Færslur

Bakki

Markmið FERLIRsferða hefur verið að leita að, skynja og finna minjar og sögulega eða safaríka staði. Þrátt fyrir það hefur engin ein ferð verið nákvæmlega eins og önnur.

Borgarkot

Skeljafjara við Borgarkot.

Nú átti að gera tilraun til að nýta fyrirliggjandi þekkingu á afmörkuðum sviðum og reyna að finna einstakar blómategundir í móa og á melum og kíkja á það sem fjaran er að ala af sér.
Gengið var til austurs frá Bakka, áleiðis yfir að Borgarkoti. Við fyrsta fet stóð jakobsfífill upp úr lyngi umvafinn smjörvíði. Þetta lofaði góðu. Þarn avar og blóðberg, lyng og tröllasúra innan um gras og lágvaxinn grávíði. Friggjargras, hvítmura, kornsúra, gulmara og lyfjagras, tágamura, geldingahnappur og týsfjóla. Í rauninni var alltaf eitthvað að sjá, hvert sem litið var. Svæðið var greinilega miklu mun fjölbreyttara en reiknað hafði verið með. Þar fyrir utan hýsti það allar hinar algengu blómategundir, s.s. sóleyjar, fífla, fífu, brönugras, gullkoll, umfeðmingsgras og annað það er sést svo til alls staðar á Reykjanesskaganum.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Þegar komið var niður í fjöru greip minkur, högni eða læða, alla athyglina. Þetta var brún, þvengmjótt, kvikyndi. Hann kom í humáttina ekki langt frá, staðnæmdist af og til og leit í kringum sig. Þá snéri hann allt í einu við og skellti sér út í þangsjóinn. Þar fyrir utan voru nokkrar kollur með unga. Honum skaut upp af og til, en loks hvarf hann alveg sjónum viðstaddra. Fuglarnir höfðu greinilega orðið hans varir því þeir syntu með unga sína lengra frá landi. Á landklöppunum speglaðist fagurgrænn mosaþarinn í pollunum. Meistaraleg litasamsetning hjá meistaranum.

Borgarkot

Breiðufit – girðingasteinar ofan Borgarkots.

Þang og þari, skeljar, kuðungar, krabbar og annað, sem fjaran geymir var svo til við hvert fótmál. Hangert flotholt úr stórum vikursteini, koddi, fótbolti og hvalbein – höfuðkúpa af háhyrningi. Af nógu var að taka. Í fjörunni þarf greinilega engum að láta sér leiðast – alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, sama hvert litið er. Sjórinn var ládauður, en sjávarloftið er alltaf jafn svalandi.
Gengið var yfir að tóftum Borgarkots, skoðaður stóri krossgarðurinn, sem minkaveiðimenn hafa nær lagt við jörðu, jarðlægir garðar, hlaðin refagildra og vatnsstæði. Lóan lét vel í sér heyra sem og þrællinn hennar. Tjaldur tipplaði á nálægum hólum og mikið var af sólskríkju á svæðinu. Gengið var vestur með stórgripagirðingunni og einn steinninn í henni skoðaður. Göt höfðu verið höggvin eða boruð í hvern stein og trétappar reknir í þau. Tapparnir stóðu síðan út úr steinunum og á þá var hengdur þráður til að varna því að stórgripir færu út fyrir það svæði, sem þeim var ætlað. Sjá nánari umfjöllun HÉR.
Frábært veður – hiti og bjart. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – Bakki og Litlibær fjær.

Bakki

Í Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, árið 2011 er fjallað um jörðina Bakka (Litlabæ og Bjarg). Þar segir m.a.:

Bakki

Bakki

Bakki , Bjarg og Litlibær- lofmynd 1954.

1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703. [1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340) [1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). Bjarg var tómthús frá Kálfatjörn en fór í eyði 1934 og sameinaðist Bakka. Litlibær var tómthús í upphafi (fyrir 1884), en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 333-340). Bakki (nýi) fór í eyði árið 1963 (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). “Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó út, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni” (GJ:Mannlíf og mannvirki, 337). “Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn” (ÁÓ: Strönd og Vogar, 183).

Bakki

Bakki 2020.

1703: “Túnin fordjarfast af sands og sjáfarágángi árlega meir og meir, og þarf ábúandinn með kostnaði og ómaki sandinn af að moka og burt að færa. Engjar eru ongvar. Útihagar lakir um sumar, um vetur nær öngvir, nema fjaran.” JÁM III, 146. 1919: Tún 1,5 teigar, 760m2. “Norðan eða innan Móakots og Kotagirðingar, þar sem nú eru býlin Bakki og Litlibær ásamt því landi öðru, sem innan Heiðargarðs er frá Móakotsmörkum, var um langan aldur kúabeit frá Kálfatjörn, kölluð Kálfatjarnargirðingar. En þetta hafa áður verið tún og beitarland Bakka hins forna býlis, er þar var, en lagðist í eyði vegna sjávarágangs og lagðist þá undir Kálfatjörn” (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 9). Eftir að bærinn á Bakka var síðast fluttur vegna sjávarágangs árið 1904 fékk ábúandi smám saman útmælt land og ræktaði tún allt frá sjó að Heiðargarði (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10).

Bakki

Túngarður ofan Bjargs.

Óljóst er hversu mikið land hefur upphaflega tilheyrt jörðinni Bakka. Í örnefnaskrá Kálfatjarnar (4) segir að Kálfatjörn tilheyri “innangarðs allt hið forna Bakkaland að svo miklu leyti, sem það hefur ekki verið selt á leigu og erfðafestu handa Bakka (Nýja), Bjargi og Litlabæ.” Líklegt er að Bakka hafi að fornu a.m.k. tilheyrt land frá Bakkarkóki að túnmörkum Nýja-Bakka á móti Kálfatjörn. Einnig eru líkur til þess að jörðin hafi átt land áfram upp í heiðina eins og flestir aðrir bæir á ströndinni.

“Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,” segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. “Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […]. Nálægt síðustu aldamótum var sjór farin að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.”

Bakki

Bjarg.

Gamli-Bakki er 200 m suðaustan við núverandi bæjarstæði Bakka. Á túnakorti má sjá ýmis garðlög, hús og húsaleifar þar sem Gamli-Bakki stóð. Suðvestan við gamla bæjarstæðið var ræktað út tún eftir að bærinn var fluttur árið 1904 og tilheyrði það tún Bjargi. Gamli-Bakki er fast norðvestan við Bakkatjörn. Sumt af því sem er á túnakortinu er horfið vegna ágangs sjávar og vegna fjörugrjóts sem borist hefur upp á bakkann og hylur e.t.v. sumar minjarnar.
Gamli-Bakki stendur fram á sjávarbakka. Í fjörunni til norðurs og norðvesturs er klapparfjara en sunnan við hann er Bakkatjörn. Grasi gróið er allt í kringum minjarnar og grýtt.

Kirkja

Litlibær

Tóftir Gamla-Bakka.

Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: “Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.” Ef kirkja hefur verið á Bakka er líklegt að hún hafi staðið þar sem elsta þekkta bæjarstæðið var en það er nú komið út á sjó og löngu horfið og því ólíklegt að nokkrar leifar kirkju eða krikjugarðs kunni að koma í leitirnar héðan í frá, nema að kirkjan hafi fylgt bænum eftir að hann var fluttur á bæjarstæði en engar sagnir eru um slíkt. Ennfremur er erfitt að fullyrða nokkuð um að kirkja hafi verið á Bakka þar sem engar fornar heimildir eru til um hana.

Gamli-Bakki

Bakki

Gamli-Bakki; uppdráttur.

“Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,” segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. “Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […] Nálægt síðustu aldamótum var sjór farinn að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar.

Bakki

Gamli-Bakki – bæjarhóll.

Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.” Á sama stað kemur fram að bærinn var byggður fyrir 1850. Þar var tómthús fram til 1900 en þá var ræktað þar upp. Núverandi bæjarstæði Bakka er um 200 m suðaustan við Gamla-Bakka.
Íbúðarhúsið á Bakka og útihús standa í sléttum túnbletti og lítill garður er í kringum húsið. Ekki eru nein merki um bæjarhól á núverandi bæjarstæði Bakka eða uppsöfnun mannvistarleifa. Íbúðarhúsið er bárujárnsklætt timburhús frá 1904 og sambyggt því er steypt yngra hús, heldur minna, óvíst er hvenær það var reist. Bæði húsin eru með ris undir súð og kvistur er til suðvesturs á risi bárujárnshússins. Saman eru húsin um 9×5 m að stærð, snúa suðvestur-norðaustur en eldra húsið er um 5×5 m og það yngra 4×5 m að stærð. Um 4 m eru upp í mæni á yngra húsinu en um 5 m á því eldra. Dyr eru á miðri norðausturhlið yngra hússins og á norðvesturgafli þess. Ekki eru dyr á eldra húsi nema inn í það yngra á norðausturvegg. Ekki er að sjá eldri byggingaleifar á hlaðinu. Um 6 m vestan við íbúðarhús er bárujárnsklætt útihús með þrjár burstir, það er um 16×11 m að stærð fyrir utan lítið gróðurhús sem byggt hefur verið við suðvesturenda þess. Húsið snýr norðaustur-suðvestur.

Bakki (elsta bæjarstæði)
“Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þarfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.”
Ekki sést til fornleifa.

Naustin

Bakki

Bakki – Naustin; uppdráttur.

“Bakkavarir voru hér við Bakkakampinn en eftir honum lá Bakka-Sjávargarðurinn, Bakka-Naust og Bakka-Skiparétt,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.
“Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur.
Örstutt upp frá Naustunum var býlið Bjarg […],” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru ýmis mannvirki niður við sjó, um 150 m norðvestan við Bakka og 60 m SSV við Gamla-Bakka. Þau eru skráð hér sem ein minjaheild auk annarra minja sem eru á svæðinu en ekki eru á túnakorti.

Bakkavör

Bakki

Bakki – vörin.

Vörin er milli tveggja klappa, um 5×5 m að innanmáli. Upp af vörinni er slétt klöpp og á henni nokkuð af lausu fjörugrjóti. Ekki er ljóst hvort vörin er alveg náttúruleg eða mannaverk. Þó má vel sjá merki þess að vörin hafi verið rudd, auk þess sjá má járnkengi í klöpp ofan hennar.
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var árið 1703 heimræði og ágæt lending á Bakka. “Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,” segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. “Um 80 m sunnan við rústir Gamla-Bakka er Bakkavör ásamt skiparétt og sjávarhúsum. Í Bakkavör eiga einnig Litlibær, Móakot, Fjósakot og Hátún uppsátur,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Bakkavör er um 85 m suðvestan við Gamla-Bakka. Vörin er í stórgrýttri klapparfjöru. Ofan við vörina til suðausturs eru hlaðnir steinveggir og steypt hús undir bárujárnsþaki.

Bakkakrókur

Bakki

Bakki – Heiðargarður.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Backakrokur, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið yfir fjörutíu ár. […] Nú brúkar ábúandinn grasnytina, og má ei að skaðlausu missa.” “Til suðurs með sjónum, stuttan spöl, var garður hlaðinn frá Garðsendanum [enda Heiðargarðs og síðan þvert út fjöruna í stóra og háa klöpp, er Garðsendaklöpp nefnist.

Litlibær

Litlibær, Bjarg og Bakki – uppdráttur ÓSÁ.

Þarna í girðingakróknum eru rústir bæjar er Krókur nefndist eða Bakkakrókur. Þarna hafa húsakynni verið lítil, máski upphaflega sjóbúð. Bakkakrókur fór í eyði 1660,” segir í örnefnaskrá. Bakkakrókur er 300 m austan við Gamla-Bakka og 10 m vestan við norðurenda Heiðargarðs. Tóftin er í túni umkringdu hrauni og mólendi. Grýtt fjara með svörtum klöppum og ljósum skeljasandi er skammt frá.
Nú sést aðeins ein tóft á þessum stað.

Litlabær

Bakki

Bakki og Litlibær.

“Litlibær stóð í Litlabæjartúni eða Litlubæjarlóð. Þar var rétt hjá Litlabæjartjörn,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Litlibær var tómthús í upphafi, en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Helgi byggði upp Litlabæ úr torfbæ í timburhús árið 1906.” Þar kemur einnig fram að býlið hafi verið byggt fyrir 1884. Húsið sem stendur nú var byggt 1934 og notað sem sumarbústaður.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Ari Gíslason skráði.
-Kálfatjörn, örnefnalýsing – Gísli Sigurðsson skráði.
-“Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi – Svæðisskráning” eftir Svandísi Gunnarsdóttur.
-Örnefnalýsing Kristjáns Eiríkssonar um Kálfatjörn og kot þess, skráð eftir Ólafi Erlendssyni og Gunnari Erlendssyni 18.11.1976.
-Oddgeir Arnarsson – Örnefni í Kálfatjarnarhverfi og Flekkuvík í Vatnsleystrandarhreppi, ritgerð 1998.
-Guðmundur Björgvin Jónsson, Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd.

Litlibær

Bakki, Bjarg og Litlibær – túnakort 1919.

Þórustaðir

Í frétt Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar má lesa eftirfarandi um “brúsapalla” í sveitarfélaginu:

Brúsapallur

Brúsapallur ofan Litlabæjar og Bakka.

“Brúsapallar voru víða um sveitir landsins á árunum 1940 til 1970. Þar þjónuðu þeir hlutverki sínu fyrir mjólk sem beið þess að verða sótt, á leið sinni í mjólkurbúið. Þar beið líka stundum heimasætan og annað fólk sem þurfti bílfar um sveitina.
Árið 2009 voru nokkrir brúsapallar friðaðir í Noregi þar sem talið var að þeir hefðu að geyma merkan hluta af menningarsögu sveitanna, hvað snerti bæði framleiðsluhætti og félagslíf.
Í Sveitarfélaginu Vogum eru enn uppistandandi tveir brúsapallar, smáhýsi sem standa við afleggjarana að Litla-Bæ og Bakka og Þórustöðum. Sannarlega merkur hluti menningarsögu sveitarfélagsins.
Er ástæða til að halda sögu þessara brúsapalla okkar lifandi? Hefðu vegfarendur um sveitina okkar hugsanlega gagn og gaman af að fræðast um hluta menningarsögu okkar við smáhýsin við Vatnsleysustrandarveg?”

Brúsapallur

Búsapallur ofan Þórustaða.

Á mbl.is var grein um brúsapalla undir fyrirsögninni “Kennari, hvað er brúsapallur?
“Nú eru komin ný orð yfir þetta, ferlega ljót, nánast afstyrmi að því er mér finnst: samnemendur eða samstúdentar .
Öllum er ljóst að samfélag okkar, sem og þau sem við höfum mest saman að sælda við, breytist ört. Það veldur því að við þörfnumst sífellt nýrra orða til að gera okkur jarðvistina léttbærari og skiljanlegri. Ný orð yfir ný fyrirbæri gera okkur kleift að vera virk í þessum nútíma sem þó staldrar svo stutt við áður en sá næsti birtist.
Í því augnamiði smíðum við nýyrði mörg, lögum erlend orð að íslensku beygingar- og hljóðkerfi og tökum gömul íslensk orð, sem misst hafa af hraðlestinni, orðið eins konar strandaglópar eins og orðið skjár svo dæmi sé nefnt. Mörg hinna nýju orða verða gildir þegnar málsamfélagsins, önnur týnast brátt; verða undir í samkeppninni.

Brúsapallur

Brúsapallur í Flóa.

Fylgifiskur alls þessa er náttúrlega sá að sum gömul og gegn orð glatast með öllu eða verða svo fágæt í munni manna og skrifum að þeir sem þau nota teljast til sérvitringa, eins konar fornmanna sem neita að hlýða kalli tímans.
Þessi orð verða úti og rata ekki til hinna nýju byggða af því að þeirra virðist engin þörf lengur. Þau verða samferða í útlegðina gömlum atvinnuháttum og verkmenningu sem gengin er sér til húðar.

Brúsapallur

Brúsapallur.

Þannig er það staðreynd að allsendis væri ómögulegt að kenna börnum vorum og unglingum ljóðið um Bjössa á mjólkurbílnum án þess að því fylgdu nákvæmar orðskýringar. Þannig stendur í Íslensku orðabókinni: „Brúsapallur: pallur á mótum þjóðvegar og heimreiðar að býli þar sem mjólkurbrúsar eru settir fyrir mjólkurbílinn.“
Það vekur athygli að sögnin, sem fylgir skýringunni, er í nútíð (eru). Nú er tími brúsapallanna liðinn og líklega væri réttara að nota þátíðina (voru).
Brotthvarf brúsapallanna úr íslensku þjóðlífi var fyrir nokkrum árum tilefni þessarar vísu manns sem virðist sakna ákaft horfins tíma:

Öðruvísi allt í gær;
aldni tíminn fallinn.
Okkar bíður engin mær
við engan brúsapallinn.

Brúsapallurinn horfni er einungis eitt dæmi ótal margra um orð sem látið hafa í minni pokann fyrir þessu óttalega skrímsli sem við köllum þróun, jafnvel framfarir, og engu eirir.
Stundum gerist það og að orð sem notuð hafa verið í áratugi, jafnvel aldir, um fyrirbæri sem enn eru í fullu gildi í samfélaginu, verða að víkja, gjarna vegna erlendra áhrifa. Að sumum þessara orða þykir mér mikil eftirsjá.”

Í Degi árið 1956 er stutt skrif um brúsapalla:

Brúsapallur

Brúsapallur.

“Brúsapallar ættu að vera á hverjum stað, þar sem mjólk þarf að skilja eftir við veginn og mjólkurbíllinn tekur síðan. Ef einhverjum finnst þetta hégómamál, ættu þeir að hugleiða það ofurlítið nánar og hafa þá jafnframt hreinlætið í huga. Brúsarnir eru settir á vegarbrún. Bílar fara um og aursletturnar ganga yfir brúsana þegar blautt er um. Í þurrki leggur rykmökkinn yfir þá. En verstur er þó staðurinn sjálfur, þar sem þeir standa á. Þar er traðk manna, hunda og stórgripa. Eitt og annað loðir svo við botngjörðina þegar brúsarnir eru látnir á pallinn. Það hristist að mestu af á leiðinni og þá gjarnan á aðra brúsa er neðar standa. En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að eitthvað væri enn eftir þegar að því kemur að hella mjólkinni í vigtina við móttöku í mjólkursamlaginu, er hætt við að mjög óvelkomin óhreinindi verði nærgöngul við hina ágætu mjólk.
Ekki skal í efa dregið að vígreifar hersveitir Jónasar samlagsstjóra, sem hafa þrifnaðinn að vopni, auk sjóðandi vítisvéla, grandi sýklum og öllum þeim ósýnilegu og mögnuðu kvikindum, sem teljast óvinveittar heilbrigði dauðlegra manna og kynnu samkvæmt framansögðu að eiga greiðari leið en æskilegt væri inn á aðalstöðvar mjólkuriðnaðarins. En betra væri samt að loka þessari leið með þeirri þrifnaðarráðstöfun að hafa brúsapalla á hverjum bæ og eru þessar línur skrifaðar í því skyni að þeim mætti fjölga sem fyrst og sem mest. – Spói.”

Á vefsíðu Þjóðminjasafnsins er fjallað um brúsapalla:
Brúsapallur
“Árið 1960 var ekki langt þar til gjörbylting varð í landbúnaði á Íslandi. Vélvæðingin var skammt undan og vélknúin farartæki, dráttarvélar og jeppar leystu af hólmi þarfasta þjóninn við flutninga á landbúnaðarafurðum, jarðvinnu og heyskap. Fjósin stækkuðu, mjaltavélar komu til sögunnar og mjólkurframleiðsla jókst. Í fyrstunni var víða haldið áfram að setja mjólkina í brúsa og hún keyrð í veg fyrir mjólkurbílinn, sem var búinn sogdælu sem dældi mjólkinni í tank bílsins. Næsta stig þróunar varð að við hvert fjós skyldi vera mjólkurhús til þess að uppfylla gæðakröfur sem settar voru til framleiðslu mjólkurafurða. Þar með var því marki náð að mjólkurbíllinn kæmi heim á hvern bæ til þess að sækja mjólkina. Brúsapallar urðu við það svipur hjá sjón. Þeir gegndu þó áfram hlutverki eins konar póstkassa uns þeir hurfu alveg úr vegkantinum og póstkassar með samræmt útlit festir á þar til gerða staura við heimreiðar bæja.”

Á bloggsíðunni bilablogg.is segir m.a. af sannleiknum um Bjössa á mjólkurbílnum:
Brúsapallur
“Starf mjólkurbílstjóra var margþætt á þessum árum og fólst að hluta til í því að koma pökkum á milli staða. Ekki þurfti meira til en það og útkomuna þekkjum við í textanum við ítalska lagið Poppa Piccolino sem varð einfaldlega að: “Bjössi á mjólkurbílnum“.
Höfum í huga við lestur textans í heild hér fyrir neðan að Björn var kvæntur maður og faðir tveggja ungra barna, en alls urðu börnin fjögur. Björn var maður sem fólkið í sveitinni fagnaði þegar hann birtist með nauðþurftir og annað. Hann þótti með eindæmum lunkinn bílstjóri og í minningarorðum um Björn skrifaði dóttir hans að „[…] varla var til sú bíldrusla sem hann gat ekki gert gangfæra“.

Brúsapallur

Brúsapallur austur í sveitum.

Höfum líka í huga að maðurinn sem gerði Kolbein kaftein að hamfarakjafti í íslenskri þýðingu Tinnabókanna samdi textann um Bjössa og var það sem fyrr segir gert af glettni. Má sjá fyrir sér Loft Guðmundsson, sposkan á svip, hripa niður textann sem er svona:

Hver ekur eins og ljón
Með aðra hönd á stýri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver stígur bensínið
í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Hann Bjössi kvennagull.
Við brúsapallinn bíður hans mær,
Hæ, Bjössi keyptirðu þetta í gær?
Og Bjössi hlær, ertu öldungis ær,
Alveg gleymdi’ ég því.
Þér fer svo vel að vera svona’ æst
æ, vertu nú stillt ég man þetta næst.
Einn góðan koss, svo getum við sæst á ný.
Hann Bjössi kann á bil og svanna tökin.
Við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin.

Heimildir:
-https://www.facebook.com/510788858933519/photos/br%C3%BAsapallar-voru-v%C3%AD%C3%B0a-um-sveitir-landsins-%C3%A1-%C3%A1runum-1940-til-1970-%C3%BEar-%C3%BEj%C3%B3nu%C3%B0u-%C3%BEei/584589608220110/
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1364905/
-https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/adrar-syningar/ljosmynd-manadarins/hver-ekur-eins-og-ljon
-Dagur, 52. tbl. 06.10.1956, Fokdreifar, bls. 4.
-https://www.bilablogg.is/frettir/sannleikurinn-um-bjossa-a-mjolkurbilnum

Vatnsleysuströnd

Brúsapallurinn ofan Litlabæjar og Bakka 2022.

Seltjarnarnes

Í Vikunni 1987 er fjallað um “Nesstofu – eitt elsta steinhús landsins“:
“Til forna náði hreppurinn yfir allt hið svokallaða Seltjarnarnes, milli Kópavogs og Elliðaárvogs, frá Gróttu upp að Hólmi.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Fyrstu aldirnar eftir landnám voru einungis jarðirnar Reykjavík, Nes og Laugarnes í byggð og var landbúnaður helsta atvinnugreinin. Íslendingar fóru að stunda fiskveiðar í auknum mæli á 14. og 15. öld og kom þá skreiðarútflutningur einnig til sögunnar. Byggð fór því að þéttast ört við sjávarsíðuna.
Við siðaskiptin náðu Skálholtsbiskupar eignarhaldi á flestum jörðum hreppsins og lögðust þær undir konung um miðja 16. öld. Íbúum fór fjölgandi á nesinu næstu aldirnar og á fyrri hluta 18. aldar var þar einna þéttbýlast á öllu landinu.
Tveir atburðir áttu sér stað á 18. öld sem mörkuðu spor í sögu Seltirninga. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og landlæknisembætti var stofnað á íslandi. Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknirinn og aðsetur hans var í Nesi við Seltjörn. Í kjölfar aðskilnaðar Seltjarnarness og Reykjavíkur missti hreppurinn smátt og smátt mestan hluta af landi því sem tilheyrði honum. Nú er svo komið að innan marka gamla Seltjarnarneshrepps eru þrír kaupstaðir og hátt í helmingur þjóðarinnar hefur þar búsetu.
Um aldamótin 1900 hljóp mikil gróska í útgerð á nesinu og taldist hreppurinn til stærstu útgerðarstaða á landinu. Hafnaraðstaðan var þar heldur bágborin og leiddi það til þess að Seltirningar urðu að selja fiskiskipaflota sinn til Reykjavíkur. Seltirningar tóku upp landbúnað að nýju eftir útgerðarævintýrið en hann leið undir lok í heimsstyrjöldinni síðari. Byggð var þá tekin verulega að þéttast og Seltjarnarnes hlaut kaupstaðarréttindi 1974.

Seltjarnarnes

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson á tindi Heklu.

Nesstofa stendur við Bakkatjörn á vestanverðu nesinu og þaðan er aðeins örstuttur spölur út í Gróttu. Útsýnið þennan bjarta vordag var stórbrotið. Akrafjallið bar við heiðskíran himin og Esjan skartaði sínu fegursta. Í fjarska blasti Snæfellsjökull við i öllu sínu veldi. Byggðin hefur í tímanna rás færst nær Nesstofu og nú er svo komið að glæsileiki þessa einfalda húss nýtur sín ekki sem skyldi.
Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum landsins, var reist á árunum 1761 til 1765. Hún hefur nú verið færð í sitt upprunalega horf og senn verður opnað þar læknisfræðilegt sögusafn, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sögulegt gildi Nesstofu verður ekki dregið í efa. Þar bjó á árunum 1763 til 1779 fyrsti landlæknir okkar Íslendinga, Bjarni Pálsson, og var hann fyrsti Íslendingurinn sem lauk embættisprófi í læknisfræði. Hann var skipaður landlæknir 1760 og beið hans þá mikið og erfitt starf. Ásamt því að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp og hafa með höndum lyfjasölu var honum falið að annast læknakennslu, kenna ljósmæðrum og að auki að hafa eftirlit með tukthúslimum. Þrátt fyrir drepsóttir, hungur og gífurlegan barnadauða hófst Bjarni ótrauður handa. Læknaskóla starfrækti hann allan sinn starfstíma í Nesi og lyfjabúð til ársins 1772.

“Reykjavík og Kópavogur hjáleigur Seltjarnarness!”

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – loftmynd.

Við sem búum á þéttbýlissvæðunum suðvestanlands höfum ekki undan að fylgjast með örri þróun byggðarinnar. Í önn dagsins hverfur tíminn og þegar litið er upp úr annríkinu blasa við nýir byggðakjarnar þar sem áður voru mýrar, grýtt holt og berangur.
Sagt er að æðri máttur hafi leitt Ingólf Arnarson til Reykjavíkur. Víst er að Reykjavíkursvæðið hefur um margt einstæð náttúruskilyrði til þéttbýli sem skapast hefur á síðustu áratugum vegna gjörbreyttra atvinnuhátta þjóðarinnar.
Land það sem Reykjavíkurborg á í dag er hluti af Seltjarnarneshreppi hinum forna sem náði frá Gróttu upp að Hólmi og milli Elliðaárvogs og Kópavogs. Með stofnun kaupstaðar í Reykjavík fyrir 200 árum hófst sú þróun að taka land Seltjarnarneshrepps til þarfa þéttbýlismanna. Nú eru þrír kaupstaðir innan gömlu hreppamarkanna og býr þar nær helmingur þjóðarinnar.
Enginn hreppur á Íslandi hefur orðið fyrir slíku landaafsali sem Seltjarnarneshreppur. Seltirningar geta því með sanni sagt að Reykjavík og Kópavogur séu hjáleigur frá Seltjarnarnesbæ.”

Í “Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi árið 2006” er byggðasaga Nessins rakin:
Seltjarnarnes
“Til að geta sett niðurstöður fornleifaskráningar í fræðilegt samhengi er nauðsynlegt að hafa hugmynd um sögu byggðar á svæðinu sem er til rannsóknar. Byggðasaga er einn sá grunnur sem áætlanir um frekari rannsóknir, t.d. uppgrefti, ættu að byggja á. Vitneskja um sögu byggðar eykur líkur á að rannsóknarefni fornleifafræðinga séu mótuð og þar af leiðandi fáist markvissari niðurstöður. Heimildir sem nýtast við ritun byggðasögu eru t.d. fornrit, þ.e. Landnáma, Sturlunga og Íslendingasögur, fornbréfasafn, tölur um dýrleika jarða og upplýsingar um staðsetningu kirkna og bænhúsa. Almennt er álitið að bæir, þar sem kirkjur eða bænhús stóðu, hafi byggst snemma, enda hafi þau almennt verið stofnsett fljótlega eftir árið 1000. Þá eru kuml óræk sönnun um forna byggð. Einnig koma bæjanöfn að góðu gagni þegar á að reyna að ákvarða í hvaða röð jarðir hafi byggst, sem og landamerki.
Ólíkt stórum hluta landsins hefur þegar verið ritað talsvert um byggðasögu Seltjarnarness.
Seltjarnarnes
Árið 1936 birtist greinin „Hversu Seltjarnarnes byggðist” eftir Ólaf Lárusson í Landnámi Ingólfs og átta árum síðar í ritgerðasafni hans Byggð og sögu. Björn Teitsson gerði einnig ítarlega grein fyrir sama efni í grein sinni „Byggð í Seltjarnarneshreppi hinum forna” sem birtist í Safni til sögu Reykjavíkur sem gefin var út 1974. Fyrir áhugasama um sögu og þróun byggðar á Seltjarnarnesi má einnig benda á Seltirningabók sem út kom 1991 en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um upphaf byggðar á nesinu og þróun hennar allt fram á síðustu ár og grein Orra Vésteinssonar í ráðstefnuriti íslenska Söguþingsins frá 1997 þar sem hann fjallar m.a. um Nes í grein sinni Íslenska sóknarskipulagið og samband heimila á miðöldum.
Sökum þess að töluvert hefur verið fjallað um byggðarsögu Seltjarnarness er hér markmiðið að draga saman helstu staðreyndir um landnám og byggðarþróun á nesinu sem þegar hafa verið settar fram en jafnframt nota fornleifaskráningu og þær fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið á nesinu allt fram á síðustu ár til að bæta við myndina og dýpka skilning á byggðarþróuninni. Hér er mest stuðst við grein Ólafs Lárussonar enda hefur flest sem um landnám og byggðarsögu á Seltjarnarnesi fram að þessu byggt á úttekt hans.
Sú umfjöllun sem hér fylgir um byggðasögu Seltjarnarness, eins og reyndar skýrslan í heild, afmarkast við mörk Seltjarnarness eins og þau eru í dag. Heitið Seltjarnarnes er því notað yfir kaupstaðarlandið eins og það er nú en ekki hinn forna Seltjarnarneshrepp sem náði yfir allt nesið sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og til fjalla. Enginn vafi leikur á því að jörðin Nes er landnámsbýli þess svæðis sem nú er kallað Seltjarnarnes.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð – áletrun. Þvergarður fjær.

Ólafur Lárusson rökstuddi í úttekt sinni á landnámi og byggðarþróun á Seltjarnarnesi að Nes hafi byggst upp fljótlega eftir landnámi í Reykjavík. Á undanförnum áratugum hafa fornleifarannsóknir verið gerðar í Nesi og styðja þær hugmyndir um að Nes hafi byggst mjög snemma, fljótlega eftir að landnámsgjóskan féll. Rannsóknir á Þvergarði og á garði við Bygggarðsvör sýna að þessir garðar voru byggðir snemma eða á 10.-11. öld. Aldur Þvergarðs bendir til að þegar á 11. öld hafi verið komið a.m.k. eitt býli á Innnesi. Ekkert er vitað um hlutverk garðsins í Bygggarði þó að tilgáta hafi verið sett fram um að hann hafi tengst byggræktun. Ekki er þó óhugsandi að sá garður gæti verið landamerki, eða byggður til að girða af heimatún Bygggarðs enda má ætla að Bygggarður hafi verið eitt af fyrstu býlunum sem byggðust úr landi Ness.
Samkvæmt kenningum Ólafs Lárussonar var Nes í upphafi lakari jörð en Reykjavík. Ness er fyrst getið í heimildum um 1200 en þá er kirkja á jörðinni. Fyrsti nafngreindi ábúandinn í Nesi var Hafurbjörn Styrkársson sem skv. heimildum átti ættir að rekja til Ingólfs Arnarssonar og bjó í Nesi um 1280. Af heimildum má sjá að sonur Hafurbjarnar og sonarsonur hafa búið í Nesi eftir hans dag og voru þeir allir í heldri manna tölu. Af heimildum má því ætla að í Nesi hafi verið ríkmannlega búið á 13. öld. Lítið er hins vegar vitað um eigendur Ness frá 14. öld og fram að siðaskiptum þegar jörðin var orðin eign Skálholtsstóls.

Seltjarnarnes

Mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur árið 1700. Eiði og Mýrarhús Seltjarnarnesmegin.

Ólafur segir að það megi sjá af heimildum að Nes hefur verið höfuðból alls hins gamla Seltjarnarness, a.m.k á 13.-14. öld og er lítil ástæða til að draga þá túlkun í efa. Frá fornleifafræðilegu sjónarmiði er ekki augljóst af hverju Nes ætti endilega að hafa byggst á eftir Reykjavík. Örnefnið ‘Nes’ gæti vel verið frumlegra og myndi hafa hæft vel fyrsta býlinu á nesinu sem báðar jarðirnar eru á. Nes var dýrari jörð en Reykjavík á seinni öldum (120 hundruð á móti 100 hundruðum) og kirkjan í Nesi var miklu betur eignum búin en sú í Reykjavík. Hvernig sem því hefur verið varið er ekki ástæða til að ætla að langt hafi liðið milli þess sem jarðirnar tvær byggðust, og verður e.t.v. aldrei hægt að skera úr um það.

Seltjarnarnes

Nesstofa – kirkjugarður.

Kirkjumáldagi frá 14. öld sýnir að þá var Neskirkja mjög vel stærð og voru eignir hennar dæmigerðar fyrir kirkjur á stórbýlisjörðum. Frá þeim tíma geta heimildir þriggja jarða sem byggst hafa út frá Nesi. Það eru Eiði, Bakki og Bygggarður. Í máldaga kirkjunnar kemur fram að hún á: „…þriðjunginn í heimalandi [Ness] með rekum, skógum og afréttum, Eiðslandi, Bakka og Bygggarði“ Þetta orðalag má túlka á tvenna vegu. Annars vegar sem svo að kirkjan eigi jarðirnar þrjár í heild en hins vegar hún eigi þriðjung af þeim öllum. Ólafur kýs að túlka það sem svo að Neskirkja eigi þriðjung úr jörðunum þremur. Þetta segir hann benda til þess að þessar jarðir hafi byggst út úr Neslandi eftir að kirkjunni var gefinn þriðjungur jarðarinnar og því sé hlutfallsleg eign kirkjunnar í býlunum sú sama og í heimajörðinni. Hins vegar má spyrja hvort ekki sé allt eins líklegt að hjáleigurnar þrjár gætu einmitt hafa verið komnar í byggð þegar kirkjunni var gefið landið og hún fengið hluta af hjáleigunum eins og af heimajörðinni.
Seltjarnarnes
Þessar vangaveltur er vart hægt að leiða til lykta að svo stöddu en ef við fylgjum kenningu Ólafs má gera ráð fyrir að jarðirnar þrjár hafi verið byggðar eftir miðja 11. öld (1056 í fyrsta lagi í biskups tíð Ísleifs Gissurarsonar) en fyrir miðja 14. öld. Ólafur gerir ekki tilraun til tímasetja upphaf býlanna frekar. Eins og áður segir benda rannsóknir á Þvergarði til að garðurinn hafi a.m.k. verið byggður á 11. öld og samkvæmt því mætti ætla að á þeim tíma hafi býli á Innnesinu, Eiði og/eða Lambastaðir, þegar verið í byggð. Garðlag frá 10. öld við Bygggarðsvör þarf ekki endilega að tengjast byggð þar en ekki er ólíklegt að hann tengist fyrstu búsetu á jörðinni. Hafi stórbýlið Nes verið einrátt á nesinu fram á seinni hluta 11. aldar eða jafnvel allt fram til miðrar 14. aldar sé það harla óvenjulegt. Eðlilegra er að áætla að úr landi landnámsjarðarinnar Ness hafi á strax á 10. öld byggst annað býli á Innnesinu (Eiði eða Lambastaðir) og jafnvel Bygggarður eða Bakki. Hugsanlegt er að á fyrstu öldum hafi þessar jarðir legið undir Nes – verið hjáleigur þaðan. Eftir að kirkja var byggð í Nesi hefur Nesbóndinn gefið henni þriðjung úr landi sínu með rekum og afrétt og úr öllum afbýlunum þremur sem þá voru í byggð, eða býlin í heild sinni.
Seltjarnarnes
Ólafur Lárusson heldur því fram að áður en umræddar jarðir byggjast frá Nesi hafi ein jörð þegar verið byggð úr Neslandi. Þetta er jörðin Lambastaðir, nálægt merkjum við Reykjavík. Á Lambastaði er fyrst minnst í rituðum heimildum um 1500 en Ólafur telur þó að bærinn sé mjög gamall. Ástæðan er sú að Neskirkja átti engan hlut í jörðinni. Ólafur telur nafnið einnig benda til hás aldurs því að mannsnafnið Lambi sé ekki þekkt eftir lok sögualdar. Með þessum rökum heldur hann því fram að Lambastaðir séu næstelsta býlið í Nessókn og hafi byggst á 10. eða snemma á 11. öld. Við þessa röksemdafærslu Ólafs er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi má segja að hafi Lambastaðir verið fyrsta jörðin sem byggðist úr landi Ness megi ætla að Þvergarður hafi verið byggður til að marka landamerki þessara tveggja jarða mjög snemma. Samkvæmt því hlyti Eiði að vera byggt úr landi Lambastaða en þá er erfitt að skýra hvers vegna Neskirkja átti þriðjung úr landi Eiðis. Í öðru lagi má benda á að þau rök Ólafs sem snúa að bæjarnafninu Lambastaðir eru mjög veik og kemur þar tvennt til.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.

Rannsóknir á bæjarnöfnum hafa sýnt að oftast má ætla að bæir sem bera einkvæð náttúrunöfn séu að jafnaði eldri en þeir bæir sem bera mannanöfn og endinguna “staðir”. Samkvæmt því má ætla að landnámsbær innnessins sé Eiði fremur en Lambastaðir. Hins vegar má benda á að e.t.v. er líklegra að Lambastaðir séu kenndir við lömb fremur en mannsnafnið Lambi. Björn Teitsson hefur sett fram þá tilgátu að Lambastaðir hafi byggst upp á rústum lambhúss, líklega á 14. eða 15. öld. Björn gerir þó enga tilraun til að skýra hvers vegna kirkjan átti ekki hlut í Lambastöðum líkt og í hinum hjáleigunum þremur.
Ef litið er á örnefni lögbýlanna á Seltjarnarnesi má sjá að auk Ness eru tveir bæir sem bera náttúrunöfn og samkvæmt örnefnakenningu mætti ætla að þeir væru eldri en hinir sem bera samsett heiti. Þetta eru Bakki og Eiði.25 Bæjarheitið Bygggarður bendir til að þar hafi verið garður um byggrækt áður en jörðin byggist upp en athygli vekur að af þeim jörðum sem hafa byggst upp á Seltjarnarnesi á eftir Nesi er Bygggarður hæst metin eða á 30 hdr og gæti það bent til að jörðin sé á meðal elstu bæja þó rétt sé að ítreka að munurinn á dýrleika er ekki mikil. Það sem einna helst styður kenningu Ólafs um háan aldur Lambastaða, auk kirkjumáldagans, eru selstöður nessins. Aðeins tvö býli á nesinu, höfuðbýlið Nes og Lambastaðir, áttu selstöðu svo vitað sé.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – AMS-kort.

Í Jarðabók Árna og Páls kemur fram að Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli en Nes í Seljadal. Önnur býli á nesinu áttu ekki sérstakrar selstöður í upphafi 18. aldar og má vera að þannig hafi það alltaf verið. Þetta mætti auðveldlega túlka í þá átt að ítök Lambastaða hafi verið meiri en hinna býlanna á nesinu og jörðin þá elst á eftir Nesi.
Að samanlögðu er erfitt að fullyrða nokkuð um hvaða býli byggðist fyrst á eftir Nesi. Margar vísbendingar benda til að Eiði, Bygggarður og Bakki byggist fljótlega upp, líklega strax á 10. öld eða á fyrri hluta þeirrar 11. Hvort mögulegt er að Lambastaðir hafi byggst upp á undan býlunum þremur skal ósagt látið. Hvað sem segja má um nákvæman byggingatíma býlanna er ljóst að á 14. -15. öld eru greinilega auk Ness, að minnsta kosti fjögur býli í Nessókn.
Þegar skoðaðar eru þær upplýsingar sem tiltækar eru um byggð á Seltjarnarnesi fram að siðaskiptum vekur athygli að ekkert bænhús er í sókninni þó að algengt hafi verið að bænhús væru á öðru til þriðja hverju lögbýli frá fyrstu öldum. Þetta bænhúsaleysi má e.t.v. að hluta skýra með smæð sóknarinnar en ekki er ólíklegt að yfirburðir Ness í dýrleika, landgæðum og stærð spili einnig inni í og Nes hafi einfaldlega frá upphafi borið höfuð og herðar svo langt yfir aðra bæi í sókninni að ekkert hinna lögbýlanna hafi nokkru sinni náð valdastöðu innan hreppsins.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1915.

Síðla á 15. öld eða snemma á þeirri 16. eignaðist Skálholtsstóll Nes en um siðaskipti (miðja 16. öld) lét stóllinn Nes og Eiði, sem þá var greinilega orðin sjálfstæð jörð, af hendi til konungs í skiptum fyrir aðrar jarðir.
Talið er Mýrarhús hafi verið byggð um 1600 en býlið varð lögbýli um 1700. Í Jarðabók Árna og Páls kemur fram að í Nessókn voru samtals 37 bústaðir og 158 íbúar 1703. Af þessum 37 bústöðum voru sjö lögbýli, 19 hjáleigur en fjórir bústaðir af öðrum toga (tómthús, húsmennskubýli o.s.frv.). Flestar af hjáleigum og tómthúsum á Seltjarnarnesi voru nafngreindar en Ólafur giskar á að þau býli sem höfðu nafn hafi verið eldri en þau sem ekkert höfðu. Flestra nafngreindu býlanna er getið í fyrsta sinn í Jarðabók Árna og Páls og því erfitt að rekja sögu þeirra lengra aftur. Ólafur gerir þó tilraun til að ráða í heiti þeirra og geta sér þannig til um tilurð þeirra og byggingartíma. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að nokkur hjáleiganna sé eldri en frá 14. öld.
Þegar jarðabókin er gerð 1703 var engin jörð á Seltjarnarnesi bændaeign. Bakki og Bygggarður voru kirkjueignir en aðrar jarðir voru eign konungs. Eignarhald á flestum jörðum á Seltjarnarnesi hafi því færst frá bændum, sem virðast hafa átt meirihluta jarða á Seltjarnarnesi á 15. öld yfir á Skálholt og Viðeyjarklaustur, og síðar yfir til konungs.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1969.

Árið 1703 tilheyrðu lögbýlunum sjö á Seltjarnarnesi 19 hjáleigur. Langflestar hjáleigur tilheyrðu Nesi, enda sjást yfirburðir þess gagnvart öðrum býlum á svæðinu á dýrleika seint á 17. öld, en þá var Nes dýrari jörð en öll önnur lögbýli í sókninni samanlagt. Að samanlögðu taldi Ólafur að helstu drættir byggðasögu Seltjarnarness væru ljósir þó að ritheimildir um svæðið væru heldur fátæklegar fram til 1400-1500. Hann segir ljóst að Reykjavík sé landnámsjörð alls hins forna Seltjarnarness en fljótlega eftir landnám hafi Nes byggst. Fram til loka 10. aldar telur Ólafur að Reykjavík hafa borið höfuð og herðar yfir Nes en hann telur Nes hafa náð undirtökum á svæðinu á 11. öld. Ástæður þess eru óljósar en þó telur Ólafur líklegast að 3-4 jarðir hafi á þeim tíma þegar verið byggðar út frá Reykjavík og það hafi þrengt að höfuðbólinu. Hann virðist telja hjáleigubyggð hefjast fyrir alvöru nokkru síðar í Nessókn sökum þess að þær hljóti að byggjast nokkru eftir að kirkjunni í Nesi var gefinn þriðjungur af landinu þar. Þessi röksemdafærsla er því höfuðatriði í umfjöllun Ólafs en ýmislegt hefur komið í ljós á síðustu áratugum sem gerir það að verkum að hana má draga í efa. Forn merkjagarður á Valhúsahæð bendir til byrjað hafi verið að skipta upp landi Ness fremur snemma.

Seltjarnarnes

Nesstofa 1982.

Þrátt fyrir að hjáleigubyggð yrði blómleg í Nessókn eins og í Reykjavík og e.t.v. á sama skeiði (ólíkt því sem Ólafur hélt fram) virðist Nes halda stöðu sinni sem höfuðból svæðisins allt fram á 18. öld þegar þéttbýlismyndun hefst í Reykjavík. Hvort sem Nesbóndinn skipti landi sínu niður af meiri kostgæfni eða að landkostir á nesinu voru einfaldlega betri til ábúðar þegar fram liðu stundir skal ósagt látið. Eftir stendur að Nesbændur ná til sín völdum og áhrifum á fyrstu öldunum eftir landnám og halda hlutverki sínu sem höfuðból Seltjarnarness hins forna allt fram til 18. aldar.
Þéttbýlismyndun hófst ekki fyrir alvöru á Nesi fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina en hún átti sér þó talsverðan aðdraganda. Þegar jarðabók Árna og Páls var gerð [1703] voru 37 heimili á Seltjarnarnesi og 158 íbúar. Öll lögbýlin nema Nes og drjúgur hluti hjáleiganna voru mjög nærri sjó og þau býli sem stofnuð voru á 18., 19. og fram eftir 20. öld voru flest alveg við sjávarmál. Greinilegt er að nálægð við sjó var höfuðatriði sem haft var í huga við staðsetningu býlanna. Heimilunum á Seltjarnarnesi virðist hafa fækkað talsvert á 18. öld og í upphafi 19. aldar voru þau 20 talsins en íbúatalan hélst óbreytt. Ekki er að sjá miklar breytingar á íbúafjölda eða fjölda bústaða á nesinu á 19. öld en um 1900 hafði heimilum á nesinu aftur fjölgað og voru þau þá 35. Í kringum aldamótin 1900 var mikil útgerð stunduð frá Seltjarnarnesi en skútuútgerð lauk á fyrsta áratug 20. aldar og komu þar ýmsar ástæður til s.s. hafnleysi og aðstöðuleysi í landi.

Seltjarnarnes

Mýrarhús og Pálsbær.

Allt fram til 1925 voru flestir bústaðirnir reistir á gömlu hjáleigu- og tómthússtæðunum. Eftir 1925 hefst hinsvegar íbúðabyggð á Seltjarnarnesi á landi sem áður hafði verið nýtt til slægna og beitar. Eins og algengt er var sú þéttbýlisbyggð sem fyrst reis á Seltjarnarnesi blanda af bæjar- og sveitarmenningu. Húsin voru byggð við götur en útihús voru gjarnan á baklóðum og víða var sjósókn stunduð samhliða smávægilegum búskap.
Þéttbýlismyndun á Seltjarnarnesi hófst austast á nesinu og fyrsta jörðin sem formlega var skipt undir íbúðahúsabyggð var Lambastaðir. Á árunum 1930-1940 reis þar íbúðarhúsahverfi. Á vestanverðu nesinu reis fyrst þéttbýli við götuna Tryggvastaðabraut, sem síðar var breytt í Lindarbraut. Byggðin sem þar reis var í upphafi sumarhús en mörgum þeirra var fljótlega breytt í heildsársbústaði.
Frá upphafi byggðar á Seltjarnarnesi og fram yfir aldamótin 1900 var þungamiðja nessins á Framnesinu, í höfuðbólinu Nesi og hjáleigum hennar. Á árunum 1914-1939 var rekið útgerðarfélag í Melshúsum og voru umsvif í kringum það mikil. Líklega hafa þau umsvif átt sinn þátt í því að byggðamynstur á svæðinu tók að breytast eins mikið og raunin var og þungamiðja nessins að færast austur.
Seltjarnarnes
Í síðari heimstyrjöldinni voru umsvif hersins mikil á Seltjarnarnesi. Mest voru þar 4-5 braggahverfi; á og við Valhúsahæð þar sem lang stærsta braggahverfið (Grotta Camp) reis ásamt miklum eftirlits- og varnarstöðvum, í Suðurnesi og í Bollagörðum (RN Fixed Defence Statio) þar sem einnig voru eftirlitsstöðvar, hjá Hæðarenda (Boulogne Camp) og við Sæból (Sabol Camp) í Lambastaðahverfi. Ólíkt því sem víða gerðist í þéttbýli hér á landi í stríðslok myndaðist ekki íslenskt braggahverfi á Seltjarnarnesi. Ástæðan var sú að hreppsnefnd krafðist þess að braggarnir væru rifnir og fjarlægðir. Eina undantekningin frá þessu voru braggar í Hæðarenda sem þá tilheyrði Reykjavík. Þar var braggabyggð allt til 1970.
Hinn nýi Seltjarnarneshreppur varð formlega til í ársbyrjun 1948. Íbúar í honum voru um 500 og flestir þeirra bjuggu í Lambastaðahverfi þó einnig væri allþétt búseta á vestanverðu nesinu. Árið 1974 fékk Seltjarnarnes kaupstaðarréttindi og voru íbúar þá tæplega 2500, flestir í Stranda-, Nes- og Melhúsahverfi. Á síðustu þrjátíu árum hefur íbúatalan næstum tvöfaldast og byggð er nú þétt á öllu nesinu austan Ness.”

Lambastaðir

Seltjarnarnes

Lambastaðir – túnakort 1916.

Á jörðina er fyrst minnst um 1500 í skrá um landamerki milli Víkr á Seltjarnarnesi (Reykjavíkr), Örfæriseyjar, Eiðs og Lambastaða. Skrifað um 1570 (Bessastaðabók). Þar segir: “þadann og vestur j griot gard firir svnnann eidz tiornn og ofan þar sem gardvrinn geingvr sydvr j sio firir avstan lambastadi” DI VII 458.
Þann 10. mars 1553 er minnst á Lambastaði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: “Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke…. Lampestadom iiij köer.” DI XII 524.

Seltjarnarnes

Lambastaðir 1910.

3. júlí 1556 eru Lambastaðir meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungs í skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. “sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.” DI XIII 139.

Lambastaðasel

Lambastaðasel.

1703: Dýrleiki óviss, konungseign. “Munnmæli eru að af þessari jörð sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki,” JÁM III, 235. Hjáleigur 1703: Tjarnarhús, Melshús og voru þá báðar í byggð. Afbýli 1916: Melshús, Melstaður, Sanitas og Vegamót. Í Seltirningabók segir (bls. 103): “Um 1865 var jörðin seld undan Lambastöðum og hún þá talin vera 5 hundruð eða fjórðungur af verði heimajarðarinnar.”

Hrólfsskáli

Seltjarnarnes

Hrólfsskáli – túnakort 1916.

1703: Konungseign.
Jarðarinnar fyrst getið í jarðabók frá um 1584. Þá kemur fram að konugur seldi Hrólfsskála og Lambstaði fyrir þriðjung í Reykjavík. Í Jarðabókinni er Hrólfsskáli “hálfbýli kallað, því það hefur ekki fyrirsvar haft nema að helmingi mót lögbýlisjörðum inn til tveggja næstliðinna ára. Jarðadýrleiki er óviss.” “Munnmæli eru að af þessari jörð [Lambastöðum] sje til forna, so em hjáleiga, bygð jörðin Hrólfsskáli, en sann á því vita menn ekki,” JÁM III, 235-6
1703: “Túnin brýtur og fordjarfar sjáfargángur, so að ei er húsum óhætt. Engjar eru öngvar. Útigángur enginn og haglaust um sumur.” JÁM III, 237.
1916: Tún austara býlis 3,2 teigar, garðar 2300m2. Tún á vestara býli 2,8 teigar, garðar 1700m2. “Túnið allt sléttað, nema mýrlendi bletturinn og litlar blettir stórgrýttir. Utantúns kálg. stór og túnblettur lítill – talinn með.” Túnakort 1916.

Bakki

Seltjarnarnes

Bakkakot – Bakki og Bakkakot.

1703: “Backe, bygð í óskiftu heimalandi ness á Seltjarnarnesi og nú lögbýli kallað. Jarðardýrleiki er óviss.” JÁM III, 238. Neskirkjueign.
1397: Neskirkja á: “Þridiunginn i Heimalandi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.” (DI IV 108-109) Sjálfstæð jörð a.m.k. frá 14. öld en átti óskipt land með Nesi og taldist hjáleiga þaðan í jarðab. 1760. Á Bakka er aftur minnst í Gíslamáldaga um Nes 1575. Þar er aftur sagt að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Bakka með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).

Nes við Seltjörn

Seltjarnarnes

Nes, Knútborg nyrðri, Knúborg syðri og Litlibær – túnakort 1916.

120 hdr. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 9.
Í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá 1367 er minnst á Neskirkju: “Nesia sysla lix. Nichulas kirkia a seltiarnarnese a sex manna messuklæde. allt annad suo sem Vilchinsbok jnne helldur” Hítardalsbók DI III, 220. Á Neskirkju er einnig minnst 1379 í máldaga Jónskirkju í Vík (Reykjavík). Þar segir “Jonskirkia j vik aa land alltt at seli. landsælding og selalatur j erfærisey. sælding j akvrey. rekann allann a kirkivsandi. fiordvng reka j mots vid nes. eyngey og lavgarnes. vtan seltiornn og lavgarlæk.” DI III 340.
Til er máldagi Neskirkju frá 1397. Þar segir: “Nichulaskirkia i Seltiarnarnesi a: fiordung veida j Ellidaaum. þridiunginn i Heimalanndi med rekumm skogumm oc afriettumm. Eidzlandi. Backa oc Byggardi. Half Krossvyk ad vidreka. Herkistader ad vidreka ollumm. Arland nedra. Þar skal vera prestur oc diakn,” Máld. DI IV 108-109.
Seltjarnarnes
Frá árinu 1546 hefur varðveist bréf í fornbréfasafni um Neskirkju. Þar segir: “Eingeyar maldage Kirkian ä fiordung j öllum reka millum fossvogslækiar utan ad kirkiusande. og j seltiörn.” DI VII 52.
Árið 1546 kemur fram í Fornbréfasafni að Gizur biskup byggir Eyjólfi bónda P(áls)syni jörð dómkirkjunnar Nes á Seltjarnarnesi um þrenna tólf mánuði, með þeim greinum, er bréfið hermir. DI XI 527.
3. júlí 1556 er Nes meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. “sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.” DI XIII 139.
1575: “Kirkian ad Nese ä Seltiarnarnese. a Thriðiung i heimalande. med [rekum. Skögum. afrettum. Eijdzlandj Backa og Bijggarde. Hälf Krossavijk ad vidreka. Herkestader ad vidreka øllum. Arland nedra. Jtem fiordung veidar i Ellida Äm.” Gíslamáldagar DI XV 637.

Seltjarnarnes

Nesstofa – Esja í bakgrunni.

26.5.1797: Neskirkja aflögð; (PP, 110) [konungsbréf]. Bændaeign þar til 1397-1546, Þá Skálholtsstólseign en 1556 varð hún konungseign. Kirkjan í Nesi átti upphaflega þriðjung í heimalandi, Bakka, Bygggarði, Eiði og Árlandi [síðar Ártún] en hlutur hennar í heimalandi, Eiði og Árland voru tekin undan en 2/3 af Bakka og Bygggarði voru látin í staðinn og töldust þær kirkjujarðir að öllu frá því á 16. öld. Bakki og Bygggarður höfðu óskipt land við Nes fram á þessa öld. Nesjörðinni hafa upphaflega fylgt skógar og afréttir og mögulega selstaða þar sem heitir Nessel. Grótta var hjáleiga, fyrst getið 1547-52. Bakki talin hjáleiga í jarðab. 1760.
1703 voru Nýibær, Jónshús, Gesthús, Þýskhús, Smiðshús, Móakot, Kot og Ráðagerði hjáleigur en heima við bæinn voru Bakrangur, Norðurbær, Jakobshús, Dugguhús og 1 ónafngr. tómthús. Seinna byggðust Knútsborg, Litlibær, Nýlenda og Bollagarðar og vel er hugsanlegt að þau hafi öll byggst upp á gömlum – bæjarstæðum eins og Jónshúss, Þýskhúss, Smiðshúss og Kots en staðsetning þessara býla er annars týnd. Nesi tilheyrði Akurey en í jarðab. 1803 er þar talin dúntekja og heyskapur. Nes var landlæknissetur frá 1760 til 1834.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

Minnst er á Hafur-Björn sem bjó í Nesi í sambandi við landnám Ásbjörns Össurarsonar milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns í Landnámabók (H353) bls 395 ÍF I. Bærinn Nes virðist á fyrstu öldum jöfnum höndum nefndur Nes og Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnes er minnst í nokkrum biskupasögum og Sturlungu en oft erfitt að skera úr um hvort átt er við allt Seltjarnarnes eða bæinn Nes þótt það síðarnefnda virðist oftar raunin. Seltjarnarnes er nefnt í Sturlungu (I. bindi, 184. kafla, bls. 253). Þar getur um atburði sem áttu að gerast 1216: “En um vorið um stefnudaga fór Snorri suður á Seltjarnarnes og hafði tvær ferjur af Akranesi og fjóra tigu manna á hvorri. Þeir létu fáa eina sjá er þeir fóru suður að nesinu”.

Nessel

Nessel.

Af heimildum að dæma hefur Nes snemma verið ein af bestu jörðum landsins sbr.: “[1226]: Máldagi settr á alþíngi, um osttoll til Viðeyjar klaustrs af Kjalarnes þíngi. (Vottar að þessum máldaga voru m.a.:) Styrkár Sveinbjarnarson var merkr bóndi í Kjalarness þíngi; hans ætt er talin í Landnámab. v, 14 : Ísl. s. I, 320, og var hann kominn af ætt Íngólfs landnámsmanns; sonr hans var Hafrbjörn í Seltjarnarnesi, sem hafði mest bú og bezta hýbýla skipan á Íslandi af bændum í sinni tíð (Árna bisk. s. kap. 26) DI I 495. Á Nes er minnist í víða í biskupasögu Árna biskup.
1280: “Nú því at hann [Árni biskup]rýmði fyrir herra Ásgrími fór hann heim í Skálaholt ok var þar stundum en stundum í Seltjarnarnesi ok með honum Ellisif Þorgeirsdóttir ór Holti, þess er fyrr er nefndr.” Biskupasögur III, Árna Saga 58. kap. bls 83.

Seltjarnarnes

Nesstofa.

1280-1281: “Þann vetr var herra Loðinn ok með sveina sína í Seltjarnarnesi með fyrrnefndum Hafrbirni ok veitti hann allstórmannliga ok vóru þá kyrr ein tíðindi. Ok er vár kom fóru þeir Jón lögmaðr þann hlutalands sem ófarinn var um haustit, ok er dró at þingi bjogguz menn til ferðarinnar hverraf sínum heruðum. Herra Árni byskup reið ok til þings ok með honum mart lærðra manna en herra Loðinn ok allir handgengnir menn með honum.” Biskupasögur III, Árna Saga 62. kap. bls 86. (Svipaður texti er einnig í Sturlungasögu II í köflum 43 og 45 bls 810-811).
1550: Jtem komer Ion Grönlandt till en iiij manefar paa Seltenes wthen formandskop oc er her till skepet j tonde mell oc j tonde sijre oc mijn frj mand her Semen Gislessen fro Tolleüer Grimsen.
Fógetareikningar DI XII 184 Seltjarnarnes einnig nefnt í fógetareikningum árið 1548 DI XII 12.
16. apríl 1556: Erindisbréf Knúts hirðstjóra Steinssonar B. Á íslenzku. 8. Vm skipte a Alfftaness jordum. J attunda mata hefur Kong May. befalad Knute Steinssyne. ad taca til sijn allar þær jardir sem liggja ä Alfftanese og Seltiarnarnese er Skalhollt[s] stikte til heyrer. þo skal hann vtleggia aptur til jafnadar virdingar stiktinu so margar jardir og mikla rentu aff þeim sem vndir krununa liggia. Og Bæde j þessu sem odru leite Knutur Steinsson [kong maiestets gagnsemdar [og goda. epter hans fremstu magt og formegan. DI XIII 109 1916 er tvíbýli á bænum. Tún austara býlisins 4,96 teigar auk 0,5 teiga í Einingu. Tún vestara býlis voru 7,98 teigar, 0,57 teigar í útgræðslu auk 0,6 teiga í Einingu. Garðar austara býlis voru 380 m2 heima en 970 m2 norður við sjó. Garðar vestara býlis 1040 m2, norður við sjó 1390m2.

Grótta

Seltjarnarnes

Grótta – túnakort 1916.

Hjáleiga frá Nesi. Fyrst getið 1547-1548 í Leigna, landskylda og skreiðargjaldsreikningr Kristjáns skrifara af konungsjörðum. Þar segir: “Item met Lambage v legekiör. landskyldt xv öre. ij lege vj förenger smör dt. her er ij foder en ij ar gamell nödt oc iiij lamb oc aff foder en 3 ar gamell nöd oc iiij lam oc ij landskyldt j ar gamlle quege for xl alner oc j thönde öll for xx allner oc fich Thume v öre ij formandskop for en sexereng ij Gröthen” DI XII 111-112. Einnig er minnst á Gróttu í fógetareikningum árin 1548: DI XII 130, 1548-1549: DI XII 138, 1549-1550: DI XII 153, 1550: DI XII 184, 1552: DI XII 413, 421, 424 og var þá útræði þaðan.

Seltjarnarnes

Grótta 1961.

Þótti með betri jörðum á Nesinu á 18. öld en spilltist af flóðum, sennilega Básendaflóðinu 1799 og var í eyði um skeið á fyrri hluta 19. aldar. Fyrir flóðið mun bærinn hafa staðið á breiðu nesi.
1703: “Tún hjáleigunnar brýtur til stórskaða sjávarágángur. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 244.
1916: Tún 1,5 teigar, allt slétt. Garðar 740m2. “Túnið alt er umgirt sjógarði er sjór fellur að í miklum flóðum, helst að n.a. a. og s. Klappir og grjót hlífir vestur hliðinni og s.v. Gengin er grandi til lands um fjöru …” Túnakort 1916.

Bygggarður

Seltjarnarnes

Bygggarður – túnakort 1916.

Neskirkjueign. Sjálfstæð bújörð a.m.k. frá 14. öld. Fyrir 16. öld átti Neskirkja aðeins þriðjung í Bygggarði eins og heimalandinu. Útjörð Bygggarðs var óskipt með Nesi fram á þessa öld og hefur jörðin því byggst úr Neslandi.
1397: Neskirkja á: “Þridiunginn i Heimalanndi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.” (DI IV 108-109). Í hlutabók Kristjáns skrifara frá 1548 segir eftirfarandi: Jtem en lod paa en sexering bijgardhen (sbr. DI XII 130). Jörðin er einnig talin upp í Hlutabók Eggerts hirðsstjóra Hannessonar frá 1552-1553, en þar segir: “Jtem komer Byerne Raffensön tiill en vjeringh ij Biggaaren. Jtem sende iegh tiill en sexeringh ij Byggaren j tonde miell. Jtem sende iegh tiill en vjeringh ij Byggaren j tonde syre (sbr. DI XII 570, 581, 585).

Seltjarnarnes

Bygggarðar 1963.

1703 voru 4 ónafngreindar hjáleigur með Bygggarði. Í Seltirningabók segir: “Örnefnið bendir til kornræktar en ekkert er nánar um það vitað. Jörðin komst öll í eigu Neskirkju og eftir að hún var lögð niður, lenti Bygggarður í eigu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Ábúð var á jörðinni um tíma eftir 1840 boðin upp og voru þá ábúendur þar fremur skamman tíma hver. Eftir að Nessöfnuður var stofnaður, fékk hann jörðina og loks keypti Seltjarnarneshreppur hana. Var landi hennar þá úthlutað undir iðnaðarsvæði.” Seltirningabók, 152.
Jörðin fór illa út úr Básendaveðrinu 1799 og er talið að búskaparskilyrði hafi versnað eftir það.
1703: “Túnin brýtur sjávargángur skaðlega, so að ei er görðum nje heyjum óhætt. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 247. 1916: Tún 2,7 teigar heima, 0,2 teigar í Eining. Garðar 600 m2.

Mýrarhús

Seltjarnarnes

Mýrarhús – túnakort 1916.

Dýrleiki óviss 1703, konungseign. “Mýrarhúsa er fyrst getið í jarðabók frá árunum 1633-34,” segir í Seltirningabók (bls. 157). Mýrarhús eru 1703 talin hálflenda; þau eru byggð úr stekk frá Eiði um 1600. Ö-Seltjarnarnes AG, 4.
Á 18. öld bjó Þórður Einarsson í Mýrarhúsum og var Þórður afkastamikill skipasmiður svo að höfundur Seltirningabókar ályktar að á seinni hluta 18. aldar hafi verið eins konar skipasmíðastöð í Mýrarhúsum (bls. 159.)
1703: “Túnin brýtur sjávargángur. Engjar eru öngvar. Útihagar næsta því öngvir.” JÁM III, 250. 1916: Tún 1,67 teigar, allt sléttað nema grjót og malarblettir, engin garður.

Eiði

Seltjarnarnes

Eiði – túnakort 1916.

1703: Dýrleiki óviss, konungseign.
1397 á Neskirkja: “Þridiunginn i Heimalanndi … Eidzlandi. Backa oc Byggardi.” (DI IV 108-109). Þann 10. mars 1553 er minnst á Eiði í staðfestingarbréfi Kristjáns konungs þriðja á veitingu þeirra jarða er Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þar segir: “Wii , Christiann etc. giiöre alle witherligt. att eptherthij oss elskelige Pouell Huitfeld. wor mannd oc thiennere. haffuer epther wor beffalling vdlaugd thette eptherschreffne goedtzs. paa vort lannd Islannd liggenndis. til scholemesters wnderhollning til Schalotzs(!) domkyrcke….. Eyde ij köer.” DI XII 524.

Seltjarnarnes

Eiði.

3. júlí 1556 er Eiði meðal þeirra jarða sem færast úr eignarhaldi Skálholtsstóls og yfir til konungsí skiptum fyrir Bjarnanesjarðir sbr. “sub Anno gratiæ 1556. faustudaginn næstan eptter visitatio Mariæ j Skalholltti. vorum vier j hia saum og heyrdum aa ad Knut Steinsson konunglig Maiestatis liensmann yfer Island giordi suoddan skiptti og byting vid herra Gijsla Jonsson. huer þa var settur af kongligu valldi yfer Skalholltt og Skalholltzsticktti til ad stiorna og regera heilax religionis vegna. ad eptter þui konunglig Maiestatis jinnsigludu brieffui sem vpp var lesid a alþingi. ad þær iarder sem Skalholltz domkirkia atti a Seltiarnarnesi og Alttanesi. hueriar ad voru j þad mund atta ad taulu hueriar ad suo heita. Nes. skilldinganes. Eidi. Lambastader. Eyuindarstader. Suidholltt. Skogtiaurn og Brecka. skylldu þessar iarder falla til kongdomsins med kugilldum og árligri afgiptt.” DI XIII 139.
Árið 1575 kemur fram í Gíslamáldaga að kirkjan í Nesi eigi þriðjung af heimalandi Eiðis með rekum, skógum og afréttum (sbr. DI XV, 637).
1703: “Túnin brýtur sjór til stórmeina. Engjar eru öngvar. Hagar og útigangur í lakasta máta.” JÁM III, 251.
1916: Tún 3 teigar, allt sléttað, garðar 274 m2.

Í skýrslu um “Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004” segir af sjósókn Nesbúa:

Seltjarnarnes

Spil ofan við Bygggarðsvör 2002.

“Fáar minjar eru nú eftir um útgerð á Seltjarnarnesi. Sjóhús og naust eru horfin, en varir frá býlum má þó víða greina. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 eru þrjár verbúðir á jörðinni í Nesi reyndar nefndar með nafni, þ.e. Morastaðabúð, Hannesarbúð og Stórabúð í Suðurnesi, en þar fram undan má sjá móta fyrir vör á stórstraumsfjöru.
Ritaðar heimildir skortir að mestu um sjósókn Seltirninga þar til á 18. öld. Gera má þó ráð fyrir að þeir sem bjuggu á Seltjarnarnesi hafi stundað sjósókn allt frá landnámstíma.
Á 14. öld jókst útflutningur á fiski og jarðir við sjávarsíðuna sem höfðu útræði hækkuðu því í verði. Á 15. öld hófst baráttan milli Englendinga og Þjóðverja um fiskinn og á 16. öld komu þýskir kaupmenn sér upp bátum og gerðu út frá jörðum við Faxaflóa. Ætla má að þeir hafi rekið einhverja útgerð frá Seltjarnarnesi samanber nafnið á hjáleigunni Þýskhús, sem var í Nesi í upphafi 18. aldar.

