Bessastaðakirkja

Tvíræðar frásagnir hafa birst af skjaldarmerkinu framan á Bessastaðakirkju,

Í Mbl.is, 12. janúar 1997 segir t.d.:

Molke

Molke greifi.

Moltke greifi breytti tugthúsi í konungsgarð Forseti Íslands ætlar að bjóða Íslendingum í Kaupmannahöfn til kaffidrykkju í höll Moltkes við Breiðgötu á mánudag þar sem hann er staddur vegna afmælis drottningar. Pétur Pétursson kann að rekja flestum betur tengsl Moltke greifi breytti tugthúsi í konungsgarð.

Forseti Íslands ætlar að bjóða Íslendingum í Kaupmannahöfn til kaffidrykkju í höll Moltkes við Breiðgötu á mánudag þar sem hann er staddur vegna afmælis drottningar. Pétur Pétursson kann að rekja flestum betur tengsl Moltke-ættarinnar við Ísland og forsetasetrið, en Moltke greifi var stiftamtmaður á Íslandi 1819-23.

Nýjasta hefti danska tímaritsins Heraldisk Tidskrift er fróðleg grein, sem fjallar um skjaldarmerki aðalsættar, sem rekur kyn sitt til furstadæmisins Mecklenburg. Aðalsætt þessi kemur víða við sögu Þýskalands, Danmerkur og Íslands. Hér er um að ræða fjölda nafnkunnra manna, sem kenndu sig við Moltke, en höfðu í skjaldarmerki sínu þrjá fugla, af ætt orra. Svo sem fram kemur í grein Pouls Holtstein í tímaritinu sem til er vitnað, hefir Moltekættin tengst ýmsum öðrum aðalsættum og birtist með grein höfndar fjöldi tilbrigða við upprunalegt skjaldarmerki Moltkeættarinnar. Því hefir lítt verið haldið á loft, að einnig hér á landi hefir skjaldarmerki Moltkeættar lengi gnæft á sögufrægum stað, án þess að sérstök athygli væri á því vakin. Hér er átt við Bessastaði. Yfir dyrum Bessastaðakirkju er mótað skjaldarmerki E.C.L. Moltkes stiftamtmanns. Hann gegndi því embætti um fjögurra ára skeið. Hyggjum nánar að því síðar.

Margur ættarlaukur

Moltke

Moltke – skjaldarmerki.

Íslendingar hafa átt mikil og margvísleg samskipti við nafnkunna menn, sem teljast til Moltkeættar. Svo sem geta má nærri er þar margur ættarlaukur, en ekki feta gangvarar þeirra og gæðingar allir sömu braut. Knud Zimsen borgarstjóri, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og séra Friðrik Friðriksson í KFUM hefðu allir nefnt Joachim Moltke, hirðmeistara Friðriks prins síðar konungs, sem öðling á miklum ættarmeiði.

Einar Olgeirsson foringi kommúnista hafði kynnst Kai Moltke, forystumanni danska kommúnistaflokksins. Einar segir um hann: “Kai Moltke var af hinni frægu og tignu Moltkeætt og var þess vegna kallaður rauði greifinn. Hann var afkastamikill rithöfundur.” Við þessa lýsingu Einars má bæta því að skv. frásögn Kai Moltkes átti Stefán Pjetursson síðar þjóðskjalavörður fótum fjör að launa, er hann leitaði ásjár danska sendiráðsins og óskaði eftir því að vera fluttur heim frá Moskvu. Hann óttaðist ofsóknir réttlínumanna.

Þá deildu menn hart um það hverjir væru höfuðstoð borgarastéttarinnar. Seinna kom í ljós að þeir voru það allir með tölu.

Í frásögn Knuds Zimsens borgarstjóra kemur fram að Joachim Moltke greiði götu margra fátækra stúdenta og veitir sumum þeirra fjárhagslega aðstoð.

