Herdísarvík og Einar Ben. – 140 ára

Herdísarvík

Í októbermánuði 2024 eru 160 ár liðin frá fæðingardegi Einars skálds Benediktssonar.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Eftirfarandi er úr grein Konráðs Bjarnason um Einar Benediktsson í Herdísarvík. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
“Höfundur hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Herdísarvík átti Einar sjálfur, hafði keypt jörðina 1910 og voru þrír Norðmenn með honum í kaupunum. Höfundur átti á árinu 1934 þau Hlín og Einar að húsbændum. Þá átti Einar enn höfuðbólið Krýsuvík í Gullbringusýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson.

Einar skál Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magnússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endurkaup milli sömu aðila. Við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: “Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn”. Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Herdísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar jarðirnar í Krýsuvík af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna.

Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvík til Reykjavíkur á vordögum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Ási við Hafnarfjörð.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans, Einars, sem þá er í Reykjavík, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólafur var þá með fullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þangað ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan.
Ólafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísarvík frá haustdögum 1927 með vinnumanni sínum til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlenginga ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson, ásamt sambýliskonu sinni, Hlín Johnson, til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt búsetu fram að fardögum 1933, en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt. Hann varð að flytja sig í norðurbaðstofuna, svefnstað vinnufólksins.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með handverkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði. Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalahraun. Þess vegna koms drossía á þurrum júlídegi niður að Miðvogstúngarði.
Fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfirbragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn í Selvog með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagnar að höfðubólinu Nesi. Það með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föruneyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsimennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur.

Herdísarvík

Einar og Hlín.

Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni, sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dg áhestum til Herdísarvíkur.
Nokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdisarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagrðri framkvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur var kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strandferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum bátum í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins í land.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Mest fór fyrir tilsniðunum húsagerðarvið, sem var einnig í tilgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til kæðningar innanhúss og þakjárni. Einnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldneytisbirgðir. Flutningur að sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eftir.
Sigurður Haldórsson, yfirsmiður, hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldisns gekk til innréttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gefandi timburefnis var Sveinn Magnús Sveinsson, forstjóri Völundar og tengdarsonur prófessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930.

Herdísarvík

Herdísarvík- gamli bærinn nær.

Húsi skáldsins var valinn staður við norðurtúngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur var lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar inn. Húsið er búið þeim þægindum sem staðhættir leyfa. Það með hefur Ólafur og fjölskylda endurheimt allt húsrými gamla bæjarins.
Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Herdísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyrir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Eins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjunar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja byggja þeir upp veggjatóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilulagi skarðsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllu hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin er þar uppsett meðfram veggjum og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi á ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Hlín býður okkur til stofu. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á söng. Hann er vel klæddur, rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann er fyrstur í Selvogi að eignast útvarpsviðtæki, sem þá var mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Á vordögum 1034 er ég kominn til tvisvar hjá húsbændum Herdísarvíkur, sem bera eindæma prersónuleika. Hlín var fædd 16. Nóvember 1976 í Bárðardal í Lundarbrekkusókn, dóttir Arnfríðar Guðrúnar Sigurðardóttur og Jóns Erlendssonar, skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi.
Á vordögum 1934 ber það til tíðinda að búskapur hefur lagst af á höfðubólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með Nýjabæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdarstjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi.

Hlín Johnson

Hlín Johnson í Herdísarvík.

Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær vitkeskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vegagerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundarhrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnaðarlega Arnfirðinga. Þeir komu til Herdísarvíkur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðarinnar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skólfum og haka. Arnfirðingar komu aftur til Herdísarvíkur. Vegargerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bílfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlimánaðar. (Sjá einnig um vegaframkvæmdina (Hlínarveginn) í frásögn Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála).

Herdísarvík

Hlín Johnson og vinnufólk í Herdísarvík.

Baðstofuhús Nýjabæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrri hluta septembermánaðar eru tún Krýsuvíkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskapamenn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. Í Nýjabæ er aðsetur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubílum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeiganda, Hlín, fór með sigur að hólmi.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson – andlitsmynd
Ásmundur Sveinsson.

Er kom að heimatúnslætti að Herdísarvík sló ég með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðunum “gæskur”. Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þega frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndilegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þess rausn og urðu að iðjuleysingum.

Einar svaf vel út, en var oftast kominn á fætur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu, sem var léttur og fábrotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö staup af léttu víni, sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri.

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson.

Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragðbætti það með ýmsu jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldið þar inn en var neytandi fyrir milligöngu annarra.

Skáldið, sem hafði í einför glímt við fyrirbærið mannlíf í litríkri orðgnótt, var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini.
Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr húsinu þegar Einar kemur úr aðalstofu og spyr hvort ég geti náð í staup fryrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: “Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja.” Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með vel fullt staup í stofu Einars sem dreypir á vel og endurheimtir stórpersónuleika sinn.

Höfði

Stytta af Einar Benediktssyni við Höfða.

Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um andhverfu milli lífs og ljóðaspeki hans: „Þegar ég orti var ég með viti, en þegar ég lifði var ég vitlaus. Í mér búa tveir menn; annar er séntilmaður, en hinn er dóni. Þeir talast aldrei við“.

Tveimur árum síðar hefur skáldinu hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum.
Vist minni lauk í Herdísarvík við septembermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreiðarmaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir veginum upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn.“

Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999 – Konráð Bjarnason, frá Þorkelsgerði í Selvogi.

Herdísarvíkurtjörn

Herdísarvíkurtjörn.