Grindavík

Á vefsíðunni www.grindavik.is var þann 23. júlí 2009 fjallað um “Nýtt bæjarhlið á Grindavíkurvegi”, sem auðvitað átti að vera umfjöllun um nýtt “borgarhlið” ef horft er til lengri framtíðar.
BorgarhliðiðÞar sagði m.a.: “Þeir sem hafa átt leið um Grindavíkurveginn að undanförnu hafa tekið eftir nýju bæjarhliði Grindavíkurbæjar sitt hvoru megin við veginn, nálægt Seltjörn, sem er mikil bæjarprýði og var tekið í noktun fyrir Sjóarann síkáta þetta árið. Ekki fer á milli mála að þeir sem aka í gegnum bæjarhliðið átta sig á því að þeir eru komnir til Grindavíkur og jafnframt hversu stórt land heyrir undir bæjarfélagið.
Nýja bæjarhliðið er hannað af Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekt hjá Forma en hún rekur fyrirtækið ásamt Björk Guðmundsdóttur.
Inga Rut segir að hugmyndin á bak við vörðurnar hafi verið að halda í og spila með náttúrunni á svæðinu:
,,Umhverfið er auðvitað einstakt Borgarhliðiðmeð þetta úfna hraun. Hugmyndin byggir á gömlu vörðunum sem víða sjást í náttúrunni og eru vegvísar eða kennileiti. Það má segja að þær hafi verið ýktar upp og stækkaðar,” segir Inga Rut.
Efnisvalið er náttúrugrjót frá nánasta umhverfinu og hugmyndin af mótspili í efnisnotkun á móti náttúrugrjótinu er ryðgað stál. Hugmynd er í raun tekin úr Hópsnesinu þar sem er að finna gömul skipsflök. Að sögn Ingu Rutar er framtíðarplanið að vörðurnar verði upplýstar.”
Í framhaldi af þessu sendi FERLIR Ingu Rut eftirfarandi tölvupóst: “
Var að skoða www.grindavik.is í gegnum www.ferlir.is þar sem fjallað er um nýja “bæjarhliðið” sem réttara er nú að kalla “borgarhlið” með skýrskotun til framtíðarinnar… Vefsíðan hafði áður birt mynd af verkinu – http://ferlir.is/?id=8426 – en hún bar ekki með sér hver höfundurinn er.
BorgarhliðiðFERLIR fjallar gjarnan um fornar minjar, en einnig áhugaverð nútímaverk, sem verða munu minjar. Spurningin er hvort þú átt eitthvað meira kjöt á beinin varðandi tilurð, vangaveltur og hugsýn v/nýja hliðið, sem áhugavert væri að fjalla um á vefsíðunni? Já, og til hamingju með bæði hugmyndina og verkið!”
Ekkert svar barst frá Ingu Rut.
Borgarhliðið

Heimild m.a.:
-grindavik.is
-Erna Rut Gylfadóttir.