Vegavinnumannaskýli

Suðurnesjavegur

Skömmu eftir að fyrsta sjálfrennireiðin kom til landsins í júní árið 1904. Um var að ræða notaða þýska bifreið af gerðinni Cudell, sem Ditlev Thomsen kaupmaður keypti með 2.000 króna tilstyrk frá Alþingi, og var bíllinn samkvæmt því nefndur Thomsensbíllinn.
Skjól vegavinnumanna við gamla SuðurnesjaveginnÆtlunin með þessum kaupum var að sannreyna hvort að mótorvagnar kæmu að notum á Íslandi. Bíllinn var orðinn þriggja ára gamall þegar hann var fluttur til landsins og þá orðinn úreltur og líktist fremur hestvagni en bifreið. Vélin var neðantil að aftan og tannhjól notuð til að færa aflið frá vélinni út í hjólin.
Í Ingólfi mátti lesa eftirfarandi frásögn 26. júní árið 1904: „Mikil nýjung þótti það á þriðjudaginn var, þegar Thomsen kaupmaður tók að aka um götur bæjarins á bifreið sinni. Þyrptist að múgur og margmenni til þess að sjá þetta furðuverk og þreyttu götusveinar kappskeið við reiðina. Fór hún með braki og brestum og þótti mörgum sem Ásaþór mundi þar fara í kerru sinni og ætla í austurveg að berja tröll. En varla mundi jötnum hafa mikil ógn staðið af þessari kerru því henni gekk allskrykkjótt og varð seinast ekki sjálfbjarga, svo að draga varð hana heim með handafli.“
Á eftir fylgdu fleiri mótorvagnar – og síðan enn fleiri. Og á eftir vagni komSkjól vegavinnumanna við gamla Suðurnesjaveginn vegur – þótt því hefði auðvitað átt að vera öfugt farið. Vegavinnumenn hömuðust sumarlangt næstu árin og áratugina í að endurgera gamlar þjóðleiðir, gera nýja akvegi og síðan endurbæta þá með tilliti til þróunar og nýrra krafna.
Suðurnesjavegurinn var lagður frá Hafnarfirði út á Útnes, vestan við gömlu Alfaraleiðina. Vandað var til verksins, enda má enn sumsstaðar sjá veglegar kanthleðslur í vegstæðinu, þ.e.a.s. þess hluta sem ekki hefur farið undir nýju Reykjanesbrautina.
Vegagerðarmenn þurfu skjól. Þeir hlóðu sér byrgi skammt frá vegstæðinu með jöfnu millibili. Þökin færðu þeir á milli byrgjanna. Leifar af einu slíku byrgi má sjá ofan við gamla Suðurnesjaveginn í Smalaskálahæðum skammt  utan við Hafnarfjörð. Við gamla Grindavíkurveginn, sem lagður var á árunum 1913-1918, má einnig sjá byrgi á nokkrum stöðum – ef vel er að gáð.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Keflavíkurveginn.