Entries by Ómar

Fornusel – Sýrholt

Dagurinn var jafnframt „Göngudagur fjölskyldunnar„. FERLIR fóra að leita Fornuselja undir Sýrholti, jafnframt því sem ferðin var nýtt til berja. Sýrholt er á milli Auðnasels og Flekkuvíkursels, svo til í beina stefnu. Mikill uppblástur og jarðvegseyðing er á svæðinu svo einungis gróðurtorfur eru þar á stangli. Ferðin var ágætt dæmi um leit á svæði þar […]

Staðarborg – Gíslaborg

Gengið var frá Prestvörðunni ofan við Kálfatjörn, yfir Almenningsveginn og áfram til austurs með stefnu austur fyrir Staðarborg. Þar er Staðarstekkur í klofnum hraunhól. Hlaðið hefur verið í miðja rásina og hleðslur eru einnig við austurenda hans. Það er stutt yfir í borgina. Hún hefur verið endurhlaðinn að hluta. Dyrasteinn, sem verið hefur fyrir ofan […]

Litli-Botn og Stóri-Botn – selstöður og hellar

„[Vissulega] er margt að finna í Botnsdalnum, sem glatt getur augað.“ Í örnefnalýsingum fyrir bæina Litla-Botn og Stóra-Botn í Botnsdal í Hvalfirði er getið um fjölmarga áhugaverða staði, s.s. réttir, stekki, tóftir (Holukots), hella (Þvottahelli, Þjófahelli og Hraunshelli) og þrjár selstöður. M.a. er þar getið um tvær selstöður frá fyrrnefnda bænum sbr.: „Hæðirnar sunnan Sóleyjarflóa […]

Bláhvíti fáninn

Bláhvíti fáninn var herfáni íslenskrar sjálfstæðisbaráttu á fyrstu árum 20. aldar, fáninn sem Einar Benediktsson hyllti með kvæði sínu Rís þú unga Íslands merki. Danir kölluðu bláhvíta fánann mótmælafánann. Í júnímánuði 1913 lá danskt varðskip á Reykjavíkurhöfn og blöktu danskir fánar víða um bæinn í virðingarskyni. Verslunarmaðurinn Einar Pétursson, bróðir Sigurjóns glímukappa á Álafossi, var […]

Cuxhaven – vinabæjarskilti

Í jólablaði Fjarðarfrétta 20. des. 2022 er fjallað um afhjúpun „Cuxhavenvinabæjasöguskiltis„: „Borgin Cuxhaven í Þýskalandi og Hafnarfjörður stofnuðu formlega til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan. 25. nóvember var afhjúpað söguskilti um vinabæina Hafnarfjörð og Cuxhaven í Þýskalandi. Söguskiltið er staðsett við „Kugelbake“ á strandstígnum […]

Jólin 2014 – hugleiðing

„Í kvöld, rétt rúmlega ellefu, voru vetrarsólstöður. Einmitt þá var afstaða jarðar og sólar sú að myrkurstundir okkar hér á norðurhjara voru lengstar og birtustundir stystar. Frá og með þeirri stundu tekur dagana að lengja aftur, myrkrið að hverfa og við sjáum fram á vorið, gróður og yl.  Þessum tímamótum í árinu okkar hefur verið […]

Fornleifafræði – kenningar og framtíðin

Til hvers er verið að grafa og hvaða merkingu hafa heimildir fornleifafræðinnar? Hvernig getur einstakur gripur sagt sögu? Hefur orðið þróun aðferða við uppgröft og úrvinnslu á langri leið? Er til kenning í íslenskri fornleifafræði? Svarið að augljóst: Líkt og í fornleifafræði þeirra landa, sem öllu jöfnu er miðað við, hefur íslensk fornleifafræði engu minni […]

Selatangar – smálegt

Gengið var um Katlahraun, að fjárskjóli Vigdísarvallamanna, síðar Skála, Smíðahellinum, Sögurnarkórnum, Vestari lestargötunni, Nótahellinum og refagildrunum fremst á brúninni. Síðan var haldið austur um Tangana, staðnæmst við brunninn og þá gengið að vestustu búðinni í verstöðinni, litið á óninn, síðan verkhúsið og staðnæsmt við Dágon. Jón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon merkja djöfull upp á […]

Baðsvallasel

Skoðuð voru Baðsvallasel norðan Þorbjarnarfells. Baðsvellir voru notaðir til selstöðu frá Járngerðarstöðum uns hún var færð upp á Selsvelli vegna ofbeitar. Selið, sem greinilega er mjög gamallt, er undir hól við litla tjörn. Innan hennar er skógur. Í honum eru tóftir og urmull af kanínum. Undir hraunkanti vestan við Baðsvellina eru stekkir og fleiri tóftir. […]

Fornleifafræði – forsagan

Ef litið er á sögu fornleifafræðinnar á Íslandi þá er hún í rauninni ekki mikið styttri en hefur gerst og gengið annarstaðar í heiminum. Hins vegar hefur kannski minna gerst og þróunin orðið hægari hér en víða annarsstaðar. Það hefur þó varla komið að sök í ljósi stöðu greinarinnar. Hún hefur tekið allmiklum breytingum í […]