Lýsing Ölvershrepps 1703 – Hálfdán Jónsson

Grafningur

Í Andvara 1936 fjallar Hálfdán Jónsson um „Lýsingu Ölvershrepps 1703„.

„[Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prentuö eftir AM. 767 4to. Er þaö lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Kunnugt er, að Árni Magnússon hafði mikinn hug á staðalýsingum og söfnun örnefna, sem vfða má sjá merki í safni hans og frá hans eigin hendi. En þetta er þó eina héraðslýsingin, er með vissu má telja, að rituð sé að hans].

Descriptio Ölveshrepps anno 1703

Andvari

Andvari – forsíða 1936.

Aulfvus eður Ölveshreppur hefur sitt nafn dregið af Alfi, fyrsta landnámamanni þess héraðs. Hreppur þessi liggur í Sunnlendingafjórðungi og Árnessýslu, fyrir vestan Ölvesá, nálægasta sveit að austanverðu við þann fjallgarð, er aðgreinir Árnessýslu og Kjalarnesþing. Þingstaður héraðsins er að Bakkarholti. Þangað sækja Grímsness og Selvogs innbyggjarar, þá þriggja hreppa þing haldast.
Í nefndri sveit eru kirkjur 5: 1. að Arnarbæli, sem er beneficium. Þangað til kirkjusóknar liggja lögbýli 11. 2. að Reykjum, sem er annexíu kirkja. Sóknarbæir þangað liggjandi 12. 3. á Hjalla, einnig annexíu kirkja. Þar liggja til kirkjusóknar lögbýli 9. 4. að Þorlákshöfn, sem er hálfkirkja. Þessum hérskrifuðum kirkjum þjónar presturinn að Arnarbæli. 5. að Úlfljótsvatni, er lengi hefur verið annexía frá Þingvöllum (í þeim parti sveitarinnar, er Grafningur kallast). Lögbýli í þeirri kirkjusókn 10.
Landnáma greinir, að Álfur (hvar af eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi numið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ölvesár mynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum.

Ölfusá

Ölfusá neðan Gnúpa.

Ós þessi liggur að austanverðu nær því við Þurrárhraun. En frá Álfsós og vestur að hrauninu og til Sandár (hver sín upptök hefur þar við heiðina og rennur í ósinn), þaðan undir Gnúpatún, er mýrlendi með keldum og litlum lækjum. En sú mýri nálægt fjallinu, er að austan ogsunnanverðu undir Gnúpahnúk liggur, nefnist Gnúpabringur, torsóttar vegna foraðs yfirferðar.
Í landnorður undan Ingólfsfelli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Álftavatn og fyrir norðan Ingólfsfjall liggur vegur fram Grafningshálsinn og í Ölvesið, Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpigrafningur, Æðargil, Bjarnarfell, Kaldbak etc.

Grafningur

Grafningur – kort.

Fyrir sunnan Tungá (en í Landnámu kallað er Þverá) eru fjórar jarðir með graslendi góðu, lyngi vaxið, en fyrir ofan eður norðan ána er Bíldfellsfjall lyngi og skógi vaxið, sem og góðir hagar á vetur. Þar norður með vatninu er kallað Land, allt þar til tekur Úlfljótsvatns slægjuland, kallað Dælar. Síðan tekur til (Úlfljótsvatnsfjall og fyrir austan það Dráttarhlíð, svo kölluð vegna þess á því plássi er net dregið til silungsveiði. Það er slægjupláss frá Úlfljótsvatni með svo góðum heykosti sem töðu. Upp á þessari hlíð eru þrír fornmannahaugar, hver skammt frá öðrum, grasi vaxnir, þar menn segja í séu heygðir þeir fyrri menn á haugaldartíð, er þessar jarðir, Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölversvatn hafa sitt nafn af dregið.

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

Norðan til í hlíðarberginu er stór hellir, kallaður Skinnhúfuhellir. Haglendi þessara jarða er gott með lyngi, viði og góðu grasi víða vaxið og ei stórlega blásið. Lítil á rennur að vestan úr fjallinu fyrir sunnan Ölversvatnstún og austur í Þingvallavatn. Slægjuland þessarar jarðar er fyrir austan bæinn.
Þessu næst er að minnast örnefna, er fjallgarðinum til heyra, þó byggðalönd séu Grafningsjarða og kallast so þau nafnfrægustu: Háafell, Dagmálafjall, Súlufell, Kyllisfell, Stapafell, Mælifell, Krossfjöll, Hrómundartindur Villingavatns-Seljadalur, Laxárdalur, Stóri- og Litli-, Smjördalur, Úlfljótsvatnsbotnar, Villingavatns-Seljabotnar, Álftartjarnir, Kattartjarnir, Djáknapollur, Mælifellsflatir, Lakar, Ölkelduháls, Brúnkollublettur.) Raufarberg (sem er landamerki milli Ölversvatns og Reykja), Þverárdalur, Söðlahóll, Kýrgil með hverum og hömrum og liggur undan Henglinum að sunnanverðu.

