liðu nokkur ár. Verð á þessum undratækjum fór lækkandi. Þegar kom undir aldamót sló reiðhjólið verulega í gegn í Bretlandi („the bicycle boom“) og víðar um lönd. Hjólið kom til móts við auknar þarfir borgarbúa um hreyfingu og frískt loft. Voru það ekki síður konur en karlar sem tileinkuðu sér reiðhjólið og var það m.a. merki um aukið kvenfrelsi. Fætur kvenna fóru nú að sjást undan dragsíðum pilsunum, er þær sátu á þessum nýju farkostum, og þær djörfustu .fóru meira að segja að klæðast pokabuxum. Það má segja að Reykvíkingar hafi verið furðu fljótir að tileinka sér hjólreiðar og þar komu konur líka við sögu.
Hjólmannafélag
Knud Zimsen segir frá fyrstu reiðhjólunum í bókinni „Við fjörð og vík“ á eftirfarandi hátt: „… var ein dægrastytting sem ég undi mér löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli. Hjól það sem ég hafði til afnota átti Guðbrandur Finnbogason. Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.“ Þarna voru sem sagt keðjan, kúlulegan og loftdekkið ekki komin til sögu. Þá segir Knud að síðasta ár sitt í Latínuskólanum (1892-1893) hafi bæst við tvö önnur hjól { Reykjavík. Éignaðist Teitur Ingimundarson, úrsmiður í Suðurgötu 13, annað og var það hálfgerður garmur. Hitt fékk Elías Olsen, bókhaldari hjá Fischersverslun. Var framhjólið á því mjög stórt, en það aftara sáralítið. Segir Knud að hjól Olsens hefði tekið hinum mjög fram, enda hefði fólk safnast saman til að horfa á hann aka á því kringum Austurvöll. Þessi hjól voru ávallt nefnd „velociped“.
Reiðhjól
Árið 1894 birtust fyrstu reiðhjólaauglýsingarnar í íslenskum blöðum. H.J. Jörgensen á Hótel Íslandi auglýsir í febrúar þetta ár að hann vilji selja hjólhest sinn sem hann hafði keypt á 150 krónur með 50 króna afslætti. Sumarið 1894 birtist svo auglýsing frá Hans Andersen, skraddara og kaupmanni í Aðalstræti 16, þar sem hann býður reiðhjól til sölu frá Sylvester Hvids Cyklefabrik í Kaupmannahöfn. Er tekið fram í auglýsingunni, sem er á dönsku, að hver og einn geti lært á reiðhjól á þremur tímum og þeir sem vilji panta sér reiðhjól með næstu ferð Laura skuli hið snarasta snúa sér til Andersens.
Sumarið 1896 birti Ísafold þá frétt að franskur sjóliðsforingi, Maxime Delahet, hefði nýlega hjólað á hjólhesti, tvíhjólung, frá Reykjavík og austur að.Þingvöllum og hefði sú ferð gengið mjög greiðlega. Þarna er komin fram á Íslandi hin nýja gerð reiðhjóls sem enn er í grundvallaratriðum sú sama. Þannig var sagt frá för Frakkans: „Hann lagði af stað frá Reykjavík … kl. hálf tvö eftir hádegi og var kominn kl. hálf sjö þangað sem nýja veginn þrýtur, mjög austarlega á heiðinni. Þaðan varð hann að halda áfram fótgangandi, það sem eftir var, og bera reiðskjótann. … Það er leitt segir hann að vegurinn er ekki til gerður alla leið að Þingvöllum; þegar hann er fullgerður er lafhægt að fara á hjólhesti milli Reykjavíkur og Þingvalla á 5 klukkutímum. … HjólreiðarÞess má geta að sú slysni hafði viljað til þessum vaska manni daginn áður að hann villtist í meira lagi: ætlaði þá austur að Þingvöllum, en lenti austur í Ölfusi… En ótrúlega var hann fljótur í þeirri ferð; fór héðan kl. 2 og var kominn aftur kl. 11. Áður í sumar gerði annar frakkneskur liðsforingi tilraun að komast á hjólhesti austur að Þingvöllum, en reiðskjótinn bilaði sunnarlega á heiðinni, kom gat á hjólhringinn, lofthringinn, en ekki hægt að fá gert við það hér.“
Þá bætti Ísafold við: „Hjólreiðar eru, eins og menn vita“; mjög tíðkaðar í öðrum löndum og er alllíklegt að fleiri verði til að reyna sig á Þingvallaskeiðhlaupi þegar þeir frétta þetta ferðalag Delahets og vita að vegurinn þangað er fullgerður. Þeir spara sér íslenskan reiðhest eða reiðHjólreiðar.

ReiðhjólÞeir, sem vilja læra að fara á hjólum, snúi sjer til formanns »Hjólmannafjelags Reykjavíkur« konsúl G-Finnbogason. Hann vísar mönnum á kennslu og veitir áheyrn, þeim sem vilja ganga í hjólmannafjelagið. Cyclar (hjólhestar), nýir og brákaðir, nýkomnir til W. Fischer’s verzlunar.
Auglýsing úr Ísafold vorið 1897; „Hestar sem hleypa mjög fram ferðakostnaðinum og vinna sér ef til vill til frægðar í hóp vaskra hjólreiðamanna víðs vegar um lönd.“
Í desember 1896 tilkynnti Sigfús Eymundsson, ljósmyndari og bóksali, með auglýsingu að hann hefði fengið einkaumboð fyrir eina stærstu reiðhjólaverksmiðju á Englandi. Hann sagði í auglýsingunni að þeir sem vanir væru hjólreiðum gætu þreytulaust riðið danska mílu á 20 til 30 mínútum ef hjólin væru létt og liðug og vegurinn sléttur. Og ennfremur: „Hjólreiðin er ofur-auðlærð. Æfi menn sig eina stund á dág hafa þeir full not af hjólunum eftir vikutíma.“
Mánudaginn 24. maí 1897 komu fimm menn saman á Hótel íslandi samkvæmt fundarboði í ísafold. Stofnuðu þeir Hjólmannafélag Reykjavíkur og samþykktu lög fyrir það.
Í annarri grein laganna stóð að félagið væri stofnað til að auka og efla hjólreiðar með því að gefa mönnum hvort tveggja kost á að nema þessa list og með því að styrkja menn til að eignast reiðhjól með hægu móti. Stjórn félagsins skipuðu Guðbrandur Finnbogason konsúll, formaður, Pálmi Pálsson adjunkt, skrifari, og H. Andersen skraddari, féhirðir. Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Björnsson héraðslæknir og Sigfús Eymundsson bóksali. Þess skal getið að Guðmundur notaði hjólið sem atvinnutæki, m.a. er hann fór í læknisvitjanir til Hafnarfjarðar.
Reiðhjól

Reiðhjóladeild Fálkans 1948.

Að ári liðnu var aðalfundur félagsins haldinn. Formaður þess skýrði þá frá því að kennari hefði verið útvegaður á síðastliðnu ári og mönnum gefinn kostur á að læra hjólreiðar gegn vægri þóknun. Þá tók hann fram að reiðhjól hefðu verið á boðstólum, bæði við námið og til kaups, ný og gömul. Nokkrir hefðu numið hjólreiðar árið sem leið, að nokkru teyti fyrir tilstuðlan félagsins. ReiðhjólÁkveðið var að félagið héldi áfram sams konar starfsemi næstu ár og talið æskilegt að félagsmenn gætu farið í kappreið á væntanlegri þjóðminningarhátíð næsta sumar. Þá segir í fundargerð félagsins að einn maður hefði beiðst inngöngu í félagið og væri það Gísli Finnsson járnsmiður, sem fyrir tilstilli þess hefði kynnt sér aðgerðir á reiðhjólum meðan hann var erlendis um veturinn.
Guðmundur Björnsson landlæknir sagði um þetta félag að það hefði starfað í nokkur ár en síðan hefði verið samþykkt að leggja það niður og éta upp félagssjóðinn á Hótel Íslandi.
Þegar kom fram um aldamót voru reiðhjól orðin nokkuð algeng í Reykjavík. Ísafold greindi svo frá sumarið 1904: „Þau eru orðin furðualgeng hér í bæ. Það fullyrða sumir að þau skipti hundruðum. Ungir og gamlir, karlar og konur, fara hér á hjólum nú orðið, alveg eins og í stórborgum erlendis. Færra kvenfólk’þó að tiltölu en þar gerist að svo komnu. Og færri rosknir menn sjálfsagt líka. Mest eru það unglingspiltar. Einnig nokkrir smásveinar. Það eru bæði lærðir menn og leikir, stúdentar og kandidatar, þar með einnig stöku embættismenn og búðarmenn, iðnaðarmenn o.fl. Hálf tylft kvenna er mælt að eigi sér reiðhjól hér í bæ og að dálítið fleiri kunni þær á þau. Það eru allt ungar stúlkur, heldri stúlkur sem kallað er. Meira er ekki um að vera þar. Þetta er mjög svo nýlega tilkomið. Það er nú fyrst að verða tíska hér að kvenfólk fari á hjólum.“
Á fyrsta áratugi 20. aldar sjást æ oftar auglýsingar um reiðhjól í íslenskum blöðum og vorið 1905 krafðist blaðið Ingólfur að settar yrðu reglur um hjólreiðar á götum bæjarins. Þá var öngþveitið orðið slíkt af hestvögnum, reiðhjólum og gangandi fólki. Reiðhjólið var orðið fastur liður í bæjarmynd Reykjavíkur.“ – Guðjón Friðriksson, höfundur er sagnfræðingur.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Hjólamannafélag Reykjavíkur, 1. tbl. 09.01.1993, bls. 2.
Hjólreiðar

Keflavík

Í umfjöllun um „Duus-verslunina í Keflavík“ hafa vaknað ýmsar spurningar, ekki síst í tengslum við tilteknar „eftirlifandi“ minjar á svæðinu.

