Færslur

Gálgaklettar

Maður var hengdur í Gálgaklettum “í Garðahrauni” árið 1664 skv. heimildum. Sennilega er þetta elsta heimildin um örnefnið “Garðahraun”, sem síðar, þ.e. nyrsti hluti þess, var nefnt “Gálgahraun“. Gefum Árna Óla orðið:

Galgaklettar-141

“Í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsömum réttvísinnar þjónum annað í té, sem var jafn gagnlegt. Hún hafði gert stóra steindranga með stuttu millibili, eða þá djúpar klettasprungur og gjár, þar sem ekki þurfti annað en leggja ás yfir á milli klettanna og koma þar snörunni fyrir. Eru enn til sagnir um að á sumum stöðum hafi verið svo rúmt á milli klettanna, að marga þjófa mátti festa þar upp í einu. Þegar af tökunni svo var lokið og böðullinn hafði fengið sitt, var líkið eða líkin urðuð, annaðhvort í sömu klettasprungunni, eða rétt þar hjá.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Slíkir aftökustaðir voru mjög víða, og sumir eru enn kendir við þjófa og gálga. Og það bregst varla að hægt er að benda þar á grjóthrúgu, sem á að vera dys sakamanna. Einn þessi hengingarstaður er hér í nánd við Reykjavík og heitir Gálgaklettar. Þeir eru á Álftanesi, sunnan Lambhústjarnar, gegnt Bessastöðum.
Hér eru langir klettaröðlar sprungnir sundur að endlöngu, hér eru háir klettar með sprungum og hellum, og hér eru djúpar hvosir.

Gálgahraun

Gálgahraun – herslugarðar.

Við höfðum haldið að Gálgahraun væri hinn ömurlegasti staður. En það er nú eitthvað annað. Þetta er allra skemmtilegasti staður, þegar maður fer að skoða hann og kynnist honum. Víða er brunagrjót, ómjúkt undir fæti og skófrekt, en yfir það verður að klöngrast til þess að geta skoðað einkennilegustu klettana.
Og hér kemur maður svo í grasi gróna klettasprungu og gengur eftir henni. Allt í Galgaklettar - AOeinu kemur maður að gloppu á þessum gróðurfeldi og sér þá niður í botnlausa gjá undir fótum sér.
Hér eru margir sundur sprungnir klettar, þar sem mjög hentugt hefði verið að koma fyrir gálgatré. En það eru þó ekki hinir réttu Gálgaklettar. Þessir klettar eru of langt inni í hrauninu. Menn voru ekki að leggja á sig það ómak að drasla dauðadæmdum mönnum til aftökustaðar, sem illt var að komast að. Það er því ekki fyrr en við erum staddir beint á móti Bessastöðum, að við komum að Gálgaklettum. Og við sjáum þegar að þeir bera svo af öðrum klettum, að þeir hafa hlotið að vera sjálfkjörnir „til síns brúks”.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Þeir eru hærri en flestir aðrir klettarnir, brattir og sprungnir sundur sitt á hvað, sprungurnar djúpar og beinir klettaveggir sitt hvorum megin við þær. Hér fram undan er líka allvíð klettakvos með sléttum og grónum botni, þar sem margt manna hefir getað staðið til að horfa á. Og rétt fram undan er dálítil vík eða vogur, þar sem hægt hefir verið að lenda báti. Er þangað stuttur sjóvegur frá Bessastöðum yfir Lambhúsatjörn.
Ekki hefir mér auðnast að grafa upp hve margir menn hafa verið hengdir hér. En í annálum er þess getið, að hinn 26. janúar 1664 hafi maður verið hengdur „suður frá Bessastöðum í Garðahrauni”. Hann hét Þórður Þs. (líklega Þórðarson) og honum var gefið að sök að hafa stolið „úr búðum danskra í Hólminum”.

Gálgahraun

Fornar götur um Gálgahraun.

Samkvæmt þessu verður ekki um vilst, að þessi maður hefir látið lífið í Gálgaklettum. Og líklegt er að fleiri hafi verið teknir af þar og að þetta hafi verið opinber aftökustaður, líkt og Sjávarkvíar á Kjalarnesi. Kjósarannáll segir frá því, að 1634 hafi verið hengdur þjófur á Bessastöðum. Skarðsárannáll segir að 1635 hafi 2 menn verið hengdir í Gullbringusýslu fyrir stuld, sinn í hvorn tíma. Setbergsannáll segir að 1702 hafi tveir þjófar verið hengdir í Gullbringusýslu, en í Mælifellsannál segir að það ár hafi þrír þjófar verið hengdir á Suðurnesjum.
Sennilega hafa allir þessir menn verið hengdir í Gálgaklettum, því að þegar þeir voru gripnir, munu þeir hafa verið fluttir í Bramshúsið á Bessastöðum. Þetta var sérstakt hús og fyrsta og eina fangelsi hér á landi þangað til hegningarhúsið á Arnarhóli var byggt. Alþýða kallaði þetta hús „Þjófakistu” og er það kunnast undir því nafni.
Galgaklettar-140Í klettaskoru austan í Gálgaklettum er grjóthröngl allmikið og var talið að þetta væri dys, þar sem sakamennirnir hefði verið urðaðir. Hafa gengið sagnir um að þar hafi sézt mannabein. Auðséð er, að einhver hefir ætlað að rannsaka þessa dys, því að nokkuð af grjótinu hefir verið rifið upp, en ekki sjást þar nú nein bein, nema eitt rif úr hrossi, hvernig svo sem á því stendur að það er þangað komið. En þarna hefir verið djúp glufa út undir bergið og má vera að þar sé eitthvað af mannabeinum og þá djúpt á þeim. Við skulum ekkert forvitnast um það. Ef þetta er dys sakamannanna, eins eða fleiri, þá hafa þeir nú legið þarna í 250—318 ár og það er bezt að lofa þeim að vera þarna í friði.”

Heimild:
-Í Gálgahrauni – Árni Óla – Lesbók Morgunblaðsins 24. ágúst 1952, bls. 405-409.

Gálgahraun

Gálgahraun og Garðahraun – minjar.

Gálgahraun

Árni Óla skrifaði frásögn um ferð hans um Gálgahraun í Lesbók Morgunblaðsins árið 1952:
“Meðfram öllum hinum nýju bílvegum á Íslandi eru sett upp merki til viðvörunar, svo að fólk fari sér ekki að voða með ógætilegum akstri, þar sem eru hættulegar beygjur, brekkur, eða einhverjar torfærur.
thorgardsdys-221Öðru vísi var þetta áður fyr. Þá voru nokkurs konar sáluhjálparmerki meðfram vegunum. Það voru dysjar manna og kvenna, er tekin höfðu verið af lífi. Hjá þessum dysjum skyldi menn fara af baki gæðingum sinum og kasta þremur steinum í dysjarnar, til merkis um að þeir fordæmdi athæfi hinna framliðnu og væri einráðnir í að láta sér víti þeirra að varnaði verða í lífinu. Dysjar þessar voru alls staðar, því að alltaf var verið að taka fólk af lífi hér, til þess að fullnægja erlendu réttlæti. Íslendingar töldust þá ekki færir um að setja sér lög sjálfir, heldur voru þeim fengin útlend lög til að lifa eftir.

Mæðgnadys

Mæðgnadys við Garðaveg sunnan Gálgahrauns.

En þessi lög voru ekki alltaf í samræmi við réttarmeðvitund almennings eða framkvæmdin í samræmi við eðlilega málsmeðferð, og þess vegna urðu árekstrar. Hinir  meintu seku voru gripnir dæmdir og teknir af lífi, bæði til að fullnægja “réttlætinu” sem og öðrum til viðvörunar. Og til þess að þetta gleymdist aldrei, voru sakamennirnir dysjaðir hjá þjóðvegum, þar sem mest var umferð, svo að ókomnar kynslóðir gæti kastað að þeim grjóti óendanlegri vanþóknun á einhverju sem það hafði ekki hina minnstu hugmynd aðra en yfirvaldið hafði opinberað . Fordæmingin náði út yfir gröf og dauða, og skyldi verða öðrum til sáluhjálpar eins lengi og landið væri byggt.
galgahraun-223Hið útlenda réttlæti, sem stútaði íslenzkum mönnum og konum og urðaði hræ þeirra við þjóðvegu, eins og það hefði verið óætar pestarkindur, hlaut sjálft hin sömu örlög og það hafði öðrum skapað, að verða fordæmt. Þá hættu ferðamenn að kasta steinum í dysjarnar við vegina, og síðan hafa Íslendingar verið að bisa við að koma beinum sakamanna niður í kirkjugarða, til merkis um að fordæmingunni sé af þeim létt og ný öld með nýu réttlæti runnin upp. Ekki þótti rétt að hafa svo mikið við alla sakamenn að dysja þá hjá alfaravegi. Minni háttar sakamenn, svo sem umrenningar og þjófar, voru hengdir og dysjaðir þar á staðnum. Í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsömum réttvísinnar þjónum annað í té, sem var jafn gagnlegt. Hún hafði gert stóra steindranga með stuttu millibili, eða þá djúpar klettasprungur og gjár, þar sem ekki þurfti annað en leggja ás yfir á milli klettanna og koma þar snörunni fyrir.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Eru enn til sagnir um að á sumum stöðum hafi verið svo rúmt á milli klettanna, að marga þjófa mátti festa þar upp í einu. Þegar af tökunni svo var lokið og böðullinn hafði fengið sitt, var líkið eða líkin urðuð, annaðhvort í sömu klettasprungunni, eða rétt þar hjá. Slíkir aftökustaðir voru mjög víða, og sumir eru enn kendir við þjófa og gálga. Og það bregst varla að hægt er að benda þar á grjóthrúgu, sem á að vera dys sakamanna. Einn þessi hengingarstaður er hér í nánd við Reykjavík og heitir Gálgaklettar. Þeir eru á Álftanesi, sunnan Lambhústjarnar, gegnt Bessastöðum. Eiga nú fáir þar leið um. En ef þig langar til þess að sjá staðinn, þá skulum við bregða okkur þangað. Það er hvorki dýrt né tímafrekt ferðalag.
galgahraun-224Niður undir Kópavogslæknum ofan við veginn, voru fjórar gamlar dysjar og stóðu tvær og tvær saman. Það er langt síðan að vegfarendur hafa kastað grjóti í dvsjar þessar, enda eru þær svo að segja sokknar í jörð. Og áður en varir kemur einhver frumbýlingur með jarðýtu og umturnar móunum þarna, og sögu dysjanna er lokið. En þær áttu sér nöfn, átakanleg og ógleymanleg nöfn. Þær sem nær eru veginum hétu „Hjónadysjar”, hinar hétu „Systkinaleiði”.
Í Arnarneshálsinum, fyrir sunnan voginn, eru einnig dysjar, en þar hefir veginum verið breytt svo að nú er hann alllangt frá þeim. Þar er mælt að sé dys manns þess, er gekk aftur og varð nafnkunnur draugur á Álftanesi, og var heitinn í höfuðið á Þorgarði þeim er varð Þorleifi jarlaskáldi að bana á Þingvöllum, af því að hann hefir þótt álíka illur andi. Hafa margir gamlir menn heyrt talað um Þorgarðsdys, en tvennum sögum fer um þetta.

Gálgahraun

Hraunmyndanir í Gálgahrauni.

Nú blasir við okkur Arnarnesvogur og handan við hann svartur hraunjaðar. Þar er Gálgahraun og í því eru Gálgaklettar. Þessi hraunspilda er nyrst í Garðahrauni og sker sig úr vegna þess hvað hún er úfin og hrikaleg. Þarna hefir glóandi hraunið  sennilega runnið í fyrndinni út á mýrlendi, suður af Lambhúsatjörn, og vatnsgufurnar hafa sprengt það allt sundur, gert í það gíga og stórar gjár, en hrúgað upp röðlum og klettum á öðrum stöðum.

