Hengill

“Eyvindi Jónssyni og Margréti Símonardóttur var lýst á Alingi árið 1676. “Virðulegur sýslumann Jón Vigfússon eldri lét lýsa í lögréttu þessara persóna auðkennum: Eyvinds Jónssonar og Margrétar Símonardóttur, að óskilum burtviknum úr Ölveshrepp. Hann rauðbirkinn, þykkvaxinn, með rautt skegg þykkt, ekki mjög sitt, rauðleitur nokkuð, þykkleitur, glaður og listugur í viðmóti, kvennamaður mikill, hagmætur til skáldskapar, ekki mjög hár, undir fertugs aldur. Hún há kona, dökk á hárslit, glaðleg í viðmóti, réttvaxin, undir fimmtugs aldur, að menn meini. Óskar valdsmaðurinn réttarins vegna, að hvar sem þessar persónur hittast kunni, höndlist og í Árnessýslu færist undir lög og rannsak” – Alþingisbækur Íslands, VII. bls. 349.

Lögðust út
henglafjoll-229Hvað olli því, að svo gjörðarlegar og viðkunnanlegar manneskjur lögðust út? Má þeirra Eyvindar og Margrétar kom aftur til kasta Alingis og að því sinni eru veittar nánari upplýsingar. Í sama stað, ár og dag (þ.e. 29. júní árið 1678 auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri kann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölvesi og Árnessslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ahrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín í millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einfaldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli svo í Kjalarnessingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjáar refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu, sem og heilagrar aflausnar og sakramentis foröktun hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevisaði á þær lagðar voru. Einning auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsingu á Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar af hnigandi þjófnaðar aðburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru bessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræa persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valds mannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust” – Alingisbækur Íslands, VII. bls. 403-404.

Dæmd til dauða
henglafjoll-230Öxarárþing dæmdi bæði til dauða. Refsingin var logð á á þinginu hinn 3. júlí árið 1678. Hann var hálshöggvinn og henni drekkt. Svo er að sjá sem hórdómsbrotin hafi vegið þyngst á metunum, er refsingin var ákveðin. Stóridómur lét ekki að sér hæða. Ástin var þá með í leiknum og olli því, að þau voru hýdd bæði í Kópavogi og héraði og misstu lífið. þau Eyvindur og Margrét hafa vafalítið vitað hvað beið þeirra hið síðara skiptið, er þau náðust. Þau virðast eftir lýsingunni að dæma ekki hafa verið skynskiptingar. Skilnaður var torfengnari þá en nú, en var þó veittur undir ákveðnum kringurnstæðum. Dómar fra 17. öld sýna, að hann var veittur, ef maki var afmyndaður í andliti, t.d. af bólu eða útbrotum, sýndi eiginkonu eða eiginmanni afskiptaleysi, hljópst á brott og var lengi fjarverandi eða var getulaus. Síðastnefnda skilnaðarsökin var eingöngu notuð af konum. Sökum af þessu tagi hefur ekki verið til að dreifa í þessu tilviki.
henglafjoll-231Þeirra Eyvindar og Margrétar getur í fleiri heimildum. Fitjannáll hefur m.a. frá þessu að segja við árið 1678: “Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin. Þau tóku  sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi” – Annálar 1400-1800, II. bls. 247. Frásögn Hestsannáls er nokkru fyllri. “Á alþingi 1678 var höggvinn maður sá Eyvindur hét, er hlaupið hafði úr Ölfusi frá konu sinni með aðra konu undin jökul vestur, og héldu sig þar fyrir hjón; viku síðan þaðan og fundust við helli á Mosfellsheiði suður og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét, henni drekkt í Öxará. Þau höfðu verið strýkt um veturinn fyrir og látin þa laus og aðskilin, en tóku sig saman, þá voraði, og lögðust á ný á fjöll um sumarið” Annálar 1400-1800, II. his. 512.
Setbergsannáll segir frá þessum atburðurn á mjög líkan hátt og Hestsannáll. Þó segir þar, að þau Eyvindur og Margrét” fóru síðan þaðan að vestan og fundust við helli á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit” Annálar 1400- 1800, IV. bls. 120. Telja verður A1þingisbókina traustari heimild en annálana, sem eru ritaðir nokkuð eftir að þessir atburðir áttu sér stað. Annálunum ber þó saman um, að þau Eyvindur og Margrét hafi lagt leið sína vestur undir Jökul, er þau hlupust á brott hið síðara skiptið og áður en þau lögðust út. Heimildum ber ekki heldur saman um dvalarstað þeirra í útlegðinni.

