Entries by Ómar

Reykjavíkurbrýr

Hér segir frá hinum gömlu Reykjavíkurbrúm. „[Lækurinn] kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar, hlykkjaðist meðfram löndum Skálholtskots og Stöðlakots og síðan rann hann á landmerkjum Arnarhóls og Reykjavíkur til sjávar, og var ósinn rétt vestan við Arnarhólsklett. Hafði hann þá runnið 198 faðma leið. Víðast var hann ekki nema svo sem tveggja faðma breiður og holbekktur, en […]

Grafarsel – rétt (letursteinn)

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703) er m.a. fjallað um jörðina Gröf, sem þá tilheyrði Mosfellssveit. Talsverðar kvaðir hafa verið á jörðinni sbr.: „Kvaðir eru mannslán, hestlán bæði til alþingis og annarstaðar, jafnvel stundum norður í land og ýmsar áttir, og þetta stundum til samans á einu ári. Dagslættir tveir. Hríshestar tveir. Móhestar […]

Fóelluvötn – Gamla rústin (Lágafellssel)

Skúli Helgason ritaði grein í Árbók Fornleifafélagsins árið 1981 er bar yfirskriftina; Gamla rústin við Fóelluvötn – og fólkið sem þar kom við sögu. Í henni (10 bls.) kemur m.a. fram eftirfarandi: „Það var haustið 1979 að ég sem þetta rita brá mér eitt sinn inn í Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Fékk ég að líta í málsskjöl, […]

Selatangar – Tangagata vestari – Ísólfsskáli – kaffi; bæklingur

Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur var áhugasömum bæjarbúum boðið í göngu- og fræðsluferð að Selatöngum. Tilgangurinn var auk þess að kynna nýútkominn bækling Ferðamálafélags Grindavíkur um Selatanga. Um 90 manns þáðu boðið. Í stuttu máli var ferðin mjög vel heppnuð. Gengið var um Selatanga, skoðaður brunnurinn, búðirnar, verkunarhúsin, þurrkbyrgin, garðarnir og smiðjan, kíkt […]

Trölli – I

Haldið var með nokkrum HERFÍS-félögum í hellinn Trölla í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum. Opið er í u.þ.b. 8 metra djúpu niðurfalli dyngjuhrauns Vörðufellsgígsins og er að jafnaði lokað vegna snjóa a.m.k. 10-11 mánuði ársins. Frá því og niður í hvelfingu eru um 6 hallandi metrar. Þegar í hana var komið og hún hafði verið skoðuð kom niðurstaðan: „Eins […]

Þormóðsdalur – gullnáma

Gengið var að fyrrum gullvinnslusvæðinu í Þormóðsdal og kíkt á nýlegt svæði þar sem gerðar hafa verið tilraunaboranir í sama tilgangi og fyrrum. Það mun hafa verið Einar Benediktsson, skáld, sem beitti sér fyrir námugreftrinum fyrrum (1905). Náman stóð lengi opin, en nú hefur verið rutt fyrir opið til að fyrirbyggja að einhver fari sér […]

Sandskeið – Vatna-Sæluhús – Fóelluvötn

Eftirfarandi upplýsingar bárust FERLIR í tölvupósti: „Ég fann tvær rústir á Sandskeiðinu  þ.e. við austur endann. Þetta virðast vera hlaðnir brunnar rétt við þar sem gamla þjóðleiðin lá upp á Bolaöldurnar. Ef þið hafið áhuga á að skoða þetta, þá hefði ég ánægju af að sýna ykkur staðinn.“ Gengið var að framangreindum hleðslum skv. ábendingum […]

Búrfell – Búrfellskot – Leirtjörn

Gengið var eftir Seljadalsvegi til austurs undir sunnanverðu Búrfelli. Ætlunin var að fylgja veginum upp fyrir tóftir Búrfellskots og inn fyrir norðanverða Leirtjörn, ganga síðan suðurfyrir tjörnina, líta á Miðdalsstekk og halda síðan áfarm að upphafsstað. Vegurinn svonefndi er gömul gata er lá frá Reykjavík upp með Hafravatni og áleiðis til Þingvalla. Hann er vel greinilegur á köflum, t.a.m. í […]

Hellisheiðarvegur – frá Lyklafelli að Hellisskarði

Ætlunin var að rekja gamla Hellisheiðarveginn (elstu göngu- og reiðgötuna) frá Lyklafelli upp í Hellisskarð. Áður hafa tvær götur verið raktar frá Elliðakoti upp fyrir Lyklafell og auk þess Dyravegurinn frá Lyklafelli að Nesjavöllum. Gatnamót Hellisheiðarvegar og Dyravegar eru skammt ofan við Lyklafell. Þar er vegurinn greinilegur þar sem hann liggur upp brekku til austurs […]

Skógarmenn – minning

„Á skógar- og útivistardegi fjölskyldunnar sem haldinn var við Hvaleyrarvatn um miðjan júlí var Björnslundur vígður í minningu Björns Árnasonar, bæjarverkfræðings og skógarbónda. Afhjúpuðu börn Björns minningarskjöld í Seldal [undir Stórhöfða]. Í fimmtu og síðustu skógargöngu Skógræktarfélags Hafnafjarðar 9. ágúst s.l. var afhjúpaður minnisvarði í Gráhelluhrauni um fjóra menn sem lögðu sitt af mörkum til […]