Ölfusvatnslaugar

Ölfusvatnslaugar.

Þar norður með Hengisfjallinu eru kallaðar Ölversvatnslaugar. Þar fyrir norðan Nesjalaugar. Frá þeim til austurs eru Nesjavellir, slægjuland frá Nesjum.
Fyrir norðan áðurnefnda Dráttarhlíð, skerst fram úr Þingvallavatni það mikla vatnsfall Sog, er sitt nafn tekur af þess súg eður hastugri rennslu fyrir hlíðartaglið. Anno 1632 þornaði þetta Sog upp, so silungar voru á þurru úr því teknir. Þegar nú þetta Sog linar sinn straum, strekkir það sig út í eitt ei alllítið vatn, er nefnist Úlfljótsvatn, sem með silung er jafnan, og dráttarnet með bát brúkast þar á sumrum. Upp úr þessu vatni, þá vorar að, rekur í kringum það hrönn með smá punga, hvar úr menn hyggja það mý koma, er við nefnt vatn á sumrin, þá hitar og vætuhæg veðrátta gengur, er so þykkt í loftinu, að varla sést til sólar í heiðríku veðri.

Úlfljótsvatn

Úlfljóstvatn – kort.

Í miðju þessu vatni er ein ey, kölluð Hrútey, með mjög litlu varpi, hafandi hvannir, er tíðum slegin. En sunnan til í nefndu vatni eru tvö eylönd. Nefnist önnur eyjan Flatey, og heyrir til Úlfljótsvatni, með góðu grasi og hvönnum, en hin kallast Brúarey, með viðlíkum hætti og Flatey.
Þegar Sogið úr vatninu tekur til aftur, kemur stór foss, nefndur Ljósifoss. Þar fyrir neðan er annar, kallast Ýrufoss. Þar eftir liggja hólmar í Soginu, í hverja reitt er að vestanverðu, hvar vex einir og ber á, sem og annað lyng.

Fyrir sunnan nefnda hólma er sá þriðji foss, er Kistufoss heitir. Undir þann foss fer selur, en ei lengra. Eftir þetta hleypur Sogið fram með byggðinni Grafningsins að austanverðu, allt að Tunguármynni.
Þar er ferjustaðurinn yfir Sogið. Síðan koma enn nokkrir smáhólmar, er Torfastaðahólmar eru kallaðir, með varpi nokkru. Þar brúkast og ferjustaður frá Torfastöðum.

Álftavatn

Álftavatn – kort.

Fyrir sunnan téða hólma slær Sogið sér út og breikkar, so lítill straumur verður í því, með sléttum sandi á botninum. Þar er vað, sem oftast nær brúkast árið um kring, nema þá stærstu vatnavextir eru. Þetta vatn kallast Álftavatn. Sunnarlega í því er hólmi stór með bergi í kring, hvar arnir verpa tíðum. Þegar Álftavatn tekur að mjókka er enn kallað Sog, hvort rennur enn til suðurs að austan verðu við Ingólfsfjall (á móti Alviðru er og líka ferja höfð) og allt í Hvítá. Títtnefnt Sog aðskilur Grafning frá Grímsnesi.
Anno 1703 voru og töldust búendur í Ölvesi, er tíund gjörðu frá níu hundruðum og þaðan af frekara seytján; en frá fjórum hundruðum til tíu hundraða þrjátíu og einn. En þeir minna tíunda en fjögur hundruð eru fimmtíu og einn.
Reiknast lausafjártíundir allar í Ölvesi á ofanskrifuðu ári fimm hundruð hundraða, sjötíu og átta hundruð betur.
Tala heimilisfastra manna, ríkra og óríkra, á sama hér téðu ári, í þrátt nefndum hrepp, er fimm hundruð sjötíu og sex menn, en fátækir umferðamenn sveitarinnar teljast þrjátíu og einn. Summa alls fólksins fimm hundruð níutíu og sjö menn.“

Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1936, Lýsing Ölvershrepps, Hálfdán Jónsson, 1703, bls. 57-78.

Grafningur

Grafningur – málverk.