Vegir á Suðurlandi 1896

Ögmundarstígur

Eftirfarandi frásögn um vegi á Suðurlandi birtist í Fjallkonunni árið 1896:
„Gamall Íslendingur í Ameríku, Björn Björnsson, í British Columbia, hefir sent Fjallk. langar ritgerðir um vegi á Suðurlandi og koma hér kaflar úr þeim: Í grend við Beykjavík liggja 15 fornir vegir:
svinaskard-2211. Kjalarnesvegrinn, sem liggur innan úr Kjós út með Hvalfirði fyrir framan Esju og yfir Kleifar að Kollafirði.
2. Svínaskarðsvegurinn. Þessir báðir vegir liggja vesutr og norðr um land.
3. Stardalsvegur eða Bringnavegur, er geta komið saman við Illuklif fyrir ofan Leirvogsvatnsenda efri og þar á Mosfellsheiðarveginn.
4. Seljadals (eða Seljadalsbrúna) vegurinn er liggur yfir Mosfellaheiði og Borgarhólaheiði.
5. Jórutindsvegur. Hann liggr frá Nesjum í Grafningi við Þingvallavatn og upp í Folaldadali, sem kallaðir eru — þar eru aðalslægjur frá Nesjum — svo liggur vegurinn hjá Jórutindi, sem er milli Folaldadalanna og þar yfir Sköflungahrygg. Er þá komið á Borgarhólaheiði. Þessa leið fer Nesjabóndi til flestra aðdrátta, og það er heybandsleið hans, er hann sækir norður í Sauðafellsflóa. Hann fer eina ferð á dag með heybandið.
6. Dyravegur. Hann liggur frá Nesjavöllum í Grafningi; sá bær er fullan mílufjórðung frá Þingvallavatni og stendur á sléttum völlum sem ligggja inn undir Hengladali. Flestir Grafningsmenn fara Dyraveg. Hann er upp í hæð í fjallgarðinum að austanverðu, sem nefnd er Flög; þá kemr önnur hæð, sem nefnd er Hella; hún er æðibrótt og í hana klöppuð spor fyrir menn og hesta. Þaðan liggur vegurinn ofan í smádali og á milli tveggja standbjarga, sem mynda hlið, og eru það Dyr þær, sem vegurinn er við kendur. Þá er er riðið eftir dal, þar til brekka kemur og tekur þar við Borgarhólaheiði. Þessi vegur liggur síðan niður lágheiðina hjá Litlumýri og Langamel og niður að Lyklafelli, og á veg þann er liggur úr Fóelluvötnum upp á norður-Bolavelli.
sporhella-2217. Sleggjubeins-dalavegur. Hann liggur sunnan við Húsmúla, efst af suður-Bolavöllum upp úr Sleggjubeinsdölum og yfir lága hæð eða háls og upp í Hengladali. Þar er æðigóð ölkelda og ágæt brennisteinsnáma, — ég veit ekki betur enn að ég hafi fundið hana fyrstur — og flutti ég úr henni nokkra hestburði brennisteins, sem álitinn var bezta tegund. Lét Jón Hjaltalín landlæknir Sverri steinhöggvara gera þennan veg eitt sinn löngu eftir að ég fann námuna og tók brennisteininn, einmitt til að geta hagnýtt sér þetta ágæta ölkelduvatn; lét Hjaltalín flytja þaðan nokkra hestburði af ölkelduvatni heim til sín. Þessa leið fór ég með Hjaltalín og má fara austanundir Henglafjöllum og ofan í Grafning ef vill, eða ofan að Reykjakoti í Ölfusi.
8. Hellisheiðarvegurinn.
lakastigur-2219. Lágaskarðs-vegurinn. Hann liggur líka um Svínahraun og eins má fara upp norður-Bolavelli og með Húsmúlanum og svo af suður-Bolavöllum á Lágaskarðsveginn. Það er æðihár háls eða hæð Bolavallamegin en brattara hinum megin og liggur vegurinn ofan í djúpan sanddal, sem liggur milli hrauns og Lönguhlíðar.