Seltjarnarnes

Pálsbæjarvör.

Hér mætti skjóta inn almennt um mikilvægi fiskmetis fyrir afkomu þjóðarinnar á liðnum öldum eftirfarandi í Íslandslýsingu Odds Einarssonar Skálholtsbiskups frá því um 1590: “Næst á eftir mjólkurmat og kjöti af kvikfénaði er mikill hluti fæðu Íslendinga venjulegur fiskur. Er hann fyrst hertur nægilega í vindi og sól, þá barinn með lurkum eða fremur steinsleggjum, þar til hann er orðinn vel meyr og eftir það má svo á þörfum bera hann í ákveðnum skömmtum fyrir hvern einstakan, er að snæðingi situr og eta með smjöri sem brauðsígildi. Þessi fæða er talin hin heilnæmasta og eigi aðeins til að seðja hungrið, heldur og ágætlega til þess fallin að efla þrótt og fjör.” Þessi lýsing gildir einnig að mestu um mataræði allt frá landnámstíma, því þrátt fyrir akuryrkju framan af öldum, einkum byggrækt, kom harðfiskur að meira eða minna leyti í stað kornmatar að talið er.

Seltjarnarnes

Nýlenduvör.

Á 17. og 18. öld áttu útvegsbændur og leiguliðar á Seltjarnarnesi fjölda opinna skipa og þaðan voru einnig gerðir út svokallaðir konungsbátar. Fylgdi sú kvöð mörgum jörðum að ábúendur urðu að sjá um þessa konungsbáta svo lengi sem kóngsútgerð hélst, en Bessastaðavaldið hirti af þeim tekjur. Fjöldi vermanna safnaðist til Seltjarnarness á vertíðum. Meðal þeirra voru Borgfirðingar fjölmennir.
Við upphaf 19. aldar voru 25 býli í Seltjarnarneshreppi og af þeim voru öll nema 7 með einhverja skipaeign. Þessi áraskip voru smá, flest tveggja manna för. Upp úr miðri öldinni varð á þessu breyting. Farið var að gera út sexæringa og áttæringa og á þeim mátti sækja dýpra og fara lengra. Seltirningar fóru að stunda veiðar á miðum suður í Leiru og undan Vatnsleysuströnd. Ekki var þessi ágangur vel séður af Suðurnesjamönnum og risu af honum mótmælasamþykktir og málaferli. Af þessu að dæma hefur landinn löngum deilt um það hvernig fiskveiðiréttinum skuli hagað áður en landhelgin var útfærð stig af stigi í 200 mílur á liðinni öld og handhafar framkvæmdavaldsins komu á umdeildu fiskveiðikvótakerfi.

Seltjarnarnes

Nesvör.

Árið 1895 áttu Seltirningar um 40 opin skip en fimm árum síðar voru aðeins tvö eftir. Um 1885 fóru útvegsbændur á Seltjarnarnesi að taka sig saman um að kaupa þilskip eða skútur. Voru gjarnan tveir til þrír menn sem stóðu að hverju skipi. Fyrstu skipin voru skonnortur, 30-40 lestir að stærð. Upp úr 1895 var síðan farið að kaupa svokallaða kúttera frá Bretlandi, en þeir voru margir 80-100 lestir. Þó að skipin stækkuðu var ekki um breytingar að ræða á veiðunum. Áhöfnin á skútunum vann því ekki saman heldur dorgaði hver við sitt færi, enda netaveiðar ekki stundaðar almennt hér á landi fyrr en eftir aldamótin 1900. Fiskurinn var saltaður, fluttur heim á Nesið og þurrkaður þar og merki má m.a. sjá um það við Bygggarðsvörina og víðar á Seltjarnarnesi.
Árið 1904 náði skútuútgerð Seltirninga hámarki, og voru þá gerð út þaðan 10 þilskip. En það fór svipað með skútuútgerðina og útgerð opinna skipa, henni hrakaði furðufljótt. Árið 1909 var ekkert þilskip eftir og þegar kom fram á árin milli stríða stunduðu Seltirningar helst hrognkelsaveiði.”

Í yfirliti um “Skráðar minjar á Seltjarnarnesi” er sagt frá Neskirkju og -kirkjugarði:

Seltjarnarnes

Nes.

“Kirkja/kirkjugarður suðaustan við Nesstofu. Rústir eru ekki sjáanlegar á yfirborði. Þegar grafið var fyrir hitaveituskurði að Nesstofu árið 1979 fundust þarna grafir og veggjarhleðslur sem taldar eru vera frá kirkjugarðinum, og var svæðið þá lauslega athugað af safnverði á Þjóðminjasafni. Leifar grjóthlaðins veggjar utan um matjurtagarð virðast geta verið framhald veggjarins sem fannst 1979. Árið 1994 kannaði Línuhönnun hf. svæðið með jarðsjá að frumkvæði Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Niðurstöður mælinganna þykja benda til þess að tekist hafi að afmarka útlínur kirkjugarðsins að hluta, og finna líklega staðsetningu kirkjunnar.
Kirkju í Nesi er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar um 1200. Elsti máldagi hennar, sem þekktur er, er frá 1397. Talið er að þegar hann var gerður hafi kirkjan í Nesi verið úr torfi. Hún var þá auðug að jörðum. Árið 1642 er Neskirkja sögð “stæðileg að máttarviðum”; sú kirkja var líklega að mestu leyti úr torfi og grjóti. Árið 1675 var svonefnd Úlfhildarkirkja reist, vegleg kirkja úr torfi og með miklu tréverki. Lýsing á henni er talin geta bent til þess að hún hafi verið útbrotakirkja, en þær voru sjaldgæfar hér. Úlfhildarkirkja er sögð illa farin 1780, og 1785 var enn reist ný kirkja í Nesi, sú síðasta sem þar stóð. Það var glæsileg timburkirkja, en árið 1797 var helgi aflétt af henni og Seltirningum gert að sækja kirkju í Reykjavík. Neskirkja fauk í Bátsendaveðrinu 1799.

Seltjarnarnes

Bjarni Pálsson – minnismerki við Nesstofu.

Kirkjugarðurinn umhverfis Neskirkju er fyrst nefndur í vísitasíu frá 1758; menn voru greftraðir þar að minnsta kosti til 1813.”

Á Mbl.is, 17. júlí 1994, segir; “Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799“:
“Morgunblaðið sagði nýlega frá því að kirkjustæðið hefði verið staðsett nokkuð nákvæmlega með jarðsjártæki, sem virkar eins og ratsjá nema hvað því er beint í jörðina. Það er því ekki úr vegi að grípa niður í árbók Jóns Espólins, þar sem fjallað er um Bátsendaveður. Frásögnin er í kafla, sem ber nafnið “Vetrarþúngi, vedr ok brim.” Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799: “Urdu því skadar hvervetna sem mestir máttu verda hér. Þá tók ofan at grundvelli kirkjuna at Nesi vid Seltjörn.”

Heimildir:
-Vikan 18.06.1987, Nesstofa – eitt elsta steinhús landsins, bls. 32-33.
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Fornleifastofnun Íslands 2006.
-Fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör á Seltjarnarnesi 2004.
-Skráðar minjar á Seltjarnarnesi – http://www.seltjarnarnes.is/media/skipulag/Skradar-minjar.pdf
-Mbl.is, 17. júlí 1994 – Síðasta kirkjan við Nesstofu á Seltjarnarnesi fauk í Bátsendaveðrinu árið 1799 – https://www.mbl.is/greinasafn/grein/146782/
-Beinafundur hjá Nesi við Seltjörn, Þjóðminjasafn Íslands 2000.

Seltjarnarnes

Grótta.

Stardalur

MA-ritgerð Margrétar Bjarkar Magnúsdóttur, “Fornleifar á Kjalarnesi” við HÍ 2015 fylgir viðauki; “Kjalarnes – saga jarða“. Hér á eftir er að finna fróðleik um landnám og sögu einstakra jarða á Kjalarnesi:

Landnám á Kjalarnesi

Kjalarnes

Kjalarnes.

Kjalarnes var hluti af landnámi Ingólfs Arnarsonar . Það var mjög víðfeðmt og greint er frá því í Landnámabók. Þar segir: „En Ingólfr nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli Öxarár, ok öll nes út.“ Ingólfur útdeildi síðan úr landnámi sínu til vina og vandamanna. Einn af þeim var Hallur goðlausi sonur Helga goðlausa og Landnáma getur þess að þeir feðgar hafi ekki viljað blóta. Hallur nam land að ráði Ingólfs „… frá Leiruvági til Mógilsár“. Hallur er sagður hafa búið í Múla en ekki er vitað hvar sá bústaður hefur verið því bæjarnafnið þekkist ekki úr öðrum heimildum. Sonarsonur Halls var Þórður Helgason sem bjó í Álfsnesi.
Helgi bjóla Ketilson flatnefs var tengdasonur Ingólfs, giftur Þórnýju Ingólfsdóttur. Helgi kom frá Suðureyjum til Íslands og var fyrsta veturinn með Ingólfi. Helgi bjóla nam að hans ráði Kjalarnes allt á milli Mógilsár og Mýdalsár (Miðdalsá/Kiðafellsá) og bjó á Hofi. Systir Helga var Auður hin djúpauðga sem nam land í Dölunum. Kjalnesinga saga segir að hann hafa verið blótmaður mikill og reist hof mikið í túninu hjá sér, „hundrað fóta langt, en sextugt á breidd“ þar sem Þór var mest tignaður.

Kjalarnes

Kjalarnes – bæir.

Örlygur Hrappsson var bræðrungur við Helga bjólu og var hjá honum fyrsta veturinn. Að ráði Helga nam hann land frá Mógilsá til Ósvíf(r)slækjar (Ósýnulækur) og bjó á Esjubergi. Örlygur var kristinn og hafði verið í fóstri hjá Patreki biskup í Suðureyjum. Þegar hann vildi fara til Íslands lét biskup hann hafa með sér kirkjuvið, járnklukku, pelárium og vígða mold sem hann átti að setja undir hornstafi kirkjunnar. Kirkjuna átti hann að helga heilögum Kólumkilla. Örlygur gerði eins og biskup hafði mælt fyrir um og lét gera kirkju á Esjubergi. Kirkjan sú er talin fyrsta kirkja á Íslandi.
Landnáma getur einnig um Auðunn Þórðarson í Brautarholti þegar tengsl hans við Ávang sem byggði fyrstur í Botni eru rakin. Kjalnesinga saga segir hinsvegar frá ungum manni að nafni Andríður sem Helgi bjóla vildi gefa jörð sem hann nefndi Brautarholt en Auðunn gæti verið fyrirmynd Andríðs.
Kjalarnes
Af Landnámu má sjá að landnámsmenn á Kjalarnesi voru bæði kristnir og heiðnir, Hallur goðlausi og Örlygur Hrappsson kristnir en Helgi bjóla heiðinn.
Byggð á Kjalarnesi hefur verið stöðug frá landnámi og bæjarnöfn hafa lifað frá ritun elstu heimilda, lögbýli, höfuðból, hjáleigur, afbýli og kot. Bæjarnöfnin sækja flest uppruna sinn í landslag. Þá virðist ekki hafa verið óalgengt að afbýli og kot hafi skipt um nafn eftir því hver bjó þar og voru oft kennd við ábúanda en það getur gert erfiðara fyrir þegar reynt er staðsetja býlin.

Kjalarnes

Kjalarnes – söguskilti.

Þéttbýlast hefur verið á Kjalarnesinu sjálfu og þar voru fjögur hverfi. Árið 1937 voru sex býli í Melahverfi sem er nyrst, í byggð voru Norðurkot, Melar og Útkot, en Ós, Höfðalágar og Niðurkot voru í eyði. Saurbæjarhverfi var kirkjustaðurinn Saurbær ásamt Hjarðarnesi innra og ytra sem var þá orðið eitt býli en hafði áður verið tvö, Litli- Saurbær og Bjarg (Stekkjarkot) höfðu verið lögð undir kirkjustaðinn sem skipt hafði verið upp í tvö býli í erfðaskiptum 1930, í Dalsmynni og Saurbæ. Brautarholtshverfi var fjórtán býli fram á síðari hluta 19. aldar. Í aðalhverfinu voru Brautarholt, Ketilsstaðir, Hjallasandur, Snússa, Lambhús, Flassi, Austurvöllur, Borg, Presthús og Nes. Svo voru fjórar kirkjujarðir frá Brautarholti: Mýrarholt, Arnarholt, Brekka og Bakkaholt. Í Hofshverfi voru fjögur býli: Hof, Krókur, Lykkja og Jörfi. Síðar komu nýbýlin Bergvík og Grund.

Esjuberg

Forn gata ofan Esjubergs.

Hin forna þjóðbraut lá fast upp við Esju á mótum mýrlendis og skriðanna. Hægt er að rekja gamlar reiðgötur frá Esjubergi og langleiðina að Blikdalsá. Sumstaðar eru þær slitróttar vegna skriðufalla og framkvæmda. Landleiðin til og frá Reykjavík var frá Elliðaám upp eftir Mosfellssveit og lá leiðin nær sjó en nú eða vestan Korpúlfsstaða og Blikastaða, inn með Leiruvogi og yfir Leirurnar. Fyrir sunnan Leirvogstungu voru grónir götutroðningar. Þaðan var farið eftir Tungumelum, Fitjakots- og Álfsnesmelum um Kollafjörð. Síðan utan við Mógilsá upp hlíðina um Kleifar og áfram út með Esju nálægt fjallsrótum. Þaðan inn Tíðaskarð og Melahverfi upp við fjallið. Einnig var hægt að fara leiðina um Svínaskarð sem var styttri en að fara út fyrir Esju og inn með Hvalfirði en sú leið var erfið að vetrarlagi. Það var aðalþjóðleiðin frá Reykjavík til Vestur- og Norðurlands. Þessi leið lá frá Köldukvísl í Mosfellssveit yfir Skeggjastaðaháls og yfir Leirvogsá hjá Hrafnhólum milli Haukafjalla að austan og Skarðsár að vestan. Síðan var farið upp í skarðið sem er 481 m yfir sjó og fljótlega hallar norður af til Kjósar.

Esja

Esja á Kjalarnesi.

Samkvæmt heimildum var lengst af blandaður búskapur á Kjalarnesi. Fiskveiðar voru aðalatvinnuvegur manna í Kjósarsýslu um miðbik 18. aldar að sögn Jóns Hjaltalín. Samt sem áður var töluverður landbúnaður á Kjalarnesi þó fé væri færra þar en í öðrum sýslum.
Sjósókn virðist hafa verið töluverð fram á 19. öld og samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var eimræði allt árið frá jörðum við sjávarsíðuna og víða var verstaða góð þar sem aðkomuskip gengu stundum. Verstaða var þá aðeins á tveimur stöðum en sjófólk var þjónustað af heimamönnum og í manntali kemur fram að húsmaður lifi á fiskveiðum. Fjörubeit var fram á 21. öldina og víða var fé flæðihætt. Þá ráku margir bændur geldneyti og hross á Hvannavelli á Mosfellsheiði þar sem þeir höfðu frían upprekstur.

Leirvogur

Hafnir í Reykjavík 1831.

Á Kjalarnesi eru víða lendingar og hafnir sem róðrarmenn notuðu á fyrri tíð. Leir(u)vogur varð snemma skipalægi og er getið í Landnámu, Egilssögu, Gunnlaugssögu ormstungu, Hallfreðarsögu, Flóamannasögu og Kjalnesingasögu. Þerneyjarsund var önnur af helstu höfnum á Kjalarnesi og elsta heimild um hana er Kjalnesinga saga frá því um 1300. Skúli Magnússon telur hana eina af helstu höfnunum 1785, góða vetur og sumar. Nánar er fjallað um höfnina í umfjöllun um Sundakot. Innst í Kollafirði var ein af helstu skipahöfnum ágætis sumarskipalægi fyrir innan Helgasker á milli þess og Naustaness sem fékk nafnið Leynivogar eftir að skipum var siglt þangað til að fela þau fyrir Tyrkjum 1627.
Andríðshöfn, á milli Andríðseyjar og Músarness, var ein af helstu höfnum á Kjalarnesi um 1785.
Þegar Jón Oddsson Hjaltalín gerði lýsingu Kjósarsýslu 1746 var ekki siglt á neina höfn á Kjalarnesi aðeins á Hvalfjarðareyri í Kjósarhreppi.

Saga jarða á Kjalarnesi
Hér á eftir verður farið yfir sögu jarða á Kjalarnesi, auk annars fróðleiks. Fylgt er sömu landleið og Árni Magnússon og Páll Vídalín fylgdu við gerð Jarðabókarinnar en þeir leituðust við að setja jarðirnar i staðfræðilega röð. Byrjað er í Þerney, Álfsnesið farið í austur með Leirvogsá að austustu jörðinni Stardal og síðan vestur með Esju og norður fyrir að nyrstu jörðinni Tindstöðum. Röðin er ekki alltaf alveg sú sama og Jón Johnsen fylgdi í Jarðatali sínu.

Þerney

Þerney

Þerney.

Þerney er grasivaxin eyja í vestur frá Álfsnesi. Hún liggur í vík innarlega á Kollafirði, á milli Gunnuness og Álfsneshöfða. Lending var talin góð þar. Eyjan er láglend, um 0,4 km², hæst 25 m.y.s., um 990 metrar á lengd og breidd. Sumstaðar er nokkuð bratt að sjónum, helst um norðanverða eyjuna en ströndin yfirleitt lág og sendin. Eyjan er vel gróin og aðalgróðurlendið er graslendi, mýrar og grónir melar. Á túnakorti Álfsness og Glóru frá 1916 kemur fram að Þerney hafi verið mannlaus í mörg ár þegar mæling fór fram og því var ekki mælt þar en þó voru þar enn hús og túnið var slegið. Guðmundur Ólafsson fór í skoðunarferð til Þerneyjar með Sögufélagi Mosfellsbæjar 1983 og punktaði þá niður athugasemdir um minjar sem gengið var fram á og merkti eftir minni ellefu minjastaði. Þá voru bæjarrústir býlis sem fór í eyði 1934 en bærinn hafði verið brendur vegna slysahættu, sennilega 1955. Þerneyjarsund, á milli Þerneyjar og Álfsness, var talið ein af helstu skipahöfnunum áður fyrr, bæði sumar og vetur. Skúli Magnússon taldi 1785 að þar gætu sex skip hæglega legið. Nánar er fjallað um skipalægi í Þerneyjarsundi við Sundakot.

Þerney

Frá Þerney 1910.

Kirkju í Þerney er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar um 1200. Elsti máldagi kirkjunnar er máldagi sem Magnús biskup Gissurarson setti sem talin er vera frá því um 1220. Kirkjan var helguð Maríu, Jakobi postula, Nikulási, Þorláki, Maríu Magdalenu og Agnesi. Þá átti kirkjan fjórar jarðir hálfa Þerney, Álfsnes, Háheiði og Víðines og hafði tíund og gröft af þessum bæjum. Kirkjan átti líka helming í selför og afrétt í Stardal, auk hluta í fjöru í Krossavík (ferjukvaðarstaður frá Þerney). Sömu eigna og ítaka er getið í máldaga frá haustinu 1269 sem Árni biskup Þorláksson setti.
Vilchinsmáldagi 1367 telur upp eignir Maríukirkjunnar í Þerney og Þorláks biskups og eru þær þá hálf Þerney og Álfsnes en ekki Háheiði og Víðines. Samkvæmt Vilchinsmáldaga frá 1397 voru eignir kirkjunnar þá hálf Þerney, Álfsnes, „HafaHeiði“ og Víðines og liggur af þessum bæjum gröftur, tíund og lýsistollur til kirkjunnar. Selför og afrétt í Stardal, hluti í fjörum sem fylgja Þerney í Krossavík og skógur í Skorradal. Árið 1409 kvað Oddur lögmaður Þórðarson upp úrskurð í Þerney um flutninga á konungsgóssi frá Íslandi með kaupskipi sem konungur átti part í en var leigt öðrum.12 Í máldaga Þerneyjarkirkju 1553 eru taldar upp sömu eignir kirkjunnar og áður: Hálfa Þerney, Álfsnes, Háheiði og Víðines, helming í selför í Stardal, sinn hluta fjöru sem fylgir Þerney í Krossavík, skóg í Skorradal.

Þerney

Þerney – loftmynd.

Þerney var meðal jarða sem nefnd er í staðfestingabréfi, 10. mars 1553, Kristjáns konungs þriðja á veitingu jarða sem Páll Hvítfeldr hafði lagt skólameistaranum í Skálholti. Þerney kemur fyrir í vitnisburði varðandi jarðaskipti árið 1554 og er getið í ráðsmannsreikningum í Skálholti frá því fyrir 1557.
Þerney var ein af jörðum Skálholtsstólls sem Páll Stígsson neyddi Gísla biskup til að skipta fyrir jarðir í Borgarfirði 1563 og var hún þá metin á 60 hundruð. Sömu jarðeignir, selför og ítök kirkjunnar eru talin upp í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar. Oddur biskup bætti við neðanmáls að engin kirkja sé í Þerney 1600 og ekkert kirkjukúgildi. Samkvæmt umfjöllun í forbréfasafninu um máldaga kirkjunnar frá því um 1220 þá stóð þar bænhús með kirkjugarði fram á 19. öld. Þerney var í eigu konungs og tilheyrði Skálholtsstól 1686 metin á 61 hundrað og 160 álnir, 1695 var jörðin metin á 31 hundrað.

Þerney

Þerney – bæjartóftir.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Þerney í eigu konungs með einum ábúanda en jarðadýrleiki óviss. Kvaðir voru um mannslán á vertíð. Torfrista og eldiviðartak var á fastalandi þar sem helmingur jarðarinnar var. Nokkuð var af fjörugrösum en sölvafjara lítil. Rekavon var lítil og einnig þangtekja en þang stundum notað til eldiviðar. Heimræði var árið um kring en verstaða hafði aldrei verið. Engjatak var lítið og sjór braut túnið. Selstöðu hafði jörðin haft í Stardal frá fornu fari en fékk ekki eftir að byggt var í Stardal, um 1674.
Samkvæmt Jarðabókinni voru þrjár hjáleigur á jörðinni 1704: Landakot, sem var á eyjunni en var þá í eyði sagt hafði verið byggt frá 1674 til 1701, Sundakot, sem kom þá fyrst fyrir og Víðines. Álfsnes og Háheiði voru þá ekki lengur taldar sem hjáleigur Þerneyjar en Álfsnes var talið eign konungs eftir að krúnan fékk Þerney 1563.

Þerney

Þerney – örnefni.

Álfsnes var talin sem sér jörð í Jarðabókinni og búið var að leggja undir hana land Háheiðar sem sögð var forn eyðijörð sem engin mundi þá eftir að hefði verið í byggð og var talin óbyggileg. Við það jókst landskuld af Álfsnesi um helming.
Þegar Jón Oddson Hjaltalín gerði lýsingu Kjósarsýslu 1746 var einn bær og ein þurrabúð í Þerney sem var í eigu konungs. Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Þerney í bændaeign og metin á 30 hundruð. Ábúendur og eigendur voru þrír. Dýrleiki hjáleigunnar Víðiness var 10 hundruð en dýrleiki hjáleigunnar Sundakots (Niðurkots) var reiknað með heimajörðinni. Álfsnes sem áður hafði verið hjáleiga Þerneyjar var þá komið í bændaeign, metið á 20 hundruð. Kaupveð Þerneyjar var 416 ríkisdalir þegar hún var seld úr eigu konungs 1816 ásamt Víðinesi og Sundakoti. Þerney var metin á 15 hundruð 1855.

Landakot
Landakot var hjáleiga í Þerney. Hún er fyrst nefnd í Jarðabókinni 1704 og hafði þá verið í eyði í þrjú ár (1701). Þar segir að hún hafi verið byggð þar sem ekki hafði verið byggt áður rúmum þrjátíu árum áður eða um 1674. Kvaðir höfðu verið um mannslán allt árið og einn dagslátt til heimabóndans. Þá var talið að byggja mætti hjáleiguna aftur en á kostnað heimajarðarinnar vegna landþrengsla. Aðrar heimildir geta hjáleigunnar ekki og virðist hún því aðeins hafa verið byggð, frá því um 1674 til 1701, í um 27 ár. Engar minjar eru skráðar á hjáleiguna sem skráð er undir Þerney.

Sundakot

Sundakot

Sundakot.

Sundakot er sunnanvert við Þerneyjarsund á norðanverðu Gunnunesi. Þar er einstakt minjasvæði með tóftum síðasta bæjarins sem var einnig nefnt Niðurkot. Hugmyndir hafa verið um að við skipalægið í Þerneyjarsundi hafi áður verið verslunarstaður og hvorutveggja er skráð sem fornleifar undir kotið. Búseta lagðist af þar 1886.
Sundakot, nafnið var fyrst nefnt í Jarðabók Árna og Páls 1704 og var þá önnur hjáleiga Þerneyjar á fastalandi, eldri en elstu menn mundu. Ábúandi var einn og reiknaðist dýrleiki með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið til heimabóndans. Hægt var að fóðra tvær kýr í kotinu. Torfrista, stunga og eldiviðartak var á fastlandi en sjávarhlunnindi voru engin og átroðningur var mikill.
Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var Sundakot enn hjáleiga Þerneyjar ásamt Víðinesi. Býlið nefndist Niðurkot 1855 þá enn hjáleiga frá Þerney, metin á 5 hundruð. Á túnakorti Álfsness frá 1916 er athugasemd um að „Gunnunes (Niðurkot?)“ hafi lengi verið í eyði og húsalaust með ógirtum túnblett sem sé þó oftast sleginn.

Skipalægi í Þerneyjarsundi

Kjalarnes

Kjalarnes – kort.

Þerneyjarsund sem er á milli Þerneyjar og Álfsness var talið ein af helstu skipahöfnum áður fyrr, bæði sumar og vetur. Skúli Magnússon segir í lýsingu á Gullbringu- og Kjósarsýslu um 1784 að þar sé mjög góð höfn bæði á vetrum og sumrum, skipum sem rista 12-13 fet. Taldi hann að þar gætu sex skip hæglega legið. Árið 1855 talaði Stefán Þorvaldsson um góðar lendingar bæði í Þerney og Kollafirði.

Kjalarnes

Kjalarnes – norðurhluti (AMS-kort).

Elstu heimild um höfn á Þerneyjarsundi er að finna í fyrsta kafla Kjalnesinga sögu en þar segir: „Eptir þat býr Örlygr ferð sína, ok er frá ferð hans þat fyrst at segja, at allt gekk eptir því, sem biskup sagði. Hann tók í Þerneyjarsundi höfn.“ Neðanmáls segir að ekki sé getið um skipakomur í Leiruvog í fornsögum og þetta sé eini staðurinn í Íslendingasögum þar sem minnst sé á skipakomur í Þerneyjarsund en í Íslenskum annálum er skýrt frá skipakomum þangað árin 1391, 1411 og 1419.

Kjalarnes

Kjalarnes – norðurhluti (AMS-kort).

Þó svo að Kjalnesinga saga sé talin ótrúverðug virðist staðkunnugur höfundur hennar hafa þekkt skipalægið í Þerneyjarsundi kringum aldamótin 1300 en skoðanir eru skiptar meðal fræðimanna um á hvaða tímabili var kauphöfn við Þerneyjarsund.
Kristján Eldjárn gerði staðfræðilega athugun á Leirvogi og Þerneyjarsundi í júlí 1978 sem hann skrifaði um í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1980. Þar leiðir hann líkum að því að Þerneyjarsund hafi leyst höfnina í Leirvogi af hólmi vegna versnandi hafnarskilyrða þar og með tilkomu nýrrar skipagerðar. Hann taldi athyglisvert að hafnar í Leiruvogi væri getið í fornritum frá 13. öld en ekki í annálum og skjölum. Kristján fann aðeins eina ritaða heimild um kaupstefnuminjar í Þerneyjarsundi, klausu í Chronographica Islandica eftir Árna Magnússon frá því um 1700. Þar segir að skipalega hafi verið í Þerneyjarsundi og sést hafi til vallgróinna búðastæða á landinu fyrir austan sundið þar sem menn sögðu kaupstefnu hafa verið.

Álfsnes

Álfsnes – minjar.

Kristján taldi yfirgnæfandi líkur á að lendingarstaðurinn og aðsetur kaupmanna hefði verið í hvamminum þar sem tóftir Sundakots eru og Guðmundur Ólafsson hefur tekið undir þá skoðun. Kristján taldi að báða staðina, Þerneyjarsund og Leirvog, mætti kalla undanfara Reykjavíkur sem miðstöðvar verslunar hér og „ætti að varðveita eins og þeir eru.“Kristján talar um í grein sinni (bls. 30) að minjarnar í Sundakoti séu friðaðar en sú er ekki raunin. Vera má að hann hafi ætlað að friða þær.
Í vettvangsferð sem farin var 2001 á svæðið þar sem Kristján taldi líklegast að búðirnar væri að finna, suðvestan tófta Sundakots, fundust engar rústir á yfirborði en við malarkambinn þar sem sjórinn brýtur af landinu mátti sjá mannvistarleifar. Í sniðinu voru greinleg bæði móaska og torfveggur með gjóskulagi frá 1226. Þá var svæðinu mikil hætta búin vegna landbrots og framkvæmda. Þetta styður kenningu Kristjáns varðandi staðsetningu kaupstefnuminja og er rétt að staðurinn njóti vafans þar til frekari könnun hefur verið gerð áður en hann fer alveg í sjóinn.

Víðines

Víðines

Víðines – túnakort 1916.

Bæjarstæði í Víðinesi er sunnan í Glóruholti, austan við Nesvík norðan Leiruvogs. Byggð var stöðug frá því um 1200 en búskap lauk í Víðinesi 1958 þegar Bláa bandið, samtök gegn áfengisböli, keypti jörðina og hóf þar rekstur vistheimilis 1959. Nokkur hús voru byggð í landi Víðiness á síðustu öld. Þar á meðal var Hagi, tómthús daglaunamanns sem var í byggð frá 1925 til 1933. Einsetumaðurinn Vilhjálmur Theodórsson Johnson byggði annað hús í landinu árið 1928, íbúðarhús sem var kallað Ósborg og bjó þar til 1935 en ekki var búið í húsinu eftir það. Vestan við Selalæk var byggður sumarbústaðurinn Vogur árið 1940 og íbúðarhúsið Vonarholt var byggt í landi Víðiness 1984.

Víðines

Víðines – minjar.

Jörðin var ein af fjórum landareignum kirkjunnar í Þerney og er hennar getið máldögum hennar, fyrst í máldaga frá um 1220 og svo frá haustinu 1269. Aftur í Vilchinsmáldögum 1367 og 1397. Því næst í máldaga sem talin er vera frá 1553 og síðan í Gíslamáldögum 1570 og síðar. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Víðines þriðja hjáleiga Þerneyjar, sem var þá konungseign. Einn ábúandi var á jörðinni sem hafði verið byggð um langa ævi og reiknaðist dýrleiki með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið utan sláttar. Heimræði var allt árið þegar fiskur gekk til sunda en skipagata sögð löng og vatnsból slæmt. Víðines var metið á 10 hundruð þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 með einum ábúanda.

Álfsnes

Álfsnes

Álfsnes – túnakort 1916.

Álfsnes (Hálsnes) er sunnan í Álfsneshöfða, við litla vík við austanvert Þerneyjarsund. Þar hefur verið búseta frá landnámi. Jörðin dregur nafn sitt af landslaginu, nesinu sjálfu. Í Jarðabókinni 1704 er jörðin nefnd Alsnes og innan sviga Álfsnes og einnig Halsness. Stefán Þorvaldsson kallaði jörðina Hálsnes 1855.
Nýbýlið Naustanes sem stendur sunnan Kollafjarðar var byggt út úr Álfsnesi 1946, á mörkum jarðanna Kollafjarðar og Álfsness.
Fagranes var sumarbústaður og íbúðarhús sem byggt var úr landi Álfsness vestan vegarins niður að Álfsnesi en norðan heiðar. Það var síðar flutt á Suðurlandsbraut 74 í Reykjavík.
Urðun sorps hefur verið í Álfsnesi á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1989.

Álfsnes

Álfsnes – Fálkavarða.

Álfsness er getið í Landnámabók. Þar bjó Þórður Helgason, sonarsonur Halls goðlausa sem nam land á milli Mógilsár og Leirvogsár með ráði Ingólfs og bjó í Múla.
Álfsnes var í eigu Þerneyjarkirkju og er getið í máldögum hennar frá 1220. Þar er líka talað um bænhús í Álfsnesi sem til eigi að kaupa þrettán messur. Álfsness er talið upp sem eign Þerneyjarkirkju í máldögum 1367 og 1397.
Þá er jarðarinnar getið í máldaga frá 1553 og Gíslamáldögum um 1575. Jörðin var metin á 20 hundruð á árunum 1686 og 1695 í eigu konungs. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Álfsnes í eigu konungs og dýrleika ekki getið. Ábúendur voru tveir og bjuggu hvor á sínum helmingi jarðarinnar. Hægt var að fóðra tíu kýr og sextán lömb á allri jörðinni. Geldnautarekstur átti jörðin uppá Hvannavelli á Mosfellsheiði. Fátt var talið jörðinni til tekna og barlómur mikill. Torfrista, stunga og mótak voru varla nýtandi og rekavon lítil. Sölvafjara var að mestu þrotin en hrognkelsafjara nokkur. Heimræði var allt árið þegar fiskur gekk til sunda. Tún og engjar voru meinþýfð og landþröng mikil og því hafði forn eyðijörð sem kallaðist Háheiði verið lögð til beitar og annarra nytja og jókst þá landskul um helming. Mikil flæðihætta var og sjór braut af túnum. Stórviðri sköðuðu stundum hús og hey og vatnsból var lélegt. Hjáleiga Álfsness var Urðarkot eða Glóra og reiknaðist jarðardýrleiki með heimajörðinni. Kaupverð Álfsness var 665 ríkisdalir þegar jörðin var seld með Glóru úr eigu konungs 1838. Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var Álfsnes bændaeign, metin á 20 hundruð en sýslumaður vildi setja 5 hundruð á Glóru.

Háheiði
Háheiði (Hávaheiði) var jörð norðarlega á Álfsneshöfða. Hennar er getið í máldögum Þerneyjarkirkju frá 1220 fram til um 1570, var ein af fjórum landareignum kirkjunnar.
Þegar Jarðarbók Árna og Páls var gerð var Háheiði sögð forn eyðijörð og þá mundi enginn hversu lengi svo hafði verið. Þá var ekki talið að hægt væri að byggja þar aftur því töðuvöllur var ónýtur og grasnaut sem eftir var lá til Halsness (Álfsnes). Háheiði hefur sennilega farið í eyði seint á 16. öld eða snemma á 17. öld og engin mundi eftir því 1704 að hún hafi verið byggð.
Ekki er vitað hvar býlið var staðsett.

Glóra

Glóra

Glóra.

Glóra, einnig nefnt Urðarholt, var hjáleiga frá Álfsnesi. síðast var búið þar 1935 og eru tóftir býlisins suður af Álfsnesi suðaustan við sömu vík norðan í Glóruholti á Álfsneshöfða.
Heimildir um búsetu í Glóru eru frá því fyrir 1700 fram til 1896 eða í um tvö hundruð ár og síðan aftur frá 1928-1935 í sjö ár. Þegar túnakort voru gerð 1916 var Glóra í eyði en tóftir og tún býlisins teiknað inn á túnakort með Álfsnesi. Tóftirnar standa vel ásamt túngarði og útihúsum ennþá vel sýnileg og mynda einstakt minjasvæði.

Glóra

Glóra – túnakort 1916.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var dýrleiki reiknaður með heimajörðinni. Hjáleigan var þá ýmist nefnd Glóra eða Urðarkot og á lausu blaði í Jarðabókinni einnig nefnt Hallsnesshjáleiga. Glóra var orðin sjálfstæð jörð 1855 því Stefán Þorvaldsson segir í lýsingu sinni á Mosfells- og Gufunessóknum að Glóra hafi áður verið hjáleiga frá Álfsnesi þá metin á 5 hundruð.

Fitjakot

Fitjakot

Fitjakot.

Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í Fitjakoti stóð á Brunnhól um 70 metra suðaustan við núverandi íbúðarhús. Síðast stóð þar timburhús sem reist var um 1930 og þá lá þjóðvegurinn um hlaðið. Núverandi íbúðarhús, sem var byggt 1950, stendur aðeins vestar, á Húsaflötum, en þar voru áður fjárhús. Þar var Kaupfélag Kjalarnesþings stofnað 15. október 1950 og var þar fyrst til húsa. Athafnamennirnir Sturlubræður áttu Fitjakot um tíma og notuðu jörðina til sumarbeitar.
Fitjakot var áður nefnt Fitjar og var í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Jörðin kemur fram undir eldra nafninu Fitjar, í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1395, en yngra nafninu Fitjakot í fógetareikningum frá 1548 til 1551. Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarkirkju 1686 metin á 15 hundruð en á 10 hundruð

Fitjakot

Fitjakot.

1695. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Ábúandi var einn. Kvaðir voru meðal annars um mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar fimm kýr og tíu lömb. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var sæmilegt. Leirvogsá var bæði til gagns og ógagns. Þar var hægt að veiða bæði lax og silung en hún spillti engjum og braut af túni. Stórviðri brutu stundum hey og hús. Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Fitjakot í eigu konungs metið á 10 hundruð. Árið 1855 var jörðin konungs eign metin á 10 hundruð. Samkvæmt manntölum frá 1703 var einn ábúandi í Fitjakoti nema 1850 voru tveir.

Varmadalur

Varmadalur

Varmadalur – túnakort 1916.

Varmadalur er norðanvert við Leirvogsá, norðaustan og ofan við Fitjakot. Bærinn stendur ofan við ánna undir allhárri brekku á stórum og miklum bæjarhól.
Elín Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur gerði fornleifaskráningu í Varmadal 2006 sagði erfitt að áætla stærð hans en taldi ummál hans vera um 60×70-80 m og hæðina allt að 2 m. Á bæjarhólnum stendur nú steinsteypt íbúðarhús frá 1892 en Jón Sverrir Jónsson, ábúandi í Varmadal, taldi líklegt að eldri bær úr torfi og grjóti hefði verið á sama stað. Hólnum hefur eitthvað verið raskað vegna annarra mannvirkja en Elín taldi líklegt að þar leyndust minjar undir sverði.

Varmadalur

Varmadalur 1925-1940.

Fyrstu heimildir um Varmadal eru í fógetareikningum 1547-1548 en ekki er ósennilegt að búseta hafi hafist þar fyrr. Þar er ritháttur Wermedaell og Wermedall. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en jarðadýrleiki óviss. Varmadalur var þá ein af umboðsjörðum konungs sem Jón Eyúlfsson sýslumaður hafði til leigu. Ábúandi var einn og kvaðir voru um mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar sjö kýr, eitt ungneyti, tólf lömb og einn hest. Mótak til eldiviðar var sæmilegt og einnig torfrista og stunga. Hlunnindi voru lax og silungsveiðivon í Leirvogsá en áin spillti engjum. Veður voru skaðsöm húsum og heyjum. Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs á árunum 1686 og 1695, metin á 15 hundruð. Kaupverð Varmadals var 530 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1813. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Varmadalur í bænda eigu, metinn á 15 hundruð og með einum ábúanda. Varmadalur var metin á 15 forn hundruð en 12,8 ný hundruð í Nýju jarðamati fyrir Ísland 1861.

Stardalur

Stardalur

Stardalur – túnakort 1916.

Stardalur er austasti bær í Kjalarneshreppi. Bærinn stendur við mynni samnefnds dals norðanvert við Leirvogsá, suðaustan undir Skálafelli. Stardalur er hluti af landnámi Halls goðlausa sem nam land á milli Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla. Bæjarnafnið þekkist ekki en þær hugmyndir hafa komið fram að Múli hafi staðið þar sem bærinn í Stardal stendur núna. Jónas Magnússon sem var bóndi í Stardal segir í örnefnalýsingu um svæðið að í dalnum sem liggi fyrir ofan bæinn, sem hann telur hinn eiginlega Stardal, virðist vera byggðarleifar sem kallaðar séu Akurvellir, nánar tiltekið innarlega í dalnum á milli Bolagils og Beinagils. Þar er garðbrot og þar fannst einu sinni aska í bakka við ána. Þar segir Jónas að hafi verið tóftir sem áin sé að rífa niður og neðan við Flágil hafi einnig verið sýnilegar tóftir.
Björn Bjarnason taldi að bærinn í Stardal hefði verið þar upp á dalnum þar sem hann hafð séð sorphaug molna og tóftir hverfa í dýjamosa en bærinn hafi síðan verið færður niður fyrir dalsmynnið þar sem hann er núna. Björn sagði einnig í lýsingu sinni á Kjalarnesi 1937 frá hugmynd sinni að bústaður Halls goðlausa, Múli, hefði staðið við Múlaendan hinumegin við Stardslsána gegnt Stardal þar sem fjárréttin er og fleiri sjáanlegar tóftir. Það þykir heldur ósennilegt bær hafi verið upp á dalnum og líklegra er að þarna hafi verið selstaða á einhverjum tíma.

Stardalur

Stardalur.

Samkvæmt heimildum frá því um 1200 voru selstöður og afrétt í Stardal frá bæjum í Mosfellssveit og á Kjalarnesi, sennilega frá því að sveitin byggðist og fram til ársins 1674 þegar jörðin byggðist. Þerneyjarkirkja átti helming í selför og afrétt í Stardal frá um 1220 þar til eignir hennar féllu þegjandi undir konung um siðaskipti. Engar heimildir eru um eignarhald á hinum helmingnum fyrr en í máldaga Brautarholtskirkju frá 1491.
Stardalur kemur fyrst fram í máldögum Þerneyjarkirkju frá því um 1220 og áfram. Þá átti kirkjan helming í selför og afrétt í Stardal. Sama kemur fram í máldögum kirkjunnar frá 1269, í Vilchinsmáldaga frá 1367, máldaga 1553 og síðan í Gíslamáldögum frá 1575.
Þerneyjarkirkja virðist hafa verið aflögð á tímabilinu 1580-1600 og engin kirkja var í Þerney 1600.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Í Jarðabókinni kemur fram að „Selstöðu hefur jörðin til forna um lánga æfi brúkað í Stardal, og fæst hún nú ekki síðan þar var bygð sett.“ Selstaðan gæti hafa fylgt jörðinni fram til 1674. Eignarhald Brautarholtskirkju á hálfum Stardal kemur í fyrsta skipti fram í máldaga kirkjunnar frá 1491. Þar er ekki talað um selstöðu, aðeins tekið fram að „[h]un æ halfan stardal“.
Ekkert bendir til að Brautarholt hafi einhvern tíman haft selstöðu þar en um tvö hundruð árum síðar 1705 er talað um selstöðu Brautarholts á Blikdal. Hvaðan þessi eign á hálfum Stardal hefur komið er ekki gott að segja. Esjuberg átti selstöðu 1704 í Stardal og þar fylgir örnefnið Esjubergssel seljatóftum undir Skopru í Esjubergsflóa sem nú eru í landi Hrafnhóla. Selstaðan gæti hafa verið ítök kirkjunnar á Esjubergi sem fylgdu jörðinni eftir að kirkjan var ekki lengur við lýði?

Stardalur

Stardalur – seljatóftir.

Í Jarðabók Árna og Páls 1704 kemur fram að Stardalur var ekki byggður fyrr en 1674 og hafði þá ekki verið byggður áður að því er frómir menn töldu. Þá var jörðin í eigu konungs með tveimur ábúendum og jarðardýrleiki óviss. Ein af kvöðum var um mannslán á vertíð. Þá var hægt að fóðra þar þrjár kýr, tuttugu ær og tuttugu lömb. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var nægilegt og hrís- og lyngrif á sumrin. Silungsveiði, grasatekja og berjalestur var nokkur en túnin voru lítil og meir en nóg var af engjataki. Þar kemur einnig fram að áður hafi sjö jarðir í eigu konungs haft selstöðu að fornu í Stardal.
Samkvæmt Jarðabókinni virðast bæir á Kjalarnesi og í Mosfellssveit hætt að hafa í seli í Stardal 1674 eftir að jörðin var byggð. Stardalur var metinn á 415 ríkisdali þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1836. Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var jörðin var í bændaeigu, metin á 15 hundruð og með einum ábúanda.
Í jarðamati á Íslandi frá 1849-1850 er Stardalur metinn á 5 forn hundruð en 16,8 ný hundruð. Ný jarðabók fyrir Ísland frá 1848-1861 telur jörðina metna á 5 forn en 17,4 ný hundruð.

Selstöður í Stardal

Stardalur

Sýnileg sel í Stardal.

Heimildir eru um ellefu selstöður undir Svínaskarði, kenndar við Stardal, en sjáanlegar tóftir eru aðeins í landi Hrafnhóla. Flestar selstöðurnar áttu jarðir í Mosfellssveit eða sjö, frá Gufunesi, Lambhaga, Korpúlfsstöðum, Blikastöðum, Lágafelli, Helgafelli og Varmá. Fjórar voru frá Kjalarnesi frá Esjubergi, Móum, Skrauthólum og Þerney í landi Hrafnhóla. Tóftir þriggja selja eru ennþá sjáanlegar og bera örnefni síðustu bæjanna sem nýttu þau. Það eru Varmársel og Þerneyjarsel við Leirvogsá, um 200 metra norðaustan og ofan við Tröllafoss og Esjubergssel upp í Esjubergsflóa, undir grágrýtisstrýtunni Skopru. Jónas Magnússon í Stardal sagði í örnefnalýsingu að: „Norðan við Tröllalágar, sunnan í Þríhnúkum, er hið gamla Þerneyjarsel.“

Stardalur

Seltóft ofan Stardals.

Þar hafa ekki fundist tóftir en þær gætu hafa horfið í ána eða hlaupnar í þúfur. Jónas nefnir hinsvegar ekki tóftirnar sem nú bera örnefnin Varmársel og Þerneyjarsel.
Egill Jónasson Stardal sem var fæddur og uppalin í Stardal sagði í örnefnalýsingu að miklar rústir væru umhverfis núverandi hús í Stardal eftir einhverskonar byggð. Sumar taldi hann mjög fornar en að einungis fornleifarannsókn fengi úr því skorið hvort þar séu leifar selja eða landnámsbyggðar.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Ofan við bæinn er gamalt tún, Upptún. Neðan við það og um það allt eru rústir einhverra gamalla bygginga og hefur þeim verið hlíft við jarðraski. Í túninu er mannvirki eða hleðsla sem heitir Sumarfjós sem gæti verið vísbending um kúasel. Eftir þessu að dæma er líklegt að finna mætti minjar eftir sel heima í Stardal ef þeirra væri leitað en einhverjar hafa þó væntanlega horfið undir yngri byggingar.
Leirvogsvatn nefndist Svanavatn fyrir 1949 var lítið grasbýli var við norðanvert Leirvogsvatn. Þar má sjá steyptan grunn síðasta íbúðarhússins um 30 metra frá útfalli árinnar og um 215 metra fyrir ofan brúnna. Býlið er skráð sem fornleif undir Stardal en er í landi Mosfellsbæjar.

Sámsstaðir

Sámsstaðir

Tóftir Sámsstaða.

Sámsstaðir eru forn eyðijörð sem hefur legið undir Stardal í langan tíma. Tóftir býlisins, sem eru friðlýstar á jörðina Stardal, standa á bökkum ónefndrar ár, um 200 m norðan og ofan við Leirvogsá. Fyrir vestan og norður af tóftunum er klettagil sem heitir Sámsstaðagil og við tóftirnar er Sámsstaðaflöt þar sem er nú ræktað tún. Engar heimildir eru um búsetu eða kirkju á Sámsstöðum.

Esjubergssel

Esjubergssel.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð sagði almannarómur að þar hefði áður verið kirkjustaður en jörðin legið í auðn síðan drepsótt var í landinu. Jörðin var í eigu konungs og höfðu ábúendur konungsjarða nytjað jörðina og lengi hafði verið nytjuð selstaða frá Esjubergi á landi sem menn töldu að hefði tilheyrt jörðinni þar sem heitir Esjubergssel, hugsanlega það sama og nú ber örnefnið. Ekki taldist byggilegt aftur á Sámsstöðum vegna landþrengsla, uppblásinna túna og skriðufalla. Sámstaðir eru skráðir sem fornleifar og friðlýstir undir Stardal.

Hrafnhólar

Hrafnhólar

Hrafnhólar.

Hrafnhólar eru sunnan undir Haukafjöllum, norðanvert við Leirvogsá, á móti Skeggjastöðum. Jörðin hefur verið byggð af og til samkvæmt heimildum. Sögð forn eyðijörð í Jarðabókinni 1704 og þá vissi engin hversu lengi hún hafði verið í eyði þar til 1688, að hún var byggð upp aftur, til ársins 1703, að hún lagðist aftur í eyði. Samkvæmt manntölum var búið þar 1835-1880. Þegar túnakort Þverárkots var gert 1916 voru Hrafnhólar í eyði og þá sagðir hafa fylgt Þverárkoti 40-50 árin þar á undan, eða frá 1876-1866. Hrafnhólar hafa sennilega farið í eyði um 1880 fram til ársins 1937 þegar þeir voru seldir og hafa verið lögbýli síðan. Þá var bæjarstæðið flutt og bærinn byggður á Skrauthól sem er um 250 m vestan og neðan við eldra bæjarstæðið sem var undir Bæjarskarði.

Hrafnhólar

Hrafnhólar.

Hrafnhólar voru metnir á 5 hundruð árið 1695 í eigu konungs.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var ritháttur Hrafnhóla, Hafnhoolar og sumir kölluðu bæinn Hafnabjörg og sögðu það nafn eldra. Jörðin var þá í eigu konungs og jarðardýrleiki óviss. Kvaðir voru um eitt mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar þrjár kýr aðalega á útheyjum. Torfskurður til húsa og í eldivið var sæmilegur og lítilsháttar lyng- og hrísrif. Silungsveiðivon var nokkur og túnstæðið var gott en þó brotnaði af því að neðanverðu en talið var að mætti byggja jörðina aftur. Kaupverð Hrafnhóla var 61 ríkisdalur þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1826.
Jörðin var í bænda eigu, með einum ábúanda, þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 og dýrleiki hennar var 5 hundruð. Mat jarðarinnar 1849-1850 var 5 forn hundruð og 5 ný hundruð. Á árunum 1848-1861 var jörðin metin á 5 forn og 5,2 ný hundruð.

Þverárkot

Þverárkot

Þverárkot – túnakort 1916.

Þverárkot er suðvestanvert við Þverárdalsmynni, skammt vestan við Hrafnhóla. Bærinn stendur austan undir Þverárháls og suðvestan undir Bæjarholti í austanverðri Esju. Áin Þverá rennur austan við bæinn og Leirvogsá sunnan við hann.

Þverárkot

Þverárkot – loftmynd 1954.

Þegar borið er saman túnakort frá 1916 og nýleg loftmynd virðist núverandi íbúðarhús frá 1948 vera á svipuðum stað og húsið sem þá var. Af ljósmynd að dæma gæti það hafa verið járnklætt timburhús
með mænisþaki og viðbyggingar með skúrþaki við báða gafla. Á túnakortinu kemur fram að túnið var að miklu leyti náttúrulegar sléttar flatir og brekka sléttuð að mestu. Þá tilheyrðu Hrafnhólar, sem verið höfðu í eyði í 40-50 ár, Þverárkoti og var metið með þeim á 17,7 hundruð 1918.

Þverárkot

Þverárkot 1948.

Þverárkot var í eigu konungs 1695, metin á 10 hundruð. Þverárkot, áður kallað Þverá, var sögð forn eyðijörð þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704. Þá byggt uppúr auðn þrjátíu árum áður, eða 1674 á sama tíma og Stardalur var byggður í fyrsta skipti. Jörðin var þá í eigu konungs með einum ábúanda en jarðardýrleiki var óviss. Kvaðir voru um eitt manslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar fimm kýr og eitt hross. Torfrista og stunga var hjálpleg en mótak til eldiviðar var lélegt. Nokkur silungsveiði var en minni laxveiði. Túnrækt var erfið vegna skarfjúks í vetrarstórviðrum.

Þverárkot

Þverárkot og nágrenni – kort 1908.

Jörðin var í bænda eigu, með einum ábúanda og dýrleiki hennar var metinn á 10 hundruð þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847.
Kaupverð Þverárkots var 476 ríkisdalur þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1837. Á árunum 1848-1861 var jörðin metin á 10 forn hundruð.

Gröf

Gröf

Gröf – túnakort 1916.

Gröf, sem síðar nefndist Norður- Gröf, er skammt fyrir vestan Þverárkot, sunnan undir Kistufelli, vestanvert við Grafardalsmynni. Jörðin átti merki á móti Þverárkoti, Varmadal og Völlum. Beint á móti bænum, fyrir sunnan Leirvogsá, er fjallið Mosfell. Eldra bæjarstæði var 30 metra suðaustur af núverandi íbúðarhúsi. Fyrsta hlaðan sem byggð var í hreppnum sem var byggð við lambhús í Kúalág í landi Grafar. Hún var byggð af Einari Jónssyni sem bjó í Gröf á árunum 1883-1920. Þegar túnakort var gert 1916 voru þrjú útihús austan við bæinn og eitt norðvestan við hann og eru tóftir þeirra greinilegar á nýlegum loftmyndum, ásamt túngarði sem fyrrnefndur Einar hlóð.
Grafar er getið í fógetareikningum 1547 til 1552 varðandi landskuld. Jörðin hefur sennilega verið kirkjujörð áður, þó þess sé ekki getið í heimildum og hefur fallið undir konung við siðaskipti. Þá kemur jörðin fram í minnisreikningum Vigfúsar Jónssonar sýslumanns árið 1569. Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs á árunum 1686 og 1695, metin á 20 hundruð. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Gröf var þá ein af umboðsjörðum þeim sem Margrét Pétursdóttir á Vallá, ekkja Daða Jónssonar sýslumanns, hélt ásamt Völlum og Kollafirði. Ábúandi var einn. Kvaðir voru tvö mannslán á vertíð næstu sex ár. Dagsláttur var einn ef ábúandi var einn en tveir væru ábúendurnir tveir. Hægt var að fóðra níu kýr, fimmtán lömb og einn hest á jörðinni. Torfrista og stunga var hjálpleg en erfitt um mó til eldiviðar. Lax- og silungsveiðivon var nánast engin en berjalestur var nokkur. Engi voru slitrótt og ár brutu af landi. Stórviðri af norðri spilltu túnum og gátu grandað heyjum. Átroðningur var mikill af búfjárupprekstri bæja í Mosfellssveit. Selstöðu átti jörðin í heimalandi. Kaupverð Grafar var 647 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1838. Gröf var metin á 20 hundruð í Jarðatali Johnsens 1847 og var þá í bænda eigu.
Árið 1855 var Gröf (Norður-Gröf) metin á 20 hundruð en 1861 á 20 forn hundruð og 17,7 ný.

Vellir

Vellir

Vellir – túnakort 1916.

Vellir eru sunnan undir vesturenda Kistufells. Þar stendur enn járnklætt timburhús sem byggt var 1905 og stækkað 1913. Það er væntanlega sama hús og teiknað er á túnakort Valla 1916.
Vellir koma fyrir í skrá yfir kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs 1395 og í fógetareikningum sem varða konungstekjur frá 1547 til 1552. Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs í eigu konungs 1686 metin á 13 hundruð og 80 álnir og 1695 var hún metin á 13 hundruð og 40 álnir. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Vellir voru þá ein af umboðsjörðum sem Margrét Pétursdóttir á Vallá, ekkja Daða Jónssonar sýslumanns hélt. Þá voru ábúendur tveir og bjuggu þeir á hvor á sínum helming jarðarinnar. Kvaðir voru um tvö mannslán, eitt af hvorum, á vertíð. Þá var hægt var að fóðra tíu kýr, tuttugu lömb og tvo hesta á allri jörðinni. Torfrista, stunga og eldiviðartak var sæmilegt en vatnsból var ekki gott. Skriður spilltu túnum og var bænum hætta búin af bæði skriðum og snjóflóðum. Mikill átroðningur var af lamba- og geldfjárupprekstri frá Mosfellssveit, „án þakka eða greiðslu“ og hafði verið svo lengi sem menn minntust, bæði á Völlum og Gröf.

Vellir

Vellir á Kjalarnesi.

Kaupverð Valla var 686 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1838. Þegar Jarðartal Johnsen var gert 1847 voru Vellir í bændaeigu með einum ábúanda og dýrleiki metinn á 16 hundruð en sýslumaður mat jörðina á 20 hundruð. Skriðuföll úr Esjunni eru tíð og hafa Vellir ekki farið varhluta af þeim í gegnum tíðina og hafa þau oft valdið skakkaföllum. Vitað er að bærinn hefur verið fluttur að minnsta kosti einu sinni vegna skriðufalla. Fitjaannál 1662 segir frá því að 9. júní hafi komið mikil rigning og í kjölfar hennar hlaupið víða miklar aurskriður bæði á tún, engjar og úthaga. Þrjár jarðir fóru sérstakalega illa út úr þessu vatnsveðri: Esjuberg, þar sem af tók mikið af túninu; Vellir, þar sem tók af þriðjung túna; og Mógilsá, þar sem einnig tók af þriðjung túna. Fitjaannáll 1695 segir frá því að þá um sumarið hafi víða orðið skaði af aurskriðum og tekið af mestöll tún á Völlum. Espihólsannáll frá 1779 segir frá aurskriðu sem skemmdi bæi á nokkrum jörðum, þar á meðal á Mógilsá og Völlum. Haustið 1886 (2. september) gerði aftakarigningu sem olli miklum skriðuföllum á Kjalarnesi og í Kjós. Níu jarðir á Kjalarnesi urðu fyrir stórskemmdum þennan dag og ein jörð í Mosfellssveit. Fréttamenn frá tímaritinu Ísafold fóru á vettvang og könnuðu aðstæður og lausleg skoðun og áætlun um skemmdir var svohljóðandi: „Vellir á að giska 1 kýrvöllur eptir af túninu, af 4-5. Engjar sömuleiðis mjög skertar.“

Kollafjörður

Kollafjörður

Kollafjörður 1906. Mynd frá dönsku mælingamönnunum.

Jörðin Kollafjörður er skammt upp frá fjarðarbotni Kollafjarðar. Bærinn stóð við samnefndan læk sem nefnist Kollafjarðará. Bæjarstæðið síðasta torfbæjarins er sunnan undir Kollsgili en var jafnað við jörðu. Við vettvangskönnun 2001 var talið líklegt að bærinn hafi staðið á þeim stað að minnsta kosti frá því á miðöldum og líklegt að minjar leyndust þar undir sverði því greina mátti litabreytingar á gróðri, sem er vísbending um minjar. Landbúnaðarráðuneytið keypti jörðina 1961 fyrir tilraunastöð fyrir klak og eldi laxfiska.
Kollafjörður kemur fyrir í Kjalnesinga sögu, sem talin er rituð á síðustu áratugum 13. aldar. Þar segir frá því að skip kom á Leiruvog með írskum mönnum. Þar á meðal Andríður ungur og ólofaður, mikill og sterkur, ekkjan Esja og maður sem nefndur var Kolli.

Kollafjörður

Kollafjörður 1909.

Landnámsmaðurinn Helgi bjóla tók við þeim öllum og setti Kolla niður í Kollafjörð. Kollafjörður er talin upp í fjarðatali 1312. Jarðarinnar er hinsvegar ekki getið fyrr en í fógetareikningum 1547 til 1553 en búseta hefur sennilega hafist þar fyrr.
Á árunum 1686 og 1695 var jörðin í eigu konungs og metin á 20 hundruð.

Kollafjörður

Kollafjörður – túnakort 1916.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin konungseign en dýrleiki óviss. Kollafjörður var þá ein af umboðsjörðum sem Margrét Pétursdóttir á Vallá, ekkja Daða Jónssonar sýslumanns, hélt ásamt Völlum og Gröf. Einn ábúandi var á heimajörðinni, tveimur þriðjungum, en einn þriðjungur nefndist Litli- Kollafjörður. Kvaðir voru um tvö mannslán í 5 ár, manns- og bátslán í 3 ár. Kostir voru fáir en torfrista og stunga var sæmileg. Mótak til eldiviðar var erfitt, silungsveiðivon lítil, rekavon nær engin, skelfiskfjara lítil og varla hægt að tala um heimræði því ekki var hægt að lenda nema á flóði. Landþröng var mikil, mikið af foræðum og skriður spilltu engjum. Kaupverð Kollafjarðar var 804 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1839.

Kollafjörður

Kollafjörður – loftmynd 1963.

Þegar jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var jörðin í bændaeign, með einum ábúanda metin á 20 hundruð með Litla-Kollafirði.
Skriðuföll úr Esjunni hafa verið tíð og eftir aftakarigningu 2. september 1886 urðu mikil skriðuföll á níu bæjum á Kjalarnesi eftir úrhellið. Í blaðagrein skömmu síðar var greint frá vatnsveðrinu og þeim skaða sem hlaust af því, þar segir um tjón á jörðinni : „Kollafjörður, kýrvöllur farinn af túninu, í bráð að minnsta kosti, og nokkuð af engjum. Sextíu hestar af heyi á engjum urðu undir skriðu. Eyrarnar niður frá bænum allar huldar skriðu.“
Mannvirki sem teiknuð voru á túnakort Kollafjarðar 1916 hafa flest horfið vegna túnasléttunnar eða undir yngri mannvirki.

Litli- Kollafjörður

Kollafjörður

Kollafjörður – minjar.

Litli- Kollafjörður var þriðjungur af heimajörðinni Kollafirði 1704. Árið 1916 var komið útihús þar sem bærinn Litli- Kollafjörður stóð áður sunnan Kollafjarðarár. Kolbeinn Kolbeinsson sem fæddur var í Kollafirði 1918 og var bóndi þar í nokkur ár, segir í örnefnalýsingu að hann muni eftir tóftum þar sem Litli- Kollafjörður stóð. Við vettvangskönnun 2002 var ekki hægt að sjá neinar bæjarleifar á staðnum. Þar stendur nú hús sem byggt er í gamla bæjarhólinn og var í fyrstu notað sem sumarhús en er nú heilsárshús, Arnarhóll.
Þegar Jarðatal Árna og Páls var gert 1704 var Litli Kollafjörður byggður sér með einum ábúanda. Þar voru kvaðir um eitt mannslán á vertíð. þá var hægt að fóðra tvær kýr, 10 lömb og einn hest. Hættir voru eins og á heimajörðinni en við bættist að áin gróf undan húsunum og beitarátroðningur olli miklum skaða. Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Litli- Kollafjörður talin með heimajörðinni með einum ábúanda. Litli Kollafjörður er skráður sem fornleif undir heimajörðina.

Mógilsá

Mógilsá

Mógilsá – túnakort 1916.

Mógilsá er við Esjurætur innst í Kollafirði, við norðurhorn fjarðarins. Jörðin dregur nafn sitt af samnefndri bergvatnsá sem rennur vestan við bæinn. Árið 1963 keypti íslenska ríkið jörðina og þar var Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins verið síðan en hún var byggð upp fyrir þjóðargjöf Norðmanna, 1 milljón norskra króna, sem Ólafur V. Noregskonungur afhenti. Bæjarstæðið var um 60 metra suðaustur af þjónustumiðstöð við Esjurætur. Við vettvangskönnun 2002 voru engar greinilegar leifar af bæjarstæðinu sem hafði verið sléttað og trjárækt á svæðinu en þó mátti greina vísbendingar um mannvist á litabreytingum í túninu.
Áin Mógilsá kemur nokkrum sinnum fyrir í Landnámu sem landamerki þegar sagt er frá landnámi Halls goðlausa, Helga bjólu Ketilssonar og Örlygs Hrappssonar. Hallur goðlausi nam land að ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár og bjó í Múla. Helgi bjóla Ketilsson nam einnig land að ráði Ingólfs, „…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár…“ og bjó að Hofi. Helgi bjóla gaf síðan frænda sínum Örlygi Hrappssyni hluta af landnámi sínu, frá Mógilsá að Ósvífslæk en ekki er vitað hvaða lækur það er.

Mógilsá

Gamli bærinn á Mógilsá í júlí 1910. Bærinn stendur undir brekkunni, fyrir framan hann er kálgarðurinn og grjóturðin sem braust fram úr gilinu árið 1866. Á myndinni er hægt að greina sex hús, hlaðan austast sem var timburhús þá, vestar eru tvö torfhús með timburgöflum sem hafa verið íveruhús og líklega fjós vestan við þau, enn vestar eru tvö hús hlaðin úr torfi og grjóti með torfþökum, fyrir framan vestasta húsið er stór haugur og hefur það hús líklega verið hesthús.

Jörðin var í eigu Viðeyjarklausturs 1395 og kemur þá fram í skrá um kvikfé og leigumála jarða klaustursins. Jörðin hefur orðið konungseign við siðaskipti og er jarðarinnar getið í fógetareikningum frá 1547 til 1552 varðandi landskuld og leigu. Árið 1581 var Mógilsá lénsjörð fátækra presta í Skálholtsbiskupsdæmi. Jörðin var kirkjujörð Viðeyjarklausturs 1686-1695, metin á 15 hundruð og 13 hundruð og 80 álnir. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jarðadýrleiki og jörðin í eigu konungs sem hafði lagt hana til uppihalds presti á Mosfelli. Þá virðast gæði jarðarinnar hafa rýrnað frá því sem áður var og landskuld lækkað úr einu hundraði í 48 álnir. Skriður frá ánni Þverá og lækjum höfðu eyðilagt tún jarðarinnar. Kvaðir voru um eitt mannslán á vertíð en höfðu verið tvær tveimur árum áður og dagslættir tveir ef ábúendur voru tveir en þrír ef þeir voru þrír. Jörðin gat fóðrað sex kýr, tíu lömb og einn hest. Upprekstur geldnauta og hesta var frír á Hvannavöllum á Mosfellsheiði. Torfrista og stunga var léleg og ekkert mótak var í landi jarðarinnar en mótak hafði verið nýtt í landi eyðijarðarinnar Háheiðar sem lá undir Álfsnesi. Lítil von var um selveiði og reka. Sölvafjara var engin og lítil hrognkelsafjara en skelfiskfjara var frí á grandanum Leiðvelli og hafði verið lengi eins og fleiri jarðir í Kjalarneshreppi. Heimræði var ef fiskgengd var á sundin en aldrei verstaða fyrir aðkomufólk. Selstaða var í heimalandi.

Mógilsá

Húsin á Mógilsá árið 1965, skúrbyggingar til hægri á myndinni eru hugsanlega hús Kalknámufélagsins sem voru byggð árið 1918 á Mógilsá.

Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var Mógilsá í eigu kirkjunnar með einum ábúanda og dýrleiki 13⅔ hundruð en neðanmáls er þess getið að mat sýslumanns sé 15 hundruð. Árið 1855 var Mógilsá metin á 15 hundruð og var nyrsta kirkjujörð Mosfells.
Mógilsá hefur ekki farið varhluta af ofanflóðum úr Esju. Í Fitjaannál frá 1662 er þess getið (9. júní) að í kjölfar mikils regns hafi miklar skriður hlaupið fram víða, bæði á tún, engjar og úthaga, sérstaklega á Esjubergi þar sem mikið hafi tekið af túninu. Á Völlum tók af þriðjung túna og einnig á Mógilsá.

Mógilsá

Mógilsá – sel.

Jarðabók Árna og Páls frá 1704 getur þess að skriður spilli túni: „Skriðuágángur af Þverá og lækjum fordjarfar tún jarðarinnar stórlega“.
Espihólsannáll frá 1779 greinir frá aurskriðum sem skemmdu bæi á nokkrum jörðum og þar á meðal Mógilsá. Ofanflóðaveðrinu 2. september 1886 sem olli miklu tjóni á níu bæjum á Kjalarnesi segir tímaritið Ísafold frá viku síðar: „Mógilsá, helmingur farinn af túninu, undir urð, og það betri parturinn, og stykki af engjum. Þar hafði skriðan runnið fast með bæjarveggnum að vestanverðu, og sneitt af eða fyllt þriðjung af kálgarðinum í hlaðvarpanum.“ Þess má geta að úrkoma á Mógilsá er þriðjungi meiri en við Veðurstofuna í Reykjavík, mest á haustin og veturna. Þegar túnakort fyrir Mógilsá var gert þrjátíu árum síðar, árið 1916, var búið að slétta og græða upp helminginn af túninu eftir skriðuhlaupið 1886.

Kalknám í Mógilsá

Mógilsá

Mógilsá – kalknáma.

