Dugguósmýri – jarðbrú
Jón Svanþórsson hefur verið óþreytandi að kanna gamlar götur og leiðir austan Reykjavíkur. Hér grandskoðar hann Elliðakotsmýrina.
„Leiðin liggur frá Elliðakoti yfir Túnholtið og niður með stakan malarhól á hægri hönd sem Einbúi heitir og þaðan að Gudduósi (eins og Karl Norðdahl á Hólmi kallar hann, eða Dugguósi, eins og Tryggvi Einarsson í Miðdal vill kalla hann). Og síðan með honum um þurra bakka þar til komið er að vaði á ósnum. Í dag er vaðið nokkuð djúpt en grjót er í botni. Á vestari bakkanum er gata beint yfir mýrina (styttingur) sem hefur líkleg verið farin þegar mýrin var þurr. Ef ekki var fært yfir styttinginn hefur verið farið niður bakkana (nú eru tveir skurðir á leiðinni) og er þá komið á jarðbrú og sveigir þá leiðin frá bakkanum og stefnir vestur yfir mýrirna, en brúin verðu ógreinileg þegar þegar komið er að gamla farveginum á Augnlæk en ekki er rennsli í honum því hann rennur nú um skurðina sem áður var getið. Gatan liggur svo úr mýrinni um vatnsrof og á götur sem einnig voru bæjargötur að Vilborgarkoti sunnan og vestan við Nónás á Hofmannaflatir. Leið liggur af götunni til vinstri á mill Litla-Nónás og ónefndar hæðar niður að landi sem Guðrún Jacobsen átti og kallaði Dal og þaðan á þjóðveg (frá 1885-7) á Heiðartagli norðan við brúna sem sett var á Hólmsá 1887(Rauðubrú). Gatan gæti hafa verið vagnavegur eftir breidd hans að dæma.
Ef ekki er farið yfir Gudduós á vaðinu er haldið áfram niður bakkann (nú eru yfir tvo skurði að fara) þar til komið er að jarðvegsbrú á læknum. Þegar yfir er komið er jarðbrú stuttan spöl og síðan er komið að leiðinni frá vaðinu. Götur halda áfram í norður að Augnlæk þar sem er komið á styttinginn og er þá beygt til vinstri og farið með gróf sem hefur hugsanlega verið stungið upp í jarðvegsbrýrnar (er líka við syðri götuna). Og þá er komið á götuna sem liggur að Hofmannaflötum.“
Kveðja Jón Svanþórsson.
P.s. Sendi myndir og kort í öðru skeyti.