Krýsuvík

Í Bæjarblaðinu árið 1990 var fjallað um „Gífurlegan uppblástur á Reykjanesskaga“ með undirfyrirsögninni – „Uppblásturinn víðast hvar kominn niður á berar klappir„:

Skógrækt

Bæjarblaðið 1990 – forsíða.

„Flest okkar hafa eflaust leitt hugann að því hvernig Ísland hafi litið úr þegar ekki sást til fjalla fyrir þéttvöxnum skógbreiðum, en þannig ku það hafa litið út í eina tíð. Þá er það spurning hvort Ísland hefði ekki átt að heita Grænland eða öfugt?
En hvað sem því líður, þá hefur þjóðarsálin rumskað til vitundar. Ísland skal verða grænt á nýjan leik, eftir þá gífurlegu landeyðingu sem átt hefur sér stað; landið nánast að fjúka út í veður og vind.
Björgunaraðgerðir eru hafnar svo um munar, og nú má ekki sofna á verðinum. Skógræktarátakið og uppgræðslan má ekki verða stundarfyrirbrigði eða tískubóla. Þetta er framtíðarverkefni þjóðarinnar.
Skógræktarfélag Íslands hefur staðið að Landgræðsluátakinu 1990 og undirtektir landsmanna hafa verið góðar. Sjálfboðaliðar skipta hundruðum, jafnvel þúsundum. Tekist hefur að hrífa marga með sem ekki hugsuðu út í þessi mál áður. Átakið nær til 76 svæða um landið og er takmarkið að setja niður 1,5 milljónir plantna. Hluti þess hefur verið gróðursettur hér á Suðurnesjum.
Í greinargerð Svæðisskipulags Suðurnesja 1987-2007 er m.a. að finna kafla um landgræðslu og skógrækt á svæðinu. Er hann birtur hér óbreyttur, til fróðleiks handa lesendum og áhugafólki um umhverfismál.

Almenn lýsing

Reykjanesskagi

Reykjaneskagi – gróðurkort.

Skipta má Reykjanesskaganum í þrjá aðalhluta eftir gróðurfari, og fer það saman við bergmyndun hans, þ.e. Móbergssvæðið, fjallaklasinn frá Grindavík austur fyrir Kleifarvatn er gróðurlaust og blásið land. Grágrýtissvæðið, þ.e. vesturhluti skagans og Miðnesheiði er að mestu hulið mójarðvegi, sem hefur verið að blása upp. Miðhluti og vestasti hluti Reykjanessins er hulið hrauni sem er yngra en frá síðustu ísöld. Það er að mestu mosavaxið með grasbollum og hefur ekki verið í mikilli hættu af öðru en ofbeit.
Víðar á Reykjanesi er uppblástur kominn niður á berar klappir, einkum á Hafnaheiði. Þar er jarðvegur ýmist mjög sandblendinn eða hreinn sandur.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Gróðureyðing og gróðurrýrnun sú sem víða blasir við á Suðurnesjum á sér alllanga sögu og margar orsakir. Jarðvegur er ákaflega rýr og er að mestu myndaður úr gosefnum, og er því fokgjarn. Veðrátta er umhleypingasöm og óhagstæð gróðri, og lítið er um að snjóalög hlífi gróðri á vetrum.
Ofbeit fjár hefur haft mikil áhrif til gróðureyðingar, einnig upprif á kjarri og lyngi til eldiviðar áður fyrr í miklum mæli. Þá hefur nú á seinni áratugum verið flutt mold í lóðir úr rofabörðum á svæðinu. Víða hafa orðið gróður- og jarðvegsspjöll af völdum aksturs utan vegar.
Á Miðnesheiði, sem nú er að mestu auðn, hefur verið töluverður jarðvegur fyrr á árum miðað við þykkt rofabarða sem eftir standa.
Þegar litið er á gróðurfar á Suðurnesjum í heild, má segja að það sé ekki í samræmi við gróðurskilyrði. Hins vegar fer það nú víðast hvar batnandi og beitarálag minnkandi.

Framkvæmdir við landgræðslu

Reykjanes

Reykjanesskagi – Stóra-Sandvík.

Árið 1938 var sáð í sandinn við Stór-Sandvík og í sandana milli Sandgerðis og Hvalsness, og svæðin girt af í framhaldi af því. Uppblásturinn frá þessum svæðum var þá farinn að ógna nærliggjandi byggð, t.d. í Höfnum.
Skógræktarfélag Suðurnesja hefur stuðlað mjög að landgræðslumálum. Árið 1969 gerði það samþykkt um nauðsyn þess að lausaganga sauðfjár yrði bönnuð á skaganum, en einungis leyft að hafa fé í afgirtum hólfum.
Leitað var til sveitarfélaganna í þessum efnum og árið 1977 samþykktu þau öll slíka friðun á vestanverðum Reykjanesskaga. Á árunum 1977-78 var gerð landgræðslugirðing þvert yfir Reykjanes, frá Vogum að norðan, allt til Grindavíkur að sunnan. Þetta var samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Krýsuvíkurréttir

Krýsuvíkurréttir.

Allt land vestan þessarar girðingar er landgræðslusvæði, og er lausaganga búfjár bönnuð. Gæsla er kostuð af sveitarfélögum á Suðurnesjum og er höfð þar sem girðingin liggur að Keflavíkurvegi. Þetta er nú næststærsta samfellda landgræðslusvæði landsins.
Í athugun var að girða sunnan við Reykjanesbrautina frá áðurnefndri landgræðslugirðingu vörslugirðingu í höfuðborgarsvæðisins við Hafnarfjörð. Með þessu myndi landgræðslusvæðið stækka verulega, Vatnsleysuströnd yrði þá laus við ágang búfjár og slysahætta á Reykjanesbraut af völdum sauðfjár myndi hverfa. Hugmyndir hafa nú komið fram um að girða þvert yfir skagann á móts við Kleifarvatn og girða jafnframt af beitarhólf vestar á svæðinu. Þegar þetta er ritað hefur ekki verið tekin ákvörðun
um þetta.

Uppgræðsla

Húshólmi

Uppgræðsla í Húshólma.

Landið innan landgræðslugirðingarinnar á Reykjanesi var víða algerlega uppblásið. Landgræðslustarfið hefur því að mestu miðast við að endurgræða slík svæði. Friðun ein sér dugði ekki. Landið var orðið svo rýrt, að áburðardreifing og sáning urðu einnig að koma til. Friðun hefur hins vegar bætt landið þar sem einhver gróður var fyrir.
Ýmis áhugamannafélög og fyrirtæki hafa sýnt gróðurverndarmálum mikinn áhuga. 1970 til 1979 dreifðu félög og félagasamtök og síðar flugvélar landgræðslunnar nærri 600 tonnum af áburði og fræi.
Sveitarfélögin leggja fram ákveðið fjármagn í samvinnu við Landgræðslu ríkisins til fræ- og áburðarkaupa. Einnig hafa Keflavíkurverktakar lagt fram verulegt fjármagn á undanförnum árum og Íslenskir aðalverktakar lögðu fram verulega fjárhæð árið 1988.

Uppgræðsla

Uppgræsðla sunnan Arnarfells í Krýsuvík.

Frá 1975 hefur flugvél landgræðslunnar dreift svo til öllum áburði til uppgræðslu á Reykjanesi. Frá 1979 hefur verið dreift um 100 tonnum á ári. Þarna var starfað af nokkrum krafti og áhuga fyrstu árin, en úr því lognaðist starfið út af, þannig að í 20-25 ár hefur það legið niðri að mestu og skógræktarfélagið að heita má óvirkt. Í Grindavík er starfandi skógræktarfélag.
Áðurnefndir skógræktarreitir eru Háibjalli við Snorrastaðatjarnir í Vatnsleysustrandarhreppi, Sólbrekkur við Seltjörn í Njarðvík, Selskógur í Þorbirni við Grindavík og Álaborg í Miðneshreppi. Allir þessir reitir eru innan landgræðslugirðingarinnar.

Rósel

Rósel ofan Keflavíkur 2020 – umlukið trjárækt.

Trjárækt í þéttbýli hefur nokkuð verið stunduð, einkum í Keflavík og Njarðvík en í minna mæli í hinum sveitarfélögunum. Í seinni tíð hefur fólk sinnt trjárækt á lóðum sínum og búast má við að árangur þess sjáist í auknum mæli á næstu árum. Ræktun lóða helst oft í hendur við ástand viðkomandi gatna, þannig má vænta enn verði skógrækt á flatlendi utan byggðar á svæðinu.
Hins vegar mælir Skógrækt ríkisins með því að skógrækt utan þéttbýlis verði fyrst og fremst við Háabjalla, Sólbrekku og í Selskógi.

Baðsvellir

Baðsvellir (Selskógur) ofan Þorbjarnar í Grindavík.

Skógrækt er sennilega víðar möguleg, þ.e. austan Grindavíkurvegar. Sem dæmi um staði sem sennilega eru hentugir til skógræktar má nefna skjólsæla staði sunnan og vestan undir Fagradalsfjalli og í Fagradal. í Strandarheiði í skjóli af klettum, nálægt Kálffelli og á Höskuldarvöllum mætti hugsanlega hafa trjárækt. Örnefni vitna um að áður fyrr hafi verið skógur sums staðar á svæðinu, t.d. Skógfell og Kolgrafarholt i Strandarheiði. Til að byrja með er mælt með nokkrum stöðum við Fagradalsfjall. Á Keflavíkurflugvelli hefur einnig unnið mikið að landgræðslumálum á flugvallarsvæðinu.
Að mati Landgræðslu ríkisins væri æskilegt að árleg áburðardreifíng næstu árin innan landgræðslugirðingarinnar yrði um 130 tonn.

Skóg- og trjárækt

Vogar

Akurgerði í Vogum.

Árið 1950 var stofnað Skógræktarfélag Suðurnesja, sem hófst handa um skógrækt á örfáum stöðum á Suðurnesjum. Af starfi félagsins eru sýnilegir nokkrir skógræktar frekari áhuga almennings fyrir trjárækt á lóðum sínum með auknu slitlagi á götum og gangstéttum. Almenningsgarðar (skrúðgarðar) með trjárækt eru gengt Myllubakkaskóla í Keflavík og í Aragerði í Vogum.
Vegna ályktunar Alþingis frá 1985, um könnun á möguleikum á skógog trjárækt á Suðurnesjum, hefur Skógrækt ríkisins sent frá sér álitsgerð um skóg og trjárækt á svæðinu.
SkógræktHelstu niðurstöður eru þær, að Skógrækt ríkisins mælir skógræktarsvæði með það í huga, að þau verði grænar vinjar á hinu hrjóstuga landi, sem þarna er. Markmiðið hlýtur að vera, að fólk geti notið þar útivistar i skjóli, sem tré ein geta gefið og þar sem samspil nokkurra trjátegunda gleður augað. Skipulagið á að felast m.a. í því að skapa slíka mynd, sterka andstæðu við nakið og hrjúft landslag. Vegir að þessum svæðum þurfa að vera vel færir öllum bifreiðum. Það má jafnvel hugsa sér möguleika á að tjalda þar, ef menn vilja leggja í kostnað við nauðsynlega aðstöðu til þess.“

Heimild:
-Bæjarblaðið, 24. tbl. 27.06.1990, Gífurlefur uppblástur á Reykjanesskaga – uppblásturinn víðast hvar kominn niður á berar klappir, bls. 10-11.

Háibjalli

Háibjalli.

Háibjalli

Við Háabjalla ofan Voga er skilti með eftirfarandi fróðleik:

„Skógræktin á Háabjalla og Snorrastaðatjarnir.

Saga skógræktar

Háibjalli

Háibjalli – upplýsingaskilti.

