Entries by Ómar

Brennisteinsvinnsla – saga

Eftirfarandi er úr grein um sögu brennisteinsvinnslu hér á landi eftir Ingvars Birgirs Friðleifssonar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997: „Þótt Íslendingar hefðu ekki mikil not af jarðhitanum, allavega ekki þegar átti að tíunda hann til skatts eins og í Jarðabókinni, hafði Danakóngur þeim mun meira gagn af brennisteini sem víða finnst á gufuhverasvæðum. Brennisteinn var […]

Mosfell – Silfur Egils I

Einhverjum gæti þótt sveitarfélagsmerki Mosfellsbæjar tvírætt; tákn á annarri hlið ensks silfurpeningis frá 10. öld. Hvers vegna var ekki notað táknið á hinni hliðinni? Þessi spurning gæti þess vegna verið myndlíking margra annarra sambærilegra er vaknað gætu um sama efni – silfur Egils. Í 88. kafla Egilssögu segir að „Egill Skalla-Grímsson varð maður gamall, en […]

Lambhúsatjörn – sandsteinn

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (1726-1768), en hann fór í rannsóknarferðir um Ísland með Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, á árunum 1752-1757, fjallar hann um óvenjulegan sandstein: „En utan á berglag þetta hefir hlaðizt, vegna þess að sjór hefir skolazt um það, svo að það er venjulega ekki talið vera hraun. Sérstaklega mikið er af steintegund einni […]

Útilegumenn – Eyvindur og Margrét

„Eyvindi Jónssyni og Margréti Símonardóttur var lýst á Alingi árið 1676. „Virðulegur sýslumann Jón Vigfússon eldri lét lýsa í lögréttu þessara persóna auðkennum: Eyvinds Jónssonar og Margrétar Símonardóttur, að óskilum burtviknum úr Ölveshrepp. Hann rauðbirkinn, þykkvaxinn, með rautt skegg þykkt, ekki mjög sitt, rauðleitur nokkuð, þykkleitur, glaður og listugur í viðmóti, kvennamaður mikill, hagmætur til […]

Hópsnesviti / Þórkötlustaðanesviti

Sum nöfn verða til af engu. Þannig hefur t.a.m. Siglingamálastofnun Íslands nefnt vitann á Þórkötlustaðanesi Hópsnesvita. Aðrir hafa apað vitleysuna eftir – og jafnvel nefnt hann Hópsvita. Í fyrsta lagi er vitinn ekki á Hópsnesi. Hann er á Þórkötlustaðanesi. Mörkin eru u.þ.b. 60 metrum vestan við vitann. Hópsnes hefur í örnefnalýsingum verið nefnt vesturmörk Þórkötlustaðaness […]

Þyrluvarðan

Í bók Sesselju G. Guðmundsdóttur, „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“, segir m.a. um „Þyrluvörðuna„: „Næst höldum við suðvestur frá Strokkum, förum meðfram Reykjanesbrautinni að neðanverðu, yfir lægðina [Breiðagerðisslakka] sem þarna er og að Þyrluvörðunni svokölluðu“. Það var 1. maí 1965 að Sikorsky björgunarþyrla frá Varnarliðinu hrapaði niður í lægðina suðvestur frá Skrokkum norðan Reykjanesbrautar. Hún […]

Brunnastaðalangholt

Stefnan var tekin á Brunnastaðalangholtin í Strandarheiðinni og næsta umhverfi. Rétt ofan við þjóðveginn, ofan Brunnastaðahverfis, er varða sem hlaðin var er þar fannst dáinn piltur sem örmagnaðist í vonskuveðri, heitir Hermannsvarða{Kristmundarvarða}. Skammt þar frá eru Gilhólar og þar eru einnig Lágarnar eða Skjaldakotslágar. Þarna upp í heiðinni er Brunnhóll, þar er hola í klöpp […]

Dularfullt handrit…

Eftirfarandi frétt birtist á forsíðu Fréttablaðsins 31. okt. 2007 undir fyrirsögninni Fornt handrit finnst í húsi í Hafnarfirði – Dularfullt handrit rannsakað. „Við vitum lítið um handritið enn þá. Það fannst í húsi ef svo má segja,“ segir Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stofnuninni barst fornt handrit í gær sem fannst við tiltekt í […]

Landfræðisaga Íslands – Þorvaldur Thoroddsen

Í „Landfræðissaga Íslands“ – Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar, eftir Þorvald Thoroddsen segir m.a. um upphaf búsetu manna hér á landi: 2. Fornar sagnir um Ísland áður en það fannst „Hjá ýmsum miðaldahöfundum er getið um Ísland og það sett í samband við viðburði, er gerzt hafa löngu áður […]

Þrengsladraugurinn

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1974 má lesa eftirfarandi um Þrengsladrauginn undir fyrirsögninni „Aðsókn í Þrengslum„: „Ég sá hann greinilega, en kann gufaði upp“. Rætt var við einn þeirra, sem hafa „séð“ í Þrengslunum: „Ég sá hann greinilega, svo greinilega að ég myndi þekkja hann aftur á ljósmynd, en hann bara gufaði upp,“ sagði Jón Karlsson […]