Jólasveinninn og lífsins tré
„Bandaríski jólasveinninn, sem gengur undir nafninu Santa Claus (heilagur Kláus) eða bara Santa þar í landi, dregur nafn sitt af heilögum Nikulási sem var biskup í Mýru í Litlu-Asíu (Tyrklandi) á 4. öld. Um líf og störf Nikulásar er fátt vitað en hann er þó einn af vinsælustu dýrlingum bæði rómversk-kaþólsku kirkjunnar og þeirrar grísk-kaþólsku. […]