Gunnhildur í Vífilsstaðahlíð

Vífilsstaðahlíð

Í hundrað ára afmælisblaði Vífilsstaðaspítala árið 2010 er m.a. fjallað um vörðuna „Gunnhildi“ á Vífilssstaðahlíð. Varðan er skammt frá steyptu skotbyrgi frá stríðsárunum sem þar er.

Gunnhildur

Gunnhildur.

„Vistfólk á Vífilsstöðum hlóðu þessa vörðu í Vífilsstaðahlíð fyrir ofan Vífilsstaðavatn og nefndu Gunnhildi. Skýring á nafngiftinni er ekki einhlýt en varðan var notuð sem eins konar hreystipróf. Gæti sjúklingurinn gengið óstuddur að Gunnhildi þótti ljóst að hann væri á batavegi.
Garðabær hefur komið upp fræðsluskilti í námunda við Gunnhildi fyrir fólk sem leggur leið sína í Vífilsstaðahlíð til að njóta útsýnis þar.
Skammt frá vörðunni er skotbyrgi frá síðari heimsstyrjöldinni. Á tímaili kölluðu fáfróðir eða gamansamir menn vörðuna „Gunhill“, en sú nafngift lagðist fljótlega af aftur.“
Varðan hefur verið „hlaðin“ smám saman á fyrri hluta síðustu aldar. Reyndar getur Gunnhildur varla talist til vörðu því hún er miklu fremur grjóthrúga, líkri dys, sem í hefur verið kastað steinum í gegnum tíðina.

Heimild:
-Vífilsstaðir, Sagan í 100 ár 1910-2010, Gunnhildur í Vífilsstaðahlíð, bls. 30.

Gunnhildur

Gunnhildur – Vífilsstaðaspítali fjær.