10. Ólafsskarðs-vegurinn. Hann liggur suðvestur af Fóelluvötnum yfir svokallað Sandskeið og upp með Vífilsfelli, sunnan við endann á neðri Bolaöldu, enn yfir endann á efri Bolaöldu, upp hjá Sauðadölum og svo inn í Jósepsdal. Það er falleg, stór flöt í dalnum og hamrar inst. Þar átti tröllskessa að hafa búið í fyrndinni. Þetta dalverpi er við Vífilsfell að vestanverðu. Vífilsfell er líkast því að það væri hornsteinn við Bláfjöllin er liggja fast við þar að sunnanverðu eða suðvestan, og má þar ganga upp á Vífilsfell; það gerði Vífill, er haun fór að gá til veðurs, hvort fært væri að róa til Sviðs. Hafa menn oft farið þangað með kíki í fögru veðri til að leita að skepnum; það er ekki bratt upp úr dalnum, farið utan í smáakriðu austanvert við dalinn, enn þegar komið er upp í skarðið, sem er örstutt, þá skiftast vegir; annar liggur þá nálægt í suðaustur; það er góður vegur og liggur ofan í sanddalinn milli Hrauns og Hlíða, enn hinn liggur suðvestr með Bláfjöllum, mjög grýttur enn sléttur. Hann liggur suðvestur á Þúfnavelli og ofan á Hlíðarbæi í Ölfusi.
grindaskord-22311. Grindaskarðavegur. Hann liggur aðallega úr Hafnarfirði, enn víðar má komast á hann, ef vill. Þessi vegur fer fyrst úr Hafnarfirði upp með Hamarskotslæk og upp yfir Öldur, lágar hæðir fyrir austan Hamarskot og Jófríðarstaði og svo upp með Setbergshlíð, hjá Kershelli og yfir Mygludali, er liggja milli Húsafells og Helgafells, síðan um smáöldur og þá um hraunsléttur, þar til kemr í Kristjánsdali, er liggja með fjallgarðinum milli Hrauns og Hlíðar, fyrir neðan Þríhnúka og Kóngsfell, og má og er farið með hesta alla leið hvort heldur með Bláfjalladrögunum austur í Vífifellskrók eða um Rauðuhnúka og hraunmegin við Sandfell og Selfjall og niður í Skógarhlíðarkrika, efst í Elliðavatnsheiðinni, — enn úr Kristjánsdölum fer maður upp Grindaskörð; þau eru ekki brött; skarðið sjálft örmjótt varp, enn dalur fyrir ofan skarðið; þar skiftast vegir og liggur annar austur yfir eða norðan á heiðinni há, og austur á Þúfnavelli — á þeirri heiði hefi ég séð fallega hjörð hreindýra, marga tugi — enn hinn vegurinn liggur í hásuður til Selvogs; eftir litla samveru veganna skiljast þeir aftur, og liggur þá aðalvegurinn til Selvogs, enn hinn á bak Lönguhlíð í brennisteinsnámur þær, er heyra Herdísarvík og Krýsivík.
12. vegurinn liggur úr Grindaskarðaveginum suður úr Mygludölum, og er sléttara að fara fyrir ofan Helgafell eða milli Helgafells og hraunsins, er svo kallað Skúlatún stendur í; segja sumir, að það séu þær réttu Gullbringur; það er æðifallegur blettur innan í hrauninu, óbrunninn. Beztur er vegurinn og sléttastur mitt á milli Bakhlíða og Lönguhlíðar; er þar frægasta akbrautarstæði, ef stefnt er innan við endann á Lönguhlíð. Þar næst kemur Kleifarvatn; það er stórt stöðuvatn, enn flestum vötnum óþarfara meðan ekki er flutt í það silungsveiði eða æðarvarpshólmar búnir til í því, sem hætt er við að dragist. Það minkar eða fjarar í nokkur ár og vex svo aftur. Ekki er hægt að hafa akbraut með vatninu, nema sprengdur væri berghamar, sem liggur við það. Svo er alsléttur vegur til Krýsivíkur.
13. vegurinn liggur út úr Grindaskarðaveginum að Kaldárseli og yfir Kaldá neðan undir Undirhlíðum,
sem kallaðar eru, suður að Vatnsskarði, er fara má á áðurnefndan veg við vatnið. Líka má fara suður á Ketilsstíg eða hvort er vill, suður á Velli eða í Grindavík.
14. vegurinn liggur úr Hafnarfirði upp frá Flensborg hjá Stórhöfða, þar út í hraunið og upp hjá Háfjallinu eina; það er örstuttur vegur yfir hraunið, og svo með fjallinu yfir á Ketilsstíg.
15. vegurinn liggur af Vatnleysuströnd upp heiðina og upp á Velli og Móhálsa til Krýsivíkur, allgóður vegur og stuttur.
Af öllum þessum vegum er langverst að leggja veg um Hellisheiði, hvað akstur og bratta snertir.“

Heimild:
-Fjallkonan 13, árg. 43. tbl. 1896, bls. 174-175.

Svínaskarð

Dys í Svínaskarði.