Duus-hús
„Peter Duus kaupir verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith sem hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi. Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fljótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík.

Duus

Duus – bryggjuhús.

Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að verslunin í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, K-nudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafssonar (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við þekkjum sem Ziemsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamannalaun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr.19.824.000.

Duus-hús

Duus-hús fyrrum.

Peter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Deilur hlutust af við Leirubændur og dómsmál vegna landamerkja, en kartöflugarður hjónanna utan í Hólmsbjargi reyndist vera innan Leirulands.
Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik.
Áfram reka þau verslunina með miklum myndarbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo um Ástu: „Hún var mikill kvenskörungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Um Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill.“

Duus-verslun

Peter Duus.

Hans Pétur Duus tók við Duusverzlun eftir föður sinn Pétur Duus. Hafði faðir hans selt honum verzlunina í hendur 1864 og var verzlunin þá metin á 15000 ríkisdali. Hann rak verslunina í 4 ár.

Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu.

Hans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarnardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta koma hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára.
Kristjana var mikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona“. Hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi verið „einstakt valmenni sem öllum var hlýtt til sem hann þekktu.“

Duus-verslun

Hans Pétur Duus.

Árið 1896 keypti H. P. Duus verzlun verzlunarfasteign N. H. Knudtzons í Keflavík ásamt íbúðarhúsi fyrir 8 þús. krónur, einnig saltgeymsluhús í Kotvogi í Höfnum og annað á Járngerðarstöðum í Grindavík fyrir 2 þús. krónur.
Hús Knudtzonsverzlunar voru: Íbúðar- og verzlunarhús, er snéri gafli að götu, var sölubúð í norðurenda, en íbúð í suðurenda. Það hús er nú Ungmennafélagshúsið við Hafnargötu, en í þá daga æfinlega nefnt Norðfjörðshús, eftir síðasta verzlunarstjóra Knudtzonsverzlunar. Skammt frá austurhlið hússins voru 3 vörugeymsluhús, neðsta hýsið snéri gafli að götu, hin þar upp af og mynduðu þau til samans vegg upp með íbúðarhúsinu og byrgðu mjög fyrir birtu og sól. Fjórða húsið var austast og byggt við götuna, það snéri hlið að götu. Mun það ennþá standa. Þá voru stakkstæði nokkur fyrir austan húsin. Eftir að Duusverzlun varð eigandi að eigninni, lét Ólafur Ölavsen stækka þau og umbæta.

Duus

Duus 1882 – eitt glæislegasta hús á Suðurnesjum.

Árið 1900 keypti Duusverzlun eignir og hús Fichersverzlunar í Keflavík. Var sú verzlun í miðri Keflavík. Stendur aðalhúsið ennþá og er nú eign h.f. Keflavík. Mið bryggjan og nokkur gömul vörugeymsluhús fylgdu eign þessari, voru þau flest rifin, enda voru þau næsta hrörleg, en „pakk“-húsið, sem stóð fyrir enda bryggjunnar var látið standa og för þá þegar fram mikil viðgerð á því.
Næsta haust var hafist handa um byggingu sjóvarnargarða. Hafði sjór gengið mjög á landið, þar sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stórstreymi.
Var Símon Eiríksson steinsmiður fenginn til verksins og var byrjað við norðanverða miðbryggju. Á næstu árum voru byggðir varnargarðar með sjó fram alla leið út í gróf. Þá var byrjað á að byggja miðbryggjuna úr steini (var áður timburbryggja). Var unnið að þeirri smíð árum saman. Um líkt leyti var byrjað á byggingu steingarðsins mikla, er umlukti á tvo vegu hina stóru lóð fyrir ofan Duusverzlun, er þá var flutt í Fichersbúðina.“

Duus

Duus-listasafn.

Í Duushúsum, þessum gömlu verslunar- og fiskvinnsluhúsum, er nú rekið fjölbreytt menningarstarf. Saga þeirra nær aftur á 19. öld en elsta húsið, Bryggjuhúsið, var reist árið 1877 af Duus-verslun. Byggingarsaga húsalengjunnar er því vel yfir aldarlöng. Byggt var við húsin eftir þörfum hverju sinni. Um miðja 20. öld hætti verslunin rekstri og voru húsin þá notuð í tengslum við útgerð. Undir lok síðustu aldar keypti bærinn húsin fyrir safna- og menningarstarf. Nú hefur öll lengjan verið endurbyggð en því verki lauk árið 2014.
Í Duus-húsum eru níu sýningarsalir af misjafnri stærð. Þar af eru tveir salir helgaðir sérstaklega Lista- og Byggðasafni Reykjanesbæjar. Byggðasafnið er með grunnsýningu sína um sögu svæðisins á Miðlofti Bryggjuhúss. Þar svífur sagan frá tímum dönsku verslunarinnar yfir vötnum.

HPD-steinninn

HPD-steinninn úr fyrrum Duus-húsum.

Framangreint er skrifað vegna þess að þegar Duus-húsin voru endurbyggð um og eftir síðustu aldarmót fannst í grunni þeirra letursteinn. Letursteinninn er með áletruninni „HPD“, sem væntanlega má rekja til framangreinds Hans Péturs Duus. Líklega hefur hann á sínum tíma verið hornsteinninn í Bryggjuhúsabyggingu Hans Péturs.

Helguvík

Sturlaugur Björnsson við HPP-áletrun á berginu við Helguvík. Þessi áletrun hefur nú verið eyðilögð vegna áhugaleysis minjayfirvalda.

Ekki virtist vera áhugi á að varðveita steininn þann við endurbygginguna svo safnari, sem þekkti gildi hans, tók hann til tímabundinnar varðveislu.
HPD-steinninn er nú varðveittur á góðum stað í nálægð Keflavíkur – í hæfilegri fjarlægð frá Þjóðminjasafninu.
Sérstakt má telja að áletrunin „HPD“ gæti mögulega verið að einhverju leyti verið skyld þeirri og sjá má á „Hallgrímshellunni“ svonefndu, sem fulltrúar Þjóðminjasafnsins fjarlægðu á sínum tíma í óþökk heimamanna úr vörðu við gömlu kaupstaðagötuna milli Básenda og Þórshafnar. Ártalið 1628 á henni hefur hins vegar vakið verulegar vangaveltur, sem ekki hefur enn verið séð fyrir endann á.

Þórshöfn

Þórshöfn – áletranir á klöpp.

Duus virðist koma fyrst við sögu Keflavíkur á ofanverðri 19 öld. Gæti verslunarsaga Duus á svæðinu hafa átt sér enn lengri rætur? Fyrrum voru þarna verslunarstaðir á Básendum og Þórshöfn norðan Ósa. Við báða staðina eru fjölmargar áletranir og letursteinar. Ein þeirra, óútskýrð; „HP“, á klöpp við Þórshöfn gæti mögulega verið fangamark Hans Peturs Duus, en hann verslaði m.a. í Þórshöfn.

Sjá meira

Heimild:
-Faxi 01.06.1948, Marta V. Jónsdóttir, Duus kaupmaður, bls. 2.
-Faxi 17.06.1948, Marta V. Jónsdóttir, Duusverslun, bls. 3-4.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Duus_Safnah%C3%BAs
-https://sofn.reykjanesbaer.is/duushus/um-safnid/um-safnid

HP

HP á klöpp ofan Þórshafnar. Stafagerðin líkist fyrrum einkennismerki Duus.

Álfar

Í Eimreiðinni 1895 fjallar Finnur Jónsson um „Álfatrúna á Íslandi„.

Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar.

Óttarsstaðir

Álfakirkja við Óttarsstaði.

Orðið “þjóð” í þjóðtrú vísar til fólks en ekki hugmynda um þjóðir og þjóðríki. Þjóðtrú Íslendinga er því ekki mjög ólík þjóðtrú annarra “þjóða” heldur saman sett úr hugmyndum sem bárust hingað á landnámsöld, bæði frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum, í bland við nýsköpun og aðlögun sem hér hefur átt sér stað. Helst má segja að útilegumannatrúin hafi séríslensk einkenni og margt í álfa- og huldufólkstrúnni ber fremur keim af gelískri þjóðtrú meðal Íra og Skota en því sem þekkist meðal Norðmanna. Þessi menningarblanda er í ágætu samræmi við það sem ritheimildir segja um uppruna landsmanna og fellur vel að þeim erfðarannsóknum sem sýna að hér hefur blandast fólk af ólíku þjóðerni frá öndverðu.