Fógetagata

Fógetagatan um Garðahraun.

Gamli vegurinn fram á Álftanes lá meðfram Arnarnessvogi að sunnan. Það hefði verið skemmtilegast fyrir okkur að fara hann, en nú er það ekki hægt vegna nýbýla og girðinga.
Neðan við Silfurtún er ætlunin að ganga þaðan þvert yfir holtið niður að vognum. Þar hittum við á gamla veginn, þar sem hann liggur inn í hraunið, rudd gata að fornu og hefir sýnilega verið mjög fjölfarin, vegna þess hvað hún er djúp og glögg enn. Þarna hafa líka margir hófar troðið, því að hér gengu skreiðarlestirnar af Álftanesi fyrr. „Gömlum götum á ekki að gleyma”, segja Færeyingar. Þessi gata gleymist ekki, enda þótt hún sé aflögð, því að hún er mörkuð á landabréf Björns Gunnlaugssonar sem þjóðleiðin fram á Álftanes. Gatan liggur skáhalt upp í hraunið og eru á vinstri hönd gjár miklar, en til hægri er Gálgahraunið. Mönnum hefir tekist að finna þarna mjög sæmilega leið, og hafa hinir nýju akvegir oft verið lagðir eftir hestagötum, sem voru óhentugri til þess en þessi gata, og þess vegna er það einkennilegt að Álftanesvegurinn skuli ekki liggja þarna enn í dag, í stað þess að liggja frá Engidal út háholtið.
galgahraun-226Úr því hingað er komið er bezt fyrir okkur að skoða allt Gálgahraunið. Hér eru langir klettaröðlar sprungnir sundur að endlöngu, hér eru háir klettar með sprungum og hellum, og hér eru djúpar hvosir. Hér kemur manni fyrst á óvart hve mikill gróður er í hrauninu. Í hvosum og klettaskorum er kafgras, og hér er fjölskrúðugur gróður eins og oft er í hraunum, sem farin eru að gróa.
Annað, sem manni kemur á óvart, er að hér er mikið fuglalíf. Hér flögrar stór hópur svartbaka með gargi og skrækjum. Þeir hafa eflaust orpið hér í hrauninu í vor, því að þeir láta ófriðlega, og renna sér að manni hver af öðrum með hvínandi vængjadyn. Heldur sljákkar þó í þeim þegar þrjár þrýstilofts flugvélar æða þarna yfir með svo miklum dyn, að þeir heyra ekki sjálfir sinn eigin vængjahvin. Þá er eins og þeir skammist sín. Þeir fljúga letilega lengra út í hraunið og setjast þar á kletta.

Mávur

Már í Gálgahrauni.

Hettumár kemur og gargar afskræmislega, eins og hans er von og vísa. Ut við voginn heyrist stelkur gjalla hátt og hvínandi, en hrossagaukur hneggjar í lofti. Og allt um kring ómar lóusöngur og tíst í smáfuglum, en spóar standa hingað og þangað á steinum og vella af kappi. Við heiðum ekki trúað því að óreyndu að svona mikið fuglalíf væri hér. Við höfðum haldið að Gálgahraun væri hinn ömurlegasti staður. En það er nú eitthvað annað. Þetta er allra skemmtilegasti staður, þegar maður fer að skoða hann og kynnist honum. Víða er brunagrjót, ómjúkt undir fæti og skófrekt, en yfir það verður að klöngrast til þess að geta skoðað einkennilegustu klettana. Og hér kemur maður svo í grasi gróna klettasprungu og gengur eftir henni. Allt í einu kemur maður að gloppu á þessum gróðurfeldi og sér þá niður í botnlausa gjá undir fótum sér. Gróni botninn í klettasprungunni er ekki annað en gerfibotn.
galgahraun-227Þar hafa nokkrir steinar skorðast milli klettanna, svo hefir grámosinn þakið þá og síðan hefir töðugresi numið land í mosanum og kominn er sléttur og grasi gróinn „botn”. Alls staðar eru hellisskútar. Þeir eru litlir en snotrir með hvolíþaki og er hægt að skríða inn í þá flesta. Á einum stað hefir verið hlaðinn grjótveggur fyrir framan helli, svo að þar hefir myndast dálítið byrgi. Það er svo lítið að það hefir naumast getað verið fjárbyrgi. Líklegra þykir mér að það hafi verið skotmannsbyrgi og þarna hafi einhver legið fyrir tófu að vetrarlagi.

Garðahraun

Gálgahraun – hraunmyndun.

Hraunið hefir runnið fram í voginn og eru þar klettar og gjögur, skvompur og gjótur, en framundan hafa verið flúðir orpnar lausu hraungrýti. Upp í þetta lausagrjót í fjörunni hefir sjórinn borið kynstur af þangi og marhálmi öldum saman, fyllt allar holur og sléttað, svo að þarna hefir myndast þykkt mókennt lag ofan á grjótinu. Svo hefir þetta gróið og eru þarna sléttir vellir með lágum en ótrúlega þéttum gróðri.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Liturinn á honum er einkennilegur, því að sum stráin eru brún, önnur gul og hin þriðju dökkgræn. Þetta stafar af því, að sjór gengur þarna yfir hinar grasi grónu grundir þegar stórstreymt er. Má jafnvel sjá gráa salthúð á grasinu sums staðar. En svo er sjórinn aftur farinn að brjóta niður þessar jarðabætur sínar. Og hann fer að því líkt og sandbyljir á landi, grefur undan grassverðinum þartgað til stórar torfur brotna framan af. Mundi þetta ekki vera enn ein bending um, að land sé að síga þarna?
galgaklettar-228Fremst gengur hrauntangi lágur út í sjóinn milli Arnarnessvogs og Lambhúsatjarnar. Er hann yfirleitt sléttur, nema hvað nokkrir klettar standa þar upp úr og eru þeir þó miklu lægri en efri hraunbrúnin. Rétt fyrir ofan þennan tanga, á rima í hraunbrúninni, er gömul tóft, vallgróin að nokkru, ert grjóthleðsla í veggjum glögg að innanverðu. Tóftin er að innanmáli 8×11 fet og hafa dyr verið á norðurvegg við vesturgafl. Ekki sést móta fyrir fleiri tóftum og getur því ekki verið að þetta hafi verið stekkur. Ef til vill hefir þetta verið fjárborg, en hún er þá ólík öðrum fjárborgum hér um slóðir; því að húslag er á henni, en ekki borgarlag. Máske þetta hafi verið sjóbúð? Að vísu hefir hún þá verið nokkuð lítil og gæti maður helzt hugsað sér að menn hefði legið þar við á vorvertíð. Lending er sæmileg þarna og brim aldrei neitt að ráði.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Óþarfi er fyrir okkur að velta lengur vöngum yfir því hvaða mannvirki þetta er. Hvorugur okkar getur leyzt þá gátu. Hið eina sem víð vitum með vissu er, að hér út í jaðrinum á Gálgahrauni, á mjög afskekktum stað, hafa mannshendur einhverntíma verið að verki og reist hús. Mennirnir, sem þetta gerðu eru löngu gleymdir, en hér er minnismerki þeirra, grjóthleðsla og vallgrónir veggir. Eitt lítið sýnishorn þess hvernig menn hafa reynt að hagnýta sér þetta hrjóstuga land út í æsar. Slíkar rústir á víð og dreif um landið eru þöglar minningar frá lífsbaráttu þjóðarinnar, og því merkilegar í allri sinni fátækt og einfaldleik.

Gálgahrauni

Í Gálgahrauni.

Nú höldum við lengra norður á bóginn. Hér er margt að skoða, kynjamyndir í klettum og sprungum, og hin steinrunnu kyngimögn hraunsins, sem hefir dagað þarna uppi, er þau mættu sjónum. Hér er víðast ógreiðfært, ef maður ætlar að fara beint af augum. En fyrir gamlan smala er hægt að finna hér góða leið. Hann veit að sauðkindin er öllum slyngari í því að finna og þræða hina greiðfærustu leið, þar sem öðrum sýnist illfært. Og hér eru gamlir fjárstígar eftir gróðurtorfum milli klettanna. Þeir eru að vísu í ótal krókum, en það borgar sig að fylgja þeim, það er greiðasta og bezta leiðin.
galgaklettar-229Nú höldum við vestur með Lambhúsatjörn, sem ekki er tjörn lengur, heldur sjávarvogur. Og þar sem stígurinn liggur næst sjónum, furðar okkur á að sjá hvað sjórinn gengur hátt upp í hraunið. Það er háfjara núna og þess vegna sézt þetta svo vel. Þangrastir eru hér komnar hátt upp í grasi gróna hvamma og hraunbolla. Og hraungrjótið ber þess merki ef sjór hefir gengið yfir það. Þá er það kolsvart og stingur mjög í stúf við ljósgrátt grjótið allt um kring. Þennan svarta lit fær það sennilega úr marhálminum og þanginu, sem á það berst.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

Hér eru margir sundur sprungnir klettar, þar sem mjög hentugt hefði það eru þó ekki hinir réttu Gálgaklettar. Þessir klettar eru of langt inni í hrauninu. Menn voru ekki að leggja á sig það ómak að drasla dauðadæmdum mönnum til aftökustaðar, sem illt var að komast að. Það er því ekki fyrr en við erum staddir beint á móti Bessastöðum, að við komum að Gálgaklettum. Og við sjáum þegar að þeir bera svo af öðrum klettum, að þeir hafa hlotið að vera sjálfkjörnir „til síns brúks”. Þeir eru hærri en flestir aðrir klettarnir, brattir og sprungnir sundur sitt á hvað, sprungurnar djúpar og beinir klettaveggir sitt hvorum megin við þær. Hér fram undan er líka allvíð klettakvos með sléttum og grónum botni, þar sem margt manna hefir getað staðið til að horfa á. Og rétt fram undan er dálítil vík eða vogur, þar sem hægt hefir verið að lenda báti. Er þangað stuttur sjóvegur frá Bessastöðum yfir Lambhúsatjörn.”