Molkes
“Moltke bjó í stórri höll. Hann hafði gaman af að safna til sín kristilega sinnuðum stúdentum, og einu sinni í mánuði hverjum mætti hjá honum stór hópur slíkra manna. Þegar þangað var komið, var haldin bænasamkoma, en að henni lokinni bauð hann öllum til matar. Moltke var vel menntaður og víðlesinn, og báru viðræðurnar í hinum stóra sal hans greinileg merki þess.”
Frásögn séra Bjarna Jónssonar af heimsókn í höll Moltkes er með sérstæðum blæ. Hún ber öll einkenni séra Bjarna, enda kann sá sem hlýðir að hlusta og segja frá. Matthías Johannessen ritstjóri skráir frásögn séra Bjarna: “Ég hef stundum verið spurður, hvað mér hafi komið mest á óvart fyrstu vikurnar í Kaupmannahöfn. Ég held það hafi verið höll Moltkes greifa í Breiðgötu. Olfert Richard sagði við mig, þegar ég hafði dvalist nokkurn tíma í Kaupmannahöfn: “Nú hef ég boð til greifa Moltke og við fylgjumst þangað að.” Ég verð auðvitað undrandi, en þó fullur af tilhlökkun. Og hún breyttist í fögnuð, þegar ég gekk inn, því höll Moltkes greifa var fínasti staður, sem ég hafði séð á ævi minni, og langt hafin yfir allt annað. Hún var jafnvel ennþá fínni en torfbærinn heima í Mýrarholti. Greifanum kynntist ég síðar mjög vel í KFUM.”
Naumast þarf að vekja athygli á því hve vel séra Bjarna tekst að varpa ljóma á æskuheimili sitt, lágreistan torfbæinn með skin frá steinolíuljósi á horni Vesturgötu og Bakkastígs.

Benedikt Gröndal hefir lýst Bessastaðakirkju í bók sinni Dægradvöl:

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja og Bessastaðastofa fyrrum.

“Upp úr turninum er stöng úr járni og stór málmkúla neðan til á henni og var gyllt, á að giska tvær álnir að þvermæli; þar uppi yfir var gylltur veðurviti með nafni Kristjáns 7. (en turninn hlaut þó að hafa verið byggður eftir hans daga) en efst önnur kúla minni… Hvernig á þessu konungsnafni stendur, veit ég ekki, en ofarlega á turninum framanverðum var ferhyrnt skjaldarmerki úr steini, með þremur fuglum, og fjaðurbúskur upp úr höfði hvers þeirra, en þetta er einmitt skjaldarmerki Moltkes eða einhvers af þeirri ætt, en um þetta leyti var Moltke stiftamtmaður. Annars getur vel verið að turninn hafi verið byggður áður, eins og kirkjan, og hafi eitthvað verið gert við hann á þessum tíma, og hafi þá stiftamtmaðurinn tekið sér bessaleyfi til að setja þarna ættarmerki sitt (Moltke er nafn á einhverjum fugli, svörtum að lit, og er orðið líklega slafneskt eða vendiskt, því ættin er frá Mecklenburg eða Pommern). Það var í manna minnum, sem lifðu í mínu ungdæmi, að menn voru teknir frá róðrum í besta veðri (t.a.m. Bjarni í Sviðholti) til að róa með stiftamtmannsfólkið út um allan sjó til skemmtunar, og hafði þá viljað til, þegar þeir áttu að vaða með frúna út í skipið, að þeir duttu í sjóinn viljandi með hana, svo hætt var við þá sjóferð. Þetta var ein af kvöðunum í þá daga.”