Upphaf skógræktar við Háabjalla má rekja til ársins 1948 er Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík fékk 15 ha land gefins frá Vogabændum. Landið var strax girt af en gróðursetning hófst árið eftir. Á árunum 1949-1961 var talsvert gróðursett. Sitkagreniið í skjóli við Bjallann lifir vel og er hér að finna hæstu trén á Suðurnesjum. Árið 2002 eignaðist Skógræktarfélagið Skógfell landið og hóf ræktun að nýju.
Undir klettaveggnum er skjólgott og frjósamt og því góð skilyrði til skógræktar, þar nýtur þó ekki sólar á kvöldin. Undanfarin ár hafa skólarnir í sveitarfélaginu plantað í afmarkaða reiti.
Einn af frumkvöðlum skógræktarinnar við Hábjalla var Egill Hallgrímsson frá Austurkoti í Vogum. Hann var jafnframt einn af stofnendum Skóræktarfélags Suðurnesja árið 1950.

Snorrastaðatjarnir

Háibjalli

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Suðaustan við Háabjalla eru tjarnir nefndar eftir Snorrastöðum. Snorrastaðir er forn eyðijörð sem var komin í eyði áður en fyrsta jarðabókin á Íslandi var gerð árið 1703.
Stærstu tjarnirnar eru í gömlum heimildum nefndar Vatnsgjár. Þar streymir vatn undan hrauninu í gegnum tjarnirnar og er syðsti hluti þeirra yfirleitt íslaus. Mikill og fjölbreyttur gróður er í og við tjarnirnar. Þar blómstrar engjarós á bökkum og horblaðka eða reiðngsgras í tjörnunum. Áður var tjarnargróðurinn nytjaður og þótti horblaðkan góð til lækninga. Á svæðinu má finna flestar plöntutegundir sem vaxa á Suðurnesjum.
Á norðurbakka stærstu tjarnarinnar má sjá tóftir af Snorrastaðaseli og rétt austan við tjarnirnar er Skógfellavegur, gömul þjóðleið til Grindavíkur. Háibjalli og Snorrastaðatjarnir eru á náttúruminjaskrá.

Jarðfræði

Háibjalli

Háibjalli.

Háibjalli er um 10-12 m hátt hamrabelti, norðvesturbarmur einar af fjölmörgum misgengissprungum á þessu svæði. Sprungurnar myndast þegar landið gliðnar er Norður-Ameríkufleki og Evrasíufleki reka hvor í sína átt. Suðuausturbarmur Hábjallasprungunnar hefur sigið mikið og því er norðvesturbarmurinn svo hár sem raun ber vitni og nýtur skógurinn skjóls af honum.

Háibjalli

Háibjalli.

Fjöldi sprungna með svipaða stefnu (NA-SV) er að finna frá hábungu Vogastapa langleiðina að Fagradalsfjalli í suðaustri. Misgengissprungurnar mynda nokkra stalla suðaustan í Vogastapa sem nefndir eru bjallar og er Háibjalli hæstur þeirra. Sunnan við Snorrastaðatjarnir er nútímahraun sem ýmis er nefnt Skógfellahraun eða Arnarseturshraun. Það rann á 13. öld og er 22 km2 að stærð. Arnarklettur skagar upp úr hrauninu skammt frá suðurenda tjarnarinnar.“

Háibjalli

Háibjalli – tóft.

Hafnafjörður

Í Morgunblaðinu 1983 er fjallað um Hafnarfjörð í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli bæjarins:

Hafnarfjörður„Hafnarfjarðarkaupstaður er 75 ára í dag, miðvikudaginn 1. júní, og af því tilefni stendur yfir sérstök afmælisvika í bænum. Á þessum tímamótum verða hér rifjaðir upp ýmsir þættir er varða sögu Hafnarfjarðar og birtar nokkrar gamlar myndir.
Byggð við Hafnarfjörð á sér langa sögu, en Hafnarfjarðar er fyrst getið í skráðum heimildum um 1400. Fiskafurðir verða þá aðalútflutningsvara landsmanna í stað landbúnaðarafurða. Skreið verður eftirsóttasta útflutningsvara Íslendinga í stað vaðmáls.
HafnarfjörðurSökum legu sinnar og ágætra hafnarskilyrða frá náttúrunnar hendi, varð Hafnarfjörður ein helzta verzlunar- og fiskveiðihöfn landsins. Í upphafi 15. aldar hófu Englendingar fiskveiðar og verzlun hér við land. Höfðu þeir aðsetur í Hafnarfirði. Hann var önnur helzta verzlunarhöfn Englendinga hér á landi fram yfir 1480. Enskir og þýzkir kaupmenn háðu harða samkeppni um beztu verzlunarstaðina upp úr 1470, og greina heimildir frá ófriði milli þeirra í Hafnarfirði. Um 1480 höfðu kaupmenn frá Hamborg hrakið Englendinga frá Hafnarfirði, og var hann aðalhöfn þeirra hér á landi á ofanverðri 15. öld og alla 16. öld.
HafnarfjörðurEngrar íslenzkrar hafnar er jafnoft getið í erlendum heimildum á þessu tímabili og Hafnarfjarðar. Þegar einokunarverzluninni var komið á 1602, var verzlun Þjóðverja í Hafnarfirði úr sögunni. Á fyrri hluta einokunartímabilsins 1602—1787 var Hafnarfjörður helzti verzlunarstaður á landinu.
Upp úr 1700 tók Reykjavík að eflast á kostnað Hafnarfjarðar og um miðja öldina var Reykjavík orðin stærsti verzlunarstaðurinn við innanverðan Faxaflóa. Endahnúturinn var rekinn á þessa þróun, þegar Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi 1786 ásamt fimm öðrum verziunarstöðum, en Hafnarfjörður var ekki meðal þeirra. Hann var þó áfram löggiltur verzlunarstaður.

Hellisgerði

Minnisvarði um Bjarna Sívertsen í Hellisgerði.

Fyrsta tilraun til þilskipaútgerðar hér á landi var gerð frá Hafnarfirði á árunum 1753—59 á vegum Innréttinga Skúla Magnússonar og á árunum 1776—87 gerði konungsverzlunin út frá Hafnarfirði þilskip. Árið 1794 hóf Bjarni Sivertsen að verzla í Hafnarfirði, er hann keypti verzlunarhús konungsverzlunarinnar. Hann var brautryðjandi á sviði innlendrar verzlunar og útgerðar og kom mjög við sögu Hafnarfjarðar, unz hann lézt 1833, enda hefur hann verið kallaður faðir Hafnarfjarðar. Bjarni reisti skipasmíðastöð í Hafnarfirði og lét smíða þar þilskip. Hann stundaði umfangsmikla þilskipaútgerð frá Hafnarfirði fyrstu þrjá áratugi 19. aldar. Hann lét reisa á árunum 1803—1805 hús, er enn stendur og við hann er kennt. Það hefur verið endurreist í upphaflegri mynd. Stytta af Bjarna Sivertsen er í skrúðgarði Hafnfirðinga, Hellisgerði.
Alla 19. öld voru fiskveiðar aðalbjargræðisvegur Hafnfirðinga og voru þær fyrst og fremst stundaðar á opnum bátum.
ÞilskipUpp úr 1870 urðu þáttaskil í atvinnusögu Hafnarfjarðar er nokkrir Hafnfirðinga, einkum kaupmenn, fóru að kaupa þilskip frá útlöndum, sem voru mun stærri en þau, sem verzlanirnar i Hafnarfirði höfðu gert út að sumarlagi. Sjósókn var stunduð lengur á þessum stærri þilskipum en áður hafði verið venja, eða frá marz og fram í september. Um 1885 leystu þilskipin árabátana að mestu leyti af hólmi.
Hafnarfjörður var upphaflega hluti af Álftaneshreppi, sem náði yfir núverandi Bessastaðahrepp, Garðabæ og Hafnarfjörð.
HafnarfjörðurÁ ofanverðri 19. öld kom í ljós, að Hafnarfjörður hafði að ýmsu leyti sérstöðu í þessu sveitarfélagi, og olli mestu um það, að aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga var fiskveiðar og fiskverkun, en íbúar annars staðar í Álftaneshreppi höfðu framfæri sitt aðallega af landbúnaði. Það hélzt nokkurn veginn í hendur, að þilskipaútgerð frá Hafnarfirði færðist í aukana upp úr 1870 og að hugmyndinni um kaupstaðarréttindi handa Hafnarfirði var fyrst hreyft opinberlega, en það var árið 1876. Hún náði ekki fram að ganga, en 1878 var Álftaneshreppi skipt í tvo hreppa, Bessastaðahrepp og Garðahrepp.
HafnarfjörðurHafnfirðingar lögðu þó ekki árar í bát og vöktu aftur máls á því 1890, að kauptúnið fengi kaupstaðarréttindi, en meirihluti hreppsbúa var því andvígur. Á árunum 1890—1900 lá málið í þagnargildi, enda fóru þá erfiðir timar í hönd, aflabrestur og fólksfækkun. En upp úr 1900 fór aftur að rofa til. Afli jókst og íbúum fjölgaði mikið. Það varð deginum ljósara, að það var töluvert óhagræði fyrir Hafnfirðinga að vera í sambýli við aðra hluta Garðahrepps. Fellt var á Aþingi 1903 og 1905 að veita Hafnarfirði kaupstaðarréttindi, en 1907 samþykkti Alþingi lög um kaupstaðarréttindi handa Hafnarfirði og gengur þau í gildi 1. júní 1908.
HafnarfjörðurFyrstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði voru 1. júní 1908, og voru þá kosnir sjö bæjarfulltrúar: Guðmundur Helgason, Böðvar Böðvarsson, Sigurgeir Gíslason, Jón Gunnarsson, Kristinn Vigfússon, Sigfús Bergmann og Þórður Edílonsson. Bæjarfulltrúum var fjölgað í níu 1912 og í ellefu 1974. Alls hafa 76 manns átt sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að meðtöldum núverandi bæjarfulltrúum. Forseti bæjarstjórnar er nú Árni Grétar Finnsson. Auk hans eiga nú sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Andrea Þórðardóttir, Einar Þ. Mathiesen, Ellert Borgar Þorvaldsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Haraldur Sigurðsson, Hörður Zóphaníasson, Markús Á. Einarsson, Rannveig Traustadóttir, Sólveig Ágústsdóttir og Vilhjálmur G. Skúlason.

Páll Einarsson

Páll Einarsson (1868-1954).

Fyrsti bæjarstjóri í Hafnarfirði var Páll Einarsson bæjarfógeti, en á árunum 1908—30 var bæjarfógetinn í Hafnarfirði jafnframt bæjarstjóri. Bæjarstjórar hafa verið 13 á þessu tímabili: Páll Einarsson 1908, Magnús Sigurðsson 1908, Jón Hermannsson 1908—09, Magnús Jónsson 1909—1930, Emil Jónsson 1930—1937, Guðmundur Gissurarson 1937—1938, Friðjón Skarphéðinsson 1938—1945, Eiríkur Pálsson 1945—1948, Helgi Hannesson 1949—1954, Stefán Gunnlaugsson 1954—1962, Hafsteinn Baldvinsson 1962—1966, Kristinn ó. Guðmundsson 1966—1979 og Einar I. Halldórsson frá 1979.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 2024.

Í febrúar 1942 voru gerðar breytingar á starfssviði bæjarstjórnar. Þær voru fólgnar í því, að stofnað var bæjarráð. Bæjarráð er skipað þremur bæjarfulltrúum auk bæjarstjóra. Í upphafi voru bæjarráði falin störf þau, er nokkrar nefndir höfðu haft með höndum, en jafnframt er hlutverk þess að hafa ásamt bæjarstjóra með höndum framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar. Það hefur það sérstaka hlutverk að vera fjárhagsnefnd bæjarins og hefur eftirlit með fjárhagsstjórninni og undirbýr fjárhagsáætlun hverju sinni. Formaður bæjarráðs er Vilhjálmur G. Skúlason.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 2024.

Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908, voru íbúar í bænum 1.469. Mörg verkefni biðu fyrstu bæjarstjórnar árið 1908. Þá var stofnuð lögregla í bænum og slökkvilið árið eftir. Af verklegum framkvæmdum má nefna, að lögð var vatnsveita til bæjarins 1909 og vatnsleiðslur í götur bæjarins. Sama ár keypti bærinn rafstöðvar þær, sem Jóhannes J. Reykdal hafði komið á fót í Hafnarfirði 1904 og 1906, en sú fyrrnefnda var fyrsta almenningsrafveita hér á landi.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1954 – loftmynd.