Hellir sunnan Þríhnjúka
henglafjoll-232Ólafur meistari Briem fjallar um þetta mál í hinni ágætu bók sinni Útilegumenn og auðar tóttir bls. 142-146. Þar greinir hann frá helli sunnan undir Þríhnjúkum og suður undan Örfiriseyjarseli. Ólafur kannaði hellinn í októbermánuði árið 1981 ásamt dr. Brodda Jóhannessyni og Guðmundi Guðmundssyni tryggingafræðingi, en Einar Ólafsson hafði fundið hellinn alllöngu fyrr. Haustið 1981 höfðu spjöll verið unnin á hellinum, en þar mátti þó enn sjá forn mannvirki, kampar höfðu verið hlaðnir beggja vegna inngangs, og tveir hlaðnir bálkar voru í hellinum. Þessi mannvirki voru í hellinum, er Einar Ólafsson fann hann, en þá hafði þar engu verið spillt. Niðurstöður Ólafs Briems eru þær, að ekki verði gengið fram hjá þeirri tilgátu, að þau Eyvindur og Margrét hafi haft bólstað í helli þessum. Hefur það verið í fyrri útilegunni. Vafalaust hafa þeir, sem breyttu hellinum í eins konar sæluhús fyrir örfáum árum, ekki gert sér ljóst, að hann kann að hafa verið ástarhreiður útileguhjúa fyrir tveim öldum og verðskuldað því að varðveitast óskemmdur.

Dvalarstaður
henglafjoll-233Telja verður a.m.k. líklegt, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér athvarf í hellinum við Þríhnjúka, er þau voru tekin hið fyrra sinnið. Meiri vafi leikur á um seinni dvalarstaðinn. Hellir er að vísu í Innstadal í Hengli. Sá er allhátt í klettum rétt hjá gufuhver einum miklum. Hellismunninn blasir við, ef gengið er yfir Steggjubeinsskarð frá skálunum innan við Kolviðarhól og í dalinn. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunnann. Hleðslan er nú hrunin og hefur fallið bæði út og inn. Talsvert er af beinum undir hellum inni í hellinum. Ætla má, að hellurnar hafi áður verið í hleðstunni fyrir hellismunnann. Hér virðist því vera um útilegumannahelli að ræða, enda eru klettarnir neðan hellismunnans veruleg torfæra. Óvönum klettamönnum skal ráðið frá því að freista uppgöngu nema þeir séu vel búnir og í fylgd með sæmilegum klifurmönnum. Vaður væri þá æskilegur. Tvennt mælir á móti því, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér bótstað í helli þessum. Allir kunnugir menn hefðu talið hann liggja upp af Ölfusi en ekki Mosfellssveit og enginn hefði væntanlega talið hann vera í Ölfusvatnstandareign. Höfundur þessarar greinar hefur á hinn bóginn sannprófað, að klettabeltið neðan hellisins er engin hindrun röskum konum. Haft skal í huga, aO formæðrum okkar var svo sannanlega ekki fisjað saman.
Um nánari lýsingu á hellinurn skal vísað til rits Ólafs Briems, bls. 146- 150.
Hvar dvöldust þau Eyvindur og Margrét hið síðara skiptið, ef þau var ekki í hellinum í Innstadal? Þetta hefur verið á huldu, en hér skal sett fram tilgáta. Fyrst skal þó sögð stutt ferðasaga.

Farið um svæðið
henglafjoll-234Um mánaðarmótin ágúst-september árið 1986 fóru sá, er þetta ritar, og Ásgeir S. Björnsson cand. mag. um svæðið í grennd við Marardal. Ætlunin var að komast að niðurstöðu um hvar franski listamaðurinn Auguste Mayer hefði staðið árið 1836, er hann teiknaði mynd þá, sem hann nefnir Au port du Elliðaár. Við ókum fyrst Þingvallaveginn gamla, en beygðum síðan inn á slóð, sem liggur meðfram háspennulínunni að austan. Bíllinn var yfirgefinn, er við komum til móts við Marardal. Eftir það tókum við stefnuna á Marardal og gengum síðan allhátt í fjallið meðfram á þeirri, sem fellur við mynni Marardals, Engidalsá. Þar töldum við okkur finna staðinn, enda kom flest heim og saman á myndinni og í landslaginu.
Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og brattur. Við gengum í fyrstu niður með ánni, en réðumst síðan til uppgöngu á klettaranann neðarlega eða í neðstu hæðinni á honum. Ásgeir hafði augun hjá sér og benti mér fljótlega eftir að upp var komið á hellisgjögur og hafði orð á því, að sér sýndist hleðsla vera í mynni þess. Okkur korn saman um að kanna þetta, enda myndum við ekki að sjá eftir því að hafa látið það ógert. Stuttur spölur var að hellisgjögrinu og er að því korn gafst á að líta. Þarna voru ótvíræðar mannvirkjaleifar. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munnann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni.

