Fyrsti skáli skíðadeildar KR í Skálafelli 1936-1955

Skíðaskáli KR

Skíðadeild KR var stofnuð 1934. Tveimur árum eftir stofnunina var byggður skíðaskáli í Skálafelli.
Skíðaskáli KR í Skálafelli 1936-1955.Ekki var byggður annar skáli fyrir starfsemi félagsins fyrr en eftir seinna stríð, en sá var staðsettur í Hveradölum. Skálarnir brunnu hinsvegar báðir. Skálinn í Hveradölum fórst í bruna árið 1953 en skálinn í Skálafelli fórst einnig í bruna, tveimur árum síðar, eða árið 1955. Strax eftir brunann í Skálafelli var tekin ákvörðun um að endurbyggja skálann og hafa hann glæsilegari en áður. Þann 1. mars árið 1959 var nýr skáli vígður.
Fyrsti skáli KR í Skálafelli var 6×8 metrar að flatarmáli byggður 1936. Hann var síðan tvívegis stækkaður og varð 200 fermetrar að gólffleti (á 3 hæðum). Var bygging þess skála miklum erfiðleikum bundin, sem sjá má á því, að bera þurfti allt byggingarefnið 5 km. leið í nær 500 m. hæð upp í fellið. Sá skáli brann til ösku 1955.

Skílaskáli KREinar B. Pálsson prófessor er einn af fyrri tíma skíðafrömuðum þessa lands og líklega er þeirra manna lítt getið í umræðum um skíðaíþróttina hérlendis. Tiðindamaður Skíðablaðsins átti leið um vesturborgina nýverið og ræddi þá við þennan ágæta mann.
Árið 1935 reisti KR, eða félagar úr því félagi skála í 576 metra hæð í Skálafelli. Einar átti ekki þátt í þeirri byggingu, en hins vegar var skálinn stækkaður 1938 og þá var Einar með. Viðmælandi Skíðblaðsins segir svo frá: „Það var oft býsna gaman í skíðaferðum þarna uppi. Enginn var vegurinn og þurftum við að ganga að bílunum sem voru í um 5 km fjarlægð.
Þarna voru farnar ferðir um hverja helgi og í lok hverrar ferðar þurfti náttúrulega að taka til. Við vorum um 10 sem gerðum það og byrjuðum yfirleitt þegar þeir fyrstu lögðu af stað til bílanna.
Skíðaskáli KRSvo mikið þurftum við að flýta okkur, að þegar þeir síðustu úr aðalhópnum komu að bílunum var einmitt ætlast til, að við værum að koma að.“
Fyrsti skíðaskáli KR í Skálafelli var teiknaði árið 1936 af Gísla Halldórssyni, arkitekt og borgarfulltrúa (1914-2012).

Í hlíðum Skálafells er varða, hlaðin á leifum skíðaskálans. Á vörðunni er skjöldur er á er letrað „Hér stóð skáli Skíðadeildar KR; 1936-1955“. Við vörðuna má enn sjá leifar af skálanum.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Sk%C3%AD%C3%B0adeild_KR
-Fálkinn, 32. árg. 1959, Skíðaskáli KR, bls. 3.
-Morgunblaðið 01.11.1980, Skíðaíþróttin er fyrir alla, Einar B. Pálsson, bls. 14-15.

Skíðaskáli KR

Skíðaskáli KR. Minnismerki á grunni skálans 1936-1955.