Gróður
En eftir því sem best er vitað í dag, á þessari stundu, munu um 5.400 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.
Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið íslandar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem síðan hafa ekki átt afturkvæmt. Þó má á ári hverju sjá nýja landnema, ef vel er að gáð.
Á Íslandi eru nú skráðar:
-um 2000 tegundir af sveppum, auk um 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.
-um 710 tegundir af fléttum.
-um 600 tegundir af mosum.
-um 430 tegundir villtra blómplantna.
-um 40 tegundir af byrkningum.
Á Reykjanesskaganum er annars stór hluti hans þakin hraunum og eru þau klædd mosaþembu (hraungambra), mólendi eða jafnvel kjarri, allt eftir aldri hraunanna.
Að öðru leyti ber mest á lyng- og heiðagróðri, mólendi eins og það er oftast kallað, en minna ber á graslendi eða jurtastóði þó það sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum. Einnig er töluvert kjarrlendi í brúnum. Á seinni árum hefur sá trjágróður sem gróðursettur hefur verið sett svip á landið og jafnframt hefur annar gróður tekið verulegum framförum vegna skjóls og friðunar. Þó má sjá verulega gróðureyðingu á einstökum svæðum, s.s. í Krýsuvík og á Strandarheiði og upp með fjallshlíðum, s.s. í Brennisteinsfjöllum.
Allur gróður á sér ákveðinn líftíma. Þá deyr hann og annar gróður tekur við. Á meðan vinna vindar, vatn og frost á veikburða gróðrinum og gerir nýjum erfitt uppdráttar.
Sjá meira um gróðir á Reykjanesskaganum HÉR, HÉR og HÉR.Heimildir m.a.:
-http://floraislands.is/