Um svipað leyti fór bæjarstjórn að huga að smíði hafskipabryggju, og var hún tekin í notkun í febrúar 1913. Það eð afkoma Hafnfirðinga og þar með bæjarfélagsins er að miklu leyti komin undir fiskveiðum og fiskverkun, hefur verið lögð áherzla á að reisa nauðsynleg hafnarmannvirki í Hafnarfirði og nú er þar nýtízkuleg og vel búin höfn.

Atvinnulíf Hafnarfjarðar hefur alla tíð byggzt fyrst og fremst á fiskveiðum og fiskverkun.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn 1910.

Á árunum 1906—1929 stunduðu útlendir aðilar, Norðmenn, Hollendingar, Þjóðverjar og Bretar útgerð og fiskverkun í bænum, og gerðu þessir aðilar bæði út línuveiðara og togara. Fyrsti togarinn kom til landsins 1905, og hét hann „Coot“. Hann var gamall er hann var keyptur til landsins og var gerður út í Hafnarfirði til 1908. Árið 1915 var keyptur nýr togari og með þeim skipakaupum var lagður varanlegur grundvöllur að togaraútgerð og þar með að vexti og viðgangi bæjarins.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn um 1930.

Stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið í Hafnarfirði er nú Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem var stofnuð 1931.
Á síðustu árum hefur þeim fækkað hlutfallslega, sem vinna við útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði. Aðrar atvinnugreinar, svo sem iðnaður, verzlun og þjónusta, hafa eflzt og dafnað. Elzta iðnfyrirtækið í Hafnarfirði er trésmiðjan Dvergur, sem var stofnuð 1911. Af öðrum gamalgrónum fyrirtækjum má nefna Raftækjaverksmiðjuna sem var stofnuð 1936. Hún framleiðir alls konar raftæki og er eina fyrirtækið sinnar tegundar á landinu.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd 1954.

Stærsta iðnfyrirtækið í Hafnarfirði er álverið í Straumsvík, sem tók til starfa 1969.
Samhliða auknum umsvifum í atvinnulífi bæjarins hefur íbúum fjölgað mikið og eru þeir nú um tólfþúsund og fimmhundruð. Sveitarfélögin hafa einnig tekið að sér á undanförnum árum aukin verkefni og þjónustu við borgarana. Af þessu hefur leitt að umsvif bæjarfélagsins hafa aukist og jafnhliða þessu hefur verið gert sérstakt átak í varanlegri gatnagerð, endurnýjun rafkerfis bæjarins, lagningu hitaveitu og fegrun bæjarins.
Hafnarfjörður var sérstakt kjördæmi á árunum 1931—59. Þingmenn Hafnarfjarðar voru Bjarni Snæbjörnsson 1931—1934 og 1937—1942, Emil Jónsson 1934-1937, 1942-1953 og 1956—1959, Ingólfur Flygenring 1953—1956 og Matthías A. Mathiesen 1959.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 121. tbl 01.06.1983, Hafnarfjarðarkaupstaður 75 ára, bls. 16-17.

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn 2023.

Hengifoss

Kristján Eldjárn skrifaði í Skinnfaxa árið 1944 um „Örnefnaskráningu U.M.F.Í.

Skinnfaxi

Skinnfaxi 1944 – forsíða.

„Oft er um það talað, að við lifum á öld mikilla breytinga, og er það hverju orði sannara. Við búum við annars konar menningu en afar okkar og ömmur. Verkmenning, sem þjóðin hefur unað við í þúsund ár, hefur skyndilega þokað fyrir nýjum starfsháttum, gamall, íslenzkur hugsunarháttur hverfur með hinum gömlu lifnaðarháttum, og börnin nema aðrar sögur og önnur ljóð en áður var. Við köllum breytingarnar framfarir, erum upp með okkur af þeim og skiljum, að fyrir þær verðum við að fórna miklu af hinum gamla arfi. En það er ekki sársaukalaust, og við lítum með eftirsjá til hinna fornu hátta, sem við höfum horfið frá. Þá gerir þörfin og löngunin lil að halda gömlum minjum til haga vart við sig. Á undan ganga safnarar, oft kallaðir sérvitringar, en jafnan velgerðamenn þjóðarinnar, þegar frá líður.
Það var mikil framför, þegar pappír varð algengur á 17. öld, því að þjóðin þurfti mikið að skrifa. Þá hættu menn að hirða um gamlar skinnbækur, og eyðingin mikla vofði yfir þeim.

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn (1916-1982).

Þá kom Árni Magnússon handritunum til bjargar. Engin skinnpjatla var svo aum, að honum væri ekki að henni fengur, ef aðeins var á henni letur. Hann leitaði skinnbóka, hvar sem hann spurði til þeirra, og ganga af því sögur, hve lítillátur hann var, ef skinnbókarslitur var annars vegar. Á þennan hátt kom Árni saman safni því, sem nú er talið ómetanlegt og hefur gert safnandann og land hans frægt víða um heim.
Skinnhækurnar voru veglegastar allra íslenzkra þjóðminja, og þær urðu fyrstar allra að þoka fyrir tækni nýja tímans. Það liðu langar stundir áður en annar eins dómur yrði haldinn yfir nokkrum þætti íslenzkrar menningar. En á 19. og 20. öld hefur röðin komið að þeim, hverjum á fætur öðrum. Í því róti hefur það verið lán okkar að eiga menn, sem voru á undan samtið sinni og skildu hver nauðsyn það var að hefjast handa um þjóðminjasöfnun, ef allt átti ekki að verða um seinan. Jón Árnason og Magnús Grímsson forðuðu þjóðsögum og ævintýrum frá að fara í gröfina, og með stofnun forngripasafnsins drógu þeir Helgi prestur Sigurðsson og Sigurður málari Guðmundsson til muna úr forngripaskemmdum og forngripaprangi, sem óð uppi fram um miðja 19. öld.

Árni Magnússon

Árni Magnússon (1663-1730).

Fleiri stórmerka safnara höfum við átt, eins og Ólaf Davíðsson, sem dró saman allskonar þjóðlegan fróðleik, og Bjarna prest Þorsteinsson, sem safnaði íslenzkum þjóðlögum. Allra þessara manna minnist þjóðin með þakklæti, því að nú eru allir á einu máli um það, að við eigum að vera hirðusamir um gamlan íslenzkan menningararf og tortíma honum ekki fremur en orðið er. Við viljum ekki vekja upp fornöld, en við viljum vernda allar þjóðlegar minjar, af því að þær eru heimildir um líf forfeðra okkar í þessu landi, okkar eigin uppruna, okkur sjálf.
En okkur er ekki nóg að geta þess, sem gert er. Starfinu verður að halda áfram, þvi að enn eru til þjóðlegar minjar, sem bjarga þarf frá gleymsku. Meðal þeirra eru örnefnin. Á hverri jörð er fjöldi örnefna, forn og ný, eldri og yngri, og það er að eins lítill hluti þessa aragrúa, sem þegar hefur verið skráður. Það má, ef til vill segja, að örnefni séu ekki eins merkar og skemmtilegar minjar og skinnbækur, forngripir og þjóðsögur. En vitanlega er það eins og það er virt, og örnefnin þarf að skrá og það sem allra fyrst. Þau eru það, sem komið hefur í okkar hlut að forða frá gleymsku.

Jón Árnason

Jón Árnason (1819-1888).

Örnefnin eru að mörgu leyli mjög merkileg. Sigurður Nordal, prófessor, segir um þau i Arfi Íslendinga: „Ýmis örnefni og bæjanöfn frá landnámsöld eru órækt vitni um menn, sem bæði kunnu að sjá og lýsa því, sem þeir sáu, með einu orði — hinu eina rétta orði. Þessi nöfn eru elzti skáldskapur Íslendinga og mörg mjög skáldleg: Bláskógar, Brimlárhöfði, Dynskógar, Glóðafeykir, Helgrindur, Hengifoss, Hreggnasi, Ljósavatn, Skuggabjörg, Svalþúfa, Unaðsdalur o.s.frv. Þau sýna, að þjóðin nam landið með augum, hug og tungu, um leið og hún nýtti það sér til bjargar.“ Þó er það ekki einkum vegna skáldskapar örnefnanna, að við viljum geyma þau i minni. Þau hafa margvíslegt gildi annað. Þau geta orðið málvísindunum að liði, geyma stundum orðstofna, sem annars eru glataðir. Sagnfræðilegt gildi geta þau haft, einkanlega ef rannsaka á sögu einstakra héraða eða bæja.

Magnús Grímsson

Magnús Grímsson (1825-1860).

Af örnefnum og bæjanöfnum má töluvert ráða um landnámið í hverju béraði, afstæðan aldur bæja o.s.frv. Þá getur trúbragðasagan oft leitað sér sönnunargagna meðal örnefna. Sum þeirra geyma minni um heiðin goð, önnur eru dregin af nöfnum helgra manna eða guðs móður. En dýrmætust eru örnefnin vegna þess vitnis, sem þau bera um starf og líf þjóðarinnar í landinu. Sá, sem skrá vill atvinnusögu hennar, hlýtur sífellt að leita til örnefna, sem minna á atvinnubrögð landsmanna. Til er sægur slíkra örnefna. Sum lúta að atvinnugreinum, sem liðnar eru undir lok, t.d. járnvinnslu, kolagerð, saltbrennslu, sölvataki, önnur að ýmiss konar landbúnaði eða sjávarútgerð. Þessi örnefni eru ómetanleg heimild um líf þjóðarinnar á liðnum öldum, en sú heimild er ónothæf, meðan ekki eru til ýtarlegar örnefnaskrár úr öllum héruðum landsins.
Margar erlendar þjóðir eru komnar miklu lengra áleiðis með örnefnaskráningu en við. Á það við um frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, sem allra þjóða hezt hafa notað örnefnaauð sinn. Við erum hér eftirhátar þeirra.

Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson (1815-1888).

Þó er ekki svo að skilja, að ekkert hafi verið aðhafst. Fornleifafélagið hefur haft nokkra örnefnasöfnun með höndum, en það er fátækt félag og hefur fáum mönnum fyrir sig að bregða. Og þó að því hafi orðið dálítið ágengt, eru enn heilar sýslur, sem engu hefur verið safnað í.
Nú er svo komið, að þetta mál fer ekki að þola neina hið lengur. Jarðir leggjast í eyði, plógur og herfi bylta landinu og afmá ýmis sýnileg merki manna verka, fjölskyldur flytja milli hæja og héraða. Allt stuðlar þetta að því, að örnefni gleymist, ruglist og brjálist. Það er mjög sennilegt, að töluverður fjöldi örnefna fari i gröfina með hverjum gömlum manni, sem í valinn hnigur. Það er því bersýnilegt, að hafa verður hraðann á, ef bjarga á örnefnunum frá gleymsku.
En hver á að vinna þetta nauðsynjaverk? Eðilegt er, að mönnum verði hugsað til ungmennafélaganna. Enginn hefur önnur eins skilyrði til þess. Þar er öflugur félagskapur, sem telur sig vinna á þjóðlegum grundvelli og á fulltrúa hvarvetna um land allt. Það er líka all-langt síðan á þetta var bent.

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson (1833-1874).

Dr. Þorkell Jóhannesson, landsbókavörður, ritaði grein í Samvinnuna 1930 um rannsóknir í íslenzkri atvinnu- og menningarsögu. Þessi ágæta grein var sérprentuð og send út um land á vegum Sambands ungmennafélaga Íslands. Leggur Þorkell til í greininni, að ungmennafélögin beiti sér fyrir örnefnaskráningu, hvert í sínu héraði, enda þarf ekki að orðlengja, hve vel þau slanda að vígi, til að vinna þetta verk, svo augljóst sem það er. Samt hefur tillaga Þorkels ekki borið mikinn árangur, og enn eru örnefnin óskráð í mörgum sýslum. En nú virðast ungmennafélögin sjálf vera að fá áhuga á málefninu. Á síðasta sambandsþingi U.M.F.Í. var gerð samþykkt um örnefnasöfnun ungmennafélaga. Að vísu mun ungmennafélögum úti um land vera kunnugt um þetta, en þó er þetta greinarkorn skrifað til að vekja frekari athygli á þessu stórmerka menningarmáli.
En jafnframt skal það tekið skýrt fram, að örnefnaskráning er engan veginn vandalaust verk. Ef ungmennafélagar vilja sinna henni, verða þeir að gæta þess vel að gera það á þann h

Ólafur Davíðsson

Ólafur Davíðsson (1862-1903).

