Entries by Ómar

Bessastaðanes friðlýst

Á vef Umhverfisstofnunar 30. júní 2023 mátti lesa eftirfarandi:  „Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti í dag Bessastaðanes sem friðland við hátíðlega athöfn að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar. Á Bessastaðanesi eru fjölbreyttar fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki sem eru mikilvæg fæðusvæði fugla. Í Lambhúsatjörn er […]

Bessastaðanes

Bessastaðanes er bæði opið og aðgengilegt. Engar hömlur eru á umferð gangandi fólks um Nesið svo framarlega að hófsemi sé gætt. Útsýni er þarna tilkomumikið og auk þess má sjá, ef vel er að gáð, ýmsar minjar frá fyrri tíð. Við skoðun á svæðinu nú komu t.a.m. í ljós nokkrar áður óskráðar minjar, s.s. athvarf, byrgi og garðar. Og […]

Hörðuvallastöðin – skilti

Við Reykdalsstífluna neðan Lækjarkinnar er upplýsingaskilti Byggðasafns Hafnarfjarðar um Hörðuvallastöðina og fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi. Á því má lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi myndir: „Fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904. Rafstöðin var við Austurgötu og í eigu Jóhannesar Reykdal. Vegna mikillar eftirspurnar eftir raforku í bænum árið eftir var […]

Fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi – skilti

Á upplýsingaskilti Byggðasafns Hafnarfjarðar við Austurgötu nálægt Læknum er eftirfarandi texti og myndir um fyrstu almenningsrafveituna á Íslandi: „Árið 1901 flutti ungur trésmiður til Hafnarfjarðar, Jóhannes J. Reykdal, en hann hafði þá nýlokið námi í iðn sinni í Danmörku. Til Hafnarfjarðar kom hann í þeim erindagjörðum að stofna hér trésmíðaverksmiðju en hann taldi að Hamarskotslækurinn […]

Vatnsleysustrandarhreppur – Guðmundur Björgvin Jónsson

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar frá Brekku, „Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi„, útg. 1987, segir bæði frá hreppamörkunum sem og misskiptu mannlífinu fyrrum: „Hreppurinn nær frá miðjum Vogastapa og byggðin með sjávarströndinni að jafnaði hvergi fjær sjá en 1 km þar til hún endar við Hvassahraun, en hreppamörk eru hin sömu og fyrrnefnd sýslumörk við […]

Innri-Njarðvíkurkirkja II

Í Skýrslu Reykjanesbæjar um „Breytingu á deiliskipulagi í Innri-Njarðvík v/kirkjugarð og Thorkellinsgarð“ árið 2020 má m.a. lesa eftirfarandi sögulegt ágrip Njarðvíkna sem og sögu Innri-Njarðvíkurkirkju. Hítardalsbók segir: “Maríukirkja og hins [heilaga] Þorláks biskups í Njarðvík á eina kú, altarisklæði tvö, et cetera” Bókin gæti verið frá 1367 en líklegt er þó að kirkjan sé frá […]

Helgafellsspítali og Camp Whitehorse

Undir Helgafelli í Mosfellshreppi voru stórir herkampar, s.s. Camp Treffert og Camp Helgafell. Þar var og Helgafellsspítali (Sacred Hill Hospital). Í dag (2023) er fátt um minjar er gefið gætu til kynna sögu mannvirkjanna, sem þarna voru reistar. Þó má enn sjá þar steypta vatnsgeyma, grunn varðskýlis ofan við gömlu Köldukvíslsbrúna, sem byggð var 1912 […]

Staðarberg – Berghraun – refagildra

Gengið var um hið misgreiðfæra Berghraun austan við Staðarhverfi í Grindavík. Berghraunið er ofan við Staðarbergið og sennilega eitt af Eldvarparhraunum. Þrátt fyrir úfið apalhraun eru helluhraunssléttur inni á milli. Næst berginu er sambland af hvorutveggja. Þegar gengið var ofan við Klaufir austarlega undan Staðarberginu sást glöggskyggnum heilleg hleðsla uppi í hrauninu. Þegar hún var […]

Steinsholt og Þórusel

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“ árið 2011 er getið um Steinsholt, kot milli Vogastapa og Voga. Kot þetta var ekki langlíft, einungis í ábúð um fimm ára skeið. Eftirstandandi minjarnar segja þó sögu: „Hóll er á Kristjánstanga sem heitir Guðnýjarhóll þar eru skemmtanir stundum haldnar. Norðan við Kristjánstangann heitir Síki, þetta […]

Zepperlin yfir Reykjavík

Þýska loftfarið Zepperlin kom nokkrum sinum við ofan Reykjavíkur á ferðum sínum milli Evrópu og Ameríku á fjórða áratug 20. aldar. Fimmtudaginn 17. júlí 1930 um klukkan 11:00 horfðu Reykvíkingar t.d. undrandi upp til himins þegar hið glæsilega þýska loftskip Graf Zeppelin sigldi í átt að borginni. Hægt og tignarlega nálgaðist það, grár líkami hans […]