Stjórnarráðið
Bjarni í Sviðholti, sá sem Benedikt Gröndal nefnir var Halldórsson. Hann var lögréttumaður. Um eitt skeið var hann ráðsmaður Bessastaðaskóla. Bjarni var vel efnum búinn, talinn með ásjálegustu mönnum, segir Páll Eggert Ólason í æviskrám sínum. Vilji einhver vita deili á úrræðagóðum Álftnesingi, sem hafði ráð undir rifi hverju og kunni að koma sér undan kvöðum hefðarfólks, þá voru meðal afkomenda hans nafnkunnir lærdómsmenn og kraftajötnar. Bjarni Jónsson rektor Latínuskólans (Menntaskólans í Reykjavík) hét nafni afa síns, Bjarna í Sviðsholti. Móðir Bjarna rektors giftist síðar Birni Gunnlaugssyni yfirkennara. Hann var tengdafaðir Jens Sigurðssonar rektors. Og þá fer nú að styttast í Jóhannes og Jón Nordal. Af þessari ættarskrá má sjá að þeir bræður eru komnir af Bjarna í Sviðsholti, lögréttumanni, sem lét ekki kveðja sig frá verki um hábjargræðistímann til þess að sinna dyntum hefðarfólks.

Stiftamtmannsfrúin, sem vöknaði við sjóbaðið á Bessastöðum var systir Bardenfleths, sem var fulltrúi konungs við endurreisn Alþingis árið 1845. Faðir þeirra Bardenflethssystkina var flotaforingi, háttsettur og handgenginn við hirð Danakonunga. “Náðug frúin” leit mjög stórt á sig.” Eru um það margar sögur.

Ludvig Moltke stiftamtmaður og kona hans eignuðust dóttur meðan þau dvöldust hér. Dóttir stiftamtmannshjónanna var vatni ausin að viðstöddu hefðarfólki íslenskrar embættistignar. Guðfeðgin telpunnar voru Magnús Stephensen konferensráð, Ísleifur Einarsson etasráð, Sigurður Thorgrímssen landfógeti, Ólafur Finsen sýslumaður og eiginkonur þeirra síðat nefndu, Mad. Thorgrimsen og Mad. Finsen.
Athöfnin fór fram í september 1820. Stúlkan hlaut þrjú nöfn. Hún var skírð Augusta, Vilhelmine, Thorveiga.

Grímur Thomsen

Grímur Thomsen.

Þess má geta að Grímur Thomsen var fæddur sama ár.
“Ágústa Vilhelmína Þórveig var leikfélagi Ludvigs Knudsens, afa Óslvalds Knudsens. Til er bréf um saltfiskkaup Moltkes eftir að hann fluttist af landi brott. Þar fara kærar kveðjur milli “lille Ludvig” og Ágústu Vilhelminu Þórveigar.
Þegar L.E.C. Moltke er skipaður stiftamtmaður hér á árið 1819 hafði Grímur Jónsson, móðurbróðir Gríms Thomsens gert sér vonir um embættið. Það var hverjum manni augljóst að vonlaust var að keppa við umsækjanda svo göfugrar ættar, auk þess sem hann naut stuðnings vegna mágsemdar við ætt handgengna hirðinni.

Moltke stiftamtmaður hófst þegar handa við komuna til Íslands. Honum þótti ekki sæmandi að kúldrast í húsakynnum fyrirrennara sinna í embætti. (Þar sem verslun Haraldar Árnasonar var síðar). Fékkst samþykki konungs og stjórnvalda til þess að innrétta tugthúsið á Arnarhóli og breyta því í Konungsgarð. Eru um það margar frásagnir samtíðarmanna hve ötullega stiftamtmaðurinn ungi, með sinni “náðugu frú” gekk fram í innréttingum og framkvæmdum.
Í fórum Landsbókasafns og Þjóðarbókhlöðu eru málverk, sem greifinn málaði sjálfur og sýna embættisbústaðinn, lækinn og næsta umhverfi.
Meðal starfsmanna Moltkes greifa meðan hann dvaldist hér var Björn Auðunsson Blöndal, síðar sýslumaður. Hann var skrifari í Konungsgarði um hríð. Um embættistíð Moltkes mætti rita langt mál, en hann hvarf héðan til embættisstarfa í Danmörku. Stefán Gunnlaugsson landfógeti var þá starfsmaður hans um skeið.
Jón Sigurðsson forseti lauk miklu lofsorði á Moltke fyrir góðviljaða fyrirgreiðslu. Greifinn var þá orðinn sendiherra í Stokkhólmi. Þangað fór Jón ásamt Ólafi Pálssyni, síðar dómkirkjupresti, að kanna handrit í eigu Svía. Moltke hlutaðist til um að Jón fengi starfsaðstöðu í konungshöllinni, og fengi þar gott næði til starfa. Auk þess hélt hann þeim félögum dýrlega veislu þar sem fram voru bornir 12 réttir. Meðan Jón dvaldist í Svíþjóð gafst honum kostur á að hlýða á söngkonuna frægu, Jenny Lind. – Höfundur er fyrrverandi útvarpsþulur.

