Entries by Ómar

Jólasveinninn og lífsins tré

„Bandaríski jólasveinninn, sem gengur undir nafninu Santa Claus (heilagur Kláus) eða bara Santa þar í landi, dregur nafn sitt af heilögum Nikulási sem var biskup í Mýru í Litlu-Asíu (Tyrklandi) á 4. öld. Um líf og störf Nikulásar er fátt vitað en hann er þó einn af vinsælustu dýrlingum bæði rómversk-kaþólsku kirkjunnar og þeirrar grísk-kaþólsku. […]

Verbúðarsafn við Voga á Vatnsleysuströnd – Gunnar Óli Guðjónsson

Í BS ritgerð Gunnars Óla Guðjónssonar í maí 2011 um „Verbúðarsafn við Voga á Vatnsleysuströnd„, sem skrifuð var í Landbúnaðarháskóla Íslands, má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik um verstöðvar og aðbúnað í verum með áherslu á svæðið í kringum Stapann við Voga. Öll hin gömlu ver eru nú horfin. Gunnar leggur t.d. til endurgerð vers á […]

Brennisteinsfjöll – hellaferð

Einn sunnudag í nóvember ákváðu félagar í Climbing.is að skreppa í hellaferð í Brennisteinsfjöll. Fjallgarðurinn liggur suður-norður á Reykjanesskaga og er stysta leið að honum frá Kleifarvatni. Gengum við uppúr Gullbringu og haldið inn hraunið í átt að fjöllunum. Til að byrja með var gönguleiðin nokkuð slæm, þykkur mosi og miklar mishæðir en skánaði stórum […]

Hvaleyrarsel

Hús Skógræktarfélags Hafnarjarðar er í Húsmúla, en í Selhöfða er skáli Gildisskátanna; Skátalundur. Sumarhús er og undir Vatnshlíðinni, en vestan hans er Bleikingsháls. Í Húshöfða má t.d. sjá tótt af hlöðnum stekk efst á hæð, Beitarhúsahálsi, norðan húss Skógræktarfélagsins. Sunnan hússins er nokkuð stór tótt í hlíðinni. Það er rúst beitarhúss, Veturhúss, frá Jófríðastöðum, en […]

Þerrir – Hlöðvishaugur – Brandsleiði

„Í túni eystri hálflendunnar í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi er stór hóll, sem kallaður er Þerrir. Honum fylgdi sú sögn, að þar ættu álfar heima, og þess vegna mætti aldrei slá hólkollinn. Ef það var gert, átti bóndinn að verða fyrir einhverju óhappi. Munu flestir bændur hafa virt þessi álög, því engin dæmi vissu menn þess […]

Gossaga (Þáttur úr gossögu Reykjaness)

Magnús Á. Sigurgeirsson ritaði athyglisverða grein er hann nefnir „Þáttur úr gossögu Reykjaness – Gosskeið fyrir um tvö þúsund árum“ í Náttúrufræðinginn (72) árið 2004. Þar fjallar hann aðallega um eldgos á undan síðasta gosskeiði á Reykjanesskaganum fyrir um 2000 árum. „Gosmenjar sem varðveittar eru frá þessum tíma, veita mikilvægar upplýsingar um goshætti og umfang […]

Ófeigskirkja – Skyggnir – Móslóði

Ófeigskirkja var örnefni í Garðahrauni – allt til þangað til Álftanesvegurinn var lagður árið 1910. Þá var „kirkjan“ brotin undir vegstæðið, enda lá hún vel við höggi; brunahóll tilvalinn til undirlags. Hóllinn sá var reyndar dæmigerður fyrir ástleitni vegagerðarmanna þess tíma í nálæga hraunhóla – allt til þessa dags. Varla var til sá gígur, eldvarp […]

Ártún

Þegar ekið er um Vesturlandsveginn má sjá á Kjalarnesi tóftir bæjar austan við veginn stuttu áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum. Þetta eru leifar bæjarins Ártúns. „Ártún á Kjalarnesi var talin lítil og kostarýr jörð. Hún var lengst af kirkjujörð frá Saurbæ, afbýli úr þeirri jörð og jafnframt ysti bær í Saurbæjarsókn. Jörðin fór í […]

Tómas Þorvaldsson – Gatan mín… III

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973: „Skammt þar frá sem vatnspósturinn stóð er annað apparat sem raunar er tengt líka en það er úrkomumælir Veðurstofunnar. Hvort sem þetta eru góð eða vond skipti stendur þessi mælir hjá glæsilegu húsi, fallega máluðu, og nýlegu og kannski mannst þú, […]

Huldumannssteinn

Á bak við Ármúla 32 í Reykjavík skagar óraskað holtasvæði inn á malbikað bílastæði þrátt fyrir að bæði er full þörf fyrir svæðið undir bílastæðið og ekki er að sjá annað en að holtið hafi annars staðar verið lagt undir byggingarm götur og bílastæði. En ástæða er fyrir öllu og er þessi bleðill engin undantekning. […]