Gálgahraun

Gálgahraun – Garðahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki hefir mér auðnast að grafa upp hve margir menn hafa verið hengdir hér. En í annálum er þess getið, að hinn 26. janúar 1664 hafi maður verið hengdur „suður frá Bessastöðum í Garðahrauni”. Hann hét Þórður Þs (líklega Þórðarson) og honum var gefið að sök að hafa stolið „úr búðum danskra í Hólminum”. Samkvæmt þessu verður ekki um vilst, að þessi maður hefir látið lífið í Gálgaklettum. Og líklegt er að fleiri hafi verið teknir af þar og að þetta hafi verið opinber aftökustaður, líkt og Sjávarkvíar á Kjalarnesi. Kjósarannáll segir frá því, að 1634 hafi verið hengdur þjófur á Bessastöðum.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Skarðsárannáll segir að 1635 hafi 2 menn verið hengdir í Gullbringusýslu fyrir stuld, sinn í hvorn tíma. Setbergsannáll segir að 1702 hafi tveir þjófar verið hengdir í Gullbringusýslu, en í Mælifellsannál segir að það ár hafi þrír þjófar verið hengdir á Suðurnesjum. Sennilega hafa allir þessir menn verið hengdir í Gálgaklettum, því að þegar þeir voru gripnir, munu þeir hafa verið fluttir í Bramshúsið á Bessastöðum. Þetta var sérstakt hús og fyrsta og eina fangelsi hér á landi þangað til hegningarhúsið á Arnarhóli var byggt. Alþýða kallaði þetta hús „Þjófakistu” og er það kunnast undir því nafni. Í klettaskoru austan í Gálgaklettum er grjóthröngl allmikið og var talið að þetta væri dys, þar sem sakamennirnir hefði verið urðaðir. Hafa gengið sagnir um að þar hafi sézt mannabein. Auðséð er, að einhver hefir ætlað að rannsaka þessa dys, því að nokkuð af grjótinu hefir verið rifið upp, en ekki sjást þar nú nein bein, nema eitt rif úr hrossi, hvernig svo sem á því stendur að það er þangað komið. En þarna hefir verið djúp glufa út undir bergið og má vera að þar sé eitthvað af mannabeinum og þá djúpt á þeim.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Við skulum ekkert forvitnast um það. Ef þetta er dys sakamannanna, eins eða fleiri, þá hafa þeir nú legið þarna í 250—318 ár og það er bezt að lofa þeim að vera þarna í friði.
Það er fagurt og friðsælt í Gálgahrauni í svo fögru veðri, þegar sól skín af heiðum himni, alls staðar er skjól fyrir norðan næðingnum, og alls staðar er sterk angan af gróðri. En hvernig heldurðu að þér þætti að vera hér einn á ferð í skammdegisbyl, þegar stormurinn hvín óyndislega í klettum og dröngum, en þeir verða að svörtum forynjum, með gapandi höfðum og gínandi trjónum? Hér er óratandi og ekkert hægt að komast áfram fyrir klettaröðlum, gjám og hraunkvosum. Ætli það hvarflaði þá ekki að þér að þeir dauðu úr Gálgaklettum væri komnir á kreik og ætluðu að villa um fyrir þér, og að það sé vein þarna og dauðastunur, sem þú heyrir í vindinum? – Á. Ó.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. ágúst 1952, bls. 405-409.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgahraun

Gengið var um Garðahraun í ljósaskiptunum.
Við slíkar aðstæður opinberast gjarnan svipbrigði hraunsins, líkt og litbrigðin á björtum sumarkvöldum. Hraun þetta nefnist ýmist Gálgahraun eða því er KLetturskipt í tvö nöfn, Garðahraun og Gálgahraun þar sem hið fyrrnefnda er suðausturhluti þess en hið síðarnefnda er nyrðri og vestari hlutinn. Miðhluti þess að sunnanverðu hefur einnig verið nefndur Klettahraun og við Engidal einnig Engidalshraun. Fleiri nöfn í sama hrauni eru t.d. Flatahraun, Vífilsstaðahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun og Búrfellshraun. Hraunið er reyndar að uppruna hluti af Búrfellshrauni og er sú tunga þess sem teygir sig lengst frá upptökunum, gígnum Búrfelli, í NV-átt. Hraun þetta hefur verið aldursgreint um 7200 ára (Jón Jónsson, 1994).
Hraunið er víða mjög úfið og flokkast að mestu til apalhrauna en annars staðar er það sléttara og mætti kallast helluhraun. Ýmsar myndanir koma fram í úfna hlutanum þar sem djúpar hrauntraðir, niðurföll og upplyftir sprungnir hólar skiptast á. Bergtegundin er ólivínþóleiít og er slík bergbráð að jafnaði mjög þunnfljótandi. Þunnfljótandi basalthraun sem þetta geta, runnið að miklu leyti í lokuðum rásum undir yfirborði og skilið eftir sig hella en seinna getur þak þeirra hrunið og myndast þá dældir, rásir og niðurföll. Í hraunrennsli sem þessu kólna jaðrarnir mun hraðar, þar hægist á rennslinu, veggir hlaðast upp og renna myndast sem hraunið streymir eftir.

Útsýni

Í Garðahrauni er víða sléttur og gróningar. Í Gálgahrauni eru margar opnar rennur eða hrauntraðir. Í Klettahrauni eru háir klettar og djúp hvolf. Svæðið í heild er hið mesta augnayndi – hvert sem um það er farið.
Halli lands þarna er lítill og því hefur straumhraði hraunsins verið farinn að minnka verulega. Einnig hefur bergbráðin trúlega afgasast nokkuð komin þetta langt frá upptökunum en afgösun hægir verulega á rennslinu og leiðir til úfnara yfirborðs. Sennilega hafa margir straumar verið í gangi en á milli þeirra hefur lítið hreyfst og hraunljarnir eða storknaðir barmar myndast. Upplyftir sprungnir hólar eru afleiðing afgösunar þegar rennslið er nánast hætt yfirborðið orðið nokkuð storkið og gasið brýtur sér leið upp um það. Í tengslum við þetta og storkið yfirborð almennt myndast stundum svokallað flekahraun þar sem storknaði hlutinn brotnar upp í fleka við óreglulegt rennsli og straumamót undir niðri og yfirborðið ýfist upp.

Gálgahraun

Flekahraun er því eins konar millistig milli hellu- og apalhrauna en slíkt má sjá í Gálgahrauni/Klettahrauni á mörgum stöðum. Af dýpt rása, niðurfalla og gjóta og hæð hóla má sjá að hraunið er nokkuð þykkt. Jón Jónsson (1994) telur að almennt sé Búrfellshraun um 18-22 m þykkt út frá borunum gegnum það, en þykktin á Gálgahrauni er orðin eitthvað minni, e.t.v. 5-10 m. Þar sem yfirborðið er úfnast og hraunið hefur oltið hægt áfram í þungum straumum, gæti þykktin hæglega verið talsvert meiri en í sléttustu, helluhraunsflákunum er þykktin trúlega ekki f|arri þessu bili. Laus jarðvegur hefur lítið náð að safnast fyrir í hrauninu en þó er það nokkuð gróið og líklega fær ýmis konar gróður fínt skjól í því.
Ljónslappi

Eldfjallagjóska er fyrirferðamikil jarðvegsmyndun á þessum slóðum (Jón Jónsson, 1994). Sjaldgæft er að finna svona svipmikil hraun við bæjardyrnar eða inni í stórum þéttbýlum.
Sem fyrr sagði er Gálgahraunið stórbrotinn endir á samfelldum hraunstraumi alla leið ofan úr Búrfelli (sjá meira HÉR). Gálgaklettur er vestast í hrauninu og nafnið segir sjálfsagt allt um það sem þar gerðist fyrr á öldum. Af klettinum er víðsýnt til fjalla sem og helstu kennileita á höfuðborgarsvæðinu, sem oft lenda undir skemmtilegum sjónarhornum milli hraundranga. Ekki eru til heimildir um aftökur á þessum stað. Við Gálgana átti að vera staður sem kallaðist Gálgaflöt. Munnmæli herma að þar hafi sakamenn sem hengdir voru í gálgunum verið dysjaðir.
Grasi Gálgahraungrónir balar norðan við Gálgakletta eru grænni en aðrir staðir nærri klettunum. Ekki er ljóst hvar Gálgaflötin var en þessir balar koma sterklega til greina. Ritaðar frásagnir af því að mannabein hafi fundist við Gálgakletta bera þess vitni að þar hafi menn verið dysjaðir þó aðrar skráðar heimildir séu ekki fyrir hendi, sem fyrr sagði.
Garðahraun var beitiland frá Görðum og var þar tekinn mosi og rifið lyng til eldiviðar. Norðvesturhorn hraunsins heitir Hrauntangar og var þar þerrivöllur fyrir þang- og marhálm sem skorinn var á fjörunni neðan við hraunið. Þang til eldiviðar var sótt á þennan stað úr Garðahverfi fram á fyrstu ár 20. aldar. Marhálmurinn var þurrkaður og notaður til einangrunar í timburhús.
Hálmskurður var aðallega stundaður í Lambhúsafjöru í Lambúsatjörn. Skorinn marhálmurinn var notaður þegar illa áraði og heyfengur af skornum skammti og þótti góð búbót því nautgripir voru sólgnir í hann. Hálmur sem rak á Lambhúsafjörur var góður sem undirlag í rúm og til að útbúa dýnur. Hann var stundum notaður sem stopp í söðla og hnakka og jafnvel í sængur.

Birki

Marhálmurinn var algjörlega ónýtur sem eldsneyti en þegar farið var að byggja timburhús var hann mikið notaður til að einangra milli þilja. Hann var seldur til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og notaður í íshúsin, einkum Nordalsíshús og Ísbjörninn. Guðmundur Þóroddson í Lásakoti á Álftanesi hafði t.d. atvinnu af því að hirða marhálm í Skógtjörn, þurrka hann og flytja á tveimur hestum til kaupenda. Marhálmur hvarf að mestu veturinn 1918-19. Hálmurinn er mikilvæg fæða álfta sem Álftanes dregur væntanlega nafn sitt af. Margæsir sem staldra hér við á vorin og haustin á leið sinni til og frá vetrarstöðvunum í Bretlandi en sumarsvæði hennar eru í Grænlandi og Kanada sækjast í marhálminn. Það eru fleiri fuglar sem sækja í tjarnirnar á Álftanesi í grennd við Gálga- og Klettahraun. Talsverð búbót var af torfristu og mótekju en fjörumór þótti mun betri eldsmatur en hálmurinn. Garðhverfingar höfðu leyfi til að skera þang í fjöru en rekaþangið var betra og þornaði fyrr en þang sem var skorið í sjó. Það var ekki eins salt og brann líka betur. Mór og þang var þurrkað á þurrkvöllum í hrauninu og á hlöðnum þurrkgörðum. Það var síðan geymt í hlöðnum grjótbyrgjum. Þegar þangið var vel þurrt var það bundið upp í sátur sem voru bornar á bakinu heim á bæina. Þegar allt annað þraut var lyng rifið og notað sem eldsmatur og það litla sem fékkst af kvisti var líka tekið.

 

KofatóftFuglalífið er ákaflega fjölbreytt og tegundafjöldinn óvenju mikill. Kría og æðarfugl verpa í hrauninu norðantil og á Eskinesi var á síðustu öld komið upp æðarvarpi og í sambandi við það reistur lítill kofi fyrir varðmenn og er stutt síðan að þekja hans féll niður. Þessi kofi er í gjá ofan við Eskines.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir í bókinni frá Fjöru til fjalls að sjávarstaða hafi verið lægri en nú er þegar Búrfellshraun rann. Eskines er kvísl eða hrauntangi sem gengur lengst út í Arnarvog og hefur stöðvast á þurru landi telur hann. Nesið hefur brotnað á undangenginni öld og sjór flæðir nú yfir stóran hluta þess á stórstraumsflóðum. Húsatóftir sem eru að eyðast sjást enn á Eskinesi. Erfitt er að henda reiður á hvort þetta er gömul verbúð eða kotbýli. í Jarðabók ÁM og PV frá 1703 segir m.a. í lýsingu Hraunsholts: “Skipsuppsátur og vergögn hefur jörðin við Ofanmannabúð” og “Hrognkelsafjara lítil þar sem heitir Eskines”.

Eskines-22

Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum lét reisa kofa þarna um 1870. Sjást leifar hans enn í hraunkantinum. Þórarinn ætlaði að koma upp æðarvarpi í Eskinesi. Samkvæmt frásöng Ólafs Þorvaldssonar lét hann reisa kofa í hraunjaðrinum og þar eru vallgrónar minjar, þannig að það má vera að tóftirnar á nesinu séu af eldra húsi (Ofanmannabúð). Séra Þórarinn flutti karl og konu í kofann og lét þau hafa hænsnfugla hjá sér sem áttu að lokka æðakollurnar til að verpa í hreiðrin sem útbúin höfðu verið. Þetta hafði ekki tilætlaðan árangur og gafst Þórarinn upp á þessari tilraun stuttu seinna. Norðan við Eskineseyrartá eru tvö eða þrjú flæðisker sem sauðfé sótti mjög í á sínum tíma. Þar varð verulegur fjárskaði um 1900 þegar 40-50 kindur úr Hafnarfirði og Garðahverfi flæddi til dauðs.