Björn Kristjánsson (1858-1939) alþingismaður skrifaði um kalkiðnað í Mógilsá í Iðnsögu Íslands. Þar kemur fram að Egill Egilsen í Glasgow hafi verið fyrstur til að sprengja upp kalkstein og flytja hann til Reykjavíkur á franskri loggortu upp úr 1870. Björn Guðmundsson múrari fór þá utan til að læra að brenna kalkstein og byggði kalkofn við „Batteríið“ í Reykjavík þar sem kalkið var brennt, leskjað, látið í tunnur og selt. Björn hafði tvö vor atvinnu af að losa kalkið sem var sprengt með grófu púðri. Þann tíma sem Björn vann þar var unnið úr lítil kalkæð sem var skammt fyrir vestan ána og túnið á Mógilsá. Æðin mjókkaði eftir því sem neðar kom og hvarf loks með öllu. Síðar var kalk sprengt í Sandhól sem er upp af Djúpagili. Sú æð mjókkaði líka og endaði í mjórri kvarzíkri æð. Því næst var unnið úr kalkæð rétt fyrir ofan fossinn í Mógilsá og kalkið reitt á hestum ofan brekkuna og til sjávar. Kalkið þótti ágætt bindiefni og var kalk frá Mógilsá notað eingöngu á Lækjagötu 10.

Kalkofnsvegur

Hér má sjá Kalkofninn merkilega (h.m. á miðri mynd) sem reistur var 1876 neðst við Arnarhólstúnið (u.þ.b. þar sem nú er keyrt inn í bílastæðahúsið Kolaport). Kalksteinn var fluttur úr Esjunni og brenndur í ofninum, en nota átti kalkið í múrblöndu fyrir steinhús sem urðu æ algengari. Egill Egilsson í versluninni Glasgow lét byggja ofninn en því miður lagðist kalkvinnslan af um 1879, þar sem íslenska kalkið þótti ekki samkeppnisfært við það erlenda (framleiðslukostnaður líklegast of hár). Kalkofnsvegur er nefndur eftir kalkofninum sem stóð við götuna. Þetta gekk ágætlega um stund en á endanum var þessu hætt. Flutningur úr Esjunni varð of dýr og erfiður en einnig var vatnið úr læknum sem nýtt var í þessa framleiðslu lélegt. Það var bæði skítugt því það kom úr Reykjavíkurtjörn og var blandað sjávarseltu sem gerði kalkið annað hvort arfalélegt eða hreinlega ónýtt. Kalkið var nýtt sem steinlím og forsenda þess að geta hlaðið steinhús. Innflutningur á kalki var dýr og voru ekki margir Íslendingar sem gátu staðið undir þeim kostnaði, var það ein ástæða þess að fólk hélt áfram að byggja úr torfi og timbri lengi vel. – Sigfús Eymundsson (1837–1911)

Húsið var reist 1877 og er grunnmúrað úr holtagrjóti úr Skólavörðuholtinu og kalkið úr Esjunni notað sem bindiefni. Árið 1916 var myndað félag í Reykjavík um að vinna kalk á Mógilsá.

Þá um haustið var unnið fyrir ofan fossinn og árið 1917 var byrjað á að byggja þar kalkbrennsluofn sem aldrei varð fullgerður. Vorið 1918 var byggt íbúðarhús fyrir verkamenn á staðnum og 5-6 menn unnu í 2 mánuði við að losa kalkstein úr ákveðnum gangi. Verkamennirnir settu of mikið dýnamít í einu í vegginn sem hrundi ofan í ganginn og fyllti hann.

Kalkofninn

Kalkofninn.

Félagið gafst svo upp við fyrirtækið. Björn taldi að ef Egill hefði látið rannsaka hvort gull væri í kalksteininum þá hefði borgað sig að vinna steininn eingöngu sem gullstein því 10-19 grömm af gulli væru í hverju tonni en Björn fékk Trausta Ólafsson efnafræðing til að ákveða gullmagnið í kalksteininum um 1920. Til samanburðar var meðaltal gullmagns í gullnámum í Suður-Afríku um 1920 tæpt 12 ½ gramm í tonni.

Valdimar Briem prestur á Hrepphólum skrifaði Frjettir frá Íslandi 1876. Þar segir hann meðal annars tíðindi af atvinnuvegum í landinu og segir frá nýrri atvinnugrein, kalknáminu á Mógilsá.
Kalkbrennsluofninn var fyrst byggður til bráðabirgða við Rauðará en honum var síðan valinn staður neðst við Arnarhól, skammt frá lækjarósnum í námunda við Batteríið. Ofninn var um 8 m í þvermál og hlaðinn upp í strýtu. Hann hefur staðið nálægt því þar sem nú er innkeyrsla í bílastæðahús við Seðlabankann. Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af honum.

Esjuberg

Leiðvöllur

Leiðvöllur.

Bærinn á Esjubergi stendur á skriðuvæng upp undir rótum Esju. Mörk jarðarinnar eru á móti Skrauthólum að vestan og Mógilsá að austan. Á Esjubergi voru áður fyrr samþykktir og kveðnir upp dómar. Í Íslensku fornbréfasafni má finna dóm sem var kveðin upp 1480 og þar var þingstaður 1541 og 1746 þegar Jón Oddsson Hjaltalín gerði Lýsingu Kjósarsýslu.
Örnefnin Leiðhamar og Leiðvöllur, sem er á mörkum Mógilsár og Esjubergs, benda til að þar hafi verið haldin leiðmót, leiðarþing eða héraðsþing sem haldið var að afloknu Alþingi þar sem greint var frá störfum þess og birtar tilkynningar. Þá var fyrsta símstöðin í Kjalarneshreppi á Esjubergi, sennilega 1912.

Kjalarnes

Útialtari við Esjuberg – minnismerki um hina fyrstu kirkju á Íslandi.

Esjuberg var landnámsjörð Örlygs gamla Hrappssonar Bjarnasonar bunu. Landnámabók segir frá því að Helgi bjóla Ketilsson hafi gefið frænda sínum, bræðrungi, Örlygi Hrappssyni hluta af landnámi sínu, frá Mógilsá að Ósvífslæk. Landnáma getur þess einnig að Örlygur hafi búið á Esjubergi og látið gera þar kirkju sem fóstri hans Patrekur biskup í Suðureyjum hafði sagt fyrir um, og að Patrekur hafi sent hann með kirkjuviði, járnklukku, plenáinum og vígða mold til að setja undir hornstafina. Kirkjan gæti hafa verið tileinkuð Kolumba en Örlygur og frændur hans trúðu á hann. Kirkja Örlygs er talin vera sú fyrsta á Íslandi. Kirkjunnar er einungis getið í kirkjuskrá Páls biskups frá því um 1200.

Esjuberg

Útialtari – skilti.

Reyndar segir frá kirkjunni í Kjalnesinga sögu sem er talin rituð 1300-1320. Þar segir frá því að Helga Þorgrímsdóttir, eiginkona aðalsöguhetjunnar Búa, hafi látið grafa hann undir syðri kirkjuveggnum og „[þ]á stóð enn kirkja sú at Esjubergi, er Örlygr hafði látit gera“. Eftir þessu að dæma hefur kirkjan ekki verið uppistandandi á ritunartíma sögunnar um 1300 og gæti hafa verið niðurlögð á fyrri hluta 13. aldar. Hvers vegna er ekki vitað og margt getur komið til greina. Kirkjur voru stöðutákn svo höfðingi gæti hafa dáið eða misst stöðu sína til annars. Kirkjan gæti líka hafa verið niðurlögð vegna skriðufalla.
Jarðarinnar er getið nokkrum sinnum í skjölum sem varða hvalreka Viðeyjarklausturs á milli Esjubergs og Valagnúpa, fyrst í skrá varðandi hvalskipti á Rosmhvalanesi um 1270, aftur um 1270 í bréfi Runólfs ábóta í Viðey um hvalrekann, og aftur 1285 um skipti á hvalreka á milli Valagnúpa og Esjubergs. Esjuberg er í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1395.

Kjalarnes

Kjalnesinga saga – sögusvið.

Nafnið kemur fram í skýrslu Hannesar Pálssonar umboðsmanns og kapelláns Danakonungs, um allskonar óskunda og yfirgang, rán, vígaferli og löglausa verslun Englendinga á Íslandi á árunum 1420-1425.
Árið 1480 var úrskurðað í Esjubergsdómi í eignarmálum Soffíu Loftsdóttur og Gunnlaugs Teitssonar. Árið 1497 gaf Böðvar prestur Jónsson vitnisburð um reka Viðeyjarklausturs á milli Klaufar og Esjubergs.
Á Esjubergsþingi þann 30. september 1541 var felldur dómur um lögmæti bréfs Alexíusar ábóta í Viðey um jarðirnar Skrauthóla og Bakka í Brautarholtssókn. Þá kemur jörðin fram í fógetareikningum 1547-1552. Á Esjubergi voru kveðnir upp dómar um beit og fjárrekstur 1565-1566.
Jarðarinnar er getið á minnisblöðum Vigfúsar Jónssonar sýslumanns Kjalarnesþings árið 1569 og þjófnaðardómur var kveðinn upp þar 14. janúar 1657.
Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs 1686-1695 og þá metin á 40 hundruð.

Esjuberg

Esjuberg – tóft ofan Leiðvalla.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Esjuberg í eigu konungs en jarðardýrleiki óviss. Kvaðir voru meðal annarra um mannslán á vertíð suður á Stafnes. Þá var hægt að fórðra sjö kýr, tólf lömb og þrjá hesta. Jörðin hafði þá haft til langs tíma fría afrétt fyrir hesta og geldnaut á Mosfellsheiði. Torfrista og stunga var góð en mótak til eldiviðar slæmt. Silungsveiði hafði jörðin í Leirvogsá lengst af. Rekavon var nokkur og skelfiskfjara var á Leiðvallargranda. Selstöðu átti jörðin undir Svínaskarði að sunnan og þar var berjalestur nokkur. Helstu ókostir voru að úthey voru lítil og skriður ógnuðu bæði mönnum, húsum og skepnum. Stórviðrasamt var á Esjubergi og stóð mönnum og skepnum ógn af skriðum sem ollu þar tjóni. Tvær hjáleigur voru þá á Esjubergi. Litla-Esjuberg sagt afbýli heima við bæ og Árvöllur önnur hjáleiga og reiknast jarðardýrleiki beggja í heimajörðinni.
Þegar Jón Oddson Hjaltalín gerir lýsingu Kjósarsýslu 1746 þingstaður á Esjubergi 1746. Kaupverð Esjubergs með Grund (Austurbæ) og Árvöllum var 2100 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1816. Þegar Jarðartal Johnsens var tekið saman 1847 var Esjuberg í bændaeigu, metið á 40 hundruð og með einum ábúanda. Í neðanmálsgrein er sagt að jarðabækurnar geti ekki um hjáleigurnar nema árið 1802, en þá er getið Austurbæjar sem er líklega sama hjáleiga og sýslumaður og prestur kalla Grund. Sú hjáleiga var nefnd Litla-Esjuberg 1704. Jörðin var metin á 40 forn hundruð í Jarðarmati á Íslandi 1849-50.
Hjáleigurnar lögðust báðar af eftir mikið ofanflóðaveður 2. september 1886.

Esjuberg

Esjuberg – tóft á Bænhúshól.

Umhverfi við Esjuberg ber með sér merki um skriðuföll sem valdið hafa nokkrum búsifjum. Fitjaannáll 1662 segir frá því að í kjölfar mikils regns hafi miklar skriður hlaupið fram víða, bæði á tún, engjar og úthaga. Þrjár jarðir fóru sérstaklega illa út úr þessu vatnsveðri: Esjuberg, þar sem mikið tók af túninu og Vellir og Mógilsá, þar sem tók af þriðjung túna. Haustið 1668 greinir Fitjaannáll frá því að haustið hafi verið venju fremur rigningarsamt. Þá féllu víða skriður á tún og haga, sérstaklega á Esjubergi, svo bóndinn Sigurður Núpsson flutti sig þaðan í burtu. Jarðabók Árna og Páls segir frá skriðum 1704 sem „fordjarfa, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði.“ Blaðið Norðanfari sagði frá skriðu sem hljóp úr Esju 4. júlí 1871 og tók af mestan part af túninu á Esjubergi og gerði usla á engi. Þann 2. september 1886 gerði aftakarigningu sem olli miklum skriðuföllum. Þá urðu níu jarðir á Kjalarnesi fyrir stórskemmdum og ein jörð í Mosfellssveit. Á Esjubergi fór skriða yfir hluta túnsins og 60-70 hesta af heyi. Einnig fór sandur og leir yfir mestanpart og besta part engjanna og restin varð óslæg vegna leirs í rót. Þá féll skriða á bæjarhús hjáleigunnar Grundar sem fór í eyði eftir þetta.

Litla Esjuberg
Var afbýli heima við bæinn þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704, er ekki getið í öðrum heimildum. Dýrleikin reiknaðist með heimajörðinni. Kvaðir voru um skipsáróður allt árið utan sláttar. Hægt var að fóðra eina kú og fimm lömb. Afbýlið hafði torfskurð og eldiviðartak í heimalandinu.

Grund

Grund

Grund.

Grund var hjáleiga frá Esjubergi. Hjáleigan er ekki nefnd í Jarðabók Árna og Páls og nafnið Grund kemur fyrst fram í manntali 1835. Bæinn tók af í miklu skriðuhlaupi sem kom úr Gljúfurdal með Flóðará (Grundará) eftir ofsarigningu þann 2. september 1886 og var ekki byggður aftur. Tæpri viku eftir skriðuhlaupið tóku fréttamenn blaðsins Ísafold viðtal við bóndann á Grund. Ekkert manntjón varð því hann sagðist hafa hafði komið flestu sínu fólki burt úr bænum á heygarð austan við bæinn, nema konan hans með 5 ára tökudreng var síðust úr bænum og treysti sér ekki þangað en skreið þess í stað uppá baðstofumænirinn og bjargaði þeim með því. Það stóð heima, því þá skall flóðið á bænum og öllu í kring og fyllti öll sund. Á bæjarleið sinni frá Mógilsá höfðu fréttamenn talið 15 nýjar skriður úr Esjunni, og ekki voru eftir nema slitrur af veginum sumstaðar. Gráhvítur urðargeiri blasti við þeim úr gilinu þar sem Flóðará rann úr Gljúfurdal og „[í] miðjum urðargeiranum sá ofan á fáeinar grasþúfur, eða svo kom það fyrir sjónir álengdar. Það voru bæjarhúsin á Grund, annarri hjáleigunni frá Esjubergi.“ Minjar sem tilheyrðu býlinu eru beggja vegna Grundarár en á herforingjaráðskorti frá 1909 er eyðibýlið staðsett vestan.

Árvellir

Árvellir.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Árvöllur önnur hjáleigan frá Esjubergi og var dýrleiki hennar reiknaður með heimajörðinni. Kvaðir voru um hálfan bátshlut allt árið í stað mannsláns og einn dagslátt. Hægt var að fóðra þrjár kýr, eitt ungneyti og átta lömb á hjáleigunni. Til hlunninda voru talin torfskurður og eldiviðartak í heimalandi en vatnsból var erfitt um vetur. Helsti ókostur var að skriður spilltu túni, engjum og úthögum mikið svo hætt var húsum, fólki og fénaði. Hjáleigan var metin á 10 hundruð 1847. Skriða grandaði hjáleigunni í miklu vatnsveðri 2. september 1886, þá varð „[h]elmingur túns og engja undir urð“ að sögn blaðsins Ísafold og var hjáleigan ekki byggð aftur.

Móar

Móar

Móar.

Bærinn Móar stendur neðan Vesturlandsvegar sunnan og neðan við Esjuberg. Á Móum bjó Sr. Matthías Jochumsson (1935-1920) þjóðskáld í sex ár. Það voru honum þungbær ár því á þeim tíma missti hann tvær eiginkonur í blómalífsins. Hann flutti að Móum í júní 1867 með Elínu konu sinni sem lést einu og hálfu ári síðar á annan dag jóla 1968. Tveimur árum eftir það, 1870 gekk hann að eiga Ingveldi Ólafsdóttur en hjónaband þeirra varð mjög skammvinnt því hún dó úr lungnabólgu á annan í hvítasunnu 1871. Þriðju og síðustu eiginkonuna fann hann á Kjalarnesinu, unga heimasætu í Saurbæ Guðrúnu Runólfsdóttur sem hann giftist 1875 og lifði hún mann sinn. Á þeim tíma sem þau voru að draga sig saman var hún selráðskona í Saurbæjarseli á Blikdal sumarið 1872 en tóftir selsins standa vel ennþá. Þaðan sendi hún honum ber í fötu og nokkrar línur með. Hann brást við hin glaðasti og reið fram á dal til að þakka henni fyrir sendinguna.

Móar

Móar – túnakort 1916.

Á Móum bjuggu hjónin Teitur Guðmundsson og Unnur Ólöf Andrésdóttir, frá 1950 til 1985, sem voru í forystu í alifuglarækt á landinu og ráku þar stórt kjúklingabú. Þau vélvæddu fóðrun fugla í varpi og uppeldi og komu sér upp aðstöðu og vélakosti til slátrunar. Búið er elsta hænsnabúið á Kjalarnesi og eitt af stærstu búunum á landinu. Á bæjarstæðinu stendur íbúðarhús sem Sigríður Jónsdóttir byggði 1910 að því er kemur fram í bókinni Kjalnesingum og því væntanlega sam hús og teiknað er á túnakort frá 1916.
Móar voru í eigu Viðeyjarklausturs árið 1395, þá getið í skrá um kvikfé og leigu- mála klaustursins. Þeir komust síðar í eigu konungs og eru í fógetareikningum frá 1547-1552.
Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs á árunum 1686 og 1695 metin á 20 hundruð.
Árið 1703 fékk Niels lögmaður Kier konungsbréf um að mega fá Kjósarsýslu eftir Jón Eyjólfsson tengdaföður sinn og fjórar jarðir sem Jón hafði haft frá 1684, Hrísbrú, Varmadal, Móa og Saltvík.

Móar

Móar.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs og var leigð til sýslumannsins Jóns Eyjólfssonar, dýrleiki var óviss. Þá var tvíbýli á jörðinni til helminga. Kvaðir voru um tvö mannslán á vertíð árlega frá því Jón Eyjólfsson tók við (1684) en hafði verið eitt áður ásamt öðrum kvöðum sem Jón hafði ekki kallað eftir. Á jörðinni var hægt að fóðra sex kýr, tíu lömb og tvo hesta. Upprekstur geldnauta og fjár var á Hvannavelli á Mosfellsheiði. Mótak til eldiviðar frá Esjubergi minnkandi notað. Nokkur von var um reka, hrognkelsa- og skelfiskfjöru. Heimræði var allt árið en verstaða hafði aldrei verið. Mjög stórviðrasamt var sem spillti túnum ásamt vatni. Selstöðu hafði jörðin hjá Esjubergsseli að eign eða láni.
Með konungsúrskurði 26. apríl 1756 fékk Þórður Þórhallsson prestur í Saurbæ og Brautarholti Móa frítt til búsetu í staðin fyrir Skrauthóla sem varð fyrir stórskaða af skriðu 1748. Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var jörðin enn lénsjörð fyrir prestinn metin á 20 hundruð.

Saltvík

Saltvík

Saltvík.

Saltvík er fyrir neðan þjóðveg og stendur bærinn við samnefnda vík norðaustan við Brimnes. Tveir bæir voru á jörðinni fram á 20. öld, Eystri og Vestri, fram til ársins 1912 samkvæmt túnakorti frá 1916 en þar segir: „Saltvík með viðlögðu býli 1912 Eystri Saltvík“. Annar bústaður er nefndur á jörðinni í örnefnalýsingu þar sem segir að suðvestur af bænum Vestur- Saltvík sé Skútatangi og suður af honum hafi verið bær áður fyrr sem hét Skúti. Hefðbundinni búsetu lauk 1964 þegar borgin keypti jörðina en hún seldi hana aftur 1997.

Saltvík

Saltvík – túnakort 1916.

Saltvíkur er getið í skrá Viðeyjarklausturs 1395 yfir kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins. Jörðin komst í konungseigu við siðaskipti og er getið í fógetareikningum frá 1547-1552, og aftur í minnisreikningum Vigfúsar Jónssonar sýslumanns í Kjalarnesþingi 1569. Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs á árunum 1686 og 1695, metin á 20 hundruð. Eins og áður sagði fékk Niels lögmaður Kier konungsbréf árið 1703 um að hann fengi Kjósarsýslu eftir Jón Eyjólfsson tengdaföður sinn og fjórar jarðir sem Jón hafði haft frá 1684, Hrísbrú, Varmadal, Móa og Saltvík.

Saltvík

Saltvík – Brimnes nær.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs sem leigði hana Jóni Eyjólfssyni. Ábúendur voru þá tveir og bjuggu hvor á sínum helmingi. Kvaðir voru um tvö mannslán á vertíð árlega. Á jörðinni var hægt að fóðra fimm kýr, tíu lömb og einn hest. Upprekstur geldnauta og geldfjár var frír á Hvannavelli á Mosfellsheiði. Mótak var bjarglegt til eldiviðar. Fjörugrasatekja, sölvafjara og rekavon var lítil en skelfisk- og hrognkelsafjara nokkur. Heimræði var allt árið en verstaða hafði aldrei verið fyrir aðkomandi sjófólk eða skip. Fé var hætt við hrapi fyrir sjávarbjörg. Sjórinn braut land árlega og hafði bærinn verið fluttur þrisvar og komið að því að færa hann aftur. Engjar voru engar. Saltvík var seld undan konungi 7. ágúst 1813.
Jörðin var bænda eign þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847, metin á 20 hundruð og leigð tveimur ábúendum. Þegar gert var jarðamat á árunum 1849-1850 var jörðin í bændaeign metin á 20 forn hundruð og 18,4 ný hundruð.

Sjávarhólar

Sjávarhólar

Sjávarhólar – túnakort 1916.

Bærinn á Sjávarhólum stendur um 200 m ofan við austanverða Hofsvík á einu af þremur berghlaupum á Kjalarnesi, Sjávarhólshlaupinu sem féll á tímabilinu 9000 -5000 f. Kr. úr Esjunni fram í Hofsvík. Jörðin dregur nafn sitt af urðarhólum við ströndina og á nafnið vel við landslagið á þessum slóðum. Núverandi íbúðarhús var byggt 1923 á bæjarstæðinu.
Sjávarhólar koma fyrir í Kjalnesingasögu undir nafninu Hólar. Sögupersónan Búi kom þar á leið sinni heim á Esjuberg eftir að hafa vegið Þorstein á Hofi og lagt eld að hofinu og lýsti þar víginu á hendur sér. Árið 1536 voru gerð arfskipti eftir séra Brynjólf Gizurarson og erfðu fjórar systur hans sex hundruð og 80 álnir í jörðinni, sem Alexíus ábóti í Viðey keypti.

Sjávarhólar

Sjávarhólar.

Í Sjávarhólabréfi frá 1537/8 er greint frá kaupum Alexíusar ábóta í Viðey á parti í Sjávarhólum. Klaustrið hefur selt jörðina fyrir siðaskipti því hún kemur ekki fyrir í fógetareikningum.
Á Esjubergsþingi 1541 var útnefndur dómur af Pétri Einarssyni umboðsmanni konungs í Kjalarnesþingi um bréf Viðeyjarklausturs fyrir jörðunum Skrauthólum, Bakka og Sjávarhólum . Niðurstaða dómsins var að bréf Alexíusar fyrir jörðunum voru lögleg og gild. Jörðin var í einkaeign metin á 20 hundruð 1686 en 10 hundruð 1695.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin metin á 10 hundruð með einum ábúanda, eigandanum Þórunni Sigurðardóttur prestsekkju. Kvaðir voru þá engar en áður, þegar jörðin var leigð, var eitt mannslán á vertíð eða tvö ef ábúendur voru tveir. Þá var hægt að fóðra sex kýr, eitt ungneyti, tíu lömb og einn hest á jörðinni. Torfrista var lítil en mótak til eldiviðar nægilegt. Rekavon var nokkur svo og hrognkelsafjara en skelfiskfjara var að mestu eydd en sölvatekja var næg fyrir heimamenn. Heimræði var allt árið en verstaða hafði aldrei verið fyrir aðkomuskip eða sjófólk nema stundum tveggja manna far frá Öfugskeldu sjálfskyldu frítt. Talið var að veiða mætti sel ef vildi. Landþröng var mikil og fé var mjög flæði hætt. Stórviðrasamt og lækjarskriða grandaði engjum.

Sjávarhólar

Sjávarhólar.

Í maí 1748 féll mikil aurskriða úr Esjunni sem aftók mikinn part af landi Öfugskeldu og Sjávarhóla. Eggert og Bjarni voru á ferð 1752 minnast á skriðuhlaupið og segjast þá hafa séð birkilurka sem voru sverari en stærstu tré í Húsafells- og Fnjóskadalsskógum. Talið er að skriðan hafi átt upptök neðan undir Gleið og fallið fram á milli Skrauthóla og Sjávarhóla. Mestu skriðuföll sem heimildir eru um á svæðinu urðu eftir úrhelli í rúmar þrjár klukkustundir 2. september 1886. Blaðið Ísafold greindi frá tjóni rúmri viku síðar: „Sjávarhólar (19.1 hdr. Jörð). Þriðjungur af túninu undir skriðu eða leir og 2/5 af engjum.“

Sjávarhólakot

Sjávarhólar

Sjávarhólar – útihús.

Sjávarhólakot var hjáleiga Sjávarhóla 1704 en aðrar heimildir geta ekki um kotið. Kotið hefur sennilega verið niður við sjóinn þar sem sjór braut af túninu 1704 svo það gæti hafa verið þar sem voru útihús frá Sjávarhólum 1916.
Þegar Jarðabókin var gerð 1704 reiknaðist jarðadýrleiki með heimajörðinni. Landskuld átti að greiðast með því sem ábúandi megnaði að gjalda og skyldi jarðeigandi leggja að mestu leyti við til húsabóta. Þá var hægt að fóðra þar eina kú og torfrista, stunga og eldiviðartak var í heimalandi en sjór braut af túninu. Kvaðir voru engar og mátti ábúandinn fleyta hálfum báti sínum að vild.
Engar fornleifar eru skráðar á býlið en það er skráð eftir heimild undir Sjávarhóla.

Öfugskelda

Skrauthólar

Skrauthólar og Öfugskelda – minjar.

Öfugskelda var býli sem var sennilega um 30 metra suðaustur af Skrauthólum III og um 570 m norðaustur af Sjávarhólum. Þar er tún blettur sem nefnist Öfugskelda sem hafði fylgt Sjávarhólum en var lagður til Skrauthóla 1918. Þar eru minjar sem talið er að gætu hafa verið hluti af býlinu skráðar undir Sjávarhóla, rúst, gerði og hlaðinn garður að lítilli keldu sem kallast Ófeigskelda. Býlið tók af í skriðuföllum 1748 og var sennilega ekki byggt upp aftur eftir það. Samkvæmt bréfi sem séra Þórður Þórhallsson prestur í Saurbæ og Brautarholti sendi konungi 1754 segir að skriða 1748 hafi skemmt hús og tún svo mikið í Öfugskeldu að ekki sé hægt að bygga þar upp aftur. Býlið tók af í skriðuföllum 1748 Jarðarinnar er getið 1510 í dómi um eignaskipti Gríms Pálssonar og Þorvarðs Erlendszonar lögmanns þar sem Grímur selur Þorvarði meðal annars fjórar jarðir á Kjalarnesi. Í Sáttarbréfi bænda 1515 kemur fram að Grímur og Þorleifur sonur hans eiga Arnarholt og Öfugskeldu. Í júlí sama ár kemur fram að þeir feðgar fá Öfugskeldu og Arnarholt af Hólmfríði Erlendsdóttur í skiptum fyrir Sandgerði á Miðnesi. Árið 1549 var kveðinn upp alþingisdómur og Sandgerði var dæmt eign Þorleifs Grímssonar en Öfugskelda og Arnarholt dæmd af honum. Jörðin var í einkaeigu metin á 15 hundruð 1686 en 10 hundruð 1695.

Skrauthólar

Skrauthólar og Öfugskelda/Ófeigskelda.

Öfugskelda var bújörð þegar Jarðabókin var gerð 1704 metin á 10 hundruð og var í eigu fimm aðila. Þórunn Sigurðardóttir prestsekkja á Sjávarhólum átti mest, þrjú hundruð og fjörutíu álnir en hinir eitt hundrað og áttatíu álnir hver. Ábúandi var einn og var eigandi að einum lægri hlutanna. Þá var þar hægt að fóðra þar sex kýr, tvö ungnaut, tíu lömb og einn hest. Kvaðir voru engar. Torfrista og stunga voru sæmilegar en mótak þurfti að kaupa annars staðar. Landþröng var mikil og skriða spillti túnum og engjum. Stórviðrasamt mjög.
Öfugskelda hefur sennilega farið í eyði eftir skriðufall 1748. Ölfusvatnsannáll 1747 segir frá því að fallið hafi mikilfengleg skriða eða jarðarumrótan úr Esjunni sem tók af mikinn part af landi Öfugskeldu og Sjávarhóla en af bréfum frá þessum tíma kemur fram að skriðan hefur fallið í maí 1748 frekar en 1747. Fram kemur í bónarbréfi séra Þórðar Þórhallssonar í Saurbæ til konungs frá 10. júlí 1754 að „skriðan hafi skemmt hús og tún á Öfugskeldu, svo þar megi ekki aftur upp byggja, og að skriðan hafi stórskemmt tún og úthaga bæði á Skrauthólum og Sjávarhólum.“
Öfugskeldu er ekki getið í Jarðatali Johnsens 1847 en í neðanmálsgrein við Sjávarhóla kemur fram að jarðabækur nefni jörðina en hennar sé ekki getið í jarðabók 1802 og virðist hún þá hafa verið orðin partur af Sjávarhólum. Jarðadýrleiki hennar var 10 hundruð eins og Sjávarhóla. Engar minjar eru skráðar á Öfugskeldu en býlið er skráð undir Sjávarhóla og þar eru tvær minjar, sem tengjast sennilega býlinu.

Skrauthólar

Skrauthólar

Skrauthólar – túnakort 1916.

Skrauthólar

Skrauthólar árið 1978; nýja íbúðarhúsið, fjósið og hlaðan baka til, tengibygging (gamla fjósið?), gamla íbúðarhúsið með skúrbyggingu, fjær fjárhúshlaðan og nær endurhlaðið hús, hesthús?

Skrauthólar eru við Esjurætur. Draga þeir nafn sitt af urðarhólum við ströndina líkt og Sjávarhólar. Hólarnir eru hluti af fornlegu berghlaupi sem fallið hefur úr Esjubrúnum og kastast niður allt í sjó fram í Hofsvík. Sá hluti Esju sem er þar fyrir ofan nefnist Hólafjall.
Samkvæmt Prestatali og prófasta var bænhús á Skruthólum en var aflagt fyrir 1600 og það ama kemur fram í bókinni Kjalnesingum.253 Aðrar heimildir nefna ekki bænhús þar.
Skrauthólar koma nokkuð oft fyrir í Íslensku fornbréfasafni varðandi eignaskipti. Fyrst í jarðaskiptabréfi Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms bónda Pálssonar á Möðruvöllum frá 18. september 1501. Næst 1508 í kaupmálabréfi Þorvarðs Erlendssonar og Kristínar Gottskálksdóttur.
Árið 1510 er jörðin til umfjöllunar í Tylftardómi vegna eignaskipta Gríms Pálssonar og Þorvarðs Erlendssonar. Viðeyjarklaustur eignaðist jörðina árið 1525 þegar Anna Snjólfsdóttir gerði próventusamning við klaustrið og færði því jörðina til ævarandi eignar með gögnum og gæðum. Skrauthólar komu aftur við sögu í september 1541 í dóm á Esjubergsþingi sem var skipaður af Pétri Einarssyni umboðsmanni konungs í Kjalarnesþingi um bréf Viðeyjarklausturs fyrir jörðunum Skrauthólum og Bakka. Niðurstaða dómsins var að samningurinn sem Erlendur Jónsson gerði við ábótann í Viðey var löglegur. Skrauthólar koma fyrir í Fógetareikningum varðandi landskuld á árunum 1547 til 1552. Þá kemur jörðin fram í minnisblöðum Vigfúsar Jónssonar sýslumanns Kjalarnesþings frá árinu 1569. Prestar sátu á Skrauthólum og sá sem fyrst er getið um er Hákon Ásgeirsson 1575 sem hafði þá Skrauthóla sér til uppeldis.

Skrauthólar

Skrauthólar árið 1963. lengst til hægri er torfhús, trúlega hesthús, vestar er íbúðarhús úr timbri byggt 1912. gamla fjósið? snýr eins og íbúðarhúsið en er vestar, þvert á nýja fjósið, baka til er hlaðan. Fjær sér í torfhlaðið fjárhús og hlöðu.

Jörðin var kirkjujörð Viðeyjarklausturs metin á 24 hundruð 1685 og 20 hundruð 1695.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jarðardýrleiki sagður að fornu hafa verið 20 hundruð. Þá voru Skrauthólar í eigu konungs sem lagði þá til uppeldis presti sem þjónaði í sóknum Brautarholts og Saurbæjar. Þá var hægt að fóðra á jörðinni átta kýr, fjögur ungneyti, tvo hesta og bjarga tveimur, en landþröng var mikil. Torfrista og stunga var góð en mótak til eldiviðar fékkst frítt á Esjubergi. Nokkur rekavon var en skelfiskfjara var lítil. Heimræði var allt árið en verstaða hafði aldrei verið hvorki fyrir skip eða vertíðarfólk. Stórviðrasamt mjög svo hætt var húsum, heyjum og túnum. Hætt var við að skriður spilltu túnum engjum og úthögum. Selstöðu hafði jörðin undir Haukafjöllum nálægt Hrafnhólum.
Í bréfi úr Kjalarnesþingi til amtmanns 1750-1756 í Rentukammer skjölum er sagt frá mikilli skriðu eða jarðumrótan úr Esjunni sem tók af mikinn hluta Öfugskeldu og Sjávarhólalands.
Öfugskelda stóð skammt suðvestan við Skrauthóla og virðist ekki hafa veið byggð upp aftur eftir þetta. Líklegast er að skriðan hafi átt upptök sín í bergshlaupsurðinni ofarlega í hlíð eða neðanundir Gleið og fallið fram á milli Skrauthóla og Sjávarhóla en ummerki eftir hana eru að mestu horfin. Séra Þórður Þórhallsson í Saurbæ og Brautarholti sendi konungi bónabréf dagsett 10. júlí 1754 þar sem hann segir frá því að Skrauthólar séu nánast óbyggilegir vegna skriðufallanna 1748 og fór fram á að Móar væru gerðir að prestsjörð í stað Skrauthóla. Með konungsúrskurði 26. apríl 1756 fékk prestur jörðina Móa frítt til búsetu í staðin fyrir Skrauthóla.
Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var jörðin komin í bændaeign, metin á 20 hundruð með tveimur ábúendum.
Þann 2. september 1886 gerði miklar rigningar og í kjölfar þeirra urðu mikil skriðuföll á Kjalarnesi sem blaðið Ísafold greindi frá skömmu síðar: „Skrauthólar (15.6 hdr.) af engjum
2/5 undir skriðu og leir, þar af talsvert tóm urð sem aldrei grær upp.“

Vallá

Vallá

Vallá.

Vallá er austan og ofan við Hofsvík. Lögbýli um aldir og þar voru ýmist eitt eða tvö býli fram til 1800 sem voru aðgreind með austur, vestur, eystri, vestri, stóra, minni, innri, ytri og Syðsta Vallá kemur einnig fyrir. Bæði býlin eru skráð undir Vallá. Samkvæmt túnakorti frá 1916 var bæjarstæði Vallár vestri þar sem nú stendur bygging, tvær hæðir og ris með þremur kvistum, sem byggð var 1958 við steinsteypt íbúðarhús sem reist var um 1923.
Bæjarstæði Vallár eystri var samkvæmt túnakorti og örnefnalýsingu í suðaustur frá því vestara steinsnar austan við eldri farveg Vallárlækjar á milli bæjanna sem var þá á mörkum jarðanna. Vallá eystri fór í eyði um aldamótin 1800 og var pörtuð niður. Túnið gekk þá undir heimajörðina en annað var keypt af bændum í Hofshverfi. Farvegi Vallárlækjar var breytt einhvern tíman á milli 1900 og 1916 af Benedikt Magnússyni bónda á Vallá og eftir það rann lækurinn norðan og vestan við bæinn. Þegar Guðrún Bjarnadóttir, sem bjó á Vallá frá1925-1957, skráði örnefni fyrir Vallá, sennilega á tímabilinu 1950-57, hét ávöl bunga suðaustur heiman frá „Gamli bær“ og þá hafði sést móta fyrir bæjarrústum til skamms tíma.

Vallá

Húsin sem Benedikt Magnússon reisti á Vallá á árunum 1923-1924. Íbúðarhúsið snýr gafli fram en austan við það og áfast við fjósið. Fyrir aftan þessi hús má sjá glitta í hlöðuna. Lengra í burtu, vinstra megin á myndinni, sjást eldri útihús úr torfi og grjóti. Lósmynd Þorsteinn Jósepsson.

Vitað er um tvö önnur býli byggð í landi jarðarinnar, hjáleigan Grund var byggð frá því um 1684 fram undir 1704 og býlið Litla Vallá var byggt úr landi jarðarinnar nokkru fyrir aldamótin 1900. Fyrsta rafstöðin í Kjalarneshrepp var reist á Vallá þegar Vallárlækur var virkjaður 1930. Stöðin var eingöngu notuð til ljósa og sá hún þremur bæjum fyrir rafmagni, Vallá, Litlu Vallá og Skrauthólum ásamt skólanum á Klébergi. Stöðvarhúsið stóð við lækinn fyrir austan Fólkvang, því hefur verið rutt um koll einhvertíman og sjá má steypuleifar hússins á lækjarbakkanum.
Vallá er í landnámi Helga bjólu en ekki er vitað hvenær jörðin byggðist en Vallá er til umfjöllunar í bréfi frá árinu 5. maí 1377 þegar Brynjólfur Bjarnason seldi Valgarði Loftsyni jörðina „Syðstu- Vallá“ á Kjalarnesi. Þremur árum síðar, í júlí 1380, lét Valgarður Pál ábóta í Viðey hafa jörðina gegn því að hann kenndi syni hans í sex ár.

Vallá

Vallá og Litla-Vallá – túnakort 1916.

Í skrá frá 1395 um kvikfé og leigumál á jörðum klaustursins eru tveir bæir á Vallá. Frá sama ári í skrá yfir jarðir sem fóru undir Viðeyjarklaustur frá því að Páll ábóti kom þangað og þar er Vallá talin upp og metin á 20 hundruð. Í Fógetareikningum frá 1547 til 1552 er talað um Stóru- minni, Innri- og Ytri Vallá og Minni Vallá „Sterrewalde og Minnewalde, Stere Walde og Mijnder Walde, Sterre Waldo og Mijnde Waldo, Inderreuattle og Ittherwasde“ varðandi landskuld. Eystri og Vestri Vallá voru báðar metnar á 20 hundruð á árunum 1686 og 1695 í einkaeigu og konungs.

Vallá

Vallá – minjar.

Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að gerð Jarðabókarinnar sumarið 1704 voru þeir í tjöldum á Vallá dagana 26.-28. júní. Þá voru tvö býli á jörðinni, Eystri- og Vestri Vallá hvort um sig metið á 20 hundruð. Kvaðir voru um eitt mannslán á vertíð af allri jörðinni. Þá var hægt að fóðra sjö kýr, tíu lömb og einn hest á allri jörðinni sem hafði haft fría hesta- og nautagöngu á sumrin á Hvannavöllum á Mosfellsheiði. Torfristu og stunga höfðu býlin í sínu landi en mótak var í landi Vestri Vallár. Þá var nokkur rekavon. Heimræði var allt árið og gengu skip heimamanna eftir hentugleikum en engin verstaða hafði verið fyrir aðkomufólk. Landþröng mikil og hætt við skriðum og vatnságangi á tún.
Vallá var í bændaeign þegar Jarðatal Johnsen 1847 var tekið saman með einum ábúanda, metin á 20 hundruð. Neðanmáls segir að sýslumaður telji jörðina aðeins 12 hundruð. Í viðauka er eyðihjáleigan Grund sögð með Vallá.

Grund

Grund

Grund – bæjarstæðið.

Grund hafði verið hjáleiga Vallár vestri í nokkur ár 1704, þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð. Hafði byggst þá fyrst rúmum tuttugu árum áður, eða um 1684, og var byggð í nokkur ár en var farin í eyði þegar Jarðabókin var gerð og ekki var talið hægt væri að byggja hana aftur nema til skaða fyrir heimajörðina.
Hjáleigan virðist ekki hafa verið byggð aftur. Í örnefnalýsingu Vallár segir að „Í norður frá bænum í um 500 m fjarlægð er slétt flöt harðlend, ílöng frá austri til vesturs. Hún nefnist Grundir. Þar var býli fyrir löngu. Garðlag heita vel sjáanlegar túngarðsleifar vestarlega á Grundunum.“ Grundir er enn örnefni á túni austan við íbúðarhúsið Gil en leifar túngarðs voru ekki sjáanlegar. Engar fornleifar eru skráðar undir býlið sem, ásamt túngarði, eru skráð sem fornleifar undir Vallá.

Litla- Vallá

Vallá

Litla-Vallá sést á herforingjaráðskorti frá 1909 – ofan við Vallá.

Litla- Vallá var byggð rétt fyrir aldamótin 1900 á Hjallhól, um 200 m norðvestan við eldra bæjarstæðið á Vallá. Á túnakorti kemur fram að: „Litla Vallá [var] byggð fyrst nokkru fyrir aldamótin að sögn. Afgirti bletturinn tekin til rækt og sléttaður að nokkru af húsmanni þeim sem þar er enn. Slægjur víða umhverfis.“Býlið var sameinað heimajörðinni þegar ábúð lauk þar 1960 en húsin seld, ásamt 1 hektara lands, sem sumarbústaður. Þar standa nú (2014) íbúðarhús og hlaða frá 1936 á bæjarstæðinu. Engar fornleifar eru skráðar undir býlið sjálft sem er ásamt kálgarði og útihúsum skráð eftir túnakorti sem fornleifar undir Vallá.

Hofshverfi

Hofshverfi

Hofshverfi.

Hofshverfi var þegar Jarðabókin var gerð 1704 sex býli; Hof, hjáleigurnar Grófartún og Prestshús, afbýlin Jörvi, Krókur og Lykkja. Tæpum hundrað og fimmtíuárum síðar 1847 þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman var voru býlin fjögur, Jörfi, Krókur og Lykkja sem voru hjáleigur og Hof. Í Hofshverfi voru sömu fjögur býlin í byrjun 20. aldar, Hof, Krókur, Lykkja og Jörvi sem hafði verið lagður undir Hof og ásamt nýbýlunum Bergvík og Grund sem voru byggð í landinu. Þegar örnefnalýsing Hofs var skráð 1967 voru sex býli í Hofshverfi, Krókur, Lykkja, Jörvi, Krókshús, Bergvík og Hof.

Hof

Hof

Hof – túnakort 1916.

Hof er landnámsjörð upp frá Hofsvík í Hofshverfi sem nefnt er eftir býlinu. Landnáma greinir frá því að Helgi „bjóla“ Ketilsson hafi að ráði Ingólfs Arnarsonar numið „…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár…“ og búið að Hofi. Síðar gaf Helgi frænda sínum Örlygi Hrappssyni bunu hluta úr landnámi sínu frá Mógilsá að Ósvífslæk og bjó Örlygur að Esjubergi. Í Kjalnesinga sögu er Hof annar aðalvettvangur sögunnar og þar er landnám Helga sagt stærra en í Landnámu, að hann hafi numið Kjalarnes „…millum Leiruvágs ok Botnsár….“
Kjalnesinga saga segir einnig frá því að sonur Helga bjólu Þorgrímur „goði“ tók við föðurleifð sinni og lét samkvæmt Kjalnesinga sögu reisa hof „…hundrað fóta langt, en sextugt á breidd…“ í túninu á Hofi. Samkvæmt sögunni var hof á Hofi en samkvæmt heimildum var kirkja þar frá því um 1200 og sennilega eitthvað fram yfir aldamótin 1600.
Elsta heimildin um Hof er kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar um prestskyldar kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi frá því um 1200.

Hof

Hof og nágrenni 1909.

Kirkjan var helgurð heilögum Andrési og eru eignir Andrésarkirkju að Hofi taldar í Hítardalsbók 1367 og aftur í máldaga kirkjunnar í Vilchinsbók frá 1397, gripir og búfé. Í Brautarholtsbréfi frá 1436 votta fjórir menn samtal sem átti sér stað á milli Guðrúnar Sæmundsdóttur og Guðríðar konu Vigfúsar Ívarssonar hirðstjóra en Guðrún var frænka hans. Guðrún hafði erft Brautarholt og Hof ásamt tveim hundruðum í plágunni miklu eftir systur sínar Þórdísi og Ingibjörgu. Nú vildi Guðríður að Guðrún meðgengi að hún hefði gefið Vigfúsi eignirnar en Vigfús frændi hennar hafði haldi eignum hennar lengi afgjaldalaust en Guðrún afsagði það. Þá kemur Hof fram í Öndverðarnesbréfi 31. mars árið 1475 og í máldaga Brautarholtskirkju frá 1491-1518 er getið um mörk á móti Hofi. Máldagi kirkjunnar í Engey frá því litlu eftir 1500 getur bókar sem tilheyrir „kirkiv sancti Andreea Hofi ä kialarnese.“ Árið 1501 var gerður jarðaskiptasamningur þar sem Grímur Pálsson lét Hof fyrir sextíu hundruð til Þorvarðar Erlendssonar lögmanns sem Þorvaður taldi fram í kaupmálabréfi sínu og Kristínar Gottskálksdóttur. Eignaskipti þeirra koma aftur við sögu fyrir tylftardómi 3. júlí 1510 á Öxarárþingi. Kirkjan kemur fram í kirknareikningum 8. júlí 1523. En sama ár fékk Ögmundur biskup Hof til fullrar eignar í reikningsskap nokkurra kirkna frá Erlendi Þorvarðarsyni. Ögmundur lét síðan Halldór Magnússon fá Hof árið 1526 til fullrar eignar á móti Barkarstöðum í Svartárdal en í staðinn átti Halldór að vera stuðningsmaður kirkjunnar og biskups. Í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar er talað um hálfkirkju á Hofi. Hof var í einkaeign 1686 metið á 86 hundruð og 160 álnir, en hafði lækkað í 60 hundruð 1695.

Hof

Hof og nágrenni – loftmynd.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 sögðu menn að á Hofi hefði verið til forna hálfkirkja eða bænhús en ekki hafði verið framin þjónustugjörð þar í manna minnum (u.þ.b.1624) en leifar hefðu verið á staðnum til skamms tíma sem studdu sögn hreppsbúa. Þá var Hof metið á 60 hundruð. Heimajörðin var metin á 33 hundruð með Grófartúni og Prestshúsum. Þrjú önnur afbýli voru til viðbótar Jörfi, sem metinn var á átta hundruð, Krókur á tíu hundruð og Lykkja á tíu hundruð. Þrír eignarhlutar voru þá á heimajörðinni með þremur ábúendum, engar kvaðir voru á þeim og hægt var að fóðra átta kýr, sextán lömb og ein hest. Jarðabókin tiltekur kosti og galla sem eiga við öll býli jarðarinnar. Jörðin hafði þá til langs tíma haft frían og átölulausan upprekstur geldnauta og hesta á Hvannavelli uppá Mosfellsheiði en sökum fátæktar þá stundina áttu menn þá ekki slíkan búpening til að nýta það. Torfrista og stunga var til gagns en aðkoma frá heimabæ erfið. Mótak til eldiviðar var bjarglegt en erfitt vegna foraða ef mórinn var tekinn þar sem best hentaði. Selveiði gat verið einhver en hafði ekki verið stunduð lengi. Lítil von um reka og sölvafjara, hrognkelsafjara og skelfiskfjara var lítil. Lending var hin besta og brást aldrei. Heimræði var allt árið og reru ábúendur eftir gæftum. Áður fyrr og til forna á meðan fiskur gekk vel að landi höfðu verið inntökuskip og aðkomu sjófólk á vertíð og var fram á sumur, en var þá að mestu leyti aflagt. Engar verbúðir höfðu verið en vertíðarfólkið hafði haft húsnæði hjá bændum og hjáleigumönnum, höfðu herbergi, þjónustu og soðning hjá þeim. Leigu tóku bændur af inntökuskipum en ekki var vitað hve mikið. Tveggja manna far frá Lykkju hafði lendingu leigulaust.

Hof

Hof á Kjalarnesi.

Vertíðin hófst þá eins og annars staðar á Suðurnesjum um Kyndilmessu 2. febrúar og stóð fram á Hallvarðsmessu 15. maí. Fengnum var skipt jafnt. Skipshlutur var einn af tveggja mannafari allt árið og engin leiga af skipi. Af fjögurra manna fari voru tveir skipshlutar á vertíð og engin skipleiga, en utan vertíðar einn skipshlutur en engin skipleiga. Ef fiskur gekk ekki inn á fjörðinn var langt að róa. Lending var hin besta og brást aldrei. Jörðinni var fundið það helst til foráttu að stórviðri spilltu túnum, engjar voru engar nema í Andríðarey. Landþröng var á þrjá vegu og á fjórða var mikill ágangur kvikfénaðar aðliggjandi jarða. Sjór braut tún Prestshúsa og engið á Andríðarey og fé var flæðihætt allt árið. Sandfjúk spillti neðrihluta túns og svo stórviðrasamt var að hætt var bæði húsum og heyjum.

Hofssel

Hofssel í Blikdal.

Selstaða var sögð hafa verið á Blikdal, þar sem heita Hofsel gömlu, í landi Brautarholts. Selstaðan virðist ekki hafa verið notuð 1704.
Andríðarey var í eigu Hofs og Brautarholts sem áttu hvor sinn helming fram yfir aldamótin 1800. Þar voru slægjur, eggver, smá dúntekja var, góð sölvafjara og nokkur rekavon. Hof lét sinn helming í skiptum fyrir Eystri- Vallá og nýtti sem slægjur. Nánar er fjallað um eyjuna við Brautarholt.
Í Jarðatali Johnsens frá árinu 1847 var Hof í bændaeign metið á 60 hundruð. Þá skipti sýslumaður matinu upp, mat Hof 27 hundruð, Jörfa á 7 hundruð, Krók á 10 hundruð og Lykkju á 10 hundruð. Hof var í bændaeign 1849-1850 metið á 27 forn hundruð en 16 ný. Hof virðist hafa verið farið að tína fjöðrunum um miðja 19. öldina því eftir það er farið að telja afbýli og hjáleigur sérstaklega og dýrleiki jarðarinnar lækkar um rúman helming. Á Hofstanga var bryggja sem mjólkurbáturinn lagðist að uppúr 1910 var farið að flytja mjólk og mjólkurvörur til Reykjavíkur

Grófartún

Arnarholt

Grófartúnstættur.

Grófartún var sögð gömul hjáleiga Hofs þegar Jarðabókin var gerð 1704 og dýrleiki reiknaður með einum af þrem pörtum jarðarinnar. Þá var þar enginn ábúandi en jörðin nytjuð frá Hofi og Jörfa. Kvaðir voru um mannslán allt árið til heimabóndans og tvö ef tveir bjuggu á hjáleigunni sem var sjaldan. Hægt var að fóðra þrjár kýr og fimm lömb á hjáleigunni. Ekki er vitað hvort hjáleigan var byggð síðar en hennar er ekki getið frekar í jarða- og fasteignabókum. Hjáleigan er skráð undir Hof.

Prestshús

Presthús

Presthús.

Presthús voru við suðvestanverða Hofsvík í suður af Bakkakoti. Staðsetning var fengin með því að strekkja svarthvíta loftljósmynd frá 1942 og túnakort í ArcGis.
Skammt frá meintu bæjarstæði stendur nú sumarbústaður sem byggður var 1943. Búskap lauk þar 1946 en búið var þar til 1963 en sumarbústaðarland eftir það.

Presthús

Presthús – túnakort 1916.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 voru þau önnur hjáleiga frá Hofi af sama parti og Grófartún með einum ábúanda og var dýrleiki talin með þeim parti. Kvaðir voru um mannslán allt árið til heimabóndans. Hægt var að fóðra þar tvær kýr. Presthúsa virðast ekki hafa verið byggð 1847 þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman er aðeins getið neðanmáls. Þar segir að 1802 sé eyðihjáleigu Presthúsa getið talin var hjáleiga frá Hofi í Jarðabókinni 1704. Búskap lauk þar 1946. Prestshús komust síðar í eigu Brautarholts og er skráð undir það ásamt minjum sem taldar eru tengjast býlinu.

Jörfi

Jörfi

Jörfi – túnakort 1916.

Jörfi var afbýli af Hofi 1704 og taldist til Hofshverfis og er nú afmörkuð lóð norðvestan við Grundarhverfi. Núverandi íbúðarhús sem reist var 1942 stendur á Jörvaholti. Jörðin afmarkaðist af veginum fyrir norðan, Klébergslæk að austan, Jörfalæk að vestan og sjó að sunnan.
Býlið fór í eyði 1928 og var þá land þess lagt undir Hof. Daði Jónsson sýslumaður Kjósarsýslu bjó þar á 17. öld. Við vettvangskönnun 2002 var hægt að staðsetja bæjarstæði gamla Jörfabæjarins á svæði sem bar ýmis umhverfismerki sem einkenna gömul bæjarstæði en vegna túnasléttunar voru minjar ekki lengur sjáanlegar. Jörfa var getið í fógetareikningum 1552.

Jörfi

Jörfi – bæjarskipan 1916.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin partur af Hofi, metin á átta hundruð með einum ábúanda. Kvaðir voru engar. Hægt var að fóðra þrjár kýr og átta lömb á jörðinni. Kostir og lestir jarðarinnar þeir sömu og taldir eru á Hofi. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var dýrleiki jarðarinnar metinn með Hofi en neðanmáls kemur fram að sýslumaður telji dýrleika Jörfa 7 hundruð.Á túnakorti Jörfa frá 1916 segir að húsaskipan bæjarins sé „óvanaleg“, kannski vegna þess að tvö hús af fimm, liggja þvert á þriggja húsa röð en ekki samsíða.

Grafarkot
Grafarkot var reist í fyrndinni í túni Jörfa vestan við lækinn segir á túnakorti Jörfa. Þá sást móta fyrir bæjarleifum, heygarði ofan við og kálgarði neðanvið. Við vettvangskönnun 2002 voru greinilegar rústir sem virtust vera af litlum bæ um 100 metra frá sjó og um 20 metra vestur af Jörfalæk. Tóftirnar gætu verið þær sömu og nefndar eru Gróutættur í örnefnalýsingu. Sagðar „rétt frá bakkanum í miðju Hofstúni um 100 m frá sjó“ í örnefnalýsingu og eru taldar hugsanlega tóftir Grafarkots og kálgarður þar fyrir framan.
Minjar vestan Jörfalækjar tóft sem gæti verið tóft Grafarkots og þúst á vesturbakka lækjarins gæti hafa tilheyrt kotinu.

Grund
Arnarholt
Smábýlið Grund var byggt úr landi Jörva 1920 og var í byggð til 1951. Bærinn stóð við Grundarholtið rétt neðan við vegamót Vesturlandsvegar og Brautarholtsvegar.
Grundarhverfi dregur nafn sitt af býlinu en engin ummerki fundust eftir það í vettvangsferð 2002.

Holt
Holt var steinhús sem byggt var í landi Jörfa 1945. Búið var í húsinu til 1951. Síðar var það notað sem hænsnahús en það brann að lokum og var ekki endurbyggt. Engar leifar fundust á vettvangi 2002. Húsið stóð upp við Brautarholtsveginn og gæti hafa farið undir þá framkvæmd.

Krókur
Krókur var afbýli frá Hofi og er í Hofshverfi. Bæjarstæðið er og hefur verið ofan Brautarholtsvegar. Þar stendur nú steinsteypt íbúðarhús frá 1919 sem byggt var á gamla bæjarstæðinu, samkvæmt túnakorti, með sambyggðum steinsteyptum útihúsum frá 1930 suðaustan við.
Jörðin var afbýli úr landi Hofs þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704, metin á 10 hundruð með tveimur ábúendum sem bjuggu jafnt. Kvaðir voru um mannslán allt árið. Hægt var að fóðra 3 kýr og 10 lömb á öllu býlinu.
Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Krókur hjáleiga frá Hofi og dýrleiki metinn með því en neðanmáls kemur fram að sýslumaður telji dýrleika Króks 10 hundruð.

Litliás
Litliás var tómthús á börðunum niður undan Langaskyggnishól í Krókslandi á árunum 1923-24 samkvæmt örnefnalýsingu. Ekki var hægt að greina staðsetningu á vettvangi 2002 vegna nýbygginga við Háagerði en tómthúsið er skráð sem heimild undir Krók.

Bakkakot
Bakkakot var spilda úr Krókslandi suðvestur af Hjassa og austur af Presthúsum. Þar bjó þurrabúðarfólk a.m.k. frá 1860. Býlið var nefnt „Nýibær“ allt fram undir 1870 og þar var búið fram yfir 1920. Bakkakot á að hafa staðið á grasigrónu upphækkuðu og sléttuðu svæði um 10 m norðaustur af Heiðarvíkurlæk, sem var í landi Bakkakots, og 30 m upp af sjónum, en þar var hægt að greina útlínur af rúst á vettvangi 2002 sem er skráð undir Krók. Grasigróin útihúsarúst er 10 m norðvestur af bæjarstæðið Bakkakots og gæti hafa tilheyrt því.

Lykkja
Lykkja var afbýli frá Hofi og tilheyrir Hofshverfi. Býlið er neðan Brautarholtsvegar og núverandi íbúðarhús stendur á bæjarhólnum þar sem torfbærinn stóð áður en við vettvangskönnun 2002 voru ekki sjáanlegar leifar af honum. Á gamalli ljósmynd má sjá að torfbærinn varð að rúst svo það hefur ekki verið byggt alveg á grunni hans. Núverandi íbúðarhús á Lykkju var byggt 1906 að sögn íbúa þar 2002 en í bókinni Kjalnesingum er það sagt byggt 1911. Hvort sem heldur er þá telst það með eldri uppistandandi íbúðarhúsum á Kjalarnesi. Á hernámsárunum reistu Bretar skála í Lykkju og þegar skipti urðu 26. janúar 1940 settis þar að 30 manna flokkur fótgönguliðssveitar Bandaríkjahers.
Jarðabók Árna og Páls 1704 segir jörðina afbýli frá Hofi, sjötta tíunda hundraðið úr jörðinni, með einum ábúanda. Kvaðir voru um mannslán, eitt eða tvö eftir ábúð, til jarðareigenda á skip sem gerð voru út frá Brautarholti eða Lykkju. Tveggja manna far frá eiganda Lykkju var þar leigulaust. Hægt var að fóðra þar þrjár kýr og tíu lömb. Sjá um kosti og lesti við Hof. Dýrleiki jarðarinnar var talin með Hofi í Jarðatali 1847 en sýslumaður mat hana þá á 10 hundruð.

Brautarholtshverfi

Brautarholt

Brautarholtshverfi 1906.

Brautarholtshverfi samanstóð af Brautarholti, sem það er kennt við, og hjáleigum hennar.
Aðalbyggð Brautarholtshverfis var á ásnum Hjassa sem nær frá Hofsvík vestanverðri að Músarnesi. Brautarholt var nálægt miðju, Ketilsstaðir, Hjallasandur, Snússa, Lambhús, Flassi, Austurvöllur þar í kring. Norðan við Brautarholtsborg var Borg. Prestshús voru við suðvestanverða Hofsvík og syðst var Nes. Norðan við ásinn voru kirkjujarðir Brautarholts, Mýrarholt, Arnarholt, Brekka og Bakkaholt. Fjórir hæðahryggir liggja yfir hið eiginlega Kjalarnes og ná tveir alveg yfir það, Hjassi sem Brautarholt stendur á, Austurvallahólar framar, Snússuhólar að vestan og Skrokkhóll ystur að austan. Borgarvík er, suðvestur af Brautarholti, sunnan við Músarnes og þar var aðallendingarstaður hverfisbúa og útræði áður fyrr.

Brautarholt

Brautarholtshverfi – örnefni.

Árið 1704 þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð voru hjáleigur Brautarholts átta: Skemma, Ketilsstaðir, Kjalarnes/Nes, Hjallasandur, Lambhús, Flatbjörn, Langabúr austara og Langabúr vestara. Kirkjujarðirnar voru Mýrarholt og Borg. Þá var Arnarholt í einkaeigu og Brekka hjáleiga þaðan en Bakkaholt sennilega það sama og Bakkahjáleiga frá Bakka sem síðast var kallað Holt. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 voru hjáleigur Brautarholts Lambhús, Snússa (Skemma), Hjallasandur, Ketilstaðir og kirkjujarðir Borg og Mýrarholt. Á bæjarteikningu sem mælingadeild danska herforingjaráðsins gerði 1908 eru teiknuð 9 býli í Brautarholtshverfi en þá voru aðeins tvö í byggð, Mýrarholt og Brautarholt: „1. Arnarholt eyðibýli, 2. Mýrarholt bær, 3. Ketilstaðir eyðibýli, 4. Snússa eyðibýli, 7. Flassi eyðibýli, 8. Austurvöllur eyðibýli, 9. Brautarholt bær, 10. Brautarholtskirkja annexia.“

Borg

Borg

Tóftir Borgar.

Borg er suðvestur undan Brautarholtsborgum. Upp og norðaustur af tóftum bæjarins er Borgarskarð í Borgarhólum þar sem lagður hefur verið vegur sem liggur að golfskála sem er um 50 m suðaustur af bæjarstæði Borgar að Brautarholti. Mörg örnefni á svæðinu eru með nafnliðnum „borg“ og í örnefnalýsingu Brautarholts segir að fyrr á tímum hafi verið stórbýli á Borg með 18 hurðir á járnum.
Á túnakorti Brautarholts frá 1916 segir að þar hafi verið byggt 90 kinda fjárhús nokkrum árum áður og girt af fyrir fjárbæli, verið sléttað að nokkru en var orðið smáþýft aftur og var fjárlaust í órækt. Samkvæmt túnakortinu fór býlið í eyði í kringum 1816 en þar segir: „Lagt í eyði að sögn, af reimleika, fyrir rúmum 100 árum.“ Í bókinni Kjalnesingum segir hinsvegar að Borg hafi farið í eyði 1902 og ábúenda getið frá 1886-1892 og 1901-1902.
Við vettvangskönnun 2002 mátti greina þrjú hólf með veggjum úr torfi og grjóti en erfitt var að greina garðlög vegna mikils gróðurs.

Blikdalur

Seltóft í Blikdal.

Jarðarinnar er getið í máldaga Brautarholtskirkju í Gíslamáldögum 1575, þá leigði Borg jarðnæði af kirkjunni. Jörðin var í einkaeigu og Brautarholtskirkju 1695 metin á 20 hundruð. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Borg kirkjujörð frá Brautarholti metin á 20 hundruð með einum ábúanda. Kvaðir voru um mannslán í verstöðu Brautarholts allt árið ásamt dagsláttu og flutningi á landsdrottni og fólki á hans vegum í Hvalfjörð og suður í Hólm. Hægt var að fóðra fjórar kýr á jörðinni sem átti fría selstöðu á Blikdal í landi Brautarholts. Torfrista og stunga var sæmileg og mótak til eldiviðar hjálplegt. Rekavon var einhver og sölvafjara einnig en erfið. Heimræði var allt árið og máttu skip heimabóndans ganga þar ef hentaði en þá átti hann ekkert. Nokkrum sinnum höfðu verið þar aðkomandi innkomuskip en verbúðir voru engar en menn leigðu hús og þjónustu hjá bóndanum. skipting sjávarfengs var eins og á Hofi. Eitthvað um fjörugrös en engjar voru engar og átroðningur var af búpeningi nær liggjandi bæja frá Brautarholti og hjáleigum. Sauðfé var flæði hætt og snjóþungt var á vetrum.
Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Borg í kirkjueign metin á 20 hundruð.

Brautarholt 1

Brautarholt

Brautarholt og nálægir bæir – túnakort 1916.

Brautarholt er landnámsjörð, fornt höfuðból og kirkjustaður í landnámi Helga bjólu á vestanverðu Kjalarnesi. Bærinn og kirkjan standa á háum hól, Kirkjuhól og vestur af bænum er Músarnes við mynni Hvalfjarðar. Á bæjarstæðinu stendur íbúðarhús sem er að grunni til að minnstakosti frá 1907 um 15 m norðvestur af kirkjunni. Landnáma bók segir frá því að Auðunn Þórðarson hafi búið í Brautarholti og að hann hafi verið afkomandi Ávangs sem var írskur að uppruna og byggði fyrst í Botni í Hvalfirði, sennilega á 11. öld.
Bjarni Thorarensen amtmaður fyrir norðan og austan fæddist þar 1786. Jörðin var í eigu Sturlubræðra, Sturla og Friðrik Jónssona sem voru kunnir athafnamenn sem áttu nokkrar bújarðir á Kjalarnesi um aldamótin 1900, frá 1901 til … . Frá 1901 til 1909 var bjó Jón Jónatansson þar. Í Brautarholti ráku bræðurnir stórt kúabú og fluttu mjólkina sjóleiðina til Reykjavíkur. Árið 1909 tók Daníel Daníelsson ljósmyndari og hestamaður Brautarholt á leigu til ársins 1914. Hann var frumkvöðull í ferðamennsku á Kjalarnesi. Daníel tók á móti fólki af skemmtiferðaskipum á Kollafjarðareyrum og útvegaði hesta fyrir það til að ríða upp að Tröllafossi. Jón Eyjólfsson keypti Brautarholt 1915 og bjó þar til 1923 en þá eignast Ólafur Bjarnason jörðina ásamt Arnaholti, Brekku og Holti. Þrjár síðastnefndu seldi hann síðan Thor Jensen 1927 sem nýtti þær til sumarbeitar fyrir nautgripi sína.

Brautarholt

Brautarholt.

Breska hernámsliðið hafði töluverð umsvif í Brautarholti og var komið þangað daginn eftir hernámið, 11. maí 1940 og síðar það bandaríska. Herinn lagði undir sig íbúðarhúsið í Brautarholti og reistu sex bragga á kirkjugarðshólnum en ummerki eftir veru þeirra má sjá víða og eru herminjar skráðar á sautján stöðum á jörðinni. Þegar skipi urðu á herliði 26. janúar settist að 30 manna flokkur fótgönguliða Bandaríkjahers í Brautarholti. Í Brautarholti hefur verið rekið svínabú frá árinu 1957 og árið 1972 var sett upp grasköglaverksmiðja sem var rekin þar til ársins 1999 en túnin hafa nú verið að mestu leiti nýtt fyrir golfvöll.
Kirkju í Brautarholti er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups í Skálholti frá því um 1200. Ekki er vitað hvort kirkjurnar hafa allar staðið á sama stað eða úr hverju elstu kirkjurnar voru. Torfkirkja var endurbyggð í Brautarholti árið 1823 en 33 árum síðar 1856 var sú kirkja að falli komin og varla messufær, ári síðar var byggð timburkirkja sem enn stendur. Eyjólfur Þorvarðarson (1816-1885) snikkari á Bakka á Kjalarnesi var yfirsmiður hennar. Söfnuðurinn tók við kirkjunni teil eignar og umsjár af eiganda Brautarholts 1894, Jóni Péturssyni. Þá var kirkjan í slæmu ástandi en ekki var ráðist í viðgerðir á henni fyrr en árið 1902. Brautarholts er getið í máldaga varðandi osttoll til Viðeyjar 1226 sem Árni Magnússon, sennilega Árni öreypa (óreyða) (d. 1250) sem nefndur er víða í Sturlungu, var vottur að. Hann var giftur Hallberu dóttur Snorra Sturlusonar og fékk með henni Brautarholt. Árni skildi síðar við hana og keypti þá Saurbæ á Kjalarnesi og bjó þar.

Brautarholt

Brautarholtskirkjugarður – grafir þýskra flugmanna.

Árið 1283 gerðu Árni biskup Þorláksson í Skálholti og Rafn Oddsson samning um staðarmál, Brautarholtssamning, og sumarið 1286 vísa lögréttumenn í hann.368 Kjalnesinga saga sem talin er rituð um 1300 segir frá því að landnámsmaðurinn Helgi bjóla hafi gefið Andríði, ungum írskum manni, land undir bæ sem hann nefndi Brautarholt. Sagan segir líka frá vígi hans og að Þuríður kona hans hafi látið búa um lík hans og flytja það í eyju sem eftir það var kölluð Andríðsey. Á milli Andríðseyjar og Músaness var Andríðshöfn, ein af helstu höfnum Kjalarnes. Kirkjan í Brautarholti, var helguð heilögum Nikulási, átti árið 1367 land í Mýrarholti ásamt fleiru.371 Í máldaga hennar 1397 eru einungis taldir upp gripir í eigu hennar en ekki getið um landareignir eða ítök.
Töluverðar bréfaskriftir sem varðar eignarhald á jörðinni er að finna í fornbréfasafninu.
Eigandi Brautarholts frá því um 1402 til 1436 var Guðrún Sæmundsdóttir (1370). Hún hafði erft jarðirnar Brautarholt og Hof ásamt tveim hundruðum í plágunni miklu (svarta dauða) eftir systur sínar Þórdísi og Ingibjörgu. Vigfús Ívarsson, (1350-1420) hirðstjóri yfir landinu öllu, frændi hennar hélt fé hennar lengi afgjaldalausu og bjó ekkja hans Guðríður Ingimundardóttir lengi í Brautarholti. Í ágúst 1420 handlagði Guðríður Ingimundardóttir Hannesi Pálsyni vegna konungdóms allt góss sem hún hafði með að fara, laust og fast sem Vigfús átti og fara síðan á fund konungs og njóta þess sem hann vill. Í Brautarholtsbréfi frá 1432 vottuðu fjórir menn á Hvaleyri samtal sem hafði átt sér stað á milli Vigfúsar Ívarssonar hirðstjóra og konu hans Guðríðar þann 9. ágúst sennilega 1419 (ekki 1429) varðandi eignir sem hann hélt frá frænku sinni Guðrúnu Sæmundóttur. Guðríður vildi að Guðrún meðgengi að hún hefði gefið Vigfúsi eignirnar en Guðrún afsagði það. Árið 1433 var Guðríður Ingimundardóttir í Brautarholti og gaf þá staðnum í Viðey jörðina Hóla í Grímsnesi til sáluhjálpar Vigfúsi bónda sínum og Erlendi syni þeirra.