átt, að skrár þeirra séu í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til örnefnasafna.
Safnarinn verður að fara eftir tilteknum reglum, enda skilst mér, að U.M.F.Í. muni ætla að koma upp dálitlum leiðarvísi handa þeim, sem taka vilja þátt í örnefnaskráningunni. Það ber að hafa hugfast, að kák og hálfverk er litlu betra en ógert. Það, sem gert verður, á að gera vel. Í öðru lagi er mikils vert, að félög þau, sem safna vilja örnefnum, hafi jafnan samvinnu og samband við fornleifafélagið, m.a. til að koma í veg fyrir, að safnað verði á svæðum, sem þegar eru til fullkomnar örnefnaskrár frá.
Engu skal um það spáð, hvern byr þetta fær hjá ungmennafélögum, eða hvort þau sjá sér fært að leggja hönd á plóginn. En á hinu er enginn vafi, að þarna er merkilegt verkefni, sem þau geta leyst af hendi.

Þorkell Jóhannesson

Þorkell Jóhannesson (1895-1960).

Og ekki væri það ósennilegt, að ungmennafélagar tækju vel i þetta mál, því að það er ekki örgrannt um, að beztu menn ungmennafélaganna finni stundum til þess, að þau vanti verk að vinna, menningarmál að berjast fyrir.

Ungmennafélögin telja sig vinna á þjóðlegum grundvelli, en hvað er þjóðlegt, ef ekki það að vernda frá glötun og gleymsku þjóðlegar minjar, hvort sem þær nefnast skinnbækur, forngripir, þjóðsögur eða örnefni. Og það er víst, að hver sá maður eða hvert það félag, sem nú gengur fram fyrir skjöldu og kemur örnefnaauði okkar undan eyðingunni miklu, vinnur sér þökk og virðingu óborinna Íslendinga, engu síður en þeir niiklu velgerðamenn íslenzkra fræða og íslenzkrar menningar, sem ég gat í upphafi.“

Heimild:
-Skinnfaxi, 1. tbl. 01.04.1944, Kristján Eldjárn – Örnefnaskráning U.M.F.Í., bls. 34-39.

Fjárborgir

Fjárborgir.

Galtastaðir

Í Heima er best árið 1973 er fjallað um „Örnefni og örnefnasöfnun„:

Þórhallur Vilmundarson„Fyrir nokkru sendi Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins frá sér bækling, sem forstöðumaður stofnunarinnar, Þórhallur Vilmundarson prófessor hefir samið. Eru það leiðbeiningar um örnefnasöfnun handa þeim, sem taka vildu slíkt að sér, en Örnefnastofnunin vinnur að skrásetningu og rannsókna örnefna á landinu. Hér er um merkilegt mál að ræða, og vonandi, að sem flestir vildu leggja hönd á plóginn, því að verkefnið er víðtækt og krefst aðstoðar margra. Ef til vill mætti segja, að hér væri um að ræða verk, sem aldrei yrði til fulls lokið, meðan byggð helzt í landinu.
Enginn, sem nokkuð þekkir til íslenzkra staðhátta, gengur þess dulinn, að hér er geysilegur grúi alls konar örnefna á bæjum, fjöllum, dölum, hólum og lautum, og það svo, að jafnvel á smábýlum geta nöfnin skipt hundruðum, hvað þá þegar landrýmið er meira.

Landslag

Landslag.

Ég gerði eitt sinn að gamni mínu skrá um örnefni á tilteknu svæði, og reyndust þau um 250 og hafa þó vafalaust ekki öll kurl komið til grafar, og margt mun vera týnt að eilífu. En það er einmitt hættan, sem yfir örnefnunum vofir, að þau glatist við breytingu byggðarinnar og sífellda tilflutninga fólks. En vitanlega koma oft ný nöfn í stað þeirra gömlu. En þó að nýju nöfnin geti mörg verið góð og segi sína sögu, og eigi vafalítið mörg eftir að verða gömul, þá er þó fyrsta og brýnasta viðfangsefnið nú að safna og skrá gömlu nöfnin, sem eru að falla í gleymsku.

Fossárrétt

Fossárrétt 2011. Fornleifar klæddar skógi.

Fyrir allmörgum árum, er ég var að kanna útbreiðslu skóga eftir gömlum heimildum, rakst ég á allmörg nöfn, sem kunnugir menn vissu nú engin deili á, og svona mun það víðar vera.
Öllum er kunnugt um hvílík tilfærsla hefir verið á fólki í sveitum landsins síðustu áratugina, og raunar hefir byggð margra býla á landinu ætíð verið óstöðug, og fremur sjaldgæft, að margir ættliðir hafi setið sömu jörð í röð, mannsaldur eftir mannsaldur. Það gefur auga leið, að við hver ábúendaskipti er hætta á, að örnefni glatist, ekki sízt ef hinn nýi ábúandi, gerir sér ekki sérstakt far um að læra landafræði býlis síns.

Landslag

Tómas Guðmundsson – Fjallganga: 
I.
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda, að sárið nái beini.
Finna, hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin:
,,Elsku Drottinn,
núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!“
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.
II.
Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.
III.
Verða kalt, er kvöldar að.
halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr í móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér,
að höndin sleppi.
Hugsa sér,
að steinninn skreppi.
Vita urðir við sér taka.
Heyra í sínum beinum braka.
Deyja, áður en dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.
IV.
Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því
,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!
Fjöllunum ungur eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara best
að fara beint af augum.

En oft koma ný nöfn í stað hinna gömlu, því að nafnlaus landareign fellur engum í geð, eða eins og Tómas segir: „landslag væri lítilsvirði, ef það héti ekki neitt.“ Svo má segja, að fyrrum væru nöfn flestra kennileita nauðsyn, en hinir breyttu búskaparhættir nútímans, hafa að miklu leyti dregið úr þeirri þörf, ef svo mætti að orði kveða.
Nokkur dæmi skulu nefnd þessu til stuðnings. Meðan fráfærur tíðkuðust, þurftu smalarnir að þekkja nöfn á næstum því hverri þúfu og steini. Til lítils var að segja nýjum smala að halda sig með ærnar í kringum Smjörhóla, eða koma heim með þær þegar sólin stæði yfir Bláhnjúk, ef hann þekkti ekki örnefnin til hlítar.
Smalar af nágrannabæjum hittust oft, og þurftu að spyrja hvorn annan um fénaðarferð, og þannig víkkaði þekkingin á örnefnunum út til nágrannabýlanna. Þau eru líka ófá örnefnin, sem tengd eru smalamennsku, fénaðarferð og fráfærum víðsvegar um land. Ég vil aðeins minna þar á öll stekkjaheitin, Lambárnar og Kvíaholtin.
En það var fleira en smalamennskan, sem skapaði örnefni. Meðan heyskapur var stundaður á engjum, fengu engjaspildurnar og engjablettirnir, þar sem engin voru ósamfelld, hver sitt nafn og einnig hólar, holt, lækjadrög og keldur í engjunum eða í námunda við þau.
Hætt er við, að mörg þessara nafna glatist, þegar tekið er að afla allra heyja á ræktuðu landi. Þannig mætti lengi halda áfram að telja, hvernig nýi tíminn, með breyttum búnaðarháttum og nýrri tækni hlýtur að afmá minjar hins liðna. Þótt hér hafi aðeins verið dvalið við búnaðarhætti, á raunar sama við um sjávarsíðuna, þegar hætt er að sækja sjó úr heimavörum og gera að afla á heimilunum. Mörg nöfn hafa áreiðanlega skapazt þar, sem hverfa úr sögunni, þegar vinnubrögðin, sem þau voru tengd eru horfin. En fleira kemur og til. —
Ýmsir þættir landbúnaðar, sem stundaðir voru í fornöld og fyrr á öldum eru löngu fyrir bí. En örnefnin geyma um þá minjar, sem ekki verður um villzt. Dettur mér þar einkum þrennt í hug: Akuryrkja, svína- og geitahald. Um þetta allt er til grúi örnefna víðsvegar um land, sem sýna ljóslega, að hér hefir verið um almenna hluti að ræða. Svínanöfn eru til í flestum sveitum; geitanöfnin eru líka býsna algeng og eins þar sem engar sagnir eru um slíkt. Í því sambandi minnist ég þess, að á æskuheimili mínu var til örnefnið Kiðlingakofamýri. Geitarækt mun þó hafa fyrir öldum víðast lagzt niður, og enginn vissi deili á því, hvar kiðlingakofinn hefði staðið, og hafi tættur hans verið til, voru þær löngu sokknar í jörð. En nafn mýrarinnar var órækt vitni um, að einhvers staðar þar í grennd hefði hann staðið, og geitur verið hafðar þar. Slík dæmi munu nær óteljandi.
Þá má ekki gleyma skógunum. Stundum vilja menn draga orð Ara fróða í efa, að Íslandi hafi til forna verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. En örnefnin koma þar til og sanna sögu hans. Þau eru hvarvetna að finna, þar sem engin sést birkikló, og staðhættir jafnvel að öðru leyti þannig, að nútímamanni þætti harla ólíklegt, að þar hefði nokkru sinni skógur vaxið. En nöfnin eru þögult vitni um meðferð feðra vorra á landinu og gæðum þess.
Ekki megum vér heldur gleyma því, að oft geyma nöfnin einu minjarnar, sem til eru, um löngu liðnar sögur og atburði. Þótt því sé heldur ekki að gleyma, að stundum munu örnefni hafa verið samin eftir sögnum og sögum.

Helgafell

Helgafell – útsýnisskífa.

Ekki er minnst vert um örnefnin frá sögu tungunnar. Í þeim eru geymd orð, sem annars eru glötuð, mörg þeirra að vísu afbökuð, svo erfitt er að rekja uppruna þeirra, en afbökunin orðið til vegna þess, að tilefni nafnsins hefir glatazt. Þá er og þess að minnast, að mörg örnefni eru valin af mikilli smekkvísi, og mundi tunga vor verða drjúgum snauðari ef þau gleymdust.
Þannig er á margt að líta. Vér söfnum gömlum gripum, hvers konar minjasöfn hafa risið upp á síðari árum, og margir láta sér annt um þau, og hafa nautn af að skoða gömul áhöld og aðra muni frá liðnum tíma. Enda dregur enginn í efa gildi slíkra safna fyrir menningarsögu þjóðarinnar. Örnefnin eru eins konar andlegt minjasafn. Þau gefa innsýn í viðhorf liðinna kynslóða til umhverfisins, orðkyngi þeirra í að gefa nöfn, en líka fátækt á því sviði, þar sem því er að skipta. Og þau geyma oft minjar um löngu liðin störf og búskaparhætti.
Bæklingur sá, sem getið var í upphafi greinar þessarar, er nákvæm leiðbeining um, hversu skrásetja skuli örnefni, svo að fullnægt verði hinum ströngustu fræðilegum kröfum. Hann er auðskilinn hverjum, sem les hann með athygli, og um leið er hann hvatning til þess að taka þátt í því menningarstarfi, sem söfnun örnefna er.“ – St. Std.

Heimild:
-Heima er best, nr. 5, 01.05.1973, Örnefni og örnefnasöfnun, bls. 146-147 og 154.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Hæaibjalli

Þorvaldur Örn Árnason skrifaði í Skógræktarblaðið árið 2011 um Hábjalla í Vogum:

Háibjalli„Þegar ekið er vestur eftir Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur og komið er framhjá Vogavegamótum gefur að líta í suðurátt trjáreit undir klettabelti. Það er skógræktin við Háabjalla í Vogalandi.
Bjallinn er misgengi sem er austast af fimm misgengjum sem ganga út úr Vogastapa til suðvesturs. Skógrækt hófst við Háabjalla 1949 og er þar nú gróðursæll skógarreitur í eigu Skógræktar- og landgræðslufélagsins Skógfells. Eru hæstu trén allt að 17 m. Þangað er aðeins um hálftíma gangur frá Vogum.