Hraunkarl

Þeir sem kunnu að nýta það sem hraunin gáfu af sér töldu þau afar gjöful. Leiguliðar Garða fengu að beita þarna sauðfé sínu. Víða í grasgefnum lautum í hraunjaðrinum og út með ströndinni var ágætist útibeit fyrir sauðfé hvort heldur var að sumri eða vetri. Auðvelt var að útbúa fjárskjól í hraunskútum og má finna minjar um smala- og fjárskjól ásamt hlöðnum byrgjum á nokkrum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í jarðföll, sprungur í hraunjöðrum og klettaborgum sjást þessar grjóthleðslur, eða vallgrónir torf- og grjótveggir. Stundum var hlaðið upp við sprungur og reft yfir til að nýta náttúrulegar aðstæður sem best. Slíkar minjar er hægt að finna í Klettahrauni og Gálgahrauni, t.d. á Grænhól, við Garðastekk og við Eskines.

Gálgaklettar/-ur

Hraunið gat verið ágætis beitiland en það var ekki hættulaust að nýta það. Sauðamenn fylgdu sauðfénu og gættu þess að það færi sér ekki að voða því víða leynast glufur í hrauninu sem geta valdið skaða. Á vetrum var fénu beitt í fjörunni á hólmum og flæðiskerjum. Það var því mikilvægt að gæta að sjávarföllum og koma fénu í land áður en féll að. Fjárkynið sem undi sér best í Klettunum var kallað Klettafé. Það var á útigangi í hrauninu nema þegar rekið var á fjall yfir hásumarið. Hraunið var leitótt og erfitt yfirferðar og féð styggt og meinrækt að sögn Ólafs Þorvaldssonar, sem bjó í Ási við Hafnarfjörð. Þetta leiddi til þess að iðulega kom fyrir að eitthvað af fénu komst ekki á fjall og var í hrauninu allt árið. Nokkur örnefni og kennileiti minna á þessa tíð, þ.á.m. eru Garðastekkur og Garðarétt, ásamt túnflekk og húsatóftum í hraunjaðrinum á móts við Prestaþúfu.

Garðastekkur

Beitin hefur án efa átt sinn þátt í að eyða kjarrgróðri sem eflaust hefur vaxið í hrauninu í öndverðu. Birki og víðir eru að ná sér á strik á stöku stöðum í hrauninu en það er að mestu vaxið lyngi, mosa og hverskyns lággróðri.  Hraunssvæði Garðahrauns er hið ágætasta útivistarland og margt er að sjá s.s. fyrr er lýst. Gróðurfar er fljölbreytt, klettamyndir stórfenglegar, djúpar gjótur og grunn jarðföll setja svip á landið og ströndin er heillandi. Við hraunjaðarinn eru fallegir bollar og hraunstrýtur og klettar af öllum stærðum. Áður fyrr þótti hraunið ekki mjög heillandi eða árennilegt öðrum en þeim sem þekktu það vel.
Álftanesgata eða Fógetagata (sjá meira HÉR) eins og forna alfaraleiðin út á Álftanes var nefnd, lá í krókum gegnum hraunið eftir ruddri slóð. Hún var ágæt yfirreiðar í björtu veðri en gat reynst hættuleg og valdið óhugnaði hjá fólki í dimmviðri, regni og vetrarhríð.

Borg

Gatan var líka nefnd Gálgahraunsstígur nyrðri og Sakamannastígur. Þessi nöfn voru nægjanlega skuggaleg til að setja hroll að ferðalöngum sem áttu leið um þessa grýttu og torfæru götu eftir að rökkva tók. [Heimild er þó til að síðastnefndu nöfnin hafi verið nefna á götu með sjónum að vestanverðu að Gálgakletti.] Gatan er enn nokkuð augljós og auðvelt að rekja sig eftir henni þar sem hún fetar sig upp á hraunið nærri Eskinesi við botn Arnarvogs yfir hraunið og að hraunbrúninni rétt norðvestan við Garðastekk. Hraunið þótti það villugjarnt að um tíma gat Arnes Pálsson falist þar á 18. öld, en hann var kunnur þjófur sem lagðist út og var samtíða Fjalla Eyvindi og Höllu. [Reyndar dvaldist Arnes í samnefndum helli við Hraunsholt, sem er í Garðahrauni, þar sem hann er enn.]
GanganÞrátt fyrir dulúð, drunga og harðneskjublæ sem fylgir óneitanlega Gálgahrauns- og Klettahrauns nöfnunum eru margir heillandi staðir á þessum slóðum. Þeir sem vilja kynnast þessu merka hrauni nánar ættu að gefa sér tíma og fara nokkrar ferðir um hraunið. Það er margt að sjá og um að gera að skyggnast eftir minjum og áhugaverðum stöðum.
Ekki má gleyma strandlengjunni sem er síbreytileg og tjarnirnar í Vatnagörðunum eru mjög sérstakar. Það er auðvelt að fara um hraunið allan ársins hring og hægt leita skjóls ef vindur blæs og regnið lemur. Þarna hafa skáld og myndlistarmenn eins og Kjarval, Pétur Friðrik, Eiríkur Smith og Guðmundur Karl oft leitað fanga.
Frábært veður í vetrarljósakiptunum. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Ólafur Þorvaldsson, Áður en fífan fýkur.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
-Jón Jónsson, Frá fjöru til fjalls.
-Jónatan Garðarsson.
-Atli Karl Ingimarsson.
-Jarðabók ÁM og PV – Hraunsholt.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgaklettar

Gengið var um Gálgahraun, en hraunið sem og Klettahraun eru nyrstu hlutar Garðahrauns. Eftirfarandi lýsing er m.a. byggð á lýsingu Jónatans Garðarssonar um svæðið. Um Hraunin lá svonefndur  SelurFógetastígur, frá Reykjavík til Bessastaða, Garðagata og Móstígur.
“Nyrsti hluti Búrfellshrauns nefnist Garðahraun og skiptist í Engidalshraun og Klettahraun sem er líka nefnt Klettar. Allra nyrst er Gálgahraun þar sem hraunið gengur fram í Lambhúsatjörn og Skerjafjörð. Þetta er gott útivistarland og margt að sjá í hrauninu og fjörunni. Gróðurfar er fljölbreytt, klettamyndir stórfenglegar, djúpar gjótur og grunn jarðföll setja svip á landið og ströndin er heillandi. Við hraunjaðarinn eru fallegir bollar og hraunstrýtur og klettar af öllum stærðum. Myndarlegustu klettarnir bera einkennandi nöfn eins og Stóriskyggnir og Litliskyggnir og skammt frá þeim eru Vatnagarðarnir. Frægastir eru Gálgaklettar, eða Gálgar, sem eru þrír stórir hraundrangar sem standa í þyrpingu. Það eru Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi, sem segja má að sé þríklofinn klettur og þar af leiðandi allt eins nefndir einu nafni Gálgaklofningar.

Hraunkarl

Við Gálgana átti að vera staður sem kallaðist Gálgaflöt. Munnmæli herma að þar hafi sakamenn sem hengdir voru í gálgunum verið dysjaðir. Grasi grónir balar norðan við Gálgakletta eru grænni en aðrir staðir nærri klettunum. Ekki er ljóst hvar Gálgaflötin var en þessir balar koma sterklega til greina. Ritaðar frásagnir af því að mannabein hafi fundist við Gálgakletta bera þess vitni að þar hafi menn verið dysjaðir þó aðrar skráðar heimildir séu ekki fyrir hendi.
Áður fyrr þótti hraunið ekki mjög heillandi eða árennilegt öðrum en þeim sem þekktu það vel. Álftanesgata eða Fógetagata eins og hin forna alfaraleið út á Álftanes var nefnd, lá í krókum gegnum hraunið eftir ruddri slóð.

Fógetastígur

Gatan var ágæt yfirreiðar í björtu veðri en gat reynst hættuleg og valdið óhugnaði hjá fólki í dimmviðri, regni og vetrarhríð. Gatan var líka nefnd Gálgahraunsstígur nyrðri og Sakamannastígur. Þessi nöfn voru nægjanlega skuggaleg til að setja hroll að ferðalöngum sem áttu leið um þessa grýttu og torfæru götu eftir að rökkva tók. Gatan er enn nokkuð augljós og auðvelt að rekja sig eftir henni þar sem hún fetar sig upp á hraunið nærri Eskinesi við botn Arnarvogs yfir hraunið og að hraunbrúninni rétt norðvestan við Garðastekk. Hraunið þótti það villugjarnt að um tíma gat Arnes Pálsson falist þar á 18. öld, en hann var kunnur þjófur sem lagðist út og var samtíða Fjalla Eyvindi og Höllu. [Arnes dvaldist í Arnesarhelli við Hraunsholt, nokkru austar, undir norðurbrún Flatahrauns.]
Þeir sem kunnu að nýta það sem hraunin gáfu af sér töldu þau afar gjöful. Hraunið tilheyrði Garðakirkju og fengu leiguliðar kirkjunnar að beita þar sauðfé sínu. Víða í grasgefnum lautum í hraunjaðrinum og út með ströndinni var ágætist útibeit fyrir sauðfé hvort heldur var að sumri eða vetri. Auðvelt var að útbúa fjárskjól í hraunskútum og má finna minjar um smala- og fjárskjól ásamt hlöðnum byrgjum á nokkrum stöðum. Þegar skyggnst er ofan í jarðföll, sprungur í hraunjöðrum og klettaborgum sjást þessar grjóthleðslur, eða vallgrónir torf- og grjótveggir. Stundum var hlaðið upp við sprungur og reft yfir til að nýta náttúrlegar aðstæður sem best. Slíkar minjar er hægt að finna í Klettahrauni og Gálgahrauni, t.d. á Grænhól, við Garðastekk og við Eskines.
 GálgahraunHraunið gat verið ágætis beitiland en það var ekki hættulaust að nýta það. Sauðamenn fylgdu sauðfénu og gættu þess að það færi sér ekki að voða því víða leynast glufur í hrauninu sem geta valdið skaða. Á vetrum var fénu beitt í fjörunni á hólmum og flæðiskerjum. Það var því mikilvægt að gæta að sjávarföllum og koma fénu í land áður en féll að. Féð gekk í fjöru frá Gálgaklettum inn að Eskinesi og þar rak oft ferskan marhálm sem var á við töðugjöf þegar hálmurinn var nýr. Fjárkynið sem undi sér best í Klettunum var kallað Klettafé. Það var á útigangi í hrauninu nema þegar rekið var á fjall yfir hásumarið. Hraunið var leitótt og erfitt yfirferðar og féð styggt og meinrækt að sögn Ólafs Þorvaldssonar, sem bjó í Ási við Hafnarfjörð. Þetta leiddi til þess að iðulega kom fyrir að eitthvað af fénu komst ekki á fjall og var í hrauninu allt árið.

 Gálgahraun

Nokkur örnefni og kennileiti minna á þessa tíð, þ.á.m. eru Garðastekkur og Garðarétt, ásamt túnflekk og húsatóftum í hraunjaðrinum á móts við Prestaþúfu. Beitin hefur án efa átt sinn þátt í að eyða kjarrgróðri sem eflaust hefur vaxið í hrauninu í öndverðu. Birki og víðir eru að ná sér á strik á stöku stöðum í hrauninu en það er að mestu vaxið lyngi, mosa og hverskyns lággróðri.  Hálmskurður var stundaður aðallega í Lambhúsafjöru í Lambúsatjörn. Skorinn Marhálmurinn var notaður þegar illa áraði og heyfengur af skornum skammti og þótti góð búbót því nautgripir voru sólgnir í hann. Hálmur sem rak á Lambhúsafjörur var góður sem undirlag í rúm og til að útbúa dýnur. Hann var stundum notaður sem stopp í söðla og hnakka og jafnvel í sængur. Marhálmurinn var algjörlega ónýtur sem eldsneyti en þegar farið var að byggja timburhús var hann mikið notaður til að einangra milli þilja. Hann var seldur til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og notaður í íshúsin, einkum Nordalsíshús og Ísbjörninn.