Brautarholt

Brautarholtshverfi 1946.

Árið 1436 var gerður kaupmáli í Brautarholti á milli Þorvarðar Loftssonar og Margrétar Vigfúsdóttur. Tíu árum síðar 1446 er Brautarholtskirkju getið í testamentisbréfi Þorvarðar.376 Í máldaga Brautarholtskirkju frá 1491-1518 er greint frá landareignum og ítökum. Kirkjan átti þá heimaland allt, Langholt og allt land fram undir Fossá, hálfan Stardal, reka í Laurentiusarbæ á Reykjanesi, allan skóg í Hrauntungum og Festarskóg og Margrétarskriður í Skorradal. Í máldaganum kemur í fyrsta skipti fram eignarhald Brautarholtskirkju á hálfum Stardal en ekkert er talað um selstöðu jarðarinnar sem er ekki nefnd fyrr en í Jarðabókinni 1704 og var þá á Blikdal. Spurning hver hafi átti hálfan Stardal á móti Þerney fram að því?
Brautarholt var meðal eigna sem komu fram í fjárskiptabréfi árið 1522 á milli Hólmfríðar Erlendsdóttur og Eyjólfs Einarssonar sonar hennar og systkina hans. Árið 1558 var jarðarinnar getið í testamenti og skiptabréfi Eyjólfs Einarssonar þar sem hann gefur Einari syni sínum jörðina með hjáleigum fyrir 75 hundruð. Árið 1561 lýsti Erlendur Þorvarðarson Andríðsey sem gamalli eign Brautarholts og hét að nytja hana ekki framar.
Í máldaga Brautarholtskirkju 1575 á hún landareignirnar Mýrarholt og Borg.
Brautarholt var í einkaeigu 1686 metið á 133 hundruð og 80 álnir en 120 hundruð 1695.

Brautarholtskirkja

Brautarholtskirkja.

Í manntali 1703 eru sagðir tveir ábúendur, fimm hjáleigumenn og einn fátækur búðasetumaður. Átta heimili samkvæmt því. Brautarholt var kirkjustaður árið 1704 þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð, þá verðmætasta jörðin á Kjalarnesi metin á 100 hundruð með átta hjáleigum og tveimur kirkjujörðum en lítið var gert úr kostum jarðarinnar. Ábúandi var einn og kvaðir voru engar. Þá var hægt að fóðra þar sjö kýr og einn hest en bústofninn var töluvert stærri. Torfrista og stunga var uppurin en var frí í Mýrarholti, sem kirkjan átti, en mótaka var nægileg til eldiviðar. Selveiði hefði verið hægt að stunda en hafði ekki verið nýtt lengi og reki var í betra lagi. Hrognkelsafjara var nokkur en engin skelfiskfjara nema með reka. Heimræði var allt árið, verstaða og lending góð og gengu skip heimabóndans og eiganda eftir þörfum. Aðkomuskip voru þar stundum geng gjaldi oftast gegn helmingi af afla. Jörðin átti sem fyrr helming í Andríðarey á móti Hofi. Mikil landþröng var á jörðinni sem hafði engar engjar nema á eyjunni. Selstöðu og beitiland átti kirkjan á Blikdal en haglaust var að mestu á jörðinni sumar og vetur og mikil flæðihætta. Vatnsból var mjög lélegt og þraut oft. Hjáleigurnar voru átta 1704 voru: Skemma, Ketilstaðir, Kjalarnes öðru nafni Nes, Hjallasandur, Lambhús, Flatbjörn, Langabúr eystra og Langabúr vestra. Mýrarholt og Borg voru kirkjujarðir.

Brautarholt

Brautarholtshverfi.

Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var dýrleiki hjáleigna talinn sérstaklega og þá var dýrleiki Brautarholts 35 hundruð og aðeind 60 með hjáleigum. Eigandi var einn og einn leiguliði. Hjáleigum hafði fækkað frá því 1704 um fjórar. Þær voru Lambhús sem voru metin á 10 hundruð, Snússa (Skemma) á 5 hundruð, Hjallasandur á 5 hundruð og Ketilstaðir á 5 hundruð.
Á túnakorti frá 1916 kemur fram að hjáleigurnar flestar og næstu jarðir hafi verið lagðar undir Brautarholt á eignarárum Sturlunga, bræðranna Sturla og Friðriks Jónssona. Sjósókn virðist hafa verið töluverð 1704 en farið minnkandi þegar komið var fram á 19. öldina. Heimildir eru um átta hjáleigur frá Brautarholti og má vænta þess að finna leifar bæjarhóla þar sem þær hafa verið. Sumstaðar eru tóftir sjáanlegar á yfirborði.

Andríðsey

Andriðsey

Andríðsey og nágrenni.

Andríðsey er innarlega í Kollafirði í norður af Músarnesi um kílómeters fjarlægð.
Andríðshöfn, ein af helstu höfnum á Kjalarnesi var á milli lands og eyjar. Á milli Andríðseyjar og Músarness var Andríðshöfn sem var ein af helstu höfnum á Kjalarnesi. Í Andríðsey voru siglingamerki, tvær vörður sem mið var tekið af á sjó og voru sjófarendur á réttri leið ef vörðurnar bar saman. Eyjan liggur undir Brautarholt en helmingur hennar var áður í eigu Hofs sem átti helming á móti Brautarholti fram að 1816 að því er kemur fram á túnakorti Vallár og Litlu- Vallár. Þá keypti Þorvarður í Brautarholti helminging Hofs í Andríðsey fyrir Eystri Vallá. Eyjan hefur sennilega alltaf verið matarkista. Rétt eftir aldamótin 1900 var veiddur þar lundi og nytjað æðarvarp sem var eitt hið stærsta á sunnanverðu landinu. Á einhverjum tíma var búið skamma hríð í eyjunni.

Andriðsey

Andríðsey.

Kjalnesinga saga hefur þá skýringu á nafni eyjarinnar að Þuríður húsfreyja í Brautarholti hafi látið flytja þangað lík Andríðs bónda síns og heygja hann er hann var vegin eftir hofsbrunann á Hofi. Andríður á að hafa verið heygður í Andríðarhól og sagt er, og merki eru um, að einhvertíman hafi verið byrjað að grafa í hólinn en þá hafi öll bæjarhús í Brautarholti verið í ljósum loga.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var eyjan í eigu Hofs og Brautarholts til helminga. Þá var sölvafjara góð á eyjunni en lítið um fjörugrös og eggver og dúntekja voru varla teljandi. Í eyjunni voru einu engjar Brautarholts.

Andriðsey

Andríðsey.

Vettvangsskráning hefur ekki farið fram í eyjunni en þrennar minjar þar eru skráðar eftir heimildum undir Brautarholti, meintur haugur Andríðs, sögn um klettinn Andra sem á að vera legsteinn Andríðs og vörðurnar tvær sem notaðar voru sem siglingarmerki.

Snússa
Snússa var hjáleiga frá Brautarholti, á ásnum á milli Ketilsstaða og Brautarholts. Nafnið var stytting úr Snútshús og taldi Björn Bjarnarson að býlið hafi dregið nafn sitt af strýtumynduðum hól sem hafi líklega heitið Snútur. Snússu er ekki getið í Jarðabókinni 1704 en í Jarðatali Johnsen 1847 kemur fram að Snússa sé líklega sama býli og nefnt var Skiemma í Jarðabókinni. Nafnið Snússa kemur fyrst fram í manntali 1835.
Skiemma (Snússa) var hjáleiga Brautarholts með einum ábúanda þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704. Dýrleiki var reiknaður með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið til heimabóndans, einn dagslátt og ein til þrjár skipaferðir í kaupstað. Hægt var að fóðra tvær kýr á hjáleigunni. Torfristu, stungu og eldiviðartak hafði bóndinn ásamt heimabóndanum.
Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Snússa (Skemma) hjáleiga frá Brautarholti metin á 5 hundruð. Snússa var ekki í byggð frá 1902 og var eyðibær 1908 þegar gerð var bæjateikning af Brautarholtshverfi sem taldi þá 10 bæi.
Tóftir Snússu voru uppistandandi um 1940 því til er ljósmynd af breskum hermönnum sem tekin var í tóftum býlisins sem er í bókinni Kjalnesingar og má af henni sjá afstöðu þess við bæjarhúsin í Brautarholti. Engar leifar voru sjáanlegar eftir býlið þegar Sólborg Una Pálsdóttir gerði vettvangskönnun haustið 2002 miðað við staðsetningu á túnakorti Brautarholts frá 1916 og taldi hún að tóftirnar hefðu sennilega horfið þegar efra svínahúsið í Brautarholti var byggt. Þegar bæjarteikningin 1908 var strekt yfir nýlegar loftmyndir í LUKR sýnist bærinn hafa verið í suðvestur af svínahúsum og tóftirnar sennilega horfið við túnasléttun.

Ketilstaðir

Brautarholt

Brautarholt – tóftir.

Ketilstaðir voru önnur hjáleiga Brautarholts 1704. Að sögn Jóns Ólafssonar í Brautarholti 2002 er hluti af tóftum bæjarins um 25 m norður af nýlega byggðu íbúðarhúsi, Brautarholti 11, um 100 m ofan við Garðsendavík sem er austan við Músarnesið. Við vettvangskönnun 2002 var eitt hólf eftir og garður þétt við suðvesturvegg hólfsins í sæmilegu ástandi. Veggir voru greinilegir þar sem þá var að finna en túnasléttun og vegur höfðu eyðilagt rústirnar að norðan og vestan. Þá voru veggir rústarinnar notaðir sem skjól fyrir kartöflugarð og hrossahagi var í kring.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var einn ábúandi og dýrleiki reiknaður með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið, dagslátt og ein til þrjár skipaferðir í kaupstað. Hægt var að fóðra eina kú ríflega. Torfrista, stunga og eldiviðartak var á kirkjujörðinni Mýrarholti. Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 voru Ketilstaðir metin á fimm hundruð. Þar kemur fram að getið var um eyðihjáleigu frá Ketilsstöðum, Pálshús í jarðabók 1802. Búið var á Ketilstöðum til 1905 og var eyðibýli 1908 þegar gerð var bæjarteikning af Brautarholtshverfi sem þá taldi 10 bæi.

Pálshús
Pálshús voru eyðihjáleiga frá Ketilsstöðum þegar gerð var jarðabók 1802 að því er fram kemur neðanmáls í Jarðatali Johnsens 1847. Býlið er ekki nefnt í öðrum heimildum og ekki er vitað um staðsetningu þess.
Skráð undir Ketilstaði.

Bali
Bali var tómthúsbýli efst á Músarnesi á hæðinni suður af Ketilsstöðum. Býlið kemur fram í manntali 1850 og þá sagt hjáleiga. Býlið var í ábúð fram til 1903. Á túnakorti Ketilsstaða 1916 kemur frama að túnið hafi verið álíka stórt og þar, ekki hafði verið borið á það lengi en var ennþá nytjað. Þá var þar ekkert hús og tóftir dottnar. Við vettvangskönnun 2002 var talið að leifar af garði norðanmegin á Mjóanesi, þar sem það er mjóst, hafi verið tún- eða kálgarður býlisins Bala, einu ummerki þess.
Bali gæti hafa verið afbýli Ketilsstaða en býlið er skráð undir Brautarholt og staðsetning þess er byggð á upplýsingum Jóns Ólafssonar Brautarholti.

Kjalarnes/Nes

Nesvík

Nesbæir ofan Nesvíkur.

Kjalarnes var kallað Nesbær í manntali 1890 tvö býli þegar örnefnalýsing var gerð 1967 Eystri- og Vestri Nesbær. Var suðaustan við Brautarholtsborg, upp af Nesvík syðst á nesi austan við víkina, sunnan við Vermannaskarð í Borgarhólum sem menn gengu yfir þegar komið var frá sjó. Þar eru meintar tóftir Vestri- og Eystri- Nesbær, uppaf Nesvík og á milli þeirra er Hreppstjórabúð. Þar standa nú (2015) tvö timburhús samnefnd víkinni sem Starfsmannafélag Loftleiða flutti þangað, annað 1967 og hitt 1973. Stærra húsið, það nyrðra, stendur á milli tófta sem taldar eru hafa verið Vestari- og Eystri- Nesbæ.
„Kialarnes“ var þriðja hjáleiga Brautarholts þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 með einum ábúanda og dýrleiki hennar reiknaður í heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið. Þá var hægt að fóðra þar eina kú, einn vetrung og þrjú lömb. Selstöðu hafði jörðin á Blikdal í heimalandi Brautarholts. Torfrista var engin en mótak til eldiviðar gott. Þá var lítið eggver í hólma nærri landi og selveiði mátti stunda en reki fylgdi heimajörðinni. Sölva- hrognkelsa- og skelfiskfjara nokkur. Fjörugrastekja bjargleg heimamönnum. Heimræði var allt árið en sund sögð slæm að lendingu.

Nesvík

Nesvík – verbúð.

Stundum hafði aðkomuskipum verið leigð aðstaða af heimabónda. Þarna voru verbúðir og brúkanleg verstaða. Sandur eyddi túnum og engjar voru engar. Sauðum var flæðihætt og vatnsból þraut bæði sumar og vetur. Kjalarnes eða Nesbæjar er ekki getið í Jarðatali Johnsen 1847 en þurrabúðin Nesbær kemur fram í manntali 1890 og þá virðast vera þar þrjár fjölskyldur svo þá gæti líka hafa verið búið í Hreppstjórabúð. Ábúð í Nesi (Kialarnes) lauk í 1903.
Eystri- og Vestri Nesbær (Kialarnes) eru skráðir undir Brautarholt.

Hreppstjórabúð
Örnefnalýsingar nefna þrjár verbúðir við Nesvík, Hreppstjórabúð, Snorrabúð og Pálsbúð. Hreppstjórabúð er talin hafa verið á milli Nesbæjanna samkvæmt heimildamanni og um miðja vegu á milli Nesbæjanna eru tóftir sem líkur er á að hafi verið Hreppstjórabúð. Tóftin með tveimur hólfum er á háum hól 15 m vestur af minna húsinu við Nesvík um 20 m austur og upp af sjónum.
Skráð undir Brautarholt.

Snorrabúð

Brautarholt

Snorrabúð.

Snorrabúð og Pálsbúð eru fremst á nestanganum, suðaustast á Bryggjunesi segir í örnefnalýsingu. Við vettvangskönnun 2002 var talið að Snorrabúð hafi verið við sjávarbakkan á austanverðu Bryggjunesi þar sem var grasi gróin tóft, hlaðin úr stórum steinum með tveimur hólfum. Tóftin var þá í slæmu ástandi og stafaði hætta af landbroti.
Skráð undir Brautarholt.

Pálsbúð
Pálsbúð er talin hafa verið þar sem var grasi gróin rúst um 70 m suðvestur af Snorrabúð við vettvangskönnun 2002. Skráð undir Brautarholt.

Hjallasandur
Hjallasandur var hjáleiga frá Brautarholti, upp frá Borgarvík á graslendi í Borgarvíkurbotni.
Borgarvík er sunnan við Músarnesið og þar var áður aðallendingarstaður hverfisbúa og útræði áður fyrr. Hjallasandur var komið í eyði 1870. Bærinn var rifinn skömmu fyrir 1873 en þá voru allar bæjartóftir uppistandandi.
Hjallasandur var fjórða hjáleigan Brautarholts þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704, með einum ábúanda og dýrleikinn reiknaður með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið til landsdrottins og einn flutning suður í Hólm. Þá var hægt að fórðra eina kú ríflega á hjáleigunni og torfrista, stunga og eldiviðartak var í heimalandi.
Þegar Jarðatal Johnsens 1847 var tekið saman var Hjallasandur hjáleiga frá Brautarholti með einum ábúenda metin á fimm hundruð. Ábúenda var getið í manntali 1860.

Lambhús
Lambhús voru um 200 m suðvestur af Brautarholtskirkju, við veginn sem liggur frá kirkjunni að Golfskálanum, samkvæmt bæjarteikningu frá 1908 og var þá eyðibær. Ummerki eftir hjáleiguna eru horfnar af yfirborði vegna túnasléttunnar. Lamhús voru í eyði frá 1902. Samkvæmt heimildum hefur því verið búið þar að minnsta kosti frá 1703 til 1902 eða í um 200 ár.
Lamhús var fimmta hjáleiga Brautarholts þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 og dýrleiki reiknaður í heimajörðinni. Ábúendur voru tveir og kvaðir voru um mannslán allt árið af hvorum. Naumlega var hægt að fóðra tvær kýr á kotinu. Torfrista, stunga og eldiviðartak var í heimalandi. Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var hjáleigan metin á 10 hundruð með einum ábúanda. Ábúenda er getið í manntölum frá 1703 til 1901. Í manntali 1880 eru Lambhús sögð heimajörð og húsbóndinn lifi á landbúnaði.
Fóru í eyði 1902.

Flatbjörn (Flassi)

Brautarholt

Brautarholtshverfi – bæir.

Flassi eða Flatbjörn var hjáleiga frá Brautarholti suðaustur af kirkjunni á flatlendi austur með ásnum sunnanverðum. Samkvæmt bæjarteikningu frá 1908 og túnakorti 1916 var Flassi 180 m suðsuðaustur af Brautarholtskirkju. Flassi var eyðibær þegar bæjarteikning var gerð 1908. Þegar túnakort Brautarholts var gert 1916 virðist aðeins vera 490m² kálgarður og kannski ein húsatóft. Ábúð á hjáleigunni var lokið á fardögum 1902. Bæjarstæðið er horfið vegna túnasléttunnar.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Flatbjörn sjötta hjáleiga Brautarholts og reiknaðist dýrleikinn með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið á skip landdrottins. Þá var naumlega hægt að fóðra tvær kýr á hjáleigunni. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var í heimalandi.
Ekki er getið um býlið 1847 í Jarðatali Johnsens en ábúenda á Flassa er getið í manntölum frá 1845 og síðast 1901. Á árunum 1849-1850 var Flassi metin á 2,44 ný hundruð. Síðustu ábúendur fóru á fardögum 1902.
Engar fornleifar eru skráðar á Flassa en hjáleigan er skráð undir Brautarholt. Sólborg Una Pálsdóttir gerði vettvangsskráningu haustið 2002 og samkvæmt heimildarmanni þá höfðu tóftir býlisins orðið túnasléttun að bráð. Hugsanlega mætti finna bæjarstæðið undir sverði væri þess leitað.

Langabúr austara
Langabúr austara eða Eystri Löngubúr var þurrabúðarkot sennilega norðan við Nátthagahöfða fyrir ofan lendinguna Fúlu í Garðsendavík.
Árið 1704 þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð var það sjöunda hjáleiga Brautarholts með einum ábúenda. Dýrleiki reiknaðist með heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið með formensku og greiddi landeigandi 10 álnir í formannskaup. Dagsláttur var einn til heimabóndans í Brautarholti og skipaferðir í Hólm og til Akraness. Hægt var að fóðra eina kú og eitt ungneyti á hjáleigunni. Torfrista, stunga og mótak var heima eða í landi Mýrarholts. Hjáleigan kemur ekki fram í öðrum jarðatölum en vitneskja um það og örnefnið sem hefur lifað. Hjáleigan er skráð undir Brautarholt.

Langabúr vestara
Langabúr vestara eða Vestri- Löngubúr var þurrabúðarkot sennilega sunnan við Nátthagahöfða, austan við Garðsendavík.
Árið 1704 þegar þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð var það áttunda hjáleiga Brautarholts með einum ábúanda. Dýrleiki reiknaðist í heimajörðinni. Kvaðir voru um mannslán allt árið eins og á hinu Langabúrinu. Hægt var að fóðra þrjár kýr. Torfrista, stunga og mótak heima eða í landi Mýrarholts. Hjáleigan kemur ekki fram í öðrum jarðatölum en vitneskja um það og örnefnið sem hefur lifað. Býlið er skráð undir Brautarholt.

Austurvöllur
Austurvöllur var hjáleiga frá Brautarholti, um 200 m suðaustur af kirkjunni og um 120 m norðaustur af Flassa, niðri í hallanum og lágu tún þeirra saman. Búsetu lauk þar á fardögum 1902. Við vettvangskönnum 2002 töldu heimildarmenn að garðlag, sem þá var notað sem rabbabaragarður, væru leifar frá býlinu en það passaði illa við túnakort og staðháttalýsingar en ummerki eftir býlið höfðu horfið vegna túnasléttunnar.
Hjáleigunnar var ekki getið í Jarðabók Árna og Páls 1704 en kemur fram í manntali 1845 og þá lifir bóndinn af lands- og sjáfar gangi. Kemur síðast fram í manntali 1901. Þegar Jarðatal var tekið saman 1847 Austurvöllur í bændaeign með einum ábúanda, dýrleiki var ekki metin en sýslumaður mat hana á 7 hundruð. Á árunum 1849-1850 var Austurvöllur hjáleiga Brautarholts metin á 7 forn hundruð en 5.22 ný. Austurvöllur er staðsettur um 200 m suðaustur frá kirkjunni á bæjarteikningu af Brautarholtshverfi frá 1908 sem taldi þá tíu bæi, merktur sem eyðibær.

Mýrarholt

Mýrarholt

Mýrarholt.

Mýrarholt var á stöku holti norðan við mýri, sem var norðan við ásinn sem Brautarholt stendur á. Bæjarhóll með tóftum síðasta bæjarins er 430 metra norðnorðaustur af Brautarholtskirkju og um 500 metra suðsuðvestur af gamla bæjarstæði Arnarholts.
Norðvestur af bæjarstæðinu er lendingin Fúla sem var lending bænda sem sóttu sjóinn úr Melahverfi, Brautarholti, Hofshverfi og Kjósinni o.fl. Skammt norður af bæjarstæðinu er Krosshóll en þar var sagt að væri huldufólk. Jörðin var sjálfstætt býli allt til 1921 en lagðist þá til Brautarholts.
Í máldögum Brautarholtskirkju frá 1367 og 1397 kemur fram að hún átti landi í Mýrarholti og í máldaga kirkjunnar 1491 er jarðarinnar getið varðandi landamörk. Samkvæmt máldag Brautarholtskirkju frá 1575 átti hún jörðina þá. Jörðin var enn í eigu Brautarholtskirkju 1695 metin á 20 hundruð.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin kirkjujörð frá Brautarholti metin á 20 hundruð með tveimur ábúendum til helminga. Kvaðir voru um mannslán hjá hvorum allt árið. Ein til þrjár skipaferð suður í Hólm og dagslátta af hvorum ábúanda í Brautarholti. Hægt var að fóðra fjórar kýr og sex lömb á jörðinni. Torfrista, stunga og eldiviðartak í heimalandi. Sel mátti veiða ef vildi. Rekavon var nokkur en sölva- og hrognkelsafjara var lítil. Heimræði var allt árið og lending var góð. Skip landsdrottins gengu þar og máttu skip ábúenda ganga ef þeir ættu einhver. Verstaða fyrir aðkomandi skip eða fólk hafði aldrei verið. Jörðin hafði frjálsa selstöðu á Blikdal í Brautarholtslandi. Landþröng var mikil og engjar engar. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Mýrarholt í eigu kirkjunnar með einum ábúanda. Metin á 20 hundruð en sýslumaður taldi hana aðeins16 hundruð.
Mýrarholt var býli 1908 þegar gerð var bæjateikning af Brautarholtshverfi sem taldi þá 10 bæi. Þegar túnakort var gert 1916 voru átta hús á bæjarstæðinu, þar af tvö með standþili, og fyrir framan var 600 m² kartöflugarður.

Arnarholt

Arnarholt

Arnarholt – túnakort 1916.

Jörðin Arnarholt er á Kjalarnestanga sem skagar í suðvestur frá Esju á milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar. Bæjarstæðið var undir Bergi, að nokkru leyti á Krosshól sem er stór hóll með pöllum, líkt og tröppum. Býlið Brekka var þar norðvestan í hólnum og niður af bænum voru bakkar með sjónum sem hétu Húsabakkar. Arnarholt var orðin eyðibær 1908 þegar gerð var bæjateikning af Brautarholtshverfi sem taldi þá 10 bæi. Á túnakorti frá 1916 kemur fram að jörðin hafi verið lögð undir Brautarholt 10-20 árum fyrr og þar kemur fram að þar sé hvorki kálgarður eða bæjarhús eftir. Samt sem áður eru þar teiknuð fimm hús, tvö voru orðin tóftir, þrjú með veggjum af grjóti og torfi þar af eitt með standþili. Hefðbundinni búsetu á gamla bæjarstæðinu virðist hafa lokið 1906 þegar Sturlubræður eignuðust jörðina en þeir voru einnig eigendur að Brautarholti þar sem þeir ráku stórt kúabú og fluttu mjólkina sjóleiðis til Reykjavíkur og eftir það fylgdi Arnarholt Brautarholti. Þar til 1927 að Thor Jensen stórkaupmaður keypti Arnarholt, Brekku og Holt árið af Ólafi Bjarnasyni í Brautarholti. Thor nýtti landið til sumarbeitar fyrir nautgripi sína og byggði mikið fjós og íbúðarhús á Árnamel. Þegar hernámsliðið nam hér land hreiðruðu þeir um sig í fjósinu og innréttuðu það sem klúbb og mötuneyti og reistu skálahverfi norðan við byggingar í Arnarholti á Árnamel. Þegar skipti urðu á herliði 26. janúar settust 485 menn úr fótgönguliðssveit Bandaríkjahers að í Arnarholti. Árið 1943 keypti Reykjavíkurbær jarðirnar af Thor Jensen og kom á fót vistheimili fyrir skjólstæðinga sína.
Arnarholt
Arnarholt kemur fyrst fyrir í máldaga Brautarholtskirkju 1491 varðandi jarðamörk. Næst í jarðaskiptabréfi Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms bónda Pálssonar á Möðruvöllum árið 1501 þar sem Grímur lét meðal annars eftirtaldar jarðir á Kjalarnesi, Hof á 60 hundruð, Arnarholt fyrir 40 hundruð, Skrauthóla fyrir 20 hundruð og Öfugskeldu fyrir 10 hundruð. Árið 1506 seldi Stefán Jónson biskup Bjarna Jónssyni Bæ í Lóni fyrir Arnarholt á Kjalarnesi. Sumarið 1510 var jörðin til umfjöllunar í Tylftardómi vegna eignaskipta Gríms Pálssonar og Þorvardz Erlendzonar.
Árið 1515 kemur jörðin fram í sáttargjörðar bréfi bænda þar sem fram kemur að Grímur bóndi Pálsson og sonur hans Þorleifur eigi Arnarholt og Ögurskeldu á Kjalarnesi. Síðan kemur Arnarholt fram í fógetareikningum frá 1547 til 1550 varðandi landsskuld og leigukúgildi.
Konungur fékk einn þriðja af Arnarholti 1641 og á árunum 1686 til 1695 var hún í eigu konungs og einkaaðila metin á 40 hundruð.

Arnarholt

Arnarhamarsrétt.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var jarðardýrleiki Arnarholts 40 hundruð með þremur ábúendum. Eigandinn bjó á stærsta partinum tuttugu og sjö og hálfu hundraði, annar ábúandi á sjö og hálfu hundraði og sá þriðji bjó á parti sem metin var á fimm hundruð, hjáleiga kölluð Sigurðarhús. Kvaðir voru um skipsróður allt árið af hverjum ábúanda og ef einhver þeirra væri hæfur sem formaður átti hann að vera það kauplaust. Á tveimur fyrrnefndu pörtunum var hægt að fóðra átta kýr, tólf lömb, fimmtíu ásauð og geldfé, og fimmtán hesta. Fjárupprekstur var átölulaus og frí upp á Esju ásamt öðrum jörðum á Kjalarnesi. Útigangur á vetrum var góður og brást yfirleitt ekki. Skógarítak í Stórabotnsskógi við Hvalfjörð til raftviðar og kolgjörðar uppá þrjá hesta til samans árlega sem Sigurður Núpsson hafði gefið til jarðarinnar 1690. Torfrista og stunga var jörðinni hjálpleg og reiðingsrista var góð. Móskurður til eldiviðar var nægur og góður sem leiguliðar gátu brúkað að vild. Sölva- og hrognkelsafjara var lítil en þangtekja var talin næg til eldiviðar en lítið notuð. Rekavon var góð fyrir landi jarðarinnar. Skipsuppsátur var gott og heimræði var árið um kring og lending var óbrigðul á meðan útsjór er fær. Engjar voru litlar og snöggar, vatnsból var slæmt og þraut oft. Þá braut sjór smám saman land af túninu.
Hjáleigur Arnarholts voru fjórar 1705 samkvæmt Jarðabókinni. Fyrrnefnt Sigurðarhús var fyrsta hjáleigan sem hafði þá verið byggt í langan tíma, önnur var Brekka sem byggð var fyrst 30 árum áður, um 1675, þriðja var Hryggur „Hriggur“ sem byggðist eitthvað fyrr en Brekka og fjórða var Á Bergi sem byggðist fyrst ellefu árum fyrir skráningu jarðabókarinnar, um 1694. Eitt tómthús var á Arnarholti „Naudveria“ öðru nafni Sigvatshús sem hafði verið þá verið byggt í 40 ár eða frá 1665.
Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var Arnarholt í bændaeign, dýrleiki hafði þá lækkað um nærri helming og var hún metinn á 23 hundruð en sýslumaður mat hana aðeins á 20 hundruð.

Sigurðarhús
Sigurðarhús var fyrsta hjáleiga af heimajörðinni Arnarholti 1705, metin á 5 hundruð með einum ábúanda og sögð hafa verið byggð um langan tíma. Kvaðir voru um mannslán allt árið á skipi landsdrottins sem gjaldast átti með formennsku ef ábúandi var til þess hæfur. Þá var hægt að fóðra tvær kýr og eitt hross á hjáleigunni. Haga, engi, torf- og móskurð mátti ábúandi nota eftir nauðsyn. Aðrir kostir og lestir voru sömu og taldir voru með heimajörðinni. Hjáleigan er skráð undir Arnarholt. Hjáleigunnar er ekki getið í öðrum heimildum.

Brekka
Brekka var vestan við gamla bæjarstæði Arnarholts en ummerki eftir hann eru horfin af yfirborði. Á túnakorti Arnarholts segir að tún Brekku hafi legið aðeins sunnar og hafi þau verið lík að stærð. Meira en helmingur túnsins hafði verið sléttaður og bakki mikill sléttur að mestu. Bærinn gæti hafa verið á líkum slóðum og sjá má leifar af kartöflugarði sem liggur utan í hólnum. Gæti líka hafa verið norðar því í örnefnalýsingu Arnarholts segir að býlið hafi verið norðvestan í hólnum og niður af bænum voru Húsabakkar. Bærinn gæti hafa verið nær sjó því í örnefnalýsingu Brautarholts segir að Brekka sé við sjó inn að Bakkalæk og næst fyrir innan lækinn hafi verið Holt (Bakkaholt).
Brekka var önnur hjáleiga Arnarholts 1705 þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð með einum ábúenda, sögð byggð fyrst um 30 árum fyrr, eða um 1675. Dýrleiki var talinn með heimajörðinni. Kvaðir voru um skipsáróður allt ári og formensku ef ábúandi væri til þess hæfur. Hæg var að fóðra eina kú og þrjú lömb á hjáleigunni. Haga, eldiviðartak og torfskurð hafði ábúandi fría.
Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Brekka í bændaeign með einum leigjanda, dýrleika ekki metin en neðanmáls var þess getið að sýslumaður taldi dýrleika hennar 5 hundruð. Í Jarðamati á Íslandi 1849-50 var jörðin metin á 5 forn hundruð. Brekka var í byggð fram til 1905 eða í um 230 ár. Á túnakorti Arnarholts frá 1916 segir að túnið í Brekku sé furðu grasgefið næst bæjartóftunum þrátt fyrir að þar hafi ekki verið borið á í 10 ár a.m.k.

Hryggur
Hryggur (Hriggur) var þriðja hjáleiga Arnarholts 1705, þá byggð fyrst rúmum 30 árum áður, um 1675. Dýrleiki var talinn með heimajörðinni og ábúandi var einn. Kvaðir voru um skipsáróður allt árið. Hægt var að fóðra eina kú og eitt ungneyti. Haga, eldiviðartak og torfristu hafði ábúandi frítt. Nafn hjáleigunnar bendir til þess að hún hafi verið á hrygg en engar vísbendingar eru um hvar hún var staðsett, en hún er skráð sem fornleif undir Arnarholt.

Á Bergi
Á Bergi var fjórða hjáleiga Arnarholts þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705, sögð byggð fyrst ellefu árum áður, 1694. Hjáleigan var byggð í þrjú ár en fór í eyði eftir það og var ekki byggð upp aftur þar sem heimajörðin var ekki talin þola að byggt væri aftur upp og grasnyt var lögð undir hana aftur. Kvaðir höfðu verið um skiparóður allt árið. Út frá nafni hjáleigunnar eru tóftir upp á berginu ofan við gamla bæjarstæði Arnarholts taldar vera af hjáleigunni og eru skráðar sem fornleifa undir Arnarholt.

Nauðverja / Sighvatshús
Nauðverja, öðru nafni Sighvatshús, var tómthús frá Arnarholti. Hafði verið byggt í rúm 40 ár þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 eða frá því um 1665 með einum ábúanda. Ekki var getið um bústofn en húsaleiga var tuttugu álnir en eldiviðartak var frítt og landsdrottin lagði við til búðarinnar. Kvaðir voru um skiparóður allt árið af svo mörgum mönnum sem búðarmaðurinn hafði ráð á hvort sem er einn eða fleiri. Nauðverja er skráð sem fornleif undir Arnarholt.

Bakki

Bakki

Bakki – túnakort 1916.

Bærinn Bakki stendur niður á fjarðarbakka Hvalfjarðar og á land á milli fjalls og fjöru.
Syðsti hluti landsins heitir Bakkaholt (Holt) eftir býli sem þar var en tilheyrir nú Arnarholti. Eftir Jarðabókinni að dæma hefur verið tvíbýli þar á einhverjum tíma og hefur hitt bæjarstæðið verið þar sem heitir „Gamli bær“ norður af bænum.
Bakka var fyrst getið í bréfi 1495 varðandi eigendaskipti á jörðinni þegar Erlendur Jónsson fékk jörðina á 20 hundruð fyrir jörðina Lágafell í eystri Landeyjum. Árið 1517 var Erlendur orðin blindur og þann 23. júní það ár gerði hann próventusamning um fæði og klæði við ábótann í Viðey gegn jörðinni Bakka sem var 20 hundruð að dýrleika og tíu kúgildi til viðbótar.506 Bakki kom við sögu 1541 í dómi á Esjubergsþingi sem var útnefndur af Pétri Einarssyni umboðsmanni konungs um bréf Viðeyjarklausturs fyrir jörðunum Skrauthólum og Bakka. Niðurstaða dómsins var að samningurinn sem Erlendur Jónson hafði gert við ábótann í Viðey var löglegur. Jarðarinnar var getið í Fógetareikningum varðandi landskuld á árunum 1547-1552. Þá var hennar getið 1569 í minnisblöðum Vigfúsar Jónsonar sýslumanns í Kjalarnesþingi. Jörðin var í einkaeigu 1686 metin á 30 hundruð en 1695 var hún komin í eigu konungs og þá hafði mat hennar lækkað í 20 hundruð. Lækkunin gæti stafað af því að Bakkaholt hefur farið í eyði. Í manntali 1703 voru tveir ábúendur á jörðinni.

Bakki

Bakki – loftmynd.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var einn ábúandi á Bakka og dýrleiki hennar 20 hundruð. Kvöð var um eitt mannslán á vertíð en hafði verið tvö mannslán þegar tvíbýlt var á jörðinni og átti þá annað að kvittast með formennsku. Þá var hægt að fóðra þar sex kýr, tólf lömb og tuttugu ær. Útigangur var góður fyrir hesta og sauði. Fjárrekstur var frír uppá Esju ásamt öðrum á Kjalarnesi. Torfrista, stunga og reiðingsrista var talin nægja ábúanda og móskurður nægur til eldiviðar og hafði jörðin Kiðafell hafði haft þar frían móskurð um langan tíma. Sölvafjara var mikil og góð og gat ábúandi selt aðgang að fjörunni og fékk alin fyrir sölvahest. Þegar best var fengust tvö hundruð hestar en það dró úr því áin bar fram mikið grjót. Fjörugrös nægðu ábúanda en hrognkelsafjara var varla teljandi. Rekavon var nokkur og þang mátti nýta til eldiviðar. Helstu ókostir voru að landlétt var á sumrum, sauðum var hætt vegna flóða, foraða og dýja og húsum og heyjum var hætt vegna stórviðra. Erfitt var um vatnsból. Sjór og vindur brutu túnið árlega og áin bar grjót á túnið. Heimræði var nánast ekkert því lending var hættuleg og varð ábúandi að sækja annað á vertíð.

Bakki

Bakki – örnefni.

Jarðabókin getur um Bakkahjáleigu sem „…hefur hjer til forna afbýli verið, en legið í auðn yfir 40 ár.“ Sennilega er átt við Bakkaholt sem nefndist Holt eftir 1880 og var í byggð til 1905. Í örnefnalýsingu Bakka frá 1967 segir að syðsti hluti Bakkalandsins heiti Bakkaholt og tilheyrði þá Arnarholti.513 Bakki var í bændaeign í Jarðatali Johnsens 1847 metinn á 20 hundruð en sýslumaður mat jörðina hins vegar á 15 hundruð og Bakkaholt 5 hundruð. Í Fasteignabók 1918 var Bakki 16,2 hektarar og af þeim voru þrír sem tilheyrðu Bakkaholti, metin á 50 hundruð.

Bakkaholt

Bakki

Bakki – minjar.

Bakkaholt var samkvæmt túnakorti 1916 og heimildamanni um 204 metra suðsuðaustur af Bakka þar sem örnefnin Holt og Holtstún eru. Býlið hefur verið nefnt Bakkahjáleiga, Bakkakot, Bakkaholt og að síðustu Holt. Í bókinni Kjalnesingar segir að býlið Holt hafi verið fyrir innan Brekkulæk og mestur hluti af landi þess fylgi nú Arnarholti. Nafn þess í manntölum hafi verið Bakkaholt allt til ársins 1880 en eftir það hafi Holtsnafnið verið ráðandi og bærinn verið í byggð til ársins 1905. Bæjarstæði Bakkaholts var samkvæmt túnakorti 1916 um 204 metra suðaustur af Bakka og ábúandi á Bakka, Birgir Aðalsteinsson, segir að stundum megi greina, árstíðabundið, litamun í túninu þar sem bæjarhúsin stóðu. Býlið gæti hugsanlega hafa verið fjær Bakka því í örnefnalýsingu Bakka segir að syðsti hluti landsins heiti Bakkaholt og tilheyri nú Arnarholti. Í örnefnalýsingu Brautarholts frá 1967 segir að Brekka sé við sjó inn að Bakkalæk og næst fyrir innan lækinn var Holt sem sé sameinað Bakka sem gæti bent til þess að Bakkaholt hafi verið fjær Bakka. Björn Bjarnason sagði 1937 að Bakkaholt væri nytjað af Bakka og sagði þá jörðina eina af fjórum kirkjujörðum Brautarholts sem lágu að Hvalfirði, Mýrarholt, Arnarholt, Brekka og Bakkaholt sem var nyrst.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var býlið kallað Bakkahjáleiga sem „hefur hjer til forna afbýli verið, en legið í auðn yfir 40 ár“ eða frá því fyrir 1664 og talið var að ekki væri hægt að byggja hjáleiguna aftur sökum skaða og landþröngvar á heimajörðinni. Hægt var að fóðra tvær kýr á hjáleigunni. Í Jarðatali Johnsens sem tekið var saman 1847 var „Bakkaholt“ í bændaeign og ábúandi eigandi. Jörðin var ekki metin til dýrleika og neðanmáls segir að jarðabækurnar nefni ekki þessa jörð og mat sýslumaður hana 5 hundruð en Bakka aðeins á 15 hundruð en ekki 20 eins og matið var.

Torfhóll
Bókinni Kjalnesingar segir frá því að ung hjón hafi búið stuttan tíma á Torfhól. Þau hafi orðið fyrir því óláni að missa barn í brunninn og undu sér þá ekki lengur og var ekki búið þar eftir það. Torfhóll kemur ekki fram í öðrum heimildum en örnefnið lifir í túni um 530 m austan við íbúðarhús á Bakka.
Torfhóll er örnefni á lágum hól í ræktuðu túni um 510 m austur af núverandi íbúðarhúsi á Bakka. Þar eiga að hafa búið um stuttan tíma ung hjón sem urðu fyrir því óláni að missa barn í brunninn. Þau fluttu í burtu og ekki var búið þar eftir það. Býlið er staðsett eftir örnefnakorti ábúanda á Bakka.

Ártún

Ártún

Ártún – túnakort 1916.

Tóftir síðasta torfbæjarins í Ártúni standa á bæjarhól skammt ofan við Vesturlandsveg vestan Blikdalsár. Búið var í bænum fram til ársins 1956 en þá fór jörðin í eyði. Jörðin nær frá mynni Blikdals í sjó fram. Mörk jarðarinnar að norðan eru við jörðina Dalsmynni og landspildurnar Melagerði og Melavellir sem voru seldar út úr jörðinni 1975 og 1979. Að sunnan eru mörkin á móti jörðinni Bakka og ræður Ártúnsá frá sjó að Blikdalsmynni.
Ártúns er getið í máldaga Saurbæjarkirkju 1575, var þá annað af tveimur kotum í eigu kirkjunnar.

Ártún

Ártún 1930-1940.

Jörðin var í eigu Saurbæjarkirkju og metin á 15 hundruð 1695. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var Ártún kirkjujörð Saurbæjarkirkju í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns með einum ábúanda, metin á 15 hundruð. Kvaðir voru um mannslán allt árið heim á Saurbæ eða fram á Kjalarnes. Á jörðinni mátti fóðra fjórar kýr, einn kálf, tíu lömb og hægt var að hafa þrjátíu sauði og tvö hross í útigangi. Selstöðu og beit hafði jörðin fría allt árið á Blikdal í landi Saurbæjar. Torfrista og stunga var bjargleg en reiðingsrista lítil. Móskurður til eldiviðar, sölvafjara og fjörugrös voru í landi Saurbæjar. Þang til eldunar var nægilegt og rekavon nokkur. Stórviðrasamt svo hætt var bæði húsum og heyjum. Vatnsból var erfitt á vetrum og sauðfé var hætt fyrir flóðum. Skipsuppsátur var ekkert og engin lending.

Ártún

Ártún.

Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 var jörðin enn í eigu kirkjunnar, metin á 15 hundruð.
Í landamerkjabréfi fyrir Saurbæ 1890 kemur fram að Ártún átti óskipta beit á Blikdal og slægjur fyrir neðan götu frá Selgilslæk að Heygilslæk.

Saurbær

Saurbær

Saurbær og Stekkjarkot – túnakort 1916.

Saurbær á Kjalarnesi er fornt höfuðból og kirkjustaður á sjávarbakka sunnan Hvalfjarðar. Þar hefur verið kirkja frá því um 1200 sem hefur átt margt góðra gripa í gegnum tíðina.
Árið 1856 var byggð þar timburkirkja sem var svipuð Brautarholtskirkju sem reist var 1857 og var yfirsmiður beggja Eyjólfur Þorvarðarson snikkari á Bakka. Kirkjan sú fauk af grunni sínum 14. nóvember 1902 nálægt miðnætti og fór yfir sig heila veltu. Tveimur árum síðar 1904 var vígð ný steinsteypt kirkja sem Eyjólfur Runólfsson kirkjueigandi í Saurbæ lét reisa og er nú ein af friðuðum kirkjum í Kjalarnesprófastdæmi. Eyjólfur Runólfsson var þekktur fyrir lækningar sem hómópati og ljósfaðir og tók á móti um 600 börnum á Kjalarnesi og í Kjós.

Ölfus

Litli-Saurbær, túnakort 1918.

Í Saurbæ hafa búið nafntogaðir menn og talið er að snemma á 13. öld hafi Árni „óreiða“ Magnússon skáld og goðorðsmaður búið þar. Árni, sem nefndur er í Sturlungu, var giftur Hallberu dóttur Snorra Sturlusonar og fékk með henni Brautarholt og mikið annað fé. Árni skildi síðar við Hallberu og keypti þá Saurbæ á Kjalarnesi og bjó þar.
Enskir sjóræningjar eru sagðir hafa komið að Saurbæ árið 1424 og látið ófriðlega, réðust inní kirkjuna og handtóku umboðsmann Dana sem hafði leitað þar hælis,og rændu meðal annars vopnum og hestum. Sigurður lögmaður Björnsson (1643-1723) bjó í Saurbæ frá 1687 til æviloka 1723. Hann var fyrst landskrifari í sjö ár síðan lögmaður sunnan og austan frá 1677 til 1705 og sýslumaður Kjósarsýslu, fékk veitingabréf fyrir henni 1683. Sigurður er talin hafa verið fyrirmynd Halldórs Laxness að Eydalín lögmanni í Íslandsklukkunni. Í hans tíð eignaðist kirkjan merka gripi þar á meðal altariskertastjaka, hurðahring og kirkjuklukkur. Í manntali 1703 er jörðin var nefnd Stóri Saurbær og skráðar 30 manneskjur skráðar þar. Úr landi jarðarinnar voru byggðar jarðirnar Ártún og Hjarðarnes, afbýlið Litli- Saurbær og hjáleigan Stekkjarkot. Jörðinni var síðan skipt upp á milli erfingja 1930 í tvær jarðir og nefnist vestari helmingurinn Dalsmynni.

Saurbær

Saurbær – flugmynd.

Síðasti torfbærinn í Saurbæ, sem var að hluta til úr timbri, var reistur 1896 og stóð þar til hann brann árið 1966 en þá hafði ekki verið búið í honum í fjögur ár. Þegar túnakort frá 1916 var strekt yfir nýlega loftmynd má sjá að bærinn var norðan við kirkjuna og lá bæjarhúsaröðin í austur, vestur. Þar er nú afgirtur skrúðgarður á lágum hól og sennilega eru leifar bæjarhúsa þar undir sverði. Núverandi íbúðarhús er um 20 metrum norðaustan við kirkjuna og þar var áður skemma og smiðja samkvæmt túnakortinu.

Saurbær

Saurbæjarkirkja.

Kirkju í Saurbæ er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. Elsti máldagi Saurbæjarkirkju er talinn vera frá því um 1220 sem Magnús biskup Gissurarson setti. Þá átti kirkjan margt góðra gripa þar á meðal tvo glerglugga, til kirkjunnar lágu „X. hundruð þriggia alna aura“ í heimajörðinni og þar skyldi vera prestur og messa alla lög helga daga. Í máldaganum er í fyrsta skipti kveðið á um að brú skyldi halda á Blikdalsá sem átti að geta borið meðalmann með hálfa vætt á baki sér í logni. Í máldaga Maríukirkjunnar í Mýdal (Miðdal) frá haustinu 1269 er kveðið á um þjónustu prests frá Saurbæ. Þá kemur fram í bréfi Runólfs ábóta í Viðey um 1270 að hann telur að kirkjan í Saurbæ eigi hluta í hvalreka á milli Valagnúpa og Esjubergs.
Saurbær kemur fyrir í Kjalnesingasögu sem talin er rituð um 1300, þar sem segir frá því þegar Helgasynir bjólu, Þorgrímur og Arngrímur, skipta með sér föðurarfi og Arngrímur reisti bæ við Hvalfjörð sem hann nefndi Saurbæ. Í máldaga Eyrarkirkju í Kjós sem er talinn vera frá 1315 eru Saurbæjarkirkju lagðar til 12 ær.

Saurbær

Saurbær.

Máldagi Nesjasýslu í Hítardalsbók frá 1367 greinir frá því að Péturskirkjan í Saurbæ á Kjalarnesi eigi tíu kýr, fimmtán ær og griðung.
Það er í fyrsta skipti sem verndardýrlings er getið og telur Jón Þ. Þór að Pétri, sem var verndardýrlingur sæfarenda, hafi verið helguð kirkjan vegna vaxandi gengis sjávarútvegs á þessum tíma. Samkvæmt máldaga kirkjunnar frá 1379 sem Oddgeir biskup Þorsteinsson setti átti hún 30 hundruð í heimajörðinni og þar er einnig að finna ákvæðið um að brú skyldi halda á Blikdalsá á milli fjalls og fjöru. Kirkjan átti enn 30 hundruð í heimajörðinni samkvæmt máldaga frá 1397 og meðal eigna er talinn upp glergluggi en þeir höfðu verið tveir 1220. Ákvæði um brú á Blikdalsá er þar líka og hvernig skuli fjármagna viðhald á henni.
Í máldaga kirkjunnar frá 1477 kemur fram að hún eigi 30 hundruð í heimajörð og jörðina Hjarðarnes auk annars. Árið 1503 var skrifað kaupbréf í Saurbæ fyrir Ölvisholt og árið 1507 var kveðinn upp dómur þar. Árið 1508 er Saurbæjar getið í kaupmálabréfum.

Saurbær

Saurbær – örnefni.

Saurbæjarsókn kemur fram í bréfi frá árinu 1517 þegar Erlendur Jónson gerir próventusamning við Ögmund ábóta í Viðey og síðar. Í festingabréfi frá árinu 1561 kemur fram að Halldór Ormsson gefi Þórdísi Eyjólfsdóttur tuttugu hundruð í Saurbæ. Þá kemur bæjarnafnið fyrir 1569 á minnismiða Vigfúsar Jónssonar sýslumanns í Kjalarnesþingi. Þegar máldagi kirkjunnar var gerður 1575 átti hún 30 hundruð í heimalandi og jarðirnar Ártún og Hjarðarnes en ekki var getið um að halda skuli brú á Blikdalsá. Saurbær var í einkaeign árin 1686 og 1695 metinn á 60 hundruð.
Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð 1705 var kirkjan orðin annexía frá Brautarholtskirkju og Saurbær metinn á 60 hundruð með Ártúni og Hjarðarnesi. Eigandi var Sigurður Björnsson lögmaður og ábúandi á 50 hundruðum en annar ábúandi var á tíu hundruðum, Litla Saurbæ. Þá var hægt að fóðra tólf kýr, einn eldishest og tvo sem vel var gefið, einn griðung, þrjátíu ær, tíu lömb og þrjá kálfa. Fjárupprekstur, hestagöngu og selstöðu hafði jörðin í sínu landi á Blikdal. Torfrista og stunga til húsabótar hjálpleg, móskurður til eldiviðar nægur og til sölu ef vildi. Hvanna og rótartekja voru litlar og nýta mátti sölvafjöru og fjörugrös. Hægt var að veiða sel og hafði svo verið gert en lítið var um hrognkelsi. Rekaþöngla og þang mátti brúka til eldiviðar og rekavon var nokkur. Heimræði var allt árið og gengu skip eigenda eftir hentugleikum en lending var brimsöm og gat brugðist.

Ölfus

Saurbæjarsel.

Selvegur þótti langur og erfiður og sumarhögum var hætt við skriðum. Sauðfé og hestum stóð ógn af sjávarflóðum á vetrum og af foruðum og dýjum. Stórviðrasamt og sjávargangur braut af túnum.
Þá var Litli Saurbær afbýli og Stekkjarkot/Bjarg hjáleiga af jörðinni og dýrleiki þeirra talinn með heimajörðinni og tómthúsmaður var í heimajarðarhúsum sem stóðu á Litla Saurbæ. Saurbæjarkirkja var annexsía frá Brautarholti 1748.

Litli Saurbær
Litli Saurbær var afbýli af heimajörðinni 1705 metinn á 10 hundruð en talinn með heimajörðinni. Kvaðir höfðu áður verið um mannslán allt árið annaðhvort heima eða frammi á Kjalarnesi en höfðu verið feldar niður vegna góðvilja en dagsláttur hafði stundum verið kallaður. Hægt var að fóðra þrjár kýr, tuttugu ær og eitt ungneyti á partinum. Kostir og lestir voru þeir sömu og heimajarðarinnar nema heldur braut meira af túninu og lending var betri.
Tómthúsmaður var í heimajarðarhúsum sem stóðu á Litla Saurbæ 1705 og greiddi hann 25 álnir í húsaleigu til landdrottins. Kvaðir voru á hann um skipsróður utan sláttar sem skyldi gjaldast með formennsku. Eldiviðartak var frítt og eigandi viðhélt húsinu. Tómthúsið hafði þá stundum verið byggt með grasnyt eða ekki og stundum fylgt Litla Saurbæ þegar meirihluti jarðarinnar var nytjaður.

Grænhóll
Grænhóll var þegar manntal var tekið 1840 tómthús í Brautarholtskirkjusókn. Gæti hugsanlega hafa verið Grænhóll sem talað er um í örnefnalýsingu Saurbæjar í Grænhólsmýri.

Stekkjarkot / Bjarg
Stekkjarkot, líka nefnt Bjarg, var hjáleiga frá Saurbæ upp af Stekkjarkotsbjargi við Hvalfjörð um 550 metra suðvestur af Saurbæ. Þar eru tóftir bæjarhúsa sem síðast voru notuð sem fjárhús samkvæmt túnakorti og kartöflugarður. Sunnan við bæjarstæðið er lækur sem kemur ofan úr flóa og kallast Stekkjarkotslækur en ofar kallast hann Skolladalslækur. Býlið var sameinað heimajörðinni Saurbæ þegar búskap lauk þar 1905 og við erfðarskipti Saurbæjar 1930 fylgdi kotið Dalsmynni.
Stekkjarkot var hjáleiga frá Saurbæ með einum ábúanda þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 og dýrleiki talinn með heimajörðinni. Kvaðir voru um skipsáróður árið um kring frá Saurbæ eða annarstaðar á Kjalarnesi. Hægt var að fóðra tvær kýr eitt ungneyti og þrjú lömb í kotinu. Hagi, torfrista, eldiviðartak, sölvatekja og fjörugrös voru frí á heimajörðinni. Dýrleiki Stekkjarkots var talinn með heimajörðinni 1847 þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman en þá taldi sýslumaður hana 5 hundruð. Neðanmáls segir að Stekkjarkots sé ekki getið fyrr en 1802.

Hjarðarnes

Hjarðarnes

Hjarðarnes.

Hjarðarnes er við sunnanverðan Hvalfjörð við vesturenda Esju. Byggt út úr landi Saurbæjar og taldist til Saurbæjartorfunnar. Samkvæmt Jarðabókinni 1705 hafði bærinn verið fluttur þá vegna ágangs sjávar og þar segir: „Túnið brýtur sjáfargángur skaðlega, so að þar fyrir hefur bærinn fluttur verið, og er þó enn í hættu.“ Á túnakorti 1916 kemur fram að bærinn hafi verið þar sem eru bæjartættur gamla Hjarðarnes(fast við fjörukletta), sennilega það sama og kallað er „Bæjartættur“ í örnefnalýsingu. Bærinn hefur þá staðið þar að minnsta kosti í 182 ár, frá 1705 til 1887. Þegar jarðirnar voru sameinaðar 1887 var búseta flutti í bæjarhús Hjarðarneskots. Þar var byggður síðan byggður steinbær 1925. Íbúðarhúsið brann 1972 en þá var flutt þangað gamalt íbúðarhús frá Fossvoginum í Reykjavík sem sett var á steyptan grunn um 30 m suður af gamla bænum.
Hjarðarnes var í eigu Péturskirkjunnar í Saurbæ á Kjalarnesi 1477 og var talið upp sem annað af tveim kotum kirkjunnar í máldaga frá 1575.
Jörðin var kirkjujörð Saurbæjarkirkju metin á 15 hundruð á árunum 1686 og 1695.

Hjarðarnes

Hjarðarnes – loftmynd.

Þegar Jarðatal Árna og Páls var gert 1705 var jörðin í eigu Saurbæjarkirkju, metin á 15 hundruð. Þá voru ábúendur tveir á tveimur bæjum og bjó annar á tíu hundruðum en hin á fimm hundruðum, sennilega þar sem síðar var kallað Hjarðarneskot. Kvaðir á stærri hlutanum voru um skipsáróður allt árið þar heima sem skyldi gjaldast með formennsku. Sama kvöð var á minni hlutann ef hann megnaði. Dagsláttur var stundum innheimtur en var ekki skylda. Á allri jörðinni var þá hægt að fóðra fimm kýr, eitt ungneyti tólf lömb tuttugu og fjórar ær og þrjá hesta. Jörðin hafði frían fjárupprekstur og selstöðu á Blikdal í landi Saurbæjar. Torfrista, stunga og móskurður til eldiviðar var nægilegt. Nokkuð af fjörugrösum og þang til eldiviðar var nóg. Sauðfé og hestum var hætt vegna foraða og dýja. Húsum, heyjum og skipum var hætt vegna stórviðra. Þá hafði sjór brotið af túninu svo bærinn hafði verið fluttur en var þó enn í hættu. Heimræði var allt árið og gengu tveggja manna för landeigenda, ábúenda eða annarra eftir hentugleikum. Ekki var hægt að hafa þar stærri skip vegna þröngrar lendingar og uppsátur var ekki öruggt vegna stórviðra.
Hjarðarnes var enn í eigu kirkjunnar 1847 þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman metið á 15 hundruð en þá skipti sýslumaður dýrleikanum niður og taldi Hjarðarnes sjö hundruð eins og á kotinu sem Árni Magnússon sagði að væri aðeins 1/3 af Hjarðarnesi. Í landamerkjabréfi Saurbæjar 1890 kemur fram að Hjarðarnes átti slægjur á Blikdal.

Hjarðarneskot
Hjarðarneskot var við sunnanverðan Hvalfjörð við vesturenda Esju. Bæjarstæðið var þar sem eldra bæjarstæði Hjarðarnes er en búseta fluttist þangað þegar jarðirnar voru sameinaðar 1887.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 voru tveir bæir í Hjarðarnesi og þá var kotið metið á 5 hundruð. Hjarðarneskot var hjáleiga þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 metið með Hjarðarnesi sem þá var metið á 15 hundruð. Þá skipti sýslumaður dýrleikanum niður á milli bæjanna og taldi hvorn um sig 7 hundruð.

Melahverfi

Melahverfi

Melahverfi – örnefni.

Melahverfi á Kjalarnesi er innst á Kjalarnesi við sunnanverðan Hvalfjörð. Mjó landræma á milli klettabeltis Esjunnar og Hvalfjarðar, kennt við býlið Mela.580 Fjöldi býla í hverfinu hefur verið breytilegur í gegnum tíðina sem og nöfn þeirra. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 voru fimm býli á jörðinni Melum. Á jarðarnafninu sjálfu Melum voru tveir bæir, Steinakot einnig nefnt Syðra Melakot, Melakot og Herjólfsstaðir. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman um 1847 voru býlin fjögur, Melar, Útkot, Niðurkot og Norðurkot. Björn Bjarnason taldi sex býli á árunum 1936 til 1940 og voru þrjú farin í eyði, Ós við útfall Mýrdalsár (Kiðafellsár) í Hvalfjörð, Höfðalágar og Niðurkot en í byggð voru Norðurkot, Melar og Útkot.

Melar (2 býli 1705)

Melar

Melar og Útkot – túnakort 1916.

Melar eru norðan við vesturenda Esju við sunnanverðan Hvalfjörð í hverfi sem kennt er við jörðina og býli þar sennilega byggð út úr jörðinni.
Mela er getið 1529 í ágripi af sáttagerð Erlends Þorvarðarsonar og séra Þórðar Einarssonar um arfaskipti og eftirstöðvar vígabóta eftir Orm Einarsson. Jörðin var í einkaeign árin 1686 og 1695 metin á 40 hundruð. Fimm ábúendur voru á Melum þegar manntal var gert 1703.

Melar

Melar.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var dýrleiki allrar jarðarinnar 40 hundruð og þá skiptist jörðin upp í fimm býli. Tveir bæir stóðu á jarðarnafninu sjálfu. Á öðrum Melabænum, sem metin var á fjórtán hundruð, bjó eigandinn sjálfur og svo hafði verið í 80 ár (frá 1625) og á honum hvíldu engar kvaðir. Á þeim parti var hægt að fóðra fjórar kýr, tólf lömb, tuttugu ær og þrjá hesta. Á hinum Melabænum, sem metin var á sjö hundruð, var einn ábúandi og þar voru kvaðir um skipsáróður allt árið sem átti að gjaldast með formennsku. Á þeim parti var hægt að fóðra tvær kýr, eitt ungneyti sex lömb, tíu ær og tvo hesta. Hin býlin voru Steinakot öðru nafni Syðra Melakot sem var þriðja býlið af jörðinni, Melakot var fjórða og fimmta afbýlið var Herjólfsstaðir.

Melar

Melar – loftmynd.

Selstaða jarðarinna var á Mela Seljadal en þar voru hagar sagðir að mestu eyddir af skriðum. Torfrista og stunga var bjargleg en gengið hafði á móskurð til eldiviðar sem tæki að þverra. Selveiði hafði verið stunduð áður en var ekki nýtt þá. Rekavon var nokkur, sölvafjara bjargleg en fjörugrös lítil. Hrognkelsafjara var nokkur og skelfiskfjöru hefði verið hægt að nýta til matar en var næg til beitu sem margar jarðir sóttu í. Þang var nægt til eldunar en var ekki notað. Landþröng var mikil og lækur braut af túninu sem féll í gegnum það. Sauðfé var hætta búin af flóðum og foruðum. Mjög stórviðrasamt var svo hætt var skipum, húsum og heyjum og sjór og vindur brutu af landinu. Heimræði var allt árið og lending var góð og brást aldrei. Gengu skip ábúenda og eigenda eftir hentugleikum og stundum nokkrir inntökubátar.
Þegar Jarðatal Johnsens var tekið saman 1847 voru Melar í bændaeign, metnir á 40 hundruð. Þá voru fimm ábúendur á jörðinni, tveir á Melanafninu og hjáleigurnar Útkot, Niðurkot og Norðurkot. Þá skipti sýslumaður upp jarðarmatinu og mat Mela á 20 hundruð, Útkot á 5 hundruð og á Niður- og Norðurkot á 7 hundruð hvort um sig. Þar kemur fram að hjáleignanna hafi ekki verið getið fyrr en 1802 en hafi trúlega haft önnur nöfn fyrir þann tíma.

Steinakot / Syðra Melakot
Steinakot var þriðja býlið af Melum öðru nafni Syðra Melakot þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð metið á 7 hundruð með einum ábúanda. Kvaðir voru um skipsróður allt árið þar heima. Hægt var að fóðra þrjár kýr, eitt ungneyti, átta lömb og tólf ær. Hvorugt nafnið kemur fram í manntölum. Ekki er vitað hvar býlið var staðsett eða hvaða nafn það bar síðar. Gæti mögulega verið þar sem nú er Útkot þar sem það er suður af Melum. Býlið er skráð undir Mela.

Melakot

Kjalarnes

Kjalarnes – sjávarútvegsminjar.

Melakot var líka sagt þriðja afbýli af Melum þegar Jarðabókin var gerð 1705 metið á fimm hundruð með einum ábúanda. Þá var það sagt byggt fyrir löngu og stundum hafa verið kennt við ábúanda. Kvaðir voru um skipsáróður allt árið þar heima. Hægt var að fóðra þrjár kýr, átta lömb, tíu ær og einn hest.

Herjólfsstaðir
Herjólfsstaðir voru fjórða afbýli af Melum 1705, hafði þá verið byggt að nýju fimmtán árum áður (1690). Ábúandi 1703 var Herjólfur Jónsson svo býlið er greinilega kennt við hann. Nafnið kemur ekki fram í öðrum heimildum og ekki er ljóst við hvaða býli er átt.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var býlið metið á sjö hundruð með einum ábúanda. Kvaðir voru um skipsáróður allt ári sem skyldi gjaldast með formensku á hálfu tveggja manna fari. Þá var hægt að fóðra þar þrjár kýr, sex lömb, tíu ær og eitt hross.
Býlið er skráð undir Mela.

Bali
Bali var kot upp af Melabæ samkvæmt örnefnalýsingu Mela en þar segir: „Upp af Melabæ, uppi á holtinu, var kot, sem hét Bali. Fyrir ofan holtið eru fallegar flatir, sem heita Melaflatir. Eftir holtinu liggur vegurinn nú.“ Aðrar heimildir geta ekki um þetta býli en það gæti hafa borið annað nafn á einhverjum tíma. Kannski Herjólfsstaðir? Ummerki eftir býlið hafa að öllum líkindum horfið við vegaframkvæmdirnar. Býlið er skráð undir Mela.

Útkot

Útkot

Útkot.

Útkot er utasta og syðsta býlið á Mela torfunni, um 200 metrum suðvestur af Melum.
Útkot er ekki nefnt í Jarðabók Árna og Páls 1705 en gæti verið sama býli og þar er nefnt Steinakot eða Syðra Melakot. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið 1847 saman var einn ábúandi í Útkoti og dýrleiki metin með heimajörðinni, Melum. Jörðin var í eyði frá 1903 til 1919 en samkvæmt túnakorti 1916 þá voru þar þrjú stök hús í heimatúninu úr torfi og grjóti, kálgarður og einhverskonar gerði sem gæti hafa verið kálgarður en innan hans er skrifað rústir að því er virðist.
Útkot kemur fyrir í nokkrum manntölum og samkvæmt þeim voru ábúendur ýmist einn eða tveir. Samkvæmt því voru ábúendur tveir í Útkoti árið 1835. Tveir ábúendur 1840 en einn 1845 sagður bóndi sem hefur gras og árið 1850 var einn ábúandi á hjáleigunni. Útkot kemur ekki fram í manntölum 1855 og 1860 en ábúendur voru tveir 1870 og þáði þá annar af sveit. Árið 1880 er einn ábúandi og einnig 1890 en voru tveir 1901. Útkot var í eyði frá 1903-1919.

Norðurkot 
Norðurkot er nyrsta jörðin í Melahverfi. Norðaustan við Melalæk en Melar eru suðvestan við. Í bókinni Kjalnesingar er talið að það sé sama og Herjólfsstaðir.
Norðurkot er ekki nefnt í Jarðabók Árna og Páls 1705. Norðurkot kemur fyrst fram í manntali árið1835 og einnig 1855, 1910.
Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 var Norðurkot hjáleiga frá Melum með einum ábúanda. Dýrleiki var talin með þeim, en sýslumaður mat kotið á 7 hundruð. Jörðin var metin á sjö hundruð 1849-50, 1861 og þá á 6,6 ný hundruð. Þegar túnakort var gert 1916 voru bæjarhús bæði úr timbri og torfi og grjóti.

Niðurkot

Melahverfi

Melahverfi – örnefni.

Niðurkot var grasbýli niður við sjó niður og norðvestur af Norðurkoti við sunnanverðan Hvalfjörð. Samkvæmt manntölum bjuggu þar stundum tvær til þrjár fjölskyldur í sömu bæjarþyrpingunni. Niðurkot kemur fyrst fyrir í manntali 1835 sagt grasbýli, var hjáleiga 1850, en 1870 bjó þar sjálfseignarbóndi, 1870 var býlið heimajörð og árið 1890 bjó þar tómthúsmaður og sagt þurrabúð 1901. Um og uppúr aldamótunum 1900 bjuggu hjón þar í tómthúsi, í litlum og lítilfjörlegum bæ. Eftir að þau fóru nokkru eftir aldamót lagðist þessi byggð niður. Þegar túnakort Norðurkots og Niðurkots var gert 1916 voru þar tvö bæjarhús, kálgarður og útihús í heimatúni. Bærinn var jafnaður við jörðu einhvertíman eftir að túnakort var gert. Spildan fylgdi fyrst Melum en síðan Norðurkoti. Þegar Jarðatal Johnsen var gert 1847 var Niðurkot hjáleiga frá Melum og sýslumaður mat það á 7 hundruð.

Höfðalágar
Höfðalágar eru um 450 metra norður af Norðurkoti. Þar við sjóinn var samnefndur bær og síðar voru þar ærhús, hlaða og smátún. Það gætu verið þrjú mannvirki sem teiknuð voru á túnakort 1916 en þá voru þar þrjú hús úr torfi og grjóti staðsett í túni sem náði fram á háa melabrún sem sjórinn braut af. Höfðalágar koma fyrir í manntölum 1855 og 1866.

