Nessel – Fífuhvammssel – (utan svæðis)

Nessel

Gengið var austur með Smalaholtinu, sem er í raun vesturhlíð Rjúpnahæðar, ofan við Leirdal og að Selshrygg norðan hlíðarinnar. Þar eru tóftir undir hlíðinni. Þær munu hafa verið notaðar sem beitarhús frá Fífuhvammi, en nafnið bendir til þess að þarna gæti fyrrum hafa verið selsstaða frá þeim bæ. Fyrir miðjum Selshrygg heitir Selsvellir. Þar er vatn og ógreinilegar tóftir, óskráðar. Líklega er þar um að ræða gamla selstaðan frá Fífuhvammi.

Fifuhvammssel

Fífuhvammssel.

Úr bókinni “Viðeyjarklaustur” eftir Árna Óla: “Samkvæmt máldaga klaustursins 1234 hefir það eignast selför í Þormóðsdal efri. Mun þar sennilega átt við þann dal, sem nú kallast Seljadalur, og hefir sennilega fengið það nafn af seli klaustursins. En hve lengi klaustrið hefir haft þar í seli, er ekki vitað, en seinna hafði það í seli undir Selfjalli, skammt frá Lækjarbotnum.

[S.G.] “Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð. Var spöl fyrir innan það litla sem ég fann í gær, þ.e. nær Grímarsfellinu, inn í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Talaði við Guðjón Jensson í Mos. og hann sagði að við Nessel séu miklar tóftir á hól og hefði þar verið lögrétt Mosfellinga, kölluð Kambsrétt, lögð af upp úr 1850, þá flutt í Árnakrók austan við Selvatn fram til aldamóta 1900 og svo byggð við Hafravatn. Hann taldi jafnvel að þar sem Kambsrétt stóð hafi verið selstaðan frá Viðey verið áður en hún var flutt undir Selfjall”.
Frábært veður.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.