 Gálgahraun

Guðmundur Þóroddson í Lásakoti á Álftanesi hafði atvinnu af því að hirða marhálm í Skógtjörn, þurrka hann og flytja á tveimur hestum til kaupenda. Marhálmur vex í minna mæli nú en áður og hvarf að mestu veturinn 1918-19. Hálmurinn er mikilvæg fæða álfta sem Álftanes dregur væntanlega nafn sitt af. Margæsir sem staldra hér við á vorin og haustin á leið sinni til og frá vetrastöðvunum í Bretlandi en sumarsvæði hennar eru í Grænlandi og Kanada sækjast í marhálminn. Það eru fleiri fuglar sem sækja í tjarnirnar á Álftanesi í grennd við Gálga- og Klettahraun. Fuglalífið er ákaflega fjölbreytt og tegundafjöldinn óvenju mikill.
 GálgahraunTalsverð búbót var af torfristu og mótekju en fjörumór þótti mun betri eldsmatur en hálmurinn. Garðhverfingar höfðu leyfi til að skera þang í fjöru en rekaþangið var betra og þornaði fyrr en þang sem var skorið í sjó. Það var ekki eins salt og brann líka betur. Mór og þang var þurrkað á þurrkvöllum í hrauninu og á hlöðnum þurrkgörðum. Það var síðan geymt í hlöðnum grjótbyrgjum. Þegar þangið var vel þurrt var það bundið upp í sátur sem voru bornar á bakinu heim á bæina. Þegar allt annað þraut var lyng rifið og notað sem eldsmatur og það litla sem fékkst af kvisti var líka tekið.
Jón Jónsson jarðfræðingur segir í bókinni frá Fjöru til fjalls að sjávarstaða hafi verið lægri en nú er þegar Búrfellshraun rann. Eskines er kvísl eða hrauntangi sem gengur lengst út í Arnarvog og hefur stöðvast á þurru landi telur hann. Nesið hefur brotnað á undangenginni öld og sjór flæðir nú yfir stóran hluta þess á stórstraumsflóðum.

Tóft

Húsatóftir sem eru að eyðast sjást enn á Eskinesi. Erfitt er að henda reiður á hvort þetta er gömul verbúð eða kotbýli, en líklegast er að þetta sé hús sem Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum lét reisa um 1870. Hann ætlaði að koma upp æðarvarpi í Eskinesi. Samkvæmt frásöng Ólafs Þorvaldssonar lét hann reisa kofa í hraunjaðrinum og þar eru vallgrónar minjar, þannig að það má vera að tóftirnar á nesinu séu af eldra húsi. Séra Þórarinn flutti karl og konu í kofann og lét þau hafa hænsnfugla hjá sér sem áttu að lokka æðakollurnar til að verpa í hreiðrin sem útbúin höfðu verið. Þetta hafði ekki tilætlaðan árangur og gafst Þórarinn upp á þessari tilraun stuttu seinna. Norðan við Eskineseyrartá eru tvö eða þrjú flæðisker sem sauðfé sótti mjög í á sínum tíma. Þar varð verulegur fjárskaði um 1900 þegar 40-50 kindur úr Hafnarfirði og Garðahverfi flæddi til dauðs.
Þrátt fyrir dulúð, drunga og harðneskjublæ sem fylgir óneitanlega Gálgahrauns- og Klettahrauns nöfnunum eru margir heillandi staðir á þessum slóðum.

 Gálgahraun

Þeir sem vilja kynnast þessu merka hrauni nánar ættu að gefa sér tíma og fara nokkrar ferðir um hraunið. Það er margt að sjá og um að gera að skyggnast eftir minjum og áhugaverðum stöðum.
Ekki má gleyma strandlengjunni sem er síbreytileg og tjarnirnar í Vatnagörðunum eru mjög sérstakar. Það er auðvelt að fara um hraunið allan ársins hring og hægt leita skjóls ef vindur blæs og regnið lemur. Þarna hafa skáld og myndlistarmenn eins og Kjarval, Pétur Friðrik, Eiríkur Smith og Guðmundur Karl oft leitað fanga. Þeir sem hafa gaman af því að taka ljósmyndir ættu að finna ógrynni af skemmtilegum mótífum í klettum og klungrum.”
Selir léku sér í lygnunni á austanverðri Lambhúsatjörninni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir:
-Ólafur Þorvaldsson, Áður en fífan fýkur.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
-Jón Jónsson, Frá fjöru til fjalls.

Gálgahraun

Garðastekkur

Gengið var að Garðastekk eða Garðarétt undir vesturjaðri Garðahrauns. Hún er eitt elsta mannvirkið á Álftanesi. Þegar gengið var upp á hraunkantinn ofan við réttina kom nokkuð merkilegt í ljós – fjárborg, sú 90. sem FERLIR hafði til þessa skoðað á Reykjanesi. Hún er greinilega mjög gömul. Erfitt er að koma auga á hana, en í birtunni að þessu sinni þar sem sólin skein lágt úr suðri, sást hún mjög vel. Borgarinnar er ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðastekkur er í raun gróinn tóft vestan við Garðaréttina. Örnefnið hefur síðan færst yfir á réttina eftir að hún var hlaðin í hraunkantinum.

Garðahraun

Fjárborg í Garðahrauni.

Gengið var norður með vesturjarði hraunsins og inn á svonefndan Sakamannastíg (Gálgastíg) í Gálgahrauni. Skammt austar, norðan stígsins má sjá nokkrar mjög gamlar hleðslur. Ein þeirra er herðslugarður og sést móta fyrir húsi á einum stað. Stígnum var fylgt að Gálgaklettum. Klettarnir, sem eru þrír; Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi, standa reisulegir rétta ofan við sjóinn. Sígurinn liggur beint að þeim. Utan í vestanverðum Gálgaklettum er skeifulaga garður, sennilega Gálgaflöt. Í henni voru sakamenn dysjaðir. Þar sem klettarnir klofna á móti norðri hafa þeir að öllum líkindum verið hengdir. Ef grannt er skoðað má sjá grópir efst í klettunum beggja vegna klofsins. Í heim hefur gálginn sennilega hvílt er sakammaninum var ýtt fram af á milli klettanna.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Haldið var suður í hraunið og var þá komið að Álftanesgötu, öðru nafni Fógetastíg. Gatan lá til Bessastaða. Skammt ofan við Garðastekk eru gatnamót og heitir tröðin að stekknum Álftanesstígur en frá hraunbrúninni að Görðum lá Garðstígur, sem enn mótar fyrir.

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Garðastekkur

Skilti hefur verið afhjúpað sunnan Garðastekks utan Garðahrauns (Gálgahrauns) með gagnlegum upplýsingum um sögu og minjar svæðisins.
Gardahraun-1Það voru Hraunavinir í samvinnu við umhverfisnefnd Garðabæjar sem unnu og settu skiltið upp. Á því má m.a. lesa eftirfarandi:

Gálgahraun

Gardahraun-2

Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er Garðahraun. Gálgahraun var friðað ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar 6. október 2009. Friðunin spannar 1;0815 km2 svæði sem samsvarar 108 hekturum.

Fógetagata (Álftanesgata)
Gardahraun-3Gatan var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til Bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðinn. Leiðin var greiðfær í björtu en gat verið þungfarin í dimmviðri og hríðarbil. gatan sést greinilega þar sem hún hefur grópast ofan í hraunhelluna í aldanna rás. Að austan liggur hún um grunnt skarð við Hraunvík og kvíslast í Nyrðri Fógetagötu og Syðri Fógetagötu við Litla Skyggni. Hún sameinast á smákafla nærri Stóra Skyggni áður en hún skiptist aftur í Garðastíg (Garðagötu) sem tengist kirkjustaðnum Görðum og Álftanesgötu sem liggur út á Álftanesið.

Móslóði

Móslóði

Móslóði.

Á meðan mór var notaður til að viðhalda glóðinni í eldstæðum þeirra sem bjuggu í kotunum í Álptaneshreppi hionum forna var hann tekinn í Hraunsholtsmýri, Lágumýri og Arnarnesmýri. Leiguliðar Garðakirkju sem bjuggu í Hafnarfirði og Garðahverfi fóru ófáar ferðir um Móslóða til að sækja mó í mýrarnar. Ennþá er hægt að sjá hvar vegslóðinn lá milli mýranna og Vegamóta við Álftanesveg. Þar komu leiðirnar frá Garðahverfi, Hafnarfirði og Álftanesi saman.

Gálgaklettaleið
Gardahraun-4Gálgaklettaleið sveigir út af Fógetagötu í miðju Gálgahrauni skammt frá Stóra Skyggni. Auðvelt er að rata með því að taka stefnuna til norðurs og miða við Bessastaði. Nokkrar djúpar gjótur eru sunnan Gálgakletta og hægt að fara austan eða vestan þeirra áður en komið er að Gálgaflöt.

Sakamannastígur
Sakamannastígur er í hraunjarðrinum sunnan Lambhústjarnar. Leiðin var einnig nefnd Gálgastígur eða Aftökustígur og gefa nöfnin til kynna hvað þarna fór fram. Stígurinn virðist hafa verið fjölfarin en hann liggur framhjá Litla Gálga áður en komið er að Gálgaklettum. Þokkaleg lending er við Gálgaflöt, líklega voru sakamenn stundum ferjaðir yfir Lambhústjörn frá Bessastöðum. Þeir sem hefja göngu við Hraunvík geta nálgast Gálgakletta með því að fylgja strandlengjunni. Leiðin liggur framhjá Eskinesi og smátjörnum Vatnagarða áður en komið er að Gálgaklettum.

Gálgaklettar

Gardahraun-5

Gálgaklettar sem heita allt eins Gálgar eru þrír talsins: Vestur Gálgi, Mið Gálgi og Austur Gálgi. Þeir virðast vera dekkri yfirlitum en klettarnir umhverfis þá og nafnið hefur nægt til að skjóta fólki skelk í bringu í aldanna rás. Staðkunnugir kölluðu klettana einu nafni Gálgaklofning þar sem þetta var upphaflega einn klettur sem klofnaði í þrjá hluta. Samkvæmt munnmælum voru sakamenn hengdir í Gálgaklettum, en ekki eru til ritaðar heimildir sem staðfesta þetta. Samt sem áður hafa mannabein fundist nærri Gálgaklettum. Þau styðja þessar sagnir.

Eskines

Gardahraun-6

Eskines er sá hluti Búrfellshrauns sem lengst nær frá eldstöðinni Búrfelli. Ysti hluti Eskiness er í 12 km fjarlægð frá miðhluta Búrfellsgígs. Nærri hraunjaðrinum er kofarúst frá seinni hluta 19. aldar þegar Þórarinn Böðvarsson prestur frá Görðum ætlaði að koma þar upp æðarvarpi. Hann lét byggja kofann og fékk vinnuhjú til að búa þar með hænsni yfir sumartímann, en æðarvarpið misheppnaðist. Eskines er nánast flæðisker sem hefur sigið í aldanna rás og drukknuðu þar 40-50 kindur í eina tíð. Huga þarf að sjávarföllum ef farið er út á nesið, einkum á stórstraumi. Ofan Eskineseyra eru Eskinesklettar.

