Entries by Ómar

Selvogsgata – Kerlingarskarð

Gengið var frá Bláfjallavegi suður Selvogsgötu áleiðis upp Kerlingarskarð. Við götuna, þegar komið er svo til miðja vegu upp í skarðið, eru nokkrir hellar, hér nefndir Hallahellar eftir einum þáttttakenda, sem var hvað áhugasamastur um leitina. Einn þeirra (vinstra megin við götuna) er í sæmilegu jarðfalli og gengið inn í hann til suðurs. Þegar inn […]

Selvogsgata – Lækjarbotnar

Gengin var Selvogsgata upp frá Lækjarbotnum og áfram áleiðis upp með Setbergshlíð. Komið var að stíflu vatnsveitunnar í Lækjabotnum og kíkt á hleðslur undan húsinu, sem þar var yfir “vatnsuppsprettunni” nyrst undi Gráhelluhrauni. Enn má sjá leifar gömlu tréleiðslunnar í tjörnunum ofan við stífluna. Andarpar lá við annan bakkann með höfuð undir vængum. Lúpínan er […]

Eldborgir undir Geitahlíð

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði í Náttúrufræðinginn árið 1973 um Eldborgir undir Geitahlíð: „Þær eru raunar fleiri en tvær eldborgirnar undir Geitahlíð austan við Krýsuvík, skammt frá mörkum Gullbringusýslu og Árnessýslu, en Stóra- og Litla Eldborg heita þær eigi að síður, og hvor þeirra á sína sögu. Þó nágrannar séu eru þær harla ólíkar um margt. […]

Selvogsgata – Grindaskörð

 “Þetta var æði”. Svona hljómaði ein lýsingin á ferðinni að henni lokinni. Gengið var inn á Selvogsgötu við Bláfjallaveg, en beygt út af henni til austurs skömmu síðar. Ætlunin var að feta Grindarskarðsgötuna upp að Stórabolla og síðan áfram áleiðis til suðurs. Venjan er að ganga Selvogsgötuna upp Kerlingarskarð og síðan áfram hana með Draugahlíðum, […]

Prestastígur – til suðurs

Lagt var af stað inn á Prestastíg ofan við Hundadal vestan Kalmanstjarnar. Pestastígur er vel vörðuð forn gönguleið úr Höfnum yfir Hafnasand og Eldvörp yfir í Staðarhverfi í Grindavíkurhreppi, Stígurinn er gömul þjóðleið. Skýringin á nafngiftinni er sögð vera sú að með prestakallalögum frá árinu 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík […]

Prestastígur – Eldvörp – Staðarhverfi

Lagt var af stað inn á Prestastíg ofan við Hundadal vestan Kalmanstjarnar. Pestastígur er vel vörðuð forn gönguleið úr Höfnum yfir Hafnasand og Eldvörp yfir í Staðarhverfi í Grindavíkurhreppi, Stígurinn er gömul þjóðleið. Skýringin á nafngiftinni er sögð vera sú að með prestakallalögum frá árinu 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík […]

Bakki – Borgarkot

Markmið FERLIRsferða hefur verið að leita að, skynja og finna minjar og sögulega eða safaríka staði. Þrátt fyrir það hefur engin ein ferð verið nákvæmlega eins og önnur. Nú átti að gera tilraun til að nýta fyrirliggjandi þekkingu á afmörkuðum sviðum og reyna að finna einstakar blómategundir í móa og á melum og kíkja á […]

Veðursteinn

Veður hefur alltaf verið til, a.m.k. hér á landi. Forfeðurnir voru fljótir að læra á veðrið. Til eru fjölmargar sagnir af veðurlýsingum, veðurnefnum, þjóðtrú og hjátrú tengdri veðrinu, viðureignasögum, óveðurssögnum og veðrahörkum, en einnig góðviðrislýsingum, breyttu veðurfari og áhrif þess á mannlífsgróandann. Mörg tæki tengdust veðrinu, s.s. loftvogir, leiðarsteinar, líknarbelgir o.fl. o.fl. Eitt „tækið“, sem […]

Kynnisferð um Reykjanesbæ (Keflavík, Njarvíkur og Hafnir)

Sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir runnu saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Byggð í Keflavík og Njarðvík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki ljós, nema tekið væri eftir skiltum við vegarbrúnir, sem gáfu þau til kynna. Keflavík Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu […]

Keflavík – örnefnið

Ægir Karl Ægisson fjallaði um örnefnið Keflavík. “Þegar orðið kefli kemur fyrir í örnefnum eins og í Keflavík er kefli vanalega talið merkja rekaviðardrumbur. Keflavík myndi þá standa fyrir víkina þar sem er mikið af rekakeflum. Það þykir mér nokkuð skringilegt að kenna Keflavíkina við rekakefli þar sem hún er hreint ekki þekkt sem góð […]