Entries by Ómar

Eiríksbrú – vegir um Kamba

Í fornleifaskráningu Kristins Magnússonar frá árinu 2008 er m.a. fjallað um „Eiríksbrú„; vegagerð um Hellisheiði fyrir 1880: „Árið 1875 voru sett lög um vegi á alþingi. Landssjóður átti að sjá um og annast útgjöld af vegum sem lágu milli byggða og sýslna. Vegur var lagður um Svínahraun á árunum 1877 og 1888. Í reglugerð var […]

Reykjanesflugvöllur – varnarbandalag

Ísland hefur að mestu leyti farið vel út úr varnarsamstarfi við Bandaríkin en að einhverju leyti getað haldið betur á málum. Það var snemma morguns mánudaginn 7. maí 1951 að fimmtán Douglas C-54 Skymasterflugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli með fyrsta hluta varnarliðsins, sem þar átti eftir að hafa aðsetur næstu 55 árin. Tveimur dögum áður hafði […]

Rockville á Miðnesheiði

Í Víkurfréttum árið 2020 var umfjöllun um „Rockville á Miðnesheiði„: „Ratsjárstöð Varnarliðsins í Rockville á Miðnesheiði var byggð árið 1953. Hún var starfrækt til ársins 1997, þegar henni var lokað og ný stöð opnuð skammt frá (M-1). Það eru því tuttugu ár um þessar mundir frá lokun stöðvarinnar. Í dag er fátt sem minnir á […]

Herkampar og örnefni

Eftirfarandi fróðleik um kampa (herskálasvæði) og örnefni þeim tengdum á árunum 1940-1945 má lesa á vef Árnastofnunar: „Árið 1940 var upphaf eins merkasta tímabils í sögu Íslands, en 10. maí það ár var landið hernumið af Bretum. Styrjöld hafði hafist í Evrópu með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og stríðsyfirlýsingum Breta og Frakka […]

Stríðsminjar á Suðurnesjum

Í skýrslu um „Skráningu stríðsminja á Suðurnesjum“ eftir Eirík Hermannsson og Ragnheiði Traustadóttur frá árinu 2019 má t.d. lesa eftirfarandi um flugvöllinn á Garðaskagaflötum, miðunarstöðina á Fitjum og hverfið Howard, miðunar- eða ratsjárstöð á Langholti: „Markmið verkefnisins var skráning og mæling menningarminja sem tengjast veru varnarliðs Breta og Bandaríkjamanna á stríðsárunum á landsvæði sveitarfélaganna Garðs […]

Kalka II

Á Háaleiti var varða sem er fyrst getið um í gömlu landamerkjabréfi frá 1270 en þar segir: „En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur […]

Herflugvellir á Suðurnesjum – Friðþór Eydal

Í Morgunblaðinu 8. des. 1996, fjallar Friðþór Eydal um „Samgöngubyltingu á Háaleiti„. Um haustið voru liðin rétt fímmtíu ár frá því Íslendingar fengu afhentan Keflavíkurflugvöll til umráða. Með tímanum varð þessi flugvöllur einn mikilvægasti tengiliður landsmanna við umheiminn og raunar hefur mikilvægi hans í samgöngum farið vaxandi með árunum. Friðþór Eydal rekur hér sögu þessa […]

Patterson

Í „Húsakönnun Patterson“ árið 1019, skráða af Helga Biering, þjóðfræðingi, kemur eftirfarandi fram um hernaðarmannvirkið Pattersonflugvöllinn ofan Fitja í Njarðvíkum: „Þann 11. júní 1941 komu átta yfirmenn Bandaríska hersins til Íslands og viku síðar, eða þann 18. júní, greindu þeir frá því að frá sjónarhóli verkfræðinganna hefði Ísland lítið upp á að bjóða. „Án trjáa […]

Sævíti – Selatangar

„Beinteinn var maður nefndur suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli. Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hannn lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði. Eitt kvöld, er hann hefur kveikt […]

Björn Gunnlaugsson – Íslandskort

Á vefnum „Íslandskort.is“ má lesa eftirfarandi fróðleik um Björn Gunnlaugsson og Íslandskortagerð hans á árunum 1831-1843. Hér verður lögð áhersla á vinnu hans við kortlagninu Reykjanesskagans. Björn Gunnlaugsson (28. september 1788 – 17. mars 1876) var landmælingamaður og höfundur stjörnufræðirita. Hann starfaði þó mestan hluta ævinnar sem kennari, fyrst við Bessastaðaskóla, en fluttist með skólanum […]