Garðastekkur
Gardahraun-7Garðar var einn ríkasti kirkjustaður landsins um aldir og umhverfis prestsetrið var fjöldi hjáleiga sem nefndust einu nafni Garðahverfi. Garðakirkja átti miklar lendur. Á veturna var búsmalanum haldið til beitar í Garðahrauni og Garðastekkur gegndi mikilvægu hlutverki. Vestur af honum eru húsatóftir og á hraunrana er hrunin fjárborg. Þessar minjar vitna um horfna búskaparhætti.

Kjarvalsklettar

Garðahraun

Garðahraun – Kjarvalsklettar.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var heillaður af hraunlandslagi og fór á sömu staðina á mismunandi árstímum til að mála. Ákveðnir drangar í Klettahrauni urðu honum hugleiknir en hann málaði einnig aðra kletta sem finna má í grenndinni. Kjarvalsklettar í Garðahrauni koma fyrir í nokkrum tugum málverka meistarans. Kjarval nefndi þessi málverk ýmist Hraun, Úr Gálgahrauni, Úr Bessastaðahrauni eða frá Álftanesi.

Galgahraun-kort

Auk þess má bæta við að fjölmargt annað áhugavert má berja augum í nágrenninu. Má þar t.d. nefna Garðagötuna fyrrnefndu. Hún sést enn mjög vel ofan núverandi Álftanesvegar þar sem hún liðast upp norðanvert Garðaholt. Við götuna er Mægðnadys, hlaðið hringlaga leiði, og skotgrafir frá stríðsárunum hafa verið grafnar þvert á götuna efst á holtinu auk tveggja skotbyrgja. Sambærilegar skotgrafir má sjá nánast við hvern klapparhól á Garðaholti. Austar liggur Kirkjustígurinn frá Hraunsholti að Görðum. Við hann er Völvuleiðið, hringlaga hlaðin dys. Á milli þessara tveggja dysja má auk þess sjá enn eina hringlaga hlaðna dys í holtinu.
Hafa ber í huga að kortið á skiltinu lýsir fyrst og fremst áhugaverðum gönguleiðum um svæðið, en ekki fornum þjóðleiðum. Þá myndi það líta öðruvísi út sbr. meðfylgjandi loftmynd.

Garðahraun

Í Garðahrauni.

Gálgahraun

Ólafur Sigurgeirsson skrifaði um Gálgahraun í Morgunblaðið árið 1988:
“Einhver aðgengilegasti staður til útiveru og gönguferða hér í nágrenni Reykjavíkur er Gálgahraun, en það er sunnan við Arnarnesvog og er raunar nyrsti hluti Garðahrauns, en sker sig að nokkru úr vegna þess hvað það er úfið og sundur skorið af sprungum. Þessi hraun eiga upptök sín í Búrfellsgíg suðaustan Hafnarfjarðar og munu vera um 7200 ára gömul.
galgahraun-299Hér við hraunjaðarinn er skjólgott og mikill gróður, en utar þar sem ekki nýtur skjóls er gróður allur minni og er þar kríuvarp, sem varið er af mikilli atorku og er því betra að halda sig við hraunjaðarinn á varptíma. Þegar stutt er að Lambhúsatjörn verða á vegi okkar tvær litlar vörður í hraunjaðrinum, en þær vísa á gömlu þjóðleiðina sem liggur hér yfir hraunið. Þetta er rudd gata og hefur sýnilega verið mjög fjölfarin á öldum áður, enda er gatan merkt á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar. Við skulum fylgja þessari götu yfír hraunið, en hún er furðu glögg þótt nú sé hún algróin. Þegar inn í hraunið er komið verður það allúfíð og sprungið og eru þar margar skjólgóðar lautir og bollar. Hér er gott að setjast niður og njóta útiverunnar. Sé sólskin má jafnvel fara í sólbað. Síðan höldum við göngunni áfram og þegar við erum komin í gegnum hraunið erum við stödd syðst við Arnarnesvoginn og höldum með sjónum til baka og komum við þá brátt að nesi sem heitir Eskines og skilur að Arnarnesvog og Lambhúsatjörn. Á fjöru er auðvelt að ganga út á nesið, en á flóði verður nesið að eyju og er landsig mjög áberandi hér, svo sem nafnið Lambhúsatjörn gefur til kynna, en Lambhúsatjörn er nú sjávarvogur.
eskines-221Kofatótt er við hraunjaðarinn upp af Eskinesi og á hún þá sögu að um 1870 hugðist Þórarinn Böðvarsson, prestur í Görðum, koma upp æðarvarpi á Eskineseyrum. Lét hann byggja kofann og setti þar niður karl og kerlingu og skyldu þau búa í haginn fyrir æðarvarpið með því meðal annars að halda hænsni, þar sem menn töldu að hænsn lokkuðu fulginn að með vappi sínu ásamt gali hanans. Þessi tilraun mistókst.
Hér í fjörunni er rekaþang víða í hrúgum, en það var áður notað til eldsneytis af Garðhverfingum og Hafnfirðingum, sem þurrkuðu það og báru síðan á sjálfum sér heim í kotin og tómthúsin, því erfitt var um eldivið á þessum slóðum.
Við höldum nú ferðinni áfram vestur með Lambhúsatjörn en förum varlega, því hér er hraunið mjög úfið og sprungið, en þegar við erum komin beint á móti Bessastöðum verða Gálgaklettar á vegi okkar. Gálgaklettar eru auðþekktir þar sem þeir rísa hærra en klettarnir í kring og eru brattir og sundur sprungnir svo auðvelt hefur verið að koma þar fyrir gálgatré. Það voru aðallega þjófar og umrenningar sem voru hengdir, og voru þeir yfirleitt dysjaðir nálægt aftökustað og munu mannabein hafa fundist í hraungjótum í grennd við klettana.”

Heimild:
-Morgunblaðið 25. júní 1988, bls. 12-13.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Gálgahraun

Gengið var um Grástein á Álftanesi, framhjá Selskarði, skoðuð steinbrú yfir Skógtjörn og haldið austur með suðurjarðri Gálgahrauns að Garðastekk.

Gálgahraun

Gálgahraun – skófir.

Garðastekkur

Í Garðastekk.

Skammt frá vegamótum Suðurnesvegar og Norðurnesvegar er sá merki steinn Grásteinn, sem er álagasteinn. Í honum eru för sem sýna að reynt hefur verið að færa steininn úr stað en eitt sinn er það var reynt sýndist mönnum Eyvindarstaðir standa í björtu báli og hættu við flutninginn. Skyggnt fólk segja álfa búa í steininum. Þeim er illa við að fólk fari með gassagangi framhjá honum. Sé það gert reyna þeir að gera því fólki glettu. Þeir láta fólks hins vegar í friði fari með friðsemd.
Gengið var með Álftanesvegi áleiðis að Gráhelluhrauni. Selskarð er þar á vinstri hönd, skammt austan heimkeyrslunnar að Bessastöðum.

Skógartjörn

Skógartjörn – brú.

Á leiðinni var skoðuð gömul göngu- og reiðleið um Álamýri við Skógtjörnina. Leiðin lá fyrrum um steinbrú, “stíflurnar” yfir jarðar tjarnarinnar og stytti það leiðina yfir í Garðahverfi. Brúin var þó hrunin á nítjándu öld, að minnsta kosti þegar Benedikt Gröndal skrifaði Dægradvöl. Benedikt segir brúna “allmikið verk, en illa gert”.

Guðmann Magnússon, bóndi á Dysjum í Garðahverfi, lýsti helstu leiðum, sem farnar voru út á Álftanes um aldamótin. Austur úr hafi tvær leiðir með sjónum í gegnum hraunið. Önnur í vestæga stefnu um Garðastekk, en þaðan hafi sú leið skiptst í tvennt og ein leið legið meðfram sjónum og út á Álftanes (Bessastaðasókn), en önnur í Garðahverfi.

Fógetagata

Fógetagatan um Garðahraun.

Þetta getur vel passað við Fógetagötuna annars vegar og Garðaveg/-götu hins vegar, en hún liggur upp á Garðaholt, svo til í beina stefnu á Garðakirkju. Álftanesgatan gæti síðan hafa tekið við frá gatnamótunum, áleiðis að Bessastöðum.
Selskarði hefur verið mikið raskað, þrátt fyrir viðurkennt fornleifagildi. Það er í rauninni ágætt dæmi um hvernig á ekki að umgangast fornminjar og ætti því að geta orðið víti til varnaðar.
Gísli Sigurðsson nefnir nafnið Selsgarðar. Í jarðabók ÁM og PV segir að Garðar hafi brúkað þar (í landi Hausastaða) skipsuppsátur. Álftanesgata (Fógetagata) hafi legið á vatnaskilum (þurrlendi) sunnan Selskarðsbæjar gamla.
Gálgahraun er fremsti hlutinn af hrauninu norðvestan Álftanesvegar. Þar lá vegurinn til Bessastaða allt fram á nítjándu öld. Gálgahraun þótti mjög gjöfult.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Ólafur Þorvaldsson segir í enduminningum sínum að “þeir , sem fóru til aðdrátta í Gálgahrauni, voru aðallega Garðhverfingar, svo eitthvað Hafnfirðingar, og var það þang og marhálmur, sem þangað var sótt, og ver það bæði rekaþang og skorið þang. Betra þótti rekaþang til brennslu en þang það, sem skorið var, aðallega fyrir það að minna salt virtist í því og þornaði því fyrr.
Þegar þangið var orðið þurrt báru menn það oftast heim á sjálfum sér, í stórum byrðum eða sátum, þar eð fæstir þurrabúðarmenn áttu hesta. Gálgahraun lætur ekki mikið yfir gróðri þeim, sem það býr yfir, en hann er meiri heldur en flesta grunar. Gálgahraun fæddi og fóstraði marga sauðkindina, meðan menn hagnýttu sér útibeit. Þó var beitin þar ekki með öllu áhættulaus. Gálgahraun, sem er nyrsti hluti Garðahrauns, á sér engin ákveðin mörk að sunnan í hrauninu.

Gálgahraun

Gálgahraun – kort.

Gálgahraun býður upp á stórbrotna náttúru. Hraunið, sem kemur úr Búrfelli um Búrfellsgjá, um 10 km leið og er um 18 ferkílómetrar. Hraunið er talið vera um 7200 ára. Heitir það ýmsum nöfnum á leiðinni. Í því eru fjölbreyttar tjarnir, fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki. Gálgahraun er tilkomumikið nútímahraun með lífauðugum sjávarfitjum.

Hluti þessa svæðis hefur verið friðlýstur. Í matsskýrslu fyrir nýjan Álftanesveg kemur fram að hin forna þjóðleið, Fógetastígur, hafi verið leið um Gálgahraun. Stígurinn þykir mjög óvenjulegur þar sem óvíða hafi umferð á Íslandi verið það mikil fyrr á öldum að rásir hafi klappast í hraun. Stígurinn er þannig minnisvarði um mikilvægi Bessastaða sem miðstöðvar stjórnsýslu á Íslandi og efnahagslífs við Faxaflóa um aldur. Þykir stígurinn “meðal allra merkustu fornleiða á höfðuborgarsvæðinu og hefur ótvírætt varðveislugildi”.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgahraun er nefnt eftir Gálgunum nyrst í hrauninu. Þar var aftökustaður. Sakamannastígur liggur frá Álftanesgötu (Fógetastíg/-götu) yfir að Gálgaklettum.
Gengið var að Garðastekk. Garðastekkur er gömul fjárrétt. Mikilvægt er að varðveita stekkinn, enda teljst hann til menningarminja. Í hrauninu, ofan við stekkinn, er gömul fjárborg, sem ekki er getið um í örnefna- eða fornleifalýsingum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Álftanessaga – Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Gálgaklettar

Við hraunjaðar Garðahrauns, skammt frá Garðastekk, er skilti um Gálgahraun. Þar segir í texta:

“Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er garðahraun. Gálgahraun var friðað  samt fjörum og grunnsvævi Skerjafjarðar 6. október 2009. Friðunin spannar 1.0815 km2 svæði sem samsvarar 108 kekturum.