Veður, jarðvegur, gróður
Veðurfar á Suðurnesjum er að sumu leyti hagstætt gróðri en að öðru leyti ekki. Meðalárshiti er meðal þess sem hæst gerist á landinu, en hitasveiflur litlar svo lítið er um heita daga og frost eru væg. Ársúrkoman var 1.124 mm og fellur verulegur hluti hennar sem regn. Í janúar ríkja norðaustlægar áttir en á sumrin suðlægar.

Þorvaldur Örn Árnason

Þorvaldur Örn Árnason.

Þótt megnið af bæjarlandinu einkennist af hrauni er þar meira af gróðurmold en sýnist, milli hraunhóla og klappa. Það kom berlega í ljós þegar verið var að grafa fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar svo og í húsgrunnum nýbygginga í Vogum. En það skiptast á hólar og lautir og á hólunum eða hraunkollunum er jarðvegur víða mjög þunnur. Þannig háttar einmitt til á skógræktarsvæðinu við Háabjalla þegar fjær dregur klettabeltinu.
Búskaparhættir fyrr á öldum gengu mjög nærri gróðri og jarðvegi hér, einkum beit búfjár og eldiviðartaka. Þegar allur skógur og kjarr var uppurið í nágrenninu var rifið upp lyng og mosi til að brenna og til að greiða með skatt til kóngsins manna á Bessastöðum. Með batnandi efnahag dró mjög úr eldiviðartöku og nú hefur jarðhitinn tekið við.
Nokkuð fjölbreyttur gróður þrífst í skjólinu af Háabjalla. Má þar nefna blágresi, brönugrös, jarðarber, hrútaber og síðast en ekki síst skógfjólu. Sitkagrenið er byrjað að sá sér í skóginum.

Búfjárbeit og friðun

Háibjalli

Háibjalli.

Skógræktarfélag Suðurnesja hóf strax eftir stofnun þess 1950 baráttu fyrir friðun Suðurnesja fyrir beit. Árið 1969 gerði Skógræktarfélag Suðurnesja samþykkt um nauðsyn þess að lausaganga sauðfjár yrði bönnuð en einungis leyft að hafa fé í afgirtum hólfum. Leitað var til sveitarfélaganna og var Rosmhvalanesið þá friðað fyrir beit og girt af árið eftir. Árið 1977 létu öll sveitarfélögin og Landgræðslan girða þvert yfir skagann frá Vogum til Grindavíkur og friða svæðið vestan þeirrar girðingar fyrir beit, Háibjalli þar með talinn. Sauðféð er síðan í sérstökum beitarhólfum en því hefur fækkað verulega.

Háibjalli

Háibjalli.

Sauðfé frá Grindavík hefur sótt nokkuð inn í Vogalandið og stundum unnið skaða á trjárækt við Háabjalla. Fyrir fáeinum árum náðist samkomulag um að banna lausagöngu sauðfjár einnig í landi Grindavíkur og girti Landgræðslan þá víðáttumikið beitarhólf við Núpshlíðarháls sunnan Trölladyngju.
Þessi beitarfriðun Suðurnesja skiptir gríðarmiklu máli fyrir þá sem rækta og annast um skóga og garða. Áður en hún kom til fór drjúgur hluti orku og fjármuna skógræktarfólks í að girða, viðhalda girðingum og reka út fénað sem slapp inn. Þannig stríð heyja menn enn víða um land.

Landslag við Háabjalla

Háibjalli

Háibjalli.

Háibjalli er um 20 m hár hamar, norðvesturbarmur einnar af fjölmörgum misgengissprungum á þessu svæði. Sprungurnar myndast þegar landið gliðnar er Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn reka hvor í sína átt. Þannig er líklegt að vegalengdin milli Voga og Grindavíkur lengist að meðaltali um 2 cm á ári af þeim sökum. Suðausturbarmur Háabjallasprung unnar hefur sigið mikið og því er norðvesturbarmurinn svo hár sem raun ber vitni og nýtur skógurinn skjóls af honum.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðatjarnir. Háibjalli fjær.

Snorrastaðatjarnir eru þar sem landið hefur sigið mest. Fjöldi sprungna með svipaða stefnu (NA-SV) eru beggja vegna Snorrastaðatjarna, alveg frá hábungu Vogastapa og langleiðina að Fagradalsfjalli í suðaustri. Misgengissprungurnar mynda nokkra stalla suðaustan í Vogastapa sem nefndir eru bjallar og er Háibjalli hæstur þeirra.
Hægt er að líta á landslag þetta sem smækkaða mynd af Þingvöllum, þar sem Háibjalli eða Hrafnagjá (hæstu misgengissprungurnar í Vogum) myndu svara til Almannagjár og Snorrastaðatjarnir til Þingvallavatns.

Seltjörn

Seltjörn – náttúruminjasvæði.
Seltjörn, Snorrastaðatjarnir og hluti Hrafnagjár, Grindavík, Reykjanesbæ (áður Njarðvík), Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. (1) Svæði frá Seltjörn til Snorrastaðatjarna, ásamt skógarreitum. Einnig syðsti hluti Hrafnagjár. (2) Gróskumikill gróður í Snorrastaðatjörnum. Gróðursælir skógarreitir undir Háabjalla og í Sólbrekkum. Mikilvægur áningarstaður farfugla vor og haust. Hrafnagjá er misgengissprunga með fjölbreyttum gróðri.

Háibjalli er á náttúruminjaskrá, ásamt Snorrastaðatjörnum og Hrafnagjá austan við, og Seltjörn og Sólbrekkum vestan við. Megnið af þessu svæði tilheyrir Sveitarfélaginu Vogum en Seltjörn og Sólbrekkur tilheyra Reykjanesbæ og syðsti hluti Hábjallamisgengisins er í Grindavíkurlandi. Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er stefnt að friðlýsingu þessa svæðis. „Til greina kemur að friða þetta svæði sem fólkvang, e.t.v. framhald af Reykjanesfólkvangi ef hann verður stækkaður til vesturs, nema það verði hluti af eldfjallagarði.“
Víst má telja að land þetta og Vogaheiðin öll hafi verið viði vaxið við landnám. Eftir beitarfriðun í rúm 30 ár er birki- og víðikjarr mikið að sækja í sig veðrið, t.d. austan við Litla-Skógfell og þar austur af við Kálffell. Líklega verður þetta allt vaxið lágu kjarri eftir nokkra áratugi ef búfé verður að mestu haldið frá því.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðatjarnir.

Um 600 m suðaustan við Háabjalla eru tjarnirnar sem bera nafn Snorrastaða, en sá bær var löngu kominn í eyði 1703. Stærstu tjarnirnar eru í gömlum heimildum nefndar Vatnsgjár, enda frýs aldrei í þeim næst hrauninu. Í leysingum á vorin og í vætutíð eru tjarnirnar fimm að tölu. Á öðrum árstímum eru þrjár þeirra mest áberandi. Ef gengið er eftir göngustíg að fyrstu tjörninni er komið að þrem grónum tóftum af seli alveg við vatnsbakkann. Það gæti hafa verið kúasel frá Vogabændum (kúaselin voru jafnan nær byggð en sel fyrir fráfærufé).
Mikill og fallegur gróður er í tjörninni, einkum nær hrauninu. Þar blómstrar m.a. engjarós á bakkanum og horblaðka eða reiðingsgras úti í tjörninni. Á vorin má stundum sjá myndarlegar reiðingstorfur úr reiðingsgrasi reknar á land.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðatjarnir.

Sunnan við tjarnirnar er nútímahraun sem ýmist er nefnt Arnarseturshraun eða Skógfellahraun. Það er 22 km2 að stærð og rann líklega á 13. öld allar götur ofan í suðurenda tjarnanna. Arnarklettur skagar upp úr hrauninu þar skammt frá, en þar var áður Arnarhreiður. Vatn streymir sífellt undan hrauninu og gegnum tjarnirnar enda er syðsti hluti þeirra yfir leitt íslaus. Silungur mun vera í tjörnunum og sögur um að honum hafi verið sleppt þar um 1950.

Háibjalli

Háibjalli – grillaðstaða.

Skátar í Keflavík (Heiðabúar) hafa lengi haft dálæti á Snorrastaðatjörnum. Þeir Emil Birnir Sigurbjörnsson, Guðbrandur Sörenson, Guðleifur Sigurjónsson (síðar garðyrkjumaður og landgræðslufrömuður í Keflavík) og Júlíus P. Guðjónsson voru hópur stráka sem voru oft í tjaldútilegu við Snorrastaða tjarnir árin 1948–1949. Faðir Guðbrandar var seglasaumari og fengu þeir seglaafganga frá honum til að klæða á grind og smíða sér báta. Seglin voru svo tjörguð og sigldu þeir á þessum heimasmíðuðu bátum á tjörnunum og geymdu svo í hraungjótum. Þetta voru mikil ævintýri fyrir stráka um fermingu.

Jakob Árnason

Jakob Árnason (1926-2020), félagsforingi Heiðabúa. 13 skátadrengir mættu á laugardagsmorgnum í  að
smíða og reisa skála á skáta-
lóðinni við Hringbraut.
Skálinn var svo fluttur 27. feb. 1993.

Hvernig tengist þessi skátasaga skógræktinni í Háabjalla? Jú, á þessum tíma var þar fleira ævintýrafólk á ferð – komið til vits og ára. Það voru þeir sem hlustuðu ekki á úrtöluraddir og hófust handa við að rækta skóg undir Háabjallanum, en það þótti klikkun á þeim tíma. Skátarnir slógust stundum í hóp skógræktarfólksins og voru nýttir til að gróður setja eins og einn þeirra komst að orði.
Á 9. áratugnum komu Heiðarbúar með skála og settu inn á milli tveggja vestustu tjarnanna. Var hann töluvert áberandi kennileiti, en gekk síðan úr sér og hrundi 2010.
Skógfellavegurinn, gamla þjóðleiðin milli Voga og Grindavíkur, liggur skammt austan við tjarnirnar. Hann hefur nú verið stikaður og er oft genginn. Þar sem þjóðleið þessi sker Reykjanesbraut var gerður undirgangur sem nýtist Vogabúum vel þegar þeir fara á útivistarsvæði sitt við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir.“

Skátaskálinn Heiðaból

Í Skátablaðinu 1994 er fjallað um Heiðaból – nýjan skáli Keflavíkurskáta við Snorrastaðatjarnir:

„Þann 28. nóvember sl. vígðu Heiðabúar í Keflavík nýjan skátaskála sem staðsettur er við Snorrastaðatjarnir á Reykjanesi.

Snorrastaðatjarnir

Skátaskáli Heiðabúa við Snorrastaðatjarnir eftir að hafa fokið um koll 2010.

Skálinn hafði verið byggður á lóðinni við skátaheimilið og síðan var honum ekið á leiðarenda.
Félag Suðurnesjamanna afhenti skátafélaginu landskikann til eignar árið 1985 og hófust byggingarframkvæmdir um haustið 1989 undir stjórn Jakobs Árnasonar. Öll vinna við skálann fór fram í sjálfboðavinnu og komu margir við sögu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem skálanum var lyft af lóðinni og hann settur á flutningabíl sem flutti skálann á áfangastað.
Keypt hefur verið innbú í skálann og er hann allur hinn hentugasti fyrir skátastarfsemi og það uppgræðslustarf sem sunnanmenn
hyggjast ráðast í við skálann.

Við vígslu skálans flutti skátahöfðingi Gunnar Eyjólfsson ávarp, en eins og allir vita var Gunnar skáti í Keflavík.

Snorrastaðatjarnir

Heiðabúar fjarlægja leifar skátaskálans.

