Reykjavík – torbæjaborgin

Reykjavík

Í Lögbergi 1949 fjallar Árni Óla um „Reykjavíkurhúsin„:
torfbaer-221Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. „Um 1940 voru talin vera rúmlega hundrað torfbýli í borginni. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en hálfu fleiri í „kotunum“. Fólkinu var altaf að fjölga. „Kotin“ voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.
Ekki var torfbæjaöldin á enda um þessar mundir, því að enn voru reistir margir torfbæir. Tók Skuggahverfið aðallega að byggjast eftir 1840 og svo bættust við nokkrir bæir í Þingholtunum og Vesturbænum. Mun láta nærri að milli 40 og 50 nýir torfbæir væri reistir á tímabilinu frá 1840—1890. Upp úr því breyttist byggingarlagið algjörlega og bar einkum tvent til þess.
storasel-221Árið 1874 flyst hingað fyrst þakjárn, þykt og vandað, og varð Geir Zoega kaupmaður fyrstur manna til þess að láta setja það á hús sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir dugað öll þessi ár og má af því marka hvað það hefir verið vandaðra heldur en þakjárn það, sem flust hefir á senni árum. Þakjárnið olli byltingu í byggingarmálum Reykjavíkur. Eftir að það kom var ekki sett torfþak á íbúðarhús og menn fóru að rífa torfþökin af bæjunum og setja járnþök á í staðinn. Má því segja að næst torfbæjaöldini hefjist hér bárujárnsöldin. Menn létu sér ekki nægja að hafa járn á þaki á timburhúsum, heldur klæddu þau öll með járni og helzt þetta þangað til sementsöldin (eða steinhúsaöldin) tók við, eða 30—40 ára skeið.
Önnur höfuðorsök þess að torfbæjaöldin leið undir lok, var sú, að þegar Alþingishúsið var bygt, lærðu margir steinsmíði, og upp frá því var hætt við að hafa veggi bæjanna úr grjóti og torfi. Þá komu hinir svonefndu „steinbæir“, sem margir standa enn í dag, með útveggjum úr höggnu og límdu grjóti.

Torfbær

Tofbær í Reykjavík 1925.

Eins og fyr er getið samdi Jón Brúnsbær var upphaflega beykisíbúð og vinnustofa innréttinganna. En 1791 keypti mad. Gristine Brun (ekkja Bruns tugt meistara) kofana og bjó þar til æviloka. Var bærinn kendur við hana. 1808—09 bjó þar Peter Malmquist beykir, sem kunnur varð af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng, og hjá honum bjuggu þeir Jörundur og Savignac fyrst er þeir komu hér, prentari skýrslu sína 1886. Þá var liðin torfbæjaöldin, sem staðið hafði um 90 ár. Það virðist því svo, sem honum hefði átt að vera innan handar að telja einnig alla þá torfbæi, er risu upp eftir 1840 og gera þannig fullkomna skrá um alla þá torfbæi, sem reistir voru í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki gert það, er samt mikill fengur að skýrslu hans því að, hún sýnir hvernig úthverfin voru bygð þegar Reykjavík var fimtug. „Kotin“ voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.

Midsel-221

Það lætur að líkum, að mismunandi hafi „kotin“ verið bæði um frágang á byggingu og umgengni ytra og innra. Sum hafa verið örgustu greni og sennilega hefir þar oft farið saman sóðaskapur og hirðuleysi íbúanna. Aðrir bæir hafa verið snotrir bæði að frágangi og umgengni, þótt ekki væri þeir háreistir og til sannindamerkis um það höfum vér ummæli Jóns biskups Helgasonar. Hann sagði í einu riti sínu, að sér sé í barnsminni mörg heimili efnalítilla tómthúsmanna, bæði fyrir austan bæ og vestan, þar sem myndarskapur blasti við manni þegar inn var komið, þótt fátt væri þeirra innanstokksmuna, sem á vorum dögum teljast ómissandi á hverju heimili. Og hann getur sérstaklega um nokkur fyrirmyndaheimili í torfbæjunum. Þessi nefnir hann í Austurbænum: Sölvahól, Steinsstaði, Stafn, Pálsbæ, Loftsbæ, Eirnýjarbæ, Suðurbæ, Söðlakotsbýlin og Skálholtskot. En þessi í Vesturbænum: Melkot, Skólabæ, Hákonarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfúsarkot, Hól, Nýjabæ, Hlíðarhúsabæina, Miðsel, Garðhús. „Og svona mætti lengi telja áfram“, segir hann.
steinbaerReykjavík var torfbæjaborg, þegar hún var fimtug. Á hundrað og fimtíu ára afmæli hennar voru allir torfbæirnir horfnir. En þeir eiga sinn kafla í sögu bæjarins. Það er hverju orði sannara að torfbæirnir höfðu sína annmarka.
En þótt nútíma menningin fordæmi þá niður fyrir allar hellur, þá er ekki víst að þeir hafi verið verri mannabústaðir heldur en skúrarnir, braggarnir og kjallararnir eru nú á dögum. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið, sem bjó í torfbæjunum og ólst þar upp, var engu óhraustara né kvellisjúkara en fólk er nú á dögum.
Helzti munurinn á torfbæjarkynslóðinni og steinhúsakynslóðinni mun vera sá, að unglingar eru bráðgjörri nú en þá, en það stafar miklu fremur af bættu viðurværi heldur en bættum húsakynnum.“ – Á.Ó. — Lesbók Mbl.

Heimild:
-Lögberg 22. desember 1949, bls. 2.

Litla Brekka

Litla Brekka – síðastai torfbærinn í Reykjavík. Bærinn stóð við Suðurgötu.