Selgjá
Gengið var að Urriðakotsnátthaga í Urriðakotshrauni, skammt austan við golfvöllinn.

Selgjá

Fjárhellir í Selgjá.

Vestan við hraunklett eru hleðslur og hlaðið er upp í vik á klettinum. Skammt austar eru hleðslur, op Norðurhella. Opið er á gangi niður í hellana. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin er nokkurs konar viðverustaður. Sunnan við opið er fjárhellir í jarðfalli (Suðurhellir). Einnig er hægt að ganga í gegnum hann og koma upp nær opi Norðurhella. Norðan við þá er einnig fjárhellir (Norðurhellir) í jarðfalli. Hleðslur er skammt innan við opið. Hægt er að fara ofan í hellinn og upp í gegnum Selgjárhellir nyrðri. Hann er nyrst í Selgjánni þarna suður af og eru hleðslur við op hans þar sem hann opnast út í jarðfall við enda gjárinnar.
Enn norðar er op Skátahellis syðri. Varða er við opið. Þegar farið er niður í það er haldið til vinstri og þá birtist hraunrásin, sem nær alllangt inn í hraunið. Skátahellir nyrðri er nokkru norðar. Vörðumynd er ofan við opið. Opið er fremur lítið og ekki auðvelt að finna það. Þar er því greiðfært niður og í fallega hraunrás, sem þar er.

Selgjá

Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

Selgjáin sjálf er vel gróin. Hún nær að Búrfellsgjá. Samkvæmt Jarðarbókinni 1703 voru 11 sel frá Görðum í gjánni. Gengið var suður með vesturkanti gjárinnar. Strax birtist stekkur við kantinn. Ofan hans, í hraunveggnum er skúti, sem notaður hefur verið sem aðstaða. Síðan tekur hver stekkurinn við af öðrum. Á einum stað að vestanverðu er augljóst sel. Einnig þegar komið er í vik sunnarlega í gjánni. Þar er sel utan í gjárveggnum. Hlaðið er fyrir skúta og framan við hann er stekkur. Skammt sunnar er fjárhellir, Selgjárhellir syðri. Óþarfi er að ganga lengra inn með gjánni ef einungis er ætlunin að sjá minjar því engar virðast vera sunnan við þessa línu. Þar er mun meira kjarr í gjánni sem og hraun. Girðing virðist einhvern tímann hafa legið þarna yfir gjána og sjá má háa vörðu á Vífilstaðahlíðinni hinum megin. Við hornið er langur mjór stekkur og handan þess annar minni. Bendir til þess að þar hafi verið fráfærusel. Við öndverðan gjárvegginn eru tóttir nokkurra selja á tiltölulega afmörkuðu svæði. Haldið var til norðurs frá seljunum með austurveggnum. Þá var komið að steini, sem stóð stutt frá veggnum. Á honum er höggvinn bókstafurinn B. Norðar eru minjar sels, rétt áður en hringurinn lokast við Selgjárhelli nyrðri.
Frábært veður.

Selgjá

Skilti við Selgjá.