Gunnar Sveinsson og Fjóla Sigurbjörnsdóttir gáfu myndarlega peningagjöf í minningarsjóð sem þau stofnuðu til minningar um son sinn Magnús Gunnarsson, fv. félagsforingja sem féll frá langt fyrir aldur fram.
St. Georgsgildið í Keflavík afhenti fánastöng og íslenskan fána og Sigurður Guðleifsson fv. félagsforingi gaf áletrað skinn með byggingarsögu skálans.
Skátablaðið óskar Fleiðabúum til hamingju með skálann og vonar að hann eigi eftir að veita húsasjól mörgum skátanum í leit að ævintýrum og þekkingu í fjölbreyttu starfi.“

Skátaskálinn fauk um koll árið 2010. Skátarnir fjarlægðu síðan brakið. Síðan hefur ekkert hús verið við Snorrastaðatjarnir, en Keflvíkingar hafa löngum sóst eftir því að fá byggja sumarhús sín við tjarnirnar.

Sprengjur – leifar heræfinga Bandaríkjahers

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

„Í tvígang a.m.k. hafa fundist sprengjur við Háabjalla. Síðast árið 2003 fundu börn að leik virka sprengju. Líklega hefur hún fundist áður á gömlu æfingasvæði hersins þar skammt frá og verið borin að bjall anum. Landhelgisgæslan sprengdi hana á staðnum og myndaðist lítill gígur í moldina. Þá var enn og aftur farið og leitað með tækjum en ekki fundust fleiri sprengjur á Háabjallasvæðinu, en margar nær Skógfellaveginum.
Adrian J. King, sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar, upplýsti 2003 að á árunum 1952–1959 hefðu átt sér stað miklar heræfingar á 15 ferkílómetra svæði í Vogaheiði og þar hafi rignt hundruðum þúsunda sprengna af ýmsum stærðum og gerðum. Mesti þéttleikinn væri rétt austan við Snorrastaðatjarnir. Slík æfingarsvæði væru víðar á Suðurnesjum, svo sem við Stapafell, Sandgerði, Krýsuvík og Kleifarvatn, en 1985 hefði herinn hætt að nota virkar sprengjur í æfingum. Útilokað er að hreinsa svæði sem þetta þannig að það verði öruggt, en hægt er að hreinsa litla bletti með nokkru öryggi.

Snorrastaðatjarnir

Sprengjur eftir leit við og ofan Snorrastaðatjarna.

Bandaríkjaher gat ekki afhent almennilegt kort af svæðinu en Landhelgisgæslumenn fundu loks útlínur skotæfingasvæðisins á korti sem Landmælingar gerðu 1951. Svo virðist sem aðallega hafi verið skotið frá einum stað nálægt Háabjalla rétt við Reykjanesbraut. Fullvíst má telja að einhverjar sprengjuhleðslur hafi lent utan hins afmarkaða æfingasvæðis. Skothríðin dundi þaðan til suðausturs og sést víða hvernig molnað hefur úr klettabeltum marga kílómetra þaðan. Einnig voru búin til skotmörk austan við tjarnirnar úr ýmsu járnadrasli, m.a. vörubílsflaki, og er mest hætta á ósprungnum sprengjum þar í kring. Eitt slíkt svæði er nálægt Skógfellaveginum og ekki fjarri þar sem skátaskálinn var. Draslinu var síðan ýtt ofan í gjár og sprengt eða mokað jarðvegi yfir.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðatjarnir – viðvörunarskilti.

Síðan hefur hluti af því komið upp úr jarðveginum vegna frostlyftingar. Gera má ráð fyrir að stærstu sprengjuhleðslurnar hafi borist um 7 km inn á heiðina.
Landhelgisgæslumenn hafa teiknað kort af svæðinu þar sem því er skipt í belti eftir því hvar líklegast er að finna hleðslur af hverri stærð. Þeir hafa einnig gert leitaráætlun og leggja mesta áherslu á að leita með Skógfellaveginum. Þeir töldu mikilvægt að sem flestir þekktu hættuna og þess vegna fær þetta mál nokkurt rými í þessari grein þó svo að æfingasvæðið sé utan við sjálfan skógræktarreitinn.
Á heræfingu sumarið 1955 kviknaði í mosanum í hrauninu austan tjarnanna og er það svæði ennþá dekkra yfirlitum. Menn reyndu árangurslaust að slökkva í 3 vikur uns skaparinn tók til sinna ráða og lét rigna.

Upphaf skógræktar við Háabjalla

Háibjalli

Háibjalli.

Árið 1948 fékk Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík 15 ha land gefins frá Vogabændum. Í afsali dags. 28. ágúst það ár segir m.a.: „Þar sem Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík hefir í hyggju að hefja skógrækt og aðrar framkvæmdir á landsvæði suður af svonefndum Háa-Bjalla við Vogastapa, þá afsölum vér undirrituð endurgjaldslaust til Félags Suðurnesjamanna í Reykjavík þeim hluta úr þessu landsvæði sem tilheyrir jörðum okkar.“ Undir bréfið rita eigendur Vogajarða.
Landið var girt strax 1948 og hófst gróðursetning árið eftir. Land þetta nær frá Háabjalla og að enda Arnarseturshrauns (tunga af því lendir innan girðingar) og lenda 1–2 af Snorrastaðatjörnunum innan hennar. Þetta er ákaflega fallegt og fjölbreytt land og hefur eflaust verið hugsað sem útivistarparadís með fjölbreyttum trjágróðri til viðbótar því sem náttúran hafði að bjóða. Undir klettaveggnum (bjallanum) er gott skjól í flestum vindáttum og góð skilyrði fyrir skógrækt. Þar nýtur þó ekki sólar á kvöldin.
HáibjalliUndir Háabjalla voru gróðursettar 27.500 plöntur á árunum 1949–1961. Meirihlutinn drapst, en sitkagrenið í skjóli við bjallann lifði vel og er orðið allt að 17 m hátt. Athygli vekur að ekki virðist hafa verið reynt að gróðursetja reynivið.
Sigurður Blöndal og fleiri skógræktarmenn könnuðu trjágróður á Suðurnesjum árið 1985 vegna ályktunar Alþingis það ár um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðurnesjum og var árið eftir tekin saman skýrsla fyrir forgöngu nefndar sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum kaus til þess að vinna að átaki í skóg- og trjárækt á svæðinu. Niðurstöður um Háabjallareitinn voru m.a.
þessar: „Af allri þessari gróðursetningu sést nú lítið af trjám nema á 15–20 m belti út frá hamrinum …

Háibjalli

Háibjalli – Fjallafinka.

Sitkagrenið er eina trjátegundin sem hefur spjarað sig vel í Háabjalla, auk nokkurra trjáa af rauðgreni. Nokkur ljómandi falleg sitkagrenitré eru þarna núna, sum um 10–12 m há.“ Sigurður gefur jafnframt út dánarvottorð fyrir trjátegundirnar þar sem hann getur til um hvað gæti hafa orðið plöntunum að fjörtjóni, svo sem furulús, vorhretið 1983, sauðfjárbeit eftir að hætt var að hugsa um girðinguna (fé er einkar sólgið í lauftré og lerkið) og sinubruna þar sem mikið af trjám brunnu.
Stopular heimildir eru tiltækar um gróðursetningaraðferðir, áburðargjöf og umhirðu skógarins framanaf. Lengi vel var mjög erfitt að koma ökutæki að og kann það að hafa dregið úr að menn notuðu húsdýraáburð við gróðursetninguna. Guðbrandur Sörenson mundi eftir að einhverju sinni hafi verið sturtað loðnu inn í skóginn í Háabjalla á nokkrum stöðum upp úr 1970 og var ólíft þar það sumar að hans sögn.

Frumherjar

Háibjalli

Háibjalli – tóft (Snorrastaðir?).

Félag Suðurnesjamanna átti Háabjallareitinn þar til honum var afsalað til Skógræktarfélags Suðurnesja þann 20. mars 1970,30 en félagið var stofnað 1950 að frumkvæði Félags Suðurnesjamanna. Í afsalinu er tekið fram að Skógræktarfélagið skuli endurbyggja girðingu utan um landið, sem gæti þýtt að hún hafi verið orðin léleg og fénaður gengið út og inn og átt þátt í því hve margar af plöntunum drápust. Árið 1985 er girðingin dæmd ónýt. Starf Skógræktarfélagsins var öflugt fyrst en svo dró úr því. Í skýrslu Skógræktar ríkisins frá 1986 segir um félagið: „Þarna var starfað af nokkrum krafti og áhuga fyrstu árin, en úr því lognaðist starfið útaf svo að í 20–25 ár hefir það legið niðri að mestu og skógræktarfélagið að heita má óvirkt nema í Grindavík.“

Snorrastaðasel

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Af einstökum frumkvöðlum ber fyrst að nefna Egil Hallgrímsson, kennara og kortagerðarmann, frá Austurkoti í Vogum (f. 1890). Hann bjó og starfaði í Reykjavík og kom mörgu til leiðar. Hann hafði frumkvæði að skógræktinni við Háabjalla og einnig í Aragerði í Vogum. Hann var frumkvöðull að stofnun Skógræktarfélags Suðurnesja 1950 og gaf 1000 kr. við stofnun þess og urðu þeir peningar síðan að Skógræktarsjóði Suðurnesja. Hann var kjörinn fyrsti heiðursfélagi Skógræktarfélagsins á aðalfundi þess 1955. Yngri bróðir Egils, Árni Klemens Hallgrímsson hreppstjóri í Vogum, kemur einnig mikið við sögu skógræktar á Suðurnesjum. Svo virðist sem landgræðsluskógaátak hafi þegar verið hafið á 6. áratugnum því í frétt frá aðalfundi félagsins 1958 segir m.a.: „Grasfræssáning hefur farið fram í girðingunum með góðum árangri og er unnið að því að græða þar upp öll flög, jafnhliða trjáræktinni.“

Háibjalli

Háibjalli um haust.

Næstur er nefndur til sögunnar Siguringi E. Hjörleifsson, kennari við Austurbæjarskóla og tónskáld, kjörinn heiðursfélagi í Tónskáldafélagi Íslands 1963.17 Þeir Egill voru vinir og stóðu saman í frumkvöðlastarfi ásamt fleirum. Hann kom á Willis-jeppa úr Reykjavík með plöntur á toppnum til að gróðursetja upp úr 1960 að sögn Særúnar Jónsdóttur í Vogum. Siguringi var kunnugur Árna Klemens í Austurkoti sem aðstoðaði hann við að fylla bílinn af unglingum úr Vogum til að aðstoða hann við skógræktina. Þar á meðal voru 3 dætur Árna, þær Ása, Helga Sigríður og Halla. Magnús Ágústsson man eftir Siguringa að stinga út úr fjárhúsum í Halakoti á Vatnsleysuströnd, setja taðið í poka og upp á bílinn og flytja í Sólbrekkur, einn af reitum Skógræktarfélags Suðurnesja, þar sem hann vann mikið að gróðursetningu.

Skógrækt og umhirða nú

Háibjalli

Háibjalli.

Skógræktar- og landgræðslufélagið Skógfell hefur starfað af krafti síðan það var stofnað 1998. Nafn félagsins er dregið af nafni Litla-Skógfells sem er í Vogalandi í átt að Grindavík. Það er nú skóglaust að mestu en hefur eflaust verið klætt skógi áður fyrr. Félagið hefur gróðursett hátt í 1000 trjáplöntur árlega og auk þess hirt um eldri reiti og grætt upp moldarflög.
Haldin eru vinnukvöld á vorin auk fleiri tilfallandi verkefna og lögð áhersla á þægilegt andrúmsloft og notalega kaffipásu auk þess að vinna. Að jafnaði mæta 10–15 manns.
Skógfell hefur til afnota 10 ha landgræðsluskógasvæði í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd og hefur gróðursett þar, sáð og borið á frá því að félagið var stofnað. Einnig hefur félagið annast um fleiri skógarreiti í Sveitarfélaginu Vogum.

Háibjalli

Háibjalli – sveppir.

Landgræðslu- og skógræktarfélagið Skógfell eignaðist skógræktarlandið við Háabjalla 1. október 2002 með afsali eftirlifandi félaga í Félagi Suðurnesjamanna í Reykjavík. Skógfell hafði þá þegar tekið reitinn að sér og hafist handa við að bæta við trjágróðri, hlú að og bera á eldri tré og bæta aðgengi, ásamt því að hreinsa og fegra svæðið. Gróðursett hefur verið í móa á bersvæði, nokkru fjær hamrinum, aðallega birki, sitkagreni, alaskavíði (Hríma), jörfavíði og furu.
Borinn hefur verið skítur með flestum gróðursettu plöntunum auk tilbúins áburðar og borinn tilbúinn áburður á þau af eldri trjánum sem ekki var góð rækt í. Stærstu trén hefur ekkert verið gert fyrir en þau vaxa mjög vel og eru árssprotar tugir cm á lengd.

