Um okkur
FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins
önn, krefjandi rannsóknum og jafnvel kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi; fyrrum landnámi Ingólfs. Upplifunina má m.a. sjá á vefsíðunni…
Árni Torfason setti upp fyrstu, einfalda, vefsíðu FERLIRs árið 2000 með styrk frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans. Í honum fólst kaup á fartölvu. Vefsíðan var endurnýjuð árið 2007 í Webman með stuðningi góðra aðila og síðan uppfærð í þessa WordPressútgáfu árið 2019 með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar með þessari uppfærslu veffyrirtækisins Premis. Mjög mikil vinna hefur bæði falist í innsetningu efnisins sem og endurgerð þess millum uppfærslna.
Um 3.300 skipulegar vettvangsferðir liggja til grundvallar lýsingunum á vefsíðunni.
Forsíðumyndin er af minjasvæðinu í Lónakoti í Hraunum.
Fyrir þá, sem vilja hafa samband, er bent á netfangið ferlir@ferlir.is.
Síður
Viltu styrkja þessa síðu?
Framlag FERLIRs á vefsíðunni er unnið í sjálfboðavinnu. Ef þú vilt styrkja þetta framtak til áframhaldandi uppbyggingar er hægt að leggja inn á:
Reikningsnr.: 0334-13-201056
Kennitala: 200854-3499
Fyrsta FERLIRsferðin… Helgafell…
Tilgangur Ferðahóps rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) var að stuðla að, undirbúa og skipuleggja sjálfbærar hollferðir starfsmanna á fæti um helgar um sumar (þ.e.a.s. þeirra sem ekki voru á helgarvöktum) – hlutaðeigendum að kostnaðarlausu. Þátttakendur gátu einnig verið aðstandendur í boði starfsfólks (konur og börn) og í vissum tilvikum skjólstæðingar, auk útvalinna lögfræðinga. (Þeir, sem […]
FERLIRshúfur
Frá upphafi hafa þeir þátttakendur FERLIRs, sem lokið hafa a.m.k. fimm ferðum áfallalítið eða sýnt af sér sérstaka hæfni, áræðni eða fundvísi geta hugsanlega fengið FERLIRshúfu því til staðfestingar. Húfan hefur merkingu og á sér uppruna. Hún hefur þann eiginleika að aðlagast höfði viðkomandi. Í henni eru varnir og bjargir er bæði verja eigandann fyrir […]
Nýtt útlit – áfangi á vegferð
FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum og -þekkingu á síkri tækni, en með aðstoð hjálpsamra fjögurra handa og tveggja skilningsríkra huga var fræinu sáð. Morgunblaðið lagði þar m.a. tvær hendur á plóg, auk tveggja annarra Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með tíu fingrum sem og stuðningi þáverandi bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, Ólafs Ólafssonar. FERLIRsvefsíðan […]