Ós
Ós var býli við ósa Kiðafellsár við sjó segir í örnefnalýsingu Mela. Greina má tóftir býlisins á nýlegum loftmyndum. Býlið er skráð undir Mela.

Tindstaðir Innri

Timdstaðir

Tindstaðir – kort 1908.

Tindstaðir er ysta og nyrsta jörðin á Kjalarnesi. Jörðinni skiptist í tvö býli sem voru aðgreind með viðskeytunum Innri og Ytri og standa norðan undir brattri hlíð Tindstaðarfjalls sem skilur að Miðdal og Blikdal í vestur hluta Esju og er land jarðarinnar að mestu fjalllendi. Tindstaðir Innri er gamli heimajarðarbærinn en Tindstaðir Ytri er þar sem nefnt var Tindstaðakot 1705. Um 1998 voru báðir jarðarhlutarnir nytjaðir sem ein jörð með búsetu á Tindstöðum Ytri.
Björn Bjarnarson (1856-1951) taldi að nafn bæjarins hefði upphaflega verið Tindur eftir fjallstindum sem er fyrir ofan bæinn en „staðir“ hafi komið til vegna þess að um tíma hafi verið þar bænhús eða hálfkirkja sem hafi lagst af eða flust á nábýlið Mýrdal (Miðdal). Þessa ályktun dró hann af því að í Vatnshornshlíð í Skorradal eru forn kirkju ítök, tungur á milli lækja, sem bera nöfn bæjanna og eitt af því er „Tindstaðatunga“. Kjalnesinga saga hefur aðra skýringu á nafninu og í upphafi sögunnar segir frá því hvernig Helgi bjóla Ketilsson útdeildi til skipsverja sinna löndum þeim sem hann hafði numið og fékk hann Tindi Tindstaði. Sagan er talin skrifuð um 1300 og er elsta heimildin um jörðina.

Tindstaðir

Tindstaðir.

Jörðin kemur fyrir einu sinni í Íslensku fornbréfasafni í kaupbréfi frá 1509 þegar Árni Brandsson seldi Kolbeini Ófeigssyni jörðina Tindstaði í Kjós í Saurbæjarþingum fyrir tuttugu og eitt hundrað í lausafé. Á árunum 1686 og 1695 voru Tindstaðir í einkaeign og metnir á 20 hundruð. Tindstaðir koma ekki fram í manntali 1703 en eftir það virðist að þar hafi verið aðeins eitt býli.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var dýrleiki Tindstaða 20 hundruð með einum ábúanda, eigandanum. Kvaðir voru engar en hafði áður verið skipsáróður allt árið og dagsláttur. Þá var hægt að fóðra tólf kýr, fjögur geldnaut, tuttugu lömb, þrjátíu ær og fjóra hesta. Selstaða var í heimalandi. Landþröng var, engjar grýttar og blautar og hætta stafaði hætta af skriðum og snjóflóðum. Torfrista, stunga var nægileg en eldivið þurfti að kaupa annarstaðar. Mjög stórviðrasamt. Tindstaðakot var þá afbýli af heimajörðinni og dýrleiki talin með henni. Þegar Jarðatal Johnsen var tekið saman 1847 voru Tindstaðir í bændaeign metnir á 20 hundruð með einum ábúanda, eigandanum. Neðanmáls segir frá því að 1802 hafi eyðipartur úr Mýdal (Miðdal) sem var í eigu konungs fylgt jörðinni en hafi verið seldur með konungsúrskurði 1833. Sama ættin bjó á Tindstöðum í tæp 300 ár bjó í beinan karllegg frá 1670 fram til ársins 1963.
Tindstaðir er þekktur skriðustaður og annálar geta bæði snjóflóða og skriðufalla þar.
Annálar frá 1339 segja frá skriðu sem féll 5. febrúar á Tindstaði og létust þá níu manns.
Skarðsannáll 20. febrúar 1642 segir frá snjóflóði sem tók nokkur hús af bænum, hey og fjós. Þá komst fólkið undan með miklum harmkvælum og þrjú naut. Þann 9. júní 1662 rigndi mikið og eftir það hlupu fram skriður víða á Kjalarnesi m.a. á Tindstöðum.
Á Tindstöðum fórst sauðfé í skriðuhlaupi 21. júlí 1966 og á Tindstöðum Ytri varð einnig tjón vegna skriðufalla. Þá féll aurskriða á skrúðgarð rétt við íbúðarhús á Tindstöðum Ytri árið 1970.

Tindstaðir Ytri
Tindstaðir Ytri eru um 450 metrum vestan við Tindstaði Innri undir brattri hlíð Tindstaðafjalls. Tindstaðir Ytri voru byggðir úr vestari hluta heimajarðarinnar og fylgdi henni áður fyrr í mati. Nafn jarðarinnar var nokkuð á reiki og talað var um Tindstaði Ytri sem Minni, Litlu-, Ytri, og Vestari Tindstaðir.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var Tindstaðakot afbýli af heimalandi sennilega þar sem og Tindstaðir Ytri eru nú. Þá var þar einn ábúandi og dýrleiki talinn með heimajörðinni. Kvöð var um skipsáróður ef karlmaður bjó í kotinu en þar sem ábúandinn var kvenmaður, ekkja, var eitt lambsfóður í stað skipsáróðurs. Hægt var að fóðra tvær kýr, eitt ungneyti og fimm lömb í kotinu. Hagar og torfrista voru frí en eldiviðartak þurfti að kaupa. Tindstaðir Ytri eru skráðir sem fornleif undir Tindstaði.

Lundey

Lundey

Lundey.

Lundey á Kollafirði rúma 1500 metra vestur af Þerney og er á Náttúruminjaskrá. Eyjan er um 480 metrar á lengd og um 170 metrar á breidd, liggur í norðvestur suðaustur, lægst að austanverðu en hækkar til vesturs og er hæst um 14 metra yfir sjávarborði. Hún er allgróin og stórþýfð og þar eru varpstöðvar nokkurra fuglategunda. Fjaran er stórgrýtt og engin góð lending en skást að sunnanverðu. Engar heimildir eru fyrir búsetu í eynni en þar var samkvæmt loftmynd og ljósmynd er þar lítið hús eða kofi 2,5×2,5 metrar.
Innsiglingaleið á skipalægið Þerneyjarsund var á milli Lundeyjar og Viðeyjar og sigla mátti út hvort sem vildi norðan eða sunnan eyjarinnar. Töluverður grasfengur fékkst af henni, æðarfugl og Lundi.
Lundey kemur fyrir í bréfi um tolla og ítök Gufnesinga í Viðey um 1230. Þá hafði Ásgeir Guðmundsson prestur átti Lundey og var hún metin á tólf hundruð og ítök á þrjú hundruð. Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1705 var eyjan í eigu konungs en dýrleiki óviss. Þar var engin byggð en Sigurður Björnsson hafði hana á leigu. Þar féllu til 80 hestar af gæða heyi sem var fóður fyrir fjórar kýr og hægt var að hafa þar 30 sauði á vetrarbeit. Dún og eggjatekja var af æðarvarpi og lunda og kofna tekja. Sölvatekja góð, fjörugrös og öðuskelfisktekja næg. Vatnsbrunnur var ekki góður og gat hafa brugðist. Lending var hættulega vond og brimasöm og þurfti að sæta lagi í góðu veðri.

Heimild:
-Fornleifar á Kjalarnesi – Margrét Björk Magnúsdóttir, MA v/HÍ 2015.
-https://skemman.is/bitstream/1946/21068/2/Vi%c3%b0auki%20Saga%20jar%c3%b0a%20%c3%a1%20Kjalarnesi.pdf

Esja

Kirkjunípa ofan Leiðahóla í Esju.

Garðar

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 segir m.a um Garða á Garðaholti, Ráðagerði og Nýjabæ:

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Kirkjustaður. Hóll var hjáleiga 1803. 1307: “ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allann vidreka og hvalreka fra Ranganiogre og [i] Leitu kvenna bása. ad kalftiorninga fiouru.” DI II, 362. 1367 átti kirkjan allt heimland, Hausastaði og Selskarð, Hlið, Bakka, Dysjar, Harunasholt og Hjallaland, auk þess afrétt í Múlatúni – DI III, 220 sbr. 1397 – DI IV, 107-108. 1558: Var kirkjujörðin Hlið lögð til Bessastaða en Garðar fengu í staðinn Vífilsstaði DI XIII, 317. 1697 var staðurinn 60 hndr.
Hafnarfjörður á 16 ha þríhyrning úr landi Garða, frá gömlu marklínunni í átt að Álftanesvegi, þar sem nú er hluti ad Norðurbænum í Hafnarfirði. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2. Er Hafnarfjarðarkaupstaður var stofnaður 1907 voru honum ákveðin norðurmörk “Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur á móts við austurhorn Hraunholtstúns …” (ÁG Saga Hafnarfjarðar I, 101). Land þetta tilheyrði þó Garðastað eftir sem áður en 1912 keypti Hafnarfjarðarkaupstaður það mestallt og heimilaði Alþingi það með lögum nr. 12, 22.10.1912 með þessum merkjum: “Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi frá norðurbrún hraunsins. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægtí hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum…” Hamarskotstún var eftir sem áður eign Garðastaðar (ÁG Saga Hafnarfjarðar I, 102-104). Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2.
1703: “Úthagar nálægt heimastaðnum eru bæði þröngvir og snögglendir.” JÁM III, 181.

Garðar

Garðaholt – loftmynd 1954.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti frá árinu 1918 má sjá bæjarstæðið í Görðum nokkurn veginn í miðju túni, austan kirkjunnar, ofan og norðan kirkjugarðsins. Þar eru þrjár stórar byggingar, lítið hús og for.
Gamli bærinn gæti verið stóra torfhúsið næst kirkjunni en það skiptist í tvö aðalhólf og virðist anddyrið snúa í suðvestur að bæjarhlaðinu. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Ofan við Kirkjugarðinn er býlið Garðar.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 stóðu “byggingar staðarins […] á bæjarhólnum austan kirkju […] ofarlega í Garðatúni miðsvegar í hverfinu” […] Örnefnalýsing 1976-7 hefur þetta: “Garðar, hið forna prestsetur og höfuðból, eru norðvestur frá Nýjabæ. Tún Nýjabæjar, Króks og Garða liggja saman. Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans […]”.”

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ósá.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í grein frá árinu 1904 […] segir Matthías Þórðarson að Garðakirkja hafi áður verið innan kirkjugarðsins. Á Túnakorti 1918 sést gamla kirkjan vestan við bæjarhúsin og sýnist vera úr steini með stefnuna suðaustur-norðvestur. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hóllinn “þar sem Garðakirkja stóð” kallaður “Kirkjuhóll” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir hins vegar: “Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans, og hefur hún verið endurbyggð á sama stað.” […] Núverandi kirkja var reist árið 1966.”

“Bygt í tíð og með leyfi Peturs Reyelssonar kaupmanns lengra inn í Garðastaðar landareign en Einarhús [sem var líklegast innan núverandi marka Hafnarfjarðar] af búandanum i Digranesi á Seltjarnesi, sem þessi búð brúkaði og skipi sínu þar hjá til fiskjar hjelt um vertíð orðlofslaust af staðarhaldaranum, so vítt menn vita. Búðin iggur nú í eyði síðan fiskiríið brást í Hafnarfirði,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703.
Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðar

Garðar árið 1900.

“Byggð nokkru síðar en Digranessbúð í tíð Knúts Storms kaupmanns í Hafnarfirði og með hans leyfi að menn meina. Stendur þessi búð álíka lángt inn í Garða landareign sem Digranesbúð. Brúkaðist hún og brúkast enn núi fyrir verbúð um vertíð af ábúandanum á Hólmi við Seltjarnarnes í leyfi kaupmannsins í Hafnarfirði, so framt menn vita, að vísu leyfislaust af staðarhaldaranum, og gánga þar við þessa búð tvö tveggja manna för jafnlega um vertíð,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðar

Garðar fyrrum.

“Út með Hafnarfirði í Garðastaðalandi standa þessi tóm hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallna búð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthússmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallandi fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðahorlt

Garðaholt.

“Út með Hafnarfirði í Garðastaðalandi standa þessi tóm hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallnabúð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð.
Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthússmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallandi fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðaholt

Stríðsminjar á Garðaholti.

“Hefur verið tómthús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. … Nú er þetta býli öldungiss eyðilagt og i tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskiganga inn á Hafnarfjörð komi,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. “Sýslumaður nefnir eigi býli þetta, en jarðabækurnar telja hér 3 smábýli, sem sé Garða kirkjueign (Lángeyri, Bali og Skerseyri), en prestur nefnir Lángeyri eingaungu,” segir jarðaskrá Johnsens frá 1847. “Balatún: Tún býlisins Bala. Er eiginlega í Garðahverfi, en þar sem hann er á Hrauninu verður hann hér með. Balatúngarður: Túngarður austan túnsins aðallega,” segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar.
“Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. .. Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u.þ.b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar,” segir í örnefnaskrá Garðahverfis. Nákvæm staðsetning býli þess sem getið er í jarðabók er ekki þekkt, en samkvæmt lýsingu hefur það sennilega verið skammt frá hjalli sem er nú á þessum slóðum og er á hraunbrúninni.

Skerseyri

Tóftir Skerseyrar.

Í manntali frá 1801 er Litla Langeyri talin milli Skerseyrar og Stóru-Langeryrar og vor þar þá tvö heimili með 4 og 2 mönnum. Í sóknarlýsingu frá 1842 er Litla-Langeyri talin meðal býla á svæðinu milli Fiskakletts og Skerseyrar. “L[itla]-Langeyratún: Tún býlis er þarna stóð. Síðar Brúsastaðir. L[itlu]-Langeyrartúngarður: Garður af grjóti kringum býlið. L[itlu]-Langeyrarbrunnur: Brunnur í laut sunnan við Bæinn. Aðeins á Fjöru. ” Brúsastaðatún: 1890 var grafið í gömlu bæjarústirnar og kom upp brot af leirbrúsa. Þar af kom nafnið.” segir í örnefnlýsingu Álftaneshrepps. 1901 voru 5 heimilismenn á Brúsastöðum en fyrir aldamótin hafði þurrabúðin verið í eyði um skeið. Tvö hús standa bæjarstæðinu og er mikið af grjóthlöðnum görðum umhverfis, flestir nýlegir en hugsanlegt er að sumir séu leifar af túngörðum frá 19. öld.

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

1703 segir um Skerseyri “Hjáleiga í Garðastaðarlandi hjer um XX ára gömul og hefur þetta býli samkvæmt því fyrst byggst eftir 1680 ” “2 heimili með 6 og 2 mönnum voru á Skerseyri 1801 en 1816 var þar aðeins eitt heimili með 4 mönnum. Skerseyri er talin meðal býla í sóknarlýsingu frá 1842” SSGK, 206. Samkvæmt manntali 1845 voru enn 4 til heimilis á Skerseyri. Samkvæmt manntali 1901 bjuggu 5 heimilismenn þar. Haustið 1902 var Skerseyri í eyði en byggðist þó aftur skömmu síðar.
“Skerseyrartún: Næsta býli við L[itlu]-Langeyri. Þar var kýrgras eitt sinn og býlið hjáleiga frá Görðum. Skerseyrartúngarður. Hann lá um túnið. En við sjó horfinn í Mölina.” segir í örnefnalýsingu. Hús með torfþaki stendur rétt við ströndina byggt inn í hól. Upphlaðin leið liggur meðfram suð-vestur hlið. Húsið er tvískipt og eru á því tveir inngangar sem snúa í suð-austur. Framhlið er úr við, norð-austur og norð-vestur hlið eru klappir og suð-vestur hliðin er hlaðin úr grjóti. Þetta er ekki bæjarhús en er trúlega tengd búskap. Ekki að sjá neitt á svæðinu sem gæti verið bústaður.

Völvuleiði

Á Völvuleiði 1999.

“Þegar kemur vestur fyrir Stifnishóla, er Skerseyrarmöl, og í henni er Skerseyrarvör.” “Skerseyrarvör. Hún var þarna í fjörunni á sinni tíð. Niðurlögð [1964].” Þar sem vörin hefur verið er hlaðin og steypt varða.

Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Suðvestan til í Garðaholti, norðvestur af Völvuleiði, fannst við Fornleifaskráningu 1984 kofi og sunnan hans kálgarður.”
Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Kofinn er ferhyrndur og utanmál hans 7,25×5 m. Hann er hlaðinn úr grjóti, norðausturhliðin grafin inn í hæðina og grasþak á honum. E.t.v. Hefur þetta verið kartöflugeymsla.”

“Hún lá vestan Balaklettanna,” segir í örnefnalýsingu Hafnarfjarðar. “Balaklettur gengur í sjó fram innan (austan) við Balamöl Vestan við hann var lending frá Bala,” segir í örnefnalýsingu Garðahverfis. Ekki er greinanleg manngerð, rudd vör vestan Balakletta, svo lendingin hefur verið náttúruleg. Balavör hefur verið um 50 m VNV af Balaklettsvörðu.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

“Segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar. Varðan er á klett við sjávarmál, um 50 m suður af unglegum hjalli sem stendur líklega nærri fyrrum bæjarstæði Bala.
Varðan er á hraunkletti í sjó fram, skammt norðaustur af er hraunið gróið grasi. Varðan er um 1,3 m á hæð og um 1 m í þvermál. Hún er hlaðin úr hraungrýti og steypt er á milli umfara. Varðan er brotin að ofan og hefur því verið hærri áður fyrr.

Garðar

Garðar og nágrenni – örnefni. ÓSÁ.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá gamla grafreitinn í Görðum rétt suðvestan við kirkjuna og bæjarhúsin. Skv. Örnefnalýsingu 1958 er Garðakirkjugarður neðan bæjarins, upp af þurrabúðinni Hól: “Þarna er svæði slétt upp að kirkjurúst, en á það vantar nöfn.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 lá hann “neðan kirkjunnar og bæjarhúsanna” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: ,,Gamli kirkjugarðurinn er sunnan kirkjunnar og íbúðarhússins. Hann hefur nú verið stækkaður til vesturs.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er kirkjugarðurinn beint niður og vestur af núverandi bæjarhúsum “girtur grjóthlöðnum garði”.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þegar Matthías Þórðarson rannsakaði legsteina í Garðakirkjugarði árið 1903 komst hann að því að þar eru sex frá 17. öld og einn frá byrjun 18. aldar, auk þess sem nýlega hafði fundist brot af 17. aldar steini: “Allir þessir legsteinar eru höggnir úr venjulegu hraungrýti (dolerit) og sömu tegundar og annað grjót í Garðholti. Þrír af þeim […] lágu fyrir dyrum kirkjunnar, sem áður var í kirkjugarðinum, og því nokkuð máðir, en þó er letrið enn vel skýrt á þeim öllum.” […] Árið 1918 voru “um 40 minnisvarðar” í Garðakirkjugarði.”” Ekki er þess getið í skráningu RT og RKT hvað gamli garðurinn sé stór, hvort hann hafi verið sléttaður eða hvort þar sjáist merki eldri kirkju.

“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgði á leið til og frá Hafnarfirði.” Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn horfinn.

Garðaholt

Garðaholt – götur og býli.

“Gardhus, hjáleiga fyrirsvarslaus samtýniss við hinar hverfinu.” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá byggingu vestan við Garðatraðir og Garðahlið rétt innan túngarðsins, líklega svo nefnd Garðhús. Í Örnefnalýsingu 1958 er talað um hól vestur af Görðum ofan götu […] en skv. Örnefnaskrá 1964 var þetta “hjáleiga og þurrabúð” upp við eða ,,vestan Garðahliðs” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Efst í Garðatúni, fast vestan við heimreiðina, eru gamlar tóftir af þurrabúðinni Garðhúsum.” […] Fornleifaskráning fór fram 1984 og eru minjarnar neðan vegar rétt áður en kemur að “heimkeyrslu að Garðakirkju […]” beint niður af spennistöð sem þarna er.” “Þjóðvegurinn er beint upp af, tún niður af, að kirkjunni.” Nokkru vestar kemur fram hluti af landamerkjagarði Garðalands og stefnir á Háteig.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Tóftin er ferhyrnd, mjög greinileg og virðist niðurgrafin. Hún skiptist í tvennt, innanlengdin 7 m að skilveggjum og 11,7 m frá honum, innanbreiddin um 3 m og veggirnir 1,5 m á breidd. Tóftin er full af grjóti, hefur nokkurn veginn sömu stefnu og vegurinn og vísar sú langhlið sem fjær honum er í suðvestur að Garðatúni. Fram af henni er eins konar bakki, e.t.v. Útlínur kálgarðsins sem þá er um 14 m breiður frá húsinu. Þetta kemur saman við Túnakortið sem sýnir aflangt torfhús með stefnuna norðvestur-suðaustur og áfastan kálgarð suðvestan megin.”

Bali

Bali – fjárhús.

Rúst af fjárhúsi er við gatnamót Garðavegar og afleggjarans sem áður lá að býlinu Bala. Umhverfis tóftina er grasigróið hraun.
Tóftin er hlaðin úr hraungrýti og er steypt á milli umfara, sem eru um 7. Veggjahæð er rúmlega 1,5 m og þykkt er milli 0,5 og 1 m. Hún er um 9 x 7 m að stærð og snýr NA-SV. Rústin er ferhyrnd og í henni eru tvö hólf, en vesturvegg vantar og hefur hugsanlega verið þil þar fyrir. Gólf eru steypt. Að líkindum er um rúst fjárhúss að ræða, en í örnefnaskrá segir að fjárhús Bala standi “upp við veginn til Hafnarfjarðar.”

“Skv. Örnefnaskrá 1964 tók Gálgahraunsstígur syðri við þar sem Dysjabrú sleppti. Hann lá austur frá Mónefi upp á Flatahraun við Hvítaflöt nokkru norðar, framhjá Oddsnefi og Bakkastekksnefi í hraunjaðrinum og um Gatnamót yfir í Engidal…Meðan Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum eða fram til 1908 þurftu þeir að fara þessa leið en í miklum leysingum fóru þeir frekar Kirkjustíg síðasta spölinn,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Garðalind

Garðalind.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Garðalind er á Túnakortinu 1918 merkt inn beint suðvestur af Garðakirkjugarði þar sem túnið mætir mýrlendinu fyrir neðan, þ.e. Garðamýri […] Skv. Örnefnalýsingu 1958 er “við mýrarjaðarinn […] stór steinn, og hjá honum er uppspretta, sem heitir Garðalind.” […] Í Örnefnaskrá 1964 er hún einnig nefnd Garðabrunnur: “Svo var aðalvatnsból hverfisins kallað. Lind með rennandi vatni góðu. Þar var brunnur grafinn undir stórum steini og hlaðin upp með tröppum niður að vatninu […] Þangað sótti allt hverfið vatn til fjóss og bæjar.” Steinninn er kallaður Grettistak: “Mátti þar sjá fingraför Grettis er hann tók bjargið og færði í vegg brunnsins, lindarinnar.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Garðalind er niður undir Garðatjörn, beint niður af bænum í Görðum. Stór klettur er yfir lindinni. Er hann nefndur Grettistak. Tvær, þrjár tröppur eru ofan að vatninu í lindinni. Í garðalind var sótt vatn frá mörgum bæjum í Garðahverfi og jafnvel öllum í miklum þurrkum. Aldrei þraut Garðalind, og þótti í henni bæði heilnæmt og gott vatn., Smálækur rennur frá lindinni.” Samkvæmt Fornleifaskráningu 1984 er lindin beint niður af íbúðarhúsinu í Görðum, í vesturátt til sjávar, með grasbala ofan við upp að gamla kirkjugarðinum og blauta mýri framan við.”

Garðabúð

Garðabúð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Kletturinn liggur yfir lindinni eins og lok eða þak en nafnið Grettistak mun frekar ungt. Í Fornleifaskýrslu sinni um Garða árið 1820 lýsir séra Markús Magnússon þessu allnákvæmlega: ,,Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestsetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestsetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. Kletturinn er að þvermáli 13 álnir en 3 3/4 álnir að hæð, í laginu ein og píramídi, snýr frá austri til suðvesturs, liggur á jarðfastri klöpp, en til suðurs eru á báðar hliðar settir þungir óhræranlegir steinar sem afmarka sjálfan brunninn sem kletturinn liggur yfir og skýlir að ofan fyrir snjó og frostum svo að hann fennir aldrei í kaf eða frýs. Þar sem klettur þessi er svo stór að ekki virðist unnt að hræra hann af þessum stað hefur honum líklega annað hvort verið velt ofan á steinana sem hann hvílir á nú, eða verið lyft upp að framan til þess að koma þeim undir hann.” […] Árið 1984 kemur vatnið enn undan þessu stóra bjargi sem skrásetjari kallar ,,framhlið vatnsbólsins en bárujárnsþak, þakið torfi hefur verið reist aftan við það […] Byggt hefur verið utan um vatnsbólið – hlaðið múrsteinum – ferhyrnt lítið (dælu)hús sem gengið er inn í um dyr að sunnan”, um 1,8x2m að stærð og 1,2 m á hæð. Vatnsrásin sem einnig sést á Túnakortinu liggur líkt og áður í átt til sjávar en út í skurð og meðfram henni á um 4rra m kafla næst steininum eru hlaðnir veggir. Dæluhús og seinni tíma hleðslur hafa síðan hrunið utan af lindinni sem varðveist hefur óskemmd með klettinum yfir.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkru suðaustan Sjávargötu, milli samnefndrar leiðar og Garðalindar og ofan mýrlendis, er á Túnakortinu 1918 tvískiptur Kálgarður. Öðrum heimildum ber saman um að þarna sé hið gamla stæði Hóls, hjáleigu og þurrabúðar frá Görðum eða eins og segir í Örnefnalýsingu 1958: ,,Við mýrarjaðarinn er […] uppspretta, sem heitir Garðalind. Aðeins utar er Hóll.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 stóð hann ,,neðar en Sjávargata í Garðatúni […] niður undir Garðamýri […]” […] og í Örnefnalýsingu 1976-77 er sagt svona frá: ,,Hér áður voru tveir bæir niður við Garðatjörn, vestast og neðst í Garðatúni. Hét sá eystri Hóll, og voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.” […]”

Garðaholt

Garðaholt.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir: “Heimræði er árið um kríng og lending góð, og var hjer útræði hið besta meðan fiskur var á Hafnarfirði. Gánga hjer skip staðarhaldarans árið um kring eftir hentugleikum. Engin inntökuskip hafa hjer nýúngu gengið en mega þó vera, því að varir eru nógar.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var lending í Garðavör við Garðasjó, fjöruna sunnan Miðengisvarar. “Vörin var nokkuð mikil um sig, enda mikil útgerð oftast frá Görðum. Var ætíð talað um að róa eða lenda í Garðasjó, og sandhryggurinn eða sjávarkampurinn allt austur undir Bakka nefndur svo.” Enn fremur er nefndur Garðagrandi en ..svo var sjávarkampurinn stundum kallaður mest allur” eða “frá Miðengi suður að Bakka” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-77 er Grandi við sjóinn framan við Garðamýri […] en tveir bæir niður við hana ,,vestast og neðst í Garðatúni. […] Vestari bærinn hét Sjávargata.
Garðavör er neðan hennar, vestast á Granda.”

Garðar

Garðar – Móakot.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 er bærinn í Háteigi beint norðvestan Garða, alveg upp við Garðatúngarð. Hann skiptist í fimm hús og er byggður úr steini. Girt er kringum tún hans en nokkru austar í því er hús sem gæti verið Ráðagerði. Bygginarefnið er skv. Fasteignabókum áfram hið sama 1932 […] en auk þess er nefnt timbur árin 1942-4 og húsið þá járnvarið […] Í Örnefnalýsingu 1958 segir að Ráðagerði sé neðar en Gata og “Háteigur í líkri hæð, svo Miðengi neðan undan Háteigi.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 er Háteigur býli eða “hjáleiga frá Görðum litlu vestar en Ráðagerði” og Háteigstún ,,nú sameinað Ráðagerðistúni.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Býlið Háteigur er vestan Garða. Tún Háteigs liggur vestan Garðatúns, alveg niður að sjó. Íbúðarhúsið stendur efst í túninu, rétt fyrir neðan garðinn (þ.e. garðinn” […] þ.e. túngarðinn.”

Garðahverfi

Garðaviti.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lukt.” […] Örnefnaskrá 1964 bætir við: “Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.” […]. Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: “Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti.” […] Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu “uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi”, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: ,,Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli […] Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912 […] Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f.1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan “selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar”.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkru norðvestan við kirkjuna sýnir Túnakortið 1918 garð. Hlaðnir veggur liggja kringum hann upp að girðingu sem skilur milli Garða annars vegar, Háteigs og Ráðagerðis hins vegar. Þetta hlýtur að vera niðursokkni grjóthlaðni garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984 og vísar eins og á Túnakortinu í norðvestur frá Garðakirkjugarði, “út að girðingu við Ráðagerði”. Hann beygir síðan í horn til vesturs.”

Móslóði

Móslóði.

“Stígur úr Garðahverfi, lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó. Troðningur þessi var nefndur Móslóði. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurnveginn á [Garða]holtsendann (þar sem sandnámið var. Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar.” segir í örnefnalýsingu. Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist
Fógetagötu í miðju hrauninu.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Við Lambhústjörn [í Garðahrauni] eru Gálgaklettar, og dregur nokkur hluti hraunsins nafn af þeim. … Skammt austur frá Hraundröngunum, með tjörninni, eru Gálgaklettar, klofinn hraunstandur, og er skammt á milli klettanna. Á milli þeirra var lagt tré og óbótamenn hengdir þar. Þessir klettar eru einnig nefndir Gálgi og hraunið þar í kring Gálgahraun.” Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Við fornleifaskráningu 1984 segir að þetta sé í úfnum norðvesturhluta Gálgahrauns, um 650 m í norðnorðvestur frá fjárborginni og um 10 m yfir sjávarmáli: “Klofinn hraunklettur – 2 m bil þar sem mest er – á milli gjábarma.” […] Gálgaklettar eru þó fjarri þingstað sveitarinnar í Kópavogi og heimildir eru ekki þekktar frá fyrri öldum um aftökur á þessum stað.”

Garðastekkur

Garðastekkur.

“Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. … Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta,á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.” segir í örnefnalýsingu. Tveir túnbleðlar eru sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Norðan við austurendann á vestari blettinum er stekkurinn, grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft.
Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. Það hefur nú verið ræktað. Fjær eru stórgrýttir flagmóar.
Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19x6m og er aðeins gegnt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnanvið. Þau eru bæði um 5x5m með dyr á suðurvegg. Í krikanum sem myndast vestan við stekkinn er grasi gróin tóft, 10x4m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftanúr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.

Eskines

Eskines – sjóbúðir.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í endurminningum sínum frá 1968 segir Ólafur Þorvaldsson: “Hrauntanga þann, sem gengur fram í sjó, milli Arnarnesvogs og Lambhúsatjarnarinnar, hef ég frá æskuárum heyrt nefndan “Eskineseyrar” og munu eldri nágrannar þessa staðar enn kannast við það nafn, þótt enginn viti nú, af hverju dregið er.” Síðan segir hann frá kofarúst í hraunjaðrinum upp af Eskineseyrum: “Sögu þessa tóttarbrots hef ég frá fólki, sem mundi byggingu hennar og tildrög. Það mun hafa verið skömmu eftir komu séra Þórarins Böðvarssonar að Görðum, sennilega nálægt 1870 að honum kom til hugar, hvort ekki mundi kleift að rækta æðarvarp á Eskineseyrum. Séra Þórarinn mun hafa verið kunnugur æðarvarpi frá Ísafjarðardjúpi, áður en hann fluttist að Görðum, og hvort tveggja vitað, bæði um gagnsemi þess og það, að mögulegt væri að koma upp varpi, þar sem ekki var áður, ef aðstaða væri sæmileg og natni og kunnátta viðhöfð.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Þar eð Garðkirkja átti þetta land, og svo vildi til, að mjög skammt undan var mikið varpland, Bessastaðanes, og fugl fór mikið um sundið milli nessins og Eyranna, mun séra Þórarinn hafa talið ómaksvert að reyna, hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af fugli, sem þarna fór um, til þess að taka heima á Eskineseyrum, væri eitthvað til þess gert, byggð hreiður og annað, sem fylgir þess konar starfsemi. Hann lét ekki við hugmyndina eina sitja, heldur lét hann byggja kofa þann, sem enn sést móta fyrir og flutti þangað karl og konu, sem búa skyldu í haginn fyrir æðarfuglinn. Einnig lét hann þau hafa með sér nokkur hænsn, þar eð talið var, að hænsn lokkuðu fuglinn að með vappi sínu úti við, ásamt söng hanans. Lítinn eða engan árangur mun tilraun þessi hafa borið og var því bráðlega hætt frekari tilraun í þessa átt, og hefur víst ekki síðan verið freistað að koma æðarvarpi upp á Eskineseyrum.” […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: ,,Skammt fyrir innan Gálga byrja Vatnagarðar, en svo heitir hraunið með Lambhúsatjörn. […] Nokkru fyrir ausatn þá eru Eskineseyrar svokallaðar. Í hraunjaðrinum fyrir ofan Eskineseyrar byggði séra Þórarinn í Görðum kofa, er hann hugðist koma sér þar upp æðarvarpi. Rústir kofans sjást enn. Eskineseyrar ganga til austurs út í Arnarnesvog. […] Á Eskineseyrum er fjörumór.” […]. Skv. Fornleifakönnun 1999 er kofinn í gjá ofan við Eskines […] Séra Þórarinn (f. 1825) var prestur í Görðum á tímabilinu 1868-95.” Eskinesbyrgi er ekki nánar lýst í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Vestur frá Húsafelli er gamalt fróðlegt eldfjall, sem heitir Búrfell. Vestur úr því gengur Búrfellsgjá. Í gjánni er hellir, sem heitri Búrfellshellir, ágætur fjárhellir,” segir í örnefnaskrá. Búrfellshellir er sunnarlega í Búrfellsgjá nærri eldfjallinu. Hellirinn er við vesturbakka gjárinnar og um 1,1 km sunnar í henni en Gjárrétt. Hellirinn er í fremur grónu hrauni.
Munni Búrfellshellis er 5-6 m breiður og um 3 m hár og snýr til suðurs. Hleðsla er fyrir munnanum og dyr á henni miðri. Hleðslan er mest 2 m há, 1 m breið og úr stóru til miðlungs hraungrýti. Dyrnar á hleðslunni eru um 1 m breiðar. Lofthæð hellisins minnkar þegar innar dregur og endar innst í um 1,2 m hæð. Hellirinn er um 9 m djúpur og víðast um 6 m breiður, en norðaustur úr honum liggur lítill afhellir, um 5 m djúpur og mest 2 m breiður. Sauðaskán er á hellisgólfinu.

Gjárrétt

Gjárétt.

“Við norðurenda Búrfellsgjár er gömul rétt, sem heitir Gjárrétt,” segir í örnefnaskrá. Gjárrétt er merkt með skilti og er við göngustíg einna nyrst í Búrfellsgjá, um 320 m SSA af trébrú yfir Hrafnagjá við göngustíg.
Gjárrétt er á grónum hraunbotni Búrfellsgjáar, en Búrfellsgjá er á þessum slóðum breið og tiltölulega grunn.
Gjárrétt var hlaðin 1840 og var fjárskilarétt Álftaneshrepps til 1922, en eftir það var réttað í henni að einhverju marki allt til 1940. Réttin er þurrhlaðin úr miðlungs og stórum hraunhellum og eru í henni fremur fallegar hleðslur. Nokkuð eru hleðslurnar gengar til, en eru allt að 1,6 m þar sem þær eru hæstar og 8 umför. Þykkt veggja er 0,5 – 1 m. Hraunhleðslurnar eru grónar skófum og mosa. Réttin er nokkuð ferköntuð í laginu, u.þ.b. 35×25 m að stærð N-S og í henni eru 13 dilkar. Til suðausturs frá réttinni liggur nokkuð sigið garðlag, um 15-20 m langt, hæst 1 m (en víðast nokkuð lægra) og 0,5 – 1m breitt. Garðlagið liggur frá réttinni að öðru aðhaldi, við vesturbarm Búrfellsgjáar. Aðhaldið nýtir náttúrulega hraunveggi að norðan, vestan og sunnan, en austurveggurinn er hlaðinn úr hraungrýti og þar er inngangur. Austurveggurinn er um 25-30 m langur og liggur frá norðri til suðurs, og er inngangurinn skammt norðan við miðjan vegginn.
Hleðslan er hæst við innganginn, um 2,3 m, en annars er meðal hæð um 1 m og þykkt um 0,5 m. Veggurinn er fallega hlaðinn, en ráða má af skorti á skófum og mosa að þar sem hann er hæstur við innganginn, að hleðslan þar sé líklega nokkuð nýrri en annarsstaðar. Að innanmáli er aðhaldið allt að 20×20 m og innst (eða vestast) í því er hlaðið byrgi við náttúrulegan hraunvegginn. Vestast í aðhaldinu slútir hraunbrúnin fram til austurs og myndar grunnan helli, sem byrgið hefur verið hlaðið við. Hleðslur mynda norður-, austur- og suðurveggi byrgisins, en loft og vesturveggur eru náttúrulegir. Þar sem hleðslan er hæst og minnst tilgengin, nær hún enn upp í hið náttúrulega þak byrgisins, alls um 3 m og er 18 umför. Annars er hleðslan að nokkru leyti gengin til.
Á suðurvegg byrgisins og undir skyggni hraunbakkans eru dyr, um 1,5 m háar. Aðrar dyr, um 1 m háar, eru á austurvegg byrgisins, en austurveggurinn er afar breiður svo allt að 3 m löng göng liggja frá eystri dyrunum inn í byrgið. Sauðaskán er á gólfi byrgisins. Alls er rústasvæðið, réttin, garðlagið og aðhaldið, rúmlega 50 x 50 m að stærð

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

“Sunnan réttarinnar heita Garðaflatir. Þar mun hafa verið sel. Ef til vill eru Norðurhellarnir hér nálægt, enda eru hér miklar rústir uppi í brekkunni,” segir í örnefnaskrá. Selrústin er á Garðaflötum austanverðum, í lágri brekku, um 660 m SA af Gjárrétt.
Kenningin í örnefnaskránni um að Norðurhellar kunni að vera nærri Garðaflötum er hinsvegar röng, því þeir eru mun norðar, eða norðan við Selgjá sem er aftur norður af Búrfellsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ selið hefur verið, en það er um 9,4 km frá bæ á Görðum.
Garðaflatir eru grasigrónar og þýfðar, en norður og vestur af þeim er mosavaxið hraun og melur suður og austur af. Einföld, nokkuð stór tóft er greinileg og um 5 m norðaustur af henni eru mögulega frekari rústir. Tóftin er um 10 löng og 5 m breið og snýr NV-SA. Hún hefur að líkindum verið hlaðin úr torfi og grjóti, en einungis glittir þó í grjót sitthvoru megin við innganginn að norðvestan. Tóftin er sigin, mest um 0,5 m á hæð en víðast nokkuð lægri og eru veggirnir útflattir og ríflega 2 m breiðir. Tóftin er algróin sinu og lyngi. Um 5-10 m norðaustur af tóftinni er möguleg rúst annars mannvirkis, en þó er það afar óljóst. Helst er sem greina megi vegg sem snýr eins og tóftin og svipað langur henni, en afar siginn og alveg yfirgróinn og ekki sést í grjót.

Vatnsgjá

Vatnsgjá í Búrfellsgjá.

Vatnsgjáin er sprunga í hrauninu í botni Búrfellsgjár, um 50 m NNA af Gjárétt 048 og er merkt með skilti.
Vatnsgjáin er vatnsból réttarinnar. Brunnurinn er náttúrulegt vatnsból í sprungu í Búrfellsgjá og er nauðsynlegt að fikra sig um 6 m niður þrönga sprunguna eftir einstigi til að nálgast vatnið. Þrep hafa verið hlaðin til að auðvelda ferðina niður í brunninn.

“Skiemma, útihús heima við staðinn í Görðum. Hefur um fáeina tíma ljeð verið manni einum til íbúðar, so sem hjáleiga og fylgdi því þá grasnyt sú, er nú er með hjáleigunni, er Garðabúð heitir, og var hún óbyggð á meðan Skemma bygðist so sem getið er áður við Garðabúð.” Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skemma var skv. Jarðabók árið 1703 “útihús heima við staðinn í Görðum” sem um tíma var leigt “manni einum til ábúðar”. Skemmu fylgdi sama grasnyt og seinna hjáleigunni Garðabúð sem kom í stað hennar.”

Garðar

Garðar – Höll.

“Óskarbud. Tómthús. Stendur í Garðastaðar landi og er uppbygð af Jakob Bang … Og bygð einnri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng. Síðan hafa sjer eignarráð yfir búðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fiskiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, en þó í auðn,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Jarðabók byggði Jakob Bang, síðar sýslumaður í Árnessýslu, verbúð eða tómthús í landi Garða, í valllendi nálægt Dysjamýri […] Hún var uppistandandi árið 1703 en óbyggð og ekki er greint nánar frá staðsetningu. Ekki er heldur minnst á tómthúsið í síðari heimildum.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að fornleifin sjáist ekki á yfirborði.
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Búðin var kend við Ósk, leigjanda Bang, sem “hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í bæjarstæði Hóls sýnir Túnakortið 1918 tvo samfasta kálgarða með hlöðnum veggjum og götuslóða á milli frá suðaustri til norðvesturs en skv. Örnefnalýsingu 1976-77 umgirtu þeir Hólsbæinn: “[…] voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.” […].
Þetta virðist mega lesa úr lýsingu við Fornleifaskráningu 1984: “Þarna er allhár, greinilegur hóll með miklu grjóti í. Enga lögun tófta sér í honum.” Hóllinn er um 16 m á lengd og 11,5 á breidd með stefnu norður-suður. Bakki liggur um 14 m suður úr honum, líklega hluti byggðaleifanna.”

Brúsastaðir

Brúsastaðir – uppsátur.

Tóft er við sjávarmál um 50 m suður af Brúsastöðum. Hún er byggð utan í klappir alveg við sjóinn. Hlaðið úr grjóti og að hluta styrkt með sementi.

Gata liggur til austurs, yfir hraunið. Að hluta byggð upp úr hraungrýti.

Þrír steyptir grunnar, trúlega braggar, eru sitthvoru megin við Herjólfsgötu, sunnan við þar sem hún mætir Garðavegi og Herjólfsbraut. Á hæð, um 500 m frá sjó. Hver grunnur um sig er um 14 x 35m, með steyptum veggjum 0,5-2m á hæð. Snúa allir norður-suður og hafa innganga á báðum endum. Búið er að setja upp körfuboltakörfur á mið grunninn.

Gönguhóll

Gönguhóll (Sönghóll), austan Langeyrarmala.

“Þegar komið er yfir Gönguklif, taka við Langeyrarmalir, og þar vestar er Rauðsnefstangi. Þar var eitt sinn hvalstöð, en lagðist niður vegna þess, að þar kom fyrir slys.” segir í örnefnalýsingu. Rauðsnefstangi er mjög óslétt hraungrýtt svæði. Þar eru tvær litlar tjarnir, um 20 m frá sjó. A m k 7 litlar (3x5m) grjóthlaðnar tóftir eru á þessum stað, og grjóthlaðnir garðar á milli. Ein tóft stendur enn með þaki og timburstoðum.

“Hammershússlóð: Hún lá sunnan við Rauðsnef undir húsi sem Hvalfangarinn norski Hammer reisti þarna um 1860. Hér átti að verða Hvalstöð, en hætt var við það.” Þetta hús hefur verið á sama svæði og eða heldur sunnar. Enginn húsgrunnur er þó þar.

“Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. … Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur.” segir í örnefnalýsingu. Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hrauið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðusrs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðsluna.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn. Mæðgadysin fremst.

Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.
Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið. algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn.

Garðar

Krókur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir; “Á Túnakorti 1918 má sjá bæjarstæði Króks, austan Garða, alveg upp við túngarð og er girt kringum tún býlisins. Sunnan við Krók er Nýibær. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.” […] Skv Örnefnaskrá 1964 var Krókur “hjáleiga og stundum þurrabúð frá Garðastað, suður með Garðatúngarði […] Krókstún: tún býlisins, ekki ýkjastórt, en þó nytsamt” […]. Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: “Fyrir ofan Nýjabæjartún er túnið í Króki, og stendur húsið efst í því, rétt við veginn. Fjós og hlaða eru rétt austan þess. Samkomuhús er rétt ofan vegar, sunnan við Garðholtsveg (þ.e. veginn yfir Garðaholtið).””

Krókur

Krókur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir; “Árið 1918 samanstóð Króksbær af sex torfhúsum og snéru framgaflar með standþili suðvestur að Króksbrunngötu og garði. Við gerð Fasteignabókar 1932 var torfbærinn enn uppistandandi […] en skv. Fornleifaskráningu 1984 var nýtt íbúðarhús byggt þremur árum síðar […], timburhúsið með járnvörðum veggjum sem tilgreint er í Fasteignabók 1942-4 […]. Þessi bær stendur enn með þremur bárujárnsklæddum burstum og var sú sem er í miðjunni raunar byggð upp úr gamla torfbænum árið 1923. Austurburstin er frá 1934 en þá hafa torfveggirnir sennilega verið teknir niður og vesturburstin er frá 1945. Bærinn stendur nánast óbreyttur frá 1950 og er sérstakt að hann hefur haldið svipmóti torfbæjar, einnig hvað herbergjaskipan varðar. Fjósið og hlaðan á bak við eru frá 1920-30. Nú hefur bærinn verið endurgerður og er til sýnis fyrir almenning. Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar.”

Garðahverfi

Álftanesgata/Fógetastígur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Fornleifaskýrslu um Garða 1820 segir Markús Magnússon: “Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestssetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestssetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. […] Hinn kletturinn hér – í miðju túni prestsetursins, er 13 álnir að umfangi og 1 3/4 alin að hæð og liggur flatur. Hann hvílir á undirlagi úr litlum steinum og sýnir það augljóslega að klettinum hefur verið lyft og steinarnir lagðir undir hann. Það er merkilegt við þennan klett sem liggur um 160 faðma frá sjónum, að hann er sorfinn á annarri hliðinni, alveg eins og þeir klettar sem liggja í sjávarmálinu eru sorfnir af sjávarganginum. Af því mætti ætla að sjórinn hafi fyrrum gengið svo hátt sem kletturinn stendur nú, fremur en að svo stór klettur hafi verið fluttur svo langan veg frá ströndinni, en reynslan er þó gagnstæð þessari ætlan, því að sjá má að sjórinn brýtur stöðugt landið hér í nágrenninu.” […] Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir svo séra Árni Helgason: “Hvorki blótsteina né Grettistök þekki ég hér, en einstakur steinn, mikill um sig, stendur fyrir vestan Garða, er sumir segja sé brimbarinn þeim megin, er veit frá sjó (hann er frá sjó meir en 100 faðma og 5-6 eða meir yfir sjávarborðið).” […] Við Fornleifaskráningu 1984 er getið um “tvö björg” vestur frá Görðum, um 18 m suðaustan Garðalindar, austan við Garðamýri og er tóft byggð utan í þeim, vestan megin. Þetta gæti verið kletturinn sem séra Markús nefnir.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er skólahús beint vestur af Króki, nokkru utan Garðatúngarðs. Húsið er úr timbri og hefur stefnuna norðvestur-suðaustur. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.” […] Þarna er nú samkomuhús [Garðaholt].”

Garður

Garður – Garðavegur liggur að Garðatröðum.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá traðir sem byrja vestan bæjarhúsanna í Görðum, milli þeirra og kirkjunnar og liggja beint norðaustur að hliði í Garðatúngarði.
Mun það vera Garðahlið eða Garðastaðarhlið sem skv. Örnefnaskrá 1964 var Aaðalhlið á Garðatúngarði beint upp frá staðnum” en frá því lágu Garðatraðir “heim á hlað milli staðarhúsa og kirkjunnar”.” Ástandi traðanna er ekki lýst í skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Rétt austan Háteigsbæjarins sýnir Túnakortið 1918 tvö hringlaga mannvirki sem gætu verið brunnar. Einhver punktalína liggur frá bænum framhjá þeim að Garðatúngarði en greinileg gata er þar ekki. Í Örnefnaskrá 1964 er þó minnst á Háteigshlið í garðinum […]” Ekkert er sagt til um ástand minjanna í fornleifaskráningu RT og RKT.

Garðahverfi

Háteigur 1915.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 er garður suðvestan megin framan bæjarhúsa í Háteigi, líklega sami og lýst var við Fornleifaskráningu 1984 “suðvestur af húsinu” og var enn notaður. Garðurinn er grjóthlaðinn, nær upp í 1,2 m hæð og er um 17 x 48 m að stærð, með stefnuna norðvestur-suðaustur […]”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er tvíhólfa útihús úr torfi, upp við landamerkjagarð suðvestan Háteigs, miðja vegu milli hans og Miðengis. Gata er ekki sýnd milli bæjanna en e.t.v. Eru þetta samt gripahús sem skv. Örnefnalýsingu 1976-77 “eru aðeins vestar og neðar en íbúðarhúsið [í Háteigi], við veginn niður að Miðengi.”” Ekki er frekari lýsing á ástandi minjanna í fornleifaskráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: “Garðlag er og þvert yfir Garðahverfi sem skiptir því í austur og vestur hverfið. Fleiri garðlög finnast, er sýna, að hér eru tún forðum útgrædd upp í Garðaholt.” […] Hér mun átt við Garðatúngarð sem skipti milli Garðatorfunnar meðfram sjónum og nytjalands hverfisins fyrir ofan. Á Túnakorti 1918 má sjá hvar hann liggur frá suðaustri til norðvesturs meðfram túnum bæjanna Dysja, Pálshúsa, Nýjabæjar, Garða, Ráðagerðis, Hlíðar, Hausastaðakots og Hausastaða. Hann byrjar við Balatjörn og endar við Skógtjörn. Skv. Fasteignabókum er enn túngarður við allar jarðirnar árin 1932-44.”

Garðar

Garðar – túngarður, og Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 segir: “Garðatúngarður: Þetta var mikill túngarður, hlaðinn af grjóti. Lá neðan frá Dysjamöl við Balatjörn norður allt að Skógtjörn. Girti þannig af alla Garðatorfuna með hjáleignatúnunum. Séra Markús stiptprófastur Magnússon lét hlaða þennan garð á síðari hluta 18. aldar. Var það mikið mannvirki.” […] Þegar garðurinn var lagður voru um leið fjarlægðir aðrir garðar sem voru ,,vítt um túnin ofanverð, og munu hafa verið nokkurs konar varnargarðar um akurreiti, þegar akuryrkja var stunduð […]” Talað var um Austurgarð austur frá Garðahliði en Vesturgarð vestur frá því. […] Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður. Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta. […] Ætla má að allir íbúar garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari. Annars staðar á landinu eru varðveittir langir garðar sem varið hafa heilu byggðalögin og má nefna Skagagarð á Garðskaga og Bjarnagarð í Landbroti. Í Grágás eru lagaákvæði um byggingu slíkra garða og segir þar að Löggarður átti að vera “fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnir og faðma”.”

Garðar

Garðar 2021.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Mýrarhús hét skv. Jarðabók “hjáleiga í óskiftu Garðastaðalandi” sem var komin í eyði árið 1701 en hafði verið byggð í 60 ár eða lengur. 35 álna landskuld hafði goldist í fiski í kaupstað og eitt kúgildi í fiski eða smjöri til Garða. Grasnautnin fóðraði kúgildið en hana brúkaði síðan staðarhaldarinn. […] Hjáleigunnar er ekki getið í síðari heimildum og hefur e.t.v. ekki byggst aftur. Af nafninu að dæma hefur hún verið staðsett nálægt mýri, trúlega Garðamýri […] en þar nokkru sunnar en Sjávargata og Hóll er greinilegur tóftarhóll.”

“Svo voru göturnar meðfram hrauninu úr Engidal í Vikið,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Moldargöturnar lágu vestan við Troðningana við Hraunsholtslæk og upp með Gálgahrauni að norðaustan, þvert suður frá vesturenda Troðninga,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, göturnar eru jafnframt sýndar á korti á bls. 6 í sömu bók. Moldargötur voru áður fyrr austur af Garðahrauni og Gálgahrauni og vestur af því svæði sem Ásahverfið nú byggir. Á þessari landræmu sem snýr nokkurn veginn N-S frá Engidal norður í Hraunsvik, er nú gatan Hraunsholtsbraut og vestan við hana, meðfram hraunjaðrinum er malarborinn göngustígur. Engin merki Moldargatna sjást á vettvangi.

Garðahverfi

Katrínarkot yngra.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Manntali 1845 er Tómthús talið meðal býla í Garðahverfi en þar bjuggu Jón Jónsson “grashúsmaður, vitstola í 10 ár”, kona hans Katrín Eyjólfsdóttir og fjögur börn þeirra, Eyjúlfur, Erlendur, Jón og Ingveldur. Auk þeirra voru Ingunn Helgadóttir sem lifði “af handavinnu sinni” og sonur hennar Ólafur Einarsson […] Tómthús þetta er ekki nefnt í öðrum heimildum og hefur e.t.v. einungis verið í byggð í tíð þessara tveggja fjölskyldna. Nöfn húsfreyjunnar og elsta sonarins minna þó á fyrstu ábúendurna í Katrínarkoti sem hétu Katrín og Eyjólfu og gætu þar verið tengsl. Þar eð Katrínarkot á að hafa byggst á sama tíma og Tómthús birtist í Manntalinu vaknar sá grunur að um sama býli sé að ræða. Eðlilega hefur þá með tímanum verið farið að kenna það við húsfreyjuna sem hlýtur að hafa staðið ein fyrir öllum heimilisrekstri og búskap fyrst maður hennar var veikur. Það að Tómthús er í Manntalinu talið upp næst á eftir Hausastöðum en næst á undan Hausastaðakoti gæti bent til að það hafi verið staðsett í nágrenni þeirra eða á sömu slóðum og Katrínarkot. Á móti mælir hins vegar að Katrín og Eyjólfur í Katrínarkoti eru talin hafa verið hjón en ekki mæðgin eins og fólkið í Tómthúsi og því eru býlin skráð í sitt hvoru lagi. ” Ekki er greint frá aðstæðum á svæðinu né mögulegu ástandi Tómthúss í skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Höll “hjáleiga og þurrabúð” frá Görðum og stóð bærinn “utan Garðs, ofan Garðahliðs” […] Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóft hans sé svo til beint upp af Garðakirkju, “rétt eftir að kemur að vegamótum heim að henni, að norðan”. Allt í kring er grýtt holtið. Mundi Tryggvi Gunnarsson í Grjóta eftir því þegar búið var í þurrabúðinni. Þarna er garður og við norðausturhorn hans lítil aflöng tóft, grjóthlaðin og niðursokkin. Hún er um 6 m á lengd og 2,1 m á breidd, þykkt veggja um 0,5 m. Stefnan er suður-norður og virðist inngangurinn vera á suðurgafli […]
Höll er hvorki nefnd í jarðabókum né manntölum.”

Garðahverfi

Hallargerði.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er Hallargerði sagt liggja kringum Höll: “Svo hét gerði umhlaðið miklum grjótgarði norðan vegar […] garður af grjóti kringum bæinn” […]
Gerði sem teiknað var upp við Fornleifaskráningu 1984 er þó vestan við hústóftina.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: ,,ferhyrndur garður eða þurr grjóthleðsla, um 40,8 m á breidd og 18,2 m á lengd, veggir 1,8 m á breidd. Um 19 m frá austurendanum mótar fyrir yfirgróinni hleðslu, um 1,2 m á breidd, sem liggur þvert inn í garðinn.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Fornleifaskráningu 1984 var aðalloftvarnarbyrgi Breta á stríðsárunum hæst á hæðinni, þ.e. í Garðaholtsenda, og mjög grýtt allt í kring. “Nú stendur hús á staðnum og sér engin merki umsvifa Bretanna”.”

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Fornleifaskráningu 1984 eru tvö samtengd skotbyrgi ofan Garðakirkju, í austurbrún Garðaholts, beint út frá útsýnisskífu, grýtt holtið allt í kring.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þetta eru ferhyrnd steinsteypt byrgi 2 x 3 m að stærð. Á 18 m bili milli þeirra hlykkjast grjóthlaðin skotgröf eins og göng, um 1 m á breidd og 0,80-1 m á dýpt. Hún liggur suður út frá vestra byrginu, beygir til austurs, bugðast upp að og austur fyrir eystra byrgið og sveigir svo suður meðfram brún lítils klettabeltis. Útsýni er úr byrgjunum til norðurs, aðallega út á Álftanes.”

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Mæðgnadys: “Dys eða þúfa norðan í holtinu skammt frá Garðagötu norðan Torfavörðu. Þar varð úti griðkona frá Görðum með barn sitt ungt […] mæðgur […].” Ekki kemur fram í skráningu RT og RKT hvernig ástand dysjarinnar er í dag.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata “frá Garðahliði norður hjá Prestahól í Stekkinn” […], þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, “klapparhóll litlu norðar en Presthóll, rétt við Garðagötu” […] Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra eftir um 250 m.”

Hvíldarklettar

Hvíldarklettar.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Hvíldarklettar “grágrýtisklappir upp frá Álamýri. Austan Hausastaða.” […].  Þeir eru ekki langt frá Garðavegi og hafa e.t.v. verið áningarstaður”

Garðar

Garðar – fjárborg við Garðastekk í Garðahrauni.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Minnispunktum úr skoðunnarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: ,,Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur […]. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir. Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur. Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.” Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera “á hrauntá í jaðri Gálgahrauns” um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaðavegi.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Rústin er mjög skýr, “hringlaga eða réttur hringur að utanmáli”,
um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið.”

Gálgahraun

Gálgahraun – naust.

Í skráningarskýrslu frá 1999 segir OV: “Við norðvesturhorn Gálgahrauns, þar sem það rennur út í Lambhúsatjörn er dálítil vík og í henni hleðsla sem gæti verið eftir naust.”

“Upp með hraunbrúninni, ofan við Balatjörn, skerst hraunnef fram í tjörnina. Það heitir Mónef ,” segir í örnefnaskrá AG. Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 náði Dysjamýri frá Garðatúngarði austur að hrauni, frá Dysjamöl og Balatjörn upp að holti” þ.e. Garðaholti, en norðan við Bala er Mónef, ,,hraunsnef lítið, sem svo heitir.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts […] á hraunjaðrinum með henni […] norðan við Bala gengur Mónef fram í mýrina. Hér áður var tekin upp mór í Dysjamýri, en því var hætt, þegar Guðmann [Magnússon] man eftir. Mórinn mun hafa verið þurrkaður á Mónefni” […] Skv. Jarðabók 1703 áttu flestar jarðir í Garðahverfi mótak í landi staðarins en þar segir: “Móskurður til eldiviðar hefur nægur verið, en fer í þurð og gjörist erfiður.” […] Aðalmótekjusvæðið var þó í Hraunholtsmýri við Arnarnesvog.”

Garðar

Bali – gerði.

Gerði er skammt suðvestur af enda afleggjarans sem áður lá að Bala frá Garðavegi. Gerðið er nærri sjó, 30-40 m suður af Balatjörn og 70-80 m VNV af hjalli sem stendur við Balakletta og er að líkindum nærri gömlu bæjarstæði Bala. Inni í gerðinu og í kring er algróið þykkri sinu og nokkuð þýft.
Gerðið er hlaðið úr hraungrýti, sem er gróið mosa og skófum. Það er um 35 x 25 m N-S að stærð og ferhyrnt, en þrengist til suðurs og er innan við 10 m á breidd syðst. Hleðslurnar eru um 1 m á þykkt og 0,5 m háar. Gerði þetta er án efa mun yngra en rétt 034 sem er hátt í 200 m norðaustar.

Garðar

Ráðagerði.

Ráðagerði var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða “Rádagierde, hjáliega í óskiftu staðarins landi. Jarðardýrleiki er óviss.” JÁM III, 185.
1918: “Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1020 m2.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá hús úr steini eða torfi ofarlega í túninu rétt suðaustan Háteigs og Götu, norðvestan Garða. Húsið hefur stefnuna norðvestur-suðaustur og kálgarðar eru til hliðar við það en líklega er þetta bæjarstæði Ráðagerðis sem nefnt er í Örnefnalýsingu 1958 […] og síðan í Örnefnaskrá 1964: “Fyrrum býli, hjáleiga frá Görðum, stendur ofar en Gata […]” litlu austar en Háteigur sem það liggur nú undir. […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Ráðagerði var í Háteigstúni nærri túngarði milli Garða og Háteigs, neðanhallt við húsið í Háteigi. Það er farið í eyði fyrir lifandi löngu.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta í grösugum aflíðandi halla á milli Háteigs og Garðakirkju. Um 19,15 m frá garðhleðslu sem þarna er sést óljós steinaröð, líklega frambrún bæjarins.

Garðahverfi

Nýibær.

Nýibær 1565: skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Nyiabæ Gudmunde fyrer iij vætter fiska. vallarslátt. Röa a skipenu heim um kring ár. med jördunna kugillde.” Garðakirkjueign. “Nýebær, kallaður hálfbýli, því þarer ekki fyrirsvar (eða hreppamanna hýsing) nema að hálfu. Stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða eins og hin í hverfinu, er hjáleigur kallast.” JÁM III, 184.
1918: “Tún 1,9 teigar”.

Garður

Nýibær – túnakort 1919.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti má sjá stæði Nýjabæjar með þyrpingu húsa og garða norðarlega í Nýjabæjartúni. Bærinn er úr torfi og hólfast í þrennt með stefnu suðvestur-norðaustur. Í Örnefnaskrá 1964 segir að hann sé “neðar í túni en Krókur” […] og Örnefnalýsing 1976-7
bætir við: “Nýibær er upp af Pálshúsum og liggja túnin saman. Hlaða og fjós eru rétt austur af gamla húsinu. Nú hefur nýtt hús verið byggt í Nýjabæ í túnjaðrinum austur við veginn. Nýbýlið Grund, sem byggt var nálægt 1950, er ofan og austan við túngarðinn. Því fylgir ekki grasnyt, aðeins lítil lóð.” […] Skv. Fasteignabókum var komið timburhús í Nýjabæ árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 ef ekki fyrr […] Núverandi íbúðarhús hefur vafalaust raskað eldri byggingarleifum. Erfitt er að meta hvort einhverjar leifar bæjarhúsanna geti enn leynst undir sverðinum.”

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir við Garðaveg..

 

Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 er m.a. getið um Pálshús í Garðaholti:

Pálshús

Pálshús.

1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Pálshus byggd Heriolfe fyrer iij. vætter fiska. og vera fyrer skipe stadarens heima. og Röa á þvi epter þvi sem sá skicka vill sem Ráda á stadnum. er þar med j kugillde.” DI XIV, 438. Garðakirkjueign. “Palshus, hjáleiga fyrirsvarslaus, stendur í óskiptu Garðastaðar landi og samtýniss við staðinn og hinar hjáleigurnar í hverfinu.” JÁM III, 183.
1918: ,,Pálstún 1,5 teiga og 870 m2 kálgarða.”

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti árið 1918 má sjá bæjarstæði Pálshúsa austan megin í túninu. Bærinn er byggður úr torfi og hólfast í fimm hluta með stefnu nokkurn veginn suðurnorður. Skv. Fasteignabókun er komið timburhús árið 1932 […], járnvarið 1942-4 eða fyrr […]. Í
Örnefnaskrá 1964 segir: “Pálshús: Hjáleiga frá Garðastað neðan til við Nýjabæ, þar á bala.” […]  Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 eru Pálshús ,,skammt noðan Dysja, en lengra frá sjónum.” Ekki er nánari lýsing á Pálshúsum eða ástandi fornleifa þar í fornleifaskráningu RT og RKT.

Bakki

Pálshús – Garðafjara.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir um réttindi ábúanda í Pálshúsum: “Uppsátur hefur staðarhaldarinn unt hönum hjer til þar sem heita Pálshúsvarir. Enn inntökuskip má hann eigi taka” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var Pálshúsavör í smá viki austan Bakkabæjar, eða “austan til við lítið nef í Bakkafjöru”.” Ekki er nánari lýsing á vörinni í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 er Pálshúsabrunnur “rétt fyrir ofan bæinn. Allgott vatnsból” […] Hann sést ekki á túnakorti.”

Heimildir:
-Fornleifaskráning fyrir Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Urriðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – bæir.

 

Garðar

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Bakka í Garðahverfi:

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

1397; Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Backe Jone Jonssyne fyrer iiij. vætter fiska. vallarslátt. mannslán. med jordunne ij kugillde.” DI XIV, 437. Garðakirkjueign. “Kallast lögbýli því það hefur fult fyrirsvar,en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða so sem aðrar hjáleigurnar í hverfinu. Jarðardýrleiki er óviss. … Þessum bæ fylgdi til forna Garðamýri (ein mýri þarí hverfinu … Mýrina tók hjer frá Sr. Þorkell Arngrímsson og lagði til heimastaðarins sökum eklu á torfristu og útheyss slægjum og færðist so aftur landskuldina …” JÁM III, 182-183.
1910, byggð lagðist af. GRG, 77.
1703: “Túnið spillist stórlega af sjó, sem það brýtur og sand á ber; hefur þetta smám saman ágjörst so að menn segja að bærinn hafi þess vegna þrisvar frá sjónum fluttur verið og sýnist að túnið mestan part muni með tíðinni undir gánga.” JÁM III, 182-183.
1918: “Bakka túnið alt sléttað og meirihluti hinna túnanna.”

Bakki

Bakki – rof á sjávarbakka. Sjá má minjar í bakkanum.

“Á Túnakorti árið 1918 má sjá tvær byggingar í bæjarstæðinu á Bakka alveg niður við sjó og er sú stærri líklega bærinn. Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Bakkahryggur “er lá eftir vesturtúni Pálshúsa […] heiman frá bæ allt niður undir Bakka […] Bærinn stóð á Bakka og hafði verið margoft færður undan sjó og eru nú rústir hans að falla niður í fjöruna”. Bakkatún heitir “tún býlisins, sem sjór brýtur stöðugt til skemmda” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Niður af íbúðarhúsinu í Pálshúsum er u.þ.b. 200 m langur hryggur niður að sjó. Hann heitir Bakkahryggur. Neðst á honum stóð bærinn á Bakka. Sjórinn brýtur nú stöðugt landið þarna, og er bakkinn niður í fjöruna víða ein til tvær mannhæðir. Bakki er löngu komin í eyði og liggur undir Pálshúsum. Fjárhús og hlaða frá Pálshúsum eru nú á Bakka. Gamli bærinn á Bakka stóð fast vestan við, þar sem hlaðan er” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 var Bakki “frammi á sjávarbakkanum í vestur frá Pálshúsum […] heimatúnið að baki (til austurs) sjávarbakkinn beint fram af,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.
“Túnakortið [1918] sýnir þrjú aflöng og samföst torfhús, miðhúsið minna en hin. Þau eru með standþili og snúa í norðvestur. Þessi hús stóðu skv. Fasteignabók enn árið 1932 […] en þau eru ekki lengur sýnileg.
Þarna er hins vegar tóft hlöðu sem byggð var ofan í þar sem bærinn stóð, um 8,5 x 7 m að utanmáli, þvermál að innan 3,5. Hún er með grjóthlöðnum hringlaga veggjum, göflum og bárujárnsþaki og virðist ögn niðurgrafin.”

Dysjar

Bakki – Dysjarétt.

“Á Túnakortinu 1918 er útihúsabygging í gamla bæjarstæðinu rétt suðaustan við suðurhorn bæjarins […].  Tvö aflöng samliggjandi hús snúa nokkurn veginn í suður og aftur úr því eystra gengur þriðja húsið sem er minna og ferningslaga. Húsin eru úr torfi og með standþili.”

“Við hlið hlöðu í gamla bæjarstæðinu á Bakka hefur jarðhús með kúptu grasþaki verið byggt ofan í skotvarnarbyrgi.”

“Við Fornleifaskráningu 1984 eru “einhverjar tættur í túninu, nú horfnar – ekki vissu Pálshúsamenn hver þær voru eða hvað” […] Sennilega eitt af útihúsunum sem sjá má á Túnakortinu.” s

“Suður af rústunum í bæjarstæðinu var fiskibyrgi en það var farið í sjóinn þegar Fornleifaskráningin fór fram 1984.”

Bakki

Bakki – skotbyrgi fallið í fjöruna.

“Í Örnefnaskrá 1964 segir: ,,Bakkabrunngata: Hún lá heiman frá bæ upp kringum Garðamýri í Garðalind […].”

“Á Túnakorti 1918 sést gata liggja frá Bakkavör meðfram sjávarbakkanum og að bæjarstæðinu vestan megin. Hluti hennar hefur e.t.v. farið í sjóinn en hún virðist byrja við garðlag sem liggur frá vesturhorni Bakkabæjar. Í Örnefnaskrá 1964 segir um Bakkastíg: “Svo hét stígur er lá frá Bakka eftir sjávarbökkunum,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

“Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessarra byrgja “en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum”.”

Bakki

Bakki – skorbyrgi fallið í fjöruna.

“Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessarra byrgja ,,en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum”,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Bakki

Bakki – Jobbasteinninn; rekasteinn.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 heita Bakkafjörur “fram við Bakkatún” en bakkagrandi er “sjávarkamburinn næst við Bakka” eða “syðsti hluti malarkampsins við Bakka” en þar er samkvæmt Túnakorti 1918 “molaberg grýtt […] er sjór brýtur”. Bakkabryggja er svo skerjahryggur er liggur fram í sjó frá Bakka […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Skerjarani suðvestur frá Bakka heitir Bakkabryggja.” […] Aðrar náttúrulegar bryggjur í Garðahverfi eru fyrir neðan Dysjar, Miðengi og Hausastaði,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Heimildir:

-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Garðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – Bakki.

Kálfatjörn

Á Kálfatjörn, þar sem íbúðarhúsið stóð er tvískipt skilti. Á öðru þeirra er fjallað um túnakort og minjar og á hinu um Kálfatjörn. Á með má lesa eftirfarandi texta:

Kirkjur á Kálfatjörn

Kálfatjörn 1920

Kálfatjörn 1920.

Í máldaga (skrá um eignir kirkju) Páls Jónssonar Skálholtsbiskups frá því um 1200 er getið um kirkju á Bakka. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn þar sem til eru heimildir um kirkju frá 1450. Fram til 1824 var torfkirkja á Kálfatjörn. Var þá reist ný kirkja með tofveggjum, en timburþaki. Sú kirkja sdtóð í 20 ár. Aftur var byggð timburkirkja sem stóð önnur 20 ár. Árið 1864 var byggð kirkja sem stóð uns smíði núverandi kirkkju hófst á vormánuðum 1892. Kirkjan var vígð þann 11. júni 1893. Kálfatjörn var prestsetur allt til ásrins 1919.

Núverandi kirkja
Kálfatjarnarkirkja
Bygging núverandi kirkju gekk afar vel. Allt efni til kirkjunnar var flutt hingað á dekkskipi og skipað upp á árabátum. verkið tók um það 14 mánuði. Kirkjan er byggð úr timbri á hlöðnum grunni. Kirkjusmiður var Guðmundur Jakobsson, byggingameistari, sem nait aðstoðar Sigurjóns Jónssonar trésmiðs. Steinsmiðurinn frá Holti á Vatnsleysuströnd, Magnús Árnason, hlóð grunninn. Pílára á svalarbrúnum og í altarisgrindum ásamt ýmsum útskurði annaðist Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd. þegar allri trésmíði var lokið kom danski málarinn Nicolaj Sofus Bertelssen og málaði kirkjuna að innan og hefur því verki verið vel við haldið alla tíð. Hann málaði einni innviði Dímkirkunnar í Reykjavík.

Kálfatjörn

Kálfatjörn um 1960.

Árið 1935 var kirkjuturninn endurbyggður vegna vatnsskemda. Nokkuð var deilt um breytinguna sem gerð var á turninum og breytti um leið öllu útliti kirkjunnar eins og sjá má á myndum. Meirihluti sóknarbarna vildi fá samskonar turn og var í upphafi, en fjármálasjónarmiðin réðu og fékk kirkjan þann turn sem hún nú ber. Söngloft er vestantil í kirkjunni og út með hliðunum eru svalir. Hin síðari ár hefur kirkjan talsvert verið endurbætt að innan og utan. Kirkjan rúmar um 15o manns.

Kirkjugarður

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja og kirkjugarðurinn. Bakki og Litlibær fjær.

Kirkjugarðurinn er hlaðinn úr grjóti og sniddu sem hefur þjónað því tíþætta hlutverki í gegnum tíðina að verja kirkjugarðinn ágangi búfjár, og sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera þurfti sökum þess hversu jarðvegurjnn er grunnur.

Kirkjumunir
Kálfatjarnarkirkja
Altaristöfluna gerði Sigurður Guðmundsson málari og er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Rétt innan kirkjugarðshliðsins er steinn með bolla í sem talinn er vera frá kaþólskri tíð. Þar hafa kirkjugestir ef til vill signt sig áður en þeir gengu til kirkju. Pípuorgel var keypt í kirkjuna 1985. Skírnarfont, hökla, altarisklæði, sálmanúmeratöflur ásamt spjöldum, andvirði nýrra kirkjubekkja og ótal margt fleira hefur kirkjunni verið gefið í gegnum tíðina.

Prestar á Kálfatjörn
Nokkuð er vitað um þá presta sem sátu staðinn og þjóðnuðu frá 15. öld. Nafnkunnastur þeirra presta er þjónuðu á Kálfatjörn er séra Stefán Thorarnesen sálmaskáld og þýðandi. Aðrir prestar sem vitað er um eru:

Þorsteinn um 1450
Ásbjörn djákni Grímsson óvíst hvenær
Bjarni óvíst hvenær
ormur Egilsson 1580-1623
Ámundir Ormsson 1623-1670
Sigurður Eyjólfsson 1670-1689
Oddur Árnason 1689-1705
Jón Ólafsson 1705-1745
Sigurður Jónsson 1746-1786
Guðmundur Magnússon 1786-1808
Guðmudur Böðvarsson 1809-1826
Pétur Jónsson 1826-1851
Jakob Guðmundsson 1851-1857
Stefán Thorarensen 1857-1886
Árni Þorsteinsson 1886-1919
Árni Björnsson 1919-1930
Ólafur Stephensen 1931-1932
Garðar Þorsteinsson 1932-1966
Bragi Friðriksson 1966-1997
Gunnlaugur Garðarsson 1988-1991
Bjarni Þór Bjarnason 1991-1999
Hans markús Hafsteinsson 1997-2002
Friðrik J. Hjartar 1999-2002
Carlos Ari Ferrer 2002-2007
Bára Friðriksdóttir 2007-2012
Kjartan Jónsson 2012-

Mannvistarleifar
Kálfatjörn
Byggingar sem voru hversdagslegar fyrir hundrað árum eru nú orðnar minjar um horfna lífshætti. Skilningur hefur vaknað á nauðsyn þess aðs krá upplýsingar um slíkar minjar og vernda þær sem eftir eru fyrir komandi kynslóðir. Túnakortin frá 1919 eftir Vigfús Guðmundsson fræðimann sýna glögglega hvernig landnýtingu var háttað. Þar má sjá þyrpingu bæjarhúsa með kálgarða (kg) í kring. Einnig má sjá skiptingu túna og fjöruparta milli bæja, gönguslóða, brunna, lendingar í fjörum og fleira.

Hlið

Kálfatjörn

Ártal í steini á Kirkjubrúnni.

Hlið var tómthús frá Kálfatjörn, með kálgarð og lítinn túnblett. Þar lagðist búskapur niður 1923. Við Hlið lá Kirkjugatan svokallaða sem kirkjugestir fóru um á leið til messu. Þar var grjóti hrúgað þvert yfir Goðhólarásina sem kölluð var Kirkjubrú og átti að auðvelda kirkjugestum för yfir rásina sem gat orðið hinn mesti farartálmi í leysingum á vorin.

Goðhóll

Goðhóll
Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt. Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torfbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bæjarhúsin eru greinileg og vel uppistandandi.

Kálfatjörn
Kálfatjörn
Gegnt kirkjunni í vestur var prestsetrið. Eftir að það var aflagt árið 1919 bjuggu Erlendur Magnússon, oddviti og útvegsbóndi og Kristín Gunnarsdóttir með börn sín. Heimili þeirra var opið prestum og öllum kirkjugestum til ýmissa verka. Systkinin tóku síðan við búskapnum af forledrum sínum og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Kjálfatjarnarhúsið brann í nóvember 1998.

Skjaldbreið

Skjaldbreið við Kálfatjörn.

Skjaldbreið, hlaðan norðvestan við bæinn, mun hafa verið reist um 1850. Í áranna rás hefur útlit hlöðunnar breyst. Í vonskuveðri árið 2007 fauk þakið af henni. Hlaðan var í notkun alla tíð fram til ársins 1999. Talið er að tréverkið, þ.e. bitarnir inni í hlöðunni séu úr Jamestown, mannlausu skipi sem strandaði í Höfnum árið 1881, fullt af viði. Nú hefur Minjafélag Vatnsleysustrandar látið gera hlöðuna upp, lík og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hátún

Kálfatjörn

Hátún.

Hátún sem var grasbýli frá kirkjujörðinni fór í eyði 1920 en föst búseta var tekin upp aftur um 1960. Í millitíðinni var þar sumarbústaður. Öll bæjarhúsin hafa verið jöfnuð við jörðu fyrir utan hleðslur kálgarða sem sjást enn. Um tíma bjuggu ungverskir flóttamenn í Hátúni.

Fjósakot

Fjósakot
Fjósakot var grasbýli frá Kálfatjörn og fór í eyði 1920. Bærinn stóð á stórum hóli í miðju túni og var talinn með hæstu bæjarstæðum allra bæja í Vatnsleysustrandarhreppi. Þar sér nú aðeins í grjóthrúgur en moldin úr rústunum var tekin til uppfyllingar í kirkjugarðinn á Kálfatjörn.

Móakot
Móakot
Móakot var grasbýli frá Kálfatjörn sem fór í eyði um 1940. Árið 1920 voru husakynnin í Móakoti orðin léleg. Þegar séra Árni Þorsteinsson andaðist árið 1919 var hús það er hann bjó í á Kálfatjörn rifið og Móakot byggt upp úr því efni. Sunnan við bæjartóftirnar er langur hár hóll, er nefnist Klapparhóll, oft kallaður Álfhóll því trúa lá á að þar byggi huldufólk.

Bjarg

Bjarg

Bjarg.

Bjarg var tómtús frá kálfatjörm með kálgarð og dálítinn túnblett. Bærinn fór í eyði árið 1934. Árið 1910 fluttu að Bjargi ung hjón, Ingimundur Guðmundsson, frá næsta bæ, bakka og Abigael Halldórsdóttir frá Hóli við Öndunarfjörð. Ingimundur var mikill hagleiksmaður sem lýst er í ljóðlínum Jóns Helgasonar frá Litlabæ:

Ef ár þurfti’ að smíða’ eða oka í hrip,
upp-hressa bæ eða gera við skip
– þó væru’ei laun nema’ þakka —
járnklæða þak eða járnskóa hest,
þá jafnan var viðkvæðið: “Það er vist best
að biðja hann Munda á Bakka”.

Bakki
Bakki
Aldamótin 1990 var Bakki sagður tómthús frá kirkjujörðinni. Ekki leið þó á löngu þar til ábúandinn, Bjargmundur Guðmundsson, bróðir Ingimundar, var búinn að rækta svo umhverfis Bakka að úr varð góð grasjörð. Eftir það var Bakki skráður grasbýli. Þeir bræður á Bakka og Bjargi voru samhentir og gerðu vel að jörðum sínum, þó kirkjujarðir væru. Þrívegis svo vitað sé hefur Bakki verið fluttur vegna ágangs sjávar. Fysri Bakki er kominn útí sjó, annar Bakki er í dag rústir á sjávarkambinum og núverandi Bakki sem fluttur var árið 1904 stendur vel uppí túni.

Litlibær

Kálfatjörn

Vanræktur hestasteinn við Kálfatjörn.

Litlibær var tómthús í upphafi en síðar grasbýli frá Kálfatjörn þegar leyfi fékkst frá prestinum á Kálfatjörn til að rækta tún norður og austur af bænum. Litlibær var byggður úr tofbæ í timburhús árið 1906. Það timburhús var flutt og endurbyggt við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Grunnur Litlabæjarhússins stóð í 13 ár eða þar til Ingimundur á Bjargi byggði þar nýtt íbúðarhús 1934 og fluttist þangað frá Bjargi.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – skilti.

Kálfatjörn

Í Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrslu I, árið 2011 má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik um bæi, s.s. Stóru-Voga, Snorrastaði, Stapakot, Brekku, Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot, Tjarnarkot, Minni-Voga, Norðurkot, Auðna, Auðnakot, Landakot, Þórustaði, Kálfatjörn, Naustakot, Móakot, Hátún, Fjósakot, Bakka og Flekkuvík, og nokkrar merkar minjar í sveitarfélaginu.

Stóru Vogar (býli)

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar í Vogunum eru með þeim merkilegri minjum sveitafélagsins. Steinhúsið var byggt 1871 af fyrsta íslenska steinsmiðnum, Sverri Runólfssyni. Sá hinn sami og byggði m.a. sjálfa Skólavörðuna (1868), Þingeyrakirkju (vígð 1877) og steinbrúnna yfir lækinn í Reykjavík (1866). Húsið er hlaðið úr hraungrýti með sambærilegri aðferð og í Þingeyrakirkju, bogadregin gluggagöt eru á húsinu líkt og voru á Skólavörðunni og loks var það klætt 20×40 cm hreysturlöguðum steinskífum á þakinu, okkur er sagt velskum. Mikið teikninga- og heimildasafn um Sverri er á Þjóðskjalasafninu, en í því safni eru m.a. bréfasamskipti um steinkirkju er átti að rísa á Kálfatjörn, þar eru hugleiðingar um stærð kirkju, uppbyggingu o.fl við Stefán Thorarensen, frá miðbik 19. aldar. (Heimildir: Iðnsaga Íslands: fyrra bindi, Íslensk byggingararfleifð fyrra bindi og dánarbú Sverris).

Jarðadýrleiki óviss 1703. Hrolllaugur sem fékk Vatnsleysustrandarhrepp hjá Eyvindi landámsmanni bjó í Kvíguvogum. Kvíguvoga er getið í Sturlungu, (Sturlunga saga I, 406). Máldagi í Kvíguvogum frá árinu 1367 (DI III, 221).
18.4.1434: Jörðin seld fyrir 60 hundruð (DI IV 540).
9. september 1447: Bréf um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr), Knarrarnes tvö ( 30 hdr)., Breiðagerði fyrir (10 hdr). (DI IV 707-708).
4.10.1489. Jörðin Stærri-Vogar seld (þá 50 hundruð) fyrir jarðirnar Skarð í Fnjóskadal og Mýri í Bárðardal (DI VI, 686).
1496: Eru báðir hlutar jarðarinnar fengnir Viðeyjarklaustri til eignar. (DI VII, 299, 303).
1533: Hálfkirkjan á jörðinni nefnd í sakamáli (DI IX, 660).
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 7 vættir fiska (Árni Óla: Strönd og Vogar, 26).
Árið 1703 er þess getið að Snorrastaðir, forn eyðihjáleiga, hafi verið lögð undir jörðina. Hjáleigur jarðarinnar árið 1703 voru Eyrarkot, Gata og Syðsta hjáleiga í byggð.
Eyðihjáleigur voru Tjarnarkot, Valgarðshjáleiga, Garðhús, Móakot, Halakot og Krunakot [Bræðrapartur] (JÁM III, 119-121).
Seint á 18., öld er getið um hjáleigu sem nýtt var sem lambhús.
Hjáleigur í byggð 1847: Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot og Tjarnarkot. Nýibær, Stapabúð, Brekka, Steinsholt, Klöpp, Garðbær, og Hábær voru afbýli byggð á 19. öld. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900 en saga þess er rakin annarsstaðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Upprunalegt nafn bæjarins er Kvíguvogar (Ö-Vogar, 7).
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá uppruna örnefnisins Kvíguvogar í þjóðsögunni um bónda einn í Vogum og marbendil sem bóndi veiðir í net sín. Í sögunni segir m.a.: “Þóttist hann skilja að kýr þessar hefði marbendill sent sér í þakkarskyni fyrir lausn sína. Þessi kýr hefur verið hinn mesti dánumannsgripur sem á Ísland hefur komið; æxlaðist af henni mikið kúakyn sem víða hefur dreifzt um land og er allt grátt að lit og kallað sækúakyn. En það er frá bónda að segja að hann varð mesti auðnumaður alla ævi. Hann lengdi og nafn byggðar sinnar og kallaði af kúm þessum, er á land hans gengu, Kvíguvoga er áður voru kallaðir Vogar.” (Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 127-128).
1703: “Túnin líða skaða af sands og sjávarágángi, og gjörist að því ár frá ári meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagarnir litlir sumar og vetur.” (JÁM III, 119). Túnakort 1919: Tún 2,3 teigar, garðar 1220m2.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar.

“Neðan vert og nær sjónum eru svo Stóru-Vogar og stóðu á Bæjarhólnum í Stóru-Vogatúni. Þar eru nú rústir einar, því Stóru-Vogar eru í eyði.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi, segir: “Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 […]. Það Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. […] Smiður þess var Skúli Högnason úr Keflavík. Húsið var rifið árið 1965.”
Stóru-Vogar eru um 370 m sunnan við Minni-Voga og 310 m SSA við Suðurkot. Grasigróinn bæjarhóll Stóru-Voga er horfinn að hluta í vestri vegna ágangs sjávar. Bæjarleifar Stóru-Voga eru um 5 m austan við efribrún Vogafjöru. Malbikaður göngustígur liggur N-S meðfram vesturvegg íbúðarhúss Stóru-Voga. Bæjarhóll Stóru-Voga er grasigróinn, 2-3 m á hæð, um 30 m á lengd, um 20 m á breidd og snýr N-S. Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur og Viktori Guðmundssyni ber minna á bæjarhólnum í dag (2007) vegna framkvæmda við Stóru-Vogaskóla þar sem jarðvegi úr grunni hússins var ýtt yfir stóran hluta heimatúns bæjarins. Á hólnum eru enn tóftir íbúðarhússins sem byggt var árið 1912 og signar hleðslur grjótveggja fjóss sem var fast norðan við húsið. Grunnur íbúðarhússins er steinsteyptur og grjóthlaðinn, um 12 m á lengd, um 6 m á breidd og snýr A-V.
Innanveggir grunnsins eru alveg steinsteyptir um 0,2 m á breidd og um 1 m á hæð. Ytri veggir eru um 0,5 m á breidd og um 1-1,4 m á hæð. Steinsteyptar tröppur voru upp á aðra hæð húss að sunnan við SA horn þess. Tröppurnar eru um 2 m á breidd, um 3 m á lengd og um 1,4 m á hæð. Kjallarinn var þrískiptur, með sjö dyrum og einum glugga á austurvegg. Tvennar dyr eru á vesturhlið, tvennar á suðurhlið, einar á austurhlið og tvennar á norðurhlið. Samkvæmt Viktori Guðmundssyni og Sesselju Guðmundsdóttur var grunnur hússins að hluta til byggður 1871 og svo bætt við hann 1912. Eldri hluti grunnsins er tilhöggvið grjót límt saman á meðan yngri hluti hans er að verulegu leyti fjörugrjót sem steypt var í mót og múrhúðað. Tröppur hússins eru taldar vera frá 1912. Samkvæmt Helga D. Davíðssyni var hluti af byggingarefni íbúðarhússins svo notað í húsið Aragerði 7. Vestari dyr á norðurhlið íbúðarhúss lágu upp í sambyggt fjós og hlöðu sem er um 2 m norðar. Um 1,5 m breiður og um 2 m langur gangur lá N-S á milli húsanna. Veggir fjóssins og hlöðunnar eru grjóthlaðnir og mjög hrundir en þeir eru um 0,5-1 m á breidd og um 0,2-0,4 m á hæð.

Stóru-Vogakirkja (útkirkja)

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar – fornleifar.

Í bókinni Strönd og Vogar segir: “Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.” Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, var kirkjan líklega á vestanverðum bæjarhól Stóru-Voga en ekkert sést til hennar í dag, trúlega vegna sjávarrofs. Mjög líklegt er að mannabein sem fundust í sniði bæjarhólsins að vestanverðu (sjá 059) séu vísbending um staðsetningu kirkju og kirkjugarðs þó ekki sé hægt að fullyrða það án frekari rannsókna. Grasigróinn bæjarhóll Stóru-Voga er horfinn að hluta vegna ágangs sjávar. Grunnur íbúðarhússins er enn uppistandandi og leifar hleðslna í fjósi eru sjáanlegar.
KVÍGUVOGAR (G) -Þorláki, Maríu (KÁLFATJARNARÞING) – HÁLFKIRKJA [1367]: lxv. Mariu kirkia og hinz heilaga Thorlaks Biskups j kuiguvogum a xc j heimalande. vj ær. ij saude tuævetra. les Vilchinsbok; Hítardalsbók DI III 221 1397: a .xc. j Heimalandi portio Ecclesiæ vmm iiij ar .iiij. merkur þau sem Andries Magnusson a ad svara. Þar skal takast heimatiund heimamanna; Máld DI IV 105-106 {1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 61}. Ekkert sést til fornleifa.

Snorrastaðir (býli)

Snorrastaðir

Snorrastaðir – tóft.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Snorrastader, forn eyðijörð og hefur um lángan aldur í eyði legið. Eigandinn er kóngl. Majestat. en hvað landskuld hefur hjer af verið, veit enginn að segja. Nú er alt land þessarar jarðar lagt undir brúkun ábúendanna í Vogum hvorutveggja og hefur yfir hundrað ár so verið. Það segja menn, að þegar þessi jörð lagðist í eyði, hafi bærinn verið færður annarstaðar í sömu landeign, og sá bólstaður um skamma stund viðhaldist eftir því sem munnmæli gánga. Er og so það bæjarstæði í Voga landi lángt fram yfir það, sem elstu menn til minnast, og kann örðugt aftur að bygjast fyrir þí, að túnin eru aldeiliss í sand, grjót og hrjóstur uppblásin.” Í örnefnaskrá segir að jörðin hafi farið í eyði í eldsumbrotum á 13. öld. “Snorrastaðatjarnir verða næstar á vegi okkar en þær liggja rétt fyrir ofan Háabjalla. Í gömlum heimildum er getið um Snorrastaði einhvers staðar á þessum slóðum en hvergi sjást merki um þann bæ. […] Fyrir ofan neðstu tjörnina er nýreistur skáli frá Skátafélaginu Heiðarbúum í Keflavík,” segir í Örnefni og gönguleiðir. Snorrastaðatjarnir heitir falleg tjarnaþyrping um 300 m suðaustan við Háabjalla, en tjarnirnar hafa myndast í gjám sem liggja þarna þétt saman og teygja sig norðaustur-suðvestur.
“Tjarnirnar eru oftast sagðar þrjár, en eru í það minnsta fimm ef ekki er því meiri þurrkur,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Staðsetning býlisins er ókunn.

Snorrastaðir

Snorrastaðir.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Snorrastader, forn eyðijörð og hefur um lángan aldur í eyði legið. Eigandinn er kóngl. Majestat. en hvað landskuld hefur hjer af verið, veit enginn að segja. Nú er alt land þessarar jarðar lagt undir brúkun ábúendanna í Vogum hvorutveggja og hefur yfir hundrað ár so verið. Það segja menn, að þegar þessi jörð lagðist í eyði, hafi bærinn verið færður annarstaðar í sömu landeign, og sá bólstaður um skamma stund viðhaldist eftir því sem munnmæli gánga. Er og so það bæjarstæði í Voga landi lángt fram yfir það, sem elstu menn til minnast, og kann örðugt aftur að bygjast fyrir þí, að túnin eru aldeiliss í sand, grjót og hrjóstur uppblásin.” Í örnefnaskrá segir að jörðin hafi farið í eyði í eldsumbrotum á 13. öld. “Snorrastaðatjarnir verða næstar á vegi okkar en þær liggja rétt fyrir ofan Háabjalla. Í gömlum heimildum er getið um Snorrastaði einhvers staðar á þessum slóðum en hvergi sjást merki um þann bæ. …

Nýibær (býli)

Nýibær

Nýibær.

“Einnig Nýibær og Hábær [enn í byggð]. […] Þá er Nýibær í Nýjabæjartúni og liggur Nýjabæjarstígur niður þaðan í Nýjabæjarvör. Tún Tumakots og Nýjabæjar liggja saman á hólnum, sem nefnast Borhólar og skammt þaðan er Nýjabæjarbrunnur, […].” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki Vatnsleysustrandarhreppi segir: “Nýjibær (Vogagerði 24). Árið 1872 hófu ung hjón búskap að Nýjabæ. […] Stuttu eftir að Andrés tók við búinu [eftir 1899] byggði hann nýtt íbúðarhús. […] Árið 1927 lagði Andrés í það mikla verk að byggja nýtt og stærra íbúðarhús.” Nýibær (byggður 1927) er nú Vogagerði 24, um 200 m NNA við Suðurkot og um 180 m SA við Stóru-Voga.
Nýibær stendur fast vestan við malbikaða götu sem liggur N-S, Vogagerði, og fast sunnan við malbikaða götu, Ægisgötu, sem liggur A-V. Vestan við Nýjabæ er svo sléttað moldarbarð þar sem áður stóð steinsteypt íbúðarhús og sunnan við hann er íbúðarhús við Vogagerði 26.
1919: Tún 1 teigur, garðar 550 m2. Ekkert sést til eldri bæjar og enginn bæjarhóll er greinanlegur vegna sléttunar, bygginga og vegagerðar. Íbúðarhúsið sem byggt var 1927 er bárujárnsklætt timburhús sem snýr N-S. Gengið er inn að vestan og er grunnur hússins grjóthlaðinn og steinsteyptur. Húsið er á tveimur hæðum og samkvæmt Særúnu Jónsdóttur, heimildarmanni, er ómanngengur kjallari undir húsinu. Engir gluggar eru á grunni hússins og er þak þess með burst. Grunnurinn er um 7×7 m að flatarmáli fyrir utan steinsteypta viðbyggingu að norðanverðu.

Hábær (býli)

Hábær

Hábær.

“Einnig Nýibær og Hábær. […] Hábær stendur í Hábæjartúni en heima frá bæ liggur Hábæjarstígur í Hábæjarvör. Rétt hjá bænum var Hábæjarbrunnur.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Hábær er nyrsti jarðarhlutinn sem látinn var úr Stóru-Vogajörðinni. […] Árið 1920 reif Ásmundur [Árnason] Hábæ og byggði hann upp aftur í Hafnarfirði og gaf því húsi sama nafn, (nú Skúlaskeið 3). […] Hábær í Vogum var aðeins kjallaragrunnur eftir að húsið sjálft var rifið. […] lét hann [Árni T. Pétursson] rífa Hvamm og byggja upp á Hábæjargrunninum, þó í öðrum stíl væri en áður, og er það enn í dag sá hluti hússins sem snýr mót suðri. […] Árni byggði Hábæ árið 1921 […].” Samkvæmt túnakorti frá árinu 1919 var Hábær um 160 m NA við Stóru-Voga og um 160 m sunnan við Austurkot. Í raun er Hábær um 150 m NA við Stóru-Voga og um 200 m SSV við Austurkot. Upprunalegt byggingarár Hábæjar er óþekkt og ekki er vitað hvort einhvern tíman stóð torfbær á þessu svæði.
Hábær stendur enn í grasigrónum garði fast norðan við Tjarnargötu í vesturenda hennar, NA við grunnskóla Voga.
1919: Tún 1,5 teigar, garðar 450 m2. Hábær sem byggður var 1922 stendur enn en búið er að byggja við upprunalegu bygginguna 2-3 sinnum. Gera má ráð fyrir því að aðeins grunnur fyrra timburhúss sem rifið var árið 1920 sé enn til staðar af eldri byggingum. Enginn bæjarhóll er greinanlegur hugsanlega vegna rasks í kringum húsið en einnig er hugsanlegt að enginn bæjarhóll hafi náð að myndast síðan Hábær byggðist. Ekkert sést til fornleifa.

Kvennagönguskarðsstígur (leið)

Kvennagönguskarð

Kvennagönguskarð.

“Nokkru innar er svo Kvennagönguskarð og þar lá upp Kvennagönguskarðsstígur,” segir í örnefnaskrá.
Kvennagönguskarð er næsta skarð austan við Brekkuskarð, á milli þess og Reiðskarðs. Skarðið er snarbratt og stórgrýtt, gróið mosa og lyngi. Engin ummerki gatna eða slóða eru í skarðinu, en Stapagata liggur sunnan við skarðið í austur-vestur. Mögulega hefur skarðið verið áningarstaður á þeirri leið og þess vegna hlotið þetta nafn.

Kálgarðsbjalli (kálgarður)

Stapinn

Kálgarðsbjalli.

“Upp og austur af Brekkuskarði er Kálgarðsbjalli […],” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt athugasemdum við örnefnaskrá var þar kálgarður um aldamótin 1900. Samkvæmt heimildamanni var garðurinn svokallaður hreppsgarður og hlaðinn í atvinnubótavinnu. Í honum voru ræktaðar kartöflur. Kálgarðsbjalli er um 1,3 km SSV af Stóru-Vogum 001 og um 400 m suður af Brekku 036, en garðhleðslur eru sunnan í honum.

Stapi

Stapinn – hreppsgarðurinn.

Bjallinn er gróinn en mjög grýttur. Brekkan sem hleðslurnar eru í er allbrött til suðurs en klettar efst í henni. Lúpínubreiður eru til suðurs og austurs.
Garðarnir eru mjög greinilegir og ná yfir svæði sem er um 34×28 m að stærð og snýr í norður-suður. Á svæðinu er eitt stórt gerði og tveir niðurgrafnir eða jafnaðir stallar sunnan við það. Gerðið er efst í brekkunni, um 24×24 m að utanmáli. Hleðslur eru úr grjóti í austur-, norður-, og hluta vesturveggjar. Í suðurvegg og syðri hluta vesturveggjar eru hleðslur úr torfi og grjóti. Hleðslur eru allt að 1,2 m á hæð og mest að 3 m á breidd í suðurvegg. Hleðslur eru rofnar í hluta vesturveggjar en standa að öðru leyti. Efst innan gerðisins eru lágir klettar og mikil grjótdreif undir þeim. Op er á suðurhlið gerðisins en suðaustan við það, undir suðurvegg gerðisins, er jafnaður stallur í brekkunni.
Hann er um 6×2 m og snýr austur-vestur. Engar vegghleðslur umlykja stallinn nema að austanverðu, þar sem garðstubbur, um 2 m langur, sameinast suðurvegg gerðisins. Um 3 m neðan, eða sunnan, við stallinn er annar jafnaður stallur í brekkunni. Á honum eru tvö niðurgrafin hólf. Hið vestra er ferhyrnt, um 5×4 m að stærð, 0,3 á dýpt og snýr austurvestur. Hið eystra er sporöskjulaga, um 0,4 m á dýpt, um 4×2 m að stærð og snýr norður-suður.

Kerlingarbúðir (verbúð)

Stapinn

Kerlingarbúðir.

“Vestan undir Kvíguvogabjörgum er Mölvík og Hólanef, þar litlu austar og þar enn austar er svo Skollanef út þangað teygir sig gróðurlendisræma. Þar innan við eru svo ystu verbúðirnar og nefndust Kerlingabúðir. Heita þær svo vegna þess að útróðramenn, er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu,” segir í örnefnaskrá “Undir Vogastapa er lítið undirlendi og ekki búsældarlegt, og treystu búendur þar því nær eingöngu á sjávarútveg. Vestast undir Stapanum þar sem minnst er undirlendið, eru Kerlingabúðir. … Í Kerlingabúðum má sjá margar tóftir sem ýmist hafa verið mannabústaðir eða fiskibyrgi. … Stór steinn sem í var höggið ártalið 1780 var allt fram á síðustu ár þarna fyrir neðan sjávarbakkann,” segir í Mannlíf og mannvirki. Kerlingabúðir eru um 120 m vestur af vestasta hluta túnskikans á Stapa 036, um 1,5 km VSV af Stóru-Vogum 001. Þar er mosagróin grjóturð í í brekkunni og eru rústirnar neðst í henni.

Kerlingarbúðir

Kerlingarbúðir.

Neðst í brattri og grýttri hlíð undir klettahömrum. Sjór hefur brotið nær allt undirlendi neðan hlíðarinnar. Lítil ummerki sjást nú af verbúðinni, en mikið hefur horfið í sjó á undangengnum áratugum. Minjarnar dreifast á svæði sem er um 40×8 m að stærð, landræma sem liggur í austur-vestur milli brekkunnar og sjávar. Austast á svæðinu, í urðarfætinum, eru tvö samliggjandi hólf. Þau eru grjóthlaðin, en uppistaðan í hleðslunum er þó jarðfast grjót neðst í urðinni. Hleðslur eru mest tvö til þrjú umför, og 0,5 m á hæð. Eystra hólfið er um 3×1 að innanmáli með op á norðurhlið og snýr austur-vestur. Vestara hólfið er um 3,5×3 m að innanmáli með op á norðurhlið. Syðst í hólfinu er mikið hrunið ofan í það og virðist þar hafa verið hleðsla. Þar er hólfið líka alldjúpt og því mögulega niðurgrafið. Fleiri mannvirki hafa líklega verið vestan við hólfin en hleðslubrot er fast vestan við þau. Engin önnur glögg ummerki er þó um að ræða enda hefur grjóthrun og sjávarrof líklega eytt þeim. Um 20 m vestur af hólfunum, í sjávarbrotinu, er garðbrot. Það er um 1,2 m á hæð, 1,5 m á breidd og sigið út. Það er hlaðið við tvo stóra steina og er hleðslan úr torfi og grjóti.

Stapabúð (býli)

Stapinn

Stapabúð.

“Næst þar fyrir innan var svo Stapabúð stóð í Stapabúðartúni og er lítið eftir af því, en Stapabúðarvarir voru þar fram undan,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir: “Nokkru austar [en Kerlingabúðir] meðfram Stapanum eru aðrar kofarústir er heita Stapabúðir. Síðast var búið þar árið 1899 […].” Stapabúð er um 130 m norðvestan við Brekku 036 og um 1,5 km suðvestan við Stóru-Voga.
StapinnStapabúð er í grasi grónu túni niður undan mosagróinni en stórgrýttri brekku. Norðaustan við hana er djúp og breið lægð í landið, líklega vegna sjávarrofs og er hún sendin og vaxin melgresi. Aðrar minjar í tengslum við Stapabúð eru vestan við lægðina fyrir utan tóft sem er sunnan við hana. Þar er lítið láglendi en allt er það grasi vaxið frá brekkurótum fram á sjávarbakka.
Fyrst var þurrabúð á staðnum en síðar grasbýli. Stapabúð er með á túnakorti Brekku frá árinu 1919 var samanlagt tún 0,9 teigar og garðar 250m2 samkvæmt því. Á túnakortinu sjást 6 byggingar, kálgarður, vör, brunnur og líklega túngarður. “Á Stapabúð er járnþak baðstofunnar enn uppi hangandi. Hér mótar fyrir gömlum grjótgörðum, og má vera að sumir af þeim hafi verið gerðir til að þurrka á þeim skreið, því að útræði var hér […] áður en býlin komu. Hjá Stapabúð eru einnig rústir af saltfiskbyrgjum, en þau hafa ekki verið gerð fyrr en farið var að salta fisk, og saltfiskverkun hófst ekki hér við Faxaflóa fyrr en á árunum 1829-1840,” segir Árni Óla í bók sinni.

Stapabúð

Stapabúð.

Einnig er getið um Stapabúð í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki. Þar segir: “Stapabúð var grasbýli og greiddi landskuld til Stóru-Voga, er átti allt land meðfram Vogastapa. Þar má enn vel sjá hvernig húsaskipan var háttað. Útræðisaðstaða var mjög góð og fisksæld mikil.” Í Stapabúð sjást enn miklar leifar. Þar eru 4 tóftir, kálgarður, leifar af túngarði og brunnur á svæði sem er um 170 x 90 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Þessar minjar eru merktar inn á túnakort Brekku frá 1919.

Brekka (býli)

Brekka

Brekka.

“Þá kom Brekka í Brekkutúni er náði allt upp í Eggjar. Þarna var lengst byggð undir Stapanum. Fram undan því var Brekkulón og Brekkulónsvarir eða Brekkuvarir […],” segir í örnefnaskrá. Brekkubærinn er neðan og vestan við Brekkuskarð, sunnan við Hólmann, um 1,5 km suðvestur frá Stóru-Vogum. Bærinn stóð á litlu undirlendi undir bröttum hömrum og grjótskriðum. Brekkan suðaustan við bæinn er vel gróin og vex þar aðallega elfting eins og í norðurjaðri túnsins. Annarsstaðar er grasgefnara, sérstaklega næst bæjartóftinni. Sandhólar og -dalir eru vaxnir hvönn og melgresi. Undirlendið sem er gróið er um 100 x 150 m og snýr austurvestur.
StapinnUpphaflega var Brekka þurrabúð en varð síðar grasbýli. Býlið var reist 1848. Árið 1919 var tún 0,9 teigar og garðar 250m2 samkvæmt túnakorti með túninu í Stapabúð. Getið er um Brekku í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um mannlíf og mannvirki í hreppnum. Þar segir: “Að Brekku undir Vogastapa fluttu hjón frá Hólmabúðum árið 1861. […] Byggðu þau upp bæinn og bjuggu þar til ársins 1869. […] Brekka var grasbýli, leiguland eins og stapabúð og greiddi afnotagjöldin til Stóru-Voga […] Þetta gjald hélst þar til Brekka lagðist í eyði árið 1928.” Minjasvæðið er um 40 x 20 m og snýr austurvestur. Á vettvangi voru tvær tóftir skráðar, kálgarður og brunnur og eru þau mannvirki sýnd á túnakorti auk réttar í vesturjaðri túnsins á Brekku en ekki sést til hennar á vettvangi. Ef til vill er hún farin í sjó fram.

Brekkulónsvarir (lending)

Stapinn

Brekkulónsvarir.

“Þá kom Brekka í Brekkutúni er náði allt upp í Eggjar. Þarna var lengst byggð undir Stapanum. Fram undan því var Brekkulón og Brekkulónsvarir eða Brekkuvarir […],” segir í örnefnaskrá. Brekkuvarir eru um 100 m suðaustan við Brekkubæ.
Lendingin er í sandfjöru norðan við hraunbrúnina. Rétt norðan við lendinguna er dálítil klöpp og sunnan við hana er grjót sem að líkindum hefur hrunið úr hraunbrúninni. Lendingin snýr austur-vestur og er sendin í botninn en þó er eitthvað af grjóti í henni vestarlega. Hún er um 1-4 m á breidd, breiðust vestast, og um 20 m löng. Líklega hefur lendingin verið rudd en það er ekki augljóst.

Hólmsbúð (bústaður)

Hólmsbúð

Hólmsbúð – uppdráttur.

“Fram undan Brekku var tangi nefndur Hólmur og þar var Hólmsbúð og framundan henni Hólmsbúðarvör,” segir í örnefnaskrá. Í athugasemdum við örnefnaskrá segir: “Á Hólminum eru rústir og stórir húsagrunnar, því þar var með stærstu útgerðarstöðum á landinu um tíma.” “Hólmabúðir voru á svokölluðum Hólma, sem er um 250 metrum útfrá Stapanum og var talið grasbýli þó lítið virðist hafa verið þar grasland.
Aftur á móti sést enn vel að þarna hafa verið stórir kartöflugarðar, enda fjölmenni á vetrarvertíð. Þar var mikið útræði um miðja 19. öld og fram yfir aldamót.” Hólmurinn er lágreistur, landfastur (á fjöru) og gróinn hólmi fram undan Brekkutúni, um 1,3 km SV af Stóru-Vogum. Á honum eru greinilegar og umfangsmiklar rústir Að austanverðu á Hólminum er sandfjara en berar og grófar hraunklappir í sjó fram á aðra kanta.

Stapinn

Hólmsbúð undir Stapa.

“Þegar komið er út í Hólminn, er hann nokkuð stór og hringlaga. Má þar sjá leifar af miklum mannvirkjum. Fyrst er þar grunnur undan stóru húsi sem líklega hefur veið fisktökuhús og íbúðarhús umsjónarmannsins, sem þarna var. Þetta hús hefur verið um 15 metrar á lengd og breitt að því skapi. Þar hjá er grunnur undan öðru húsi, og þar mun hafa verið salthúsið, sem tók 2000 tunnur af salti. Steinstéttir eru umhverfis þessi hús, en hvort það hafa verið gangstéttir, eða ætlaðar til að breiða á þær fisk, verður ekki sagt. Fremst á Hólminum eru rústir af grjótbyrgjum, þar sem vertíðarmenn hafa saltað fisk sinn. Hefir sjórinn brotið nokkuð af þessum byrgjum, svo að nú verður eigi séð, hve mörk þau hafa verið, en heillegar tóftir standa eftir af sumum. Þarna eru og leifar af grjótgörðum. Tvö svæði á stærð við meðalkálgarð eru þar afgirt með grjótgörðum, og getur verið, að annað þeirra hafi verið bátaskýli, og hafi menn dregið inn í það báta sína … Þurrabúð rís fyrst í Hólmi 1830 …, ” segir Árni Óla í bók sinni.

Stapinn

Stapinn – uppdráttur ÓSÁ.

Einnig er getið um Hólmabúðir í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum. Þar segir: “Hólmabúðir voru á svokölluðum Hólma, sem er um 250 metrum útfrá Stapanum og var talið grasbýli þó lítið virðist hafa verið þar grasland. Aftur á móti sést en vel að þarna hafa verið stórir kartöflugarðar, enda fjölmenni á vetrarvertíð. Þar var mikið útræði um miðja 19. öld og fram yfir aldamót. Voru þar eingöngu svokölluð !innitökuskip”, aðkomuskip um vetrarvertíðina, eða frá byrjun mars til lokadags 11. maí. …Á Hólmabúðum voru komin stór salthús 1839-1840 og á lofti þeirra voru verbúðir aðkomumanna. … Þar eru grunnar eftir tvö stór salthús og á Kristjánstanga, sem er milli Voga og Vogastapa var þriðja salthúsið. Allt árið urðu að vera saltafgreiðslumenn á Hólmabúðum, sem afgreiddu salt og aðrar nauðsynjar, þó helst á vetrarvertíðinni. Voru því, utan vertíðar, búendur allt árið í Hólmabúðum. … Talið er að þegar útgerð var mest frá Hólmabúðum hafi verið gerð út þaðan 18 skip og ef áætlað er að jafnaði 7 menn á hvert skip verða það 126 manns. Síðan má telja landverkafólk og má ætla að þegar mest var hafi verið þarna um 140-150 manns á vetrarvertíðinni.” Tóftirnar dreifast um Hólminn sem er um 50×50 m að stærð.

Hólmsbúðarvör (lending)

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

“Fram undan Brekku var tangi nefndur Hólmur og þar var Hólmsbúð og framundan henni Hólmsbúðarvör,” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur, heimildamanni, mun þar hafa verið pláss fyrir tvo báta, en hún hefur ekki fundið staðsetningu vararinnar. Vörin hefur þó líklega verið austan í Hólminum, þar sem er dálítil sandvik, því annarstaðar eru umhverfis hann grófar hraunklappir sem flæðir yfir. Hólmurinn er landfastur (á fjöru) gróinn hólmi fram undan Brekkutúni.
Ekki er vitað hvar Hólmsbúðarvör hefur verið.

Vogaréttir (rétt)

Vogaréttir

Vogaréttir.

“Upp af Moldu eru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar- Rosmhvalanes- Hafnar- og Grindavíkurfjárbændur,” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt Sesselju G. Guðmundsdóttur sést ekki til réttarinnar þar sem grjót úr henni var tekið og sett í sjóvarnargarð. Viktor Guðmundsson telur að réttin hafi staðið við austurhorn stórs bragga í norðvesturhorni afgirtrar lóðar fiskeldisins. Skátamót voru haldin þarna um 1974-1975, var þá hægt að sjá neðstu steinanna í hleðslunni, annars hafði grjótið verið tekið til hafnargerðarinnar. Réttin stóð þar sem nú er lóð fiskeldisstöðvar á flatlendi skammt suðvestur af ströndinni.
Upplýsingar um rétta staðsetningu réttarinnar bárust eftir að vettvangsvinnu lauk og var staðurinn því ekki skoðaður á vettvangi en líkur eru til þess að lítið sem ekkert sjáist til minja um réttina.

Steinsholt (býli)

Steinsholt

Steinsholt.

“Innan Kristjánstanga er Síkið og liggja úr því Síkisrennan og Síkisrásin norðar, sem einnig nefnast Rennan og Rásin, [svo] Þá er Steinsholt og Steinsholtstún sem verið hefur heldur smátt í sniðum.” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt Mannlíf og Mannvirki í Vatnleysustrandarhreppi var Steinsholt byggt 1874 sem tómthús en hefur verið í eyði frá 1879. Sex tóftir og eitt gerði eru á svæði um 740 m SSA við Stóru-Voga og um 1100 m SSA við Minni-Voga. Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, eru tvær af tóftunum (E og M) örugglega Steinsholt, en Guðrún kannaðist ekki við hinar. Gerðið og tóftirnar eru í þýfðu graslendi 10-20 m vestan við Gamla-Keflavíkurveg. Síkistjörn er norðan við, á milli og uppi á Steinsholti, tveimur 1,5-2 m háum hæðum grónum grasi og mosa. Einnig er getið um minjastaðinn í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum. Þar segir: “Guðmundur Magnússon, koparsmiður, f. um 1834, og kona hans, Ástríður Guðmundsdóttir […] byggðu sér tómthús um 1874 er þau nefndu Steinsholt. Var það á milli Vogabyggðar og Vogastapa í landi Stóru-Voga. Landið fyrir neðan Steinsholt, eða sjávarmegin, heitir Kristjánstangi og var þar útgerð, enda landtaka góð. Á miðri nítjándu öld lagðist sá útgerðarstaður niður. […] Eins og áður segir byggðu þau í Steinsholti, þar sem enn má sjá klapparskoru, sem Guðmundur refti yfir og notaði fyrir eldsmiðju. Þrátt fyrir haga hönd voru hjónin bláfáttæk og bjuggu við lélegan húsakost. Í Steinsholti lést Guðmundur 29 mars árið 1879.”

Vogasel (sel)

Vogasel

Vogasel yngri.

“Þá liggur þjóðvegurinn yfir Síkistjörn þar fyrir sunnan hækkar landið nokkuð og eru þar þrír hólar með hundaþúfum á heita Víkurhólar og Víkurhólaþúfur. Austan og ofan þessa svæðis er svo Leirdalur og syðst í honum Vogasel í Selhólum sem eru hér og lægð þar í milli. Sézt þetta vel af Reykjanesbraut,” segir í örnefnaskrá. Leirdalur heitir sunnan við syðstu hús í Vogum. Sunnan hans er gróin hraunbreiða og margir sprungnir hraunhólar með hundaþúfum. Á einum þessara hóla, um 100 m neðan Reykjanesbrautar og um 1,4 km SA af Stóru-Vogum, eru umtalsverðar hleðslur og gætu verið rústir Vogasels. Hraunhóllinn er krosssprunginn og gróinn, og talsvert af birkihríslum í sprungunni sjálfri. Umhverfis hann er gróið hraun.
Hleðslurnar eru á hólnum, í krosssprungunni sem er nokkuð breið. Hleðslurnar eru úr grjóti, nokkuð signar og víða grónar í svörð. Hæð þeirra er þó mest um 1,2 m og þrjú umför nyrst á hólnum, en þar er að hluta hlaðið ofan á sprungu- eða gjárvegginn. Annarstaðar eru hleðslur mun lægri. Rústirnar eru á svæði sem er um 30×25 m. Mannvirkjunum verður nú lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar.

Bræðrapartur (býli)

Bræðrapartur

Bræðrapartur.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Krunakot hefur verið tómthús, þar var landskuld ein vætt fiska til heimabóndans, það hefur sjaldan bygt verið, en nú síðast yfir sex ár í eyði legið.” “Bræðrapartur enn í byggð.” segir í örnefnaskrá. Þar segir einnig: “Bræðrapartur er syðsta hús í Vogum og stendur í Bræðrapartstúni.” segir í örnefnaskrá. Einnig er getið um minjastaðinn í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum. Þar segir: “Syðsta grasbýlið í Vogum er Bræðrapartur (áður nefnt Krúnutóft) og er hann hluti úr Suðurkots – og Stóru-Vogalandi. Það var og er enn umdeilt hvort það sé grasbýli eða með jarðarréttindi, þ.e. afréttar- og beitarréttindi utan heimagirðingar, en um langan tíma hefur það verið rekið sem bújörð og er svo gert enn í dag. […] Í Bræðraparti urðu allmikil umskipti er Guðmundur Kortsson tók við búinu árið 1928. Árið 1929 byggði hann hús og reif það gamla, er hafði þótt gott á sínum tíma. […] Árið 1947 byggði Guðmundur við og breytti húsinu í núverandi horf.” Bræðrapartur var um 370 m sunnan við Stóru-Voga og um 60 m sunnan við Suðurkot.
Á þessu svæði er sléttuð grasflöt og íbúðarhús við Brekkugötu 6.
1919: Tún 1,3 ha, garðar 1000 m2. Ekkert sést til fornleifa en húsið við Brekkugötu 6 stendur á greinilegum egglaga hól sem er um 30 m á breidd, um 50 m á lengd, 1-2 m á hæð og snýr NV-SA.

Stóru-Vogasjóhús (sjóbúð)

Stóru-Vogar

Stóru-Vogasjóhús.

“Heiman frá bæ lá Stóru-Vogastígur niður í Stóru-Vogavör við Stóru-Vogatanga. Upp var [svo] Vörinni var Stóru-Voganaust og Stóru-Vogasjóhús.” segir í örnefnaskrá. Samkvæmt túnakorti frá árinu 1919 var fiskhús um 120 m NV við Stóru-Voga og um 170 m VSV við Tjarnarkot. Tvöföld tóft er um 130 m VNV við bæ og um 170 m SV við Tjarnarkot. Tóftin stendur á efribrún fjöru í sléttu graslendi á Stóru-Vogartanga.
Tóftin er tvískipt, um 9 m á lengd, um 7 m á breidd og snýr ASA-VNV. Hér hefur trúlega verið timburhús á grjóthlöðnum grunni. Tóftin er vel grasigróin og lítið rofin en efri brún fjöru er komin mjög nálægt tóftinni að V svo hún er í hættu vegna sjávarrofs.
Samkvæmt Magnúsi Ágústssyni var fjárhús frá Stóru-Vogum á þessu svæði en samkvæmt ljósmynd sem tekin er árið 1921 í fórum Þjóðminjasafns Íslands voru þarna sjóhús frá Stóru-Vogum.

Dys (legstaður)

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 1950.

Í Strönd og Vogar segir: “”Hrolleifur bjó síðan í Kvíguvogum og er þar heygður. Hans son var Svertingur, faðir Gríms lögsögumanns á Mosfelli.” Enginn veit nú, hvar haugur Hrolleifs er. Sumir hafa giskað á, að hann muni vera rétt hjá húsinu, sem nú er í Stóru-Vogum, því að mannsbein hafa fundizt þar í hólbarði. Kålund getur um hauginn í Íslandslýsingu sinni og segir, að á haugnum hafi fyrst verið reist hjáleiga og síðan fjárhús.” Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, fundust mannbeinin í fjöru í sniði bæjarhóls að vestanverðu um 15 m vestan við íbúðarhús Stóru-Voga. Bæjarhóll Stóru-Voga er nú að hálfu rofinn í burtu að vestan vegna ágangs sjávar. Þar er nú brött grýtt brún sem hallar um 30-40° til V.

Vogar

Stóru-Vogar – skilti.

Ekkert sést til fornleifa í dag. Guðrún sagðist ekki vera viss um það hvort beinin hafi verið rofin úr bæjarhólnum eða hvort um hafi verið að ræða bein óþekkts sjómanns. Samkvæmt Helga Davíðssyni, einum eiganda Ásláksstaða, fundust beinin í sjávarbakkanum skammt norðan við bæjarrústina, á ská út frá tóft útihúsanna. Líklegast er að beinin tengist í raun kirkjugarði hálfkirkju Stóru-Voga sem talið er að hafi verið á jörðinni þó ekki sé hægt að fullyrða það en einnig gæti alveg verið um legstað Hrolleifs að ræða. Snið bæjarhólsins er ógreinilegt vegna jarðvegshruns og rasks vegna byggingar sjávarvarnargarðs, göngustígs og skólabyggingar. Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur og Viktori Guðmundssyni fundust beinin 5. júní 1976 og voru þau send Þjóðminjasafni Íslands til greiningar og varðveislu.

Móakot (býli)

Móakot

Móakot – uppdráttur.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Móakot hefur tvö ár í eyði legið, kostir voru þar allir hinir sömu, grasnyt sem því fylgdi brúkar heimabóndinn, og má ekki að skaðlausu án vera.” Staðsetning hjáleigunnar er óþekkt og heimildarmenn, Guðrún L. Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson, könnuðust ekki við Móakot í Vogum. Samkvæmt heimildarmönnum eru þó Móakot inn á Strönd rétt hjá Ásláksstöðum og einnig er hjáleiga frá Kálfatjörn sem kallast Móakot.

Valgarðshjáleiga (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Valgards hjáleiga hefur fimm ár í eyði legið, þar voru kostir allir hinir sömu sem á Tjarnarkoti. Nú brúkar heimabóndinn grasnautnina og kann hennar ei að missa að skaðlausu.” Prestur telur hjáleigurnar Valgarðskot og Garðhús með 1803. Staðsetning hjáleigunnar er óþekkt og heimildarmenn, Guðrún L. Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson, könnuðust ekki við nafnið.
Heimildir:JÁM III, 121; JJ 1847, 89.

Gvendarbrunnur (vatnsból)

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur í Vogum.

“Þar skammt frá Veginum er vatnsból er nefndist Gvendarbrunnur eitt þeirra vatnsbóla er vor ágæti Gvendur góði vígði,” segir í örnefnaskrá. “Milli Leirdals og efstu húsanna er Gvendarbrunnur sem sagður er vígður af Guðmundi góða Arasyni Hólabiskupi. Brunnurinn er lítil hola við klappir oftast með einhverju vatni í,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Gvendarbrunnur er um 10 m austan við íbúðarhús við Hvammsdal 14 og um 450 m suðaustan við Suðurkot.
Brunnurinn er í grasi- og mosagrónu grýttu hrauni. Einnig er getið um minjastaðinn í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum. Þar segir: “Skammt fyrir ofan Hvamm er Gvendarbrunnur, vígður af Guðmundi biskupi góða, og er mikilvægt að friðlýsa brunninn, því byggðin er farin að nálgast hann. Brunnurinn er um 260 metrum fyrir ofan gamla þjóðveginn (þeim ökufæra) og nánari staðsetning er sú að húsið í Hvamm skal bera í miðja Ytri-Njarðvík.”
Gvendarbrunnur er egglaga hola austan undir kletti sem Hvammsdalur 14 stendur á. Holan er um 1 m á breidd og um 1,2 m á lengd og um 0,4 m á dýpt. Engar greinilegar hleðslur eru sjáanlegar en holan er þó full af grjóti.
Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, var þarna aldrei eiginlegur brunnur í hennar tíð heldur aðeins hola í hrauninu sem oft var vatn í. Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur hefur mjög líklega verið vel nýtanlegt náttúrulegt vatnsból á þessu svæði sem hefur þó þurft að grafa upp úr við og við vegna jarðvegssöfnunar.

Gíslaborg (fjárskýli)

Gíslaborg

Gíslaborg.

“Rétt heima við Vegamótin er svæði sem nefnist Lægðin. Austar og hærri er fjárborg, nefnist hún Gíslaborg og vestan undir henni lægðir heita Gíslaborgarlágar,” segir í örnefnaskrá. “Suður undir Vogaafleggjara og suðvestur af Brunnastaðalangholti er Gíslaborg og Gíslaborgarlágar austur og norður af henni. Þarna eru rústir af stórri fjárborg og er mál borgarinnar u.þ.b. 10×7 m og veggþykktin töluverð,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Áður en kemur inn í þéttbýlið Voga er verksmiðjuhúsnæði Norma ehf. við Harunholt austan afleggjarans. Austan við verksmiðjuna, í grónu hrauni, er grjóthlaðin fjárborg og sést hún vel að. Um 1,1 km austur af Stóru-Vogum.
Fjárborgin stendur á dálitlum grónum hól í uppgrónu hrauni.

Gíslaborg

Gíslaborg.

Fjárborgin er um 10×7 m að utanmáli, en hleðslur eru nokkuð hrundar út og virðist umfang hennar því meira. Hún snýr norður-suður og er op á miðri suðurhlið. Borgin er öll grjóthlaðin, en í norðurhluta hennar virðist torfi eða jarðvegi vera hlaðið með utanverðum veggjum. Að innan er borgin einnig niðurgrafin í norðurhluta og er þykkt veggja þar allt að 2,5 m, en annars um 1 m. Engu síður hallar fletinum nokkuð til suðurs innan tóftarinnar. Grjót í hleðslum er nokkuð stórt, hleðslur grónar og hæð þeirra um 1,2 m. Innan tóftarinnar má greina 6 lítil aðskilin hólf, öll aðgreind með einföldum grjóthleðslum. Talsvert hefur hrunið úr hleðslum innan tóftarinnar og er mögulegt að hólfin hafi verið fleiri.

Þórusel (sel)

Selhólar

Selhólar – Þórusel.

“Suðaustur frá þessari fjárborg er svæði, sem nefnist Þórusel, þar eru Kúadalur og Kúastígur.” segir í örnefnaskrá “Nokkurn spöl vestan við Viðaukahólana fyrrnefndu sjáum við nokkuð stórt slétt svæði sem áður fyrr hefur verið grasi vaxið en er nú sundurskorið af stórum moldarflögum. Svæðið er rétt ofan við vegamótin í Voga og gæti heitið Þórusel. Nafnið Þórusel kannast flestir eldri menn við en erfitt er að staðsetja það eftir heimildum. Vogamenn segja umrætt svæði líklega heita Þórusel en Strandarmenn segja svæði neðan Reykjanesbrautar og rétt austan vogaafleggjara heita Þórusel eins og fyrr er getið. Víst er að Þóru nafnið er úr Vogum því gamlar sagnir eru til um Þórusker við Voga en á því átti að standa höfuðból og þar “átján hurðir á hjörum”. Engar rústir eru sjáanlegar á fyrrnefndu svæði þó grannt sé leitað en við tökum gildar heimildir úr Vogum um Þórusel á þessum stað þó svo að ólíklega hafi verið selstaða svo nærri byggð,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Eins og sést af ofangreindum frásögnum ber mönnum ekki saman um hvar Þórusel hafi verið. “Vogamenn” segja það norðan Reykjanesbrautar og austan Vogaafleggjara. Þar er gróið hraun og enginn staður sérstaklega vænlegur fyrir sel, eins og umhverfið er nú.

Þórusel

Þórusel – heimasel.

Beint sunnan gatnamóta Reykjanesbrautar og Vogaafleggjara er grasi gróinn blettur sem að nokkru hefur verið raskað. Er þetta sá staður sem margir telja að selið hafi verið. Engar leifar um selið er nú að sjá á þessum stað en þar er mjög grösugt og þýft. Svæðið er um 30 m sunnan (ofan) við Reykjanesbraut og um 1,8 km suðaustan við bæ og kemur til með að hverfa undir mislæg gatnamót.
Gróinn grasblettur upp af Reykjanesbraut. Umhverfis eru mosavaxin hraun.
Veturinn 2006-2007 voru ráðgerðar framkvæmdir á þessum slóðum og tóku þá vinnuvélar prufuskurð á svæðinu sem Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur vaktaði. Ekki komu í ljós neinar mannvistarleifar á þessum slóðum, en það segir þó lítið um að Þórusel hafi verið á þessum stað.  Að teknu tilliti til nálægðar við bæi hefur Þórusel að öllum líkindum verið heimasel. Í slíkum seljum voru ekki önnur mannvirki en stakur stekkur.

Snorrastaðasel (sel)

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

“Við Nyrstu-Vatnsgjá mótar fyrir Snorrastaðaseli,” segir í örnefnaskrá, en heimildir herma að á þessum slóðum hafi verið býlið Snorrastaðir þótt staðsetning þess sé nú týnd. “Þrjár kofatóftir eru á nyrðri bakka neðstu og stærstu tjarnarinnar. Ein heimild segir að þarna hafi verið Snorrastaðasel og þá frá bæjum í Vogum. Þetta er annað af tveimur selstæðum í hreppnum sem eru svo nálægt byggð og má ætla að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr,” segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Snorrastaðatjarnir heitir falleg tjarnaþyrping um 300 m suðaustan við Háabjalla, en tjarnirnar hafa myndast í gjám sem liggja þarna þétt saman og teygja sig norðaustursuðvestur. Tóftir Snorrastaðasels eru við nyrðri bakka nyrstu tjarnarinnar, en göngustígur liggur fram á bakkann við tóftirnar frá bílastæði við Háabjalla. Selið er um 2,9 km SSV af Stóru-Vogum.
Tóftirnar eru sunnanundir hálfgróinni hrauntungu, á dálitlu grónu nesi um 5 m frá vatnsbakkanum. Handan tjarnarinnar stendur skáli Skátafélagsins Heiðarbúa í Keflavík. Á þessum stað eru tvær tóftir á svæði sem er um 22×5 m að stærð og snýr norður-suður meðfram vatnsbakkanum.

Nýjasel (sel)

Nýjasel

Nýjasel.

“Austur frá Vatnsgjánum er grágrýtisholt er nefnist Nielsarbjalli að því er sumir segja, en líklega er hér um mismæli að ræða. Nýjaselsbjalli mun hann heita og þar er Nýjasel,”
segir í örnefnaskrá. “Út frá tveimur efstu tjörnunum til norðausturs er Nýjaselsbjalli eða Níelsarbjalli. Ballinn er nokkuð langt grágrýtisholt sem sker sig dálítið úr umhverfinu.
Hann líkist ekki hinum bjöllunum því þeir eru allir með nokkuð brattri hlíð sem snýr í suðaustur en Nýjaselsbjalli er frekar holt en hjalli. […] en Nýjaselsbjalli mun hann heita og dregur nafn sitt af litlu seli sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. […] Undir bjallanum eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna,” segir í Örnefnum og gönguleiðum.

Nýjasel

Nýjasel.

Nýjasel er um 1,1 km norðaustur af Snorrastaðaseli, norðanundir gjávegg skammt norður af Skógfellavegi sem er stikuð og vörðuð leið um hraunið. Selið er um 2,5 km suður af Stóru-Vogum.
Selrústirnar eru fast undir gjáveggnum, sem er þarna um 3 m hár. Meðfram veggnum er dálítil skjólsæl og gróin lægð en allt umhverfis er gróið hraun.
Á heimasíðu Ferlis segir: “Gengið var niður heiðina áleiðis að Snorrastaðatjörnum. Þegar skammt var eftir að tjörnunum var komið við í Nýjaseli undir Nýjaselsbjalla. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.” Selrústirnar dreifast á svæði sem er um 34×14 m að stærð og snýr norður-suður. Á svæðinu eru þrjár tóftir og auk þess tveir skútar. Hér á eftir verður hverju þessara mannvirkja lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar. Stærsta og umfangsmesta tóftin (A) er á miðju svæðinu. Hún er um 11×8 m að stærð, snýr austur-vestur og greinist í 6 hólf. Megininngangur er á miðri norðurhlið tóftarinnar og er þaðan gengt í öll hólf að einu undanskildu. Komið er inn í hólf 1 sem er um 2×2 m að innanmáli.
Úr því er op til vesturs inn í hólf 2 sem er um 1×1,5 m að innanmáli. Í því er talsvert af grjóthruni gróið í svörðinn. Mögulega hefur verið annar inngangur í þetta hólf á norðurhlið, en hann er fallinn saman.

Pétursborg (fjárskýli)

Pétursborg

Pétursborg.

“Þar rétt við Veginn á Barminum er Huldugjárvarða. Þar er fjárborg hlaðin af Pétri nokkrum föður Benedikts í Suðurkoti, föður Jóns, er þar býr núna, heitir Pétursborg,” segir í örnefnaskrá. Pétursborg stendur hátt, á barmi Huldugjár, og sést langt að. Hún er um 700 m norðaustur af Nýjaseli og um 1,6 km austur af Snorrastaðaseli. Hún er um 2,9 km SSA af Stóru-Vogum.

Pétursborg

Pétursborg – uppdráttur ÓSÁ.

Gjáveggur Huldugjár er allhár og er gróið undir honum. Uppi á barminum þar sem borgin stendur eru hins vegar berar hraunklappir og hrjóstrugt. Á barmi gjárinnar er fjárborg ásamt tveimur grónum tóftum á svæði sem er um 36×16 m og snýr N-S. Fjárborgin er sporöskulaga, um 7×5 m að utanmáli og snýr suðaustur-norðvestur. Hleðslur eru úr grjóti, um 0,5 m á breidd og allt að 1,8 m á hæð í suðurhluta. Þar eru umför allt að 12.
Austurhluti borgarinnar er hinsvegar að mestu fallinn. Op er á suðausturhlið borgarinnar og liggur dyrahella yfir því. Hæð undir henni er um 1 m. Á gróinni spildu austan við borgina eru tvær tóftir.

Hólssel (sel)

Hólssel

Hólssel.

“Norður og upp frá borginni [Pétursborg] er Hólssel […],” segir í örnefnaskrá. “Norðaustur og upp frá Pétursborg en rétt neðan Litlu-Aragjár er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu sem liggur gegnum einn hólinn. Rústirnar eru ekki dæmigerðar selrústir en þó má ekki útiloka að þarna hafi einhvern tímann verið haft í seli,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Hólssel er beint í austur frá þéttbýlinu í Vogum og sér vel í það úr selinu.
Það er um 1 km norðaustur af Pétursborg, um 2,66 km austnorðaustur af Snorrastaðaseli og um 3,1 km SA af Stóru-Vogum. Rústirnar eru í gróinni lægð á milli tveggja allhárra og sprunginna hraunhóla. Austan og vestan við þær er hálfgróinn melur en fleiri hraunhólar til suðurs og norðurs. Svæðið allt er um 26×26 m stórt og eru rústirnar á tveimur stöðum. Annars vegar eru þær í lægðinni á milli hraunhólanna og hins vegar eru hleðslur í sprungunni á nyrðri hólnum.

Arahnúkssel (sel)

Arahnúkasel

Arahnúkasel.

“Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel,” segir í örnefnaskrá. “Undir Arahnjúk er Arahnjúkasel eða Arasel frá Vogum,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Aragjáin er stór og mikil og rís gjárveggurinn hátt og sést langt að. Á barmi gjárinnar er Aragjárvarða, afar greinileg, og þar aðeins norðar undir gjárveggnum eru seltóftir. Þær eru um 750 m suður af Hólsseli 075 og um 1,2 km austur af Pétursborg 074, en um 3,9 km suðaustur af Stóru-Vogum. Í grónum skjólsælum slakka undir gjáveggnum. Til norðurs og vesturs eru mosagrónar hraunbreiður.

Arasel

Arasel – Uppdráttur ÓSÁ.

Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Undir Arahnúk er Arahnúkasel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um selstöðuna, en það kom fyrir að þær væru færðar neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðurinn eyddist. Af þessu má ætla að Arahnúkssel hafi byggst eftir árið 1703 enda höfðu Vogamenn sel í Vogaholti það ár.

Arahnúkasel

Arahnúkasel – stekkur.

Selstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn og þar sjáum við margar kofatóftir ásamt kví. Sagt er að seltúnið hafi síðast verið slegið árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið svo líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir, eins gæti verið að vatn hafi verið í gjánni. Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnslaupur og þar sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Heimildir er um tvö önnur nöfn á Stóru-Aragjá, Aragjá og Stór-Aragjá. Gjáin nær allt að Skógfellahrauni til suðvesturs, en þegar komið er nokkuð norðaustur fyrir Arahnúk þrengist gjáin til muna og er svo til horfin í Brunnastaðalandi. Nokkrar heimildir segja að Stóra-Aragjá sé sama gjá og Klifgjá […] þegar komið er austar í heiðina.” Á svæði sem er um 100×20 m og liggur norðaustur-suðvestur með gjánni eru 7 tóftir (en líklega hefur verið átt við hólf en ekki kofa í tilvitnuninni hér að framan). Mannvirkjunum verður nú öllum lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar.

Vogaselið (sel)

Vogasel

Vogasel eldri.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir: “Selstöðu vissa á jörðin eina nærri þar sem kallað er Vogaholt […]. ” “Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og
ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel. Enn austar er svo Vogaselið gamla,” segir í örnefnaskrá. Vogaselið gamla er um 155 m norðan við sel 084 og um 5,9 km suðaustan við Stóru-Voga.
Suðaustast í breiðum dal er grasi gróin hæð áður en farið er til suðurs upp brekku að yngri seltóftum og í þessari hæð er ógreinileg seltóft. Uppblásið er norðaustan við tóftina og norðan við tóftina eru hraunbreiður, mosavaxnar.

Vogasel

Vogasel eldri.

Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel á Reykjanesskaga segir: “Gömlu Vogasel eru greinilega mjög gömul. Þau liggja neðst í grasi vaxinni brekku utan í holtinu […]. Mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar. Jarðvegseyðing hefur náð upp að torfu þeirri, sem selin eru á. Ofar í brekkunni, undir og við hraunklett, eru Vogasel yngri. 2-3 ógreinilegar tóftir eru á svæði sem er um 40 x 12 m og snýr austur-vestur.

Í ritgerð ÓSÁ um sel á Reykjanesskaga segir: “Ofar í brekkunni, undir og við hraunklett, eru Vogasel yngri. Þar eru þrjár tóftir, ein undir klettinum efst, önnur framar og enn önnur, sú stærsta, tvískipt, utan í grasbakka enn neðar. Austan við tóftirnar er stekkur á bersvæði. Veggir eru heillegir en grónir.” Seltóftir eru um 155 m sunnan við Vogaselið gamla og um 6 km í suðaustur frá Stóru-Vogum.

