Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur fest kaup á hinni “fornu” verbúð Bakka við Garðsveg og stendur til að koma húsinu í upprunalegt horf – líkt og ætlunin var hjá fyrri eigendum þess.
Bakki - 231Húsið var byggt 1933 og er því með eldri húsum í Grindavík. Þarna var jafnframt ein elsta “sjóverbúð” í nútíma á Suðurnesjum (Grindavík var fyrrum ekki hluti Suðurnesja) og hefur því menningarsögulegt gildi sem slíkt. Húsið, sem er klætt bárujárni, hefur látið mjög á sjá í seinni tíð. Skammt norðar stóð hin forna Staðarbúð (Staðarhús), hús Skálholtsstóls. Enn má sjá þar leifar steinhleðslu hússins. Sunnar stendur endurbyggt Flagghúsið, upprunalega byggt árið 1890.

Bakki

Bakki gengur í endurnýjun lífdaga.