Hvalsnesgata – án leyfis
FERLIR hafði vinsamlega sótt um leyfi til lögreglu- og tollyfirvalda á Keflavíkurflugvelli að fá að fylgja hinni fornu Hvalsnesgötu frá Keflavík að Hvalsnesi. Leyfisbeiðnin fólst í að fá að fylgja fornu götunni í gegnum hið svonefnda „ytra varnarsvæði“ vallarins, sem í dag verður að teljast alger tímaskekkja.
Þegar hvorutveggja yfirvöldin svöruðu engu um alllangt skeið, líkt og opinberum stofnunum er líkt, var bara ákveðið að fara með stóran hóp áhugasamra landmanna nefnda leið, allt frá Keflavík, upp með Róselsvötnum að kirkjunni á Hvalsnesi um Melaberg.
Reyndar þurfti að takast á við óþarfa manngerðar hindranir á leiðinni, en með góðum undirbúningi var fyrirhöfnin vel þess virði. Gat á varnargirðingunni auðveldaði innkomuna og meðfylgjandi stigar hjálpuðu til við yfirgönguna að handan, ofan Melabergsvatna.
Í ljós kom að „varnargirðingin“ umhverfis Völlinn hafði risið undir nafni, því hún hafði stuðlað að hingað til ósnertum aldagömlum minjum á svæðinu, m.a. stórkmerkilegum vörðum á vetrarhlutaleiðinni með persónulegum einkennum þeirra tíma, auk varðveislu Fuglavíkurselstóftanna.
Engu var raskað á flugvallasvæðinu og engin hætta stafaði af flugumferð af göngu hópsins um „hið ytra varnarsvæði“ vallarins.
Á svæðinu eru um að ræða fornminjar, sem stofnanir stjórnvalda geta ekki hindrað áhugasama landsmenn í að skoða með viðbragðsleysinu og þögninni einni saman, enda þjónar „hin austari ytri varnagirðing“ á Miðnesheiði nákvæmlega engum tilgangi í dag, árið 2025…