Áhugaverðar gönguleiðir í Gálgahrauni:

Fógetagata (Álftanesgata)

Fógetagata

Fógetagata.

Gatan var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðinn. Leiðin var greiðfær í björtu en gat verið þungbúin í dimmviðri og vetrarhríð. Gatan sést greinilega þar sem hún hefur grópast ofan í hraunhelluna í aldanna rás. Að austan liggur hún um grunnt skarð við Hraunvik og kvíslast í Nyrðri Fógetagötu og Syðri Fógetagötu við Litla Skyggni. Hún Sameinast á smákafla nærra Stóra Skyggni áður en hún skiptist aftur í Garðastíg sem tengist kirkjustaðnum Görðum og Álftanesgötu sem liggur út á Álftanesið.

Móslóði

Gálgahraun

Gálgahraun – kort.

Á meðan mór var notaður til að viðhalda glóðinni í eldstæðum þeirra sem bjuggu í kotnum á Álptaneshreppi hinum forn var hann tekinn í Hraunsholtsmýri, Lágumýri og Arnarnesmýri. leiguliðar Garðakirkju sem bjuggu í Hafnarfirði og Garðahverfi fóru ófár ferðir um Móslóða til að sækja mó í mýrarnar. Ennþá er hægt að sjá hvar vegslóðinn lá milli mýtranna og Vegamóta við Álftanesveg. Þar komu leiðirnar frá Garðahverfi, Hafnarfirði og Álftanesi saman.

Gálgaklettsleið

Gálgaklettar

Gálgaklettar – horft af Gálgaklettsleið.

Gálgaklettsleið sveigir út af Fógetagötu í miðju Gálgahrauni skammt frá Stóra-Skyggni. Auðvelt er að rata með því að taka stefnuna til norðurs og miða við Bessastaði. Nokkrar djúpar götur eru sunna Gálgakletta og hægt að fara austan eða vestan þeirra áður en komið er að Gálgaflöt.

Sakamannastígur

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Sakamannastígur er í hraunjaðrinum sunnan Lambhúsatjarnar. leiðin var einnig nefnd Gálgastígur eða Aftökustígur og gefa nöfnin til kynna hvað þarna fór fram. Stígurinn virðist hafa verið fjölfarinn en hann liggur fram hjá Litla-Gálga áður en komið er að Gálgaklettum. Þokkaleg lending er við Gálgaflöt, líklega voru sakamenn stundum ferjaðir yfir Lambhústjörn frá Bessastöðum. þei sem hefja göngu við Hraunvik geta nálgast Gálgakletta með því að fylgja strandlengjunni. leiðin liggur framhjá Eskinesi og smátjörnum Vatnagarða áður en komið er að Gálgaklettum.

Helstu staðir í Gálgahrauni:

Gálgaklettar

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgaklettar sem heita allt eins Gálgar eru þrír talsins; Vestur Gálgi, Mið Gálgi og Austur Gálgi. þeir virðast vera dekkri yfirlitum en klettarir umhverfis þá og nafnið hefur nægt til að skjóta fólki skelk í bringu í aldanna rás. Staðkunnugir kölluðu klettana einu nafni Gálgaklofning þar sem þetta var upphaflega einn klettur sem klofnaði í þrjá hluta. Samkvæmt munnmælum voru sakamenn hengdir í Gálgaklettum, en ekki eru til ritaðar heimildir sem staðfesta þetta. Samt sem áður hafa mannabein fundist nærri Gálgaklettum. Þau styðja þessar sagnir.

Eskines

Eskines

Eskines – tóftir.

Eskines er sá hluti Búrfelshrauns sem lengst nær frá eldstöðinni Búrfelli. Ysti hluti Eskiness er í 12 km fjarlægð frá miðhluta Búrfellsgígs. Nærri hraunarðrinum er kofarúst frá seinni hluta 19. aldar þegar Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum ætlaði að koma þar upp æðarvarpi. Hann lét byggja kofann og fékk vinnuhjú til að búa þar með hænsni yfir sumartímann, en æðarvarpið misheppnaðist. Eskines er nánast flæðisker sem hefur sigið í aldanna rás og drukknuðu þar 40-50 kindur í eina tíð. Huga þarf að sjávarföllum ef farið er út á nesið, einkum á stórstraumi. Ofan Eskineseyra eru Eskinesklettar.

Garðastekkur

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðar var einn ríkasti kirkjustaður landsins um aldir og umhverfis prestsetrið var fjöldi hjáleiga sem nefndust einu nafni Garðahverfi. Garðakirkja átti miklar lendur. Á veturnar var búsmalanum haldið til beitar í Garðahrauni og Garðastekkur gegndi mikilvægu hlutverki. Vestur af honum eru hústóftir og á hraunrana hraunin fjárborg. Þessar minjar vitna um horfna búskaparhætti.

Kjarvalsklettar

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var heillaður af hraunslandsagi og fór á sömu staðina á mismunandi árstímum til að mála. Ákveðnir drangar í Klettahrauni urðu honum hugleiknir en hann málaði einng aðra kletta sem finna má í grenndinni. Kjarvalsklettar í Garðahrauni koma fyrir í nokkrum tugum málverka meistarans. Kjarval nefndi þessi málverk ýmist Hraun, Úr Gálgahrauni, Úr Bessastaðahrauni eða Frá Álftanesi.”

Taka þarf framangreindar lýsingar, sem og meðfylgjandi uppdrátt, með hæfilegum fyrirvara.

Gálgahraun

Fiskigarðar í Gálgahrauni.

Eskines

Í Lesbók Morgunblaðsins 1952 fjallar Ólafur Þorvaldsson um “Gálgahraun og Eskineseyrar”.

Gálgahraun

Í Gálgahrauni.

“Í LESBÓK Morgunblaðsins, 31. tbl., skrifar Árni Óla blaðamaður grein, sem hann nefnir Gálgahraun. Greinin er hin fróðlegasta, svo sem vænta mátti úr þeirri átt. Þar lýsir höfundur vel og glögglega þessum afvikna stað, Gálgahrauni, legu þess, margbreyttri náttúrusmíð, gróðri og fuglalífi. Einnig rekur hann í grein þessari allýtarlega gamlar harmsögur, sem tengdar eru þessum stað, — en sem betur fer, eru fyrir löngu hættar að endurtakast hér á landi. Þetta eru gamlar íslenzkar raunasögur, sem verður að segja svo sem til hafa gengið, ef á þær er minnst.
Þegar ég hafði lesið umgetna grein, þá datt mér í hug, hvort úr vegi væri, að sagt væri dálítið meir frá stað þessum, sem þótt svo nálægur sé mestu miðstóð allra ferðalaga, er nú sennilega mjög fáfarinn og allur fjöldinn veit ekkert um, að hann hafi nokkru sinni verið nokkrum til nota, þangað hafi víst fátt nýtilegt verið að sækja.
Ég mun því í línum þessum bregða upp augnabliks mynd af því, hvernig menn af næstu bæjum og byggðarlögum notfærðu sér hlunnindi þau, sem þarna buðu sig fram. Nú hefir staður þessi orðið útundan, og enginn talar lengur um að fara „inn í Gálgahraun”, til eins né neins. Tímarnir hafa breytst, — mennirnir hafa breytst. Þeir, sem einkum notfærðu sér það, sem þarna var að hafa, voru aðallega Garðhverfingar, dálítið Hafnfirðingar og Hraunsholtsbóndinn, einkum beit.
Úr Hafnarfirði og Garðahverfi mun vera sem næst þriggja stundarfjórðunga gangur í Gálgahraun. — Meðan flestir fóru gangandi í allar skemmri ferðir, varð margur spottinn einum og öðrum helzt til langur, einkum þegar mikið var borið og veður og færð misjafnt. Nú má segja að flestar vegalengdir séu horfnar með breyttum samgöngutækjum, enda flestir, sem eitthvað ferðast, sem kjósa hinar fljótfarnari leiðir. Við þetta gleymast, jafnvel týnast, margir hinna ósnortnu staða, og er þetta því meiri eftirsjá, sem margir þessir staðir búa yfir gömlum sögnum, fegurð og friðsæld.
Árni Óla hefir manna mest unnið að því að vekja athygli fólks á mörgum þessara afskekktu staða, og veit ég að hann telur sig hafa fengið „borgaða skóna”, sem hann hefir slitið í ferðum sínum á þessar slóðir.
Ég get búist við að nú finnist ýmsum heldur lítið koma til hlunninda þeirra, sem þessi staður lét í té, meðan nýttur var, en muna verður það, að þá voru aðrir tímar en nú eru og menn lutu þá oft að því, sem nú er framhjá gengið, enda ekki lengur þörf slíkrar nýtingar.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Þeir, sem einkum fóru til aðdrátta í Gálgahraun voru aðallega Garðhverfingar, svo og eitthvað Hafnfirðingar, og var það þang og marhálmur, sem þangað var sótt, og var það bæði rekaþang og skorið þang. — Betra þótti rekaþang til brennslu, en þang það, sem skorið var, aðallega fyrir það, að minna salt virtist í því og þornaði því fyrr. Þangið var borið upp úr fjörunni á þerrivöll, og var stundum hrófað upp garðabrotum, sem þangið var svo breitt á, því bezt blés það þannig. Þegar þangið var orðið þurrt, báru menn það oftast heim á sjálfum sér, í stórum byrðum eða sátum, þar eð fæstir þurrabúðarmenn áttu hesta. Þetta var langur burður og vegurinn heldur stirður. — Já, svona var þetta þá.
Um marhálminn. sem einnig rak þarna á land, aðallega úr Lambhúsafjöru, er svipaða sögu að segja, hvað umhirðu áhrærir, — en hann var ekki notaður til eldsneytis, til þess vax hann algjörlega ónýtur.
Marhálmurinn var eingöngu notaður til einangrunar í hús, sem byggð voru úr timbri, sem fleat voru í þá daga. Marhálmurinn var seldur til Reykjavíkur og Haínarfjarðar og keyptu Reykvíkingar hann mikið, þegar byggð voru fyrstu íshúsin þar, svo sem Nordals íshús og ísbjörninn. Allur var marhálmurinn fluttur á sölustað á hestum í svo stórum sátum, að huldu að mestu hestana, svo léttur var hann vel þurr. Úr því ég minnist á marhálm og sölu hans, get ég ekki á mér setið að minnast hér þess manns, sem lengst mun hafa haldið uppi sölu marhálms til áðurnefndra staða. Maður þessi var Álftnesingurinn Guðmundur Þóroddsson í Lásakoti. Guðmundur var mjög bagaður á fótum, og var alþekktur undir nafninu „Gvendur á kartöflunum”. Enga sök átti Guðmundur á þessari fótabæklun og var viðurnefnið ómaklegt.

Marhálmur

Marhálmur.