Myndaferð
henglafjoll-235Við höfðum hvorki ljósmyndavél né kíki meðferðis. Úr þessu þurfti að bæta. Efnt var til hópferðar í Engidal hinn 26. október. Þá var úr þessu bætt. Hellirinn reyndist vera 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hann var um tveir metrar og nokkuð jöfn. Leiðangursmennfundu annan helli um 20 faðma frá þessum og litlu neðar. Hann var 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. Hlaðið hafði verið fyrir mynni þessa hellis einnig. Hann er mjög þrifa1egur og virðist ákjósanlegt svefnstæði. Geta ekki einhverjir aðrir en þau Eyvindur og Margrét hafa notað hella þessa? Jú, vissulega. Þeir kunna að hafa verið skjól hreindýraskyttna, en hreindýrin virðast hafa haldið sig talsvert í og við Marardal í á rúmlega öld, sem þau reikuðu um Reykjanesskagann og heiðarnar milli Faxaflóa og Suðurlandsundirlendisins. Þau voru flutt á þetta svæði árið 1781 og héldu sig þar fram á þessa öld – Náttúrufræðingurinn 1932, bls. 7-10, 96. Auk bessa voru naut geymd í Marardal og á Bolavöllum öldum saman, og voru sum þeirra afarmanníg að því er sagnir herma. Hellarnir kynnu því að hafa verið skýli gegn nautunum, en bolar eru ekki mikið gefnir fyrir að klifra, svo sem alkunna er. Ég er á hinn bóginn sammála Ásgeiri S. Björnssyni um að hér sé ekki um skotbyrgi refaskyttna að ræða. Sumir steinarnir í hleðslunni fyrir efri hellinum em mjög stórir og aðeins færanlegir mjög hraustum manni. Líkurnar fyrir því að hellarnir séu hið síðara hýsi Eyvindar og Margrétar – verða á hinn bóginn að teljast vera allmiklar. Staðurinn er vissulega ofan Mosfellssveitar, þótt naumast verði hann talinn vera á Mosfellsheiði. Marardalur og umhverfi hans voru afréttur Ölfushreppsbúa, en þóo hvíldi sú kvöð á ábúanda Ölfusvatns að flytja naut Skálholtsstaðar í þennan afrétt, er Jarðabók Árna Magnússon og Páls Vídalíns fyrir þetta svæði var gerð árið 1706 – Jarðabók, 11.  bls. 378-379. Þetta kann að hafa  orsakað, að menn hafi talið svæðið vera í landareign jarðarinnar. Minnt skal á, að Grafningur var hluti Ölfushrepps til ársins 1828. Ég hef heldur engan stað séð, sem kemur betur heim og saman við orð Alþingisbókarinnar “hreysi undir bjargskúta” heldur en efri hellirinn.
Því verður haft fyrir satt þar til annað sannast, að hellarnir séu hið síðara bæli Eyvindar Jónssonar og Margrétar Símonardóttur í útilegu þeirra. Þeir koma a.m.k. betur heim við frásagnir heimilda en hellirinn við Lækjarbotna, en þau Eyvindur og Margrét hafa verið orðuð við hann. Annar hellirinn við Marardal kynni að hafa verið svefnstaður og hinn birgðageymsla eða eldhús. Engin greinileg ummerki sjást þar raunar um eldamennsku, en þó kunna tveir steinar í gólfi til vinstri við inngang að vera frumstæðar hlóðir. Annars kunna þau hjónin að hafa brugðið sér til hverasvæða í grenndinni, t.d. til jarðhitasvæðisins við skálana hjá Kolviðarhóli. Minnt skal á, að þau lágu úti að sumarlagi.”

Heimild:
-Lýður Björnsson.

Lækjarbotnar

Útilegumannahellir í Lækjarbotnum.