Ánanaust – skilti
Við Ánanaust í Reykjavík er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Stakkstæði Alliance við Ánanaust um 1928. Lengst til vinstri er Ívarssel (Vesturgata 66b, nú á Árbæjarsafni). Einnig má sjá Ánanaustbæina, Alliance-húsið, Garðhús og hús og bæi við Bakkastíg.
„Ánanaust voru upphaflega naust þar sem Reykjavíkurbændur geymdu skip sín. Ennfremur var ávallt mikið útræði þaðan enda skilyrði góð og vel aflaðist í Faxaflóa lengst af. Til vitnis um það komu upp úr 1870 tveir þriðju hlutar alls útflutts sjávarafla á Íslandi frá verstöðvum í kringum Faxaflóa, einkum úr Gullbringuslýslu og frá Reykjavík.
Nafnið ánanaust færðist síðar yfir á kotbýli sem stóðu þar hjá þar sem nú er vestasti hluti Vesturgötu. Óljóst er hve langt aftur má rekja byggð þar. Til er kort af Reykjavík frá 1715 þar sem sjá má að þrír bæir tilheyra Ánanaustum og á 18. og 19. öld var þar oftast þríbýlt.

Loftmynd af svæðinu árið 1946. Fyrir miðri mynd má sjá Ánanaustbæina og Alliance-húsið. neðst t.v. er Danílesslippur og Fiskiðjuver ríkisins í byggingu, seinna BÚR. Sjóminjasafnið í Reykjavík er nú til húsa í hluta byggingarinnar.
Síðasti torfbærinn sem tilheyrði Ánanaustum var rifinn árið 1930 og síðasta húsið á bænum árið 1940 vegna gatnaframkvæmda.
Íbúar Ánanausta tilheyrðu stétt tómthúsmanna sem voru sjó- og verkamenn þess tíma. Þeir sóttu sjóinn á opnum árabátum en höfðu jafnframt von um einhverja vinnu hjá kaupmönnum og bænum. Á sumrin gátu þeir brugðið sér upp í sveit í kaupavinnu. Flestir tómthúsmenn höfðu kálgara en fáir áttu skepnur.
Kjör tómthúsfólks voru misjöfn eins og gengur og misgóð frá einu ári til annars. Ef illa fiskaðist gat hungrið sorfið að. Þá var helst til bjargar að fá lán hjá kaupmanninum upp á væntanlegan fiskafla. Stundum var styrkur úr fátækrasjóði bæjarins eina vonin.“










