Áraskipið Fram

Fram

Á Byggðasafninu á Garðskaga í Garði er áraskipið Fram. Við hlið skipsins er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Fram

Fram.

„Talið er að sexæringurinn Fram sé smíðaður árið 1887. Skipið er með Engeyjarlagi. Þorsteinn Gíslason útvegsbóndi í Melbæ í leiru, síðar a Meiðastöðum í Garði, eignaðist Fram fyrir aldarmótin 1900. Um aldarmótin byrjar Halldór, sonur Þorsteins, að sækja sjó með föður sínum á skipinu, þá á fjórtánda ári. Sautján ára gamall er Halldór orðinn formaður á Fram. Seinna selur Þorsteinn skipið til Vatnsleysustrandar.
Í kringum 1930 kaupir Halldór Þorsteinsson, þá orðinn útvegsbóndi í Vörum í garði, Fram aftur í Garðinn og lætur þá setja vél í skipið af grerðinni „Solo“ og síðar „Gray“. Skipið er svo gert út frá Vörum. Gísli, sonur Halldórs, byrjar einnig sjómennsku sína á Fram og er formaður á skipinu ó nokkur ár. Þorvaldur, bróðir Gísla, byrjaði einnig sjómennsku sína á Fram, þá á sextánda ári. Árið 1940 lætur Halldór son sinn, Vilhjálm, hafa skipið og gerði Vilhjálmur Fram út um árabil. Síðastur til að róa á Fram var Sigurður, sonur Vilhjálms, en um 1960 var bátnum lagt.
Þorvaldur Þorvaldsson, sonur Þorvalds Halldórssonar í Vörum, annaðist allar endurbætur á skipinu undir leiðsögn Gunnars Marels Eggertssonar.“

Fram

Áraskipið Fram á Byggðasafninu í Garði.