Moltke í Reykjavík

Stjórnarráðið

Stjórnarráðshúsið.

Kona Moltkes (gift 1819) var Reinholdine Frederikke Vilhelmine Bardenfleth (18. apríl 1800 – 14. ágúst 1890), systir Carls Emils Bardenfleth, sem síðar varð stiftamtmaður á Íslandi. Hún fluttist nýgift með manni sínum til Reykjavíkur. Á Íslandi fór orð af því að hún liti mjög stórt á sig. Þeim hjónum leist afar illa á þann bústað sem beið þeirra og fengu þau leyfi til að láta innrétta tugthúsið á Arnarhóli, sem þá stóð ónotað, sem embættisbústað og bjuggu þar. Var húsið eftir það stiftamtmanns- og síðar landshöfðingjabústaður og að lokum Stjórnarráðshús.

Moltke gekkst líka fyrir því 1820 að lögð var steinstétt eftir forarstíg sem kallaður var Tværgaden, frá Aðalstræti austur að læk, og skolpræsi meðfram henni. Þetta þótti mikið mannvirki og var stéttin kölluð Langafortóv. Þar er nú Austurstræti.

Í nýjasta hefti danska tímaritsins Heraldisk Tidskrift er fróðleg grein, sem fjallar um skjaldarmerki aðalsættar, sem rekur kyn sitt til furstadæmisins Mecklenburg. Aðalsætt þessi kemur víða við sögu Þýskalands, Danmerkur og Íslands. Hér er um að ræða fjölda nafnkunnra manna, sem kenndu sig við Moltke, en höfðu í skjaldarmerki sínu þrjá fugla, af ætt orra. Svo sem fram kemur í grein Pouls Holtstein í tímaritinu sem til er vitnað, hefir Moltekættin tengst ýmsum öðrum aðalsættum og birtist með greinahöfndar fjöldi tilbrigða við upprunalegt skjaldarmerki Moltkeættarinnar. Því hefir lítt verið haldið á loft, að einnig hér á landi hefir skjaidarmerki Moltkeættar lengi gnæft á sögufrægum stað, án þess að sérstök athygli væri á því vakin. Hér er átt við Bessastaði. Yfír dyrum Bessastaðakirkju er mótað skjaldarmerki E.C.L. Moltkes stiftamtmanns. Hann gegndi því embætti um fjögurra ára skeið. Hyggjum nánar að því síðar.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Margur ættarlaukar Íslendinga hafa átt mikil og margvísleg samskipti við nafnkunna menn, sem teljast til Moltkeættar. Svo sem geta má nærri er þar margur ættarlaukur, en ekki feta gangvarar þeirra og gæðingar allir sömu braut. Knud Zimsen borgarstjóri, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og séra Friðrik Friðriksson í KFUM hefðu allir nefnt Joachim Moltke, hirðmeistara Friðriks prins síðar konungs, sem öðling á miklum ættarmeiði. Einar Olgeirsson foringi kommúnista hafði kynnst Kai Moltke, forystumanni danska kommúnistaflokksins. Einar segir um hann: „Kai Moltke var af hinni frægu og tignu Moltkeætt og var þess vegna kallaður rauði greifinn. Hann var afkastamikill rithöfundur.” Við þessa lýsingu Einars má bæta því að skv. frásögn Kai Moltkes átti Stefán Pjetursson síðar þjóðskjalavörður fótum fjör að launa, er hann leitaði ásjár danska sendiráðsins og óskaði eftir því að vera fluttur heim frá Moskvu. Hann óttaðist ofsóknir réttlínumanna. Þá deildu menn hart um það hverjir væru höfuðstoð borgarastéttarinnar. Seinna kom í ljós að þeir voru það allir með tölu.
Í frásögn Knuds Zimsens borgarstjóra kemur fram að Joachim Moltke greiðir götu margra fátækra stúdenta og veitir sumum þeirra fjárhagslega aðstoð.
Benedikt Gröndal hefir lýst Bessastaðakirkju í bók sinni Dægradvöl.