Háibjalli

Háibjalli.

Borð með bekkjum og hlaðið grill er til staðar fyrir gesti og gangandi og talsvert notað á sumrin. Umferð á eflaust eftir að aukast þegar lokið verður við gerð stíga frá Vogum undir Reykjanesbraut. Umgengni er góð með undantekningum þó.

Síðustu ár hafa bæði elstu börn Heilsuleikskólans Suðurvalla og miðstig Stóru-Vogaskóla gróðursett á sérstökum svæðum nálægt Háabjalla. Skógfell hefur aðstoðað starfsfólk skólanna við þá vinnu og lagt leikskólanum til 2–3 ára plöntur en grunnskólinn fær plöntur frá Yrkju. Þarna er mjög spennandi leiksvæði fyrir börn, samspil trjáa og hárra kletta, en betra er að fara varlega. Skógurinn er hæfilega þéttur og skjólgóður en þyldi vissulega snyrtingu.

Háibjalli

Háibjalli.

Stefnt er að því að koma upp skógi í móanum milli bjallans og tjarnanna en þó með góðum rjóðrum og ekki alla leið að tjörnunum svo útsýnið við þær haldist. Ákveðið hefur verið að ekki verði um frekari gróðursetningu trjáa að ræða við klettabeltið til að það fái að njóta sín líkt og trjágróðurinn. Einnig má geta þess, að björgunarsveitarmenn hafa notað klettana til æfinga, en það kemur samfélaginu til góða á sinn hátt.
Það sannast á Háabjalla að maður gróðursetur fyrir næstu kynslóðir. Nú eru þeir sem gróðursettu þessi háu, skjólgefandi tré flestir fallnir frá en næstu kynslóðir njóta verka þeirra og fyrirhyggju. Um leið leitast Skógfell við að tryggja að núlifandi kynslóðir hafi sem mest að gefa komandi kynslóðum.“

Heimildir:
-Skógræktarritið, 1. tbl. 15.o5.2011, Þorvaldur Örn Árnason, Háibjalli í Vogum, bls. 66-73.
-Skátablaðið, 1. tbl. 01.04.1994, Heiðaból – nýr skátaskáli, bls. 8.

Háibjalli

Undir Háabjalla.

Hernám

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson skrifaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu“.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.

„Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning VesturEvrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.
Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svokölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.

Reykjanes

Reykjanes fyrrum – kort ÓSÁ.

Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness og þau nöfn sem oft koma fyrir á kortum og í skjölum. Ensku nöfnin voru gefin án nokkurrar málstýringar af hálfu Íslendinga (sbr. Ara Pál Kristinsson 2010:1–2) og hafa sérstöðu innan örnefnaforðans á Íslandi. Í greininni ræði ég hluta ensku örnefnanna og skýri tilurð þeirra.
Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni.

Sævar G. Jóhannesson

Sævar G. Jóhannesson – (1938-2024).

Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.

Hernám á Innnesjum – Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur
Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu. Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópavogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp).

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður tilheyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.

Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.

Hernaðarþýðing Innnesja
Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Innnes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells.

Sandskeiði

Amerískir dátar á Sandskeiði.

Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins.
Sandskeiðið er á afrétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.

Breska hernámið

Reykjavík

Hermaður á verði í Aðalstræti skömmu eftir hernámið.

Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sandskeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.

Reykjanesskagi - hernám

AMS-kort af Reykjanesskaga með enskum nöfnum.

Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).

Bandaríkjamenn taka við vörnum
Með herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið.

Hernámsárin

AMS-kort ad Reykjavík.

Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið. Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.

Breytingar á samskiptaháttum
Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster.

Hernámsárin

Camp Persing 1942.

Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing. Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.

Hernám

George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943.
Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld frá Ríkisútvarpinu.

Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuðust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku. Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku.

Hernám

Hernám – Nissanbraggi í Mosfellssveit.

Þekktastur þeirra er Ragnar Stefánsson (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósnaliðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).

Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð
Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi bandamanna á Íslandi.

Hernám

Camp Tinker – loftmynd 1954.

Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannadal austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).

Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – Strandsvæðið

Hernám

Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.

Hæðir á Seltjarnarnesi

Hernám

AMS-kort.

Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin. Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ hersveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.

Hernám

Fallbyssa á verði á Valhúsahæð.

Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðarárholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn.
Pimple Hill er hæð í enska héraðinu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.

Hernám

Skotbyrgi á Howitzer Hill.

Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt enskum orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.

Að Elliðaám
Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River.
HernámHandley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge. Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.
Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street. Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikilvægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum.
Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vesturkvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.

Um Kópavog og Álftanes
HernámFrá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogsjarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kársnesbrautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.
Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
HernámMýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flatsnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Herskálahverfi í landi gömlu Kópavogsjarðar Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flugherinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
HernámFlugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskálahverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands.

Hernám

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.

Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).

Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða
Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í austur frá Skeleton Hill að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.

Hernám

Heræfingar við Reyki í Mosfellsbæ.

Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum.
Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.
Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill.

Hnoðraholt

Hnoðraholt – skotbyrgi.

Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrirmynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar rætur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.
Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).

Blesugróf 1954

Blesugróf 1954.

Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð Mercury Dump. Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.

Hernám

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.

Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð lof- og strandvarnarbyssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um lofvarnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Batery á Bústaðaholti, Handley Ridge.

Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda

Hernám

Kaldakvísl-camp.

Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð, Vatnsendahlidh. Vestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.

Helgafell

Camp Helgafell.

Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, austan við Fálkhól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarpsstöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í austur að Flóttamannavegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpnahlíð. Frá Flótamannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, efir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur.
Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgönguleiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.

Camp Aberdeen

Camp Aberdeen.

Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar. Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.

Hernaðarumsvif við Selfoss Road

Hernám

Camp Hálogaland – Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og
var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks
í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn,
þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig
íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð.
Skálinn var rifinn árið 1970.

Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Bandaríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauðhóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flóttamannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnudaginn 18. júní 1815.

Kópavogur

Herkampur við Sandskeið.

Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).
SandskeiðSvifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensíntunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.

Hernám

Íslenskir lögreglumenn á skotæfingum á hernámssvæðinu við Arnarþúfur neðan Sandskeiðs.

Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mosfellsheiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fótgönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.

Lokaorð

Hernám

Bretar við undirbúning 1941.

Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.“

Heimild:
-https://www.academia.edu/47442681/Erlend_n%C3%B6fn_%C3%A1_Innnesjum_Arfur_seinni_heimsstyrjaldar_%C3%AD_%C3%B6rnefnum_%C3%A1_h%C3%B6fu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0inu

Hernám

Kampar – kort.

Jaðrakan

Í dag, 3. maí 2025, er bærinn Villingavatn í Grafningi ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Þegar FERLIRsfélagar heimsóttu jörðina þennan góðviðrisdag, þegar sauðburðurinn stóð sem hæst, var ekki vænlegt um að litast; tjátungslegar ær, þó með vænleg spásserandi nýfædd lömbin, auk áberandi plastrusls, bæði fast á gaddavírgirðingum allt umleikis sem og leifar af heyrúllum nánast út um alla haga.

Villingavatn

Villingavatn – útihús.

Ekið var að fyrrum útihúsi áður en komið var að fjarstýrðri hliðslá, er lokaði á frekari aðgang að Þingvallavatnssvæðinu. Ákveðið var, vegna takmarkanna, að ganga frá útihúsi skammt ofar eftir hinni fornu leið Skálholtsmanna um landssvæðið áleiðis að vaðinu yfir Sogið. Skammt vestan vaðsins eru tóftir geymsluhúss frá Skálholti fyrrum.

Villingavatn

Villingavatn – varða við gömlu ferjuleiðina að Skálholti.

Þegar leiðin var gengin blöstu við máttmiklar vörður á ofanverðum holtunum. Gatan sást vel mörkuð í svörðinn ofan Tjarnanna. Austan og ofan (norðan) eystri tjarnarinnar kom umleituð heytóft í ljós á annars beru holti. Gata út frá hestagötunni var rakin að tóftinni. Frá henni sást glögglega hvar gatan lá áfram til austurs – áleiðis að vesturmörkum Dráttarhlíðar; Símonarhelli.
Í örnefnalýsingu segir: „Um 40-50 metra suðaustur af Einbúanum og 100 metra austur af Hringatjörnum er Einbúakumlið. Þýfður melur, blettur í annars uppblásinni urðinni. Heytóftin er vel heilleg, opnast til norðurs. Hún er alls 6×4 að utanmáli en 4×2 að innanmáli. Hleðslur eru enn vel greinilegar, alls 5 umför þar sem suðausturveggurinn er hæstur.

Villingavatn

Villingavatn – gamla heystæðið á Einstæðingi.

Um heystæðið segir: „“Hagavíkurbrekkur: Gilskornar brekkur suðvestan í Dráttarhlíð, þar er gamalt kuml, sennilega síðan brekkurnar voru grösugri, og hefir þá verið slegið þar, og heyið látið í kumlið og gefið á gadd að vetrinum, því þarna eru oft góðir hagar.|..] Kumlmóar: Móarnir eru norður af Kumlinu í átt að Hellinum. Kumlið: Heykuml, þar var fé gefið á gadd að vetrinum.“ segir í örnefnalýsingu [á eftir að skrá].

Villingavatn

Villingavatn – heygatan.

Heygatan var fetuð frá heytóftinni niður að Símonarhelli. Að vísu hafði nýlegur sumarbústaðareigandi girt fyrir gömlu götuna, en þess í stað var fetið tekið meðfram girðingunni ofanverðri allt að hellisopinu.

Í „Skráningu fornleifa í Grafningi“ 1998 segir: „Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli út að fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum |…}. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. “Fjárhellir er í bergið, um við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali.

Villingavatn

Villingavatn – op Símonarhellis.

Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml. Bárujárnsþak hefur verið yfir hleðslunum, en það mestu fallið ofan í hún tóftina verið og er en 10×4 hleðsluhæð 0,4 metrar. Þá er getið um Lambagarð, sbr. „Lambagarður – vörslugarður“ uppí berg.“ Skv. örnefnalýsingu; bil 50 metra frá fjárhellinum. Hlaðinn frá vatni að bergi. Grýtt, brött og gróin hlíð frá bergi út í vatn. Garðurinn er 45 metra langur og 1m metra breiður og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar en hleðslur eru nokkuð signar“.

Um Símonarhelli segir:

Villingavatn

Villingavatn – Símonarhellir.

„Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli,“ segir í örnefnalýsingu. Í örnefnalýsingu Úlfljótsvatns stendur: Þjóðsagnir segja, að í Skinnhúfuhelli hafi búið tröllkona, Skinnhúfa að nafni, og karl hennar, sem Símon hét, hafi búið í öðrum helli, sem við hann er kenndur. Sá hellir er vestan í Skinnhúfubergi, en sá hellir er í Villingavatnslandi. Svo segir í örnefnalýsingu.

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

Í sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði er sagt frá Símoni og Elínu skinnhúfu, sem hafi verið uppi skömmu eftir miðja 18.öld, bæði fátæklingar og hafi ætlað að leggjast út. Í Símonarhelli fannst þýfi sem Símon hafði stolið af húsbændum sínum á Villingavatni. „Annar hellir [en Skinnhúfuhellir] er vestan til í hlíðinni, hafður fyrir fjárhelli frá Villingavatni.“ Ekki skráð 1998. Í Símonarhellir er grjóthleðslur, en engar slíkar eru í Skinnhúfuhelli.

Villingvatn

Villingavatn – Símonarhellir.

„Frá Símonarhelli út að fjárhellinum er kallað í daglegu tali með Björgunum […]. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. „Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“ Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ.
Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml, er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli og er hleðsluhæð mest 0,4 metrar.

Villingavatn

Þorgeir Magnússon. Myndin er tekin við Krýsuvíkurkirkju.

