Víða um land eru duldar (faldar) söguminjar, jafnvel allt frá upphafi landnáms norrænna manna. Sumstaðar eru minjarnar þó bæði heillegar og í rauninni stórmerkilegar í sögulegu samhengi. En svo virðist sem bæði forsvarsfólk Minnismerkiðsveitarfélaga vegna áhugaleysis og ferðamálafólk ómeðvitað hafi bundist samtökum um að fela þessa aðdrætti fyrir áhugasömum ferðalöngum. Hér skal tekið nýlegt dæmi. FERLIRsfélagi, sem örsjaldan fer út fyrir Reykjanesskagann (enda eitt samfellt minjasvæði), hafði nýlega hug á að skoða svonefndar “Auðartóftir” við Hvammsfjörð á sunnanverðu Reykjanesi vestra. Félaginn hafði lesið sig til um hugsanlega staðsetningu. Eknir voru ófáir kílómetrarnir með tilheyrandi kostnaði. Kennileitið var Krosshólaborg. Borgin reyndist vera merkt þegar að var komið, enda hefur minnismerki um frú Auði verið reist á henni (minna mátti það varla vera). Steinkross var settur upp á  borginni til minningar um hana árið 1965.
Í Landnámu segir um Auði djúpúðgu: “Kollur hét maður Veðrar-Grímsson, Ásasonar hersis; hann hafði forráð með Auði og var virður mest af henni. Kollur átti Þorgerði, dóttur Þorsteins rauðs.
Erpur hét leysingi Auðar; hann var son Meldúns jarls af Skotlandi, þess er féll fyrir Sigurði jarli hinum ríka; móðir Erps Auðartóftirvar Myrgjol, dóttir Gljómals Írakonungs. Sigurður jarl tók þau að herfangi og þjáði. Myrgjol var ambátt konu jarls og þjónaði henni trúliga; hún var margkunnandi. Hún varðveitti barn drottningar óborið, meðan hún var í laugu. Síðan keypti Auður hana dýrt og hét henni frelsi, ef hún þjónaði svo Þuríði konu Þorsteins rauðs sem drottningu. Þau Myrgjol og Erpur son hennar fóru til Íslands með Auði.
Auður hélt fyrst til Færeyja og gaf þar Álöfu, dóttur Þorsteins rauðs; þaðan eru Götuskeggjar komnir. Síðan fór hún að leita Íslands. Hún kom á Vikrarskeið og braut þar. Fór hún þá á Kjalarnes til Helga bjólu bróður síns. Hann bauð henni þar með helming liðs síns, en henni þótti það varboðið, og kvað hún hann lengi mundu lítilmenni vera. Hún fór þá vestur í Breiðafjörð til Bjarnar bróður síns; hann gekk mót henni með húskarla sína og lést kunna veglyndi systur sinnar; bauð hann henni þar með alla sína menn, og þá hún það.
Eftir um vorið fór Auður í landaleit inn í Breiðafjörð og Krosshólaborglagsmenn hennar; þau átu dögurð fyrir norðan Breiðafjörð, þar er nú heitir Dögurðarnes. Síðan fóru þau inn eyjasund; þau lendu við nes það, er Auður tapaði kambi sínum; það kallaði hún Kambsnes.
Auður nam öll Dalalönd í innanverðum firðinum frá Dögurðará til Skraumuhlaupsár. Hún bjó í Hvammi við Aurriðaárós; þar heita Auðartóftir. Hún hafði bænahald sitt á Krosshólum; þar lét hún reisa krossa, því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu frændur hennar síðan átrúnað mikinn á hólana. Var (þar) þá gör hörg, er blót tóku til; trúðu þeir því, að þeir dæi í hólana, og þar var Þórður gellir leiddur í, áður hann tók mannvirðing, sem segir í sögu hans.”
Í Skrá yfir friðlýstar fornminjar má sjá eftirfarandi um Auðartóftir: “Hvammur. a. Forn, aflangur hringur suðvestur á túninu, nefndur “Lögrjetta”.  b. Virkisbali, svo nefndur, nál. ferhyrnt mannvirki í túninu fyrir ofan og vestan bæinn. Sbr. Árb. 1882: 75. c. Rústabunga forn, suður og niður undir túngarði. d. Auðarnaust, er svo heitir, leifar af tóft á sjávarbakkanum austanmegin við útfall Hvammsár. e. Auðartóftir, svo nefndar, hjer um bil 13 faðma upp og vestur frá naustinu. Sbr. Árb. 1893: 63. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 24.06.1931.”
SöguskiltiÞrátt fyrir leit fundust engar vísbendingar á vettvangi hvert skyldi halda svo hægt væri að skoða fyrrnefnt “Auðarnaust” og “Auðartóftir”, áþreifanleg ummerki eftir hinn fyrsta landnámsmann á svæðinu. En með reynslu fyrri FERLIRsferða á Reykjanesskaganum fundust minjarnar eftir nokkra leit. Uppgötvunin og staðsetningin við þær veðuraðstæður, blankandi sól og hita, voru leitarinnar virði. Auðartóftir, í skjóli neðan undir Krosshólaborginni, eru en vel greinilegar og þar má enn sjá heillagar hleðslur í tóftunum.
Á vef Dalaprestakalls frá 13. júli 2008 segir: “Vel á annað hundrað manns sóttu guðsþjónustu á Krosshólaborg í dag. Eins og fyrir 43 árum rættist úr veðrinu og var sól í sinni viðstaddra. Athöfnin fór fram á borginni og að henni lokinni var afhjúpað söguskilti fyrir neðan borgina um landnám Auðar. Konur úr kvenfélaginu sem hóf að safna fyrir krossinum afhjúpuðu skiltið. Síðan var drukkið kaffi og djús með veitingum úti í náttúrunni í boði sóknarnefndar.”
Batnandi fólki er best að lifa…. Uppsetning söguskiltisins við Krosshólaborg verður vonandi öðrum um land allt hvatning til frekari dáða – og góðra ráða.