Vogasel

Vogasel – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki eru aðrar heimildir um örnefnið Vogasel yngri og kannaðist Sesselja Guðmundsdóttir ekki við það. Hún telur að örnefnið Vogaselið gamla, Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel eigi við um sel og þær tóftir sem hér eru skráðar.
Fjórir hólar eru í brekku sem liggur til suðausturs upp úr víðum dal. Seltóftir eru við þrjá efstu hólana og stekkjartóft og lítil grjóthlaðin tóft eru á grösugum en grýttum bletti þar austan við.
Minjasvæðið er í heild um 46 x 68 m og snýr norðaustursuðvestur. Á þessu svæði eru samtals 5 tóftir.

Halakot (býli)

Halakot

Halakot – bæjarstæði.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Halakot hefur í eyði legið fimm ár, þar voru allir kostir hinir sömu sem á hinum og brúkar heimabóndinn grasnytina og getur ekki burt leigt að skaðlausu.”
Staðsetning Halakots er óþekkt og heimildarmenn, Guðrún L. Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson, könnuðust ekki við að bær að nafni Halakot hafi staðið í Vogunum. Heimildarmenn könnuðust aðeins vð Halakot í Brunnastaðahverfi en Magnús Ágústsson er sjálfur þaðan.

Garðbær (býli)
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Garðbær var aflagður fyrir 1920. Var það hús á milli Brekku og Suðurkots og þá í Stóra-Vogalandi og Suðurkotslandi, eins og Bræðrapartur var lengi vel.” Þar er nú Brekkugata 7 um 80 m suðaustan við Suðurkot og um 50 m ANA við Bræðrapart. Á þessu svæði er íbúðarhús og slétt graslóð við Brekkugötu 7.
Ekkert sést til fornleifa.

Syðsta hjáleiga (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: “Sidsta hjáleiga, þriðja. Jarðardýrleiki er óviss.” Staðsetning hjáleigunnar er óþekkt og Guðrún L. Magnúsdóttir, heimildarmaður, kannaðist ekki við nafnið. Hugsanlegt er að hjáleigan hafi verið á svipuðum stað og Suðurkot er nú en engar heimildir hafa fundist um slíkt. Staðsetning hjáleigunnar er óþekkt og heimildarmenn, Guðrún L.Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson, könnuðust ekki við nafnið. Hugsanlegt er að um sé að ræða Suðurkot en engar heimildir hafa fundist sem styðja þá hugmynd.

Dailey Camp (herminjar)

Daily Camp

Daily Camp – minjar.

“Við Stapahornið milli Gamla-Keflavíkurvegar og Reykjanesbrautar er slétt svæði en á því var reist herskálahverfi árið 1942 sem kallað var Daily camp. Þar var sjúkrahús með fullkomnum skurðstofum og sjúkrarými fyrir 250 sjúklinga og var eina starfandi hersjúkrahúsið hér á landi í stríðslok. Daily Camp brann til kaldra kola í óveðri í apríl árið 1946,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Daily Camp var á sléttu svæði norðan Reykjanesbrautar og að
Kálgarðsbjalla. Á þessum slóðum liggur nú vegarslóði upp að Grímshól. Á þessum stað er mikið sléttlendi. Svæðið er vaxið mosa og grasi. Vestan slóðans er sérstaklega slétt.
Ekki sáust skýr ummerki um hverfið á vettvangi en samkvæmt heimildarmanni, Viktori Guðmundssyni, eru sökklar og aðrar minjar auk frárennslislagna á svæðinu.

Grímshóll (þjóðsaga)

Grímshóll

Á Grímshól.

Grímshóll er hæsti punktur Vogastapa. Á honum er hringsjá og útsýnisstaður. Við hringsjána, á kolli hólsins, er grjóthleðsla. Hóllinn er 2,2 km suðvestur af bæ.
Þjóðsaga tengist hólnum og er hún á þessa leið: “[…] En einu sinni bar svo við að unglingsmaður nokkur, Grímur að nafni, ætlaði suður í Leiru til útróðra. Grímur var fyrirvinna hjá móður sinni, en faðir hans var dáinn. Grímur fór nú með öðrum Rangvellingum suður, en er þeir komu suður undir Vogastapa bar svo við sem oft má verða að reiðgjörð slitnaði á hesti Gríms svo hann varð að staldra við til að bæta gjörðina. […] En er Grímur var einn orðinn kom að honum maður einn. Sá maður falar Grím til að róa hjá sér um vertíðina, en Grímur skorast undan og kveðst vera ráðinn hjá manni í Leirunni […] Og hvernig sem þeim hafa nú farizt orð í milli þá fór Grímur með hinum ókunna manni.” Grímur aflar vel hjá ókunna manninum og fer heim með miklar birgðir til móður sinnar. Hann segir engum af viðskiptum sínum við ókunna manninn nema móður sinni og er nokkrar vertíðir hjá honum. Maðurinn býður Grími að koma til sín þegar móðir hans væri önduð og eiga dóttur sína. Grímur þiggur boð mannsins og heldur suður eftir andlát móður sinnar ” […] en engi vissi upp á víst hvert hann fór nema hvað samferðamenn hans komust næst að hann mundi hafa farið að hól þeim sem er á Vogastapa fyrir ofan Reiðskarð. Hóll þessi er æði stór með vörðu á og er hann kallaður Grímshóll síðan. Aldrei varð neitt vart við Grím eftir þetta hvorki á Rangárvöllum né í veiðistöðvum.”
Hóllinn er gróinn í kollinn en annars blásinn og grýttur eins og umhverfið. Þó eru umhverfis hann miklar lúpínubreiður. Sunnan hólsins liggur Stapagata í austur-vestur.
Umhverfis hringsjána er hlaðinn hringur eða stallur úr grjóti og steypu. Fast sunnan við stallinn er gróin hvilft og grjóthleðsla með börmum hennar. Hvilftin er skálarlaga og lækkar inna að miðju. Hún er um 3 m í þvermál og myndar hleðslan hring með börmum hennar. Þar standa mest 2 umför en hleðsluhæð er um 0,4 m í norðurhlið. Á lítilli klöpp í hlíð hólsins, sunnan við hvilftina, eru einnig þrjár lítilfjörlegar grjóthrúgur. Þær liggja í röð í austur-vestur og eru hver um sig varla meira en 0,5 m í þvermál. Sunnan undir hólnum eru svo tveir grjótruðningar. Sá eystri er um 10 m langur og liggur norðvestur-suðaustur. Hann virðist niðurgrafinn að hluta. Vestari ruðningurinn liggur á yfirborði og er um 3,5 m langur í norður-suður. Hæð ruðninganna er um 0,3 m. Tilgangur mannvirkjanna er óþekktur en nokkuð er af járn- og spýtnabraki á og við hólinn.

Jónasarvarða (legstaður)
“Á Holtsgjábarmi er Varðan, Jónasarvarða og er við Jónasarsprungu. Þá eru ýmsir sem nefna hér Jóhannesarvörðu og Jóhannesarsprungu […],” segir í örnefnaskrá. Varðan stendur á klettanibbu suðaustan í krosssprungnum hraunhól og sést langt að. Hún er um 5 km SA af Stóru-Vogum. Austan við hólinn er slakki fram á gjávegginn sem liggur norðaustur-suðvestur um 100 m austan við vörðuna. Varðan er reisuleg, um 1,3 m á hæð, 0,8×0,8 m að ummáli og köntuð. Hún er hlaðin úr fremur stóru hraungrjóti og er hleðslan um 6 umför. Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur, heimildamanni, á varðan að vera hlaðin á þeim stað sem maður, líklega að nafni Jón eða Jónas, varð úti.

Kálffell (fjárskýli)

Kálffell

Kálffell – fjárskjól.

“Í Kálffelli var setið yfir sauðum um og eftir aldamótin 1900 […] og var frægasti sauðamaðurinn þar Oddur Stefánsson frá Grænuborg (d. 1925),” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Kálffell er lágt fell eða gígur, sem þó rís nokkuð upp úr umhverfinu og er eina fellið á þessum slóðum vestan fjallgarðsins. Austan við hæsta punkt fellsins, norðaustan í hlíðum þess, eru tvö fjárskýli í hellisskútum, en vörslugarður í gígnum. Rústirnar eru tæpa 7 km SA af Stóru-Vogum.
Í mosagróinni hraungrýtishlíð, en allt umhverfis eru mosagrónar hraunbreiður.
“Í gígnum eru hlaðnir garðar og við hellaop ofan við gíginn eru einnig hleðslur sem líklega hafa átt að beina fé í skjól ef veður var vont,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Fjárskýlin tvö eru í lágum hraunhellum sem hlaðið hefur verði að og fyrir til þess að mynda skjól, en svæðið er um 15×15 m. Nyrðri skútinn er um 4 m djúpur og 10 m breiður og snýr austur-vestur. Lofthæð er mest um 1 m, en lækkar mjög frá miðju. Hlaðið hefur verið að munnanum og hraunhellur reistar upp á rönd til þess að loka honum fyrir veðri og vindum. Ein hella stendur en a.m.k. tvær eru fallnar. Austast við munnann er grjóthlaðinn rani sem myndar op inn í skútann, en gengið er inn í hann til norðurs. Hleðslan er um 0,5 m á hæð og tvö umför.

Kálffell

Fjárskjól í Kálffelli.

Um 7 m sunnan við skútann er annar hraunskúti. Hann er um 5 m djúpur og um 15 m breiður og snýr norður-suður. Lofthæð er um 1 m en lækkar mjög frá miðju. Gengið er inn í skútann til austurs og er grjóthlaðinn rani að opinu. Hleðslan er um 0,5 m á hæð og 3 umför. Næst munnanum liggur hraunhella þvert yfir ranann og myndar þak. Fleiri skútar eru á svæðinu umhverfis en á þeim eru engin mannaverk.
Um 140 m vestur af fjárskýlunum, ofan í gígnum í Kálffellinu, er grjóthlaðinn vörslugarður. Hleðslan er úr stóru hraungrýti og liggur í vinkil með horn í suðvestur og myndar þannig gerði við gígbarminn. Vesturhliðin er um 12 m löng, en suðurhliðin um 10 m löng. Umför eru allt að fjögur en hleðslan er sigin og hrunin út á köflum. Hæð hennar er mest um 0,8 m. Minjarnar lenda lítillega utan við landamerki sem fengin voru hjá sveitarfélaginu en þær eru engu að síður skráðar með Stóru-Vogum þar sem þær eru í tengslum við Oddshelli sem er skammt frá og möguleiki er á því að landamerkin séu ekki eins nákvæm uppi í heiðinni og niðri við byggðina.

Oddshellir (hellir/smalakofi)

Oddshellir

Oddshellir.

“Í Kálffelli var setið yfir sauðum um og eftir aldamótin 1900 […] og var frægasti sauðamaðurinn þar Oddur Stefánsson frá Grænuborg (d. 1925). […] Einn hellanna heitir Oddshellir og er í Brunnhóli rétt sunnan við gígskálina,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Kálffell er lágt fell, eða öllu heldur gígur, í hrauninu um 3 km suður af Arahnjúksseli. Oddshellir er í suðausturhlíð fellsins, fast sunnan við gígbrúnina. Hellirinn er tæpa 7 km SA af Stóru-Vogum. Í hálfgróinni hlíð fellsins, en allt umhverfis eru mosagrónar hraunbreiður.
“Hóllin dregur nafn af lögun hellisins og eða “dyrum” hans. Opið er eins og brunnop og til þess að komast niður þurfum við að stökkva niður á nokkrar hellur sem hlaðnar hafa verið upp neðan “dyranna”. Oddshellir er nokkuð rúmur og á einum stað er hlaðið upp í einn afkima,” segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Erfitt er að finna hellinn þar sem opið er ofan á hólnum og því lítt áberandi fyrr en komið er alveg að því. Hóllin sjálfur, gróinn hraunhóll, er hins vegar áberandi. Op hellisins er um 1×1,5 m að stærð og er hellirinn nokkuð rúmur. Ekki var farið ofan í hann við skráninguna. Hellirinn lendir utan við landamerki sem fengust hjá sveitarfélaginu en hann er talinn með í örnefnaskrá Voga og tilheyrir að öllum líkindum StóruVogum og er því skráður innan þeirrar jarðar.

Eyrarkot (býli)
Hjáleiga Stóru Voga 1703 (JÁM III, 123). “Eyrarkot var á Eyrarkotsbakka svokölluðum, norðanverðum, milli sjávar og norðurenda Vogatjarnar …” Fór í eyði um 1922 (GJ: Mannlíf og mannvirki, 103).
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir frá hjáleigu undir Stóru-Vogum: “Eirarkot, fyrsta hjáleiga.” Í Manntali frá 1801 er einnig minnst á hjáleiguna Eyrarkot undir Stóru-Vogum. Í örnefnaskrá segir svo: “Í norður frá Stóru-Vogabakka er Eyrarkotsbakki, þar stóð Eyrarkot í Eyrarkotstúni og þar niður undan var Eyrarkotsvöru.” Á túnakorti frá því um árið 1919 stendur: “Eyrarkot, þ.búð, færð nýl. á lágan bakka, er brotnar garðlag lágt og kg. framanvið”. Í bók Guðmundar B. Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi segir: “Eyrarkot (horfið). Eyrarkot á Eyrarkotsbakka svokölluðum, norðanverðum, milli sjávar og norðurenda Vogatjarnar, eða þar sem nú er syðsti hluti af fiskhúsi Valdimars hf. […] sem var timburhús að mestu, […]. Eyrarkot fór í eyði um 1922.” Samkvæmt túnakorti var Eyrarkot á svæði um 320 m NV við Stóru-Voga og um 250 m VNV við Tjarnarkot á svæði 50-80 m V-VSV við Vogatjörn. Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur og Viktors Guðmundssonar er nákvæm staðsetning Eyrakots undir suðurhorni fiskverkunarhúss Þorbjarnar Fiskanes. Á svæðinu eru bárujárnsklædd og steinsteypt iðnaðarhúsnæði og malbikað plan.
Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, voru tættur á þessu svæði áður en iðnaðarhúsnæði voru reist vestan við Vogatjörn. Ekkert sést til fornleifa.

Tumakot (býli)

Tumakot

Tumakot.

Hjáleiga Stóru-Voga 1847. Brann 26. ágúst 1960 (GJ: Mannlíf og mannvirki, 61-62). Túnakort 1919: Tún 0,6 teigar, garðar 620 m2.
“Þá var Tumakot í Tumakotstúni […],” segir í örnefnaskrá. Í Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund B. Jónsson segir svo: “Tumakot (brann 26. ágúst 1960). […] Eyjólfur Pétursson endurbyggði Tumakot um 1910. Þótti húsið reisulegt á þeim tíma. Einnig byggði hann upp öll útihúsin.” Samkvæmt Guðmundi var einnig búið í Tumakoti fyrir 1910. Grjóthlaðinn grunnur Tumakots er 6-8 m vestan við íbúðarhús við Akurgerði 8 og um 55 m suðaustur við Stóru-Voga.
Norðan og vestan við grunninn er slétt graslendi. Austan og suðaustan við hann er um 3 m hár jarðvegshaugur úr grunni íbúðarhússins við Akurgerði 8.
Grasigróinn og grjóthlaðinn grunnur húss sem samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttir var bárujárnsklætt timburhúss. Grunnurinn er niðurgrafinn um 0,8-1 m og eru um 5 umför sjáanleg. Grunnurinn er um 6 m á lengd og um 5 m á breidd að innanmáli. Mikið af grjóthruni er í honum. Grjótveggir grunnsins eru um 1 m á breidd og eru þeir hlaðnir úr hraungrýti. Því er flatarmál grunnsins um 8 m á lengd og 7 m á breidd. Samkvæmt ljósmynd af Tumakoti í Mannlíf og mannvirki og líkani Guðmunda M. Jónssonar af Vogum árið 1930 var inngangur í húsið á vesturhlið um 1 m norðan við suðvesturhorn hússins. Þar er um 0,4 m hátt grjóthlaðið þrep með steypuhúð ofaná sem trúlega hefur verið hluti af forstofunni. Á ljósmynd af Tumakoti í Mannlíf og mannvirki sést greinilega að húsið var á 2 hæðum, jarðhæð og ris, byggt úr timbri og klætt bárujárni. Ómanngengur kjallari var undir húsinu og gluggar á grunni hússins.

Suðurkot (býli)

Suðurkot

Suðurkot.

Hjáleiga Stóru Voga 1847 samkvæmt Jarðabók Johnsens. Túnakort 1919: Tún 1,7 teigar, garðar 1180m2.
“Þá er Suðurkot í Suðurkotstúni,” segir í örnefnaskrá. Í Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi segir: “Eftir aldarmótin lét Benedikt [Pétursson] byggja upp gamla bæinn og var sá notaður til ársins 1927. Þá lét hann byggja það Suðurkot er nú stendur.” Tóft Suðurkots er um 310 m sunnan við Stóru-Voga og um 180 m SSV við Nýjabæ. Tóftin er á milli suðurenda malbikaðrar götu sem kallast Akurgerði og malbikaðs göngustígs og íbúðarhúss við Brekkugötu 3.
Bæjarhóll er ekki greinanlegur lengur þar sem búið er að umturna öllu svæðinu í kring um bæjartóftina vegna byggingavinnu, vegagerðar og göngustíga en þó er ekki ólíklegt að einhverjar leifar finnist undir sverði á svæðinu.
Tóft bæjarins er vel grasigróin, um 18 m á lengd, um 12 m á breidd og snýr VNV-ASA. Veggir tóftarinnar eru mjög rofnir og hleðslur þeirra signar en þeir eru hlaðnir úr torfi og grjóti. Veggir sem ennþá standa eru um 1-2,5 m á breidd og um 0,4-1,4 m á hæð. Óljóst er hvar inngangar voru í tóftina en gengið hefur verið inn á N- eða S-hlið hennar. Hólf innan tóftarinnar eru óljós og er hvorki hægt að segja til um það hversu stór þau voru né hvernig þau lágu. Á túnakorti sést að á bæjarhólnum hefur einnig mjög líklega verið niðurgrafin þró fyrir mykju og annan úrgang líkt og þrær sem skráðar voru heima við bæ í Austurkoti en ekkert sést til slíks mannvirkis.

Hof (örnefni)

Hof

Hof.

“Þá er Suðurkot í Suðurkotstúni. Þar er hóll í túninu [er] nefnist Suðurkotshóll eða Hof. Á þeim hól eru þau álög,að ekki má slá hann eða hreifa við honum á nokkurn hátt.” segir í örnefnaskrá. Í Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund B. Jónsson segir: “Hof var byggt um 1945, þá sem sumarbústaður, […]. Hof er í landi Suðurkots. […] stendur á hól er Hofhóll heitir og réði það nafninu á húsi og götu.” Samkvæmt Sesselju Guðmundsdóttur, heimildarmanni, eru Hofhóll og Suðurkotshóll ekki sami hóllinn líkt og segir í örnefnaskrá.
Hof/Hofhóll er um 260 m suðaustan við Stóru-Voga og um 160 m NA við Suðurkot. Stórt steinsteypt íbúðarhús, Hofgerði 6, er austan í hólnum. Hóllinn er aflangur, vel grasigróinn og sést greinilega enn. Hann er ávalur, 2-4 m á hæð, um 50 m á breidd og snýr N-S. Óljóst er hversu langur hann er vegna íbúðarhúsa í kring en er hann a.m.k. um 50 m á lengd. Ekkert sést til fornleifa.

Klöpp (býli)
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi segir: “Klöpp var þar sem nú stendur Suðurkot (Suðurgata 2) og var timburhús. Minnist ég þess að hafa séð það í barnæsku sem útihús eða geymslu, annað hvort var það tjöruborið eða tjörupappaklætt og svart á að líta. […] Klöpp lagðist undir Suðurkot og var rifið þegar núverandi hús þar var byggt.” Í byggð rétt eftir aldamótin. Klöpp var um 80 m austan við Suðurkot.
Á þessu svæði er nú íbúðarhús og sléttuð grasflöt við Suðurgötu 2. Ekkert sést til fornleifa. Hugsanlegt er að Klöpp sé hús 012 sem sýnt er á túnakorti frá árinu 1919 en ekki er hægt að sýna fram á það með neinni vissu.

Tjarnarkot (býli)
Hjáleiga Stóru-Voga árið 1703, þá í eyði en í byggð árið 1847 (skv. Jarðabók Árna og Páls og síðan Jarðatali Johnsens). Tjarnarkot var byggt upp um 1880 (GJ: Mannlíf og mannvirki, 75).
Túnakort 1919: Tún 0,11 teigar, garðar 620 m2.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Tiarnarkot, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið fjögur ár. […] Nú er grasnaut lögð til heimabóndans, og kann ekki hjáleigan aftur að byggjast án heimabóndans skaða.” Í örnefnaskrá segir: “Tjarnarkot stóð í Tjarnarkotstúni niðurundan er Tjarnarkotsklöpp og rétt við hana Eyrarkotsvör, Tjarnarkotsvör [,] Hábæjarvör og vörin Fúla eða Fúlavik en þarna safnaðist mikið þang og þari og fúlnaði.” Í bókinni Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi segir svo: Tjarnarkot var byggt upp um 1880 af Magnúsi J.Waage, (yngri). Var það talið gott timburhús og stóð í landi Stóru-Voga austan við Vogatjörn, nálægt tjarnarbakkanum. [Eftir að flutt var úr] Tjarnarkoti var það ábúendalaust en notað sem danshús á vetrarvertíðinni árið 1904, […].” Tjarnarkot er um 200 m norðan við Tumakot og um 160 m norðan við Stóru-Voga.
Tóft Tjarnarkots er í þýfðu graslendi á suðausturbakka Vogatjarnar. Um 8 m austan við tóftina er svo malbikaður göngustígur.
Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, var Tjarnarkot aðeins tóftir er hún settist að í Vogum árið 1942. Á svæðinu er einföld tóft og mjög óskýrt garðlag utan um kálgarð. Tóftin er um 11 m á lengd, um 9 m á breidd og snýr N-S. Trúlega er tóftin aðeins leifar af niðurgröfnum grjóthlöðnum grunni timburhússins en tóftin er mjög grasigróin svo lítið sem ekkert sést í grjóthleðslur. Tóftin er ferköntuð og eru veggir grunnsins nú um 2-4 m á breidd og um 0,4-1 m á hæð. Innanmál tóftar er um 5 m á lengd og 4 m á breidd.

Minni Vogar (býli)

Minni-Vogar

Minni-Vogar.

Jarðardýrleiki óviss 1703. Konungseign. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska. (Árni Óla: Strönd og Vogar, 26).
Hjáleigur í eyði 1703: Eyrarkot og Hólshjáleiga ásamt tómthúsinu Renslutóft. (JÁM III, 123). Norðurkot hjáleiga í byggð 1847. Óljósar sagnir eru um býli nefnt Hólkot en engar upplýsingar hafa varðveist um það.
Mýrarhús, Austurkot, Helgabær, Mörk og Grænaborg voru afbýli sem byggðust í landi Minni-Voga eftir 1847. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900 en saga þess er rakin annarsstaðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi 1703: “Túnin brýtur sjór og skemmir sandur árlega. Engjar eru öngvar. Hagar og útigángur litlir sumar og vetur.”
(JÁM III, 123). Túnakort 1919: Tún 3,4 teigar, garðar 2480m2.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: “Minne Vogar. Jarðardýrleiki óviss.” Í Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi segir: “Minni-Vogar (Egilsgata 8). […] Klemens [Egilsson] lét byggja upp Minni-Voga árið 1922, […]. Húsið var byggt sem tvíbýli og var gert ráð fyrir að tveir synir Klemensar, Þórður og Sæmundur byggju í sitthvorum enda hússins.” Minni-Vogar eru um 370 m norðan við Stóru-Voga og um 230 m austan við Norðurkot við miðja Egilsgötu vestanverða. Á bæjarhólnum stendur íbúðarhúsið sem byggt var upp árið 1922.
Íbúðarhúsið snýr A-V, er með bárujárnsklætt þak, plastklætt að utan og með steinsteyptum og grjóthlöðnum kjallara.
Steinsteypt viðbygging hefur verið byggð við timburhúsið að vestan. Húsið er á þremur hæðum, kjallara, jarðhæð og risi. Gengið er inn að norðan. Mjög líklegt er að áður en timburhús var byggt að MinniVogum hafi staðið þar grjót- og torfhlaðinn bær. Útlínur bæjarhóls eru orðnar mjög óskýrar vegna vegagerðar og nýlegra bygginga í kringum bæinn en vestan og norðvestan við hús er grasigróin brekka sem hallar um 5° í V um 20 m út frá bæ sem gefur til kynna að húsið standi á hól. Ólíklegt er þó að mikið af óhreifðum fornleifum finnist í bæjarhólnum. Á ljósmynd frá árinu 1921 í fórum Þjóðminjasafns Íslands sést eldra timburhúsið og viðbyggingin sem áður var fast norðan við það. Gamla timburhúsið var á þremur hæðum, byggt úr timbri og með bárujárnsþaki. Þar sést einnig að veggir viðbyggingarinnar hafa trúlega verið hlaðnir úr grjóti á meðan þakið var timburbyggt. Skorsteinn í þaki gæti gefið til kynna að í húsinu hafi hugsanlega verið hlóðaeldhús líkt og í Austurkoti.

Mýrarhús (bústaður)
“Frá Eystraskarðshorni liggur Grjótgarður í norður meðfram Mýrinni skammt fyrir norðan Mýrarhúsatóftir og beygir garður þar til suð-austurs og liggur alla leið að mörkum Austurkots og Minni-Voga…” segir í örnefnaskrá. Í henni segir ennfremur: “Mýrarhús þar er búið nú, þurabúð.” Mýrarhúsa er einnig getið í bókinni Mannlíf og mannvirki. Þar segir “Mýrarhús er norður af Minni-Vogum á landi þeirra. Húsið byggði Hinrik A. Hansen árið 1885.”
Mýrarhús voru m 90 metra suður af meintri verbúð. Þau eru á mörkum deiliskráningarreits sem nú er skipulagður, á milli nyrstu húsa við Marargötu eða rétt norður af þeim. Grjótgarðurinn sem nefndur er í lýsingunni sést enn að hluta til norðaustan byggðarinnar Í Vogum en hverfur beint norður af nyrstu húsum við Marargötu. Á þessu svæði eru nú hús og garðar og engin merki um Mýrarhús eru sjáanleg.

Helgabær (býli)
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Helgabær var um 100 metra í norðaustur frá Minni-Vogum, í landi þeirra. Bærinn var jarðlaus og því aðeins stunduð þar sjómennska […].”Á þessu svæði eru nú íbúðarhús og garðar við Mýrargötu 7 og 9. Íbúðarhús og garðar við Mýrargötu 7 og 9. Ekkert sést til fornleifa.

Mörk (býli)
“Úr þeim Steini er mörkin bein lína norðanhalt við Karlshól og norður að merkisteini við gamalt bæjarstæði Mörk og mynda þar rétt horn í vestur […] Mörk þurrabúð, nú í eyði. […] Frá Minni-Vogum liggur Merkurgata, að Mörk, en kringum þá þurrabúð var Merkurflöt.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Mörk (horfin). Mörk var byggð í MinniVogalandi, milli Minni-Voga og Norðurkots. […] Þar bjuggu hjónin Skúli Magnússon f. 1844 og kona hans Elín Bjarnadóttir f. 1859. Skúli í Mörk var af Austurkotsættinni og fékk hann að byggja í sameignartúni Minni -Voga og Austurkots. Hann byggði bæinn úr timbri og var það sjaldgæft á þeim tíma […] Mörk hafði einnig nafnið Tómásarkot [svo].” Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, var Mörk um 80 m ASA við Norðurkot og um 150 m vestan við Minni-Voga.
Á þessu svæði er sléttað graslendi, malbikaður göngustígur og íbúðarhús við Hólagötu 1e. Ekkert sést til fornleifa.

Hólkot (býli)
“Grænaborg var byggð árið 1881 á landi Minni-Voga að 2/3 hluta og Austurkots 1/3 hluta. Húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti og bróðir Klemensar í Minni-Vogum. … Þarna hafði verið bær er Hólkot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um þann bæ. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólkot, því sagnir voru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar. Grunar mig að Ari, sem þekkti þessa sögu, hafi flutt til hússtæðið, enda
nefnir hann það ekki Hólkot, heldur Grænuborg,” segir í Mannlífum og mannvirkjum í Vatnsleysustrandarhreppi. Ekki ljóst hvort þetta er á svipuðum stað og byggingar skráðar innan túnstæðis Grænuborgar en hér er gengið út frá því að svo sé.
Túnið í Grænuborg er nokkuð gróið, sérstaklega að vestanverðu við ströndina. Nokkrar hæðir eru þó eru í túninu, hæst er það er austanverðu rétt vestan við túngarðinn í Grænuborg. Nokkuð hraun og grjót í túninu.

Grænaborg (býli)

Grænaborg

Grænaborg.

“Ennfremur fylgir Austurkoti og Minni-Vogum eyðibýlið Grænaborg umgirt grjótgörðum.” segir í örnefnaskrá. Þar segir ennfremur: “Og svo er Grænaborg, þar býr Baldvin Oddsson.””Frá Búðinni lá einnig Grænuborgarkampur alla leið að Vesturtúngarði og bak við Kampinn Grænuborgarstígur allt heim í Vesturhlið á Grænuborgar túngarði, sem er grjótgarður vestan og sunnan túnsins. Grænaborg stendur á Bæjarhólnum … Austan Grænuborgarhúss í Grænuborgartúni er Grænuborgarbrunnur og Brunngatan þaðan og heim til húss. … Sjávargatan liggur heiman að niður á Kampinn, en þar er Grænuborgarnaust og Grænuborgarvör. … Þar sem Sjóvarnargarðurinn og Suðurtúngarðurinn komu saman var Grænuborgartúngarðshlið Eystra.” Bæjarhóllinn í Grænaborg er um 650 m norður af Austurkoti.
Túnið í Grænuborg er nokkuð gróið, sérstaklega að vestanverðu við ströndina. Nokkrar hæðir eru þó eru nokkrar í túninu, hæst er það er austanverðu rétt vestan við túngarðinn. Nokkuð hraun og grjót í túninu.
“Ari lét byggja húsið úr hlöðnu grjóti og bundnu sem sementsteypu. … stutt var dvölin í þessu vandaða nýja húsi, því það brann vorið 1883 þá tveggja ára gamalt … Grænuborgartóftin stóð opin í 35 ár, eða til ársins 1916, að Benjamín Halldórsson og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir frá Austurkoti, síðar í StóraKnarrarnesi 2, fengu leyfi Klemensar í Minni-Vogum til að byggja upp Grænuborg … Hann byggði upp húsið, fór í útgerð og tapaði öllu sínu og flutti eftir það að Stóra-Knarrarnesi 2. Eftir nokkur ár, eða um 1922, fluttu að Grænuborg fjölskylda frá Eyrarkoti, sem áður er sagt frá … Vormur lét endurbæta Grænuborg árið 1932 …. ,” segir í Mannlífum og mannvirkjum í Vatnsleysustrandarhreppi.

Dys (legstaður)

Dys

Dys.

Um 60 m norðvestur af norðurenda garðlags eru tvær grjóthrúgur. Ekki tókst að afla upplýsinga um hlutverk þeirra en mögulegt er að hrúgurnar séu aðeins upphleðslur af eldra hleðslugrjóti. Grjóthrúgurnar eru á nokkuð sléttum grasbala, hraun gægist þar uppúr sverði. Syðri hrúgan er um 2 m á hæð og 2 m að þvermáli. Nokkur mosi er á steinunum en þetta þurfa þó ekki að vera gömul mannvirki. Um 1 m er á milli grjóthrúgnanna. Nyrðri hrúgan er minni, aðeins 1,2 m á hæð og um 1,5 m að þvermáli.

Grænuborgarrétt (rétt)

Grænaborg

Grænaborgarrétt.

“Ofan eða sunnan Suðurtúngarðs [Grænaborg] var Grænuborgarrétt. Var hún Vorrétt þeirra Vogamanna.” segir í örnefnaskrá.
Réttin sem er hlaðin utan í nokkuð háan hól, stendur í gróinni kvos umkringd grýttum hólkollum. Réttin er 15 x 11 m að stærð og er grjóthlaðin. Hún er aflöng, snýr norður-suður og skipist í þrjú hólf. Um miðjan vesturvegg hleðslunnar er lítið hólf, um 2×2 m að utanmáli. Út frá því er hleðsla sem skiptir réttinni í tvennt. Op er í norðvesturhorni réttarinnar. Frá opinu liggur um 10 m hlaðinn grjótgarður sem sveigir fyrst til VNV en síðan til vestur og hefur líklega verið byggður til að auðvelda innrekstur í réttina. Hleðsluhæð réttarinnar er mest um 0,6 m og í veggjum sjást 4-5 umför af grjóti.

Austurkot (býli)

Austurkot

Austurkot.

“Austurkot sem enn er í byggð.” segir í örnefnaskrá. Austurkot er í dag við Egilsgötu 11 um 70 m sunnan við Minni-Voga og um 315 m NNA við Stóru-Voga. Norðan við Austurkot er malbikuð heimreið, að vestan er malbikuð Egilsgata, að sunnan er íbúðarhús við Egilsgötu 9 og að austan er Egilsgata 11b sem deilir heimkeyrslu með Austurkoti. Inn á túnakort frá árinu 1919 eru færðar eftirfarandi upplýsingar: Tún 1,64 teigar, garðar 1700 m2. Austurkot er bárujárnsklætt timburhús sem byggt var 1911. Húsið er á þremur hæðum, kjallari, jarðhæð og ris undir burst. Húsið snýr N-S og gengið er inn í hús að austan og í steinsteyptan kjallarann að vestan. Þetta hús er á mörkunum að vera löggild fornleif en ákveðið var að skrá hana samt lauslega.
Samkvæmt Ásu Árnadóttur, heimildarmanni, var annað eldra íbúðarhús í Austurkoti á svæði um 50 m SA við núverandi íbúðarhús. Ekki er minnst á bæinn Austurkot í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá því um 1703 en hjáleigan Austurkot er skráð í Manntali fyrir Suðuramt árið 1801. Trúlega er þar um að ræða eldri bæinn í Austurkoti. Á þessum stað er sléttuð grasflöt í garði Austurkots og Egilsgötu 13 vestur undir Arahóli.
Ekkert sést til fornleifar.

Hólshjáleiga (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Hólshjáleiga hefur tvö ár í eyði legið, kostir voru sömu sem á hinni. Nú hafa bændur grasnytina sjálfir og þykjast ei skaðlaust afleggja mega.” Staðsetning hjáleigunnar er óþekkt og heimildarmenn, Guðrún L. Magnúsdóttir og Magnús Ágústsson, könnuðust ekki við nafnið.

Arahólsvarða (varða)

Arahólavarða

Arahólavarða.

“Arahóll er austan til við Minni-Voga á honum stendur Arahólsvarða. Vogamenn nefna Hólinn Arhól, Arhólsvarða, Arhólsbrekka.” segir í örnefnaskrá. Í Mannlíf og Mannvirki segir: “[…] minnisvarði um Hallgrím [Scheving Árnasonar], er hann lét gera á svonefndum Arahól, sem er hæð austanvert við íbúðarhúsið og heitir minnisvarðinn Arahólsvarða. Hallgrímur fékk vinnumann í Minni-Vogum til að byggja vörðuna. Sá hét Sveinbjörn Stefánsson, hálfbróðir Hinriks Hansens, er byggði Mýrarhús. Varðan var byggð árið 1890, í hvaða tilgangi er ekki ljóst, nema þá sem prýði fyrir plássið. […] Leifur Kristjánsson frá Helgafelli efndi gamalt loforð, […] um 1982, að laga vörðuna og var það gert svo gott sem á aldarafmæli hennar.”
Arahólsvarða er um 320 m NA við Stóru-Voga 001 og um 125 m SA við Minni-Voga. Varðan stendur á grasigrónum hól, Arahól, sem er um 10-20 m á hæð og snýr NA-SV. Varðan er grjóthlaðin og steinlímd. Varðan er um 2,5 m á hæð, um 2 m á breidd og 2 m á lengd. Hlutverk vörðu er óþekkt ef hún hefur nokkurn tíman nýst til einhvers annars en sem minnisvarði. Samkvæmt ljósmynd frá árinu 1921 í fórum Þjóðminjasafns Íslands er varðan sem stendur í dag (2007) steinlímd með kalki úr Esjunni sem brennt var í Kalkofninum í Reykjavík. Áður var grjótvarða á sama stað.

Karlshóll (huldufólksbústaður)

Karlshóll

Karlshóll.

Í örnefnaskrá segir: “Úr þeim Steini er mörkin bein lína norðanhalt við Karlshól og norður að merkisteini við gamalt bæjarstæði Mörk og mynda þar rétt horn í vestur […].” Karlshóll er greinilegur grösugur hóll framan við íbúðarhúsið við Hafnargötu 1A. Í húsagarði. Hóllinn er ávalur, um 15 m á lengd og 10 m á breidd.

Eirarkot (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir frá hjáleigu undir Minni-Vogum: “Eirarkot, eyðihjáleiga, hefur óbygð verið næstu þrjú ár […] Nú er grasnautn lögð til heimabændanna og þykjast þeim hennar ei að skaðlausu missa kunna.” Staðsetning óþekkt.

Norðurkot (býli)

Norðurkot

Norðurkot.

Hjáleiga Minni Voga 1847 samkvæmt Jarðatali Johnsens. Í byggð fram á þessa öld. Túnakort 1919: Tún 1,2 teigar, garðar 560 m2.
“Af Norðurkoti er nú ekki annað að sjá en Norðurkotsrústir,” segir í örnefnaskrá. Í Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi segir svo: “Norðurkot var lítið grasbýli í landi Minni-Voga og Austurkots. […] Nikulás [Jónsson] lét byggja röð af húsum, þannig að fimm stafnar stóðu fram að hlaði. […] Húsin gætu þá hafa verið reist um 1860. Á rústum þeim sem eftir standa má vel sjá að vandað hefur verið til verksins, því nokkrir veggir standa enn sem nýhlaðnir nema hvað gróður hefur fest á þeim rætur. Hluti húsanna eru þó hruninn fram af sjávarbakkanum.” Tóftirnar eru um 200 m vestan við Minni-Voga, um 410 m NNV við Stóru-Voga og 20-30 m NA við steinsteypt frystihús Voga h/f. Tóftin er í sléttu graslendi fast suðaustan við grjóthlaðinn sjávarvarnargarð í Vogafjöru.
Í Norðurkoti virðist enginn bæjarhólsmyndun hafa átt sér stað en svæðinu umhverfis bæjartóftirnar hefur þó verið umturnað þó nokkuð vegna sjávarvarnargarðs og iðnaðarhúsnæðis svo hugsanlegt er að búið sé að slétta eitthvað úr honum eða fylla upp í svæðið í kring um hann. Tóftin sem eftir stendur er um 15 m á lengd, um 12 m á breidd og snýr NA-SV. Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, var húsið sem enn er undir þaki hlaðið upp sem fiskhús fyrir Minni-Voga eftir að hætt var að búa í Norðurkoti. Tóftin er hlaðin úr torfi og grjóti og sjást 4 hólf í henni. Samkvæmt túnakorti voru árið 1919 sex hólf í tóftinni og kálgarð inn á milli þeirra en líklega hefur nyrsta hólfið hrunið í sjóinn og austasta hólfið verið sléttað eða rifið.

Auðnar (býli)

Auðnar

Auðnar – loftmynd.

Jarðadýrleiki óviss, konungseign 1703. JÁM III, 137-139. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs, 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26. Hjáleigur 1703: Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot hjáleiga 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum í byggð frá um 1850-1971. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna. Ö-Auðnahverfi, 2.
“Guðmundur [Guðmundsson] var með mestu útgerðarmönnum á Suðurnesjum með 60 manns á vertíð og þar með um 20 fast heimilisfólk. […] Guðmundur hafði góðar landnytjar og allnokkurn búpening, þó hann sinnti búskapnum minna en sjósókninni. Hann byggði stórt tveggja hæða timburhús um 1883-84 og var efnið úr James-Town skipinu, sem strandaði í Höfnum árið 1881. […] Stefán Sigurgeirsson [keypti jörðina 1915] byggði upp flest hús á staðnum og byrjaði á íbúðarhúsinu árið 1918, sem þá var með glæsilegri húsum í hreppnum. Reif hann gamla húsið og notaði viði þess í það nýja. […] Árið 1960 byggði Kolbeinn [Guðmundsson] núverandi íbúðarhús og reif það gamla árið 1963 […].” GJ: Mannlíf og mannvirki, 296-300.
1703: “Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 138. 1919: Tún A og Höfða 6,5 teigar, garðar 4300m2.

Höfði

Höfði og Auðnar.

Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir um bæinn á Auðnum: “[Guðmundur Guðmundsson] byggði stórt tveggja hæða timburhús um 1883-84 og var efnið úr James-Town skipinu, sem strandaði í Höfnum árið 1881. […] Stefán Sigurgeirsson [keypti jörðina 1915] byggði upp flest hús á staðnum og byrjaði á íbúðarhúsinu árið 1918, sem þá var með glæsilegri húsum í hreppnum. Reif hann gamla húsið og notaði viði þess í það nýja. […] Árið 1960 byggði Kolbeinn [Guðmundsson] núverandi íbúðarhús og reif það gamla árið 1963 […].”
Bæjarhóllinn er greinilegur en refabú var byggt fyrir nokkrum áratugum norðan við hann og nær það norður að sjávarbakka.
Núverandi íbúðarhús er fast vestan við bæjarhólinn en á honum sjálfum er nú malbikað bílaplan.
Bæjarhóll Auðna er í miðju túni. Bæjarhóllinn er um 20×20 m að stærð og um 1,2 m á hæð þar sem hæst er fram af honum til norðurs. Engar fornar mannvirkjaleifar sjást á honum. Líkur eru til þess að hann hafi lítið verið skemmdur vegna byggingaframkvæmda úr því nýjasta íbúðarhúsið var ekki byggt á honum.

Auðnabrunnur (vatnsból)

Auðnabrunnur

Auðnabrunnur.

“Auðnabrunnur var austan bæjarins, og Auðnabrunnstígur heim til bæjar,” segir í örnefnaskrá. Um 60 m NNA við bæ og um 20 m NNA við útihús er merktur brunnur á túnakort frá 1919.
Brunnurinn er á röskuðu óræktarsvæði um 20 m norðaustan við skemmu sem er áföst gömlu steyptu útihúsi. Brunnurinn er byrgður og sést illa en steyptur kantur sést við brunninn. Brunnurinn sjálfur er líklega um 2×2 m að stærð að utanmáli en það sést illa vegna gróðurs og efnis sem sett hefur verið ofan á hann.

Höfði (býli)

Höfði

Auðnar.

“Höfði hét afbýli frá Auðnum í byggð frá um 1850-1971,” segir í örnefnaskrá Auðnahverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Höfði um 90 m suðaustan við bæ. Bæjarstæðið er í hólóttu túni. Á því stendur stórt hús sem er allgamalt í grunninn og líklega sama hús og merkt er inn á túnakortið. Ekki sjást leifar kálgarðs sem sýndur er á túnakorti fast sunnan við bæinn. Hann er skráður hér með bænum.
Bæjarstæðið er í gömlu túni suðaustan við Höfðatjörn, stóra lægð sem nú er þurr og gróin. Nú (2010) er fallegur skrúðgarður í kringum húsið en aðallega sunnan við það. Austan við syðsta hluta hússins er upphækkun og hleðsla þar sunnan við en þetta virðast ekki vera gamlar minjar. Byggingarnar á bæjarstæðinu eru um 20×13 m að stærð og snúa ANA-VSV. Byggingarnar samanstanda af fjórum samtengdum húsum eða herbergjum. Þær hafa verið gerðar upp og eru bárujárnsklæddar. Ekki er að sjá að kjallari sé undir byggingunum og ekki er nein uppsöfnun mannvistarleifa sýnileg.

Ólafsbúð (bústaður)

Ólafsbúð

Ólafsbúð.

Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen segir: “Þá eru enn ótalin tvö þurrabúðarkot rétt hjá Auðnum: Hóll […]. Ólafsbúð, þurrabúð sunnanmegin við Auðna […].” Þrjár tóftir eru um 180 m suðvestan við bæ og hafa þær líklega tilheyrt Ólafsbúð þó ekki sé hægt að fullyrða um það. Tóftirnar eru í þýfðum og grónum hraunmóa skammt utan túns. Fast austan við tóftirnar er lítill skúr sem virðist vera notaður sem sumarhús.
Minjarnar eru á svæði sem er um 32×14 m að stærð og snýr suðaustur-norðvestur.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Hjáleiga forn heima við bæinn, hefur bygð verið fyrir tuttugu árum, síðan um stund í eyði legið, nú ljær bóndin húsin móður sinni … Kann ekki að byggjast án bóndans skaða.” Ekki er vitað hvar hjáleiga þessi hefur verið og því ekki hægt að staðsetja hana með innan við 50 m skekkju. Hjáleigan hefur væntanlega verið í túni, nærri bæ.
Ekki sjást neinar minjar við bæinn sem gefa til kynna staðsetningu hjáleigunnar en ekki er ólíklegt að hún hafi verið þar sem eitthvert af þeim útihúsum sem skráð eru af túnakorti stóðu.

Hólmsteinshús (bústaður)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Hólmsteinshus hafa yfir tuttugu ár í eyði legið … grasnautnina brúkar heimabóndinn og þykist ei missa mega að skaðlausu.” Ekki er vitað hvar Hólmsteinshús voru og því ekki hægt að staðsetja þau með innan við 50 m skekkju.

Auðnaborg (fjárskýli)

Auðnaborg

Auðnaborg.

“Hrúthóll heitir klapparhóll og Vatnshólar og svo er Auðnaborg fjárborg,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: “Upp og suður af Skálholti er Auðnaborg í grasmóa sunnan í hól. Þar er nokkuð heilleg fjárrétt með stórum almenningi og tveimur dilkum, en uppi á hólnum við réttina eru rústir af tveimur kofum. Lítill stekkur er rétt neðan og vestan við borgina en engar heimildir eru til um nafn hans.” Minjarnar eru um 1 km suðaustan við bæ. Minjarnar eru á og við grösugan hól í hraunmóa með moldarflögum. Minjarnar eru á svæði sem er um 36×28 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Þær fá bókstafi til aðgreiningar.

Hóll (bústaður)

Hóll

Hóll.

“Og svo er eitt tómthús, Hóll. … Skammt frá Þúfuhól er þurrabýlið Hóll í Hólslóð,” segir í örnefnaskrá. Tóft Hóls er um 265 m frá bæ og um 10 m sunnan við Sundvörðu Neðri. Tóftin er uppi á klapparhól í hraunmóa, innan sumarhúsalóðar. Tóftin er grjóthlaðin og einföld. Hún er um 6×13 m að stærð og snýr NNVSSA. Mesta hleðsluhæð er um 1,6 m og sjást 5 umför í innanverðum hleðslum. Ekki fundust heimildir um aldur bústaðarins.

Mylluhús (mylla)

Vindmylluhús

Vindmylluhúsið.

Í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Þá stofnaði Stefán, ásamt fleirum, samtök meðal hreppsbúa sem byggðu rammgerða vindmyllu 1918-19. Skyldi hún mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Stendur þetta sérkennilega hús enn, þ.e. steyptir veggir […] Beinmyllan stóð stutt og var aflögð 1920-21.” Myllan er um 150 m suðvestan við bæ. Myllan stendur á klapparhól í móa rétt utan túns, um 10 m vestan við veg heim að Auðnum. Myllan er steinsteypt og er um 3 m á kant að grunnfleti. Dyr eru á norðvesturhlið og gluggar á suðvestur- og suðausturhliðum. Myllan mjókkar lítið eitt upp, er um 4 m á hæð. Timburbrak er utan við og innan í myllunni.

Auðnakot/Bergskot (býli)

Auðnakot

Auðnakot.

Hjáleiga Auðna 1703, dýrleiki óviss. JÁM III, 138. Upphaflega tómthús. GJ: Mannlíf og mannvirki, 302. 1919: Tún 1,3 teigar, garðar 670m2.
“Bærinn var hlaðinn út torfi og grjóti og kringum hann voru grjótgarðar,” segir í örnefnaskrá. Bergskot er um 200 m suðaustan við bæjarhól Auðna. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir að Þórarinn Einarsson og Guðrún Þorvaldsdóttir hafi búið í Bergskoti til 1925 en þau eignuðust líka Höfða og sameinuðu jarðirnar. Líklega hefur verið hætt að búa í bænum 1925. Tengdasonur Þórarins byggði nýtt íbúðarhús um 30 m suðvestan við gamla bæinn og kallaði það Bergstaði. Gamla Bergskotsjörðin fylgdi þó ekki húsinu. Tóft bæjarins er í grösugu og tiltölulega flatlendu túni. Bergstaðir, íbúðarhús, er fast vestan við bæjarhólinn.
Ekki er að sjá greinilegan bæjarhól en umtalsverðar byggingar eru á bæjarstæðinu.

Landakot (býli)

Landakot

Landakot.

Nefnd hálflenda, jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 139-140. 1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26. Guðmundur Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata 013 var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. GJ: Mannlíf og mannvirki, 304, 309. Niður við sjó var býlið Lönd. Ö-Landakot GS, 2.
1703: “Túnin fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.” JÁM III, 140.
1919: Tún 4,7 teigar, garðar 1620m2.

Landakot

Gata við Landakot – tóftir.

Í bókinni Mannlíf og mannvirki eftir Guðmund Jónsson segir: “Einnig byggði hann [Guðmundur Brandsson bóndi í Landakoti] nýtt íbúðarhús í Landakoti um 1883-4 á líkum tíma og aðrir hér í hreppi byggðu úr James-Town strandinu í Höfnum.” “Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir,” segir í örnefnaskrá. Heimildum ber ekki saman um byggingarár núverandi íbúðarhúss; í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22. Húsið sem byggt var á árunum 1883-4 er það hús sem sýnt er á túnakorti frá 1919 en samtengt því var annað hús sem stóð fast austan við það og er mynd af báðum húsum í bókinni Mannlíf og mannvirki.

Landakot

Landakot – tóftir.

Bærinn er í miðju túni sem nýtt er til beitar. Í túninu eru klappir sem eru að mestu grónir hólar. Ekki er eiginlegur bæjarhóll sýnilegur í Landakoti. Núverandi íbúðarhús og áfast fjós eru fast austan við húsið sem byggt var 1883-4 og hafa líklega raskað bæjarhólnum en óvíst er hversu umfangsmikill hann var ef hann hefur náð að myndast. Kjallari, um 1 m djúpur, er undir húsinu. Enn sjást leifar af húsgrunni gamla hússins frá 1883-4 en hann er um 4×8 m að stærð, þar hann sem sést, og er múr eða sementslím í hleðslum sem eru um 0,5 m á hæð. Steyptar tröppur eru upp á grunninn á vesturhlið en grunnurinn snýr norður-suður. Í framhaldi af húsgrunninum til suðurs eru hleðslur úr kálgarði sem sýndur er á túnakorti frá 1919.

Gata (býli)

Gata

Gata.

“Neðan við Landakotsbæinn eru tættur eftir býlið Götu og niður við sjó var býlið Lönd,” segir í örnefnaskrá GS. “Í austur hallaði Bakkanum í aflíðandi brekku á áttina að tóftum býlisins Götu. Milli Götu og Þórustaðagirðingar var túnið þýft og grýtt,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi […] mun bærinn hafa aflagst nokkru eftir aldamót.” Gata er um 115 m norðaustan við bæ. Býlið er í hæðóttu túni.
Tvískipt tóft og kálgarður tilheyra býlinu. Mannvirkin eru á svæði sem er um 22×18 m að stærð og snýr NNV-SSA.

Landakotsskiparétt (rétt)

Landakotsskiparétt

Landakotsskiparétt.

“Á Landakotskampi var Landakotsnaust og Landakotsskiparétt.” segir í örnefnaskrá. “Á sjávarkambinum ofan við varirnar voru þau mannvirki, sem þurfti til árabátaútgerð fyrri tíma. Þar var naust, skiparétt, hjallur og söltunarhús. Hjallurinn var áfastur við söltunarhúsið og sneri dyrum til sjávar. Á lofti yfir báðum var veiðarfærageymsla. Handsnúið spil var norðan við hjallinn og bátar settir á hvalbeinum eins hátt upp í uppsátrið og þurfa þótti til að verja þá sjógangi,” segir í örnefnaskrá. Grjóthlaðin rétt og áfast garðlag er um 150 m norðan við bæ. Að sögn Margrétar Guðnadóttur, heimildamanns, endurhlóð Guðni Einarsson þessi mannvirki og notaði sem fjárrétt. Líklegt er að hún hafi verið skiparétt áður. Réttin er á grýttum sjávarkambi.
Alls eru minjarnar á svæði sem er um 17×10 m að stærð og snýr austur-vestur. Réttin er grjóthlaðin og einföld. Hún er um 10×7 m að stærð og snýr norður-suður. Norðurgaflinn er horfinn vegna landbrots. Op er inn í réttina á sunnanverðum vestanvegg. Mesta hleðsluhæð réttarinnar er um 1 m og sjást 4 umför í hleðslum. Frá inngangi liggur garðlag að húsi. Það er um 10 m langt til vesturs og er lítið horn á því við endann, um 2 m langt garðlag til norðurs. Hlið er á girðingu á milli garðlagsins og húss. Garðlagið er hæst um 1,1 m og um 1 m á breidd. Mest sjást 5 umför hleðslu.

Landakotsbrunnur (vatnsból)

Landakotsbrunnur

Landakotsbrunnur.

“Vatnsbólið var annar brunnur [annar en Djúpagröf] miklu dýpri, byrgður, og í honum flæðivatn ósalt. Hann þornaði um fjöru, en fylltist á flóði, og varð að sæta sjávarföllum til að dæla úr honum vatni. Hann er um 80-100 m neðan við íbúðarhúsið í Landakoti, langt frá Djúpugröf og miklu yngri og var aldrei kallaður annað en Brunnurinn.” Brunnurinn er um 90 m norðan við bæ.
Brunnurinn er fast norðan við lágan hól í túni sem nýtt er til beitar. Brunnurinn er grjóthlaðinn og hringlaga. Hann er um 3 m í þvermál og stendur um 0,4 m upp úr sverði. Að sögn Margrétar Guðnadóttur, heimildamanns, er hann djúpur en ekki vissi hún hversu djúpur hann var. Reft hefur verið yfir brunninn og sést því ekki ofan í hann. Leiðsla var lögð úr brunninum í fjósið (áfast núverandi íbúðarhúsi) í tíð Margrétar og sést enn móta fyrir henni þar sem hún liggur úr suðausturhorni brunnsins fyrir hólinn og til suðurs. Hún líkist sokknu garðlagi sem er um 0,5 m á breidd og 0,2-0,4 m á hæð.

Auðnasel (sel)

Auðnasel

Auðnasel – uppdráttur ÓSÁ.

Samkvæmt núverandi landamerkjum sem Sveitarfélagið Vogar hefur látið í té er Auðnasel á merkjum milli Þórustaða og Landakots, og eru minjar því tengdar á báðum jörðunum. Flestar tóftirnar eru í landi Landakots og er það því skráð undir þeirri jörð. Auðnasel er um 4,7 km suðaustan við Þórustaði, 4,8 km norðaustan við Landakot og 4,9 km suðaustan við Auðnir. Seljatóftirnar eru í grónum og gróðursælum hvilftum umhverfis allhátt holt en einnig eru minjar uppi á holtinu og í seltúni sem er norðaustan við holtið. Allt er hér gróið en stutt er í uppblásinn hraunmóa utan svæðisins.
Selið er á svæði sem er um 110×120 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Tvær tóftaþyrpingar eru á vesturhluta svæðisins og stekkir eða kvíar eru á þremur stöðum.
Minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Grjóthlaðin tóft A, sennilega stekkur, er uppi á holtinu suðaustan við aðaltóftasvæði 1. Hún er tvískipt, um 8×4,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Um 4 m langur innrekstrargarður liggur til norðvesturs frá inngangi á norðvesturgafli. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m en hleðslur eru hrundar. Tóftin er gróin að hluta.

Þórustaðir (býli)

Þórustaðir

Þórustaðir – loftmynd.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 141. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. (DI XII, 115).
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. (Árni Óla: Strönd og Vogar, 26). Hjáleigur 1703 Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. (JÁM III, 141). Norðurkot hjáleiga 1847. (JJ, 91). Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar (GJ: Mannlíf og mannvirki, 309).
1703: “Túnin spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.” JÁM III, 141. 1919: Tún 4,8 teigar alls, garðar 2480m2.

Þórustaðir

Þórustaðir.

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, kemur fram að tvíbýli var á Þórustöðum fyrir aldamótin 1900. Bæirnir voru nefndir norður- og suðurbær og var nyrðra bæjarstæðið að líkindum yngra, sjá 003. Timburhús reis á jörðinni á syðra bæjarstæðinu 1884 og brann húsið 1984. Húsið var byggt úr viði úr James-Town strandinu í Höfnum. Í sömu bók segir: “Byggðu þau [Páll Jónsson og Hrefna Guðnadóttir] við Þórustaði, en svo brann allt eins og áður segir árið 1984. Þá þegar var hafist handa og byggt nýtt íbúðarhús, nokkuð suðaustur af því gamla. Þegar farið var að grafa fyrir nýjum grunni í og við brunarústirnar, komu í ljós leifar af fornminjum. Var þá uppgröftur stöðvaður og farið fram á að nýja húsið yrði byggt nokkuð fjær, því kanna þyrfti betur staðinn, ef þarna kynnu að vera gamlar menjar.” Núverandi íbúðarhús er um 60 m sunnan við bæjarhólinn. Ekki er hefðbundinn búskapur á jörðinni en búið er í íbúðarhúsinu. Tún eru ekki nytjuð.

Ölfus

Þórustaðir – kort.

Bærinn á Þórustöðum var á hæð í landslaginu og allt í kringum hana eru tún sem komin eru í órækt. Mikið rask hefur orðið á bæjarhól Þórustaða og er af þeim sökum erfitt að gera sér grein fyrir stærð hans. Hæðin sem bærinn var á er um 40×40 m stór og mest um 3 m á hæð. Búið er að byggja stór, steinsteypt, útihús í norðvesturhluta hólsins og eru þau niðurgrafin að hluta. Á norður- og norðausturhluta hólsins er búið að ryðja til grjóti og jarðvegi. Sunnan og suðaustan á hólnum er slétt plan og eru háir jarðvegsruðningar til suðausturs og vesturs. Leifar kálgarðs 043 sjást í suðausturjaðri bæjarhólsins.

Þórusstaðabrunnur (vatnsból)

Þórustaðabrunnur

Þórustaðabrunnur.

Samkvæmt túnakorti var brunnur fast við Sjávarstíginn, um 60 m norðvestan við bæ. Á heimasíðu Ferlis segir um sama brunn: “Nyrðri brunnurinn er vestan götu frá bænum niður að sjávarhúsnum. Steypt er við opið og stór hringlaga hlemmur ofan á. Hann er fallega hliðinn [svo] niður.”
Brunnurinn er fast suðvestan við bílslóða niður að sjó, í túni. Umhverfis brunninn er nú steyptur kassi og er hann byrgður með miklum tréhlemmi. Samkvæmt Margréti Guðnadóttur, heimildamanni, var brunnurinn hlaðinn niður. Hann er um 2,5×2,5 m að stærð og rís um 0,3 m upp úr jörðu. Fast suðaustan við brunninn er kofahræ, að falli komið, úr viði og bárujárni og á litlu þakinu er allþykk jarðvegstorfa. Líklega eru þetta leifar einhvers konar brunnhúss.

Þórustaða-Verbúðir (verbúð)

Þórustaðir

Þórustaðaverbúðir.

“Næst landi var Baðstofusker, sem einnig var nefnt Burstasker. Þar var einnig Fjósboði. Utan voru svo Geitlarnir, eða Þórustaða-Geitlar, Stóri-Geitill og Litli-Geitill og þar var Músasund og þar utar Þórustaðahnýll.
Uppundir fjöru var Hannesarklöpp og á Kampinum voru Þórustaða-Verbúðir,” segir í örnefnaskrá. Ekki sjást ummerki um verbúðir á Kampinum sem er um 230 m norðvestan við bæ.
Verbúðirnar voru á grýttum sjávarkambi sem er gróinn að hluta milli fjöru og lítillar tjarnar. Ekki sést til minja og líklegt er að þær séu horfnar vegna landbrots.

Hellukot (býli)

Hellukot

Hellukot.

“Upp í túninu sunnan götunnar var hjáleiga í eina tíð, nefndist Hellukot, þar í kring var Hellukotstún. Í þessu túni var Hellukotsbrunnur, og brunnstígur frá honum til bæjar,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar.” Ekki er ljóst hvenær Hellukot fór í eyði en það hefur þó verið eitthvað fyrir síðari heimsstyrjöld því í bók Guðmundar kemur fram að býlið hafi verið notað til sumardvalar í nokkur ár, ýmist sem barnaheimili (á stríðsárunum) og fyrir aðra sumargesti. Hellukot er um 155 m suðvestan við bæ.
Hellukot er í suðurhorni túnsins, þar eru klapparhólar í grónu túni. Stór hluti minja sem tilheyrt hafa Hellukoti eru innan girðingar vestan heimreiðar þar sem nú er sumarhúsið Grund.
Á túnakorti frá 1919 kemur fram stærð túns og kálgarða Hellukots: Tún, 13 teigar, garðar 200m2. Býlið og mannvirki sem tilheyrðu því eru merkt inn á túnakortið.

Þórustaðaborg (fjárskýli)

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

“Markalína nyrðri liggur úr Vatnagarði í Hólaþyrpinga, sem eru margir Hólar og nefnast einu nafni Þórustaðaborg. Þar í er Stekkatúnið gamla eða Þórustaðastekkatún,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi segir: “Við fylgjum Þórustaðastíg upp í Þórustaðaborg sem er ofar og suðaustar í heiðinni, u.þ.b. km frá veginum. Stígurinn var einnig kallaður Kúastígur á þessu bili því kúm var beitt við borgina á sumrin.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Þórustaðaborg hefur upphaflega verið fjárborg og liggur vestan undir allháum hól.” Þórustaðaborg og fleiri minjar henni tengdar eru um 1,2 km suðaustan við bæ.
Þórustaðaborg er umkringd hraunhelluhólum á alla vegu nema til suðvesturs þar sem Þórustaðastekkatún er enn allgróið en litlir rofaflekkir eru farnir að myndast í og við það.
Á heimasíðu Ferlirs segir: “Gengið var til vesturs að Þórustaðaborg. Hún er í hvarfi við hraunhól í ca. 10 mín fjarlægð frá Staðarborg. Falleg fuglaþúfa er á hólnum. Borginni hefur einhvern tímann verið breytt í stekk, en suðaustan í honum er gróin tóft. Þá er stök tóft, greinilega gömul, norðvestan undir klapparhólnum, í skjóli fyrir suðaustanáttinni. Vel gróið er í kringum borgina. Þórustaðastígurinn liggur þarna upp með borginni og sést hann vel þar sem hann liggur til suðausturs ofan hennar, áleiðis að Keili. Stígurinn liggur upp á Vigdísarvelli.”
Minjar við Þórustaðaborg eru á svæði sem er um 20×50 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingunni. Borgin sjálf A er um 10 m í þvermál en hún er ekki alveg hringlaga og sést móta fyrir horni á henni í norðausturhluta. Borgin er þrískipt og er op á henni til suðurs.

Fornasel (sel)

Fornasel

Fornasel – uppdráttur ÓSÁ.

“Þar suður af [Klifgjá og Klifgjárbarmi sem eru sunnan við Kolgrafarholt] er Fornasel eða Litlasel,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Fornasels er ekki getið í örnefnaskrá Þórustaða en samkvæmt núverandi landamerkjum er selið innan landamerkja þeirra. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi segir um Fornasel: ” Í austurátt frá Skrokkum er lítið selstæði sem heitir Fornasel.

Fornasel

Fornasel – uppdráttur ÓSÁ.

Ein heimild segir það vera frá Þórustöðum [mögulega úr bókinni Strönd og Vogar] en önnur heimild segir að selið gæti heitið Litlasel og verið frá Landakoti [í örnefnalýsingu Landakots eftir Gísla Sigurðsson segir: “Ekki er með öllu víst, að Fornasel tilheyri landi Landskots, en hafi svo verið nefndist það einnig Litlasel.” Ekki er ljóst hvernig Litlasel kemur til sögunnar. Þess virðist ekki vera getið annarsstaðar en í þessari örnefnaskrá. Í annarri örnefnaskrá fyrir Landakot er Fornasel talið til örnefna sem tilheyra því en framar í skránni er tekið fram að erfitt sé að staðsetja þekkta hóla og kennileiti í Strandarheiði í landi hverrar einstakrar jarðar vegna þess hve þéttbýlt sé á svæðinu]. Í Jarðabókinni er ekki getið um Fornasel eða annað sel á þessum slóðum en bókin nefnir Fornuselshæðir sem eru líklega nokkuð ofar í heiðinni […].” Í bókinni Strönd og Vogar segir: “Þá er Fornasel. Þar áttu fyrst selstöðu Kálfatjörn og Þórustaðir en Kálfatjörn fékk seinna selstöðu, þar sem heitir Sogasel […].” Mögulega er hér átt við sel í Fornuselshæðum en í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 kemur fram að Kálfatjörn og Þórustaðir hafi átt selstöðu þar. Fornasel er um 3,2 km suðaustan við bæ.

Selið er í hrauninu sunnan við Reykjanesbraut þar sem landið fer hækkandi og er selið á dálítilli hæð. Gróið er í kringum selið.
Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel og selstöður á Reykjanesskaga segir um Fornasel: “Í selinu er ein megintótt með tveimur vistarverum og hlöðnu gerði sunnan við. Vestar er hlaðinn stekkur. Ofan við hólinn er vatnsstæði í krika og minni tóft með tveimur vistarverum. Tóftirnar eru grónar, en vel sést móta fyrir veggjum. Hleðslur sjást í veggjum. Hlaðið er um vatnsstæðið.” Heildarstærð minjasvæðisins er um 68×20 m og snýr það norðvestur-suðaustur. Seltóftirnar eru á tveimur stöðum. a

Norðurkot (býli)

Norðurkot

Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.

Hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. JÁM III, 141. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 (GJ: Mannlíf og mannvirki, 315-316).
1919: Tún 1,7 teigar, garðar 340m2.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki segir: “Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd og hreppurinn sem létu gera það og var húsið notað sem skólahús fyrir “Innstrendinga”. Húsið var úr timbri, ein hæð og port-ris.

Norðurkot

Norðurkot.

[…] Barnakennsla var aflögð í Norðurkoti 1910 […]. Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.” Í sömu heimild kemur fram að í kringum 1940 hafi verið hætt að búa í Norðurkoti og eftir það hafi húsið verið notað sem heyhlaða og geymsla. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga kemur fram að árið 2004 hafi Minjafélag sveitarfélagsins fengið Norðurkotshúsið að gjöf og var húsið flutt á fyrirhugað minjasvæði sveitarfélagsins að Kálfatjörn og gert upp. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru bæjarhús Norðurkots á svæði sem er um 20×10 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur. Bæjarhóll Norðurkots er um 110 m norðaustan við Þórustaði.
Umhverfis bæjarhólinn er sléttað tún í órækt. Hann er í hæðóttu landslagi þar sem sést í hraunnibbur á stöku stað.
Bæjarhóllinn er um 15×20 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur. Hann er um 1,2 m á hæð. Náttúrulegt framhald er á hólnum til norðausturs. Á hólnum eru byggingaleifar sem ná yfir svæði sem er 14×15 m og snýr suðvesturnorðaustur. Eldri minjar eru í norðausturenda svæðisins, þar eru tvö hólf í hlaðinni tóft, A, sem er 14×8,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.

Norðurkotsbrunnur (vatnsból)

Norðurkot

Norðurkotsbrunnur.

Á heimasíðu Ferlirs segir: “Norðurkotsbrunnurinn er einn fallegast brunnurinn á ströndinni og nær alveg heill. Hann er í lægð skammt norðan við túngarðinn.” Brunnurinn er um 60 m norðaustan við bæ.
Brunnurinn er í lægð í móa innan um gróna hraunhóla. Brunnurinn er grjóthlaðinn, og er sementslím í hleðslunni. Brunnurinn er um 2,5 m í þvermál og er byrgður með viðarplötu svo ekki er hægt að sjá ofan í hann. Hleðslur standa um 0,4 m upp úr jörðinni. Gaddavír er strengdur á staura umhverfis brunninn.

Tíðagerði (býli)

Norðurkot

Norðurkot og Tíðargerði – uppdráttur ÓSÁ.

“Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. Því tilheyrði kálgarður neðan við bæinn, allstór. Skiptist hann að nokkru um klapparbala. Neðan hans var kálgarðurinn kallaður Leynir.
Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar,” segir í örnefnaskrá KE. Í annarri örnefnaskrá segir: “Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki segir: “Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.” Samkvæmt túnakorti frá 1919 tilheyrðu Tíðagerði bæjarstæði, þró, útihús, túngarður og kálgarður.
Minjar um býlið eru í hæðóttu túni. Á túnakorti frá 1919 kemur fram túnastærð Tíðagerðis: Tún 0,5 teigar, garðar 700m2. Minjarnar sem tilheyra Tíðagerði eru á svæði sem er um 110×85 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.

