Entries by Ómar

Miltisbrandur í hrossum á Vatnsleysuströnd

Þetta var fyrirsögn á frétt á mbl.is þann 8. desember 2004 kl 15:06. Fréttin fjallar um að þrjú hross hafi á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Fyrsta hrossið drapst sl. fimmtudag, tvö á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Hross í nágrenni Sjónarhóls hafa verið sett í […]

Kershellir – Setbergsselshellir

Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna. Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í […]

Jólasveinar – eru þeir til í alvörunni?

Hvað er það að vera til „í alvörunni“? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera til en það er líklega ekki sá skilningur sem átt er við með „í alvörunni“. Líklega er átt við það […]

Jólasveinar – íslenskir

Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir. Fjöldi jólasveina var fyrr á öldum misjafn eftir […]

Selvogsgata – Kristjánsdalahorn – Gullkistuvatn – Kóngsfell – Kerlingaskarð

Selvogsgatan var gengin frá Bláfjallavegi áleiðis að Grindarskörðum við Kristjánsdali. Gamla þjóðleiðin var fetuð upp skörðin, upp á brún og síðan haldið áfram til vesturs ofan hennar. Komið var inn í tiltölulega sléttan dal, opinn til suðurs. Haldið var upp úr honum að norðanverðu. Þegar komið var upp yfir brúnina að austanverðu blasti við fallegt […]

Oddur sterki

Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, vakti fyrir nokkru athygli FERLIRs á steini nokkrum er vera átti í Reykjavík og minna átti á Odd sterka af Skaganum. Skv. hans upplýsingum gæti steinninn verið á fyrrum athafnasvæði Glóbus við Lágmúla. Ábendingin virtist lítt áhugaverð í fyrstu, en þegar betur var að gáð reyndist hún hin […]

Selfjall – Lækjarbotnar – Selvatn

Gengið var um svæði Elliðakots í vestri og Lyklafells í austri. Getgátur hafa verið um selstóftir. Ætlunin var að gaumgæfa svæðið. Farið var upp frá Fossvöllum í Lækjarbotnum með stefnuna til norðurs niður og inn með Lönguhlíðum (Elliðakotsbrekkum) milli Selfjalls og Selvatns. Kíkja átti á (Reykja)Víkurselið norðaustan við vatnið sem og Árnakróksrétt og halda síðan […]

Bláfjöll – Heiðarvegur

Gengið var frá Bláfjöllum í vesturátt. Eftir að hafa gengið tæpan kílómetra á helluhrauni og á jeppaslóð, var komið að hraunhól sem á var varða. Sprunga er í hólnum með gras í botni og líklega gott skjól í henni. Að vestan er líkt og dyraop og er hægtað ganga á jafnsléttu inn í sprunguna. Punktur […]

Rauðamelsstígur og Arnarseturshraun

Gengið var eftir Rauðamelsstíg. Vikið var út af stígnum til suðurs og komið við í Bekkjum, þar sem skoðaður var mikið fjárskjól á fallegum stað. Komið er að því í gegnum klofinn hól og birtast þá hleðslurnar skyndilega framundan. Þá var haldið til norðvesturs og komið við í Brenniselshæðum. Norðan hæðanna eru mikla hleðslur á […]

Gamli-Hafnarfjarðarvegurinn – Flatahraunsgata

Skoðaður var Gamli-Hafnarfjarðarvegurinn (Flatahraunsgata) í Flatahrauni á bak við Fjarðarkaup. Enn má sjá u.þ.b. 100 metra kafla af honum uns hann hverfur undir veginn að Hraunsholtsbænum. Þarna lá gamla leiðin suðurúr frá gatnamótunum í Engidal. Hraunkanturinn er þarna skammt norðar, en austar er m.a. tóft sauðakofa og síðan rétt og fleiri mannvirki skammt inni í […]