Garðastekkur

Gengið var að Garðastekk eða Garðarétt undir vesturjaðri Garðahrauns. Hún er eitt elsta mannvirkið á Álftanesi. Þegar gengið var upp á hraunkantinn ofan við réttina kom nokkuð merkilegt í ljós – fjárborg, sú 90. sem FERLIR hafði til þessa skoðað á Reykjanesi. Hún er greinilega mjög gömul. Erfitt er að koma auga á hana, en í birtunni að þessu sinni þar sem sólin skein lágt úr suðri, sást hún mjög vel. Borgarinnar er ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðastekkur er í raun gróinn tóft vestan við Garðaréttina. Örnefnið hefur síðan færst yfir á réttina eftir að hún var hlaðin í hraunkantinum.

Garðahraun

Fjárborg í Garðahrauni.

Gengið var norður með vesturjarði hraunsins og inn á svonefndan Sakamannastíg (Gálgastíg) í Gálgahrauni. Skammt austar, norðan stígsins má sjá nokkrar mjög gamlar hleðslur. Ein þeirra er herðslugarður og sést móta fyrir húsi á einum stað. Stígnum var fylgt að Gálgaklettum. Klettarnir, sem eru þrír; Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi, standa reisulegir rétta ofan við sjóinn. Sígurinn liggur beint að þeim. Utan í vestanverðum Gálgaklettum er skeifulaga garður, sennilega Gálgaflöt. Í henni voru sakamenn dysjaðir. Þar sem klettarnir klofna á móti norðri hafa þeir að öllum líkindum verið hengdir. Ef grannt er skoðað má sjá grópir efst í klettunum beggja vegna klofsins. Í heim hefur gálginn sennilega hvílt er sakammaninum var ýtt fram af á milli klettanna.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Haldið var suður í hraunið og var þá komið að Álftanesgötu, öðru nafni Fógetastíg. Gatan lá til Bessastaða. Skammt ofan við Garðastekk eru gatnamót og heitir tröðin að stekknum Álftanesstígur en frá hraunbrúninni að Görðum lá Garðstígur, sem enn mótar fyrir.

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.