Harðangur (bústaður)

Harðangur

Harðangur.

“Sunnan við garðinn, sem skilur á milli Norðurkotslands og Goðhóls, neðan Hliðs, eru rústir býlisins Harðangurs. Þar er lítill túnblettur innan garða, sennilega kálgarður upphaflega,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir að Harðangur hafi verið tómthús frá Norðurkoti og að það hafi verið í byggð 1885 en hafi aflagst um aldamótin 1900. Óljósar leifar um býlið sjást enn þar sem er ógreinileg tóft er á hól sem virðist vera náttúrulegur að mestu leyti. Hóllinn er við merki milli Kálfatjarnar og Norðurkots. Umhverfis tóftina er túngarður eða kálgarður. Mannvirkin eru um 135 m austan við bæ. Býlið er í grónum hraunmóa. Býlistóftin er fast við túngarð Goðhóls sem er á merkjum milli Kálfatjarnar og Norðurkots. Gerði sem er umhverfis tóftina og afmarkar svæði sem er um 15×70 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Garðurinn er hæstur um 0,5 m en er víðast hruninn. Tóftin er tvískipt, 8×4 m að stærð og snýr suðausturnorðvestur. Ekki sést í grjót nema á stöku stað í suðausturenda þar sem rof hefur myndast í tóftinni innanverðri.

Álfhóll (huldufólksbústaður)

Álfhóll

Álfhóll.

Á uppdrætti af Norðurkoti á heimasíðu Ferlis er merktur Álfhóll norðvestan við Stórhól, niður undan Norðurkoti. Ekki er minnst á þennan hól í örnefnaskrám. Hólinn er fast norðan við hrunið byrgi og um 120 m norður frá bæ.
Hóllinn er í norðurjaðri túnsins. Hóllinn er allhár og stór, hömrum girtur til suðausturs. Að öðru leyti er hann vel gróinn, mjókkar upp og eru nokkrar fuglaþúfur efst á honum. Hann er 3-4 m á hæð, hæstur til norðurs og er um 25×15 m að stærð, snýr austur-vestur.

Stórhóll (huldufólksbústaður)

Stórhóll

Stórhóll.

“Neðan við bæinn er Stórhóll. Álfabyggð var talin í honum,” segir í örnefnaskrá. Hóllinn er um 30 m norðvestan við bæ. Hóllinn er í hæðóttu túni. Hóllinn er algróinn og hefur að öllum líkindum verið sleginn með túninu. Hann er um 3 m á hæð og er um 15×10 m að stærð, snýr suðvestur-norðaustur. Bratt er fram af honum til vesturs.

Kálfatjörn (kirkja)

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja.

1703: Jarðadýrleki óviss. Kirkjustaður. Kirkjunnar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200 (DI XII 9).
[1379]: “Hvad sem kirkiann aa kalfatiornn aa Petvr kirkia aa kaalfatiornn. hvnn aa heima land alltt med gognvm ok giædvm. hvn aa backa ok fleckv vik. hvnn a allann reka j millvm Hravnnes ok ranga giogvrs ok firr nefnd fleckvik aa allann þridivng j vatzleysv jord. j rekvm. skogi ok hagabeit. fra nyia gordvm ok in at gardi þeim er geingvr ofan vr Hraune fram at sia firir innann akvrgerdi. Advrnefnd kirkia aa kaalfatiornn aa allann reka j millvm markletz ok nyia garda.” (DI III 340) [1379]: “Kalfatiorn. Svo felldann vitnisbvrd bervm vier þorvardvr arason oc þorsteinn jonsson olafur marteinsson oc hallvardvr karason at vier hofvm verit j kalfatiarnar kirkivsokn meir enn xx vetur enn svmer meir en lx vetur. hofvm vier alldri tvimæli aa heyrt. at eige ætti kirkiann aa kalfatiornn allann reka j millvm hravnnes oc rangagiogvrs. oc alldri hofvm vier heyrt at þar væri hvalreki fra skilldvr. og epter [þessv] vilivm vier sveria ef þvrfa þycker.” (DI III 341) 1379: Kalfatiorn. “Svo felldann vittnisburd bervm vier kare þorgilsson. jon 175 Kirkja, horft til norðausturs oddzson oc olafur kodransson. at vier hofvm heyrt lesinn maldagann j videy advr enn kirkiann brann. oc firnefndur olafur kodransson las hann sialfur. at kirkiann j videy ætti fiordv hvoria vætt vr hval hvar aa land kæme fra kolbeinsskor oc jnn at hravnnes vottnvm j millvm hvassaravns oc ottastada nema kæme aa kalfartiarnar reka þeim frateknvm j millvm markkletz oc nyia garda. hier epter vilivm vier sveria ef þvrfa þycker.” (DI III 341).
18.4.1434: Vogar a Rosmhualanese [liggja] i KalfatiarnarÞijngum; (DI IV 540).
9.9.1447: Er þess getið að Vogar, Hlöðunes, Ásláksstaðir, Knarrarnes, Breiðagerði og Óttastaðir tilheyri Kálfatjarnarkirkjusókn. (DI IV 707-708).
[1477]: “kalua Tiornn.”Peturskirkia ad kaluatiornn a heima land allt oc backa oc fleckuvijk. fiara ä hraunsnese.” (DI VI, 124).
28.4.1479: Er þess getið að Jörðin Vatnsleysa er í Kálfatjarnarkirkjusókn. (DI VI, 185-86) 4.10.1489 er þess getið að jörðin Stærri-Vogar á Kálfatjarnarströnd er í Kálfatjarnarkirkjusókn. (DI VI, 686) 9.7.1496 er þess getið að jörðin Stærrivogar er í Kálfatjarnarkirkjusókn. (DI VII, 299, 303) 13.9.1500 er þess getið að jörðin Breiðagerði á Strönd er í Kálfatjarnarkirkjusókn. (DI VII, 513, 561).
Hjáleigur 1703: Naustakot, Móakot, Fjósakot og Borgarkot í byggð, í eyði voru Hólakot, Hátún og Árnahús.
Hjáleigur 1847: Naustakot, Móakot, Hátún og Fjósakot. JJ, 91. Hlið var tómthús frá Kálfatjörn til 1923, Góðhóll var einnig tómthús sem var í byggð til 1935.
Sama má segja um Litlabæ sem var byggður fyrir 1884. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 319, 321-22, 337-340). Jörðin hét áður Gamlatjörn.
1703: “Túnin spillast af sjáfarágángi, og þó enn meir af vatnarásum, sem uppá bera leir til skemda. Engjar eru öngvar. Úthagar lakir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.” JÁM III, 143. 1919: Tún 7 teigar, garðar 1180m2.
“Bærinn á Kálfatjörn stendur því sem næst í miðju túni á allstórum bala. Austan bæjarhúsa er kirkjan. Allt umhverfis hana er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, og þó aðallega norðan og austan megin,” segir í örnefnaskrá.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: “Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.” Í broti úr sögu Vatnsleysuhrepps, samantekt eftir Viktor Guðmundsson segir enn fremur um kirkjuna: ” Í kaþólskum sið var kirkjan á Kálfatjörn helguð Pétri postula. Á Kálfatjörn var torfkirkja fram til ársins 1824, þá var reist ný kirkja og var hún með torfveggjum en timburþaki og stóð hún í 20 ár eða til ársins 1844. Árið 1844 er svo byggð ný timburkirkja á Kálfatjörn, hún stóð aðeins í 20 ár og 1864 er enn byggð kirkja. Núverandi kirkja var byggð 1892-1893 og vígð árið 1893.” Kirkjan stendur á golfvellinum miðjum, um 25 m austan við bæjarhól.
Golfvöllur hefur verið gerður í hrauninu. Kirkjan stendur á sléttaðri flöt en utan vallarins er mosagróið hraun.
KÁLFATJÖRN Á VATNSLEYSUSTRÖND (G) -Pétri c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9.
[1379]: Hvad sem kirkiann aa kalfatiornn aa. Petvr kirkia aa kaalfatiornn. hvnn aa heima land alltt med gognvm ok giædvm. hvn aa backa ok fleckv vik. hvnn a allann reka j millvm Hravnnes ok ranga giogvrs ok firr nefnd fleckvik aa allann þridivng j vatzleysv jord. j rekvm. skogi ok hagabeit. fra nyia gordvm ok in at gardi þeim er geingvr ofan vr Hraune fram at sia firir innann akvrgerdi.
Advrnefnd kirkia aa kaalfatiornn aa allann reka j millvm markletz ok nyia garda. Bessastaðabók DI III 340.
[1379]: Kalfatiorn. Svo felldann vitnisbvrd bervm vier þorvardvr arason oc þorsteinn jonsson olafur marteinsson oc hallvardvr karason at vier hofvm verit j kalfatiarnar kirkivsokn meir enn xx vetur enn svmer meir en lx vetur. hofvm vier alldri tvimæli aa heyrt. at eige ætti kirkiann aa kalfatiornn allann reka j millvm hravnnes oc rangagiogvrs. oc alldri hofvm vier heyrt at þar væri hvalreki fra skilldvr. og epter [þessv] vilivm vier sveria ef þvrfa þycker. Bessastaðabók DI III 341.
1379: Kalfatiorn. Svo felldann vittnisburd bervm vier kare þorgilsson. jon oddzson oc olafur kodransson. at vier hofvm heyrt lesinn maldagann j videy advr enn kirkiann brann. oc firnefndur olafur kodransson las hann sialfur. at kirkiann j videy ætti fiordv hvoria vætt vr hval hvar aa land kæme fra kolbeinsskor oc jnn at hravnnes vottnvm j millvm hvassaravns oc ottastada nema kæme aa kalfartiarnar reka þeim frateknvm j millvm markkletz oc nyia garda. hier epter vilivm vier sveria ef þvrfa þycker. anno domini M. iij°. lxxxix ar. Bessastaðabók DI III 341.
18.4.1434: Vogar a Rosmhualanese [liggja] i KalfatiarnarÞijngum; DI IV 540.
9.9.1447: Vogar, Hlöðunes, Ásláksstaðir, Knarrarnes, Breiðagerði og Óttastaðir … liggia í Kalfatiarnar kirkivsokn; DI IV 707-708
[1477]: kalua Tiornn. Peturskirkia ad kaluatiornn a heima land allt oc backa oc fleckuvijk. fiara ä hraunsnese. iiij mesoklæde et cetera. atta kyr. þriu asaudar kugillde oc j hestur. Máld DI VI, 124 [Þjsks Bps A II, 1, bl. 122a].

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja – fontur.

28.4.1479: Jörðin Vatnsleysa er í Kálfatjarnarkirkjusókn. DI VI, 185-86.
4.10.1489: Jörðin Stærrivogar á Kálfatjarnarströnd er í Kálfatjarnarkirkjusókn. DI VI, 686.
9.7.1496: Jörðin Stærrivogar er í Kálfatjarnarkirkjusókn. DI VII, 299, 303.
13.9.1500: Jörðin Breiðagerði á Strönd er í Kálfatjarnarkirkjusókn. DI VII, 513, 561.
1575: Máld DI XV 638.
26.4.1815: Njarðvíkurkirkja gerð að annexíu frá Kálfatjörn; (PP, 107) [konungsbréf].
16.11.1907: Kálfatjarnarprestakall lagt niður og leggst sóknin til Garða á Álftanesi; (PP, 107) [lög]. Kirkjan stendur á grjóthlöðnum grunni. Hún er byggð úr timbri og klædd með bárujárni. Er hún á tveimur hæðum og að auki er kirkjuturn austast á byggingunni. Snýr hún í austur-vestur. Umhverfis kikjuna er kirkjugarður, 65 x 35 m stór. Hann snýr eins og kirkjan. Hann er afmarkaður af grjóthleðslu í suðri og vestri, u.þ.b. 0,4 m hárri og 0,2 m breiðri. Hleðslan virðist fremur nýleg. Líklega hefur grjóthleðsla verið umhverfis garðinn allan áður fyrr en þar sem mörk hans eru afar skýr en hún er horfin nú. Kirkjugarðurinn er sýndur á túnakorti frá 1919 og virðist hann vera álíka stór í dag að því frátöldu að hann hefur verið stækkaður örlítið til vesturs. Á heimasíðu Ferlis segir um stein í kirkjugarðinum: “Hér rétt innan kirkjugarðshliðsins er steinn með bolla í sem að Ólafur Erlendsson segir að hafi áður verið undir vegg á tröðinni sem lá upp fyrir garð. Kristján Eldjárn þá þjóðminjavörður taldi hann vera frá kaþólskri tíð og kirkjugestir ef til vill signt sig áður en þeir fóru í kirkju.”
Steinninn er um 2 m innan við hliðið á hægri hönd þegar gengið er að kirkjunni. Hann er um 0,4 m að hæð og 0,3 m í þvermál. Bolli, 0,2 m í þvermál og 0,1 m djúpur er í honum miðjum. Steininn er nokkuð mosagróinn.

Kálfatjörn (býli)
Kálfatjörn“Bærinn á Kálfatjörn stendur því sem næst í miðju túni á allstórum bala. Austan bæjarhúsa er kirkjan,” segir í örnefnaskrá. “Gegnt kirkjunni í vestur var prestsetrið til margra ára og eftir að það var aflagt eða frá 1920 bjó Erlendur Magnússon, oddviti og útvegsbóndi og Kristín Gunnarsdóttir og börn þeirra á Kálfatjörn. Heimili þeirra var opið prestum og öllum kirkjugestum til ýmissa verka. Systkinin tóku síðan við og tóku á móti gestum og gangandi alla sína búskapartíð eða þar til að Kálfatjarnarhúsið brann í nóvember árið 1998,” segir í erindi Sigrúnar Jónsdóttur Franklín á Sagnakvöldi í Kálfatjarnarkirkju þann 19. janúar 2006 og birt er á heimasíðu Ferlirs. Samkvæmt túnakorti stóð bærinn árið 1919 ríflega 20 m VSV af kirkjunni 002. Ekki er lengur búið á Kálfatjörn en þar er nú golfvöllur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Umhverfis bæjarstæðið er nú golfvöllur. Utan hans er mosagróið hraun.
KálfatjörnÞar sem bærinn stóð er nú lítill hóll, u.þ.b. 40 x 15 m að stærð og 2 m hár. Hann snýr í NNV-SSA og er bratt niður til suðurs af honum. Í jaðri hólsins er nú malarplan og efst á honum stendur fánastöng. Líklega hefur bærinn staðið um 15 m vestur af henni. Hóllinn hefur verið sléttaður. Norðan við hólinn er bali, hugsanlega sá sem nefndur er í örnefnaskránni. Sunnan við bæjarhólinn er kálgarður. Hann er 30 x 40 m og snýr líkt og bæjarhóllinn í NNV-SSA að stærð og er hlaðið í kringum hann á þrjá vegu, norðurhliðin er opin. Breidd veggja er 1 m og hæð þeirra 0,3 m. Þeir eru grjóthlaðnir. Túnakortið sýnir annan kálgarð fast austan við hinn. Hann hefur verið um 30 x 30 m að stærð og garðlag hlaðið utan um hann í suðri og austri. Hann er horfinn og er nú slétt flöt sem tilheyrir golfvellinum þar.

Skjaldbreið (hlaða)

Kálfatjörn

Skjaldbreið.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var útihús um 10 m vestur af bæ. Tóft hússins sést enn. Golfvöllur er á þessum slóðum en umhverfis er mosagróið hraun.
Á heimasíðu Ferlirs er þessari tóft lýst: “Hlaðan er talin vera yfir 200 ára gömul og steinhleðslan einstök, tvöföld þ.e. ytri og innri steinhleðsla og loftbil á milli. Hún hefur haldist vel fyrir utan eitt hornið en upphaflega bakkaði olíubíll á það og síðan einhverjir aðrir og við það riðlaðist hleðslan. Erlendur smíðaði kvist á þakið og fjós við sem nú hefur verið rifið. Hlaðan var í notkun alla tíð fram til ársins 1999. Ólafur Erlendsson telur að tréverkið þ.e. bitarnir inni í hlöðunni séu úr Jamestown en það skip rak á hafi úti fyrir Ameríku í 3 ár áður en það strandaði við Þórshöfn nálægt Höfnum árið 1881. […] Hlaðan þótti mikil bygging á sínum tíma og var nefnd Skjaldbreið. Hlaðan er nú í umsjá minjafélagsins.”
Húsið er í jaðri bæjarhólsins, rétt við malarveginn sem liggur fram hjá kirkjunni. Sést í sement í veggjahleðslunum. Húsið snýr norður-suður og er um 10 x 8 m að stærð. Breidd veggja er 0,4 m og hæð þeirra 2 m. Vesturhlið hússins er nánast alveg hrunin. Inngangur hefur líklega verið í SV-horni.

Kálfatjarnarbrunnur (vatnsból)

Kálfatjörn

Kálfatjarnarbrunnur.

“Niður með Sjávargötunni [065] er Kálfatjarnarbrunnur,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. “Niður með sjávargötunni og fast við hana, um 70 m frá hlaðvarpanum, er brunnurinn, vatnsból, sem enn er notað, og var það fyrsta á Vatnsleysuströnd, sem grafið var svo djúpt í jörð að þar gætti flóðs og fjöru. Slíkt var kallað flæðivatn. Síðar þegar sprengiefni kom til sögunar var þessi brunnur dýpkaður, svo ekki þryti vatn um stórstraumsfjörur,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis.
Umræddur brunnur er merktur inn á túnakort frá 1919 um 100 m norðvestur af bæ. Hann er í óslegnu belti milli sleginna flata á golfvellinum. Golfvöllur, mosagróið hraun í utan hans. Brunnurinn er á litlum hól, 0,5 m háum og 5 m í þvermál.
Brunnurinn sjálfur er 2 m í þvermál. Ekki sést í neinar hleðslur í honum. Nú hefur hann verið byrgður. Mikið og hátt gras er í kringum brunninn.

Hornsteinn (áletrun)

Kálfatjörn

Ártalssteinninn á Kálfatjörn.

Á heimasíðu Ferlis segir: “Fyrir framan skálann er steinn með ártalinu A°1674 og fannst hér í fjörunni en hann hefur líklega verið við eina sjóbúðina.” Skálinn er nú á malarplani um 40 m norður af kirkjunni og 45 m norðaustan við bæ.
Steinninn er á malarplani norðan við kirkjuna. Golfvöllur er austan og vestan við hann.
Steinninn er 0,5 m á lengd, 0,3 m á breidd og 0,3 m hár. Á hann er letrað A°1674. Steininn er líklega úr grágrýti.

Hlið (býli)

Kálfatjörn

Letursteinn (skósteinn) í Kirkjubrúnni á Kálfatjörn.

“Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. “Milli Goðhóls og Norðurkotstúns var Hlið og var þar í kring Hliðslóð eða Hliðstún umgirt Hliðstúngörðum, hlöðnum af grjóti og ofan lóðarinnar svo svo Heiðargarðurinn,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.

Hlið

Hlið.

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Hlið var tómthús frá Kálfatjörn.” Þar lagðist niður búskapur 1923 en þar var byggður sumarbústaður sem ekki er notaður nú. Þar sem Hlið stóð sést enn stór tóft og túngarður. Hlið er um 260 m suðvestan við Kálfatjarnarbæ 001 og um 110 m norðnorðaustan við Goðhólsbæ. Gróinn túnblettur milli hraunhóla í vesturjaðri golfvallar. Dálítill holmói er austan við Hlið, utan garðs.
Á heimasíðu Ferlirs segir: “Á miðjum vestari garðinum eru tóftir bæjarins í Hliði en þar í gegn lá kirkjugatan svokallaða sem að allir kirkjugestir fóru til messu og þar má sjá steinhleðslu yfir rásina sem áður hefur verið nefnd og þar má jafnframt finna klappaðan stein með ártalinu A°1790. Sagnir eru um að allir hafi stoppað í Hliði og fengið sér í nefið og rabbað um landsins gagn og nauðsynjar og jafnvel farið í kirkjufötin þar. Kirkjustígurinn heldur síðan áfram út eftir ströndin í gegnum Tíðagerði og Norðurkot.”

Kirkjubrú (brú)

Kálfatjörn

Kirkjubrúin við Kálfatjörn.

“Rétt ofan við götuna [Kirkjugötuna] lá grjótstétt þvert yfir Goðhólstún, kölluð Kirkjubrú,” segir í örnefnaskrá. Í bókinni Strönd og vogar segir enn fremur: “Fyrir sunnan eða vestan Kálfatjörn er farvegur, sem nefnist Rás. Þessi farvegur var alltaf þurr, nema í leysingum á vorin. Þá gat safnazt saman mikið vatn fram í heiði og fékk þá framrás um Rásina og gat þar orðið allmikill flaumur, jafnvel í mitti á mönnum. En yfir Rásina hefir verið hlaðin göngubrú úr grjóti, svo að menn gæti komizt þar yfir þurrum fótum.” Kirkjubrú liggur nokkuð samsíða Kirkjugötu, 10-30 m suðaustan við hana, og liggur frá suðvestri til norðausturs. Brúin er um 55 m austnorðaustan við Hlið og um 175 m suðvestan við bæ. Brúin liggur yfir hraunmóa en suðvesturhluti brúarinnar liggur yfir holmóa. Er í jaðri golfvallar, suðvestan við Landagarð. Brúin er úr grjóti sem hrúgað hefur verið yfir Rásina en ekki er um vandaða stétt að ræða. Grjótið í brúnni er meðalstórt og stórt hraungrýti. Brúin er um 2 m á breidd og um 32 m löng. Brúin er nokkuð sokkin og er mesta hæð hennar um 0,2-0,3 m. Steinninn með áletruninni er norðaustan við miðja brú. Steinninn er um 0,6 x 0,6 m
að stærð, ferkantaður, og um 0,3 m á þykkt. Steinninn er flatur að ofan og mosavaxinn. Áletrunin er á suðurhlið steinsins, og þekur flöt sem er um 0,2 x 0,1 m, snýr norðaustur-suðvestur. Í bókinni Strönd og vogar er ártalið lesið 1706 og á heimasíðu Ferlis er það sagt vera 1790. Áletrunin er orðin mjög óskýr en ekki var hægt að sjá annað á vettvangi en ártalið 1700 og ekki sást í A° á undan því.

Borgarkot

Breiðufit – girðingasteinar ofan Borgarkots.

Breiðufit (girðing)
Breiðufit er röð stöpla (steina) stórgripagirðingar er liggja frá Litlabæ að landamörkum Flekkuvíkur, beygir til norðurs skammt vestan Hermannavörðu og endar niður við sjávarbakkann. Í hverjum steini eru tveir trétappar. Ofan við girðinguna er hlaðin refagildra. Önnur slík er innan girðingarinnar nokkru vestar. Borgarkot var, líkt og svo margar jarðir á norðanverðu Reykjanesinu, eign Viðeyjarklausturs og gerð út þaðan.”Minjasvæðið er um 200 m langt og 50 m breitt. Það snýr gróflega frá austri til vesturs.

Goðhóll (býli)

Goðhóll

Goðhóll – Kálfatjarnarkirkja fjær.

“Svo sem 20 m neðar en brunnurinn er Rásin, en þar er farvegur, er Goðhólsrás hefur grafið sér, en hún rennur að nokkru inn á Kálfatjarnartún. […] Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. […] Nokkurt tún er í Goðhól. Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torfbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bærinn var skammt frá suðurtúngarði og eigi alllangt frá sjó. Beint niður undan bænum er uppsátrið, skiparéttin og vörin […],” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis.

Goðhóll

Goðhóll 1933.

“Ofan og sunnan Naustakots var býlið Goðhóll, sem stóð í Goðhólstúni, á suðurhlið túnsins var svokallaður Heimagarður og Vatnagarður eða Móinn,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt. […] afleggst Goðhóll […] árið 1935.” Bæjarstæði Goðhóls er í suðvesturjaðri golfvallar skammt frá sjó, um 275 m vestan við Kálfatjarnarbæ. Norðan við bæinn eru golfflatir og sunnan og vestan við hann eru lágar klappir og grösugir balar þar á milli. Nokkuð er um flagmóa austan við bæinn.
1919: Tún 1,4 teigar, garðar 660 m2. Minjasvæðið sem tilheyrir Goðhól er um 150 x 70 m og snýr norðvestur-suðaustur. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru á svæðinu bæjarhús a), brunnur b), þró c), útihús d), kálgarður e), kálgarður f), útihús g), útihús h), slóði i), slóði j), kálgarður k), útihús l), útihús m) og túngarður n). Bæjarhúsin a) eru mjög greinileg og vel uppi standandi. Þau standa sunnan í Goðhól, litlum bröttum og grónum hól og vestan í öðrum stærri klapparhól. Bæjartóftin er um 11 x 8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin skiptist í þrjú hólf. Inngangur inn í tóftina er á miðri suðvesturhlið og eru þar tvö hólf, hvort til sinnar handar. Þau snúa eins og tóftin.

Bakkastekkur (stekkur)

Bakkastekkur

Bakkastekkur.

“Beint upp af Nausthólsvík miðja vegu milli Langahryggjar og þjóðvegarins gamla, eru stórir klapparhólar. Þar milli hóla, í graslaut, er Bakkastekkur,” segir í örnefnaskrá. Bakkastekkur er um 590 m austur af Bakka, um 720 m norðaustur af Gamla-Bakka og um 850 m norðaustan við Kálfatjarnarbæ. Stekkurinn er í grasi gróinni laut milli hraunhóla og er lautin opin til norðvesturs. Úr henni sést að GamlaBakka og Litlabæ. Smáþýft er í lautinni.
Stekkurinn er ógreinilegur í norðurjaðri lautarinnar í dálitlum halla mót suðri. Stekkurinn er grjóthlaðinn, um 5 x 3 m að stærð og snýr NNV-SSA.

Helgahús (beitarhús)

Borgarkot

Helgahús.

“Örskammt innan við Nausthól (60-80 m) eru sléttar klappir á kampi og grónir balar. Þarna heitir Litli-Nausthóll; upp frá honum um 100 m, eru fjárhústóftir, Helgahús, nefnd eftir þeim er lét reisa þau, Helga kenndan við Tungu í Reykjavík. Þau voru reist um 1920,” segir í örnefnaskrá. Í athugasemdum við örnefnaskrá segir að húsið hafi verið reist a.m.k. 3-4 árum fyrr. Helgahús er 280 m austur af Bakkakrók og 1,1 km norðaustan við bæ.
Grasi gróinn melur sem hraunklappir standa upp úr. Stórgrýtt fjara ásamt klettabeltum niður (norður) af tóftinni. Tvískipt grjóthlaðin tóft, 14 x 10 m að stærð. Snýr hún í norðvestur-suðaustur. Breidd útveggja á langhliðum er 1,5 m en innveggurinn sem skiptir tóftinni í tvö hólf er um 1 m að breidd. Tóftin er byggð upp að kletti í suðaustri og er hann notaður sem gafl í öðru hólfinu. Hæð veggjanna er víðast hvar 0,5 m en hæst er skammhliðin sem snýr til suðausturs, 1,5 m há. Norðvesturgafl hefur líklega verið úr timbri eða öðru léttu efni þar sem hleðslur eru mun lægri þar og í vestari hólfinu hulin grasi. Vestara hólfið er 9 x 2,2 m að innanmáli en hið austara er styttra og breiðara, 7 x 4 m að stærð.

Vatnssteinar/Vaðssteinar (vatnsból)

Borgarkot

Vatnssteinar.

“Ofan við Breiðufit [inn með sjónum frá rétt] miðja eru 2 hólar allstórir hver upp af öðrum og grónir nokkuð upp. Norðan undir þeim, sem nær er bakkanum, er lítið vatnsstæði, það heitir Vatnssteinar,” segir í örnefnaskrá. Vatnssteinar eru um 400 m norðaustan við Nausthól 034, 310 m norðaustur af Litla-Nausthól og um 1,4 km norðaustur af bæ. Ekki er ljóst hvort fólk sótti vatn í vatnsbólið og þá hvaðan það var sótt eða hvort skepnum hafi verið brynnt þar.
Grasi gróið nef sem gengur út í stórgrýtta fjöru. Ofan við það er mosagróið hraun.
Líklegt er að hólarnir tveir sem nefndir eru í örnefnaskrá séu Réttarhólar. Um 50 m norður af þeim nyrðri og 10 m frá fjörunni er stórgrýtt dæld. Hún er 3 x 1,5 m að stærð og 0,3 m djúp. Hugsanlega eru Vatnssteinar þar. Nú er dældin þó þurr og grasi gróin. Stór trjádrumbur liggur ofan í henni.

Stefánsvarða (varða)

Stefánsvarða

Stefánsvarða.

“Í austur frá Bakkastekk dregur til hæðarbungu. Hún kallast Hæðin. Þar á há-Hæðinni stendur Stefánsvarða, rétt við þjóðveginn. Hún var rifin af vegagerðarmönnum á stríðsárunum síðari en var byggð upp um 1970. Það gerði Jón Helgason frá Litlabæ og Magnús sonur hans. Settu þeir og nafnspjald á vörðuna,” segir í örnefnaskrá.

Stefánsvarða

Stefánsvarða – letursteinn.

Varðan er skammt norðan við aðalveginn og sést vel af honum. Hún er um 15 m norðan við leið og um 1,6 km ANA af Kálfatjörn. Varðan stendur á flatri og sléttri klapparhellu. Umhverfis vörðuna er klappir og klapparhólar. Milli klappa eru grýttir melar, mosagrónir að hluta. Í athugasemdum og viðbótum við örnefnalýsingu segir að varðan hafi verið hlaðin endurhlaðin um 1950. Varðan er vandlega hlaðin úr hraungrýti. Hún er köntuð og mjókkar lítillega upp. Varðan er um 1 x 1 m að grunnfleti og er um 1,8 m á hæð. Hrunið hefur lítillega úr vörðunni efst en 8 umför eru í hleðslunni. Grjótið er af öllum stærðum en stærst neðst og minnkar eftir því sem ofar dregur. Grjótið virðist vera tilhöggvið. Ekki er vitað hvenær varðan var hlaðin upphaflega en líkur eru á því að hún hafi átt að varða leið.

Borgarkotsstekkur (stekkur)

Borgarkotsstekkur

Borgarkotsstekkur.

“Tveir hólar skammt fyrir neðan vörðuna [Stefánsvörðu], annar til vesturs hinn til norðurs, kallast Stefánsvörðuhólar. Norðan undir þeim nyrðri (hann kallast einnig Stekkhóll) er Borgarkotsstekkur,” segir í örnefnaskrá. Stekkurinn er dálítinn spöl norðvestan við Stekkhól, um 220 m norður af Stefánsvörðu, um 1 km suðaustur frá Borgarkoti og um 1,7 km norðaustan við Kálfatjörn.
Stekkurinn er í dálítilli grasi vaxinni laut. Aflíðandi brekka er upp úr lautinni til suðurs en grónir hraunhólar mynda kraga í kringum lautina alla. Þó er op á honum til norðausturs.
Stekkurinn er grjóthlaðinn, tvískiptur og snýr norður-suður. Tóftin er um 6 x 3 m og mesta hleðsluhæð er um 0,4 m. Í syðri enda er lítið hólf, um 1 x 1 m að innanmáli og í nyrðri enda er lítið gerði, að því er virðist, þar eru veggir mun ógreinilegri og efnisminni. Það er um 2 x 2,5 m að innanmáli og snýr norðursuður. Óljóst op sést í norðvesturhorni gerðisins.
Tóftin er allvel gróin, aðallega grasi og elftingu en víða sést í grjót.

Heimristekkur (stekkur)

Heimristekkur

Heimristekkur.

“Til suðurs frá Stefánsvörðu og nokkuð frá veginum er allhár hóll og brattur til norðurs. Hann heitir Grjóthóll. Til suðvesturs frá Grjóthól og nær veginum er Heimristekkur, vestan undir Heimri-Stekkhól. Heimristekkur er um 200 m til austurs frá steinkofa þeim, sem stendur við veginn heim að Bakka,” segir í örnefnaskrá. “Nú förum við aftur niður á Strandarveg fyrir neðan Hæðina, innan og austan við afleggjarann að Bakka og Litlabæ (u.þ.b. 200 m) er Heimristekkur austan undir Heimristekkhól,” segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Heimristekkur er sunnan undir sprungnum hraunhelluhól, um 780 m norðvestur af Staðarstekk og um 930 m austur af Kálfatjörn. Um 200 m sunnan við aðalveginn er hár hóll með hundaþúfu efst og suðsuðaustan við hann er ívið minni hóll, krosssprunginn hraunhelluhóll. Stekkurinn er sunnan undir honum á grasi grónum bletti í mosavöxnu hrauninu. Tóftin er mjög gróin en á stöku stað sést í grjóthleðslur. Tóftin er tvískipt, um 7 x 5 m að stærð og snýr austur-vestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,7 m. Austara hólfið er um 1 x 1 m að innanmáli og það vestara er um 2 x 3 m að innanmáli, snýr norður-suður. Op er á tóftinni í suðvesturhorni og í gengt er í minna hólfið um stuttan gang úr stærra hólfinu.

Staðarstekkur (stekkur)

Sraðarstekkur

Staðarstekkur.

“Spottakorn upp af Heimristekk er Staðarstekkur,” segir í örnefnaskrá. Staðarstekkur er um 320 m norður af Staðarborg og um 1,7 km suðaustur af Kálfatjörn. Stekkurinn er í stórri sprungu nyrst á hraunhelluhól. Einnig er sprunga á hólnum vestanverðum en hún er grynnri. Hóllinn er allstór en lágur og flatur. Allt í kringum hann er grasi vaxið en jarðvegseyðing víða komin nærri honum. Heildarstærð stekkjarins er um 22 x 3 m. Sprungan sem stekkurinn er í liggur austur-vestur og er víðast um 1,5 m á breidd og hafa öll hólfin þá breidd nema hólf D. Suðurveggur sprungunnar er hærri en sá nyrðri og beinni. Hæstur er hann um 1,8 m. Norðurveggurinn hallar út til norðurs og er hæstur um 1,4 m.

Staðarborg (fjárskýli)

Staðarborg

Staðarborg.

“Spottakorn upp af Heimristekk er Staðarstekkur. Litlu ofar og sunnar er Staðarborg, fjárborg hringlaga, mjög vel hlaðin, – er friðlýstar minjar,” segir í örnefnaskrá. Friðlýsingin var gerð ógild árið 1990 samkvæmt Skrá um friðlýstar minjar. Staðarborg er um 300 m suðvestur frá tóft á Þorsteinsskála og um 1,8 km suðaustur frá Kálfatjörn.
Borgin stendur suðaustast á sléttum hraunhelluhrygg, ekki mjög háum. Innan og utan borgarinnar er grasi vaxið en að öðru leyti er hryggurinn að mestu gróðurlaus.

Staðarborg

Staðarborg.

“Ólafur heyrði þá sögu um Staðarborg, að presturinn á Kálfatjörn hafi látið fjármann sinn hlaða hana, er hann stóð yfir fé. […] Á borginni voru áður lágar dyr svo að stórgripir kæmust ekki inn í hana. Upp úr 1920 lenti trippi inn í borgina og til að ná því var rifið fyrir ofan dyrnar og eru þær nú heilar upp úr,” segir í örnefnaskrá. “Borgin er hringlaga, um 8 m í þvermál að innan og vegghæðin er um 2 m,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. “Þetta er mikið mannvirki og ber þess glöggt vitni, að þar hefir handlaginn maður verið að verki. Borgin er hringlaga og er hlaðin úr grjóti einu, valdir hleðslusteinar bæði í ytri og innri hleðslu, en fyllt upp á milli með smágrjóti. Vegghæð er um 2 metrar og veggþykktin neðst um 1 1/2 metri, en 1 metri efst. Þvermál borgarinnar að innan er um 8 metrar, ummál hringsins að innan 23 metrar, en 35 metrar að utan. Efst slútir hleðslan að innan nokkuð, líkt og hleðslumeistarinn hafi hugsað sér að hlaða borgina upp í topp, eins og hinar smærri fjárborgir, sem voru víða um land,” segir í Strönd og vogum.

Staðarborg

Staðarborg.

Á heimasíðu FERLIRs segir: “Gengið var að Staðarborg á Strandarheiði. Lagt var upp frá Prestsvörðu sunnan Strandarvegar skammt austan afleggjarans að Kálfatjörn. Ofar eru svonefndar Klifflatir. Vörður eru á leiðinni svo auðvelt er að nálgast borgina. Staðarstekkur er í lágum hól skammt norðan við hana. Strandarborg er hringlaga fjárborg, hlaðin eingöngu úr grjóti og er hverjum steini hagrætt í hleðslunni af hinni mestu snilld. Vegghæðin er um 2 m og þvermál að innan um 8 m. Ummál hringsins að utanverðu er um 35 m. Gólfið inni í borginni er bæði slétt og gróið. Ekki er vitað hvenær borgin var hlaðin upphaflega, en menn telja hana nokkur hundruð ára gamla. Munnmæli herma að maður að nafni Guðmundur hafi hlaðið borgina fyrir Kálfatjarnarprest. Guðmundur vandaði vel til verka, safnaði grjóti saman úr nágrenninu, bar það saman í raðir og gat einnig valið þá hleðslusteina sem saman áttu. Ætlun hans var að hlaða borgina í topp. En er hann var nýbyrjaður að draga veggina saman að ofanverðu kom húsbóndi hans í heimsókn. Sá hann þá strax í hendi sér að fullhlaðin yrði borgin hærri en kirkjuturninn á Kálfatjarnarkirkju og tilkomumeiri í alla staði. Reiddist hann Guðmundi og lagði brátt bann við fyrirætlan hans. En þá fauk í Guðmund svo hann hljóp frá verkinu eins og það var og hefur ekki verið hreyft við borginni síðan. Staðarborg var friðlýst sem forminjar árið 1951. […] Sagan segir að fyrrum hafi þversteinn verið efst í inngangi borgarinnar. Kálfur hafi komst inn í hana og hafi honum ekki verið komið út aftur án þess að fjarlægja hafi þurft steininn fyrst. Hann liggur nú undir veggnum gegnt dyrunum. Leitað var að hugsanlegum ártalssteini í borginni, en enginn fannst að þessu sinni.” Borgin er vandlega hlaðin úr meðalstóru grjóti að mestu leyti að stórt grjót er í dyrum. Hún er hringlaga, um 6 m að innanmáli í þvermál. Veggir eru um 1,3 m á þykkt (neðst í dyrum) og þynnast lítið er ofar dregur. Utanmál borgarinnar er þá um 8,5 m. Hæð veggja er um 2 m. Dyr eru á borginni til vesturs, þær eru um 0,5 m á breidd og jafnháar veggjum en eins og kemur fram í texta hefur verið rifið upp úr dyrunum. Borgin er mjög heilleg og lítið sem ekkert virðist hafa hrunið úr henni.

Þorsteinsskáli (tóft )

Þorsteinsskáli

Þorsteinsskáli.

“Skammt norður af borginni er mikil hæð, sem kallast Þorsteinsskáli. Smá tóftarbrot er á henni,” segir í örnefnaskrá. Tóftarbrotið er efst á suðaustanverðri hæðinni, um 1 km suður af Stefánsvörðu og um 1,9 km suðaustur af Kálfatjörn.
Hæðin Þorsteinsskáli stendur hvað hæst upp úr umhverfinu og þaðan sést mjög víða. Hæðin er mjög grýtt og á henni sprungnar hraunhellur. Hún er ekki mjög gróin en víða er mosi. Um 5 m norðvestan við tóftabrotið er grasi gróinn hraunhelluhóll og hundaþúfa á honum efst. Tóftarbrotið er steinhlaðið. Það er um 2 x 2 m að stærð, snýr norður-suður. aðeins sjást suður- og vesturveggir og örlítið af austurvegg. Mesta hleðsluhæð er um 0,8 m í suðurvegg og er þar tvöföld hleðsla, 4 umför. Frá tóftinni hallar landið til norðurs. Ekki er ólíklegt að tóftin hafi verið skotbyrgi.

Prestsvarða (varða)

Prestsvarða

Prestsvarða.

“Prestsvarða eða Staðarvarða er nálægt 200-250 m í austsuðaustur frá Heiðargarði, beint upp af Hátúni. […] Oddmyndaður steinn er út úr henni neðan við miðju. Hann vísar í norður (þ.e. til byggða),” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. “Fast ofan og austan við Kálfatjarnarvegamót er Prestsvarða sem ein heimild kallar Staðarvörðu og í henni neðarlega er steinn sem vísar á kirkjustaðinn,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Í athugasemdum við örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis er varðan einnig nefnd Berjavarða. Varðan er rétt sunnan við afleggjara að Kálfatjörn, um 480 m suðaustan við bæ og um 530 m vestan við Heimristekk. Varðan stendur lágt á sléttri hraunhellu. Í kringum hana er að mestu gróið hraun. Varðan er vandlega hlaðin, köntuð að lögun. Hún er um 1×1 m að grunnfleti og um 1,6 m á hæð. Hleðslugrjótið er meðalstórt og smátt, nokkuð skófum vaxið. Neðarlega á norðurhlið vörðunnar stendur stór, flatur steinn út úr henni og vísar nokkurn veginn til norðurs, í átt að Kálfatjarnarbænum. Ofan á þessum steini er annar minni sem hefur e.t.v. verið settur þangað nýlega eða hrunið úr toppi vörðunnar. Prestsvarðan stendur við Almenningsveg.

Landabrunnur (vatnsból)

Kálfatjörn

Landabrunnur.

“Í Landamóanum, rétt við túngarðinn, er vatnsból á sléttum bala. Kallast það Landabrunnur; er hann 2x3m ummáls og 1,3m á dýpt. Þar þrýtur sjaldan vatn,” segir í örnefnaskrá. Vatnsbólið er um 10 m norðan við Heiðargarð og 160 m suður af bæ. Golfvöllur, umkringdur mosagrónu hrauni.
Andrés Guðmundsson, heimildamaður, sagði vatnsbólið ná niður á klöpp. Það var dýpkað með dínamíti um miðja síðustu öld. Líkt og segir í örnefnaskrá er vatnsbólið 2 x 3 m að stærð og nær niður á klöppina, um 1 m að dýpt. Ekkert vatn er hins vegar nú í dældinni og vex nokkur gróður í botni hennar. Engar hleðslur eru sýnilegar við vatnsbólið og er grasi gróið allt í kringum hann.

Fornuselshæðir (sel)

Fornusel.

Fornusel
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segir: “[…] áður hefur hann [staðurinn] og brúkað selstöðu þar sem staður á sjálfur land, þar sem heitir Fornuselshæði [svo], þar er mein stórt að vatnsbresti og hagar naumir […].” Í Jarðabókinni segir einnig að Þórustaðir eigi selstöðu í Fornuselshæðum: “Selstöðu á jörðin þar sem kallaðar eru Fornuselshæðir, þar eru hagar næsta að þrotum komnir, en vatnsból so lakt, að fyrir þann skort er selstaðan aflögð orðin, og hefur því bóndinn selstöðu að annara láni með miklum óhægðum og lángt í burtu.” “Engin önnur heimild er til um Fornuselshæðir en líklega eru hæðirnar í eða við Sýrholtið. Vestan í holtinu sjást þrjár mjög gamlar kofatóftir og þar hefur líklega verið selstaða fyrrum og gæti verið selstaða sú er getið er um í Jarðabókinni,” segir í Örnefnum og gönguleiðum. Þrískipt tóft (“þrjár mjög gamlar kofatóftir”) er vestan í Sýrholti, um 980 m suðvestan við Flekkuvíkursel, um 4,4 km suðaustan við Kálfatjörn og um 4,6 km suðaustan við Þórustaði.

Fornusel

Fornusel í Sýrholti – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftirnar eru allhátt á holtinu og er þar grasi gróinn blettur í kring. Umhverfis holtið eru hraunbreiður sem eru grónar á köflum en nokkur gróðureyðing er hér í kring.
Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel á Reykjanesskaga segir: “Vestan í holtinu [Sýrholti] sjást þrjár mjög gamlar jarlægar [svo] kofatóftir og þar hefur mjög líklega verið sel fyrrum og gæti verið selstaða sú sem getið er um í Jarðabókinni. Mikill uppblástur er á þessum slóðum og á holtinu sjást merki eftir landgræðslu. Útveggir sjást. Tvær tóftanna [hér hefur líklega átt að standa “Þrjár tóftanna…” þar sem áður hefur verið talað um að kofatóftirnar séu þrjár vestan í holtinu og uppdráttur sem fylgir umfjölluninni sýnir einnig þrjár tóftir] eru suðvestan í hæðunum, en sú þriðja er á gróðurbleðli skammt vestar. Hlaðin kví] er í gróinni gjá þar skammt vestan hennar.” Tóftirnar þrjár vestan í Sýrholti sem nefndar eru í heimildum er í raun ein tóft, en þrískipt. Tóftin er um 8 x 4 m og snýr norðvestur-suðaustur. Hólfin 3 snúa suðvestur-norðaustur. Þau eru 1,5×0,5-1 m að innanmáli og er norðvestasta hólfið ógreinilegast. Hleðslur eru mjög signar en hólfin eru enn nokkuð djúp. Mesta hleðsluhæð utanmáls er um 0,3 m en innanmáls er hún um 1 m. Ekki sjást op inn í hólfin og ekki sést í grjót. Efst uppi á Sýrholti er mikil hundaþúfa, grasi vaxin. Líklegt er að þar hafi staðið varða sem vísað hefur á selið því lausir steinar sjást grónir við þúfuna og minnst er á það í örnefnaskrá Kálfatjarnar (AG) að á þessu svæði sé landamerkjavarða, Sýrholtsvarða, og kann að vera að þessi meinta varða hafi einnig haft það hlutverk. Hleðsla er í gjá um 290 m norðvestur af seltóftinni og er þar líklega um meintan stekk að ræða sem nefndur er á heimasíðu Ferlis. Samkvæmt landamerkjum sem fengust hjá sveitarfélaginu er selið á merkjum milli Kálfatjarnar og Þórustaða. Það er skráð með Kálfatjörn þar sem líkur eru til þess að hér sé um selið að ræða sem talað er um í Jarðabók Árna og Páls og hefur það þá verið í landi Kálfatjarnar. Hleðslan og tóftin sem Ómar Smári talar um í ritgerð sinni eru að öllum líkindum það langt frá seltóftinni og nokkuð inn í landi Þórustaða og eru þær minjar því ekki skráðar með selinu heldur í sitt hvoru lagi með Þórustöðum.

Hólakot (býli)

Hólskot

Hólskot.

Á heimasíðu FERLIRs segir: “Tóftirnar sunnan við hina eiginlegu Kálfatjörn sem bærinn dró nafn sitt af eru minjar um sjóbúð sem reist var í tíð Stefáns Thorarenssen og Ólafur lýsti fyrir mér að ömmubróðir hans mundi eftir því að hún rúmaði tvær áhafnir eða um 16 manns. Erlendur á Kálfatjörn var umhugað um að varðveita allar minjar og þegar háspennulínan var lögð um túnið á Kálfatjörn notuðu línumenn allt grjót sem komið hafði upp úr túninu til að púkka með staurana og voru byrjaðir að rífa niður steinhleðslur úr sjóbúðinni þegar hann náði að stöðva þá. Hann vildi ekki heldur að þeir tækju steinahrúgurnar því þær voru minjar um hvað fólkið lagði á sig.” Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir enn fremur: “Holakot, eyðihjáleiga, hefur í eyði legið í fjegur ár […]. Nú er grasnautn lögð til staðarhaldarans, og má ei að skaðlausu missa.” “Rétt ofan við Eyrina og fast sunnan við Kálfatjörnina er Sjóbúðin. Þar eru rústir sjóbúðar er séra Stefán Thoraresen lét byggja, er hann var prestur á Kálfatjörn [1831-1892]. Sagt er, að sjóbúð þessi rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Hér mun býlið Hólkot hafa staðið (talið í eyði 1699 og ekki nefnt síðar),” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. “Rétt við Naustið hafði verið þurrabúðin Hóll eða Hólakot, en þar er nú Fjárhúsið. Þegar Hóll lagðist niður var þarna reist Sjóbúð, Kálfatjarnarsjóbúð og hafði rúmað 16 menn,” segir í örnefnaskrá. Hólakot hefur líklega verið um 175 m norðvestan við bæ. Sjóbúðin var þar sem nú er golfvöllur. Utan hans er gróið hraun.
Sjóbúðinni var síðar breytt í fjárhús eða ný fjárhús voru reist á sama stað. Ekki sést til minja um Hólakot.

Árnahús (býli)

Árnahús

Árnahús.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Arnahus hafa í eyði legið þrettán ár. […] Nú er grasnautn lögð til staðarhaldarans, og kann ei án vera fyrir utan sinn skaða.” “Ofan hans [Tjarnarbakkans], við austurhorn Tjarnarinnar (hún má reyndar heita nær hringlaga) er dálítil lægð eða pollur, mun hafa verið kallaður Víti. Þar mun býlið Árnahús líklega hafa staðið mjög nærri. En gárungarnir svo fært nafnið af pollinum yfir á kotið,” segir í örnefnaskrá. Víti er um 110 m norðan við bæ. Tóftin er á golfvelli. Gróið hraun er utan hans.
Pollurinn Víti er nú uppþornaður en hann má þó greina sem smá dæld. Gróður innan dældarinnar er einnig frábrugðinn þeim í kring. Rétt norðan Vítis er grasi gróinn hóll. Ofan á honum er ógreinileg tóft. Hugsanlegt er tóftin sé rústir Árnahúss eða útihúss þess. Hún er 4 x 4 m að stærð og snýr norður-suður. Er hún opin til norðurs. Breidd veggja er um 1 m og er hæð þeirra mest 0,5 m. Víðast hvar eru veggirnir þó aðeins 0,2 m háir. Glitta sést í grjót á vestanverðum langvegg innanverðum. Erfitt er að skera úr um hvort þar sé náttúruleg klöpp eða hleðsla úr grjóti.

Naustakot (býli)

Kálfatjörn

Hjáleiga Kálfatjarnar 1703, jarðadýrleiki óviss. Á heimasíðu FERLIRs segir: “Nær sjónum eru tóftir af tveimur fjárhúsum og standa þær við Naustakotstjörn og þar hefur Naustakotsbærinn verið og líklega farið vegna ágangs sjávar.”
“Neðan Rásar og sunnan Sjávargötu er Naustakotstún. Neðst í því er mýrartjörn, Naustakotstjörn. Á kampinum fast norðan við tjörnina stóð kotbýlið Naustakot (í byggð 1703), hefur lengi verið í eyði. Þar er nú fjárhús,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. “En neðst í túninu var Naustakot og stóð á Naustakotshól og þar í kring hafa verið Naustakotstún. Á hólnum er nú Naustakotsfjárhús, fjárhús frá Kálfatjörn,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: “Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.”

Kálfatjörn

Kálfatjörn – túnakort 1919.

Fjárhúsin eru merkt á túnakort Kálfatjarnar frá 1919. Naustakot hefur staðið þar sem nú er tóft fjárhúss sem tilheyrt hefur Kálfatjörn, 285 m norðvestan við þann bæ. Golfvöllur er sunnan við tóftina. Þar sem honum sleppir tekur við hraun. Fjaran er prýdd klettabeltum. Tóftin er á lágum hól, u.þ.b. 12 x 20 m stórum og snýr austur-vestur, sem er að líkindum bæjarhóll Naustakots. Tóftin er tvískipt og sambyggðar við hana eru tvær réttir eða hólf. Byggingin nær yfir svæði sem er u.þ.b. 20 x 9 m stórt. Tóftin er grjóthlaðin, 8 x 9 m að stærð og snýr í austur-vestur. Skiptist hún í tvö hólf.

Naustakotsbrunnur (vatnsból)
“Við bæinn hefur svo verið Naustakotsbrunnur,” segir í örnefnaskrá. Ekki reyndist unnt að staðsetja hann. Stórgrýtt fjara. Víða ganga klappir fram í sjó og mynda víkur sín á milli. Milli golfvallarins og fjörunnar er blautt valllendi. Enginn brunnur fannst við Naustakot. Mögulegt er þó að hann sé kominn undir flöt á golfvellinum eða að um sama brunn og sé að ræða og nafn hans hafi breyst eftir að Naustakot fór í eyði.

Móakot (býli)

Móakot
Hjáleiga Kálfatjarnar 1703, jarðadýrleiki óviss. Fór í eyði um 1940 eða 1950.
1919: Tún 1,8 teigar, garðar 450m2.
“Fyrir ofan Móakotsbakkann er lítil mýrartjörn, Móakotstjörn. Skammt fyrir ofan hana er bærinn í Móakoti, nokkuð miðsvæðis í túninu og þó heldur nær suðurmörkum. […] Í Móakoti og Fjósakoti voru hlaðnir garðar umhverfis dálitla móa, er næstir voru túnum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. “Norð-Austur af Kálfatjarnarhúsinu er Móakot og þar í kring Móakotstún, eða Móakotspartur, sem var umgirt Móakotstúngörðum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir að húsin í Móakoti hafi verið rifin 1919 en ný byggð fljótlega. Móakot er 220 m suðaustan við Kálfatjörn.
Móakot er nú inni á golfvelli og er allt snöggslegið á milli bygginga og annarra mannvirkja en minjarnar virðast að mestu hafa fengið að halda sér. Bærinn er fast norðan við Álfhól.
Ekki er um eiginlegan bæjarhól að ræða í Móakoti. Tóft húss sem er líklega það sama og sýnt er á túnakorti frá 1919 sést ógreinilega en annað hús hefur verið hlaðið í norðurhluta hennar.

Móakotsbrunnur (vatnsból)

Móakotsbrunnur

Móakotsbrunnur.

Um 1 m utan við túngarð Móakots virðist vera hlaðinn brunnur. Hann er um 90 m norðaustan við bæ. Brunnurinn er í grasi grónum móa þar sem eru nokkrir klapparhólar.

Hátún (býli)

Hátún

Hátún.

Hjáleiga Kálfatjarnar 1703, þá í eyði frá 1700. Fór í eyði um 1920 en föst búseta tekin upp aftur, um 1960, þar brann fyrir nokkrum árum.
1919: Tún 1,9 teigar, garðar 750m2.
“Úr austurhorni Kálfatjarnartúns liggur girðing til austurs út að Heiðargarði. Hún skilur tún Fjósakots og Hátúns en svo heitir býli, sem er suðaustan megin upptúns á Kálfatjörn. Má það í raun kallast austurhorn Kálfatjarnartúns. Það fór í eyði um 1920. Árið 1941 var byggður þar sumarbústaður, en föst búseta tekin upp um 1960. Grjótgarður umlykur túnið heiðarmegin,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis.

Hátún

Hátún.

“Hátún stóð í Hátúnstúni, sem girt var Grjótgörðum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Hátún er um 160 m suðaustur af Kálfatjörn.
Hátún stendur nokkuð hátt og lækkar landið til suðurs og vesturs. Innan golfvallar.
Bærinn í Hátúni hefur að líkindum staðið á náttúrulegri hæð og bæjarhóllinn ekki verið afgerandi. Engin hús eða tóftir sjást lengur á bæjarstæðinu nema stöku steinaraðir og golfteigur er nú norðvestast á bæjarhólnum. Umfang bæjarhólsins sjálfs er um 35 x 20 m og snýr hann suðaustur-norðvestur. Mesta hæð bæjarhólsins er um 1 m. Leifar kálgarða sem voru umhverfis bæinn sjást enn að miklu leyti. Grjóti hefur verið bætt í þessa garða sumstaðar og norðaustast á svæðinu er dálítill grjóthryggur innan við garð. Samkvæmt túnakorti voru bæjarhúsin um 20 x 10 m að stærð og sneru norðaustur-suðvestur. Kálgarðarnir umhverfis bæjarstæðið girtu af svæði sem var um 30 x 40 m að stærð og sneri norðaustur-suðvestur.

Hátúnsbrunnur (vatnsból)
Brunnurinn er um 1 m í þvermál að innanmáli og fullur af grjóti. Tvö stór björg eru í austur- og vesturbrún brunnsins en minni steinar til annarra átta. Líklegt er að brunnurinn hafi verið hlaðinn að innan en grjótið sem sést efst í honum kann að hafa verið sett í hann til að fylla upp í hann eftir að hætt vara að nota hann.

Fjósakot (býli)

Fjósakot

Fjósakot.

Hjáleiga Kálfatjarnar 1703, jarðadýrleiki óviss. Í eyði frá um 1920. Því tilheyrðu 3/4 hlutar Nausthólsvíkur. ÖKálfatjörn, 6. “Fjósakot var smá grasbýli frá kirkjujörðinni á Kálfatjörn. Var það norðaustur af kirkjugarðinum.”
GJ: Mannlíf og mannvirki, 330.
1919: Tún 1,3 teigar, garðar 500m2.
“Ofan Móakots (fjær sjó) er Fjósakot. Túnin liggja saman og einnig bæði að Kálfatjarnartúni. Bærinn í Fjósakoti stóð á stórri hólbungu í miðju túni. Þar sér nú aðeins grjóthrúgur. Mold úr rústunum var tekin til uppfyllingar í grafreitinn á Kálfatjörn. […] Fjósakot fór í eyði um 1920. Í Móakoti og Fjósakoti voru hlaðnir garðar umhverfis dálitla móa, er næstir voru túnum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis.

Fjósakot

Fjósakot.

“Fjósakot stóð í Fjósakotstúni og lágu að því Grjótgarðurinn Syðri og Grjótgarðurinn Nyrðri,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Fjósakot er um 200 m austur af bæjarstæðinu á Kálfatjörn og 170 m austur af Kálfatjarnarkirkju. Tóftin er innan golfvallar. Mosagróið hraun er utan vallarins.
Bærinn hefur staðið á litlum hól, u.þ.b. 26 x 30 m stórum og 2 m háum sem snýr í austur-vestur. Samkvæmt túnakorti stóð húsaþyrping nyrst á hólnum. Túnakortið virðist sýna 8 byggingar (þó teiknaðar í einni þyrpingu, sjálfsagt að miklu leyti sambyggðar og því erfitt að aðgreina þær) en aðeins er hægt að greina leifar sex bygginga á hólnum. Nú sést lítið til þeirra en svo virðist sem sléttað hafi verið úr minjum ofan á hólnum. Þó má enn greina
garðlag nyrst meðfram bungunni.

Vatnsgjá (vatnsból)

Vatnsgjá

Vatnsgjáarvatnsbólið.

“Hér var Vatnsstæðið vatn í klöpp og þraut aldrei, sem einnig var nefnt Vatnsgjá,” segir í örnefnaskrá. Vatnsstæðið er milli tveggja lágra hóla um 90 m norðvestur af bæ. Vatnsbólið er innan golfvallar. Mosagróið hraun er utan vallarins.
Vatnsgjá er 1,4 m djúp dæld og 3 x 2,5 m stór. Glitta sést í grjót í dældinni og hefur líklega verið hlaðið ofan í hana. Hún er nú gróin grasi og er þurr.

Bakki (býli)

Bakki

Bakki.

1703 var jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Bakkakrókur eyðihjáleiga 1703.
[1379]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI III 340).
[1477]: Kirkjan á Kálfatjörn á jarðirnar Bakka og Flekkuvík. (DI VI, 124). Bjarg var tómthús frá Kálfatjörn en fór í eyði 1934 og sameinaðist Bakka. Litlibær var tómthús í upphafi (fyrir 1884), en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. (GJ: Mannlíf og mannvirki, 333-340).
Bakki (nýi) fór í eyði árið 1963 (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). “Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó út, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni” (GJ:Mannlíf og mannvirki, 337).

Bakki

Bakki.

“Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn” (ÁÓ: Strönd og Vogar, 183).
1703: “Túnin fordjarfast af sands og sjáfarágángi árlega meir og meir, og þarf ábúandinn með kostnaði og ómaki sandinn af að moka og burt að færa. Engjar eru ongvar. Útihagar lakir um sumar, um vetur nær öngvir, nema fjaran.” JÁM III, 146. 1919: Tún 1,5 teigar, 760m2. “Norðan eða innan Móakots og Kotagirðingar, þar sem nú eru býlin Bakki og Litlibær ásamt því landi öðru, sem innan Heiðargarðs er frá Móakotsmörkum, var um langan aldur kúabeit frá Kálfatjörn, kölluð Kálfatjarnargirðingar. En þetta hafa áður verið tún og beitarland Bakka hins forna býlis, er þar var, en lagðist í eyði vegna sjávarágangs og lagðist þá undir Kálfatjörn” (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 9). Eftir að bærinn á Bakka var síðast fluttur vegna sjávarágangs árið 1904 fékk ábúandi smám saman útmælt land og ræktaði tún allt frá sjó að Heiðargarði (Ö-Kálfatjarnarhverfi, 10). Óljóst er hversu mikið land hefur upphaflega tilheyrt jörðinni Bakka. Í örnefnaskrá Kálfatjarnar segir að Kálfatjörn tilheyri “innangarðs allt hið forna Bakkaland að svo miklu leyti, sem það hefur ekki verið selt á leigu og erfðafestu handa Bakka (Nýja), Bjargi og Litlabæ.” Líklegt er að Bakka hafi að fornu a.m.k. tilheyrt land frá Bakkarkóki að túnmörkum Nýja-Bakka á móti Kálfatjörn. Einnig eru líkur til þess að jörðin hafi átt land áfram upp í heiðina eins og flestir aðrir bæir á ströndinni. Heiðargarður skilur á milli túna og hraunmóa frá Kálfatjörn að Bakkakróki. Í skráningunni er Bakkaland skilgreint þannig að það sé innan Heiðargarðs, frá suðvesturhlið túngarðs Nýja-Bakka að Bakkakróki. Á því svæði eru eyðibýlin Litlibær, Bjarg og Nýi-Bakki, Gamli-Bakki og Bakkakrókur. Utan Heiðargarðs er Bakkastekkur en hann er skráður með Kálfatjörn. Ekki eru aðrar minjar utan Heiðargarðs sem tengjast Bakka svo vitað sé.

Gamli-Bakki (býli)

Bakki

Gamli-Bakki.

“Niður við sjó eru varir nefndar Bakkavarir verstu lendingar á allri ströndinni, þar oft brim og ólendandi, þar innaf eru tóftir eftir kot sem hét Bakki er svo var flutt undan sjó þar sem nú er bærinn við sjóinn,” segir í örnefnaskrá Bakka, Móakots og Bjargs. “Á Gamla-Bakka mun þó fljótlega hafa verið tekin upp búseta á ný, en þá líklega sem tómthús. En víst er um það, að á ofanverðri 19. öld var myndarlega húsað á Bakka. Þar var loftbaðstofa og einnig voru þar allstórir kálgarðar og túnblettir. Gamli-Bakki, en svo eru rústirnar kallaðar, stóð á sjávarbakkanum nokkuð miðsvæðis, upp af Bakkatöngum […]. Nálægt síðustu aldamótum var sjór farin að brjóta svo nálægt bænum, að ekki þótti annað fært en flytja hann frá sjónum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis.

Bakki

Bakki – örnefni.

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Bakki var grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn í sjó út, annar Bakki er rústir af sjávarkampinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þurfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.” Gamli-Bakki er 200 m suðaustan við núverandi bæjarstæði Bakka. Á túnakorti má sjá ýmis garðlög, hús og húsaleifar þar sem Gamli-Bakki stóð. Suðvestan við gamla bæjarstæðið var ræktað út tún eftir að bærinn var fluttur árið 1904 og tilheyrði það tún Bjargi. Gamli-Bakki er fast norðvestan við Bakkatjörn. Sumt af því sem er á túnakortinu er horfið vegna ágangs sjávar og vegna fjörugrjóts sem borist hefur upp á bakkann og hylur e.t.v. sumar minjarnar.

Bakki

Gamli-Bakki.

Gamli-Bakki stendur fram á sjávarbakka. Í fjörunni til norðurs og norðvesturs er klapparfjara en sunnan við hann er Bakkatjörn. Grasi gróið er allt í kringum minjarnar og grýtt.
Í bók Árna Óla, Strönd og vogar segir: “Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af. Erfitt er að gera sér grein fyrir stærð bæjarhólsins vegna gróðurs og sjávarrofs en sýnilegar leifar hans eru um 15 x 15 m að stærð og mesta hæð um 1 m. Á bæjarhólnum er minjasvæði sem er um 12 x 12 m að stærð.
“Það mun rétt vera að núverandi Bakki sé þriðji bústaðurinn sem vitað er um þar. Fyrsti Bakki er kominn út í sjó, annar Bakki er rústir á sjávarkambinum, en sá þriðji var byggður svo langt frá sjó að ekki mun þarfa að hopa með hann fyrir ágangi sjávar á næstunni.” Ekki sést til fornleifar.

Bakkakirkja (kirkja)
Í bók Árna Óla, Strönd og vogar, segir: “Sagnir eru um, að aðalkirkjan hafi upphaflega staðið á Bakka er þá stóð fram við sjóinn. En vegna landbrots af sjávargangi hafi hún verið flutt að Kálfatjörn. En þar sem Bakki stóð áður sé nú grængolandi sjór. […] Aðfaranótt 3. febrúar 1779 gerði mikið sjávarflóð og skemmdist Bakki þá svo að hann var í eyði það ár, en grasbýli sem hét Naustakot tók alveg af.” Ef kirkja hefur verið á Bakka er líklegt að hún hafi staðið þar sem elsta þekkta bæjarstæðið var en það er nú komið út á sjó og löngu horfið og því ólíklegt að nokkrar leifar kirkju eða krikjugarðs kunni að koma í leitirnar héðan í frá, nema að kirkjan hafi fylgt bænum eftir að hann var fluttur á bæjarstæði 001 en engar sagnir eru um slíkt. Ennfremur er erfitt að fullyrða nokkuð um að kirkja hafi verið á Bakka þar sem engar fornar heimildir eru til um hana.

Bjarg (býli)

Bakki

Bjarg.

“Örstutt upp frá Naustunum var býlið Bjarg, hafði það kálgarð og dálítinn túnblett. Það fór í eyði 1936 og er nú sameinað Bakkatúni. Þar standa enn hús,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. “Niður við Gamla-Bakka stóð býlið Bjarg í Bjargslóð umgirt Bjargsgörðum,” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Bjarg var tómthús frá kirkjugjörðinni Kálfatjörn. Þau er munu hafa búið þar fyrst, um 1850 voru Jón Ólafsson og kona hans Katrín.” Enginn ábúandi eftir 1934. Bjarg er um 105 m sunnan við Gamla-Bakka og um 110 m norðaustan við Bakka. Á túnakorti eru eftirtalin mannvirki sem talin eru með býlinu Bjarg: A) Þrískiptur bæjarhús; B) útihús; C) garður sem liggur umhverfis A) og B) og kálgarð; D) garðlag sem er niður við sjó og byggt er við túngarð Bakka; E) gerði utan um kvía- eða kúamóa og áfast því er rétt eða annað mannvirki; F) túngarður sem afmarkar lítinn túnblett milli Gamla-Bakka og Bjargs.
Bærinn stendur á tiltölulega sléttri brún í landslaginu sem liggur norðvestur-suðaustur. Fram af honum til suðvesturs er dálítill bratti niður að kálgarði og túni. Allt umhverfis bæinn er grasi gróið og nokkuð er um steyptar byggingar á bæjarstæðinu.

Bjarg

Bjarg.

1919: Tún 0,27 teigar, garðar 940m2. Heildarstærð minjasvæðisins er um 30 x 60 m og snýr það norðvestursuðaustur. Auk þess er túngarður F) skráður með Bjargi þar sem túnið innan hans tilheyrði býlinu en hann kann að hafa tilheyrt Gamla-Bakka upphaflega. Samkvæmt túnakorti stóðu bæjarhúsin í röð frá norðvestri-suðausturs. Þar sem bærinn stóð er nú steyptur húsgrunnur og leifar samtengdra húsa sem eru að hluta steypt og að hluta hlaðin.
Húsin standa í röð meðfram jarðvegsbakka norðaustan við kálgarð. Suðaustast er steypti húsgrunnurinn, tvískiptur, og fáum metrum norðvestar er steypt og hlaðið hús sem skiptist í 4 hólf. Það er alls um 18 x 8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Það hólf sem er austast I) er að mestu hrunið eða hefur verið rifið. Það hefur verið hlaðið að einhverju leyti og er um 8 x 8 m, snýr suðaustur-norðvestur.

Litlibær (býli)

Litlibær

Litlibær – brunnur.

“Litlibær stóð í Litlabæjartúni eða Litlubæjarlóð. Þar var rétt hjá Litlabæjartjörn,” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: “Litlibær var tómthús í upphafi, en síðar grasbýli frá kirkjujörðinni Kálfatjörn. […] Helgi byggði upp Litlabæ úr torfbæ í timburhús árið 1906.” Þar kemur einnig fram að býlið hafi verið byggt fyrir 1884. Húsið sem stendur nú var byggt 1934 og notað sem sumarbústaður. Litlibær er 155 m suðaustur af Gamla-Bakka og um 60 m norðaustur af Nýja-Bakka. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru innan túngarðs G), auk bæjarins á Litlabæ A), tvö útihús B) og C) og þrír kálgarðar D), E) og F) þar af tveir heim við bæ. Bærinn stendur skammt suðaustur frá sjó, á grónu flatlendi, umkringdu mosagrónu hrauni.