Þorgeir Magnússon, fæddur að Villingavatni 27. 3. 1896, og bjó þar frá 1925 til 1948. Þar bjó áður faðir hans, Magnús Magnússon, fæddur að Villingavatni 1. 6. 1858, frá 1887 til 1925. Þar áður Magnús Gíslason, fæddur að Villingavatni 21. 7. 1813 frá 1850 til l887. Þar áður Gísli Gíslason, fæddur á Þúfu í Ölfusi 9.10. 1774, frá 1804 til 1850.
Í Símonarhelli er letursteinn; Þ.M. 1919. Markið má rekja til nefnds Þorgeirs Magnússonar frá Villingavatni (1896-1948).

Fjárhellir (fjárskýli)
“Símonarhellir: Í berginu við vesturendann á Langapalli. Frá Símonarhelli útað fjárhellinum er kallaði í daglegu tali með Björgunum |…}. Fjárhellir: Í daglegu tali nefndur Hellirinn. Tekur 120 fjár með heykumli“, segir í örnefnalýsingu. “Fjárhellir er við Þingvallavatn, notaður frá ómunatíð.“

Villingavatn

Villingavatn – Símonarhellir.

Hellirinn er upp í bergið, um það bil 80 metra suður af bökkum Þingvallavatns, um 2 km norðaustur af bæ. Frá hellinum niður að vatnsbakkanum er hallandi túnbali. Í hellisopinu eru trésperrur sem afmarka opið. Austan við það hefur verið hlaðið milli tveggja stórra bjarga og gæti það verið heykuml.
Bárujárnsþak hefur verið yfir hleðslunum, en það er að mestu fallið ofan í tóftina en hún hefur verið 10×4 að utanmáli.

Villingavatn

Villingavatn – gardínur fyrir glugga á  yfirgefnum sumarbústaði.

Gengið var til baka eftir sumarbústaðaveginum við Þingvallavatnið, áleiðis að útihúsunum upphaflegu.
Athyglisvert var að sjá nýja velútlítandi bústaði á göngunni sem og gamla, nánast úr sér gegna, sem enginn hefur heimsótt í áratugi.
Á bakagöngunni vakti og fyrrum áveitan frá Villingavatni athygli sem og jaðrakinn, er fylgdist vel með ferðalöngum. Í örnefnaskrá segir: „Tjörnin (Villingavatn): Afrennsli úr Tjörninni, rann norður mýrarsund og engjar og útí Þingvallavatn. Í tíð Magnúsar Magnússonar [ábúandi 1887-1925] var grafinn skurður meðfram Helluholti, Gíslaþúfu og Stekkásmóa norður í Rás, þetta var gert til þess að ná vatninu til áveitu á engjarnar, og tókst vel, en eftir það var alltaf talað um gamla og nýja læk. Nú mun sú áveita vera aflögð.“ segir í örnefnalýsingu. Í mýrinni eru nú tveir vélgrafnir skurðir og einnig náttúrulegir farvegir eða handgrafnir skurðir. Sundurgrafinn þýfður mói.“ Áveituskurðurinn situr mark sitt á neðanvert Villingavatnslandið.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst. og 22 mín.

Heimildir:
-Þorgeir Magnússon, örnefnalýsing fyrir Villingavatn 1970.
-Fornleifar í Grafningi, Orri Vésteinsson og Sædís Gunnarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands 1998.

Villingavatn

Villingavatn – Útsýni frá Símonarhelli yfir Þingvallavatn.

Hafnarfjörður

Á vefsíðunni „Glatkistan“ er m.a. fjallað um Hótel Björninn í Hafnarfirði, húsið sem hvarf af horni Reykjavíkurvegar og Vesturgötu.
Hótel Björninn [tónlistartengdur staður] (1928-50)

Hafnarfjörður

Strandgata/Vesturgata – Hótel Björninn með sínar glæsilegu yfirbyggðu svalir (1910/1970) og A.Hansen verzlunarhús fjær. Myndin sýnir hótelið og Hansenshús þar næst, Vesturgata 2 og 4. Til vinstri er verslun Jóns Mathíesens og í sama húsi er Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgata 4, fyrir miðri mynd er bensín stöð, líklega BP. Í bakgrunni er Edinborgarhúsið.

„Hótel Björninn í Hafnarfirði var vinsæll skemmtistaður en dansleikir voru haldnir þar á tuttugu ára tímabili, frá því fyrir 1930 og líklega allt til 1950. Á stríðsárunum var reyndar talað um staðinn sem alræmda búllu.

Ágúst Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði hafði látið byggja húsið árið 1906 og gekk það iðulega undir nafninu Flygenringhús framan af en það stóð á Vesturgötu 2, á horni Vesturgötu og Hafnarfjarðarvegar. Seint á þriðja áratugnum, líklega í kringum 1928 keypti Guðrún Eiríksdóttir hins vegar húsið en hún hafði þá rekið hótel á öðrum stað í Hafnarfirði, og breytti húsinu í hótel þar sem voru um átta gistiherbergi og salur sem tók um 160 manns.
Hótelið nefndi hún Björninn eftir fjallinu Þorbirni við Grindavík en Guðrún kom upphaflega frá Grindavík.

Hafnarfjörður

Hótel Björninn. Þetta hús lét August Flygenring byggja árið 1906. Þarna stóð áður eldra hús Christiansenshús sem August eignaðist rétt fyrir 1900, það brann í júlí 1906. Seinna hlaut húsið nafnið Hótel Björninn en á stríðsárunum voru haldnir þar dansleikir sem hinir erlendu hermenn sóttu stíft. Árið 1950 var nafni Hótelsins breytt í Hótel Þröstur. Síðar eignaðist Kaupfélagið húsið og rak þar verslun um nokkurt skeið. Árið 1970 þurfti það að víkja vegna gatnaframkvæmda við Reykjavíkurveg. 

Guðrún hóf strax að ráða tónlistarmenn og hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum til að leika í húsinu – jafnvel erlenda tónlistarmenn og staðurinn varð strax mjög vinsæll í Hafnarfirði sem þá var auðvitað nokkuð fjarri glaumi Reykjavíkur, hins vegar sótti alltaf nokkuð af Reykvíkingum staðinn. Mjög algengt var að félagasamtök og klúbbar héldu dansleiki þar, s.s. árshátíðir og slíkt, og reyndar voru slík félög einnig stofnuð þar.

Ýmsir þekktir tónlistarmenn léku í húsinu og oft voru þetta hljómsveitir settar saman fyrir dansleiki þar og léku því undir nöfnum eins og Hljómsveit Bjarnarins eða í nafni skemmtiklúbba sem héldu dansleikina s.s. Hljómsveit Adlon/Adlon bandið, sem var einn þessara klúbba.

En hér má nefna staka tónlistarmenn eins og Jónatan Ólafsson, Stefán Þorleifsson, Svein Ólafsson, Árna Björnsson, Óskar Cortes, Magnús Randrup, Gunnar Jónsson, Pétur Bernburg og Vilhjálm Guðjónsson svo einhver íslensk nöfn séu nefnd en einnig má nefna ungverska sellóleikarann Vincent Farkas sem var með hljómsveit á Birninum um miðjan fjórða áratuginn.

Hafnarfjörður

Hótel Björninn.

Þess má svo og geta að um og eftir stríð var mun algengara að hljómsveitirnar sem ráðnar voru til að leika í húsinu væru einnig starfandi annars staðar og hér eru nefndar t.a.m. Blástakkatríóið, Swingbandið og Hljómsveit Árna Ísleifssonar í því samhengi.

Árið 1938 seldi Guðrún Hótel Björninn og Svava Jónsdóttir keypti húsið og rak staðinn um eins árs skeið áður en Ólafur Guðlaugsson keypti það en Ólafur hafði verið á Hótel Borg og þekkti því hótelrekstur býsna vel, hann átti eftir að reka Björninn til loka.

Hafnarfjörður

Hótel Björninn í breyttri mynd.

Á stríðsárunum komu Bretarnir til Íslands vorið 1940 og voru fyrirferðamiklir í Hafnarfirði, þeir nánast lögðu hótelið undir sig og um tíma fékk staðinn á sig fremur neikvæða mynd – kallaður Hongy tong af hermönnunum og þar þreifst alræmt sukk og svínarí. Norskir hermenn bættust í hópinn fljótlega en þegar bandaríski herinn tók við af Bretunum skánaði ástandið heilmikið.

Þegar ástandið var sem verst auglýsti Ólafur dansleiki sérstaklega ætlaða Íslendingum eingöngu og á þeim kvöldum var hermönnum meinaður aðgangur að Birninum.

Hótel Björninn

Hótel Björninn á Selfossi.

Hótel Björninn mun hafa starfað til ársins 1950, um tíma reyndar síðustu árin undir nafninu Hótel Þröstur en svo aftur undir Bjarnarnafninu í lokin, og þá var heldur farið að halla undan fæti í rekstrinum.

Kaupfélag Hafnarfjarðar keypti húsið og var með starfsemi í því um tíma en það var svo rifið árið 1970, þá hafði húsið verið minnkað einhvern tímann á sjöunda áratugnum – strýta eða turn með svokölluðu næpuþaki á öðrum gafli þess verið tekinn af til að rýmka fyrir Reykjavíkurveginum sem var þá alveg uppi við húsið, en sá hluti hússins hafði einmitt sett mestan svip á það. Þess má geta að húsið (í upprunalegri mynd) er fyrirmynd eins þeirra húsa sem byggð voru í nýjum miðbæ Selfoss löngu síðar.“

Heimild:
-https://glatkistan.com/2025/02/19/hotel-bjorninn-tonlistartengdur-stadur/

Selfoss

Miðbærinn á Selfossi.

Hópsheiði

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir Svavar Sigmundsson um „Önefnið Grindavík„:
„Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði.

Hópsvarða

Innsiglingavarða við Hóp í Grindavík – endurhlaðin af FERLIRsfélögum.

Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar ‘gerði’ eða ‘hlið’, eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Grindarás í Austfjörðum (Íslenskt fornbréfasafn IV:205,271), Helgrindur á Snæfellsnesi og Jökulgrindur í Rangárvallasýslu. Klettarani á merkjum Þorpa og Hvalsár í Strandasýslu heitir Grind (Íslenskt fornbréfasafn IV:161). Sögn er um að grind hafi verið þar í skarði til varnar ágangi búfjár.

Svartiklettur

Svartiklettur við Hópið í Grindavík – sundmerki.

Hugsanlegt er að grind hafi átt við sundmerki* en Sundvarða er í Herdísarvíkursundi, „sem tréð með grind stendur í“ (Örnefnaskrá).
*Sundmerki er innsiglingarmerki, oft varða með tré í, eins og í Herdísarvíkursundi, og til dæmis þannig að tvær slíkar vörður átti að bera saman þar sem innsigling var örugg.“

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – innsiglingavarða.

Famangreint verður að teljast fróðlegt í ljósi allara sundmerkjanna í Grindavík. Reyndar eru núverandi sundmerki ekki svo gömul að telja megi til landnáms, en þau verður að telja merkileg í samhengi sögunnar. Engum vafa er um það orpið að Grindvíkingar hafi sótt sjó um aldir og hafa því nýtt sér sundmerki sér til leiðsagnar, sbr. Siggu og önnur kennileiti ofan byggðar. Flest þeirra eru nú orðin mosavaxin, líkt og merkið í Leiti ofan Þórkötlusstaða, en önnur þau nýrri eru þó enn augljós, s.s. sundmerkin ofan Hóps.

 

Hópsvarða

Neðri Hópsvarðan 2021.

FERLIRsfélagar endurhlóðu efri sundvörðuna við Hóp eftir að hluti hennar hrundi í frostvetri, en nú, eftir jarðskjálftana undanfarið (2021) hafa bæði hún sem og sú neðri þurft að lúta í lægra haldi. Þar má segja að „Snorrabúð“ sé nú stekkur. FEELIRSfélagar hafa sýnt lítinn áhuga á að endurhlaða vörðuna vegna lítils áhuga bæjarstjórnar Grindavíkur á að viðhalda þessu gömlu minjum byggðalagsins…

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6588

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.