Þórkötlustaðanes

FERLIR  endurnýjaði nýlega (2022) tvö af átta sögu- og minjaskiltum Grindavíkur með stuðningi bæjaryfirvalda, þ.e. við gömlu kirkjuna og á Þórkötlustaðanesi. Þau voru orðin 11 ára gömul og höfðu látið verulega á sjá vegna ágangs ljóss, veðurs og vinda.

Grindavík

Grindavíkurkirkja – gamla skiltið.

Skiltunum er ætlað að vera bæjarbúum og gestum þeirra til fróðleiks um þeirra næsta áhugaverða umhverfi. Markmiðið er að viðhalda þeim með því að endurnýja tvö á ári að jafnaði (eða eftir þörfum).
Sjá meira um gömlu kirkjuna í Grindavík HÉR.

Grindavík

Grindavíkurkirkja – endurnýjað skiltið.