Bessastaðakirkja

Skjaldarmerki á turni Bessastaðakirkju?

„Upp úr turninum er stöng úr járni og stór málmkúla neðan til á henni og var gyllt, á að giska tvær álnir að þvermæli; þar uppi yfir var gylltur veðurviti með nafni Kristjáns 7. (en turninn hlaut þó að hafa verið byggður eftir hans daga) en efst önnur kúla minni . . . Hvernig á þessu konungsnafni stendur, veit ég ekki, en ofarlega á turninum framanverðum var ferhyrnt skjaldarmerki úr steini, með þremur fuglum, og fjaðurbúskur upp úr höfði hvers þeirra, en þetta er einmitt skjaldarmerki Moltkes eða einhvers af þeirri ætt, en um þetta leyti var Moltke stiftamtmaður. Annars getur vel verið að turninn hafi verið byggður áður, eins og kirkjan, og hafí eitthvað verið gert við hann á þessum tíma, og hafi þá stiftamtmaðurinn tekið sér bessaleyfí til að setja þarna ættarmerki sitt (Moltke er nafn á einhverjum fugli, svörtum að lit, og er orðið líklega slafneskt eða vendiskt, því ættin er frá Mecklenburg eða Pommern). Það var í manna minnum, sem lifðu í mínu ungdæmi, að menn voru teknir frá róðrum í besta veðri (t.a.m. Bjarni í Sviðholti) til að róa með stiftamtmannsfólkið út um allan sjó til skemmtunar, og hafði þá viljað til, þegar þeir áttu að vaða með frúna út í skipið, að þeir duttu í sjóinn viljandi með hana, svo hætt var við þá sjóferð. Þetta var ein af kvöðunum í þá daga.”
Bjarni í Sviðholti, sá sem Benedikt Gröndal nefnir var Halldórsson. Hann var lögréttumaður. Um eitt skeið var hann ráðsmaður Bessastaðaskóla. Bjarni var vel efnum búinn, talinn með ásjálegustu mönnum, segir Páll Eggert Ólason í æviskrám sínum. Vilji einhver vita deili á úrræðagóðum Álftnesingi, sem hafði ráð undir rifi hverju og kunni að koma sér undan kvöðum hefðarfólks, þá voru meðal afkomenda hans nafnkunnir lærdómsmenn og kraftajötnar. Bjarni Jónsson rektor Latínuskólans (Menntaskólans í Reykjavík) hét nafni afa síns, Bjarna í Sviðsholti. Móðir Bjarna rektors giftist síðar Birni Gunnlaugssyni yfirkennara. Hann var tengdafaðir Jens Sigurðssonar rektors. Af þessari ættarskrá má sjá að þeir bræður eru komnir af Bjarna í Sviðsholti, lögréttumanni, sem lét ekki kveðja sig frá verki um hábjargræðistímann til þess að sinna dyntum hefðarfólks.
Stiftamtmannsfrúin, sem vöknaði við sjóbaðið á Bessastöðum var systir Bardenfleths, sem var fulltrúi konungs við endurreisn Alþingis árið 1845. Faðir þeirra Bardenflethssystkina var flotaforingi, háttsettur og handgenginn við hirð Danakonunga. „Náðug frúin” leit mjög stórt á sig.” Eru um það margar sögur.
Ludvig Moltke stiftamtmaður og kona hans eignuðust dóttur meðan þau dvöldust hér. Dóttir stiftamtmannshjónanna var vatni ausin að viðstöddu hefðarfólki íslenskrar embættistignar. Guðfeðgin telpunnar voru Magnús Stephensen konferensráð, Ísleifur Einarsson etasráð, Sigurður Thorgrímssen landfógeti, Ólafur Finsen sýslumaður og eiginkonur þeirra síðat nefndu, Mad. Thorgrimsen og Mad. Finsen.
Athöfnin fór fram í september 1820. Stúlkan hlaut þrjú nöfn. Hún var skírð Augusta, Vilhelmine, Thorveiga. Þess má geta að Grímur Thomsen var fæddur sama ár.
„Ágústa Vilhelmína Þórveig var leikfélagi Ludvigs Knudsens, afa Óslvalds Knudsens. Til er bréf um saltfiskkaup Moltkes eftir að hann fluttist af landi brott. Þar fara kærar kveðjur milli „lille Ludvig” og Ágústu Vilhelminu Þórveigar.
Þegar L.E.C. Moltke er skipaður stiftamtmaður hér á árið 1819 hafði Grímur Jónsson, móðurbróðir Gríms Thomsens gert sér vonir um embættið. Það var hverjum manni augljóst að vonlaust var að keppa við umsækjanda svo göfugrar ættar, auk þess sem hann naut stuðnings vegna mágsemdar við ætt handgengna hirðinni.