Hin síðari ár hefur nokkuð verið deilt um einlægni fólks í sambandi við þjóðtrú. Árni Björnsson hefur sett fram þá hugmynd að fólk hafi alla tíð fyrst og fremst sagt þjóðtrúarsögur sér til skemmtunar á meðan tiltölulega fáir hafi lagt raunverulegan trúnað á þær. Á móti því hefur Valdimar Hafstein skrifað að margt bendi einmitt til að að þjóðtrúin sé einlæg og hafi beinlínis áhrif á gjörðir fólks.

Álfatrúin á Íslandi
Álfar
„Fornfræði — það er margt, sem felst í þessum tveimur orðum. Þau geta náð yfir forna sögu, fornt mál, fornan kveðskap o. fl., ekki sízt þó allt það, sem heyrir undir fornan átrúnað eða trú, eða það sem vjer nefnum nú heiðni og hjátrú.

Álftanes

Álftanes – Akrasteinn; álfasteinn.

Þau eru forn, afargömul, þessi fræði; en þau eru líka opt ekki eingöngu forn, þ. e. þau hafa lifað sínu lífi um margar aldir og enda stundum allt fram undir eða jafnvel fram á vora daga, og eimir eptir af mörgu enn í dag sumstaðar, þótt blöðin, skólarnir, í stuttu máli »sú meiri upplýsing« — eins og Fjölnir komst forðum að orði — hafi gert sitt til að svæfa og kyrkja þau. Það sem hefur haldizt lengst við á Íslandi af heiðnum átrúnaði, er álfatrúin, og munum vjer hjer skýra frá sögu hennar í mjög stuttu máli; en vísum annars til Ísl. þjóðsagna og ævintýra um allar sjerstakar álfasögur. Það er í rauninni ekki minna vert en að kunna sögurnar sjálfar, að draga út úr þeim mynd af efni þeirra, sem sje ein og heilleg.
ÁlfarTrúin á álfa er afargömul og ekki til orðin á Norðurlöndum; sjálft orðið álf- er álitið að vera sama og orð eitt í sanskrít (rbhú), er merkir »íþróttarmann, völund«; það er dverga-hugmyndin, er þar kemur fram, en hún kemur ekki þessu máli við. En hvað eru álfar þá í raun rjettri?
Mörg rök má færa til þess, að álfar sjeu upphaflega ekkert annað en sálir andaðra manna, og trúin á þá er trúin á líf sálnanna eptir líkamlegan dauða hvers manns. Því var t. d. Óláfr á Geirstöðum kallaður Geirstaðaálfur eptir dauða sinn.

Kaðlakriki

Kaplakriki – álfaborg.

Snorri Sturluson talar um tvær aldir í Heimskringlu formála sínum og nefnir þær brunaöld og haugaöld. Þetta er rjett að því leyti sem brunaöld (líkabrennuöldin) var eldri og gekk á undan hinni, er haugar voru gerðir og lík mann lögð í þá óbrennd. En lengra aftur í tímann var ekki von til, að minni manna næði.

Haugaöldin er mjög gömul. Um leið og haugurinn varð bústaður líksins, varð hann og bústaður sálarinnar, er var ódauðleg. Þess vegna höfðu haugbúarnir (draugarnir) nokkurs konar líf eftir dauðann. Haugarnir vóru opt ættahaugar, og gátu margir verið lagðir í einn haug. Af trúnni á líf sálnanna spratt svo trúin á mátt þeirra til að vernda lifandi menn og styrkja þá til velmegunar og hamingju. Synirnir trúðu þvi eðlilega, að feður þeirra (afar og forfeður) ljeti sjer annt um þá eins eptir líkamlegan dauða sinn sem áður, og þeir fóru að tilbiðja feður sína þ. e. sálirnar, andirnar, og skoða þær sem góða anda og verndarverur; andirnar (haugbúarnir) voru því upprunalega sjerstök ættagoð; en trúin breiddist út og varð almenn og menn fóru almennt að dýrka þessar verur, sem höfðu fengið nafnið álfar.
ÁlfarÍ hinni fornu goðafræði eru álfar stundum nefndir og þá alloptast svo, að þeir eru settir í náið samband við æsi eða goðin sjálf; »æsir og álfar« eru eins og ein heild. Álfheim gáfu æsir Frey að tannfje í árdaga; hafa menn því snemma hugsað sjer sjerstakan heim, er þeir byggðu, enda segir Snorri í sinni bók (Eddu), að »einn sé staðr á himni, er heitir Álfheimr; þar byggja Ljósálfar — þeir eru fegri en sól«; »ljósálfar« eru kallaðir hjer til greiningar frá »dökkálfum« það eru dvergarnir, og þeir eru svartari en bik. Það sem hjer kemur fram, er yngsta stigið í heiðinni trú á álfa. Þeir voru hugsaðir sem ljósar og ljúfar verur (loptandar), sem vildu ekki annað en gott og unnu öllu því, sem var gott og fagurt.

Álfasteinn

Álfasteinn við Laugarás.

Í Alvíssmálum er kafli úr máli þeirra, eða taldir nokkurir hlutir og sagt, hvað álfar nefni þá; öll þessi nöfn eru yndisleg, ljúf og blíð og sýna tilfinningu fyrir fegurð náttúrunnar; jörðin heitir »gróandi«, himininn »fagraræfr«, sólin »fagrahvel«, skógurinn »fagrlimi«, lognið »dagsevi«, nóttin »svefngaman«, vindurinn »dynfari« o. s. frv. Þeir eru auðvitað fagrir ásýndum, og þegar menn hugsuðu sjer þá klædda, vóru þeir í fegurstu og dýrustu guðvefjarklæðum, bláklæddir, en einkum þó rauðklæddir; því sagði Skarphjeðinn: »sjáið þjer rauðálfinn, sveinar«. Þeir eru auðugir af gulli og gersemum, eins og Freyr og Njörður, og gátu því gefið mönnum fullsælu fjár. Þeir hata allt óhreint; því segir um Helgafell — en á því var sá átrúnaður, að þangað færi menn í fellið eptir dauðann, einkum niðjar Þórólfs Mostrarskeggs —, að enginn mátti þangað óþveginn líta og eigi skyldi þar »álfrek ganga« (forn og dýrmæt altansklæði (frá kaþólskum tímum), sem enginn veit neitt um upprunann, verða í þjóðtrúnni að álfagjöfum).

Álfar

Grásteinn í Grafarvogi – heimili álfa.

Nöfn með orðinu álf- í þóttu fögur og farsælleg (Álfgeir, Álfhildur o. fl.) og »vel þykir kent til álfa« (t. d. að kalla mann »brynjálf« í skáldskap) segir Snorri.

Ófeigskirkja

Ófeigskirkja, meint álfakirkja í Garðahrauni, var flutt um set vegna vegagerðar.

Álfadýrkun og álfablót hafa verið almenn um öll Norðurlönd; það er um þau talað í fornum sögum bæði í Norvegi og Svíþjóð, og sýnist svo, sem það hafi verið helzt konur, er stóðu fyrir þeim. Líkt hefur verið haft á Íslandi, enda segir í Kormákssögu frá veizlu, er ger hafi verið álfum til heilbrigðis manni, og hafi blóði fórnardýrsins verið roðið á álfahólinn. Ætíð þótti það hollara að hafa vináttu þeirra en styggja þá; það gat orðið til óleiks og óláns. Það er auðvitað, að úr því að álfar eru taldir með ásum, hafa menn hugsað sjer, að þeim hafi ekki verið mikið gefið um siðaskiptin forðum daga, og kemur í ljós á einum stað fögur, en angurblíðu-blandin hugmynd um það; svo segir, að maður einn hafi vaknað snemma og allt í einu hlegið; hafi hann þá verið spurður, hvað honum væri hlátursefni, og segist hann sjá mart skoplegt — maðurinn á að hafa haft ófreskisgáfu—: »margur hóll opnast og hvert kvikindi býr sinn bagga og gerír fardaga«; þetta vóru álfar og er auðsjeð, að þeir vildu flýja kristnina. En þeir flýðu ekki landið og það fór ekki fyrir þeim sem fjelögum þeirra, Óðni og þeim ásum, aðalgoðunum; þau hurfu, dóu smámsaman; Hvítakristr sigraði. Vilji maður halda landsvist, verður hann að hlýða landssið og hlíta landslögum — og það kjöru álfar, eins og síðar skal verða á drepið.

Álfar

Álfar ku búa í klettum.

Í ýmsum fornsögnum, sem þó eru ekki eldri en frá síðustu tímum fornaldarinnar, fer að brydda á þvi, að enn nánara samband getur komizt á milli manna og álfa, en áður hafa menn hugsað sjer, og er það mjög þýðingarmikið stig í islenzku álfatrúnni. »Ganga nauðsynja sinna«; dlfrek = það sem rekur álfa í burtu. Það einasta þýðing orðsins, sem getur komið til greina.
Það er ástarfar milli álfkonu t. d. og mennsks manns, sem jeg á við hjer, og eins hitt, að álfkona leitar hjálpar hjá mennskri konu í barnsnauð. Í álfasögunum í ísl. þjóðsögum og ævintýrum kemur hvorttveggja mjög opt fyrir, og það sem vjer hjer eptir höfum af álfum að segja, er tekið eptir og úr þessum álfasögum.

