Entries by Ómar

Flensborgarskóli 75 ára o.fl – Halldór G. Ólafsson

Halldór G. Ólafsson, kennari, skrifaði um „Flensborgarskólann í Hafnarfirði“ í tímaritið Hvöt 1958. Þar lýsti hann bæði gamla skólahúsnæðinu sem og því nýja: „Síðastliðið vor var haldið hátíðlegt 75 ára afmæli Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Þann 10. ágúst 1878 gáfu prófastshjónin í Görðum á Álftanesi, síra Þórarinn Böðvarsson og frú Þórunn Jónsdóttir, húseignina Flensborg í Hafnarfirði, […]

Kiwanis – saga

FERLIR var mað kynningu á Kiwanisfundi Eldborgar í Hafnarfirði um dásemdir Reykjanesskagans, auk þess sem tækifærið var notað til að kynna sér félagsskapinn. FERLIR notar jafnan tækifærið á samkomum sem þessum að fræðast um viðfangsefnin því meðlimir klúbbanna búa sem einstaklingar yfir mikilli alhliða vitneskju. 1. Staðreyndir um Kiwanishreyfinguna Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í […]

Valhúsahæð – herminjar

Herminjar eða stríðsminjar eru fjölmargar á höfuðborgarsvæðinu – og víðar. Á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi eru þær fjölmargar, s.s. grunnar undan bröggum og varðskýlum, götur, byssuhreiður, skotgrafir og -byrgi, auk hins forna Þvergarðs yfir hæðina. Í „Fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi“ frá 2006 segir m.a. um Valhúsahæð: „Umsvif hersins á Seltjarnarnesi voru töluverð og einna mest á Valhúsahæð. […]

Setberg – skotbyrgi

Leifar skotbyrgja frá tímum Síðari heimstyrjaldarinnar er að finna á 23 stöðum á og við höfuðborgarsvæðið. Á þessum 23 stöðum eru 49 minjar, s.s. á Valhúsahæð (10), í Öskjuhlíð (6), á Garðaholti (5) og á Ásfjalli (5). Ýmist er um að ræða grjóthlaðin hringlaga skjól eða steypt. Ofan við Setberg í Hafnarfirði, fyrrum Garðahreppi, á […]

Letur, H.P.P. í Helguvík

Í bókinni „Steinabátar“ fjallar höfundurinn, Sturlaugur Björnsson, um áletrunina H.P.P. á klettavegg ofan Helguvíkur í Keflavík: „Í gegnum árum hef ég átt ótal ferðir út á Berg, og vitað, að uppi af botni Helguvíkur er greypt fangamark í klettana þar fyrir ofan. Þegar við krakkarnir fórum í leiðangur og fórum þarna um, töldum við að […]

Elliðakot (Helliskot) I

Tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti eru á ási norðan Nátthagavatns. Einkennandi fyrir tóftirnar, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins. Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. […]

Rauðavatnsborg – Lögberg

Ætlunin var að skoða og staðsetja fjárborg sunnan við Rauðavatn sem og tóft af sauðahúsi þar skammt austar. Einnig var og ætlunin að skoða minjar Örfiriseyjarsels í Lækjarbotnum undir Selfjalli. Lækjarbotnar voru efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og þar lá þjóðleiðin um áður. Útilegumenn bjuggu í helli í gili skammt ofan við Botnana. Guðmundur H. […]

Árbæjarsafn

FERLIR er vanur víðáttunni, en að þessu sinni var ákveðið að fræðast um Árbæjarsafn á svonefndum Safnadegi. Margt forvitnilegt bar fyrir augu og mikið af upplýsingum lágu á lausu á safnasvæðinu, ýmist utan við húsin, sem þar eru eða inni í þeim. Þó vantar merkingar við sumt, sbr. letursteininn vestast á svæðinu. Á hann er […]

Grafhýsi Reykdals

Á vefsíðinni „Legstaðaleit.com“ má lesa eftirfarandi um heimagrafreit Reykdalsfjöldskyldunnar við Setberg ofan Hafnarfjarðar: „Heimagrafreiturinn Setbergi er staðsettur að Hólsbergi 13 í Hafnarfirði. Þar hvílir Jóhannes Jóhannesson Reykdal ásamt konu sinni Þórunni Böðvarsdóttur Reykdal og fimm börnum þeirra sem dóu þegar þau voru á aldrinum 12 til 34 ára (þau hjónin eignuðust alls 12 börn). Jóhannes […]

Fífuhvammur – Fífuhvammssel

 Ætlunin var að leita að og skoða gamla fjárborg frá Fífuhvammi, steininn Lat og Fífuhvammssel norðan í Rjúpnahæð. Engjaborg við Fífuhvammsveg var landamerki jarðanna Kópavogs, Digraness, Fífuhvamms og Arnarness. Nafnið Engjaborg bendir til þess að fjárborg og/eða beitarhús hafi staðið þarna. Hún er hringlaga rúst með um 2-3 m breiðum veggjum. Borgin stendur nú á […]