Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 er m.a. getið um Pálshús í Garðaholti:

Pálshús

Pálshús.

1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Pálshus byggd Heriolfe fyrer iij. vætter fiska. og vera fyrer skipe stadarens heima. og Röa á þvi epter þvi sem sá skicka vill sem Ráda á stadnum. er þar med j kugillde.” DI XIV, 438. Garðakirkjueign. “Palshus, hjáleiga fyrirsvarslaus, stendur í óskiptu Garðastaðar landi og samtýniss við staðinn og hinar hjáleigurnar í hverfinu.” JÁM III, 183.
1918: ,,Pálstún 1,5 teiga og 870 m2 kálgarða.”

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti árið 1918 má sjá bæjarstæði Pálshúsa austan megin í túninu. Bærinn er byggður úr torfi og hólfast í fimm hluta með stefnu nokkurn veginn suðurnorður. Skv. Fasteignabókun er komið timburhús árið 1932 […], járnvarið 1942-4 eða fyrr […]. Í
Örnefnaskrá 1964 segir: “Pálshús: Hjáleiga frá Garðastað neðan til við Nýjabæ, þar á bala.” […]  Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 eru Pálshús ,,skammt noðan Dysja, en lengra frá sjónum.” Ekki er nánari lýsing á Pálshúsum eða ástandi fornleifa þar í fornleifaskráningu RT og RKT.

Bakki

Pálshús – Garðafjara.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir um réttindi ábúanda í Pálshúsum: “Uppsátur hefur staðarhaldarinn unt hönum hjer til þar sem heita Pálshúsvarir. Enn inntökuskip má hann eigi taka” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var Pálshúsavör í smá viki austan Bakkabæjar, eða “austan til við lítið nef í Bakkafjöru”.” Ekki er nánari lýsing á vörinni í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 er Pálshúsabrunnur “rétt fyrir ofan bæinn. Allgott vatnsból” […] Hann sést ekki á túnakorti.”

Heimildir:
-Fornleifaskráning fyrir Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Urriðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – bæir.