Mörg síðustu ár marhálmsverslunar sinnar flutti Guðmundur hann á tveimur hestum og gekk sjálfur í kaupstaðinn, hvort heldur var til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar, og var undravert, hve hann entist til að staulast þessu löngu leið, oft dag eftir dag, jafn átakanlega og hann var bagaður. Úr kaupstað sat svo Guðmundur á öðru hrossinu, á reiðingsmeljunni, en hengdi hitt af reiðingnum á hitt hrossið, ásamt einhverjum trússum, því allvel varð Guðmundi víða til. Fyrir kom það, á þessum verslunarferðum Guðmundar, að Bakkus slóst í för með honum, og gættu þeir þá ekki ávallt sem bezt, hvernig fór á trússunum, enda kom víst fyrir að eitthvað fór þar forgörðum. Nokkuð mun það hafa staðið á endum, að Guðmundur varð fyrir aldurs sakir að hætta verslun sinni og að menn hættu að kaupa marhálminn, vegna þess að þá kom annað einangrunarefni á markaðinn (spænir og sag frá timburverksmiðjum) og að marhálmurinn upprættist með öllu á þessum slóðum, aðallega veturinn 1918—1919. Mestan marhálm sinn mun Guðmundur hafa fengið kringum Skógtjörn og máske eitthvað frá Lambhúsatjörn. Þá er að minnast lítillega á gagn það, sem menn höfðu af Gálgahrauni, til landsins.
Gálgahraun lætur ekki mikið yfir gróðri þeim, sem það býr yfir, en hann er meiri heldur en flesta grunar, sem líta það úr fjarlægð. Gálgahraun fæddi og fóstraði marga sauðkindina, meðan menn hagnýttu sér útibeit. Þó var beitin þar ekki með öllu áhættulaus.

Álftanes

Álftanes.

Gálgahraun, sem er nyrzti hluti Garðahrauns, á sér engin ákveðin mörk að sunnan í hrauninu. Má því segja að Garðahraun breiði þarna úr sér þvert yfir nesið milli tveggja fjarða, Hafnarfjarðar og Skerjaf jarðar. Vestasti hluti Garðahrauns kallast „Klettar”, og liggur Gálgahraun í norðurbrún þessa svæðis. Áður á árum, þegar Hafnfirðingar og Garðhverfingar, áttu sauðfé svo nokkru nam, mun það lengi hafa verið, að sérstakar ættir fjárins fundu út, að í klettunum var gott að vera. Það urðu því mest sérstakir stofnar, sem héldu sig á þessu landi, allan tíma árs, að undanteknum þeim stutta tíma, sem fé var á fjalli, og eitthvað aí því var þar allt sumarið. Að fé þessu, eða Kletta-fénu, eins og það var kallað, var oftast gerð sérstök smölun, þar eð landið er afar leitótt, erfitt yfirferðar og féð meinrækt. Beit í Klettunum, ásamt Gálgahrauni, var góð, og fjörubeit, hvort heldur til suðurs. eða norðurs, að tæplega brást. Gekk því Klettaféð að mestu úti og töldu fjármenn í Hafnarfirði á þeim tíma, að vel mætti fara með fé þetta á húsi, ef jafnast ætti við beitina í Klettunum. Fyrir jörð tók þarna mjög sjaldan og skjól fyrir öllum áttum svo gott, að á betra varð ekki kosið.

Garðahraun

Í Klettum.

Fé þetta gekk oft að sjó við norðurjaðar Gálgahrauns og inn á „Eyrar”, og stóð þá oft í miklum marhálmsreka, sem talinn var vera á við töðugjöf, þá nýr var.
Hrauntanga þann, sem Árni Óla minnist á, og gengur fram í sjó, milli Arnarnessvogs og Lambhúsatjarnar, hefi ég frá æskuárum heyrt nefndan „Eskineseyrar” og munu eldri nágrannar þessa staðar enn kannast við það nafn, þótt engin viti nú, af hverju dregið er.
Mér hefir dottið í hug, hvort ekki sé hugsanlegt að Hraunsholtshálsinn eða vestur hluti hans, hafi einhverntíma heitið Eskines og tangi þessi, sem liggur þarna skammt vestar, tekið nafn þar af. Þrír nyrðri hálsarnir, sem liggja milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, heita, sem alkunnugt er, Arnarnes, Kársnes, sem oftast var nefndur Kópavogsháls — og Eskihlíð.
Er ekki hugsanlegt, að syðsti hálsinn hafi einhvern tíma heitið annað en Hraunsholt. Heldur finnst mér nafnið fátæklegt, hafi fornmenn skírt. Nafn á hálsinum gat breytst, eftir að jörðin Hraunsholt var byggð.
Norður af Eskineseyrartánni eru tvö eða þrjú flæðisker, sem komast má að mestu eða öllu þurrt út í á stærstu fjörum. Þarna var hættan fyrir fé það, sem gekk að sjó á þessum slóðum. Furðu sjaldan mun þetta hafa til skaða orðið, enda aðalhættan í stórstreymi, en mun þó nokkuð hafa verið aðgætt, einkum frá Hraunsholti. Þó varð þarna allmikið tjón á fé, um síðustu aldamót. Þá flæddi þar til dauðs 40—50 kindur frá Hafnarfirði og úr Garðahverfi.
Fyrir röskum fjörutíu árum varð ég, ásamt öðrum manni, Snorra Fr. Welding, sjónarvottur að frækilegri björgun nokkurra kinda, sem flæddar voru á einu fyrrnefndra skerja.

Garðahraun

Í Klettum.

Við félagar vorum á leið inn á Eyrar á veiðar. Stórstreymi var, og nokkuð farið að falla að. Suðaustan rok var á og rigning. Þetta var að haustlagi. Þegar við komum það norðarlega á Hraunsholtshálsinn, að við sæjum til Eyranna, sáum við að eitthvað var á hreyfingu á skeri, sem umflotið var orðið sjó, og sundið æði breytt milli lands og skers. Brátt sáum við, að maður óð út í skerið og vissum þá, hvað þarna var að ske. Nokkra stund berst maðurinn við að koma kindunum út í sjóinn, með það fyrir augum, að þær tækju þá til lands, en þær vildu hvergi fara, en merust bara hver um aðra. Óðum hækkaði sjór og sundið breikkaði og dýpkaði við hverja mínútu og hörku straumur kominn í tjörnina. Þessu næst sjáum við manninn hremma eina kindina og vaða með hana til lands. Þannig fer hann fjórar ferðir með eina kind í einu. Við sáum nú hver alvara var hér á ferð, þar eð við sáum ekki betur en sjór tæki manninum í brjóst. Missti maðurinn fótanna á þessu dýpi, var voði fyrir dyrum.

Eskines

Eskines – óskýrð tóft.

Við hertum því hlaupin sem mest máttum, ef við gætum að einhverju liði orðið, sem okkur virtist litlar líkur til, ef maðurinn þyrfti á skjótri hjálp að halda, þar eð báðir vorum við ósyndir. Þegar maðurinn er kominn langleiðis til lands með fjórðu kindina, þá leggja þær tvær, sem eftir stóðu í sundið, sem vitanlega var hreint sund hjá þeim milli skers og lands. Straumur og rok stóð inn sundið og hrakti kindurnar alllangt inn í tjörnina, en náðu þó landi. Þetta skeði samtímis því, sem við komumst fram á tangann. Þarna hafði maðurinn bjargað sex kindum frá drukknun og lagt þar við sjálfan sig í hættu.

Eskines

Eskines.

Það mun sjaldan koma fyrir, að kindur, sem láta sig flæða, fari af sjálfsdáðum af staðnum fyrr, en sjór fellur undir kvið þeirra, en þá er það í flestum tilfellum of seint, og svo hefði áreiðanlega farið hér, eins og vindi og straum var háttað. Á leiðinni út á Eyrarnar vorum við Snorri að dáðst að þrautseigju mannsins og ofurhug — en þó urðum við mest undrandi þegar við sáum hver maðurinn var, og vissum nokkurn veginn um aldur hans, kominn eitthvað yfir sjötugt. Maður þessi var Eysteinn Jónsson, fyrr bóndi í Hraunsholti, en hættur búskap fyrir nokkru. Ekki æðraðist gamli maðurinn, hvorki yfir erfiði né vosbúð, en ásakaði bara sjálfan sig fyrir að hafa verið heldur seint á ferðinni. Ég tel að þarna hafi verið leyst af hendi meira en meðal mannsverk. Eysteinn í Hraunsholti var karlmenni hið mesta, risi á allan vöxt, víkingur til verka og burðamaður svo víðfrægt var. Ekki þáði Eysteinn fylgd okkar nokkuð á leið og ekki var að sjá að honum væri kalt, sagðist mundi ganga sér til hita, á móti rokinu. Samt höfðum við auga með honum unz hann hvarf okkur upp af holtinu og átti hann þá ekki langt heim. Sennilegt er að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti á Eysteins löngu ævi í Hraunsholti, að hann bjargaði þarna fé frá bráðum voða. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta skiptið, þar eð stutt lifði hann eftir þetta, þótt ekki sé vitað að þetta atvik hafi átt nokkurn þátt í dauða hans hefi ég hér að framan getið helztu nytja þeirra, sem nærliggjandi bæir og byggðarlög höfðu af Gálgahrauni og umhverfi þess.
Hefi ég hér orðið of margorður, þó er það aðeins af því, að svo margs er að minnast, þegar getið er bjargræðis og lífsbaráttu fyrri kynslóða.

Garðahverfi

Kofatóftin við Eskines. Eskineseyrar framundan. Á þeim eru óskýrðar tóftir (efst fyrir miðju).

Að síðustu vil ég minnast á kofarúst þá, sem Árni Óla getur um í grein sinni og er í hraunjaðrinum upp af Eyrunum. Kofarúst þessi á sína sögu, svo sem önnur handaverk mannanna, þótt aldrei kæmi hún eða hugmynd sú, sem lá að byggingu hennar, að þeim notum, sem vonir manna hafa staðið til sögu þessa tóttarbrots, hefi ég frá fólki, sem mundi bygging hennar og tildrög. — Það mun hafa verið skömmu eftir komu séra Þórarins Böðvarssonar að Görðum, sennilega nálægt 1870, að honum kom til hugar hvort ekki myndi kleift að rækta æðarvarp á Eskieyrum. Séra Þórarinn mun hafa verið kunnur æðarvarpi frá Ísafjarðardjúpi, áður en hann fluttist að Görðum og hvorttveggja vitað, bæði um gagnsemi þess og það, að mögulegt væri að koma upp varpi, þar sem ekki var áður, ef aðstaða væri sæmileg, og natni og kunnátta viðhöfð.
Þar eð Garðakirkja átti þetta land, og svo vildi til, að mjög skaanmt undan var mikið varpland, Bessastaðanes, og fugl fór mikið um sundið milli nessins og Eyranna, mun síra Þórarinn hafa talið ómaksvert, að reyna hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af fugli, sem þarna fór um, til þess að taka heima á Eskineseyrum, væri eitthvað til þess gert, byggð hreiður og annað, sem fylgir þess konar starfsemi. Hann lét því ekki við hugmyndina eina sitja, heldur lét hann byggja kofa þann, sem enn sést móta fyrir og flutti þangað karl og konu, sem búa skyldu í haginn fyrir æðarfuglinn. Einnig lét hann þau hafa með sér nokkur hænsn, þar eð talið var að hænsn lokkuðu fuglinn að með varpi sínu úti við, ásamt söng hanans. Lítinn eða engan árangur mun tilraun þessi hafa borið og var því bráðlega hætt frekari tilraun í þessa átt, og hefir víst ekki síðan verið freistað að koma æðarvarpi upp á Eskineseyrum.
Hvenær skyldu menn taka til að erja þetta land að nýju?
Allt bíður síns tíma, líka það.”

Sjá umfjöllun Árna Óla í 31. tbl. Lesbókar Morgunblaðsins um Gálgahraun árið 1952 HÉR.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 37. tbl. 05.10.1952, Ólafur Þorvaldsson, Gálgahraun og Eskineseyrar, bls. 477-480.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort – ÓSÁ.