Vindmylluhús við Auðna

Auðnar

Í „Mannlífi og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi„, riti Guðmundar Björgvins Jónssonar frá árinu 1987, er m.a. fjallað um „Vindmylluhúsið“ við Auðna.

Stefán Sigurfinsson.

Stefán Sigurfinsson.

„Stefán Sigurfinnsson á Auðnum, stofnaði ásamt fleirum, samtök meðal hreppsbúa sem byggðu rammgerða vindmyllu 1918-19. Skyldi hún mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Stendur þetta sérkennilega hús enn, þ.e. steyptir veggirnir sem ég tel að Stefán hafi byggt. Ég þykist þekkja handbrögðin og byggingarefnið af öðru sem ég hef skoðað frá þessum tíma. Myndi þessi bygging sóma sér vel se, vendaður minjagripur og efa ég að annarsstaðar á landinu hafi verið reist beinamylla, þó hér í landi hafi verið kornmyllur fyrr á árum. Beinamylla stót stutt ig var aflögð 1920-21. Tvennt kom þar til, fyrst það að hún malaði of gróft og annað hitt að bilun var alltíð og því dýrt vioðhald. Þórarinn í Höfða var starfsmaður við myllunar er þess þurfti með og vindar blésu mátulega.
Stefán var maður hugsóna og athafna, varð fljótt í miklu áliti hjá hreppsbúum og frammármaður í mörgum héraðsmálum. Hann hóf fyrstu manna trillubátaútgerð hér í hreppi og átti tvo í senn, var sjálfur með annan en Þórarinn í Höfða með hinn.“

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987.

Auðnir

Vindmylluhúsið voð Auðnar 2023.