Molkes

Skjaldarmerki Moltkers greifa.

Moltke stiftamtmaður hófst þegar handa við komuna til Íslands. Honum þótti ekki sæmandi að kúldrast í húsakynnum fyrirrennara sinna í embætti. (Þar sem verslun Haraldar Árnasonar var síðar). Fékkst samþykki konungs og stjórnvalda til þess að innrétta tugthúsið á Arnarhóli og breyta því í Konungsgarð. Eru um það margar frásagnir samtíðarmanna hve ötullega stiftamtmaðurinn ungi, með sinni „náðugu frú” gekk fram í innréttingum og framkvæmdum. Í fórum Landsbókasafns og Þjóðarbókhlöðu eru málverk, sem greifinn málaði sjálfur og sýna embættisbústaðinn, lækinn og næsta umhverfi.
Meðal starfsmanna Moltkes greifa meðan hann dvaldist hér var Björn Auðunsson Blöndal, síðar sýslumaður. Hann var skrifari í Konungsgarði um hríð. Um embættistíð Moltkes mætti rita langt mál, en hann hvarf héðan til embættisstarfa í Danmörku. Stefán Gunnlaugsson landfógeti var þá starfsmaður hans um skeið.
Jón Sigurðsson forseti lauk miklu lofsorði á Moltke fyrir góðviljaða fyrirgreiðslu. Greifinn var þá orðinn sendiherra í Stokkhólmi. Þangað fór Jón ásamt ÓIafi Pálssyni, síðar dómkirkjupresti, að kanna handrit í eigu Svía. Moltke hlutaðist til um að Jón fengi starfsaðstöðu í konungshöllinni, og fengi þar gott næði til starfa. Auk þess hélt hann þeim félögum dýrlega veislu þar sem fram voru bornir 12 réttir. Meðan Jón dvaldist í Svíþjóð gafst honum kostur á að hlýða á söngkonuna frægu, Jenny Lind.
Frú Moltke var góður vinur franska fjölfræðingsins Xavier Marmier, sem hingað kom árið 1836. Danska skáldið H.C. Andersen átti þar einnig alúð og vináttu að fagna.
Að lokinni dvöl í Stokkhólmi var Moltke skipaður sendiherra í París. Um embættisstörf hans þar, dvöl Gríms Thomsens í þjónustu Moltkes, velgengni og vonbrigði, leynimakk og milliríkjadeilur er mikil saga og áhugaverð. – Höfundur er fyrrverandi útvarpsþulur.

Heimildir:
-Mbl.is, 12. janúar 1997.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Ehrenreich_Christopher_Ludvig_Moltke
-https://timarit.is/page/1870397#page/n19/mode/2up

Bessastaðir.