Álfakirkja

Álfakirkja í Selhrauni.

Eptir því sem tímar liðu fram, hlutu hinar upprunalegu hugmyndir um álfana að gleymast, að sama skapi sem heiðnar trúarskoðanir týndust, og breytast á margvíslegan hátt; og hefur þegar erið eitt dæmi að minnsta kosti sýnt í þá stefnu.
Um uppruna álfa fer nú tveim sögnum. Önnur er sú, að þeir sjeu systkin mannanna, börn Adams og Evu; segir sagan, að Eva hafi falið suma krakkana, þegar guð heimsótti þau Adam einu sinni, af því að þeir hafi verið óþvegnir og óhreinir; þá hafi guð sagt: »Það. sem skal hulið fyrir guði, skal hulið fyrir mönnum«; þessir krakkar hafi svo orðið forfeður huldufólksins. Hin sagan er sú, að þeir sjeu englar, sem engu ljetu sig varða aðferð Lucífers —, »vóru með hvorugum« —; þeir vóru því reknir niður á jörð og urðu álfar.

Álfasteinn

Álfasteinn við Hjarðarhaga.

Annars er trúin sú, að álfar fæðist og deyi sem menn, en verði allt að jafna langlífari; eru þeir að því leyti, sem mörgu öðru reyndar, á æðra stigi.
Að útliti til er það allt fallegt fólk og föngulegt, svipmikið, en opt nokkuð stórskorið. Það er optast nær bláklætt (þ.e. í svörtum vaðmálsklæðum, sem er aðalbúningur Íslendinga sjálfra); þó er einstöku sinnum talað um rauð klæði; kirkjufólk er í litklæðum, og við hátíðleg tækifæri er það prýtt gulli og gersemum, kvenfólkið hefur skautafald, hempur og að öðru leyti búning sem
mennskar konur. Að búningur álfmeyja hafi yfir höfuð verið álitlegur og ekki af lakara tagi sýna t. d. þessar vísur:

Á bláu var pilsi en beltið var vænt,
bundið um enni silkiband grænt,
skautafald háan, hvítan sem ull,
á hendinni bar hún þríbrotið gull.
Blátt var pils á baugalín,
blóðrauð líka svuntan fín,
lifrauð treyja, lindi grænn,
líka skautafaldur vænn.

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

Það er valla efamál, að sá búningur, sem hjer er bent til, hafi verið hátíðabúnaður fyrirkvenna á fyrri öldum. Nöfn koma nokkur fyrir: Arnljótur, Finnnr, Grímur, Kári og jafnvel Davíð; Alvör, Björg, Borghildur (drottning í borg, Álfaborg), Hildur, Íma, Snotra, Úlfhildur, Una, Vandráð eða Valbjörg. Kallmannanöfnin eru lítt einkennileg; betri og fallegri eru kvennanöfnin og sýna annaðhvort lundernisfar (Alvör, Snotra, Una) eða hjálpsemi (Björg).
Helztu líkamlegu einkenni eru, að alt er það ósýnilegt fólk, en hefur þá yfirburði, að geta gert sig sýnilegt við tækifæri. Það sjer allt á jörðu og í. Allt er þetta fólk alvarlegt og hógvært, góðgjarnt og hjálpsamt, hvort sem leitað er til þess beinlinis eða ekki, og ærið er það gestrisið, vinfast og trúlynt, en um fram alt ráðvant og ærlegt; svik eru ekki fundin i þess munni.

Kópavogur

Álfhóll í Kópavogi.

Það eru leifar af gömlu álfatrúnni, og er ekki að undra, þótt álfar sje nefndir einu nafni Ljúflingar, og þykir þeim það gott nafn; þar á mót líkar þeim ekki vel við álfanafnið, af því að það er svo opt haft í illri merkingu, og þykir sjer með því misboðið. Hefnigjarnir eru álfar stundum, ef til þeirra er illa gert eða ef þeir eru rnjög áreittir, en fáar fara sögur af því; hinar eru fleiri og langflestar, er fara af greiðvikni þeirra, þakklátsemi og rausnargjöfum, ef vel er til þeirra gert. Gjafir þeirra eru t. d. rauðleit hálfskák dýrmæt, undurofinn ljereptsklútur, svuntudúkur, skrúðklæði í kistli, prestsskrúð og línsloppur, ábreiða úr ókennilegum vefnaði, silfurbelti, gullofinn guðvefjardúkur1, gyltur silfurhnappur (lagður í barnslófa) o.fl. Bústaðir álfa eru ekki aðeins í hólum (haugum), heldur og í steinum (klettum, björgum); stór (kletta)borg verður þá höfuðstaður (Álfaborg). Híbýli þeirra eru í raun rjettri bæir, en líta út eins og steinar og hólar; inni er líkt umhorfs og í bæjum manna.

Bæjarsker

Bæjarskersleið – álfasteinn.

Lifnaðarhættir og atvinnuvegir eru sömu sem manna (Íslendinga sjálfra). Álfar hafa hunda, kýr og kindur, naut og hesta, fjöruga og fallega, og allt er það föngulegra og gerðarlegra en hjá mönnum. Af þessu leiðir, að þeir þurfa alla heyvinnu, þeir slá og raka, hirða og binda og safna í hlöður. Mjólkurtilbúningur fer þar fram, og opt heyrist strokkhljóð úr klettum. Þeir hafa ullarvinnu, kemba, spinna og prjóna. Þeir sem búa nálægt sjó, fara í verið og róa til fiskjar og eru að hvalskurði;- þeim hepnast ætíð vel og þeim hlekkist aldrei á. Þeir sem búa upp til sveita þar sem silungsvötn eru, róa og veiða silung. Þegar talað er um mat í hólum hjá álfum — en það er sjaldan —, er nefndur steiktur silungur (og má af því nokkuð marka, að sú saga sje til orðin í sveit) og þess utan brauð og grjónagrautur; brauðsog grautarefnið má ráða í hvaðan komið sje, sem síðar skal á minnzt. Þó er ekki laust við, að mönnum sýnist ekki maturinn í hólum girnilegur (stundum maðkaður eða allur rauður). Þess skal enn fremur getið, að álfar fara á berjamó og tína ber.

Álfakirkja

Álfakirkja – fjárskjól neðan bekkja.

Yfir höfuð er það allt velmegandi og auðugt fólk, sem áður segir. Þó er til fátækt fólk meðal álfa, og er stundum hart í búi hjá því; ber þá við, að krakkarnir þeirra koma til manna og sníkja mat eða mjólk í nóann sinn; askarnir eru hvítir með rauðum gjörðum (það hafa þótt laglegir askar, er svo vóru gerðir).

Álfasteinn

Álfasteinn við Hótel Natura.

Álfar halda fardaga og flytjast búferlúm, og er það kunnugra en frá þurfi að segja; þeir flytjast þá stundum á kerrum — sem sýnast steinar eða eru. Almennasta fardagatíðin er nýjársnótt. Um jólin og nýjársleytið hafa þeir gaman af gleði, söng og dansi, og kemur það ekki í bága við, að álfar annars sje mjög alvarlegt fólk.
Menntaðir eru álfar mjög vel, enda hafa þeir sálarhæfilegleika á æðra stigi en menn; þeir kunna á sjerstök grös til lækninga; geta látið hvali hlaupa á land með kyngi sinni, og er þá ekki furða, þótt huldumaður eigi krapta- og kyngisbók (galdrakver); álög þeirra verða að áhrinsorðum (»vertu þá aldrei óstelandi«). — Alfar kunna að skrifa; að minsta kosti er látinn skrifaður miði með barni i vöggu. Þeir hafa jafnvel prentsmiðju og prenta bækur, og er talað um sálmakver með mjög fínum stíl, er fundizt hafi við bæ einn; það var svo ólíkt öllu öðru, að það hlaut að vera komið frá álfum; og til eru brot af álfasálmum.

Álfar

Álfakirkja í Esju.

Að álfar myndi eina þjóðríkisheild, er víst, og eiga þeir sjer álfaþing, og hafa lög — Huldumannalög—, en aðeins eitt lagaákvæði þekkist úr þeim, og er það ekki óskynsamlegt (að rík álfamær, sem láti tælast af auðvirðilegum manni, skuli giptast honum og missa arfs síns).

Hamarinn

Hamarinn – álfasteinn.

