Búrfellsgjá

Þegar gengið er að Búrfellsgjá frá sunnanverðri Vífilsstaðahlíð má lesa eftirfarandi texta á tveimur skilti, annars vegar skammt frá akveginum (bílastæðinu) og hins vegar skömmu áður en komið er að Vatnsgjá og Gjáarrétt.

Gjaarrett

Á hinu fyrrnefnda stendur: “Búfellsgjá er syðst í svonefndu Hjallamisgengi sem nær frá Vílfilsstaðahlíð að elliðavatni.  Austan gjárinnar eru Hjallarnir, fallegar og gróskulegar kjarrbrekkur með vöxtulegum birkihríslum og blómlegum undirgróðri. Skammt frá er Hjalladalur, en þar á flötunum er nú áningarstaður og tjaldstæði. Hálftíma gangur er um Búrfellsgjá að Búrfelli. Gjáin er ein sérstæðasta hrauntröð landsins. Búfell er eldstöð frá nútíma og þaðan rann 18 km2 hraun fyrir um 7200 árum. Gjárétt var hlaðin úr hraungrjóti árið 1839. Hún var fjallskilarétt til ársins 1920 en er nú á fornminjaskrá.”
Á skiltinu við Gjáarrétt og Vatnsgjá stendur: “Búrfellsgjá er 3.5 km hrauntröð sem liggur vestur úr VatnsgjaBúrfelli. Hrauntröðin er farvegur glóandi kvikunnar sem kom upp í gosinu og fyllti kvikan tröðina upp á barma. Í lok eldvirkninnar tæmdist hrauntröðin. Talið er að hraun þetta hafi runnið fyrir um 7000 árum.
Gjárrétt stendur á flötum hraunbotni Búrfellsgjár ekki langt frá misgengisbrúninni á mótum Selgjár og Búrfellsgjár. Réttin er hlaðin um 1840 úr hraungrýti úr nágrenninu. Innst í réttargerðinu er gjáarbarmurinn veggbrattur af náttúrunnar hendi og slútir fram yfir. Þar innundir berginu er hlaðið byrgi sem var notað sem fjárbyrgi og afdrep mann til gistingar.
Alldjúp gjá eða sprunga, Vatnsgjá er í botni Búrfellsgjár skammt norðan réttarinnar. Í gjánni eru um sex metrar niður að vatnsborði, vatnið er ferskt og endurnýjast sífellt. Vatnsgjá hefur verið forsenda fyrir selstöðu sem var á þessum slGjaarrett-2óðum.
Leitir til Gjáarréttar voru þrjár. Í Suðurleit var leitað suður fyrir Kleifarvatn og um fjalllendið þar umhverfis. Í miðleit var leitarsvæðið í Kristjánsdölum og í hlíðunum þar uppaf, í Grindarskörðum og þar sem land liggur til norðurs að Húsafelli. Norðurleit var frá Húsafelli norður um Tungur.”
Þá er getið um tilheyrendur einstakra dilka í réttinni, s.s. 1. Grindavík, 2. Vatnsleysuströnd, 3. Suður Hafnarfjörður, 4. Setberg, 5. Hraunabæir, 6. Garðahverfi, 7. Vestur-Hafnarfjörður, 8. Urriðakot og Hofsstaðir, 9. Vílfilsstaðir, 10. Ómerkingar, 11, Vatnsendi o.fl. bæir í Seltjarnarneshreppi, 12. Selvogur og 13. Almenningur.”
Ekki er getið um vestasta dilkinn og þann ógreinilegasta (hefur ekki verið endurhlaðinn) en hann hefur líklega verið safndilkur til undirbúnings áður en fjárhópar einstakra bæja voru reknir frá réttinni um þær þrjár rekstrargötur er enn sjást upp úr Gjánni, þ.e. til Vatnsenda (Elliðavatns), í Hafnarfjörð og Garðahrepp og loks til Selvogs og Grindavíkur.
Tækifærið var notað í blíðviðrinu til að skoða Gerðið skammt frá réttinni, hrauntröðina, Búrfellsgíginn og nærliggjandi hella og skjól.
Víða á vefsíðunni er fjallað um Búrfellsgjá og nágrenni. Hægt er að finna fróðleikinn með því að skrá nafnið/heiti inn í leitarstrenginn efst á síðunni.

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá – skilti.