Entries by Ómar

Fornasel – Auðnasel – Knarrarnessel

Gengið var frá Skrokkum við Reykjanesbraut að Fornaseli. Selið er í vel grónum hól og sést hann vel frá brautinni. U.þ.b. 10 mínútna gangur er að því. Ýmist er sagt að selið hafi verið frá Þórustöðum eða Landakoti og þá heitið Litlasel. Í selinu er ein megintótt með tveimur vistarverum og hlöðnu gerði sunnan við. […]

Myllulækjartjörn – Myllulækur

Elliðavatn er á norðausturenda sprungusvæðis í Trölladyngjukerfinu og rekja má aldur þess til síðasta hlýskeðs ísaldar. Efstu, stöðugu upptök Elliðaánna eru við Selvatn og í Lækjarbotnum við Nátthagavatn. Ár og lækir, sem renna í Elliðavatn eru Bugða, Suðurá um Helluvatn, lækur úr Kirkjuhólmatjörn og Myllulækur úr Myllulækjartjörn. Suðurá rann fyrrum gegnum Hrauntúnstjörn en var beint […]

Voru víkingaskipin notuð í eitthvað annað en siglingar?

Víkingaskip (knörr og langskip) eru ein þeirra „verkfæra“, sem landnámsmenn notuðu, m.a. til að komast til eyjarinnar. Margir komu með það að markmiði að setjast að í nýju landi. Sumir voru samskipa með öðrum eða hafa haft fleiri en eitt skip. Telja má sennilegt að allt það sem þeir komu með hafi síðan verið notað, […]

Refagildrur

Eftirfarandi er hluti af skrifum Þórs Magnússonar, Hrafnahrekkurinn – sitt af hverju um refagildrur – úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1980. Skrifin eru í framhaldi af skoðun hans á hlaðinni refagildru á Norðausturlandi er þótti merkileg, ekki síst fyrir það að einungis var þá vitað um mjög fáar aðrar slíkar hér á landi, þ.á.m. við […]

Strandarsel (Staðarsel)

Farið var með Guðmundi Þorsteinssyni og Magnúsi Brynjólfssyni í Hellholtið. Þeir eru kunnugir á svæðinu og ætluðu m.a. að benda á hella og tóttir, sem þeir hafa orðið varir við. Gengið var frá Girðingarréttinni niður á holtið, u.þ.b. 10 mínútna gangur. Byrjað var að líta á fjárhelli utan í vestanverðu Hellholtinu og síðan á hellinn […]

,

FERLIR – leiðsögn

Jafnan er leitað til FERLIRs um leiðsögn um hin og þessi svæði Reykjanesskagans, bæði í styttri og lengri gönguferðir – enda óvíða um meiri uppsafnaðan fróðleik og reynslu að finna um svæðið. Reykjanesskagann má njóta til útivistar allan ársins hring, hvort sem áhugi er á fornminjum eða náttúruminjum. Segja má að hann endurspegli bæði sögu […]

Háspennulínur og -möstur

Greinargerð og samantekt um fyrirhugað línustæði milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar. I. Inngangur Eftirfarandi er svolítil greinargerð og samantekt yfir minjar og náttúruverðmæti á fyrirhugaðri leið háspennumastra frá Hellisheiðarvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð eftir því sem vitneskja liggur fyrir um slíkt. Ekki er um fornleifaskráningu að ræða, enda þarf hún að fara fram undir handleiðslu fornleifafræðings. […]

Hvassahraunssel – Lónakotssel

Ákveðið var að reyna að finna Skógarnefsskúta í Skógarnefi ofan við Krossstapa. Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Loftsskúta þar sem mikil hleðsla er fyrir skúta í jarðfalli vestan undir hraunhæð. Varða er á hæðinni er gefur vísbendingu hvar skútann er að finna. Þaðan var haldið beina leið upp í Hvassahraunssel. Þangað er u.þ.b. hálftíma gangur. […]

Ófundið…

Flestir sem fara um eða leiða áhugasamt ferðadólk um Reykjanesskagann enduróma gjarnan uppgötvanir annarra. Þó eru þeir/þau til er miðla fróðleik út frá eigin uppgötvunum. Í þessum fróðleik felast mikil verðmæti – miklu mun meiri en virðist við fyrstu sýn. Hafa ber í huga að þetta er fólkið er horfir til langrar framtíðar – það veit og skilur hvað komandi kynslóðum […]

Skollanef – Skollahraun

Guðmundur Guðmundsson, fyrrum bóndi á Ísólfsskála, gat í örnefnalýsingu sinni um Skollanef í Slögu, austan Bólkvosa. Í þeim eru Stórusteinar. Sonur hans, Ísólfur, sagði og frá Skollahrauni sunnan þess sem og Kistu. Hraunið er hluti af Höfðahrauni, sem átti uppruna í Höfða og Moshólum á 12. öld. Aðrir hlutar þess eru Leggjarbrjótshraun og Katlahraun. Í […]