Álfar eiga tvo kónga; það hefur þótt hefðarlegra og æðra, að þeir hjetu svo, en lögmenn, eins og þeir íslenzku. Kóngarnir áttu að fara sitt árið hvor til Norvegs og gera þar grein fyrir hag ríkis og þjóðar fyrir yfirkóngi allra álfa, er þar var. Það er auðsjeð, að þessi hugmynd er ekki yngri en 1400. Annars fara litlar sögur af þingum og málaþrasi álfa, eða öllu heldur engar, svo að vjer vitum.
Það er sögn um álfa, að þeir sje sumir heiðnir og illir; en þessu er víst ekki svo varið; illir eru þeir að minsta kosti ekki, enda koma þeir aldrei svo fram, nema þegar þeir eru reittir til reiði og þykkju.
En hitt er satt, að heiðin trú hefur haldizt um margar aldir hjá þeim og ef til vill aldrei dáið út með öllu. Því er þeim illa við kristilegt atferli; »ekki þurftirðu að krossa þetta ólukkukindin« sagði álfkona við konu, er krossaði mjólkina. Mennsk kona nefnir Jesús í álfhól; þá skreiðist gömul kelling fram og sópar allt húsið innan, og ekki þolir huldufólk ætíð að heyra guðsnafn; heldur ekki vildi huldumaður, sem var unnusti mennskrar stúlku, kyssa hana, eptir að hún hafði verið til altaris; það var kominn svartur, blettur á tunguna á henni. En það má það eiga, huldufólkið, að trúarofstæki er ekki til hjá því; það á viðskipti við kristna menn, kemur enda í kirkju með þeim, en þolir ekki blessunina; og ekki þótti álfameyjunni neitt að því að elska Ólaf liljurós:

Þar stóð úti ein álfamær,
sú var ekki Kristi kær.
Ekki vil jeg með álfum búa — segir Ólafur —
heldur vil jeg á Krist minn trúa.
Þótt þú viljir með álfum búa — svarar hún —
þó mátt þú á Krist þinn trúa.

Álfar

Álfur á Reykjanesi.

Þetta umburðarlyndi er fagur vottur um lund álfa, og mættum við mennirnir þakka fyrir, ef við værum ætíð svo sjálfir. Hins vegar er mart af álfum kristið ; hafa þeir líklega snúizt til siðbótar nokkuru eptir 1000, og efalaust hafa þeir og tekið þátt á siðabót Lúters. Þeir hafa kirkjur — og snúa dyrna r ætíð í austur— og presta; guðsþjónustan fer fram eins og hjá mönnum, en allajafna með meiri viðhöfn, öll kirkjan er ljósum lýst og prýdd, presturinn hefur hreimsætustu rödd o. s. frv. Biskup eiga þeir einn og býr hann í Blábjörgum; biblía þeirra er sú sama sem manna og sálma hafa þeir líka eða eins. Prestar eru stundum ekki ánægðir með brauð sín og geta þá haft brauðaskipti. Þess var áður getið, að álfar dæju sem menn, og er því ekki furða, þótt þeir eigi sjer kirkjugarða.

Hamarinn

Hamarinn – þjóðsagnakenndur staður álfa og huldufólks.

Að álfar geti ekki fremur en mennskir menn látið sjer nægja með afurðir landsins sjálfs, er svo sem auðvitað; enda var áður nefnt brauð og grjón hjá þeim; þeir verða því að hafa skip í förum, kaupmenn og verzlunarstaði. Um einn huldukaupmann er að minnsta kosti talað á Hofsós. Einu sinni viltist bóndi, sem ætlaði í kaupstaðinn, í hríð og kom að bæ, sem hann átti ekki von á; en þegar til kom, var þetta kaupmannssetur og búð; kaupmaðurinn var frakkaklæddur og tók bónda vel og bauð honum kaup við sig; reyndist þá svo, að þar vóru betri vörur og þar að auk miklu ódýrari en hjá Hofsóskaupmanninum. Kaupmaður hresti bónda með ágætu víni úr flösku og gaf í kaupbæti sjal handa konunni og brauðkökur handa krökkunum. Ekki er talað um kaffi, sykur og tóbak hjá álfum; en ef til vill hafa þeir getað drukkið te; að minsta kosti er talað um tekönnu, sem álfar hafi gefið.
Að lyktum skal þess getið, að álfar eiga mikil mök við menn og hænast jafnvel eptir því; sýnist það fara sífellt í vöxt, eptir því sem stundir líða. Margar fara sögur af ástum milli álfa og manna og eru þær með mörgu móti; hjónabönd og barneignir koma opt fyrir. Ástir álfa eru heitar og sterkar, tryggðin óbilandi; þeir deyja heldur og springa af harmi, ef þeir fá ekki að lifa með þeirri mennskri konu, sem þeir hafa fengið ást á. Og ætíð er það auðnuvegur að halda vinfengi við þá.

Álftanes

Álfasteinarnir á Álftanesi – Grásteinn fjær.

Á annan hátt kemur sambandið milli álfa og manna í ljós, og er það allmerkilegt atriði. Álfkonur leita opt til mennskra kvenna í barnsnauð, og eru þær þá sóttar í hólinn; þurfa þær ekki annað en fara höndum (trúin á læknishendur) um álfkonuna og verður hún þegar ljettari; hið síðasta stig í þessari trú er, að álf kona jóðsjúk þurfi ekki annað en leggjast í rúm mennskrar konu„ og á slíkt að hafa við borið árið 1770.

Grindavík

Álfhóll við Þorbjörn h/f í Grindavík.

Allur þess konar greiði og hjálp er launuð með ríkmannlegum gjöfum og þakklátsemi. Að síðustu skal þess getið, að álfar hænast mjög eptir börnum manna og leitast opt við að heilla þau eða lokka þau með sjer burt frá bænum, þegar enginn gætir þeirra (hvernig stendur á þeirri trú er mér með öllu óljóst). Ef börnin sýna mótþróa, svo að álfurinn nær þeim ekki, sinnist honum opt og slær þá barnið á kinnina, og fær það þá bláan blett á hana. Svona skýrðu menn þessa óskiljanlegu meðfæddu bletti, sem einstöku menn höfðu og hafa. Stundum vilja álfar ná í börnin með því að hafa skipti á þeim og álfabörnum (sem reyndar optast eru gamlir álfar — »átján barna faðir í Álfbeimum); skiptir þá svo um, að börn, sem áður vóru spök og gæf, verða nú óspök og láta öllum illum látum; það eru umskiptingarnir, sem allir þekkja.

Hamarinn

Hamarinn.

Svona var álfatrúin á Íslandi til skamms tíma og saga hennar í stuttu máli. Nú er hún að mestu eða öllu dauð á Íslandi; menntunin, skólarnir og framfarirnar hafa orðið henni að fjörlesti, og álfarnir hvílast nú í kirkjugörðum sínum og rísa aldrei upp aptur. »Allrar veraldar vegur víkur að sama púnkt«. »Íslenzkar þjóðsögur« er grafskriptin.
Þessi álfatrú er í mörgu lærdómsrík. Hún er nokkurs konar skáldskapur þjóðarinnar, en með öllu ósjálfráður; sveigist hún stöðugt meir og meir að því að verða mynd af íslenzku mann- og þjóðfjelagslífi; álfarnir verða æ mennskari og mennskari í öllu sína eðli og athæfi; því er það svo mikils vert, að geta fylgt henni, þrætt hana svo að segja fet fyrir fet. Og hún truflast ekki eða blandast af neinum utan að komandi eða útlendum áhrifum; frá því á 14. öld að minnsta kosti er hún alíslenzk og heldur áfram að vera það til endaloka. Heiðin trú fór — að vorri hyggju — sama veginn síðustu aldirnar, sem hún lifði; en þar eru nú margar skoðanir um, hvernig henni hafi verið varið, og er það mikið mein, að svo skuli vera. En um álfatrúna á Íslandi er enginn efi eða óvissa. Af allri hjátrú liðinna tíma er hún fegursti og ljúfasti þátturinn, og hún er sá sanni spegill, er þjóð vor getur sjeð sig sjálfa í, sitt líf og sinn hugsunarhátt.“ – Finnur Jónsson.

Heimild:
-Eimreiðin, 2. tbl. 01.07.1895, Álfatrúin á Íslandi, Finnur Jónsson, bls. 93-103.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2342
Álfar

Rauðhóll

Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson skrifuðu um „Hraun í nágrenni Straumsvíkur“ í Náttúrufræðinginn árið 1998.

Hraun í nágrenni Straumsvíkur
HraunÞegar fjallað er um hraunstrauma þá sem á síðustu árþúsundum hafa runnið í átt til sjávar í Straumsvík og næsta nágrenni er óhjákvæmilegt að sú umfjöllun teygi sig til upptakanna, eldgíganna sjálfra. Af þeim sökum nær umfjöllunin yfir um 200 ferkílómetra svæði, þ.e. ströndina frá Hvaleyrarholti til vesturs að Vatnsleysuvik (Kúagerði) og frá ströndinni suður í Reykjanesfjallgarð milli Grindarskarða og Trölladyngju. Á þessu svæði er fjöldi hrauna og sum sjást ekki á yfirborði, því yngri hraun þekja þau alveg. Þeirra verður aftur á móti vart í borholum, m.a. á athafnasvæði álversins í Straumsvík. Leitast er við að draga upp einfalda mynd af því hvaða leið hraunin hafa runnið og hvernig þau hafa, eitt af öðru, lagt sitt af mörkum til að færa ströndina til núverandi horfs. Örnefni á þessu svæði eru fjölmörg og þau eru ekki bundin við einstaka hraunstrauma heldur ákveðin svæði. Þannig getur sama hraunið heitið mörgum nöfnum og nöfn geta einnig náð yfir hluta úr mörgum hraunum. Þau nöfn sem hér eru notuð á einstökum hraunum ber ekki að taka sem örnefni heldur sem sérheiti á jarðmyndunum.

Hraun frá fyrri hluta nútíma
Hraun
Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun f dag (2. mynd). Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann fyrir um 7.300 árum (Guðmundur Kjartansson 1973).

Búrfellshraun

Hraunið rann frá stórum gíg ofan við Hafnarfjörð sem Búrfell heitir og er hann nyrsti gígurinn í Krýsuvíkurrein. Frá Búrfelli rann hraunið til norðvesturs í tveimur meginkvíslum og fór önnur niður í Hafnarfjörð (Hafnarfjarðarhraun) en hin í Arnarnesvog (Gálgahraun). Að líkindum hefur á sama tíma runnið hraun til norðurs frá öðrum gíg, Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram. Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út. Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvfk. Upptök þessa hrauns eru lfklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.

Hrútargjárdyngja

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Langmesta hraunið á þessum slóðum er Hrútagjárdyngja. Upptök þess eru nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.

Skúlatúnshraun – Hellnahraunið eldra

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Fyrir um 2.000 árum varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteinsfjallareininni.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell. Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt tíl sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni.

Fyrir um 1800 árum varð gos í Krýsuvíkurrein og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg (Jón Jónsson 1974). Hraunið frá þeim, sem að hluta heitir Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi langleiðina niður undir Straumsvík. Gígarnir í Óbrinnishólum eru nú aðeins svipur hjá sjón því þeir hafa verið grafnir út.

Hellnahraunið yngra

Hraun

Hraun ofan Straumsvíkur.

Fyrir um eitt þúsund árum hófst goshrina á Reykjanesskaga (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991). Hrinan hófst með gosum í Brennisteinsfjallarein á tíundu öld. Þá runnu m.a. Svínahraunsbruni frá Eldborgum við Lambafell (Kristnitökuhraun), stórir hraunflákar í Húsfellsbruna komu frá Kóngsfellsgígum og Eldborg í Bláfjöllum og mikil hraun runnu frá gígaröðum í Brennisteinsfjöllum; runnu þau m.a til sjávar í Herdísarvík. Þá gaus í Tvíbollum í Grindarskörðum og rann einn hrauntaumurinn nánast sömu leið og Skúlatúnshraun í átt til Straumsvíkur. Hrauntaumurinn endaði skammt frá Sædýrasafninu sáluga og átti þá ófarna um 300 m til sjávar.

Kapelluhraun

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Yngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess.
Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krýsuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni.

Hraunkarl

Hraunkarl í Kapelluhrauni.

Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krýsuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík. í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna. Kapelluhraun er úfið apalhraun og hefur verið hinn versti farartálmi nýrunnið. Því hafa menn tekið það ráð að ryðja braut í gegnum það. Brautin hefur nú verið eyðilögð með öllu, að undanskildum um tuttugu metra kafla við svonefnda Kapellu sem er lítil rúst í hrauninu. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellu þessa 1950 (Kristján Eldjárn 1956) og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Heilög Barbara var góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Hún var einnig verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðsmannna og námumanna og raunar einnig verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá. Kapelluhraunið var ákaflega fallegt, úfið og mosagróið, en nú hefur karganum verið flett af yfirborði þess á stórum svæðum svo hörmung er á að líta. Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu.

Gervigígar

Þorbjarnastaðarauðamelur

Í Þorbjarnastaðarauðamel.

Á svæðinu eru nokkrir gervigígar sem stinga kollinum upp úr yngri hraunum. Gervigígarnir hafa myndast við það að hraun runnu í sjó og sýna þeir því legu strandarinnar á myndunartímanum. Gervigígunum í nágrenni Straumsvíkur má skipta í þrjá hópa eftir útbreiðslu.

Rauðhóll

Rauðhóll 2020.

Austast var Rauðhóll við Hvaleyrarholt, sem stóð upp úr Hellnahrauninu eldra, en langt er síðan hóllinn hvarf vegna efnisnáms og þar er nú geil í hraunið. Nokkru sunnar og vestar standa tveir gervigíar upp úrsamahrauni.
Í Selhrauni, skammt suður af kvartmílubrautinni, hefur verið numið töluvert magn af gjalli úr gervigígum sem standa þar upp úr einu af elstu hraununum á svæðinu (Selhraun 4, Helgi Torfason o.fl. 1993).
Skammt suður og vestur af Straumsvík er mikil rauðamalargryfja í Hrútagjárdyngju. Þar var upphaflega rauðamalarbunga upp úr hrauninu, Rauðimelur sem svo var nefndur. Nokkru vestar má sjá í kollinn á allmiklum gjallhól og enn vestar hefur hinn þriðji verið numinn brott.
Í flestum þessara gervigíga hafa fundist skeljar sem þeyst hafa upp úr þeim er hraun rann út yfir setlög við þáverandi strönd. Ekkert er vitað um aldur gíganna annað en að þeir eru örugglega myndaðir eftir ísöld og eru eldri en hraunin sem upp að þeim hafa runnið.

Niðurlag

Hraun

Hraun ofan Straumsvíkur.

Núverandi strönd við Straumsvík er mynduð af þremur hraunum. Elst og vestast eru hraun Hrútagjárdyngju, sem runnu frá stórum dyngjugíg nyrst í Móhálsadal fyrir um 5.000 árum. Vestast er Hellnahraunið eldra, sem er langt að komið, upprunnið í Grindarskörðum í Brennisteinsfjallareininni fyrir um 2.000 árum. Bæði þessi hraun eru helluhraun og fremur auðveld yfirferðar.

Jarðfræðikort

Reykjanesskagi – jarðfræðikort ISOR.

Yngsta hraunið er Kapelluhraun, úfið apalhraun, sem rann árið 1151 frá gígum suður undir Vatnsskarði. Það rann til sjávar um lægð sem myndast hafði á mótum Hrútagjárdyngju og Hellnahraunsins eldra. Á síðustu 10.000 árum hafa hraunstraumar smám saman fært ströndina fram sem nemur allt að 2 km.

Eldgos á Reykjanesskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort ISOR.

Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240.1 hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs. Einnig er nokkuð víst að verði eldgos í Brennisteinsfjöllum og í norðanverðum Móhálsadal munu hraun þaðan renna niður til strandar milli Hrútagjárdyngjunnar og Hvaleyrarholts, sömu leið og Hellnahraun eldra og yngra og Kapelluhraun.
Af ofansögðu er ljóst að hraun geta runnið til Straumsvíkur bæði frá Brennisteinsfjallarein, en þar gaus síðast á 10. öld, og frá Krýsuvíkurrein þar sem síðast gaus um miðja tólftu öld. Síðast urðu með vissu eldsumbrot á Reykjanesskaga á fyrri hluta 13. aldar í Reykjanesrein. Nær útilokað er að hraun frá gosum í þeirri rein geti runnið til Straumsvíkur en hinsvegar gæti þar hugsanlega orðið vart landsigs vegna meðfylgjandi gliðnunar í reininni.

Helstu heimildir höfunda:
-Guðmundur Kjartansson 1973. Aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð. Náttúrufræðingurinn 42. 159-183. Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson 1989.
-Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins. Jökull 38. 71-87. Helgi Torfason, Árni Hjartarson, Haukur Jóhannesson, Jón Jónsson & Kristján Sæmundsson 1993.
-Berggrunnskort: Elliðavatn 1613 III-SV-B 1:25.000. Landmælingar Íslands, Orkustofnun, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg.
-Jón Jónsson 1978. Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Orkustofnun OS-JHD 7831. 303 bls. kortamappa.
-Jón Jónsson 1974. Óbrinnishólar. Náttúrufræðingurinn 44. 109-119.
-Kristján Eldjárn 1956. Kapelluhraun og Kapellulág. Árbók Fornaleifafélagsins 1955-56. 5-8.
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krýsuvíkureldar ll. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns yngra. Jökull 41. 61-80.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 67. árg., 3.-4. tbl., 01.05.1998, Hraun í nágrenni Straumsvíkur, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, 1960-1961, bls. 171-177.

Hraun

Hraunin ofan Straumsvíkur.

Reiðhjól

Á vefsíðu Fjallahjólaklúbbsins má lesa eftirfarandi grein Óskars Dýrmundar Ólafssonar um „Fyrsta reiðhjólið á Íslandi„.

Fyrsta reiðhjólið
HjólreiðarFyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt þá geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. „Ein kona hefir nú á dögum náð að skara svo fram úr í stærðfræði, að enginn karlmaður er henni fremri. Önnur hefir á einum degi ferðazt 160 enskar mílur á hjólhesti (Bicycle).“ Hér er verið að vitna til kvenna erlendis en víða voru hjólreiðar orðnar að tískuæði þar. En þrátt fyrir afrek kvenna þá var bent á að „ekki geta konur í síðum kjólum klifrað, hlaupið kapphlaup, riðið hjólhesti“, en í þá daga þá var það ekki talið sæma konum að vera öðru vísi klæddar en í síðum kjólum, líka þegar þær hjóluðu eins og sagt var frá í kaflanum alþjóðlegt baksvið.

Fyrstu reiðhjólin sem vitað er um að hafi verið flutt til Íslands sáust í Reykjavík árið 1890. Þau voru tvö og voru í eign Guðbrands Finnbogasonar verslunarstjóra hjá Fischer versluninni og Guðmundar Sveinbjörnssonar. Guðbrandur sem bjó í Reykjavík hýsti ungan mann er byrjaði að sækja nám við Latínuskólann veturinn 1889. Var þetta Knud Zimsen sem síðar varð verkfræðingur bæjarins og svo borgarstjóri Reykjavíkur. Í frístundum sínum gerði hann margt sér til dægrastyttingar en þó var var það ein sem hann undi sér „löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli.“ Lýsing hans á fyrsta reiðhjólinu hérlendis sem enn er varðveitt á þjóðminjasafninu er svohljóðandi:

ReiðhjólHjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því, og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því, og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.

Reiðhjólið sem Knud lýsir hér var, eins og hefur verið vikið að í bakgrunnskafla, af Velocipede gerð, eða „benskakare“ eins og það var kallað í Svíþjóð, sem vinsælt var á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar hjá nágrönum okkar og víðar í Evrópu.

Annað reiðhjól sem átti eftir að vekja feiknarathygli var í eigu Elías Olsen, bókhaldara hjá Fischer versluninni. Það kom á árinu 1892 ásamt reiðhjóli Teits Ingimundarsonar úrsmiðs og var með risastórt framhjól og lítið afturhjól.
ReiðhjólKnud Zimsen segir í endurminningum sínum að hjól Olsens hafi tekið „hinum mjög fram, enda safnaðist fólk saman til að horfa á hann aka á því kringum Austurvöll, sem hann gerði ekki ósjaldan.“ Má ætla að hér hafi verið á ferðinni reiðhjól sem hét „Ordinary“ og varð feiknarvinsælt á níunda og áttunda áratug 19. aldar í Evrópu. Þessi nýjung sem reiðhjólið var þá hérlendis, var fyrst í eigu mjög fárra manna og hlýtur að hafa þótt nýstarleg mitt í allri hestaumferðinni. Enda fór það svo að reiðhjólið sem í fyrstunni var kallað Velocipede af sumum notendum, fékk það nafn sem því hafði verið gefið í Fjallkonunni 1887, nefnilega hjólhesturinn. Óskar Clausen sem var staddur á Þjóðhátíð í Reykjavík laust fyrir aldamótin minnist þess að hafa séð til hjólreiðamanna sem voru að sýna listir sínar.

Reiðhjól

Hjólað um miðborg Reykjavíkur.

Á einni þjóðhátíðinni fyrir aldamótin voru sýndar hjólreiðar á Melunum, og voru þeir tveir, sem sýndu sig á hjólunum. Þótti þetta merkilegt. Annar var Jes Zimsen konsúll, þá ungur maður. Hann fór vel á hjóli, svo að dáðst var að, þó að hann reyndar skylli flatur áður en hann næði marki. Óheppni þessi var því að kenna, að annað hjólið sprakk, en öllum þótti það bezt, að Jes meiddi sig ekkert og stóð upp skellihlæjandi.

Óskar greinir ekki nánar frá því í þessarri lýsingu sinni hvaða þjóðhátíð þetta hafi verið en líklegt er að þetta hafi verið á árunum 1895-1898.

HjólreiðarSá sem fyrst fór svo að nýta sér reiðhjólið í atvinnuskyni var Guðmundur Björnsson héraðslæknir, síðar landlæknir og þingmaður, en hjólaði í sjúkravitjanir um allan bæ og hjólaði hann m.a. alla leiðina til Hafnarfjarðar til að sinna sjúklingum. Hjólreiðar Guðmundar bárust meira segja inn í umræður Alþingis um rýmkun atkvæðisréttar sem Guðmundur studdi. Var hann sakaður um að nýta sér kosti hjólhestsins til atkvæðasmölunar fyrir kosningar í umræðum á Alþingi 1907. Eða eins og Dalvíkur þingmaðurinn Björn Bjarnason komst að orði: „Mér þætti gaman að sjá landlæknirinn okkar fara hjólandi um meðal allra vinnukvenna bæjarins til þess að „agitera“ fyrir einhverju borgarstjóraefni er hann vildi koma að.“

Í Reykjavík fór að bera á að konur hjóluðu líka uppúr aldamótum. Í frétt Ísafold frá 1904 kemur fram að allskonar fólk hjólar í bænum. „Ungir og gamlir, karlar og konur, fara hér á hjólum nú orðið, alveg eins og í stórborgum erlendis. Færra kvenfólk þó að tiltölu en þar gerist að svo komnu.“ Í greininni kemur einnig fram að um sex konur eigi hjólhesta í Reykjavík og fleiri konur muni kunni á þá. Blaðið talar um þetta séu „allt ungar stúlkur, heldri stúlkur sem kallað er. Meira er ekki um að vera þar. Þetta er mjög svo nýlega tilkomið. Það er nú fyrst að verða tíska hér að kvenfólk fari á hjólum.“

Í dag eru reiðhjól í sérstöku uppáhaldi hjá yngri kynslóðinni, enda er þetta eina farartækið sem þeir sem eru yngri en 17 ára eiga kost á. Fyrstu sögurnar sem berast af því að unglingar fari að eignast reiðhjól eru úr Reykjavík upp úr aldamótum. Fyrstu kynni okkar af reiðhjólum eru ógleymanleg og sígild upplifun eins og lýsing Ómars Ragnarssonar minnir okkur á þegar vinir hans voru að kenna honum að hjóla

Ýta þeir mér af stað og sleppa síðan. Ég þeytist áfram á fleygiferð niður götuna og skelfing læsist um mig. Guð minn almáttugur, ég ræð ekki við neitt! Hjólið byrjar að hallast og sveigja sitt á hvað og ég bruna í beygjum niður eftir götunni. Þetta hlýtur að enda með ósköpum!

Innflutningur eykst
HjólreiðarSamkvæmt innflutningsskýrslum þá voru flutt inn 427 reiðhjól á tímabilinu 1903-1910 og flest þeirra fóru til Reykjavíkur. Fyrir þann tíma virðist innflutningur reiðhjóla ekki hafa verið skráður sérstaklega þó að hér hafi verið talsvert um hjólreiðar fyrir aldamótin. Þessi fjölgun á reiðhjólum hlýtur því að hafa breytt talsverðu í samgöngum, a.m.k. í þéttbýli.

Á sama tíma og reiðhjólið verður hluti af bæjarlífinu í Reykjavík, þá fara fregnir að berast af því víðs vegar um landið. Í aldamótalýsingu sinni á Seyðisfirði gefur skáldið Þorsteinn Erlingsson okkur eftir farandi lýsingu á hjólhestareið nokkurra bæjarbúa. „Hjólhestar sjást hér á götunum og ríður Stefán Th. Jónsson mest, en Eyjólfur bróðir hans og Friðrik Gíslason ríða mikið og vel.“ Fyrir norðan eru til heimildir frá reiðhjólanotkun Jóhannesar Norðfjarðar úrsmiðs frá síðustu aldamótum sem flutti til Sauðárkróks með reiðhjól í farteskinu. „Hann kom fyrstur manna með nýtízkulegt farartæki til Sauðárkróks, reiðhjól, sem hann hafði keypt erlendis. Þótti það merkisgripur. Á Ísafirði fregnast um hjólreiðakeppni á Þjóðminningahátíðinni 1905. Samkvæmt innflutningsskýrslum voru 10 reiðhjól flutt til Ísafjarðar árið 1905 og 1 árið eftir sem getur passað því á hátíðinni 1906 kepptu 9 hjólreiðamenn.

Ef litið er til þess hvort algengt hafi verið að hjólað væri utan þéttbýlis þá eru margar vísbendingar til þess að fram undir fjórða áratuginn hafi það tíðkast talsvert. T.d. kemur fram í talningu sem framkvæmd var á allri umferð frá Austur og Vestu-Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu til Reykjavíkur árið 1913 að talsverður fjöldi manna hafi farið þessa leið fyrir eigin afli. Talið var í nákvæmlega eitt ár við Þingvallaveginn og Hellisheiðarveginn hve margir voru ríðandi, akandi og svo hjólandi og gangandi. 15008 voru á hestum, 4052 voru akandi og 2691 voru ýmist gangandi eða hjólandi, nánari útlistun vantar á milli hjólandi og gangandi umferðar í skýrslunni.

Íslenskar konur hjóla líka
Hjólreiðar
Þegar komið er fram á annan áratuginn verður sífellt algengara að konur hjóli í laugarnar og voru dæmi um að konur hjóluðu óléttar þrátt fyrir allar kreddur.

Reiðhjólið í daglegu lífi

Reiðhjól

Austurstræti og Bankastræti á árunum 1935-40. Ljósmyndari ókunnur.

Á millistríðsárunum fór innflutningur á reiðhjólum hratt vaxandi. Þetta er samhliða aukinni velmegun að öðru leyti í samfélaginu. Framleiðsla í landbúnaði og fiskiveiðar höfðu stóraukist þegar hér var komið við sögu og neysluvörur tóku að berast í síauknum mæli til landsins þrátt fyrir að ríkið hefði veitt sér rétt til að takmarka eða banna alveg innflutning ýmiss varnings og voru reiðhjól þar á meðal.

En hvernig var staðan í samgöngumálum á þriðja og fjórða áratugnum? Það var álit Thorvalds Krabbe fyrrum landverkfræðings að bíllinn hefði fengið sérstöðu í samgöngumálum á Íslandi. En hann greindi líka fleiri þætti sem væru hluti af samgöngum hér á landi. Þar á meðal væru tvíhjóla samgöngutæki sem hann er þó hissa á að skuli blómstra jafnvel og þau gera við erfiðar aðstæður:

Fyrir utan bílana hafa tvíhjólin -bæði reiðhjólin og mótorhjólin- orðið mjög þýðingarmikil nýjung á Íslandi, aðallega í bæjunum, og einnig út á landi, og kemur á óvart hve notkun er mikil. Bæði valda vegir og lega landslagsins víða erfiðleikum, og svo óþægilegt veður, en það virðist ekki hræða menn frá!

Hjólreiðar
Reyndin var sú að sala reiðhjóla stórjókst á þriðja áratugnum þrátt fyrir að bíllinn hefði „numið land“. Reiðhjólið hafði áunnið sér sess sem hagnýtt farartæki, þó sérstaklega í þéttbýli. Rétt eins og Guðmundur Björnsson læknir hafði farið sinna erinda á fyrsta áratug 20 aldar þá notaði Ólafur Þorsteinsson læknir hjólið sitt í sjúkravitjanir um allan bæ fram til 1930 en eftir það tók bíllinn við hlutverki reiðhjólsins. Talsvert var um það á þessum árum annars að læknar notfærðu sér hjól til sjúkravitjana. Má því segja að þeir ásamt sendisveinunum og svo rukkurum síðar meir, hafi verið þeir einu sem beinlínis notuðu hjól í atvinnuskyni. Sama ár og læknirinn fékk sér bíl þá fékk ungur verkamaður að nafni Ragnar Jónsson sér nýtt reiðhjól sem hann notaði m.a. til að komast sinna leiðar í daglegu lífi. Hann notaði t.d. hjólið til að leita sér að atvinnu um veturinn 1935-36 og ef dæma má af þeim myndum sem til eru frá þessu tímabili virðast reiðhjól vera mjög algengur fararmáti a.m.k. innan Reykjavíkur.

Hjólabyltingin
HjólreiðarFrá því að seinni heimsstyrjöldin var farin að fjarlægjast virðist sem að áhuginn á hjólreiðum hafi dvínað að sama skapi. Heimildamönnum virðist bera saman um að sjötti áratugurinn hafi verið fremur dauflegur og ekkert hafi farið að gerast í raun fyrr en uppúr 1965. Þá virðist fólk vera farið að líta aftur hægt og rólega til reiðhjólsins eftir að bílaeign landsmanna hafði margfaldast og öll samgöngutækni hafði tekið risastökk fram á við. Greina má merki um að hjólreiðar séu að færast aftur inní sviðsljósið um 1970 þó að nýstárlegar þættu ef marka má viðtal sem tekið var þá við Ómar Ragnarsson íþróttafréttamann. Í viðtali við Íþróttablaðið var hann spurður; „Þú ert gamall íþróttamaður Ómar?“

Reiðhjól

Mynd frá hinni árlegu skrúðreið Tweed Ride Reykjavik um borgina – Mynd: Páll Guðjónsson.

Öllu má nú nafn gefa! Ég get ekki neitað því, að ég hef spriklað talsvert um ævina og hef alla tíð haft áhuga á íþróttum…Sannleikurinn er sá að mér líður illa, ef ég hreyfi mig ekki eitthvað. Nú eru íþróttaæfingar mínar aðallega fólgnar í því að hjóla í og úr vinnunni. Ég á lítið reiðhjól, sem má brjóta saman. Það er mjög þægilegt að hafa það meðferðis á ferðalögum. Það er hægt að geyma það í bílnum eða flugvélinni. Ekki fer hjá því, að hjólreiðamaður veki eftirtekt. Ég man, að Austfirðingar ráku upp stór augu, þegar ég kom hjólandi, er ég átti að fara að skemmta á Hallormsstað, var ekki laust við, að þeim fyndist maðurinn skrítin. Annars er það mín skoðun að fátt sé eins hressandi og hjólreiðar. Með reiðhjól, úlpu og stígvél eru þér flestar leiðir færar.

Reykjavík

Hjólað um Sæbraut í Reykjavík.

Ekki verður vart mikilla hræringa á áttunda áratugnum þó að innflutningstölur gefa til kynna aukinn áhuga.

Ef það má tala um einhverskonar vakningu á notkun reiðhjólsins á milli 1890-1910 þá hefur tíminn frá 1980 verið byltingakenndur hvað varðar reiðhjólaeign. Meira hefur verið flutt inn til Íslands af reiðhjólum á milli 1980 og 1990 en samanlagt á milli 1890-1980. T.d. voru árið 1980 18 aðilar sem fluttu reiðhjól til landsins.

Eins og allar almennilegar byltingar þá eiga þær sér allar einhverjar orsakir. Ein þeirra var að felldir voru niður tollar af reiðhjólum sem flutt voru til landsins eftir 1 júlí 1979. Einnig bárust erlendir straumar frá Danmörku meðal annars þar sem megininntakið var aukin áhersla á heilsuna og svo rétt hjólandi fólks í umferðinni. Ofan á bættist olíuskortur og hækkandi olíuverð á heimsmarkaðnum.

HjólreiðarSérstakir hjólreiðadagar fóru að verða árlegt fyrirbæri en þeir hófu göngu sína árið 1980. Árið 1983 var þetta orðið svo vinsælt að milli 5-6 þúsund hjólreiðamenn hittust á Lækjartorgi þann 29 maí. Reiðhjólið fór að verða vinsælt til ýmiskonar söfnunarátaka. Ungmannafélag Íslands efndi til hjólreiðaferðar ysta hringinn í kringum landið undir kjörorðunum „Eflum íslenskt“. Var lagt af stað 25 júní 1982 og var svo aftur komið 16 dögum síðar aftur til Reykjavíkur. Hjóluðu 3200 manns á þremur hjólum þessa 3181 km sem voru farnir svona rétt til að sýna hvað hægt væri þegar margir fætur sameinuðust um góðan málstað, eins og að efla innlendan iðnað.

Reiðhjól

Horace Dall á hálendinu árið 1933. „Nokkru eftir að ég fór yfir vatnaskilin sá ég gríðarstóran eldgíg Öskju í austri. Það hljómar ótrúlega fyrir þá sem þekkja ekki kristaltært loftið á Íslandi að gígurinn var 65 kílómetra í burtu.“

Það sem einkennir þessa fersku vinda sem léku um hjólreiðamenningu hérlendis var fyrst og fremst sú alþjóðlega áhersla sem lögð var á heilsurækt og má rekja til skokkbylgjunnar („The jogging boom“) sem skolaði á fjörur vestrænnar velmegunar.

En hvers vegna kom þessi mikla lægð í hjólreiðar sem sjá má af innflutningi hjóla á árunum 1983 og 1984? Sverrir Agnarsson heldur því fram að hér hafi vantað alla fræðslu og þekkingu á meðal almennings þannig að skilning hafi vantað á meðferð reiðhjólanna. Einnig hafi verðmætamatið ekki réttlætt þessi dýru hjól sem gáfu svo mun betri endingu á móti. Margir hjólreiðamenn hafa einnig þá skýringu að sumarið 1983 hafi verið kalt og mjög rigningasamt og því ekki fýsilegt hjólasumar.

Ný vakning
HjólreiðarHin síðari ár hefur aftur verið að lifna yfir hjólreiðamönnum. Jafnframt hefur innflutningur hjóla aukist og nokkuð stöðugur innflutningur gefur til kynna að viðhorf til reiðhjóla séu aftur að taka við sér. Ástæður þess eru eins og 1980 misjafnar. Helstu atriði sem eru áberandi má greina frá stóraukinni áherslu á umhverfismál og hafa umhverfissinnar lagt mikla áherslu á notkun reiðhjólsins í baráttunni gegn hinum mengandi og sóandi einkabíl. Einnig hefur heilsubylgjan sem skolaði á fjörur Íslendinga fest sig í sessi og orðið að einhverskonar lífsstíl og svo hefur tilkoma fjallahjólsins gert notkun auðveldari og mögulegri allan ársins hring hér á landi. – Óskar Dýrmundur Ólafsson.

Heimild:
-https://fjallahjolaklubburinn.is/pistlar-og-greinar/saga-reidhjolsins-a-islandi/iii-reidhjolid-a-islandi
-https://lemurinn.is/2014/03/24/hjolin-voru-ur-tre-saga-reidhjolsins-a-islandi-i-ljosmyndum/
Hjólreiðar